Greinar þriðjudaginn 13. maí 2003

Forsíða

13. maí 2003 | Forsíða | 340 orð

Fleiri breskir njósnarar innan IRA?

FÉLAGAR í Írska lýðveldishernum (IRA) kröfðust í gær að hafin yrði rannsókn innan samtakanna eftir að í ljós kom að yfirmaður innra öryggis þeirra var í 20 ár breskur njósnari. Meira
13. maí 2003 | Forsíða | 120 orð | 1 mynd

"Dr. Sýkill" handtekinn

BANDARÍKJAMENN tilkynntu í gær að fyrrverandi yfirmaður lífefnahernaðaráætlunar Íraka, kona að nafni Rihab Rashid Taha, stundum kölluð "dr. Sýkill", hefði verið handtekinn. Meira
13. maí 2003 | Forsíða | 119 orð

Sprengingar í Riyadh

FJÓRAR öflugar sprengjur sprungu í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, í gærkvöldi, og að sögn þarlendra öryggismálafulltrúa slösuðust að minnsta kosti fimmtíu manns. Talið er að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Meira
13. maí 2003 | Forsíða | 541 orð | 2 myndir

Stefnt að því að viðræður taki ekki langan tíma

ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins veittu í gær formönnum sínum, Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, umboð til viðræðna um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna. Meira

Fréttir

13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

12,8 milljóna sekt eða sex mánaða fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt rúmlega fertugan karlmann til að greiða 12,8 milljónir og fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann að sitja í fangelsi í sex mánuði. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð

2.762 umsóknir um 200 störf

UMSÓKNARFRESTUR rann út um helgina um störf hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo við gerð stíflu og aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Alls bárust 2.762 umsóknir um þau tæplega 200 störf sem í boði eru að þessu sinni. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

28 milljónir króna til 88 verkefna

ALLS hlutu 88 verkefni styrki er úthlutað var úr Vísindasjóði Landspítala - háskólasjúkrahúss í gær. Er þetta í annað sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum en alls var 28 milljónum króna úthlutað. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð

449 strikuðu yfir nafn Sturlu

MIKLAR útstrikanir voru í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum og strikuðu flestir yfir nafn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Aldrei verið jafnmikill viðbúnaður við sjúkdómi

ÍSLENSKAR heilbrigðisstofnanir gætu tekið við allt að 80 einstaklingum smituðum af HABL veikinni í einu ef faraldurinn kæmi hingað til lands. Meira
13. maí 2003 | Suðurnes | 252 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi innlendra og erlendra stórfyrirtækja

"SVÆÐIÐ þykir áhugavert. Við höfum þegar fundið aukinn áhuga innlendra fyrirtækja til að setja þarna upp starfsemi. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Ánægð á leið í ferðalag

TÍUNDUBEKKINGAR voru víða kampakátir í gær enda ráku þeir þá flestir endahnútinn á langa og stranga prófraun. Kunnátta í stærðfræði var prófuð frá klukkan 9-12 og lauk þar með sjötta og síðasta samræmda prófinu. Meira
13. maí 2003 | Landsbyggðin | 134 orð | 1 mynd

Ársfundur yfirmanna eldhúsa heilbrigðisstofnana

FYRSTU helgina í maí héldu forstöðumenn eldhúsa heilbrigðisstofnana á Íslandi aðalfund sinn í Vestmannaeyjum. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 267 orð

Ástþór Magnússon kveðst ekki mæta aftur fyrir dómi

ÁSTÞÓR Magnússon hefur tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur og ríkislögreglustjóra að hann muni ekki aftur mæta fyrir dóm í máli ríkislögreglustjóra gegn honum og hafnar sem fyrr algjörlega að þiggja aðstoð frá skipuðum verjanda. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð

Bandaríkjamenn telja veröldina öruggari eftir stríð

AÐEINS íbúar í Bandaríkjunum, Albaníu og Kosovo, sem er undir stjórn Sameinuðu þjóðanna, telja að veröldin sé öruggari eftir stríðsátökin í Írak, samkvæmt niðurstöðum alþjóðakönnunar Gallup International Association. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Bráðnauðsynlegur ís í góða veðrinu

VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn að undanförnu og flestir kunna vel að meta það. Ekki síst ungir strákar, sem hafa gjarnan nóg fyrir stafni, en þykir gott að staldra við og fá sér ís áður en lengra er... Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Bremer kominn til Bagdad

PAUL Bremer, nýr yfirmaður borgaralegrar stjórnar Bandaríkjamanna í Írak, kom til Bagdad í gær og er verkefni hans að taka við stjórn uppbyggingarstarfsins í landinu en illa hefur gengið að binda enda á skálmöldina í Írak og tryggja grunnþjónustu við... Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Brosmildur fyrir rétt á Balí

INDÓNESI, sem kallaður hefur verið "brosmildi hryðjuverkamaðurinn," var leiddur fyrir rétt í gær, sakaður um að hafa tekið þátt í tveimur sprengjutilræðum á Balí 12. október sem kostuðu yfir 200 manns lífið, aðallega ferðamenn. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 112 orð | 1 mynd

Búseti afhenti 100. íbúðina

BÚSETI á Akureyri afhenti fyrir helgina 100. íbúðina í bænum. Íbúðin er að Klettaborg 10 og fyrstu íbúarnir eru þau Þorsteinn Þorsteinsson og Margrét Þórhallsson en þau hafa búið í íbúð félagsins í Hafnarstræti 24 frá því í nóvember 1996. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Clare Short sagði af sér

CLARE Short, ráðherra þróunaraðstoðar í bresku stjórninni, sagði af sér embætti í gær vegna óánægju með þá afstöðu forsætisráðherrans, Tonys Blairs, að ætla ekki að krefjast þess að ný ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kvæði á um hlutverk SÞ við... Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Dregur úr hreyfivirkni að nóttu til

RAFÖRVUN tauga í gegnum húð bætir marktækt sveifluna á milli hvíldar og virkni hjá ofvirkum börnum. Meira
13. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 235 orð | 1 mynd

Efnt til hönnunarsamkeppni um þrjár göngubrýr

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til hönnunarsamkeppni um þrjár göngubrýr í tengslum við færslu Hringbrautar suður fyrir Læknagarð og Umferðarmiðstöðina á næsta ári. Tvær brúnna eru yfir Hringbrautina sjálfa en sú þriðja yfir Njarðargötu. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 388 orð

Eins og köld vatnsgusa framan í okkur

HALLDÓR Björnsson, varaforseti ASÍ og formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir að nýr úrskurður Kjaradóms frá sl. laugardegi um hækkanir á launum embættismanna sé eins og köld vatnsgusa framan í launafólk. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 310 orð

Eitt þingsæti til Kragans fyrir næstu kosningar

LJÓST er að eitt þingsæti færist úr Norðvesturkjördæmi yfir til Suðvesturkjördæmis eða Kragans svonefnda í næstu alþingiskosningum vegna atkvæðavægis og mun landskjörstjórn væntanlega auglýsa slíka breytingu í Stjórnartíðindum í næstu viku. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð

Eldur í íbúð í Þorlákshöfn

ELDUR kviknaði í íbúð á efri hæð húss í Þorlákshöfn síðdegis í gær. Skemmdust íbúð og innbú talsvert en íbúa sakaði ekki. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Enn í fangelsi í Dubai

ÍSLENSKI skipverjinn, sem handtekinn var á flugvellinum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 24. apríl sl. fyrir ólöglegan vopnaburð, situr enn í varðhaldi, skv. upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Ferðabann á Gaza-svæðinu á ný

ÍSRAELSK stjórnvöld gripu til ströngustu takmarkana á ferðafrelsi Palestínumanna um árabil á Gazasvæðinu í gær. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Fjarðabyggð fjárfestir fyrir rúman milljarð króna til ársins 2010

ALCOA og Fjarðabyggð héldu á dögunum sameiginlegan kynningarfund fyrir fullu húsi af fólki í Valhöll á Eskifirði þar sem Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri sagði frá því að bæjarfélagið áformaði að fjárfesta fyrir rúma 1,2 milljarða til ársins 2010. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fjórlembdar ær á hverju ári

HÚN er stolt móðir, kindin Skíma í Kollafjarðarnesi, með nýfæddu fjórlembingana sína. Skíma er fimm vetra gömul og hefur verið frjósöm eins og hún á kyn til. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Fjörutíu manns farast í sprengjutilræði í Tétsníu

AÐ minnsta kosti fjörutíu manns biðu bana í sprengjutilræði í bænum Znamenskoye í Tétsníu í gærmorgun. Er talin hætta á að fjöldi fallinna eigi eftir að aukast töluvert, en næstum tvö hundruð manns særðust í árásinni. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Flugmálastjóri í Kosovo

GRÉTAR H. Óskarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, hefur verið skipaður í embætti flugmálastjóra í Kosovo á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann er skipað er í embættið til eins árs. Grétar hóf störf hjá Flugmálastjórn árið 1967. Meira
13. maí 2003 | Miðopna | 1297 orð | 2 myndir

Gefa tvöfalt meiri raforku en Reykvíkingar þurfa

Landsvirkjun hefur sent Skipulagsstofnun matsskýrslur vegna fjögurra virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár. Framkvæmdirnar snerta 60 jarðir og munu hafa ýmis umhverfisáhrif. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða telur Landsvirkjun áhrifin ekki umtalsverð. Meira
13. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 179 orð | 1 mynd

Gæsluvellir verði aflagðir á næstu tveimur árum

TILLAGA um að leggja af núverandi starfsemi gæsluvalla borgarinnar á næstu tveimur árum liggur fyrir Leikskólaráði Reykjavíkur. Tillagan nær til allra gæsluvalla í borginni. Sem stendur eru tólf gæsluvellir í Reykjavík. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 53 orð

Háar konur í lögregluna

GRÍSK lögregluyfirvöld tilkynntu í gær að konur lægri en 170 sentimetrar, sem er langt fyrir ofan meðalhæð grískra kvenna, yrðu ekki teknar í lögregluliðið. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 192 orð

Hálendisvegir opnaðir fyrr en vanalega

HÁLENDISVEGIR landsins eru óðum að opnast og eru sumir vegir nú þegar orðnir jeppafærir. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 256 orð | 1 mynd

Heildarkostnaðurinn 280-300 milljónir króna

FRAMKVÆMDIR við lagningu hitaveitu frá Hjalteyri til Akureyrar hefjast í vikunni. Stjórn Norðurorku samþykkti fyrir helgina að taka tilboði frá GV gröfum ehf., sem áttu lægsta tilboðið í verkið. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 502 orð

Horfur á sumarvinnu skólafólks dökkar

ATVINNUÁSTAND í Eyjafirði hefur verið óvenjuslæmt í vetur að mati Björns Snæbjörnssonar formanns Einingar-Iðju og telur hann að horfur um sumarvinnu skólafólks séu með dekkra móti. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Hugsanlega of mörg börn úti um tíma

ALLT kapp verður lagt á að gera heildstæða úttekt á því sem gerðist á leikskólanum Sólgarði við Eggertsgötu í Reykjavík á mánudag fyrir viku þegar 11 mánaða barni lá við köfnun í sandkassa á baklóð. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 34 orð

Ingjaldshólsprestakall laust

BISKUP Íslands hefur auglýst embætti sóknarprests í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastdæmi laust til umsóknar frá 1. september. Af embætti lætur séra Lilja Kr. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Íbúðarhúsið á Nauteyri brennt til kaldra kola

ÍBÚÐARHÚSIÐ á Nauteyri við Ísafjarðardjúp brann til kaldra kola fyrir stuttu. Ekki var þó um óhapp að ræða, því til stóð að rífa húsið og notuðu Strandamenn tækifærið til að koma á víðtækri slökkviliðsæfingu. Meira
13. maí 2003 | Landsbyggðin | 306 orð | 1 mynd

Ítalski sendiherrann á Hellnum

ÍTÖLSKU sendiherrahjónin á Íslandi, Marilena og A.G. Mochi Onory di Saluzzo, gerðu nýlega stuttan stans á Hellnum á ferð sinni um Snæfellsnes. Mochi Onory hefur verið sendiherra Ítalíu á Íslandi í tæp fjögur ár með aðsetur í Ósló. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Jafnréttisráðgjafi heyri undir bæjarstjóra

STAÐA jafnréttisfulltrúa var til umfjöllunar á fundi stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar. Þar kom fram að Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerður H. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 45 orð

Jepplingurinn valt við árekstur

JEPPLINGUR valt eftir harðan árekstur við fólksbíl á gatnamótum Nýbýlavegar og Þverbrekku um klukkan 14:30 í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru tveir fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Meira
13. maí 2003 | Landsbyggðin | 80 orð | 1 mynd

Kassaklifur í Verinu

KASSAKLIFUR er að verða vinsæl íþrótt en ungmenni á Þórshöfn spreyttu sig á henni í íþróttamiðstöðinni Verinu um helgina. Meira
13. maí 2003 | Miðopna | 835 orð | 1 mynd

Kjaradómur eykur vægi dagvinnulauna

Kjaradómur hækkaði á kjördag laun ráðherra og alþingismanna um 18-19%. Þetta er þriðja hækkunin sem Kjaradómur úrskurðar um á 12 mánuðum. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Klukkubúðir oftast með hæst verð

SVOKALLAÐAR klukkubúðir, það er 11-11 og 10-11, eru oftast með hæsta verðið í verðkönnun ASÍ á ávöxtum og grænmeti sem gerð var 2. maí síðastliðinn. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kostnaður 43-47 milljarðar króna

LANDSVIRKJUN hefur sent Skipulagsstofnun til umfjöllunar matsskýrslur vegna fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 308 orð

Kunnáttan má ekki hverfa

VERULEGA hefur dregið úr sitjandafæðingum í gegnum leggöng á Kvennadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og eru nær öll börn sem eru í sitjandastöðu tekin með keisaraskurði. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Laufey Brá Jónsdóttir leikkona fjallar um...

Laufey Brá Jónsdóttir leikkona fjallar um leiklist og börn á mömmumorgni sem verður í Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudag, kl. 10 til 12. Dagskráin er liður í Kirkjulistaviku sem hófst í kirkjunni á... Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð

Laun þingmanna og ráðherra hækka um 18-19%

KJARADÓMUR hefur hækkað laun alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn, um liðlega 40% frá ársbyrjun 2000. Launavísitala hefur á sama tíma hækkað um 25,9%. Laun forseta Íslands hafa hækkað minna, eða um 16,8% frá júlí 2000. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Leiðrétt

Aðeins fjórir stjórnarformenn Í grein um Ölgerðina Egil Skallagrímsson sl. sunnudag er Tómas Agnar Tómasson ranglega titlaður stjórnarformaður lengst af rekstrarferli þeirra bræðra. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Leitað að manni frá Blönduósi

Í GÆR hófst leit að 25 ára karlmanni frá Blönduósi, Viktori Guðbjartssyni, sem ekkert hefur spurst til frá því á laugardag en þá mun hann hafa verið í nágrenni Húnavallaskóla. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Lést eftir fall í klettum

MAÐURINN sem lést eftir fall fram af klettum við Hellissand aðfaranótt föstudags hét Matthías Kristjánsson, til heimilis að Hábrekku 6, Ólafsvík. Matthías var 27 ára gamall, fæddur þann 23. september 1975. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi

STÚLKAN sem lést í bílslysi í Vestmannaeyjum um helgina hét Anna Ragnheiður Ívarsdóttir og var til heimilis að Búastaðabraut 5. Hún var á sautjánda aldursári og nemandi í Framhaldsskólanum í... Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Líflegt í Litluá

VEIÐISKAPUR gengur vel í Litluá í Kelduhverfi um þessar mundir og mikið er af fiski að sögn leigutakanna, Pálma Gunnarssonar og Erlings Ingvasonar. Pálmi var að koma úr ánni sl. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Margrét Frímannsdóttir vill víkja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu

MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að það sé flokknum fyrir bestu að Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði áfram tvíeyki í forystunni og því vill hún að Ingibjörg Sólrún taki við af sér sem... Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Margt í boði fyrir börnin

INNRITUN í sumarbúðir KFUM og K að Hólavatni í Eyjafjarðarsveit stendur nú yfir. Í sumar verða fimm dvalarflokkar á Hólavatni, tveir fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur frá átta ári aldri en einnig verður unglingaflokkur drengja og stúlkna í júlí. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 42 orð

Meistarafyrirlestur í matvælafræði verður á morgun,...

Meistarafyrirlestur í matvælafræði verður á morgun, miðvikudaginn 14. maí. Jón Ragnar Gunnarsson mun halda fyrirlestur um meistaraverkefni sitt: Eðliseiginleikar fiskimjöls. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Messuvín ekki framleitt lengur

FRAMLEIÐSLU messuvíns hefur verið hætt á Íslandi þar sem það var ekki talið svara kostnaði að framleiða það lengur. Messuvínið var ekki bruggað, heldur var það blandað hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríksins. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 94 orð

Morðtilraun með ilmvatni

KONA á Flórída, Lynda Taylor, var handtekin nýlega í kjölfar þess að eiginmaður hennar sakaði hana um tilraun til morðs. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Mótmælti með hárúða

UM helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 17 um of hraðan akstur. Þá var tilkynnt til lögreglu um 31 umferðaróhapp. Klukkan 13 á sunnudag var veitt aðstoð við hópreið hestamanna til messu í Seljakirkju. Meira
13. maí 2003 | Miðopna | 205 orð

Mun meiri hækkanir en hjá öðrum

LAUN alþingismanna, ráðherra, dómara og annarra embættismanna hafa hækkað mun meira en launavísitala. Frá því í ársbyrjun 2000 hafa laun alþingismanna hækkað um 44,8%, laun forsætisráðherra hafa hækkað um 45,5% og laun annarra ráðherra um 44,3%. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 88 orð

Nýleg fjöldagröf finnst við Basra

JARÐNESKAR leifar 126 manna hafa fundist í nýlegri fjöldagröf skammt frá Basra, næst stærstu borg Íraks, frá því á sunnudag. Þetta tjáðu embættismenn breska útvarpinu, BBC . Fjöldagröfin mun vera sú stærsta sem fundist hefur til þessa í suðurhluta Íraks. Meira
13. maí 2003 | Landsbyggðin | 206 orð | 1 mynd

Of fáir sjúkrabílar

AÐALFUNDUR Rauðakrossdeildar Árnessýslu fyrir árið 2002 var haldinn nýlega á Flúðum. Fram kom í skýrslu formannsins, Tómasar Þóris Jónssonar, að deildin sinnir flestum þáttum rauðakrossstarfs eins og gert er á landsvísu. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 151 orð

PharmaNor samstarfsfyrirtæki PMS hér

PHARMANOR og hollenska fyrirtækið Philips Medical Systems (PMS) hafa gert með sér samning þess efnis að PharmaNor verði eina samstarfsfyrirtæki PMS á Íslandi. Sigurður H. Meira
13. maí 2003 | Suðurnes | 175 orð | 1 mynd

"Skiptir sköpum að upplýsingar séu góðar"

"ÞESSI upplýsingamiðstöð er mjög mikilvæg fyrir svæðið og staðsetning hennar er góð. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 288 orð

Ráðgjafarskóli fyrir nemendur í vanda

UNNIÐ er að því að skólar í Reykjavík sem starfa fyrir nemendur með geðrænan og félagslegan vanda verði í vetur sameinaðir í einn skóla, svokallaðan ráðgjafarskóla. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 305 orð

Rætt um sölu Hitaveitu Dalabyggðar

VIÐRÆÐUNEFND hefur undanfarið skoðað möguleikana á því að selja Hitaveitu Dalabyggðar til Orkubús Vestfjarða. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 134 orð

Samstarfsmaður sveik Wallenberg

ÞAÐ var ungverskur stjórnarerindreki að nafni Vilmos Böhm sem upplýsti sovésku leyniþjónustuna um samvinnu Raouls Wallenbergs við Bandaríkjamenn og Breta, eftir að Rauði herinn hafði hertekið Ungverjaland í janúar 1945. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 194 orð

Segir að sést hafi til Saddams í Tikrit

SADDAM Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og synir hans, Uday og Qusay, eru enn á lífi og í felum í Írak. Þetta er mat Ahmeds Chalabis, eins af forystumönnum Íraka sem nú streyma heim eftir að hafa verið í útlegð í stjórnartíð Saddams. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Skaftá brúuð í fjórða sinn

VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð á smíði tveggja brúa yfir Skaftá. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní og því ljúki í desember en tilboð verða opnuð 2. júní. Áætlaður heildarkostnaður við brúa- og vegagerð er 103 milljónir króna. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sumarbústaður brann til kaldra kola

GAMALL sumarbústaður við Úlfarsfell brann til grunna í gær og jafnfram breiddist eldur um sinu við húsið, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Sumarstarfið í Laufási að hefjast

SUMARSTARFIÐ hefst í gamla bænum í Laufási á morgun, 15. maí. Frá og með þeim degi verður opið alla daga fram á haust frá kl. 10-18. Þema opnunardagsins er vinnuhjúaskildagi, sá dagur sem vinnufólk í ársvist kom í vistina áður fyrr eða fór úr henni. Meira
13. maí 2003 | Landsbyggðin | 78 orð | 1 mynd

Syngja og spila fyrir aldraða

NOKKUR hópur karla og kvenna kemur saman tvisvar á ári hverju og syngur og spilar fyrir íbúa á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Eru þetta Rangæingar ýmist brottfluttir eða búandi á svæðinu og leika þeir og syngja á ýmis hljóðfæri s.s. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 366 orð

Telur framkvæmdina ekki hafa verið samkvæmt lögum

GUÐMUNDUR Jónsson, kosningastjóri Frjálslynda flokksins, segir að framkvæmd utankjörfundarkosningar í Suðurkjördæmi hafi ekki verið samkvæmt lögum og vill að dómsmálaráðuneytið fari í málið. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 693 orð | 1 mynd

Trúflokkadeilur geta torveldað lýðræði í Írak

GEORGE W. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Tveir rykmaurar fundust í Reykjavík

ÞRÁTT fyrir að rannsóknir sýni að rúmlega 6% Reykvíkinga á aldrinum 20-44 ára séu með ofnæmi fyrir rykmaurum ( Dermatophagoides pteronyssinus ) virðast þessir maurar ekki þrífast í höfuðborginni. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tvö hnífstungumál í Þorlákshöfn

TVÖ hnífstungumál í Þorlákshöfn komu til kasta lögreglunnar á Selfossi snemma á sunnudagsmorgun. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 167 orð

Um 46.000 sænskir bæjarstarfs-menn í verkfalli

UM 46 þúsund bæjarstarfsmenn í 60 borgum og bæjum í Stokkhólmi hófu vikulangt verkfall í gær. Þetta er fjórða verkfall bæjarstarfsmanna í Svíþjóð á einum mánuði og hafa þau haft áhrif á sjúkrahús, dagheimili og sorphirðu. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 891 orð | 1 mynd

Uppeldismálin í brennidepli

Gylfi Jón Gylfason er fæddur í Kópavogi 2. september 1961. Stúdent frá FS 1983 og útskrifaður frá KHÍ 1986. Útskrifaður frá HÍ með sálfræði sem aðalfag 1992 og sálfræðingur frá Háskólanum í Árósum 1997. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 398 orð

Útblásturinn talinn innan settra marka

ÚTBLÁSTUR gróðurhúsalofttegunda á Íslandi var 7% meiri árið 2000 en árið 1990 samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu. Meira
13. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 321 orð | 1 mynd

Vandamál vegna lausagöngu ekki leyst

ÓLJÓST er hvort takast muni að hindra lausagöngu búfjár á Kjalarnesi á komandi sumarmánuðum þrátt fyrir að ný búfjársamþykkt Reykjavíkur banni slíka lausagöngu innan borgarmarkanna. Ástæðan er m.a. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Viðvaranir gegn HABL settar upp á Seyðisfirði

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur staðið fyrir því að skilti um upplýsingar vegna heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, HABL, verði vel sýnileg farþegum sem koma til landsins. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vildu fræðast um veikina

ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræðinga er haldinn 12. maí ár hvert en þann dag árið 1820 fæddist hin breska Florence Nightingale sem lagði grundvöllinn að nútímahjúkrun. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Vorhappdrætti Blindrafélagsins

EIN veigamesta fjáröflunarleið Blindrafélagsins er happdrætti. Í ár fá öll heimili í landinu sendan happdrættismiða. Árið er ár fatlaðra. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Vortónleikar deilda Tónlistarskólans á Akureyri verða...

Vortónleikar deilda Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir næstu dag. Þannig verða tónleikar píanódeildar haldnir í Laugarborg á morgun, 14. maí, kl. 18.30. Tónleikar blásaradeildar verða á sal Tónlistarskólans kl. 18 fimmtudaginn 15. maí. Meira
13. maí 2003 | Erlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Vujanovic kjörinn forseti í Svartfjallalandi

FILIP Vujanovic vann öruggan sigur í forsetakosningum sem haldnar voru í Svartfjallalandi um helgina, fékk meira en 65% greiddra atkvæða. Meira
13. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

Þrifabað í fiskikari

LÖGREGLA á Akureyri stöðvaði för bifreiðar með eftirvagn í miðbænum en fiskikar með heitu vatni var á vagninum og í því þrír menn að baða sig í mestu makindum. Meira
13. maí 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð

Össur ræddi við Halldór

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddi á sunnudag við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, um möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna að loknum kosningum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 2003 | Leiðarar | 521 orð

Að semja um síld

Enn og aftur eiga Ísland og Noregur í deilu um fiskveiðiréttindi. Norðmenn neituðu síðastliðið haust að framlengja óbreytt samkomulag Noregs, Íslands, Rússlands, Færeyja og Evrópusambandsins frá 1996 um stjórn veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Meira
13. maí 2003 | Leiðarar | 415 orð

Listdans á tímamótum

Á laugardaginn kemur eru liðin þrjátíu ár frá því Íslenski dansflokkurinn steig á svið í fyrsta sinn. Flokkurinn var formlega stofnaður 1. maí 1973 og er tímamótanna minnst um þessar mundir með glæsilegri afmælissýningu. Meira
13. maí 2003 | Staksteinar | 351 orð

- Sagan endurtekur sig

Sagan endurtekur sig, það er margsannað. Meira

Menning

13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 242 orð | 1 mynd

Abba fyrir alla

TÓNLIST sænsku stórpoppsveitarinnar Abba er sannkallað bindiefni kynslóðanna ef marka má viðtökur við tónleikunum Thank you for the music , sem fara fram í Laugardalshöll um næstu helgi. Meira
13. maí 2003 | Tónlist | 521 orð

Að syngja söngljóð við upprunalegan texta

Snorri Wium, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jónas Ingimundarason fluttu söngverk eftir Árna Thorsteinsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sunnudagurinn 11. maí 2003. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Átök í Albaníu

Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Isaac Florentine. Aðalleikendur: Michael Worth, Damian Chapa, Karen Kim, Marshall R. Teague, Kate Connor. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 272 orð | 1 mynd

Átök sálar og líkama

Leikstjórn: Nalin Pan. Handrit: Tim Baker, Nalin Pan. Kvikmyndataka: Rali Raltschev. Aðalhlutverk: Shawn Ku, Christy Chung, Neelesha BaVora, Lhakpa Tsering, Tenzin Tashi, Jamayang Jinpa, Sherab Sangey og Kelsang Tashi. 138 mín. Frakkl / Indl. / Ítalía / Þýs. Miramax 2001. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 228 orð | 1 mynd

Bítlatónlist ómar í Colosseum

MIKIÐ var um dýrðir í miðborg Rómar um helgina þegar fyrrum Bítillinn Sir Paul McCartney hélt tvenna tónleika í Colosseum, hringleikahúsinu forna. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 418 orð | 1 mynd

Bosch í nýju umhverfi

Lost Light, skáldsaga eftir Michael Connelly. Orion gefur út 2003. 360 síður innb. Kostaði 2.695 kr. í Pennanum-Eymundsson. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Bæjarbúar tóku lagið

LIONSMENN og -konur um land allt eru þekkt af verkum sínum. Lionsklúbbar hafa styrkt ýmsa í gegnum árin og hér í Hveragerði er vonandi komin hefð á vorfagnað Lionsmanna. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 622 orð

Handan sólar / Abril Despedaçado/ Behind...

Handan sólar / Abril Despedaçado/ Behind the Sun ***½ Þessi hæggenga en einkar ljóðræna mynd tekur verulega á áhorfandann, er glæsilega úr garði gerð, kröftug, sjóðheit og ögrandi. Alls ekki auðveld á að horfa en afskaplega gefandi.(S.G. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 346 orð | 2 myndir

Heimasæta, Frankenstein og fleira

ALLS koma 32 nýjar myndir á myndbandaleigurnar í maímánuði og þar af einar átta í þessari viku. Sífellt fleiri koma einnig út á mynddisk, eða nærri helmingur allra myndbanda. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 349 orð | 2 myndir

Hinir stökkbreyttu halda toppnum

STÖKKBREYTTU verurnar í X2 eru á toppnum á bandaríska bíólistanum en myndin var sú mest sótta í kvikmyndahúsum vestra um helgina. Þessi vísindaskáldsögumynd hefur halað inn rúmlega 11 milljarða króna eftir 10 daga í sýningum. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 78 orð | 3 myndir

Kátt í Höllinni

MIKIL ánægja var með hátíðartónleikana sem fram fóru í Íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudaginn; þar sem Sálumessa Verdis var flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju í Reykjavík og Kammerkór Norðurlands... Meira
13. maí 2003 | Menningarlíf | 408 orð | 1 mynd

Klarinettan svífur yfir vötnum í tónlist Mozarts

MOZART fyrir sex er yfirskrift tónleika í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Meira
13. maí 2003 | Leiklist | 632 orð

Matarmikil leikhúsveisla

Höfundur: Peter Barnes. Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir. Leikstjóri Þorgeir Tryggvason. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 231 orð | 1 mynd

Nýtt íslenskt leikrit

ÍSLENSKA sambandið ehf. er nýtt sviðslista- og framleiðslufélag sem tekið hefur til starfa í borginni, og eru aðstandendur þess að undirbúa frumsýningu á nýju íslensku leikriti er nefnist Plómur . Um er að ræða einleik í fjórum þáttum með lifandi... Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Saðsöm súpa

Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum leyfð. (105 mín.) Leikstjórn María Ripoll. Aðalhlutverk Hector Elizondo, Elizabeth Pena, Tamara Mello, Raquel Welch. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Scooter Lee til Íslands

LÍNUDANSINN, sem dansaður er við sveitatónlist, hefur notið fádæma vinsælda hérlendis í u.þ.b. tíu ár. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Sérvitur sálfræðingur

BRESKI spennumyndaflokkurinn Illt blóð ( Wire in the Blood ) er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Þetta er næstsíðasti þátturinn í þessari þáttaröð, sem hefur vakið nokkra athygli, en þess má geta að hver saga er sögð í tveimur þáttum. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 446 orð | 3 myndir

SÖNGLEIKURINN Hairspray, sem fjallar um mannlíf...

SÖNGLEIKURINN Hairspray , sem fjallar um mannlíf í bandarísku borginni Baltimore á sjöunda áratug síðustu aldar, fékk 13 tilnefningar til Tony-verðlaunanna bandarísku en þau verðlaun eru veitt þeim sem þykja skara fram úr í bandarísku leikhúslífi ár... Meira
13. maí 2003 | Menningarlíf | 65 orð

Vorhátíð LHÍ, Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi...

Vorhátíð LHÍ, Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 12-12.30 Fókusinn - verk nemenda skoðuð. Laugarneskirkja kl. 20 Raddbandafélag Reykjavíkur heldur tónleika og flytur m.a. Meira
13. maí 2003 | Menningarlíf | 76 orð

Vorhátíð LHÍ, Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi...

Vorhátíð LHÍ, Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 12-12.30 Fókusinn - verk nemenda skoðuð. Hjáleigan í Félagsheimili Kópavogs kl. 20. Aukasýning á leikdagskrá Tilraunaeldhús Leikfélags Kópavogs, Fjórréttað. Meira
13. maí 2003 | Fólk í fréttum | 473 orð | 1 mynd

X-X

ÉG fylgdist með lokaspretti kosninganna um helgina í gegnum sjónvarpsmiðlana. Hef reyndar fylgst með baráttunni þar þessar lokavikur, þegar allt flóði í auglýsingum. Ég man ekki til þess að magnið hafi verið jafn mikið og nú. Meira

Umræðan

13. maí 2003 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Eru rútukóngar að fara á taugum?

ÞRÓUNIN í ferðaþjónustunni hefur leitt til æ fjölbreyttari starfaflóru. Kröfur ferðamanna hafa breytzt. Þeir ferðast meira á eigin vegum eða í smærri hópum, einkum í auglýstum ferðum. Meira
13. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 481 orð | 1 mynd

Fjár-austur

ÞAÐ er fátt þessa dagana sem skiptir þjóðinni jafnkirfilega og Kárahnjúkavirkjun og nýtt álver á Reyðarfirði, nema ef vera skyldi Atlantshafshryggurinn. 500 til 2. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

Fjölbreytni og fábreytni

LANDLÆKNIR og forstöðumaður manneldisráðs rita nýlega grein hér í blaðið og lýsa þar vantrú sinni á því að Atkins-kúrinn sé vænlegur til árangurs, vilji fólk grennast til frambúðar. Þau viðurkenna að vísu að þær fæðutegundir, sem tengjast matarfíkn, þ.e. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 570 orð | 1 mynd

"Eyddu í sparnað"?

UM daginn fékk ég í póstinum sendibréf. Glæsilegt A-4 umslag. Óvenjulegt, því ekki var að sjá að bréfið í umslaginu væri tiltakanlega þykkt eða efnismikið. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

"Við erum búnir að markera borgina"

Í MBL. 8. maí sl. reyna framkvæmdastjórar lyfsölukeðjanna tveggja Lyfja og heilsu annarsvegar og Lyfju hinsvegar að bera hönd yfir höfuð sér með því að reyna að leiða umræðuna frá því sem máli skiptir í þróun lyfsölu hér á landi og bera m.a. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 408 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkinn út - Samfylkinguna inn

SAMFYLKINGIN var sigurvegari kosninganna en Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð, sérstaklega í kjördæmi formannsins þar sem flokkurinn tapaði rúmum 10%. Þetta eru líka þriðju verstu úrslit Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Sjúkdómurinn nærsýni og öryggi augnaðgerða

UNDIRRITAÐUR er einn þriggja augnlækna hér á landi sem framkvæma leysiaugnaðgerðir við sjónlagsgöllum. Ein algengasta spurningin sem ég fæ frá sjúklingum mínum er: "Af hverju hefur þú ekki farið sjálfur í aðgerðina? Meira
13. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 311 orð

Sumarhúsahverfi í landi Ásgarðs

GRÍMSNES og Grafningshreppur hefur áætlanir um að skipuleggja og selja lóðir í sumarhúsahverfi í landi Ásgarðs. Auglýsing þar um birtist í lögbirtingarblaðinu 28. mars sl. Meira
13. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 447 orð | 1 mynd

Tepokaviðhorfin

VIÐ hjónin erum nýkomin úr nokkurra daga ferðalagi norður um land og með okkur voru erlendir gestir sem heimsækja okkur einstaka sinnum. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Tímamót í íslenskri björgunarsögu

MÁNUDAGURINN 7. apríl 2003 var mikill tímamótadagur í íslenskri björgunarsögu. Þann dag var skrifað undir samstarfssamning milli Flugmálastjórnar Íslands, Neyðarlínunnar hf. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Um Ferðamálaráð, Flugleiðir og íslenska ferðaþjónustu

HVATI þessa pistils er úthlutun Ferðamálaráðs Íslands á tæplega 200 milljóna framlagi ríkisins til markaðsstarfs í ferðaþjónustu. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Vaðlaheiðargöng

FYRIR þremur áratugum lagði Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri til að gerð yrðu jarðgöng undir Vaðlaheiði við litla hrifningu heimamanna. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 379 orð | 2 myndir

Vitlaust gefið

MIKIL umræða hefur verið meðal myndlistarmanna um 5 ára samning sem Reykjavíkurborg hefur gert við Pétur Arason ehf. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Það er dýrt að velja dýrustu lausnirnar

GREIN Þorvalds Ingvarssonar í Mbl. 29. mars sl. varð hvatinn að þessum skrifum og þakka ég honum fyrir ágæta grein. Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Það er dýrt að vera fatlaður

ÞEGAR barn greinist með fötlun eins og alvarlega hreyfihömlun eða einstaklingur lamast vegna slyss eða sjúkdóms verða umfangsmiklar breytingar í lífi fjölskyldu. Meira
13. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.763 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Ása Hrund Viðarsdóttir, Díana Mjöll Stefánsdóttir og Elísa Líf... Meira
13. maí 2003 | Aðsent efni | 369 orð | 2 myndir

Þorskeldi og vaxtartækifæri í sjávarútvegi

MIKIL hagræðing hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi og samkeppnishæfni greinarinnar hefur stóraukist. Ein mikilvægasta undirstaða sjávarútvegsins er þorskur. Meira

Minningargreinar

13. maí 2003 | Minningargreinar | 1173 orð | 1 mynd

ELÍN MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR

Elín Margrét Þorkelsdóttir húsfreyja á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal fæddist í Hofteigi á Jökuldal 4. nóvember 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 4. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2003 | Minningargreinar | 67 orð

Haukur Clausen

Enda þótt ég kynntist Hauki lítið og hitti aðeins tvisvar eru þeir fundir mér þó minnisstæðir. Þeir eru minnisstæðir fyrir þá sök að ekki fór á milli mála að þar fór hjartahlýr maður, réttsýnn og vinur vina sinna. Slíkir menn verða ávallt... Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2003 | Minningargreinar | 8407 orð | 3 myndir

HAUKUR CLAUSEN

Haukur Clausen fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1928. Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen, f. 28. desember 1904, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2003 | Minningargreinar | 1267 orð | 1 mynd

JÓN ELLIÐI ÞORSTEINSSON

Jón Elliði Þorsteinsson fæddist á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit hinn 3. ágúst 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Geiteyjarströnd, f. 10.12. 1899, d. 14.11. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2003 | Minningargreinar | 1146 orð | 1 mynd

MAGNÚS JÓNSSON

Magnús Jónsson fæddist í Reykjavík 20. okt. 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 29. maí 1896, d. 5. júlí 1991, og Jón Jónsson klæðskerameistari, f. 6. apríl 1900,... Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2003 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd

SIGHVATUR JÓHANNSSON

Sighvatur Jóhannsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1946. Hann lést á heimili sínu Litlabæjarvör 13 í Bessastaðahreppi hinn 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Jónasson, fyrrverandi forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins, f. 2. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2003 | Minningargreinar | 1128 orð | 1 mynd

STEFANÍA JÓNASDÓTTIR

Stefanía Jónasdóttir fæddist á Smáragrund á Jökuldal 11. maí 1939. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Þórðarson, f. 30. sept 1907 á Gauksstöðum á Jökuldal, d. 7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Afl með 95 milljóna afkomu

AFKOMA af rekstri Afls fjárfestingarfélags var 94,8 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Afkoma félagsins á sama tímabili árið 2002 var rúmar 276 milljónir króna. Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Ahold fundar í dag

GERT er ráð fyrir að hundruð hluthafa mæti á fund með stjórnendum hins hollenska Ahold í dag. Fundurinn er sagður vera fyrsta tækifæri hluthafa til að láta í ljós reiði sína vegna bókhaldssvika sem fyrirtækið varð uppvíst að í febrúar síðastliðnum. Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 225 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 50 50 50...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 50 50 50 27 1,350 Flök/Steinbítur 210 210 210 1,170 245,700 Grásleppa 85 10 34 188 6,380 Gullkarfi 73 32 54 10,292 552,365 Hlýri 107 40 90 317 28,542 Humar 1,950 1,800 1,829 100 182,900 Keila 82 15 66 1,542 101,877 Kinnar 100... Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Aukin velta Somerfield

VELTA breska verslunarfyrirtækisins Somerfield, sem Baugur á tæpan 3% hlut í, var umfram væntingar á fjárhagsárinu sem lauk 26. apríl sl., að því er fram kom í tilkynningu frá félaginu fyrir helgi. Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 343 orð | 1 mynd

Hagnaður Marels eykst um 37%

HAGNAÐUR Marels nam 665 þúsundum evra, sem svarar til 56 milljóna króna, fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 485 þúsundum evra. Hagnaðurinn hefur því aukist um 37% á milli tímabila. Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Jón Ásgeir gagnrýnir Iceland-keðjuna

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýndi nýja stefnu bresku matvörukeðjunnar Iceland í breskum fréttamiðlum í gær en Baugur ID er stærsti hluthafi í Big Food Group sem á Iceland. Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Stjórn Selfridges samþykkir yfirtökutillögu

STJÓRN Selfridges hefur samhljóða ákveðið að samþykkja tillögu kanadíska milljarðamæringsins, Galon Weston, um yfirtökutilboð sem hljóðar upp á 598 milljónir punda (70,2 ma.kr.) í peningum eða 392,25 pens á hvern hlut. Meira
13. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 329 orð | 1 mynd

Yfirtökutilboð í Debenhams

FJÁRFESTINGAFYRIRTÆKIÐ Permira hefur gert óformlegt kauptilboð í bresku verslunarkeðjuna Debenhams. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða punda eða um 176 milljarða íslenskra króna. Meira

Daglegt líf

13. maí 2003 | Neytendur | 289 orð | 2 myndir

Bónus ódýrastur í 40 tilvikum

VERSLUNIN Bónus var langoftast með lægsta verð á grænmeti og ávöxtum, eða í 40 tilvikum af þeim 43 vörum sem skoðaðar voru í verðkönnun ASÍ á ávöxtum og grænmeti. Verslunin 10-11 var með hæsta verð í 27 tilvikum og 11-11 í 25 tilvikum. Meira
13. maí 2003 | Neytendur | 583 orð | 1 mynd

Selja fleiri sólgleraugu en Next í Kúveit

VIÐTÖKUR hafa verið mjög góðar og þótt það sé svolítil klisja að taka þannig til orða hafa þær farið fram úr væntingum okkar," segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir, annar aðaleigandi verslunarinnar Next, sem opnuð var í Kringlunni 10. apríl... Meira

Fastir þættir

13. maí 2003 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 13. maí, er níræður Sigurður Breiðfjörð Halldórsson, Akurbraut 11, Innri-Njarðvík. Sigurður er að heiman á... Meira
13. maí 2003 | Viðhorf | 764 orð

Altæk miðja?

Markmið í pólitískum umræðum virðast jú oft vera að komast ekki að niðurstöðu - þátttakendur stefna orðum sínum iðulega hver gegn öðrum án þess að hugsa um röklegan framgang. Meira
13. maí 2003 | Dagbók | 83 orð

ÁFANGAR

Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Meira
13. maí 2003 | Dagbók | 448 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Meira
13. maí 2003 | Fastir þættir | 250 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Til er afbrigði af þvingun sem Terence Reese kenndi réttilega við stiklustein (stepping-stone squeeze). Þá er varnarspilari neyddur til að þjóna sagnhafa sem stökkpallur á milli handa, eða kasta frá sér slag ella. Meira
13. maí 2003 | Dagbók | 123 orð | 1 mynd

Kvöldvaka Fella- og Hólakirkju

EFTIR áramót hafa verið kvöldvökur fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkjunnar í samvinnu við félagsstarf fullorðinna í Gerðubergi. Síðasta kvöldvakan verður þriðjudagskvöldið 13. maí og hefst kl. 20 stundvíslega. Meira
13. maí 2003 | Dagbók | 481 orð

(Orðskv. 18, 12.)

Í dag er þriðjudagur 13. maí, 133. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar. Meira
13. maí 2003 | Fastir þættir | 263 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. d3 Bc5 8. Be3 d6 9. Bxc5 dxc5 10. c3 0-0 11. De2 Dd6 12. Rbd2 Had8 13. Bc2 Bc8 14. Hfe1 Re7 15. a4 Rg6 16. g3 Rh5 17. De3 Bg4 18. Dg5 De6 19. h3 Bxf3 20. Rxf3 Rf6 21. Kh2 Rd7 22. De3 Re7... Meira
13. maí 2003 | Fastir þættir | 399 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur alltaf jafngaman af því að skoða samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka sem birt er í Morgunblaðinu í hverjum mánuði og oftar fyrir jólin. Þessi samantekt segir margt um bókaþjóðina. Hvað eru Íslendingar að lesa? Það er... Meira

Íþróttir

13. maí 2003 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Allan Borgvardt frá AGF Hermann Albertsson...

Allan Borgvardt frá AGF Hermann Albertsson frá Leiftri/Dalvík Hrafnkell Kristjánsson, byrjaður aftur Sverrir Garðarsson frá Molde Tommy Nielsen frá AGF Benedikt Egill Árnason í Stjörnuna Davíð Ellertsson í Hauka Guðjón Skúli Jónsson í Árborg Hilmar... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 132 orð

Allardyce fær aukin fjárráð

SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, hefur fengið loforð frá stjórnarformanni félagsins, Phil Gartside, um að hann fái aukin fjárráð til að styrkja liðið fyrir næstu vertíð í ensku úrvalsdeildinni. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Andri Steinn Birgisson frá Fjölni Eyjólfur...

Andri Steinn Birgisson frá Fjölni Eyjólfur Héðinsson frá ÍR Haukur Ingi Guðnason frá Keflavík Kjartan Antonsson frá ÍBV Magnús Már Þorvaldsson frá Leikni Ólafur Ingi Skúlason frá Arsenal Ólafur Páll Snorrason frá Stjörnunni Björgvin Vilhjálmsson til... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Arnar B.

Arnar B. Gunnlaugsson frá Dundee United Bjarki B. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Baldur Þór Bjarnason frá Stjörnunni Guðmundur...

Baldur Þór Bjarnason frá Stjörnunni Guðmundur Steinarsson frá Brönshöj Kristinn Tómasson frá Fylki Ragnar Árnason frá Stjörnunni Stefán Þór Eyjólfsson frá Hugin/Hetti Tómas Ingason frá Val Ásgeir Halldórsson hættur Gunnar B. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd

* BESIM Haxhiajdini, fyrrum leikmaður með...

* BESIM Haxhiajdini, fyrrum leikmaður með Val og KR í knattspyrnunni, gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Stjörnunnar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Birkir er enn aldursforsetinn

BIRKIR Kristinsson, markvörður Eyjamanna og varamarkvörður landsliðsins, verður elsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í sumar, þriðja árið í röð. Birkir verður 39 ára gamall í ágúst og hann var aldursforseti deildarinnar bæði 2001 og 2002. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 245 orð

Birkir Kristinsson, hinn síungi markvörður, gefur...

Birkir Kristinsson, hinn síungi markvörður, gefur ekkert eftir þó hann sé á 39. aldursári. Birkir hefur varið mark ÍBV geysilega vel í vetur og nú mun líklega mæða enn meira á honum en oft áður. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 174 orð

Birkir langleikjahæstur

BIRKIR Kristinsson hefur leikið langflesta leiki af núverandi leikmönnum úrvalsdeildarinnar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Bylting í undirbúningi dómara

"DÓMARAR koma afar vel undirbúnir til leiks enda hafa þeir verið að dæma frá því snemma í janúar þegar Reykjavíkurmótið hófst," sagði Halldór B. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 238 orð

Daði Lárusson hefur varið mark FH-inga...

Daði Lárusson hefur varið mark FH-inga undanfarin ár og eru Hafnfirðingar vel settir hvað þessa stöðu varðar. Daði er hávaxinn, með gott grip og sterkur maður á móti manni. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 313 orð

DAGATAL 2003

1. UMFERÐ Sunnudagur 18. maí: Grindavík - Valur 14 ÍBV - KA 14 FH - ÍA 14 Fylkir - Fram 19.15 Mánudagur 19. maí: Þróttur R. - KR 19.15 2. UMFERÐ Laugardagur 24. maí: Valur - ÍBV 14 KA - FH 14 ÍA - Þróttur R. 14 Sunnudagur 25. maí: Fram - KR 19. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Davíð Egilsson frá KFS Ian Jeffs...

Davíð Egilsson frá KFS Ian Jeffs frá Crewe Igor Bjarni Kostic frá Víkingi R Pétur Runólfsson frá KFS Sindri Viðarsson frá KFS Stefán Bragason frá KFS Tom Betts frá Crewe Tryggvi Bjarnason frá KR Gareth Graham til Englands Hlynur Stefánsson til KFS Ingi... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 132 orð

Dómarar sem verða í sviðsljósinu

EFTIRTALDIR dómarar dæma leiki efstu deildar karla í sumar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 147 orð

Einkunnagjöf Morgunblaðsins

EINS og alltaf mun Morgunblaðið fjalla ítarlega um Íslandsmótið í knattspyrnu, segja frá leikjum í máli og myndum, ræða við leikmenn, þjálfara, dómara og aðra þá sem koma við sögu. Leitað verður svara við ýmsu sem upp á kemur. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

* EINN leikur fór fram í...

* EINN leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld þar sem Lilleström lagði Tromsö að velli, 3:2. Indriði Sigurðsson , Lilleström , var eini íslenski leikmaðurinn sem tók þátt í leiknum en Davíð Viðarsson var á varamannabekk liðsins. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 117 orð

Eitt af þremur efstu sætunum

"VIÐ stefnum á eitt af þremur efstu sætunum og teljum okkur vera í stakk búna til þess að gera hvaða liði sem er skráveifu," segir Ólafur Þórðarson þjálfari deildameistaraliðs ÍA. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

EYJAMENN eru taldir líklegri til að...

EYJAMENN eru taldir líklegri til að þurfa að berjast fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni í sumar en að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 80 orð

Eyjamenn með yngsta liðið

ÍBV teflir fram yngsta leikmannahópnum í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í sumar. Hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn í meistaraflokkshópi ÍBV eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið, fæddir árið 1981 og síðar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Eyþór Ó.

Eyþór Ó. Frímannsson frá Bruna Unnar Örn Valgeirsson frá Bruna Þórður Þórðarson frá KA Stefán Þórðarson frá Stoke Bjarki B. Gunnlaugsson til KR Hálfdán Gíslason til Vals Hermann Geir Þórsson til Víkings Ó. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

FH-liðið hefur ekki tekið miklum breytingum...

FH-liðið hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í fyrra en þá lenti Hafnarfjarðarliðið í sjötta sæti eftir að hafa verið í fallbaráttu megnið af sumrinu. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 40 orð

Fimleikafélag Hafnarfjarðar

Stofnað: 1929. Heimavöllur: Kaplakriki. Aðsetur félags: Íþróttahúsið Kaplakrika, 220 Hafnarfjörður. Sími: 565-0711. Fax: 555-3840. Heimasíða: www.fhingar.is. Stuðningsmannasíða: this.is/fh Framkvæmdastjóri: Pétur Ó. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 124 orð

Fimm lið frá Reykjavík

BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er að hefjast og verður eins og undanfarin ár eflaust hart barist. Fimm Reykjavíkurlið verða nú með í baráttunni - nýliðar Vals og Þróttar ásamt bikarmeisturum Fylkis, Fram og Íslandsmeisturum KR. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 224 orð | 3 myndir

Fjalar Þorgeirsson stendur vaktina á milli...

Fjalar Þorgeirsson stendur vaktina á milli stanganna í marki Þróttarliðsins og hefur staðið sig vel. Fjalar hefur ágæta reynslu úr efstu deild og ætti að kannast vel við sig á aðalleikvanginum í Laugardal. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 272 orð | 1 mynd

FYLKI vantaði herslumuninn upp á að...

FYLKI vantaði herslumuninn upp á að verða Íslandsmeistari á síðasta ári, var með í slagnum fram í síðustu umferð en þá voru KR-ingar sterkari á svellinu á lokasprettinum. Síðan þá hafa Fylkismenn enn styrkt hópinn fyrir átökin í efstu deild í sumar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Grindvíkingar fögnuðu í fyrra sínum besta...

Grindvíkingar fögnuðu í fyrra sínum besta árangri frá upphafi en það var kannski helst skortur á breidd sem olli því að Grindvíkingar náðu ekki að veita KR og Fylki nægilega harða keppni um titilinn. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 84 orð

Grænt ljós frá UEFA til KSÍ

ÍSLAND er í hópi þeirra átta ríkja sem fyrst hafa fengið blessun frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna leyfiskerfisins svokallaða. Leyfishandbók KSÍ hefur verið vottuð af UEFA og því komin í fullt gildi. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Guðni var heiðraður

GUÐNI Bergsson hlaut eina af stærstu viðurkenningunum í lokahófi Bolton Wanderers sem haldið var í höfuðstöðvum félagsins í fyrrakvöld. Hann var útnefndur leikmaður ársins hjá félaginu af fjölmiðlum. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 260 orð

Gunnar Sigurðsson er reyndur markvörður en...

Gunnar Sigurðsson er reyndur markvörður en hann hefur leikið m.a. með ÍBV og Brage í Svíþjóð. Gunnar hefur bætt sig töluvert og er mun stöðugri leikmaður en áður. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Hálfdán Gíslason frá ÍA Hjalti Þór...

Hálfdán Gíslason frá ÍA Hjalti Þór Vignisson byrjaður aftur Jóhann Georg Möller frá FH Kristinn G. Guðmundsson frá ÍR Kristinn Lárusson byrjaður aftur Ólafur Helgi Ingason byrjaður aftur Ólafur Þór Gunnarsson frá ÍA Arnar Steinn Einarsson í Víking R. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 810 orð | 1 mynd

Hef öðlast nýtt líf

ÞAÐ má vel segja Auðun Helgason knattspyrnumaður hafi öðlast nýtt líf hvað knattspyrnuna varðar en þessi 28 ára gamli varnarmaður hefur fest sig í sessi hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Landskrona og skoraði um liðna helgi sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar það lagði Öster að velli og var útnefndur maður leiksins í leikslok. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Helgi Már Helgason frá Reyni S.

Helgi Már Helgason frá Reyni S. Jóhann R. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Hjörvar Maronsson frá Leiftri/Dalvík Ívar Bjarklind...

Hjörvar Maronsson frá Leiftri/Dalvík Ívar Bjarklind frá KR Pálmi Rafn Pálmason frá Völsungi Steinar Tenden frá Stryn Sören Byskov frá Lyngby Þorleifur K. Árnason frá Leiftri/Dalvík Þorvaldur S. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 17 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Úrslit karla, fjórði leikur: Austurberg: ÍR - Haukar 20 *Staðan er 2:1 fyrir Hauka, þannig að sigur færir þeim... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Íslandsmeistarar KR hafa bætt verulega í...

Íslandsmeistarar KR hafa bætt verulega í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök og allt annað en Íslandsmeistaratitill í haust yrði þeim mikil vonbrigði. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 120 orð

Í upphafi skal...

BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er að hefjast. Eins og áður berjast tíu lið í efstu deild, sem nú heitir Landsbankadeildin, og fer fyrsta umferðin fram sunnudaginn 18. maí. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Ívar Sigurjónsson frá Breiðabliki Kári Ársælsson...

Ívar Sigurjónsson frá Breiðabliki Kári Ársælsson frá Breiðabliki Sören Hermansen frá Mechelen Brynjar Sverrisson til Stjörnunnar Lárus Huldarsson hættur Sigurður Hallvarðsson hættur *... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 45 orð

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

Stofnað : 1945. Heimavöllur : Hásteinsvöllur. Aðsetur félags : Þórsheimilinu v/Hamarsveg, Box 393, 902 Vestmannaeyjar. Sími : 481-2608. Fax : 481-1260. Netfang : ibvfc@eyjar.is Heimasíða : www.ibv.is/fotbolti Framkvæmdastjóri : Birgir Stefánsson. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 40 orð

Íþróttafélagið Fylkir

Stofnað : 1967. Heimavöllur : Fylkisvöllur. Aðsetur félags : Fylkishöll, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík. Sími : 587-7020 (völlur 567-6467) Fax : 567-6091. Netfang : knd@fylkir.com Heimasíða : www.fylkir.com. Framkvæmdastjóri : Örn Hafsteinsson. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

* JERMAIN Defoe hefur óskað eftir...

* JERMAIN Defoe hefur óskað eftir því að verða seldur frá West Ham sem á sunnudaginn féll úr ensku úrvalsdeildinni. Defoe óskaði eftir sölunni innan við sólarhring eftir fallið. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Jóhannes sendir dómara tóninn

JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi Mark Halsey dómara tóninn á heimasíðu félagsins eftir ósigurinn gegn Leeds, 3:1, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Jón Arnar ekki með á Möltu

GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari, hefur valið tuttugu manna hóp frjálsíþróttamanna til þess að taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Möltu í byrjun næsta mánaðar. Af þeim eru ellefu konur og níu karlar. Athygli vekur að tugþrautarmaðurinn Jón Arnar Magnússon er ekki í landsliðinu að þessu sinni en langt er um liðið síðan hann tók ekki þátt í Smáþjóðaleikum. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að það ætti sér eðlilegar skýringar að Jón Arnar yrði ekki með. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 220 orð

KA-menn hafa fengið Danann S ø...

KA-menn hafa fengið Danann S ø ren Byskov til þess að standa í markinu hjá sér í sumar eftir að Þórður Þórðarson reri á önnur mið. Byskov lék með KA í síðustu leikjum deildabikarsins og binda menn miklar vonir við framgöngu hans. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

KA-MENN komu á óvart síðasta sumar.

KA-MENN komu á óvart síðasta sumar. Þeir léku þá í efstu deild í fyrsta skipti eftir níu ára hlé og enduðu í fjórða sætinu. Það færði þeim þátttökurétt í Intertoto-keppninni þar sem þeir verða fulltrúar Íslands í sumar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 264 orð | 4 myndir

Kjartan Sturluson er öruggur í stöðu...

Kjartan Sturluson er öruggur í stöðu markvarðar Fylkisliðsins eins og undanfarin ár. Kjartan hefur verið í hópi traustustu markvarða landsins auk þess að vera öllum hnútum kunngur í Árbænum og þekkir vel til þeirra manna sem hann leikur með. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 54 orð

Knattspyrnufélag Akureyrar

Stofnað : 8. janúar 1928. Heimavöllur : Akureyrarvöllur - KA-völlur. Aðsetur félags : KA-heimilið við Dalsbraut, 600 Akureyri. Sími : 462-6615 / 462-3482 / 899-7888. Akureyrarvöllur : 462-1588. Fax : 461-1839. Nefang : gassi@ka-sport.is Heimasíða : www. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 80 orð

Knattspyrnufélagið Fram

Stofnað: 1908. Heimavöllur: Laugardalsvöllur. Aðsetur félags: Íþróttahús Fram, Safamýri 26, 108 Reykjavík. Sími: 533 5600 (Völlur: 510 2914). Fax: 533 5610. Netfang: brynjar@fram.is Heimasíða: www.fram.is Framkvæmdastjóri: Brynjar Jóhannesson. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 63 orð

Knattspyrnufélagið Valur

Stofnað: 1911. Heimavöllur: Hlíðarendi. Aðsetur félags: Hlíðarendi, 101 Reykjavík. Sími: 551-2187 / 863-9911. Fax: 562-3734. Netfang: valur@valur.is Heimasíða: www.valur.is Framkvæmdastjóri: Sveinn Stefánsson. Þjálfari: Þorlákur Árnason. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 33 orð

Knattspyrnufélagið Þróttur

Stofnað: 1949. Heimavöllur: Laugardalsvöllur. Aðsetur félags: Engjavegur 7. Sími: 580 5900 (Völlur: 510 2914). Fax: 580 5901. Netfang: gvo@trottur.is Heimasíða: www.trottur.is Framkvæmdastjóri: Guðmundur Vignir Óskarsson. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 73 orð

Knattspyrnufélag ÍA

Stofnað : 1946. Heimavöllur : Akranesvöllur. Aðsetur félags : Jaðarsbakkar, 300 Akranes. Sími : 431-3311 (völlur: 433-1123). Fax : 431-3012. Netfang : gunnars@olis.is Heimasíða : www.ia.is/kia Stuðningsmannasíða : www.gulir.is Þjálfari : Ólafur... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 78 orð

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

Stofnað : 1899. Heimavöllur : KR-völlur. Aðsetur félags: KR-heimilið, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík. Sími : 510-5300. Fax : 510-5309. Netfang : siggih@kr.is Heimasíða : www.kr.is Stuðningsmannasíða : www.kr. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 218 orð | 4 myndir

Kristján Finnbogason er einn reyndasti markvörður...

Kristján Finnbogason er einn reyndasti markvörður landsins og hefur í mörg undanfarin ár verið í hópi þeirra bestu. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 97 orð

KR með 14 landsliðsmenn

ALLS munu 42 A-landsliðsmenn leika í úrvalsdeildinni í sumar. Þar af hefur 41 leikið með íslenska landsliðinu en einn með því enska, Grindvíkingurinn Lee Sharpe. KR á þriðjung landsliðsmannanna, 14 talsins, og þeir eru samtals með 159 landsleiki að baki. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 36 orð

Kynningarblað

ÁRLEGT kynningarblað Morgunblaðsins um knattspyrnuliðin í efstu deild karla, Landsbankadeild, er að finna í aðalblaði Morgunblaðsins í dag. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 14 orð

Líklegt byrjunarlið

Gunnar Sigurðsson Ragnar Árnason Eggert Stefánsson Ingvar Ólason Daði Guðmundsson Viðar Guðjónsson Ágúst Gylfason Baldur Bjarnason Guðmundur Steinarsson Andri Fannar Ottósson Kristján... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 15 orð

Líklegt byrjunarlið

Birkir Kristinsson Hjalti Jónsson Páll Þ. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 17 orð

Líklegt byrjunarlið

Sören Byskov Þorvaldur Sv. Guðbjörnsson Slobodan Milisic Steinn V. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 14 orð

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson Ásgeir Ásgeirsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Jón Þ. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 14 orð

Líklegt byrjunarlið

Fjalar Þorgeirsson Ingvi Sveinsson Eysteinn P. Lárusson Jens Sævarsson Ólafur Tryggvason Charles McCormick Halldór A. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 16 orð

Líklegt byrjunarlið

Ólafur Gottskálksson Óðinn Árnason Sinisa Kekic Gestur Gylfason Jóhann Benediktsson Ólafur Örn Bjarnaon Paul McShane Lee Sharpe Ray Anthony Jónsson Grétar Ó. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 20 orð

Líklegt byrjunarlið

Ólafur Þór Gunnarsson Hjalti Þór Vignisson Ármann Smári Björnsson Guðni Rúnar Helgason Bjarni Ólafur Eiríksson Sigurður Sæberg Þorsteinsson Sigurbjörn Hreiðarsson Jóhann H. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 16 orð

Líklegt byrjunarlið

Kristján Finnbogason Hilmar Björnsson Gunnar Einarsson Kristján Örn Sigurðsson Sigursteinn Gíslason Sigurvin Ólafsson Kristinn Hafliðason Einar Þór Daníelsson Veigar Páll Gunnarsson Sigurður R. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 20 orð

Líklegt byrjunarlið

Þórður Þórðarson Hjálmur Dór Hjálmsson Reynir Leósson Gunnlaugur Jónsson Andri Karvelsson Kári Steinn Reynisson Pálmi Haraldsson Grétar Rafn Steinsson Guðjón Sveinsson Stefán Þórðarson Garðar... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 19 orð

Líklegt byrjunarlið

Kjartan Sturluson Valur Fannar Gíslason Kjartan Antonsson Þórhallur Dan Jóhannsson Gunnar Þór Pétursson Finnur Kolbeinsson Ólafur Ingi Skúlason Sverrir Sverrisson Björn Viðar Ásbjörnsson Haukur Ingi Guðnason Sævar Þór... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 2 orð | 2 myndir

Lokastaðan á Íslandsmótinu 2002

LeikirSamtalsHeimaÚti Stig KR 18106232:1845019:961213:936 Fylkir 18104430:2253117:1151313:1134 Grindavík 1885532:2642314:1543218:1129 KA 1867518:192349:124419:725 ÍA 1865729:2633315:1132414:1523 FH 1857629:3052215:1105414:1922 ÍBV... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 192 orð

Magnús Aron nálgast HM-lágmark

MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, var aðeins einum metra frá lágmarksárangri til að öðlast þátttökurétt á HM í París í sumar þegar hann kastaði kringlunni 62,34 metra á kastmóti FH-inga á Kaplakrikavelli á sunnudaginn. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 188 orð

Markakóngar efstu deildar

ÞEIR leikmenn sem hafa orðið markakóngar efstu deildar í Íslandsmótinu knattspyrnu frá deildaskiptingin var tekin upp 1955 eru: 2002 Grétar Hjartarson, Grindavík 13 2001 Hjörtur Hjartarson, ÍA 15 2000 Andri Sigþórsson, KR 14 2000 Guðmundur Steinarsson,... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Markakóngurinn að braggast

GRÉTAR Ólafur Hjartarson, markakóngur Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, hefur ekkert geta æft né leikið með Grindvíkingum frá því hann meiddist á ökkla í leik Grindvíkinga og Keflvíkinga í undanúrslitum í deildabikarkeppni KSÍ í byrjun... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

Meistarabaráttan 2003

Jökull Elísabetarson, varnarmaðurinn ungi hjá KR, og Sævar Þór Gíslason, markahrókur Fylkisliðsins, í baráttu um... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 204 orð | 2 myndir

Nýir menn á sviðið

EINS og alltaf eru þónokkrar breytingar í herbúðum liða í efstu deild milli ára - nýir menn koma fram á sviðið. Íslandsmeistarar KR hafa fengið góðan liðsstyrk þar sem tvíburarnir frá Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, hafa gengið til liðs við þá og leika þeir í fyrsta skipti saman með KR-liðinu, en Bjarki hafði áður spilað með því. Arnar kom frá Dundee United í Skotlandi, en Bjarki lék um tíma með ÍA í fyrra, eftir að hann kom heim frá Englandi, þar sem hann lék með Preston. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 207 orð | 4 myndir

Ólafur Gottskálksson ver mark Grindvíkinga í...

Ólafur Gottskálksson ver mark Grindvíkinga í sumar og er óhætt að segja að koma hans í Suðurnesjaliðið sé mikill og góður liðsstyrkur. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 232 orð

Ólafur Þór Gunnarsson er genginn til...

Ólafur Þór Gunnarsson er genginn til liðs við Valsmenn og verður þeim eflaust góður styrkur. Ólafur hefur leikið með Skagamönnum undanfarin ár og er kominn með talsverða reynslu en hann hefur spilað fimm tímabil í röð í efstu deild. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 118 orð

"Aðstæður hafa batnað"

"MARKMIÐ okkar KA-manna er að bæta okkur á öllum sviðum knattspyrnunnar og vera þannig með sterkara lið. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 123 orð

"Gera greinarmun á væntingum og eigin markmiðum"

"VIÐ höfum okkar vinnumarkmið og breytum því ekki neitt. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 106 orð

"Hafa gaman af því sem við erum að gera"

"VIÐ ætlum að reyna að spila skemmtilegan og vonandi árangursríkan fótbolta í sumar og umfram allt hafa gaman af því sem við erum að gera," segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, sem aftur er kominn í slaginn hjá Hafnarfjarðarliðinu eftir... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 416 orð | 1 mynd

"ÍR-ingar knýja fram hreinan úrslitaleik"

FJÓRÐI úrslitaleikur Hauka og ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik verður í Austurbergi í kvöld og þar geta úrslitin ráðist. Með sigri tryggja Haukar sér Íslandsmeistaratitilinn í þriða sinn á síðustu fjórum árum en fari ÍR-ingar með sigur af hólmi knýja þeir fram oddaleik á Ásvöllum á fimmtudagskvöld. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 144 orð

"Rennum frekar blint í sjóinn"

"VIÐ rennum frekar blint í sjóinn fyrir sumarið, enda á ég von á að deildin verði mjög opin. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 128 orð

"Varkárir til að byrja með"

"VIÐ förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að ná í þau stig sem í boði eru," sagði Kristinn R. Jónsson þjálfari Framliðsins, en hann var varkár er hann var inntur eftir markmiðum liðsins í sumar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 126 orð

"Verða í toppbaráttunni frá byrjun"

"MIÐAÐ við árangurinn í fyrra og undanfarin ár setjum við okkur það markmið að verða í toppbaráttunni frá byrjun en ekki í lokin eins og verið hefur uppi á teningnum hjá okkur síðustu ár," segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 112 orð

"Verðum í toppbaráttunni"

"OKKAR markmið er sjálfsagt það sama og annarra liða, það er að vera í baráttunni á toppnum, á svipuðum slóðum og í fyrra þegar okkur vantaði herslumuninn upp á að vinna Íslandsmeistaratitilinn," segir Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 133 orð

"Þreifum fyrir okkur í fyrstu umferðum"

ÁSGEIR Elíasson þjálfari Þróttar segir að markmið liðsins fyrir keppnistímbilið sé einfalt, að ná að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu í íslenskri knattspyrnu. "Við munum, eins og önnur lið, þreifa fyrir okkur í fyrstu umferðum mótsins. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 128 orð

"Ætlum að hafa gaman af fótboltanum"

"OKKUR finnst það ekki vera viðunandi markmið að stefna eingöngu að því að halda okkur í deildinni. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 197 orð

Ranieri biður Bates að halda Zola

CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur beðið Ken Bates, stjórnarformann félagsins, að sjá til þess að Gianfranco Zola, Ítalinn snjalli, verði áfram í herbúðum þess. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Seaman kominn út í kuldann

SVEN Göran Eriksson landsliðseinvaldur Englendinga valdi í gær landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn S-Afríku og Svartfjallalandi og leikinn við Slóvaka í undankeppni EM. Það sem helst vakti athygli í vali Erikssons var að David Seaman, markvörður Arsenal, var ekki valinn í hópinn sem þykir benda til þess að dagar hans með enska landsliðinu séu nánast taldir. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 86 orð

Sigþór og Þórhallur mættir í slaginn

ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í knattspyrnu fengu í gær góðan liðsauka fyrir baráttuna sem fram undan er en þá komu til landsins Þórhallur Hinriksson og Sigþór Júlíusson. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

Skagamenn mæta til leiks að venju...

Skagamenn mæta til leiks að venju með það eitt að markmiði að vinna alla leiki sem liðið tekur þátt í. Handbragð Ólafs Þórðarsonar, þjálfara liðsins, leynir sér ekki þar sem barátta og vinnusemi hafa verið einkenni þess. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 119 orð

Skorar á Villa að halda Jóhannesi

MARCUS Allbäck, sænski landsliðsmaðurinn hjá Aston Villa, skorar á stjórn félagsins að sjá til þess að Jóhannes Karl Guðjónsson verði keyptur frá Real Betis. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 115 orð

Stabæk varð af 30 millj. kr.

HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Ruud van Nistelrooy er ekki í miklum metum hjá forráðamönnum norska liðsins Stabæk þessa dagana en markið sem hann skoraði gegn Everton og tryggði Manchester United 2:1 sigur gerði það að verkum að Stabæk fær ekki 30 millj.... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Steingrímur með flest mörk

STEINGRÍMUR Jóhannesson, sem er kominn aftur í raðir ÍBV eftir tveggja ára útlegð í Fylki, er markahæstur í efstu deild af þeim leikmönnum sem spila í henni í sumar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 138 orð

Tvísýnt með miðverði ÍBV

ÓVÍST er að miðverðir ÍBV verði tilbúnir í slaginn þegar Eyjamenn taka á móti KA í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur. Þeir Páll Þ. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 34 orð

Ungmennafélag Grindavíkur

Stofnað: 1935. Heimavöllur: Grindavíkurvöllur. Aðsetur félags: Austurvegur 3, 240 Grindavík. Sími: 426-8605. Fax: 426-7605. Netfang: umfg@centrum.is Heimasíða: www.umfg.is. Framkvæmdastjóri: Ingvar Guðjónsson. Þjálfari: Bjarni Jóhannsson. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 83 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Svíþjóð Gautaborg - Helsingborg 1:2 Örebro - Elfsborg 2:1 Staða efstu liða: Djurgården 650118:215 Hammarby 642010:414 AIK 641113:513 Helsingborg 63218:611 Örebro 63128:810 Landskrona 62318:69 Noregur Lilleström - Tromsö 3:2 Staðan: Rosenborg... Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

VALSMENN voru til skamms tíma eina...

VALSMENN voru til skamms tíma eina íslenska félagið sem aldrei hafði leikið utan efstu deildar. Þeim stöðugleika lauk haustið 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn og frá þeim tíma hafa Hlíðarendapiltar aldrei spilað í sömu deild ár frá ári. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 88 orð

Vefur um Landsbankadeildina

VEFUR helgaður Íslandsmeistaramótinu í efstu deild í knattspyrnu karla, Landsbankadeildinni, verður opnaður á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, nú í vikunni. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Vieri ekki með Inter gegn AC Milan

HECTOR Cuper, þjálfari Inter, hefur útlokað að framherjinn Christian Vieri taki þátt í leiknum við AC Milan í kvöld. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 91 orð

VISAbikarinn

KSÍ, Sport Five og VISA-Ísland hafa gert samkomulag sem gildir næstu þrjú árin og mun bikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki heita VISA-bikarinn. Sigurliðið í karlaflokki fær 1,5 millj. ísl. kr. í sinn hlut, silfurliðið 1 millj. kr. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

ÞAÐ eru þrettán ár síðan Fram...

ÞAÐ eru þrettán ár síðan Fram fagnaði Íslandsmeistaratitli síðast eða árið 1989. Frá þeim tíma hefur stöðugleika skort hjá liðinu og liðið féll úr úrvalsdeild árið 1995 en endurheimti sæti sitt á meðal þeirra bestu ári síðar. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 267 orð

Þórður Þórðarson mun standa í marki...

Þórður Þórðarson mun standa í marki Skagamanna í sumar en hann er reyndur leikmaður sem veit hvað þarf til þess að ná árangri. Ólafur Þór Gunnarsson er horfinn á braut í raðir Valsmanna en Þórður á eftir að fylla skarð hans af kostgæfni. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 317 orð | 1 mynd

ÞRÓTTUR er á ný á meðal...

ÞRÓTTUR er á ný á meðal bestu liða landsins í knattspyrnu en liðið hefur ekki leikið í efstu deild frá árinu 1998. Þá féll liðið 1. deild og hefur verið í baráttu um að komast upp úr 1. deild allt frá því. Meira
13. maí 2003 | Íþróttir | 137 orð

Þær frönsku fóru létt með Ungverjana

FRAKKAR unnu stórsigur á Ungverjum, 4:0, á útivelli í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu á sunnudaginn. Þessar þjóðir eru með Íslandi í 3. riðli og mætir íslenska liðið þeim báðum í ár. Meira

Fasteignablað

13. maí 2003 | Fasteignablað | 160 orð | 1 mynd

Básahraun 47

Fasteignasala Suðurlands hefur gott úrval fasteigna á söluskrá, hvort heldur einbýlishús, raðhús, parhús eða íbúðir í fjölbýli. Á meðal þessara eigna er Básahraun 47, glæsilegt 289,3 ferm einbýlishús með 60 ferm innbyggðum bílskúr. Húsið hannaði Einar V. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 205 orð | 1 mynd

Bergsmári 6

Kópavogur - Fasteignasalan Berg er nú með í sölu einbýlishús að Bergsmára 6 í Kópavogi. Þetta er timburhús, byggt 1994 og er það 196 ferm. "Um er að ræða fallegt 172 ferm. einbýli með 24 ferm. bílskúr á góðum stað í Kópavogi," sagði Hannes Ó. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Dökkar umgjörðir

Dökkar umgjörðir, bæði á myndum og speglum, setja mikinn svip á umhverfi sitt. Dökkur viður kemur og fer eftir því sem tískusveiflurnar bjóða en núna er harðviður af ýmsu tagi töluvert í... Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Dökk loft

Þegar veggir eru allir hvítir getur stundum verið fallegt að hafa loftin dökk. Hér má sjá dökka og stóra bita í lofti með dökkum borðum yfir og á milli er málað rautt. Sérkennilega gróft en getur komið vel út, t.d. í... Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 254 orð | 1 mynd

Ekra

Akureyri - Eignamiðlun Norðurlands hefur nú í sölu einstakt einbýlishús á Vaðlaheiði, beint á móti Akureyri. "Húsið heitir Ekra og er staðsett í landi Ytri-Varðgjár. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 133 orð | 1 mynd

Framnesvegur 66

Reykjavík - Fasteignasalan Höfði er nú með í einkasölu einbýlishús á Framnesvegi 66 í Reykjavík. Þetta er timburhús, að mestu endurbyggt 1982. Húsið er hæð og ris, alls 121 fermetri. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 291 orð | 1 mynd

Götuheiti tengd við nöfn Skálholtsbiskupa

Heiti á götum í þessu nýja hverfi eiga að enda á -búðir. "Ákveðið var að tengja nöfnin á götunum við nöfn Skálholtsbiskupa," segir Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Þorlákshöfn. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 775 orð

Hin týnda húsnæðisumræða

S Á sem þetta ritar var nýkominn til starfa á vettvangi húsnæðismála fyrir 20 árum þegar á brast með alþingiskosningar vorið 1983. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 808 orð | 1 mynd

Hljóðfæraleikur í fjölbýli

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um heimildir eigenda til hljóðfæraleiks í fjöleignarhúsum, s.s. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 178 orð | 1 mynd

Hrauntunga 24

Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í einkasölu húseignina Hrauntunga 24 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt árið 1982 og er það á einni hæð, alls 205,6 fermetrar, þar af er bílskúr 39,1 fermetri. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 191 orð | 1 mynd

Hrísdalur I-II

Eyja- og Miklaholtshreppur - Eignamiðlunin er nú með í einkasölu jörðina Hrísdal I og II á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða um það bil 900 hektara jörð sem meðal annars á land að Straumfjarðará og á veiðiréttindi í ánni. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Í baðherberginu

Í baðherberginu er hentugt að hafa rúmgóðar hillur. Þar má geyma handklæði sem og varabirgðir af pappír og körfur undir allt mögulegt sem fylgir fólki, svo sem krem af ýmsu tagi, greiður, bursta og... Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Í tómlega hornið

Stundum eru tómleg horn í herbergjum sem einhvern veginn er erfitt að finna nokkuð sem hentar í. Glær vasi með trjágrein í gæti þó alveg fyllt tómlega hornið rétt eins og eitthvað dýrara og... Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 230 orð | 1 mynd

Jörfalind 9

Kópavogur - Fasteignasalan Gimli er nú með í sölu raðhús í Jörfalind 9 í Kópavogi. Þetta er 194 fermetra hús sem byggt var 1999. Húsið er hæð og ris með 26,4 fermetra flísalögðum bílskúr. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Leirpottar

Blómum virðist líka afar vel að vaxa í leirpottum. Til eru leirpottar, stórir og smáir, með þar til gerðri skál undir. Leirpottarnir setja líka skemmtilegan og notalegan svip á umhverfi... Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 592 orð | 1 mynd

Mikil gróska í bænum

NÝ fasteignasala, sem ber heitið Fasteignasala Suðurlands, var stofnuð í marz sl. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 127 orð | 1 mynd

Nesvegur 104

Seltjarnarnes - Eignalistinn er nú með í einkasölu tvær íbúðir á Nesvegi 104 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða tvær rösklega 100 ferm. sérhæðir sem hvor um sig er með yfir 30 ferm. bílskúr. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 514 orð | 2 myndir

Nýtt skipulagssvæði fyrir rúmlega 200 íbúðir í Þorlákshöfn

Meiri spurn er nú eftir nýju húsnæði í Þorlákshöfn og um leið eftir lóðum fyrir nýbyggingar. Því hefur nýtt hverfi, Búðahverfi, verið skipulagt. Magnús Sigurðsson kynnti sér skipulagið. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 803 orð | 1 mynd

Spurningar og svör um gólfhita

E KKERT hitakerfi er í jafnmikilli sókn og gólfhiti. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 145 orð | 1 mynd

Stjúpur og barnaexem

Nú nálgast sá tími sem garðar landsmanna fyllast af sumarblómum og ber þar stjúpurnar blómglöðu einna hæst. Stjúpur eru reyndar mjög merkileg blóm, fyrir utan að þola vel kuldalegt loftslag Íslands og láta sig hafa að bera ríkuleg blóm eigi að síður. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 381 orð | 2 myndir

Verkfærakassi heimilisins

Á öllum heimilum þarf að stunda einhvers konar lagfæringar og breytingar öðru hverju. Allt krefst þetta verkfæra sem stundum virðast fjarri góðu gamni þegar á þarf að halda. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 380 orð

Viðbyggingar, endurbætur og orkusparandi breytingar

Íbúðalánasjóður veitir lán til viðbygginga, endurbóta og orkusparandi breytinga á húsnæði. Húsbréfadeild kaupir fasteignaveðbréf sem gefið er út í tengslum við viðbyggingu og endurbætur. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 136 orð | 1 mynd

Þorlákshöfn

ÍBÚAR í Þorlákshöfn eru nú nær 1.400 og fer fjölgandi. Vaxandi bær kallar á nýbyggingar og nú er að hefjast úthlutun á lóðum í nýju hverfi, Búðahverfi. Meira
13. maí 2003 | Fasteignablað | 340 orð | 1 mynd

Ört vaxandi áhugi á byggingarlandi á Austurlandi

ÝMSIR byggingaraðilar sýna nú bæði Egilsstöðum og Fjarðabyggð meiri áhuga en áður og væntingar vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda eru þegar farnar að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn á þessu svæði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.