Greinar laugardaginn 22. febrúar 2003

Forsíða

22. febrúar 2003 | Forsíða | 85 orð | 1 mynd

95 fórust í eldsvoða

AÐ minnsta kosti níutíu og fimm manns fórust í eldsvoða í næturklúbbi í bænum West Warwick í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Næstum 190 til viðbótar hlutu brunasár eða reykeitrun. Meira
22. febrúar 2003 | Forsíða | 356 orð | 1 mynd

Ekki tímabært að taka afstöðu til ESB-aðildar nú

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í setningarávarpi á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær, að hann teldi ekki tímabært fyrir Framsóknarflokkinn að taka afstöðu til þess nú hvort og þá hvenær rétt væri að sækja... Meira
22. febrúar 2003 | Forsíða | 92 orð | 1 mynd

Köngulóarmaðurinn enn á ferð

FRAKKINN Alain Robert, sem fengið hefur viðurnefnið Köngulóarmaðurinn vegna þeirrar áráttu að vilja klífa ýmsar hæstu byggingar veraldar, kleif í gær stærsta skýjakljúf borgarinnar Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Meira
22. febrúar 2003 | Forsíða | 174 orð

Samkomulag innan seilingar

TYRKIR sögðu í gær að samkomulag við Bandaríkjamenn, sem heimila myndi komu bandarískra hermanna til Tyrklands, væri innan seilingar, en samkomulagið væri liður í undirbúningi vegna hernaðaraðgerða gegn Írökum. Meira
22. febrúar 2003 | Forsíða | 57 orð

Skattalækkanir settar í forgang

Halldór Ásgrímsson sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að nota ætti aukið svigrúm, sem ríkissjóður fær á næstu árum vegna stóriðju- og virkjunarframkvæmda, til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20%. Meira
22. febrúar 2003 | Forsíða | 96 orð

Smáflugvélar kyrrsettar

FLUGMÁLASTJÓRN ákvað síðdegis í gær að kyrrsetja allar litlar flugvélar í landinu eftir að við eftirlit á Reykjavíkurflugvelli kom í ljós að bensín sem notað er á vélarnar uppfyllti ekki gæðakröfur. Meira

Fréttir

22. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 176 orð | 1 mynd

10. bekkingar lásu upp í heilan sólarhring

KRAKKARNIR í 10. bekk, sem eru að útskrifast úr grunnskólanum í vor, lásu upp í heilan sólarhring nýlega. Þau hófu leikinn klukkan átta á fimmtudagsmorgni og lásu stanslaust til klukkan átta morguninn eftir. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

30% lækkun á svínakjöti í Hagkaupum

VERSLUNIN Hagkaup boðar varanlega 30% lækkun á svínakjöti í öllum kjötborðum verslana sinna. Tilefnið er stækkun kjöt- og fiskborða Hagkaupa í Skeifunni, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð

Bíll ók utan í Hörgárbrú

FÓLKSBÍLL rann til í hálku og utan í Hörgárbrú í Arnarneshreppi í gærkvöldi. Enginn meiddist en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri var bíllinn óökufær á eftir og var dreginn af... Meira
22. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 104 orð | 1 mynd

Blómabörn og brjálað stuð

SÍTT hár, ennisbönd og blómamynstur réðu ríkjum í íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla á fimmtudagskvöld þegar um 600 ungmenni úr Hafnarfirði komu þar saman til dansleiks. Meira
22. febrúar 2003 | Suðurnes | 207 orð | 1 mynd

Dreifa leiðbeiningum gegn sjálfsvígum

TÍU Kiwanisklúbbar hafa gefið út og dreift á sínu starfssvæði bókamerkinu Lífsvísi þar sem er að finna leiðbeiningar til að sporna gegn sjálfsvígum. Þið eruð ekki ein, er undirtitill merkisins. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 135 orð

Ekki bandarískir hermenn

TALSMENN stjórnvalda á Filippseyjum drógu í gær úr fréttum um, að bandarískir hermenn myndu taka þátt í bardögum gegn múslímskum uppreisnarmönnum á eyjunum. Sögðu þeir, að ekki væri enn ljóst hvernig staðið yrði að fyrirhugaðri sókn gegn þeim. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Eldmóður í ungum dönsurum

HÓPURINN Eldmóður sigraði annað árið í röð í Íslandsmeistara- og Reykjavíkurkeppni Tónabæjar í Freestyle sem haldin var í Framheimilinu í gærkvöldi. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Engin aðstaða til sýninga

FÉLAG norðlenskra steinasafnara samþykkti ályktun á aðalfundi sínum í vikunni, en þar er harmað að ekki hafi verið komið upp sýningaraðstöðu fyrir náttúrugripi á Akureyri eftir að sýningarsal Náttúrugripasafnsins var lokað og gripum þess pakkað niður í... Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Fjórir meistarar deila efsta sætinu

ADAMS, Sokolov, Shirov og Macieja eru efstir og jafnir með þrjá vinninga á stórmóti Hróksins en Hannes Hlífar og Kortsnoj eru í 5.-6. sæti með tvo vinninga. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð | 2 myndir

Fundu hass í 54 dagatölum

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli fann 1,2 kíló af hassi sem falin voru inni í 54 dagatölum sem komu með hraðsendingu frá Suðaustur-Asíu á miðvikudag. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið og heldur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á málinu áfram. Meira
22. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 155 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um Palestínu

SÉRA Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg, hélt fyrirlestur á opnum fundi sem Rotarýklúbbur Borgarness stóð fyrir. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 612 orð | 1 mynd

Fær Berlioz inni í Pantheon?

JACQUES Chirac Frakklandsforseti hefur nú blandað sér í harða deilu aðdáenda 19. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 789 orð | 1 mynd

Góð skemmtisaga á jólum

Sævar Ingi Jónsson er fæddur 30. ágúst 1976 á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Vesturlands vorið 1992. Síðast liðið vor lauk hann BA-prófi í íslensku við Háskóla Íslands og fjallaði ritgerð hans um nöfn á íslenskum hljómsveitum frá hinum fjölbreyttustu sjónarhólum. Samhliða námi hefur Sævar starfað við Sementsverksmiðjuna hf. Meira
22. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 157 orð

Hafna ósk L.A. Café um viðræður

BORGARRÁÐ hefur hafnað beiðni eiganda veitingastaðarins L.A. Café um viðræður um kaup borgarinnar á rekstri og húsnæði staðarins. Borgarlögmaður segir borgina ekki bótaskylda vegna skipulagsaðgerða, sem leiddu til skertrar samkeppnisstöðu L.A. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Heiðursdoktor í Kína

JÓN Hjaltalín Magnússon er heiðursprófessor við háskólann Southern Institute of Metallurgy (SIM) í borginni Ganzhou í Jinangxi-héraði í Kína. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 110 orð

Heilsukort innan ESB

STEFNT er að því, að allir íbúar Evrópusambandsríkjanna verði komnir með sérstakt heilsukort í hendurnar um mitt næst ár en það veitir þeim rétt á læknisþjónustu hvar sem er innan sambandsins. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 123 orð

Helmingur starfsliðs SÞ farinn frá Írak

HELMINGI starfsliðs Sameinuðu þjóðanna í Írak, sem unnið hefur að mannúðarmálum þar í landi, hefur verið gert að yfirgefa landið á undanförnum tveimur vikum. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð | 2 myndir

HINN 17.

HINN 17. desember sl. komu hinir hressu krakkar í 7.SI Hlíðaskóla í heimsókn á Morgunblaðið. Þau höfðu þegar unnið ýmis verkefni með eintökum af Morgunblaðinu í skólanum og voru hingað komin til að fylgjast með vinnslu á raunverulegu dagblaði. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hlaupið á stórum skala í Hafnarborg

FJÓRIR listamenn opna sýningu í Hafnarborg í dag, laugardag kl. 15. Í Stóra sal opnar Karl Jóhann Jónsson málverkasýninguna Albúm. Verkin eru flest máluð með olíu á striga. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Hugleiðslunámskeið þar sem fjallað verður um...

Hugleiðslunámskeið þar sem fjallað verður um aðferðir til að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan verður haldið á Glerárgötu 32, 2. hæð, eftir helgi, eða dagana 24., 25. og 27. febrúar frá kl. 20 til 21.30. Meira
22. febrúar 2003 | Miðopna | 891 orð

Íbúalýðræði og hverfaráð

EITT meginverkefni nútímastjórnmála er að vinna að gagnsærri og opinni stjórnsýslu, tryggja skilvirkni í opinberri þjónustu og greiða götur almennings að stefnumótun og ákvörðunum kjörinna stjórnvalda. Ástæðan er einföld. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Kristín Sigfúsdóttir kennari er gestur á...

Kristín Sigfúsdóttir kennari er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri í dag, laugardaginn 22. febrúar. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

Kynning á íslenska hestinum í Bandaríkjunum

MIKIÐ kynningarátak á íslenska hestinum stendur nú yfir í Bandaríkjunum. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð

Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur opið...

Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur opið hús á morgun, sunnudaginn 23. febrúar kl. 16, í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 264 orð

Ljósaperan við hestaheilsu

SÖGUR af dauða ljósaperunnar eru stórlega ýktar, segir Jóhann J. Ólafsson, forstjóri Jóhanns Ólafssonar & Co, í tilefni frétta um að örsmáir tölvukubbar muni leysa ljósaperur af hólmi innan örfárra ára. Í grein The New York Times nýverið kom m.a. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Loðna gengin á grunnið

LOÐNAN er nú gengin upp á landgrunnið og eru sjómenn vongóðir um góð aflabrögð á næstu vikum, svo fremi sem veður hamlar ekki veiðunum. Loðnuflotinn var í gær við veiðar á Lónsbugt en skipin hafa ekkert getað stundað veiðarnar í rúma viku vegna veðurs. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Mikil sprenging á Staten-eyju

Einn maður fórst og annars er saknað eftir að sprenging varð í olíubirgðastöð á Staten-eyju í New York í gær. Tveir slösuðust í sprengingunni, sem varð þegar verið var að afferma bensín úr flutningaskipi í stöðina. Olíubirgðastöðin er í eigu ExxonMobil. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Mörg stöðvarhús verði á heiðinni

NÚ þegar má hefjast handa við framkvæmdir vegna 40 MW raforkuvers Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 390 orð

Neikvæð viðbrögð sögð geta hrint af stað hernaði

BÚIST er við, að Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, muni krefjast þess, að Írakar eyðileggi Al Samoud 2-eldflaugar sínar og einnig búnað til að framleiða eldflaugahreyfla. Meira
22. febrúar 2003 | Suðurnes | 117 orð

Nýr framhaldsskóli eftir 10 ár?

BÖÐVAR Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði frá því við athöfnina í gær hvað stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefði haft mikil áhrif á líf sitt og á Suðurnesin almennt. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 54 orð

Opnun kosningaskrifstofu VG í Skagafirði.

Opnun kosningaskrifstofu VG í Skagafirði. Vinstrihreyfingin - grænt framboð opnar fyrstu kosningaskrifstofu sína í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar að Aðalgötu 20, Sauðárkróki, á morgun, sunnudaginn 23. febrúar kl. 14. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Óvíst um tengsl við al-Qaeda

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, viðurkenndi í gær að ekki væru öruggar sannanir fyrir því að stjórnvöld í Írak tengdust hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda en bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa fullyrt að slík tengsl væru fyrir hendi. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 391 orð

Peningamálastefnan er ávísun á átök

PENINGAMÁLASTEFNA Seðlabankans er ávísun á átök um grundvallarhagsmuni, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Pítsur víða á þúsund kr.

ÞEIR sem kaupa pítsur í matinn annað veifið hafa væntanlega tileinkað sér orðfærið sem tilheyrir þeim viðskiptum í æ ríkara mæli. Dæmi eru "megavika" og "dúndurdagar" en þegar þeir standa yfir kosta stórar pítsur af matseðli 1. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð

"Eitt skref áfram og annað til vinstri"

MIKLAR umræður urðu um stöðu Framsóknarflokksins og komandi kosningabaráttu við almennar stjórnmálaumræður á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Kristinn H. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 253 orð | 2 myndir

"Geta verið hvar sem er annars staðar"

BANNAÐ er að aka vélsleðum utan vega í Bláfjöllum en talsverð brögð eru að því að vélsleðamenn virði bannið að vettugi, ýmist vísvitandi eða vegna vanþekkingar. Meira
22. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 568 orð | 1 mynd

"Þá segir maður bara nei..."

KRAKKARNIR í Lindaskóla í Kópavogi eru ekki bangnir við að láta heiminn vita hver afstaða þeirra til neyslu tóbaks og vímuefna er. Á dögunum skráði 100. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ráðherrar sitja fyrir svörum

FLOKKSÞINGI Framsóknarflokksins verður haldið áfram á Hótel Loftleiðum í dag. Þingið fer fram undir yfirskriftinni "Vinna - vöxtur -velferð". Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð

Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri.

Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarstofa stendur í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landsvirkjun og Rarik fyrir ráðstefnu um rannsóknir á náttúru og auðlindum í Skaftárhreppi helgina 8. og 9. mars n.k. M.a. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ránsferð í Kringlunni lauk með handtöku

TVÆR konur voru handteknar í Kringlunni síðdegis í gær en ábendingar höfðu borist um að þær væru að láta greipar sópa í verslunum. Höfðu þær einnig stolið veskjum af viðskiptavinum og starfsfólki Kringlunnar. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Reyklausir grunnskólanemendur á Blönduósi

Í FYRSTA sinn í mörg ár eru allir nemendur í grunnskólanum á Blönduósi reyklausir. Helgi Arnarson, skólastjóri, segir í viðtali við Húnahornið að erfitt sé að benda á eitthvað eitt sem skýri þennan góða árangur. Meira
22. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 184 orð | 1 mynd

Rökrætt um mótmælaaðgerðir

ÁRLEG ræðukeppni Flugu, sem er deild innan ITC í Þingeyjarsýslu, var haldin nýlega en venja er að félagar fái að takast á við hin ýmsu málefni og var keppnin eins og oft áður jöfn og spennandi. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 622 orð | 1 mynd

Samræmt kennsluefni fyrir skóla í forvarnarmálum

EMBÆTTI ríkislögreglustjóra og Námsgagnastofnun hafa í samstarfi við lögreglustjóra landsins og Lögregluskóla ríkisins gefið út kennsluefni fyrir lögreglu til að nota við fræðslu í leikskólum og grunnskólum og fyrir foreldra í þeim tilgangi að samræma... Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Samvinnu þörf

MEÐFERÐARKERFI Barnaverndarstofu er ofhlaðið og það liggur við að það sé biðlisti í bráðamóttöku, þó að í því sé reyndar falin þversögn, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 710 orð

Segir vatnaskil að borgarstjóri viðurkenni skuldasöfnun

SKULDASTAÐA borgarinnar var þrætuepli á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld, minnihlutinn sagði skuldastöðuna áhyggjuefni meðan meirihlutinn sagði svo ekki vera. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

SIGURÐUR HAFSTAÐ

LÁTINN er í Reykjavík á 87. aldursári Sigurður Hafstað, fyrrverandi sendiherra. Sigurður var fæddur 1916 í Vík í Skagafirði, sonur hjónanna Árna Jónssonar Hafstað, bónda í Vík, og Ingibjargar Sigurðardóttur frá Geirmundarstöðum í Skagafirði. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sigur í baráttu gegn klámvæðingu

HILDUR Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, segir að dómur Hæstaréttar, sem staðfesti að Reykjavíkurborg mátti setja ákvæði í lögreglusamþykkt sem bannar m.a. svonefndan einkadans, sé mikilvægur og hún gleðjist yfir niðurstöðunni. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð

Sjö Rúmenum vísað frá

LANDAMÆRADEILD sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli vísaði í síðustu viku sjö rúmenskum ríkisborgurum frá landinu. Þegar fólkið kom til landsins sótti það um hæli en dró síðan hælisumsóknina til baka og var því þá vísað úr landi. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 1142 orð | 2 myndir

Skattalækkanir verði látnar hafa forgang

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær ekki ólíklegt að Íslendingar gengju í Evrópusambandið fyrr eða síðar en ekki væri tímabært fyrir flokkinn að taka endanlega afstöðu til þess hér og nú hvort og þá hvenær rétt væri að sækja um aðild. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Skákhátíð á Kjarvalsstöðum

SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn efnir til fjölskylduhátíðar á Kjarvalsstöðum við Flókagötu í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 13 - 17. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Slippstöðin bauð lægst

SLIPPSTÖÐIN á Akureyri átti lægstu tilboðin í slippstöku, botnhreinsun, málun og fleiri viðverðir á tveimur varðskipum Landhelgisgæslunnar, þeim Tý og Ægi, en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 428 orð | 2 myndir

Snjallkortin verða fjölhæfari

MANNFJÖLDINN streymir í gegnum lestarstöðvar Tókýóborgar. Fólkið er of upptekið til að sóa nokkrum tíma, það talar í farsíma, margir hlusta á geislaspilarann í vasanum. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Sokolov vann McShane örugglega

BOSNÍSKI stórmeistarinn, Ivan Sokolov, teflir vel á stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum. Í gær lenti enski stórmeistarinn, Luke McShane, í miklum þrengingum gegn honum og fann enga vörn við markvissum aðgerðum Bosníumannsins. Meira
22. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 142 orð | 1 mynd

Starfsmenn SAH og Norðlenska á námskeiðum

Á DÖGUNUM hófu starfsmenn SAH, Skipaafgreiðslu Húsavíkur, 60 kennslustunda tölvunámskeið. Námskeiðið er samstarfsverkefni fyrirtækisins og Verkalýðsfélags Húsavíkur og styrkir Landsmennt, fræðslusjóður verkafólks á landsbyggðinni, það myndarlega. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Stjórn heilbrigðismála til Hornafjarðar

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, skrifuðu í gærmorgun undir víðtækt samkomulag ráðuneytisins og bæjaryfirvalda á Hornafirði sem felur í sér að bæjarfélagið tekur að sér að sjá um... Meira
22. febrúar 2003 | Suðurnes | 420 orð | 1 mynd

Sveitarfélögin flýtifjármagna framkvæmdina

FULLTRÚAR ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurnesjum undirrituðu í gær samkomulag um byggingu nýrrar álmu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Sýnir í Ósló

JÓNAS Viðar myndlistarmaður á Akureyri hefur opnað málverkasýningu í IsKunst Gallery í Ósló. Þar sýnir hann málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 23. einkasýning hans en Jónas hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Meira
22. febrúar 2003 | Miðopna | 1216 orð

Togstreitan vegna Saddams

HRUN Berlínarmúrsins í nóvember 1989 skildi eftir sig skýra mynd um gjörbreytta tíma í heimsmálum. Helsta tákn um skiptingu Evrópu milli austurs og vesturs, milli frelsis og ánauðar, hvarf úr sögunni. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tónleikafjöld á sunnudegi

TÓNLISTARLÍFIÐ á höfuðborgarsvæðinu er óvenjulíflegt um þessar mundir. Meira
22. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 124 orð | 1 mynd

Tónminjasetur stofnað

STOFNFUNDUR Tónminjaseturs Íslands var haldinn laugardaginn 15. febrúar sl. Fundurinn var haldinn í húsnæði Hólmarastar á Stokkseyri þar sem fyrirhugað er að setrið verði staðsett. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 813 orð | 2 myndir

Tugir manna farast í eldsvoða í næturklúbbi

AÐ MINNSTA kosti 95 manns fórust þegar eldur blossaði upp á stjörnuljósasýningu á tónleikum rokkhljómsveitar í næturklúbbi í West Warwick í Rhode Island í fyrrinótt. Meira
22. febrúar 2003 | Miðopna | 698 orð | 1 mynd

Tækifæri til að þegja

ANNA Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem var í heimsókn hér á landi í vikunni, vill ekki reyna að hafa áhrif á Íslendinga í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hún segist ekki hafa áhuga á því þar sem þetta sé alfarið mál Íslendinga. Meira
22. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 430 orð

Undirbúningur tæki um eitt ár

REIKNA má með að undirbúningur og umhverfismat vegna mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar taki um eitt ár áður en útboð gætu farið fram. Þetta er mat forstöðumanns verkfræðistofu umhverfis-og tæknisviðs borgarinnar. Meira
22. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 413 orð | 1 mynd

Unglingar rappa gegn reyk

SEXTÁN félagar í Umf. Selfoss frumfluttu rapp-ljóð sem þau höfðu samið fyrir gesti og gangandi í Nóatúni sl. laugardag, 15. febrúar. Fjölmargir komu að hlusta á ungmennin og tókst uppákoman með ágætum. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Úrbætur brýnar

EKKI hefur verið hægt að auka geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess að ekki hefur fengist fé til að innrétta eina af þremur hæðum í nýbyggingu sjúkrahússins. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og 1. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 173 orð

Varasamur vinnustaður

STARFSMENN áfengiseinkasölu ríkisins í Svíþjóð drekka næstum 50% meira áfengi en aðrir landsmenn til jafnaðar. Er það niðurstaða könnunar, sem gerð var meðal þeirra. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 292 orð | 1 mynd

Vel gengur að undirbúa komu fólksins

AKUREYRARBÆR samþykkti á síðasta ári að taka á móti flóttamönnum frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og eru þeir væntanlegir til landsins þann 25. mars nk. og norður til Akureyrar daginn eftir. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð | 2 myndir

Það voru hressir krakkar úr 7.

Það voru hressir krakkar úr 7. bekk SG í Langholtsskóla sem litu við á Morgunblaðinu 13. desember sl. í þeim tilgangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Þegar höfðu þau unnið með dagblöð í tímum og því upplagt að fá kynnisferð um alvörudagblað. Meira
22. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Þingkonur Sjálfstæðisflokksins bjóða konum á Eyjafjarðarsvæðinu...

Þingkonur Sjálfstæðisflokksins bjóða konum á Eyjafjarðarsvæðinu til fundar og kaffisamsætis á Hótel KEA á morgun, sunnudaginn 23. febrúar, kl. 15. Dagskráin hefst á söng Kvennakórs Akureyrar. Meira
22. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 933 orð | 2 myndir

Þjóð í greipum fortíðar

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, heldur þjóðfélagi og efnahagslífi þessa fyrrverandi Sovétlýðveldis í járngreipum. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 689 orð | 2 myndir

Þrettán unglingar á biðlista - þrír í lífshættu

Eydís Sveinbjarnardóttir, formaður nefndar sem falið var að kanna vanda barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, segir að nefndin muni leggja fram tillögur í lok mars. Hún telur fjölgun innlagna varanlega og við henni verði að bregðast. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Þrisvar sinnum kveikt í í Hjaltabakka í vetur

ALLTOF snemmt er að segja til um hvort sami maður kunni að vera að verki í íkveikjum í húsalengju við Hjaltabakka í Reykjavík, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík. Meira
22. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Þríþætt sýning Hildar Margrétardóttur

HILDUR Margrétardóttir myndlistarkona opnar einkasýningu í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 14 og þá verður fluttur gjörningur. Yfirskrift sýningarinnar er "Rythmi" og er þetta tíunda einkasýning Hildar. Meira

Ritstjórnargreinar

22. febrúar 2003 | Staksteinar | 380 orð

- Gláka og gleraugu

Ekkert lát er á deilu augnlækna og sjóntækjafræðinga en um síðustu mánaðamót hófu sjóntækjafræðingar að mæla sjón fólks sem þarf gleraugu. Samkvæmt lögum mega hins vegar einungis augnlæknar mæla sjón fólks. Meira
22. febrúar 2003 | Leiðarar | 755 orð

Miðjuflokkur

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti um margt mjög athyglisverða ræðu við setningu flokksþings Framsóknarflokksins í gær. Meira

Menning

22. febrúar 2003 | Leiklist | 514 orð | 1 mynd

Að snerta himnaríki

Höfundur: Enda Walsh. Þýðandi: Magnús Þór Þorbergsson. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikmyndarhönnuðir: Eirún Sigurðardóttir og Ólafur Jónsson. Höfundur tónlistar og flytjandi: Hildur Ingveldard. Guðnadóttir. Leikari: Gísli Örn Garðarsson. Rödd af segulbandi: Nína Dögg Filippusdóttir. Föstudagur 21. febrúar. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

...beinu útsendingunum

Óvenjumikið er um beinar íþróttaútsendingar á sjónvarpsstöðvunum í dag. Hægt er að byrja daginn með beinni útsendingu á Sýn frá leik Bolton og Manchester United klukkan 11. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 101 orð

BEYONCÉ Knowles, söngkona úr Destiny's Child...

BEYONCÉ Knowles, söngkona úr Destiny's Child og leikkona í Goldmember, er að leita að brúðarkjól. Um leið og spurðist út að söngkonan hefði átt fundi með eftirsóttum hönnuðum fóru af stað sögusagnir um að hún væri á leið upp að altarinu. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarlíf | 463 orð | 2 myndir

Bjargvætturinn frumsýnd

Ný leikin stuttmynd eftir Erlu B. Skúladóttur verður frumsýnd í Háskólabíói í dag. Myndin er útskriftarverkefni Erlu í mastersnámi í kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndatöku frá New York University. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 245 orð | 1 mynd

Boxara refsað

Í KVÖLD kl 21.00 verður á dagskrá Sýnar kvikmyndin Nautið ofsafengna eða Raging Bull sem Martin Scorsese gerði árið árið 1980. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 138 orð

BÆJARBÍÓ , Hafnarfirði Vestrinn sígildi Einvígi...

BÆJARBÍÓ , Hafnarfirði Vestrinn sígildi Einvígi í sólinni (Duel in the Sun) frá 1946 eftir King Vidor og Otto Bower. Sýnd kl. 16. FJÖRUKRÁIN Danska blágresissveitin Sine Bach Ruttel Band á Dönskum dögum. GAUKUR Á STÖNG Sálin hans Jóns míns. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 271 orð | 1 mynd

Danskt blágresi og huggulegheit

DANIR geta verið allra manna skemmtilegastir þegar sá gállinn er á þeim og kunna manna best að hafa það huggulegt í góðra vina hópi, eða "at hygge sig" eins og það er kallað "på dansk". Meira
22. febrúar 2003 | Menningarlíf | 279 orð | 1 mynd

Eva Ström hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Sænska skáldkonan Eva Ström hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2003 fyrir ljóðabókina Revbensstäderna (Rifbeinaborgirnar). Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Jackson svarar fyrir sig

HEIMILDAMYNDIN Lífið með Jackson sem nýlega var sýnd víða um heim, vakti mikla athygli og misjöfn viðbrögð. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarlíf | 163 orð

Norræna húsið Benedikte Þorsteinsson fjallar um...

Norræna húsið Benedikte Þorsteinsson fjallar um Grænland á tímamótum kl. 14. Ritlistarhópur Kópavogs Kristín Elva Guðnadóttir, Njörður P. Njarðvík og Sveinbjörn I. Baldvinsson lesa úr verkum sínum kl. 15. Aðgangur er ókeypis. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 346 orð | 1 mynd

"Obb, bobb bobb - ball í kvöld!"

HINIR ástsælu Spaðar halda sinn árlega dansleik í Leikhúskjallaranum í kvöld kl. 23.00. Hægt er að nálgast miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg og kostar miðinn 1000 kr. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Townsend skoðar Skerið

BANDARÍSKI grínistinn Robert Townsend skemmti landanum í Háskólabíói í gærkvöldi. Hann kom til landsins í gærmorgun óður og upprifinn að skoða land og þjóð og lét rokið og rigninguna ekkert á sig fá. Meira
22. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 224 orð | 1 mynd

Tregaskotin gleði

KLEZMERSVEITIN Schpilkas er skipuð tveimur Dönum og tveimur Íslendingum. Klezmertónlistin er gyðingaættar, kemur upprunalega frá Austur-Evrópu og mætti lýsa sem tregaskotinni gleðitónlist. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarlíf | 1415 orð | 2 myndir

Upprunanum haldið hátt á lofti

Skækill heitir bær í Nýja Íslandi í Manitoba í Kanada, en þar býr enginn smástrákur, heldur hávaxinn piltur, Joel Friðfinnsson, með fjölskyldunni. Steinþór Guðbjartsson heimsótti Joel og forvitnaðist um Íslandsáhuga hans, en hann var nýlega verð- launaður fyrir íslenskt ættfræðiverkefni. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Útgáfustyrkurinn kemur sér vel

"ÞESSI styrkur skiptir okkur mjög miklu máli og við þökkum íslensku ríkisstjórninni fyrir veittan stuðning," segir Julianna S. Meira

Umræðan

22. febrúar 2003 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Barngæska og gæðafé

"Kaldar kveðjur til þeirra sem í raun lögðu fram gæðafé í velferðarsjóð barna." Meira
22. febrúar 2003 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Ekki eru allir eins

"Það dylst tæpast nokkrum manni hvað þessar ákvarðanir voru mikilvægar, bæði er varðaði öryggi og afkomu og að frelsið stóð óhaggað." Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 706 orð

Heilsuhraustir Suðurnesjamenn

UNDANFARNAR vikur hefur svokölluð læknadeila staðið yfir hér á Suðurnesjum, á milli heilbrigðisráðuneytis og heilsugæslunnar annars vegar, og heimilislækna hins vegar. Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 7 orð | 1 mynd

Horft niður Sauðárgljúfur í átt til...

Horft niður Sauðárgljúfur í átt til... Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 500 orð

Hvar er glóran eða réttlætið?

ÉG vek athygli á grein í Fréttaljósi DV eftir Geir Guðsteinsson 1.2. '03 þar sem hann skrifar um starfslokasamninga sem gerðir hafa verið við nokkra menn sem gegnt hafa stjórnunarstörfum hjá vel þekktum stórum fyrirtækjum og stofnunum. Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 185 orð

Hvers vegna?

Í MORGUNBLAÐINU 15. febrúar er einkennileg frétt. Fyrirsögnin er: "Sjálfsvíg óviðeigandi umræðuefni í ræðukeppni". Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Íslensk sæmd

AUMINGJAGÆSKA er eitt af vondum viðhorfum sem birtast íbúum landsins með erlent ríkisfang. Annað viðhorfið er fjandskapur, tengdur ótta um að líkur séu á að um sé að ræða afætur, líklegar til að skerða hagsmuni annarra íbúa landsins, spilla samfélaginu. Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 427 orð | 1 mynd

Paradís á jörðu Á ferðum mínum...

Paradís á jörðu Á ferðum mínum um fjarlæg lönd hef ég iðulega verið beðin um að lýsa landi mínu. Meira
22. febrúar 2003 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Pólitík og atvinnulíf

"Öflugt atvinnulíf stuðlar að blómlegu mannlífi." Meira
22. febrúar 2003 | Aðsent efni | 408 orð | 2 myndir

Vaka hefur jafnrétti til náms að leiðarljósi

"Jafnréttisbaráttan beinist ekki eingöngu að jafnrétti kynjanna heldur að jafnrétti allra til náms." Meira
22. febrúar 2003 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Varnir gegn vágestum

"Vissulega er að finna óheiðarlegt fólk meðal starfsfólks í verslunum eins og í öðrum stéttum en það er undantekning. Starfsfólkið er hluti af lausninni en ekki vandamálinu." Meira
22. febrúar 2003 | Aðsent efni | 837 orð | 3 myndir

Verkjalyf á villigötum?

"Oft er nauðsynlegt að beita fjölþættum úrræðum endurhæfingar." Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 974 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Jón Tjörvi Leósson, Hrafnhildur Leósdóttir og Pálmi Þór... Meira
22. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 279 orð

Ömurlegur erindisrekstur RÚV

UPP úr áramótunum s.l. barst mér bréf frá RÚV um að ég ætti að skila skýrslu um viðtæki og greiðslu afnotagjalda af þeim. Þar sem greiðsla þessara gjalda er óbreytt frá því sem verið hefur taldi ég enga ástæðu til að gera mér rellu af þessu, þetta væri... Meira

Minningargreinar

22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 3834 orð | 1 mynd

ANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

Anna Björg Sigurðardóttir fæddist á Vaði í Skriðdal 11. nóvember 1920. Hún lést aðfaranótt 13. febrúar sl. á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Foreldrar hennar voru Magnea Herborg Jónsdóttir, f. 1892, d. 1967 og Sigurður Björnsson, f. 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 3127 orð | 1 mynd

ELÍN ÞÓRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir fæddist á Sveinsstöðum í Grímsey 1. janúar 1909. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigrún Indriðadóttir og Sigurbjörn Sæmundsson. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 4312 orð | 1 mynd

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON

Ingólfur Lars Kristjánsson fæddist í Reykjavík 27. september 1921. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhild Haga frá Stafangri í Noregi, f. 2. ágúst 1886, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1532 orð | 1 mynd

LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR

Laufey Sigurðardóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 9. ágúst 1920. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi og smiður, oft kenndur við Odda á Fáskrúðsfirði, f. 8.7. 1868, d. 9.2. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 702 orð | 2 myndir

RAGNHILDUR M. KJERÚLF SIGRÍÐUR M. KJERÚLF

Ragnhildur M. Kjerúlf og systir hennar, Sigríður M. Kjerúlf, fæddust á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og ólust þar upp. Ragnhildur fæddist 22. janúar 1923, hún lést 6. mars 1999. Sigríður fæddist 10. febrúar 1917, hún lést 23. apríl 1998. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1536 orð | 1 mynd

SIGURÐUR RÓSANT INDRIÐASON

Sigurður Rósant Indriðason fæddist í Hafnarfirði 11. ágúst 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Þorláksdóttir, f. 4. apríl 1888, d. 24. des. 1930, og Indriði Guðmundsson, f. 3. maí 1891, d. 6. sept. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 172 orð | 1 mynd

SÆMUNDUR GÍSLASON

Sæmundur Gíslason fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 13. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2003 | Minningargreinar | 416 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN DANÍELSSON

Þorsteinn Daníelsson fæddist í Guttormshaga í Holtahreppi 13. október 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson, f. 12 nóv. 1880 í Kaldárholti, d. 10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 251 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 100 79 95...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 100 79 95 421 39,941 Gellur 600 575 592 81 47,950 Grásleppa 86 60 80 307 24,671 Gullkarfi 150 30 118 7,442 878,014 Hlýri 180 117 151 3,481 526,409 Hrogn Ýmis 100 80 88 656 57,700 Keila 93 80 87 1,517 131,799 Keilubland 50 50... Meira
22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Aukinn hagnaður VÍS vegna minni tjóna

AFKOMA Vátryggingafélags Íslands hf., VÍS, á árinu 2002 verður töluvert betri en áætlun, sem birt var í skráningarlýsingu félagsins í júlí síðastliðnum, gerði ráð fyrir. Frá þessu var greint í tilkynningu frá VÍS til Kauphallar Íslands í gær. Meira
22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 271 orð | 1 mynd

Gott fólk hlaut flest verðlaun

AUGLÝSINGASTOFAN Gott fólk McCann Erickson hlaut fern verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 2002 á Íslenska markaðsdeginum í gær. Verðlaunin voru veitt í sautjánda sinn en það er ÍMARK sem stendur fyrir valinu. Meira
22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Kostnaðaraukning 1,5 milljónir dala vegna styrkingar krónu

PÉTUR Guðmundarson stjórnarformaður Össurar hf. Meira
22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Landsbankinn lækkar vexti

LANDSBANKI Íslands hf. hefur lækkað vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 0,50%. Jafnframt lækka vextir verðtryggðra innlána og útlána um 0,3%. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Landsbankanum í gær. Meira
22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 449 orð | 1 mynd

Tekist á um peningastefnu Seðlabanka

HANNES G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að atvinnulífið kalli eftir því að Seðlabankinn "endurskoði jákvæða afstöðu sína til hins of háa gengis krónunnar sem myndast hefur á markaðnum. Meira
22. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 555 orð | 1 mynd

Umtalsverð dulin verðmæti í óskráðum félögum

HREIÐAR Már Sigurðsson aðstoðarforstjóri Kaupþings banka sagði á kynningarfundi á ársuppgjöri Kaupþings í gær að umtalsverð dulin verðmæti lægju í óskráðum eignum félagsins. Meira

Daglegt líf

22. febrúar 2003 | Neytendur | 104 orð | 1 mynd

Fiskverð nánast óbreytt milli ára

MEÐALVERÐ á fiski er nánast óbreytt milli ára samkvæmt verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Kannaði stofnunin verð á fiski í 19 fiskbúðum og 13 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. Meira
22. febrúar 2003 | Neytendur | 977 orð | 1 mynd

Fleiri gylliboð fyrir þá sem sækja sjálfir

SVOKÖLLUÐ "megavika" hjá Dominos Pizza stendur nú sem hæst en fyrirtækið býður allar pítsur á matseðli á 1.000 krónur fyrir þá sem sækja sjálfir, fram til 23. febrúar. Þá er allt gos á 200 krónur hjá Dominos. Meira

Fastir þættir

22. febrúar 2003 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

70 ÁRA afnæli.

70 ÁRA afnæli. Sjötug er í dag, laugardaginn 22. febrúar, Margrét Jónsdóttir frá Holti, til heimilis að Sóleyjargötu 1, Akranesi. Margrét tekur á móti vinum og vandamönnum í Listasetrinu Kirkjuhvoli kl. 16-19 í... Meira
22. febrúar 2003 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. 24. febrúar verður áttræður Jón Guðmundsson, húsasmíðameistari, Skúlagötu 20 (áður Njörvasundi 8) . Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 247 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Það hefur aldrei verið talin góð latína að spyrja um ása með eyðu í hliðarlit, enda ásinn í eyðulitnum oftast nær lítils virði. Fyrir mörgum áratugum reyndu kerfissmiðir að leysa vandann með því að svara tilteknum ásnum, til dæmis svörtum eða rauðum. Meira
22. febrúar 2003 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. október sl. í Kópavogskirkju af sr. Vigfúsi Árnasyni þau Kristín Sigurðardóttir og Guðjón... Meira
22. febrúar 2003 | Viðhorf | 807 orð

Eitthvað annað

Það er viðurkennt að framlög til menntamála, rannsókna og nýsköpunar hafa jákvæð áhrif og leiða m.a.s. til hagvaxtar! En hér eru atvinnuúrræðin öll í sömu átt - til framkvæmda. Vegaframkvæmda, byggingaframkvæmda og virkjanaframkvæmda. Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 1007 orð | 1 mynd

Hjónarifrildi

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 217 orð | 1 mynd

Krónur tapast en kílóin koma aftur

EINUNGIS einn af hverjum hundrað heldur þyngdartapi til lengri tíma, að loknum megrunarkúr, segir í evrópskri rannsókn sem greint var frá á netsíðu Berlingske Tidende fyrir skömmu. Meira
22. febrúar 2003 | Í dag | 1058 orð

Kvennamessa í Þorlákskirkju Nk.

Kvennamessa í Þorlákskirkju Nk. sunnudag 23. febrúar verður kvennamessa í Þorlákskirkju kl. 14. Kyrjukórinn, kvennakór, syngur við messuna og séra Yrsa Þórðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meira
22. febrúar 2003 | Í dag | 2461 orð | 1 mynd

(Lúk. 8.)

Guðspjall dagsins: Ferns konar sáðjörð. Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 308 orð | 1 mynd

Með endurskinsmerki sést þú allt að því 5 sinnum fyrr

MINNKANDI notkun endurskinsmerkja í skammdeginu er áhyggjuefni. Það getur nefnilega skipt sköpum varðandi líf og dauða hvort gangandi vegfarendur sjást í myrkri eða ekki. Meira
22. febrúar 2003 | Dagbók | 491 orð

(Róm. 6, 22.)

Í dag er laugardagur 22. febrúar, 53. dagur ársins 2003. Þorraþræll, Pétursmessa. Orð dagsins: En nú, með því að þér eruð leystir frá syndinni, en eruð orðnir þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yðar til helgunar og eilíft líf að lokum. Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. c4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Be2 Rxd4 8. Dxd4 Bg7 9. Bg5 O-O 10. Dd2 Be6 11. Hc1 Da5 12. f3 Hfc8 13. b3 a6 14. Ra4 Dxd2+ 15. Kxd2 Rd7 16. g4 f6 17. Be3 f5 18. exf5 gxf5 19. h3 Hf8 20. f4 Rf6 21. Hhg1 Had8 22. Meira
22. febrúar 2003 | Dagbók | 117 orð | 1 mynd

Víðistaðakirkja 15 ára

HINN 28. febrúar nk. verða liðin 15 ár frá vígslu Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Af því tilefni verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 23. febrúar, sem hefst kl. 14. Fyrrverandi sóknarprestur, sr. Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 495 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

ÞAÐ ER sorglegt til þess að vita að sumum þyki það beinlínis lummó að vilja viðhalda íslenskri tungu. Meira
22. febrúar 2003 | Fastir þættir | 234 orð | 1 mynd

Vítamínskortur tengdur hjartveiki

HJARTASJÚKDÓMUR getur tengst skorti á D-vítamíni í líkamanum, að mati þýskra vísindamanna. Meira
22. febrúar 2003 | Dagbók | 86 orð

ÞEGAR HNÍGUR HÚM AÐ ÞORRA

Þegar hnígur húm að Þorra, oft ég hygg til feðra vorra, og þá fyrst og fremst til Snorra, sem framdi Háttatal Áður sat hann skýr að Skúla, og þar skálda lét sinn túla, bæði um hann og Hákon fúla, sem hirti frelsi vort Fögur knáttu gullker geiga, sem að... Meira

Íþróttir

22. febrúar 2003 | Íþróttir | 122 orð

Á breiðtjaldi í Eyjum

SETT hefur verið upp breiðtjald í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum til þess að gefa fólki kost á að koma saman og fylgjast með beinni útsendingu RÚV frá viðureign ÍBV og Hauka í úrslitum bikarkeppni HSÍ. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 251 orð

Eyjaliðin komu saman í gær

*LEIKMENN kvenna- og karlaliðs ÍBV í handknattleik komu með Herjólfi til Þorlákshafnar skömmu fyrir hádegi í gær, en karlaliðið lék við FH í Kaplakrika á Íslandsmótinu í gærkvöld. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 145 orð

Félagaskipti Ara til Heerenveen staðfest

ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, er búinn að fá grænt ljós frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, um að honum sé heimilt að ganga til liðs við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 1003 orð

Grindvíkingar standa vel að vígi

GRINDVÍKINGAR stigu í gær stórt skref í átt að deildarmeistaratitilinum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Breiðablik og náði þar með fjögurra stiga forskoti í deildinni. Í Borgarnesi unnu heimamenn í Skallagrími góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur og í Seljaskóla bar ÍR sigurorð af botnliði Vals. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* GUÐNI Bergsson verður í byrjunarliði...

* GUÐNI Bergsson verður í byrjunarliði Bolton sem tekur á móti Manchester United á Rebock- vellinum glæsilega í Bolton í dag. United á harma að hefna því Bolton hafði betur á Old Trafford í haust, 1:0. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 307 orð | 1 mynd

Gunnlaugur bjargaði ÍA

ÞRÍR fyrstu leikirnir í Deildabikarkeppni KSÍ fóru fram í gærkvöldi. Nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar í liði Fram höfðu betur á móti Keflavík, 2:1, í fyrsta leik mótsins í Egilshöll, á sama stað gerðu Fylkir og Haukar 1:1 jafntefli og í Boganum á Akureyri hafði ÍA betur á móti KA, 1:0. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 260 orð

Hallast að sigri ÍBV

"ÞETTA verður hörkuviðureign, ekta bikarúrslitaleikur enda eru þarna á ferðinni tvö af þremur sterkustu liðum landsins í kvennahandknattleiknum," segir Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörnunnar, þegar hann var beðinn að spá í spilin fyrir bikarúrslitaleik ÍBV og Hauka í Laugardalshöll í dag. "Úrslitin ráðast fyrst og fremst af því hvernig stemmningin verður hjá liðunum þegar þau mæta til leiks." Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 610 orð

HANDKNATTLEIKUR Haukar - KA 31:26 Ásvellir,...

HANDKNATTLEIKUR Haukar - KA 31:26 Ásvellir, í deild karla, Essodeild, föstudagur 21. febrúar 2003. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 5:5, 7:7, 9:9, 12:10, 15:11, 15:13, 16:15, 18:16, 20:17, 22:21, 24:23, 25:25, 28:25, 31:26. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 82 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarúrslit í Laugardalshöll: Konur:...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarúrslit í Laugardalshöll: Konur: Haukar - ÍBV 13 Karlar: HK - Afturelding 16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - KR 17 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir - Höttur 17 Sunnudagur: 1. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 333 orð

Haukarnir grimmari á endaspretti

BOÐIÐ var upp á skemmtilegan handbolta á Ásvöllum í gærkvöldi þegar KA-menn heimsóttu Hauka. Jafn og spennandi síðari hálfleikur og tvísýnt var um hvort liðið færi með sigur að hólmi. Í lokin voru Hafnfirðingar ívið sterkari og unnu góðan fimm marka sigur 31:26. Eftir leikinn eru Haukar því komnir í annað sæti deildarinnar, með KA og ÍR, fjórum stigum á eftir Valsmönnum. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 137 orð

KA-menn í hremmingum

Íslandsmeistarar KA í handknattleik lentu í talsverðum hremmingum á leið sinni suður yfir heiðar í gær þegar þeir voru á leið í leikinn á móti Haukum. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 85 orð

Keflvíkingar liggja undir feldi

STJÓRN körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir á heimasíðu félagsins að tekin verði ákvörðun á næstu dögum hvað varðar tilboð gríska liðsins Panellinios í Damon Johnson sem er samningsbundinn Keflavík. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 111 orð

Payton til Milwaukee

EIGANDI NBA-liðsins Seattle Supersonics, Howard Schultz, losaði sig í gær við hinn 34 ára gamla leikstjórnanda Gary Payton rétt áður en lokað var á leikmannaskipti í NBA-deildinni í gær. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 184 orð

Pálmi Rafn til liðs við KA

ÚRVALSDEILDARLIÐ KA í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá skrifaði unglingalandsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason undir þriggja ára samning við Akureyrarliðið. Pálmi er 18 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Völsungs undanfarin ár. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

* RÚNAR Alexandersson og Viktor Kristmannsson...

* RÚNAR Alexandersson og Viktor Kristmannsson úr Gerplu þátt í alþjóðlegu fimleikamóti á eyjunni Madeira um helgina. Mati Kirmes, þjálfari og Heimir J. Gunnarsson, sem er dómari, eru með í ferð. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Sigurður líklega á heimleið

"ÉG fer í aðgerðina þann 6. mars næstkomandi. Hana gerir dr. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 367 orð | 2 myndir

Sir Alex Ferguson sendir Sven Göran Eriksson tóninn

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að forsvarsmenn félagsins hafi verið búnir að komast að samkomulagi við Sven Göran Eriksson á síðasta ári þess efnis að hann tæki við starfinu af Ferguson sem hugðist hætta eftir lok sl. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd

Sjálfstraustið er meira hjá HK

"LEIKMENN HK fara með meira sjálfstraust í leikinn en Afturelding. HK hefur gengið betur og liðið er einfaldlega að toppa um þessar mundir. Meira
22. febrúar 2003 | Íþróttir | 414 orð | 1 mynd

Þorbergur byrjar vel

ÞORBERGUR Aðalsteinsson og nýir lærisveinar hans í FH unnu góðan sigur á ÍBV í Kaplakrika í gærkvöldi, 27:23. Með sigrinum halda FH-ingar 8. sæti deildarinnar og eiga ágæta möguleika á að komast í úrslitakeppni deildarinnar. Hins vegar er nær útséð með möguleika Eyjamanna eftir þennan leik, en þeir eru nú í 11. sæti með aðeins 12 stig eftir 21 leik. Meira

Lesbók

22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 769 orð | 2 myndir

AF HVERJU ER SUNGIÐ Í KIRKJUM?

Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum, af hverju eru sjö dagar í viku, hefur hundur farið til tunglsins og hvað er hlutbundin forritun? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2870 orð | 2 myndir

DREYFUS-MÁLIÐ

Alfred Dreyfus var fundinn sekur um landráð af frönskum herrétti 22. desember 1894. Fljótlega komu fram efasemdir um að réttur maður hefði verið dæmdur. Sannanir voru leiddar fram í dagsljósið en herinn og ríkisstjórnin reyndu allt til að villa um fyrir andstæðingum sínum. Meðal hörðustu gagnrýnendanna var rithöfundurinn Émile Zola en á síðasta ári voru hundrað ár liðin frá því hann lést í húsbruna sem ýmsir töldu af manna völdum. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 568 orð

EFTIRLITSTURNINN

ÞRÍR óskyldir viðburðir hafa fangað athygli mína. Fyrir fáeinum vikum fór verjandi manns, sem áfrýjað hafði dómi yfir sér til Hæstaréttar, fram á að hugsanleg refsing yrði milduð vegna umfjöllunar fjölmiðla um mál viðkomandi. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2420 orð | 1 mynd

ÉG ER ENN MEÐ GÚMMÍHANSKANA OG Í SLORGALLANUM

"Dugnaðurinn er á undanhaldi meðal listamanna. Leti einkennir höfunda. Þeir hafa ekki þolinmæði. Það verður að koma verkinu út. Það verður eitthvað að gerast. Annars ertu dauður," segir Stefán Máni sem sendi frá sér sína fjórðu skáldsögu síðastliðið haust er nefnist Ísrael. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við hann. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 984 orð | 1 mynd

HÁTT OG SKÝRT Í HAFNARHÚSI

Þóra Johansen er framkvæmdastjóri Bifrons-stofnunarinnar í Hollandi, sem á heiðurinn að tveimur af þremur myndbandaverkefnum sem sýnd eru í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um þessar mundir. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR fékk Þóru til þess að útskýra verkefnin og tilurð þeirra er hún var stödd hér á landi í tilefni opnunarinnar. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 23 orð

HUGARSLÖG '85

Ég er einn einn aleinn. Hugur minn hamrar járnið heitt glóðheitt. Steðjinn er gamall hamarinn nýr hugsunin skýr en mótast í gömlum steðjanum. Ef neistana aðeins ég nýtt fengi... Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 896 orð

HVERJUM STAFAR MEST HÆTTA AF SADDAM HUSSEIN?

Í ORRAHRÍÐ undanfarinna vikna um það hvort koma eigi Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum með hervaldi hefur mikið verið rætt um hversu mikil ógn mannkyninu stafar af Íraksforseta. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 475 orð

I Hugmyndir um þátttöku rithöfunda og...

I Hugmyndir um þátttöku rithöfunda og annarra listamanna í samfélagsumræðunni hafa verið breytilegar í tímans rás. Stundum telja listamenn það höfuðskyldu sína að láta rödd sína heyrast. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 273 orð | 1 mynd

LEIKSIGUR NICHOLSON

ER About Schmidt þroskasaga? Áhorfendur verða að vega og meta hvort Schmidt þroskast eitthvað í myndinni. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2748 orð | 4 myndir

MAÐURINN SEM ALDREI GLEYMDI NEINU

Svo virðist sem sovéski listamaðurinn Ilyia Kabakov hafi snemma á listferli sínum tekið þá afdrifaríku ákvörðun að fletta ofan af lygum og blekkingum kerfisins í heimalandinu með því að safna heimildum um það í hvers kyns formi. Hér er merkilegur ferill Kabakovs rakinn. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 351 orð | 1 mynd

Menningarborgin Graz

TÓNLIST kemur til með að vera í aðalhlutverki í borginni Graz í Austurríki, sem er menningarborg Evrópu þetta árið, og má nefna sem dæmi að haldið verður áfram að bjóða upp á tónleikaröðina Goð 20. aldarinnar. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Ósk Vilhjálmsdóttir. Til 2.3. Gallerí Skuggi: Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sigurðsson og Hrappur Steinn Magnússon. Til 9.3. Gerðarsafn: Franskar og belgískar teiknimyndir. Til 23.2. Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bauhaus. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 586 orð | 1 mynd

"Ég er með einar tuttugu aríur í aukalög"

"ÉG hef ekki sungið hér í sjö ár," segir Ólafur Árni Bjarnason tenórsöngvari, og bætir því við að sér hafi fundist sem æðri máttarvöld hafi hnippt í sig og sagt að við svo búið mætti ekki lengur sitja, nú væri kominn tími til að syngja aftur... Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 5620 orð | 1 mynd

"ÉG FANN AÐ ÉG GAT FUNDIÐ SVONA TIL"

Þórir Baldursson hefur ekki bara upplifað tímana tvenna í dægurtónlistinni. Hann hefur upplifað - og spilað - allt - alveg frá gömlu dönsunum til þess sem er að gerast í dag. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við manninn sem samdi Leyndarmál og Brúðarskóna, manninn sem margir þekkja úr Savanna-tríói, aðrir af alþjóðlegum afrekum í diskótónlistinni og nú æ fleiri sem konung Hammondsins. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2044 orð | 6 myndir

SEX HORFNIR MÁLARAR

Er líða tók á sumar og fram að vetrarbyrjun, eða á liðlega þrem mánuðum, létust sex málarar sem allir hafa meira og minna komið við sögu íslenzkrar myndlistar, hver á fætur öðrum. Á tímabilinu var BRAGI ÁSGEIRSSON mikið til erlendis eða náði ekki að minnast þeirra. Hefur þó lengi verið að gerjast með honum, og lætur nú loks verða af því, að meginhluta í formi tilfallandi upprifjana. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1248 orð | 3 myndir

Sjónlist, tónlist og ritúal

Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 24. febrúar. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð | 2 myndir

Stríðið um Írak

SAMSKIPTI Bandaríkjanna og Íraks eru mikið í sviðsljósinu þessa dagana og margir sem velta vöngum yfir mögulegri árás Bandaríkjahers á Írak og sögunni þar að baki. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 334 orð | 1 mynd

Stuttir en góðir tónleikar

Eþos-kvartettinn flutti verk eftir Shostakovitsj, Hauk Tómasson og Þórð Magnússon. Þriðjudagurinn 18. febrúar 2003. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 184 orð | 1 mynd

Sæskrímsli Huldu Hákon í Slunkaríki og i8

Í SLUNKARÍKI og í kjallara i8, Klapparstíg 33, stendur yfir sýning á myndaröð Huldu Hákon. Myndaröðin var árið 2000 á sýningu í Kunsthalle Wien, í Austurríki og Almalöv Konstmuseum í Svíþjóð. Meira
22. febrúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

VÍSUR ÍSLENDINGA (HLUTI)

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.