YFIRMAÐUR herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, bandaríski hershöfðinginn James L. Jones, kvaðst í gær hafa hafið viðræður við öll aðildarríki NATO um hugsanlegar breytingar á bandarískum herstöðvum í álfunni.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því í gær að Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugur Group hf., hefði tjáð sér í samtölum í London 26.
Meira
ÍSLENDINGAR tóku í gær við stjórn Slatina-flugvallar í Pristina í Kosovo af Ítölum sem hafa séð um það verkefni undanfarin þrjú ár. Ítalir afhenda hér Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-héraðs (t.v.
Meira
KHALID Shaikh Mohammed, einn af forsprökkum al-Qaeda, var að skipuleggja hryðjuverk í Bandaríkjunum og á Arabíuskaga þegar hann var handtekinn í Pakistan um helgina, að sögn bandarískra embættismanna í gær. Nöfn hugsanlegra útsendara al-Qaeda, m.a.
Meira
FRUMVARPI iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um heimild til að reisa álverksmiðju í Reyðarfirði var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í gær.
Meira
"Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna - Staða, þróun og horfur frá sjónarhóli þjóðaréttar" er heiti málstofu sem haldin verður á vegum Lagadeildar Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 5. mars kl. 12.15 - 13.30, í Lögbergi, stofu L-101.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 399 orð
| 1 mynd
HALLGRÍMUR Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar, stýrir frá og með deginum í gær um hundrað mönnum frá fjórtán þjóðum sem nú reka flugvöllinn í Pristina.
Meira
Hætt að reykja í Hveragerði Í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er til boða vikudvöl með námskeiði gegn reykingum þar sem tekið er á þeim þáttum sem oft fylgja reykingum, svo sem hreyfingarleysi, þrekleysi og lélegu mataræði. Næsta námskeið verður haldið...
Meira
BÚNAÐARÞING verður sett í dag, 4. mars nk. kl. 10.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðu og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarpar þingið.
Meira
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Álverksmiðja í Reyðarfirði. 2. Stjórnsýslulög. 3. Staðlar og Staðlaráð Íslands. 4. Útlendingar (útlendingar frá EFTA-ríkjum). 5.
Meira
GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Gerhard Sabathil, sendiherra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi og Noregi, deildu í gær um þær forsendur sem fulltrúar ESB byggja á af sinni hálfu í viðræðunum...
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group: "Vegna undarlegra yfirlýsinga forsætisráðherra Íslands í Ríkisútvarpinu í morgun um samtöl hans við Hrein Loftsson, stjórnarformann Baugs Group,...
Meira
ÞAU Einar Páll og Lilja Eivor, nemendur í 4. bekk Hlíðaskóla, gæddu sér á ljúffengum rjómabollum á bolludaginn í gær. Þau áttu í mestu vandræðum með að koma öllum rjómanum á sinn stað en gættu þess að ekkert færi til spillis.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 1379 orð
| 1 mynd
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist aldrei nokkurn tíma hafa reifað nokkra hugmynd í þá veru, að gerð væri tilraun til þess að bjóða Davíð Oddssyni forsætisráðherra greiðslu, gegn því að hann léti af andstöðu við Baugs-fyrirtæki. Agnes Bragadóttir ræddi við Jón Ásgeir um atburði helgarinnar og viðtal RÚV við forsætisráðherra í gærmorgun.
Meira
4. mars 2003
| Akureyri og nágrenni
| 257 orð
| 1 mynd
UNDANFARNA daga hafa rúður í strætisvagnaskýlum á Akureyri verið brotnar og er tjónið umtalsvert. Níu rúður í skýlum í Gilja- og Síðuhverfi hafa verið brotnar og þar af fimm aðfaranótt sunnudags.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 20 orð
| 1 mynd
Átta íslenskir flugumferðarstjórar eru við friðargæslustörf í Pristina. Myndin var tekin í desember síðastliðnum en flugumferðarstjórarnir eru nú alls...
Meira
HREINN Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi fjölmiðlum í gærmorgun eftirfarandi yfirlýsingu: "Frásögn Davíðs Oddssonar í viðtali í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins af meintu mútuboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er röng.
Meira
ILLUGI Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fullyrðingar Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, um að hann hafi ekki verið viðstaddur samtal Hreins og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um Baugsveldið vera rangar.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2003 vegna samþykktar ríkisstjórnarinnar um átak í atvinnu- og byggðamálum. "Samkvæmt samþykktinni aukast framlög til vegaframkvæmda um 4.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fundið um 50 þúsund myndir með barnaklámi í tölvum tveggja karlmanna auk um fimm þúsund klámmynda sem tengjast dýrum. Rannsókn er lokið og fara málin sína leið til ákæruvalds og dómsvalds.
Meira
4. mars 2003
| Erlendar fréttir
| 209 orð
| 1 mynd
STJÓRN Moammars Gaddafís Líbýuforseta er meiri ógn við arabaheiminn en erlend stórveldi, og nauðsynlegt er að hann verði hrakinn frá völdum, sagði eitt helsta dagblaðið í Sádi-Arabíu í leiðara í gær.
Meira
REYKJAVÍKURLISTINN fagnar nýframkominni samgönguáætlun á Alþingi en gerir athugasemdir við fimm atriði í henni er varða sjálfbærar samgöngur, öryggi, stuðning ríkisins við almenningssamgöngur í þéttbýli, Reykjavíkurflugvöll og hlut borgarinnar í...
Meira
FULLTRÚI alþjóðlegu umhverfisverndarsamtakanna International Rivers Network, IRN, sat fyrir tveimur vikum fund með fjórum fulltrúum Landsvirkjunar og Smára Geirssyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, þar sem upplýsingum um efnahags- og umhverfisþátt...
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist harma þá ákvörðun Kristjáns Pálssonar alþingismanns að fara í sérframboð við alþingiskosningarnar í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna á öllu sínu að halda.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 430 orð
| 1 mynd
HELGIN var annasöm hjá lögreglunni í Reykjavík og nokkuð var um ölvun og ryskingar. Tilkynnt var um 35 umferðaróhöpp, 60 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, 15 voru grunaðir um ölvun við akstur og sex óku yfir á rauðu ljósi.
Meira
HANN var ekki góður fnykurinn sem mætti fréttaritara Morgunblaðsins þegar hann kom að þar sem þeir Þorvaldur Björnsson, Jón Ásberg Salómonsson og Ásbjörn Björgvinsson voru að taka tvo sundurhlutaða hvali af pallbílum sínum við Saltvík.
Meira
HÆTT hefur verið við framleiðslu kvikmyndarinnar Sólon Íslandus . Unnið hefur verið að myndinni í um fjögur ár en nú er svo komið að allar leiðir eru lokaðar hvað fjármögnun varðar.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 450 orð
| 1 mynd
Íslendingar ætla að stýra Slatina-flugvelli í Pristina í Kosovo næsta árið, allt þar til hann verður færður undir borgaralega stjórn SÞ og heimamanna í apríl árið 2004. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra staðfesti þetta í gær er hann tók við stjórn flugvallarins fyrir hönd Íslensku friðargæslunnar. Davíð Logi Sigurðsson var með Halldóri í heimsókninni til Kosovo.
Meira
4. mars 2003
| Erlendar fréttir
| 727 orð
| 2 myndir
ÍSLAND og hin EFTA-ríkin í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru í "forréttindastöðu" í Evrópusamstarfinu með því að standa utan vissra kjarnasamvinnusviða Evrópusambandsins (ESB).
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um stuðning Íslands við rússnesku framkvæmdaáætlunina um verndun hafsvæða gegn mengun frá landi. Ísland mun leggja fram 100 þúsund dollara á fimm árum eða um 8 milljónir króna.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 1772 orð
| 1 mynd
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hafi greint sér frá því í samtali þeirra í London 26. janúar 2002, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi viðhaft þau ummæli að greiða þyrfti Davíð 300 milljónir gegn því að hann léti af andstöðu við fyrirtækið. Ómar Friðriksson ræddi við Davíð í gær.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 312 orð
| 1 mynd
AÐKOMUGÖNGIN sem Íslenskir aðalverktakar eru að sprengja við Innri-Kárahnjúk eru nú orðin um 408 metrar að lengd en sú tala breytist fljótt vegna þess að verkið gengur vel.
Meira
JARÐSKJÁLFTI, upp á 1,3 stig á Richterskvarða, kom fram á jarðskjálftamæli við Aðalból á virkjunarsvæðinu norðan Vatnajökuls um klukkan 19:15 í fyrrakvöld. Þegar jarðfræðingar fóru að athuga málið kom í ljós að um sprengingar verktaka voru að ræða.
Meira
ÞRÁTT fyrir miklar annir gefa þingmenn sér tíma til að stinga saman nefjum og kætast. Að minnsta kosti gefur meðfylgjandi mynd ekki annað til kynna. Hvað þeim Þorgerði K.
Meira
KJÚKLINGABÚIÐ Vor ehf. á bænum Vatnsenda í Villingaholtshreppi fékk nýverið umhverfisstefnu sína vottaða hjá Beluga og er þar með þriðja íslenska fyrirtækið til að fá þessa vottun og fyrsta fyrirtækið í landbúnaðargeiranum.
Meira
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Sigurði Jónssyni, Selfossi, sem sæti átti í uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, vegna ummæla Kristjáns Pálssonar alþingismanns: "Mögulegt sérframboð Kristjáns Pálssonar alþingismanns...
Meira
Guðrún Gauksdóttir fæddist í Reykjavík 30. október 1963. Kandídat frá lagadeild Háskóla Íslands 1989, fékk meistaragráðu í þjóðarrétti frá lagadeild Háskólans í Lundi 1993 og er að ljúka doktorsnámi frá þeim skóla. Starfaði eftir lagapróf í tvö ár hjá Borgardómi Reykjavíkur og samhliða námi hefur hún sinnt lögfræðikennslu bæði í Lundi og á Íslandi auk þess að sinna lögfræðistörfum. Á eina dóttur, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, f. 1988.
Meira
ANNAR tveggja heimilislækna á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ hefur látið af störfum vegna veikinda og hinn heilsugæslulæknirinn hefur verið veikur frá því um helgi.
Meira
MEISTARAFLOKKUR Íþróttafélagsins Magna á Grenivík í knattspyrnu hefur ákveðið að efna til kirkjutröppumaraþons um páskana og hlaupa upp og niður hinar víðfrægu kirkjutröppur Akureyrarkirkju í einn sólarhring.
Meira
Í FYRRADAG sást til maríuerlu við Byggðasafnið á Höfn í Hornafirði og skömmu síðar sást til erlunnar við Sílavík. Þetta var karlfugl í mjög fallegum búningi.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Sjónvarpið, í Íslandi í dag á Stöð tvö og í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi að tal forstjóra Baugs um að bera á sig fé hefði tvívegis borið á góma í samtölum sínum og Hreins Loftssonar í London í...
Meira
ÞRÍR menn voru handteknir þar sem þeir höfðu komið sér fyrir á gistiheimili á Akureyri og var einn þeirra með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í herbergi þeirra fundust 30 e-töflur og 15 grömm af hassi í eins gramms pakkningum.
Meira
Meðhöfund vantaði Í grein í Lesbók síðastliðinn laugardag um æskulýðsstarf kirkjunnar kom ekki fram að Pétur Björgvin Þorsteinsson var meðhöfundur að greininni. Beðist er velvirðingar á...
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 375 orð
| 1 mynd
VERÐ á matvælum hefur þróast með mjög mismunandi hætti á undanförnum árum. Þannig hafa til dæmis egg, kjöt og grænmeti hækkað lítið undanfarin ár og verulega minna en verðlag á sama tímabili.
Meira
ATVINNULEYSI hefur aukist á Norðurlandi eystra og er nú um 4% af vinnuafli svæðisins án atvinnu. Svæðisvinnumiðlun hefur í ljósi þessa aukið við úrræði fyrir fólk á atvinnuleysisbótum.
Meira
"EFTIR svona námskeið fer maður að hugsa meira um tilfinningar sínar og vinina. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og skemmtilegt," sögðu þau Telma Dís Ólafsdóttir og Jón Þór Gylfason, nemendur í 7.
Meira
JÓN Gerald Sullenberger sagði við Sjónvarpið í gærkvöld að það væri rangt hjá Hreini Loftssyni að hann hafi ekki vitað af sér, því árið 2000 hafi Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson kynnt Hrein Loftsson fyrir sér.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 1734 orð
| 1 mynd
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir m.a. í samtali við Björn Jóhann Björnsson að ummæli forstjóra Baugs um mútugreiðslur til forsætisráðherra hafi verið sögð í hálfkæringi.
Meira
4. mars 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 787 orð
| 2 myndir
HÓPUR nemenda í sjötta bekk í Árbæjarskóla brá út af hefðbundinni kennslu í síðustu viku á sérstökum þemadögum og fræddist um daglegt líf barna og fjölskyldna í Írak í ljósi yfirvofandi stríðsátaka í landinu.
Meira
4. mars 2003
| Erlendar fréttir
| 362 orð
| 1 mynd
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og jafnaðarmannaflokkur hans biðu mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningum í sambandslandinu Slésvík-Holstein á sunnudag. Fékk hann nú 29,3% atkvæða en 42,4% í síðustu kosningum.
Meira
KIRKJUKÓR Hrunaprestakalls hefur frá árinu 1983 selt rjómabollur til fjáröflunar fyrir kórstarfið daginn fyrir bolludaginn. Upphafið að þessari sölu kórfélaganna byrjaði þegar verið var að safna fyrir nýju orgeli í Hrunakirkju og hefur verið árlega...
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 347 orð
| 1 mynd
KRISTJÁN Pálsson og stuðningsmenn hans hafa ákveðið að bjóða fram óháðan lista til Alþingis í Suðurkjördæmi og hefur Kristján sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum svo og þingflokknum og mun hann starfa sem óháður þingmaður á yfirstandandi þingi.
Meira
4. mars 2003
| Erlendar fréttir
| 658 orð
| 1 mynd
HANDTAKA Khalids Shaikhs Mohammeds er "mikið áfall" fyrir al-Qaeda og mun draga mjög úr getu samtakanna til að fremja umfangsmikil tilræði á borð við hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september, að sögn fréttaskýrenda í gær.
Meira
SKÁKSKÓLI Hróksins og Eddu mun starfa samhliða Edduskákmótinu í Borgarleikhúsinu til 5. mars og er opinn öllum börnum. Dagskrá Skákskóla Hróksins og Eddu í Kringlunni er sem hér segir: Þriðjudagur 4. mars kl. 17.15, skákskóli þriðjudagur 4. mars kl.
Meira
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en dómurinn er skilorðsbundinn og fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.
Meira
TVEIR piltar hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, annar í 90 daga og hinn í 45 dag vegna aðildar að líkamsárás á bílaþvottaplani á Húsavík í fyrrasumar.
Meira
"MIKILVÆGAST fyrir okkur er að það skuli nú vera orðin staðreynd að okkur sé treyst fyrir svona verkefni án þess þó að her sé til staðar á Íslandi," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgunblaðið eftir athöfnina í gær.
Meira
Í MÝVATNSSVEIT var fyrir nokkrum dögum stærsta snjóhús landsins. Húsið var um 200 fermetrar að stærð og lofthæðin þrír metrar. Veggir hússins voru tæpir þrír metrar á þykkt við jörðu en rúmlega metri þegar ofar dró.
Meira
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 38,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingiskosninga nú, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í gær. Samfylkingin fengi 37,9% atkvæða. Munurinn er að sögn Fréttablaðsins innan vikmarka og því ómarktækur.
Meira
KRISTJÁN Pálsson alþingismaður tilkynnti í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að hann hefði sagt sig úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Kristján sagði í gær að ákvörðun sín tengdist á engan hátt störfum sínum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 75 orð
| 1 mynd
TÍU stórmeistarar eru efstir og jafnir eftir þrjár umferðir á Eddumótinu í atskák, sem hófst í gær. Helgi Áss Grétarsson er eini Íslendingurinn í þeim hópi. Mótið er haldið til minningar um Guðmund J.
Meira
UNNIÐ er að undirbúningi opnunar upplýsingamiðstöðar fyrir ferðafólk í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hún mun bera nafnið Upplýsingamiðstöð Reykjaness og fyrir liggur yfirlýsing um að hún verði upplýsingamiðstöð fyrir Suðurnesin.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að "það væri mjög athugandi", eins og hún orðaði það, að fara yfir það hvort ástæða væri til þess að setja sérstakar reglur um upplýsingaskyldu varðandi...
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 176 orð
| 1 mynd
HREINN Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær vegna ummæla Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, um samtal Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Hreins í London 26.
Meira
ALLUR búnaðurinn sem notaður verður í fyrstu vetnisstöð heims sem opin verður almenningi og Skeljungur hyggst taka í notkun á sumardaginn fyrsta er tilbúin í Noregi.
Meira
STÓR vélageymsla við bæinn Berserkseyri, mitt á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms, brann nánast til grunna eftir að eldur kom þar upp laust fyrir klukkan átta í gærkvöld. Hvorki fólk né búfénaður var í hættu vegna eldsins en eignatjón er verulegt.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 241 orð
| 1 mynd
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur fengið ný verkefni í Frakklandi og eru nær allar 25 flugvélar félagsins bókaðar út árið, að sögn Lindu Svanbergsdóttur, sölu- og markaðsfulltrúa fyrirtækisins.
Meira
NEFND um málefni barna- og unglingageðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, BUGL, leggur til að rúmum á deildinni verði þegar í stað fjölgað úr níu í tólf, að göngudeildin verði flutt annað og unglingageðdeildin stækkuð.
Meira
4. mars 2003
| Akureyri og nágrenni
| 80 orð
| 1 mynd
BALDVIN Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Samherja, kom til heimahafnar á Akureyri á laugardag en næstu fjórar til fimm vikurnar verður unnið við að setja niður vinnslulínu á millidekk skipsins.
Meira
4. mars 2003
| Innlendar fréttir
| 79 orð
| 1 mynd
ÞAÐ eru áhöld um hvort veðurfar á Íslandi bjóði upp á útikaffihús á sumrin, hvað þá í byrjun mars að nýloknum þorra. Aðstæður virðast hins vegar ákjósanlegar fyrir slíkt um þessar mundir enda minnir veðurblíðan miklu fremur á ilmandi vor en hávetur.
Meira
YFIR 140 atvinnuumsóknir bárust Vinnumiðlun skólafólks í gær, en þá hóf miðlunin að taka við umsóknum fyrir sumarið. Vinnumiðlunin, sem er í Hinu húsinu, er opnuð mánuði fyrr í ár en í fyrra.
Meira
ÞORGEIR Baldursson, stjórnarmaður í Baugi, segist lítið geta tjáð sig um ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um samtal hans og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, varðandi hugsanlegar mútugreiðslur. Málið sé alfarið á milli Davíðs og Hreins.
Meira
FÉLAGAR í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda ætluðu að gera árás á stöðvar bandaríska hersins í Pearl Harbor á Hawaii-eyjum, sem Japanir réðust á í síðari heimsstyrjöld, að því er bandaríska blaðið Washington Post greindi frá í gær.
Meira
Kosningar nálgast óðum og fundir þar sem forystumenn flokkanna kynna sjálfa sig og stefnumið fyrir kjósendum eru að verða daglegt brauð. Vinstri grænir héldu flokksráðsfund fyrir helgi þar sem kosningaáherslur flokksins fyrir alþingiskosningarnar voru m.
Meira
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að tillögu Leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2003. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, tilkynnti styrkveitingarnar í gær á blaðamannafundi í Iðnó.
Meira
4. mars 2003
| Fólk í fréttum
| 159 orð
| 2 myndir
HIPP-HOPP bardagamyndin Úr vöggu í gröf (Cradle 2 the Grave) háði harða rimmu við Ofurhugann um helgina og hafði hann á endunum undir. Gamanmyndin Af gamla skólanum lenti svo í miðri skotlínunni og varð á milli, í öðru sæti.
Meira
4. mars 2003
| Fólk í fréttum
| 241 orð
| 3 myndir
LEIKARARNIR Bergur Þór Ingólfsson, Arnbjörn Hlíf Valsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson, Gunnar Hansson, Valur Freyr Einarsson og Harpa Arnardóttir tóku öll þátt í einþáttungi Júlíusar Júlíussonar frá Leikfélagi Dalvíkur í...
Meira
KVIKMYNDIN Sólon Íslandus , sem kvikmyndaleikstjórinn Margrét Rún Guðmundsdóttir hefur nú unnið að í hartnær fjögur ár, er komin í framleiðslustöðvun. Að sögn Margrétar mun hún nú snúa sér að öðrum og vonandi farsælli verkefnum.
Meira
4. mars 2003
| Fólk í fréttum
| 297 orð
| 2 myndir
HÚN er evrópsk stemningin sem svífur yfir leigumyndbandavötnum þessa vikuna því á morgun og á fimmtudag koma út tvær eðalmyndir frá Evrópu en þó ólíkar mjög.
Meira
Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (105 mín.). Ekki við hæfi mjög ungra barna. Leikstjóri: Mick Jackson. Aðalleikendur: Michael Keaton, Helena Bonham Carter, Lili Taylor, Bruce McGill, David Suchet.
Meira
LEIKHÓPURINN Perlan fagnaði 20 ára leikafmæli sínu með sýningu í Iðnó um helgina. Í hópnum eru 12 manns og komu allir fram í afmælissýningunni Afmælis-Perlum , sem samanstóð af sex dans- og leikverkum.
Meira
Leikstjórin og handrit: Mark Steven Johnson. Kvikmyndatökustjóri: Ericson Core. Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikendur: Ben Affleck, Jennifer Garner, Michael Clarke Duncan, Colin Farrell, Joe Pantoliano, Jon Favreau, David Keith. 120 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2003.
Meira
Kvikmyndaleikarinn Anthony Hopkins gifti sig um helgina. Hopkins, sem er 65 ára, gekk að eiga Stellu Arroyave , sem er 19 árum yngri en hann. Þau hafa verið saman í tvö ár og fór athöfnin fram í Malibu . Þetta var í þriðja sinn sem leikarinn giftir sig.
Meira
Listasafn Íslands Hádegisleiðsögn um sýninguna Á mörkum málverksins kl. 12.10-12.40, í fylgd Rakelar Pétursdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar. Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 12.
Meira
Höfundur: Aristófanes. Þýðandi: Kristján Árnason. Umsjón með leiklestrinum: Vigdís Jakobsdóttir. Útlitshönnun: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Hljóðfærasláttur: Jóhann G. Jóhannsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.
Meira
4. mars 2003
| Fólk í fréttum
| 164 orð
| 2 myndir
SIGRÍÐUR Aðalsteinsdóttir, messósópran syngur við píanóundirleik Daníels Þorsteinssonar á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, kl. 12.30, í Norræna húsinu.
Meira
TÍSKUVIKAN í Mílanó stendur yfir en þar sýna hönnuðir fatatískuna fyrir næsta haust og vetur. Óþekktir hönnuðir hófu leikinn í síðustu viku. Kólumbíski hönnuðurinn Silcia Tcherassi hélt sína fyrstu sýningu í Mílanó fyrir fullu húsi við góðar undirtektir.
Meira
Bandaríkin/Þýskaland 2002. Myndform. VHS (88 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Bob Misiorowski. Aðalleikendur: Jean-Claude Van Damme, Tomas Arana, Laura Elena Harring, Susan Gibney.
Meira
NÁMSKEIÐIÐ Ímynd Íslands að fornu og nýju fer fram í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu miðvikudagana 5. og 12. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um viðhorf útlendinga til Íslands frá miðöldum til samtímans og tekin valin dæmi frá tímabilinu.
Meira
4. mars 2003
| Fólk í fréttum
| 324 orð
| 2 myndir
Zwan - Mary Star of the Sea Smashing Pumpkins-fylgjendur hafa beðið óþreyjufullir eftir því hvað Billy Corgan myndi gera eftir að hann leysti upp sveitina.
Meira
ÞAÐ var lyginni líkast að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um daginn, þegar hún gerði lítið úr hugmyndum Davíðs Oddssonar um skattalækkanir.
Meira
MIG rámar í ruglingslegar blaðagreinar eftir Glúm nokkurn Jón Baldvinsson að nafni, er sagður var sonur núverandi sendiherra Íslands í Finnlandi. Maður að nafni Glúmur Baldvinsson, ryðst fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu sl. föstudag (21. febr.
Meira
Verksvið ráðherra ÉG hef einhvern veginn lengi staðið í þeirri trú að verksvið ráðherra í ríkisstjórninni væri að vinna að framgangi þess málaflokks sem hans/hennar ráðuneyti stendur fyrir. T.d.
Meira
Minningargreinar
4. mars 2003
| Minningargreinar
| 377 orð
| 1 mynd
Haraldur Sigþór Bergmann fæddist í Súðavík í Álftafirði 29. ágúst 1950. Hann lést á heimili sínu í Hátúni 10A í Reykjavík aðfaranótt 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Valgerður Haraldsdóttir, f. 28. febrúar 1932, og Loftur Grétar Bergmann, f. 4. febrúar 1934. Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2003
| Minningargreinar
| 5245 orð
| 1 mynd
Magnús Ólafsson fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1942. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 23. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Sturludóttur, f. 21. nóvember 1913, og Ólafs Guðmundssonar, f. 4.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2003
| Minningargreinar
| 315 orð
| 1 mynd
Margrét Sigurjónsdóttir fæddist að Minnibæ í Grímsnesi 27. febrúar 1917. Hún lést á deild K-2 á Landakoti 10. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2003
| Minningargreinar
| 645 orð
| 1 mynd
Sigurður Hersteinn Árnason Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði 27. júlí 1916. Hann andaðist í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 28. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2003
| Minningargreinar
| 528 orð
| 1 mynd
Valdimar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1973. Hann lést af slysförum 11. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
REKSTUR Skagstrendings hf. á liðnu ári skilaði 112 milljónum króna í hagnað, samanborið við 102 milljóna króna tap árið 2001. Bætta afkomu má að stærstum hluta rekja til styrkingar íslensku krónunnar.
Meira
4. mars 2003
| Viðskiptafréttir
| 272 orð
| 1 mynd
PHARMACO hefur á síðustu mánuðum unnið að því að leggja niður óarðbæra framleiðslu á stungulyfjum á Möltu og byggja í staðinn upp aðstöðu til að fullpakka lyfjum fyrir ESB-markað.
Meira
BYGGÐASTOFNUN hefur auglýst hlutabréf í ýmsum félögum að nafnvirði um 1.188 milljóna króna til sölu. Rúmur helmingur þeirrar upphæðar, alls 650 milljónir króna að nafnvirði, er bundinn í fjárfestinga- eða eignarhaldsfélögum.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri samstæðu Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi á árinu 2002 var 900 milljónir króna en 196 milljóna króna tap var á rekstrinum árið 2001. Heildartekjur samstæðunnar námu 6.759 milljónum króna, sem er aukning um 1.
Meira
REKSTUR Útgerðarfélags Akureyringa skilaði umtalsvert betri afkomu á nýliðnu ári en árið á undan. Hagnaður af rekstrinum var 1,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri. Árið 2001 varð 87 milljóna króna tap á rekstrinum.
Meira
4. mars 2003
| Viðskiptafréttir
| 550 orð
| 1 mynd
ÍSLANDSBANKI er áhugaverðari fjárfestingarkostur á alþjóðavettvangi en Landsbanki og Búnaðarbanki vegna þess að eignaraðild að bankanum er dreifð.
Meira
NATHAN & Olsen greinir frá tveimur nýjum gerðum orkustanga á markaði. Um er að ræða bita úr náttúrulegu hráefni með fáum hitaeiningum, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.
Meira
SPRENGIDAGUR er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska (3. febrúar til 9. mars) og ber upp á 4. mars að þessu sinni. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir vitað um saltkjöt og baunir frá síðari hluta 19.
Meira
VERSLUNIN Bónus tók á móti 40 feta gámi af suður-afrískum Dole vínberjum í gærdag og verður kílóið selt á 199 krónur, að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra Bónuss.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, 4. mars, er fimmtug Árþóra Ágústsdóttir, grunnskólakennari, Lerkilundi 29, Akureyri . Árþóra er að heiman í dag en mun fagna afmælinu með ættingjum og vinum síðar á...
Meira
85 ÁRA afmæli. Í gær, mánudaginn 3. mars, varð 85 ára Björg Þorkelsdóttir húsmóðir, litlu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík. Vegna mistaka birtist þessi tilkynning ekki í blaðinu í gær, 3. mars. Beðist er velvirðingar á...
Meira
90 ÁRA afmæli. Fimmtudaginn 6. mars nk. verður níræður Sigurður Ólafsson, fyrrverandi bóndi á Kjarlaksvöllum, Saurbæ, Dalasýslu. Í tilefni þess tekur hann á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Sunnusal Hótels Sögu frá kl....
Meira
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna kl. 14 í neðri safnaðarsal.
Meira
ÞAÐ verður ekki sagt annað um tromplit suðurs en að hann sé sæmilega þéttur - sex efstu áttundu. En það eru önnur vandamál sem baga sagnhafa: Norður gefur; allir í hættu.
Meira
Sýningunni Æskan og hesturinn hefur svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg. Allt frá fyrstu sýningu fyrir sex árum hefur aðsókn farið ört vaxandi og nú er talið að sýningargestir hafi verið í kringum fimm þúsund og meðal þeirra var Valdimar Kristinsson sem skemmti sér prýðilega.
Meira
Stellingarnar eru einungis spurning um val en ekki skoðun eða gagnrýna afstöðu. Þær eru til marks um að viðkomandi hefur valið að fylgja ákveðinni línu um sinn, að hann hefur látið hrífast - gengið í nokkurs konar geðshræringarbandalag.
Meira
Síðustu tvær vikur hefur Brynjar Vilmundarson, eigandi stóðhestsins Þrists frá Feti, kannað undirtektir við þátttöku í hlutafélagi um hestinn, sem nú er á fimmta vetri. Hulda G.
Meira
Undarleg er íslensk þjóð! Allt, sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðin,...
Meira
Í dag er þriðjudagur 4. mars, 63. dagur ársins 2003. Sprengidagur. Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta.
Meira
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. Bxc6 bxc6 5. d3 Rf6 6. e5 Rd5 7. c4 Rc7 8. Bg5 f6 9. exf6 gxf6 Hvítur á leik 040303 Staðan kom upp í fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk um síðustu helgi í Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Meira
ARNAR Grétarsson var valinn í lið vikunnar fyrir leik sinn með Lokeren gegn KV Mechelen í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina í Het Nieuwsblad öðru stærsta dagblaði Belgíu sem birti niðurstöðu sína í gærmorgun.
Meira
Arnar Þór Viðarsson hefur náð munnlegu samkomulagi við forseta Lokeren um að hann framlengi samning sinn við félagið um þrjú ár en samningur Arnars við belgíska liðið átti að renna út í sumar.
Meira
* ARSENAL er sagt vera á höttunum eftir Giorgi Lomaia, markverði Lokomotiv Tbilisi frá Georgíu . Hann er 22 ára gamall og er sagður vera besti markvörður Georgíumanna en Lomaia á að baki fjóra landsleiki fyrir þjóð sína.
Meira
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með sína menn í leiknum gegn Charlton og sagði að þeir hefðu tekið stórt skref í átt að meistaratitlinum, en leikmenn hans stefndu einnig á bikarinn og Evrópubikarinn.
Meira
GRINDVÍKINGAR lönduðu deildarmeistaratitlinum á sannfærandi hátt í Röstinni í gærkvöldi. Eftir miklar sveiflur í fyrri hálfleik settu heimamenn í fluggír og rúlluðu gestunum í Haukum upp, 105:80. Fyrir lokaumferðina á fimmtudagskvöldið eru Grindvíkingar með 34 stig og Keflvíkingar 32, en Grindavík stendur betur í innbyrðisviðureignum liðanna fari svo að félögin endi með jafnmörg stig.
Meira
JÓHANNES Karl Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið á 80. mínútu þegar lið hans, Aston Villa, beið lægri hlut fyrir Birmingham, 2:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.
Meira
* LÁRA Hrund Bjargardóttir , sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar , náði ágætum árangri á háskólamóti í Bandaríkjunum um helgina. Hún keppti m.a. í 200 stikna fjórsundi og vann, kom í mark á 2.03,38 mín., sem skv. útreikningum gæti verið nærri 2.
Meira
Öll félög efstu deildar karla í knattspyrnu á komandi leiktíð hafa skilað inn umsóknum til þátttöku í deildinni samkvæmt nýju leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. ÍA var fyrst félaga til þess að skila inn umsókn en fjögur þau síðustu fengu frest þangað til í gærkvöldi, en það voru FH, Fylkir, Fram og Valur.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson er einn níu handknattleiksmanna sem hafa verið útnefndir í kjöri Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í kjöri á handknattleiksmanni ársins 2002, en blað IHF, Handball Magazine , stendur fyrir kjörinu nú eins og undanfarin ár og hafa...
Meira
BIKARMÓT Fimleikasambands Íslands var haldið um helgina þar sem 35 lið sendu keppendur í níu flokkum. Hjá piltum sigraði Gerpla í þremur flokkum og Ármann í einum og hjá stúlkunum sigruðu Gerplurnar í fjórum flokkum og Grótta í einum. Gerpla sigraði sem sagt í sjö af níu flokkum, Ármann sigraði í einum og Grótta í einum. Keppt var í öllum þrepum og var óvenju góð þátttaka hjá yngstu keppendunum, fimm lið í 4. þrepi pilta og 15 lið í 4. og 5. þrepi stúlkna.
Meira
* STOKE City er á höttunum eftir danska landsliðsmanninum Stig Töfting sem er á mála hjá Bolton . Töfting hefur ekki verið í náðinni hjá Sam Allardyce , knattspyrnustjóra Bolton , og er Stoke að reyna að fá miðjumanninn öfluga að láni.
Meira
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á tilboði í vikunni frá þýska 2.
Meira
SVO getur farið að Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.
Meira
Það hefur löngum verið vinsælt að leika biljarð á sérstökum biljarðstofum en biljarðborð eru líka til á mjög vel búnum heimilum, einkum erlendis. En þessi borð eru mjög stór og þurfa því mikið pláss.
Meira
Nýlega tók Fasteignastofa Reykjavíkur í notkun eignaumsýslukerfi byggt á Stjóralausnum frá LHtækni. Í kerfinu eru vistaðar upplýsingar um þær eignir sem Fasteignastofan sér um.
Meira
Oft kemur maður inn í forstofur eða baðherbergi þar sem er gamalt terrassó á gólfi. Þetta er óneitanlega skemmtileg og glæsileg gólfefnistíska sem mikið var um á árum áður en er nú fágæt. Erlendis hefur þetta löngum verið mikil tíska.
Meira
Mjög hentugt er að hafa sterkar og góðar hillur fyrir neðan til dæmis eldunarhelluborð. Hér má sjá veglegar stálskúffur að auki og svo góða grindahillu og hellulagða hillu neðst. Þarna má koma fyrir pottum og stórum skálum heimilisins.
Meira
Á hverju heimili koma upp vandamál, sum eru þó nokkuð stór og erfið viðfangs, önnur lítil og eru þá oft látin mæta afgangi í erli dagsins. Hvaða máli skiptir þó að eldhúskraninn leki örlítið, bara herða svolítið meira.
Meira
Reykjavík - Hjá Eignamiðluninni er nú í sölu einbýlishúsið Klapparás 2 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1981 og er það 398,8 ferm., þar af er bílskúr 37,3 ferm. Óskað er eftir tilboðum.
Meira
Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í sölu einbýlishús að Klettagötu 15 í Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1988 og er það 292 ferm., þar af er bílskúr 48 ferm.
Meira
Hér má sjá upphengdan koparpott en áhöld úr því efni þykja mikil prýði í eldhúsum, sem og alls kyns hlutir í misjöfnum efnablöndum. Kopar er frumefni og tilheyrir hópi svokallaðra þjálla málma.
Meira
Sú var tíðin að húsgögn þóttu varla gjaldgeng nema á þeim væri kögur til skrauts. Einnig var kögur mikið notað á gardínur, ásamt með alls kyns skúfum og öðru skrauti. Kögur var mikið í tísku í upphafi 20.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu fallegt tæplega 290 m 2 einbýlishús við Langagerði 114. Húsið er á tveimur hæðum ásamt kjallara og 27 m 2 innbyggðum bílskúr.
Meira
Kerti voru löngum mikil nauðsyn til lýsinga og þá gilti að nota ljósastikur sem stafaði sem minnst brunahætta af. Svona ljósastikur urðu því mjög vinsælar, ekki síst erlendis en líka hér á landi ef fólk gat á annað borð eignast slíkan munað.
Meira
AF merkum borgum 6.000 ára siðmenningarsögu mannsins stendur Róm líklega öllum framar. Í um 1.000 ár var hún höfuðborg rómverska heimsveldisins, í nærfellt 2.
Meira
4. mars 2003
| Fasteignablað
| 1237 orð
| 5 myndir
Lítið hefur verið byggt af nýjum íbúðum í fjölbýlishúsum í Bessastaðahreppi á undanförnum árum. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir við Birkiholt, sem mikil ásókn er í.
Meira
Það er skemmtileg áferð á endanum á þessum hvíta vegg, hann er ekki sléttsteyptur og múraður heldur er engu líkara en hann sé gerður úr röð platna sem svo er steypt á milli.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Austurbær er nú í einkasölu glæsilegt einbýlishús við Skildinganes 17 í Skerjafirði. Þetta er steinhús, 282 ferm. að stærð, þar af 28 ferm. bílskúr, byggt árið 2001-2.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Höfða er nú til sölu glæsilegt einbýlishús á einstaklega fallegum og friðsælum stað innst í botnlangagötu við sjávarsíðuna í Skerjafirði. Þetta er timburhús, 208 ferm. að stærð, byggt 1995.
Meira
Vel hefur tekist að skapa sérstakan blæ í hverri íbúð. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um gamalt hús við Spítalastíg, sem gengið hefur í endurnýjun lífdaganna.
Meira
Hafnarfjörður - Hjá Fasteignasölunni Re/Max, Suðurlandsbraut 12, er nú til sölu efri hæð, ris og bílskúr að Sunnuvegi 12 í Hafnarfirði. Um er að ræða um 100 fm hæð með 40 fm rislofti. Bílskúrinn er um 23 fm. "Þetta er 138 fm íbúð á 2.
Meira
Margir nota appelsínur, epli, sítrónur og fleira til þess að skreyta með borð t.d. í eldhúsum og borðstofum, jafnvel annars staðar. Tómatar eru líka fallegir á borði með sinn glæsilega rauða lit.
Meira
Þeir sem hafa búið erlendis og eru vanir að fara t.d. í "skógartúra" eiga gjarnan fallegar körfur til þess að geyma borðvín í. Hér er ein slík en auðvitað mætti nota hana undir hvað sem er, hér á landi hinna svölu...
Meira
Pall@hollustadir.is var inngangsorð Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, þegar hann opnaði formlega sértstaka aðgangsstýrða þjónustusíðu fyrir fasteignasala á vefsvæði Íbúðalánasjóðs síðastliðinn föstudag.
Meira
Vínberjaklasar eða þrúgur vínviðar eru ekki aðeins freistandi á borði til átu heldur vinsæl fyrirmynd í skreytingar frá gamalli tíð í fornum menningarlöndum - bæði á ýmsa hluti, munstur í efni og á veggfóður, málað á glös og diska, upphleypt sem skraut á...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.