FYRSTA beinið var lagt inn í nýstofnaðan beinabanka Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri nú í vikunni. Beinin verða notuð við beinfyllingar í gerviliðaaðgerðum.
Meira
MAÐUR í borginni Braga í Portúgal var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð vegna gruns um að hann hefði stolið farsíma. Er lögreglumaðurinn brá sér frá eitt andartak stal maðurinn farsíma hans.
Meira
MIKIL snjókoma olli uppnámi í mörgum löndum Vestur-Evrópu í gær og víða fóru samgöngur gjörsamlega úr skorðum. Á þjóðveginum A-1 á milli Burgos og Irun á Spáni lentu margir ökumenn í vandræðum vegna snjókomunnar, enda síst vanir slíku veðri.
Meira
ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, segir að Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, hafi með úrskurði sínum um Norðlingaölduveitu mótað afdráttarlausa stefnu um að virða mörk friðlandsins í Þjórsárverum.
Meira
MIKIÐ hefur verið um innbrot í umdæmi lögreglunnar í Keflavík að undanförnu. Það sem af er árinu hefur verið tilkynnt um 36 innbrot og þjófnaði ýmiskonar.
Meira
RÚMUR helmingur atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu eða 57% er með grunnskólapróf eða minni menntun að baki. Fjórðungur atvinnulausra er með framhaldsskólamenntun og 10% með háskólamenntun.
Meira
ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista frjálslyndra og óháðra, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd sem hann óskar að verði birt og fer hún hér eftir.
Meira
ÞOTA frá Flugfélaginu Atlanta er notuð um þessar mundir til flutninga fyrir breska varnarmálaráðuneytið. Þotan er í leigu hjá breska flugfélaginu Excel sem Atlanta hefur flogið fyrir um tíma og hefur Excel samið um verkefnið við varnarmálaráðuneytið.
Meira
ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði, segir að sér virðist sem úrskurður setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu sé vel unninn og að mörgu leyti athyglisverður.
Meira
SEGJA má að meira hafi mætt á iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, en öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þær tvær vikur sem liðnar eru af vorþingi.
Meira
FUNDUR þeirra George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, í Camp David í gær var talinn geta haft úrslitaþýðingu fyrir þróun Íraksmálanna.
Meira
"FYRST heyrðum við hljóð sem við héldum að væri flugvéladrunur. Síðan kom svakalegur hvellur og blossi sem lýsti upp húsið," segir Elvar Árni Herjólfsson sem var að vinna með félaga sínum í skemmu við vélsmiðjuna Norma hf.
Meira
LANDHELGISGÆSLAN hefur til þessa eingöngu haft eingeislamæli til sjómælinga en í sumar sem leið fékk hún lánaðan fjölgeislamæli hjá bandaríska sjóhernum og hafði hann til umráða þar til í byrjun október.
Meira
MT-BÍLAR afhentu nýlega Ólafsfjarðarbæ nýjan slökkvibíl. Sigurjón Magnússon, bílasmiður og frumkvöðull fyrirtækisins, afhenti Stefaníu Traustadóttur bæjarstjóra bílinn, en hún afhenti hann síðan slökkviliðsstjóranum, Magnúsi Sigursteinssyni.
Meira
BÆJARSTJÓRN Árborgar átelur harðlega þá ætlan ríkisvaldsins að reikna ekki með neinum fjármunum til tvöföldunar og endurbóta á þjóðveginum yfir Hellisheiði í þeirri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003-2006 sem nú liggur fyrir Alþingi til samþykktar.
Meira
UNNIÐ var að því í gær að koma flutningabíl með tengivagn á réttan kjöl en hann valt á hliðina í Mjóafirði á fimmtudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði varð óhappið við Djúpmannabúð.
Meira
UNDANFARIÐ hafa verið sett upp á Eyrarbakka skilti sem vísa ferðamönnum og öðrum á markverða staði, sögulega eða örnefni. Skiltið sem meðfylgjandi mynd er af er eitt það nýjasta.
Meira
Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar mánudagskvöldið 3. febrúar nk. kl. 20. Á dagskrá er m.a. Íslendingabók. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Einar...
Meira
GERT er ráð fyrir að allt að 5 milljónum króna verði varið til að taka á í atvinnumálum Sandgerðis á árinu, samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Meira
KVENFÉLAGIÐ Sif á Patreksfirði hélt á dögunum sitt 54. þorrablót. Það voru um 310 manns sem sóttu blótið að þessu sinni. Um kl. 12 deginum áður var fólk farið að bíða eftir að miðasalan yrði opnuð, en hún var ekki opnuð fyrr en kl 20.
Meira
FJÖLDI Skota og Skotlandsvina kom saman á Hótel Sögu í gær til þess að lyfta sér upp í nafni Roberts Burns, þjóðskálds Skota. Veislustjórar voru fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Magnús Magnússon og dóttir hans Sally. Haft er á orði að 25.
Meira
HIÐ árlega þorrablót Hjónaklúbbsins í Grundarfirði verður haldið laugardaginn 1. febrúar nk. Um nokkurra ára skeið hefur það tíðkast að miðar eru seldir helgina á undan hjá einhverjum stjórnarmeðlima.
Meira
Í dag S igmund 8 V iðhorf 40 V iðskipti 12/14 M inningar 42/51 E rlent 16/24 K irkjustarf 52/53 H öfuðborgin 22 Þ jónustan 55 A kureyri 24 B réf 56 S uðurnes 24 M yndasögur 56 Á rborg 26 S kák 57 L andið 27 D agbók 58/59 N eytendur 28 S port 60/63 H...
Meira
FIMM skipverjar á Hugin VE65 eru enn innlyksa um borð í skipinu í höfn í Múrmansk í Rússlandi og hafa verið það síðan á þriðjudag. Ástæðan er sú að rússnesk yfirvöld segja vegabréf þeirra ógild.
Meira
AÐALFUNDUR Ungmennafélagsins Neista á Djúpavogi var haldinn í lok janúar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var farið yfir starf félagsins á árinu en þar kom fram að yfir 80% barna og unglinga taka þátt í starfi ungmennafélagsins.
Meira
VAL á íþróttamanni Þórs fyrir árið 2002 verður kunngjört í hófi í Hamri, félagsheimili Þórs í dag, laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00. Við sama tækifæri verður kunngjört val á bestu íþróttamönnum einstakra deilda innan félagsins.
Meira
VERÐI frumvarp það sem dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær að lögum geta þeir sem lokið hafa embættisprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík fengið réttindi sem héraðsdómslögmenn.
Meira
Kínaklúbbur Unnar fagnar ári geitarinnar samkvæmt kínverska almanakinu í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Unnur Guðjónsdóttir sýnir skyggnur úr fyrri ferðum Kínaklúbbsins til Kína, ásamt kínverskum dansi. Allir velkomnir.
Meira
Á vormisseri verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið, ráðstefnur og málstofur til að efla umræðu um opinbera stjórnun, stefnumörkun og stjórnmál. Í haust fer af stað nýtt og endurskoðað meistaranám á þessu sviði. Hildur Einarsdóttir ræddi við fulltrúa Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála sem segja mikinn áhuga á náminu og því að efla rannsóknir og útgáfu á þessu sviði.
Meira
Laugardagsfundur hjá VG Jón Erlendsson, varabæjarfulltrúi er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri í dag, 1. febrúar. Jón mun ræðir um bæjarmálin en fundurinn hefst kl.
Meira
YFIRGNÆFANDI líkur eru til að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu að mati Vésteins Ólasonar og Örnólfs Thorssonar, ritstjóra Ritsafns Snorra Sturlusonar.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 22. janúar sl. var ekið utan í hægra afturhorn bifreiðarinnar NZ-126, sem er Nissan Almera, hvít að lit, þar sem hún stóð mannlaus í bifreiðastæði við Asparfell 8. Þá varð umferðaróhappiá Höfðabakkabrú, við Vesturlandsveg, mánudaginn 27.
Meira
ÁRLEGA koma til starfa í Danmörku helmingi fleiri útlenskir læknar en útskrifast frá háskólum landsins. Samt sem áður er læknaskorturinn verulegur og ekki unnt að finna fólk í um 700 stöður.
Meira
TVEIR Palestínumenn voru skotnir í gærmorgun er ísraelskir skriðdrekar óku inn í borgina Jenin á Vesturbakkanum. Daginn áður hafði herinn staðið fyrir miklum aðgerðum í Hebron.
Meira
NAFNÁVÖXTUN Sameinaða lífeyrissjóðsins var í fyrra neikvæð um 8,1% og raunávöxtunin var neikvæð um 9,9%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. fimm ár er 1,9%.
Meira
STARFSFÓLK Amtsbókasafnsins á Akureyri og Héraðsskjalasafnsins er nú farið að huga að flutningi yfir í nýbyggingu safnsins, en fyrstu bókunum hefur þegar verið komið fyrir í geymslum hennar.
Meira
"ÉG vil meina að hér á Selfossi hafi ekki verið svona staður á jarðhæð síðan Selfossbíó var rifið og hér verður svipuð notkun," segir Bragi Sverrisson sem vinnur að því að innrétta húsnæði í Hrísmýri 6 og áformar að leigja það út fyrir samkomur...
Meira
FRÁ og með 1. febrúar býður Olíufélagið upp á aukið þjónustuval við afgreiðslu á eldsneyti á Sauðárkróki og Ísafirði. Komið hefur verið fyrir sjálfsafgreiðsludælum og boðið verður upp á tveggja króna afslátt fyrir þá sem kjósa þann valkost.
Meira
STARFSEMI hefst í ævintýrahúsinu Púlsinum í Sandgerði með opnu húsi í dag, milli klukkan 14 og 17. Námskeið hefjast síðan samkvæmt dagskrá á mánudag.
Meira
LANDSVIRKJUN og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, VST, eru ekki fyllilega sammála um tímaáætlun við nýja útfærslu VST á Norðlingaölduveitu. Verkfræðingar VST telja að Landsvirkjun geti afhent orku frá veitunni hinn 1.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fráfarandi borgarstjóri, kvaddi starfsmenn borgarinnar á fjölmennum morgunverðarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun.
Meira
ENNÞÁ logar á stóru, bleiku neonhjarta á Pragkastala en þar var því komið fyrir af manninum, sem átti mikinn þátt í því að leysa þjóð sína úr hinni kommúnísku ánauð og er næstum enn sama blómabarnið og hann var á sjöunda áratugnum.
Meira
ORKUVER sem knúið er metangasi var tekið í notkun í Álfsnesi í gær en Orkuveita Reykjavíkur og Metan hf. stóðu fyrir uppsetningu þess. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði verið og var það síðasta verk hennar í embætti borgarstjóra Reykvíkinga.
Meira
Rangt föðurnafn Í Morgunblaðinu í gær, í bréfi til blaðsins, birtist bréf eftir Grétar Rögnvarsson, skipstjóra á Jóni Kjartanssyni SU 111, Eskifirði. Föðurnafn Grétars misritaðist og hann var sagður Rögnvaldsson. Beðizt er velvirðingar á þessi misriti.
Meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi borgarstjóri, lagði til á fundi borgarráðs í vikunni að teknar yrðu upp viðræður við menntamálaráðuneytið og Kópavogsbæ um byggingu nýs framhaldsskóla í Suður-Mjódd.
Meira
Kosningar til þinga þýzku sambands- landanna Hessen og Neðra-Saxlands fara fram á sunnudag. Auðunn Arnórsson segir allt benda til að þar fái Jafnaðarmannaflokkur kanzlarans mikinn skell.
Meira
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ákveðið að leggja niður embætti byggingafulltrúa og ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurnesja um þjónustusamning um alla tæknivinnu.
Meira
VIÐ undirbúninginn að hátíðahöldunum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því að Rauði herinn fagnaði sigri í orrustunni um Stalíngrad segja margir uppgjafahermenn að aðeins eitt vanti: borgin sem var varin af svo mikilli hetjulund er opinberlega ekki...
Meira
ÖFLUG sprenging varð allt að 18 manns að bana í Afganistan í gær en sprengjan sprakk er fólksflutningabifreið fór yfir brú við borgina Kandahar í suðurhluta landsins.
Meira
Hörður Hilmarsson er fæddur 21. nóvember 1952. Hann er framkvæmdastjóri ÍT-ferða. Eiginkona er Rita Kárason og eru börn þeirra Bryndís f. '80, Sara Mildred f. '90 og Birna Ósk f. '94.
Meira
GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur átt í viðræðum við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. á Akureyri, um að fyrirtækið byggi fjórar nýjar íbúðir á Grenivík næsta sumar.
Meira
ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að tillaga Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST, í úrskurði um Norðlingaölduveitu svipi að verulegu leyti til áforma Landsvirkjunar um 6. áfanga Kvíslaveitu.
Meira
TÆPLEGA þrítugur danskur maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 12 mánaða fangelsi fyrir að flytja fimm kíló af hassi til landsins 18. desember sl.
Meira
FJÁRHAGSÁÆTLUN sveitarfélagsins Árborgar var afgreidd á bæjarstjórnarfundi 22. janúar. Þetta er fyrsta fjárhagsáætlun þess meirihluta sem myndaður var eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Meira
BRUNAVARNIR Árnessýslu sameinuðust slökkviliði Biskupstungna um síðustu áramót og við það stækkaði vaktsvæði Brunavarnanna verulega, ekki hvað síst vegna mikillar sumarhúsabyggðar uppsveitunum.
Meira
UMRÆÐAN um Evrópusambandsaðild er að skýrast. Skýrsla endurskoðunarskrifstofunnar Deloitte og Touche, sem var birt á dögunum, fullyrðir að yrðum við aðilar yrði Ísland í hópi þeirra þjóða sem greiða mest til sambandsins. Þetta er afdráttarlaust.
Meira
VIGDÍS Hauksdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Ólafs Arnar Haraldssonar. Er Ólafur í opinberum erindagjörðum erlendis.
Meira
SAUTJÁN ára piltur var í gær sýknaður af ákæru um skjalafals með því að hafa sett skráningarmerki á bíl og ekið honum frá Reykjavík til Sandgerðis, þrátt fyrir að bíllinn hefði verið afskráður sem ónýtur.
Meira
FRAMKVÆMDIR við hið nýja Náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýri ganga vel. Í gær var væntanlegum notendum hússins boðið að skoða húsakynnin áður en lokaáfangi framkvæmda við bygginguna hefst. Stefnt er að því að kennsla í húsinu hefjist 25.
Meira
ÍRAK AFVOPNIST STRAX George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sögðu í gær að Írakar yrðu að afvopnast strax, ella mættu þeir vænta aðgerða af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Meira
RANNSÓKNARNEFND flugslysa, RNF, beinir því til Flugleiða hf. að merkingar á flugvélum félagsins, sem ætlaðar eru til leiðbeiningar fyrir starfsfólk, séu yfirfarnar við reglubundnar skoðanir flugvéla.
Meira
NEMENDUR á sjávarútvegsbraut auðlindadeildar Háskólans á Akureyri hafa stundað sjómennsku undanfarna tvo daga og reynt fyrir sér með ýmis veiðarfæri á Pollinum við Akureyri.
Meira
FLUGLEIÐIR bjóða nú félögum í Netklúbbi Flugleiða flug til Kaupmannahafnar og London fyrir 14.900 krónur með sköttum og nefna það Vorsmell Flugleiða. Tilboðið gildir á tímabilinu frá 1. mars til 15. maí og er hámarksdvöl 21 dagur.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði í gær vefinn finna.is, gagnaveitu Íslenskra fyrirtækja í eigu Fróða hf. Um er að ræða öfluga leitarvél á Netinu og veflausnir sem þjóna íslensku atvinnulífi.
Meira
Enn einu sinni stefnir í milliríkjadeilur við nágrannaríkin vegna tilrauna Íslendinga í útlöndum til að flytja inn íslensk matvæli og halda blótveislur.
Meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lauk í gær síðasta starfsdegi sínum í embætti borgarstjóra með því að kveðja starfsmenn borgarinnar eftir tæplega níu ára setu í embætti og tekur Þórólfur Árnason við af henni.
Meira
Úrslit kosninganna í Ísrael fyrr í vikunni voru ekki óvænt. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að Ariel Sharon forsætisráðherra og Likud-bandalagið myndu líklega vinna stóran sigur. Sú varð einnig raunin.
Meira
BÓKIN Afhverju Hvernigson og regnboginn eftir Elínu Arnar kom nýverið út hjá bókaforlaginu Sölku. Þar segir frá Afhverju sem býr í Spurningalandi og vinkonu hans, Afþvíbara.
Meira
Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: Jeff Nathanson, byggt á bók Franks W. Abagnail og Stan Redding. Kvikmyndatökustjóri: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalleikendur: Leonardo DiCaprio, Tom Hanks, Christopher Walken, Nathalie Baye, Amy Adams, Martin Sheen, James Brolin. 140 mín. DreamWorks. Bandaríkin 2002.
Meira
Dinner I nefnist ný plata þar sem Sigurður D. Daníelsson leikur af fingrum fram. M.a. Einu sinni á ágústkvöldi, Dagný, Spanish eyes, Fly me to the moon og Twilight time. Í plötuumslagi segir m.a.
Meira
ÞEGAR "Gleðibanki" okkar Íslendinga fór út til Noregs að keppa í Evróvisjón árið 1986 veltum við Íslendingar okkur dálítið upp úr því hvar við ættum að halda keppnina þegar við værum búin að vinna.
Meira
GUÐMUNDUR Karl Ásbjörnsson opnar sýningu í dag, laugardag, í nýju galleríi í Þýskalandi, Galerie am Storchentrum í Zell. Guðmundur sýnir akrýl- og olíumálverk sem hann kallar Hraunheima - innsýn í 4. og 5. vídd. Sýningin stendur til 13....
Meira
Leikstjórn og handrit: Gaspar Noé. Kvikmyndataka: Benoit Debie og Gaspar Noé. Aðalhlutverk: Monica Bellucci, Vincent Cassel og Albert Dupontel. 95 mín. Frakkland. Le Studio Canal + 2002.
Meira
Listasafn Íslands Sýningin Á mörkum málverksins verður opnuð í dag. Þar verða m.a. verk eftir Mike Bidlo en á sýningartímanum verður sýnt myndband með samtali Mike Bidlo og Arthur C. Danto um málverkið.
Meira
Ýmis mismunandi sígild söngleikja- og kaffihúsalög. 4Klassískar (söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir). Gestur: Tómas R. Einarsson kontrabassi. Fimmtudaginn 30. janúar kl. 20.
Meira
INGIMAR Waage opnar sýningu á málverkum í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, í dag, laugardag, kl. 16. Viðfangsefni Ingimars er landslagsmálverkið og sú hefð sem ríkir á því sviði. Hann sækir efnivið sinn í fjallaferðir um öræfi og hálendi Íslands.
Meira
VATNSLITAMYNDIR úr smiðju félaga í Akvarell Ísland munu prýða veggi Hafnarborgar á næstunni en í dag kl. 15 verður opnuð þar sýning með sama heiti.
Meira
KÖRFUBOLTAHETJAN Earvin "Magic" Johnson tilkynnti nýlega að hann ætlaði að hætta sér á ný í sjónvarpsþáttagerð eftir mislukkaða viðkomu í sjónvarpsheiminum með þættinum The Magic Hour árið 1998.
Meira
Í LISTASAFNI Reykjavíkur - Hafnarhúsi verður opnuð sýning kl. 16 í dag á verkum myndskreyta í íslenskum handritum frá siðaskiptum fram á miðja 19. öld. Sýningin er í verkefninu Lýsi og er sýningar- og verkefnastjóri Ásrún Kristjánsdóttir.
Meira
Smárabíó Íslandsmeistaramótið í tölvuleiknum Tekken 4 fer fram í lúxussal Smárabíós í dag. Mótið er haldið á vegum Skífunnar og ber heitið "Harrrðasti hnefinn". Keppt verður á Play Station 2.
Meira
Höfundur: Manuel Puig, leikstjóri og þýðandi: Halldór E. Laxness, leikmynd og búningar: Þórarinn Blöndal, lýsing: Ingvar Björnsson, hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson, leikendur: Laufey Brá Jónsdóttir og Saga Jónsdóttir. Samkomuhúsinu á Akureyri 31. janúar.
Meira
RAPPARINN Móri kom óvænt fram á sjónarsviðið á síðasta ári með sína fyrstu plötu, samnefndri sér. Platan hefur fengið góðar viðtökur, jafnt gagnrýnenda sem og kaupenda, og var Móri tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum besta platan.
Meira
ÞÁTTURINN Í áranna rás ( Leap Years ) er nýhafinn á Skjá einum. Framvinda hans er nokkuð nýstárleg en fylgst er með vinahópi og lífi þeirra í gegnum þrjú tímaskeið, árin 1993, 2001 og 2008.
Meira
LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar býður tónlistarmönnum að sækja um þátttöku í þriðjudagstónleikum safnsins sem haldnir verða í júní, júlí og ágúst. Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 1.
Meira
Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer eignaðist dreng á fimmtudag. Er þetta fyrsta barn Schiffer og Matthews Vaughns , eiginmanns hennar. Drengurinn, sem var tekinn með keisaraskurði á Portland-sjúkrahúsinu í Lundúnum, vó 14 merkur.
Meira
Leikstjóri: Magnús Viðar Sigurðsson. Handrit og viðtöl: Margrét Jónasdóttir. Kvikmyndataka: Magnús B. Magnússon og Magnús Viðar Sigurðsson. Hljóðupptaka: Magnús Viðar Sigurðsson. Samsetning: Ólafur Ragnar Halldórsson. Framleiðandi: Páll Baldvin Baldvinsson. Storm og Stöð 2, Styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands 2003. Stöð 2 í janúar 2003.
Meira
Ég er ein af þeim sem er óánægð með þjónustu strætó og er sammála Lilju sem skrifaði í Velvakanda 21. þ.m. um óhreinindin í og við strætó. En það er annað sem mér liggur á hjarta og það er þjónustan við þá sem búa í Borgahverfi við Melaveg.
Meira
FYRIR mörgum árum tilheyrði það hinni íslensku pólitík að þjarka um hersetuna og NATO. Farið var í kröfugöngur og hrópað: "Ísland úr NATO, herinn burt!" og þjarkað var um þessi mál enn meira, þegar kosningar voru í nánd.
Meira
ORKUMÁLASTJÓRI kveður uppúr með það á dögunum, að Íslendingum beri siðferðisleg skylda til að virkja vatnsföllin íslensku, mannkyninu til góða. Vart fer á milli mála að allur orkuforði landsins er vart mælanlegt brotabrot af allri orkuþörf heimsins.
Meira
"Með því að horfast í augu við skuggahliðar okkar og veita þjáningunni allt í kring um okkur athygli erum við að leggja okkar af mörkum við að bæta heiminn sem við búum í."
Meira
Þessar ungu bekkjarsystur í 4. bekk í Valsárskóla á Svalbarðsströnd stóðu fyrir fjársöfnun fyrir Akureyrardeild Rauða kross Íslands. Stúlkurnar smíðuðu söfnunarkassann í smíðatíma í skólanum og söfnuðust í hann 18.827 krónur. Þær heita f.v.
Meira
Arndís Þorvaldsdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 23. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 31. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Bjarney Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Flateyri 20. október 1923. Hún lést á Landspítalanum 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Filippía Bjarnadóttir, f. 9.7. 1899, d. 15.4. 1992, og Ólafur Guðbrandur Jakobsson, f. 27.10. 1892, d. 5.1.
MeiraKaupa minningabók
Elín Þórðardóttir, fæddist á Hallanda í Árnessýslu 18. desember 1914. Hún andaðist á Líknardeild Landakots hinn 26. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þórðar Helgasonar bónda á Hallanda og á Bollastöðum í Árnessýslu, f. 17. júní 1870, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Kristján Moritz Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. október 1947. Hann lést af slysförum á Seyðisfirði 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Sigurður Sigfússon, f. 13. ágúst 1923, d. 16. maí 1987, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 9.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sveinfríður Jakobsdóttir fæddist á Víðimýri í Skagafirði hinn 7. maí 1930. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Kristín Jóhannsdóttir, f. 25. október 1900, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Oda Hildur Árnason fæddist í Maribo í Danmörku 25. maí 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigfús Guðmann Einarsson, f. 12.2. 1878 á Miðhúsum í Eiðaþinghá, d. 2.2.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Andrésson fæddist á Ferjubakka í Borgarhreppi 26. apríl árið 1928. Hann lést 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lilja Finnsdóttir, f. 17. september 1905, d. 19. mars 1998, og Andrés Guðmundsson, f. 26. júní 1900, d. 16. apríl 1985.
MeiraKaupa minningabók
Róbert Birkir Viggósson fæddist í Reykjavík 9. maí 1976. Hann lést 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Viggó Rúnar Einarsson og Elísa Berglind Adólfsdóttir. Foreldrar Viggós eru Einar Klemensson og Hrefna Finnbogadóttir í Prestshúsum í Mýrdal.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Sveinsdóttir fæddist á Ísafirði 1. febrúar 1911. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 3. desember 2002 og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 13. desember.
MeiraKaupa minningabók
Þórdís Pálína Einarsdóttir fæddist á Höfða í Vopnafirði 17. maí 1908. Hún lést í Hulduhlíð, dvalarheimili aldraðra á Eskifirði, 25. janúar síðastliðinn. Þórdís Pálína var yngsta barn hjónanna Einars Pálssonar og Guðnýjar Benediktsdóttur.
MeiraKaupa minningabók
Þórhildur Björg Kristjánsdóttir húsmóðir fæddist að Miðgörðum í Grímsey 31. maí 1927. Hún lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórný Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 20. ágúst 1896, d.
MeiraKaupa minningabók
BJARNI Ákason hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs Aco-Tæknivals, ATV. Hann segist ætla að nota næstu vikur til að ákveða hvað hann taki sér nú fyrir hendur. Faðir Bjarna, Áki Jónsson, stofnaði Aco hf.
Meira
GENGI krónunnar hækkaði um 0,41% í miklum viðskiptum í gær og endaði gengisvísitalan í 121,50. Gengi krónunnar hefur því hækkað sex viðskiptadaga í röð og um 1,90% í vikunni.
Meira
HAGNAÐUR Bakkavarar Group á síðasta ári var 1.556 milljónir króna eftir skatta samanborið við 382 milljónir króna árið áður sem er um 307% aukning. Fyrir skatta var hagnaðurinn 2.
Meira
HÖSKULDUR Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., FLE, segir að úrskurður samkeppnisráðs þar sem lagt er fyrir FLE að hún fresti fyrirhugaðri framkvæmd forvals rekstraraðila og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum til 1.
Meira
AOL Time Warner tapaði jafnvirði 7.700 milljarða íslenskra króna á síðasta ári, sem að sögn The Wall Street Journal er mesta tap í sögu hlutabréfamarkaðarins. Nær helmingur tapsins stafar af afskriftum vegna erfiðleika America Online.
Meira
LOÐNUAFLINN frá áramótum er nú orðinn um 210.000 tonn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Er þessi afli mun meiri en í fyrra. Kvótinn var nýlega aukinn og er heildarkvóti íslenzkra skipa samkvæmt honum 660.000 tonn.
Meira
OVALLA Trading hefur selt 1,6% af hlut sínum í Tryggingamiðstöðinni og á nú 9,7% í fyrirtækinu en átti áður 11,3%. Viðskiptin áttu sér stað á fimmtudag og miðað við gengi dagsins var söluverðið tæpar 150 milljónir króna.
Meira
ÍRSKA lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í gær að það hygðist kaupa lággjaldaflugfélagið Buzz af hollenska flugfélaginu KLM. Ryanair greiðir 23,9 milljónir evra, um 1.990 milljónir íslenskra króna, fyrir Buzz.
Meira
SMÁVÆGILEG aukning varð í verslun með dagvöru fyrir síðustu jól samanborið við jólin þar á undan samkvæmt smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu. Sala á matvöru og annarri dagvöru jókst um 0,3% í desember sl.
Meira
BANDARÍSKI gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola hefur ákveðið að segja upp eitt þúsund manns í kjölfar sameiningar þriggja deilda í Norður-Ameríku.
Meira
Samanlögð verðvísitala sjávarafurða mæld í SDR hækkaði um 1,8% í síðasta mánuði og mældist 108,1 stig. Yfir sama tímabil styrktist íslenska krónan nokkuð þannig að mæld í íslenskum krónum lækkaði vísitalan lítið eitt.
Meira
SÍGARETTUR með erfðabreyttu tóbaki eru nýjasta úrræðið fyrir þá sem vilja venja sig af nikótíni en halda áfram að reykja. Þetta kemur fram á biotik.dk sem sérhæfir sig í miðlun upplýsinga um erfðafræðileg málefni.
Meira
SERRANO er nýr veitingastaður við Stjörnutorg í Kringlunni. Staðurinn er sá fyrsti á Íslandi sem býður upp á mexíkóskan skyndibita, segir Einar Örn Einarsson framkvæmdastjóri.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 1. febrúar, er sextugur Þorsteinn S. Jónsson, Móabarði 10b, Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans, Lilja Kristinsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Gaflinum, Hafnarfirði, í dag milli kl....
Meira
60 ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 2. febrúar, verður sextug Guðný Guðjónsdóttir . Hún tekur á móti gestum í félagsheimili hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi laugardaginn 1. febrúar kl....
Meira
MARÍA Dögg Aðalsteinsdóttir hefur breytt um lífsstíl til frambúðar. Fyrir tveimur árum hafði hún aldrei stigið fæti inn í líkamsræktarstöð og lítið hugsað um mataræði en ári síðar voru 25 kg farin.
Meira
Gullsmári Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á tólf borðum mánudaginn 20. janúar. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu: NS 1.-2. Helga Helgad. og Þórh. Magnúsd. 260 1.-2. Karl Gunnars. og Ernst Bachman 260 3. Haukur Bjarnas. og Sigurj. H. Sigurj.
Meira
Morgunmatur - morgunkorn m. undanrennu. Millibiti - ein gróf brauðsneið m. eplasneiðum eða 17% osti, tebolli. Hádegi - reynir að hafa með sér nesti - gjarnan afganga af kvöldmatnum daginn áður, t.d. fisk m.
Meira
Aldrei hefur verið almennilega upplýst hvers vegna Hannes Hafstein var tekinn fram yfir Valtý en mig hefur lengi grunað að Magnús Stephensen landshöfðingi hafi átt þar hlut að máli.
Meira
Á MORGUN, sunnudag, er fyrsta fjölskylduhátíð ársins 2003 haldin í Hafnarfjarðarkirkju. Slík hátíð er haldin einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Koma þá báðir sunnudagaskólarnir saman í kirkjunni kl.11 til fjölskylduguðsþjónustu ásamt öllum leiðtogum.
Meira
Kolvetnissnauðir kúrar henta ekki þorra fólks og eru tæpast langtímalausn, að mati Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, matvæla- og næringarfræðings. Hrönn Marinósdóttir fékk að vita að hefðbundnari leiðir henta miklu fleirum.
Meira
Í dag er laugardagur 1. febrúar, 32. dagur ársins 2003. Brígidarmessa. Orð dagsins: En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.
Meira
Líkur eru á að lesgleraugu sem margir miðaldra þurfa að nota verði brátt óþörf, ef marka má frétt á vefútgáfu BBC í gær. Þar er sagt frá nýrri meðferð ættaðri frá Bandaríkjunum sem hreinsar þær skemmdir sem augun verða oft fyrir með aldrinum.
Meira
Áhrifamáttur flúors til varnar tannátu er óumdeildur og rannsóknir staðfesta að flúorskolun hálfsmánaðarlega með 0,1% flúorlausn og skolun hvern dag með veikari flúorlausn hafa sambærileg varnandi áhrif.
Meira
Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum, þín forlög og vonir um frægðir og harm mér fylgja á draumþingum mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál, í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál.
Meira
VÍKVERJA hefur borist athugasemd vegna skrifa sinna um fasteignagjöld á fimmtudaginn. Í bréfi frá Seltjarnarnesbæ segir: "Nokkurs misskilnings kann að gæta í skrifum Víkverja fimmtudaginn 30. janúar er hann skifar um fasteignagjöld sveitarfélaga.
Meira
KRÓATAR og Spánverjar, sem mætast í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í Lissabon í dag, eiga það sameiginlegt að hafa aðeins einu sinni áður náð svona langt.
Meira
ARNAR Gunnlaugsson knattspyrnumaður er hættur hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Dundee United. Hann samdi um starfslok við félagið á dögunum en hann átti hálft annað ár eftir af samningi sínum við það.
Meira
STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar verða í eldlínunni í dag þegar þeir dæma viðureign Króatíu og Spánar í undanúrslitum á HM í Portúgal. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir dómarar dæma leik í undanúrslitum á HM karla.
Meira
* GINTARAS Savukynas handknattleiksmaður, sem eitt sinn lék með Aftureldingu við góðan orðstír, hefur sent HSÍ bréf og lýst yfir vilja sínum að koma á ný til Íslands og leika handknattleik, en Gintaras er Lithái.
Meira
HASSAN Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, hefur setið undir harðri gagnrýni frá Þjóðverjum, eftir að Túnis hafði betur í kapphlaupi við þá um að halda heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2005 á þingi IHF í Sankti Pétursborg í...
Meira
BREIÐHYLTINGAR eru allt að því búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með 90:89 sigri á Breiðabliki í æsispennandi leik í úrvalsdeild í körfuknattleik í Breiðholtinu í gærkvöldi. Blikar unnu upp rúmlega tuttugu stiga forskot ÍR en misskilningur á síðustu sekúndu gerði vonir þeirra um að jafna að engu. Í Borgarnesi stóð Skallagrímur lengi í Keflvíkingum en varð að sætta sig við tap, 93:88. Haukar gerðu góða ferð til Hveragerðis, unnu Hamar 98:92.
Meira
*JULIAN R. Duranona leikur með þýska handknattleiksliðinu Wetzlar út þessa leiktíð en henni lýkur í lok maí. Duranona lék tvo leiki með Wetzlar fyrir jóla- og HM leyfi og stóð sig vel.
Meira
JÖRUNDUR Áki Sveinsson hefur ákveðið að hætta störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu í næsta mánuði, að loknum vináttuleiknum gegn Bandaríkjunum í Charleston þann 16. febrúar. Jörundur er jafnframt þjálfari karlaliðs Breiðabliks.
Meira
ÁRANGUR Evrópuþjóða í heimsmeistarakeppninni í Portúgal, þar sem þær skipa þrettán efstu sætin, leiðir til þess að Evrópa fær eitt sæti til viðbótar í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári.
Meira
*RÚSSAR komu til Íslands til að leika hér þrjá vináttulandsleiki 1991 - fyrstu landsleikina undir merkjum Rússlands og fór fyrsti leikurinn fram á Akureyri. Íslendingar fögnuðu sigri, 28:22, en töpuðu á Húsavík, 31:26.
Meira
ÞEGAR Rússar steinlágu fyrir Frökkum, 31:15, í síðustu umferð undanriðlanna á HM í Portúgal, voru ekki margir sem spáðu þeim frekari frama í þessari heimsmeistarakeppni. Áður höfðu þeir naumlega náð jafntefli gegn Argentínu og voru ekki taldir líklegir til að ógna Króötum og Dönum í milliriðlinum. Talað var um að rússneski björninn væri orðinn gamall og illa tenntur.
Meira
STEFFEN Damborg, framkvæmdastjóri danska kvennaliðsins Skovbakken/Brabrand frá Árósum, sagði í samtali við staðarblaðið Århus Stiftstidende í gær að samningar við íslenska handknattleiksþjálfarann Kristján Halldórsson væru á lokastigi.
Meira
NEWCASTLE innsiglaði kaupin á varnarmanninum Jonathan Woodgate frá Leeds réttri klukkustund áður en lokað var fyrir kaup og sölu á knattspyrnumönnum í Evrópu í gær. Þá undirritaði Woodgate samning við Newcastle eftir að hafa lokið við læknisskoðun sem hann stóðst í alla staði. Newcastle borgaði 9 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 1,1 milljarðs fyrir Woodgate, og hefur þar með selt sex leikmenn á nokkrum mánuðum fyrir um 50 milljónir punda eða sem svarar til um 6,5 milljarða króna.
Meira
SVÍAR eru farnir heim. Aldrei þessu vant eru þeir ekki í hópi þeirra átta þjóða sem leika til úrslita um efstu sæti heimsmeistaramótsins í handknattleik. Það gerðist síðast fyrir 21 ári síðan, í Vestur-Þýskalandi árið 1982. Þeir enda í 13.
Meira
SUNNA Gestsdóttir bætti Íslandsmetið í langstökki innanhúss á Reykjavíkurmótinu sem haldið var í Egilshöll í fyrrakvöld. Hún stökk 6,08 metra og bætti eigið met um 5 sentímetra en hún stökk 6,03 metra á móti í Noregi fyrir tæplega ári síðan.
Meira
Þorrablót Víkings Þorrablót Víkings verður haldið í kvöld, laugardagskvöld, í Víkinni. Húsið er opnað kl. 19.00. Veislustjóri er Einar Thoroddsen, læknir, og ræðumaður Ellert B. Schram, forseti...
Meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar í Bandaríkjunum sýna að þátttaka kvenna í atvinnulífi hafi ekki bein neikvæð áhrif á samband foreldra við börnin en án efa hefur atvinnuþátttaka valdið konum meira samviskubiti en körlum í gegnum tíðina. Hér er fjallað um samspil atvinnuþátttöku foreldra og barnauppeldis.
Meira
Undirbúningur fyrir Feneyjatvíæringinn er nú hafinn af fullum krafti. Nokkur styr stóð um framkvæmdina síðast en Laufey Helgadóttir, sem er sýningarstjóri að þessu sinni, segir í samtali við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR að þjóðin sé enn á unglingastiginu hvað listheiminn varðar.
Meira
BANDARÍSKI rithöfundurinn Paul Theroux mun vafalítið vera einn fremsti höfundur ferðasagna nú á dögum en hann hefur sent frá sér merkar bækur af öðrum toga. Ber þar helst að nefna Sir Vidia's Shadow . Þar segir frá Nóbelsverðlaunahafanum V.S.
Meira
Ofurvel minnist ég þessa frá æskunnar dögum, undi ég löngum í varpa og grösugum högum. Fór ekki af bæ nema beðinn þess vísast ég væri ef vantaði kaffi eða mjöl eða nagla og snæri.
Meira
FJÓRIR nýir einsöngvarar hafa verið fastráðnir í vetur við Íslensku óperuna og þreyta tveir þeirra frumraun sína í hlutverkum á sviði óperunnar á frumsýningunni í kvöld.
Meira
VERKIÐ sem Rúrí ætlar að sýna í Feneyjum er ekki enn komið á það stig að hún vilji segja frá því í fjölmiðlum, þrátt fyrir að hugmyndavinnunni sé að sjálfsögðu lokið.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU síðastliðinn fimmtudag er frétt þar sem Norman Schwarzkopf hershöfðingi, sem stjórnaði liði bandamanna í Persaflóastríðinu árið 1991, er sagður vara við stefnu bandarískra stjórnvalda.
Meira
Síðasta miðvikudag átti Vísindavefurinn þriggja ára afmæli. Frá opnun vefjarins hafa verið birt 3.000 svör við spurningum landsmanna, eða að meðaltali rétt tæplega þrjú svör á dag, alla daga ársins. Meðal spurninga sem hefur verið svarað nýlega má nefna: Er eitthvert mark takandi á spádómum, af hverju fellur blýlóð og fjöður jafnhratt í lofttæmi, af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu og hver er hornasumma einhyrnings?
Meira
Á Nýja sviði Borgarleikhússins verður frumsýnt í kvöld sérstætt leikverk er nefnist Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við leikstjórann Peter Engkvist.
Meira
Ópera byggð á samnefndu leikriti eftir William Shakespeare Höfundur: Giuseppe Verdi Höfundur texta: Francesco Maria Piave Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Aðstoðarhljómsveitarstjóri: Beat Ryser Leikstjóri: Jamie Hayes Aðstoðarleikstjóri: Auður...
Meira
Eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne. Þýðing : Hafliði Arngrímsson. Leikarar: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius.
Meira
I Enn um höfundarhugtakið. Í þetta sinn vegna deilna sem komið hafa upp hér í Lesbók í kjölfar útgáfu á Ritsafni Snorra Sturlusonar þar sem Egils saga er í fyrsta sinn prentuð undir höfundarnafni Snorra.
Meira
MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsinu: Reykjavík í hers höndum: Ljósmyndasýning. Til 2.2. Galleri@hlemmur.is: Þuríður Sigurðardóttir. Til 2.2. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Smáverk 36 listamanna. Til 9.2. Gallerí Skuggi: Ingimar Waage. Til...
Meira
ÞAÐ er merkilegt þetta réttlæti. Það er í hugum okkar afar klárt og kvitt en þó afskaplega huglægt. Þannig er mér alveg ljóst hvort það felst réttlæti í einhverju máli en það er ekki víst að annar sé sammála mér.
Meira
FORVERÐIR uppgötvuðu á dögunum sjálfsmynd af Rembrandt, en myndin hafði verið "löguð til" fyrir nokkrum öldum til að hún gæti sýnt rússneskan aðalsmann að því er stjórnendur Rembrandt-safnsins í Amsterdam greindu frá.
Meira
Egils saga var í fyrsta sinn gefin út undir höfundarnafni Snorra Sturlusonar í Ritsafni hans sem kom út á síðasta ári. Guðrún Nordal miðaldafræðingur gagnrýndi þessa útgáfu í grein hér í Lesbók sl. desember og sagði Snorra ekki höfund þeirrar Eglu sem við lesum í útgáfum í dag. "Eða í þeirri útgáfu sem kom út á haustdögum undir nafni hans." Í þessari grein svara ritstjórar Ritsafnsins gagnrýni hennar og færa rök fyrir því að Snorri sé að öllum líkindum höfundur Eglu.
Meira
KOSNINGAR nálgast óðfluga og með þeim skemmtilegar hugmyndir sums fólks um hvernig peningum annarra skyldi eytt. Sú nýjasta er stofnun sjóðs til að aðstoða íslenska tónlistarmenn við að koma sér á framfæri erlendis.
Meira
1 Stímabrak er í straumi, stend eg þar undir hendur, boðar um báðar síður og brjóst mér hnellnir skella. Á tæpu veð og vaði, vefst mér grjót fyri fótum, klýf eg samt strauminn kræfur og kemst án grands að landi.
Meira
Óperan Macbeth eftir Verdi verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld. Óreiðukenningin, nornir og gæði íslenskra söngvara var meðal þess sem bar á góma þegar INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR sat rennsli og ræddi við enska leikstjórann Jamie Hayes.
Meira
Þorri er genginn í garð, þorrablót svonefnd eru haldin víða um land og sérstakur þorramatur er á boðstólum á veitingahúsum og í verslunum. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp það helsta sem dregið verður fram úr tiltækum heimildum um uppruna þorrablótsins og fyrstu raunmerkingu þorrablótsheitisins.
Meira
1. febrúar 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 1220 orð
| 3 myndir
Á mörkum málverksins er yfirskrift þriggja sýninga sem verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við Ólaf Kvaran, forstöðumann safnsins, um listamennina þrjá, Rögnu Róbertsdóttur, Mike Bidlo og Claude Rutault og hugmyndir þeirra um málverkið.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.