Greinar laugardaginn 29. mars 2003

Forsíða

29. mars 2003 | Forsíða | 76 orð

Farþegaþotu rænt

TYRKNESKRI farþegaþotu, sem rænt var 20 mínútum eftir flugtak frá Istanbúl, var lent í Aþenu í gærkvöld og síðustu fregnir hermdu að flugræninginn hefði gefist upp átakalaust. Meira
29. mars 2003 | Forsíða | 284 orð

Ísland býður þreföldun framlaga í þróunarsjóð EFTA

FRAMLAG Íslendinga í Þróunarsjóð EFTA þrefaldast og verður um 300 milljónir króna á ári samþykki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óformlegar tillögur EFTA-ríkjanna um auknar greiðslur í sjóðinn. Meira
29. mars 2003 | Forsíða | 210 orð | 1 mynd

Ný ályktun um mat fyrir olíu samþykkt

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma nýja ályktun sem heimilar Írökum að selja olíu til að kaupa matvæli og aðrar lífsnauðsynjar. Meira
29. mars 2003 | Forsíða | 492 orð | 1 mynd

Viðbúnir því að átökin geti dregist á langinn

ÞESS sáust merki í gær að Bandaríkjamenn væru teknir að búa sig undir að herförin í Írak drægist á langinn. Meira

Fréttir

29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 662 orð | 1 mynd

Að "taka þátt" er lífsstíll

Greipur Gíslason er fæddur á Ísafirði 12. júlí 1982 og hefur búið þar alla tíð. Útskrifaður stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði um jólin 2002. Stofnaði Morrann - atvinnuleikhús ungs fólks á Ísafirði 1999 og var talsmaður hópsins í þrjú sumur. Stofnaði 2001 Íslandsleikhús, farandleikhús með þátttöku 7 sveitarfélaga og er verkefnisstjóri og stjórnarformaður þess síðan. Síðustu sumur hefur hann auk þess unnið hjá Vesturferðum á Ísafirði. Er nú verkefnisstjóri hjá UMFÍ. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð

Aðrir stjórnmálaflokkar taka misjafnlega í tillöguna

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega í fyrirspurnartíma ráðherra á landsfundi flokksins í gær málflutning talsmanna Samfylkingarinnar um fjármál stjórnmálaflokkanna og birtingu upplýsinga um framlög til... Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 487 orð

Al Jazeera ver myndbirtingar af föllnum hermönnum í Írak

YFIRMENN arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera verja myndbirtingar sínar af föllnum liðsmönnum breska og bandaríska hersins. "Allir aðilar í stríði þurfa að þola mannfall," segir Ibrahim Hilal, sjónvarpsstjóri hjá Al Jazeera . Meira
29. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 197 orð

Áfangaheimili fyrir heimilislausa

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela Félagsþjónustunni að undirbúa opnun nýs heimilis fyrir heimilislausa og veita fjármagn til rekstursins. Meira
29. mars 2003 | Landsbyggðin | 241 orð | 1 mynd

Ágreiningur um vegamál á Vopnafirði

ÁTAKAFUNDUR var haldinn í hreppsnefnd Vopnafjarðar þar sem tekist var á um fyrirhugað vegstæði nýs vegar sem tengir Vopnafjörð við þjóðveg eitt. Deilt var um það á fundinum hvort vegurinn ætti að liggja um Hofsárdal eða svokallaða Hofshálsleið. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 158 orð

Álagning strax í næsta mánuði eftir framtalsskil

VEL ER hugsanlegt að álagning skatta fari í framtíðinni fram í svonefndri sívinnslu þannig að þeir sem skila framtölum sínum t.d. í janúar fái álagningu strax í næsta mánuði þar á eftir. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 135 orð

Árangurslítil árangursstjórnun

INNLEIÐING árangursstjórnunar í ríkisstofnunum hefur mistekist að mati ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Bakhlið borgarinnar Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa stendur...

Bakhlið borgarinnar Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa stendur fyrir röð morgunverðarfunda undir yfirskriftinni Bakhlið borgarinnar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 1. apríl kl. 8.15-10. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Brjótast út úr gamla þungaskattskerfinu

"VIÐ þurfum að brjótast út úr gamla þungaskattskerfinu og taka hér upp olíugjald," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma ráðherra Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í gær. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 628 orð

Börnin ekki enn orðin ónæm fyrir stríði

Ali Sindi er ráðgjafi Massouds Barzanis, annars af helstu leiðtogum Kúrda í Norður-Írak. Hann er skurðlæknir og var áður heilbrigðisráðherra í heimastjórn Kúrda. Sindi hefur undanfarinn mánuð lýst ástandinu í Írak í pistlum til vina á Vesturlöndum. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð

Deila um þýðingu á niðurstöðunum

ASÍ og sjávarútvegsráðuneytið eru ekki sammála um hvernig eigi að þýða yfir á íslensku niðurstöður stjórnarnefndar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) en nefndin telur að íslensk stjórnvöld hafi brotið samþykktir ILO, sem stjórnvöld hafa gengist undir... Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 129 orð

Eigum ekki að skorast undan ábyrgð í Íraksmálinu

DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra var spurður að því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, hvort það hafi ekki komið til greina að ríkisstjórnin tæki sömu afstöðu og Norðmenn í Íraksmálinu. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Ellefti sigur MR í röð

LIÐ Menntaskólans í Reykjavík fór ellefta árið í röð með sigur af hólmi í úrslitaviðureign Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór í Smáralind í gærkvöld. Sigruðu MR-ingarnir lið Menntaskólans við Sund með 35 stigum gegn 22. Meira
29. mars 2003 | Árborgarsvæðið | 774 orð | 1 mynd

Ég vil hafa ánægju af því sem ég er að gera

"ÞAÐ er vinnan og félagslífið sem maður hefur verið að fást við um dagana," segir Sigurjón Erlingsson múrarameistari sem fæddur er í Flóanum, á Galtastöðum í Gaulverjabæjarhreppi þar sem hann ólst upp og flutti á Selfoss 22 ára gamall. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fagnar dómi á banni við einkadansi

MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga sem fagnar dómi Hæstaréttar þar sem staðfest er að Reykjavíkurborg hafi verið heimilt að banna einkadans á nektarstöðum hérlendis. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 260 orð

Farinn að íþyngja flugfélögunum

TALSMENN WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sögðu í gær, að búast mætti við aukinni útbreiðslu skæðrar lungnabólgu í Kína en faraldurinn, sem hefur einnig stungið sér niður annars staðar, er farinn að hafa áhrif á ferðamennsku og afkomu ýmissa... Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fimm bjóða í Sementsverksmiðjuna

FRESTUR til að skila inn tilboðum í 100% hlut ríkissjóðs í Sementsverksmiðjunni hf. alls að nafnverði 450.000.000 kr. rann út kl. 16 í gær, samkvæmt fréttatilkynningu einkavæðingarnefndar. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð

Fjármagn til textunar á sjónvarpsefni fimmfaldað

ÁÆTLAÐ er að fimm sinnum meira fjármagn verði sett í textun innlends sjónvarpsefnis á þessu ári en í fyrra. Í ár mun fara um 2,5 milljónir króna til textunar íslensks sjónvarpsefnis á síðu 888 í Textavarpinu sem nægir til textunar á um 5.000 mínútum. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 550 orð | 1 mynd

Fjórði hver Íraki á sitt lifibrauð undir Saddam

MIKLAR vangaveltur hafa verið á Vesturlöndum um ástæður þess að svo fáir Írakar hafa gefist upp og fagnað innrásarher sem ætlar að steypa stjórn harðstjóra. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Flóttamenn við Basra lenda í skothríð

BREZKAR hersveitir áttu í gær í höggi við vopnaða liðsmenn íraska Baath-stjórnarflokksins í suður-írösku borginni Basra, og lentu óbreyttir borgarar sem reyndu að flýja borgina í skothríðinni, eftir því sem fréttaritari AFP -fréttastofunnar á vettvangi... Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Frambjóðendur B-listans í Norðvesturkjördæmi verða með...

Frambjóðendur B-listans í Norðvesturkjördæmi verða með opinn fund í Holti, Önundarfirði á morgun, sunnudaginn 30. mars kl. 14. Gestur fundarins verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Kl. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Frumsýning á Nissan Micra

NÝ Nissan Micra verður frumsýnd um helgina hjá Ingvari Helgasyni hf. við Sævarhöfða í Reykjavík. Þegar hafa allmargir bílar verið seldir. Micra verður boðin í 3ja og 5 dyra útfærslu, beinskipt og sjálfskipt. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð | 2 myndir

Fundarmönnum lá margt á hjarta

FORYSTA Sjálfstæðisflokksins sat fyrir svörum á landsfundi flokksins í gærmorgun. Allir sex ráðherrar flokksins, Tómas Ingi Olrich, Árni M. Mathiesen, Sturla Böðvarsson, Sólveig Pétursdóttir, Geir H. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Gengi Búnaðarbankans lækkar um 1,8%

Í GÆR var tæplega 941 milljónar króna viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi en verð bréfanna hélst óbreytt og var 150 við lokun Kauphallar Íslands. Viðskipti með Búnaðarbankann námu 13 milljónum króna og lækkaði verð bréfanna um 1,8%, úr 5,50 í 5,40. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð

Hátekjuskattur hefur gengið sér til húðar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær að hátekjuskatturinn væri tímabundinn skattur, sem rynni út. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 178 orð

Hlaupabóluáburður uppseldur

HLAUPABÓLUFARALDUR hefur geisað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að fyrst hafi orðið vart við sjúkdóminn í byrjun febrúar. Reikna megi með áframhaldandi ástandi næstu vikurnar og að sjúkdómurinn breiðist um... Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Hreyfill gaf sig með hvelli eftir flugtak

HREYFILL á Boeing 737-300 þotu flugfélagsins Iceland Express á leið frá Bretlandi til Íslands með 97 farþega bilaði skömmu eftir flugtak frá Stansted-flugvelli í gærkvöld og urðu flugmenn þotunnar að snúa henni við eftir nokkurra mínútna flug. Meira
29. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 188 orð

Hundrað þúsund fari til Nýsköpunarsjóðs

KÓPAVOGSBÆR hyggst að óbreyttu styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna um 100 þúsund krónur í ár samkvæmt afgreiðslu bæjarráðs sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar í vikunni. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Írakar fagna afsögn Richards Perle

ÍRAKAR fögnuðu í gær fréttum af því að Richard Perle, einn af nánustu ráðgjöfum varnarmálaráðherrans bandaríska, hefði sagt af sér sem formaður ráðgjafarnefndar um varnarmál. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð | 3 myndir

Jörð alhvít á skammri stundu

Segja má að Sunnlendingar hafi upplifað allar árstíðir í gær á aðeins fáeinum klukkustundum, eins og meðfylgjandi myndaröð ber með sér. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 999 orð | 4 myndir

Kalla eftir löggjöf um starfsemi flokkanna

FORYSTUMENN stjórnmálaflokkanna taka í samtölum við Morgunblaðið misjafnlega í þá hugmynd sem Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varpaði fram í fyrirspurnartíma á landsfundi flokksins í gær, að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Meira
29. mars 2003 | Miðopna | 1163 orð

Klárir kostir á landsfundi

FJÖLMENNASTI og viðamesti stjórnmálafundur landsmanna hófst síðdegis á fimmtudag, þegar 35. landsfundur sjálfstæðismanna var settur við hátíðlega athöfn í Laugardalshöllinni. Venja er að efna til slíkra funda annað hvert ár. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Kosningabaráttan verður harkaleg af hálfu andstæðinga flokksins

KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, er hann flutti skýrslu um flokksstarfið, að ljóst væri að kosningabaráttan vegna komandi alþingiskosninga yrði harkaleg af hálfu andstæðinga... Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Krónan í Mosfellsbæinn

KAUPÁS opnaði nýja Krónuverslun í Mosfellsbæ í gær og er opnunin liður í sókn félagsins í samkeppni lágvöruverðsverslana, en það stefnir að því að fjölga Krónuverslunum úr 7 í 14 á árinu. Verslunin í Mosfellsbæ er 8. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 222 orð

Kúrdar sækja að Kirkuk

SVEITIR Kúrda voru í gær komnar í 16 km fjarlægð frá olíuborginni Kirkuk en þá hafði íraskt herlið yfirgefið ystu varnarlínuna og hörfað inn til borgarinnar. Meira
29. mars 2003 | Miðopna | 722 orð | 1 mynd

Kúvending á kosningaári

"Ég er sammála þeim Davíð sem fyrir fjórum árum sagði að kosningabarátta ætti að snúast um meginmál en ..." Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 515 orð | 1 mynd

Kynslóð þekkingar, nýsköpunar og alþjóðavæðingar

"HVAÐ gerir kynslóð internetsins, krítarkorta og skyndibita vel," spurði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, laganemi við Háskólann í Reykjavík, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Meira
29. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Ljósmyndastofan Dagsljós

NÝ ljósmyndastofa, Dagsljós, verður formlega opnuð í dag, laugardag en hún er við Glerárgötu 36. Finnbogi Marinósson ljósmyndari á og rekur stofuna. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Lóa og svartur svanur við Höfn

VIÐ Þinganes í Nesjum, austan við Höfn í Hornafirði, sást svartsvanur með 14 álftum í vikunni. Fuglarnir voru greinilega að koma til landsins og er þetta því þriðji svartsvanurinn sem sést hér á landi í ár, hinir tveir sáust í Lóninu. Meira
29. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Margir vilja í grasslátt

SJÖ tilboð og eitt frávikstilboð bárust í grasslátt í Glerárhverfi 2003-2005 og var aðeins eitt tilboðanna undir kostnaðaráætlun. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð

Málþing um börn, unglinga og lýðræði...

Málþing um börn, unglinga og lýðræði Umboðsmaður barna í samstarfi við laganema úr mannréttindahópi ELSA stendur fyrir málþingi í dag, laugardaginn 29. mars, í Valhöll á Þingvöllum. Málþingið ber yfirskriftina: Skundum á Þingvöll ... Meira
29. mars 2003 | Árborgarsvæðið | 99 orð | 1 mynd

Mikil gleði á Góugleði

FÉLAG eldri borgara á Eyrarbakka hélt sína árlegu Góugleði fyrir skömmu. Eins og venjulega var á borðum góður matur sem Rauða húsið sá um. Þá voru ýmis skemmtiatriði og að lokum dans. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 731 orð

Miklar umbætur í ríkisrekstri

ALMENNT urðu miklar umbætur í ríkisrekstrinum árin 1991-2000 og við framkvæmd fjárlagagerðar, þó að ljóst sé að á sumum sviðum hefðu verið gerð ákveðin mistök, m.a. í því að innleiða árangursstjórnun hjá ríkisstofnunum og fylgja henni eftir. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 245 orð

Mismunandi viðhorf til þjóðgarðshugmyndar

Í NÝRRI áfangaskýrslu nefndar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls, kemur fram að viðhorf meðal allra helstu hagsmunaaðila eru ærið mismunandi, allt frá því að vera neikvæð gagnvart þjóðgarðshugmyndinni, til jákvæðrar afstöðu til málsins í heild. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 816 orð | 1 mynd

Misnotuðu börnin verða sífellt yngri

"ÞRÓUNIN er nokkuð greinileg. Misnotuðu börnin verða stöðugt yngri. Nýtt myndefni færist í vöxt. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Náttúruverndarviðurkenning afhent í fjórða sinn

TÍU umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafa auglýst eftir tilnefningu einstaklings til að hljóta viðurkenningu fyrir ötult starf að náttúruverndarmálum. Þetta verður í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð

Neita sök í málverkafölsunarmáli

MÁL ríkislögreglustjóra gegn Pétri Þór Gunnarssyni og Jónasi Freydal Þorsteinssyni sem ákærðir eru fyrir skjalafals og fjársvik við sölu á rúmlega eitt hundrað málverkum hér á landi á árunum 1992-1999 var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
29. mars 2003 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Nemar greiða söngvurum

FÖNGULEGUR hópur nema og kennara við hársnyrtibraut Verkmenntaskóla Austurlands hélt í gær til Akureyrar, þar sem þeir munu greiða þátttakendum í söngvakeppni framhaldsskóla, sem þar fer fram um helgina. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 256 orð

Ókeypis aðgangur að söfnum á Höfn

BÆJARRÁÐ Hornafjarðar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis aðgang að söfnum sem rekin eru af sveitarfélaginu. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 159 orð

"Byrgjabönum" varpað á Bagdad

BANDARÍSK sprengjuþota beitti einu af öflugustu vopnum Bandaríkjahers, sprengjum sem kallaðar hafa verið "byrgjabanar", á skotmark í Bagdad í fyrrinótt í hörðustu loftárásunum á írösku höfuðborgina í nokkra daga. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 209 orð

"Hræsnin ræður ríkjum"

KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ræddi fjármál stjórnmálaflokkanna m.a. er hann flutti skýrslu um flokkastarfið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð

Rangt föðurnafn Ranglega var farið með...

Rangt föðurnafn Ranglega var farið með föðurnafn Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu á einum stað í umsögn um leikritið Rauða spjaldið í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Reiðubúnir að banna framlög frá fyrirtækjum

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega í fyrirspurnartíma ráðherra á landsfundi flokksins í gær, málflutning talsmanna Samfylkingarinnar um fjármál stjórnmálaflokka og birtingu upplýsinga um framlög til... Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 473 orð

Sagt að allt að 50 hafi fallið í árás á markað

TALSMAÐUR sjúkrahúss í Bagdad sagði í gærkvöldi að þrjátíu óbreyttir borgarar hefðu fallið og 47 særst í loftárás Bandaríkjamanna á markaðstorgið An-Nasser í Shula-hverfi í borginni síðdegis. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Samfylkingin fengi fjóra menn

SAMFYLKINGIN er stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi, samkvæmt skoðanakönnun sem nýr fjölmiðlill, tunga.is, hefur látið gera. Meira
29. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Samtök herstöðvaandstæðina, Norðurlandi, efna til baráttufundar...

Samtök herstöðvaandstæðina, Norðurlandi, efna til baráttufundar á morgun, sunnudaginn 30. mars, kl. 14 á Kaffi Akureyri. Yfirskrift fundarins er Stöðvum stríðsglæpinn, mótmælum árásarstríði og aðild Íslands. Meira
29. mars 2003 | Miðopna | 377 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lækkað skatta

"Reynslan af vinstri stjórnum er skýr, aukin útgjöld, skuldasöfnun og hækkun á sköttum." Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Sjóðfélagar kjósi í stjórnir lífeyrissjóða

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segist telja þá þróun óhjákvæmilega að almennir sjóðfélagar lífeyrissjóðanna fái aukinn rétt til að velja í stjórnir sjóðanna. Þetta kom fram í svari hans í fyrirspurnartíma ráðherra Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í... Meira
29. mars 2003 | Landsbyggðin | 714 orð | 1 mynd

Sorporkustöð opnuð við hátíðlega athöfn

SIV Friðelifsdóttir umhverfisráðherra opnaði nýja sorporkustöð við hátíðlega athöfn á Kirkjubæjarklaustri sl. miðvikudag. Sorporkubrennsla á Kirkjubæjarklaustri á sér nokkurn aðdraganda. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 102 orð

Starfsmenntun í atvinnulífi

DR. INGI Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við rekstrar- og viðskiptadeild, sendi nýverið frá sér rit sem hann kallar "Starfsmenntun í atvinnulífi". Markmið ritsins er þríþætt. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Stríðinu mótmælt í Íran

TUGIR þúsunda Írana gengu í gær um götur Teheran til að mótmæla stríðinu í Írak og nokkrir þeirra brutu rúður í breska sendiráðinu í borginni með grjótkasti. Mótmælendur kveikja hér í fána Bretlands. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð

Styrkja SKB

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á góðum málefnum með samvinnu við ýmis félög og félagasamtök. Fyrir um tveimur árum styrkti SS SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Meira
29. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 58 orð | 1 mynd

Súlan fær andlitslyftingu

SÚLAN EA liggur nú við Torfunefsbryggju á Akureyri eftir að hafa barist við bryggjur landsins í loðnuvertíðinni síðustu mánuði, en skipið hefur víða landað, mest þó fyrir austan. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 553 orð

Tillögurnar ágætar en ekki útspil í kosningunum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma ráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, að hann teldi tillögur Alþýðusambands Íslands í velferðarmálum athyglisverðar og ágætt innlegg í umræðuna. Meira
29. mars 2003 | Landsbyggðin | 112 orð

Tilnefnt til evrópskra verðlauna

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra og forsvarsmenn Síldarminjasafnsins á Siglufirði hafa skrifað undir samning um framlag ríkisins til frekari uppbyggingar Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Á fundi ríkisstjórnarinnar 11. febrúar sl. Meira
29. mars 2003 | Suðurnes | 321 orð | 1 mynd

Tilraunarými stöðvarinnar nær tvöfaldast

RÝMI til tilrauna nær tvöfaldast með byggingu nýs hús við Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnaði húsnæðið með formlegum hætti í gær. Meira
29. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Tríóið Sound of Mucus heldur tónleika...

Tríóið Sound of Mucus heldur tónleika í Deiglunni annað kvöld, sunnudagskvöldið 30. mars, kl. 21.15 á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Meira
29. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 160 orð | 1 mynd

Tröll og fjöll í Hjallaskóla

TRÖLL og fjöll voru yfirskrift þemaviku í Hjallaskóla í Kópavogi sem lauk í gær. Af því tilefni var foreldrum og öðrum gestum boðið að koma og skoða vinnu nemenda frá liðinni viku. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Tveir biðu bana í hörðum árekstri á Reykjanesbraut

TVEIR karlmenn létust í geysihörðum árekstri tveggja fólksbifreiða á Reykjanesbraut í gærmorgun. Kona á fimmtugsaldri slasaðist ennfremur alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en sonur hennar slasaðist minna. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 416 orð | 2 myndir

Tveir glæpaforingjar skotnir

SERBNESKA lögreglan felldi í gær tvo menn, sem taldir voru meðal leiðtoga glæpasamtaka, sem grunuð eru um morðið á Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu. Að sögn lögreglunnar gripu þeir til vopna er átti að handtaka þá og voru þá skotnir. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 512 orð | 2 myndir

Tveir menn lifðu af þegar flugvél brotlenti í Hvalfirði

TVEIR menn komust lífs með ótrúlegum hætti úr flugslysi seint í gærkvöld þegar tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 brotlenti á Miðfjallsmúla á Hvalfjarðarströnd í um 100 m hæð. Meira
29. mars 2003 | Miðopna | 668 orð

Ungt fólk og menntamál í öndvegi

"Menntastefna Sjálfstæðisflokksins byggist á fjölbreytni, frelsi og frumkvæði." Meira
29. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Úrskurður kærunefndar ógiltur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með dómi ógilt úrskurð kærunefndar útboðsmála, sem kveðinn var upp í ágúst á síðasta ári, í máli Ístaks og Nýsis gegn Ríkiskaupum. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Útför Árna Kristjánssonar

ÚTFÖR Árna Kristjánssonar píanóleikara fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Árni var einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar auk þess sem hann gegndi starfi tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins til fjölda ára. Hann lést 19. mars síðastliðinn. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 935 orð | 1 mynd

Verður stríð næstu mánuði?

Þrátt fyrir hraða framrás bandarískra hersveita í Írak síðustu vikuna telja nokkrir hátt settir herforingjar í Bandaríkjunum líkur á að stríðið standi í nokkra mánuði og fjölga þurfi verulega hermönnunum sem berjast í Írak. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð

Viku gæsluvarðhald vegna gruns um mansal

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði karlmann í viku gæsluvarðhald í gær að kröfu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um mansal. Hinn grunaði er um þrítugt og var með bandarískt vegabréf en er af asískum uppruna. Meira
29. mars 2003 | Erlendar fréttir | 223 orð

Vísbendingar um að notkun efnavopna sé ráðgerð

BANDARÍKJAHER segir að nýjar vísbendingar hafi borist um að Saddam Hussein forseti Íraks hafi gefið "fyrstu skipanir" um notkun efnavopna. Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 170 orð

Yfirlýsing

SAMTÖK um endurlögleiðingu kannabisefna hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Vegna yfirlýsingar frá Trúnaðarráði fanga á Litla-Hrauni verður SEK að taka eftirfarandi fram: SEK hefur aldrei og mun aldrei halda því fram að kannabis sé... Meira
29. mars 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þrjár bílveltur á Suðurlandi

ÞRJÁR bílveltur urðu í umdæmi Selfosslögreglunnar í gær án þess þó að teljandi slys hlytust af. Klukkan 13.30 valt bifreið á Suðurlandsvegi við Þrengslaveg og síðar um daginn valt jeppi við Hvítárholt í Hrunamannahreppi. Meira

Ritstjórnargreinar

29. mars 2003 | Leiðarar | 421 orð

Ábyrgð og upplýsing

Margir hafa haft áhyggjur af neikvæðri ávöxtun lífeyrissjóðanna á síðustu misserum eins og fram kom í grein um viðbótarlífeyrissparnað hér í blaðinu sl. miðvikudag. Meira
29. mars 2003 | Staksteinar | 351 orð

- Komið að bönkunum að axla byrðar

Þingmaðurinn Einar Kristinn Guðfinnsson fjallar í grein á heimasíðu sinni www.ekg.is um hvort nú sé komið að bönkunum að axla auknar byrðar. Einar Kristinn segir m.a.: "Vextir hér á landi eru of háir. Meira
29. mars 2003 | Leiðarar | 454 orð

Styðjum Íraka

Louise Fréchette, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fór í gær fram á að þjóðir heims legðu 2,2 milljarða Bandaríkjadala, um 170 milljarða króna, til hjálparstarfs í Írak. Meira

Menning

29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Brjálæðingurinn í Bæjarbíói

KVIKMYNDASAFNIÐ heldur í dag áfram að sýna perlur Alfreds Hitchcocks í Bæjarbíói í Hafnarfirði með sýningu á einni af hans allra frægustu myndum Brjálæðingnum eða (Psycho). Meira
29. mars 2003 | Tónlist | 525 orð | 1 mynd

Frábær píanóleikur

Örn Magnússon, píanóleikari. Verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Fryderyk (Frédéric) Chopin. Sunnudagurinn 23. mars kl. 20. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Gullstelpa!

NORAH Jones verður innan skamms að gullstelpu hér á landi. Síðan metsöluplatan hennar margverðlaunaða Come Away With Me kom út fyrir rúmu ári hefur hún selst í 4.900 eintökum og vantar því einungis 100 í gullið. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Hlúð að rokkmenningu

SÍÐAN 1999 hefur dordingull.com verið mikilvirkur vettvangur íslenskra áhugamanna um harða rokktónlist. Í dag og í kvöld verður haldið upp á afmælið, m.a. með rokktónleikum, að sjálfsögðu. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 328 orð | 1 mynd

Hver verður stjarna kvöldsins?

Í KVÖLD kl. 21.05 verður Söngkeppni framhaldsskólanema útvarpað og sjónvarpað beint frá Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppendur er 25 talsins og áætlað er að útsendingin taki um tvo og hálfan tíma. Meira
29. mars 2003 | Menningarlíf | 100 orð

Listasalur Man, Skólavörðustíg 14 Sýning Þórs...

Listasalur Man, Skólavörðustíg 14 Sýning Þórs Magnúsar Kapor er framlengd um eina viku og lýkur 7. apríl. Opið 10-18 virka daga og 11-18 um helgar. Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík kl. 14 heldur tónleika í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 14. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

...lífinu í Memphis

STUTTMYNDIN Memphis eftir Þorgeir Guðmundsson er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Myndin er tekin í einu skoti og fylgst er með hópi fólks á óræðum stað úti á landi. Allt er slétt og fellt á yfirborðinu, en þegar nánar er að gáð er ekki allt sem sýnist. Meira
29. mars 2003 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Ljóðadagur í Nýló

LJÓÐADAGUR verður í Nýlistasafninu í dag, laugardag kl. 15, í tengslum við sýninguna Hlutabréf í sólarlaginu: Dagur Sigurðarson í Nýlistasafninu. Áhugasömum gefst kostur á að lesa upp ljóð eftir Dag, eða önnur ljóð tileinkuð skáldinu. Meira
29. mars 2003 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Ljóð, aríur og þjóðlög frá Kína flutt í Salnum

Á TÍBRÁRTÓNLEIKUM í Salnum, í dag, laugardag, kl. 16, syngur sópransöngkonan Xu Wen við undirleik Önnu Rúnar Atladóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru ljóð og aríur, allt frá Mozart til Bernstein, þjóðlög frá Kína og Spáni auk laga eftir Pál Ísólfsson. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Messa!

FRANSKA fyrirbærið Era hefur notið töluverðra vinsælda hér á landi. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Óvenjuleg endalok

Bandaríkin, 2002. Skífan VHS. (99 mín) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Kasia Adamik. Aðalhlutverk: Lee Tergesen, Lisa Kudrow, Heather Morgan, Vincent D'Onfrio. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 657 orð | 8 myndir

Rafgítarinn í hávegum

Fimmta og síðasta tilraunakvöld Músíktilrauna Tónabæjar og Hins hússins. Þátt tóku Delta 9, Brutal, Mortus frá Keflavík, Anubis, Dónatónn, Grettir, Wiztic, Royal Dirt, Org og Nögl. Haldið í Hinu húsinu fimmtudaginn 27. mars. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 195 orð | 1 mynd

Reikningsskil í Toronto

Bandaríkin/Kanada 2001. Myndform. VHS (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Bruce McDonald. Aðalleikendur: Juliette Lewis, Gina Gershon, Mickey Rourke. Meira
29. mars 2003 | Menningarlíf | 406 orð | 1 mynd

Sérhæfir sig í kynningu á myndlist

BELUGA Arts er nýstofnuð alþjóðleg umboðsskrifstofa myndlistarmanna sem sérhæfir sig í að koma myndlistarmönnum á framfæri víðsvegar um heim. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 63 orð | 1 mynd

Skaut sig í fótinn!

RIFRILDIÐ um Nirvana virðist hafa hrundið af stað ennþá meiri áhuga á sveitinni, því platan með bestu lögum hennar rýkur nú upp Tónlistann sem aldrei fyrr. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Tárafljót!

JUSTIN Timberlake er meyr og mjúkur ungur maður sem skammast sín ekki fyrir að fella tár ef tilfinningarnar bera hann ofurliði. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð Samfés

SANNKÖLLUÐ uppskeruhátíð Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva, verður haldin um helgina í Vetrargarðinum í Smáralind. Meira
29. mars 2003 | Fólk í fréttum | 1422 orð | 2 myndir

Útlaginn

Hinn 1. apríl verður frumsýnd ný íslensk bíómynd sem heitir 1. apríll og gerist hún öll 1. apríl. Nema hvað! Höfundurinn er Haukur M. Hrafnsson sem vakti verðskuldaða athygli fyrir frumraun sína, (Ó)eðli, sem frumsýnd var fyrir fjórum árum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þennan yngsta útlaga íslenskrar kvikmyndagerðar. Meira
29. mars 2003 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Þáttur um Einar Má í Noregi

NORSKA ríkissjónvarpið, NRK, vinnur nú að gerð þáttar um Einar Má Guðmundsson rithöfund sem nefnist "Þrír sjónvarpsmenn til fundar við rithöfund". Meira

Umræðan

29. mars 2003 | Aðsent efni | 494 orð | 2 myndir

Bætum grunnskólann innan frá

"Öflugir hverfaskólar sem efldir eru til sjálfstæðs starfs eru lykill að öflugum grunnskóla fyrir alla." Meira
29. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 318 orð

Furðulegar reglur

ÞAÐ hefur vakið athygli mína að undanförnu að til eru sérstakar reglur um verðmerkingar útstillinga í gluggum. Meira að segja hefur einhver bírókrati það að atvinnu að gera könnun á hvernig þessum málum er háttað hjá verslunum. Meira
29. mars 2003 | Aðsent efni | 356 orð | 1 mynd

Hjálparstarf vegna stríðsins í Írak

"Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna leggur mikla áherslu á að neyðaraðstoð verði ekki notuð til að koma á framfæri pólitískum eða trúarlegum skoðunum." Meira
29. mars 2003 | Aðsent efni | 854 orð | 1 mynd

Horft til framtíðar í öldrunarþjónustunni

"Það fyrirkomulag að fjölga hjúkrunarrýmum án þess að leitað sé allra leiða til að leysa vandann verður að hverfa." Meira
29. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 501 orð

Hverjir græða á hverjum og hvernig?

ÞAÐ vöknuðu spurningar við lestur bókar sem ég fékk lánaða á bókasafninu: Ríkir Íslendingar. Hverjir eru 200 ríkustu menn landsins? Eftir Sigurð Má Jónsson. 1. Hvernig er hægt að sópa saman þessum auði hjá ekki fjölmennari þjóð á ekki lengri tíma? 2. Meira
29. mars 2003 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Í tilefni af grein um sjónvarpsþátt

"Við erum ein ríkasta þjóð veraldar og það leggur aðrar og strangari kröfur á hendur okkar en í upphafi síðustu aldar." Meira
29. mars 2003 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Lýst er eftir manni

"Maðurinn leikur enn lausum hala þrátt fyrir leit." Meira
29. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 92 orð

PENNAVINIR -

LUCIANO óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á fótbolta og myntsöfnun. Hann skrifar á ensku eða frönsku. Luciano Zinelli, Via Mercadanie, 18 42100 Reggio Emilia, Italia. Meira
29. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 1077 orð

Réttur tungunnar

AUGLÝSINGAR eru mikilvægur þáttur í öllum fjölmiðlum. Þær eru upplýsandi, oft fréttnæmar. Þær eru þannig ekki einungis tekjulind, heldur samskiptaleið. Á sínum tíma voru tóbaksauglýsingar gríðarleg tekjulind, nú eru þær bannaðar hér á landi og víðar. Meira
29. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 477 orð

Topp þjónusta

ÉG las í Morgunblaðinu í desember 2002 pistil þar sem farið er mörgum orðum um lélega þjónustu hjá Ingvari Helgasyni hf., m.a. Meira

Minningargreinar

29. mars 2003 | Minningargreinar | 818 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG ERLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 15. júlí 1911. Hún lést á Kumbaravogi 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Pétursdóttir, f. í Víkurgerði á Fáskrúðsfirði 10. júlí 1881, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 657 orð | 1 mynd

HALLDÓR MAGNÚSSON

Halldór Magnússon fæddist á Ingunnarstöðum í Múlasveit í A-Barðastrandarsýslu 25. mars 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Björn Einarsson, f. 16. mars 1896, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 1154 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR

Hólmfríður Þorvaldsdóttir aðalbókari fæddist 13. júlí 1947. Hún andaðist á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 25. mars. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 1646 orð | 1 mynd

JAKOB GUNNAR PÉTURSSON

Jakob Gunnar Pétursson fæddist á Galtará í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu 18. janúar 1919. Hann lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson, f. 9 ágúst 1886, d. 9. okt. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 2125 orð | 1 mynd

JÓN SÆMUNDUR KRISTINSSON

Jón Sæmundur Kristinsson fæddist á Brautarhóli í Biskupstungum 13. nóvember 1945. Hann andaðist í Sjúkrahúsinu á Selfossi 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurjónsson, f. 26. mars 1902, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 571 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GUNNAR SIGURÐSSON

Ólafur Gunnar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 4. maí 1959. Hann lést í Hollandi 14. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kapellunni í Fossvogi 28. mars. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 548 orð | 1 mynd

ÓSKAR SIGURÐSSON

Óskar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 27. júlí 1907. Hann andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 20. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 28. mars. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2003 | Minningargreinar | 3250 orð | 1 mynd

ÞORGERÐUR SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Þorgerður Sigríður Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 19. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson bóndi, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 255 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 315 315 315...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 315 315 315 10 3,150 Blálanga 102 88 102 1,046 106,622 Gellur 620 500 524 49 25,700 Grásleppa 80 50 69 783 54,014 Gullkarfi 90 30 68 4,954 334,481 Hlýri 130 99 107 3,444 367,980 Keila 80 66 78 1,915 149,031 Kinnfiskur 415 415... Meira
29. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Fjölbreytt dagskrá á Skrúfudegi

HINN árlegi Skrúfudagur Vélskóla Íslands og Kynningardagur Stýrimannaskólans í Reykjavík verður haldinn nk. laugardag. Meira
29. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Fækkun flugfarþega yfir Atlantshafið

FARÞEGAR Icelandair, dótturfélags Flugleiða, voru 4,7% færri í millilandaflugi í febrúar í ár en á síðasta ári. Meira
29. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 136 orð | 1 mynd

Hótel Nordica opnað á morgun

FYRSTU gestir hins nýja Nordica hótels munu snæða hátíðarkvöldverð þar í kvöld og gista eina nótt. Hótelið verður ekki formlega opnað fyrr en 25. Meira
29. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 765 orð | 1 mynd

Styður sókn á innlenda og erlenda markaði

FÆKKUN um 20 manns í yfirstjórn Landsbanka Íslands styrkir rekstur bankans og eykur hagræði. Þetta er samdóma álit bankaráðs og bankastjóra. Meira
29. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Tveir framkvæmdastjórar hætta

TVEIR framkvæmdastjórar létu af störfum hjá Landsbankanum í gær í tengslum við þær breytingar á yfirstjórn bankans sem tilkynnt var um. Meira

Daglegt líf

29. mars 2003 | Neytendur | 1203 orð | 2 myndir

Neytendur vilja fá að vita um uppruna ferskra matvæla

Verslanir hér á landi hafa fram til þessa ekki lagt áherslu á að upplýsa viðskiptavini um uppruna ávaxta og grænmetis. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að neytendur gera í vaxandi mæli kröfu um að slíkar upplýsingar liggi fyrir, ekki síst þar sem misjafnt er eftir löndum hversu mikið notað er af varnarefnum. Meira
29. mars 2003 | Neytendur | 99 orð | 1 mynd

Verður þriðja stærsta Bónusbúðin

BÓNUSVERSLUN verður opnuð í Reykjanesbæ hinn 5. apríl næstkomandi. Verslunin verður þriðja stærsta Bónusbúðin á landinu og að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónusverslananna, eru miklar vonir bundnar við þessa staðsetningu. Meira

Fastir þættir

29. mars 2003 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 29. mars, er áttræður Eiríkur Guðmundsson, Reynimel 64,... Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 237 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Fjörutíu pör tóku þátt í Íslandsmótinu í paratvímenningi, sem fram fór um síðustu helgi í húsnæði BSÍ við Síðumúla. Anna Ívarsdóttir og Þorlákur Jónsson unnu sannfærandi sigur, en þau tóku snemma forystuna og héldu henni allan síðari keppnisdaginn. Meira
29. mars 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. febrúar sl. í Hólskirkju í Bolungarvík af sr. Agnesi Sigurðardóttur þau Ásgerður Magnúsdóttir og Skúli Sveinbjörnsson. Heimili þeirra er í Völusteinsstræti 28,... Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 372 orð | 1 mynd

Börn, fátækt og heilbrigði

ÞAÐ deyja árlega fimm milljónir barna yngri en 15 ára af völdum skaðvalda í nánasta umhverfi. Fólk tekur lítið eftir svona tilkynningu. Það eru alltaf að berast fréttir af einhverjum hörmungum. Meira
29. mars 2003 | Í dag | 1165 orð | 1 mynd

Fermingar í Grafarvogskirkju, 30.

Fermingar í Grafarvogskirkju, 30. mars kl. 10.30. Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Fermd verða: Andri Emil Gíslason, Dyrhömrum 12. Andri Kristinn Sigurðarson, Dverghömrum 12. Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 135 orð | 1 mynd

Fyrirsjáanleg fólksfækkun

EVRÓPUBÚUM mun fækka í framtíðinni, sér í lagi vegna þess að konur eignast börn seinna en áður. Fækkunin gæti numið um 88 milljónum manna árið 2100 sem er nánast fjórðungsfækkun frá því sem nú er, að mati rannsakenda. Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 469 orð | 1 mynd

Hver er eðlileg svefnþörf okkar?

Spurning: Ég hef heyrt að maður þurfi minni svefn með aldrinum. Er þetta satt og hvað munar miklu þegar maður eldist? Ég þekki mann sem segist eiginlega ekkert þurfa að sofa, hann segist móka í fáeina klukkutíma á nóttu en vita af sér allan tímann. Meira
29. mars 2003 | Dagbók | 71 orð

ÍSLAND

Ísland, farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld. Meira
29. mars 2003 | Dagbók | 469 orð

(Jóh. 14, 17.)

Í dag er laugardagur 29. mars, 88. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. Meira
29. mars 2003 | Í dag | 2151 orð | 1 mynd

(Jóh. 6).

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þús. manna. Meira
29. mars 2003 | Viðhorf | 874 orð

Lögleiðing lögbrota

En eru það næg rök til að falla frá banni við sölu fíkniefna að margir brjóti lögin? Má þá ekki allt eins segja að úr því að margir brjóti reglur umferðarlaga um hámarkshraða sé best að nema þær úr gildi? Og hvað með brot á lögum um vændi og mansal? Meira
29. mars 2003 | Í dag | 1076 orð | 1 mynd

Nýr messusöngur í Neskirkju

Í MESSU sunnudaginn 30. mars kl. 11 verður fluttur nýr messusöngur eftir organista kirkjunnar, Steingrím Þórhallsson. Með messusöng er átt við víxlsöng sem prestur og söfnuður skiptast á um að syngja eða svo nefnd messusvör. Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 131 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 Be7 4. Bd3 0-0 5. c4 d5 6. cxd5 exd5 7. e5 Rfd7 8. h4 He8 9. Rc3 c6 10. Dc2 Rf8 11. Be3 h6 12. 0-0-0 Re6 13. g3 Kh8 14. f4 c5 15. dxc5 Bxc5 16. Bxc5 Rxc5 17. Bb5 Bd7 18. Hxd5 Db6 19. Bxd7 Rbxd7 20. Rge2 Dc6 21. Hhd1 Rb6 22. Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 429 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

EINKADÓTTIR Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, kom til Íslands á dögunum og er því komin í raðir Íslandsvina þó að ekki hafi hún gróðursett tré í Vinaskógi. Meira
29. mars 2003 | Fastir þættir | 219 orð

Þunglyndislyf bjarga mannslífum

MIKIL aukning á notkun þunglyndislyfja hefur leitt til þess að sjálfsmorðum hefur fækkað í Svíþjóð, að sögn Göran Isacsson, yfirlæknis við Huddinge-geðsjúkrahúsið í Svíþjóð. Niðurstöðu sína birti hann nýlega í sænska Læknablaðinu . Meira

Íþróttir

29. mars 2003 | Íþróttir | 198 orð

Arnar og Bjarki sömdu við KR

ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu fengu liðsstyrk í gær en þá skrifuðu tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir undir samning við Vesturbæjarliðið sem gildir út leiktíðina. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 529 orð

Barátta miðherjanna

KEFLAVÍK og KR mætast í fyrsta úrslitaleiknum í körfuknattleik kvenna í Keflavík í dag en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 192 orð

Eiður Smári og Rúnar í fremstu víglínu?

FLEST bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson leiki saman í framlínu íslenska landsliðsins gegn Skotum á Hampden Park í dag. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Gough ekki rétt sáttahönd eins og Guðna

SKOSKIR fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um Guðna Bergsson og endurkomu hans í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Skotum í dag. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 536 orð | 1 mynd

Hættan getur komið alls staðar frá

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur tvöfalda ástæðu til að standa sig vel gegn Skotum á Hampden Park í dag. Eins og alltaf er markvörðurinn einn mikilvægasti hlekkurinn í hverju liði og Ísland þarf á traustri frammistöðu Árna að halda. Þar fyrir utan er hann búinn að gefa til kynna að hann vilji fara frá norska meistaraliðinu Rosenborg, og þar með er leikur eins og þessi honum mikilvægur til að sýna sig og sanna. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

* ÍSLENSKA landsliðið í snóker varð...

* ÍSLENSKA landsliðið í snóker varð efst í sínum riðli á Álfuleikunum á Möltu , gerði í gær 9:9-jafntefli við Þjóðverja og er því komið áfram í útsláttarkeppni. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 460 orð | 1 mynd

Keflavík áfram 3:0

FYRSTU tólf mínúturnar leit út fyrir að Njarðvíkingar væru á góðri leið með að knýja fram fjórða leikinn við Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þegar liðin mættust í þriðja sinn í Keflavík í gærkvöldi. Þá skoraði Guðjón Skúlason tvær þriggja stiga körfur sem dugðu til að snúa taflinu við og það var neistinn sem kveikti í Keflvíkingum. Þeir rönkuðu rækilega við sér, hertu á vörninni og spiluðu ótrauðir til 105:80-sigurs en það var þeirra þriðji í röð. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 205 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Njarðvík 105:80 Íþróttahúsið...

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Njarðvík 105:80 Íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni karla - Intersportdeild, undanúrslit, þriðji leikur, föstudagur 28. mars 2003. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 320 orð

Létt hjá ÍBV og Haukum

ÁTTA liða úrslitin í 1. deild kvenna í handknattleik hefjast í dag. Flautað verður til leiks í leikjunum fjórum klukkan 13 í dag og á þriðjudaginn mætast liðin öðru sinni. Tvo sigurleiki þarf til að komast í undanúrslitin en þurfi að grípa til oddaleikja fara þeir fram á fimmtudaginn. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 63 orð

Magnús til Hauka

MAGNÚS Ólafsson, sem lék með Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu á síðasta keppnistímabili, er genginn til liðs við 1. deildar lið Hauka. Magnús er þrítugur framherji sem lék átta leiki með KR-ingum í úrvalsdeildinni í á síðustu leiktíð. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

* RÚNAR Kristinsson verður fyrirliði íslenska...

* RÚNAR Kristinsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í tíunda skipti í dag þegar það mætir Skotum á Hampden Park. Rúnar, sem spilar sinn 97. landsleik og bætir enn eigið met, er sá tíundi frá upphafi sem nær að vera fyrirliði 10 sinnum. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 371 orð

Sigurvilji, hugrekki og stolt

ÞEGAR flautað verður til leiks á Hampden Park klukkan 15 í dag standa tvær áþekkar fylkingar andspænis hvor annarri - sú skoska og sú íslenska. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 167 orð

Skotar höfðu betur í ungmennaleiknum

SKOTAR sigruðu Íslendinga, 1:0, í Evrópu- og Ólympíukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu í gærkvöld en leikið var í Cumbernauld, rétt utan við Glasgow. Íslenska liðið hefur þar með tapað öllum þremur leikjum sínum í keppninni til þessa. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 252 orð

Spenna og barátta á tvennum vígstöðvum

LOKAUMFERÐ í 1. deild karla í handknattleik verður leikin á morgun og þá ræðst hvaða lið hampar deildarmeistaratitlinum og hvaða átta lið leika í úrslitakeppninni. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 207 orð

Steingrímur aftur í herbúðir ÍBV

STEINGRÍMUR Jóhannesson knattspyrnumaður er kominn aftur í sitt gamla félag, ÍBV, en í gærmorgun ákvað hann að ganga að tilboði Eyjamanna og skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 115 orð

UM HELGINA

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur Úrslitakeppni kvenna, Essodeild, 8 liða úrslit, fyrstu leikir: Vestmannaeyjar: ÍBV - Fylkir/ÍR 13 Haukar - Grótta/KR 13 Stjarnan - FH 13 Valur - Víkingur 13 Sunnudagur 1. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

Þá gætu sekkjapípurnar farið að baula

ÍSLAND hefur aldrei skorað mark í fjórum viðureignum sínum gegn Skotlandi og hefur ávallt tapað. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í gær að nú væri komið að því að snúa blaðinu við. "Það skal gerast hér," sagði Atli einbeittur eftir lokaæfingu íslenska liðsins sem æfði á Hampden Park síðdegis í gær. Meira
29. mars 2003 | Íþróttir | 855 orð | 1 mynd

Öllu máli skiptir að vera á tánum

RÚNAR Kristinsson, fyrirliði Íslands, bíður spenntur eftir leiknum á Hampden Park í dag. Hann hefur aldrei áður spilað á þessum fræga leikvangi, þrátt fyrir langan feril, og sagði við Morgunblaðið í Glasgow í gær að tilhlökkunin væri mikil. Meira

Lesbók

29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð | 1 mynd

AÐ SEGJA EÐA ÞEGJA

Að segja það sem allir vita en enginn þorir að segja: Við getum sagt að það sé eitt af mörgum hlutverkum skálda og rithöfunda. Hlutverk sem þau kjósa að taka að sér, eða ekki. Það er undir þeim komið. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

DRENGSKAPARMÁL

Ég hef átt margar kærustur flestar þó í huganum Shirley Temple og Connie litlu Deana Durbin og seinna Avu Gardner (Greta Garbo var ekki mín týpa) Sophiu Loren og Ingrid Bergman og Marilyn sem fékk mig alltaf til að hlæja svo ég gleymdi hvað ég hafði... Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 662 orð | 1 mynd

Fiðla og selló punta sviðið með Elínu Ósk og píanóinu

SÖNGUR með og án orða er yfirskrift lokatónleika starfsárs Tríós Reykjavíkur í vetur, og er þar bæði vísað í það að Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona verður gestur Tríósins, ásamt píanóleikaranum Richard Simm, en einnig það að hljóðfæratónlistin sem leikin... Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3457 orð | 2 myndir

FJALLIÐ VAR MÍN SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA

Síðustu tvo áratugi hafa gagnrýnendur keppst um að lofa málverk Georgs Guðna Haukssonar. Þrátt fyrir að hann sé rétt rúmlega fertugur hefur hann verið sagður einn af meisturum íslenska landslagsmálverksins. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna, en hann er yngsti listamaðurinn sem hlotnast hefur sá heiður. Hann ræddi við EINAR FAL INGÓLFSSON um feril sinn, náttúruna í verkunum og þróun afar sérstaks myndheims. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2370 orð | 5 myndir

FLJÚGANDI FURÐUR OG ÖNNUR UNDUR

Veggverk Max Ernst í húsi Éluard-hjónanna, Paul og Gölu, í Eaubonne í Frakklandi eru sérstæð og sprottin af eitruðu ástarsambandi þessara þremenninga snemma á þriðja áratug síðustu aldar. Hér er varpað ljósi á tilurð þessara verka og súrrealískan bakgrunn þeirra. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 25 orð

Gaggalagú

barnaleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Erling Jóhannesson. Leikendur: Jón Páll Eyjólfsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Vala Þórsdóttir. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 880 orð | 2 myndir

HVER ER MESTI HRAÐI MANNVERU?

Af hverju fær maður kvef, hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út, hvað eru byrkningar og út á hvað gengur réttarlíffræði? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

I Enn velta menn fyrir sér...

I Enn velta menn fyrir sér hvort listamenn eigi að taka afstöðu. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 120 orð | 1 mynd

Innsetning Steinu Vasulka

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar þrjár sýningar í Listasafni Íslands kl. 15 í dag. Tvær sýninganna eru verk úr eigu safnsins en sú þriðja er yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1088 orð

ÍRAKSDEILAN OG ALÞJÓÐASTOFNANIR

MIKIL umræða hefur orðið um framtíð þeirra alþjóðastofnana sem glímt hafa við Íraksdeiluna. Stór orð hafa verið látin falla um framtíðarhorfur Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB). Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1821 orð | 2 myndir

JAPAN OG ALSÍR SAMAN Á SVIÐI

Íslenska óperan býður upp á gaman og alvöru með því að sýna "Tvær óperur á einu kvöldi", Madömu Butterfly eftir Puccini og Ítölsku stúlkuna í Alsír eftir Rossini. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við leikstjórann og söngvarana fimm sem taka þátt í sýningunni. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 288 orð | 1 mynd

Job glímir við Guð og þjáninguna

Á morgun kl. 17 leikur Jörg Sondermann orgelverkið Job eftir Peter Ebn á tónleikum í Hallgrímskirkju. Verkið er byggt á Jobsbók Gamla testamentisins, einhverri mögnuðustu lýsingu heimsbókmenntanna á glímu mannsins við guð og þjáninguna. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 726 orð | 12 myndir

Laugardagur Íslenska óperan kl.

Laugardagur Íslenska óperan kl. 19 Útdrættir úr óperunum Madama Butterfly eftir Puccini og Ítalska stúlkan í Alsír eftir Rossini. Höfundur og leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason. Tónlistarstjóri er Clive Pollard. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

Leikhús

Leikhús Þjóðleikhúsið Stóra svið: Allir á svið, lau., fös. Með fullri reisn, sun. Rauða spjaldið, mið., fim. "Nönnu Kristínu Magnúsdóttur tókst að gera sér mikinn mat úr hlutverkinu og skapaði eftirminnilegan karakter." Mbl. SAB. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 273 orð

Myndlist Galleri@hlemmur.

Myndlist Galleri@hlemmur.is: Ásmundur Ásmundsson.Til 30.3. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Gunnella. Til 6.4. Gallerí Skuggi: Didda Leaman og Inga Þórey Jóhannsdóttir. Til 30.3. Gallerí Sævars Karls: Svandís Egilsdóttir sýnir málverk. Til 3.4. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 509 orð

STRÍÐSMYNDIR

LÍTILL drengur, varla nema sex til sjö ára situr á sjúkrarúmi með sáraumbúðir um höfuð sér, aðra hönd í fatla og bundið um hina. Hann rær ákaft fram og aftur og grætur hástöfum. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1217 orð | 4 myndir

Tveir svartir sauðir, íbúi sýndarveruleikans og listræn kortagerð

Til 7. apríl. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2284 orð | 2 myndir

UM GILDI HVERSDAGSMENNINGAR

Samtíminn er í síauknum mæli í brennidepli í rannsóknum þjóðfræðinga, hér á landi sem annars staðar. Í þessari grein er fjallað um sitthvað sem þjóðfræðin hefur fram að færa um íslenska samtímamenningu. Einkum er stiklað á viðfangsefnum sem gjarnan vilja gleymast í umræðum um íslenska menningu, ýmist vegna þess að þau þykja ekki nógu íslensk eða ekki nógu menningarleg. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3928 orð | 1 mynd

ÚLFUR Í SAUÐARGÆRU

Á bak við sauðslegt yfirbragð bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michaels Moores býr skörp pólitísk greind og baneitruð kímnigáfa. Í þessari grein er fjallað um feril Moores sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndina Keilað fyrir Columbine sl. sunnudag en hún verður sýnd á kvikmyndahátíð í Regnboganum á næstunni. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 354 orð | 2 myndir

Verk Goya á uppboði

TVÖ verk sem talin eru vera eftir spænska listamanninn Goya verða seld á uppboði hjá spænska uppboðshúsinu Subastas Alcala í maí nk. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

VIÐSJÁRVERÐIR TÍMAR

Ég sá hana ekki fyrst því hún virtist mér ein af mörgum en svo gaf hún mér auga og ég þáði það og hún lagaði á sér hárið og ég... gaf því gaum og hún fór í rauða blússu ...nælonsokka og svart pils... Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 778 orð | 2 myndir

VOÐALEGA OFT SALTFISKUR...

Ó BLESSUÐ vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól" ómar í eyrum áheyrenda og Jón Páll Eyjólfsson stígur fram á sviðinu og kynnir sig. Meira
29. mars 2003 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð | 2 myndir

Þjáningar annarra

NÝJASTA bók Susan Sontag, Regarding the Pain of Others , sem útleggja má sem Varðandi þjáningar annarra, þykir veita gagnrýna og áleitna sýn á þá ímynd sem ljósmyndir og fréttamyndir draga reglulega fram af afleiðingum hryðjuverka og stríðsátaka. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.