Greinar þriðjudaginn 1. apríl 2003

Forsíða

1. apríl 2003 | Forsíða | 191 orð

Bush segir að senn verði Írakar frjálsir

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að "með hverjum degi" færðust hersveitir bandamanna nær Bagdad, höfuðborg Íraks, og um leið fullum sigri í stríðinu sem nú er háð í landinu. Meira
1. apríl 2003 | Forsíða | 401 orð

Fyrstu átök landsveita og Lýðveldisvarðar

LANDHERSVEITIR Bandaríkjamanna og liðsafli Íraka háðu í gær harða orrustu í bænum Hindiya á bakka Efrat-fljóts um 80 kílómetra suður af höfuðborginni Bagdad. Meira
1. apríl 2003 | Forsíða | 137 orð | 1 mynd

Óttast að hundruð hafi farist í Bólivíu

ÓTTAST er að mörg hundruð manns kunni að hafa farist er mikil aurskriða féll á afskekktan námabæ í norðurhluta Bólivíu í gær. Um fjögur hundruð íbúðarhús eyðilögðust í skriðunni, að því er haft var eftir yfirvöldum. Meira
1. apríl 2003 | Forsíða | 174 orð

Skutu sjö óbreytta borgara til bana

BANDARÍSKIR hermenn skutu sjö óbreytta borgara til bana og særðu tvo til viðbótar er þeir hófu skothríð á bifreið við eftirlitsstöð í suðurhluta Íraks í gær. Talsmaður Bandaríkjahers greindi frá þessu í gærkvöldi. Meira

Fréttir

1. apríl 2003 | Suðurnes | 203 orð | 1 mynd

18 holu völlur á Húsatóftum?

Á AÐALFUNDI Golfklúbbs Grindavíkur sem haldinn var á dögunum voru lögð fram frumdrög að stækkun Húsatóftavallar úr 13 í 18 holur og hugmyndir að byggingu veitingasalar við golfskálann. Meira
1. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 194 orð | 1 mynd

47 leitar- og björgunarverkefni leyst

YFIR 300 björgunarsveitarmenn alls staðar að af landinu voru við æfingar í Eyjafirði um helgina á Landsæfingu björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meira
1. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 217 orð

Afrennsli Varmárþróar fer ekki lengur í ána

BÚIÐ er að tengja afrennsli Varmárþróar við nýja holræsalögn sem tengir afrennsli hennar við afrennsli Holtaþróar. Með tengingunni fer afrennsli Varmárþróar ekki lengur í Varmá. Meira
1. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 570 orð | 1 mynd

Ábyrgðarlaus loforðaveisla

"Það er þjóðsaga að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi lækkað tekjuskatta." Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Árekstrahrina í Reykjavík

GRÍÐARLEG umferðarteppa myndaðist í Ártúnsbrekku síðdegis í gær í kjölfar árekstrar í brekkunni. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. Tók um hálfa klukkustund að greiða úr flækjunni. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 385 orð

Áróðursstríðið líklega tapað

BANDARÍKIN og bandalagsríki þeirra í stríðinu í Írak eru líklega búin að tapa áróðursstríðinu á alþjóðavettvangi. Er það álit eins virtasta varnarmálasérfræðings Ástralíu. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð

Á spítala eftir landadrykkju

LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur að undanförnu tekið eftir aukinni neyslu unglinga á heimabrugguðu áfengi, eða svokölluðum landa. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 151 orð

Bandaríska alríkislögreglan færir út kvíarnar

BANDARÍSKA alríkislögreglan FBI áformar að opna skrifstofur í Kabúl, Djakarta og átta öðrum erlendum höfuðborgum. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð

Bankar með mestar hækkanir

KAUPÞING banki hækkaði mest þeirra fimmtán fyrirtækja sem mynda úrvalsvísitölu aðallista á fyrsta ársfjórðungi, eða um 16,92%. Næst kemur Búnaðarbankinn með 16,30% hækkun. Össur lækkaði mest eða um 12,04% en Samherji lækkaði um 8,5%. Meira
1. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Beraði afturendann í miðbænum

AKSTURSLAG manns sem hjólaði niður Þingvallastræti og Gilið og þaðan norður Skipagötu í átt að miðbænum um helgina vakti athygli lögreglu sem þar var á ferð. Meira
1. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 164 orð | 1 mynd

Body Shop-verslun lokað á Laugavegi

VERSLUNNI Body Shop á Laugavegi 51 hefur verið lokað sökum þess að leigusamningur verslunarinnar við eigendur hússins er runninn út. "Við erum búin að missa húsnæðið. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Doktor í sálfræði

JÓN Þorvaldur Ingjaldsson varði doktorsritgerð á sviði klínískrar sálfræði (Clinical Psychology) við háskólann í Bergen í Noregi 14. febrúar sl. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Dæmdur fyrir skjalafals

TANNLÆKNIR á fimmtugsaldri var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til fjársvika og skjalafals. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Einar Benediktsson valinn Evrópumaður ársins

EINAR Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, var útnefndur Evrópumaður ársins 2003 á aðalfundi Evrópusamtakanna 29. mars sl. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð

Enn ber nokkuð í milli í EES-viðræðum

ÍSLENDINGAR hafa sótt fast að fá niðurfellingu tolla á ákveðnar lykilsjávarafurðir eins og síld í viðræðum við Evrópusambandið, en ESB hefur ekki verið til viðræðu um það heldur boðið kvóta og segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í... Meira
1. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 198 orð

Erilsamt um helgina en óhappalaust

MIKILL fjöldi ungmenna alls staðar að af landinu var samankominn á Akureyri um helgina vegna söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór á laugardagskvöld. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Fagnað með Paolo Turchi

ÞAÐ vakti athygli á sunnudagskvöld þegar Ítalinn Paolo Turchi gerði sér lítið fyrir og vann sér inn fimm milljónir króna í þættinum "Viltu vinna milljón?" sem sýndur er á Stöð 2. Paolo svaraði öllum 15 spurningum stjórnandans, Þorsteins J. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fangelsi fyrir kannabisræktun

TVEIR menn á fertugsaldri voru dæmdir í 45 og 120 daga fangelsi í gær í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun í bílskúr í Kópavogi. Lögreglan lagði hald á 51 plöntu og 675 grömm af kannabislaufum í bílskúrnum í febrúar í fyrra. Meira
1. apríl 2003 | Landsbyggðin | 267 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustubændum vex fiskur um hrygg

NÝLOKIÐ er aðalfundum Ferðaþjónustu bænda hf. og Félags ferðaþjónustubænda. Þeir voru að þessu sinni haldnir á Gistihúsinu á Egilsstöðum og sóttu þá hartnær sextíu manns hvaðanæva af landinu. Sævar Skaptason er framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 166 orð | 2 myndir

Finnur Geirsson lætur af embætti formanns SA

FINNUR Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins frá stofnun þeirra árið 1999, hyggst ekki gefa aftur kost á sér í formannsembættið á aðalfundinum 29. apríl næstkomandi. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 291 orð

Flestir telja að Ingibjörg Sólrún myndi standa sig vel

RÚMLEGA 73% kjósenda telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, myndi standa sig vel sem forsætisráðherra ef marka má nýja könnun sem þjóðarpúls Gallup gerði á viðhorfi fólks til þeirra stjórnmálamanna sem fara fyrir... Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 262 orð

Fólki brugðið en lendingin átakalaus

GUÐNI Þórðarson, oft kenndur við Ferðaskrifstofuna Sunnu, telur flugatvikið skömmu eftir flugtak á Stansted-flugvelli í Lundúnum á föstudagskvöld ekki í frásögur færandi. Meira
1. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Fólki úr föstum jeppum bjargað

ÞRÍR félagar úr Hjálparsveitinni Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit aðstoðuðu fólk á tveimur jeppum sem sokknir voru ofan í krapa um fjóra kílómetra austur af Laugarfelli á laugardagskvöld. Beiðnin barst um kl. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 844 orð | 1 mynd

Fórnarlömb hreinsana talin vera hundruð þúsunda

Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið gerð uppreisn í Basra er ekki aðeins tortryggni í garð bandamanna. Þegar uppreisnin var kæfð 1991 hurfu mörg hundruð þúsund manns, þar á meðal þeir, sem nú hefðu farið fyrir andstæðingum Saddams Husseins. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Fórnarlömbin í Srebrenica jarðsett

MEIRA en 600 fórnarlömb fjöldamorðanna í Srebrenica í Bosníu voru borin til grafar í gær, næstum átta árum eftir þessi mestu grimmdarverk í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meira en 10. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Framhaldsstofnfundur Femínistafélags Íslands verður haldinn í...

Framhaldsstofnfundur Femínistafélags Íslands verður haldinn í dag, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 20 í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b. Kosið verður í átta aðila ráð, lög og stefnuskrá verða borin upp til samþykktar o.fl. Félagið er opið jafnt konum sem... Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð

Framsóknarflokkurinn með 9,3% fylgi

FRAMSÓKNARFLOKKURINN fékk 9,3% fylgi í könnun Fréttablaðsins og hefur fylgi flokksins ekki mælst eins lágt áður. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Friðarfundur á Ísafirði

FRIÐARSINNAR héldu fund í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 29. mars sl. Tilgangur fundarins var að mótmæla árásum Bandaríkjamanna og Breta á Írak. Ræðumenn voru þeir Ólafur B. Halldórsson framkvæmdastjóri, Henrý Bæringsson og Þorsteinn Másson. Meira
1. apríl 2003 | Miðopna | 589 orð | 1 mynd

Frjálslyndi flokkurinn og fólkið sem byggir þetta land

"Það væri þarft að hækka örorkulífeyri þannig að fólk geti haldið reisn sinni." Meira
1. apríl 2003 | Landsbyggðin | 158 orð | 1 mynd

Grásleppuvertíð fer vel af stað

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN er hafin og 13 bátar gera út á grásleppu frá Þórshöfn þetta vorið. Karlarnir segja að það líti betur út með vertíðina en í fyrra og heldur meiri fiskur er á grunnslóð núna. Tengdafeðgarnir á Leó II lögðu strax 20. Meira
1. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

GYLFI Þórhallsson fyrrverandi formaður Skákfélags Akureyrar...

GYLFI Þórhallsson fyrrverandi formaður Skákfélags Akureyrar var í miklu stuði um helgina, þegar Fischer-klukkumót félagsins var haldið. Hann hlaut 14 vinninga úr 15 skákum. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Hagnaður Norðuráls 970 milljónir

REKSTUR Norðuráls skilaði 970 milljóna króna hagnaði eða sem nemur 10,6 milljónum dollara á síðasta ári. Árið 2001 nam hagnaður félagsins 10,3 milljónum dollara. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Hefur ekki áhrif á flugkennslu

FLUGSLYSIÐ á Miðfellsmúla mun ekki hafa áhrif á starfsemi Flugskóla Íslands hf., sem leigði flugvélina sem brotlenti á fjallinu með kennara og nema innanborðs. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Heimsóttu íraska stríðsfanga

FULLTRÚAR alþjóða Rauða krossins tilkynntu í gær að þeir væru byrjaðir að heimsækja íraska stríðsfanga sem bandarískar og breskar hersveitir hafa tekið til fanga frá því að stríðið í Írak hófst fyrir þrettán dögum. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hlutur eldri borgara verði réttur

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Hafnarfirði um kjaramál eldri borgara. "Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði, haldinn 20. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Hrygningarstoppið hefst í dag

VEIÐIBANN vegna friðunar hrygningarþorsks, hrygningarstoppið svokallaða, hefst í dag á veiðisvæðinu vestan Dyrhólaeyjar og verða allar veiðar bannaðar innan svæðisins til 21. apríl nk. Á svæðinu austan Dyrhólaeyjar hefst veiðibannið hinn 8. apríl nk. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 383 orð

Hyggjast útrýma garnaveiki á næsta áratug

EMBÆTTI yfirdýralæknis hefur sagt garnaveiki í sauðfé stríð á hendur og ætlar að útrýma veikinni á næstu tíu árum. Verður það fyrst og fremst gert með því að bólusetja öll ásetningslömb á svæðum þar sem veikin er landlæg. Meira
1. apríl 2003 | Suðurnes | 405 orð | 1 mynd

IPT semur um byggingu verksmiðju

IPT, fyrirtækið sem hyggst reisa stálröraverksmiðju í Helguvík, hefur samið við verktaka um byggingu verksmiðjunnar. Áætlað er að hún hefji starfsemi snemma árs 2005. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 477 orð | 2 myndir

Í blíðu og stríðu í Blokk númer 7

UM 120 unglingar í Hlíðahverfi hafa undanfarnar vikur lítið sést heima hjá sér. Ástæðan er að þeir verja öllum sínum tíma í skólanum. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 232 orð

ÍMS óttast múgsefjun eins og í Áslandsskóla

STJÓRN Íslensku menntasamtakanna (ÍMS) býst við fleiri uppsögnum frá starfsfólki leikskólans Tjarnaráss í Hafnarfirði enda óttast hún að í gangi sé "sams konar múgsefjun og átti sér stað í Áslandsskóla". Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 106 orð

Írösk efnavopn falin í Sýrlandi?

HUGSANLEGT er, að Írakar hafi falið efna- og lífefnavopn í Sýrlandi. Er það tilgáta hershöfðingja í ísraelsku leyniþjónustunni en herir bandamanna hafa ekki fundið nein slík vopn enn sem komið er. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ísland í forystu í nýjum vinnuhópi hjá ÖSE

ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vín, hefur tekið við formennsku í nýjum vinnuhópi ÖSE sem fjallar um innleiðingu skuldbindinga 55 aðildarríkja stofnunarinnar á sviði hryðjuverkavarna. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð

Ísland taki til baka stuðning við árásarstríðið

STRÍÐIÐ í Írak og stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna og Bretlands hefur tvímælalaust áhrif á afstöðu kjósenda í kosningunum í vor, sérstaklega meðal ungra kjósenda, að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns Ungra Vinstri... Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Íslensk börn ekki talin fá tækifæri til að hafa áhrif

TALSVERT skortir á að 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé uppfyllt í íslenskri stjórnsýslu en greinin lýtur að því að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar á málum er þau varða og hafa áhrif á ákvarðanir þar um. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

JÓN OLGEIRSSON

JÓN Olgeirsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Grimsby á Englandi, varð bráðkvaddur föstudaginn 28. mars sl. Jón Olgeirsson fæddist í Grimsby 8. janúar 1945 og var því 58 ára þegar hann lést. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Kynna gagnagrunn með ferilskrám

ÚTSKRIFTARNEMENDUR Háskólans í Reykjavík buðu nýlega fulltrúum frá 70 stærstu fyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu til sín til að kynna þeim gagnagrunn sem inniheldur ferilskrár nemenda skólans. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 252 orð

Kæra útgáfu á starfsleyfi fyrir Reyðarál

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa kært til umhverfisráðherra ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu á starfsleyfi fyrir álver Reyðaráls. Meira
1. apríl 2003 | Suðurnes | 201 orð

Lagning háspennulínu heimiluð

SKIPULAGSSTOFNUN telur að lagning háspennulínu frá iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi að Svartsengi muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og hefur fallist á framkvæmdina. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 585 orð

Landlæknir segir læknalög brotin

FRAMKVÆMDASTJÓRI Plastic Surgery Iceland í Garði, sem býður upp á ferðir til Íslands vegna lýtaaðgerða og vísar á Guðmund M. Stefánsson lýtalækni í því sambandi, segist efast um að siðareglur lækna eða læknalög eigi við um starfsemi sína. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 420 orð

Leiðbeinendur segjast óánægðir

LEIÐBEINENDUR eru óánægðir með fyrirhugaðar breytingar á skipulagi félagsstarfs hjá þjónustumiðstöðvum Félagsþjónustunnar í Reykjavík og hafa fulltrúar þeirra óskað eftir fundi með félagsmálastjóra til að fara yfir stöðu mála, að sögn Huldu... Meira
1. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Luku námi í stjórnun

NÝLEGA útskrifaðist hópur nemenda úr námi í stjórnun frá símenntun Háskólans á Akureyri, en um nokkur tímamót er um að ræða því þetta er í fyrsta skipti sem nemendur ljúkra lengra endurmenntunarnámi frá símenntun HA. Meira
1. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 44 orð

Lyf og heilsa í Nesapóteki

LYF og heilsa hefur fest kaup á Nesapóteki á Eiðistorgi. Nesapótek hóf starfsemi í desember árið 1983. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 274 orð

Málstofa um félagafrelsi við lagadeild verður...

Málstofa um félagafrelsi við lagadeild verður haldin miðvikudaginn 2. apríl kl. 12.15-13.30, í stofu L-101 í Lögbergi, undir yfirskriftinni: Verndar stjórnarskráin verkfallsréttinn? Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

NBC víkur Peter Arnett úr starfi

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin NBC hefur vikið sjónvarpsfréttamanninum Peter Arnett, sem hlaut heimsfrægð fyrir fréttir um Víetnamstríðið og Persaflóastríðið árið 1991, úr starfi í kjölfar þess að Arnett veitti íraska ríkissjónvarpinu viðtal þar sem hann gaf... Meira
1. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 222 orð | 1 mynd

Niðurrif útihúsa við Nesstofu

Í GÆR hófst niðurrif gamla fjóssins og fleiri útihúsa við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Telur bæjarstjóri að rúma viku taki að jafna húsin við jörðu. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd

Nokkuð um árekstra og innbrot

UM helgina var tilkynnt um 44 umferðaróhöpp þar sem eignatjón átti sér stað, þrír ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 31 fyrir of hraðan akstur. Nokkuð var um árekstra og þá sérstaklega á sunnudag þegar færðin versnaði vegna veðurs. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 642 orð | 1 mynd

Nýir stjórnunarhættir ESB

Anna Guðrún Björnsdóttir er fædd 1956. Lauk embættisprófi frá lagadeild HÍ 1982. Starfaði hjá Tryggingarstofnun ríkisins og á lögmannsstofu 1982-85 og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1986-93. Í félagsmálaráðuneytinu 1993-96 og gegndi starfi bæjarritara og forstöðumanns fjármála- og stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar frá 1996 til 2001 er hún varð sviðsstjóri þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 40 orð

Nöfn vantaði Undir myndum með greininni...

Nöfn vantaði Undir myndum með greininni Síðustu eldgos við Kárahnjúka sem birtist í Morgunblaðinu í gær vantaði nöfn höfunda greinarinnar. Myndin til vinstri er af Ágústi Guðmundssyni og myndin til hægri er af Jóhanni Helgasyni. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð

Óðinn gerður haffær

TIL stendur að gera varðskipið Óðin haffært svo það verði til taks í verkefni hjá Landhelgisgæslunni ef á þarf að halda. Um 11 milljónir kostar að gera skipið haffært. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 90 orð

Óttast eyðileggingu fornminja

MIKHAÍL Shvydkoí, menningarmálaráðherra Rússlands, varaði í gær við eyðileggingu fornra minja í Írak og afhenti bandaríska sendiherranum í Moskvu lista yfir fornminjasvæði, sem hætta steðjar að í Íraksstríðinu. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 205 orð

Óttast vaxandi átök í Afganistan

VAXANDI líkur virðast á, að talibanar og íslamskir öfgamenn ætli að blása til sóknar í Afganistan nú með vorinu. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

"Fyrsta helgin gekk vel"

ÍRIS Óttarsdóttir, gestamóttökustjóri Nordica-hótels við Suðurlandsbraut, segir að fyrsta starfshelgi hótelsins hafi gengið vel. Um 385 manns snæddu kvöldverð á hótelinu á laugardagskvöld og af þeim gistu um 240 á hótelinu fyrstu nóttina. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Saddam á fundi með helstu ráðgjöfum

SADDAM Hussein, forseti Íraks, fundaði í gær með helstu ráðgjöfum sínum, ef marka má myndir sem sýndar voru í íraska sjónvarpinu. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Segir fordóma hafa stórminnkað síðustu ár

FORDÓMAR gagnvart samkynhneigðum hafa stórminnkað á Vesturlöndum síðustu ár en eru jafnframt mjög mismiklir eftir löndum, að sögn Ólafs Þ. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 245 orð

Segja búðir al-Qaeda herteknar

HERSKÁ íslömsk hreyfing í Norður-Írak, Ansar al-Islam, sem bandarísk stjórnvöld segja að tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, kvaðst í gær hafa safnað liði aftur og vera að undirbúa sjálfsmorðsárásir á hermenn innrásarliðsins í Írak. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 429 orð

Segjast enn efast um að Saddam sé á lífi

HÁTTSETTIR embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segjast enn vera efins um að Saddam Hussein og synir hans, Uday og Qusay, hafi lifað af loftárásirnar 20. mars, á fyrsta degi stríðsins í Írak. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sendibifreið stolið

LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eftir lítilli sendibifreið af gerðinni Subaru E-12, sem stolið var frá Glerárgötu aðfararnótt sunnudags. Bíllinn er blár að lit og með skráningarnúmerið TN-240. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Skattahugmyndir kynntar á vorfundi

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir flokksins í skattamálum verði kynntar á vorfundi hans um næstu helgi. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 610 orð | 1 mynd

Skattbyrði létt af láglauna- og millitekjuhópum

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð (VG) leggur áherslu á endurskoðun skattkerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjuhópum. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 92 orð

Skutu úr sjúkrabíl

ÞRÍR bandarískir hermenn særðust í gær, þar af einn alvarlega, þegar íraskir hermenn skutu á þá úr sjúkrabifreið sem merkt var Rauða hálfmánanum. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Slysagildrum eytt fyrir 720 milljónir

SKÝRSLA um mat á umhverfisáhrifum nýs vegarkafla á þjóðvegi 1 um Norðurárdal í Skagafirði við Öxnadalsheiði liggur nú fyrir hjá Vegagerðinni. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Sony spáir minni sölu geisladiska

NÝR forstjóri Sony Music, Andy Lack, sem tók við starfinu fyrir tveimur mánuðum, spáir 15% minnkun í sölu fyrirtækisins á geisladiskum á heimsvísu á þessu ári vegna slæms efnahagsástands almennt sem og vegna sívaxandi ólöglegrar dreifingar... Meira
1. apríl 2003 | Landsbyggðin | 315 orð | 1 mynd

Stafræn tækni í stað segulbanda við hjartalínurit

FYRIR skemmstu var nýtt tæki tekið í notkun á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Tækið sem um ræðir er í daglegu tali kallað Holter, þar er um að ræða nokkurs konar stöðugt hjartalínurit í 24 klst. Meira
1. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 212 orð

Sýna afrakstur ungra hönnuða

NEMAR nokkurra framhaldsskóla hafa ákveðið að setja upp hátíðina Uppskera 2003 sem er sýning ungra fata- og textílhönnuða. Hátíðin, sem verður haldin 11. og 12. apríl, er samstarfsverkefni FB, FG, Iðnskólans, Borgarholtsskóla og MS. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Sæmdur heiðursmerki rússnesku utanríkisþjónustunnar

RÚSSNESKA sendiráðið opnaði sendiráðsskrifstofu sína á Túngötu 24 í Reykjavík í gær eftir gagngerar endurbætur. Húsnæðið þjónaði áður sem viðskiptaskrifstofa Rússa hér á landi en verður eftir opnunina nýtt sem ræðismannsskrifstofa sendiráðsins. Meira
1. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 523 orð | 1 mynd

Tímamótasamþykktir í sjávarútvegsmálum

"Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað mjög afdráttarlaust í þessum efnum." Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 133 orð

Tíu milljarða króna tap hjá deCODE

DECODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 130 milljónum dala á árinu 2002 eða sem nemur 9.966 milljónum íslenskra króna. Þetta jafngildir því að 2,65 dalir hafi tapast á hvern hlut í félaginu 2002. Meira
1. apríl 2003 | Miðopna | 696 orð | 1 mynd

Úrelt landbúnaðarstefna

"Atvinnulíf í íslenskum sveitum getur átt bjarta framtíð." Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

Úrskurður um að hafna byggingarleyfi staðfestur

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og hafnað kröfu Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála sem felldi á sínum tíma úr gildi byggingarleyfi fyrir hús með tvöfaldri... Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Úthlutun styrks úr sagnfræðisjóði

ÚTHLUTAÐ var styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar, 20 mars sl. Styrkinn hlaut að þessu sinni Viðar Pálsson til þess að stunda doktorsnám við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum í íslenskri miðaldasögu. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 611 orð | 1 mynd

Viðurkenning á að aðferðir við fiskveiðistjórnun hafi ekki dugað

EINAR Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikla áherslubreytingu hafa komið fram í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var um helgina, í sjávarútvegsmálum. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð

Vill létta sköttum af lægstu launum

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð (VG) leggur áherslu á endurskoðun skattkerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjuhópum. Meira
1. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 271 orð

Vonast eftir ósigri bandamanna í Írak

MJÖG er farið að hitna í kolunum milli Bandaríkjanna og Sýrlands og í gær var haft eftir sýrlenska utanríkisráðherranum, að hann óskaði þess, að bandamenn biðu ósigur í Írak. Bandaríkjastjórn varaði aftur Sýrlendinga við afskiptum af Íraksstríðinu. Meira
1. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Vormerki við nyrsta haf

ÞAÐ er ekki einvörðungu á suðursvæðum Íslands sem furðulegir hlutir eru að gerast í náttúrunni miðað við árstíma. Hér við heimskautsbaug gekk oddvitinn okkar, Óttar Jóhannsson, fram á smáplöntur í Miðgarðamóum sem voru farnar að sýna maí og júní... Meira
1. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 738 orð | 1 mynd

Öflug atvinnustefna lykill til velferðar

"Ef við höfum ekki vöxt í atvinnulífinu verður ekkert svigrúm hjá ríkinu að auka þjónustu sína og styrkja velferðarkerfið." Meira

Ritstjórnargreinar

1. apríl 2003 | Leiðarar | 465 orð

Fjölbreytileikinn virkjaður

Hingað til hafa sem betur fer ekki orðið hatrömm átök hér á landi vegna innflytjenda eða málefna þeirra. Meira
1. apríl 2003 | Leiðarar | 420 orð

Skattatillögur VG

Frétt Morgunblaðsins í dag, um að Vinstrihreyfingin - grænt framboð vilji lækka skatta, er ekki aprílgabb. Skattamál eru orðin mál málanna í kosningabaráttunni, sem var fyllilega tímabært. Meira
1. apríl 2003 | Staksteinar | 325 orð

- Viltu borga hestamannaskatt? En flugvallarskatt?

Sama dag og Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti kosningaloforð um einhverjar mestu skattalækkanir sem um getur, kynnti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hugmyndir um nýjan skatt. Meira

Menning

1. apríl 2003 | Menningarlíf | 436 orð | 3 myndir

Aðrir leikarar taka við hlutverkum Hilmis Snæs

HILMIR Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið í þýsku kvikmyndinni Erbchen auf Halbsechs, sem tekin verður í Þýskalandi í vor, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudag. Meira
1. apríl 2003 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Atorkusamar konur

Í GALLERÍI Fold, Rauðarárstíg 14-16, stendur nú yfir sýningin Út um græna grundu og gefur þar að líta verk Gunnellu - Guðrúnar Elínar Ólafsdóttur. Gunnella hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga en um verk sín segir hún m.a. Meira
1. apríl 2003 | Tónlist | 417 orð | 1 mynd

Drottinn gaf, Drottinn tók...

Eben: Job. Jörg E. Sondermann, orgel. Upplestur: Kristján Valur Ingólfsson. Sunnudaginn 30. marz kl. 20. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 303 orð | 1 mynd

Einn með gítarinn

EYJÓLFUR Kristjánsson gaf út plötuna Engan jazz hér fyrir jólin við góðan orðstír. Platan er upptaka frá 20 ára afmælistónleikum hans, sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu í september. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 862 orð | 1 mynd

Eitt af okkar betri kvöldum

HLJÓMSVEITIN Dáðadrengir kom, sá og sigraði á úrslitakvöldi Músíktilrauna síðasta föstudagskvöld. Sveitina skipa Karl Ingi Karlsson, Helgi Pétur Hannesson, Atli Erlendsson, Björgvin Karlsson og Sindri Eldon Þórsson. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 257 orð | 2 myndir

Enginn venjulegur Williams

ÞÆR eru einungis þrjár myndirnar sem út koma á leigumyndbandi þessa vikuna en allar eru þær þó stórmerkilegar, hver á sinn hátt. Meira
1. apríl 2003 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Félagsheimilið Gullsmári kl.

Félagsheimilið Gullsmári kl. 20 Hópur áhugafólks um bókmenntir boðar til fundar og er markmiðið að stofna til lestrarfélags eða bókmenntaklúbbs í félagsheimilinu Gullsmára. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Fimm ættliðir samankomnir

EKKI margir geta státað af því að vera langalangömmur en það getur Jóna Vilhjálmsdóttir, 84 ára á Skagaströnd. Fundur fimm ættliða er jafnan fagnaðarfundur en á meðfylgjandi mynd má sjá fimm fögur fljóð þegar yngsta stúlkan var skírð. Meira
1. apríl 2003 | Tónlist | 750 orð

Fíkn er fjötur

Styrktartónleikar fyrir forvarnarsjóð UMFÍ. Ýmsir kórar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Kynnir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður og tónlistarstjóri Sigurður Bragason. Laugardagurinn 22. mars 2003 kl. 17. Meira
1. apríl 2003 | Menningarlíf | 448 orð | 1 mynd

Heilagt hlutverk að flytja Bach-kantötur

KAMMERKÓR Hafnarfjarðar og barrokksveitin Aldavinir halda tónleika í Hásölum, tónleikasal Tónlistarskólans í Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.00. Flutt verða verk eftir William Lawes, Dietrich Buxtehude og Johann Sebastian Bach. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 335 orð | 1 mynd

Hörkutól í háska

Leikstjórn: Andrzej Bartkowiak. Handrit: John O'Brien, Channing Gibson. Aðalhlutverk: Jet Li, DMX, Gabrielle Union, Anthony Anderson, Tom Arnold. Lengd: 101 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. Meira
1. apríl 2003 | Menningarlíf | 102 orð

Landssamtök kvennakóra stofnuð

STOFNFUNDUR landssamtaka íslenskra kvennakóra verður haldinn á laugardag á Grand Hotel Reykjavík. Starfsemi kvennakóra hefur vaxið og dafnað á undanförnum áratug og eru nú um 25 kvennakórar starfandi á landinu. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 656 orð | 3 myndir

LEIKKONAN Bo Derek , sem gerði...

LEIKKONAN Bo Derek , sem gerði garðinn frægan í myndinni 10 , er flutt inn til leikarans Johns Corbetts sem m.a. Meira
1. apríl 2003 | Menningarlíf | 50 orð

Leiklist fyrir áhugafólk

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ fyrir áhugafólk verður haldið í Kramhúsinu um páskana. Námskeiðið er á vegum Öld Akademin sem skipuleggur námskeið á Norðurlöndum. Leiðbeinandi er Ásgeir Sigurvaldason, leikari og leikstjóri sem starfar í Svíþjóð. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 383 orð | 2 myndir

RINGO Starr , fyrrum trommari Bítlanna,...

RINGO Starr , fyrrum trommari Bítlanna, hefur gagnrýnt félaga sinn Paul McCartney fyrir að hafa tekið sig til og breytt höfundaröð á lögum þeirra Johns Lennons á nýrri tónleikaplötu McCartneys, Back in the World, úr "Lennon&McCartney" í... Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 224 orð | 1 mynd

Sérstæður snillingur

DJASSPÍANÓLEIKARINN Dave Brubeck þykir með snjöllustu mönnum í sínu fagi og er löngu orðinn heimsfrægur fyrir list sína. Hann kom til Íslands um árið og lék á sögulegum tónleikum á Broadway á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Stuð á Bifröst

VEL tókst til þegar hin árlega árshátíð og söngvakeppni starfsmanna og nemenda Viðskiptaháskólans á Bifröst var haldin í Hótel Borgarnesi á dögunum. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 374 orð | 4 myndir

Sumarhártíska við Signubakka

Rjómi franskrar hártísku var kynntur á Haute Coiffure Francaise-hártískusýningunni í París og voru íslenskir hárgreiðslumeistarar viðstaddir. Guðrún Gunnarsdóttir fékk forsmekkinn af sumartískunni. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 336 orð | 2 myndir

Svartur forseti í hvítu húsi

BANDARÍKJAMÖNNUM þykir það greinilega sprenghlægileg tilhugsun að í Hvíta húsinu ráði svartur maður. Allavega flykkjast þeir nú á gamanmynd sem einmitt gengur út á þessa "fáránlegu fjarstæðu". Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 160 orð

Tilraunin/Das Experiment *** Kraftmikil og áhugaverð...

Tilraunin/Das Experiment *** Kraftmikil og áhugaverð þýsk kvikmynd sem gerist á hálfum mánuði í fangelsi. Fínir leikarar skapa trúverðugar persónur en hegðan þeirra varpar fram krefjandi spurningum um dýrseðlið í manninum. (H.L. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 307 orð | 1 mynd

Ungæðisleg tímamótamynd

Leikstjórn og handrit: Jean-Luc Godard. Kvikmyndataka: Raoul Coutard. Aðalhlutverk: Jean Paul Belmondo, Jean Seberg, Daniel Boulanger og Jean-Pierre Melville. 87 mín. Frakkland 1959. Meira
1. apríl 2003 | Tónlist | 370 orð

Úr austri og vestri

Kínversk þjóðlög; sönglög og aríur eftir Mozart, Rodrigo, R. Strauss, Pál Ísólfsson, Puccini, Meyerbeer og Bernstein. Xu Wen sópran, Anna Rún Atladóttir píanó. Laugardaginn 29. marz kl. 16:00. Meira
1. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 431 orð | 1 mynd

Æskan á silfurfati

ÞAÐ ER allt að gerast hjá æskunni. Það fengu þeir áþreifanlega að sjá og heyra sem fleyttu sér á öldum ljósvakans um helgina. Meira
1. apríl 2003 | Menningarlíf | 163 orð

Örleikritasamkeppni framhaldsskólanema

FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands standa fyrir örleikritasamkeppni fyrir framhaldsskólanema og er frestur til að skila inn handritum til 14. apríl nk. Meira

Umræðan

1. apríl 2003 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Hvers vegna að sleppa 15 km styttingu?

"Til að styrkja Ísafjörð í sessi sem byggðakjarna er nauðsyn að hyggja að bættum samgöngum við hann af sem mestum metnaði." Meira
1. apríl 2003 | Aðsent efni | 328 orð | 1 mynd

Ísland í stríði - og á villigötum

"Íslenska ríkisstjórnin hefur sagt Írökum stríð á hendur með þeim eina hætti sem er fær vopnlausri þjóð." Meira
1. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 416 orð

Kristinn veður reyk

Í UMRÆÐU á alþingi rétt fyrir þinglok vegna fátæktar bænda réðst Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum á Steingrím J. Meira
1. apríl 2003 | Aðsent efni | 865 orð | 1 mynd

Landslagsmálverk og Louisa

"Sumir Íslendingar hafi kannski ekki gert sér grein fyrir hversu sérstakt fyrirbrigði Louisa Matthíasdóttir er og hversu dýrmæt hún er okkur Íslendingum." Meira
1. apríl 2003 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Lækkun skatta er staðreynd - skýrt val í vor

"Staðreyndirnar segja allt sem segja þarf. Sjálfstæðisflokkurinn er rétti kosturinn, nú sem ávallt áður." Meira
1. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Mb. Baldur KE 97 verður varðveittur

SNEMMA fór mig að dreyma um að varðveita mb. Baldur KE 97 þegar útgerð hans yrði hætt. Sá draumur er nú að rætast, hann fær "vöggu" á góðum stað í Keflavík. Allir sem á honum hafa verið og miklu fleiri telja hann þess verðan. Meira
1. apríl 2003 | Aðsent efni | 606 orð | 2 myndir

"Að sjá án þess að sjá"

"Ábyrgð og ávinningur skólakerfis er því stór, að greina þessa einstaklinga strax." Meira
1. apríl 2003 | Aðsent efni | 651 orð | 2 myndir

Suðurstrandarvegur boðinn út í haust

"Suðurstrandarvegur opnar nýjar dyr inn í Suðurkjördæmi og innan þess, skapar mikla möguleika í ferðaþjónustu, atvinnulega, byggðarlega og af öryggisástæðum." Meira
1. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 504 orð | 1 mynd

Svar við tepruskap 131025-4329 skrifaði að...

Svar við tepruskap 131025-4329 skrifaði að hún væri hissa á sundstöðum að leyfa ekki 6-7 ára drengjum að fylgja mæðrum sínum í kvennaklefa og sturtu. Ég á dóttur sem er mjög spéhrædd. Hún mundi ekki vilja hitta skólabróður sinn í sturtunni og bæði nakin. Meira

Minningargreinar

1. apríl 2003 | Minningargreinar | 62 orð

Sigurbjörg Kristín Elíasdóttir

Elsku langamma, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vitum að þú vakir yfir okkur. Allar stundir stórar sem smáar í gegnum árin með þér verða geymdar í hjarta okkar. Meira  Kaupa minningabók
1. apríl 2003 | Minningargreinar | 2673 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG KRISTÍN ELÍASDÓTTIR

Sigurbjörg Kristín Elíasdóttir fæddist í Ytritröð í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 13. apríl 1909. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elías Elíasson, f. 6. maí 1860 í Efri-Hlíð á Snæf., d. 31. Meira  Kaupa minningabók
1. apríl 2003 | Minningargreinar | 417 orð | 1 mynd

SVEINBJÖRN ÞÓR KRISTMUNDSSON

Sveinbjörn Þór Kristmundsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1951. Hann lést 3. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 19. mars. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 226 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 118 118 118...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 118 118 118 17 2,006 Flök/Bleikja 210 210 210 2,300 483,000 Grásleppa 85 58 81 2,546 206,832 Gullkarfi 62 5 45 31,630 1,432,110 Hlýri 107 80 103 9,153 945,047 Hrogn Ýmis 310 310 310 237 73,470 Keila 76 30 60 2,714 163,147... Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 178 orð

American Airlines rær lífróður

STÆRSTA flugfélag í heimi, American Airlines, rær nú lífróður til að forða sér frá gjaldþroti en félagið á í neyðarsamningum við verkalýðsfélög og lánardrottna. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 1 mynd

Eiginfjárhlutfall SPV of hátt

SAMÞYKKT var á aðalfundi Sparisjóðs vélstjóra að vextir af stofnfé yrðu 23,7% og að stofnfé yrði hækkað um 5%. Stofnfé er jafnframt uppfært sem svarar til hækkunar neysluverðsvísitölu um 2%. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 458 orð

Erlend skuldastaða þjóðarbúsins hindrar hækkun lánshæfismats

ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 546 orð | 1 mynd

Hagnaður Norðurljósa 283 milljónir króna

HAGNAÐUR Norðurljósa samskiptafélags hf. nam 282,8 millj. kr. á árinu 2002 samanborið við 2.769,9 milljóna króna tap árið áður. Afkoma félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 636 milljónir en var 402,2 milljónir króna árið áður. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 139 orð

KEA hagnast um 151 milljón

HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf., KEA, á árinu 2002 nam 151 milljón króna eftir skatta. Árið áður var tap félagsins 613 milljónir. Rekstrartekjur KEA á árinu 2002 voru 188 milljónir og rekstrargjöld 31 milljón. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 1587 orð | 1 mynd

Konungurinn og ég

Hann ákvað að vera ekki í kúrekastígvélunum þegar hann tók við Nóbelsverðlaunum í hagfræði í fyrra, en skipti spariskónum út fyrir stígvélin áður en dansleikurinn hófst. Vernon L. Smith er 76 ára gamall töffari og segir Eyrúnu Magnúsdóttur frá því hvernig viðhorf hans breyttust eftir að hann kynntist hagfræði. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 122 orð | 1 mynd

Mest viðskipti með bréf Íslandsbanka

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI eru þau fyrirtæki sem hafa hækkað mest í verði frá áramótum. Af fimmtán veltumestu fyrirtækjunum sem mynda Úrvalsvísitölu Aðallista eru fjármálafyrirtæki í þremur fyrstu sætunum hvað varðar hækkun gengis. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Opin Kerfi Group kaupa tæknifyrirtæki í Svíþjóð

OPIN Kerfi Group hf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kaupa öll hlutabréf í sænska tæknifyrirtækinu Virtus AB. Hjá Virtus starfa í dag 154 starfsmenn á 8 stöðum í Svíþjóð. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Rekstur á Brú og Staðarskála sameinaður

BÚIÐ er að sameina undir merkjum Staðarskála ehf. eignir og rekstur veitingaskálanna á Brú og í Staðarskála í Hrútafirði. Staðarskáli ehf. er í meirihlutaeigu fjölskyldunnar að Stað í Hrútafirði en Olíufélagið ehf. á nú 27,5% hlut í félaginu. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Sala Sainsbury minnkar

VÖRUSALA næststærstu matvörukeðju Bretlands, Sainsbury, dróst saman á fjórða ársfjórðungi síðasta uppgjörsárs. Sainsbury er eitt þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir því að kaupa Safeway-matvörukeðjuna. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 426 orð

SVÞ óska eftir skoðun samkeppnisyfirvalda

SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa óskað eftir því að Samkeppnisstofnun skoði lögmæti uppsagnar MasterCard-Kreditkorta hf. á samningi við fyrirtæki um debetkortaþjónustu í þeim tilvikum er þau hafa ákveðið að senda kreditkortafærslur annað. Meira
1. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 329 orð | 1 mynd

Tap RÚV 188 milljónir króna

TAP Ríkisútvarpsins, RÚV, nam 188 milljónum króna á síðasta ári en árið 2001 nam tap RÚV 337 milljónum króna. Á síðasta ári nam tap Hljóðvarps 81 milljón króna en Sjónvarps 107 milljónum króna. Meira

Daglegt líf

1. apríl 2003 | Afmælisgreinar | 1085 orð | 1 mynd

JÓHANN ÞORKELSSON

Hinn 1. apríl 1903 fæddist Jóhann Þorkelsson, fyrrverandi héraðslæknir og ræðismaður Dana á Akureyri. Hann var sonur hjónanna Þorkels Sigurðssonar bónda að Stíflu í Fljótum og konu hans, Önnu Sigríðar Jónsdóttur. Áttu þau 11 börn sem eru nú öll látin. Meira
1. apríl 2003 | Neytendur | 95 orð | 1 mynd

Kolvetnasnauð máltíð

EAS bætiefnaframleiðandinn hefur nú sett nýja vöru á markað sem heitir Carb Control og er drykkur tilbúinn til neyslu. Eins og segir í fréttatilkynningu er Carb Control þróað fyrir það fólk sem kýs að borða minna af kolvetnum. Meira
1. apríl 2003 | Neytendur | 137 orð

Síminn og Íslandssími/Tal eru af og...

Síminn og Íslandssími/Tal eru af og til með tilboð. Sem dæmi um það má nefna að til 15. apríl næstkomandi er stofngjald fellt niður hjá báðum félögum. Meira
1. apríl 2003 | Neytendur | 96 orð | 2 myndir

Stofngjaldið fellt niður

ÍSLAND er fremst Evrópulanda í notkun á háhraðasítengingum. Það er líklega eingöngu í S-Kórea og Taívan sem slíkar tengingar njóta meiri vinsælda en hér á landi. Segja má að uppbygging á ADSL þjónustunni hafi gengið bæði hratt og vel hér á landi. Meira

Fastir þættir

1. apríl 2003 | Fastir þættir | 1152 orð | 1 mynd

Aðgengi að Orra frá Þúfu verði aukið um tæp 100%

Aðalfundir Orrafélagsins hafa alltaf verið tíðindamiklir og ekki verður nein breyting þar á þegar fundur félagsins verður haldinn á fimmtudag. Valdimar Kristinsson kynnti sér áhugaverða tillögu sem liggur fyrir fundinum þar sem lagt er til að hryssufjöldinn hjá klárnum verði aukinn rétt um 100%. Meira
1. apríl 2003 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

Á leiðinni heim

EFTIRTALDIR lesa Passíusálma í Grafarvogskirkju í þessari viku: Í dag, þriðjudag, les Aðalsteinn Ingólfsson, skáld. Meira
1. apríl 2003 | Dagbók | 730 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-hópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Meira
1. apríl 2003 | Fastir þættir | 209 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Allt getur týnst í þessum heimi: menn týna gleraugunum sínum, bíllykum og stundum jafnvel veskinu. Það er því ekkert sérstaklega merkilegt þótt 4-4 samlega í spaða týnist einstaka sinnum. Meira
1. apríl 2003 | Dagbók | 501 orð

(Jóh. 12, 50.)

Í dag er þriðjudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. Meira
1. apríl 2003 | Viðhorf | 891 orð

Ófögnuður í Írak

Við lestur á bók Pilgers verður manni betur ljóst hvers vegna almenningur í Írak tekur bandamönnum ekki jafn fagnandi og ráð var fyrir gert. Meira
1. apríl 2003 | Fastir þættir | 138 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 Bf5 4. Rf3 Rbd7 5. Bf4 e6 6. e3 h6 7. Bd3 Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 Hb8 10. O-O Be7 11. Hab1 O-O 12. Re4 De8 13. Rxf6+ Rxf6 14. Be4 c6 15. Bd3 Hc8 16. g4 g5 Staðan kom upp á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Meira
1. apríl 2003 | Fastir þættir | 495 orð

Surtsey frá Feti með farseðil á Ístöltið

Hið árlega Barkamót var haldið í Glaðheimum á laugardagskvöldið þar sem góð þátttaka var . Hart var barist og allnokkur sætaskipti í úrslitum. Þá hélt Fákur vetrarleika í góðu veðri á Víðivöllum. Meira
1. apríl 2003 | Fastir þættir | 412 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

ÞAÐ er merkileg bók, Íslendingabók. Ættfræði, þessu áhugamáli þjóðarinnar í gegnum aldir, haldið til haga á einum aðgengilegum stað. Meira
1. apríl 2003 | Dagbók | 76 orð

VORVÍSA

Tinda fjalla, áður alla undir snjá, sín til kallar sólin há, leysir hjalla, skín á skalla, skýi sem að brá og sér fleygði frá. Tekur buna breið að duna björgum á. Græn því una grundin má. Viður hruna vatna funa vakna lauf og strá. Seinna seggir slá. Meira

Íþróttir

1. apríl 2003 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

* DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá...

* DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, lauk keppnistímabilinu erlendis á glæsilegan hátt í gær. Hún keppti þá á tveimur alþjóðlegum risasvigsmótum í Hemsedal í Noregi og gerði sér lítið fyrir og sigraði á þeim báðum. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 102 orð

Danirnir til liðs við FH

FH-ingar hafa gert samning við Danina tvo, Tommy Nielsen og Allan Borgvardt, sem voru til reynslu hjá liðinu í síðustu viku. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 187 orð

Davis Love sjóðheitur á 17 undir pari

DAVIS Love III lék frábært golf á síðasta degi Meistaramóts leikmanna sem haldið var á Sawgrass vellinum á Flórída. Hann lék síðasta hringinn á 8 höggum undir pari og sigraði á 17 undir, sex höggum á undan Padraig Harrington og Jay Haas. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Fátt stöðvar Keflavíkurliðið

FÁTT virðist geta stöðvað sigurgöngu Keflavíkurstúlkna og eftir 82:70-sigur á KR í öðrum úrslitaleiknum í Vesturbænum í gærkvöldi fá þær tækifæri til að taka á móti þriðja bikar sínum í vetur þegar þriðji leikurinn fer fram á morgun. Vesturbæingar höfðu reyndar bætt sig frá síðasta leik þótt það dygði ekki til en þeir hafa þó sýnt í vetur að þeir geta bitið frá sér. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

Grindvíkingar reyndari

"ÉG fer ekkert ofan af því að ég held að Grindvíkingar komist í úrslit og leika við Keflavík um Íslandsmeistaratitlinn," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, í gær þegar leitað var álits hans á oddaleik Grindavíkur og Tindastóls í undanúrslitum í körfuknattleik, sem fram fer í Grindavík í kvöld. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Gunnlaugur og Hjörtur fara í ágúst

ALLAR líkur eru á því að Hjörtur Hjartarson og Gunnlaugur Jónsson leikmenn knattspyrnuliðs ÍA verði ekki með liðinu í síðustu fjórum umferðum Íslandsmótsins, en þeim stendur til boða að halda til Bandaríkjanna til náms næsta haust. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 119 orð

Hætt við Tyrklandsför vegna Íraksstríðsins

STJÓRN Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta við þátttöku í úrslitakeppni Evrópumóts drengjalandsliða sem fram á að fara í Tyrklandi dagana 17.-21. apríl. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 30 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Intersportdeild, undanúrslit, fimmti leikur: Grindavík: UMFG - Tindastóll 19.15 *Sigurliðið mætir Keflavík í úrslitarimmu. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 331 orð

KA og Fylkir uppfylla ekki kröfur

LEYFISNEFND Knattspyrnusambands Íslands kemur saman til fundar í dag og fer yfir umsóknir félaganna í efstu deild sem skilað hafa inn umsóknum til þátttöku í deildinni samkvæmt nýju leyfiskerfi KSÍ, sem tekið hefur verið upp að fyrirmynd frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Þau félög sem uppfylla ekki kröfurnar fá ekki keppnisleyfi en það verður þó ekki endanleg niðurstaða því félögin geta áfrýjað úrskurði nefndarinnar. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 331 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Keflavík 70:82 DHL-höllin,...

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Keflavík 70:82 DHL-höllin, annar úrslitaleikur kvenna, mánudaginn 31. mars 2003. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 90 orð

Mileta á Skagann?

SVO getur farið að júgóslavneski knattspyrnumaðurinn Momir Mileta leiki með ÍA í úrvalsdeildinni í sumar. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 136 orð

Róbert áfram hjá Wetzlar

RÓBERT Sighvatsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við þýsku 1. deildarliðið D/M Wetzlar til vorsins 2005. Meira
1. apríl 2003 | Íþróttir | 415 orð | 1 mynd

* RÓBERT Gunnarsson skoraði 4 mörk...

* RÓBERT Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 1 þegar liðið tapaði fyrir Kolding á heimavelli, 34:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Meira

Fasteignablað

1. apríl 2003 | Fasteignablað | 207 orð | 1 mynd

Arnarhraun 27

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Ás er nú til sölu gott 184 ferm. einbýlishús við Arnarhraun 27. Húsið er á tveimur hæðum auk geymslu í kjallara og með 35 ferm. bílskúr, alls 219 ferm. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 1204 orð | 3 myndir

Austurstræti 22

Húsið er yfir 200 ára gamalt og saga þess er þýðingarmikill hluti af sögu miðbæjar Reykjavíkur og raunar landsins alls. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um hús, sem er talið vera fyrsta húsið, sem byggt var við Austurstræti. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 182 orð | 1 mynd

Bakki fyrir græðlinga

Það getur verið erfitt að skilja við plönturnar í garðinum þegar maður flytur. Ef garður er einnig á nýja staðnum er um að gera að taka með sér afleggjara af uppáhaldsplöntunum. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Einn bolli

Einn bolli af kaffi getur bjargað deginum. Þessi litla kaffivél er hönnuð til að setja beint á eldavélina, hún gefur ekki bara gott kaffi heldur er hún auk þess augnayndi í... Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 178 orð | 1 mynd

Eyjólfsstaðir

Austur-Húnavatnssýnsla - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Eyjólfsstaðir í Vatnsdal, Áshreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Jörðin er um það bil fyrir miðjum dalnum vestanverðum, um 12 km frá þjóðvegi 1. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 357 orð | 1 mynd

Frumvarp að nýrri útgáfu ÍST 30 til umsagnar

Staðallinn ÍST 30 er nauðsynlegur fyrir alla sem standa að verklegum framkvæmdum, segir dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Byggingarstaðlaráðs. Staðallinn var endurskoðaður til þess að auka enn frekar notagildi hans. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 567 orð | 2 myndir

Geislahitun í lofti eða kolaofn á gólfi

Í gegnum aldir hefur maðurinn notað margs konar hitatæki og hitakerfi til að halda hita í hýbýlum sínum og kroppi, það er að segja þeir sem á slíku þurfa að halda. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 410 orð | 1 mynd

Heiðargerði 4

Reykjavík - Fasteignasalan Stakfell er nú með í sölu einbýlishúsið Heiðargerði 4 í Reykjavík. Þetta er hlaðið hús sem reist var 1954 og því fylgir bílskúr steinsteyptur sem byggður var 1960. Húsið er 189,4 fm, en bílskúrinn er 32,8 fm. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 799 orð | 1 mynd

Hin nýja leiguíbúðastefna

TVEIR meginþættir hafa öðru fremur einkennt þróun félagslegrar húsnæðismálastefnu á Íslandi á 20. öld. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 46 orð | 1 mynd

Hlaðið úr gleri

Þar sem birta er takmörkuð, t.d. í gangi, er upplagt að hlaða einn af veggjunum sem snýr að glugga úr ógegnsæum glereiningum. Þetta kemur vel út t.d. í stofum, eldhúsi eða baðherbergi og er æ meira notað þar sem þarf að veita birtu á milli... Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 482 orð | 1 mynd

Húseign og rekstur Kaffi Reykjavíkur við Vesturgötu 2 til sölu

Kaffi Reykjavík, rekstur og fasteign eru nú til sölu hjá fasteignasölunni Miðborg. Húsið er timburhús, kjallari, tvær hæðir og ris, alls 1.314 ferm. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 334 orð | 1 mynd

Hvassaleiti 91

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Höfða í Reykjavík er nú til sölu glæsilegt og sérlega bjart 271 ferm. raðhús, sem hefur verið tekið nær algerlega í gegn á síðustu árum að utan og innan á mjög vandaðan máta. Húsið er með innbyggðum 25 ferm. bílskúr. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 204 orð | 1 mynd

Hæðarsel 7

Reykjavík - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu íbúðarhús á tveimur hæðum á Hæðarseli 7 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1980 og er það 173,3 ferm., en bílskúr er 28,1 ferm. "Um er að ræða vandað hús með lítilli aukaíbúð, - vel staðsett. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 354 orð

Íbúðalánasjóður stærsta lánastofnun Íslands

Íbúðalánasjóður er stærsta lánastofnun Íslands með heildareignir upp á 402 milljarða króna og jukust heildareignir sjóðsins um 39,5 milljarða á síðasta ári. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 9.947 milljónum króna eða 2,5% af heildareignum. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 201 orð | 1 mynd

Jötnagarðsás

Stafholtstungnahreppur - Fasteignamiðlunin Berg er nú með í sölu sumarhúsið Jötnagarðsás í Stafholtstungnahreppi. Húsið er á tveimur hæðum og úr timbri. Það er byggt árið 2000 og er 89,6 ferm. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 61 orð | 1 mynd

Litað gler í gluggum

Litað gler í gluggum setur óneitanlega fallegan svip á stofur eða önnur herbergi. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 75 orð | 1 mynd

Ljós við ljós

Á óvissutímum er gott að hafa kertaljós nálægt sér. Það magnar áhrifin að hafa kertin mörg og nálægt hvert öðru. Þetta á við þótt daginn sé tekið að lengja hjá okkur uppi á Íslandi. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Molar af borði

Það er óþarfi að taka fram ryksuguna fyrir fáeina brauðmola. Lítill, stífur kústur í smekklegri skál er kjörið verkfæri til að bursta af húsgögnum og úr... Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 126 orð | 1 mynd

Ný fasteignasala á Akureyri

NÝ fasteignasala, Eignamiðlun Norðurlands, hefur tekið til starfa á Strandgötu 3, Akureyri. Sölumenn eru þeir Arnar Guðmundsson og Daníel Guðmundsson. Þeir segja mikið um að vera á fasteignamarkaði bæjarins og óttast ekki samkeppnina sem fyrir er. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Póstkort í ramma

Nokkur falleg póstkort í sama stíl geta sett skemmtilegan svip á herbergi. Rammarnir hafa mikið að segja og hægt er fá ódýra tréramma sem lakka má í líflegum litum til að gefa myndunum... Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 984 orð | 1 mynd

"Lóðin mín og lóðin þín"

NÚ ER sá tími kominn að fólk er að skríða undan vetrinum og farið að huga að fjölmörgum hlutum er varða framkvæmdir á lóðum og utanhússframkvæmdum almennt til að undirbúa vorið og sumarið. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 1346 orð | 3 myndir

Samtök aldraðra hafa staðið fyrir byggingu um 300 íbúða

Samtök aldraðra áttu þrjátíu ára afmæli nú um helgina, en helzta markmið þeirra hefur verið smíði hentugra og hagkvæmra íbúða fyrir aldraða. Magnús Sigurðsson kynnti sér starfsemi samtakanna. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 174 orð | 1 mynd

Umbúðir

Það veitir ekki af að búa vel um viðkvæma hluti áður en flutt er. Sterkir kassar, bóluplast og dagblöð geta verið besta tryggingin fyrir því að hlutirnir komist heilu og höldnu á nýja staðinn. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 265 orð

Villandi upplýsingar

Kæra ritstjórn. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Í fasteignablaðinu þriðjudaginn 18. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 57 orð | 1 mynd

Vítamín í appelsínudrykkjum

Handpressur úr gleri voru eitt sinn sjálfsögð eign í eldhúsinu og þær standa enn fyrir sínu. Á vorin vantar okkur stundum vítamín. Þá er ráð að taka appelsínur, sem oft eru ódýrar í innkaupi núna, og kreista úr þeim safann á handpressunni. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 673 orð | 5 myndir

Þegar byggt er umbreytist náttúran

Í þetta skiptið var það úti í sveit, í Ticino héraðinu, við rætur fjallsins, Monte San Giorgio, á móts við Lugano stöðuvatnið. Meira
1. apríl 2003 | Fasteignablað | 82 orð | 1 mynd

Ættarstellið í góðri geymslu

Margir eiga fallegt matarstell sem kannski hefur gengið í erfðir á milli kynslóða. Þannig stell er mikilvægt að geyma í góðri geymslu. Svona skápur, vandaður með gleri, er geymsla við hæfi fyrir slíka gripi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.