ÍRÖSK fjölskylda á leið frá Bagdad. Var straumurinn mestur til norðurs og norðausturs út úr borginni, að því er virtist í átt til héraðsins Diala. Var ein bílalestin um 10 km löng og nokkuð var um, að fólk forðaði sér burt á hestvögnum.
Meira
BANDAMENN munu láta Íraka sjálfa taka við stjórn í Írak eins fljótt og unnt er að stríðinu loknu. Kom þetta fram hjá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC , breska ríkisútvarpið.
Meira
BANDARÍSKIR hermenn náðu í gær á sitt vald öllum alþjóðaflugvellinum fyrir sunnan Bagdad en hann mun gegna miklu hlutverki í lokasókn gegn borginni. Ekki hafa verið mikil átök síðustu tvo sólarhringa og hafa bandamenn mætt lítilli mótspyrnu í sókn sinni til Bagdad. Þúsundir óbreyttra borgara voru í gær á flótta frá borginni.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu á vorþingi flokksins í gær að eitt af forgangsmálum flokksins á næsta kjörtímabili væri að hækka skattleysismörk, lækka virðisaukaskatt af matvælum og öðrum varningi sem ber nú...
Meira
FRAMBJÓÐENDUR flokka, sem bjóða fram til Alþingis í vor, ræddu málefni kynjanna, klám, vændi og annað kynferðisofbeldi á opnum fundi sem Stígamót stóðu að í Hlaðvarpanum í Reykjavík í hádeginu í gær.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 356 orð
| 1 mynd
LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út annað kortið í flokki þriggja ferðakorta landsins í mælikvarðanum 1:250.000 en fyrsta kortið kom út á síðasta ári.
Meira
NÝ íslensk rannsókn sýnir að lífslíkur fyrirbura hafa aukist hér úr 22% á árunum 1982-90 í 52% árin 1991-95 á sama tíma og hlutfallslega fleiri litlir fyrirburar fæðast í hverjum árgangi.
Meira
FRÍSTUNDAHELGI verður haldin í Reykjanesbæ dagana 25. til 27. apríl næstkomandi. Þar verða ýmis áhugamál íbúa í Reykjanesbæ kynnt ásamt jaðaríþróttum og landsmenn hvattir til að heimsækja bæinn og skoða það sem fyrir augun ber.
Meira
HÆSTIRÉTTUR taldi orðalag í lögum um náttúruvernd of almennt og ekki nægilega ótvírætt eða glöggt til að uppfylla kröfur um skýrleika réttarheimilda í sýknudómi yfir manni sem játaði að hafa reist staura í Miðhúsaeyjum til að koma í veg fyrir arnarvarp...
Meira
RÁÐGERT er að Loftleiðir, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, taki B767-breiðþotu í notkun 1. júlí næstkomandi í stað 1. nóvember eins og áður hafði verið ráðgert. Slík vél hefur ekki fyrr verið í rekstri hjá Flugleiðafyrirtækjum.
Meira
NÆSTUM tvö þúsund danskir múslimar báðu fyrir friði í Írak á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. "Við biðjumst venjulega ekki fyrir utandyra á föstudögum," sagði Imam Fatih Alev við þá sem komnir voru saman á torginu.
Meira
SIR Christopher Meyer, fyrrverandi sendiherra Bretlands í Washington, segir að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi talið George W. Bush Bandaríkjaforseta á að hefja ekki stríð í Írak skömmu eftir hryðjuverkin 11. september 2001.
Meira
NÝ Bónusverslun verður opnuð á Fitjum í Njarðvík í dag, laugardag, klukkan 10. Verslunin er í því húsnæði sem Hagkaup voru í áður. Verslanir Bónuss verða þar með orðnar 20 talsins, 14 á höfuðborgarsvæðinu og 6 á landsbyggðinni.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup ríkissjóðs á hluta jarðar Efri-Brúar í Grímsnesi auk mannvirkja og lausafjár og er ætlunin að leysa þar með húsnæðisvanda Byrgisins, sem rekið hefur endurhæfingarsambýli í Rockville, að því er fram kemur í...
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 1462 orð
| 2 myndir
Af níu milljarða króna kostnaði við tillögur ASÍ í velferðarmálum er um helmingur vegna tillagna í tryggingamálum. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér þær tillögur nánar.
Meira
BANDARÍSKIR hermenn fundu í gær þúsundir kassa, sem innihéldu hvítt duft, mótefni gegn efnavopnum og skjöl um efnavopnahernað, á iðnaðarsvæði sunnan við Bagdad, að sögn bandaríska ofurstans Johns Peabodys.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Hamars og Söngsveit Hveragerðis tóku saman höndum og efndu til tónleika nýlega í Hveragerðiskirkju. Kirkjan var troðfull og var stólum dreift alls staðar þar sem hægt var að koma þeim fyrir.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 771 orð
| 1 mynd
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á aðgerðir í menntamálum, jafnréttismálum og á endurskoðun skattkerfisins í stefnuræðu sinni á vorþingi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær en í ræðu sinni kynnti hún helstu...
Meira
"ÞETTA er býsna góður árangur og ánægjulegt að sjá að hlutfall barna með fötlun hefur ekki aukist með meiri lífslíkum eins og margir voru hræddir um," segir Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur í barnalækningum og nýburalækningum.
Meira
ÞAÐ ER bæði vegsemd og vandi lýðræðislegra samfélagshátta að viðurkenna fjölbreytileika mannlegra verðmæta og takast á við mat á ólíkum hagsmunum og þörfum án þess að loka augunum fyrir því hve erfitt það er, sagði Atli Harðarson heimspekingur í erindi...
Meira
5. apríl 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 235 orð
| 1 mynd
Í DAG hefst myndlistarsýning nemenda frá öllum átta grunnskólum Kópavogs í Gamla bókasafninu, Fannborg 3. Sýningin er tileinkuð Gerði Helgadóttur myndlistarkonu en hún hefði orðið 75 ára hinn 11. apríl, en þá lýkur sýningunni.
Meira
5. apríl 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 170 orð
| 1 mynd
ENGIDALSSKÓLI og leikskólinn Norðurberg fengu í gær viðurkenninguna Grænfánann fyrir framúrskarandi starf að umhverfisvernd og umhverfis- og náttúrufræðslu. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhenti börnunum fánann við hátíðlega athöfn.
Meira
Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi mánudagskvöld, kl. 20. Þetta verður næstsíðasta skiptið sem hópurinn hittist í vetur, að því er fram kemur í tilkynningu frá bókasafninu. Allt áhugafólk um ættfræði er velkomið.
Meira
FIMM verktökum hefur verið boðið að leggja fram tilboð í alúboði á viðbygginu við hús Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Tilboð verða opnuð í maí og vonast er til að framkvæmdir geti hafist í lok júní eða byrjun júlí.
Meira
UM síðustu helgi var opnuð ný verslun og kaffihús í Þorlákshöfn. Nafnið "VerBÚÐIN" segið að hluta til hvað er á boðstólum. Fiskur og fiskréttir er uppistaðan, einnig er boðið upp á ýmsar nýlenduvörur.
Meira
FÉLAG eldri borgara í Borgarfjarðardölum hélt aðalfund sinn í Logalandi 21. mars sl. Í skýrslu fráfarandi formanns, Þórunnar Eiríksdóttur, kom fram að feiknarkraftur er í félaginu og ekki að sjá að félagar séu komnir að fótum fram.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 217 orð
| 1 mynd
FORSVARSMENN Sparisjóðs Hafnarfjarðar og trúnaðarlæknir bankans áttu í gærmorgun fund með öllum starfsmönnum sparisjóðsins til þess að fara yfir atburði þriðjudagsins þegar rán var framið í útibúi sparisjóðsins í norðurbæ í Hafnarfirði.
Meira
FYRIR réttum sex árum, mánudaginn 7. apríl árið 1997, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju skólahúsi við Ofanleiti í Reykjavík. Var þá boðað, að næsta haust tæki nýr háskóli þar til starfa. Gekk þetta eftir. Hinn 4.
Meira
OFT hefur verið sagt að sund sé allra meina bót, en margir segja að sund sé líka skemmtileg íþrótt fyrir unga sem aldna. Sund er ein af skyldugreinunum í grunnskólum landsins og þessar stúlkur skemmtu sér vel í skólasundi í Hveragerði.
Meira
5. apríl 2003
| Akureyri og nágrenni
| 99 orð
| 1 mynd
AÐSTANDENDUR snjóbrettagleðinnar á Akureyri nú um helgina hafa þurft að hafa töluvert fyrir því að byggja stökkpallinn í Gilinu á Akureyri en þar verður snjóbrettakeppni í kvöld kl. 21.00.
Meira
5. apríl 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 102 orð
| 1 mynd
OPIÐ hús var í Kennaraháskóla Íslands í vikunni þar sem kennarar, nemendur og námsráðgjafar kynntu námsframboð í grunndeild og svöruðu fyrirspurnum.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Fóðurverksmiðjunnar Laxár á Akureyri nam rúmum 16 milljónum króna á síðasta ári en árið áður var 3,4 milljóna króna tap af rekstrinum.
Meira
FÉLAGAR úr ungmennafélaginu Vöku í Villingaholtshreppi frumsýnir í kvöld kl. 21 leikritið Gullna hliðið í félagsheimilinu Þjórsárveri. Kraftmikið starf hefur verið hjá félaginu gegnum árin bæði á íþrótta- og menningarsviðinu.
Meira
BÍLL var hengdur upp í rjáfur í Vetrargarði Smáralindar í Kópavogi í gær. Á hann að hanga þar meðan sýningin Meiri Volkswagen stendur yfir um helgina. Bíllinn vegur 1.250 kg og hangir í járnvírum sem þola 6 tonna þunga.
Meira
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell er í þann veginn að ljúka við að sprengja og móta sneiðing niður vegg Hafrahvammagljúfurs á Kárahnjúkasvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.
Meira
HANNES Þ. Hafstein, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði, hefur farið í 245 útköll og þjónustuferðir á þeim tíu árum sem liðin eru frá því skipið kom til landsins. Tímamótanna var minnst við athöfn um borð í skipinu.
Meira
ÁKALL Saddams Husseins, forseta Íraks, í gær til þjóðar sinnar að verjast sókn Breta og Bandaríkjamanna bendir til að ráðamenn í Bagdad haldi enn fast við þau áform að berjast til síðasta manns.
Meira
STARFSMANNAFÉLÖG Náttúrufræðistofnunar Íslands harma að komið hafi til uppsagna starfsmanna stofnunarinnar, segir í fréttatilkynningu frá þeim, en fimm starfsmönnum var sagt upp 27. febrúar sl. og einum til viðbótar sagt að hann fengi ekki endurráðningu.
Meira
Hádegisverðarfundur Sænsk-íslenska verslunarráðsins föstudaginn 11. apríl kl. 12-13.45, á Radisson SAS Hótel Sögu, Skála. Í tengslum við aðalfund Sænsk-íslenska verslunarráðsins verður opinn fundur um evrukosningar sem fram fara í Svíþjóð á haustdögum.
Meira
5. apríl 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 320 orð
| 1 mynd
HLÍÐASKÓLI sigraði í gær í KappAbel stærðfræðikeppni 9. bekkinga, en lokakeppnin fór fram í Háskólabíói. Fast á hæla þeirra fylgdi Varmárskóli en tvö aukaverkefni þurfti til að skera úr um hvor sigraði.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 139 orð
| 1 mynd
BRÁÐABIRGÐATÖLUR um innheimtu virðisaukaskatts í mars benda til verulegrar aukningar almenns vöruinnflutnings í mánuðinum hvort sem miðað er við febrúarmánuð eða marsmánuð árið 2002. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skv.
Meira
HINIR árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 6. apríl, kl. 15 að lokinni messu kl. 14 þar sem kórinn syngur einnig.
Meira
Í ritstjórnargrein í nýjasta hefti Læknablaðsins er mælt gegn þeirri hugmynd að kannabis verði hugsanlega notað sem lyf, en greinina ritar Vilhjálmur Rafnsson prófessor við Háskóla Íslands.
Meira
5. apríl 2003
| Erlendar fréttir
| 1176 orð
| 1 mynd
Saddam Hussein hefur að sögn Kristjáns Jónssonar lengi tryggt sér alræði í Írak með því að koma ávallt í veg fyrir að ein valdastofnun næði slíkri yfirburðastöðu að yfirmenn hennar gætu ógnað forsetanum.
Meira
5. apríl 2003
| Erlendar fréttir
| 364 orð
| 2 myndir
BANDARÍKJAMENN lýstu því í gær yfir að þeir hefðu náð alþjóðaflugvellinum í Bagdad á sitt vald, en flugvöllurinn er talinn afar mikilvægur hernaðarlega í stríðinu við Írak.
Meira
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði verður opnuð á morgun, sunnudaginn 6. apríl, kl. 15.00. Kosningaskrifstofan er í gamla ÁB-skálanum. Skrifstofan verður síðan opin öll kvöld frá kl. 20.00-22.00.
Meira
NÝR kór, Kvennakórinn Embla, hefur upp raust sína á föstunni með þremur tónverkum eftir barokk-snillingana Bach, Telemann og Pergolesi. Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 17.
Meira
ENNÞÁ er kvika að koma upp undir Mýrdalsjökli samkvæmt GPS-mælingum, sem gerðar voru í byrjun mars. Síðustu 10 mánuði hefur land í miðju jökulsins risið um 10 cm.
Meira
VARMÁRSKÓLI tekur um þessar mundir þátt í evrópsku samstarfsverkefni ásamt Belgíu, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið felst í því að brúa það menningarlega bil sem er á milli landanna. Börnin í 4. og 5.
Meira
FRANSKA dagblaðið Le Monde höfðaði á fimmtudag meiðyrðamál á hendur höfundum og útgefendum bókar þar sem blaðið er vænt um hræsni og hlutdrægni. Í stefnunni fer blaðið fram á eina milljón evra (um 83 milljónir kr) í skaðabætur.
Meira
ÍRASKIR hermenn sem hafa gerzt liðhlaupar og eru nú stríðsfangar bandamanna hafa lýst gerræðisaftökum og alvarlegu ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna í Íraksher. Greindu talsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch frá þessu í gær.
Meira
NÝTT íslenskt eldsneyti, framleitt úr dýrafitu, matarolíu og lýsi, var formlega tekið í notkun í fyrradag af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 362 orð
| 1 mynd
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sagði í ávarpi sínu á samráðsfundi Landsvirkjunar í gær að nokkuð ljóst væri að eftir því sem Íslendingar nýttu fleiri virkjunarkosti til orkuframleiðslu hér á landi kunni að verða meiri deilur uppi...
Meira
Á FUNDI MS-sjúklinga, sjúklinga í dagvist MS-félags Íslands í Reykjavík og aðstandenda í fyrri viku voru samþykktar vítur á stjórn MS-félagsins og stjórn dagvistar félagsins vegna ásakana á hendur staðgengli framkvæmdastjóra í veikindaleyfi og vegna...
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 802 orð
| 1 mynd
Birna Arnbjörnsdóttir er fædd 1952 í Keflavík. Stúdent frá ML og BA í ensku frá HÍ. MA frá Reading-háskóla og doktor í málvísindum frá Texasháskólanum í Austin.
Meira
* Lægstu samsettu örorkubætur grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar einstaklings verði a.m.k. 110 þúsund kr. á mánuði auk barnalífeyris. Kostnaður: 600 milljónir króna.
Meira
SMÁSJÁRMYNDUM af pappírstrefjum var varpað á vegg við áframhaldandi málflutning í stóra málverkafölsunarmálinu í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar Peter Bower, sérfræðingur ákæruvaldsins, útskýrði hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að...
Meira
Þrítugur Íraki hætti lífi sínu og fórnaði heimili sínu og búsetu er hann veitti bandarískum landgönguliðum upplýsingar sem leiddu til þess að 19 ára bandarískur stríðsfangi var frelsaður í síðustu viku.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 621 orð
| 1 mynd
PETER Bower, breskur réttarfræðingur sem í yfir tuttugu ár hefur unnið við að meta uppruna og gerð pappírs af ólíkum toga, er eitt af vitnum ríkislögreglustjóra sem fengið var til að bera vitni í málverkafölsunarmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Meira
5. apríl 2003
| Akureyri og nágrenni
| 114 orð
| 1 mynd
RÚMLEGA 700 umsóknir bárust um sumar- og afleysingastörf hjá Akureyrarbæ. Þetta er fjölgun umsókna um 10% á milli ára en Jónína Laxdal launafulltrúi hjá Akureyrarbæ sagðist allt eins hafa átt von á enn fleiri umsóknum í ár.
Meira
ÍRASKA ríkissjónvarpið sýndi í gær myndir af Saddam Hussein, forseta landsins, þar sem óbreyttir borgarar fögnuðu honum á götu úti. Bendir það og ávarp hans, sem sjónvarpið sendi út í gær, til þess, að hann sé á lífi.
Meira
HERLIÐ Íraka felur vopn af öllu tagi í skólum og á sjúkrahúsum, eftir því sem talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins fullyrti á blaðamannafundi í gær.
Meira
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins ræddu á samráðsfundi í Brussel á fimmtudaginn málefni Íraks og hlutverk alþjóðasamfélagsins í mannúðar- og uppbyggingarstarfi að átökum loknum.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 157 orð
| 1 mynd
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG kvenna og ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum hafa sett á stofn samskiptanet á vefnum sem fengið hefur nafnið Landsnet sjálfstæðiskvenna. Þar geta áhugamenn um stjórnmál átt samskipti og fengið upplýsingar.
Meira
FULLTRÚAR hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun segja að stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík hafi ekki komið með nein ný tilboð á árangurslausum fundi sem haldinn var í fyrradag til að reyna að leysa ágreining um akstursfyrirkomulag.
Meira
5. apríl 2003
| Stjórnmál á miðopnu
| 794 orð
| 1 mynd
ÞAÐ var líf og fjör í matsalnum á Heilsustofnun í vikunni. Edda Björg Hákonardóttir, sem tók við rekstri Heilsubúðarinnar sl. haust og nefndi búðina Náttúrubúðina, hélt tískusýningu á þeim vörum sem hún hefur á boðstólum.
Meira
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð verður á ferðinni í Eyjafirði næstu daga. Í dag, laugardag, syngur kórinn í Námunni í Hrísey kl. 17.30 og er þetta í fyrsta sinn í 35 ára sögu kórsins sem hann heimsækir eyjuna að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfesttveggja ára fangelsisdóm yfir Sixtusi Mbah Nto fyrir að hafa ásamt öðrum svikið um 12,2 milljónir út úr breskum bönkum, fyrir skjalafals og tilrauna til enn frekari fjársvika.
Meira
TVEIR eru í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg síðastliðinn þriðjudag. Eru það 19 ára piltur og 17 ára stúlka.
Meira
ÞEIR vinna af kappi, mennirnir frá verktakafyrirtækinu Suðurverki, sem eru að grjótverja bakka Jökulsár á Breiðamerkursandi þessa dagana, en auk bakkanna gera þeir tvo þröskulda þvert yfir ána.
Meira
RÁÐSTEFNAN um framtíð Evrópu, eins og "stjórnlagaþing" Evrópusambandsins (ESB) er kallað, lagði til í gær að í því ígildi stjórnarskrár ESB sem þingið er nú með í smíðum, verði ákvæði sem geri aðildarlöndum kleift að segja sig úr sambandinu.
Meira
FRESTA varð fyrirhuguðu útsýnisflugi Flugmálafélagsins í gær og er það ráðgert á morgun, sunnudag. Fara á í loftið frá Keflavíkurflugvelli klukkan 11 í fyrramálið og á flugið að standa í rúman klukkutíma. Flogið verður með þotu Flugfélagsins Atlanta.
Meira
REYNA á til þrautar í óformlegum þreifingum nú um helgina að ná málamiðlun í viðræðum Evrópusambandsins og Noregs, Íslands og Lichtenstein um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins, að því er norska fréttastofan NTB hefur eftir heimildum í Brussel.
Meira
ÞESSA dagana er unnið að viðgerð og styrkingu á sjóvarnargarðinum framan við byggðina á Eyrarbakka. Hafði garðurinn sigið nokkuð á kafla og dregist fram. Á stórvirkum vélum vinna menn léttilega með stórgrýti og raða því af mikilli kunnáttu svo vel...
Meira
DOMINIQUE de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, kallaði í gær eftir því að sáttum yrði komið á í alþjóðasamfélaginu, sem hefur verið klofið vegna Íraksstríðsins, og ítrekaði mikilvægi þess að Sameinuðu þjóðirnar lékju stórt hlutverk við...
Meira
Villur í grein um Singapore Sling Í blaði gærdagsins birtist á síðum Fólks í fréttum grein um gott gengi rokksveitarinnar Singapore Sling í Ameríku. Tvennt misfórst í greininni.
Meira
LJÓST er að alls 80 manns hafa nú látist af völdum HABL, nýs heilkennis alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, sem talið er að hafi komið fyrst upp í Kína. Þar hafa nú nær 1200 manns fengið sjúkdóminn og 46 látist.
Meira
FLUGMÁLASTJÓRN Íslands bárust í gær gögn frá dönskum samgönguyfirvöldum varðandi fyrirhugað áætlunarflug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði á fundinum hjá Stígamótum í gær að niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Rannsóknar og greiningar gæfu til kynna að svokallað nauðarvændi, þ.e.
Meira
Waldorfskólinn Sólstafir verður með opinn dag í húsnæði sínu að Hraunbergi 12 í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 13-16. Kynning verður á starfi og vinnu nemenda og eru allir velkomnir.
Meira
AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum í Yrkjusjóð vegna ársins 2003. Allir grunnskólar landsins geta sótt um trjáplöntur í sjóðinn, hvort sem er til gróðursetningar vor eða haust. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, www.skog.
Meira
5. apríl 2003
| Innlendar fréttir
| 260 orð
| 1 mynd
ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarformaður og starfandi framkvæmdastjóri Granda, og Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjörns Fiskaness, hafa átt fundi þar sem þeir hafa rætt mögulegan ávinning af samruna félaganna.
Meira
ÞRÍR liðsmenn hersveita Breta og Bandaríkjamanna, ófrísk kona og bílstjóri hennar, biðu bana þegar sprengja sprakk í bifreið sem stödd var við eina af eftirlitsstöðvum bandamanna í Írak. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða.
Meira
Framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, Hafdís Gísladóttir, lýsti því yfir í blaðinu í gær að heyrnarlausir mundu mótmæla breytingum á reglugerð um hlutdeild ríkisins í kostnaði við heyrnartæki.
Meira
Stjórnmálasamtökum, sem vilja gera atlögu að "Fjórflokknum" og hyggja á framboð fjölgar enn. Nýjustu samtökin kalla sig "Nýtt afl" og hyggja á framboð í Reykjavíkurkjördæmunum báðum í hið minnsta.
Meira
Flest bendir til að skattamálin verði eitt helsta baráttumál næstu kosninga. Flestir flokkar hafa nú lagt fram tillögur sínar í skattamálum. Vekur athygli hversu ítarlegar þær eru.
Meira
Verð á olíu hefur farið lækkandi í þessari viku og er sú þróun sett í samhengi við hraða sókn bandamanna í átt til Bagdad. Reyndar hefur verð á hráolíu lækkað talsvert undanfarinn mánuð eftir að hafa hækkað jafnt og þétt síðan í nóvember.
Meira
Í DAG, laugardag, kl. 14, verður einleikarapróf Vilhjálms Inga Sigurðarsonar trompetleikara í Salnum. Kl. 13-15 verður Nemendasýning Jassballettskóla Báru á stóra sviði Borgarleikhússins.
Meira
TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga í dag, laugardag, kl. 16. Á jarðhæð opnar Kristín Pálmadóttir sýninguna "Klæði" og gefur þar að líta ljósmyndaætingar þar sem hún teflir með myndrænum hætti saman klæðum manns og náttúru.
Meira
TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 15. Í Ásmundarsal sýnir Þorgerður Sigurðardóttir nýjar blýantsteikningar á akrýlgrunnuðum pappír, og nefnir hún sýninguna Himin og jörð.
Meira
TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra opnar sýningu á skúlptúrum úr silfri í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 15 í dag, laugardag. Sýningin heitir Sterling Stuff og kemur til Íslands fyrir milligöngu breska bronssteypufyrirtækisins Pangolin Editions.
Meira
Víkingasýning Smithsonian-stofnunarinnar í Washington hefur verið sett upp á sjö stöðum í Bandaríkjunum og Kanada undanfarin þrjú ár og hefur vakið mikla athygli en um sex milljónir manna hafa séð hana. Steinþór Guðbjartsson skoðaði sýninguna á síðasta viðkomustaðnum, Vísindasafninu í Saint Paul í Minnesota, en hún verður þar fram í miðjan maí og verður þá tekin niður.
Meira
STJÓRN Íslandsleikhúss hefur ráðið Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í stöðu leikstjóra í sumar. Jóhanna er á öðru ári í leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
Meira
Íslensk grafík, Hafnarhúsi Síðasta sýningarhelgi á verkum breska listamannsins Alistair Macintyre. Sýningin er opin kl. 14-18. Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn kl. 16 og að Gömlu-Borg í Grímsnesi kl. 21.
Meira
BIKARMÓT Galaxy-hreysti fer fram í íþróttahúsinu á Varmá, Mosfellsbæ, í dag. Sem fyrr verður bæði keppt í karla- og kvennaflokki en greinarnar eru upphífingar, dýfur, hraðaþraut, samanburður og armbeygjur.
Meira
Lisa Marie Presley segir frá því í viðtali að Nicolas Cage , fyrrverandi eiginmaður hennar, hafi fleygt trúlofunarhring hennar í sjóinn í miðju rifrildi þeirra. Hringurinn kostaði jafnvirði nærri 50 milljóna króna.
Meira
Tónleikar með Paul McCartney föstudagskvöldið 28. mars. Með honum á sviðinu voru Rusty Anderson gítarleikari, Brian Ray gítar- og bassaleikari, Paul "Wix" Wickens hljómborðsleikari og Abe Laboriel jr. trommuleikari. Tónleikarnir voru haldnir í Palau Sant Jordi-íþróttahöllinni, við hlið Ólympíuleikvangsins í Barcelona, að viðstöddum yfir 20.000 áhorfendum.
Meira
Þau eru kornung og einlæg, hrein og bein, viðmælendurnir í nýrri heimildarmynd sem fjallar um ungt fólk og samkynhneigð. Hildur Loftsdóttir hitti kvikmyndagerðarfólkið.
Meira
GULLMOLI, eða réttara sagt gullræma vikunnar hjá Bæjarbíói er frá 1962 og heitir Eva . Myndina gerði Joseph Losey eftir samnefndri skáldsögu James Hadley Chase.
Meira
SIGUR RÓS er nú stödd í Bandaríkjunum á miðju tónleikaferðalagi og um þessar stundir eru þeir félagar; Jónsi, Goggi, Kjartan og Orri í Arizona og eru á vesturleið.
Meira
5. apríl 2003
| Fólk í fréttum
| 1777 orð
| 3 myndir
Á áttunda áratugnum starfaði hann sem löggiltur endurskoðandi, gerðist síðan Bollywood-leikari og er nú orðinn nafntogaðasti kvikmyndagerðarmaður Indverja. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Shekar Kapur um nýjustu mynd hans, Fjórar fjaðrir.
Meira
SELKÓRINN á Seltjarnarnesi heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju næstkomandi sunnudags- og mánudagskvöld og flytur þá tónlist eftir Antonin Dvorák, en þetta er stærsta verk kórsins í 35 ára sögu hans, að sögn Jóns Karls Einarssonar, stjórnanda kórsins.
Meira
VÍKINGASÝNINGIN í Vísindasafninu í St. Pauls í Minnesota hefur vart farið framhjá neinum í "tvíburaborginni" og hafa heimamenn bryddað upp á ýmsum menningarviðburðum til að vekja enn meiri athygli á henni.
Meira
SAMSETNING móðurmjólkur breytist eftir þörfum barnsins og legið dregst saman þegar barnið sýgur. Það þekkir líka móður sína af munnvatninu á geirvörtu hennar. Í grein Magnúsar Jóhannssonar, Brjóstamjólk, í Mbl. 19.1. 1997, segir m.a.
Meira
"Það er því algjörlega ljóst að staðhæfingar Seðlabankans og annarra þeirra, sem fjallað hafa um áhrif framkvæmdanna á Austurlandi sem þensluvalds, snúa á haus."
Meira
VEGNA greinar hr. Ólafs Björnssonar í Mbl. 1. apríl sl. um fyrsta íslenska frambyggða bátinn, langar mig að taka fram eftirfarandi. Árið 1945 var byggður frambyggður bátur í Tacoma á vesturströnd Bandaríkjanna.
Meira
"...með skipstjóra í brúnni af vinstri væng stjórnmálanna hefði ekki tekizt að stýra skútunni jafnklakklaust gegnum boðaföll alþjóðlegrar efnahagshnignunar og raun hefur orðið á síðustu misserin."
Meira
ÉG var staddur í Reykjavík og ákvað að koma við í búð á Laugaveginum og lagði bílnum við stöðumæli en var ekki með 100 krónur á mér til að setja í mælinn.
Meira
"Hins vegar verður ekki séð að til slíkrar stjórnarmyndunar sé hægt að ganga án þess að það kosti pólitíska einangrun "forsætisráðherraefnis" flokksins."
Meira
ÉG var að lesa Dagskrá vikunnar 5. tbl., nánar tiltekið bls. 54. Þar er brandari sem er á þessa leið: "Hjónabandinu fylgja margar sorgir, einlífinu engin gleði.
Meira
"Það er einkennilegt þegar menn eins og Sverrir ráðast að kerfi sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að koma á fót og hafa persónulega borið hagnað af."
Meira
UNDANFARIÐ hafa Austfirðingar orðið fyrir aðkasti vegna náttúruspjallavilja, áltrúar og auðhringadekurs. Alkunna er að þeir hafa verið dregnir á asnaeyrunum fram og aftur um hálendið.
Meira
MIKIÐ hefur verið rætt um skattamál að undanförnu og það einkennilega við þessa umræðu að þessu sinni er að hún er óvenju skiljanleg. Nánast hver sem getur áttað sig á þróun skattbyrðarinnar undanfarin tvö kjörtímabil án þess að vera með próf í hagfræði.
Meira
Í ÁGÆTU bréfi til blaðsins laugardaginn 29. mars, undir yfirskriftinni Réttur tungunnar, veltir Matthías Johannessen því fyrir sér hvernig standi á því að danskan skuli ekki hafa sigrað á Íslandi með sama hætti og á Grænlandi og í Færeyjum.
Meira
Minningargreinar
5. apríl 2003
| Minningargreinar
| 1514 orð
| 1 mynd
Erla Bergþórsdóttir fæddist í Ólafsvík 16. júní 1941. Hún andaðist á sjúkrahúsi Blönduóss 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bergþór Steinþórsson, f. í Ólafsvík 26. nóv. 1921, d. 22. sept. 2001, og Helga Ólafsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2003
| Minningargreinar
| 1794 orð
| 1 mynd
Ingibjörg Þorgeirsdóttir fæddist á Höllustöðum í Reykhólasveit 19. ágúst 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 28. mars sl. Foreldrar hennar voru bændahjónin Kristrún Salbjörg Jóhannsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson.
MeiraKaupa minningabók
Katrín Hulda Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1917. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 19. mars síðastliðinn og fór bálför hennar fram í kyrrþey fimmtudaginn 27. mars.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2003
| Minningargreinar
| 3978 orð
| 1 mynd
Anna Margrét Guðleifsdóttir fæddist á Geirmundarhóli í Hrolleifsdal í Sléttuhlíð í Skagafirði 14. október 1916. Foreldrar hennar voru Guðrún Halldórsdóttir, frá Bjarnagili í Fljótum, og Guðleifur Jónsson, frá Fjalli í Sléttuhlíð.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2003
| Minningargreinar
| 3222 orð
| 1 mynd
Sigurður Jóhannesson frá Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu fæddist á Hallkelsstöðum 17. október 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Benjamínsson, f. 26. desember 1872, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2003
| Minningargreinar
| 1109 orð
| 1 mynd
Þorgeir Jónsson læknir fæddist á Húsavík 24. mars 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 24. mars.
MeiraKaupa minningabók
FLUGFÉLAGIÐ Air Atlanta gerði í gær samkomulag við Landsbanka, Íslandsbanka og Sparisjóð vélstjóra um sambankalán að upphæð 16,67 milljóna dollara, eða sem nemur um 1,3 milljörðum króna.
Meira
FLUTNINGSKOSTNAÐUR er vandamál í fiskeldi og leita þarf leiða til að ná verulega niður flugfragtinni til Bandaríkjanna, en með flutningi innanlands kostar nú um 150 krónur að koma hverju kílógrammi af laxi frá Norðfirði til Bandaríkjanna.
Meira
VEGNA aukinnar úthlutunar á úthafskarfa fyrir yfirstandandi ár er útlit fyrir að Grandi verði ekki eins háður öðrum með veiðiheimildir hér við land og áður.
Meira
"BOÐSKAPURINN fyrir fyrningarleiðinni er í raun mun verri og hættulegri en boðskapurinn um að taka upp fjölþrepa skattakerfi, eins slæm hugmynd og það nú er.
Meira
MIKIL viðskipti voru með Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Kauphöll Íslands í gær eða fyrir 1.211 milljónir króna. Grandi seldi allan hlut sinn í félaginu til Íslandsbanka og Hraðfrystihúsið-Gunnvör seldi næstum allan sinn hlut einnig til Íslandsbanka.
Meira
ÍSLENSKUR sjávarútvegur verður að bregðast rétt við þeirri ógn sem að greininni og ímynd hennar steðjar úti á mörkuðunum, annars gætu afleiðingarnar orðið uggvænlegar. Þetta sagði Svein Berg, forstjóri norska fiskútflutningsráðsins, á Fiskiþingi í gær.
Meira
RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Moody's í London segir að lánshæfismat sitt á Búnaðarbankanum haldist óbreytt um sinn á meðan sameiningarviðræður bankans við Kaupþing banka eru svo skammt á veg komnar.
Meira
TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Eimskipafélagi Íslands að undanförnu. Fjárfestingarfélagið Straumur hefur aukið hlut sinn í félaginu úr 5,86% hinn 11. febrúar í 9,07% hinn 1. apríl sl.
Meira
MISJAFNT er hvort stærstu vörsluaðilar séreignarlífeyrissparnaðar borgi þann kostnað sem til fellur þegar einstaklingar færa sparnað sinn til þeirra.
Meira
"ÞAÐ er eðlilegt og mikilvægt að sjómenn og aðrir sem þekkingu og áhuga hafa á sjósókn og fiskistofnum haldi uppi lifandi umræðu um fiskifræði og skynsamlega nýtingu fiskistofnanna.
Meira
VELGENGNI Pharmaco sýnir hve mikilvægt það er fyrir hvert þjóðfélag að stuðla að þekkingariðnaði. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Pharmaco, á aðalfundi Pharmaco sem haldinn var á Listasafni Íslands í gær.
Meira
MARGMIÐLUN býður nú 4 ADSL Startpakka. Pakki I er með innbyggðu mótaldi og kostar 5.900 kr. Pakki II er með utanáliggjandi mótaldi og kostar 6.900 kr. pakkinn.
Meira
NEYTENDASAMTÖKIN og Samiðn hafa tekið höndum saman um framkvæmd verðkannana hér heima og utan landsteinanna. Ástæðan er mikil umræða um hátt verð á matvælum hérlendis, að því er segir í frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna.
Meira
SKAGFIRÐINGABÚÐ á Sauðárkróki er með helgartilboð á eftirfarandi vörum, samkvæmt tilkynningu. Hamborgarhryggur 499 kr. kg, verð áður 899 kr. Frosinn kjúklingur 285 kr. kg, verð áður 398 kr. Bayonne-skinka 599 kr. kg, verð áður 799 kr.
Meira
Í dag er laugardagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis.
Meira
90 ÁRA afmæli . 9. apríl nk. verður níræð Unnur Guðbjörg Guðjónsdóttir, dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð, Hjallaseli 22, Reykjavík. Í tilefni þess verður hún með heitt á könnunni í dag, laugardaginn 5. apríl, milli kl. 15 og 17 í...
Meira
Makker opnar á 15-17 punkta grandi og þitt er að svara með þessi spil í norður: Norður &spade;KD10 &heart;9 ⋄87542 &klubs;DK76 Þetta eru 10 punktar og styrkur því nægur í geim.
Meira
Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 30. mars sl. var spilaður tólf para Howell-tvímenningur og urðu þessi pör hlutskörpust (meðalskor 165): Gunnar Andrésson - Einar Oddsson 200 Jóna Samsonard. - Kristinn Stefánss. 187 Þóroddur Ragnarss. - Guðm. Gunnþ.
Meira
Milt í morgunsári mætast nótt og dagur. Hlær í vorsins heiði himinbláminn fagur. Einn er ég á erli, uni niður við sjóinn. Blæjalogn - og bátur burtu sérhver róinn. Litlar bláar bárur brotna upp við steina. Æður fleytir ungum inn á milli hleina.
Meira
ÞAÐ má með sanni segja að boðið verði til glæsilegrar gospelveislu í Léttmessu í Árbæjarkirkju sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 20. Léttmessurnar hafa hlotið fádæma undirtektir og fallið fólki á öllum aldri vel í geð.
Meira
BÖRN dagsins í dag verða fullorðin fyrr en varir. Þau eiga skilið að erfa öruggan, réttlátan og heilbrigðan heim. Fá verkefni eru mikilvægari en að tryggja þeim öruggt umhverfi, nú og til framtíðar. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn, 7. apríl nk.
Meira
NÝLEGA var uppgötvaður vírus sem talinn er vera sá stærsti í heimi. Hann er að finna í amöbum og gæti hugsanlega valdið lungabólgu í mönnum. Vírusinn fannst í sýni sem tekið var úr vatnskæliturni í Bradford í Bretlandi árið 1992.
Meira
Eitthvað hefur áunnist en betur má ef duga skal. Af hverju eru einungis 18,7% forstöðumanna hjá ríkinu konur? Af hverju hefur bara þriðjungur ráðuneyta sett sér jafnréttisáætlun? Af hverju liggur ekkert fyrir um launamun kynjanna hjá ríkinu?
Meira
Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is.
Meira
VÍKVERJI ætlar að vera hreinskilinn. Víkverji ætlar að ljóstra því upp að hann hefur alltaf verið mjög nýjungagjarn, nokkuð sem menn jafnan þvertaka fyrir að vera.
Meira
* GRINDAVÍK fagnaði sigri í deildarkeppninni með 34 stigum að loknum 22 umferðum og Keflvíkingar voru með sama árangur, en Grindavík hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna.
Meira
* JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kemur inn í leikmannahóp Aston Villa á nýjan leik þegar Villa tekur á móti meisturum Arsenal á Villa Park í dag. Jóhannes hefur ekki verið með í síðustu leikjum Aston Villa .
Meira
"Það er gott fyrir körfuknattleikinn að þessi lið séu í úrslitum þar sem liðin blása til sóknar í hverjum leik og hafa gaman af því að skjóta þriggja stiga skotum. Í báðum liðum eru einnig leikmenn sem "krydda" leikinn ef svo ber undir og ég á von því að þetta verði skemmtileg rimma," sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka er hann var beðinn um að spá í spilin fyrir úrslitaviðureign Grindavíkur og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.
Meira
KEFLAVÍK og Grindavík eru þau lið sem reyna hvað mest við þriggja stiga skotin í Intersport-deildinni og eru Keflvíkingar iðnastir við langskotin og í báðum liðum eru þrír leikmenn sem eru afar áberandi á þessu sviði leiksins.
Meira
RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, gefur skoska landsliðinu ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Litháum í Kaunas á miðvikudagskvöldið og lýsingarorðið sem Völler notar um Skotana er "tannlausir".
Meira
KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni karla, Intersport-deildin, fyrsti leikur í úrslitum: Grindavík: UMFG - Keflavík 16 BADMINTON Íslandsmótið í badminton fer fram í TBR-húsinu. Úrslitaleikir hefjast kl. 13 á morgun, sunnudag.
Meira
Í DAG kemur í ljós hver verður Íslandsmeistari í blaki kvenna þegar lið Þróttar Neskaupstað og KA mætast í hreinum úrslitaleik í Digranesi í Kópavogi kl. 15.15.
Meira
JÚDÓKAPPINN Vernharð Þorleifsson getur ekki varið Íslandsmeistaratitla sína í júdó í Austurbergi í dag - þar sem hann er meiddur á öxl og gekkst undir aðgerð vegna þess fyrr í vikunni.
Meira
Norðurlandabúar geta keypt appelsínur á öllum árstímum. Pólskir verkamenn leita að vinnu á Íslandi og ég kaupi bækur hjá amazon.com. Alþjóðavæðingin er samofin lífsháttum okkar og hagkerfi.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 781 orð
| 1 mynd
Helga Ingólfsdóttir leikur á Tíbrártónleikum í Salnum á sunnudaginn - en 15 ár eru síðan hún lék síðast einleik á höfuðborgarsvæðinu. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við Helgu um tilurð tónleikanna, efnisskrá og tengsl tónskáldanna sem hún spilar.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 920 orð
| 9 myndir
Söngsveitin Fílharmónía flytur Messías eftir Händel á aðaltónleikum starfsársins í Langholtskirkju. Stjórnandi kórsins, Bernharður Wilkinson, sagði SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR frá tengslum sínum við verkið.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 365 orð
| 1 mynd
SAGNFRÆÐINGAR hafa fundið elstu brot sem vitað er um úr Niflungaljóði, en ljóðið er einn þekktasti þýski textinn frá miðöldum. Textabrotin fundust í Stift Zwettl klaustrinu í Austurríki.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 340 orð
| 1 mynd
"KJÚKLINGUR sveigir stein sem kallar á engla í spegli" er yfirskrift einleikstónleika Guðna Franzsonar klarínettuleikara kl. 15.15 í dag. Tónleikarnir verða á Nýja sviðinu í 15:15-röðinni.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 1408 orð
| 4 myndir
Opnuð verður í dag kl. 15 sýning á skúlptúrum úr silfri í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin sem ber heitið Sterling Stuff, kemur til Íslands fyrir milligöngu breska bronssteypufyrirtækisins Pangolin Editions. Hún var áður sýnd í Gallery Pangolin og í maímánuði næstkomandi verður hún til sýnis í Royal Academy í London.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 1436 orð
| 3 myndir
BÓK portúgalska rithöfundarins António Lobo Antunes, The Inquisitors' Manual , eða Handbók rannsóknardómarans, var nýlega gefin út á ensku. Bókin, sem er sú 11. í röðinni af 15 sögum Antunes, er aðeins sú sjötta sem komið hefur út á ensku.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 715 orð
| 2 myndir
Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu má nefna: Finnast eiturefni í íslenskum fiskum, er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé, hvað er kawasaki-sjúkdómur og er til opinber skilgreining á líftækni?
Meira
I Í samtali við Hjálmar Sveinsson og Geir Svansson í Lesbók í dag um sýningu og bók um Dag Sigurðarson er meðal annars vikið að því samfélagi sem Dagur og tveir aðrir listamenn, Róska og Megas, spruttu úr en voru jafnframt ævinlega í andófi gegn.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 354 orð
| 1 mynd
Menn þurfa ekki að vera snillingar til að skilja að hlutverk bókmenntagagnrýni er tvíþætt: Í fyrsta lagi að túlka textann með skynsamlegum hætti og matreiða þá túlkun ofan í lesendur. Í öðru lagi að dæma bókmenntaverkið, meta það.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 2212 orð
| 5 myndir
Nú stendur yfir sýning á verkum eftir Dag Sigurðarson í Nýlistasafninu. Sýningin er sú síðasta af þremur í eins konar þríleik um Dag, Rósku og Megas. Hjálmar Sveinsson átti hugmyndina í upphafi og stýrði veglegri bók og sýningu um Rósku árið 2000 en um Megas árið 2001 og Dag nú í ár ásamt Geir Svanssyni. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við þá um verkefnið og stöðu Dags, Rósku og Megasar í íslenskri menningu.
Meira
Hví vantar mig þrótt til að lifa og sýngja? Hví geing ég sljór um götur og torg? Hví sparka ég til húsveggjanna? Standa þeir í vegi fyrir róttækum hugmyndum mínum? Mig vantar félaga og förunaut. Blóð mitt er geislavirkt.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 2069 orð
| 4 myndir
Um það leyti sem lokafrestur Íraksstjórnar var að renna út lögðu tveir ungir menn á bandaríska þjóðvegi hlaðnir ógrynni myndavéla, upptökutæki og fartölvu. Kúrekar, Elvis-eftirhermur, eyðimerkurlistamenn og fleira venjulegt fólk er meðal þess sem varð á vegi þeirra. Í þessari fyrri grein er meðal annars rætt við rakara við þjóðveg 66 og sagt frá gistingu á Budget Motel.
Meira
Myndlist Galleri@hlemmur.is: Thomas Broomé. Til 27.4. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Gunnella. Til 16.4. Gallerí Sævars Karls: Björg Örvar. Til 1.5. Gerðuberg: "Þetta vil ég sjá". Ingibjörg Sólrún Gísladóttir valdi verkin. Til 4.5.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 565 orð
| 1 mynd
Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Rabbe Enckells, eins þeirra skálda sem ruddu nútímaljóðinu braut í Finnlandi. JÓHANN HJÁLMARSSON veltir fyrir sér hlutverki Enckells og stöðu hans nú, ekki síst með ummæli landa hans að viðmiðun.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 365 orð
| 1 mynd
BERGLIND Gunnarsdóttir fjallar um Halldóru B. Björnsson skáldkonu í Þjóðarbókhlöðu kl. 14 á morgun, sunnudag. Þetta er þriðja kynningin sem safnið heldur undir heitinu Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Meira
"Teikningin er einhver eðlilegasta framlenging á hugmyndaflugi mannanna," segir Bjarni Hinriksson í samtali við ÞRÖST HELGASON en Bjarni gaf nýlega út bókina Stafrænar fjaðrir með nokkrum frumsömdum teiknimyndasögum.
Meira
5. apríl 2003
| Menningarblað/Lesbók
| 2156 orð
| 3 myndir
Hvernig verður hversdagsmenning að menningararfi? Af hverju er talað um þjóðmenningu og hvernig tengist hún þjóðríkinu? Og hvað er eiginlega átt við með þjóðarsál? Í þessari grein er leitað svara við þessum spurningum og um leið gerð grein fyrir þjóðfræði sem fræðigrein í sögu og samtíð.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.