ABU Abbas, palestínskur hryðjuverkaleiðtogi sem skipulagði rán á farþegaskipi á Miðjarðarhafi árið 1985, hefur verið handtekinn í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Meira
COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ráðamenn vestra hefðu ekki uppi áform um frekari hernað gegn ríkjum í Mið-Austurlöndum.
Meira
UM áttatíu fulltrúar hinna ýmsu fylkinga í Írak - súnní-múslima, shía-múslima, Kúrda og stjórnarandstæðinga sem verið hafa í útlegð - hétu í gær að vinna að því að koma á lýðræði í landinu. Vilja þeir að Írak verði lýðræðislegt sambandsríki.
Meira
AÐ minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið og um sextíu til viðbótar særst þegar bandarískir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hafði komið saman í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær.
Meira
Í ÁR eru 80 ár síðan sumarbúðir KFUM voru fyrst starfræktar í Vatnaskógi og verður þess minnst með ýmsum hætti, að sögn Ársæls Aðalbergssonar, framkvæmdastjóra Skógarmanna KFUM.
Meira
GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum fundi um stjórnmál á Ólafsfirði í gær að það sem til skiptanna væri í þjóðfélaginu ykist um 15-20 milljarða króna á ári ef nýjustu spár um hagvöxt hér á landi rættust.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé mjög líklegt að þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði aukinn um 30 þúsund tonn.
Meira
SIGUR stjórnarflokksins á Möltu í þingkosningunum síðastliðinn laugardag tryggir endanlega aðild landsins að Evrópusambandinu, ESB. Var mikið um fagnaðarlæti í höfuðborginni, Valletta, og víðar er úrslitin lágu fyrir.
Meira
PARTI Quebecois, flokkur frönskumælandi aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, tapaði í kosningum í fylkinu á mánudag. Búist er við, að þar með heyri baráttan fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Quebec sögunni til.
Meira
SVO virðist sem róast hafi yfir mörgum sjóbirtingsslóðum, a.m.k. á það við í Tungulæk, Tungufljóti og í Geirlandsá og telja menn að óvenjuhlýr vetur og vor hafi valdið því að fiskur hafi hörfað fyrr til sjávar en vant er.
Meira
FYRSTA athvarfið fyrir geðfatlaða verður opnað í Hafnarfirði í vor. Gert er ráð fyrir að athvarfið muni starfa á svipuðum nótum og Vin í Reykjavík og Dvöl í Kópavogi þar sem geðfatlaðir geta sótt félagsskap, þjónustu og ýmiss konar stuðning.
Meira
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært bæjarstjóra Vesturbyggðar fyrir umhverfisbrot í ágúst og september 2001, svo og verktaka fyrir sömu brot. Verktakanum er gefið að sök að hafa flutt húsarústir íbúðarhúss á Bíldudal og um 1.
Meira
ÁSTÞÓR Magnússon, sem ákærður er fyrir að hafa dreift tilhæfulausri viðvörun um sprengjutilræði gegn íslenskri flugvél í október á síðasta ári, hótaði að mæta ekki framar fyrir dóm ef krafa hans um að verja sig sjálfur fyrir dómi yrði ekki tekin til...
Meira
BÍLVELTA varð á Hólasandi norðan Mývatnssveitar um fimmleytið í gær. Lítill fólksbíll valt út af veginum og varð að beita klippum til að ná ökumanni úr flakinu.
Meira
MERK tímamót urðu í sögu hinnar einkennisklæddu lögreglu á Íslandi í gær, þegar 200 voru liðin frá stofnun hennar. Í tilefni dagsins opnaði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sérstaka sögusýningu sem stendur almenningi opin til 22.
Meira
JÓHANN Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að tillögur Hafrannsóknastofnunar liggi ekki fyrir og hingað til hafi verið tekið tillit til þeirra. Því sé forsætisráðherra fullbráðlátur.
Meira
NÍU manns létust úr bráðri lungnabólgu í Hong Kong í fyrradag og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Veldur það áhyggjum, að fólkið var flest hraust fyrir og tiltölulega ungt. Er sóttin farin að hafa veruleg efnahagsleg áhrif í Kína og Suðaustur-Asíu.
Meira
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður flokksins, eru nú á fundaferð um landið en auk funda heimsækja þeir vinnustaði og stofnanir.
Meira
SJÓNVARPIÐ er að taka saman efni sem verður selt gegn vægu gjaldi til landa á Balkanskaganum og til Eystrasaltsríkjanna, en Samtök norrænna sjónvarpsstöðva senda samtals 319 klukkustunda efni til þessara landa að beiðni Sambands evrópskra...
Meira
ALLS höfðu 115 umsóknir borist í gær um þau 50 störf sem garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar ræður í á hverju sumri. Umsóknarfrestur rann út í lok síðustu viku en ekki er óalgengt að umsóknir haldi áfram að berast eftir að formlegur umsóknartími rennur út.
Meira
SAMKOMULAG hefur tekist milli Grímsnes- og Grafningshrepps, lögreglunnar í Árnessýslu, sem auk löggæslu annast einnig sjúkraflutninga í sýslunni, Brunavarna Árnessýslu, RARIK og byggingarfulltrúans í sýslunni um að sett verði upp lyklakerfi að öllum...
Meira
SAMANBURÐUR á 4% lækkun skatthlutfalls og hækkun skattleysismarkanna um tíu þúsund á mánuði er villandi þar sem heildarupphæð sem varið væri til þeirra aðgerða er alls ekki hin sama.
Meira
SKIPVERJAR á fiskibátnum Önnu EA 121, sem voru á leið til grásleppuveiða, fengu að finna fyrir því þegar þeir ætluðu að sigla fyrir Flesjarnar á suðurenda Grímseyjar um hádegisbil á dögunum.
Meira
Forsætisráðherra sagði á fundi í fyrrakvöld að hægt yrði að auka þorskaflann á Íslandsmiðum um 30.000 tonn við næstu kvótaákvörðun í vor. Morgunblaðið leitaði viðbragða við ummælunum.
Meira
JAFNRÉTTISMÁL, réttindi samkynhneigðra og skattamál voru á meðal þess sem bar á góma á fundi sem Hitt húsið og JC á Íslandi stóðu fyrir með ungu fólki og frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í gærkvöldi.
Meira
ÞÆR Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmum ræða hér við nokkra starfsmenn fyrirtækisins Eddu-útgáfu í gær.
Meira
BÆJARSTJÓRNIR Akureyrar, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar halda sameiginlegan fund í dag kl. 17. Fundurinn verður haldinn gegnt munna væntanlegra Héðinsfjarðarganga í Ólafsfirði, við gamla flugvöllinn.
Meira
Fyrsti verkfræðingurinn Í grein í síðasta sunnudagsblaði var sagt að 1895 hefðu fyrstu íslensku verkfræðingarnir verið komnir til starfa, þeir Sigurður Thoroddsen og Jón Þorláksson.
Meira
Golfklúbbur Akureyrar boðar til félagsfundar í kvöld kl. 20 á Jaðri. Á fundinun mun formaður flytja stutta skýrslu, nefndarformenn lýsa störfum nefnda, kennari klúbbsins leggja línurnar fyrir sumarið og á eftir verða almennar umræður.
Meira
ERLINGUR Jónsson hefur verið útnefndur listamaður aprílmánaðar í Reykjanesbæ. Mynd hans, Guðinn Brilljantín, hefur af því tilefni verið sett upp í Kjarna við Hafnargötu í Keflavík. Erlingur Jónsson er fæddur 30. mars 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd.
Meira
AÐSÓKN í félagsheimilið Þjórsárver hefur verið með ágætum á hið sígilda verk Davíðs Stefánssonar Gullna hliðið. Verkið var frumsýnt í síðustu viku og hefur verið vel tekið af áhorfendum og gagnrýnendum.
Meira
Í DÝRAGARÐI Udays, elsta sonar Saddams Husseins, eru ljón, blettatígrar og skógarbjörn. Í vörugeymslu hans er heróín og eðalvín að andvirði um 80 milljóna króna. Í einbýlishúsinu hans eru vindlar frá Kúbu, kampavínsflöskur og myndir af vændiskonum.
Meira
Valgerður Gunnarsdóttir fæddist 26. október 1950 á Akureyri. Stúdent frá VÍ 1971 og útskrifuð sjúkraþjálfari í Kaupmannahöfn 1979. MSc-próf í þjálfunarlífeðlisfræði og hjartaendurhæfingu frá Madison-háskóla í Wisconsin.
Meira
ALÞJÓÐARÁÐ Rauða krossins skoraði í gær á Bandaríkjaher að gera fleiri ráðstafanir til þess að vernda sjúkrahús í Írak og gera hjálparstofnunum kleift að sjá þeim fyrir lyfjum, lækningaáhöldum, vatni og matvælum.
Meira
SAMANLAGÐUR rekstrarkostnaður leikskóla á landinu öllu var um 8,4 milljarðar árið 2001 samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Meira
Skoðanakannanir benda til að töluverðar breytingar geti orðið á íslenskum stjórnmálum eftir kosningar. Steingrímur Sigurgeirsson spáir í spilin og myndar ríkisstjórn út frá niðurstöðum kannana.
Meira
ÁFENGISSALA hér á landi jókst um 6,6% á milli áranna 2001 og 2002 eða úr 17,5 milljónum lítra í 18,6 milljónir lítra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Ef miðað er við hreinan vínanda var salan 1.445 þús.
Meira
STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu hvöttu í gær til þess að hafnar yrðu "við fyrsta tækifæri" viðræður við Norður-Kóreumenn til að reyna að leysa deilurnar um kjarnorkutilraunir norðanmanna.
Meira
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur lagt til að bæjarsjóður leggi 500 milljónir króna til nýstofnaðs Manngildissjóðs Reykjanesbæjar. Höfuðstóll sjóðsins verði ávaxtaður í fjármálastofnun en raunávöxtun hvers árs nýtt til að úthluta styrkjum.
Meira
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að tillögur stofnunarinnar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár liggi ekki fyrir enda sé árlegri úttekt á þorskstofninum ekki lokið.
Meira
KENNARAR við grunnskólann á Hólmavík sigruðu í spurningakeppni sem Sauðfjársetrið á Ströndum stóð fyrir í félagsheimilinu Sævangi. Sextán lið frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu hófu keppni sem lauk með sigri liðs kennara við grunnskólann.
Meira
FÖSTUVAKA verður í Háteigskirkju kl. 20 í kvöld. Kór Háteigskirkju flytur föstusálma, kórverk eftir Felix Mendelssohn og Edward Elgar og frumflutt verður á Íslandi messan Guðs sonur eftir James Whitbourn en í því leikur sópransaxófónn stórt hlutverk.
Meira
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi til að slökkva í sinu sem kveikt hafði verið í á Laugarnestanga um níuleytið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, að sögn slökkviliðsins, en alltaf er nokkuð um að kveikt sé í sinu á þessum tíma...
Meira
BOÐAÐ er til kynningarfundar í dag, um niðurstöður starfshóps um "Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda fyrir árin 2003-2008." Fundurinn fer fram á Hótel KEA á Akureyri og stendur frá kl. 12 til 13.30.
Meira
"ÞETTA eru vitaskuld ánægjuleg tíðindi, enda hafa útvegsmenn tekið á sig verulegar skerðingar til að efla þorskstofninn," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Meira
FYRSTA heiðlóan kom til landsins í marslok en í haust verða þær líklega orðnar ein milljón talsins og um 750.000 spóar verða á stjákli úti um móa og mela samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Meira
ÞJÓÐHAGSSPÁ fjármálaráðuneytisins fyrir 2003 og 2004 gerir ráð fyrir meiri hagvexti árið 2003 en fyrri spá ráðuneytisins. Spáð er 2¾% hagvexti á árinu, 1% meiri en í síðustu spá.
Meira
HIN einkennisklædda lögregla á Íslandi var stofnuð 15. apríl 1803 en fyrir þann tíma héldu sýslumenn landsins uppi lögum og reglu með aðstoð hreppstjóra. Til voru einnig svokallaðir vaktarar, einskonar fyrirrennarar lögreglumanna, sem störfuðu á 18.
Meira
NÆSTUM öll skjöl í íraska Þjóðskjalasafninu eru sögð hafa brunnið til ösku. Með þeim eru horfin ómetanleg verðmæti og gögn um sögu lands og þjóðar aftur um aldir.
Meira
AFÞREYINGARDAGSKRÁ verður í Hótel Reynihlíð við Mývatn um páskana. Þetta er í 10. skipti sem hótelið stendur fyrir henni og verður dagskráin með breyttu sniði þetta árið vegna óvenju góðs veðurfars.
Meira
MAGNÚS Þorkell Bernharðsson, sem kennir nútímasögu Mið-Austurlanda við Hofstra-háskóla í New York-ríki, segir það mikil vonbrigði að ekki skyldi hafa tekizt að hindra rústun menningarstofnana í Írak.
Meira
"VIÐ höfum öll prófað að sigla kanoum, enda er það hluti af starfi skáta, en það verður toppurinn að sigla á þessum kajökum," sögðu skátarnir í Víkverjum í samtali við blaðamann, en þeir eru í óða önn að setja saman nokkra kajaka sem áætlað er...
Meira
"Það er alltaf brakandi þurrkur þegar ég kem hingað," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þegar hann kom til fundar í Hofgarði í Öræfum í gær.
Meira
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Hans Kristján Guðmundsson í embætti forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar Íslands til fimm ára frá 1. apríl 2003 að telja. Sextán umsóknir bárust um embættið. Hans lauk prófi í eðlisverkfræði (civ.
Meira
CNN -sjónvarpsstöðin greindi frá því í gær að gámar sem fundust nærri írösku borginni Karbala hefðu ekki reynst vera færanlegar rannsóknarstofur vegna efna- og sýklavopnaþróunar.
Meira
RÍKISKAUP og Hreyfill hafa skrifað undir rammasamning um leigubifreiðaakstur fyrir ríkisstofnanir en umfang samningsins er um það bil 125 milljónir á ári.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, gagnrýndi forystu Sjálfstæðisflokksins harkalega á fundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem hún hélt ræðu ásamt Össuri Skarphéðinssyni, formanni flokksins.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafa undirritað samkomulag um verkefni í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
Meira
Í GÆR var gengið frá fjármögnun vegna byggingar heilsumiðstöðvar í Laugardal, en þá voru undirritaðir samningar fyrirtækisins Laugahúss við Landsbanka Íslands, Sparisjóðabanka Íslands og Sparisjóð vélstjóra. Heildarlánsfjárhæð nemur 928 milljónum króna.
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á stjórnmálafundi í Borgarnesi í gærkvöld það blasa við að 95% allra hjóna greiddu hærri tekjuskatt en árið 1995.
Meira
HLUTABRÉF í bresku verslunarkeðjunni Somerfield hækkuðu um meira en 20% þegar forsvarsmenn fyrirtækisins staðfestu í gær að áhugi hefði verið sýndur á að yfirtaka félagið.
Meira
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ: "Samtök verslunar og þjónustu mótmæla ætlun landbúnaðarráðherra að festa í sessi opinbera verðstýringu á landbúnaðarvörum.
Meira
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, jók enn spennuna í Mið-Austurlöndum í gær er hann kallaði Bashar al-Assad Sýrlandsforseta "hættulegan" mann.
Meira
VARÐSTJÓRI lögreglunnar á Sauðárkróki segir það alvörumál að ekkert símasamband skuli vera á um 30 kílómetra kafla á Þverárfjallsvegi sem tengir byggðir við Húnaflóa og Skagafjörð.
Meira
Elisa Marie Kraft virðir fyrir sér tré skreytt með sjö þúsund handmáluðum páskaeggjum í garði Christu og Volker Kraft í Saalfeld í Þýskalandi í gær. Kraftfjölskyldan hefur í tuttugu ár skreytt tré með páskaeggjum sem fjölskyldumeðlimirnir mála...
Meira
16. apríl 2003
| Akureyri og nágrenni
| 214 orð
| 1 mynd
KRISTINN Bergsson, skóhönnuður á Akureyri, hefur lokið við að smíða skópar, sem þykir kannski ekki í frásögur færandi, enda maðurinn smíðað skó í marga áratugi.
Meira
SÍÐASTA kennslustundin fyrir páska í dönsku hjá 9. bekk Grunnskóla Grindavíkur var með heldur óvenjulegu sniði. Spilað var bingó og tölurnar lesnar upp á dönsku.
Meira
Klofningurinn vegna Íraksstríðsins og viðleitni til myndunar "harðs kjarna" í stækkuðu ESB dempar að sögn Auðuns Arnórssonar hátíðarstemmninguna.
Meira
NEGLDIR hjólbarðar eiga nú að fara undan bílunum enda óðum að draga úr þörf á þeim þegar veturinn er á undanhaldi. Starfsmenn hjólbarðaverkstæða eru handfljótir við að skella sumarbörðunum undir bílana.
Meira
FRÉTTASÍMI mbl.is, fréttavefjar Morgunblaðsins, verður opnaður í dag í síma 595 6611. Í fréttasímanum les þulur, eða talgervill, upp helztu fréttir af vef Morgunblaðsins og veitir ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar sem á vefnum er að finna.
Meira
ÁRNI Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að tal um aukningu þorskkvóta komi ekki á óvart miðað við mælingar og tal sjómanna um allt land.
Meira
EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumaður listasafns Reykjavíkur, gefur lítið út á gagnrýni Hannesar Lárussonar myndlistarmanns á samning Reykjavíkurborgar við Pétur Arason ehf. um rekstur á alþjóðlegu samtímalistasafni á Laugavegi 37.
Meira
ÞESSI myndarlegi tjaldur var á vappi við skrifstofu Snæfellsbæjar í vikunni og virtist hann vera heldur svangur enda á hann langt flug að baki hingað til lands frá suðurhöfum.
Meira
FJÖGUR tilboð bárust í byggingu íþróttahúss og viðbyggingu Síðuskóla á Akureyri en hér er um að ræða eitt af stærstu útboðsverkum ársins í bænum. Tilboðin voru opnuð í gær og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. Tréverk ehf.
Meira
GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir það fagnaðarefni ef hægt yrði að auka veiðiheimildir, en sé tilefni til þess sé best að gera það fyrr en seinna.
Meira
GRISJUN á vegum Héraðsskóga sem staðið hefur frá 17. febrúar lauk fyrir nokkru. Unnið var í ákvæðisvinnu en sú nýbreytni var tekin upp nú fyrst. Starfsmenn voru um 15 sem unnu í þrískiptum hópum.
Meira
ÞAÐ er grundvallaratriði í markaðsfræði að auglýsingar fyrir einn markhóp virki ekki fráhrindandi á annan, en sú er þó raunin með auglýsingar sem hafa kynferðislega skírskotun, að mati Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, viðskipta- og markaðsfræðings og...
Meira
HEFÐBUNDINN vinnudagur kvenfélagkvenna í Suður-Þingeyjarsýslu var haldinn nýlega en á undanförnum árum hafa konur í héraðinu hist einn dag á hverju vori í gamla Húsmæðraskólanum á Laugum.
Meira
Skoðanakannanir benda til þess að úrslit kosninganna hinn 10. maí nk. séu mjög óviss. Töluverðar sveiflur virðast vera í stöðu stjórnarflokkanna, í sumum könnunum sýnist meirihluti þeirra fallinn, í öðrum halda þeir naumlega velli.
Meira
UNDARLEGT að fylgjast með þeim fullyrðingum stjórnmálamanna, að allt standi með miklum blóma í íslenzkri list jafnvel svo út af flói, en um leið hinu gagnstæða úr ranni gerendanna.
Meira
* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson trúbador leikur á miðvikudag, föstudag og laugardag. * ASTRÓ: Moonboots heldur 80's-partí á neðri hæðinni á miðvikudag. * BARINN, Sauðárkróki: Papar á föstudag frá kl. 1 til 4. Forsala hafin í Video-sporti.
Meira
Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akuryeri frumsýna grínmyndina Nýgift (Just Married). Leikstjórn: Shawn Levy. Aðalhlutverk: Ashton Kutcher, Brittany Murphy, Christian Kane og David Moscow.
Meira
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag spennumyndina Lærlinginn, eða The Recruit. Leikstjóri Roger Donaldson. Aðalhlutverk Al Pacino og Colin Farrell.
Meira
PAUL McCartney hefur greint frá því að Chris Tarrant , stjórnandi breska sjónvarpsþáttarins Viltu vinna milljón , hafi hafnað því að þau Heather Mills kæmu fram í sérstökum stjörnuþætti þáttarins, þar sem þau "yrðu hræðileg".
Meira
JÓNKI SPÆJÓ, eða Jói enski , eins og nýjasta gamanmyndin með Rowan Atkinson hefur verið útfærð á ástkæra ylhýra, sló rækilega í gegn um helgina. Myndina sóttu ríflega 7 þúsund gestir, sem er mesta aðsókn um frumsýningarhelgi það sem af er árinu.
Meira
Leikstjóri: Carlos Carrera. Handrit: Vicente Leñero, byggt á skáldsögu eftir José Maria Eça de Queiroz. Kvikmyndatökustjóri: Guillermo Granillo. Tónlist: Rosino Serrano. Aðalleikendur: Gael García Bernal, Sancho Gracia, Ana Claudia Talancón, Angélica Aragón, Ernesto Gómez Cruz. 120 mín. Columbia Pictures. Mexíkó 2002.
Meira
Karlakór Reykjavíkur - eldri félagar. Einsöngvari: Eiríkur Hreinn Helgason. Píanóleikari: Bjarni Jónatansson. Stjórnandi: Kjartan Sigurjónsson. Ýmir föstudaginn 11. apríl 2003 kl. 20.30 Karlakórinn Stefnir.
Meira
ÞAÐ verður ekki langt liðið frá hádegismat þegar Ríkissjónvarpið hefur útsendingar í dag. Deginum verður nefnilega hrundið af stað með tveimur fjölskyldumyndum og hefst sú fyrri kl. 13.50. Báðar eru myndirnar runnar úr smiðju Disney.
Meira
Leikstjórn: Roberto Benigni. Handrit: Roberto Benigni og Vincenzo Cerami eftir sögu Carlo Collodi. Kvikmyndataka: Dante Spinotti. Aðalhlutverk: Roberto Benigni, Nicoletta Braschi, Carlo Giuffré og Kim Rossi Stuart. 108 mín. Ítalía. Miramax Films 2002.
Meira
Í ALLRI umræðunni um Íraksstríðið þykir mér vanta gleiðara sjónarhorn á stöðu Bandaríkjanna í kjölfar kaldastríðsáranna. Það liggur fyrir að Bandaríkin eru nú eina risaveldið, eftir fall Sovétríkjanna.
Meira
NÚ AÐ nýloknum 21. Músíktilraunum langar okkur foreldra til að stinga niður penna og lofa þetta frábæra starf sem seint verður fullþakkað. Það voru þeir Jóhann G.
Meira
Stuðningur við stríð Í NÝLEGU sjónvarpsviðtali var helst að skilja á Davíð Oddssyni, að þær þjóðir sem styddu ekki Íraksherferð Bandaríkjamanna og Breta sýndu fylgispekt við Saddam Hussein og væru nokkurs konar nytsamir sakleysingjar.
Meira
Aðalheiður Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Emmý Jensína Sörensen húsfreyja, f. á Ísafirði 19. jan. 1893, d. 11. sept.
MeiraKaupa minningabók
Elín Kristgeirsdóttir fæddist í Bitru í Flóa 23. mars 1925. Hún lést á Landakoti 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbjörg Teitsdóttir, f. 1889 í Leiru, d. 1927, og Kristgeir Jónsson, f. 1871 í Þingvallasveit, d. 1939.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Magnúsdóttir fæddist á Sveinsstöðum í A-Hún. 21. ágúst 1911. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson hreppstjóri á Sveinsstöðum, f. 4.12. 1876, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Helga Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1929. Hún lést á Landakotsspítala 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi, yfirprentari hjá Gutenberg, f. 22.4. 1891, d. 18.12.
MeiraKaupa minningabók
Héðinn Arason var fæddur á Hnjúkum við Blönduós hinn 15. október 1951. Hann lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þriðjudaginn 8. apríl síðastliðinn. Héðinn var sonur hjónanna Ara Björgvins Björnssonar, f. 29.5. 1924, d.12.3.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Lilja Ólafsdóttir fæddist á Litlahóli í Viðvíkursveit í Skagafirði 7. apríl 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir, f. 6. apríl 1893, d. 7.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Karitas Guðjónsdóttir fæddist 15. febrúar 1950 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún lést á heimili sínu 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Magnússon og Kristjana Elísabet Jónsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1921. Hann lést 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Hallgrímur Jónsson vélstjóri, frá Móabúð í Eyrarsveit, f. 5. apríl 1890, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Yngvi Kristinsson fæddist á Löndum í Vestmannaeyjum 11. júní 1919. Hann andaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurðsson, f. 1890, d. 1966, og Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir, f. 1884, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigurveig Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 11. maí 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Sighvatsdóttir, húsfreyja, f. 25. apríl 1895, d. 4. október 1931, og Halldór Jónsson, fisksali, f.
MeiraKaupa minningabók
GENGIÐ hefur verið frá fjármögnun vegna byggingar heilsumiðstöðvar í Laugardal í Reykjavík. Fyrirtækið Laugahús undirritaði í gær samninga við Landsbanka Íslands, Sparisjóðabanka Íslands og Sparisjóð vélstjóra vegna framkvæmdanna.
Meira
Heildarafli íslenskra skipa var 183.824 tonn í nýliðnum marsmánuði og dróst saman um 242 þúsund tonn frá marsmánuði 2002 en þá veiddust 426.023 tonn. Botnfiskafli var 53.954 tonn en 54.893 tonn í marsmánuði 2002 sem er 939 tonna munur á milli ára.
Meira
GREININGARDEILD Kaupþings telur líklegt, að Íslandssími, Grandi og Straumur komi inn í nýja Úrvalsvísitölu Aðallista Kauphallarinnar, þegar hún verður birt í byrjun júní.
Meira
Í dag er miðvikudagur 16. apríl, 106. dagur ársins 2003, Magnúsarmessa hin f. Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum.
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, 16. apríl, verður sjötug Jórunn Gíslína Gottskálksdóttir, Bröttuhlið 17, Hveragerði. Eiginmaður hennar er Friðgeir Kristjánsson , sem varð 75 ára í desember sl. Þau heiðurshjón eiga gullbrúðkaup 24. maí nk.
Meira
90 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 16. apríl, verður níræður Hjörleifur Gíslason, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Eiginkona hans var Ágústa Túbals, en hún lést árið 2001. Hjörleifur verður að heiman á...
Meira
Í Standard-kerfinu er nóg að eiga 6 punkta til að svara opnun á lit og sumir svara oft með minna. Í því ljósi er rétt að skoða pass vesturs við opnun austurs á einum tígli: Austur gefur; enginn á hættu.
Meira
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Krakkaklúbbar í safnaðarheimilinu: 9-10 ára börn kl. 16-17 og 11-12 ára kl. 17.30-18.50. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl.
Meira
Mér fannst það skjóta skökku við þar sem hún verður ekki tveggja ára fyrr en í júlí...Af hverju hún taldi sig vera orðna að amerískum rappara var mér hulin ráðgáta.
Meira
Úrslit Íslandsmótsins í brids verða haldin um bænadagana, 16.-19. apríl. Tíu sveitir taka þátt í mótinu. Spilamennska hefst klukkan 15.30 í dag. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Bridssambands Íslands, www.bridge.is.
Meira
Víkverji skrapp í Bónus síðastliðinn föstudag og ætlaði m.a. að kaupa páskaegg, reyndar bara nokkur lítil páskaegg því honum finnst nóg að eyða um þúsund krónum í eitt egg.
Meira
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hvetur Árna Gaut Arason landsliðsmarkvörð til að skipta um félag í sumar. Árni Gautur hefur verið settur á varamannabekkinn hjá Rosenborg og í samtali við norska blaðið Adresseavisen í gær sagðist Atli ekki geta lofað Árna því að hann héldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins ef hann fengi ekkert að spila hjá sínu félagsliði.
Meira
STJÓRN Körfuknattleikssambands Íslands leggur á ársþingi sambandsins dagana 3.-4. maí fram tillögu frá milliþinganefnd um að liðum í úrvalsdeild karla verði fækkað úr 12 í 10 og leikið í tveimur riðlum, frá og með haustinu 2004.
Meira
FYLKISMENN gera sér vonir um að fá knattspyrnumanninn Helga Val Daníelsson til liðs við sig í sumar en 3ja ára samningur hans við Peterborough rennur út á árinu. "Þetta er í biðstöðu en það er ekkert launungarmál að við höfum áhuga á að fá Helga.
Meira
HERMANN Hreiðarsson og Heiðar Helguson eru báðir í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem tilkynntur var í gær vegna vináttulandsleiks gegn Finnum í Vantaa þann 30. apríl. Þeir misstu af Evrópuleiknum í Skotlandi í lok mars vegna meiðsla.
Meira
BLAK Karlalið Stjörnunnar og ÍS leika til úrslita um Íslandsmeistaratirlinn í Ásgarði í Garðabæ kl. 20.15. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Reykjaneshöllin: Haukar - Víkingur R. 20 Egislhöll: Fjölnir - Árborg 18.30 Egilshöll: Fylkir - Grindavík 20.
Meira
* ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður hjá Brighton út leiktíðina en forráðamenn liðsins hafa náð samkomulagi við Wolves um framlengingu á lánssamningi.
Meira
* PAT Rice , aðstoðarstjóri Arsenal , segir að í herbúðum liðsins sé hlegið að tilraunum Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United , til að trufla einbeitingu leikmanna Arsenal fyrir slag liðanna í kvöld.
Meira
"ÉG vil að mörgu leyti þakka góðan námsárangur því uppeldi sem ég hef fengið innan íþróttahreyfingarinnar. Frá því að ég byrjaði í íþróttum í Val hef ég verið svo lánsamur að njóta leiðsagnar góðra þjálfara og frábærra félaga.
Meira
Keppnisliðin öll og bílaframleiðendur sem aðild eiga að Formúlu-1 hafa ákveðið að bindast samtökum um að reyna að fá meiri skerf af sjónvarpstekjum íþróttarinnar í sinn hlut.
Meira
DÍSILBÍLAR eru umhverfisvænni en aðrar gerðir bíla ef þeir eru búnir nýjustu gerð af sótagnasíum og ef vélarnar eru með fullkomnari brennslu eins og er í nútíma samrásardísilvélum.
Meira
EITT flottasta hippahjólið á landinu verður meðal gripa á sýningu Kvartmíluklúbbsins í höfuðstöðvum B&L um páskana. Þetta er Harley Davidson hjól, "custom"-byggt, sem þýðir að það er hannað af öðru fyrirtæki en framleiðandanum sjálfum.
Meira
Ferrari-liðið hefur orðið fyrir alvarlegum hnekki í aðdraganda komandi kappaksturs á heimavelli í Imola á Ítalíu. Hefur liðið neyðst til að hætta við þau áform sín að taka 2003-bílinn í notkun vegna viðvarandi vandamála við reynsluakstur hans.
Meira
Elsa Kristín er útskrifuð úr Húsmæðraskólanum, er núna á félagsfræðibraut í Borgarholtsskóla og leikur á trompet í Lúðrasveit Grafarvogs. Stóra stundin er hins vegar framundan því hún verður fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í ralli á erlendri grundu þegar belgíska meistaramótið hefst 19. apríl nk. Guðjón Guðmundsson ræddi við Elsu Kristínu.
Meira
ÍSLENDINGAR eru jeppaóð þjóð. Nærri þriðjungur af allri sölu nýrra fólksbíla eru jeppar eða jepplingar og líklegast má hvergi á byggðu bóli sjá hlutfallslega jafnmarga bíla af þessari gerð á götunum.
Meira
Hröðun: 9,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 208 km/klst. Eyðsla: 22,2 lítrar í bæjarakstri, 16,2 lítrar í blönduðum akstri. Eigin þyngd: 2.570 kg. Lengd: 4.950 mm. Breidd: 2.191 mm. Hæð: 1.863...
Meira
Það virðist sama hversu mikið afl bílar hafa, menn geta alltaf hugsað sér meira. Breytingar og viðbætur á vélar í því skyni snúast yfirleitt um að koma meira lofti inn í vélarnar þannig að hægt sé að láta þær brenna meira eldsneyti.
Meira
Dæmi eru um að menn sem voru í kvartmílunni fyrir 20 árum séu að byrja aftur með miklu öflugri og betri bíla. Guðjón Guðmundsson ræðir við Hauk Sveinsson, stjórnarmann í Kvartmíluklúbbnum, um sýninguna og íþróttina.
Meira
BRÆÐURNIR Ormsson kynna um þessar mundir nýja gerð Pioneer-bíltækjalínu. Um er að ræða stafræn tæki í 2003-línunni, DQ4, með nýjum útvarpsmóttökubúnaði. Búnaðurinn er sagður sá nákvæmasti sem völ er á í dag.
Meira
Vél: Slagrými vélar 4,4 lítrar, 8 v-laga strokkar, 268 hestöfl. Drif: Sídrif, afldreifing 62 til framhjóla, 38 til afturhjóla, spólvörn með DSC, (þróuð gerð af gripstýringu sem getur jafnt dregið úr afli til hjóla sem og bætt við það).
Meira
RANGE Rover setti á markað fyrsta lúxusjeppann í heimi árið 1970 og það var ekki fyrr en á síðasta ári að bíllinn kom á markað í fyrsta sinn endurhannaður frá grunni.
Meira
ÞEIR sem eru komnir til vits og ára muna eftir kvikmyndinni American Graffiti sem gekk út á stelpur, unglingabólur og bíla. Bílarnir voru svokallaðir "hot-rod"; sjóðheit rör eða hvað?
Meira
"ÞAÐ á að steikja allt og alla í sumar," segir Jón Geir Eysteinsson sem ætlar að keyra í sumar kvartmíluna á nýjum "dragster" sem hann hefur verið að smíða að undanförnu og er að leggja síðustu hönd á.
Meira
Vél: 1.995 rsm, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 128 hestöfl við 5.900 snúninga á mínútu. Tog: 174 Nm við 4.300 snúninga á mínútu. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálfskipting. Drif: Sítengt aldrif, hátt og lágt drif.
Meira
Williams-liðið hefur brotið blað í sögu Formúlu-1 og snúið baki við hefð á þeim vettvangi með því að ganga til samstarfs við lyfjafyrirtæki sem lætur sig tóbaksvarnir varða.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.