Greinar miðvikudaginn 28. maí 2003

Forsíða

28. maí 2003 | Forsíða | 80 orð

Áttu 92,7% viðskipta

Sænskir fjölmiðlar fjölluðu um innherjamálið í gær og skýrðu frá því að hinir grunuðu hefðu keypt um 900 þúsund hluti í JP Nordiska frá 10. júní til 29. ágúst á síðasta ári. Meira
28. maí 2003 | Forsíða | 177 orð | 1 mynd

Bandaríkin senda Írönum tóninn

RÁÐAMENN í Bandaríkjunum sendu írönskum stjórnvöldum í gær tóninn vegna meints stuðnings þeirra við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin og íhlutunar í stjórnmál nágrannaríkisins Íraks. Meira
28. maí 2003 | Forsíða | 426 orð | 1 mynd

Gæti reynst mesta brot sinnar tegundar í Svíþjóð

UM fjörutíu lögreglumenn á vegum efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar tóku þátt í húsleit á heimilum og skrifstofum í fimm löndum í gær. Meira
28. maí 2003 | Forsíða | 73 orð

Ráku sjónvarpsstjórann

TALSMENN arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera staðfestu í gær að sjónvarpsstjóranum, Mohammed Jassem al-Ali, hefði verið sagt upp störfum. Meira
28. maí 2003 | Forsíða | 222 orð | 1 mynd

Þrír dóu í öflugum eftirskjálfta

JARÐSKJÁLFTI sem mældist að minnsta kosti 5,5 á Richter-kvarða skók Alsír síðdegis í gær en aðeins vika er liðin síðan öflugur jarðskjálfti kostaði ríflega 2.200 Alsírbúa lífið. Meira

Baksíða

28. maí 2003 | Baksíða | 224 orð

Eignir innan við 5% af skuldbindingum

ÁFALLIN skuldbinding vegna lífeyrisréttinda alþingismanna og ráðherra nam rúmum 5 milljörðum króna í árslok 2002 og óx um rúmar 500 milljónir króna frá árinu áður. Meira
28. maí 2003 | Baksíða | 57 orð | 1 mynd

Hillir undir nýtt Bankastræti

FRAMKVÆMDIR við gatna- og gönguleiðir í Bankastræti í Reykjavík eru nú í fullum gangi en samkvæmt upphaflegri áætlun er ráðgert að verkinu ljúki um miðjan næsta mánuð. Meira
28. maí 2003 | Baksíða | 207 orð

ÍE segir upp 28 starfsmönnum

TUTTUGU og átta starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar var sagt upp í gær. Eru uppsagnirnar liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að ná því markmiði fyrir árslok að tekjur dugi fyrir útgjöldum og ekki verði lengur gengið á eigið fé. Þá hafa 18 störf verið lögð niður hjá Eddu útgáfu hf. vegna skipulagsbreytinga og verða um 50 manns í starfi hjá félaginu eftir breytingarnar. Þá mun Tímarit Máls og menningar hætta göngu sinni þar sem tap hefur verið á útgáfunni undanfarin misseri. Meira
28. maí 2003 | Baksíða | 178 orð | 1 mynd

Kappsigling á sundunum

ÞÆR voru tignarlegar skúturnar sem sigldu um sundin úti fyrir Reykjavík í góða veðrinu í gærkvöldi. Meira
28. maí 2003 | Baksíða | 250 orð | 1 mynd

Mjólk á flöskum eftir 36 ára hlé

MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík áformar að hefja sölu á mjólk á flöskum um næstu mánaðamót og má reikna með að hún komi í verslanir fyrstu dagana í júní. Þrjátíu og sex ár eru liðin síðan mjólk í glerflöskum hvarf af sjónarsviðinu. Meira
28. maí 2003 | Baksíða | 161 orð | 1 mynd

Útgáfu TMM hætt í haust

ÚTGÁFU hins gamalgróna Tímarits Máls og menningar, TMM, verður hætt á þessu ári eftir 64 ára göngu þess og er von á síðasta heftinu í september nk. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar, forstjóra Eddu útgáfu hf. Meira

Fréttir

28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

10 ára afmælishátíð Rimaskóla verður haldin...

10 ára afmælishátíð Rimaskóla verður haldin hátíðleg laugardaginn 31. maí kl. 12-15. Skólinn var stofnaður 21. apríl 1993, skólastjóri Rimaskóla frá upphafi er Helgi Árnason. Á afmælishátíðinni verður boðið upp á skemmtidagskrá. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Affarasælast sé að halda sig við málefni í kosningabaráttu

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði m.a. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Aftur byrjað á hjáveitugöngum við Kárahnjúka

VERKTAKAFYRIRTÆKIN Impregilo og Arnarfell starfa nú af fullum krafti við undirbúning stíflugerðar og borun aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 231 orð

Annmarkar á málsmeðferð ríkislögreglustjóra

UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir í nýju áliti að ríkislögreglustjóra hafi borið skylda til þess, samkvæmt stjórnsýslulögum, að veita lögreglumanni kost á að koma að andmælum sínum vegna umsagna fyrrum yfirmanna hans hjá efnahagsbrotadeild. Meira
28. maí 2003 | Landsbyggðin | 570 orð | 1 mynd

Atvinnulífið gerir í auknum mæli kröfu um meistaranám

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst er nú að fara af stað með meistaranám við skólann. Undirbúningur hefur staðið yfir í vetur en boðið verður upp á tvær, leiðir annars vegar MS-gráðu í viðskiptafræði og hins vegar MA-gráðu í hagnýtum hagvísindum. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 97 orð | 1 mynd

Á forræði sænskra yfirvalda

"Þetta snýst um viðskipti í Svíþjóð með sænsk verðbréf þannig að þetta er ekki undir lögsögu okkar. Við höfum hins vegar fylgst með málinu og verið í samskiptum við eftirlitið í Svíþjóð út af því og tókum þátt í upplýsingaöfluninni í morgun. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 797 orð | 1 mynd

Átakalínur skýrast

Fleiri drættir fyrirhugaðs stjórnarskrársáttmála ESB skýrðust í gær, en skoðanir á drögunum eru skiptar. Auðunn Arnórsson fer hér yfir stöðuna í starfi svonefndrar Framtíðarráðstefnu Evrópu. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð

Átt við kerfi Símans utan við SAP-bókhaldskerfið

VEGNA fréttar á bls. 4 í Morgunblaðinu í gær, hinn 27. maí, þar sem fram kom í millifyrirsögn blaðsins "SAP bókhaldskerfið ekki nógu vel lokað", vill Landssíminn árétta: Átt var við kerfi Landssímans utan við SAP bókhaldskerfið. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Beðið umsagnar siglingastofnunar

GREINT hefur verið frá því í norska ríkisútvarpinu, NRK , að eigendur Guðrúnar Gísladóttur hafi fyrr í vikunni sent norsku siglingastofnuninni símbréf um bankaábyrgð vegna björgunar fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur. Meira
28. maí 2003 | Landsbyggðin | 143 orð | 1 mynd

Boðið upp á háskólanám í Stykkishólmi

MIKILL áhugi er fyrir því í Stykkishólmi að bjóða upp á fjarnám frá Háskólanum á Akureyri næsta vetur. Bæjarstjórn stóð fyrir kynningarfundi fyrir skömmu þar sem kynntir voru möguleikar á fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 196 orð

Bólusetning langt komin

BÓLUSETNING við heilahimnubólgu hefur gengið mjög vel og er langt komin samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins. Er gert ráð fyrir að bólusetningunni ljúki fyrir sumarið, en hún hófst í fyrrahaust. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 139 orð

BUGL lokuð í rúman mánuð í sumar

BARNA- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss að Dalbraut 12 verður lokuð frá 4. júlí til 11. ágúst í sumar. Þá verður framhaldsmeðferð á Kleifarvegi fyrir börn og unglinga með geðraskanir lokuð frá 6. júní til 11. ágúst. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 246 orð

Bush hittir Sharon og Abbas auk nokkurra arabaleiðtoga

ÞESS er vænst að George W. Bush Bandaríkjaforseti hitti forsætisráðherra Ísraela og Palestínumanna á ráðstefnu í næstu viku og haldi aðra ráðstefnu með nokkrum leiðtogum arabaríkja. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Dagvinnulaun 11% hærri

DAGVINNULAUN opinberra starfsmanna hækkuðu um rúm 11% milli áranna 2001 og 2002 og námu að meðaltali rúmum 198 þúsund krónum á mánuði. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Doktor í lífefnafræði

*MATTHÍAS Þórólfsson lauk í febrúar síðastliðnum doktorsprófi í lífefnafræði frá háskólanum í Björgvin í Noregi. Doktorsritgerð Matthíasar ber heitið "Biophysical studies on human phenylalanine hydroxylase. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 221 orð

Dregið hefur úr reykingum síðustu ár

DAGLEGAR reykingar meðal nemenda í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa dregist saman undanfarin ár. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ekið á lömb í Skagafirði

TVÖ lömb drápust þegar ekið var á þau í Skagafirði í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki hafa á þessu ári borist 35 tilkynningar um búfé á vegum, þar af sex tilkynningar í vikunni. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 111 orð | 1 mynd

Ekki lokað fyrir viðskipti

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Kauphöllin muni ekki bregðast við fréttum um rannsókn efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar með því að loka fyrir viðskipti með bréf Kaupþings Búnaðarbanka í Kauphöllinni. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ekki minnisblað félagsmálaráðherra

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra vill að gefnu tilefni árétta að minnisblað það sem minnst var á í frétt Morgunblaðsins í gær um hækkun húsnæðislána er ekki minnisblað félagsmálaráðherra. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð

Eldur í spennistöð

ELDUR kom upp í spennistöð Rarik í Grundarfirði klukkan 12.30 í gær en spennistöðin er áföst við fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar. Rafmagn fór af hluta bæjarins. Slökkvilið var komið á staðinn eftir örskamma stund og slökkti eldinn með duftækjum. Meira
28. maí 2003 | Landsbyggðin | 63 orð | 1 mynd

Elfar Guðni menningarfrömuður Árborgar

ELFAR Guðni Þórðarson listmálari var útnefndur menningarfrömuður ársins í Árborg en viðurkenningin var veitt í húsi Hólmarastar á Stokkseyri á fimmtudagskvöld þar sem fram fór hátíðardagskrá. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 39 orð

Eru ekki tengd HIV-info

AÐ gefnu tilefni og vegna fjölmargra fyrirspurna vilja Alnæmissamtökin á Íslandi gera ljóst, að þau eru á engan hátt tengd félagsskapnum HIV-info og koma hvorki nærri söfnun né öðru starfi í nafni þess félagsskapar, segir í frétt frá... Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fjórði maðurinn handtekinn

KARLMAÐUR var handtekinn í fyrradag grunaður um aðild að stórfelldu fjársvikamáli hjá Landssímanum. Var hann í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Er hann fjórði maðurinn sem handtekinn er vegna málsins. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 288 orð

Fjórir féllu í árás á eftirlitsstöð í Írak

TVEIR bandarískir hermenn féllu og níu særðust í árás á eftirlitsstöð bandaríska hersins við bæinn Fallujah í Írak í gær. Meira
28. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 173 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við Síðuskóla

NEMENDUR úr Síðuskóla tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju íþróttahúsi skólans og viðbyggingu við hann nú í vikunni, en efnt var til hugmyndasamkeppni um viðbyggingu, hönnun á lóð, sal og íþróttahúsi á síðasta ári. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 269 orð

Fundi Abbas og Sharons frestað

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, frestuðu í gær fyrirhuguðum fundi sínum í dag þar sem ræða átti hinn svonefnda vegvísi að friði í Miðausturlöndum, áður en forsætisráðherrarnir hitta George W. Meira
28. maí 2003 | Landsbyggðin | 91 orð | 1 mynd

Gáfu bingóspjöld

SJÁLFSBJÖRG í A-Húnavatnssýslu afhenti á dögunum bingóspjöld og kúluvél til félagsstarfs aldraðra og fatlaðra í A-Húnavatnssýslu. Sigríður Bjarkadóttir sagði að Sjálfsbjörg í A-Hún. Meira
28. maí 2003 | Suðurnes | 124 orð | 1 mynd

Gefa búnað í eldhús

SYSTRAFÉLAG Ytri-Njarðvíkurkirkju hefur fært sóknarnefndinni að gjöf borðbúnað, kaffivél, dúka og ýmsan annan búnað í eldhús kirkjunnar. Verðmæti gjafarinnar er um 530 þúsund krónur. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Halldór Blöndal kjörinn forseti þingsins

HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á þingfundi Alþingis í gær kjörinn forseti Alþingis. Gert er ráð fyrir því að Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kjörin forseti Alþingis haustið 2005. Meira
28. maí 2003 | Landsbyggðin | 204 orð | 1 mynd

Hálf milljón safnaðist og fjöldi gjafa barst

UM hálf milljón króna safnaðist á söngskemmtun sem haldin var í síðustu viku á Sauðárkróki til styrktar Rúnari Birni Þorkelssyni og fjölskyldu hans. Að auki barst fjöldi gjafa frá fyrirtækjum. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 139 orð

Hernaðurinn löngu ákveðinn?

STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta ákvað um miðjan desember að heyja stríð í Írak þótt hún segði á þeim tíma að reynt yrði til þrautar að leysa Íraksdeiluna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að sögn Financial Times í gær. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Hlutað um þingsæti fyrir hálfan dag

HLUTAÐ var um sæti þingmanna á Alþingi síðdegis í gær eftir að gengið hafði verið frá kosningu í forsætisnefnd, fastanefndir og alþjóðanefndir. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Hvalveiðar ekki efnahagslega mikilvægar fyrir Ísland

HVALVEIÐAR og norræn samvinna voru meðal þess sem rætt var á fundi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi í gær. Í dag verður Íslandsdagurinn haldinn hátíðlegur í Stokkhólmi. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Hvatningarhandbók til allra landsmanna

ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands hefur látið gera sérstaka fræðslu- og hvatningarhandbók sem send verður inn á öll heimili í landinu, í dag, miðvikudaginn 28. maí. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 141 orð

Hægrimenn tapa Róm

HÆGRIMENN í ítalska stjórnarflokknum Forza Italia biðu mikinn ósigur í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Róm og 11 öðrum héruðum Ítalíu á sunnudag og mánudag. Meira
28. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 92 orð

Innritun í skólagarða að hefjast

INNRITUN í skólagarða hefst á næstu dögum en starfsemi þeirra er á átta stöðum í borginni. Garðarnir eru ætlaðir 8 til 12 ára börnum en einnig geta eldri borgarar innritað sig ef rými leyfir. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Íslendingar á leið á Alþjóðaleika þroskaheftra

ÍSLENDINGAR munu eiga 48 keppendur á Alþjóðaleikum þroskaheftra í Dublin á Írlandi í sumar, en leikarnir eru nefndir Special Olympics á ensku. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Íslendingar mega kenna sig við föður eða móður í Svíþjóð

RÍKISSTJÓRN Svíþjóðar hefur samþykkt breytingar á sænskum nafnalögum sem gerir Íslendingum kleift að kenna sig við föður eða móður. Reglugerðin gekk í gildi hinn 1. maí. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Jörðin séð frá himni

JÖRÐIN séð frá himni, stærsta ljósmyndasýning sem sögur fara af, verður opnuð á Austurvelli næstkomandi laugardag kl. 15. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Kanna geð- og þroskaraskanir 5 ára barna

PHARMACO afhenti í gær 2,5 milljónir króna til stuðnings verkefninu Heilsa, hegðun og þroski 5 ára barna, en það er rannsóknarverkefni sem miðar að því að kanna heilsufar og einkenni geð- og þroskaraskana hjá börnum. Meira
28. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Karlakór Eyjafjarðar heldur vortónleika sína í...

Karlakór Eyjafjarðar heldur vortónleika sína í Laugarborg í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. maí, kl. 20.30. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 129 orð

Kaupþing banki hf. ekki til rannsóknar

Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Ríkislögreglustjóra sem barst í gær segir: "Samkvæmt yfirlýsingu Ekobrottsmyndigheten í Svíþjóð eru til rannsóknar þar í landi ætluð innherjasvik sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa notfært sér trúnaðarupplýsingar... Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Kjörinn formaður siðfræðinefndar WMA

JÓN Snædal, varaformaður Læknafélags Íslands, var kjörinn formaður siðfræðinefndar Alþjóðasamtaka lækna, WMA, á fundi samtakanna í Divonne- Les-Bains í Frakklandi fyrir helgi. Jón hefur verið stjórnarmaður í samtökunum síðastliðin tvö ár. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð

Kosið í bankaráð Seðlabankans og útvarpsráð

ALÞINGI kaus í gær fulltrúa í stjórnir, nefndir og ráð utan þings, til næstu fjögurra ára. Í útvarpsráð voru kjörnir, sem aðalmenn: Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, Páll Magnússon, Anna K. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 463 orð

Leiðir til að bæta nýtingu heilsufarsupplýsinga

AÐGENGI að heilbrigðistölfræði, aðferðir til þess að bæta það og nauðsyn þess að ýta undir betri nýtingu upplýsinga var meðal þess sem Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðistölfræðisviðs landlæknisembættisins, ræddi í erindi sínu á fræðslufundi... Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 298 orð

Leið Kaupþings inn á sænska markaðinn

SÆNSKA fjármálaeftirlitið veitti samþykki sitt fyrir yfirtöku Kaupþings banka á JP-Nordiska bankanum skömmu fyrir síðustu áramót. Meira
28. maí 2003 | Suðurnes | 91 orð | 1 mynd

Luku vinnuvélanámskeiði vinnumiðlunar

TUTTUGU og tveir tóku þátt í vinnuvélanámskeiði sem Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja hélt á dögunum. Var það fyrsta vinnuvélanámskeið stofnunarinnar. Luku allir tilskildum tíma og þreyttu próf í lokin. Námskeiðið var haldið á daginn, dagana 5. til 16 maí. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðaplani við Barónsstíg 47 (Heilsuverndarstöð Reykjavíkur) föstudaginn 15. maí milli kl. 9 og 15. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Mannskæð átök í Aceh

INDÓNESÍSKUR hermaður gætir birgða hersins á leið hans til hins róstursama Aceh-héraðs í gær. Indónesíski herinn tilkynnti í gær að enn yrði gripið til harðari aðgerða gegn GAM, hreyfingu sjálfstæðissinna í Aceh-héraði. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Með fyrsta Íslendingnum

BÖRNIN á Brekkuborg vita allt um Jón Sigurðsson, Ráðhúsið, landvættina og njósnara Noregskonungs sem þeir ku hafa hamlað landgöngu í fyrndinni eftir lýðveldisfræðsluna sem staðið hefur yfir að... Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 834 orð

Meint innherjasvik með JP Nordiska rannsökuð

Efnahagsbrotadeild sænsku ríkislögreglunnar gerði húsleit í íbúðum og skrifstofum í fimm löndum í gær vegna meintra innherjasvika vegna yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska í fyrra. Rannsóknin beinist ekki að Kaupþingi heldur einstaklingum sem keyptu bréf í JP Nordiska síðastliðið sumar. Meðal þeirra sem gerð var húsleit hjá voru stofnendur Bakkavarar Group en leitað var á Íslandi, Svíþjóð, Englandi, Lúxemborg og Þýskalandi. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 112 orð

Morð í Ósló

MAÐUR var skotinn til bana á götu úti í Tonsenhagen í norðurhluta Óslóar í Noregi eftir hádegi í gær. Vitni segja að maðurinn hafi verið skotinn að minnsta kosti fimm skotum. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Mótmæli í Jerúsalem

Ungir, bókstafstrúaðir gyðingar í Mea Sharin-hverfinu í Jerúsalem fylgjast með mótmælum gegn áætlunum ísraelskra yfirvalda um að draga úr fjárveitingum til samtaka strangtrúaðra. Þúsundir bókstafstrúaðra gyðinga komu saman til mótmælanna í... Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 199 orð

Norskir hermenn kvörtuðu yfir vélinni

FLUGVÉLIN sem fórst í Tyrklandi á mánudag með 74 menn innanborðs hafði áður flutt norska hermenn til og frá Afganistan. Margir þeirra kvörtuðu yfir lélegu ástandi vélarinnar að því er fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins NRK . Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 823 orð | 1 mynd

Nýjar leiðir í skipulagi borga

Jean Francois Lejeune er Belgi og búsettur í Miami á Flórída þar sem hann er prófessor og kennari í arkítektúr, borgarsagnfræði og skipulagsfræðum við Háskólann í Miami. Hann lærði við Háskólann í Liege í Belgíu og starfaði síðan um tíu ára skeið í Brussel. Hann flutti til Bandaríkjanna árið 1986 og kenndi um tíma í Portland í Oregon. Hann hefur skrifað bækur og tímaritsgreinar um skipulagsmálin. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ný námsbraut fyrir útlendinga í bígerð

MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð er með í athugun að þróa sérstaka braut fyrir nemendur sem hafa íslensku ekki að móðurmáli og hafa jafnframt litla kunnáttu í ensku. Meira
28. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 270 orð | 1 mynd

Óttast lokun á næsta ári

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hafist verði strax handa við frekari stækkun kirkjugarðs bæjarins. Formaður stjórnar kirkjugarðsins segir stefna í hreint ófremdarástand vegna plássleysis í garðinum og óttast að loka verði honum um mitt næsta ár. Meira
28. maí 2003 | Suðurnes | 195 orð | 1 mynd

Óvenjuefnismikið Sjómannadagsblað

SJÓMANNADAGSBLAÐ Grindavíkur 2003 er komið út í fimmtánda sinn. Blaðið er óvenjustórt og efnismikið að þessu sinni, 88 blaðsíður. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 611 orð | 2 myndir

"Ásakanir um innherjasvik eiga ekki við rök að styðjast"

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá Bakkabræðrum sf. í tengslum við rannsókn á ætluðum innherjasvikum vegna viðskipta með hlutabréf í sænska bankanum JP Nordiska. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

"Brjálað að gera, enda besti vagninn í bænum"

Gerður Björg Guðfinnsdóttir frá Keflavík selur pylsur á Strikinu í Kaupmannahöfn. Kristján Kristjánsson fékk sér pylsu hjá Gerði sem á og rekur pylsuvagn þar ytra ásamt þýskum eiginmanni sínum. Meira
28. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 302 orð

"Ekkert gert til að laga ástandið"

KÆRANDI lóðaúthlutana í Vatnsenda segir óviðunandi að ekki sé gripið til aðgerða til að tryggja að lóðaúthlutanir sveitarfélaga fari fram með réttlátum hætti þrátt fyrir að félagsmálaráðuneytið úrskurði æ ofan í æ að þær séu ámælisverðar. Meira
28. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 270 orð

"Hneykslaður á afgreiðslu ÍTA"

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar hefur hafnað ósk Íþróttafélagsins Þórs um að félagið geti fært æfingar og kappleiki í Bogann í sumar þegar aðstæður á æfingasvæði leyfa ekki æfingar og keppnir þar. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 53 orð

"Rannsókn beinist ekki að Bakkavör Group"

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Bakkavör Group hf.: "Í framhaldi af umfjöllun um rannsókn á ætluðum ólögmætum innherjaviðskiptum með hlutabréf í sænska bankanum JP Nordiska AB skal upplýst að skrifstofa Bakkavarar Group hf. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 270 orð

"Ryksuguðu" markaðinn með bréf í JP Nordiska

SÆNSKIR fjölmiðlar hafa í gær eftir yfirvöldum þar í landi að hinir grunuðu í málinu séu ekki starfsmenn Kaupþings á Íslandi í Svíþjóð, JP Nordiska eða verðbréfafyrirtækisins Aragon, sem nú er hluti af Kaupþingi banka í Svíþjóð. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

"Vinnumarkaður fyrir alla"

RÁÐSTEFNA Evrópudeildar Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun "Vinnumarkaðurinn fyrir alla" hefst á Grandhóteli í dag, en henni lýkur á föstudag. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð | 2 myndir

Sami staður, sama stærð

EINAR Falur Ingólfsson gerir það ekki endasleppt í Hlíðarvatni. Fyrir skemmstu greindum við frá 5,5 punda, 55 cm bleikjuhrygnu sem hann tók í Hlíðarvatni. Var það líklega stærsta bleikja vorsins í vatninu og eru svo stórar bleikjur fágætar í Hlíðarvatni. Meira
28. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 123 orð | 1 mynd

Seljaráð heiðrað tvisvar sinnum

FORELDRARÁÐ Seljaskóla, Seljaráð, hlaut á dögunum Fjöregg Samfoks, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi. Þá hlaut ráðið einnig hvatningarverðlaun Heimilis og skóla fyrir árið 2003. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð

Sjóarahátíð í Bolungarvík.

Sjóarahátíð í Bolungarvík. Sjóarahátíð í Bolungarvík 2003 verður haldin í fyrsta sinn dagana 29. maí - 1. júní. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Skór með harðkornasólum á markað síðsumars

SÍÐLA sumars kemur á markað ný tegund skófatnaðar sem ætlað er að auka öryggi gangandi vegfarenda í hálku og við blautar aðstæður. Einnig mun fyrirtækið framleiða öryggisskó fyrir iðnaðarmenn. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 196 orð

Slökun hjá stuðningshópi um eggjastokkakrabbamein.

Slökun hjá stuðningshópi um eggjastokkakrabbamein. Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 17. Meira
28. maí 2003 | Miðopna | 199 orð | 1 mynd

Snýst ekki um persónuleg viðskipti starfsmanna

"Rannsóknin beinist gegn viðskiptavinum okkar, en ekki gegn Kaupþingi, og þetta snýst ekki um persónuleg viðskipti starfsmanna," sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Meira
28. maí 2003 | Suðurnes | 452 orð | 2 myndir

Sumum svelgist á í fyrstu dýfunum

Á HVERJUM laugardagsmorgni fyllist Sundlaug Njarðvíkur af ungu sundfólki, sem bíður óþreyjufullt eftir að komast ofan í laugina og sprikla frjálst. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð

Talin hafa þénað níu milljónir

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært konu fyrir að hafa stundað vændi sér og sambýlismanni sínum til framfærslu. Er sambýlismaðurinn einnig ákærður fyrir aðild að málinu. Samkvæmt ákærunni á konan að hafa stundað vændi á tímabilinu 5. júní 2002 til 27. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 283 orð

Tilboði Móa um greiðslu 30% skuldanna hafnað

FULLTRÚAR á aðalfundi Mjólkurfélags Reykjavíkur, MR, höfnuðu því afdráttarlaust í atkvæðagreiðslu að ganga að tilboði kjúklingaframleiðandans Móa um að greiða 30% af skuldum við MR sem falla undir nauðasamning. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 378 orð

Tillaga um rannsókn á framkvæmd kosninga felld

ALÞINGI samþykkti í gær kjörbréf þingmanna og varaþingmanna en áður hafði verið felld tillaga minnihluta kjörbréfanefndar um að Alþingi frestaði því að kveða upp úr um kjörbréf þingmanna og lögmæti alþingiskosninganna þar til fengnar hefðu verið skýrslur... Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð

Um 250 á alþjóðlegri ráðstefnu um flugöryggi

ALÞJÓÐLEG ráðstefna Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA, fer fram í Reykjavík dagana 29. maí - 3. júní nk. á Nordica-hóteli. Í tilkynningu frá Flugmálastjórn Íslands segir að reikna megi með að um 250 manns sæki ráðstefnuna, þ.ám. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Umsagna leitað vegna Bjarnarflagsvirkjunar

SKIPULAGSSTOFNUN hefur nú borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit og Bjarnarflagslínu 1. Þurfa athugasemdir við tillöguna að hafa borist Skipulagsstofnun fyrir 6. júní nk. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Umsóknir frá 889 manns

NÚ liggur fyrir hjá ráðningarfyrirtækjunum Mannafli og Vinnu.is að alls 889 einstaklingar voru að baki þeim 2.762 umsóknum sem bárust um störf við Kárahnjúkavirkjun. Meira
28. maí 2003 | Landsbyggðin | 106 orð | 1 mynd

Útskrifaðist af starfsbraut fatlaðra frá MÍ

FÖSTUDAGINN 23. maí var í fyrsta sinn útskrifaður fatlaður nemandi sem stundað hefur nám á framhaldsskólastigi á Hólmavík. Það er María Lovísa Guðbrandsdóttir frá Bassastöðum sem lýkur nú námi af starfsbraut III við Menntaskólann á Ísafirði. Meira
28. maí 2003 | Erlendar fréttir | 659 orð | 1 mynd

Veislufælni forsetans ergir yfirstéttina

ÞEGAR George W. Bush var ríkisstjóri Texas spurðu gestir hans í jólaveislu í ríkisstjórasetrinu í Austin hvenær hann hygðist fara til Washington og taka við embætti Bandaríkjaforseta. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 623 orð

Verndarskipum skipað að snúa við af ráðnum hug

IB Árnason Riis, gagnnjósnari Breta á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni, heldur því fram í bók Ásgeirs Guðmundssonar, Gagnnjósnari Breta á Íslandi , sem út kom árið 1991, að breska flotastjórnin hafi af ráðnum hug skipað verndarskipum að snúa við sem... Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð

Vilja að morgunþáttur Rásar 1 verði órofinn

HRUNDIÐ hefur verið af stað rafrænni undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að morgunþátturinn Árla dags, í umsjón Vilhelms G. Kristinssonar, verði sendur út samfellt frá klukkan 7 til 9 virka daga á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Meira
28. maí 2003 | Innlendar fréttir | 268 orð

Þrjú ráðuneyti flytjast

AUKNAR líkur eru á að áformum verði frestað um byggingu húss fyrir þrjú ráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, á svokölluðum stjórnarráðsreit við Sölvhólsgötu. Meira

Ritstjórnargreinar

28. maí 2003 | Leiðarar | 270 orð

Húsrannsókn í fimm löndum

Sænska efnahagsbrotadeildin framkvæmdi húsrannsókn í fimm löndum í gærmorgun, m.a. í skrifstofum Kaupþings og fleiri fyrirtækja, vegna rannsóknar á meintum innherjabrotum í tengslum við yfirtöku Kaupþings á sænsku fjármálafyrirtæki á síðasta ári. Meira
28. maí 2003 | Staksteinar | 320 orð

- Manngerð eyðimörk

Í nýjum stjórnarsáttmála er sagt að íslenskum landbúnaði verði sköpuð skilyrði til að takast á við aukna samkeppni, m.a. með hliðsjón af væntanlegum samningum Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO. Meira
28. maí 2003 | Leiðarar | 504 orð

Upplýst val neytenda

Það eru auðvitað ekki ný sannindi að upplýsing eflir neytendavitund. Allt frá því vöruskipti og verslun hófust meðal manna hafa neytendur skipst á upplýsingum, gert kröfur um gæði miðað við verð og þannig reynt að stýra markaðsumhverfi sínu. Meira

Menning

28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 131 orð | 3 myndir

Afrískur dans, tíska og trommuleikur

DANSHÓPURINN Bassikolo Ísland hélt tvær sýningar á vestur-afrískum dansi, tísku og trommuleik í Austurbæ sl. föstudag. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 297 orð | 2 myndir

Almáttugur Bruce ræður við Matrix

GRÍNMYNDIN Almáttugur Bruce ( Bruce Almighty ) náði að velta Matrix endurhlöðnu úr toppsæti bandaríska bíólistans um helgina. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 1457 orð | 1 mynd

Carl Larsson (1853-1919)

FYRIR réttum mánuði leit ég inn á bókasafn Norræna hússins og þar vöktu þrjár veglegar bækur sem frammi lágu á kynningarborði strax athygli mína. Meira
28. maí 2003 | Myndlist | 1419 orð | 3 myndir

Cremaster-fyrirbærið

Opið á miðvikudögum til sunnudags frá 13-17. Sýningunni lýkur 29. júní. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 294 orð | 1 mynd

Dýrin í Hálsaskógi á fjölum Þjóðleikhússins næsta vetur

BARNALEIKRITIÐ Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í september og kom leikhópurinn saman til fyrstu æfingar á dögunum. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Elton kemur til hjálpar

ELTON John og sambýlismaður hans, David Furnish, hafa komið enn einni stjörnunni til hjálpar en parið er þekkt fyrir hjálpsemi við kollega sína. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 263 orð | 3 myndir

Fyrrverandi kryddpían Emma Bunton hefur tjáð...

Fyrrverandi kryddpían Emma Bunton hefur tjáð fjölmiðlum að hún hafi fallið fyrir sitjanda súkkulaðistráksins Justin Timberlake . Sögur hafa verið á kreiki um að hlýtt væri orðið milli þeirra. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 304 orð | 1 mynd

Í minningu söngkonu

ÓÐUR til Ellyar heitir ný plata þar sem Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona og útvarpskona, flytur mörg af ástsælustu sönglögum Ellyar Vilhjálms sem lést 1995. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

...köldum körlum

STRÁKARNIR í hljómsveitinni Coldplay eru sannkallaðir Íslandsvinir enda hafa þeir haldið tvenna tónleika fyrir fullu húsi hérlendis. Meira
28. maí 2003 | Tónlist | 689 orð | 1 mynd

Laglína, hljómar og hrynur

Gradualekór Langholtskirkju, tvær ungar söngkonur, Þóra Sif Friðriksdóttir og Eivør Pálsdóttir, og hljóðfæraleikararnir Sigurður Flosason, Guðmundur Sigurðsson, Kjartan Valdimarsson, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson, undir stjórn Jóns Stefánssonar, fluttu íslensk kór- og einsöngslög og páskahugleiðinguna Von, eftir John Høybye. Sunnudagurinn 25. maí 2003. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Ljóð

Stafir og steinhljóð nefnist ljóðabók T.G. Nordahl og tileinkar hann hana foreldrum sínum, Guðmundi Tyrfingssyni og Sigurfljóð Skúladóttur. Höfundur hefur verið búsettur í Danmörku í meira en tvo áratugi og hefur m.a. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 500 orð | 1 mynd

Mikið nafn - mikil tónlist

MARGIR hugsa um The Incredible String Band sem "erkihippabandið" og er annað hægt þegar önnur platan, sem út kom 1967, heitir 5000 Spirits or the Layers of the Onion ? Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 43 orð

Myndlistarsýning í SÍM-húsinu

HOLLENSKA myndlistarkonan Dorine van Delft hefur dvalið í gestavinnustofu SÍM og Listasafns Reykjavíkur nú í maí og hefur opnað sýningu í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16. Sýninguna nefnir hún: Will Hydrogen Effect You? Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 188 orð | 2 myndir

Mætast stálin stinn

KLUKKAN 18.00 í kvöld mun Sýn verða með beina útsendingu frá úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu. Óhætt er að segja að þá mætist stálin stinn því hér fara tvö ítölsk stórveldi í knattspyrnu - AC Milan og Juventus. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 296 orð | 2 myndir

Neó trónir enn á toppnum

AÐRA vikuna í röð er Matrix -Endurhlaðið (" Matrix Reloaded ") á toppi aðsóknarlista kvikmyndahúsanna. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Nýi söngskólinn útskrifar fyrstu nemendur sína

FYRSTU útskriftartónleikar Nýja söngskólans - Hjartansmál, verða í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 494 orð | 1 mynd

Raftónlistarmenn allra tegunda sameinist

SANNKALLAÐ rafstuð verður á Grandrokki næstu tvö kvöld á tvennum tónleikum, að sögn Arnviðs Snorrasonar, sem er betur þekktur undir nafninu Exos, en hann skipuleggur tónleikana. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 359 orð | 1 mynd

Sannkölluð pælingaplata

Halifax er mekka hiphopsins í Kanada og þaðan kom mikið af forvitnilegasta hiphopinu sem ég heyrði á síðasta ári. Buck 65, Sixtoo (Sebutones), Greymatter, Taichichi, Kunga 219 og Josh Martinez svo dæmi séu tekin. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Saltstorkin bros eftir Hafliða Magnússon er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Togarasögu með tilbrigðum sem fyrst kom út árið 1981. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 43 orð

Skólakór á faraldsfæti

KÓR Flensborgarskólans heldur tónleika í Eskifjarðarkirkju í kvöld kl. 20 og í Egilsstaðakirkju kl. 17 á morgun. Einnig syngur kórinn í Sparkaupum á Seyðisfirði í dag kl. 15.15. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 80 orð

Sumarsýning opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins

BÓKASALUR Þjóðmenningarhússins er helgaður ritmenningu Íslendinga. Í bókasalnum hefur nú verið sett upp sumarsýning sem ber yfirskriftina Íslendingasögur á erlendum málum. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Sýning á verkum staðarlistamanns

STAÐARLISTAMAÐUR í Skálholti árið 2003 er Björg Þorsteinsdóttir og stendur nú yfir sýning á verkum hennar í matsal og á göngum skólans. Þar eru um tuttugu akrýl- og vatnslitamyndir, flest eru verkin frá síðasta ári. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 65 orð

Sönghópar í Hveragerðiskirkju

SÖNGHÓPARNIR Veirurnar og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Hveragerðiskirkju kl. 17 á morgun, fimmtudag. Veirurnar eru 16 manna blandaður sönghópur og Raddbandafélag Reykjavíkur samanstendur af 11 karlmönnum. Á efnisskrá er m.a. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd

Söngskóla Reykjavíkur slitið í 30. sinn

ÞRÍTUGASTA starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka. Um 180 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og luku 158 stigprófum í söng, þar af luku 15. nemendur 8. stigi, lokaprófi úr almennri deild. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 423 orð | 1 mynd

Söngskólinn stofnar deildir fyrir 11-13 ára börn

NÚ geta strákar á aldrinum 11-13 ára farið að leggja drög að því að komast í karlakór síðarmeir, og stelpur á sama aldri geta að sama skapi farið að vinna að raddþjálfun sinni. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Taugatrekkjandi leyndarmál

Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri frumsýna kvikmyndina Einkenni (Identity). Leikstjórn: James Mansgold. Aðalhlutverk: John Cusack, Rebecca DeMornay, Ray Liotta, Jake Busey og Amanda Peet. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Tár paradísarfuglsins til Litháen

SKÁLDSAGAN Tár paradísarfuglsins eftir Einar Örn Gunnarsson, sem út kom hjá Ormstungu árið 1998, hefur nú verið gefin út hjá litháíska forlaginu Arlila. Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 89 orð | 2 myndir

Úrval af áróðri

GLATT var á hjalla við Síðumúla 12 á föstudag, en þá var opnuð sýning Femínistafélags Íslands, Afbrigði af fegurð, þar sem sýndar eru svipmyndir af áróðri gegn hlutgervingu líkama og fegurðar í gegnum árin. Meira
28. maí 2003 | Menningarlíf | 33 orð

Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykjavíkur -...

Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 14 Uppskeran - lokadagur útskriftarsýningar. Verk ýmissa listamanna boðin upp til að styrkja ferð myndlistarnema á Feneyjatvíæringinn. Nemendaleikhúsið, Sölvhólsgötu 13 kl. 20 : Leikritið Tvö... Meira
28. maí 2003 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Þar sem unga tónlistarfólkið fær að blómstra

MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hafa verið stór þáttur í tónlistar- og unglingamenningarlífi hér á landi í yfir tvo áratugi. Meira

Umræðan

28. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 483 orð | 1 mynd

Er stjórnin feig?

MARGA setur hljóða þegar þeir horfa upp á nýjasta sjónarspil stjórnmálanna. Utanríkisráðherra hefur oft seinustu árin verið sem einkaþjónn á pólitísku heimili forsætisráðherra. Meira
28. maí 2003 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Fyrirmyndarfélag - hvað er nú það?

UM miðjan apríl sl. voru fyrstu viðurkenningarnar afhentar vegna gæðaverkefnis ÍSÍ um fyrirmyndarfélög. Meira
28. maí 2003 | Aðsent efni | 933 orð | 2 myndir

Ingólfsfjall í sárum

INGÓLFSFJALL er fallegasta og tignarlegasta fjall í Árnessýslu. Það er gamalt eldfjall og hlóðst að meginhluta til upp við eldgos á síðasta jökulskeiði, sem hófst fyrir um 70 þúsund árum. Fyrir rúmum 10 þúsund árum hlýnaði skyndilega í veðri. Meira
28. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 329 orð | 2 myndir

Látum ungana vera MUNUM að við...

Látum ungana vera MUNUM að við megum ekki taka fuglsunga með okkur inn í hús því þá gerum við rangt. Það má ekki taka ungana frá foreldrum sínum sem hugsa áfram um ungana eftir að þeir eru flognir úr hreiðrinu. Meira
28. maí 2003 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Tómas Ingi og "sólseturs-afdrepið"

EFTIR nýafstaðnar kosningar gerðist það að flokkur lét undan þrýstingi um að rétta hlut kvenna og skipti, við stjórnarmyndun, reynsluminnsta ráðherranum sínum út fyrir efnilega, unga konu. Meira
28. maí 2003 | Aðsent efni | 1125 orð | 2 myndir

Vanhæfir stjórnendur hjá Leikfélagi Reykjavíkur?

FÉLÖGUM í Leikfélagi Reykjavíkur barst fyrir nokkru sending með pósti sem innihélt boð á aðalfund félagsins, tillögur að breytingum á samþykktum félagsins ásamt rökstuðningi fyrir tillögunum og lýkur með "vinsemd og virðingu og einlægri von um... Meira
28. maí 2003 | Aðsent efni | 581 orð | 1 mynd

Vegamál á Vestfjörðum

SUNNUDAGINN 25. maí sl. varð ég samferða dætrum mínum tveimur, annarri skattstjóra Vestfjarðaumdæmis með aðsetur á Ísafirði, og hinni við leikskóla á Ísafirði. Hvert var ferðinni heitið? Meira
28. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 216 orð

Það yrði slys...

HAFNFIRÐINGAR, ungir sem eldri! Ætla ráðamenn bæjarins í raun og veru að gera sig seka um annað stórslys í bænum, með því að leyfa byggingu 6 hæða blokkar við Reykjavíkurveginn, við hliðina á Nóatúni? Meira
28. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.067 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Ágústa Björnsdóttir og Vilborg... Meira

Minningargreinar

28. maí 2003 | Minningargreinar | 1167 orð | 1 mynd

ANDRJES GUNNARSSON

Andrjes Gunnarsson fæddist að Hólmum í Austur-Landeyjum 29. sept. 1904. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Andrjesson, bóndi og hreppstjóri að Hólmum í Austur-Landeyjum, f. 31. des. 1853, d.... Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 3306 orð | 1 mynd

ARNFRÍÐUR ÍSAKSDÓTTIR

Arnfríður Ísaksdóttir hárgreiðslumeistari fæddist á Bjargi á Seltjarnarnesi 8. júlí 1930. Hún lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi að morgni 21. maí. Foreldrar hennar voru Ísak Kjartan Vilhjálmsson, f. 14.11. 1894, d. 26.10. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 2513 orð | 1 mynd

GUÐRÚN HELGADÓTTIR

Guðrún Helgadóttir fæddist á Forsæti í Vestur-Landeyjum 26. maí 1920. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Bjarnason, f. 12. júlí 1888, d. 30. apríl 1959, og María Jónsdóttir, f. 21. október 1895,... Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 1263 orð | 1 mynd

HALLDÓR GUNNAR STEINSSON

Halldór Gunnar Steinsson fæddist á Spena í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu hinn 5. ágúst 1920. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi hinn 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinn Ásmundsson, f. 11.8. 1883 í Snartartungu í Bitrufirði, d. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 804 orð | 1 mynd

HRAFNHILDUR FLOSADÓTTIR

Hrafnhildur Flosadóttir fæddist á Hrafnsstöðum í Köldukinn 8. ágúst 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Sigurlaug Sigurgeirsdóttir, f. 23. september 1903, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 3091 orð | 1 mynd

NJÖRÐUR H. SNÆHÓLM

Njörður Halldórsson Snæhólm, fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, fæddist hinn 4. júlí árið 1917 á Sneis í Laxárdal, A-Húnavatnssýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kveldi 18. maí síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 17 orð

Svanbjörg Jónsdóttir

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.)... Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 565 orð | 1 mynd

SVANBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Svanbjörg Jónsdóttir fæddist á Dalvík 24. ágúst 1924. Hún lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Ágústsdóttir, f. 1898, d. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2003 | Minningargreinar | 1395 orð | 1 mynd

VALGERÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR

Valgerður Laufey Einarsdóttir fæddist á Fjarðarströnd í Seyðisfirði 12. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson, sjómaður og verkamaður á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 227 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Þorskur 120 120 120 448...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Þorskur 120 120 120 448 53,760 Samtals 120 448 53,760 FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 30 30 30 65 1,950 Hlýri 105 105 105 484 50,820 Keila 20 20 20 38 760 Langa 30 30 30 74 2,220 Skarkoli 144 82 140 600 84,204 Steinbítur 101 80... Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 109 orð

FME samþykkir samruna bankanna

KAUPÞING Búnaðarbanki hf. tók til starfa í gær með tilskildu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Sameinaður banki er stærsti banki landsins, með 433 milljarða heildareign í árslok 2002. Kaupþing Búnaðarbanki er í hópi 10 stærstu banka á Norðurlöndum. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Hagnaður SÍF 1,6 milljónir evra

SÍF hf. skilaði 1,6 milljóna evra hagnaði eftir skatta, sem svarar til 131 milljónar króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er minni hagnaður en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en þá nam hann 1,7 milljónum evra. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 308 orð | 1 mynd

Höfuðstöðvar á Íslandi en gjaldmiðillinn evra

PÉTUR Óskarsson, forstjóri Kötlu Travel, segir að margar ástæður hafi orðið til þess að fyrirtækið flutti höfuðstöðvar sínar til Íslands frá Þýskalandi nýverið. Þeirra á meðal eru lægri laun og launatengd gjöld á Íslandi. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 534 orð | 1 mynd

Orkulög rædd á fundi RARIK

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvatti stjórnendur og starfsmenn RARIK til að líta á ný orkulög sem tækifæri fremur en ógnun, á ársfundi fyrirtækisins sem haldinn var á Egilsstöðum núverið. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Samkaup kaupa Grund á Flúðum

SAMKAUP hefur keypt verslunina Grund á Flúðum og tók við rekstrinum föstudaginn 9. maí sl. Samkaup keypti verslunina af Sólveigu Ólafsdóttir kaupmanni sem hafði þá rekið verslunina í hátt á fjórða áratug. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Umskipti hjá Vaka-DNG

HAGNAÐUR Vaka-DNG nam 38 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 8 milljónum króna. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Verri afkoma hjá Tanga

HAGNAÐUR af rekstri Tanga hf. á Vopnafirði nam 51,8 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Afkoman er ekki viðunandi að mati stjórnenda og eru endaslepp loðnuvertíð og hátt gengi íslensku krónunnar sagðar helstu ástæður. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Væntingavísitalan hækkar fimmta mánuðinn

VÆNTINGAVÍSITALA Gallup mældist 136,8 stig í maí og hækkar um 11 stig frá í apríl. Þetta er fimmta mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar og hefur hún ekki áður mælst svo há. Mælingin fór fram dagana 7.-20. Meira
28. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 436 orð | 1 mynd

Vöxturinn mestur í viðskiptasérleyfum

VIÐSKIPTASÉRLEYFI (Franchise) er sú aðferð viðskipta sem er í mestum vexti í heiminum í dag, að sögn Roberts T. Justis prófessors við Louisiana State University í Bandaríkjunum. Meira

Fastir þættir

28. maí 2003 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 28. maí, er fimmtugur Páll Pálsson, Mánastíg 6, Hafnarfirði. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í kvöld kl. 20 í frímúrarahúsinu við Ljósutröð í... Meira
28. maí 2003 | Í dag | 1190 orð | 1 mynd

ÁSKIRKJA: Dagur aldraðra.

Uppstigningardagur. Dagur aldraðra. Meira
28. maí 2003 | Fastir þættir | 254 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SIGUR er margrætt hugtak. Norðmenn stóðu vissulega uppi sem sigurvegarar opna flokksins á Norðurlandamótinu í Færeyjum, en það var aðeins einn sigur af mörgum. Heimamenn unnu ýmsa sigra. Meira
28. maí 2003 | Dagbók | 441 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf aldraðra. Tekið á móti munum á sýningu í dag kl. 13-16.30. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Krakkaklúbbar í safnaðarheimilinu: 9-10 ára börn kl. Meira
28. maí 2003 | Fastir þættir | 542 orð | 1 mynd

Dagur Arngrímsson Skákskólameistari

23.-25. maí 2003 Meira
28. maí 2003 | Í dag | 34 orð

Fermingar

Ferming í Laugardælakirkju í Flóa á uppstigningardag kl. 14. Prestur sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Fermdur verður: Hafsteinn B. Arason, Lækjargarði, Árborg. Ferming í Torfastaðakirkju á uppstigningardag kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Meira
28. maí 2003 | Dagbók | 496 orð

(Rómv. 8, 28.)

Í dag er miðvikudagur 28. maí, 148. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs. Meira
28. maí 2003 | Dagbók | 966 orð

Sjómenn í Landakirkju Sjómannadagurinn verður haldinn...

Sjómenn í Landakirkju Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Landakirkju með sjómannamessu á sunnudaginn kl. 13. Meira
28. maí 2003 | Fastir þættir | 224 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Df3 h6 8. Bh4 Be7 9. O-O-O Dc7 10. Be2 Rbd7 11. Bg3 O-O 12. Kb1 Hb8 13. a4 Rc5 14. De3 e5 15. Rf5 Bxf5 16. exf5 Hfc8 17. Hc1 Dd7 18. f4 e4 19. Bh4 Rxa4 20. Rxa4 Dxa4 21. Hhd1 Hc5 22. Meira
28. maí 2003 | Dagbók | 58 orð

SVANASÖNGUR

Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið lífs um tæpa tíð; í dag byljir bíða, bjart er loftið fríða, á morgun hregg og hríð, villtur er sá, sem væntir á stöðugt lengi gleðinnar gengi, gjörvöll hverfur blíða. Meira
28. maí 2003 | Fastir þættir | 404 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Á VORIN og í byrjun sumars fer fólk að taka til í geymslum og bílskúrum og henda eða losa sig við hluti sem það notar ekki. Meira
28. maí 2003 | Viðhorf | 815 orð

Þetta er samsæri!

Portúgal veitti Spáni tólf stig. Samsæri! Þýskaland veitti Póllandi tólf stig. Samsæri! Ísland veitti Noregi tólf stig. Aha, samsæri! En bíðum við, var það samsæri? Meira

Íþróttir

28. maí 2003 | Íþróttir | 238 orð

Arsenalstrákurinn í liði Færeyja

HENRIK Larsen, landsliðsþjálfari Færeyja, valdi fimm leikmenn frá erlendum félögum í lið sitt sem mætir Íslandi í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvellinum 7. júní. Þar á meðal er Ingi Höjsted, hinn 17 ára gamli leikmaður frá Arsenal, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Færeyjar í síðasta mánuði. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

* AUÐUN Helgason var í byrjunarliði...

* AUÐUN Helgason var í byrjunarliði Landskrona í sænsku úrvalsdeildinni í gær þar sem liðið tapaði 3:1 gegn GIF Sundsvall á útivelli. Auðun lék í 39 mínútur en fór af velli vegna meiðsla. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

Ásthildur er í sérflokki

STÓRLEIKUR þriðju umferðar í úrvalsdeild kvenna fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld. Þar mættust tvö sigursælustu félög kvennaknattspyrnunnar undanfarinna ára Breiðablik og KR. Það er skemmst frá því að segja að Íslands- og bikarmeistarar KR unnu auðveldan 4:0-sigur á Blikum, þar sem Ásthildur Helgadóttir skoraði þrennu. Í Hafnarfirði lagði Stjarnan lið Þróttar/Hauka, 4:0. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 83 orð

Erlendur tekur við Stjörnunni

ERLENDUR Ísfeld var um helgina ráðinn þjálfari handknattleiksliðs meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í Garðabæ. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 56 orð

Gísli til Danmerkur?

GÍSLI Kristjánsson, handknattleiksmaður úr Gróttu/KR, gengur líklega til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK. Liðið er frá Jótlandi og hafnaði í ellefta sæti af þrettán liðum í deildinni í vetur. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 82 orð

Haukar, ÍR og HK í sama riðli

HAUKAR og ÍR, liðin tvö sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik, og bikarmeistarar HK verða öll saman í riðli í forkeppni Íslandsmótsins næsta vetur. ÍBV og Selfoss eru í Suðurriðlinum en KA og Þór í norðurriðlinum. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 142 orð

Ítalir setja mikinn svip á Manchester

YFIRVÖLD í Manchester búast við að um 50.000 Ítalir komi til borgarinnar vegna úrslitaleiksins í Meistardeild Evrópu í knattspyrnu, sem fer fram í kvöld. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

Jón Arnar hefur átökin í Götzis

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki, tekur þátt í sinni fyrstu tugþrautarkeppni á þessu ári um næstu helgi þegar blásið verður til leiks í hinni árlegu tugþrautarkeppni í Götzis í Austurríki. Þetta verður í níunda sinn sem Jón Arnar tekur þátt í keppninni í Götzis þar sem hann setti m.a. Íslandsmet sitt, 8.573 stig fyrir sex árum. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 103 orð

KA mætir Sloboda

SLOBODA Tuzla frá Bosníu verður andstæðingur KA í Intertoto-keppninni í knattspyrnu í sumar. Það varð ljóst eftir lokaumferð bosnísku úrvalsdeildarinnar um helgina. Félagið er frá bænum Tuzla, skammt norður af Sarajevo, og hafnaði í 6. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 173 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeildin Breiðablik...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeildin Breiðablik - KR 0:4 Ásthildur Helgadóttir 23., 29., 54., Sólveig Þórarinsdóttir 63. Þróttur/Haukar - Stjarnan 0:4 Elva Björk Erlingsdóttir 2, Lilja Karlsdóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 172 orð

Patrekur ekki með landsliðinu í næstu verkefnum

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ og Patrekur Jóhannesson sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kemur að Patrekur muni ekki taka þátt í næstu verkefnum landsliðsins. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 1397 orð | 1 mynd

Spennan að nálgast suðumark

TVÖ sigursælustu lið ítalskrar knattspyrnu mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld á Old Trafford í Manchester og er spennan á Ítalíu að nálgast suðumark. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

* SVEINN Margeirsson varð í 2.

* SVEINN Margeirsson varð í 2. sæti í 3.000 m hindrunarhlaupi í 2. deildarkeppni félagsliða í frjálsíþróttum í Belgrad um síðustu helgi, en Sveinn keppti fyrir danska liðið Spörtu sem hann æfir með í Danmörku . Sveinn hljóp á 8. Meira
28. maí 2003 | Íþróttir | 65 orð

Þórdís aftur til FH

HANDKNATTLEIKSKONAN Þórdís Brynjólfsdóttir er gengin til liðs við FH á ný eftir að hafa verið tvö undanfarin tímabil í röðum Gróttu/KR. Þórdís, sem er 23 ára miðjumaður, lék síðast með FH tímabilið 1999-2000 og var síðan eitt ár með norska félaginu Sola. Meira

Bílablað

28. maí 2003 | Bílablað | 464 orð | 10 myndir

Bílarnir í 2 Fast 2 Furious

FRAMHALDSMYND Fast and the Furious, 2 Fast 2 Furious, verður frumsýnd hér á landi 20. júní nk. Myndin verður veisla fyrir unnendur hraðskreiðra bíla og spennandi atburðarásar. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 498 orð | 5 myndir

Bílskúr fyrir konu

Þeir sem halda að bílskúrar séu fyrir bíla, hljóta að hrökkva í kút þegar þeir heyra sagt að bílskúrinn sé eiginlega orðið síðasta vígi karlanna. Hefðu eiginlega alltaf átt að heita karlakofinn, húsbóndahornið eða mannaskúrinn. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 539 orð | 1 mynd

FÍB auglýsir eftir tjónabílum

MARGUR bílkaupandinn hefur í áranna rás vaknað upp við þann vonda draum að bíllinn sem hann er nýbúinn að kaupa er illa viðgerður tjónabíll. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 446 orð

Fjarskipti

ÖRUGG og góð fjarskiptatæki gegna mikilvægu hlutverki í nútímaferðamennsku. Jeppamenn hafa ætíð verið fljótir að tileinka sér nýjustu tækni til að vera í góðu sambandi á fjöllum, einkum vegna öryggisins. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 672 orð | 4 myndir

Heimur húsbóndans

Eins og kona ein, sem er bílskúrseigandi, sagði, þá hafa bílskúrar tilhneigingu til þess að verða að geymslustað fyrir ýmislegt sem þarf að hafa við hendina, en er ekki í stöðugri notkun. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 937 orð | 6 myndir

Hreinræktaður Volvo-gæðingur

Í UMFJÖLLUN um Volvo S60 T í bílablaðinu 7. október 2001 áttu menn vart til orð til að lýsa einstökum aksturseiginleikum og afli þessa 250 hestafla bíls. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 588 orð | 2 myndir

Hörð barátta um fyrsta sætið

FYRSTA mótið í Íslandsmeistarakeppninni í rallakstri var haldið um síðustu helgi og fór keppnin fram á Reykjanesi. Það voru Akstursíþróttafélag Suðurnesja og Bílar & Hjól sem stóðu fyrir keppninni, en alls tóku 16 áhafnir þátt í henni. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 953 orð | 5 myndir

Jólaskúrinn í Þingholtunum

Í BÍLSKÚR einum við Grundarstíginn í Reykjavík eru eilíf jól. Keltnesk jólatónlist hljómar í eyrum sumardaginn langan á meðan undurfagur íslenskt handverk er skoðað - og svo mikið er af því að það er ekkert verið að flýta sér. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 465 orð | 7 myndir

Lifa fyrir að "krúsa"

Bílaklúbburinn Live2Cruize heldur svonefndar samkomur á fimmtudögum. Þar koma félagsmenn saman og sýna hver öðrum bílana sína og eins og nærri má geta er umræðuefnið að mestu leyti bílar. Markús Fry er í klúbbnum og hann ræddi við eigendur þriggja flottra bíla. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 373 orð | 1 mynd

Mikilvægi hjólastillingar

ALLIR ökumenn vænta þess af sínum bíl að stýringin sé nákvæm og rétt og bíllinn fari beina línu án útúrdúra, nema auðvitað þegar beygt er. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 577 orð | 5 myndir

Minningaskúrinn í Fossvogi

Í sumum skúrum er lítið eða ekkert pláss fyrir bílinn. Þótt honum hafi verið ætlað sitt rými, hefur það pláss smám saman fyllst af áþreifanlegum minningum um það líf sem er og hefur verið lifað í húsinu. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 742 orð | 4 myndir

Skúr fyrir skáldskapinn

Í Grafarvogi er bílskúr sem ekki einasta á sér sögu, heldur verða þar til sögur, sögur og ljóð. Þetta er bílskúr rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar, þar sem eru sagðar sögur, skrifaðar sögur og lesnar sögur. Bíllinn? Hann er annars staðar. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 554 orð | 1 mynd

Stór hluti af útliti hússins

Við val á bílskúrshurðum er margt að athuga. Útlit, þægindi, virkni, efni, áferð; allt þarf að smella saman. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 966 orð | 3 myndir

Vel heppnaðar breytingar og meiri búnaður

L exus RX300 hefur breyst á alla kanta. Fyrir það fyrsta hefur bíllinn lengst umtalsvert, 16 cm, og er auk þess orðinn 3,5 cm breiðari. Þá er bíllinn kominn með xenon-ljós með háþrýstisprautum, tvívirkri loftkælingu og mörgu öðru. Meira
28. maí 2003 | Bílablað | 363 orð | 2 myndir

Öruggt hjá Halla P.

FYRSTA umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri var haldið síðastliðinn sunnudag í Bolöldum, í mynni Jósepsdals, þar sem Haraldur Pétursson sigraði með nokkrum yfirburðum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.