Greinar mánudaginn 17. febrúar 2003

Forsíða

17. febrúar 2003 | Forsíða | 284 orð | 1 mynd

ESA óskar eftir frekari upplýsingum

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, eða ESA, óskaði á föstudag eftir frekari upplýsingum frá stjórnvöldum vegna opinberra styrkja og ívilnana ríkis og sveitarfélaga við álver Alcoa í Reyðarfirði. Meira
17. febrúar 2003 | Forsíða | 121 orð

Fleiri Íslendingar segjast hafa stundað rekstur

FLEIRI Íslendingar, Norðmenn og Liechtensteinar segjast hafa stundað atvinnurekstur en íbúar ríkja Evrópusambandsins í heild og Bandaríkjanna. Meira
17. febrúar 2003 | Forsíða | 284 orð | 2 myndir

föst á vélsleða í krapaelg í 3 tíma

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, bjargaði rúmlega þrítugri konu, Andrínu G. Erlingsdóttur, úr lífsháska í gær, en konan sat föst á vélsleða úti í miðjum krapaelg. Konan beið í þrjá tíma eftir þyrlunni og gengu öldurnar yfir hana meðan hún beið. Meira
17. febrúar 2003 | Forsíða | 100 orð

Írakar fagna sigri

FJÖLMIÐLAR stjórnarinnar í Bagdad sögðu í gær að mótmælin gegn stríði sem fram fóru víða um heim um helgina og niðurstaða umræðna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag væru sigur fyrir Saddam Hussein Íraksforseta. Meira
17. febrúar 2003 | Forsíða | 275 orð

Samkomulag náðist um aðstoð við Tyrki

BELGAR féllu í gær frá andstöðu við málamiðlun í Atlantshafsbandalaginu, NATO, í deilunum um aðstoð bandalagsins við Tyrki komi til stríðs við Írak. Meira

Fréttir

17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð

160 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu

UM 160 björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og víðar, voru kallaðir út á 26 jeppum til að vera í viðbragðsstöðu vegna slæmrar veðurspár fyrir síðari hluta dagsins í gær, auk björgunarstarfs sem unnið var að. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

18% kusu Sjálfstæðisflokk síðast

FJÓRIR af hverjum tíu kjósendum sem segjast styðja Samfylkinguna núna kusu aðra flokka í þingkosningum fyrir tæpum fjórum árum. Þetta kemur m.a. fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 6. til... Meira
17. febrúar 2003 | Miðopna | 878 orð | 1 mynd

Afföll húsbréfa auka skuldir heimila

"Það er ljóst að þegar ráðist er í íbúðarkaup eða húsbyggingu þurfa áætlanir að standast. Sveiflur á mörkuðum ráða afföllum húsbréfa og geta í raun haft úrslitaáhrif á hvort áætlanir fjölskyldu gangi upp." Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Alveg á mörkunum að björgunarflugið væri framkvæmanlegt

"AÐ okkar mati var það á mörkunum hvort þetta væri framkvæmanlegt, en við hefðum aldrei farið af stað nema við teldum að sá sem ætti í hlut væri í yfirvofandi lífsháska," segir Benóný Ásgrímsson, flugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, en... Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Áhyggjur vegna atvinnuleysis háskólafólks

STJÓRN Röskvu hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um atvinnumál ungs háskólamenntaðs fólks: "Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna aukins atvinnuleysis meðal háskólamenntaðs fólks. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 258 orð

Bakvöktum neyðarvaktar tannlækna hætt

TANNLÆKNAFÉLAG Íslands hefur hætt bakvöktum neyðarvaktar utan opnunartíma tannlæknastofanna. Verður neyðarvakt félagsins framvegis sinnt milli kl. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð

Benda á atvinnutækifæri við náttúruvernd

STJÓRN Landverndar hefur sent Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra bréf þar sem hún er hvött til að beita sér fyrir því að í áformuðum aðgerðum til að efla atvinnu fái brýn verkefni á sviði náttúruverndar og þjóðgarða hlutdeild. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð

Bensín hækkar í sjálfsafgreiðslu

BENSÍN hefur hækkað á sjálfsafgreiðslustöðvunum um 7,2% á undanförnum 10 dögum. Þá kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni hjá Orkunni 89,10 krónur en hjá ÓB - ódýru bensíni og ESSO Express 89,20 krónur. Meira
17. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 132 orð

Bin Laden hæðir Bush

FJÖLMIÐLAR í arabaríkjunum birtu í gær ný ummæli sem höfð eru eftir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-samtakanna og sögð vera á 53 mínútna hljóðupptöku sem að hluta var skýrt frá þegar á fimmtudag. Bin Laden segir þar að George W. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 305 orð

Edda - útgáfa kaupir bókaforlagið Iðunni

EDDA - útgáfa hf. hefur keypt birgðir og útgáfurétt bókaforlagsins Iðunnar af Fróða hf. Hyggst Edda halda nafni þessa fornfræga forlags á lofti með útgáfu bóka undir merkjum þess. Gengið var frá kaupunum fyrir helgina. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um nær helming á áratug

ERLENDUM ríkisborgurum hefur fjölgað um nær helming á Íslandi síðasta áratug. Í lok ársins 2002 var 10.221 erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi eða um 3,5% landsmanna. Árið 1992 hafði 1,8% íbúa landsins erlent ríkisfang. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð

Hestakerru stolið

FIMM hesta hestakerru var stolið frá Viðarhöfða 4 í Reykjavík, líklega aðfaranótt fimmtudagsins. Einar Indriðason, eigandi kerrunnar, segir kerru á borð við þá sem hvarf kosta mörg hundruð þúsund krónur. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Hjalað í sundi

GAMAN var hjá börnum og foreldrum í ungbarnasundi í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði að morgni laugardags. Þar voru tíu um það bil eins árs börn á námskeiði. Á námskeiðinu er blandað saman söng, leik og æfingum. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Innanlandsflug lá að mestu leyti niðri

INNANLANDSFLUG lá niðri til klukkan 19:30 í gærkvöldi vegna hvassviðris. Þá var loks hægt að fljúga til Vestmannaeyja og Akureyrar. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð

Jeppi valt á Suðurlandsvegi

JEPPI valt er hann rann út af Suðurlandsvegi í Svínahrauni í gær. Hjón voru í bílnum og voru þau bæði með öryggisbelti. Ökumann sakaði ekki en farþeginn þurfti að fara á sjúkrahús og lék grunur á að hann væri handleggsbrotinn. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Listamannaspjall verður í Þjóðmennningarhúsinu á morgun,...

Listamannaspjall verður í Þjóðmennningarhúsinu á morgun, þriðjudag kl. 16.30, en þar munu rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn auk Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns ræða um samvinnu listamanna. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 237 orð

Málverkafölsunarmáli ekki vísað frá dómi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Péturs Þórs Gunnarssonar um að ákæru gegn honum í umfangsmiklu málverkafölsunarmáli yrði vísað frá dómi. Aðalmeðferð hefst í málinu þriðjudaginn 1. apríl nk. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 503 orð

Meiri vilji á Íslandi til að stofna til atvinnurekstrar en í ESB

MUN fleiri íbúar EFTA-landanna þriggja segjast hafa hafið atvinnurekstur nýlega eða hafið undirbúning að því en íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 213 orð

Mikil fjölgun barnaverndarmála

Barnaverndarnefndir höfðu afskipti af 14% fleiri börnum árið 2001 en árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði einnig og þurftu þær að hafa afskipti af ríflega 4. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 673 orð | 1 mynd

Mikil gróska í félagsvísindum á Íslandi

Friðrik H. Jónsson er fæddur á Siglufirði 13. nóvember 1951. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1972. BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 1976. MSc í félagssálfræði frá London School of Economics 1977 og PhD frá Háskólanum í Sheffield 1986. Stundakennsla við Háskóla Íslands og víðar frá 1983. Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands 1989, dósent frá 1992. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 1999. Maki er Guðný Ágústa Steinsdóttir og eiga þau tvö börn, Hildi og Stein. Meira
17. febrúar 2003 | Miðopna | 401 orð | 1 mynd

Milljarðar í menntun og rannsóknir

"Þegar haft er í huga hvernig fjárins er aflað tel ég að nær væri að fjárfesta í því sem gefur arð til framtíðar: Menntun, rannsóknum og velferðarkerfinu." Meira
17. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 744 orð | 2 myndir

Milljónir manna mótmæltu áformum um stríð

MILLJÓNIR manna tóku um helgina þátt í mótmælum í um 60 löndum vegna hugsanlegs stríðs gegn Írak og er talið að aldrei hafi jafnmargt fólk tekið þátt í aðgerðum af þessu tagi samtímis. Víða var gerð hörð hríð að George W. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Miskunnarverk íslenskra kvenna er heiti málstofu...

Miskunnarverk íslenskra kvenna er heiti málstofu í guðfræði sem haldin verður í dag, mánudag, kl. 12.15 í stofu V í Aðalbyggingu Háskóla Íslands (2. hæð). Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ókeypis skákæfingar hjá Helli

TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum klukkan 17:15. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri, bæði drengjum og stúlkum. Allir sem kunna mannganginn eru velkomnir. Meira
17. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 44 orð

Papadopoulos vann

TASSOS Papadopoulos, 69 ára gamall vinstrisinni, sigraði í forsetakosningum grískumælandi Kýpurbúa í gær, fékk rúman helming atkvæða. Fráfarandi forseti, Glafcos Clerides, fékk tæp 39%, aðrir minna. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

"Aldrei verið jafnstressuð"

BIRGITTA Haukdal og Hallgrímur Óskarsson stóðu uppi sem sigurvegarar forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í troðfullu Háskólabíói á laugardagskvöldið. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

"Óttaðist að þyrlan gæti ekki flogið"

EIGINMAÐUR Andrínu Guðrúnar Erlingsdóttur, Benedikt Bragason, segir að miklu fargi sé af sér létt, en hann beið í gær á milli vonar og ótta eftir að konu hans yrði bjargað, en hún sat föst í þrjá tíma úti í miðjum krapaelg norðan við Landmannalaugar. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 614 orð | 3 myndir

"Þetta herðir mann bara"

ANDRÍNA Guðrún Erlingsdóttir, 31 árs kona sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF bjargaði seinni partinn í gær eftir að hún hafði beðið í þrjá klukkutíma á vélsleða úti í miðjum krapaelg norðan við Landamannalaugar, segist ekki hafa verið hrædd meðan á... Meira
17. febrúar 2003 | Miðopna | 808 orð | 1 mynd

Saddam veitt sakaruppgjöf?

HÁTT settir embættismenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, hafa að undanförnu ýjað að því að til greina komi að gefa Saddam Hussein og handbendum hans upp sakir, gegn því að þeir fari frá Írak, til að afstýra stríði. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

Sextán hundruð manns mótmæltu stríði

ÁÆTLAÐ er að um 1.600 manns hafi sótt friðarfundi sem fram fóru í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði á laugardag til að mótmæla hugsanlegri innrás í Írak. Samkvæmt mati lögreglu tóku um eitt þúsund manns þátt í fundinum í Reykjavík á Ingólfstorgi. Meira
17. febrúar 2003 | Miðopna | 950 orð | 1 mynd

Sjálfsmark!

Málefnalegar áherslur viku fyrir lýðskrumi, rangfærslum og aðdróttunum sem erfitt verður að sjá hvernig Ingibjörg ætlar að rökstyðja. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Stórútkall í bruna við Skólastræti

ALLT tiltækt slökkvilið, eða um 100 manns, var kallað út vegna bruna í þriggja hæða timburhúsi við Skólastræti í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Betur fór en á horfðist og tókst fyrstu slökkviliðsmönnunum sem komu á vettvang að ná stjórn á eldinum. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Strompur fauk af Kröfluvirkjun

BYLJÓTTIR sunnanstormar hafa barið á Mývetningum síðasta sólarhring svo sem flestum landsmönnum. Í roku sem gerði um kl. 8 í gærmorgun slitnaði upp stór strompur á kæliturni við Kröfluvirkjun. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 679 orð | 2 myndir

Tæpur helmingur hyggst kjósa flokkinn áfram

SAMKVÆMT skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið ætlar tæpur helmingur kjósenda Framsóknarflokksins árið 1999 að kjósa flokkinn nú, eða 45,9%. Meira
17. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 356 orð

Veltan jókst um 30% á milli ára

HEILDARVELTA Íslenskrar getspár og Íslenskra getrauna nam samtals rúmlega 2,2 milljörðum króna á árinu 2002, samkvæmt fyrirliggjandi bráðabirgðatölum. Meira
17. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 124 orð

Þjóðverjum hótað?

BRESKA dagblaðið The Observer sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að refsa Þjóðverjum fyrir baráttu þeirra gegn stefnu George W. Bush forseta í Íraksmálunum. Þeir hygðust kalla burt alla bandaríska hermenn, um 71. Meira

Ritstjórnargreinar

17. febrúar 2003 | Staksteinar | 289 orð

- Fara hagsmunir almennings og fyrirtækja saman?

Steingrímur J. Sigfússon treystir sér ekki til að fagna hugmyndum Davíðs Oddssonar um skattalækkanir. Að minnsta kosti ekki fullum rómi. Hann virðist skipta efnahagslífinu í tvennt í málflutningi sínum. Meira
17. febrúar 2003 | Leiðarar | 819 orð

"Friður á okkar tímum"

Fólk vill frið. Það er bæði rétt afstaða og eðlileg. Fólk vill ekki stríð. Það vill ekki sjá á eftir börnum sínum í stríð. Það vill ekki fylgjast með fréttum um manndráp í stórum stíl. Þess vegna er barátta fyrir friði skiljanleg og eðlileg. Meira

Menning

17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 530 orð | 2 myndir

Aftur og aftur til framtíðar

EINHVER magnaðasti mynddiskapakki sem fáanlegur er hérlendis er þriggjadiska pakki með öllum Aftur til framtíðar-myndunum óborganlegu. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Breskur sigur í Berlín

IN This World eftir breska kvikmyndagerðarmanninn Michael Winterbottom hlaut Gullbjörninn, æðstu verðlaun Berlínar-kvikmyndahátíðarinnar sem lauk í gær. Meira
17. febrúar 2003 | Tónlist | 420 orð

Dulin skilaboð frá Bach?

Johann Sebastian Bach: Partíta nr. 2 í d-moll BWV 1004. Meira
17. febrúar 2003 | Menningarlíf | 616 orð | 1 mynd

Galdur rímunnar og gamlir textar

Steindór Andersen rímnamaður er að grúska í gömlum kveðskap, Naxos er að gefa út söng hans og Hrafnagaldur Óðins er á faraldsfæti. Þórunn Þórsdóttir fékk að heyra af þessum verkefnum Steindórs. Meira
17. febrúar 2003 | Menningarlíf | 845 orð | 1 mynd

Hér ber maður ábyrgð á sjálfum sér

Tveir dansnemar hafa æft með Íslenska dansflokknum að undanförnu. Þau sögðu Ingu Maríu Leifsdóttur frá dansnáminu og reynslu sinni með flokknum. Meira
17. febrúar 2003 | Menningarlíf | 37 orð

Í dag

Listaháskóli Íslands, Laugarnesi Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og framkvæmdastjóri Hönnunarsafns Íslands verður með kynningu á Dieter Roth og framlagi hans til íslenskrar myndlistar kl. 12.30. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 560 orð | 1 mynd

Kaldhæðið kvöldljóð

Leikstjóri: Alexander Payne. Handrit: Payne og Jim Taylor; byggt á skáldsögu Louis Begley. Kvikmyndatökustjóri: James Glennon. Tónlist: Rolfe Kent. Aðalleikendur: Jack Nicholson (Warren Schmidt), Kathy Bates (Roberta Hertzel), Hope Davis (Jeannie), Dermot Mulroney (Randall Hertzel), Howard Hesseman (Larry), Len Cariou (Ray), June Squibb. 125 mín. New Line Cinema. Bandaríkin 2002. Meira
17. febrúar 2003 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Kjartan sýnir hjá Ófeigi

KJARTAN Guðjónsson hefur opnað málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. "Kjartan er á 82. aldursári, heilsugóður og þokkalega ern. Þetta verður seinasta einkasýning hans," segir í kynningu. Meira
17. febrúar 2003 | Bókmenntir | 425 orð | 1 mynd

Kveðja

eftir Björn Sigurbjörnsson. Vaka - Helgafell 2003 - 62 bls. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 544 orð | 1 mynd

Líf í gömlum glæðum

Leikstjórn og handrit: Marc Lawrence. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacs. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Hugh Grant, Alicia Witt, Robert Klein, Dana Ivey. Lengd: 98 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2002. Meira
17. febrúar 2003 | Tónlist | 456 orð

Meira af slíku!

Flautukvintettar eftir Krommer og Kuhlau. Martial Nardeau flauta, Greta Guðnadóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson & Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson selló. Laugardaginn 15. febrúar kl. 16. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Nói til Bretlands

EITT elsta og virtasta dreifingarfyrirtæki Bretlands, Artificial Eye, hefur tryggt sér sýningarréttinn á Nóa albínóa, á Bretlandseyjum. Þar með hefur verið gengið frá dreifingarsamningum á öllum helstu bíómörkuðum heimsins. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 700 orð | 3 myndir

"Stefnan að halda Íslandi áfram í keppninni"

BIRGITTA Haukdal virðist hafa sungið sig inn í hjörtu landsmanna í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með lagi sínu "Segðu mér allt". Keppnin fór fram á laugardagskvöld og voru þeir margir sem fylgdust með keppninni. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 399 orð | 2 myndir

Slægð, blekkingar og svaðilfarir við Amasón

FÓLK virðist vera reiðubúið að leggja ýmislegt á sig fyrir peninga og sést það best í þáttaröðinni sem hefur göngu sína á SkjáEinum í dag, en þá hefjast sýningar á 6. þáttaröðinni af Survivor - The Amazon. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

...uppátækjasömum læknanemum

Nýgræðingar (Scrubs) eru á dagskrá Sjónvarpsins á mánudögum kl. 20.25. Þættirnir segja frá J.D., leiknum af Zach Braff, ungum og vandræðalegum læknanema, og uppátækjum hans og glappaskotum þar sem hann vinnur á sjúkrahúsi. Meira
17. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 224 orð | 2 myndir

Villti folinn þjarmar að Hringnum

TEIKNIMYNDIN Villti folinn ( Spirit: Stallion of Cimarron ) kom út á mynddiski fyrir skömmu og kemur nú á stökki inn á listann yfir þá sem seldust best í síðustu viku. Meira

Umræðan

17. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 236 orð | 1 mynd

Flýta þarf tvöföldun Vesturlandsvegar

STJÓRNVÖLD hafa ákveðið að setja aukna fjármuni í vegaframkvæmdir til þess að bregðast við atvinnuástandinu. Meira
17. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 153 orð

Hvað eru landsbyggðarþingmenn að gera á Alþingi?

MAÐUR spyr sjálfan sig að því, hvort landsbyggðarþingmenn eða alþingismenn upp til hópa viti til hvers þeir sitja á Alþingi, þegar málum er þannig komið að sveitirnar eru að leggjast í auðn. Meira
17. febrúar 2003 | Aðsent efni | 831 orð | 1 mynd

Minnka þarf umferðarhraða og bæta vegina

"...ef ekki verða gerðar stórfelldar endurbætur á núverandi vegakerfi og gerðar ráðstafanir til að minnka umferðarhraðann umtalsvert munum við á næstu árum sjá svipaðan fjölda af banaslysum og alvarlegum slysum." Meira
17. febrúar 2003 | Aðsent efni | 1650 orð | 1 mynd

Persónuleg erindi

"Reiði helgast oftast af vanmætti." Meira
17. febrúar 2003 | Aðsent efni | 606 orð | 2 myndir

"Nýsköpun" fjármálaráðherra í ríkisrekstri!

"Starfatorg.is er í beinni samkeppni." Meira
17. febrúar 2003 | Aðsent efni | 521 orð | 1 mynd

"Ráðherrakvóti" hinna útvöldu

"Minnisvarði auðlindastefnu núverandi stjórnvalda verður ömurlegur." Meira
17. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 113 orð

Skipulag borgarinnar

ÉG HEF margsinnis í gegnum tíðina gagnrýnt skipulag Reykjavíkurborgar og um leið lagt fram tillögur að öðruvísi skipulagi m.a. varðandi þéttingu byggðarinnar með niðurrifi og nýrri uppbyggingu eldri hverfa. Meira
17. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Strætógjöld hækka ÉG vil koma á...

Strætógjöld hækka ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna hækkunar á strætógjöldum. Ég er fastur viðskiptavinur strætó, nota strætó í og úr vinnu. Er ég mjög óánægður með að græna kortið hafi hækkað úr 3.800 í 4.500 kr. Meira
17. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 374 orð

Við mótmælum öll

ÞEGAR þetta er ritað eru aðeins þrír og hálfur mánuður til kosninga. Sjálfsagt er það margt sem brennur á kjósendum við kosningarnar sem fara í hönd eins og svo oft áður. Eitt er þó öðru fremur stórmál sem ekki má horfa framhjá á komandi vordögum. Meira
17. febrúar 2003 | Aðsent efni | 675 orð | 3 myndir

Öflug Norðurlönd - ekki ESB-stórríki

"Það er þörf fyrir sjálfstæða norræna rödd í heiminum. Við styðjum því öflug Norðurlönd en höfnum sambandsríki ESB." Meira

Minningargreinar

17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 798 orð | 1 mynd

BJARNEY INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

Bjarney Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Flateyri 20. október 1923. Hún lést á Landspítalanum 23. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 1. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1336 orð | 1 mynd

HALLDÓR MAGNÚSSON

Halldór Magnússon fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1912. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Tómasdóttir húsmóðir, f. 17. júlí 1873, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 976 orð | 1 mynd

INGIMUNDUR ERLENDSSON

Ingimundur Erlendsson fæddist á Ísafirði 23. júlí 1930. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Erlendur Jónsson, f. 1. apríl 1894, d. 7. sept. 1957, og Gestína Guðmundsdóttir, f. 14. maí 1895, d. 7. feb. Meira  Kaupa minningabók
17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1008 orð | 1 mynd

JÓN KRISTINN JÓNASSON

Jón Kristinn Jónasson iðnverkamaður, Háagerði 27, Reykjavík, fæddist á Eyrarbakka 1. október 1909 og ólst þar upp. Hann lést sunnudaginn 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Einarsson, f. 18.11. 1862, d. 5.4. Meira  Kaupa minningabók
17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1634 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÁKADÓTTIR

Margrét Ákadóttir fæddist á Akureyri 1. febrúar 1938. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ólöf Áslaug Jóhannesdóttir, húsmóðir á Akureyri, nú búsett í Reykjavík, f. 31. Meira  Kaupa minningabók
17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1335 orð | 1 mynd

SIGURPÁLL SIGURÐSSON

Sigurpáll Sigurðsson fæddist á Siglufirði 25. mars 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóranna Guðmundsdóttir, f. 14. mars 1907, d. 30. júlí 1997, og Sigurður Sigurpálsson vélstjóri, f. 23. des. Meira  Kaupa minningabók
17. febrúar 2003 | Minningargreinar | 885 orð | 1 mynd

ÞORGERÐUR JÓHANNA JÓNSDÓTTIR

Þorgerður Jóhanna Jónsdóttir fæddist á Merkigili í Eyjafirði 7. júní 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 7. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Rósu Sigurðardóttur, f. 1.7. 1893, d. 19.9. 1987, og Jóns Rósinberg Sigurðssonar, f. 11.7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 405 orð

Ber að tilkynna með sólarhrings fyrirvara

ÚTFLUTNING á óunnum og óvigtuðum fiski ber að tilkynna með sólarhringsfyrirvara, samkvæmt nýrri reglugerð sem Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra undirritaði á föstudag. Meira
17. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Hagnaður Kauphallar Íslands 24 milljónir

HAGNAÐUR Kauphallar Íslands hf. á árinu 2002 nam 24 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 19 milljónir. Meira
17. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Íslandsbanki gerir hluthöfum í Straumi tilboð

ÍSLANDSBANKI hf. hefur gert hluthöfum í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. tilboð um kaup á hlutabréfum í félaginu á genginu 3,15. Frestur til að taka tilboðinu er til 6. mars næstkomandi. Meira
17. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 365 orð | 1 mynd

Mikil umskipti fjármagnsliða milli ára

HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar hf. einnar og sér nam 902 milljónum króna á árinu 2002 en var 35 milljónir árið áður. Heildartekjur félagsins jukust um 129 milljónir og voru 3.609. Framlegð, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, var 1. Meira
17. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 357 orð | 1 mynd

Skýrr tapar 55 milljónum

TAP Skýrr hf., sem gert er upp ásamt dótturfélaginu Teymi ehf., nam 55 milljónum króna á árinu 2002 eftir skatta. Teymi kom inn í rekstraruppgjör samstæðunnar frá og með 1. júlí 2002. Árið áður var tap Skýrr 128 milljónir. Meira

Fastir þættir

17. febrúar 2003 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 17. febrúar, verður níræður Kjartan Ólafsson frá Strandseli, Birkihvammi 8, Kópavogi. Kjartan verður að heiman í... Meira
17. febrúar 2003 | Fastir þættir | 322 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Tony Forrester er einn af fjölmörgum erlendum stórspilurum sem nú keppa á bridshátíð á Hótel Loftleiðum. Meira
17. febrúar 2003 | Dagbók | 142 orð | 1 mynd

Kyrrðardagar í Skálholti

KYRRÐARDAGAR sem mótast sérstaklega af myndlist verða haldnir í Skálholti um næstu helgi, 21.-23. febrúar. Meira
17. febrúar 2003 | Dagbók | 260 orð

Laugarneskirkja.

Laugarneskirkja. 12 spora-hópar koma saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón Margrét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.15. 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Meira
17. febrúar 2003 | Dagbók | 509 orð

(Lúk. 12, 34.)

Í dag er mánudagur 17. febrúar, 48. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. Meira
17. febrúar 2003 | Fastir þættir | 356 orð | 1 mynd

Óvænt endalok í tvímenningnum

PAKISTANINN Zia Mahmood skráði nafn sitt í gestabókina á Hótel Loftleiðum sl. laugardag með eftirminnilegum hætti eins og svo oft áður. Hann og ungur félagi hans, Boye Borgeland, hreinlega stálu fyrsta sætinu í rúmlega 130 para tvímenningi sem lauk um... Meira
17. febrúar 2003 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 O-O 8. Hc1 Rc6 9. cxd5 exd5 10. Be2 Re7 11. Db3 Bxc3+ 12. Dxc3 c6 13. O-O Rg6 14. b4 a6 15. a4 Bg4 16. Dd2 Hae8 17. b5 axb5 18. axb5 He6 19. bxc6 bxc6 20. Re5 Bxe2 21. Rxg6 Dxg6 22. Meira
17. febrúar 2003 | Dagbók | 127 orð

SÓLSKRÍKJAN

Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni. Hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni. Meira
17. febrúar 2003 | Fastir þættir | 353 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

ÞAÐ var ekki mikið um það fjallað í fréttum en sambandsríkið Júgóslavía leið undir lok fyrir nokkrum dögum þegar þing þess samþykkti að framvegis skuli lýðveldin Serbía og Svartfjallaland, sem saman mynduðu Júgóslavíu, aðeins vera í lauslegu... Meira

Íþróttir

17. febrúar 2003 | Íþróttir | 9 orð | 1 mynd

1.

1. deild kvenna Þróttur R. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 337 orð

Auðveldur nágrannaslagur í München

TALSVERÐ spenna ríkti meðal knattspyrnuáhugamanna í München á laugardaginn því þá var sannkallaður nágrannaslagur þegar 1860 tók á móti Bayern. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Átta mörk frá Duranona dugðu skammt

MAGDEBURG vann auðveldan sigur á Wetzlar, 32:20, í þýsku 1. deildinni í handknattleik og var með yfirburði allan tímann. Staðan var 18:7 í hálfleik. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 75 orð

Björgvin í 34. sæti í St. Moritz

BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, hafnaði í 34. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í St. Moritz í Sviss í gær. Hann fékk samanlagðan tíma 1.47,49 mín. og varð 6,83 sek. á eftir heimsmeistaranum Ivica Kostelic frá Króatíu. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Blikar taka stefnuna á úrslitakeppni

SKALLAGRÍMUR situr enn í botnsæti deildarinnar eftir tap gegn Breiðabliki í Smáranum í gærkvöldi. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar en talsverður styrkleikamunur var á þeim í leiknum. Blikar náðu snemma forystu og létu hana aldrei frá sér - gestirnir gáfust svo upp í þriðja leikhluta og leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 99:77. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 442 orð | 1 mynd

Bæði systkinin á pall

KRÓATÍSKU systkinin, Ivica og Janica Kostelic, urðu um helgina heimsmeistarar í svigi og höfðu bæði nokkra yfirburði. Janica reið á vaðið á laugardag, en hún hafði áður hreppt gull í alpatvíkeppninni. Hún mætti til leiks í St. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 177 orð

Bæjarar vilja "Benny Bomber"

BAYERN München er byrjað að bera víurnar í 21 árs gamlan sóknarmann nágrannaliðsins 1860 München, Benjamin Lauth, eða "Benny Bomber" eins og hann er kallaður. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

* CARLO Ancelotti, þjálfari AC Milan...

* CARLO Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, framlengdi á laugardaginn samning sinn við félagið til ársins 2005. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 631 orð | 3 myndir

Chelsea of sterkt fyrir Stoke

"MENN hér á bæ eru tiltölulega sáttir við frammistöðuna í bikarnum þó svo maður sé aldrei sáttur við að tapa," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Stoke, eftir að hann og félagar hans féllu úr bikarkeppninni ensku við að tapa 2:0 á heimavelli fyrir Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 70 orð

Conversano vann bikarinn

CONVERSANO, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, varð í gær ítalskur bikarmeistari í handknattleik með því að vinna Prato í úrslitaleik, 24:19. Guðmundur lék ekki með en eins og oft áður komst hann ekki að vegna fjölda erlendra leikmanna í liðinu. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 160 orð

FIFA heimilar ekki skipti Ara til Heerenveen

ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, dvelur um þessar mundir hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen. Hollendingarnir vilja semja við Ara Frey, enda hafði hann áður dvalist hjá þeim og staðið sig mjög vel, og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur náðst fullt samkomulag við alla aðila í málinu um að hann gangi til liðs við félagið. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, heimilar hins vegar ekki félagaskipti hans að svo stöddu. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 161 orð

Figo fékk rautt og Real tapaði

LUIS Figo var rekinn af velli þegar Real Madrid tapaði óvænt fyrir Osasuna, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 110 orð

Fjögurra ára bið á enda

VIÐUREIGN Aftureldingar og Fram á Íslandsmóti karla í handknattleik í gær fór fram í nýrra íþróttahúsinu á Varmá. Er þetta í fyrsta sinn sem Afturelding leikur kappleik á Íslandsmótinu í nýja íþróttahúsinu, en það var vígt haustið 1998. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 551 orð | 2 myndir

Fram stal stigi

"VIÐ stálum stigi frá Aftureldingu í þessum leik, það er á hreinu, við áttum það ekki skilið," sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, eftir 24:24, jafntefli við Aftureldingu að Varmá í gær eftir að leikmenn Aftureldingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Þegar 14 mínútur voru til leiksloka, voru heimamenn sex mörkum yfir, 22:16, en sterk vörn Fram og óyfirvegaður sóknarleikur Aftureldingar varð þess valdandi að sveitirnar deildu með sér stigunum. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 427 orð | 1 mynd

Galdurinn er ekki bara eitt bragð

"GALDURINN er að nota öll brögð, ekkert bara eitt sterkt," sagði Ólafur Oddur Sigurðsson úr HSK eftir sigur í opnum flokki í þriðju umferð Meistaramóts Íslands í glímu, sem fram fór í Hagaskóla um helgina. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Góður sigur Ciudad Real

RÚNAR Sigtryggsson og félagar í Ciudad Real unnu góðan útisigur á Portland, 26:22, í toppslag í spænska handknattleiknum í gær. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 504 orð

Grindvíkingar voru kjöldregnir

"ÞETTA var gríðarlega góður og mikilvægur sigur. Við höfum verið að misstíga okkur illa á útivelli þannig að við urðum að rísa upp og taka þennan leik því takmark okkar er að vinna deildina. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 338 orð | 1 mynd

* GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 6 mörk...

* GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 6 mörk fyrir Wasaiterna sem gerði jafntefli, 28:28, við Warta í sænsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 355 orð | 1 mynd

* GUÐMUNDUR Gunnarsson, kylfingur og skipstjóri,...

* GUÐMUNDUR Gunnarsson, kylfingur og skipstjóri, varð fyrstur Íslendinga til að fara holu í höggi á þessu ári eftir því sem best er vitað. Draumahöggið sló hann á 12. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 285 orð

Haukastúlkur sigu fram úr í lokin

Eins og oftast þegar Haukar og Stjarnan eigast við er taugaspenna mikil enda var lengi vel öll áhersla á varnarleikinn þegar liðin mættust á Ásvöllum í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að Haukastúlkur sigu fram úr og sigruðu 18:16 eftir að átta sóknir Stjörnustúlkna fóru forgörðum. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 178 orð

Hlynur á förum frá Stord eftir tímabilið?

HLYNUR Jóhannesson átti stórleik í marki Stord sem sigraði Drammen, 30:27, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

HM í alpagreinum St.

HM í alpagreinum St. Moritz í Sviss: Svig karla: Ivica Kostelic, Króatíu 1.40,66 Silvan Zurbriggen, Sviss 1.40,99 Giorgio Rocca, Ítalíu 1.41,02 Benjamin Raich, Austuríki 1.41,12 Manfred Pranger, Austurríki 1.41,25 Bode Miller, Bandar. 1. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

* ÍTALINN Claudio Ranieri , knattspyrnustjóri...

* ÍTALINN Claudio Ranieri , knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Stoke, að hann vilji ekki mæta Englands- og bikarmeisturum Arsenal í 8-liða úrslitunum, en dregið verður í bikarkeppninni í dag. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Ívar byrjar vel hjá Brighton

ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, byrjaði vel sem lánsmaður hjá Brighton í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 97 orð

Juventus upp fyrir Mílanóliðin

JUVENTUS skákaði Mílanóliðunum í gær, nýtti sér stigamissi þeirra beggja og komst á topp ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu með góðum útisigri á Parma, 2:1. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 664 orð | 1 mynd

KA - HK 26:25 KA-heimilið, Akureyri,...

KA - HK 26:25 KA-heimilið, Akureyri, 1. deild karla, Essodeild, laugardaginn 15. febrúar 2003. Gangur leiksins : 2:0, 6:1, 8:2, 8:7, 9:9, 12:12, 12:13, 15:17, 21:21, 24:21, 25:24, 26:25 . Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 402 orð

KA-menn lönduðu eins marks sigri

ÞEIR fiska sem róa. Hið vel mannaða fley KA virtist vera á sóknarmarki í upphafi vertíðar er att var kappi við Kópavogsskútu HK. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 24 orð

KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót Úrslitaleikur karla: Egilshöll: Fram...

KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót Úrslitaleikur karla: Egilshöll: Fram - Fylkir 20 Powerademótið: Boginn: Þór - Magni 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Ásvellir: Haukar - Snæfell 19.15 Keflavík: Keflavík - Valur 19. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

KR - Grindavík 98:72 DHL-höllin, Reykjavík,...

KR - Grindavík 98:72 DHL-höllin, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, sunnudaginn 16. febrúar 2003. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Króatísku systkinin, Ivica og Janica Kostelic,...

Króatísku systkinin, Ivica og Janica Kostelic, urðu um helgina heimsmeistarar í svigi og höfðu bæði nokkra yfirburði. Hér er Ivica á ferðinni í brautinni í St. Moritz í Sviss. Umsögn er á... Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 348 orð

Langþráður heimasigur

HAMAR í Hveragerði vann langþráðan og jafnframt mikilvægan sigur á ÍR, 76:74, í gærkvöldi. Eftir sigurinn hefur Hamar 10 stig í 10 sæti. Það var Lárus Jónsson sem tryggði heimamönnum stigin tvö með þriggja stiga körfu, mínútu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 76:73. Gestirnir náðu ekki að nýta sér tímann sem var eftir, en þeir settu niður eitt vítaskot áður en leiktíminn rann út. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 275 orð

Lánleysi er Lokeren tapaði fyrsta heimaleiknum

LÁNIÐ lék ekki við lið Íslendinganna hjá Lokeren um helgina. Lokeren tapaði fyrsta leik sínum á þessu tímabili á heimavelli og það á móti erkióvinunum í Beveren, 1:2. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 199 orð

Leeds slapp fyrir horn í London

LEEDS slapp fyrir horn í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði 1. deildarfélag Crystal Palace, 2:1, á Selhurst Park í London. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Leppin-mótaröðin: Úrslit þriðja og síðasta mótsins:...

Leppin-mótaröðin: Úrslit þriðja og síðasta mótsins: Karlar, opinn flokkur: Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK 5,5 Pétur Eyþórsson, UV 5 Lárus Kjartansson, HSK 4 Ingibergur Sigurðsson, UV 3,5 Guðmundur Valsson, UÍA 2. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 206 orð

Lögreglan greip í taumana

ÞAÐ hitnaði heldur betur í kolunum undir lok leiks Aftureldingar og Fram í 1. deild karla í handknattleik í gær og m.a. þurfti lögreglumaður að ganga á milli manna oog stilla til friðar í leiknum sem lauk með jafntefli, 24:24. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 583 orð

Meistararnir miklu betri á Old Trafford

ARSENAL átti ekki í teljandi erfiðleikum þegar liðið heimsótti Manchester United á Old Trafford í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar ensku á laugardaginn. Bikarmeistararnir voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigruðu 2:0 í leik þar sem heimamenn náðu sér alls ekki á strik og vilja þeir örugglega gleyma leiknum sem fyrst. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 464 orð | 2 myndir

Nool stökk fram úr Jóni Arnari

JÓN Arnar Magnússon fjölþrautarkappi varð í þriðja sæti á Erki Nool sjöþrautarmótinu sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina. Jón Arnar fékk 6.028 stig sem gætu dugað honum til að komast á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Birmingham um miðjan næsta mánuð, en þar keppa sex bestu sjöþrautarmenn heims. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 692 orð | 1 mynd

Norðurlandsmót Powerade-mótið í Boganum: KA -...

Norðurlandsmót Powerade-mótið í Boganum: KA - Tindastóll 5:0 Örvar Eiríksson 35. (víti), 54., Elmar Dan Sigþórsson 14., Dean Martin 17., Steingrímur Örn Eiðsson 76. Staðan: KA 440022:212 Þór 22003:16 Völsungur 310210:53 Leiftur/Dalv. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 337 orð

"Heppnin var með okkur"

"HEPPNIN var svo sannarlega með okkur að þessu sinni. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 851 orð | 1 mynd

"Það á að banna erlenda leikmenn"

Þrátt fyrir að Valur Ingimundarson verði 41 árs gamall í þessari viku er hinn reyndi körfuknattleiksmaður enn að leika í efstu deild - og má jafnframt segja að hann sé að leika gegn "sínum vilja" ef svo má að orði komast. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 72 orð

Ragna þrefaldur meistari

RAGNA Ingólfsdóttir úr TBR varð um helgina þrefaldur Reykjavíkurmeistari í badminton, lagði alla mótherja sína í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Kínverjinn Lin Guang Yun varð Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

* REMO Nogarotto, formaður ástralska knattspyrnusambandsins,...

* REMO Nogarotto, formaður ástralska knattspyrnusambandsins, kveðst hafa átt hörð orðaskipti við Terry Venables , knattspyrnustjóra Leeds , um þátttöku Harrys Kewells í landsleik Ástralíu og Englands í síðustu viku. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Rúnar samdi við Lokeren til 2005

RÚNAR Kristinsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við belgíska 1. deildarfélagið Lokeren um helgina. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 172 orð

Sannkölluð umskipti í kvennakörfunni

KEFLAVÍKURSTÚLKUR hefndu grimmilega fyrir tap gegn ÍS í bikarúrslitunum á dögunum og unnu með 57 stigum, 96:39, á heimavelli í gærkvöldi, hafa þar með unnið fimm leiki liðanna í vetur en tapað einum - bikarúrslitaleik. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Sjöþrautarmótið í Tallinn 60 metra hlaup:...

Sjöþrautarmótið í Tallinn 60 metra hlaup: Erki Nool, Eistlandi 6,88 (925) Roman Sebrle, Tékklandi 7,02 (875) Tomas Dvorak, Tékklandi 7,05 (865) Sebastian Chmara, Póllandi 7,07 (879) Chiel Warners, Hollandi 7,08 (854) Jón Arnar Magnússon, Íslandi 7,09... Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 403 orð

Skrápur Hauka þykkari

DÓMARARNIR voru í aðalhlutverkum í leik Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum í gærkvöldi. Með tilviljunarkenndum brottrekstrum og ósamræmi í störfum sínum hvarf einbeiting leikmanna beggja liða jafnt sem stuðningsmanna út í veður og vind svo að botninn var dottinn úr leiknum áður en blásið var til leikhlés. Vængbrotið lið Stjörnunnar mátti síður við því en skrápur þrautreyndra Hauka reyndist nægilega þykkur til að sigra 37:26. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Stórleikur hjá Loga

LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik á laugardaginn þegar lið hans, Ulm, sigraði Jena af öryggi, 94:79, í toppslag í þýsku 2. deildinni. Logi skoraði 27 stig í leiknum og þótti besti maður heimaliðsins. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 96 orð

Toppmöller látinn fara

KLAUS Toppmöller var í gær sagt upp sem þjálfara Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Við starfi hans tekur fyrst um sinn þjálfari áhugamannaliðs félagsins. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 332 orð | 2 myndir

Tvítekin vítaspyrna kom Watford áfram

HEIÐAR Helguson kom við sögu í sætum 1:0 sigri Watford í Sunderland á laugardaginn. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið hafði verið á Heiðari innan vítateigs. Sunderland er þar með úr leik en Heiðar og félagar komnir áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Meira
17. febrúar 2003 | Íþróttir | 601 orð | 3 myndir

Vináttulandsleikir eru tímaskekkja

ÞAÐ er nokkuð ljóst að vináttulandsleikir sem fara fram þegar keppni stendur sem hæst í Evrópu er tímaskekkja, eins og kom fram í síðustu viku. Þá fóru fram fjölmargir landsleikir og sumir þeirra sköpuðu ekkert nema leiðindi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.