Greinar mánudaginn 19. maí 2003

Forsíða

19. maí 2003 | Forsíða | 362 orð | 1 mynd

Ísraelsstjórn segist áfram reyna samningaleiðina

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann héldi áfram að reyna að ná sanngjarnri lausn á deilunni við Palestínumenn, þrátt fyrir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir í Jerúsalem um helgina sem bönuðu sjö manns auk... Meira
19. maí 2003 | Forsíða | 326 orð | 1 mynd

Mismunandi launaþróun starfsstétta innan ASÍ

LAUNAÞRÓUN einstakra launþegahópa innan Alþýðusambands Íslands hefur verið með nokkuð mismunandi hætti á undanförnum árum ef marka má tölur Kjararannsóknarnefndar aðila vinnumarkaðarins. Meira
19. maí 2003 | Forsíða | 123 orð

Stefnir í stríð í Aceh

MEGAWATI Sukarnoputri, forseti Indónesíu, undirritaði í gær tilskipun um að herlög væru sett í Aceh-héraði og að beita mætti hervaldi gegn aðskilnaðarsinnum þar. Meira
19. maí 2003 | Forsíða | 81 orð

Verhofstadt lýsir sigri

GUY Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, lýsti fyrir hönd samsteypustjórnar sinnar yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Meira

Fréttir

19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

42 útskrifast úr Sjúkraflutningaskólanum

FJÖLMENNI var á fyrstu útskriftarathöfninni hjá Sjúkraflutningaskólanum sem fram fór nýlega á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Afmæli Freysteins í Vagnbrekku

FJÖLMENNI heimsótti Freystein Jónsson í Vagnbrekku þegar hann fagnaði 100 ára afmæli sínu á laugardag. Var veislan sú einkar ánægjuleg. Blóm og kveðjur bárust víða að. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 832 orð | 2 myndir

Auka þarf útflutning á þekkingu tengdri hestinum

VERULEGA hefur dregið úr útflutningi íslenska hestsins á liðnum árum. Árið 1995 voru samtals flutt út 2.609 hross en í fyrra 1.507 hross. Útflutningsverðmæti hrossa var í fyrra rúmar 318 milljónir króna skv. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Ákall um nýtt átak gegn hryðjuverkum

RÁÐAMENN um allan heim fylktu sér í gær að baki ákalli Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlegt átak til að uppræta hryðjuverkastarfsemi, í kjölfar mannskæðra sjálfsmorðssprengjuárása hryðjuverkamanna með fáeinna daga millibili í... Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Álftir með unga á Bakkatjörn

ÞESSIR stoltu foreldrar svömluðu með ungana sína fimm á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í gær. Nú er sá tími að ungar eru að skríða úr eggjum og má víða sjá litla hnoðra svamla um í tjörnum og pollum. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Bakr felldur

Íraskur sjíti situr á höfði styttu af Ahmed Hassen el-Bakr í Mansour-hverfinu í Bagdad í gær, og lemur hana með höndunum. Styttan, sem var eitt síðasta táknið um valdatíma Baath-flokksins sem enn stóð í Bagdad, var felld í gær að viðstöddu fjölmenni. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Birgitta Haukdal strax í viðtölum

ÍSLENSKI Evróvisjón-hópurinn kom til Riga í Lettlandi síðdegis í gær og snemma í morgun átti að vera fyrsta æfing Birgittu Haukdal og hljómsveitar fyrir Evrópusöngvakeppnina sem fram fer næsta laugardag. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bílveltur í Borgarfirði

TVÆR bílveltur urðu í Borgarfirði aðfaranótt sunnudagsins. Önnur átti sér stað laust eftir miðnætti á Draghálsi. Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Þá varð önnur bílvelta á Stórási neðan við Húsafell klukkan tæplega tvö um nóttina. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð

Ekkert um okkur án okkar

MÁLÞING um fötlunarrannsóknir með yfirskriftinni "Ekkert um okkur án okkar" var haldið í Reykjadal á laugardaginn og var sérstaklega sniðið að þörfum fólks með þroskahömlun. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 401 orð

Erfiðar aðstæður í stórgrýttri fjörunni

SIGMAÐUR sem fékk á sig grjót í Hornbjargi á laugardag og kastaðist niður 7-8 faðma er lærbrotinn og með áverka á hendi. Hann gekkst undir aðgerð á bæklunardeild Landspítalans en þangað var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar, síðdegis á... Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fengu ferðastyrki til Noregs

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Voru það 10. bekkingar í Háteigsskóla, unglingahópur Hjálpræðishersins á Akureyri, kammerkórinn Schola cantorum og hópur á vegum Tækniminjasafns Austurlands sem fengu styrki. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 238 orð

Franskir sósíalistar stefna lengra til vinstri

FRANSKIR sósíalistar ráðgera nú öfluga endurkomu sína inn á franska þingið eftir að hafa beðið afhroð í þingkosningunum fyrir ári. Á þriggja daga flokksþingi sem haldið var í Dijon-borg um helgina var samþykkt ályktun um ákveðnari vinstristefnu. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 199 orð

Fylgitungl Júpiters orðin 60

STJÖRNUFRÆÐINGAR sem fylgst hafa með reikistjörnunni Júpiter fundu nýverið 20 fylgitungl til viðbótar við þau sem fyrir voru. Alls eru fundin tungl stjörnunnar því orðin 60. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 807 orð | 1 mynd

Fylgjum betur forskriftinni

Álfheiður Ingadóttir er fædd í Reykjavík 1. maí 1951. Stúdent frá MR 1971 og BS-próf í líffræði frá HÍ 1975. Blaðamaður við Þjóðviljann 1977-87 og varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1978-86 og um tíma formaður umhverfismálaráðs. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fyrirlestur á vegum lagadeildar HR verður...

Fyrirlestur á vegum lagadeildar HR verður á morgun, þriðjudaginn 20. maí, kl. 12-13. Tero Mustonen frá tækniháskólanum í Tampere í Finnlandi heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um umhverfismál og löggjöf á norðurslóðum frá sjónarhóli frumbyggja. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Færri og verðmeiri hross utan

MUN MINNA er nú flutt út af íslenskum hestum en fyrir nokkrum árum; árið 1995 voru flutt út liðlega 2.600 hross en í fyrra hálft annað þúsund. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Geitungar ekki árásargjarnir á vorin

ERLING Ólafsson, skordýrafræðingur og umsjónarmaður geitungarannsókna á Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur undanfarna daga fylgst með trjágeitungsdrottningu hefja byggingu bús í hleðsluvegg við heimili hans. Hann hefur gefið drottningunni nafnið Regína. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 206 orð

Harma misbrest við flutning atkvæða

BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá alþjóðlega flutningafyrirtækinu DHL: "Á sama tíma og alþjóðlega flutningafyrirtækið DHL harmar að misbrestur hafi orðið á afgreiðslu utankjörstaðaratkvæða í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sem send voru með... Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Innbrotsþjófur í síbrotagæslu

KARLMAÐUR, sem handtekinn var á laugardagsmorgun eftir innbrot í þrjú hús á Selfossi, hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Lögreglan á Selfossi segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu undanfarnar vikur. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Í gæsluvarðhaldi eftir rán í sparisjóði

KARLMAÐUR um tvítugt, sem játað hefur aðild að ráni í Sparisjóði Kópavogs, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á laugardagskvöld. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Jóhannes Páll II páfi 83 ára

JÓHANNES Páll II páfi veifar til mannfjölda á torginu við Péturskirkjuna í Róm, þar sem hann hélt útimessu í gær, á 83 ára afmælisdegi sínum. Páfi tók við þetta tækifæri fjóra menn, tvo landsmenn sína frá Póllandi og tvo Ítali, í dýrlingatölu. Meira
19. maí 2003 | Miðopna | 465 orð

Kaflaskil í baráttunni

KOSNINGABARÁTTAN er að baki, kosningarnar frá og sumarið framundan. Þessa dagana hittumst við í ýmsum hópum innan hreyfingarinnar, förum yfir atburði síðustu vikna, gleðjumst yfir því sem vel var gert og veltum vöngum yfir því sem betur mátti fara. Meira
19. maí 2003 | Miðopna | 635 orð

Kjörtímabil kynslóðaskipta?

Eftir tólf ára forystu í ríkisstjórn varð Sjálfstæðisflokkurinn fyrir talsverðu fylgistapi í alþingiskosningum um síðustu helgi. Meira
19. maí 2003 | Miðopna | 683 orð

Kosningarnar og Evrópumálin

Á sama tíma fyrir ári bjuggust flestir við því að aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði eitt af stóru kosningamálunum í vor. Flestir höfðu rangt fyrir sér. Þegar á hólminn var komið höfðu kjósendur engan áhuga á Evrópusambandinu. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Línurnar farnar að skýrast

FORMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hittust á fundi í gærkvöldi ásamt varaformönnum flokkanna og nokkrum sérfræðingum og héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 101 orð

Mannskæð flóð á Sri Lanka

FLÓÐ og aurskriður ollu miklu tjóni í bæjum og sveitum á sunnanverðri Mið-Sri Lanka um helgina. Sögðu talsmenn yfirvalda í gær að 84 að minnsta kosti hefðu látið lífið og um 150.000 manns hefðu neyðzt til að flýja heimili sín. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Markaveisla og rauð spjöld

BIÐIN er á enda hjá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum sem og leikmönnum, því Landsbankadeildin í knattspyrnu hófst í gær með fjórum leikjum. Alls voru fjórtán mörk skoruð í gær, og fóru þrettán þeirra í rétt mark en eitt fór í eigið mark. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Mikið um dýrðir í Laugardalshöll

Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöll í gær er Fimleikasamband Íslands, FSÍ, hélt upp á 35 ára afmæli sitt. FSÍ var stofnað hinn 17. maí árið 1968 og sýndi fimleikafólk á öllum aldri ýmis atriði af því tilefni. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Ólafíu Jóhannsdóttur

MINNISVARÐI af Ólafíu Jóhannsdóttur var afhjúpaður við Mosfellskirkju á laugardag á 140 ára ártíð hennar. Ólafía fæddist á Mosfelli árið 1863 en faðir hennar séra Jóhann Knútur Benediktsson var sóknarprestur þar. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 117 orð

Nýr formaður Blindrafélagsins

SIGURJÓN Einarsson var kjörinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi félagsins á laugardaginn. Sigurjón var einn þriggja sem buðu sig fram til formanns en aðrir voru Gísli Helgason, formaður félagsins um tveggja ára skeið, og Einar Lee. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nýr formaður Félags ísl. hjúkrunarfræðinga

ELSA B. Friðfinnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, tók við formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi félagsins í síðustu viku, af Herdísi Sveinsdóttur. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 295 orð

Óhjákvæmilegt að draga úr starfseminni

ERFIÐ fjárhagsstaða Landverndar var rædd á aðalfundi samtakanna á laugardag. Framkvæmdastjórinn, Tryggvi Felixson, hefur sagt upp störfum og hefur stjórn samtakanna ákveðið að segja skrifstofustjóranum upp. Meira
19. maí 2003 | Miðopna | 988 orð

Óttafull sjávarútvegssýn Stefáns Más!

STEFÁN Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, og Óttar Pálsson, héraðsdómslögmaður, blésu til fundar miðvikudaginn 23. apríl sl. og kynntu niðurstöður á rannsókn sem þeir hafa stundað á sjávarútvegsstefnu ESB. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 295 orð

Rekstrarhallinn 5,5% af tekjum

VERULEGRA breytinga er þörf í rekstri Hafnarfjarðarbæjar þannig að veltufé frá rekstri dugi fyrir afborgunum lána og nauðsynlegum fjárfestingum. Afkoma A-hluta, þ.e. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Réttarvernd fjölmiðla rædd á málþingi

OPIÐ málþing um sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla verður haldið í Odda á morgun í tilefni af doktorsritgerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur en hún lauk doktorsprófi á sviði þjóðaréttar við lagadeild Háskólans í Lundi í mars síðastliðnum. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ríkisstofnunum verði fækkað um 30 til 40

SÍFELLD hækkun opinberra útgjalda er verulegt áhyggjuefni og mikilvægt er að ný ríkisstjórn hefji vinnu við fækkun ríkisstofnana með niðurlagningu og sameiningu þeirra og setji sér það markmið að fækka ríkisstofnunum um 30-40 á næstu fjórum árum. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 133 orð

Sjúkraflutningamanni aftur boðin staða

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins hefur boðið sjúkraflutningamanninum, sem sýknaður var í Hæstirétti af ákæru um kynferðislega áreitni gagnvart sjúklingi, stöðu sína aftur hjá slökkviliðinu. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 248 orð

Skattar á matvæli verði lækkaðir

BORIST hefur yfirlýsing frá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ, sem hér er birt örlítið stytt: "Samtök verslunar og þjónustu telja mikilvægt að lækka smásöluverð matvæla á Íslandi. Meira
19. maí 2003 | Erlendar fréttir | 267 orð

Slóvakar samþykkja Evrópusambandsaðild

MARGIR Slóvakar höfðu ekki fyrir því að mæta á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild Slóvakíu, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði samþykkti aðildarsamningana. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 249 orð

Sumarmarkaður í Bjarkarási verður miðvikudaginn 21.

Sumarmarkaður í Bjarkarási verður miðvikudaginn 21. maí kl. 16-19. Til sölu verða listmunir, meðal annars úr leir og tré, úr Smiðjunni og lífrænt ræktað grænmeti og sumarblóm úr gróðurhúsinu. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Sunnan heiða flytur Stemmur í Salnum

SÖNGHÓPURINN Sunnan heiða mun frumflytja verkið Stemmur eftir Gunnstein Ólafsson á tónleikum í Salnum næstkomandi sunnudag klukkan 17. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Taðverk á Geiteyjarströnd

ÞORSTEINN Aðalsteinsson, bóndi á Geiteyjarströnd, sinnir hér fornum búskaparháttum á góðviðrisdegi. Hann er að kljúfa taðhnausa til frekari þurrkunar. Að baki honum eru taðhraukar á vörubrettum. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 822 orð | 1 mynd

Tíu leiðir að bættum lífskjörum

Verslunarráð vill m.a. fækkun stofnana, sparnað í ríkisrekstri og lögbindingu framlaga til einkaskóla. Það hvetur til þess að einkafyrirtæki veiti velferðarþjónustu en varar sérstaklega við hugmyndum um nýja skatta. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 575 orð

Þyrfti mjög víðtæka sátt

VIÐBRÖGÐ Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) við hugmyndum um aukinn stuðning við launafólk í langtímaveikindum á kostnað skammtímaveikinda og breytingar á sjúkrasjóðum eru blendin eða hóflega jákvæð. Meira
19. maí 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Ætla að halda ótrauð áfram

RIÐA kom upp á bænum Bakka í Víðidal í apríl en þar búa ung hjón, Örn Óli Andrésson og Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, með börnum sínum tveimur. Var allt fé þeirra, 219 ær, fellt í byrjun mánaðarins eftir að búið var að ganga frá samningamálum. Meira

Ritstjórnargreinar

19. maí 2003 | Leiðarar | 765 orð

Endurskoðun veikindaréttar

Kjarabarátta snýst um meira en að krefjast hærri launa. Í raun mætti með vísan í reynslu færa rök að því að slíkar kröfur einar og sér leiði til verri kjara en ekki betri, enda hefur kjarabarátta tekið miklum breytingum á undanförnum áratug. Meira
19. maí 2003 | Staksteinar | 347 orð

- Þurfa laun þingmanna að vera há?

Brynjólfur Stefánsson fjallar í Deiglunni um launahækkun alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir Kjaradóm. Meira

Menning

19. maí 2003 | Skólar/Menntun | 323 orð | 1 mynd

Ánægðir foreldrar

"Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt kvöld sem gaf mér og öðrum foreldrum tækifæri til þess að taka þátt og kynnast á eigin spýtur þeim verkefnum sem börnin okkar eru að fást við á hverjum degi í leikskólanum," sagði Björk Jóhannsdóttir,... Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 486 orð | 3 myndir

Brellur og bikiní

KOMIN er út viðhafnarútgáfa af tuttugustu James Bond-myndinni, Die Another Day , á mynddiski. Í raun er að finna tvo diska í þessari sérútgáfu, með meira en fimm klukkustundum af aukaefni. Meira
19. maí 2003 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Börnin segja leikurum frá draumum sínum

UM 1.200 börn heimsækja Borgarleikhúsið þessa dagana en það er liður í barnastarfinu sem boðið hefur verið uppá í húsinu undanfarin átta ár. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Draumaheimur smíðaður

MATRIX-æðið stendur nú sem hæst, með kvikmynd, tónlist, tölvuleik og teiknimyndaþáttum. Því er ekki úr vegi að kynna sér tilurð tæknibrellnanna sem á sínum tíma mörkuðu þáttaskil í myndinni The Matrix sem sýnd var fyrir 4 árum. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 904 orð | 1 mynd

Er líf eftir Graham?

Platan Think Tank með Blur kom út á dögunum. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði hvað þremenningarnir í sveitinni hafa að segja um upptökur í Marokkó, Fatboy Slim og brotthvarf Grahams. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Fjölbreytt dagskrá á Aksjón

Á AKUREYRI er starfrækt sjónvarpsstöðin Aksjón sem sendir út og framleiðir ýmiskonar frétta- og dægurefni alla daga vikunnar. Meira
19. maí 2003 | Skólar/Menntun | 1527 orð | 1 mynd

Foreldrar læra margt í leikskóla

Leikskólar/ Á leikjanámskeiði á Akureyri voru engin börn, en foreldrum þeirra var skipt í sex hópa til að fá smjörþefinn af kennslunni sem börnin fá á daginn. Gunnar Hersveinn kynnti sér námskeiðið sem tengist þróunarverkefni í lífsleikni í leikskólum og fjallar um dygðakennslu. Meira
19. maí 2003 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Gunnlaðarsaga á frönsku

GUNNLAÐARSAGA eftir Svövu Jakobsdóttur var nýverið gefin út í Frakklandi á vegum bókaútgáfunnar José Corti. Meira
19. maí 2003 | Menningarlíf | 57 orð

Í dag

Vorhátíð LHÍ, haldin í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarborg kl. 20 Kammertónleikar - Strengjakvartettinn Áróra flytur tríó fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Franz Schubert og píanókvintett eftir Dmitri Shostakovitch píanókvintett. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 229 orð | 1 mynd

Í stórborgarfrumskóginum

Bandaríkin 2002. Myndform. VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Adam Ripp. Aðalleikendur: Trivell, Darontay McClendon, Vi Reasons, Darris Love, Don Cambell. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Kvikmyndamiðstöð Íslands heilsar í Cannes

NÝSTOFNUÐ Kvikmyndamiðstöð Íslands heilsaði formlega upp á gestgjafa sína í Cannes og aðra samstarfsmenn og velunnara, gamla og nýja, með því að efna til sérstakrar móttöku á föstudaginn var á skrifstofu norrænu kvikmyndamiðstöðvanna, sem er á besta stað... Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 231 orð | 1 mynd

Líf, smán og lukka

Bandaríkin 2001. Sam-myndbönd. VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Kevin Rodney Sullivan. Aðalleikendur: Omar Epps, Dana Delaney, Charles S. Dutton. Meira
19. maí 2003 | Menningarlíf | 277 orð | 1 mynd

Ljósmyndarar á Íslandi vekja athygli

BÓK Ingu Láru Baldvinsdóttur, Ljósmyndarar á Íslandi/Photographers of Iceland 1845-1945, hefur vakið athygli víða í Evrópu og hlotið afar jákvæða dóma, m.a. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 137 orð | 3 myndir

Meitlaður steinn og fangaðir skuggar

MARGT góðra gesta heimsóttu Kjarvalsstaði á laugardag, en þá voru opnaðar tvær sýningar í safninu. Annars vegar sýning á verkum Arnar Þorsteinssonar. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 82 orð | 2 myndir

Nútímadans, leiklist og lifandi tónlist

DANSLEIKHÚSIÐ frumsýndi fjögur ný verk á Nýja sviði Borgarleikhússins á miðvikudagskvöld. Tvinnað var saman nútímadansi, leiklist og lifandi tónlist. Meira
19. maí 2003 | Tónlist | 694 orð

Raddir gleðinnar

Kórinn Vox gaudiae, einsöngvarar og barokksveitin Aldavinir fluttu trúartónlist frá ýmsum tímum undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Miðvikudagurinn 13. maí, 2003. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 189 orð | 2 myndir

Ráðabrugg í regnskóginum

KOMIÐ er að örlagastundu í þáttunum Strandaglópar: Amasón (Survivor - The Amazon). Meira
19. maí 2003 | Menningarlíf | 240 orð | 1 mynd

Skáldsaga Sjóns gefin út í Finnlandi

RÉTTINDASTOFA Eddu - útgáfu hefur gengið frá samningi um sölu á skáldsögunni Augu þín sáu mig eftir Sjón til Like í Finnlandi. Þar með hefur útgáfurétturinn á sögunni verið seldur til fjögurra landa en hin löndin eru Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Meira
19. maí 2003 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Skrýtnastur er maður sjálfur besta fræðibók barna

UPPLÝSING, félag bókasafns- og upplýsingafræða, hefur útnefnt bókina Skrýtnastur er maður sjálfur - hver var Halldór Laxness? eftir Auði Jónsdóttur bestu fræðibók fyrir börn sem út kom á árinu 2002. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. Meira
19. maí 2003 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Tvöfaldur skammtur

TVÖFALDAN skammt af helstu hasarhetjum, spæjurum og stökkbreyttum verum er að finna á mynddiskalistanum þessa vikuna. Tvær James Bond-myndir eru á listanum yfir gullmolana, Logandi hræddir ( Living Daylights ) frá 1987 og Gullaugað ( Goldeneye ) frá... Meira

Umræðan

19. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 667 orð | 1 mynd

Ekki storka allri þjóðinni

SENN líður að því að framkvæmdir við veggöng til Siglufjarðar verði boðin út, fari sem horfir, 11 km löng, þar af 0,4 km steyptir vegskálar, sem eru dýrari einingar en göng í bergi. Fjölmörg styttri göng eru meir aðkallandi en þessi. Meira
19. maí 2003 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Ég vil vera maður!

UMRÆÐAN sem Margrét H. Gústavsdóttir blaðakona hóf í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. maí sl. (bls. 27) er mikilvæg og ég vona að hún dafni og verði til gagns. Meira
19. maí 2003 | Aðsent efni | 550 orð | 1 mynd

Hrun í veiðum Atlantshafsþorsks

VEIÐAR á Atlandshafsþorski hafa hrunið úr yfir þrem milljónum tonna 1970, niður í um 800 þúsund tonn árlega nú og eru á niðurleið. Friðun smáþorsks til að auka afrakstur þorskstofna hefur alls staðar mistekist, en er samt haldið áfram. Meira
19. maí 2003 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Tækniháskóli Íslands - háskóli atvinnulífsins

NÝ lög um Tækniháskóla Íslands tóku gildi á miðju síðasta ári. Þar með rættist langþráður draumur margra um tækniháskóla sem sérhæfir sig í tækni-, rekstrar- og heilbrigðisgreinum. Meira
19. maí 2003 | Aðsent efni | 477 orð | 1 mynd

Það var kosið um heilbrigðismál

Ríkisstjórnarflokkarnir koma laskaðir út úr nýafstöðnum alþingiskosnigum. Reyndar ekki eins illa og margir höfðu spáð, en báðir stjórnarflokkarnir tapa þó fylgi. Meira
19. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 413 orð | 3 myndir

Þekkir einhver fólkið?

Þekkir einhver fólkið? MYNDIR þessar munu hafa verið í eigu konu ættaðrar úr Landsveit í Rangárvallasýslu sem bjó í Reykjavík á árunum 1915 til 1945. Meira

Minningargreinar

19. maí 2003 | Minningargreinar | 366 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA M. HRÓBJARTSDÓTTIR

Ágústa Margrét Hróbjartsdóttir fæddist í Skuld á Eyrarbakka 31. mars 1909. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 132 orð | 1 mynd

ERIK HÅKANSSON

Erik Håkansson fæddist í Reykjavík 19. október 1941. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 29. apríl. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 1627 orð | 1 mynd

EYVINDUR ÁSKELSSON

Eyvindur Áskelsson, bóndi í Laugafelli í Reykjadal, fæddist 22. júlí 1932. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 7. maí síðastliðinn. Foreldrar Eyvindar voru Dagbjört Gísladóttir, frá Hofi í Svarfaðardal, f. 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 239 orð | 1 mynd

GRÉTA HERMANNSDÓTTIR

Gréta Hermannsdóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1951. Hún lést á sjúkrahúsinu í Trollhättan í Svíþjóð 10. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 30. apríl. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

HRAFNHILDUR LÍF BALDURSDÓTTIR

Hrafnhildur Líf Baldursdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 2001. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldur Stefán Svavarsson, f. 13. október 1972, og Sóley Sævarsdóttir, f. 24. júní 1980. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 46 orð

Hugrún Hlín Ingólfsdóttir

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 213 orð | 1 mynd

HUGRÚN HLÍN INGÓLFSDÓTTIR

Hugrún Hlín Ingólfsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. ágúst 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans 3. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 8. maí. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 620 orð | 1 mynd

KATRÍN JÓNSDÓTTIR

Katrín Jónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 20. apríl 1913 og ólst þar upp. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn og var jarðsett á Seyðisfirði 26. apríl. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 1344 orð | 1 mynd

KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR

Katrín Sigurðardóttir fæddist í Kirkjulandshjáleigu í Landeyjum 27. maí 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. maí síðastliðinn. Foreldrar Katrínar voru Sigurður Sigurðarson frá Austur-Sámstöðum í Fljótshlíð, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 26 orð

Kolbrún Guðmundsdóttir

Ég gæli við blómið sem þú gafst mér. Nú er ilmur þess beiskur og blöðin drúpa. Ef ég kyssi það falla blöðin af, en krónan stendur eftir og grætur. (Nína Björk Árnadóttir.) Auður... Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 2318 orð | 1 mynd

KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Kolbrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1932. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari frá Gröf í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, f. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 3516 orð | 1 mynd

KRISTINN HELGASON

Kristinn Helgason fæddist í Vík í Mýrdal 9. maí 1922. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Dagbjartsson verkamaður og hagyrðingur, f. 31. ágúst 1877, d. 6. mars 1941, og kona hans Ágústa Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2003 | Minningargreinar | 485 orð | 1 mynd

SNORRI ÞÓR JÓHANNESSON

Snorri Þór Jóhannesson fæddist í Vestmannaeyjum 19. júlí 1940. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 23. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 2. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Hagnaður Gunnvarar dregst saman

HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör í Hnífsdal skilaði 140 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 205 milljónum og hefur því dregist saman um tæp 32%. Meira
19. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Málþing um miðlun á nýrri öld

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín býður til málþings næstkomandi fimmtudag um miðlun á nýrri öld, menningu, fræðslu og markaðssetningu. Í tilkynningu segir að Internetið, geisladiskar og aðrir stafrænir miðlar hafi sannað sig sem áhrifarík leið til... Meira
19. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Minni hagnaður ÍAV

HAGNAÐUR Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, á fyrsta fjórðungi ársins 2003 nam 73,2 milljónum króna samanborið við 110,7 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2002. Rekstrartekjur samstæðu Íslenskra aðalverktaka námu 2. Meira
19. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 373 orð | 1 mynd

Optimar Íslandi kaupir rekstur Ískerfa hf.

OPTIMAR Íslandi ehf. hefur keypt rekstur Ískerfa hf. og tekið við framleiðslu á ísþykknivélum þeim er Ískerfi hafa verið að framleiða og selja bæði á innlendan og erlendan markað. "Optimar Íslandi ehf. Meira

Fastir þættir

19. maí 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 19. maí, er áttræð Hulda Sigrún Snæbjörnsdóttir, Holtsgötu 6 . Hún tekur á móti skyldfólki og vinum í Safnaðarheimili Kaþólsku kirkjunnar, Hávallagötu 16 í dag milli kl. 16 og... Meira
19. maí 2003 | Fastir þættir | 234 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

STEVE Weinstein og Bobby Levin unnu Cavendish-tvímenninginn í fyrra en gekk illa í ár og enduðu í 27. sæti af 50 pörum. En þeir áttu auðvitað sín góðu spil. Norður gefur; AV á hættu. Meira
19. maí 2003 | Dagbók | 471 orð

(Mark. 13, 37.)

Í dag er mánudagur 19. maí, 139. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: "Vakið!" Meira
19. maí 2003 | Fastir þættir | 453 orð | 2 myndir

Norðurlandamót að hefjast í Færeyjum

Norðurlandamótið í brids hefst í Þórshöfn 19. maí og stendur til 23. maí. Heimasíða mótsins er www.bridge.fo. Meira
19. maí 2003 | Dagbók | 55 orð

SAKNAÐARLJÓÐ

Þá var ég ungur, er unnir luku föðuraugum fyrir mér saman. Man ég þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan, er mér faðir hvarf. Man ég afl andans í yfirbragði, og ástina björtu, er úr augum skein. Var hún mér æ, sem á vorum ali grös in grænu guðfögur... Meira
19. maí 2003 | Fastir þættir | 197 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. a3 Bxd2+ 6. Bxd2 Bb7 7. Bg5 d6 8. e3 Rbd7 9. Dc2 De7 10. Hd1 h6 11. Bh4 g5 12. Bg3 Re4 13. d5 Rxg3 14. hxg3 e5 15. Bd3 Kf8 16. g4 Kg8 17. Rd2 Rf6 18. Bf5 Bc8 19. Bxc8 Hxc8 20. Rf1 He8 21. Rg3 Rxg4 22. Meira
19. maí 2003 | Fastir þættir | 378 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er ákaflega ánægður með að nú eigi að bæta beygjuör við umferðarljósin á Kringlumýrarbraut þar sem hún mætir Miklubraut. Víkverji skilur ekki í að ekki skuli hafa verið drifið í þessu miklu fyrr. Meira

Íþróttir

19. maí 2003 | Íþróttir | 134 orð

Allt í hers höndum í Molde

LEIKMENN og þjálfarar norska úrvalsdeildarliðsins Molde tóku ekki þátt í hátíðarhöldum þann 17. maí er Norðmenn héldu uppá þjóðhátíðardag landsins. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 67 orð

Annar Ungverji til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við ungverska handknattleiksmanninn Imre Kiss um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Kiss er örvhent skytta og var fimmti markahæsti leikmaðurinn í ungversku deildinni á nýliðinni leiktíð. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

Ánægðir með þrjú stig í pottinn

ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari og leikmaður KA, var kampakátur í leikslok. "Þetta voru mjög góð stig hérna í Eyjum, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og ná í þrjú stig. Við erum ánægðir með að vera komnir með þrjú stig í pottinn. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 155 orð

Áttum að skora fleiri mörk

FYRIRLIÐI Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson, var ekki sáttur við leik sinna manna gegn FH í Kaplakrika. "Ég er óánægður með að ná aðeins jafntefli hér í Kaplakrika. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Brynjar Björn skoðar hjá Braga

BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu, sem verið hefur á mála hjá Stoke City, hélt í morgun til Portúgals þar hann mun dvelja í vikutíma við æfingar hjá portúgalska 1. deildarliðinu Braga. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 551 orð | 2 myndir

Draumur nýliðanna

GRINDVÍKINGAR léku í gær sinn 500. leik í deildakeppninni frá upphafi en hann verður þeim ekki eftirminnilegur. Eflaust vilja þeir gleyma því sem fyrst hversu slakir þeir voru gegn baráttuglöðum nýliðum Vals í rokinu á eigin heimavelli. Valsstrákarnir, sem spáð hefur verið falli, sýndu svo ekki varð um villst að þeir geta bitið frá sér og gert öllum skráveifu. Þeir lögðu Grindvíkinga að velli, 2:1, og ekki er annað hægt að segja en að það hafi verið fyllilega verðskulduð úrslit. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 678 orð | 1 mynd

Eldur stöðvaði ekki Schumacher

MICHAEL Schumacher hjá Ferrari vann öruggan sigur í Austurríkiskappakstrinum þrátt fyrir að hann tefðist í fyrsta þjónustuhléi er kviknaði í bensínstút sem sat fastur í bílnum. Var þetta þriðji sigur Schumachers í röð og virðast yfirburðir nýja Ferrarifáksins talsverðir. Annar varð Kimi Räikkönen hjá McLaren en hann átti í mikilli keppni síðasta fjórðunginn við Rubens Barrichello hjá Ferrari en hélt sætinu og þar með forystunni í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 657 orð

England Bikarkeppnin: Úrslitaleikur í Cardiff: Arsenal...

England Bikarkeppnin: Úrslitaleikur í Cardiff: Arsenal - Southampton 1:0 Robert Pires 38. - 73,726. Arsenal í annað sætið Arsenal er komið í annað sæti yfir þau félög sem oftast hafa hampað enska bikarnum í knattspyrnu. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

Erna skoraði fyrsta markið

ERNA Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði fyrsta markið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á laugardag en þá unnu Blikastúlkur Þór/KA/KS 2:1. Leikurinn, sem jafnframt var fyrsti leikur Íslandsmótanna í knattspyrnu, fór fram við ágætar aðstæður á Kópavogsvelli að viðstöddum um 100 áhorfendum. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

Evrópska mótaröðin Alveslohe-völlurinn, par 72.

Evrópska mótaröðin Alveslohe-völlurinn, par 72. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 313 orð

Fjögur rauð spjöld í Ólafsfirði

AFAR leiðinlegt veður setti mark sitt á leik Leifturs/Dalvíkur og HK í 1. deild karla í gær, sem leikinn var í Ólafsfirði. Bálhvass norðanvindurinn gerði leikmönnum og áhorfendum lífið leitt og í heildina var leikurinn fremur bragðdaufur. Bæði lið reyndu eftir fremsta megni að halda boltanum niðri og sýndu oft lipran samleik en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Það gekk þó mikið á seinni hluta leiksins en þá fengu HK-ingar þrjár brottvísanir og heimamenn eina. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur KA-manna í Eyjum

ÞAÐ var mikil harka og nóg um að vera í Vestmannaeyjum í gær þegar Eyjamenn tóku á móti KA í fyrsta leiknum í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinn. Báðum þessum liðum var fyrir mót spáð fallbaráttu í sumar, Eyjamönnum því sjöunda og KA mönnum því áttunda. Þegar upp var staðið voru það leikmenn Akureyrarliðsins sem fögnuðu sigri - og var það í fyrsta skipti sem KA stendur uppi sem sigurvegari í efstu deild í Eyjum, 3:2. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 168 orð

Gefur aukið sjálfstraust

DALVÍKINGURINN Jóhann Hreiðarsson minnti eftirminnilega á sig í Grindavík í gær. Jóhann, sem er 23 ára, skoraði sín fyrstu mörk í efstu deild. Hann er yngri bróðir Sigurbjörns Hreiðarssonar, fyrirliða liðsins. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

Góð byrjun hjá Klaus Augenthaler

BAYERN Leverkusen byrjaði vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Klaus Augenthaler og 3:0 sigur á 1860 München í næst síðustu umferð þýsku Bundesligunnar kom liðinu upp úr fallsæti. Á sama tíma tapaði Armenia Bielefeld fyrir Hansa Rostock og þar með höfðu Leverkusen og Bielefeld sætaskipti. Fyrir lokaumferðina eru Energie Cottbus og Nürnberg fallin en slagurinn um þriðja fallsætið stendur á milli Bielefeldt og Leverkusen. Leverkusen hefur 37 stig en Bielefeld stigi minna. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 301 orð

Góð byrjun Þórs

BREIÐABLIK og Þór mættust í 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þessum liðum var nýverið spáð góðu gengi í sumar og sýndu þau á köflum ágæta knattspyrnu. Það voru gestirnir frá Akureyri sem höfðu betur þegar flautað hafði verið til leiksloka, skoruðu tvö mörk gegn einu gestanna. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 419 orð | 2 myndir

Gunnlaugur var hetja ÍA

LEIK FH og Skagamanna í Hafnarfirði í gær var bróðurleg skipt - Hafnfirðingar réðu ferðinni fyrir hlé og uppskáru mark en gestirnir af Skipaskaga voru með seinni hálfleik í sinni vörslu og skoruðu líka. Sitt stigið hvort er því sanngjarnt en hvorugt liðið var samt sátt við það en þurfti ekki mikið til að hirða öll þrjú. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 172 orð

Harrington hafði betur gegn Björn

Padraig Harrington frá Írlandi stóð uppi sem sigurvegari á Deutsche Bank-SAP Open sem lauk í Þýskalandi í gær. Harrington og Thomas Björn frá Danmörku voru jafnir að loknum 72 holum, á samtals 19 undir pari. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Haukur Ingi fljótur að minna á sig

HAUKUR Ingi Guðnason hóf Íslandsmótið vel í búningi Fylkismanna, en þessi eldfljóti Keflvíkingur opnaði markareikning sinn og Fylkis á Íslandsmótinu þegar hann skoraði strax á 3. mínútu leiksins á móti Frömurum. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* HEIÐMAR Felixson , landsliðsmaður í...

* HEIÐMAR Felixson , landsliðsmaður í handknattleik, hyggst leika knattspyrnu í sumarfríi sínu frá spænska handboltanum. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 239 orð

Held að við eigum töluvert meira inni

ÉG er mjög glaður að innbyrða þessi þrjú stig en ég held þó að við eigum töluvert meira inni," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, varnarmaðurinn sterki í liði Fylkis, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Fram í Árbænum. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

Heppnin var með Haukum í lokin

BERSÝNILEGT var á leik Hauka og Njarðvíkur á Ásvöllum í gær að um fyrstu umferð sumars væri að ræða. Óöryggi var í sendingum og á köflum vissu varnir liðanna ekki alveg í hvorn fótinn þær áttu að stíga. Nýliðar Njarðvíkur gáfu heimamönnum þó ekkert eftir og var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að Hafnfirðingar stálu sigrinum og stigunum þremur, 3:2. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 66 orð

Hrafnkell kemur á morgun

HRAFNKELL Helgason, varnar- og miðjumaðurinn sterki hjá Fylki, er væntanlegur til landsins á morgun en hann hefur lokið námi í Bandaríkjunum. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 20 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild: Laugardalur: Þróttur - KR 19.15 1. deild karla: Varmá: Afturelding - Víkingur R. 20 Keflavík: Keflavík - Stjarnan 20 2. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 93 orð

Jóhannes meistari í fjórða sinn

JÓHANNES B. Jóhannesson varð á laugardaginn Íslandsmeistari í snóker í fjórða sinn þegar hann vann Eðvarð Matthíasson í úrslitaleik, 9:5. Jóhannes hóf úrslitaeinvígið sérlega vel. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Jón Arnór gefur kost á sér í nýliðaval NBA

JÓN Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður hjá TBB Trier í Þýskalandi hefur tilkynnt forsvarsmönnum NBA-deildarinnar að hann gefi kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar sem fram fer í New York hinn 26. júní nk. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild Grindavík...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild Grindavík - Valur 1:2 FH - ÍA 1:1 ÍBV - KA 2:3 Fylkir - Fram 3:1 Staðan: Fylkir 11003:13 KA 11003:23 Valur 11002:13 ÍA 10101:11 FH 10101:11 Þróttur R. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 476 orð | 2 myndir

Líf og fjör í Fylkissigri

BIKARMEISTARAR Fylkis fóru með öll stigin frá viðureign sinni við Fram á Árbæjarvelli í gærkvöld og tylltu sér þar með í toppsæti deildarinnar. Í bráðfjörugum leik þar sem um 2000 áhorfendur fengu mikið fyrir aura sína, sigraði Árbæjarliðið, 3:1. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 125 orð

Makelele vill semja við United

FRANSKI landsliðsmaðurinn Claude Makelele, sem hefur leikið með Real Madrid á Spáni undanfarin fimm ár, segir umboðsmann sinn í viðræðum við enska meistaraliðið Manchester United. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 110 orð

Marel skoraði í tapleik Lokeren

ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, sáu Marel Baldvinsson skora eina mark Lokeren þegar liðið tapaði fyrir Lierse, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 197 orð

Mikil lyfjanotkun á Englandi

NIÐURSTÖÐUR úr könnun sem breska ríkisútvarpið lét gera á meðal knattspyrnumanna á Englandi verða birtar í kvöld og segir BBC að þar komi m.a. fram að 150 leikmenn viðurkenni að hafa notað ólögleg lyf í þeim tilgangi að ná betri árangri sem íþróttamenn. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 170 orð

Nánast eins og rothögg

KEFLVÍKINGURINN í liði Framara, Guðmundur Steinarsson, sýndi oft lipur tilþrif í Árbænum í gærkvöldi en tókst ekki að leika sama leik og Haukur Ingi, fyrrverandi félagi hans í Suðurnesjaliðinu, sem skoraði fyrsta mark leiksins. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 383 orð

Nowitzki hrökk í gang

DIRK Nowitzki náði loks að sýna hvað í honum býr í sjöunda leik Dallas Mavericks gegn Sacramento Kings í undaúrslitum vesturstrandarinnar í NBA-deildinni aðfaranótt sunnudags, þar sem Dallas tryggði sér sigur, 112:99. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Ólafur með átta fyrir Magdeburg

MAGDEBURG er öruggt með þriðja sæti í þýsku Bundesligunni í handknattleik og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir öruggan sigur á Lübbecke, 37:30, á útvelli. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

*ÓLAFUR Örn Bjarnason , landsliðsmaður í...

*ÓLAFUR Örn Bjarnason , landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrirliði Grindavíkurliðsins, skoraði fyrsta mark efstu deildar, þegar hann skoraði mark Grindvíkinga gegn Val eftir 9.55 mín. í Grindavík . Aðeins sjö sek. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 519 orð | 2 myndir

"Lögðum upp leikinn fyrir okkur sjálfa"

HLÍÐARENDASTRÁKARNIR hans Þorláks Árnasonar komu, sáu og sigruðu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Valsmönnum var spáð falli í hinu árlega kaffisamsæti fyrir Íslandsmótið en flestir hafa reiknað með því að Grindvíkingar taki þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var hinsvegar Þorlákur sem brosti breiðast í leikslok. Strákarnir hans stóðust prófið í fyrsta leik og virðast staðráðnir í að láta allar hrakspár sem vind um eyru þjóta. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 330 orð

"Virkileg vonbrigði"

ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Grindavíkur, lék í gær sinn fyrsta leik hér á landi síðan hann spilaði með Keflvíkingum sumarið 1997. Um mitt það sumar hélt Ólafur til Skotlands og lék með Hibernian. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann hélt suður til Lundúna og lék með Brentford. Ólafur hefur lengi verið í hópi bestu markvarða okkar Íslendinga en Grindavík er fimmta liðið sem hann leikur með í efstu deild hér á landi. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 473 orð | 1 mynd

"Þetta var kærkominn endir á tímabilinu"

ARSENAL varð á laugardaginn fyrsta félagið í 21 ár sem tekst að verja bikarmeistaratitil sinn en Lundúnaliðið bar sigurorð af Southampton, 1:0, undir þaki þúsaldarvallarins í Cardiff í Wales. Frakkinn Robert Pires skoraði sigurmarkið á 38. mínútu og tryggði þar með Arsenal bikarinn í 9. sinn í sögu félagsins í 16 tilraunum. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

"Þetta voru töpuð stig fyrir okkur"

HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, var ekki sáttur við að fá bara eitt stig á heimavelli gegn Skagamönnum í gær. "Mér fannst við betri í heildina, vorum reyndar fullvarkárir í byrjun en eftir að við náðum tökum á leiknum gekk mjög vel. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Ramsay með Keflavík?

SVO getur farið að Skotinn Scott Ramsay leiki með Keflvíkingum í 1. deildinni í sumar. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 71 orð

Rooney meiddur

HINN 17 ára gamli framherji enska landsliðsins og Everton, Wayne Rooney, er meiddur og fer ekki með enska landsliðinu til S-Afríku. Allar líkur eru á því að Rooney verði ekki með enska liðinu í sumar. Einnig er Danny Murphy frá Liverpool meiddur á hálsi. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Seaman vill halda áfram

DAVID Seaman hefur verið boðið af forráðamönnum Arsenal að taka að sér þjálfun markvarða hjá liðinu en allar líkur eru á að Seaman verði ekki aðalmarkvörður Arsenal á næstu leiktíð. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 98 orð

Sharpe lék á fréttamenn

LEE Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, náði sjaldan að leika á Valsmenn í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni með Grindvíkingum í gær. Sharpe náði sér aldrei á strik í leiknum, frekar en Grindavíkurliðið í heild. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 135 orð

Skagamenn hafa áhuga á Linta

ÓLAFUR Þórðarson þjálfari knattspyrnuliðs ÍA segir að hann hafi áhuga á að fá Alexandar Linta til liðs við félagið á ný. Linta lék með Skagamönnum árið 1997 er Ivan Golic stjórnaði liðinu fram eftir sumri en Linta lék alls 12 leiki með ÍA. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Stelmokas og Hanna best

HAUKAR hirtu mörg verðlaun á uppskeruhátíð handknattleiksfólks sem haldin var á Broadway á laugardagskvöldið. Bestu leikmenn í karla- og kvennaflokki voru útnefnd Andrius Stelmokas, KA, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum. Efnilegustu leikmennirnir voru kjörnir Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum og Elísabet Gunnarsdóttir, Stjörnunni. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* TED Beckham , faðir knattspyrnustjörnunnar...

* TED Beckham , faðir knattspyrnustjörnunnar Davids Beckhams, hefur enn og aftur gengið fram fyrir skjöldu í umræðum um son sinn. Í blaðinu Sunday Express segir Ted að sonur sinn verði um kyrrt á Old Trafford eins lengi og Manchester United vill. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 206 orð

Tvær umdeildar vítaspyrnur í Grindavík

BÁÐAR vítaspyrnurnar sem Jóhannes Valgeirsson dæmdi í leik Grindavíkur og Vals í gær þóttu afar umdeilanlegar. Ray Anthony Jónsson, Grindvíkingur, fékk þá fyrri þegar hann féll við eftir meintan árekstur við Ólaf Þór Gunnarsson, markvörð. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 159 orð

Vorum óskynsamir

"ÞETTA var langt frá því að vera í lagi," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Guðjónsson lék fimm síðustu...

* ÞÓRÐUR Guðjónsson lék fimm síðustu mínúturnar í liði Bochum sem gerði 1:1 jafntefli við Hamburger í síðasta heimaleik sínum á þessari leiktíð í þýsku 1. deildinni. Meira
19. maí 2003 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

Þýskaland Pfullingen - Nordhorn 28:30 Eisenach...

Þýskaland Pfullingen - Nordhorn 28:30 Eisenach - Kiel 24:30 N-Lübbecke - Magdeburg 30:37 Hamburg - Wetzlar 29:22 Gummersb. - Wallau 27:26 Wilhelmshav. - Minden 28:29 Lemgo - Essen 36:35 Willst.Schutt. - Göppingen 30:33 Großwallst. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.