Greinar mánudaginn 31. mars 2003

Forsíða

31. mars 2003 | Forsíða | 194 orð | 1 mynd

Kennsluefni í Íraksher

FYRIR stríðið í Írak dreifðu íraskir herforingjar meðal sinna manna eintökum af bandarísku kvikmyndinni "Svarthaukurinn fallinn" ("Black Hawk Down") sem kennsluefni í því hvernig sigra ætti Bandaríkjamenn. Meira
31. mars 2003 | Forsíða | 282 orð | 1 mynd

Látlausar árásir á víglínu Lýðveldisvarðar

SPRENGJUM og flugskeytum rigndi í gær yfir Bagdad í látlausum loftárásum bandamanna. Geisa miklir eldar í borginni en engar áreiðanlegar fréttir voru um mannfall. Meira
31. mars 2003 | Forsíða | 105 orð

Tétsenar í liði Íraka

HAFT er eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, að Jemenar, Palestínumenn og Tétsenar berjist með Írökum í borginni Nasiriya en um hana hafa staðið harðir bardagar frá upphafi Íraksstríðsins fyrir 12 dögum. Meira
31. mars 2003 | Forsíða | 355 orð | 1 mynd

Útilokar þátttöku í þriggja flokka stjórn

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið á landsfundi flokksins í gær að hann útilokaði þátttöku Sjálfstæðisflokksins í þriggja flokka ríkisstjórn. Meira

Fréttir

31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Á annað hundrað samlokur runnu út hjá börnunum

ÞETTA var sannarlega kröftugur dagur í Grunnskólanum í Grímsey. Morgunninn byrjaði með stærðfræðiprófi. Fljótlega þegar það var að baki, brettu nemendur eldri deildar upp ermar og smurðu á annað hundrað samlokur með skinku og osti. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Ánægð með afla dagsins

VALDÍS Ásgeirsdóttir náði þeim merka áfanga að fá skipstjórnarréttindi hjá Siglingaskóla Íslands á síðasta ári. Hún hefur farið nokkra róðra síðan sem skipstjóri á Garpi SH og verið fengsæl eins og sjá má. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Árekstur við Korpu

ÖKUMENN tveggja bíla voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir árekstur á Vesturlandsvegi í gær. Mennirnir komu úr gagnstæðri átt og óku bílum sínum saman á móts við Korpu um kl. hálffimm í gær. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 857 orð | 1 mynd

Bandaríkjamenn - hin útvalda þjóð

Trúin hefur skipt Bandaríkjamenn miklu máli alla tíð en sumir telja, að um leið hafi hún brenglað skilning þeirra á umheiminum og sé hugsanlega farin að hafa veruleg áhrif á alþjóðavettvangi. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð

Bílvelta í Þrengslum

BIFREIÐ valt í Þrengslum laust fyrir klukkan tvö í gærdag með þeim afleiðingum að kona sem var farþegi í henni slasaðist. Hlaut konan stórt en ekki alvarlegt sár á höfði og var flutt með sjúkrabifreið á Landspítala-háskólasjúkrahús. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 218 orð

Byrgi Saddams hannað til að þola kjarnorkusprengju

LOFTVARNABYRGI undir höll Saddams Husseins forseta Íraks var byggt til að þola kjarnorkuárásir og mun að öllum líkindum þola allar árásir sem gerðar eru á það með hefðbundnum vopnum. Þetta segir þýskur sérfræðingur sem aðstoðaði við byggingu byrgisins. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Börn fái tækifæri til að kynnast lýðræðinu

"STJÓRNMÁLAMENN tala of lítið við börn," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, meðal annars er hún ávarpaði málþingið Börn og lýðræði sem haldið var í Valhöll á Þingvöllum á laugardag. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 305 orð

Cook vill herinn heim

ROBIN Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði af sér embætti oddvita stjórnarliðsins á þingi í mótmælaskyni við stríðið í Írak, hefur skorað á bresku stjórnina að kalla herliðið heim. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Fékk verðlaun fyrir ljósahönnun

LJÓSAHÖNNUN í Apollo Victoria leikhúsið í London, sem Þórður Orri Pétursson ljósahönnuður sá um, fékk fyrstu verðlaun fyrir bestu hönnun ljósa í húsi í keppni sem Félag ljósahönnuða í Bretlandi stóð fyrir. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 293 orð

Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er einn

FÓLK sem býr eitt, vantar félagsskap og kvíðir stórhátíðum mun koma saman til fundar í safnaðarheimili Hallgrímskirkju næstkomandi miðvikudag kl. 20,00. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Flugmannalistar aðskildir í fyrsta sinn

REIKNAÐ er með að ferðum á leiðum Flugfélags Íslands verði fjölgað um u.þ.b. 10% í sumar. Fjölgunin verður fyrst og fremst til Egilsstaða sem skýrist af fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum á Austurlandi. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 40 orð

Frambjóðendur B-listans í Norðvesturkjördæmi verða með...

Frambjóðendur B-listans í Norðvesturkjördæmi verða með opinn fund í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.30. Miðvikudaginn 2. apríl kl. 20.30 verða frambjóðendur B-listans með opinn fund í Miðgarði Skagafirði. Meira
31. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 485 orð | 1 mynd

Framfarir í menntamálum

"Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að auka framlög til menntamála á næstu árum m.a. til þess að festa í sessi þann mikla vöxt sem verið hefur á framhaldsskóla- og háskólastigi." Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Friðarhátíð barna

BÖRN hafa víða komið saman að undanförnu til að halda friðarhátíðir. Slík hátíð var haldin í kosningamiðstöð VG í Ingólfsstræti 5 í Reykjavík í gær. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Fylgi Frjálslyndra eykst hjá Gallup

FYLGI Frjálslynda flokksins var rösklega 5% í mars skv. þjóðarpúlsi Gallup og hefur fylgi flokksins aldrei mælst hærra hjá Gallup á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mældust með jafnmikið fylgi í mánuðinum eða rúmlega 35%. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Fyrsti gestur ársins á tjaldstæðið

HANN gekk á með hvössum suðvestan hagléljum um það leyti er Pierre-Alain Treyvaud frá Sviss labbaði inn á tjaldstæðið á Hellissandi og fór óhikað að reisa taldið sitt. Hann er fyrsti gesturinn á tjaldstæðinu í ár. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Gamla glerið hverfur

GÖMLU malt- og appelsínflöskurnar munu brátt heyra sögunni til því Ölgerðin Egill Skallagrímsson hyggst nú taka af markaði allar margnota glerflöskur sem drykkir fyrirtækisins hafa verið seldir í. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð

Guðni gefur kost á sér áfram

GUÐNI Bergsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu þegar það mætir Færeyjum og Litháen í undankeppni Evrópumóts landsliða dagana 7. og 11. júní. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 116 orð

Hershöfðingi yfirheyrður

YFIRHEYRSLUR voru í gær sagðar fara fram yfir hershöfðingja í íraska hernum, sem tekinn hefur verið til fanga. Í yfirheyrslunum er, að sögn breskra hermanna, reynt að fá hershöfðingjann til að greina frá hernaði Íraka. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð

Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) heldur fræðsluerindi...

Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) heldur fræðsluerindi mánudaginn 31. mars, kl. 20.30, í stofu 101, Lögbergi, húsi Háskóla Íslands. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 650 orð

Innheimta hóflegs veiðigjalds er vel viðunandi

Í STJÓRNMÁLAÁLYKTUN landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var einróma undir lok landsfundarins í gær segir m.a. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð

Íbúðarhús byggð eftir 12 ára hlé

MIKIL umskipti verða í byggingarframkvæmdum og lóðaúthlutun í Fjarðabyggð í kjölfar ákvörðunar um byggingu álvers í Reyðarfirði og er meðal annars að hefjast bygging íbúðarhúsa í Neskaupstað sem eru fyrstu íbúðarhúsin sem byggð eru á staðnum í 12 ár. Meira
31. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 481 orð | 1 mynd

Í óþökk landsmanna

"En hvatvísleg yfirlýsing um stuðning Íslands er ekki geðþekk, ekki í takt við þau viðhorf, sem ríkja um þá nálgun sem friðsamt fólk, hér sem annars staðar, taldi eðlilega og skynsama." Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 187 orð

Ívilnun tekin upp fyrir dagróðrarbáta

NOKKRAR umræður urðu um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hvort samþykkja ætti ályktun um að tekin verði upp sérstök ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 138 orð

Jíhad boðar sjálfsmorðsárásir

SAMTÖK róttækra Palestínumanna, Hið íslamska Jíhad, lýstu yfir því í gær að menn á vegum þeirra væru komnir til Bagdad til að gera sjálfsmorðsárásir gegn sveitum bandamanna. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 256 orð

Kalla ekki á viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda

ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnunin hefur gefið út tilmæli um aðgerðir til að koma í veg fyrir ferðatengda útbreiðslu heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL). Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Karlmaður lést í vélsleðaslysi

KARLMAÐUR lést í vélsleðaslysi í Kerlingarfjöllum síðdegis á laugardag þegar hann ók sleða sínum fram af gilbrún við Hveradal og hafnaði ofan í gilbotni 18 metrum neðar. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð

Konum fjölgaði í miðstjórn

KONUR juku hlut sinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins við kjör til miðstjórnar á landsfundi flokksins í gær. Kosið var um ellefu sæti af 33 í miðstjórninni. Alls gáfu 17 manns kost á sér og náðu sex konur kjöri í miðstjórn og fimm karlar. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 133 orð

Kynlífsvandamál langveikra og fatlaðra er yfirskrift...

Kynlífsvandamál langveikra og fatlaðra er yfirskrift námskeiðs sem haldið verður dagana 3. og 4. apríl nk. á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ í samvinnu við fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðideild HÍ. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Leggja skal niður ÁTVR þegar í stað

TEKIST var á um tillögu um að leggja niður starfsemi ÁTVR sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær en tillöguna er að finna í kafla um einkavæðingu í ályktun fundarins um viðskipta- og neytendamál. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 2 myndir

Létust í bílslysi

MENNIRNIR, sem létust í bílslysi á Reykjanesbraut sl. föstudag, hétu Søren Staunsager Larsen, glerlistamaður, og Jóhannes Sigurðsson, matreiðslumaður. Søren Staunsager Larsen var 56 ára gamall og bjó í Bergvík, Víkurgrund 8, Kjalarnesi. Hann var fæddur... Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Lóan er alltaf stundvís

FYRSTU farfuglarnir streyma nú til landsins og í síðustu viku sáust fyrstu lóur þessa árs, fyrst níu fuglar í Sílavík við Höfn í Hornafirði og síðar sama dag fjórir til viðbótar á Höfn. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lýst eftir stolinni bifreið

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir stolinni fólksbifreið af gerðinni Subaru Legacy stallbak, árgerð 1998, sem stolið var af bifreiðaplani við Domus Medica við Egilsgötu aðfaranótt 21. mars sl. Bifreiðin er vínrauð að lit með skráningarnúmerinu VU-624. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Lækkuðu virðisauka um helming í einn dag

MATVARA var óvenju ódýr í verslunum Hagkaupa í gær þegar verð var lækkað sem nam helmingi virðisaukaskatts. Með þessu vildi fyrirtækið hvetja stjórnvöld til að falla frá tveggja skattþrepa neyslustýringu og lækka virðisaukaskatt á alla matvöru niður í... Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Marel styrkir öldrunarrannsókn Hjartaverndar

JÓN H. Haraldsson, svæðisstjóri Marels hf. á Íslandi, afhenti verkefninu Öldrunarrannsókn Hjartaverndar nýja M1100-vog að viðstöddum stjórnendum Hjartaverndar. Meira
31. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 629 orð | 1 mynd

Metnaðarfullt samfélag?

"Undanfarin ár hafa stjórnvöld hér á landi smátt og smátt, að því er virðist meðvitað, seilst æ lengra í þá átt að auka bilið milli ríkra og fátækra." Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Mætir ekki til yfirheyrslu

EIGINKONA Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hefur hafnað því að snúa tafarlaust aftur til Serbíu til að mæta til yfirheyrslu í tengslum við rannsóknina á morðinu á öðrum fyrrverandi forseta landsins, Ivans Stambolic. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

"Afdráttarleysi til eftirbreytni"

Fimm þingmenn frá Tékklandi voru hér í síðustu viku til að ræða öryggis- og varnarmál. Auðunn Arnórsson hitti Jan Vidím, formann varnarmálanefndar tékkneska þingsins. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 154 orð

"Reykjavík frá alþjóðlegum sjónarhóli" nefnist erindi...

"Reykjavík frá alþjóðlegum sjónarhóli" nefnist erindi sem Stefán Ólafsson þjóðfélagsfræðingur heldur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Rannsókn flugslyssins beinist nú að veðurfarslegum þáttum

RANNSÓKN á flugslysinu á Miðfellsmúla á föstudagskvöld beinist m.a. að veðurfarslegum þáttum af hálfu Rannsóknanefndar flugslysa, sem tekið hefur flak vélarinnar, tveggja sæta Cessnu 152, í sína vörslu. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ráðningar í höndum sviðsstjóra

FORSTJÓRI Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur framselt tiltekið vald til sviðsstjóra LSH og er ábyrgð mannaráðninga á þeirra höndum, en aðhald er áfram á því sviði. Í janúar í fyrra tók ráðningabann á LSH formlega gildi. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 177 orð

Rúta með 64 farþega útaf undir Hafnarfjalli

HÓPBIFREIÐ með 64 farþega fór út af veginum undir Hafnarfjalli síðdegis í gær en hún valt ekki og engin slys urðu. Vindurinn fór í 40 metra á sekúndu í mestu vindhviðunum undir Hafnarfjalli í gær. Meira
31. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 682 orð | 1 mynd

Röng stefna ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu

,,Það er sorglegt að íslenska ríkisstjórnin skuli með þessum hætti gera okkur að þátttakendum í stríði sem flestir þjóðréttarfræðingar telja vera ólögmætt." Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Saka Rumsfeld um misráðið ráðríki

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hunzaði ítrekað ráðgjafa ráðuneytisins varðandi undirbúning og skipulagningu innrásarinnar í Írak, að því segir í grein í tímaritinu The New Yorker sem kemur út í dag, mánudag. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Samstarf á sviði tónlistar

NEMENDUR píanódeilda Tónlistarskóla Árnesinga og Nýja tónlistarskólans í Reykjavík léku saman á tónleikum í safnaðarheimili Selfosskirkju sl. föstudag. Flytjendur voru nemendur á hinum ýmsu stigum píanónáms og á efnisskrá voru m.a. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Segja þúsundir vilja deyja píslarvættisdauða

TALSMENN íraskra stjórnvalda sögðu í gær, að þúsundir arabískra sjálfboðaliða væru reiðubúnar að fórna lífi sínu í sjálfsmorðsárásum á bandaríska og breska hermenn. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Seinkun á Spánarflugi

BOEING 747 þota Atlanta átti að fljúga með farþega frá Barcelona á Spáni til Íslands í gærkvöldi en fresta þurfti fluginu þar til í dag vegna lögboðins hvíldartíma áhafnarinnar. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 758 orð | 1 mynd

Sjóðir samlyndra hjóna

Lára V. Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1951. Hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1977, varð héraðsdómslögmaður árið 1980 og hæstaréttarlögmaður árið 1998. Lára rekur nú eigin lögfræðiskrifstofu og er jafnframt lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Hún er og fyrrverandi formaður Kvenréttindafélags Íslands. Eiginmaður Láru er Þorsteinn Haraldsson endurskoðandi og eiga þau þrjú börn. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Sorphirða mun taka stökk inn í framtíðina

NÚ standa miklar breytingar fyrir dyrum hjá Sorpsamlagi Mið-Héraðs. Ákveðið hefur verið að um mánaðamótin mars-apríl verði settar sorptunnur við öll íbúðarhús á Egilsstöðum og í Fellabæ og mun það auðvelda mjög alla sorphirðu. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Svifið í þágu friðar

Mótmæli gegn stríðinu í Írak héldu áfram víða um heim í gær. Á mótmælafundi í Barcelona á Spáni hékk þessi leikari í gær neðan í loftbelg sem á er ritað "friður" á fjöldamörgum tungumálum. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 129 orð

Sýrlendingar komnir til Mosul?

SJÁLFBOÐALIÐAR frá Sýrlandi eru komnir til borgarinar Mosul í Norður-Írak til að taka þátt í bardögum gegn hersveitum bandamanna. Það var arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sem greindi frá þessu í gær. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 502 orð

Tekizt er á um tollalækkun eða kvóta

ÍSLAND og Noregur munu á samningafundi í Brussel í dag ítreka kröfur sínar um niðurfellingu tolla á sjávarafurðum í tilefni af því að Austur-Evrópuríki ganga í Evrópusambandið. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð

Tillaga um afnám sjómannaafsláttar felld

TILLAGA um afnám sjómannaafsláttar í skattkerfinu var felld eftir töluverðar umræður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 140 orð

Tugir særðust á kaffihúsi

TUTTUGU og sex manns særðust er Palestínumaður sprengdi sig upp við kaffihús í bænum Netanya í Ísrael í gær. Hafa Jihad-samtökin lýst ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni, sem þau segja, að hafi verið gjöf til írösku þjóðarinnar. Meira
31. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 797 orð | 1 mynd

Tökum mið af arðsemi stangveiðinnar

"Frjálslyndi flokkurinn hafnar eldi á erlendum laxfiskastofnum við strendur landsins. Frjálslyndi flokkurinn styður hins vegar eindregið eldi á íslenskum vatna- og sjávarlífverum." Meira
31. mars 2003 | Erlendar fréttir | 215 orð

Um 1.600 manns hafa smitazt

UM 1. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Unnið við dýpkun

DÝPKUN hefur staðið yfir í höfninni á Þórshöfn nær samfellt frá því í nóvember og verður verkinu að líkindum lokið í maí. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Varð undir heybagga og slasaðist alvarlega

KARLMAÐUR á áttræðisaldri slasaðist alvarlega í gær þegar hann varð undir 200 kg þungum heybagga sem verið að afferma af vörubifreið við Nesbú á Vatnsleysuströnd. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Veldur verulegum skattahækkunum

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gerði grein fyrir tillögum flokksins um skattalækkanir á fundi framsóknarmanna á Hótel Húsavík í gærkvöldi. Meira
31. mars 2003 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Vissi að augun í skúfönd eru heiðgul

ÍTALINN Paolo Turchi vissi að augun í fullþroska skúfönd eru heiðgul og sú vitneskja færði honum 5 milljónir króna í vasann í þættinum "Viltu vinna milljón?" sem sýndur var á Stöð tvö í gærkvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

31. mars 2003 | Staksteinar | 314 orð

- Gætir samræmis í dómaframkvæmd?

Í grein á lagmarksriki.is 23. mars sl. fjallar Haukur Örn Birgisson um dóma hér á landi: "Það var athyglisvert að skoða þá dóma sem féllu í Hæstarétti í gær. Meira
31. mars 2003 | Leiðarar | 362 orð

Kosið um framtíðina

Ef marka má niðurstöður skoðanakannana undanfarnar vikur gæti myndun tveggja flokka ríkisstjórnar reynst erfið að loknum kosningum. Einu flokkarnir er gætu myndað slíka stjórn miðað við skoðanakannanir væru Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin. Meira
31. mars 2003 | Leiðarar | 516 orð

Skoðana- og tjáningarfrelsi

Við Íslendingar búum við skoðana- og tjáningarfrelsi. Þessi mannréttindi eru stjórnarskrárvarin. Þau eru eitt af því, sem skilur á milli lýðræðisríkja og þeirra þjóða, sem búa við einræði og skoðanakúgun. Meira

Menning

31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 852 orð | 2 myndir

Bítlahár, bítlaskór og Elvis

The Beatles Anthology safnið á mynddiskum. Alls fimm saman í pakka. Fjórir innihalda upprunalegu heimildarþættina átta en fimmti inniheldur áður óútgefið aukaefni. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Borgarbarn sem þolir ekki sveitina

NONNI, níu ára strákur sem sendur er í sveit, er aðalsöguhetja Gaggalagú , nýs barnaleikrits eftir Ólaf Hauk Símonarson. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 351 orð | 1 mynd

Félagar í blíðu og stríðu

Leikstjóri: Dennis Dugan. Handrit: Jay Scherick og David Ronn. Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Steve Zahn, Colm Feore og Eric Roberts. Lengd: 85 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 410 orð | 1 mynd

Forsaga farandverkamannsins

Leikstjóri: Elisabeth Rygaard. Handrit: Yükel Isiks. Kvikmyndatökustjóri: Hans Welin. Aðalleikendur: Bora Akkas, Gürol, Mazlum Cimen, Sebnem Köstern. 90 mín. Sandrew. Danmörk 2002. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Fótafár endurgerð

NÁÐST hafa samningar við framleiðendur verðlaunamyndarinnar Chicago, Craig Zadan og Neil Meron, um að endurgera kvikmyndina Fótafár (Footloose) sem gerði allt vitlaust 1985 með Kevin Bacon í aðalhlutverki. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 205 orð | 1 mynd

...kvenskörungnum Joyce Meyer

HÚN Joyce Meyer er ein af helstu stjörnum kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega. Það verður ekki annað sagt en að hér sé á ferð mjög svo greindur og ákveðinn kvenmaður, þó menn kunni eflaust að deila um trúarlega afstöðu hennar. Meira
31. mars 2003 | Leiklist | 504 orð | 1 mynd

Lífið í sveitinni - í gamla daga

Höfundur texta og tónlistar: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Erling Jóhannesson. Leikarar: Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Vala Þórsdóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Hafnarfjarðarleikhúsið, 29. mars 2003 Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 462 orð | 1 mynd

Mengunin hefur engin landamæri

STEINN Kárason er umsjónarmaður þáttaraðarinnar Straumar og stefnur í umhverfisstjórnun og umhverfismálum en annar þáttur af fjórum, Umhverfisstjórnun í reynd , verður endurfluttur á Rás 1 í kvöld. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 176 orð | 2 myndir

Mikið vill meira

ÞAÐ kemur lítið á óvart að hasarmyndin xXx skuli rjúka á topp mynddiskalistans strax í fyrtu viku. Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Skemmtu gestum í Smáralind

ÞAÐ VAR margt hæfileikaríkra unglinga í Vetrargarði Smáralindar um helgina, en þá hélt Samfés, Samtök félagsmiðstöðva, nokkurs konar uppskeruhátíð og bauð upp á margt það besta af tónlist, leiklist og dansi sem að unnið hefur verið að í... Meira
31. mars 2003 | Fólk í fréttum | 421 orð | 3 myndir

Söngfuglinn sem vill verða læknir fékk sigur í afmælisgjöf

ANNA Katrín Guðbrandsdóttir, nemi í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri, sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Meira
31. mars 2003 | Menningarlíf | 1664 orð | 1 mynd

Veikar konur og sterkar, tap og sigur

Frumsýning Íslensku óperunnar á tveimur óperum, Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini og Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini í styttum útgáfum. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Ingólfur Níels Árnason. Meira

Umræðan

31. mars 2003 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

DRG á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

"Næsta verkefni innan Nord DRG-ráðsins er að þróa flokkunarkerfi fyrir sjúklinga innan heilsugæslunnar." Meira
31. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 413 orð

Feng Shui

FENG Shui er listsköpun staðsetningar. Það byggist á náttúrulegu flæði orku í umhverfi okkar. Rétt notkun á Feng Shui gerir okkur kleift að beina lífsorku inn á öll svið lífsins. Heimili okkar og vinnustaður eru endurskin af okkar innsta kjarna. Meira
31. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 78 orð

GRACE, sem er 26 ára frá...

GRACE, sem er 26 ára frá Uganda, óskar eftir íslenskum pennavinum. Grace Nanteza, P.O. Box 29852, Kampala, Uganda. grcena2002@yahoo.com MASUMI, sem er 49 ára frá Japan, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún skrifar á ensku. Meira
31. mars 2003 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Heilsugæsla á Suðurnesjum - hvað er til ráða?

"Eiga íbúar Suðurnesja ekki rétt á þjónustu heimilislækna eins og aðrir landsmenn?" Meira
31. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 523 orð | 1 mynd

Húðvandamál og krem UM árabil hef...

Húðvandamál og krem UM árabil hef ég átt við húðvandamál að stríða, þ.e. húðsprungur sem ná niður í hold myndast á milli fingranna. Ég hef um árabil notað Cetavlex sótthreinsandi krem á kaunin og hefur það gagnast vel. Meira
31. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 317 orð

Samsæri?

HVERNIG stendur á því að íslenska ríkið samþykkir áform um Kárahnjúkavirkun og álver í Reyðarfirði þrátt fyrir vægast sagt vafasamt arðsemismat og viðsjárverðar spár um heimsmarkaðsverð á áli? Meira
31. mars 2003 | Aðsent efni | 719 orð | 2 myndir

Síðustu eldgos við Kárahnjúka

"Þessar aldursgreiningar sýna að Kárahnjúkar eru stærðargráðu eldri en talið hefur verið." Meira
31. mars 2003 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd

Skattar og velferð

"Kaupmáttur hefur aukist samfellt, fleiri krónur eru í vasanum og nú er hægt að fá meira fyrir tekjurnar en nokkru sinni fyrr." Meira
31. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 434 orð

Smávægilegar staðreyndir um stríð gegn Írak

HVAÐ þýðir stríð gegn Írak (eða eins og Kanarnir segja stríð gegn Saddam Hussein)? Líklega létust á milli 80.000 og 150.000 hermenn og 100.000 og 200.000 óbreyttir borgarar í Persaflóastríðinu. Í kjölfarið fylgdi viðskiptabann sem gerir ráð fyrir að 10. Meira

Minningargreinar

31. mars 2003 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

ELLERT RÖGNVALDUR EMANÚELSSON

Ellert Rögnvaldur Emanúelsson fæddist í Ólafsvík 27. nóvember 1933. Hann lést 9. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 21. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2003 | Minningargreinar | 522 orð | 1 mynd

EYJA PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR

Eyja Pálína Þorleifsdóttir fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 24. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2003 | Minningargreinar | 508 orð | 1 mynd

GARÐAR JAKOBSSON

Garðar Jakobsson fæddist í Hólum í Reykjadal 8. apríl 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 12. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Einarsstaðakirkju 22. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2003 | Minningargreinar | 608 orð | 1 mynd

HELGA HANNA MAGNÚSDÓTTIR

Helga Hanna Magnúsdóttir fæddist á Akranesi 14. júní 1922. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 22. mars 2003. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Hannesdóttir, f. 4.7. 1905, d. 1969, og Magnús Júlíus Þórðarson, f. 24.7. 1900, d. 1932. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2003 | Minningargreinar | 6244 orð | 1 mynd

ÓLI KRISTINN BJÖRNSSON

Óli Kristinn Björnsson fæddist í Hafnarfirði 25. júní 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Bjarnason málarameistari, f. 8. október 1906, d. 3. ágúst 1961, og Anna Sigurðardóttir húsfreyja, f.... Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2003 | Minningargreinar | 979 orð | 1 mynd

PÁLL SÖLVI PÁLSSON

Páll Sölvi Pálsson fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1957. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Pálsson, leigubifreiðastjóri, f. 2. febrúar 1902, d. 23. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Eiginfjárhlutfall Kaldbaks 56%

HAGNAÐUR Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. nam 824 milljónum króna, þar af er óinnleystur hagnaður af verðbréfum 500 milljónir króna árið 2002. Heildareignir Kaldbaks voru 9.293 milljónir króna í árslok 2002. Eigið fé félagsins í árslok 2002 var 5. Meira
31. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Minni hagnaður hjá FMS

FISKMARKAÐUR Suðurnesja var rekinn með 20,1 milljónar króna hagnaði á árinu 2002, samanborið við 32,2 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur voru 344,6 milljónir og minnkuðu um 14,6% á milli ára. Meira
31. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 177 orð | 1 mynd

Vöruskiptin hagstæð í febrúar

Í FEBRÚAR voru fluttar út vörur fyrir tæpa 16,8 milljarða króna og inn fyrir 14 milljarða króna fob. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 2,7 milljarða króna en í febrúar í fyrra voru þau hagstæð um 2,5 milljarða á sama gengi. Meira

Fastir þættir

31. mars 2003 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sex spaðar er skynsamlegur samningur og hófstilltur á spil NS. En við skulum hækka spennustigið og setja lesandann í sjö spaða. Meira
31. mars 2003 | Fastir þættir | 139 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hornafjarðar Árið hófst með aðalsveitakeppni félagsins. Þátt tóku fimm sveitir. Úrslit urðu eftirfarandi: Málningarþjónustan 76 Jón Nielsson - Skeggi Ragnarsson Guðbrandur Jóh. - Gunnar P. Halld. Meira
31. mars 2003 | Dagbók | 93 orð

DALVÍSA

Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund! Yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum! Meira
31. mars 2003 | Í dag | 344 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Passíusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Kl. 15-16.30 Ævintýraklúbburinn, starf fyrir 7-9 ára börn, sem eru öll velkomin. Meira
31. mars 2003 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Njarðvíkurkirkju færðir kyrtlar

Í TILEFNI þess að Systrafélag Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík varð 35 ára á síðasta ári var ákveðið að færa Njarðvíkurkirkju fimmtán kyrtla að gjöf til nota á fermingarbörn sem fermd verða í sókninni. Kyrtlarnir voru afhentir mánudaginn 17. mars sl. Meira
31. mars 2003 | Dagbók | 525 orð

(Sálm. 27. 2.)

Í dag er mánudagur 31. mars, 90. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Heyr þú á grátbeiðni mína, er ég hrópa til þín, er ég lyfti höndum mínum til Hins allrahelgasta í musteri þínu. Meira
31. mars 2003 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 g6 4. d4 exd4 5. Rxd4 Bg7 6. Rxc6 bxc6 7. g3 Re7 8. Bg2 0-0 9. 0-0 d6 10. Dd2 Be6 11. b3 d5 12. cxd5 Rxd5 13. Bxd5 cxd5 14. Ba3 He8 15. Hac1 c6 16. Ra4 Staðan kom upp á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem er nýlokið. Meira
31. mars 2003 | Fastir þættir | 351 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

KJÚKLINGAVERÐ hefur lækkað niður úr öllu valdi á Íslandi, eins og flestum ætti að vera kunnugt. Er þetta hið besta mál fyrir neytendur, enda kjúklingakjöt afskaplega gott. Meira

Íþróttir

31. mars 2003 | Íþróttir | 8 orð | 1 mynd

Baksíða The Mail on Sunday: Wilkie...

Baksíða The Mail on Sunday: Wilkie bjargvættur... Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 846 orð | 1 mynd

Barátta vó upp sóknarleysið

"Við spiluðum góða vörn en sóknir okkar voru næstum eins lélegar og vörnin var góð," sagði Hafrún Kristjánsdóttir sem skoraði þrjú mörk í 13:10 sigri Vals á Víkingum að Hlíðarenda á laugardaginn í fyrsta eða fyrri leik liðanna í 8-liða... Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 188 orð

Deildabikarkeppni karla EFRI DEILD, A-RIÐILL: Stjarnan...

Deildabikarkeppni karla EFRI DEILD, A-RIÐILL: Stjarnan - Afturelding 2:3 Guðjón Baldvinsson 5., 64. - Ásbjörn Jónsson 9., 86., Bogi Ragnarsson 52. Keflavík - KA 4:2 Þórarinn Kristjánsson 21., 72., 79., Ólafur Ingi Jónsson 30. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 194 orð

Draumurinn nánast úr sögunni

EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Skotum á Hampden Park á laugardaginn að með honum væri draumurinn um að ná öðru sætinu í EM-riðlinum nánast úr sögunni. "Já, hann er allavega orðinn mjög fjarlægur. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 106 orð

Eiður í sömu stöðu og George Best

SKOSKA dagblaðið Sunday Herald sagði í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri í svipaðri stöðu og norður-írski snillingurinn George Best upplifði á sínum tíma. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 133 orð

Eiður með fjórða EM-markið

EIÐUR Smári Guðjohnsen er kominn í 2.-3. sætið yfir markahæstu leikmenn Íslands í Evrópukeppni landsliða frá upphafi. Hann gerði sitt fjórða mark í keppninni á laugardaginn og náði þar með Eyjólfi Sverrissyni, sem gerði 4 EM-mörk. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 83 orð

Eiður tognaði í nára

EIÐUR Smári Guðjohnsen tognaði í nára seint í leiknum gegn Skotum og þurfti að fara af velli af þeim sökum rétt fyrir leikslok. "Ég rann til og tognaði en ég á ekki von á að þetta sé eitthvað alvarlegt. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 745 orð | 1 mynd

Englendingar sáttir með stigin

ENGLENDINGAR eru ánægðir með að ná í öll þrjú stigin úr heimsókn sinni til Liechtenstein. Þeir telja þó að liðið hefði átt að skora mun fleiri mörk en þau tvö sem urðu rauninn, en segjast nú ætla að einbeita sér að leiknum gegn Tyrkjum á miðvikudaginn og komast með sigri þar í efsta sæti riðilsins. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

Ég er sár og svekktur

GUÐNI Bergsson er tilbúinn til að leika áfram með íslenska landsliðinu í næstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM, eins og fram kemur í frétt á B1. Hann spilaði á laugardaginn sinn 78. landsleik, og jafnframt þann fyrsta síðan hann var í liði Íslands gegn Írlandi á Laugardalsvellinum 6. september 1997. Guðni sýndi gamalkunna takta í íslensku vörninni og staðfesti að hann hefði komið að góðum notum í mörgum af þeim 50 landsleikjum sem fram fóru á meðan hann var "úti í kuldanum". Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 670 orð | 3 myndir

Ég gat ekki einu sinni orðið reiður

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið eftir ósigurinn í Glasgow á laugardaginn að hann væri afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð einu einasta stigi í leikjunum tveimur gegn Skotum. Eftir lélegan fyrri hálfleik á Hampden Park hefðu verið miklir möguleikar í þeim síðari en vendipunktur leiksins hefði verið vítaspyrnan sem höfð hefði verið af íslenska liðinu þegar staðan var 1:1. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 67 orð

Fjórða sætið hjá snókerlandsliðinu

ÍSLENSKA landsliðið í snóker varð í fjórða sæti á Álfumótinu sem lauk á Möltu um helgina. Liðið sigraði í sínum riðli, vann síðan Möltu 2 11:6 í næstu umferð og var þar með komið í undanúrslit. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

* FRAKKAR byrjuðu ekki sérlega vel...

* FRAKKAR byrjuðu ekki sérlega vel þegar þeir tóku á móti Möltubúum í 1. riðli undankeppni EM . Fabien Barthez markvörður liðsins fékk gult spjald strax á fyrstu mínútu leiksins fyrir ljótt brot á einum leikmanna Möltu. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 194 orð

Grétar hjá Leicester

GRÉTAR Rafn Steinsson, knattspyrnumaður úr ÍA, er kominn til Englands þar sem hann verður til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Leicester City út þessa viku. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 126 orð

Guðjohnsen sá við mér

"ÉG ætlaði að gera Guðjohnsen rangstæðan en það mistókst algjörlega. Hann sá við mér og skoraði glæsilegt mark," sagði Steven Pressley, miðvörður Hearts og skoska landsliðsins, sem átti frábæran leik í vörn Skota á laugardaginn. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Guðni er tilbúinn gegn Færeyjum og Litháen

GUÐNI Bergsson er tilbúinn til að framlengja feril sinn um einn mánuð til þess að spila með íslenska landsliðinu gegn Færeyjum og Litháen í undankepni EM dagana 7. og 11. júní. Guðni ætlaði að leggja skóna á hilluna að loknu þessu keppnistímabili í ensku knattspyrnunni en síðasti leikur Bolton fer fram 11. maí. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 42 orð

Gunnlaugur nefbrotinn

GUNNLAUGUR Jónsson, fyrirliði Skagamanna í knattspyrnunni, er nefbrotinn, brotnaði á æfingu með liðinu á dögunum þegar hann lenti í árekstri við einn félaga sinn í ÍA. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

* HANNES Jón Jónsson gerði fimm...

* HANNES Jón Jónsson gerði fimm mörk þegar lið hans, Naranco Treycar, vann lið Malaga, 27:25, í spænsku 2. deildinni í handknattleik. Mikilvægur sigur hjá Hannesi og félögum í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 2045 orð | 1 mynd

Haukar meistarar annað árið í röð

HAUKAR voru krýndir deildarmeistarar annað árið í röð með því að leggja ÍR-inga, 28:26, í miklum baráttuleik að Ásvöllum. Sigur Haukanna var þó öruggari enn lokatölurnar gefa til kynna því ÍR-ingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins eftir að Haukar höfðu náð mest fimma marka forskoti í síðari hálfleik. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni en ÍR-ingar glíma við Þórsara. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 82 orð

Indriði fljótur að fá spjald

INDRIÐI Sigurðsson kom inn á sem varamaður í íslenska landsliðinu seint í leiknum gegn Skotum og spilaði sinn fyrsta leik í stórkeppni. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 7 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, annar leikur: DHL-höll: KR - Keflavík 19. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Ísland á ekki möguleika

"MEÐ þessum úrslitum á Ísland ekki lengur möguleika á öðru sætinu. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 10 orð

Íslandsmót karla: HK - Þróttur R...

Íslandsmót karla: HK - Þróttur R 2:3 (25:13, 25:21, 19:25, 22:25,... Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

* JÓN Arnór Stefánsson gerði 11...

* JÓN Arnór Stefánsson gerði 11 stig þegar hann og félagar hans í Trier töpuðu á heimavelli fyrir Bamberg í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik. Lokatölur 87:91. Jón Arnór tók 3 fráköst og stal boltanum einu sinni. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 905 orð

Kaflaskiptur leikur og tap á Hampden Park

ÞAÐ er orðinn langsóttur draumur að sjá Ísland fyrir sér í hópi þeirra þjóða sem spila um sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða seint á þessu ári. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 90 orð

Langþráður sigur á Hampden

EFTIR að Skotar endurbyggðu hinn fornfræga þjóðarleikvang sinn, Hampden Park, og tóku hann í notkun á ný árið 1999 höfðu þeir aldrei sigrað þar þjóð sem var fyrir ofan þá á styrkleikalista FIFA - þar til á laugardaginn. Skotar eru í 63. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 1312 orð | 2 myndir

Lifa hálfleikinn af, strákar!

Í þrjá daga samfleytt liðu rauðir, hvítir og bláir treflar um götur Glasgow í sumarblíðunni sem þar ríkti. Á leikdegi eltu þeir skosku pilsin suður að Hampden Park. Sigurbjörg Þrastardóttir var í Skotlandi og dreif sig á völlinn. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 68 orð

Mark eftir 408 mínútur

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslendinga gegn Skotum í A-landsleik frá upphafi þegar hann jafnaði metin á 48. mínútu á Hampden Park á laugardaginn. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 156 orð

Mikill hugur hjá ÍR-ingum

"ÞETTA var kaflaskipt hjá okkur. Við byrjuðum mjög illa en náðum að vinna okkur inn í leikinn og vorum á tíma komnir tveimur mörkum yfir. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 712 orð | 1 mynd

Minnimáttarkennd eða skortur á sjálfstrausti?

EINS marks ósigur á útivelli í mikilvægum landsleik í knattspyrnu. Hve oft höfum við Íslendingar ekki mátt sætta okkur við slíka niðurstöðu undanfarna tvo áratugi? Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 189 orð

Minni Vogts farið að förlast

BERTI Vogts hafði aldrei fagnað sigri sem landsliðsþjálfari Skota á Hampden Park, þar til á laugardaginn. Skoskir blaðamenn spurðu Vogts eftir leikinn hvort það væri ekki mikill léttir að hafa loksins náð að vinna leik á þessum velli. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 332 orð

Notuðum fríið geysilega vel

VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari deildarmeistara Hauka í handknattleik, og Páll Ólafsson, aðstoðarmaður hans, féllust í faðma á varamannabekk Hauka þegar ljóst var að lærisveinar þeirra voru að landa sigrinum á ÍR-ingum og um leið að tryggja sér... Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* RENE Timmink , hollenski dómarinn,...

* RENE Timmink , hollenski dómarinn, bætti fjórum mínútum við leiktímann á laugardaginn, og það þótti áhorfendum á Hampden Park slæm tíðindi. Þeir bauluðu óspart þegar fjórði dómari leiksins gaf það til kynna. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 515 orð | 1 mynd

Sárast að hafa ekki gert betur heima

RÚNAR Kristinsson var fyrirliði Íslands í tíunda skipti á laugardaginn og upplifði það enn einu sinni á ferlinum að tapa landsleik með einu marki. "Ég hef ekki tölu á því hve oft það hefur gerst í þessum 97 landsleikjum sem ég hef tekið þátt í en það er orðið ansi oft," sagði Rúnar við Morgunblaðið eftir leikinn. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Sigurður Bjarnason er á heimleið

SIGURÐUR Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikið hefur með þýska liðinu Wetzlar undanfarin fjögur ár hefur tekið ákvörðun um að flytja heim í sumar. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 183 orð

Skil ekki af hverju hann dæmdi ekki víti á mig

"ÉG skil ekki afhverju dómarinn dæmdi ekki vítaspyrnu á mig," sagði varnarmaðurinn stóri hjá Skotum, Lee Wilkie, um atvikið þegar hann braut á Eiði Smára Guðjohnsen og dómarinn dæmdi óbeina aukaspyrnu innan vítateigs skoska liðsins. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 496 orð | 2 myndir

Skotar ekkert betri en við

EIÐUR Smári Guðjohnsen sagði við Morgunblaðið eftir leikinn á Hampden Park að það væri sorglegt að hafa tapað eftir að hafa náð að jafna metin. "Málið er að Skotar eru ekkert betri en við, þeir fengu engin umtalsverð færi framyfir okkur í seinni hálfleiknum, nema þegar þeir skoruðu," sagði Eiður. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 142 orð

Skotar telja lið sitt eiga langt í land

SKOSKU dagblöðin töldu flest í gær að skoska knattspyrnulandsliðið ætti enn langt í land þrátt fyrir sigurinn á Íslendingum á laugardaginn. Fullsnemmt væri að spá því að þetta skoska lið ætti raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni EM. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 232 orð

Tindastóll - Grindavík 87:82 Sauðárkrókur, fjórði...

Tindastóll - Grindavík 87:82 Sauðárkrókur, fjórði undanúrslitaleikur karla, sunnudaginn 30. mars 2003. Gangur leiksins: 5:5, 12:9, 19:16, 22:19, 22:27, 27:29, 32:35, 34:38 , 38: 40, 47:45, 51:55, 59:58, 64:65, 68:68, 73:73, 81:77, 87:82. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 678 orð | 1 mynd

Tindastóll knúði fram oddaleik

ENN og aftur var gríðarleg spenna í leik um sæti í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar á milli Tindastóls og Grindavíkur þegar liðin mættust á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í gær. Grindvíkingarnir hefðu með sigri komist í úrslitin, en hörkubarátta Tindastólsmanna, með þjálfarann Kristin Friðriksson í eldlínunni, leiddi til 87:82 sigurs og oddaleik í Grindavík annað kvöld. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 231 orð

Undankeppni EM 5.

Undankeppni EM 5. RIÐILL: Skotland - Ísland 2:1 Kenny Miller 12., Lee Wilkie 70. - Eiður Smári Guðjohnsen 49. Þýskaland - Litháen 1:1 Carsten Ramelow 9. - T.Razanauskas 73. Staðan í 5. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 1175 orð

Úrslitakeppni kvenna ÍBV - Fylkir/ÍR 32:20...

Úrslitakeppni kvenna ÍBV - Fylkir/ÍR 32:20 Vestmannaeyjar, fyrsti leikur í 8-liða úrslitum, laugardaginn 29. mars. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 3:2, 5:4, 8:4, 10:5, 12:5, 13:8, 13:9, 15:10, 16:11, 17:12, 20:12, 21:14, 23:15, 25:16, 30:18, 31:19, 32:20. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 122 orð

Úrslitaleikur í Gelsenkirchen

ÚRSLITALEIKUR Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu 2004 fer fram á Arena AufSchalke í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar Knattspyrnusambands Evrópu í Róm í gær. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 23 orð

Þau mætast

LIÐIN sem mætast í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eru: Haukar - Fram Valur - FH ÍR - Þór KA - HK Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 143 orð

Þjóðverjar af toppnum

ÞJÓÐVERJAR máttu teljast heppnir að ná í eitt stig þegar þeir tóku á móti Litháum í Nürnberg. Gestirnir jöfnuðu seint í leiknum og fengu færi til að gera út um leikinn en Oliver Kahn varði meistaralega undir lokin og bjargaði stigi. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 105 orð

Öruggt hjá Keflavík

KEFLAVÍK vann öruggan sigur á KR í fyrsta leik liðanna í úrslitum í körfuknattleik kvenna, 75:47. Það var aðeins rétt í byrjun sem KR-stúlkur veittu sterku og jöfnu Keflavíkurliði keppni. Meira
31. mars 2003 | Íþróttir | 210 orð

Öruggur sigur í Eyjum

Nýkrýndir deildarmeistarar ÍBV sigruðu Fylki/ÍR örugglega í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum, 32:20. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.