Ljós og skuggar nefnist ný bók Hjálmars R. Bárðarsonar, rithöfundar, ljósmyndara og fyrrverandi siglingamálastjóra. Á löngum ferli hefur hann gefið út stórvirki á borð við bækurnar Ís og eld, Fugla Íslands, Hvítá, Íslenskan gróður, Íslenskt grjót og Vestfirði. Í samtali við Einar Fal Ingólfsson segir Hjálmar að í þessari nýju bók sé úrval mynda frá 70 ára ferli hans sem áhugaljósmyndara, hér heima og í Danmörku.
Meira