Greinar fimmtudaginn 27. febrúar 2003

Forsíða

27. febrúar 2003 | Forsíða | 326 orð

Bush segir lýðræðislegt Írak vísa veginn

GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti segir að frjálst og lýðræðislegt Írak, laust við harðstjórn Saddams Husseins, muni geta átt þátt í að endurskapa heim múslíma og binda enda á deilur Palestínumanna og Ísraela. Meira
27. febrúar 2003 | Forsíða | 298 orð

Framkvæmt fyrir 270 milljarða á sex árum

ÝMSAR umfangsmiklar framkvæmdir fyrir um 270 milljarða króna eru áætlaðar á næstu sex árum. Meira
27. febrúar 2003 | Forsíða | 174 orð | 1 mynd

Háþróað tölvukerfi minnkar þörf á starfsfólki

VÖRUHÓTELIÐ ehf., dótturfyrirtæki Eimskips ehf. og TVG Zimsen hf., verður formlega opnað á morgun við Sundahöfn í Reykjavík en Vöruhótelið er hið stærsta og fullkomnasta á Íslandi. Fimm og hálf Laugardalshöll gætu rúmast inni í hótelinu. Meira
27. febrúar 2003 | Forsíða | 73 orð | 1 mynd

Stjórnarandstaðan fær sitt hlutverk

SENDIMAÐUR George W. Bush Bandaríkjaforseta, Zalmay Khalilzad, ávarpaði í gær ráðstefnu ýmissa hópa íraskra stjórnarandstæðinga sem haldin var í Kúrdahéruðum Norður-Íraks. Meira

Fréttir

27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 342 orð

15% landsmanna við nám ofar skyldustigi

HLUTFALL þeirra sem stunda nám hér á landi er yfir meðaltali Evrópusambandslanda, að því er fram kemur í ritinu Key Data on Education in Europe 2002 , en þar er að finna samanburðarhæfar upplýsingar um menntamál í 30 Evrópulöndum. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

415 einkahlutafélög á sviði heilbrigðisþjónustu

SAMTALS 415 einkahlutafélög á sviði heilbrigðisþjónustu voru skráð hér á landi 12. febrúar sl. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Að vanda sem best til verka

Friðrik Sigurðsson er fæddur á Akureyri 20. janúar 1954. Lauk prófi við Þroskaþjálfaskóla Íslands 1978 og stundar framhaldsfjarnám í þroskaþjálfun við Kennaraháskóla Íslands. Hefur starfað í þjónustu fatlaðs fólks á Íslandi í þrjátíu ár og síðustu níu árin sem framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp. Friðrik er kvæntur Þórdísi Guðmundsdóttur tónmenntakennara og eiga þau tvo syni, Arnar Kormák og Kolbein Gauta. Friðrik á auk þess tvær dætur, Margréti og Guðrúnu Sif. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 22 orð

Afhenti trúnaðarbréf

KJARTAN Jóhannsson sendiherra afhenti þriðjudaginn 25. febrúar Henri, stórhertoga af Lúxemborg, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lúxemborg með aðsetur í... Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Alríkislögreglan fór mannavillt

BRESKUR ellilífeyrisþegi, Derek Bond, með eiginkonu sinni á blaðamannafundi í Durban í Suður-Afríku í gær eftir að hann var leystur úr þriggja vikna varðhaldi. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 220 orð

Annan á lokafundi með leiðtogunum

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kýpur í gær til að reyna að fá leiðtoga Grikkja og Tyrkja á eynni til að fallast á áætlun samtakanna um sameiningu landsins en fresturinn til þess rennur út á morgun. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð

Áin stíflast tímabundið vegna jarðvegsefna

ÞÚSUNDIR rúmmetra af jarðvegsefnum lenda í gljúfrum Jökulsár á Dal um þessar mundir vegna framkvæmda við aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar og vega umhverfis ána. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð

(á morgun)

Bænakerti tendruð í tjarnarsal Ráðhússins Á fimmta þúsund bænakerti verða tendruð á bæna- og friðarstund í tjarnarsal Ráðhússins, á Vetrarhátíð, föstudaginn 28. febrúar kl. 17. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð

(á næstunni)

Námskeið fyrir fagstéttir sem vinna með foreldrum og börnum Jean Illsley Clarke heldur leiðbeinendanámskeið fyrir fagstéttir sem vinna með foreldrum og börnum í Reykjavík 28. apríl - 2. maí n.k. Meira
27. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 423 orð | 1 mynd

Ástand holræsa víða mjög slæmt

ÁSTAND holræsakerfisins er víða slæmt í elstu hlutum borgarinnar og brýn þörf á endurbótum. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Áætlun um heilsueflingu verði fylgt eftir

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá stjórn Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem samþykkt var á aðalfundi FÍSÞ 22. febrúar sl.: "Íslenskir sjúkraþjálfarar hvetja yfirvöld til að fylgja fast eftir áætlunum um heilsueflingu meðal landsmanna. Meira
27. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 267 orð

Bann við einkadansi samþykkt

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt að breyta lögreglusamþykkt bæjarins í þá veru að einkadans verði bannaður á sama hátt og gert hefur verið á Akureyri og í Reykjavík. Meira
27. febrúar 2003 | Miðopna | 624 orð | 1 mynd

Björn í gamalli ræðu

"Ölum ekki á ótta gagnvart því sem í raun er heillandi framtíðarverkefni atvinnulífs á Íslandi." Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð

Borgin eykur framlag í Nýsköpunarsjóð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi tilkynnti á hádegisfundi Röskvu, samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, sl. mánudag að framlag Reykjavíkurborgar til Nýsköpunarsjóðs yrði aukið um helming. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Brenglunarbúnaður farsíma ólöglegur

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur bannað notkun búnaðar sem veldur sambandsleysi í GSM-síma. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Caritas afhenti afrakstur styrktartónleika

HJÁLPAR- og líknarfélagið Caritas afhenti foreldrafélagi barna með athyglisbrest og ofvirkni 300.000 krónur til styrktar málefninu. Féð er ætlað til að greiða niður námskeið og stuðningshópa fyrir félagið. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Doktor í uppeldis- og kennslufræðum

*KRISTÍN Unnsteinsdóttir lauk á síðasta ári doktorsprófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Centre for Applied Research in Education í University of East Anglía í Norwich í Englandi. Meira
27. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 106 orð | 1 mynd

Ein stærsta sýning hingað til

EIN stærsta sýning sem haldin hefur verið í Hafnarfirði, Fólk og fyrirtæki, verður í maí nk. en samningur þar um var undirritaður sl. þriðjudag. Alls munu vel á annað hundrað fyrirtæki taka þátt í henni. Meira
27. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 77 orð | 1 mynd

ELÍN MAGNÚSDÓTTIR

ELÍN Magnúsdóttir lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sl. þriðjudag en hún var elst Íslendinga, 107 ára gömul. Hún hafði verið vistmaður á Hlíð undanfarin ár. Elín fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 4. nóvember 1895. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Erfitt að komast í gúmmíbátinn

FEÐGARNIR Gylfi Arnar og Ísleifur Haraldsson björguðust þegar bátur þeirra, Draupnir GK, fór á hliðina skammt sunnan við Grindavík í gær og hvolfdi skömmu síðar. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fermingardagar í Noa Noa

FERMINGARDAGAR Noa Noa hefjast í dag og standa yfir í báðum verslunum Noa Noa að Laugavegi 42 og í Kringlunni fram á laugardag. Ýmsar uppákomur verða á meðan. "Hápunkturinn er tískusýning í Kringlunni í dag kl. 17.00 og á laugardag kl. 15.00. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fiskvinnslan starfhæf

ENN hefur ekki tekist að finna leka á vatnsleiðslu sem liggur til Vestmannaeyja. Leiðslan skemmdist í óveðri 11. febrúar. Vatnsnotkun er mikil um þessar mundir þar sem loðnuvinnsla er í fullum gangi. Meira
27. febrúar 2003 | Miðopna | 508 orð | 1 mynd

Fjölbreytni í atvinnulífinu

"En fyrst og fremst þarf að treysta á frumkvæði og hugkvæmni fólksins í landinu..." Meira
27. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 290 orð | 1 mynd

Fjölmenni tók þátt í heilsubæjarhátíð

MIKILL fjöldi fólks sótti heilsubæjarhátíð sem haldin var nýverið í tilefni af þriggja ára afmæli verkefnisins "Bolungarvík, heilsubær á nýrri öld". Boðið var uppá fjölbreytta dagskrá í íþróttahúsinu Árbæ. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 126 orð

Frelsiskartöflur en ekki franskar

EMBÆTTISMAÐUR í Flórída, hefur lagt til, að heitið "franskar kartöflur" verði bannað með lögum vegna andstöðu Frakka við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 404 orð

Gagnrýna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að reynt yrði að finna lausn á þeim vanda sem skapast hefði hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss (BUGL) vegna skorts á leguplássum á deildinni. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 144 orð

Gistinóttum fjölgaði um 6,4% milli ára

GISTINÓTTUM á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 6,4% milli áranna 2001 og 2002 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum töldust 1.256.000 árið 2002 en árið á undan voru þær 1.180. Meira
27. febrúar 2003 | Miðopna | 532 orð | 1 mynd

Hafró frá hagsmunaaðilum

"Öruggast er að hafa rannsókna- og vísindastofnunina utan áhrifasviðs hagsmunaaðila." Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Handtökum mótmælt í Kosovo

UM 50.000 Kosovo-Albanar söfnuðust saman í gær á götum Pristina, höfuðstaðar héraðsins, til að mótmæla handtöku fjögurra fyrrverandi forystumanna í Frelsisher Kosovo, sem hefur verið leystur upp. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 423 orð

Heldur fullum launum í tvö ár

FYRRVERANDI forstjóri Byggðastofnunar, Theodór Agnar Bjarnason, heldur fullum launum, um 650 þúsund kr. á mánuði, fram til 30. júní 2004 samkvæmt starfslokasamningi sem gerður var við hann í júní 2002, en þá var honum veitt lausn frá störfum. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 233 orð

Innflutt vinnuafl á álagstíma

ÁRNI Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins segir að viðvarandi verkefnaskortur hafi ríkt hjá verktökum að undanförnu, bæði jarðvinnu- og byggingaverktökum. Enn þurfi menn að bíða um sinn, eða fram á haust, eftir því að framkvæmdir fari af stað fyrir alvöru. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

(Í dag)

Fyrirlestur hjá Mannfræðifélagi Íslands verður í dag, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17, í ReykjavíkurAkademíunni að Hringbraut 121, 4. hæð. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Írafár sigraði og Skímó sneri aftur

HLJÓMSVEITIN Írafár var ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlauna útvarpsstöðvarinnar FM957 sem fram fóru í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Kenning um árekstur við rusl styrkist

ÓHÁÐIR rannsóknarmenn, sem kanna Kólumbíu-slysið, hafa birt myndir af hitahlífum með undarlegum, gulrauðum förum og þykir það styðja kenningar um, að geimferjan hafi orðið fyrir einhverju hnjaski er hún var á leið til jarðar. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kærðu 39 ökumenn í Hafnarfirði

ALLS voru 39 ökumenn kærðir af lögreglunni í Hafnarfirði fyrir að vera ekki með bílbeltin spennt eftir hádegið í gær. Ökumennirnir geta átt von á sekt og punkti í ökuferilsskrá. Sektin nemur allt að fimm þúsund krónum. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 286 orð

Leitað verði lausna á máli kennarans

KENNARAR í Menntaskólanum að Laugarvatni gert samþykkt þar sem segir meðal annars: "Fundur kennara í Menntaskólanum að Laugarvatni lýsir furðu sinni á vanefndum af hálfu ríkisins á starfslokasamningi við fyrrum starfsfélaga okkar. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Lítil virðing borin fyrir lögum um ársreikninga

ÞAÐ ER umhugsunarefni að á sama tíma og erlend ríki leggja áherslu á að samhæfa löggjöf stöðlum alþjóðlega reikningsskilaráðsins vantar allan kraft í vinnuna hér, segir Stefán Svavarsson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem hefur... Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ljósberagjörningur í Tjarnarhólma

Í ANDA Bakkabræðra verður ljós borið í sérkennilegt hús í Tjarnarhólmanum í kvöld á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Húsinu var komið fyrir í hólmanum í gær af nemendum fornáms Myndlistaskóla Reykjavíkur. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Mikil andstaða við stríð í þingliði Blairs

NEÐRI deild breska þingsins samþykkti í gær með miklum meirihluta tillögu um stuðning við stefnu Tony Blairs forsætisráðherra í Íraksmálunum og hafnaði eindregið breytingartillögu þar sem sagði að rökin fyrir hernaði gegn stjórn Saddams Husseins í Bagdad... Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 641 orð | 1 mynd

Mikilvægt að dreifa álaginu sem mest

GRÍÐARLEGAR framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum sem koma til með að veita þúsundum manna atvinnu og kosta fjármuni sem hlaupa á hundruðum milljarða króna. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 2187 orð | 2 myndir

Mikilvægt að fá nýja ályktun samþykkta

Síðasta haust kom út bókin The Threatening Storm, The Case for Invading Iraq en þar eru færð rök fyrir nauðsyn þess að ráðist verði til atlögu gegn Saddam Hussein, forseta Íraks. Davíð Logi Sigurðsson og Steingrímur Sigurgeirsson ræddu við höfundinn, dr. Kenneth Pollack, með aðstoð fjarfundabúnaðar. Meira
27. febrúar 2003 | Suðurnes | 144 orð | 1 mynd

Miklar skemmdir í byggingavöruverslun

MIKLAR skemmdir urðu þegar eldur kom upp í byggingavöruversluninni Bláfelli við Hafnargötu í Grindavík í fyrrinótt. Lögreglan rannsakar eldsupptök sem enn eru ókunn. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Norræna verður afhent 7. apríl

SKIPASMÍÐASTÖÐIN í Lübeck í Þýskalandi mun afhenta Smyril Line nýja Norrænu 7. apríl næstkomandi. Tæknilegum prófunum á ferjunni lauk í síðustu viku og er vinnu við hana því að ljúka. Norræna leggur af stað frá Lübeck 8. apríl nk. Meira
27. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 243 orð | 1 mynd

Ný stúka, flóðlýsing og gervigrasvöllur

NÝR gervigrasvöllur og stúka, miðasöluhús og ný flóðlýsing er meðal þess sem koma skal á íþróttasvæði KR við Frostaskjól samkvæmt tillögu að deiliskipulagi sem auglýst hefur verið. Þetta er í fyrsta sinn sem deiliskipulag er gert af svæðinu. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Nýtt skip til Flateyrar

FISKVINNSLAN Kambur á Flateyri hefur fest kaup á 200 tonna skipi sem nota á til línuveiða, einkum yfir vetrartímann. Skipið, sem ber nafnið Sólrún, sigldi nýlega til hafnar á Flateyri en þangað kemur það frá Grindavík. Meira
27. febrúar 2003 | Miðopna | 610 orð | 1 mynd

Ofveiðigrýlunni veifað að ósekju

"Kvótasinnum væri hollara að velta fyrir sér hugsanlegum bjálka í okkar eigin auga..." Meira
27. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 172 orð | 1 mynd

Opnir dagar í skólanum

Í GRUNNSKÓLANUM á Þórshöfn er nýliðin þemavika þar sem hefðbundnu skólastarfi var vikið til hliðar en meiri áhersla lögð á ýmsar listgreinar, leiklist og óvænta viðburði. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Óvíst er hvort Frakkar beita neitunarvaldinu

TALSMENN frönsku stjórnarinnar ítrekuðu í gær að vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í Írak væri að skila árangri og hætt yrði á klofning alþjóðasamfélagsins ef gripið yrði til hernaðaríhlutunar áður en fullreynt væri hvort friðsamlegar aðferðir dygðu til... Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 131 orð

Óvænt ráðherraskipti í Ísrael

SILVAN Shalom, sem verið hefur fjármálaráðherra í stjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, þáði í gær boð Sharons um að taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn hans. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir

"Fegnir að geta skriðið um borð"

"ÉG hefði sennilega ekki klárað mig af, ef hann hefði ekki verið með mér," segir Ísleifur Haraldsson um baráttu sína og Gylfa Arnars, sonar síns, við að opna björgunarbátinn og komast í hann eftir að bát þeirra, Draupni GK, hvolfdi á... Meira
27. febrúar 2003 | Suðurnes | 174 orð

Reyna að ná steini úr innsiglingunni

HAFIN er vinna við að ná upp stórum steini sem nýlega var staðfest að væri í innsiglingarrennunni til Grindavíkurhafnar. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 234 orð

Ríkið ákveður að selja Sementsverksmiðjuna

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að selja Sementsverksmiðjuna hf. á Akranesi á árinu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerir ráð fyrir að leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi í dag. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 130 orð

Ríkið til hjálpar?

HUGSANLEGT er, að þýska ríkið komi bankakerfinu til hjálpar og létti af því skuldum, sem nema meira en 4.000 milljörðum íslenskra króna. Kemur þetta fram í vikuritinu Stern , sem kemur út í dag. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Ræða rannsóknarsamstarf milli Bifrastar og Japans

JAPANSKI sendiherrann, Masao Kawai, heimsótti Viðskiptaháskólann á Bifröst í gær, kynnti sér starfsemi skólans og ræddi samstarf Bifrastar við Viðskiptaháskólann í Otaru á sviði nemendaskipta og rannsókna. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Saddam kveðst ekki fara í útlegð

SADDAM Hussein, forseti Íraks, segist ekki munu taka boði um að fara í útlegð. "Ég fæddist hér í Írak ... Sérhver sem lætur undan óskum einhverra um að hann yfirgefi þjóð sína er ekki trúr grundvallaratriðum sínum. Meira
27. febrúar 2003 | Suðurnes | 133 orð | 1 mynd

SAS styrkir Íþróttafélag

EIGENDUR og stjórnendur Skipaafgreiðslu Suðurnesja ehf. (SAS) ákváðu að gefa Íþróttafélaginu Nesi 500 þúsund krónur í tilefni af 40 ára afmæli SAS sem er á þessu ári. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 863 orð

Segir lög um ársreikninga gölluð

STEFÁN Svavarsson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur sagt sig úr reikningsskilaráði vegna óánægju með stefnu stjórnvalda varðandi reikningsskil fyrirtækja. Hann segir lögin um ársreikninga gölluð og brýnt að endurskoða þau. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 850 orð | 1 mynd

Segjast geta hrakið fullyrðingu um sundurleita þjóð

AGNAR Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir hægt að hrekja nánast allt sem Einar Árnason, prófessor í stofnerfðafræði, heldur fram í grein sem birt var eftir hann í erlendu vísindatímariti þar sem hann fullyrðir að... Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð

Sérgöng í Hvalfjarðargöng?

SÉRGÖNG, eða akrein, við hlið núverandi Hvalfjarðarganga sunnan megin, er ein leið sem hægt væri að fara til að mæta aukinni umferð um göngin. Með þessu áframhaldi verða göngin fullnýtt innan fárra ára. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Shirov, Sokolov og Macieja berjast um sigur

SHIROV er einn efstur með sex vinninga þegar einni umferð er ólokið á stórmóti Hróksins, Macieja og Sokolov eru í 2.-3. sæti með 5,5 vinninga og Kortsnoj er í 4. sæti með fimm vinninga. Meira
27. febrúar 2003 | Miðopna | 694 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkur - flokkur skattahækkana

"Af hverjum 100.000 krónum tók ríkið áður 25.000 kr. í skatt, en tekur nú um 29.000 kr." Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skáli frá níundu öld fundinn

LANDNÁMSSKÁLINN sem fannst í Höfnum á Reykjanesi í haust er að öllum líkindum frá 9. öld eða eldri. Þetta er niðurstaða geislakolaaldursgreiningar á sýnum úr skálanum. Ef niðurstaðan reynist rétt er skálinn einn sá elsti sem fundist hefur á Íslandi. Meira
27. febrúar 2003 | Suðurnes | 240 orð | 1 mynd

Skálinn er frá 9. öld eða eldri

NIÐURSTÖÐUR rannsókna á sýnum úr landnámsskálanum sem fannst í haust í Höfnum benda til þess að hann sé frá 9. öld eða eldri. Þegar Bjarni F. Meira
27. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 515 orð | 3 myndir

Stefnt að 1.000 tonna framleiðslu árið 2007

NORÐURSKEL, sem er fyrirtæki í kræklingarækt, fékk á dögunum nýjar vélar sem settar voru í bát félagsins, gömlu Hríseyjarferjunni Sævari, og hafa þær að sögn Víðis Björnssonar, eins eigendanna, reynst vel. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 241 orð

(stjórnmál)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson hefja sameiginlega fundaferð sína um landið undir yfirskriftinni "Vorið framundan - fundir um pólitísk aðalatriði". Ferðin hefst á Vestfjörðum, í dag, fimmtudaginn 27. febrúar kl. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Tillaga um að efla landsbyggðina

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um svæðisbundið átak til að treysta byggð og efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Þuríður Backman. Meira
27. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Tíu farast í bruna á hjúkrunarheimili

AÐ MINNSTA kosti tíu manns fórust þegar eldur kviknaði í hjúkrunarheimili fyrir aldraða í borginni Hartford í Connecticut í fyrrinótt. Ungur maður var handtekinn, grunaður um íkveikju, en hefur ekki enn verið ákærður, að sögn lögreglu. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 436 orð | 2 myndir

VG ítrekar andstöðu við álversfrumvarp

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ítrekaði andstöðu sína við byggingu álverksmiðju í Reyðarfirði í annarri umræðu um frumvarp þess efnis á Alþingi í gær. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 300 orð

Vildi kanna hvort leggja mætti stofnunina niður

STJÓRN Löggildingarstofu lýsti áhyggjum sínum af rekstri stofnunarinnar í bréfi til iðnaðarráðuneytisins í apríl í fyrra. Þá hafði stjórnin þó ekki enn fengið ársuppgjör fyrir árið 2001 í hendur. Meira
27. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 261 orð

Vilja ekki að borgin noti heitið Úlfarsfell

MOSFELLSBÆR leggst gegn því að Reykjavík noti heitið Úlfarsfell á nýtt hverfi sem fyrirhugað er í hlíðum Úlfarsfells. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð

Vilja flugvöll áfram í Árborg

UM 90% íbúa Árborgar vilja að flugvöllur Flugklúbbs Selfoss verði áfram þar sem hann er. 72% svarenda eru fylgjandi því að sveitarfélagið gangi inn í kaup á landinu sem flugvöllurinn er á. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð

Vilja viðræður við Alcan og Norðurál

MEIRIHLUTI iðnaðarnefndar Alþingis hvetur til þess, í tengslum við fyrirhugaða stækkun álvera Alcans og Norðuráls, að teknar verði upp viðræður við fyrirtækin um endurskoðun á samningum þeirra við hið opinbera, ekki síst í skattamálum og varðandi... Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Vill samræma aðgerðir gegn verslun með konur

ANDREW Lelling, sérfræðingur í borgararéttindum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, heldur opinn fyrirlestur í Lögbergi, Háskóla Íslands í dag kl. 14 um borgaraleg réttindi útlendinga í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Yfir 200 manns á sviði Háskólabíós

HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR tveir, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn, skipaður fyrrverandi kórfélögum í Kór menntaskólans, alls um 160 manns, verða báðir á sviðinu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hljómsveitarinnar í kvöld, kl. 19. Meira
27. febrúar 2003 | Suðurnes | 243 orð | 1 mynd

Þennan vilja þeir friða

"ÞETTA er einn af þeim þorskum sem Hafrannsóknastofnun vill friða," sagði Hafsteinn Sæmundsson sjómaður sem var að landa úr Trylli GK 600 í Grindvíkurhöfn í gær. Meira
27. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 12 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Utanríkismál munu einkenna dagskrá... Meira

Ritstjórnargreinar

27. febrúar 2003 | Leiðarar | 481 orð

Aðgangseyrir eða umhverfisskattur?

Í mörg undanfarin ár hefur verið bent á óviðunandi ástand sem skapast hefur við ýmsar náttúruperlur vegna sívaxandi ágangs ferðamanna. Meira
27. febrúar 2003 | Staksteinar | 289 orð

- Frjáls viðskipti gagnast fátæku ríkjunum best.

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar pistil á murinn.is, þar sem hann fjallar um tillögu Jacques Chirac Frakklandsforseta, um að bann verði sett við því að þróaðri ríki geti niðurgreitt landbúnaðarvörur sem fari á markað í Afríku. Meira
27. febrúar 2003 | Leiðarar | 382 orð

Lesblindir eygja von

Troðfullur samkomusalur Fjölbrautaskólans í Ármúla á þriðjudagskvöld sýndi svo ekki verður um villst að lesblinda eða dyslexía er miklu algengara og um leið miklu duldara vandamál en flesta óraði fyrir. Meira

Menning

27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

101 Reykjavík kvikmynd dagsins

KVIKMYND Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, gerð eftir sögu Hallgríms Helgasonar, var "mynd dagsins" á einni víðlesnustu kvikmyndavefsíðu í heimi í gær, Internet Movie Database. Meira
27. febrúar 2003 | Bókmenntir | 488 orð

Af fræknum herkonungi

eftir Galterus de Castellione. Gunnlaugur Ingólfsson bjó söguna til prentunar, samdi skýringar og ritaði eftirmála. Steinholt. 2002 - 222 bls. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 616 orð | 1 mynd

* ARI Í ÖGRI: Valíum, þeir...

* ARI Í ÖGRI: Valíum, þeir Hjörtur og Halli skemmta föstudags- og laugardagskvöld. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmonikuball laugardagskvöld kl. 22.00. Fyrir dansi leika 4 hljómsveitir. Söngkonur: Corina Cubid og Ragnheiður Hauksdóttir. Fjölbreytt dansmúsik. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Burtfarartónleikar Ómars Guðjónssonar gítarleikara frá djass-...

Burtfarartónleikar Ómars Guðjónssonar gítarleikara frá djass- og rokkbraut Tónlistarskóla FÍH verða kl. 20 í í sal skólans í Rauðagerði 27. Meðleikarar á tónleikunum eru Helgi Svavar Helgason trommur og Þórður Högnason kontrabassa. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 100 orð

Einþáttungur á Nýja sviðinu

EINÞÁTTUNGURINN "Hann" eftir Dalvíkinginn Júlíus Júlíusson verður sýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins á sunnudag kl. 20. Júlíus er félagi í Leikfélagi Dalvíkur og leikstýrir verkinu. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 400 orð | 2 myndir

FÁ - MA

ÞÁ er það næstsíðasta viðureignin í átta liða úrslitunum þar sem stálin stinn, frá norðri og suðri, mætast. Hesta sína leiða saman í þetta sinnið Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Menntaskólinn á Akureyri. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 208 orð | 1 mynd

Fólk í fréttum

LEIKARINN sem vill ekki leika, Daniel Day-Lewis , ætlar að "pína" sig enn einu sinni til þess. Meira
27. febrúar 2003 | Skólar/Menntun | 357 orð | 1 mynd

Grænmetis- og ávaxtaneysla skólabarna

"Ég er í meistaranámi á rannsóknastofu í næringarfræði hjá Ingu Þórsdóttur prófessor en nokkrir nemar eru þar í meistaranámi og doktorsnámi," segir Ása Guðrún Kristjánsdóttir, en fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar þar, t.d. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 765 orð | 1 mynd

Gægst bakvið Óperutjöld og fjöltyngd Njála

VETRARHÁTÍÐ gengur í garð í Reykjavík í dag, með list- og menningarviðburðum af ýmsum toga víðsvegar um borgina næstu daga, og verður hún formlega sett við Reykjavíkurtjörn í kvöld kl. 19.30 af Þórólfi Árnasyni borgarstjóra. Meira
27. febrúar 2003 | Skólar/Menntun | 654 orð | 2 myndir

Hröð efling framhaldsnáms í HÍ

Námskynning / Alls eru um 120 námsleiðir við Háskóla Íslands í meistara-, doktors- og viðbótarnámi til starfsréttinda. Kynning á því fer fram í dag kl. 16-18 í Hátíðarsal í Aðalbyggingu. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 614 orð | 1 mynd

Hvað gera þvottakonur á kvöldin?

HLJÓMSVEITIN Cleaning Women leikur á þrennum tónleikum hérlendis í tilefni Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar. Þvottakonurnar finnsku spila í Ráðhúsinu klukkan 20 í kvöld og á tvennum miðnæturtónleikum í Iðnó, á föstudags- og laugardagskvöld. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Írösk poppstjarna í Bandaríkjunum

SÖNGVARINN Kazem al-Sahir er ekki aðeins stærsta poppstjana Íraks heldur einn vinsælasti tónlistarmaðurinn í Arabalöndunum og hafa plötur hans selst í 31 milljón eintaka. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 107 orð

Keith Reed syngur Brahms

KEITH Reed heldur tvenna einsöngstónleika á næstunni. Þeir fyrri verða í Egilsstaðakirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og hinir seinni í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á sunnudag kl. 16. Á efnisskrá verða lög eftir Johannes Brahms. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 93 orð

Kjarnorkukettlingurinn Liz McClarnon er sannarlega óákveðin...

Kjarnorkukettlingurinn Liz McClarnon er sannarlega óákveðin þegar að ástarmálunum kemur. Meira
27. febrúar 2003 | Myndlist | 1273 orð | 3 myndir

Listin, andinn og efnið

Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17 og standa til 10. mars. Meira
27. febrúar 2003 | Skólar/Menntun | 83 orð

MBA-kynning í Háskólanum í Reykjavík

Kynningarfundur um MBA-nám Háskólans í Reykjavík verður í dag kl. 17.15, en það er ætlað einstaklingum með háskólapróf sem vilja styrkja leiðtoga- og stjórnunarhæfileika sína. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 128 orð | 2 myndir

Mikill hugur í Írum

MARGFALDIR sigurvegarar í Evróvisjón, Írar, ætla sér greinilega stóra hluti í keppninni í Ríga í ár. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 316 orð | 1 mynd

Myndgerir hljóð í Kúlunni

ANNAR hluti sýningarraðarinnar í Kúlunni í Ásmundarsafni hefst í dag kl. 17 með innsetningu Finnboga Péturssonar. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Ný plata á þessu ári

NÝBAKAÐUR Grammy-verðlaunahafi Norah Jones hefur sett stefnuna á að hefja upptökur á nýrri plötu í næsta mánuði. Söngkonan 23 ára gamla sem hlaut í vikunni 8 Grammy-verðlaun stefnir á að platan verði tilbúin síðsumars og verði gefin út september. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 321 orð | 1 mynd

Næring fyrir líkama og sál

BALZAMERSVEITIN Bardukha heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld og hefjast þeir klukkan 21. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 953 orð | 1 mynd

"Guðmundur er góð ljósmóðir, - sér til þess að tónverk fæðist"

HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR tveir, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn, alls um 160 manns, verða báðir á sviðinu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hljómsveitarinnar í kvöld, kl. 19. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 332 orð | 2 myndir

"Sól, sól - skín á oss"

ÞAÐ er kunn veðurfræðileg staðreynd að eftir því sem norðar dregur á hnettinum fækkar sólskinsdögunum. Þennan veruleika þekkja Ísfirðingar mæta vel og því ekki nema sjálfsagt að Sunnu sé fagnað innilega, þá loks hún lætur kræla almennilega á sér. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 713 orð | 1 mynd

"Vinskapurinn er ekki byggður á sandi"

Meðlimir Skítamórals segja Arnari Eggert Thoroddsen frá gleðilegum endurfundum. Meira
27. febrúar 2003 | Menningarlíf | 264 orð | 1 mynd

Vetrarhátíð

Fimmtudagu r Iðnó kl. 19.15 Lúðrasveitin Svanur leikur. Reykjavíkurtjörn kl. 19.30-19.40 Þórólfur Árnason borgarstjóri setur hátíðina. Kórarnir Vox Feminae og Stefnir syngja. Tendruð lýsing á Tjarnarbrúna. Meira
27. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 156 orð | 2 myndir

Þorrablót hafsins á Þórshöfn

ÞORRABLÓTIÐ á Þórshöfn var haldið á dögunum og var fjölmennt að venju enda er það ein stærsta skemmtun ársins. Þorrablótsnefnd sá um ágæta skemmtidagskrá þar sem litið var yfir atburði nýliðins árs í spéspegli. Þar sungu Samherjaspúsur m.a. Meira
27. febrúar 2003 | Skólar/Menntun | 226 orð

Þverfaglegar námsleiðir

*Sjávarútvagsfræði, þverfaglegt rannsóknatengt 60 eininga meistaranám sem skipulagt er í samvinnu félagsvísindadeildar, raunvísindadeildar, verkfræðideildar, lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar. Meira

Umræðan

27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 797 orð | 2 myndir

Ástralar áttuðu sig

"Alþingi hefur sett lok á pottinn, en það heldur áfram að krauma og bulla í honum." Meira
27. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 166 orð

Gróa á Leiti og Samfylkingin

AF einhverjum óskiljanlegum ástæðum heldur Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, áfram þeirri iðju einnar flokkssystur sinnar að fullyrða, að sérstaklega sé níðst á Jóni Ólafssyni í Skífunni í þessu landi. Meira
27. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 381 orð | 2 myndir

Í foræði sökkva ÉG var að...

Í foræði sökkva ÉG var að horfa á myndina hans Ómars Ragnarssonar, Meðan land byggir, sl. sunnudagskvöld og datt þá þessi vísa í hug: Í foræðið sökkva hin fegurstu lönd, sem framtíðin réttlætir eigi. Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 950 orð | 2 myndir

Lygar - bölvaðar lygar - og tölfræði

"Að ekki séu gerðar efniskröfur til lögfræðimenntunar lögmanna er út í bláinn." Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Pólitískir pistlar í fréttum Stöðvar 2

"Þennan samanburð og þessa miklu aukningu barnabóta minntist Kristján Már ekki á í pistli sínum." Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

SPRON hvað næst?

"Eftir því sem markaðsvirði SPRON er metið lægra því meiri verður hlutfallsleg eign stofnfjáreigenda." Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 215 orð | 1 mynd

Tillaga

"Miðaverð verði þriðjungi hærra en á fyrri sýningum." Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 471 orð | 2 myndir

Tryggjum forystu Vöku

,,Vaka hefur sýnt fram á að breytinga var þörf og leggur árangur síðasta starfsárs fyrir dóm stúdenta." Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 512 orð | 1 mynd

Um hvað er kosið í Háskóla Íslands?

"Við biðjum um umboð til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta." Meira
27. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 479 orð

Um reykingar á veitingastöðum

UM 19 ára skeið hafa verið í gildi lög um tóbaksvarnir og er þeim ætlað að hlífa því fólki við tóbaksreyk sem ekki reykir. Meira
27. febrúar 2003 | Aðsent efni | 563 orð | 1 mynd

Uppbót á bílastyrk

"Væri því ekki rétt að nefndin greiddi mismuninn?" Meira

Minningargreinar

27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 644 orð | 1 mynd

EINAR SIGURJÓNSSON

Einar Sigurjónsson fæddist á Meðalfelli í Hornafirði 11. júlí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 8. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

Guðmundur Kristján Moritz Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. október 1947. Hann lést af slysförum á Seyðisfirði 21. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarkirkju 1. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1047 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR TÓMAS GÍSLASON

Guðmundur Tómas Gíslason fæddist í Reykjavík 11. janúar 1946. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 755 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Guðrún Jónsdóttir fæddist á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði hinn 4. september 1911. Hún lést á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut hinn 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Fanney Sigfúsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 325 orð | 1 mynd

HARRY STEINSSON

Harry Steinsson skipstjóri fæddist í Reykjavík 27. september 1933. Hann lést á líknardeild LHS í Kópavogi 17. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 350 orð | 1 mynd

HELGA HANSDÓTTIR

Helga Hansdóttir fæddist á Ketilsstöðum í Hörðudal í Dalasýslu 7. nóvember 1924. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík hinn 11. febrúar síðastliðinn og var útför Helgu gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 517 orð | 1 mynd

JÓN GUÐMUNDSSON

Jón Guðmundsson fæddist á Blesastöðum á Skeiðum 14. mars 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 13. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hveragerðiskirkju 26. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 895 orð | 1 mynd

JÖRUNDUR FINNBOGI ENGILBERTSSON

Jörundur Finnbogi Engilbertsson fæddist í Súðavík 1. júlí 1927. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 3. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR

Kristín Þórðardóttir fæddist á Brávöllum á Stokkseyri 28. nóvember 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. febrúar síðastliðinn. Kristín var dóttir hjónanna Málfríðar Halldórsdóttur, f. 8.8. 1889, d. 7.11. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 862 orð | 1 mynd

KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON

Kristleifur Þorsteinsson, bóndi og hreppstjóri, fæddist á Húsafelli 11. ágúst 1923. Hann andaðist á Grensásdeild Landspítalans 7. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykholtskirkju 15. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 466 orð | 1 mynd

MARY GILLIGAN

Mary Lydia Westrup Kjartansdóttir Milner, gift Gilligan, fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1935. Hún lést á sjúkrahúsi í Tacoma í Washington-ríki í Bandaríkjunum 21. janúar síðastliðinn. Móðir hennar er Guðbjörg Kristjánsdóttir Milner frá Bíldudal, f. 2. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 223 orð | 1 mynd

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Sigurður Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 11. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
27. febrúar 2003 | Minningargreinar | 2120 orð | 1 mynd

SIGURLAUG ANNA HALLMANNSDÓTTIR

Sigurlaug Anna Hallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. október 1925. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík hinn 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ráðhildur Ágústa Sumarliðadóttir, f. á Vatnsleysuströnd 11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 978 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 30 30 30...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 30 30 30 272 8,160 Flök/Steinbítur 250 250 250 850 212,497 Grálúða 180 180 180 12 2,160 Gullkarfi 102 30 68 12,501 852,844 Hlýri 135 10 110 1,847 203,148 Keila 80 30 72 6,860 496,526 Keilubland 30 30 30 157 4,710 Langa 146 30... Meira

Daglegt líf

27. febrúar 2003 | Neytendur | 801 orð | 1 mynd

Farið sparlega með andlitsliti og vandið valið

ANDLITSMÁLUN er vinsæl afþreying fyrir börn í seinni tíð. Andlitslitir eru notaðir í leikskólum víða, eins er boðið upp á málun í verslunarmiðstöðvum um helgar eða nánast í hvert sinn sem efnt er til skemmtunar fyrir börn. Meira
27. febrúar 2003 | Neytendur | 594 orð

Mjólk og sprengidagsmatur með afslætti

BÓNUS Gildir 27. feb.-2. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Bónus svínakótilettur 499 699 499 kr. kg Bónus svínahnakki m/beini 399 599 399 kr. kg MS nýmjólk / léttmjólk 77 79 77 kr. ltr Frosinn kjúklingur 249 299 249 kr. Meira

Fastir þættir

27. febrúar 2003 | Í dag | 717 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þormar, organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Biblíulestur kl. 20 í safnaðarheimilinu. Lúkasarguðspjall lesið og skýrt. Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 315 orð

BRIDS - Guðmudur Páll Arnarson

Danska sveitin á Bridshátíð undir forystu Lars Blaksets varð í öðru sæti í Flugleiðamótinu. Danirnir spiluðu vel, en guldu þó afhroð gegn sigursveit Subaru, sem náði fullnaðarsigri (25-5) í tiltölulega rólegum spilum. Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 427 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni 2003 Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður haldið helgina 1.-2. mars. Allir spila við alla, en lengd leikja fer eftir fjölda sveita. Þátttökugjald er 10.000 kr. á sveit. Meira
27. febrúar 2003 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman í Dómkirkjunni 4. janúar sl. af sr. Hjálmari Jónssyni þau Ásdís María Rúnarsdóttir og Atli Freyr... Meira
27. febrúar 2003 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Selfosskirkju 11. janúar sl. af sr. Gunnari Björnssyni þau Þórdís Sólmundsdóttir og Símon... Meira
27. febrúar 2003 | Dagbók | 81 orð

ÍSLENSK TUNGA

Hvað er nú tungan? - Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði. - Hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Meira
27. febrúar 2003 | Dagbók | 499 orð

(Jóh. 10, 14.)

Í dag er fimmtudagur 27. febrúar, 58. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig. Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 496 orð | 1 mynd

Keppt í Kaupmannahöfn

Alþjóðlegt dansmót í Kaupmannahöfn 14. til 16. febrúar. Meira
27. febrúar 2003 | Í dag | 348 orð

Kirkjustarf í Þorláksprestakalli

UM síðustu helgi var kvennamessa í Þorlákskirkju þar sem Yrsa Þórðardóttir messaði, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrst vígðra kvenna á Íslandi, las guðspjall, Sigþrúður Harðardóttir aðra texta og Halla Kjartansdóttir var að venju meðhjálpari og... Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 293 orð | 2 myndir

Kortsnoj vann Hannes Hlífar

18. - 27. febrúar. Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 708 orð | 1 mynd

Kramnik efstur í Linares

22. feb.-9. mars 2003 Meira
27. febrúar 2003 | Viðhorf | 771 orð

Prúðar prinsessur

Skæðir skúrkar og prúðar prinsessur með fylgihlutum; grímum, hárkollum, 12 skota vélbyssum, snyrtiveskjum og töfrasprotum fara úr öskunni í eldinn í bæklingum fyrir æskuna á öskudaginn. Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 O-O 7. Bd3 Rbd7 8. Rf3 He8 9. Dc2 Rf8 10. O-O c6 11. h3 g6 12. Bh6 Re6 13. Re5 Rg7 14. g4 Rd7 15. f4 Bf8 16. Df2 Rxe5 17. fxe5 Be6 18. Re2 Be7 19. Rf4 Bh4 20. Df3 Hf8 21. Kh2 De7 22. Rg2 Bg5 23. Meira
27. febrúar 2003 | Fastir þættir | 428 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

SAMKVÆMT lauslegri könnun Víkverja hafa 15-20 sakamálaþættir verið á dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna í vetur. Allir þessir þættir fjalla ýmist um lögreglumenn eða lögmenn, nema hvort tveggja sé, og eru langflestir bandarískir. Meira

Íþróttir

27. febrúar 2003 | Íþróttir | 91 orð

Atli í "njósnaferð"

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður í Þýskalandi og í Belgíu um næstu helgi þar sem hann ætlar að fylgast með íslensku leikmönnunum sem þar leika. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Árni Gautur ekki í marki Íslands á móti Skotum í Glasgow

LITLAR líkur eru á að Árni Gautur Arason markvörður geti leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir Skotum í undankeppni Evrópumótsins í Glasgow hinn 29. mars. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 93 orð

Boltinn er hjá Rosenborg

FRAMTÍÐ Árna Gauts hjá Rosenborg er enn óráðin en eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir skömmu var Árni ekki sáttur við tilboð norska liðsins sem bauð honum að framlengja samning sinn um þrjú ár en núgildandi samningur rennur út í lok ársins. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

* ELLERT B.

* ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands , var eftirlitsmaður UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu , á leik Ajax og Arsenal í meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 300 orð

Engin tilboð á borð Guðjóns

"ÉG hef aldrei verið atvinnulaus á ævinni svo þú getur rétt ímyndað þér að þetta er ekki óskastaðan hjá mér," sagði Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 291 orð

Frábær lokakafli hjá Val

VALSMENN spýttu heldur betur í lófana í síðari hálfleik gegn Stjörnunni þegar liðin mættust í Garðabæ í gærkvöldi. Að sama skapi vantaði Stjörnumenn viljann og trúna á sigur þegar á leið, eftir að hafa haft mjög svo vænlega stöðu í fyrri hálfleiknum. Í leikhléi var staðan 15:11 fyrir Stjörnuna en Valsmenn, með Roland Val Eradze í fararbroddi sneru leiknum sér í vil og unnu 27:24. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 733 orð

HANDKNATTLEIKUR HK - Haukar 28:31 Digranes,...

HANDKNATTLEIKUR HK - Haukar 28:31 Digranes, Kópavogi, 1. deild karla, Essodeild, miðvikudaginn 26. febrúar 2003. Gangur leiksins : 1:0, 3:2, 4:6, 9:6, 11:10, 13:12, 15:12, 17:13, 19:16 , 19:18, 21:18, 21:20, 22:26, 26:28, 26:30, 28:30, 28:31 . Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* HARRY Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth segist...

* HARRY Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth segist vilja fá Ítalann Paolo Di Canio í sumar en Di Canio hefur ákveðið að yfirgefa West Ham eftir leiktíðina. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 405 orð | 1 mynd

HK hélt ekki út gegn Haukum

NÝBAKAÐIR bikarmeistarar HK riðu ekki feitum hesti frá viðureign við fyrrverandi bikarmeistara Hauka í Kópavoginum í gærkvöldi. Lengi vel leit út fyrir að HK fengi enn eina rós í hnappagatið en þeir voru alls ekki viðbúnir bættri vörn Hafnfirðinga og töpuðu 31:28. Fyrir vikið taka Haukar annað sæti deildarinnar af ÍR. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 128 orð

ÍA og Lyn vilja samstarf

FORSVARSMENN knattspyrnuliðs ÍA og norska liðsins Lyn hafa átt í viðræðum um samstarf sín á milli en bræðurnir Ólafur og Teitur Þórðarsynir eru þjálfarar hjá liðunum. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 144 orð

Jón Arnar í 4.-5. sæti á heimslistanum

JÓN Arnar Magnússon er í 4.-5. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 765 orð | 1 mynd

KA rassskellti raga Þórsara

MIKIL spenna ríkti fyrir leik Þórs og KA í gær og var hiti í Höllinni; áhorfendur vel á annað þúsund. Heldur meira fór fyrir þeim gulu og þegar flautað var til leiks var ljóst að stemmningin í KA-liðinu var meiri. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 26 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Ásvellir: Haukar...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Ásvellir: Haukar - Skallagrímur 19.15 Keflavík: Keflavík - ÍR 19.15 Hlíðarendi: Valur - Snæfell 19.15 1. deild karla: Laugardalsh.: Árm./Þróttur - Reynir S. 20 ÍSHOKKÍ Úrslitakeppni karla, annar... Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 174 orð

Lee Sharpe kemur til Grindavíkur

LEE Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, er væntanlegur til Grindavíkur í næstu viku. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

Liggur enn undir feldi í Berlín

"ÉG er bara að undirbúa heimkomuna," sagði Eyjólfur Sverrisson, atvinnumaður hjá þýska liðinu Hertha Berlin, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en Eyjólfur lýkur í vor glæsilegum ferli sínum í atvinnumennsku sem spannar heil 14 ár. Sauðkræingurinn, sem verður 35 ára gamall í sumar, fór út í atvinnumennsku árið 1990 þegar hann var keyptur frá Tindastóli til þýska liðsins Stuttgart. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 202 orð

Selfyssingar leggja ekki árar í bát

"ÉG GET ekki tekið þátt í því að handknattleikur á Íslandi yrði aðeins stundaður fyrir vestan Rauðavatn og á Akureyri," sagði Bergur Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í gær en liðið er sem stendur í neðsta sæti 1. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 71 orð

Sex mörk Guðjóns Vals

GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk í gærkvöld þegar Essen vann stórsigur á Göppingen, 32:20, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Patrekur Jóhannesson var ekki á meðal markaskorara Essen í leiknum. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 605 orð | 1 mynd

Shearer sá um Leverkusen

ÞAÐ má með sanni segja að leikur Ajax og Arsenal í Meistaradeildinni í gær hafi minnt um margt á þrátefli í skák því liðin fengu vart markfæri og virtust allir leikmenn sáttir við það. Efstu lið A-riðils gerðu einnig markalaust jafntefli en Newcastle, með Alan Shearer í broddi fylkingar, sætti sig ekki við neitt miðjumoð og vann Leverkusen 3:1 og skoraði Shearer öll mörk heimamanna. Roma kom einnig á óvart og vann 3:0 í Valenciu. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 80 orð

Stoke af botninum

STOKE City komst í gærkvöld af botni ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Walsall á heimavelli, 1:0. Það var Lee Mills sem skoraði sigurmarkið eftir 19 mínútna leik. Meira
27. febrúar 2003 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Guðjónsson meiddist á hné...

* ÞÓRÐUR Guðjónsson meiddist á hné í leik með Bochum gegn Rostock í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi. Meira

Viðskiptablað

27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 184 orð

40 sjónvarpsstöðvar og 20 útvarpsstöðvar

SÍMINN Breiðband hefur hafið stafræna dreifingu sjónvarps á breiðbandsneti sínu samhliða því að halda áfram að sinni með hefðbundna sjónvarpsdreifingu. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 203 orð | 1 mynd

70 ára afmæli fagnað

HINN 18. febrúar voru 70 ár síðan Sigurður Ágústsson, kaupmaður og alþingismaður, stofnaði fyrirtæki sitt. Sigurður keypti þann dag árið 1933 á uppboði eignir Tang og Riis og er fyrirtækið eitt það elsta í sjávarútvegi á Íslandi sem starfar á sama... Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 130 orð

Alcoa valið eitt virtasta fyrirtækið vestra

BANDARÍSKA viðskiptatímaritið Fortune valdi á dögunum Alcoa "virtasta fyrirtæki Bandaríkjanna á sviði málmframleiðslu." Alcoa hefur hlotið þennan titil tímaritsins síðan það hóf að gefa fyrirtækjum einkunn árið 1983, ef frá er talið árið 1994. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 242 orð

Bátar

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 105 orð | 1 mynd

Danskar verslunarkeðjur í kraftmikilli útrás

ÞRÁTT fyrir að íslensk verslunarfyrirtæki eins og Baugur verði sífellt stórtækari í útrás á erlenda markaði komast Íslendingar ekki með tærnar þar sem danskar verslunarkeðjur hafa hælana í þessum efnum. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 481 orð | 1 mynd

Ekki það sama sjóður og banki

ÞÁTTTÖKU ríkisins í rekstri Landsbanka Íslands lauk nú í vikunni. Af þessu tilefni sagði viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið það vera í takt við breytta tíma að ríkið tæki ekki þátt í rekstri viðskiptabanka. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 20 orð

Erlend skip

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 772 orð

Fróðleg heimild

Á blaðamannafundi hinn 6. október árið 1979 tilkynnti þáverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Paul Volker, að fjármagn í umferð myndi í framtíðinni ekki lengur breytast í takt við hringrás efnahagssveiflna. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 13 orð

Frystiskip

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 64 orð | 1 mynd

Fyrrverandi stjórnendur Kmart ákærðir

SAKSÓKNARI í Michigan í Bandaríkjunum lagði í gær fram ákærur á hendur tveimur fyrrverandi yfirmönnum Kmart stórmarkaðakeðjunnar, Enio Montini og Joseph Hofmeister , fyrir fjársvik og að veita bandaríska fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 409 orð | 1 mynd

Góðar söluhorfur á grásleppuhrognum

SÖLUHORFUR á grásleppuhrognum á komandi vertíð eru góðar, enda mikil spurn eftir hrognunum á heimsmarkaði. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda varar þó við of miklum verðhækkunum. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 168 orð | 1 mynd

Gucci leyft að birta "ósiðlega" auglýsingu

NOKKRIR reiðir Bretar lögðu fram kvörtun til þarlendrar auglýsingasiðanefndar (Advertising Standards Authority) nýlega vegna auglýsingar frá ítalska tískuhúsinu Gucci sem þeir töldu misbjóða sómakennd sinni. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 144 orð | 1 mynd

HP stendur ekki undir væntingum

TÖLVURISINN Hewlett-Packard, sem yfirtók Compaq á síðasta ári, olli fjárfestum vonbrigðum með slakri afkomu á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi uppgjörsárs. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 308 orð

IM gerir samning við danska ferðaskrifstofu

DANSKA ferðaskrifstofan MyPlanet A/S, sem er í eigu KILROY travels International, hefur gert þriggja ára samning við Information Management ehf. (IM) um ráðgjöf og þróun upplýsingakerfis fyrirtækisins. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 140 orð | 1 mynd

Karfi og Camembert

KARFINN er vanmetið hnossgæti og er alltof sjaldan á borðum Íslendinga. Karfann má nálgast í öllum fiskbúðum á mun betri kjörum en flestar aðrar fisktegundir. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

KKR vill ekki Safeway

BANDARÍSKA eignarhaldsfélagið Kohlberg Kravis Roberts & Co (KKR) hefur dregið sig úr baráttunni um bresku stórmarkaðakeðjuna Safeway . Hlutabréf í Safeway féllu í verði við þessar fréttir. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 276 orð

Landsafl hf. hagnaðist um 182 milljónir í fyrra

HAGNAÐUR fasteignafélagsins Landsafls hf. á árinu 2002 nam 182 miljónum króna að teknu tilliti til skatta. Árið áður var hagnaður félagsins 51 milljón. Í tilkynningu frá Landsafli segir að afkoma síðasta árs sé viðunandi að mati stjórnenda félagsins. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 125 orð | 1 mynd

Líflegt í loðnufrystingu

LOÐNUFRYSTING stendur nú sem hæst og hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hafa á tæpri viku verið fryst um 500 tonn, allt á Rússlandsmarkað. Unnið er á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn og hefur vantað meiri mannskap í vinnu en um 18 manns eru á vakt í einu. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 56 orð

Loðnuskip

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 467 orð

Máli gegn iDigi lokið með dómsátt

MÁLI sem Lífeyrissjóður Norðurlands, LSA, og fjárfestingarfélagið Nordica S.A. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 199 orð

MBA þarf meiri siðfræði

NÝLEG könnun meðal tilvonandi háskólanema í Flórída sýnir að mikill meirihluti þeirra telur, að í MBA-námi (Master of Businesss Administration) þurfi að leggja meiri áherslu á viðskiptasiðfræði í framtíðinni, í ljósi fjölda hneykslismála sem hafa skekið... Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 126 orð

Norðmenn herja á Nígeríumarkað

ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á skreið til Nígeríu hefur aukist umtalsvert á síðustu þremur árum og var verðmæti útflutningsins á síðasta ári tæpar 800 milljónir íslenskra króna. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 190 orð | 2 myndir

Nýir bílar til Flytjanda

VÉLASVIÐ Heklu hf. afhenti nýverið sex nýjar Scania vöruflutningabifreiðir til Flytjanda. Bílarnir eru með 470 hestafla vélum sem eru m.a. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 653 orð | 2 myndir

Nýtt nafn og ný fjárfestingarstefna hjá Framtaki

FRAMTAK Fjárfestingarbanki hf., sem áður var Þróunarfélag Íslands, hefur tekið upp nýja fjárfestingarstefnu. Félagið varð sem kunnugt er til í núverandi mynd með sameiningu Þróunarfélagsins og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans í október sl. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 454 orð | 1 mynd

Opin vinnurými í anda Ally McBeal

ALMENNT er orðið viðurkennt að umhverfið skiptir máli fyrir líðan starfsmanna og þar geta hönnuðir og arkitektar komið inn í. Aðstaða starfsmanna fyrirtækja er talin skipta miklu máli þegar kemur að starfsánægju. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 271 orð | 1 mynd

Orkan úr bræðslunni beisluð

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur tekið í notkun nýjan og öflugan gufuþurrkara, auk rafskautaketils í fiskimjölsverksmiðju félagsins. Með þessum breytingum aukast afköst verksmiðjunnar úr 850 tonnum í allt að 1.200 tonn á sólarhring. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 233 orð

Reglur verði einfaldaðar

SAMSTARFSNEFND Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál hafa komist að samkomulagi um úrbætur og einfaldanir á reglum um fiskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Rússlands. Nefndin hélt þriðja fund sinn í Reykjavík dagana 18.-20. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 58 orð

Rækjubátar

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 313 orð | 1 mynd

Samdráttur í kjölfar kvótasetningar

AFLI smábáta á norðanverðum Vestfjörðum dróst saman um tæp 4 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári, í kjölfar kvótasetningar á ýsu og steinbít, samkvæmt tölum sem Landssamband smábátaeigenda hefur unnið upp úr gögnum Fiskistofu. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 99 orð | 2 myndir

Samsonarmenn í London

EIGENDUR Samsonar ehf. voru á ferð í London í síðustu viku, þar sem þeir kynntu sér m.a. ný húsakynni Heritable-bankans, sem er að 99% í eigu Landsbankans. Við það tækifæri hittu þeir bankastjóra Heritable, Mark Sismey-Durrant, sem tók við starfinu 1. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 253 orð

Sérgreindar upplýsingar um laun stjórnenda

HINAR nýju reglur Kauphallar Íslands um upplýsingaskyldu um launakjör stjórnenda hlutafélaga taka í fyrsta lagi til þess að krafist er sérgreindra upplýsinga um laun, greiðslur og hlunnindi æðstu stjórnenda. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 1683 orð | 4 myndir

Sérstæðir straumar

Umfjöllun um mikilvægi hönnunar og frumleika hefur farið hátt í viðskiptalífinu að undanförnu. Eyrún Magnúsdóttir hefur setið hverja ráðstefnuna á eftir annarri þar sem nýstárlegar hugmyndir um rekstur fyrirtækja hafa komið fram. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 232 orð | 1 mynd

Sjávarútvegsskóli SÞ útskrifar nemendur

SJÁVARÚTVEGSSKÓLI Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaði fimmta árgang sinn hér á landi nýverið. Að þessu sinni útskrifuðust 19 nemendur sem er stærsti hópurinn til þessa, en þá hafa frá upphafi starfseminnar alls 62 nemendur útskrifast. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 456 orð

Skelfilegur febrúar

"FEBRÚARMÁNUÐUR hefur verið vægast sagt skelfilegur, stórviðri upp á nánast hvern einasta dag og menn hafa lítið róið," sagði Sverrir Vilbergsson, hafnarvörður í Grindavík, þegar Morgunblaðið leitaði þar aflafregna í gær. Hann sagði bátana þó hafa fengið ágætan afla þá örfáu daga sem gefið hefði á sjó í mánuðinum. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 5 orð

skelfisksbátar

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 149 orð | 1 mynd

Stríðið verst fyrirtækjum sem eru háð auglýsingum

Í Bandaríkjunum velta fjármálaspekúlantar því nú fyrir sér hverjir fari verst út úr hugsanlegu stríði við Írak. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 67 orð

Togarar

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Trefjabátur til Skotlands

BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nýverið bát af gerðinni Cleopatra 33 til skosku eyjarinnar Lewis sem er hluti af Suðureyjum. Heimahöfn bátsins er í Stornoway. Kaupandi bátsins er Donald Morrison. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 226 orð

Umskipti í afkomu Sparisjóðs Norðlendinga

HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Norðlendinga á árinu 2002 nam um 80 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var tap sjóðsins 122 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 24,4% og hagnaður fyrir skatta tæplega 100 milljónir. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 502 orð | 1 mynd

Upplýsinga krafist um launakjör stjórnenda

MARKAÐURINN krefst þess að fyrir liggi upplýsingar um kjör stjórnenda fyrirtækja, þannig að hluthafar hafi góða og glögga yfirsýn yfir þau og geti myndað sér skoðun á þeim. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 185 orð

Verð á þorski, ýsu og karfa lækkað um 5%

ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að verð á þorski, ýsu og karfa sem útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík greiðir áhöfnum skipa sinna skuli lækka um 5%. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 63 orð | 1 mynd

Viðbúið að endurskoða þurfi efnahagsspár

Í MORGUNPUNKTUM Kaupþings í gær segir að stækkun Norðuráls muni mjög líklega hafa töluverð áhrif á hagvöxt á þessu ári og því næsta. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

ZEC-svæðið kynnt

Í VIKUNNI stóð Útflutningsráð fyrir kynningarfundi um ZEC-frísvæðið á Kanaríeyjum (Zona Especial Canaria) en markmiðið með stofnun svæðisins var að örva efnahagslega og félagslega þróun á eyjunum. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 558 orð | 2 myndir

Þýðir verulega hagræðingu í birgðahaldi

Í NÝJU vöruhóteli sem Vöruhótelið ehf., dótturfyrirtæki Eimskips ehf. Meira
27. febrúar 2003 | Viðskiptablað | 423 orð | 1 mynd

Ölgerðin flytur allt birgðahald til Vöruhótelsins

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf. og Vöruhótelið ehf. hafa undirritað samning um að Vöruhótelið muni annast allt birgðahald ölgerðinnar næstu fjögur árin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.