Greinar laugardaginn 8. febrúar 2003

Forsíða

8. febrúar 2003 | Forsíða | 180 orð

Fóstrinu verði bjargað

STJÓRNVÖLD í Tyrklandi bönnuðu í gær læknum í Istanbúl að binda enda á líf ungrar, þýskrar konu, Ninu Typol, sem er meðvitundarlaus en tengd við öndunarvél og annan tæknibúnað sem kemur í veg fyrir að hún deyi. Meira
8. febrúar 2003 | Forsíða | 248 orð

Innlagnir án vaxta innan mánaðar

VEXTIR á verðtryggðum innlánsreikningum Íslandsbanka og sparisjóðanna hafa ekki verið reiknaðir á innlögn á reikningana innan mánaðar, heldur hefur útreikningur á vöxtunum miðast við mánaðamót. Meira
8. febrúar 2003 | Forsíða | 146 orð | 3 myndir

Íraksdeila er "ekki leikur"

ÍRAKSDEILAN er "ekki leikur", að því er Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær í framhaldi af ummælum George W. Bush Bandaríkjaforseta daginn áður um að leiknum væri lokið. Meira
8. febrúar 2003 | Forsíða | 295 orð

Óttast nýja árás al-Qaeda-manna

BANDARÍKJASTJÓRN gaf í gær út skipun um aukinn viðbúnað vegna hættu á hryðjuverkum. Er hættustigið nú næsthæst, kennt við litinn appelsínugulan, en stigin eru alls fimm, hæsta stig er rautt. Meira

Fréttir

8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Aðstandendur sýningar Að gefnu tilefni skal...

Aðstandendur sýningar Að gefnu tilefni skal tekið fram að aðstandendur sýningarinnar Lýsir: Jón bóndi Bjarnason - Mannakyn og meiri fræði sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um síðustu helgi eru Lýsir, Listasafn Reykjavíkur og... Meira
8. febrúar 2003 | Miðopna | 928 orð | 1 mynd

Aukin samkeppni og fjölbreytni í menntun

EINKENNI framsækinna fyrirtækja sem ná árangri er að þau setja mannauðinn í forsæti, hlúa að honum og efla með ráðningu vel menntaðra einstaklinga og viðhalda honum með símenntun. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Á að endast í nokkur ár

Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk BS-prófi í verkfræði síðasta vor og stefnir að því að ljúka BS-gráðu í tölvunarfræði við sama skóla á vori komanda. Brynjólfur er einhleypur og barnlaus. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Áfram í haldi vegna fíkniefnarannsóknar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni um þrítugt og sextugum þýskum karlmanni, en þeir eru í haldi vegna rannsóknar á smygli á um 900 grömmum af amfetamíni og um kíló af hassi til landsins. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 137 orð

Bannað að blóta

RÚSSNESKA þingið hefur ákveðið að banna stjórnmálamönnum að blóta, jafnvel þótt margir Rússar telji það vera list að kunna með kröftug skammaryrði að fara; list sem hafi komið ýmsum ráðamanninum í hann krappan í gegnum tíðina. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Baráttan um brauðið við Tjörnina

ÁVALLT er gott að hafa í huga að klæða sig eftir veðri og gæta þess sérstaklega að börnunum verði ekki kalt. Það er líka mikilvægt að gleyma ekki að gefa fuglunum eitthvað í gogginn þegar þeir geta ekki aflað fæðis sjálfir. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð

Brýn þörf er á leigusal fyrir myndlistarsýningar

UMRÆÐUR á opnum fundi um stefnu Reykjavíkurborgar í myndlistarmálum í gær snerust einkum um tvennt: Hvort taka ætti aftur upp það fyrirkomulag að leigja vestursal Kjarvalsstaða undir sjálfstætt sýningarhald og hins vegar um sýningarstefnu og val... Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Bygging rafmagnsþéttaverksmiðju til skoðunar

JAPANSKIR aðilar hafa undanfarna daga dvalið hér á landi til að kanna aðstæður til rekstrar verksmiðju til framleiðslu á rafmagnsþéttum. Meira
8. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 389 orð

Bæta þarf hlut Suðurlands í samgöngumálum

SAMTÖK sveitarfélaga á Suðurlandi gagnrýna fram komna þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014 og benda á nauðsyn þess að meira fjármagn verði veitt til vegamála á Suðurlandi. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

Ekki eiga allir listamenn erindi á sýningar í listasafni

Menningarmálanefnd Reykjavíkur efndi til opins fundar í Ráðhúsinu í gær um opinbera stefnu um Listasafn Reykjavíkur og not af sýningarsölum borgarinnar. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Enn valda ummæli Rumsfelds titringi

STJÓRNVÖLD í Þýskalandi leituðust í gær við að gera lítið úr nýjum ágreiningi sem upp er risinn vegna síðustu ummæla Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Meira
8. febrúar 2003 | Miðopna | 897 orð

Er bannað að banna áfengisauglýsingar?

Síðastliðinn miðvikudag kvað sænskur áfrýjunardómstóll, "Marknadsdomstolen", upp dóm í máli sænska ríkisins (umboðsmanns neytenda) gegn fyrirtækinu "Gourmet International Products" (hér eftir GIP). Meira
8. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 212 orð | 1 mynd

Fresta verður þorrablótinu í Stykkishólmi

BÚIÐ var að ákveða að þorrablótið í Stykkishólmi yrði haldið laugardaginn 8. febrúar. Blótinu hefur nú verið frestað um eina viku, ekki vegna veðurs, heldur vegna keppni í körfubolta. Þegar ljóst var að Umf. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fræðsla um kúluskít.

Fræðsla um kúluskít. Marianne Jensdóttir líffræðingur mun sunnudaginn 9. febrúar vera með sýningu og fræðslu á kúluskít í Kaffihúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Dagskráin hefst kl 14.00 og stendur til 16.30. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fundur um þjóðlendumál í Skaftafellssýslum

BÆNDUR og aðrir jarðeigendur í Skaftafellssýslum boða til almenns fundar í Hofgarði í Öræfum laugardaginn 15. febrúar og hefst fundurinn kl. 16.00. Í Morgunblaðinu í gær segir að fundurinn verði haldinn 14. febrúar, en það er ekki rétt. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 284 orð

Fyrirfóru sér með sprengju

FIMMTA lota í friðarviðræðum stríðandi fylkinga á Sri Lanka hófst í Berlín í Þýskalandi í gær, aðeins örfáum klukkustundum eftir að þrír skæruliðar Tamíla sprengdu sjálfa sig í loft upp í kjölfar þess að þeir voru staðnir að vopnaflutningum undan... Meira
8. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 228 orð | 1 mynd

Góðu starfi fagnað í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi bæjarstjórnar Árborgar nýlega var gerð sérstök samþykkt um starfsemi Barnaskólans á Eyrarbakka og fagnað metnaðarfullu skólastarfi á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem skólinn starfar. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Græna kortið hækkar um 42%

GRÆNA kortið mun hækka um 700 krónur eða rúm 42% frá og með 10. febrúar en þá tekur breytt gjaldskrá Strætó bs. gildi. Öll fargjöld hækka við breytinguna. Ungmennakort hækka um 20% og farmiðakort barna, 20 ferðir, hækkar um 25%, úr 400 í 500 krónur. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Hafnarhúsið skiptir um lit

ÞAÐ fór tæpast fram hjá þeim sem leið áttu um Tryggvagötu í gær að verið er að dytta að Hafnarhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur er til húsa. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Hagnaður þriggja banka var 7,7 milljarðar í fyrra

SAMANLAGÐUR hagnaður Búnaðarbanka Íslands, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands eftir skatta nam 7.723 milljónum króna á síðasta ári. Hefur hann aukist um 30% á milli ára en árið 2001 nam samanlagður hagnaður bankanna þriggja 5.951 milljón króna. Meira
8. febrúar 2003 | Suðurnes | 499 orð | 1 mynd

Hátt í 300 Íslendingar hafa bókað flug til Kanada

STJÓRNENDUR kanadíska leiguflugfélagsins HMY Airways sem millilendir á Keflavíkurflugvelli í flugi milli Kanada og Evrópu hafa áhuga á að fjölga ferðum í sumar frá því sem upphaflega var áætlað og fljúga 6 til 7 sinnum í viku. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Hátt í 5% hafa mátt þola einelti til lengri tíma

UM 7,6% nemenda í 8.-10. bekk hafa orðið fyrir einelti tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði eða oftar. Af þessum hópi höfðu 64% mátt þola einelti í eitt ár eða lengur eða 4,5% hópsins alls. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 975 orð | 1 mynd

Heimilar öryggisráðið aðgerðir gegn Írak?

Grannt verður fylgst með Hans Blix er hann gefur skýrslu í öryggisráði SÞ um vopnaeftirlitið í Írak nk. föstudag. Í grein Davíðs Loga Sigurðssonar kemur fram að líklegt sé að þar ráðist hvort ráðið samþykkir nýja ályktun er heimilar árás á Írak. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 324 orð

Hugað að efri árum.

Hugað að efri árum. Þriðjudaginn 25. febrúar hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands námskeið sem fjallar um efri ár og starfslok. Aðalfyrirlesari námskeiðsins er Þórir Guðbergsson félagsráðgjafi. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 459 orð

Hvetja til "bíóverkfalls"

KVIKMYNDAÁHUGAMENN hafa boðað til "bíóverkfalls" dagana 13.-23. febrúar og hvetja fólk til að sniðganga kvikmyndahúsin þessa dagana til að knýja fram verðlækkun. Meira
8. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

í dag.

Ingunn Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri í dag, 8. febrúar. Ingunn segir m.a. frá Norðurslóða-áætlun ESB sem Ísland tekur nú þátt í. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 42 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 32 V iðskipti 12/14 M inningar 32/37 E rlent 16/18 K irkjustarf 38/39 H öfuðborgin 19 M yndasögur 40 A kureyri 19 B réf 40 S uðurnes 20 S taksteinar 42 L andið 20/21 D agbók 42/43 Á rborg 21 Í þróttir 44/47 Ú r Vesturheimi 22 L... Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Í farbanni vegna amfetamínsmygls

TÆPLEGA fertugur Breti var í gær úrskurðaður í farbann til 21. mars nk. en hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með tæplega 70 grömm af amfetamíni innvortis. Maðurinn var handtekinn á fimmtudagskvöld. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 349 orð

Íraks-skýrslan byggðist á ritgerð háskólanema

BRESKA stjórnin viðurkenndi í gær að henni hefðu orðið á þau mistök að geta þess ekki í skýrslu um meint gereyðingarvopn Íraka að stór hluti hennar var tekinn nær orðréttur úr ritgerð háskólanema sem hefur rannsakað útbreiðslu slíkra vopna við háskóla í... Meira
8. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 160 orð | 1 mynd

Jóhann íþróttamaður Árborgar

JÓHANN Ólafur Sigurðsson, ungur og efnilegur knattspyrnumaður í Umf. Selfossi, var útnefndur íþróttamaður Árborgar fyrir árið 2002. Útnefningin var kynnt í hófi sem íþrótta- og tómstundaráð Árborgar hélt fyrir stuttu. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð

Kann að marka tímamót í umhverfismati

ÚRSKURÐUR Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, um Norðlingaölduveitu kann að marka tímamót í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, að því er fram kemur í greinargerð Náttúruverndarsamtaka Íslands, NSÍ, um úrskurðinn. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Keppni í gullarnaveiðum

GULLARNAVEIÐIMAÐUR og fugl hans á æfingu fyrir veiðikeppni í þorpinu Kaipov í Mið-Asíulandinu Kasakstan. Meira
8. febrúar 2003 | Suðurnes | 64 orð | 1 mynd

Kosinn maður ársins 2002 á Suðurnesjum

GUÐMUNDUR Jens Knútsson, rafvirkjameistari í Garði, hefur verið valinn maður árins á Suðurnesjum 2002 af lesendum fréttavefjar Víkurfrétta á Netinu. Páll Ketilsson ritstjóri afhenti honum skjal því til staðfestingar. Meira
8. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 337 orð

Leikskóli byggður í einkaframkvæmd

BÆJARSTJÓRN Hveragerðisbæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæjarins. Áætlaðar heildartekjur nema alls kr. 654.000.000 fyrir árið 2003. Skatttekjur eru ráðgerðar kr. 501.000.000, sem er hækkun upp á kr. 48.000.000 miðað við áætlunina 2002. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Leitast við að draga úr einangrun geðfatlaðra

Það var margt gert sér til skemmtunar í gær á afmæli Vinjar, sem er athvarf fyrir geðfatlaða á vegum Rauða kross Íslands. Vin fagnar nú 10 ára starfi sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ljósmyndir í Kænunni

Haukur Helgason áhugaljósmyndari opnar sýningu á verkum sínum í Kænunni við Hafnarfjarðarhöfn kl. 14. Hann hefur verið áhugaljósmyndari í 50 ár og á sýningunni eru nokkrar mynda hans frá síldveiðum áranna 1953-57. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Lýstar kröfur yfir 500 milljónir

LÝSTAR kröfur í þrotabú Fréttablaðsins ehf., sem gaf út samnefnt blað þar til sl. vor að annað félag tók við rekstrinum, nema rúmum 300 milljónum króna og kröfur í þrotabú auglýsingastofunnar Note bene ehf. nema um 230 milljónum króna. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Lýst eftir vitnum

HINN 5. feb. sl. var ekið á bifreiðina RJ-519, sem er rauð Subaru Legacy-fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus við Ármúla 1a. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna hlutaðeiganda eða lögreglu atburðinn. Meira
8. febrúar 2003 | Miðopna | 1230 orð

Með lögum skal land byggja

Í upphafi vikunnar urðu oftar en einu sinni hörð orðaskipti um málefni Símans á alþingi. Eins og oft vill verða, þegar þung orð falla í ræðustól þingsins, beinist athyglin frekar að þeim en efni málsins. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 1016 orð

Misjafnt hvort vextir eru reiknaðir innan mánaðar

Innistæður á verðtryggðum sparireikningum innlánsstofnana uxu um 15 milljarða króna á síðasta ári, en í samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að hjá sumum innlánsstofnunum bera innlagnir á verðtryggða reikninga ekki vexti fyrr en eftir næstu mánaðamót. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 289 orð

NASA útilokar ekki kvoðubútstilgátuna

ÓHÁÐ nefnd hefur tekið við rannsókn Kólumbíu-slyssins og embættismenn NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, segja að þeir útiloki engar tilgátur um hvað olli því að geimferjan leystist upp yfir Texas á laugardaginn var. Meira
8. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Námskeið norðan heiða

KERAMIK fyrir alla, sem starfað hefur í Reykjavík í rúm tvö ár, býður Norðlendingum að kynna sér starfsemina á námskeiði sem haldið verður á Punktinum á mánudagskvöld, 10. febrúar. Það hefst kl. 19 og kostar 4.500 krónur. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 281 orð

Neita að greiða dráttarvexti í 60% tilvika

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) telja óviðunandi að opinberir aðilar neiti að greiða lögbundna dráttarvexti af skuldum til fyrirtækja. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 469 orð

Ný blóðþrýstingslyf mikilvæg viðbót

GUÐMUNDUR Þorgeirsson, lyflæknir og hjartasérfræðingur, segir jákvætt að læknar geti nú valið úr fleiri tegundum blóðþrýstingslyfja því misjafnt sé hvað henti hverjum og einum sjúklingi. Hann segir að nýju lyfin séu verulega mikilvæg viðbót við þau... Meira
8. febrúar 2003 | Suðurnes | 103 orð | 1 mynd

Ný mynd mánaðarins

NÝ mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna í Hafnargötu 57 í Keflavík. Listamaður febrúarmánaðar er Þórunn Guðmundsdóttir. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Olíuskip strandar

OLÍUSKIP með 35.000 tonn af gasolíu strandaði við Sámsey í Danmörku í gær en ekki var talið að olía hefði lekið í sjóinn. Talsmaður danska sjóhersins sagði að skip hefðu verið send á staðinn til að koma í veg fyrir umhverfisslys. Meira
8. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 211 orð | 1 mynd

Ódýrasta leiðin til endurvinnslu

ENDURVINNSLA á timbri er nú í fullum gangi á sorphaugunum á Glerárdal ofan Akureyrar en þar hefur safnast upp myndarlegt timburfjall. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Rask-ráðstefna í Þjóðarbókhlöðunni

SAUTJÁNDA Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar í dag, laugardaginn 8. febrúar. Ráðstefnan hefst klukkan 11. Á ráðstefnunni fjallar Baldur Sigurðsson um stafsetningu byrjenda í Reykjavík og Rødovre. Meira
8. febrúar 2003 | Suðurnes | 135 orð

Rýrði veð með sölu kvóta

ÚTGERÐ í Keflavík hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða útgerðarfélagi á Ísafirði 43 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna skuldabréfs sem fór í vanskil, en það var með veði í bát sem nú er búið að selja kvótann. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 544 orð

Sagt að hún ætti von á uppsögn ef dómur félli henni í vil

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær konu sem vinnur hjá Landsbankanum af kröfu bankans vegna hlutabréfakaupa í deCODE í janúar 2000 sem Landsbréf hf. keyptu að hennar ósk en konan taldi sig ekki hafa stofnað til þeirra viðskipta. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 201 orð

Samið um aðgang að neyðarbúnaði

NÝLEGA var undirritað samkomulag á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðafélags Íslands um neyðartalstöðvar og aðgang Ferðafélagsins að fjarskiptaneti björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meira
8. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 113 orð | 1 mynd

Samið um menningu til þriggja ára

MENNINGARLÍFIÐ í Hafnarfirði er fjölskrúðugt en á fimmtudag skrifaði bærinn undir samninga um menningarstarfsemi við þrettán félög og félagasamtök. Samningarnir eru til þriggja ára og eru að upphæð 14,5 milljónir króna samanlagt. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 382 orð

Samningar í samræmi við upphaflegt tilboð

STJÓRN Landsvirkjunar (LV) hefur samþykkt að heimila forstjóra fyrirtækisins að undirrita og afhenda ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo veitingabréf fyrir gerð Kárahnjúkastíflu og aðveituganga virkjunarinnar. Meira
8. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 108 orð | 1 mynd

Sigraði í söngvakeppni Óðals

MARTHA Lind Róbertsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í söngvakeppni Óðals þegar nemendur úr 5.-7. bekk reyndu með sér í sönglistinni. Alls voru flutt 33 atriði og var lag Mörthu, "Heaven", hið síðasta í flutningi. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Strætóskýlið stóðst ekki jeppann

STRÆTISVAGNASKÝLI á Eiðisgranda lét undan þegar jeppi skall á því í gærkvöld. Jeppinn hafði lent í árekstri við annan bíl og kastast til og hafnaði á skýlinu. Þykir mildi að enginn beið í strætisvagnaskýlinu. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 219 orð

Stækkun Norðuráls verði hraðað

VERKALÝÐSFÉLAG Borgarness hefur samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að verða nú án tafar við óskum Norðuráls um orku til stækkunar álversins á Grundartanga. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 258 orð

Svar tollstjóra ekki í anda stjórnsýslulaga

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að svarbréf tollstjórans í Reykjavík til lögmanns einkahlutafélags hafi ekki verið í anda stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar. Bréfið hafi heldur ekki samrýmst vönduðum stjórnsýsluháttum. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Tekur af sér gleraugun og snýr baki í andstæðinga

HELGI Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, ætlar að freista þess að slá Íslandsmetið í blindskákarfjöltefli í tengslum við Olís-einvígið í skák sem hefst nk. mánudag. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Telur lög hugsanlega brotin við uppbyggingu í Aðalstræti

MINNIHLUTINN í borgarstjórn lýsti áhyggjum sínum yfir því að verndunarsjónarmiða væri ekki nægjanlega gætt við fyrirhugaða uppbyggingu í Aðalstræti, á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Vilhjálmur Þ. Meira
8. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 397 orð | 1 mynd

Unnið að gagngerri breytingu á leiðakerfinu

STÖK ferð með strætó fyrir fullorðna mun kosta 220 krónur frá og með 10. febrúar nk. og græna kortið mun hækka um 700 krónur eða 42%. Hækkun á allri gjaldskrá Strætó bs., sem þjónustar allt höfuðborgarsvæðið, var samþykkt á fundi fyrirtækisins á dögunum. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 572 orð | 1 mynd

Útboð á 202 milljóna landkynningu

Á ÞESSU ári verður meiri fjármunum varið til kynningar og markaðsmála í ferðaþjónustu af hálfu íslenskra stjórnvalda en nokkru sinni áður. Alls verður 325 milljónum varið í að kynna Ísland sem ferðamannastað á árinu. Meira
8. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 138 orð | 1 mynd

Valt ásamt tengivagni

ÞÓTT vetur konungur hafi farið mildum höndum um landsmenn er mikið um umferðaróhöpp um allt land. Í umhleypingum myndast oft mikil hálka og eru ökumenn stundum óviðbúnir erfiðum aðstæðum. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 307 orð

Vegagerðin segir upp 18 manns

VEGAGERÐIN hefur sagt upp 18 starfsmönnum af 33 á þjónustusviði Reykjanesumdæmis, í birgðahaldi og á verkstæði, og taka uppsagnirnar gildi um næstu áramót. Meira
8. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Vetnistæknin geri Bandaríkin óháð olíuinnflutningi

GEORGE W. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 190 orð

Vilja að Norðuráli verði tryggð orka

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Verkalýðsfélagi Akraness: "Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að standa við gerða samninga við Norðurál, og tryggja að Norðurál fái þá orku sem fyrirtækið þarf, til þess að geta hafið... Meira
8. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 173 orð

Vilja loka Leirdalsvegi

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur í Kópavogi vill láta loka akvegi sem hestamenn þurfa að ríða yfir til að komast út úr hesthúsahverfinu Glaðheimum. Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 812 orð | 1 mynd

Viljum skólabrag þar sem ekki er rúm fyrir neitt einelti

REIDAR Thyholdt var einn þeirra sem leiðbeindi á sérstöku námskeiði sem er liður í handleiðslu verkefnastjóra við framkvæmd Olweusarverkefnisins gegn einelti hér á Íslandi en hann hefur ásamt Þorláki Helgasyni, verkefnisstjóra, haldið utan um... Meira
8. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð | 3 myndir

Yfirlit

METHAGNAÐUR BANKA Árið 2002 högnuðust Búnaðarbanki Íslands, Íslandsbanki og Landsbanki Íslands um samanlagt 7.723 milljónir króna eftir skatta. Þetta er 30% meiri hagnaður en árið 2001. Meira
8. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 220 orð | 1 mynd

Ætla að losna við tvö tonn á einu ári

HEILSUEFLING og Staðardagskrá 21 í samvinnu við Hveragerðisbæ, Heilsugæsluna, Heilsustofnun og ýmis félagasamtök ýttu úr vör nýju heilsuátaki fyrir alla bæjarbúa. Átakið felst í því að boðið verður upp á göngu alla fimmtudaga klukkan 18. Meira

Ritstjórnargreinar

8. febrúar 2003 | Leiðarar | 245 orð

Áfengisauglýsingar

Úrskurður sænsks dómstóls um að sænsk lög sem banna áfengisauglýsingar í fjölmiðlum brjóti gegn reglum Evrópusambandsins hlýtur að verða íslenskum stjórnvöldum umhugsunarefni. Meira
8. febrúar 2003 | Staksteinar | 323 orð

- Ráðherraefnum fjölgar

Þrátt fyrir að tæpir hundrað dagar séu í kosningar og óvíst um jafnt úrslit þeirra sem stjórnarmyndun að loknum kosningum fjölgar sífellt í ráðherraefnaliði Samfylkingarinnar. Varla líður sá dagur að ekki sé greint frá viðbót í ráðherraefnaliðið. Meira
8. febrúar 2003 | Leiðarar | 576 orð

Þjóðmálaumræður í Morgunblaðinu

Eitt mikilvægasta hlutverk Morgunblaðsins, auk almenns og víðtæks fréttaflutnings af innlendum og erlendum atburðum, er að vera vettvangur opinnar umræðu um þjóðmál. Meira

Menning

8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 586 orð | 2 myndir

Allir eiga að koma

Heimasíða Brands Enni er full af skilaboðum frá íslenskum aðdáendum, sem eflaust bíða morgundagsins með óþreyju. Hildur Loftsdóttir truflaði goðið á æfingu fyrir tónleikana á morgun. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 142 orð

Allt á sama stað

"VIÐ viljum gera allt sem við getum fyrir gesti okkar og bjóðum því upp á allt á sama stað í stærstu verslunarmiðstöð heims, The West Edmonton Mall," segir Walter Sopher, einn helsti skipuleggjandi 84. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Allt sem ég sel!

FÁRIÐ virðist engan endi ætla að taka. Eftir 13 vikur á lista er Allt sem ég sé enn langvinsælasta plata landsins. Það er í reynd býsna óvenjulegt að söluhæsta platan fyrir jól skuli halda svo vel velli þegar svo langt er liðið á nýja árið. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Alvöru Apparat!

ÞEIR nota alvöru apparöt drengirnir í Apparat Organ Quartet - orgel og bara nóg af þeim. Hreint bráðsniðug hugmynd sem trúlega engir hefðu getað fengið aðrir en skapandi Skerbúar. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

...bikarkeppninni í körfubolta

ÞÁ er handboltafárinu lokið í bili, en þjóðin gat fylgst með í beinni útsendingu um síðustu helgi er "strákarnir okkar" tryggðu sér sæti á komandi Ólympíuleikum. Í dag kl. 12. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 226 orð | 1 mynd

Bjóða öllum ís í lok sýningar

Sjónleikhúsið í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt leikrit með söngvum eftir Valgeir Skagfjörð og Stefán Sturlu Sigurjónsson sem gert er eftir hinu þekkta og sígilda ævintýri um Stígvélaða köttinn. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 388 orð | 1 mynd

Fritz sigraði

TÓNLISTAR- og dægurmenningartímaritið Sánd stóð fyrir hljómsveitakeppni síðasta haust, sem var um margt nýstárleg. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Halaleikhópurinn frumsýnir nýtt verk

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir leikritið Á fjölum félagsins - kennslustund í leikhúsfræðum í dag, laugardag, kl. 17 í Halanum, Hátúni 12. Leikritið er eftir Unni Maríu Sölmundardóttur og er samið í tilefni af 10 ára afmæli Halaleikhópsins. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Heiðruð í grínveislu

FJÖLDI manns hefur lagt leið sína á sýningu Halla og Ladda í Loftkastalanum en 10.000 gesturinn á Hætt-a-telja! var heiðraður á dögunum. Um er að ræða 30 ára afmælissýningu grínbræðranna, sem var frumsýnd í september á síðasta ári. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Íslenska var það heillin

SJÓNVARPIÐ sýnir um þessar mundir nýja þætti sem ætlað er að kenna íslensku. Þættirnir heita Viltu læra íslensku? og eru í tuttugu og tveimur þáttum. Í dag kl. 10.50 verður fimmti þátturinn sýndur. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 270 orð | 1 mynd

Krafist nánari rannsóknar

HEIMSBYGGÐIN hefur brugðist misjafnlega við þeirri mynd sem dregin er upp af Michael Jackson í heimildarmynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV um tónlistarmanninn, sem sýnd var hér á landi á fimmtudag. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 83 orð

Lasse Lindgren leikur með Stórsveitinni

STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika með sænska trompetleikaranum og hljómsveitarstjóranum Lasse Lindgren í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 í dag, laugardag. Lasse Lindgren er einn kunnasti trompetleikari Svíþjóðar. Hann starfaði um tíma sem 1. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Leir á toppnum

FAÐMLÖG Demi Moore og Patrick Swayze við leirkeragerð í myndinni Vofunni ( Ghost ) frá árinu 1990 hefur verið valið rómantískasta atriði kvikmyndar, í könnun meðal breskra bíógesta. Alls tóku 3. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 65 orð | 2 myndir

Meistarinn til Lundúna

LAUGARDAGINN 1. febrúar fór fram Íslandsmeistaramótið í tölvuleiknum Tekken 4 og náðust þessar myndir við tækifærið. Undanúrslit fyrir mótið höfðu verið í gangi vikuna á undan en til úrslita kepptu sextán manns en þau fóru fram í Lúxussal Smárabíós. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 246 orð

Námskeið um landnámið í Vesturheimi

UNDANFARIN ár hefur Þjóðræknisfélag Íslendinga (ÞFÍ) staðið fyrir námskeiði um landnám Íslendinga í Vesturheimi og hefst næsta námskeið 18. febrúar í Gerðubergi í Reykjavík, en Jónas Þór sagnfræðingur sér um kennsluna sem fyrr. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Obb-obb-obb!

ÞAR sem tvær rússneskar unglingsstúlkur koma saman, þar eru poppstjörnur - eða þannig. Þær eru 18 og 17 ára gamlar, vissulega rússneskar og alveg sjóðheitar. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Sálmar á hebresku

KAMMERKÓR Austurlands heldur tónleika í Egilsstaðakirkju í dag, laugardag, kl. 16. Stærsta verkið á efnisskránni er Chichester-sálmar eftir Leonard Bernstein. Verkið er við texta úr nokkrum af sálmum Davíðs úr Biblíunni. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 731 orð | 2 myndir

Stjórnar einni stærstu viskíverksmiðju Ameríku

Konunglega viskíið Crown Royal er mest selda viskíið í Kanada og þekkt víða um heim. Framleiðslan fer öll fram á vegum Diageo Canada Inc. á Íslendingaslóðum í Gimli í Manitoba í Kanada og er verksmiðjan ein af þeim stærstu í þessari framleiðslu í Norður-Ameríku. Steinþór Guðbjartsson skoðaði verksmiðjuna, leit í birgðageymslurnar og ræddi við Roy S. Eyjolfson, framkvæmdastjóra Diageo í Gimli. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 207 orð

Stríðsfréttamaður kynnir verk sín

GRO Tove Sandsmark, sendikennari í norsku við Háskóla Íslands, mun kynna norskar nýútkomnar bækur og strauma í norskum bókmenntum í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 16-18. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 42 orð

Sýningu lýkur

Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16 Sunnudaginn 9. febrúar lýkur sýningu á smáverkum, Smákornum 2003, í baksalnum í Galleríi Fold. Alls eiga 36 listamenn verk á sýningunni. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

Söngspuni á Myrkum músíkdögum

"Efnisskrá? Ja, nú veit ég ekki," segir Sibyl Urbancic um tónleika sönghópsins Voces Spontanae á Myrkum músíkdögum í Borgarleikhúsinu í dag kl. 14.00. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 538 orð | 1 mynd

Undirheimar Keflavíkur

Leikstjóri: Helgi Sverrisson. Handrit: Kristlaug María Sigurðardóttir / Kikka. Kvikmyndatökustjóri: Helgi Sverrisson. Tónlist: Ludvig Kári Forberg. Hljóð: Sigurður Guðmundsson. Leikmynd: Jón Marinó Sigurðsson. Meira
8. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Þvílíkt og annað eins Riggarobb!

HÚN er hreint makalaus sigurganga Papa. Nú þegar jólavíman er runnin af mönnum gerir þessi sumarsmellur frá því í fyrra, Riggarobb, plata með margfrægum þjóðlögum við texta Jónasar Árnasonar, enn og aftur vart við sig og var önnur söluhæst í síðustu... Meira

Umræðan

8. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 223 orð

Bréf frá Texas

VEGNA fyrirhugaðrar álversbyggingar ameríska álfyrirtækisins Alcoa á Reyðarfirði hafði ég samband við samtök í Texas sem kalla sig Neighbors for Neighbors og spurði hvort þeir hefðu heyrt um áætlun Alcoa hér á landi. Meira
8. febrúar 2003 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Er einkarekstur góður fyrir heilsuna?

"Umræðan um heilbrigðismál ætti að mótast meira af arðsemi góðrar heilsu." Meira
8. febrúar 2003 | Aðsent efni | 580 orð | 1 mynd

Fátækt fólk

"Ég treysti Íslendingum til að nota dómgreindina og hafna lukkuriddurunum sem ætla að bjarga okkur frá fátæktinni." Meira
8. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 157 orð | 1 mynd

Gerist Hringadróttinssaga á Íslandi?

EFTIR grónum völlum í sunnanblænum komu þau hátíðleg í fasi með Guð vors lands í fanginu. Sérhvert orð var grópað í stein. Ferðinni var heitið að Eyjabakkafossi. Meira
8. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 408 orð | 1 mynd

Hvar er náungakærleikurinn?

Hvar er náungakærleikurinn? ÁGÆTI Velvakandi. Hvar er náungakærleikurinn? Ég varð fyrir því óhappi að síminn minn bilaði. Ég bankaði upp hjá nágranna og sagði farir mínar ekki sléttar, bað um að fá að hringja í bilanir. Ég fékk frekt og ákveðið nei. Meira
8. febrúar 2003 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Íslenska þjóðin og sykurpúkinn

"Snúum vörn í sókn gegn sykurpúkanum." Meira
8. febrúar 2003 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Lagapróf og jafnræði

"Orðalag eins og það sem enn er á lögmannalögunum um veitingu lögmannsréttinda samrýmist ekki nútímahugmyndum um jafnræði." Meira
8. febrúar 2003 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum

"Með góðri samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, upplýstri umræðu og miðlun þekkingar á að vera hægt að ná fram umbótum..." Meira
8. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 45 orð

Til Bjarkar

KVEÐJA til Bjarkar Guðmundsdóttur í tilefni Kastljóss föstudaginn 3. Meira
8. febrúar 2003 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Það er satt sem sjálfum kemur

"Um grundvallarafstöðu er ekki ágreiningur milli Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins." Meira

Minningargreinar

8. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1065 orð | 1 mynd

EINAR GUÐJÓNSSON

Einar Guðjónsson fæddist á Sævarlandi (Sjóarlandi) í Þistilfirði 14. júlí 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn föstudaginn 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Einarsson bóndi á Sævarlandi, f. 17. nóvember 1886, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2003 | Minningargreinar | 2767 orð | 1 mynd

EINAR SIGURJÓNSSON

Einar Sigurjónsson fæddist á Meðalfelli í Hornafirði 11. júlí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Einarsson, f. á Stórulág í Nesjum 11. apríl 1893, d. 8. október 1975, og Magnea Pétursdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2003 | Minningargreinar | 3576 orð | 1 mynd

HÖSKULDUR BJARNASON

Höskuldur Bjarnason fæddist á Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum 11. maí 1911. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson, bóndi, f. 29. september 1857, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2003 | Minningargreinar | 866 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG S. EINARSDÓTTIR

Ingibjörg Soffía Einarsdóttir fæddist í Hallskoti í Fljótshlíð 2. nóvember 1929. Hún lést á Heilsustofnun Selfoss 3. febrúar síðastliðinn. Hún var næstelst af fjórum systkinum, þeim Óskari, Ágústu og Eiríki. Foreldrar þeirra voru Margrét Eiríksdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2003 | Minningargreinar | 3117 orð | 1 mynd

SIGMUNDUR BIRGIR PÁLSSON

Sigmundur Birgir Pálsson fæddist á Sauðárkróki 28. nóvember 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Marvin Páll Þorgrímsson, f. 25. mars 1893, d. 5. maí 1965, og Pálína Bergsdóttir, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1712 orð | 1 mynd

SNÆBJÖRN GUNNAR GUÐMUNDSSON

Snæbjörn Gunnar Guðmundsson fæddist á Skjaldvararfossi hinn 9. marz 1924. Hann lést á heimili sínu 2. febrúar síðastliðinn. Sonur Guðmundar Jónssonar og Friðgerðar Marteinsdóttur og var þriðji yngsti í átta systkina hópi. Hin voru: Hafsteinn, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 158 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Grásleppa 52 10 17...

ALLIR FISKMARKAÐIR Grásleppa 52 10 17 533 9,288 Gullkarfi 100 11 80 6,430 511,703 Hlýri 176 140 142 614 87,058 Hrogn Ýmis 50 50 50 72 3,600 Sandkoli 87 70 86 262 22,446 Skarkoli 327 100 272 3,199 870,023 Skata 145 115 126 50 6,290 Skrápflúra 65 30 51 474... Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

Elín Sigfúsdóttir í framkvæmdastjórn BÍ

ELÍN Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans og er þetta í fyrsta sinn sem kona sest í framkvæmdastjórn bankans. Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 791 orð | 1 mynd

Hagnaðurinn rúmlega tvöfaldast milli ára

HAGNAÐUR samstæðu Búnaðarbanka Íslands hf. á árinu 2002 var 2.288 milljónir króna að teknu tilliti til reiknaðra skatta og hefur aldrei verið meiri. Hagnaðurinn rúmlega tvöfaldaðist milli ára en hann var 1.062 milljónir á árinu 2001. Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 342 orð | 1 mynd

Hagnaður SR-mjöls 443 milljónir króna

HAGNAÐUR SR-mjöl hf. samstæðunnar var um 443 milljónir króna á árinu 2002 en hagnaðurinn var ríflega 31 milljón króna árið 2001. Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Hætta viðræðum um síldina

ÍSLENDINGAR hættu í gær þátttöku í viðræðum fulltrúa Evrópusambandsins, Íslands og Noregs um skiptingu norsk-íslenska síldarkvótans sem hófust í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir viðræðurnar ekki hafa gengið nógu... Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 323 orð | 1 mynd

Í anda ráðsins að horfa til framtíðar

UMFJÖLLUNAREFNI Viðskiptaþings Verslunarráðs Íslands næstkomandi miðvikudag, hinn 12. febrúar, er stefnumótun fyrir Ísland til ársins 2010. Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Kaupthing Limited opnað í Lundúnum

KAUPÞING banki hefur fest kaup á fjármálafyrirtækinu BMY Corporate Finance Limited í Lundúnum, en nafni félagsins hefur verið breytt í Kaupthing Limited. Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 806 orð | 1 mynd

Kostnaðarhlutfall bankans lækkar um 5,1%

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. á árinu 2002 nam 2.028 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 1.749 milljónir árið áður. Þessi afkoma er í takt við spár annarra banka, sem hljóðuðu að meðaltali upp á hagnað upp á 1.970 milljónir króna. Meira
8. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 379 orð | 1 mynd

Stýrivöxtum fylgt

GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að síðustu misseri hafi bankar og sparisjóðir fylgt lækkun á stýrivöxtum. Meira

Daglegt líf

8. febrúar 2003 | Neytendur | 69 orð | 1 mynd

Fitulítið boxarabrauð

BAKARAMEISTARINN hefur sett á markað nýtt brauð, svokallað "bantam"-boxarabrauð, en "bantam" mun komið úr hnefaleikum og þýðir "léttur". Meira
8. febrúar 2003 | Neytendur | 53 orð | 1 mynd

Fleiri tegundir af léttri ab-mjólk

MJÓLKURSAMSALAN hefur byrjað sölu á bragðbættri Létt-ab-mjólk, samkvæmt tilkynningu. Um er að ræða Létt-ab-mjólk með ferskjum og Létt-ab-mjólk með suðrænum ávöxtum. Meira
8. febrúar 2003 | Neytendur | 197 orð | 1 mynd

Heinz-barnamatur án erfðabreyttra efna

KANADÍSKA fyrirtækið Heinz hefur lofað að nota ekki erfðabreyttar lífverur (GMO) eða afurðir erfðabreyttra lífvera í framleiðslu sinni á barnamat, samkvæmt biotik.dk . Meira
8. febrúar 2003 | Neytendur | 197 orð | 1 mynd

Kæra vegna sítrónukóks í Danmörku

DÖNSK neytendasamtök sem nefna sig Danmarks Aktive Forbrugere (DAF) hafa kært Kóka kóla fyrirtækið "fyrir að telja neytendum trú um að diet kók með sítrónubragði (diet Coke Lemon) innihaldi sítrónur, þótt um sé að ræða sítrónubragð framkallað með... Meira
8. febrúar 2003 | Neytendur | 131 orð | 1 mynd

Ódýrar uppskriftir og spariráð mæðra

LANDSBANKINN hefur gefið út nýja bók, Sparibókina, en í henni er að finna 154 sparnaðarráð. Bókin er skrifuð bæði í gamni og alvöru og markmiðið með útgáfunni er að benda á góðar sparnaðarleiðir, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Meira
8. febrúar 2003 | Neytendur | 513 orð | 1 mynd

Plöntuefni gegn eyrnabólgu og tannskemmdum

SÆTUEFNIÐ Xylitol er sykur með fimm kolefnisatóm sem unninn er úr maískorni og berki bjarkarinnar. Xylitol finnst líka í margskonar ávöxtum, svo sem plómum og maís, og jafnframt mun mannslíkaminn framleiða örlítið af umræddu efni. Meira

Fastir þættir

8. febrúar 2003 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

30 ÁRA afmæli.

30 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 9. febrúar, verður þrítug Erla Björk Sigmundsdóttir. Af því tilefni biður Erla ættingja og vini að mæta á afmælisdaginn og gleðjast með henni kl. 15-17 í Kiwanishúsinu, Helluhrauni 22,... Meira
8. febrúar 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 8. febrúar, verður sextugur Aðalbjörn Þ. Kjartansson, verslunarmaður, Kleppsvegi 40. Eiginkona hans er Kristrún Kjartans. Aðalbjörn eyðir deginum með nánustu... Meira
8. febrúar 2003 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Nk. mánudag, 10. febrúar, verður áttræð Margrét Árnadóttir, Laugavegi 35, Siglufirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á morgun, sunnudaginn 9. febrúar, frá kl. 16-20. Meira
8. febrúar 2003 | Fastir þættir | 250 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EKKI er langt síðan við sáum dæmi um fágæta litaríferð í þessum þætti. Hér er annað dæmi, jafnvel enn fágætara. Austur gefur; allir á hættu. Meira
8. febrúar 2003 | Dagbók | 29 orð

EINMANA

Engan trúan á ég vin, auðnudagar þverra. Einn ég harma, einn ég styn, einn ég tárin þerra. Einn ég gleðst, og einn ég hlæ, er amastundir linna. Aðeins notið einn ég fæ unaðsdrauma... Meira
8. febrúar 2003 | Viðhorf | 791 orð

ESB og Norðurlönd

"Við lítum á það sem eðlilegan hlut, að öll Norðurlöndin fimm taki fullan þátt í hinu evrópska samstarfi. Við vonum, að hin sameiginlega, evrópska mynt verði tekin upp í löndunum öllum og þar með það efnahagslega hagræði, sem henni fylgir." Meira
8. febrúar 2003 | Í dag | 650 orð | 1 mynd

Léttmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

GUÐSÞJÓNUSTA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 13. Guðsþjónustan verður að þessu sinni með sama yfirbragði og hinar vinsælu kvöldvökur sem haldnar eru einu sinni í mánuði þar sem ekki er stuðst við hefðbunda messusiði. Meira
8. febrúar 2003 | Fastir þættir | 349 orð | 1 mynd

Lífsvísir

Eins og öllum er kunnugt eru sjálfsvíg þjóðfélagslegt vandamál á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Meira
8. febrúar 2003 | Í dag | 2042 orð | 1 mynd

(Matt. 6.)

Guðspjall dagsins: Er þér biðjist fyrir. Meira
8. febrúar 2003 | Fastir þættir | 264 orð

Ný pilla fækkar blæðingum

NÝ tegund getnaðarvarnarpillu takmarkar tíðablæðingar við fjögur skipti á ári í stað þrettán, eins og nú er. Pillan er ekki komin á markað en er nú til skoðunar hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu, FDA. Meira
8. febrúar 2003 | Dagbók | 509 orð

(Róm. 14, 8.)

Í dag er laugardagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. Meira
8. febrúar 2003 | Fastir þættir | 111 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Be7 7. He1 0-0 8. a4 b4 9. c3 d5 10. exd5 e4 11. Rg5 Bg4 12. f3 exf3 13. Rxf3 Rxd5 14. d4 bxc3 15. bxc3 Bf6 16. Dd3 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Meira
8. febrúar 2003 | Fastir þættir | 562 orð | 1 mynd

Tvískautaröskun

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
8. febrúar 2003 | Fastir þættir | 478 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

BÍÓHÚSAMENN hafa fengið svolítið fyrir ferðina hjá Víkverja undanfarið vegna lítils myndavals og því ekkert annað en sjálfsögð kurteisi að láta þess einnig getið þegar vel er að verki staðið. Meira

Íþróttir

8. febrúar 2003 | Íþróttir | 15 orð

Aðalfundur HK/Víkings Aðalfundur meistaraflokksráðs HK/Víkings í...

Aðalfundur HK/Víkings Aðalfundur meistaraflokksráðs HK/Víkings í kvennaknattspyrnu verður haldinn í Víkinni mánudaginn 17. febrúar kl... Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 639 orð

Aigars fór fyrir Þór

ÞÓR tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar liðið heimsótti baráttulitla Mosfellinga að Varmá í gærkvöldi. Niðurstaðan var tveggja marka sigur, 28:26, eftir að heimamenn höfðu verið lengst af leiksins með forystu, m.a. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 390 orð

Eftir bókinni á Selfossi

Leikur Selfyssinga og Vals í gærkvöld var nánast eftir bókinni, en topplið deildarinnar vann botnliðið með 9 marka mun, 22:31. Geir Sveinsson, þjálfari Vals, tók þá ákvörðun að hvíla lykilmenn sína í upphafi leiks, en í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og var staðan í hálfleik 11:13. Þá var Bjarki Sigurðsson ekki með Valsmönnum vegna sinna meiðsla, en hann verður líklega frá næsta hálfa árið. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 585 orð | 1 mynd

Grimm vörn ÍR bar HK ofurliði

SEINT verður vörn ÍR talin með þeim stærri í deildinni en þegar saman kemur gífurleg barátta, vel útfærð vörn og síðan frábær markvarsla þarf ekki meira til eins og HK fékk að kenna á í heimsókn sinni í Breiðholtið í gærkvöldi. Breiðhyltingar lásu sóknarleik HK-manna, leyfðu skyttum þeirra aldrei að koma sér í stellingar og brutu þannig á bak aftur alla yfivegun í leik gestanna. Eftirleikurinn var því auðveldur, 29:24 sigur sem tryggir annað sæti deildarinnar en HK missti þriðja til Hauka. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Guðmundur segir spennandi frjálsíþróttaár framundan

GUÐMUNDUR Karlsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, segist mjög spenntur fyrir keppnistímabilinu sem fram undan er. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

* GUÐNI Bergsson verður í byrjunarliði...

* GUÐNI Bergsson verður í byrjunarliði Bolton sem mætir WBA í sannkölluðum fallbaráttuslag í dag. Óvíst er hvort Lárus Orri Sigurðsson verði í leikmannahópi WBA en hann hefur átt við meiðsli í hásin að stríða. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 94 orð

Gult fyrir að fagna

SKOSKIR knattspyrnudómarar munu á næstunni stíga á bremsuna þegar knattspyrnumenn þar í landi fagna mörkum sínum, en markmið þeirra verður að koma í veg fyrir "óíþróttamannslega" framkomu þegar menn fagna mörkum sinna liða. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 118 orð

Haldið í hefðina

ÞAÐ má segja að haldið sé í hefðina á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Fífunni um helgina en keppt verður í hástökki, langstökki og þrístökki án atrennu. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 881 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - FH 25:22 Framhús,...

HANDKNATTLEIKUR Fram - FH 25:22 Framhús, 1. deildarkeppni karla, Esso-deild, föstudagur 7. febrúar 2003. Gangur leiksins: 2:0, 5:1, 6:5, 10:5, 11:7, 12:9, 14:12, 16:14, 19:17, 20:19, 22:21, 25:22. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 142 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1.

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, Essodeild: KA-heimili: KA/Þór - Stjarnan 16 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Fram 16.30 Hlíðarendi: Valur - Haukar 16.30 Vestmannaeyjar: ÍBV - Fylkir/ÍR 16.30 Víkin: Víkingur - FH 16.30 Sunnudagur: 1. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Hingis leggur tennisspaðann á hilluna

SVISSNESKA tenniskonan Martina Hingis, sem undanfarin ár hefur verið í hópi þeirra bestu í íþróttinni og var til að mynda í toppsæti styrkleikalistans í fjögur ár í röð, hefur neyðst til að leggja tennisspaðann á hilluna, aðeins 22 ára gömul. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 246 orð

Köttur gegn mús

LEIKUR Hauka og Víkings á Ásvöllum var leikur kattarins að músinni og þegar upp var staðið var munurinn 22 mörk, 38:16. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Haukanna algjörir. Þeir komust í 10:0 og Víkingar, sem líkari voru firmaliði, og það slöku, heldur en liði í efstu deild, komust ekki á blað fyrr en eftir 15 mínútna leik. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Mikið listfengi hjá Audrey Freyju

AUDREY Freyja Clark þreytti á fimmtudag frumraun sína á Norðurlandamóti í listhlaupi á skautum, sem stendur nú yfir í Skautahöllinni í Laugardal, þegar hún keppti í skylduæfingum. Henni gekk ekki sem best en fékk þó góða einkunn fyrir listfengi. Audrey Freyja ætlar sér að gera betur í dag - þegar kemur að frjálsum æfingum. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

"Gaman að vinna FH"

LEIKMENN beggja liða voru lengi að hrista af sér slenið þegar FH-ingar heimsóttu Framara í Safamýri. Talsvert var um mistök og virtist sem leikmenn væru þreyttir - eða of hvíldir - eftir fríið. Framarar voru þó skrefinu framar og náðu snemma góðu taki á gestunum. Þeir voru yfir allan leikinn og uppskáru góðan sigur, 25:22, eftir nokkuð spennandi lokamínútur. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 412 orð | 1 mynd

* STOKE City er á höttunum...

* STOKE City er á höttunum eftir Luke Chadwick , leikmanni Manchester United . Breska blaðið Independent greinir frá því að Stoke vilji fá Chadwick að láni út leiktíðina en hann hefur fá tækifæri fengið með liði Manchester United á leiktíðinni. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 458 orð

Sögulegt mót í Fífunni

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í dag og á morgun. Meira
8. febrúar 2003 | Íþróttir | 168 orð

Völler kallar á tvo nýliða

RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, sem leikur í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópukeppni landsliða, hefur kallað á tvo nýliða fyrir vináttulandsleik gegn Spánverjum á miðvikudaginn kemur. Meira

Lesbók

8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1377 orð | 3 myndir

Að stökkva - með eða án fallhlífar?

Til 2. mars. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 10-17. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1825 orð | 6 myndir

AÐ TEIKNA HUGARHEIMA

Í dag verður sýning á frönskum og belgískum teiknimyndum fyrr og nú opnuð í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Sýningin ber yfirskriftina "Að teikna hugarheima" og spannar þau tvö hundruð ár sem teiknimyndir hafa verið gefnar út, allt frá upphafi nítjándu aldarinnar til samtímans. Hér er saga þessarar hefðar rakin. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 594 orð | 2 myndir

Á FERÐINNI MEÐ FERÐIRNAR

LEIKSTJÓRINN og rithöfundurinn Brynja Benediktsdóttir var á ferðinni í París fyrir skemmstu við undirbúning sýninga á leikriti sínu, Ferðum Guðríðar. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1822 orð | 1 mynd

ÁSTRÍKUR Á SKAGANUM

"Nei, þjóðleg bretónsk hefð er ekki rykfallnar skræður eða gæluverkefni sérviturra fræðinga. Hún er að vakna úr nokkurra áratuga dásvefni, kvik og til alls vís," segir í þessari grein sem er sú fyrsta í flokki um Bretaníuskagann, sögu hans og menningu. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 384 orð | 2 myndir

Deilt um eignir Bretons

EIGNIR súrrealistans Andrés Bretons eru deilumál í Frakklandi þessa dagana að sögn fréttastofu BBC , en til stendur að selja málverk, ljósmyndir, bækur og aðra muni Bretons á uppboði á árinu. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1535 orð | 1 mynd

EÐLI LEIKHÓPANNA ER AÐ BREYTAST

Felix Bergsson tók síðastliðið haust við formennsku í Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa, SL, af Þórarni Eyfjörð, sem gegnt hafði formennsku allt frá 1992, er bandalagið tók á sig formlegri mynd en verið hafði árin á undan. Þeir eru sammála um að leikhúslífið hafi tekið miklum breytingum á undanförnum áratug. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2371 orð | 2 myndir

ENN AÐ MÁLA SÖMU BREKKURNAR

Meiri nákvæmni og yfirlega yfir myndum þekkist vart í íslenskri myndlist í dag. Eggert Pétursson málar íslenska plöntuheima af gífurlegri nostursemi, lag fyrir lag, og skapar sérstaka heima úr gróðrinum. Hann sagði EINARI FAL INGÓLFSSYNI frá rannsóknum sínum á íslenskum plöntum og hvernig þær reynast honum óþrjótandi myndræn uppspretta. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1331 orð | 1 mynd

ENN ANNAR NIETZSCHE

Í sjöundu Atviksbókinni, Heimspeki verðandinnar, gagnrýna tveir ungir heimspekingar þrjá fagbræður sína í Háskóla Íslands fyrir ófrjóan skilning á Nietzsche sem hafi gert þennan, að margra mati, stórhættulega siðleysingja að stóumanni og siðapostula. ÞRÖSTUR HELGASON rifjar upp gamalt viðtal við einn af heimspekingunum og kannar viðhorf ungu mannanna. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 870 orð | 1 mynd

ERUM TILBÚIN AÐ RÁÐAST Í STÓRU VERKIN

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands heldur tónleika á morgun, sunnudag, í Glerárkirkju á Akureyri og hefjast þeir kl. 16. Einleikari á tónleikunum er ungverski píanóleikarinn Aladár Rácz. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

FRÆÐARINN ALDNI

Fræðarinn aldni til foldar hniginn Elja og dugur áttu hugann Sáði víða til vits og þroska Minnast nú margra stunda hljóðum huga hóparnir mörgu er kvöddu Hvanneyri kátir forðum Og blær á hausti hjalar við stráin: Þú veist sjálfur hvað þakka ber - Til... Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

GULLNA REGLAN EÐA STYRJÖLDIN?

Gullna reglan svokallaða er setning í Fjallræðu Jesú svohljóðandi: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Þögnin hrópar: Slíðra sverðið! Sefið ofsann, - reiðina. Ríkja deilu ræða verðið, - þar ráð við - færu leiðina. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 773 orð | 2 myndir

HVAÐ ERU STÍRUR?

Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu má nefna: Hver fann upp regnhlífina, af hverju eru bara 12 mánuðir í árinu, hvers vegna synda hvalir upp á land, er hægt að frysta eld, má breyta nafninu sínu algjörlega og er mark að draumum? Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 472 orð

I Nokkrar kynslóðir ungra Íslendinga hafa...

I Nokkrar kynslóðir ungra Íslendinga hafa nú alist upp við að lesa teiknimyndasögur á borð við Tinna og Ástrík. Ekki hefur öllum þótt þetta merkileg lesning og ósjaldan hafa bókfróðir lýst því yfir að sögur þessar séu ekki bókmenntir. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

ÍSLANDSVÍSUR

Landið góða, landið kæra, langtum betra' en nokkur veit, þjer ber ætíð fyrst að færa feginsóð og trygðarheit. Hjálpi Drottinn lýð að læra líf, sem hæfir frjálsri sveit. Framtak, hófsemd, heill og æra hefji og göfgi hvern þinn reit. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1212 orð

KONUR Í STRÍÐI OG FRIÐI

Í SAMÚELSBÓK eftir sænska rithöfundinn Sven Delblanc segir frá presti sem átti óblíða ævi. Hann trúði því að endur fyrir löngu hefði Lúsifer unnið orustuna milli góðs og ills við Guð. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 521 orð

MEÐ GLÖÐU GEÐI

Á DÖGUNUM drap lækningapredikari niður fæti hér á landi. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2118 orð | 4 myndir

MEÐ HJARTAÐ Í LEIKHÚSINU

Fyrir þremur árum var skipt um listræna stjórnendur í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín og ungu leikhúsfólki fengið það erfiða verkefni að móta nýja listræna stefnu. HÁVAR SIGURJÓNSSON var í Berlín á dögunum og ræddi við leikhússtjórann Thomas Ostermeier og leikskáldið Marius von Mayenburg. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 390 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Smáverk 36 listamanna. Til 9.2. Gallerí Skuggi: Ingimar Waage. Til 16.2. Gerðarsafn: Franskar og belgískar teiknimyndir fyrr og nú. Til 23.2. Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bauhaus. Til 23.2. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 337 orð | 1 mynd

OFDRYKKJUÝSAN KOLBEINN

Í TINNABÓKUNUM hefur Kolbeinn kafteinn, besti vinur blaðamannsins Tinna, yfirbragð hörkutólsins og gleðimannsins, sífulla sjóarans. Hann er hrjúfur á yfirborðinu en besta skinn undir niðri. Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð | 1 mynd

Sæstjarna O'Connors

BÓK írska rithöfundarins Josephs O'Connors Star of the Sea , eða Sæstjarnan, gerir að viðfangsefni sínu hungursneyðina sem ríkti á Írlandi í kjölfar þess að plága eyðilagði kartöfluuppskeruna á fimmta áratug nítjándu aldar, en þessi kafli í sögu Írlands... Meira
8. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1082 orð | 2 myndir

Vantar alltaf nýja klassíska tónlist fyrir börn

RITHÖFUNDURINN Sjón tekur þátt í viðamiklu tónleikaferðalagi með hinum breska Brodsky-kvartett á næstunni, eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.