BANDARÍSKAR hersveitir nálguðust í gær Bagdad eftir átök við hermenn Lýðveldisvarðarins, úrvalssveita Írakshers, sem verja mikilvægar leiðir að írösku höfuðborginni.
Meira
MYNDIR af blæðandi börnum og grátandi mæðrum, sem sjónvarpað er til milljóna heimila, hafa vakið mikla reiði meðal araba yfir hernaðinum sem hófst í Írak fyrir hálfum mánuði.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan karlmann í 200 þúsund króna sekt, en ella sæta 30 daga fangelsi, fyrir að dreifa barnaklámi á Netinu og fyrir að hafa í sinni vörslu 22 hreyfimyndir er sýna börn á klámfenginn hátt.
Meira
LÆKNIR á stærsta sjúkrahúsi borgarinnar Nasiriya í suðurhluta Íraks skýrði fréttamanni breska útvarpsins, BBC , frá því í gær að þar hefðu um 250 manns fallið frá því að stríðið hófst.
Meira
SAMSTARFSNEFND um sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps hefur ákveðið að leggja til að íbúar þessara sveitarfélaga greiði atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfélag.
Meira
KORNUNGUR ökumaður með bráðabirgðaskírteini var stöðvaður í Vestfjarðagöngunum á þriðjudagskvöld á 126 kílómetra hraða. Var hann í Breiðadalslegg ganganna en sá hluti þeirra er einbreiður.
Meira
JAPANSKI hvalveiðiflotinn er á heimleið en aflinn er 400 hrefnur sem veiddust í fimm mánaða vísindaleiðangri við suðurskautið, að því er ríkisstjórn Japans greindi frá í dag.
Meira
3. apríl 2003
| Stjórnmál á miðopnu
| 670 orð
| 1 mynd
UM 100 innfæddir Írakar, úr ættflokkum andsnúnum stjórn Saddams Husseins, hafa undanfarna daga barizt við hlið bandarískra hermanna í Mið-Írak, eftir því sem talsmaður Bandaríkjahers fullyrti í gær.
Meira
BIFREIÐ Blóðbankans var við húsnæði Sjóvár-Almennra við Kringluna í gær. Blóðsöfnunin gekk vonum framar því stöðugur straumur var af fólki sem vildi gefa blóð.
Meira
DÆMI eru um að íslensk grunnskólabörn hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa hermt eftir atriðum í áhættuþáttum á borð við Jackass, Fear Factor, Heimsmetabók Guinness og 70 mínútur sem allir eru sýndir í íslensku sjónvarpi.
Meira
HÓPUR "mannlegra skjalda" sem kom til Amman í Jórdaníu frá Írak, segist ekki hafa orðið var við neinar árásir af hálfu Bandaríkjamanna á bílalestir á þjóðveginum frá Bagdad til Amman.
Meira
FERÐAMÁLADEILD Hólaskóla og atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar standa sameiginlega að málþingi á Hólum um nýjungar í ferðaþjónustu mánudaginn 7. apríl.
Meira
JOSCHKA Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, sem verið hefur einn harðasti andstæðingur herfararinnar gegn Saddam Hussein Íraksforseta, sagðist í gærkvöldi vona að stjórnin í Bagdad félli svo fljótt sem verða mætti.
Meira
MUN meira er af þorski í hafinu við landið en fiskifræðingar vilja vera láta, enda gefa stofnmælingar Hafrannsóknastofnunar ekki rétta mynd af afrakstursgetu stofnsins. Þetta kemur fram í samtölum við þrjá reynda skipstjóra sem segja óhætt að veiða...
Meira
EITURBRUGG með alls kyns óþverra, t.d. blómaáburði og skordýrum, sem ungur drengur í Reykjavík drakk varð til þess að hann fékk heiftarleg viðbrögð og var fluttur á sjúkrahús.
Meira
AÐ ÓBREYTTU er allt útlit fyrir að þorri hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða heimahjúkrunar í Reykjavík muni hætta störfum um næstu mánaðamót og skapast þá vandræðaástand hjá um 1.100 manns sem njóta þjónustu þeirra.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 590 orð
| 1 mynd
HORFUR í efnahagsmálum kalla á viðbrögð í hagstjórn bæði við stjórn peningamála og ríkisfjármála. Þetta sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær.
Meira
KÍNVERSKI flugmálaráðherrann hitti fulltrúa fjögurra íslenskra flugfélaga í heimsókn sinni hingað til lands, Flugfélagsins Atlanta, Icelandair, Íslandsfugls og Bláfugls.
Meira
LEIKHÓPUR Hafralækjarskóla sýndi um helgina Heilagan Benedikt, en svo nefnist harmrænn gamanleikur eftir sr. Þorgrím Daníelsson, sóknarprest á Grenjaðarstað.
Meira
ÍRASKIR hermenn hafa skotið á herlið bandamanna úr víðfrægum helgidómnum shía-múslíma í borginni Najaf í suðurhluta Íraks, að sögn talsmanns Bandaríkjahers, Vincent Brooks undirhershöfðingja, í gær.
Meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur kært til umhverfisráðherra útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi til Reyðaráls ehf. vegna álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði. Gerir hann kröfu um að starfsleyfið verði ómerkt.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 493 orð
| 1 mynd
UNDIRRITUÐ var í gær reglugerð við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal sem gerir Hólaskóla að háskólastofnun með heimild til að útskrifa nemendur með BS-gráðu í fræðum fiskeldis, ferðamála og hrossaræktar.
Meira
ISO 9000 - Lykilatriði, uppbygging og notkun Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði fimmtudaginn 10. apríl fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlanna. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.
Meira
Á baráttufundi samtaka herstöðvaandstæðinga á Norðurlandi sem haldin var á Kaffi Akureyri, sunnudaginn 30. mars 2003 undir fyrirsögninni "Stöðvum stríðsglæpina.
Meira
Kanadíski sagnaþulurinn Ruth Christie sem er nú á Íslandi á vegum Þjóðræknisfélaga Íslands og Norður-Ameríku verður á Akureyri á morgun, föstudaginn 4. apríl, en hún fjallar þar m.a.
Meira
Íslenska hagkerfið sýndi mikla aðlögunarhæfni er komið var í veg fyrir ofþenslu á skömmum tíma. Framundan er mjög vandasöm hagstjórn vegna mikilla stóriðjuframkvæmda að mati sérfræðinga OECD í nýútkominni skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Lagt er til að skattar einstaklinga verði lækkaðir til að auka framboð vinnuafls og sem hemill á útgjöld hins opinbera.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 498 orð
| 3 myndir
NÝ og fullkomin slökkvibifreið var afhent slökkviliði Bolungarvíkur um sl. helgi. Bifreiðin sem er af gerðinni Man er flutt inn af MT-bílum á Ólafsfirði sem hanna og smíða yfirbygginguna. Á bílnum er 4.000 lítra vatnstankur og 150 lítra froðutankur.
Meira
Fjölskylda bandaríska hermannsins Jessicu fagnaði í gær ákaft björgun hennar ásamt hópi vina og kunningja. Faðir hennar, Greg, móðir, Deadra, eldri bróðir, Greg yngri, og yngri systir Jessicu, Brandi, voru himinlifandi.
Meira
DAGVISTUNARMÁL á Egilsstöðum eru mjög til umræðu í sveitarfélaginu um þessar mundir, þar sem erfitt hefur verið að fá dagmæður fyrir lítil börn og brýn þörf virðist vera fyrir nýjan leikskóla.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 215 orð
| 2 myndir
Þeir sem opnuðu Tungufljót í Vestur-Skaftafellssýslu á þriðjudag veiddu til hádegis í gær og drógu alls 34 sjóbirtinga. Þetta voru allt vænir fiskar, frá 4 pundum upp í áætluð 16 pund.
Meira
3. apríl 2003
| Akureyri og nágrenni
| 167 orð
| 1 mynd
"ÞETTA eru allt góðar myndir og nokkrar frábærar," sagði Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður á Akureyri, við opnum myndasýningar barna á Glerártorgi.
Meira
Niðurstöðu rannsóknar Samkeppnisstofnunar á meintu ólöglegu samráði tryggingafélaganna er að vænta í sumar eða haust, að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, en rannsóknin hefur verið í gangi í nokkur ár.
Meira
*Heilsugæslan verði efld sem grunneining heilbrigðiskerfisins. *Aðgangi að sérgreinalæknum verði stjórnað með "valfrjálsu stýrikerfi" í stað gjaldtöku.
Meira
HÖFUÐBISKUPAR Norðurlandanna halda samráðsfund í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 3. apríl. Slíkir samráðsfundir eru haldnir árlega og á dagskrá eru ýmis mál er lúta að störfum lútersku kirknanna á Norðurlöndum.
Meira
Nú stendur yfir á Kaffi Karólínu í Kaupvangsstræti ljóðasýning úr ljóðabókum Jóhanns Árelíuzar skálds úr Eyrarvegi 35. Yfirskrift sýningarinnar er: Birtan lætur hendur standa fram úr ermum.
Meira
Bandaríkjamenn skýrðu frá því í gær að sveitir þeirra hefðu brotist í gegnum ytri varnir Íraka á tveimur stöðum skammt frá Bagdad. Ásgeir Sverrisson fjallar um þá nýju vígstöðu sem nú hefur skapast og sóknina til höfuðborgarinnar.
Meira
Opið hús í KHÍ í dag, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 15.30-18 verður opið hús í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Kennarar, stúdentar og námsráðgjafar munu kynna námsframboð í grunndeild og svara fyrirspurnum.
Meira
3. apríl 2003
| Erlendar fréttir
| 712 orð
| 3 myndir
MOHSEN Ali og Jinan Abdul Hamid hafa verið gift í 28 ár. Hann er þekktur leikari og leikstjóri í Írak en hún starfar hjá ríkisútvarpinu íraska. Þau eiga tvo syni og tvíburadætur, hús í miðborg Bagdad og virðast lifa býsna góðu lífi.
Meira
SKÝRT var frá því í fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC , í gærdag að bandamenn hefðu fundið pyntingamiðstöð öryggislögreglu Saddams Husseins Íraksforseta í bænum Abu al-Khasib í Suður-Írak.
Meira
"VIÐ leggjum áherslu á að ekki verði farið í neinar hvalveiðar hérlendis nema í sátt og samvinnu við okkar helstu viðskiptalönd og að veiðarnar verði samþykktar af Alþjóðahvalveiðiráðinu," segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður...
Meira
3. apríl 2003
| Stjórnmál á miðopnu
| 447 orð
| 1 mynd
FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsa sig í meginatriðum mótfallna tillögum um skipulagsbreytingar á Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar. Kom það fram í bókun þeirra á bæjarstjórnarfundi í vikunni.
Meira
YFIRHEYRSLUM saksóknara yfir sakborningunum tveimur í málverkafölsunarmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en bæði Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson hafa alfarið neitað að hafa falsað eða látið falsa samtals 103 myndverk.
Meira
SÉRSVEITIR bandaríska hersins hafa bjargað Jessicu Lynch, 19 ára óbreyttum hermanni, sem saknað hefur verið í Írak síðan bandarískri viðhaldsdeild var gerð fyrirsát 23. mars í Suður-Írak. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu á þriðjudaginn.
Meira
SÍÐUSTU sýningar á söngleiknum Chicago í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri eru í kvöld, fimmtudagskvöld, og verða þá tvær sýningar. Sú fyrri er kl. 19 og hin síðari kl. 22.30.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 1405 orð
| 1 mynd
Meðal tillagna ASÍ um heilbrigðismál er að auka skilvirkni með því að taka upp tilvísanakerfi til að stýra komum sjúklinga til sérgreinalækna, að því er fram kemur í grein Björns Jóhanns Björnssonar. Kerfinu yrði komið á í áföngum.
Meira
SKÓGRÆKTAR- og landgræðslufélagið Skógfell í Vogum hefur eignast 15 hektara svæði á Háabjalla. Í gömlum skógarlundi sem þar er hafa mælst hæstu tré á Suðurnesjum.
Meira
SKÓLAÁRIÐ í Menntaskólanum á Akureyri verður ekki fært til að sinni, en nokkrar umræður hafa orðið um að færa það til samræmis við starfstíma annarra framhaldsskóla.
Meira
3. apríl 2003
| Akureyri og nágrenni
| 212 orð
| 1 mynd
SNJÓBRETTAFÓLK víðs vegar af landinu ætlar að koma saman á Akureyri um helgina og reyna með sér í íþrótt sinni, bæði í Hlíðarfjalli og í Gilinu í miðbænum. "Við köllum þetta snjóbrettagleði, þar sem áherslan er lögð á að skemmta sér.
Meira
SAMFYLKINGIN heldur vorþing sitt á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 4. og 5. apríl og þar verður stefnuskrá flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor afgreidd.
Meira
MYNDLISTARKONAN Sossa hefur heldur betur slegið í gegn hjá frístundamálurum í Reykjanesbæ. Hún kennir um þessar mundir spaðanotkun á málunarnámskeiði hjá Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 330 orð
| 1 mynd
LOFTFERÐASAMNINGUR Kína og Íslands sem flugmálaráðherra Kína og utanríkisráðherra Íslands undirrituðu í gær heimilar flugfélögum í báðum löndum að stunda áætlunarflug milli landanna með farþega, frakt og póst allt að 10 sinnum í viku.
Meira
FERÐASKRIFSTOFAN Ultima Thule fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu á sviði ævintýraferða. Af því tilefni verður efnt til ferðaleiks á heimasíðu fyrirtækisins, www.ute.
Meira
SAMKVÆMT upplýsingum á heimasíðu Austur-Héraðs, egilsstadir.is, sýna nýjar rannsóknir á vatnsbólum þéttbýlisins á Egilsstöðum að þau eru mun öruggari en haldið hefur verið fram til þessa.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 439 orð
| 1 mynd
FULLTRÚAR stjórnmálaflokkanna taka vel í tillögur Alþýðusambands Íslands í velferðarmálum og segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að með áframhaldandi umræðu um málið náist markmiðið, að skapa þjóðarsátt um velferðarkerfið.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 723 orð
| 1 mynd
Jóhannes Geir Sigurgeirsson er fæddur 1950. Stúdent frá MA 1972. Starfaði við kennslu og stundaði búskap á Öngulstöðum 3 í Eyjafirði. Hefur víða komið við, m.a. á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1991-95. Hefur setið í stjórnum fjölda samtaka og fyrirtækja og er nú stjórnarformaður Landsvirkjunar og Fjárfestingarfélagsins Kaldbaks, auk þess að sitja í stjórnum Samherja og Norræna matborðsins. Hefur verið formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 2001.
Meira
UMFANGSMIKIÐ vopnasmygl sem uppgötvaðist á máundagskvöld við eftirlit tollvarða í Reykjavík er til rannsóknar hjá tollgæslunni í Reykjavík. Um er að ræða 54 fjaðurhnífa og 3 lásboga með örvum.
Meira
3. apríl 2003
| Stjórnmál á miðopnu
| 397 orð
| 1 mynd
ÓVENJULEGRI auglýsingu hefur verið dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu og í framhaldsskólum undanfarna daga, þar sem auglýst er eftir ungu fólki í ýmis verkefni en fólkið þarf að vera tilbúið til að gefa eftir öll sín réttindi.
Meira
SKRIFAÐ var undir þjónustusamning í gær milli menntamálaráðuneytis annars vegar og Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hins vegar um verkefni og fjárframlög til að efla og endurskipuleggja starfsfræðslu í atvinnulífinu.
Meira
3. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 143 orð
| 1 mynd
LÖGREGLAN í Reykjavík ásamt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Akraness og aðrir viðbragðsaðilar héldu sameiginlega brunaæfingu í Hvalfjarðargöngunum í gær. Sjónum var einkum beint að fjarskiptaþætti viðbragðsaðila og skilaði æfingin góðum árangri.
Meira
HÁTTSETTUR fulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði í gær að sjónvarpsstöðvar tilreiddu stríðið í Írak eins og afþreyingarefni og drægju úr möguleikum á alvarlegri, opinberri umræðu um átökin.
Meira
Í viðtali Morgunblaðsins við nýjasta nóbelsverðlaunahafann í hagfræði, Vernon L. Smith, skýrir hann af hverju hann ákvað að hefja hagfræðinám. "Hagfræðiáhuga minn má raunar rekja til áhuga míns á sósíalisma.
Meira
Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var í fyrrakvöld rætt við Friðrik Eysteinsson, formann Samtaka auglýsenda, sem hélt því þar fram að það færðist í vöxt að "ákveðnir fjölmiðlar grípi til ákveðinna aðgerða til að skekkja niðurstöður útbreiðslukannana og...
Meira
Skýrsla OECD um íslenskt efnahagslíf er athyglisverð lesning í ljósi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað um efnahagsstjórnun að undanförnu. Í skýrslunni segir að staða íslensks efnahagslífs hafi batnað til muna á síðastliðnum áratug.
Meira
* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson trúbador um helgina. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur sunnudagskvöld frá kl. 20-24. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. * ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Diskótek föstudag. Dúettinn Kolbeinn og Svavar laugardag.
Meira
Rómeó og Júlía Aukasýning á Rómeó og Júlíu verður á föstudag í Borgarleikhúsinu. Sýningar hafa legið niðri vegna óhapps leikkonunnar Nínu Daggar Filippusdóttur, er hún fór úr olnbogalið þegar hún féll af sviðinu í miðri leiksýningu laugardaginn 15.
Meira
JOE Strummer, fyrrum leiðtogi einnar áhrifamestu pönksveitar allra tíma, The Clash, lést fyrir aldur fram stuttu fyrir síðustu jól aðeins fimmtugur að aldri.
Meira
Hún roðnaði í alvörunni í Kynlífi, lygum og myndbandi og fór með Hugh Grant í fjögur brúðkaup og jarðarför. Í nýjustu mynd sinni Skot eða Crush fellur skólastýran Andie McDowell fyrir sér miklu yngri manni og ræddi af því tilefni við Skarphéðin Guðmundsson - sem roðnaði.
Meira
KARLAKÓRINN Stefnir frá Mosfellsbæ ásamt gestum sínum, Borgarkvartettinum, heldur ferna vortónleika að þessu sinni. Þeir fyrstu verða í Miðgarði í Skagafirði á föstudagskvöld kl. 21 og kl.
Meira
HJÓLABRETTAKAPPINN Bam Margera leysir Preston Lacy af hólmi í Íslandsför Kjánaprikanna (Jackass), sem halda þrjár sýningar í Háskólabíói dagana 11. og 12. apríl.
Meira
Hrafnista, Hafnarfirði kl. 13.30. Dagskrá um fjöllistamanninn Friðgeir Grímsson. Hann er einn þeirra alþýðulistamanna sem á heimilinu búa og Hrafnista kynnir. Friðgeir er fæddur í Reykjavík 7. október 1909.
Meira
Í kvöld og á morgun mun færeyska söngkonan og lagasmiðurinn Eivør Pálsdóttir syngja og leika ásamt hljómsveit sinni í Kaffileikhúsinu. Eivør hefur verið búsett hérlendis um skeið og setti saman bandið síðasta haust.
Meira
Í KVÖLD munu tveir Dalvíkingar reyna með sér í uppistandi, þeir Hjálmar Hjálmarsson - leikari með meiru - og Fíllinn, en hann var valinn fyndnasti maður Íslands í fyrra.
Meira
RÁS 1 sendir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar út beint alla fimmtudaga. Á efnisskránni í kvöld verða Macbeth eftir Richard Strauss, Fiðlukonsert eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 5 eftir Ludwig van Beethoven.
Meira
NÝ þáttaröð er hafin af Malcolm í miðjunni , súrrealískir og sprenghlægilegir gamanþáttum sem segja af miðjubarninu Malcolm og lífsbaráttu hans í gegnum súrt og sætt en hann hefur verið greindur sem ofurgreindur einstaklingur.
Meira
HÆGT verður að fylgjast með vinkonunum Carrie, Samönthu, Miröndu og Charlotte í síðasta skipti í bili í kvöld þegar sjónvarpið sýnir lokaþátt fimmtu þáttaraðar Beðmála í borginni ( Sex and the City ).
Meira
MADONNA hefur hætt við útgáfu á myndbandi við nýtt lag, sem heitir "American Life" og er titillag væntanlegrar plötu hennar, af tillitssemi við hermenn sem berjast í Írak.
Meira
MÁLÞING í almennum trúarbragðafræðum verður í Skálholtsskóla á morgun, föstudag. Yfirskriftin er Ragnarök og byzanskar dómsdagsmyndir með ormi. Málþingið hefst kl. 10 og lýkur kl. 21 með samræðum.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands, Flugleiðir og írska fyrirtækið Inflight Audio undirrituðu í gær samning um spilun og kynningu á efni Sinfóníuhljómsveitarinnar í vélum Flugleiða um allan heim.
Meira
TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, undirrituðu á dögunum samning milli menntamálaráðuneytisins og safnsins um verulegan fjárstyrk sem safninu verður veittur á næstu þremur...
Meira
3. apríl 2003
| Skólar/Menntun
| 1449 orð
| 2 myndir
Unglingar/ Málþing um réttindi og skyldur unglinga var haldið í Réttarholtsskóla. Gunnar Hersveinn sat þingið og festi skarpar athugasemdir á blað um mótsagnir í lögum og reglum sem varða ungt fólk.
Meira
Þjóðfélagsfræði er skyldufag í 10. bekk grunnskólans. Það flokkast undir samfélagsfræði og er hluti af samræmdu prófi. Í þóðfélagsfræðinni fræðast nemendur um sjálfa sig og þjóðfélagið, réttindi og skyldur og allt þar á milli.
Meira
"Mér líður illa, raunar mjög illa af þeirri tilhugsun einni saman að sá hræðilega ólýðræðislegi maður sem hér hefur verið við stjórnvölinn fái að halda áfram að stjórna þessu landi."
Meira
HINN 28. desember sl. birtist gagnrýni Vernharðs Linnet um diskinn minn Fagra veröld. Ég er ansi ósátt við þessa gagnrýni og finn mig knúna til að vekja máls á þröngsýni sums fjölmiðlafólks.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN stendur nú í varnarbaráttu fyrir þeim óréttlátu skattabreytingum sem hún hefur staðið fyrir. Geir Haarde hefur bakkað frá staðhæfingum sínum um skattalækkanir til handa öllum og er kominn í kaupmáttaraukningu fólksins.
Meira
3. apríl 2003
| Bréf til blaðsins
| 237 orð
| 1 mynd
OKKUR er sagt að útgerðin hér á landi skuldi um 200 miljarða í dag. Svo skulda heimilin okkar meira en í nokkru öðru landi. Þannig má telja upp áfram. Skuldirnar eru víða of miklar.
Meira
Svar til símnotanda ÁGÆTI "símnotandi"! Varðandi fyrirspurn þína um reikning frá Tali sem ekki var kominn inn í kerfi banka og því ekki hægt að greiða hann er eftirfarandi til að svara.
Meira
3. apríl 2003
| Bréf til blaðsins
| 462 orð
| 1 mynd
SUMIR virðast eiga einkarétt á að elska heimsfriðinn á sínum forsendum. Þótt þeir sömu menn mótmæltu aldrei fjöldamorðum einræðisherra eins og Jaruselski í Póllandi, Cheschescu í Rúmeníu, Mao í Kína, að ótöldum einræðisherrunum í gömlu Sovétríkjunum.
Meira
Minningargreinar
3. apríl 2003
| Minningargreinar
| 1365 orð
| 1 mynd
Hrund Kristjánsdóttir fæddist á Ytri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi 20. febrúar 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Kjarnalundi 26. mars síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jón Kristján Jóhannsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 21. mars.
MeiraKaupa minningabók
Nancy Myklebost var fædd í Ósló 11. ágúst 1921. Hún lést þar í borg 24. mars síðastliðinn. Nancy var norsk/bandarísk. Faðir hennar var norskur og móðir bandarísk. Nancy ólst því upp í báðum löndunum. Hún var menntuð í Noregi, Bandaríkjunum og Sviss.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Daníelsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist á Akranesi 6. mars 1937. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnudagsins 30. mars síðastliðins. Foreldrar hennar voru Daníel Vigfússon, f. 16.11. 1903, d. 11.5. 1964, og Sigrún Sigurðardóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
3. apríl 2003
| Minningargreinar
| 1724 orð
| 1 mynd
Valgerður H. Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Helgadóttir, f. 13.2. 1875, d. 19.5. 1979, og Magnús Einarsson, f. 22.8. 1857, d. 23.2. 1942.
MeiraKaupa minningabók
VERSLUNIN Polarn & Pyret hefur byrjað sölu á svokallaðri boob-fatalínu, en um er að ræða flíkur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir konur með barn á brjósti.
Meira
ÞEGAR skólamáltíðir eru að ryðja sér til rúms í grunnskólum skiptir máli hvaða matur börnunum er boðinn. Eins og málum er nú háttað er það misjafnt hvað er á borðum í skólunum, að sögn Laufeyjar Steingrímsdóttur, forstöðumanns Manneldisráðs.
Meira
BÓNUS Gildir 3.-6. apríl nú kr. áður kr. mælie.verð Sjófryst ýsa með roði 399 449 399 kr. kg Hangiframpartur m/beini 599 799 599 kr. kg Mackintosh, 2 kg 1.899 2.399 950 kr. kg Egils pilsner, 500 ml 49 65 98 kr. ltr Kókkippa + páskaegg í kaupbæti 1.
Meira
KARL K. Karlsson hefur byrjað innflutning á ostum frá ítalska fyrirtækinu Occelli í Piemonte. "Piemonte á Norður-Ítalíu er ein stærsta og besta matarkista Ítala og þaðan koma mörg eðalvín og fágætur matur.
Meira
70 ÁRA afmæli . Hinn 7. apríl nk. verður sjötugur Jón Örn Bogason, loftskeytamaður. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 5. apríl frá kl. 18-21 í Mávanesi 13,...
Meira
75 ÁRA afmæli. Sr. Á. George fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla verður 75 ára laugardaginn 5. apríl. Í tilefni af afmælinu verður opið hús laugardaginn 5. apríl í safnaðarheimilinu á Hávallagötu 16 milli kl....
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan.
Meira
Í dag er fimmtudagur 3. apríl, 93. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum.
Meira
Ég leitaði' um fold og sveif yfir sæ, því að sál mín var hungruð í brauð, en ég gat ekki neins staðar gulli því náð, sem oss gefur þann lifandi auð.
Meira
TÍUNDU bekkingar í Hagaskóla vöktu heila nótt um síðustu helgi til að lesa undir stærðfræðipróf og safna peningum fyrir útskriftarferð í leiðinni.
Meira
LEIKMENN albanska landsliðsins í knattspyrnu urðu af 12 milljónum króna hver en sigur á Írum í Tirana í 10. riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í gær hefði tryggt þeim þessa upphæð í vasann.
Meira
LYFJAEFTIRLITSNEFND Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, tók alls 119 lyfjapróf á síðasta ári í 17 íþróttagreinum, þar af eru sextán greinanna innan ÍSÍ. Af þeim voru 70 tekin í keppni en 49 utan keppni. Alls reyndust fjögur sýnanna vera jákvæð,...
Meira
HANNA Kjartansdóttir, fyrirliði KR, sagði lið sitt hafa misst dampinn. "Það var sérstaklega sárt að tapa því við höfðum fyrri hálfleikinn í okkar höndum.
Meira
DANIR fengu óvæntan skell á heimavelli sínum, Parken í Kaupmannahöfn, í gær er liðið tapaði 2:0 gegn frísku liði Bosníu, en liðin eru í öðrum riðli keppninnar.
Meira
* BRESKIR fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Sir Alex Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United, væritilbúinn með 10 milljóna punda tilboð í írska miðjumanninn Damien Duff, sem leikur með Blackburn , en félagið er tilbúið að selja kappann og mörg...
Meira
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur gert tveggja ára samning við þýska félagið Kronau/Östringen og kemur til liðs við félagið í sumar, en það hefur svo gott sem tryggt sér sæti í 1. deild á næstu leiktíð.
Meira
* GUÐMUNDUR Hrafnkelsson , landsliðsmarkvörður í handknattleik, og samherjar hans í Conversano urðu um síðustu helgi ítalskir deildarmeistarar í handknattleik. Fengu þeir sigurlaun sín afhent eftir stórsigur, 41:25, á heimavelli gegn Ichnusa Sassari .
Meira
HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mætti á sína fyrstu æfingu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Charlton Athletic á mánudag en hann var keyptur þangað í síðustu viku frá Ipswich.
Meira
Herrakvöld FH Herrakvöld FH verður haldið föstudaginn 4. apríl á Hraunholti kl. 19.30. Veislustjóri verður Logi Ólafsson, ræðumaður Ellert B. Schram og skemmtikraftar Björgvin Halldórsson og Jóhannes...
Meira
JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Aston Villa, segir að það sé full harkalegt af Steve Bruce, knattspyrnustjóra Birmingham, að kenna sér um allt sem miður fór í viðureign grannliðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir mánuði.
Meira
ÞAÐ reyndist KR-stúlkum um megn að standast stöðuga pressu og mikinn sigurvilja Keflvíkinga þegar þriðji úrslitaleikur liðanna fór fram í Keflavík í gærkvöldi. Gestunum tókst með ærinni fyrirhöfn að halda jöfnum leik fram að hálfleik en sprungu þá á limminu og Keflavíkurstúlkur sigldu af öryggi fram úr til 82:61-sigurs og tíunda Íslandsmeistaratitils.
Meira
ÞAÐ var fátt um varnir þegar Magdeburg tapaði fyrir Nordhorn á útivelli í þýsku Bundesligunni í handknattleik í gærkvöld. 75 mörk litu dagsins ljós en lokatölur urðu 40:35, Nordhorn í vil en staðan í hálfleik var 22:13.
Meira
PHIL Brown, aðstoðarstjóri enska knattspyrnufélagsins Bolton Wanderers, segir að það sé kolrangt af Guðna Bergssyni að ætla að leggja skóna á hilluna að þessu keppnistímabili loknu.
Meira
ENGLENDINGAR halda heljartaki sínu á Tyrkjum á knattspyrnuvellinum. Eftir sigur á Leikvangi ljósanna í Sunderland, 2:0, hafa Englendingar unnið átta af níu síðustu viðureignum þjóðanna og markatalan er afgerandi Englendingum í vil, 31:0.
Meira
LITHÁAR opnuðu 5. riðil undankeppni EM í knattspyrnu upp á gátt með 1:0 sigri á Skotum í Kaunas í gær þar sem Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari var á meðal áhorfenda. Sigurmarkið skoraði Tomas Razanauskas úr umdeildri vítaspyrnu á 73. mínútu og með sigrinum komust Litháar upp að hlið Þjóðverja og Skota. Allar þjóðirnar eru með 7 stig, Þjóðverjar eftir þrjá leiki, Skotar fjóra og Litháar fimm, Íslendingar eru í fjórða sæti með 3 stig en Færeyingar reka lestina með 1 stig.
Meira
"ÉG hef aldrei tekið á móti þessum bikar og því sérstaklega ánægð en við höfum allar lagt hart að okkur og eigum hann skilinn," sagði Kristín Blöndal, fyrirliði Keflavíkur, eftir að titillinn var í höfn.
Meira
ÁHERSLUR IBM hugbúnaðar fyrir komandi tímabil byggjast á hugtaki er nefnist "On Demand". Þetta kom m.a. fram á hugbúnaðarráðstefnu sem Nýherji stóð nýverið fyrir. Fluttir voru 20 fyrirlestrar á ráðstefnunni en alls sóttu hátt í 200 manns hana.
Meira
Í gær hófust formlegar viðræður um sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings. Stefnt er að því að viðræðurnar taki skamman tíma og verði jafnvel lokið fyrir páska.
Meira
EDGE (Enhanced Data Rates for GSM Evolution) er tækni sem er ætlað að efla enn frekar burðargetu GSM-fjarskiptakerfa, en burðargeta EDGE er sögð vera um 384 kb/s.
Meira
RAUNO Niinimäki, fjármálaráðgjafi hjá finnska fjármálaráðuneytinu, sagði á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, í erindi er fjallaði um reynslu Finna af ESB-aðild og upptöku evrunnar, að finnskir neytendur væru ánægðir með að fá nú lán til húsnæðiskaupa...
Meira
Gerð verður sú lágmarkskrafa til símafélaga, sem vilja veita þiðju kynslóðar farsímaþjónustu hér á landi (UTMS-þjónustu), að farsímanet þeirra nái til 60% íbúa á fjórum skilgreindum svæðum á landinu.
Meira
SKRIFAÐ var undir samstarfssamning í gær um eignarhald og rekstur vetnisstöðvarinnar sem nú er að rísa á lóð Selectstöðvarinnar við Vesturlandsveg í Reykjavík. Um leið voru fyrstu myndir af því hvernig stöðin mun líta út fullbúin birtar.
Meira
"ÞAÐ er alveg ljóst að það er eitthvað að hjá okkur. Þessi mikla friðun virðist ekki skila sér og það hefur fyrir löngu sýnt sig að það er ekki hægt að geyma fiskinn í sjónum.
Meira
EFTIR langan vindakafla og litla sem enga sjósókn var gaman að fylgjast með í sólskini og blíðu löndun á virkilegum golþorskum hjá Þorleifi EA 88.
Meira
GPRS (General Packet Radio Service) er gagnaflutningsstaðall fyrir farsíma, sem var tekinn í notkun árið 2000. Það er viðbót við GSM-kerfið og veitir meiri gagnaflutningsgetu með því að beita gagnapakkatækni og nýta betur tímarásir.
Meira
GUÐMUNDUR Ólason, stjórnsýslufræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur verið ráðinn svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Norræna fjárfestingarbankanum, NIB.
Meira
Lítið hefur áunnist við uppbyggingu þorskstofnsins síðustu árin og eru margir orðnir langeygir eftir betri árangri. Helgi Mar Árnason og Hjörtur Gíslason leituðu skýringa og ræddu við þrautreynda skipstjóra sem muna tímana tvenna á Íslandsmiðum.
Meira
Skáldsögurnar We eftir Yevgeny Zamyatin, Brave New World eftir Aldous Huxley og 1984 eftir George Orwell beina sjónum sínum að framtíðarþjóðfélögum.
Meira
ICELANDIC USA, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hlaut silfurverðlaun fyrir nýjungar í vöruþróun á sjávarfangi á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Boston fyrir skömmu.
Meira
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Independent News and Media, sem hefur höfuðstöðvar í Dublin , hefur tilkynnt að það hygði á forgangsréttarútboð á hlutabréfum til að lækka skuldir.
Meira
EIMSKIP hefur selt Lyru, fyrrum Laxfoss, til ítalska félagsins Intermodal Ferry Company og mun skipið væntanlega vera í áætlunarsiglingum milli norður-Ítalíu og Sikileyjar. Skipið var afhent nýjum eigendum 27. mars síðastliðinn í Southampton í Englandi.
Meira
"ÉG held að það sé meira af þorski í hafinu við Ísland en sérfræðingarnir við Skúlagötu vilja vera láta," segir Ottó Jakobsson, reyndur skipstjóri og útgerðarmaður á Dalvík.
Meira
ÞORSTEINN Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær að fjármagnskostnaður fyrirtækja og heimila vegna krónunnar næmi tugum milljarða króna á ári, vegna hærri vaxta hér á landi en í viðskiptalöndunum.
Meira
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ós ehf. í Bolungarvík fékk fyrir skömmu afhentan nýjan Cleopatra-bát, þann fyrsta af nýrri gerð Cleopatra 38-báta sem sérhannaðir eru fyrir krókaaflamarkskerfið. Báturinn hefur hlotið nafnið Guðmundur Einarsson ÍS.
Meira
Á SÍÐASTA ári var Ásgeir Þór Árnason ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka hjartasjúklinga. Ásgeir Þór sér m.a. um rekstur skrifstofu samtakanna sem nú er til húsa í SÍBS-húsinu í Síðumúla 6 í Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.
Meira
OPIN kerfi ehf. og Kauphöll Íslands hafa gert með sér samning um rekstur á tölvukerfi Kauphallarinnar . Samningurinn tók gildi 1. apríl og leysir fyrri rekstrarþjónustusamning fyrirtækjanna af hólmi.
Meira
Ekki liggur fyrir hvenær þriðju kynslóðar fjarskiptakerfi verður tekið í notkun hér á landi, en það fer meðal annars eftir því hvernig tækninni fleygir fram í nálægum löndum. Ef þriðja kynslóðin tekur flugið í nágrannalöndum er ekki loku fyrir það skotið að Síminn hefji undirbúning seint á næsta ári.
Meira
"ÞETTA nýja kerfi verður algjör bylting hér á fiskmörkuðum. Það eru um 200 kaupendur á innlendum fiskmörkuðum og nú geta þeir boðið í fiskinn á eigin skrifstofu, en þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma í að koma á markaðinn.
Meira
"ÞAÐ kom smáskot í steinbítsveiðina hér um daginn en það varði stutt og síðan hefur þetta verið frekar slakt," sagði Hjörtur Sigurðsson, hafnarvörður á Patreksfirði, þegar Morgunblaðið innti hann aflafrétta í gær.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ hefur veitt undanþágu frá samkeppnislögum um bann við samstarfi keppinauta í tengslum við kaup Fjölgreiðslumiðlunar hf. á öllu hlutafé í Netskilum hf.
Meira
Stefnt er að rekstri á þriðju kynslóðar þjónustu víða í Evrópu á þessu ári, meðal annars í Svíþjóð og Bretlandi á næstu vikum. Þá er kerfið komið í notkun á Ítalíu.
Meira
HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestmannaeyja 2002 nam 79,1 milljón króna eftir skatta. Heildarrekstrartekjur námu 544,6 milljónum og heildarrekstrargjöld námu 446,9 milljónum að meðtöldum afskriftum.
Meira
3. apríl 2003
| Viðskiptablað
| 1168 orð
| 16 myndir
NÝVERIÐ urðu skipulagsbreytingar hjá Eimskip ehf. sem miðuðu að því að einfalda reksturinn og gera stjórnskipulagið skilvirkara og hagkvæmara. *Árni R. Jónsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingatæknistjóra.
Meira
ÍSLENSK fyrirtæki standa almennt frammi fyrir mikilli gjaldeyrisáhættu í starfsemi sinni en mikill meirihluti fyrirtækja í Kauphöll Íslands, eða tæp 90%, hefur varið sig gegn þeirri áhættu með einhverjum hætti eða eru með fyrirætlanir um að gera slíkt.
Meira
BOEING Capital hefur sótt um að flugfélaginu Hawaiian Airlines verði skipaður sérstakur fjárvörslumaður sem taka muni við yfirstjórn fyrirtækisins á meðan félagið fer í gegnum ákveðið ferli vegna greiðslustöðvunar.
Meira
AVS rannsóknasjóður, nýr sjóður sem stofnaður var í tengslum við átak um aukið verðmæti sjávarfangs og starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins, hefur auglýst eftir umsóknum í aflaheimildir til áframeldis á þorski.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.