Greinar mánudaginn 2. júní 2003

Forsíða

2. júní 2003 | Forsíða | 217 orð | 1 mynd

Atlanta flytur höfuðstöðvar til Reykjavíkur

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hyggst flytja höfuðstöðvar félagsins úr Mosfellsbæ í byggingu Landsafls við Höfðabakka í Reykjavík. Meira
2. júní 2003 | Forsíða | 193 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á samstöðu í baráttunni gegn alnæmi

LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heims kappkostuðu að sneiða hjá deilunum um Írak þegar þriggja daga fundur þeirra hófst í franska bænum Evian í gær. Þeir lögðu áherslu á nauðsyn samstöðu í baráttunni gegn alnæmi og hungri í þróunarlöndunum. Meira
2. júní 2003 | Forsíða | 100 orð

Hundruð mótmælenda handtekin

LÖGREGLUMENN handtaka mótmælanda í borginni Lausanne í Sviss þar sem hundruð andstæðinga alþjóðavæðingar gengu um göturnar í gær, brutu rúður í verslunum, reistu vegartálma og létu greipar sópa á tveimur bensínstöðvum. Meira
2. júní 2003 | Forsíða | 201 orð

Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu

ÁTÖK blossuðu upp í gær milli óeirðalögreglu og andstæðinga alþjóðavæðingar sem lokuðu vegum og brúm í Frakklandi og Sviss til að mótmæla leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í franska bænum Evian. Meira
2. júní 2003 | Forsíða | 210 orð

Meiri kvóti leysir ekki öll vandamál

"ÉG TREYSTI mér ekki til að fullyrða að einhver 700 tonn leysi öll vandamál. Ég held að þetta sé flóknara en svo," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, um vanda Raufarhafnar. Það þurfi fleira en kvótaúthlutun að koma til. Meira

Baksíða

2. júní 2003 | Baksíða | 76 orð

Breti og Þjóðverji í haldi vegna smygls

BRETI og Þjóðverji um fimmtugt eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík en þeir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli á laugardagskvöld eftir að um 3-4 kíló af hassi fundust í farangri annars þeirra. Meira
2. júní 2003 | Baksíða | 151 orð

Héldu aðkomumönnum í herkví

FJÓRIR heimamenn á Höfn í Hornafirði héldu þremur aðkomumönnum í herkví í fellihýsi hinna síðarnefndu í gærmorgun og unnu jafnframt skemmdir á fellihýsinu og bifreið aðkomumannanna. Meira
2. júní 2003 | Baksíða | 107 orð | 1 mynd

Malarnám ógnar vatnsbóli Árborgar

MALARNÁM austast í Ingólfsfjalli er farið að ógna vatnsbóli Árborgar að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra og hafa menn í Árborg áhyggjur af stöðu mála og eins því útlitslýti sem blasir við í fjallinu. Meira
2. júní 2003 | Baksíða | 408 orð | 1 mynd

"Vissum að þetta yrði slæmt"

"ÞETTA voru þannig aðstæður að ef eitthvað hefði farið úrskeiðis eða við tekið ranga ákvörðun hefðum við verið í lífshættu," segir Chris Duff, sem ásamt tveimur öðrum kajakræðurum lenti í heiftarlegum sandbyl við Skaftárósa um helgina. Meira
2. júní 2003 | Baksíða | 302 orð | 1 mynd

Úthlutun byggðakvóta hefur ýtt undir óánægju

ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir óánægju hafa blossað upp í öll þau skipti sem byggðakvóta hefur verið úthlutað. Útfærsla slíkrar úthlutunar sé afar erfið í framkvæmd og hún verði alltaf að einhverju leyti matskennd. Meira

Fréttir

2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 754 orð | 1 mynd

800 stelpur á einu sumri

Dagný Bjarnhéðinsdóttir er fædd í Reykjavík 1959. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979 og lauk hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarskóla Íslands og starfar nú sem hjúkrunarfræðingur við Landspítalann í Fossvogi. Formaður sumarbúðanna í Vindáshlíð síðustu þrjú árin. Hún er gift Bernt Kaspersen tölvunarfræðingi og eiga þau fjögur börn, Önnu, Sturlu, Ragnar og Tryggva. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Auðveldara að koma við línuívilnun en byggðakvóta

ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir útfærslu byggðakvóta afar erfiða í framkvæmd og að í hvert skipti sem byggðakvóta hafi verið úthlutað hafi risið miklar óánægjuraddir þrátt fyrir að vandað hafi verið til verksins. Meira
2. júní 2003 | Miðopna | 925 orð

Aukin og sýnilegri löggæsla

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar var fátt sem kom á óvart. Þar eru þó atriði sem fyllsta ástæða er til að vekja athygli á. Meðal bestu nýjunganna er að leggja eigi áherslu á aukna og sýnilegri löggæslu. Meira
2. júní 2003 | Erlendar fréttir | 138 orð | 3 myndir

Áform Schröders samþykkt

UMDEILD áform Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, um efnahagsumbætur voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi þýskra jafnaðarmanna í gær. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Bensínið lækkar um krónu

ESSO, Skeljungur og OLÍS hafa lækkað bensínlítrann um eina krónu. Esso reið á vaðið og boðaði lækkun á laugardag sem tók gildi í gær. Skeljungur fylgdi síðan í kjölfarið í gærmorgun og OLÍS um hádegisbil og tók lækkun þeirra jafnframt gildi í gær. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð

Bókin Lífs-Kraftur fyrir krabbameinssjúklinga

ÚT ER komin bókin Lífs-Kraftur, en í henni er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Bæjarstjórinn bakaði tertuna

HÁTÍÐARDAGSKRÁ sjómannadagsins í Hafnarfirði var krydduð stórfenglegri afmælistertu í tilefni 95 ára afmælis bæjarins. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 256 orð

Deila um kostnaðarskiptingu óþolandi

YNGVI Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um kostnaðarskiptingu nýrra skólabygginga framhaldsskóla með öllu óþolandi og hafa óheppileg áhrif á framtíð skólahalds og skipulag þess. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 613 orð | 1 mynd

Deilumálum milli sjómanna og útgerða hefur fjölgað

HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, sagði í ræðu sinni á sjómannadaginn í gær að hin síðari ár, sér í lagi eftir að eignaraðild að útgerðunum fór á frjálsan markað, hefði deilumálum milli sjómanna og útgerðarmanna fjölgað verulega. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Drukknaði undan Skarðsströnd

MAÐURINN sem lést við þangskurð undan Skarðsströnd á föstudag hét Valdimar Jónsson, til heimilis á Reykjabraut 7, Reykhólum. Valdimar var fæddur hinn 19. ágúst 1950. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ein milljón króna til Umhyggju

SAMBÍÓIN hafa afhent Umhyggju, félagi langveikra barna, eina milljón króna er safnaðist á skyggnilýsingarfundi og kvikmyndasýningu í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri í síðasta mánuði. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Engar áætlanir um að breyta gatnamótum

HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts/Bogatanga í Mosfellsbæ á laugardag þegar jeppi skall á fólksbíl. Gatnamótin voru nokkuð til umræðu sl. haust eftir að þeim var breytt og biðskylda sett á Langatanga, sem áður var aðalbraut. Meira
2. júní 2003 | Miðopna | 935 orð

Er Evrópa ónæm fyrir misferli fyrirtækja?

NÝLEGT samkomulag helstu fjárfestingarfyrirtækjanna á Wall Street og bandaríska fjármálaeftirlitsins, SEC, að andvirði 1,4 milljarða dollara (um 100 milljarða króna), lýsir vel brestum eftirlitskerfisins og þeim skökku hvötum sem liggja að baki... Meira
2. júní 2003 | Miðopna | 714 orð

Fjárstjórn fjöldans á undanhaldi?

Ef fram heldur sem horfir mun bein hlutabréfaeign einstaklinga minnka talsvert á næstu árum. Einnig mun færast í vöxt skuldsett yfirtaka stjórnenda og stórra eigenda að fyrirtækjum. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

GSM-samband komið í Grímsey

ÞAÐ var stór stund í Grímsey 27. maí klukkan 21 þegar fyrsta GSM-símtalið fór í gegn. Grímsey mun vera síðasti þéttbýlisstaðurinn á Íslandi sem fær þessa tengingu. En fram til þessa hefur eingöngu NMT-kerfið verið virkt í eyjunni. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 289 orð

Hagræðing í sjávarútvegi eina færa leiðin

"HAGRÆÐING þýðir að störfum fækkar á kostnað aukinnar sjálfvirkni og nýrrar tækni. Með þessu móti getum við borgað starfsfólkinu samkeppnishæf laun á sama tíma og launahlutfallið lækkar sem hlutfall af verðmæti afurðarinnar. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Hinar þjóðirnar komnar fram úr

RÁÐSTEFNAN Nordiske datalingvistik dager (NODALIDA) var haldin í fjórtanda sinn í Odda í Háskóla Íslands um helgina. Fræðimenn jafnt sem áhugafólk á sviði tungutækni komu þar saman og voru 42 fyrirlestrar í boði á tveimur dögum. Meira
2. júní 2003 | Erlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Hundruð manna deyja af völdum hita

UNGUR drengur skvettir á sig vatni til að kæla sig í 47 stiga hita í Hyderabad, höfuðstað indverska sambandsríkisins Andhra Pradesh, í gær. Yfir 500 manns hafa látið lífið í mikilli hitabylgju á sunnanverðu Indlandi síðasta hálfa... Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Konunglegi danski ballettinn í heimsókn

KONUNGLEGI danski ballettinn heimsækir Ísland í vikunni og heldur tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Meira
2. júní 2003 | Erlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Kveðst hafa séð sannanir fyrir vopnunum

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær hafa séð gögn sem sönnuðu að Írakar hefðu átt gereyðingarvopn, en þau hefðu ekki enn verið gerð opinber. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 177 orð

Laus úr fangelsi en í farbanni

ÍSLENSKUR sjómaður sem verið hefur í haldi í Dubai í rúman mánuð var látinn laus gegn tryggingu í gærmorgun. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Listflug í Mosfellsbæ

FULLTRÚAR á ráðstefnu evrópskra og bandarískra flugmálayfirvalda, sem nú stendur í Reykjavík, heimsóttu flugvöllinn við Tungubakka í Mosfellsbæ í gær í boði Þóru Guðmundsdóttur og Arngríms Jóhannssonar, aðaleigenda Flugfélagsins Atlanta. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 421 orð

Lögregla krefst gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum

KARLMAÐUR um tvítugt var stunginn þremur hnífstungum, í kvið, síðu og brjóst, eftir að hópslagsmál brutust út í Hafnarstræti snemma í gærmorgun. Átta varnarliðsmenn og tvær íslenskar stúlkur, öll milli tvítugs og þrítugs, voru handtekin í kjölfarið. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð

Nýir straumar í hugbúnaðargerð er yfirskrift...

Nýir straumar í hugbúnaðargerð er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er í dag, mánudaginn 2. júní. Meira
2. júní 2003 | Erlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Pútín og Bush segja að samstarf þeirra hafi eflst

VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandaríkjaforseti sögðu í gær að samstarf ríkjanna hefði eflst þrátt fyrir ágreining þeirra um stríðið í Írak. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

"Spáði því að þetta yrði góður lendingarstaður"

"ÉG GET alveg sagt þér frá þessu því ég var þarna um borð," sagði Guðmundur Hjaltason, húsasmíðameistari og flugmaður, í samtali við Morgunblaðið, en hann og sonur hans, Hjalti Geir, urðu að lenda á heimreiðinni að Bessastöðum vegna bilunar í... Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð

Réttaröryggi og réttindagæsla fatlaðra er yfirskrift...

Réttaröryggi og réttindagæsla fatlaðra er yfirskrift fundar Mannréttindaskrifstofu Íslands á Grand hóteli á morgun, þriðjudaginn 3. júní, kl. 16, í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 269 orð | 2 myndir

Róleg byrjun í Norðurá

STJÓRN Stangaveiðifélags Reykjavíkur náði aðeins einum laxi á land í gærmorgun, er laxveiðivertíðin hófst formlega á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Eini laxinn var gullfalleg 10 punda hrygna sem Friðrik Þ. Stefánsson veiddi í Myrkhyl á rauða Frances. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Stjórnvöld endurskoði rekstrarfyrirkomulag ríkisháskólanna

GUÐFINNA S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, tekur undir með Runólfi Ágústssyni, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, og skorar á stjórnvöld að endurskoða rekstrarfyrirkomulag ríkisháskólanna. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 717 orð | 1 mynd

Stækkað EES opnar íslenzkum fyrirtækjum ný tækifæri

Stækkun ESB og EES-svæðisins til austurs færir íslenzkum fyrirtækjum ómæld ný tækifæri að mati dr. Christoph Jessen, deildarstjóra í þýzka utanríkisráðuneytinu. Auðunn Arnórsson talaði við hann. Meira
2. júní 2003 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Suu Kyi sett í stofufangelsi?

HERFORINGJASTJÓRNIN í Burma lokaði í gær skrifstofum flokks Aung San Suu Kyi eftir að hún var handtekin í norðurhluta landsins. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 252 orð

Sveitarstjórnarlög þverbrotin að mati Samfylkingar

ÁRSREIKNINGUR Kópavogs fyrir árið 2002 var lagður fram á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag. Af því tilefni sendi Samfylkingin í Kópavogi frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að skuldir sveitarfélagsins fari sívaxandi. Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 75 orð

Sögðu efnin ætluð til eigin neyslu

LÖGREGLAN á Patreksfirði lagði um helgina hald á 15-20 grömm af kannabisefnum og áhöldum til neyslu en þeir fengu liðstyrk frá fíkniefnalögreglumönnum frá Ísafirði og Blönduósi en þaðan kom einnig fíkniefnaleitarhundurinn Bella og stóð hún sig með prýði. Meira
2. júní 2003 | Miðopna | 860 orð

Við eigum að hafa val

,,Hvers vegna fær dóttir mín minni stuðning til náms en önnur grunnskólabörn í Reykjavík? Meira
2. júní 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Ævintýri í skólaferðalagi um Langanes

NEMENDUR í 8. og 9. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn unnu að því í vetur í skólanum að undirbúa merkingu á gönguleið frá Hrolllaugsstöðum að Skálum á austanverðu Langanesinu en það er um 10 kílómetra leið. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júní 2003 | Staksteinar | 356 orð

- Deilur um veiðiskyldu

Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fjallar um umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í nýjum pistli á vefsíðu sinni www.ekg.is. Meira
2. júní 2003 | Leiðarar | 733 orð

Gereyðingarvopnin

Staðhæfingar um, að fyrrverandi einræðisherra Íraks réði yfir gereyðingarvopnum og þess vegna væri nauðsynlegt að afvopna hann, voru ein sterkasta röksemdin fyrir hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Meira

Menning

2. júní 2003 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Bjartir dagar hafnir í Hafnarfirði

LISTA- og menningarhátíðin "Bjartir dagar" var formlega opnuð í Menningarmiðstöðinni Hafnarborg í gær á 95 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. Að sögn Marínar Hrafnsdóttur er nú framundan skemmtileg hátíð sem stendur fram að Jónsmessu 24. júní. Meira
2. júní 2003 | Menningarlíf | 7 orð

Bjartir dagar í Hafnarfirði

Mánudagur Tónlistarskóli Hafnarfjarðar kl. 20 Tónleikar Kammersveitar... Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 253 orð | 1 mynd

Gleði og raunir stúlkunnar sem allir þráðu

ENN þann dag í dag eru sögur á kreiki um dauðdaga hennar og einkalíf. Hún er líklega ein umtalaðasta leikkona sögunnar og vann hjörtu kvikmyndahúsagesta í Gentlemen Prefer Blondes og Some Like It Hot. Meira
2. júní 2003 | Tónlist | 604 orð | 1 mynd

Hinn mikilfenglegi einfaldleiki

Caput flutti verkið Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson, Guðni Franzson stjórnaði. Laugardagskvöld kl. 23.00. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 430 orð | 1 mynd

Hver er morðinginn?

Leikstjórn: James Mangold. Handrit: Michael Cooney. Aðalhlutverk: John Cusack, Amanda Peet, Ray Liotta, Rebecca DeMornay, Clea DuVall og Alfred Molina. Lengd: 90 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 224 orð | 2 myndir

Járnfrúin sýnir sig

IRON Maiden eru í fullu fjöri um þessar mundir og hinar stæðilegustu útgáfur hafa hrannast upp að undanförnu. Meira
2. júní 2003 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur til 9.

KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur til 9. júní. Yfirskriftin er "Ég ætla að gefa regn á jörð". Mánudagur Hallgrímskirkja kl. 12 Tónlistarandakt. Prestur: Kristján Valur Ingólfsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á saxófón og orgel. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 301 orð | 1 mynd

...kraftaverkum í beinni útsendingu

HVÍT jakkaföt virðast vera í miklu uppáhaldi hjá honum enda í fullkomnum stíl við hvítt hárið. Hann heitir Benny Hinn og framkvæmir kraftaverk á sjónvarpsstöðinni Omega, - að sögn. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Nýtt úr leikjaheiminum

ÞEIR ERU ófáir tölvuleikjaunnendurnir hér á landi og því ekki úr vegi að benda á þáttinn Cybernet sem sýndur er á SkjáEinum. Hér er um erlenda þætti að ræða þar sem fjallað er um marga af nýjustu leikjunum sem í boði eru. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 136 orð

Paul McCartney segist hafa sæst við...

Paul McCartney segist hafa sæst við Yoko Ono en þau hafa um nokkurt skeið deilt um hvernig eigi að skrá lög þeirra Pauls og John Lennon. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 94 orð | 4 myndir

Rjómablíða á sjómannadag

ÍBÚAR höfuðborgarsvæðisins fögnuðu sjómannadeginum í fádæmagóðu veðri á sunnudag. Auk hefðbundinna ræðuhalda og veitinga viðurkenninga var boðið upp á margs konar skemmtun og glens um allan bæ. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 647 orð | 1 mynd

Sorglegt

Tónleikar The Incredible String Band í Íslensku óperunni, 30. maí. Meira
2. júní 2003 | Fólk í fréttum | 499 orð | 3 myndir

Staðið uppi í hárinu á Írum

LAUGARDALSHÖLLIN var þétt setin á laugardagskvöld en þá mætti lið Íslendinga liði Íra í hnefaleikahringnum. Það myndaðist fljótlega kröftug stemning í húsinu sem Írunum var sannarlega vorkunn af, enda drundi í hljóðhimnunum: "Áfram Ísland! Meira
2. júní 2003 | Menningarlíf | 155 orð

Sungið til gamans í Salnum

"TIL gamans gert" er yfirskrift söngtónleika Kristjáns Þ. Halldórsson, barítons, sem haldnir verða í Salnum annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Undirleikari á píanó er Aladár Rácz. Flutt verða íslensk sönglög, erlend ljóð, og aríur og dúetta. Meira
2. júní 2003 | Menningarlíf | 431 orð | 1 mynd

Öll saga evrópskrar tónlistar rakin

KVARTETTINN Quattro Stagioni heldur tónleika ásamt karlakórnum Fóstbræðrum í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Stjórnandi er Árni Harðarson. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Kirkjulistahátíðar sem nú stendur yfir. Meira

Umræðan

2. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Breyta þarf háttalagi sjónvarpsins

FYRIR rúmlega 40 árum var hér á landi Kanasjónvarp sem sýndi frábæra þætti eins og t.d. Untouchables og Bonanza ásamt fleiru ágætis sjónvapsefni. En því var mótmælt kröftuglega og það lagt niður. Meira
2. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 372 orð | 1 mynd

Grafarþögn NÚ ER þjóðin búin að...

Grafarþögn NÚ ER þjóðin búin að kjósa og allir virðast vera mjög sáttir. Ekki heyrir maður annað. Alveg grafarþögn og enginn segir neitt. Þeir brosa breitt þessir háu herrar sem komnir eru inn á þing. Þeir mega það nú víst líka. Meira
2. júní 2003 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd

Hagræðingar

ÞÁ ER röðin komin að Raufarhöfn. Móðuharðindi af mannavöldum ríða nú af fullum þunga yfir þetta þorp, þar sem eitt sinn voru meiri umsvif í sjávarútvegi en víðast hvar annars staðar í landinu. Meira
2. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 526 orð

Útlitið þarf ekki að vera svart

GLÆPATÍÐNI á Íslandi hefur á síðustu árum verið að aukast og eru valda geðsjúkdómar oft því að einstaklingur fremji glæp, það er eins og að það sé ekki unnið nógu mikið til að hjálpa þessu fólki, þótt til séu margar leiðir til þess. Meira

Minningargreinar

2. júní 2003 | Minningargreinar | 869 orð | 1 mynd

AÐALSTEINN BIRGIR INGÓLFSSON

Aðalsteinn Birgir Ingólfsson fæddist í Reykjavík 15. desember 1935. Hann lést á La Marina á Spáni hinn 25. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 30. maí. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2003 | Minningargreinar | 1381 orð | 1 mynd

ESTER HJÁLMARSDÓTTIR HANSEN

Ester Hjálmarsdóttir Hansen fæddist á Bjargi við Bakkafjörð 19. júní 1922. Hún lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2003 | Minningargreinar | 1245 orð | 1 mynd

GESTUR GUNNAR AXELSSON

Gestur Gunnar Axelsson fæddist í Reykjavík hinn 12. nóv. 1942. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Axel Hólm Magnússon, f. 18. apríl 1918, d. 25. sept. 1996, og Sigrún Gestsdóttir, f. 17. júní 1911, d.... Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2003 | Minningargreinar | 188 orð | 1 mynd

GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR

Guðlaug Guðlaugsdóttir fæddist á Miðhópi í Grindavík 15. september 1922. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 25. apríl. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2003 | Minningargreinar | 517 orð | 1 mynd

HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR

Halldóra Halldórsdóttir fæddist á Húsavík 6. janúar 1913. Hún lést 15. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Lágafellskirkju 23. maí. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2003 | Minningargreinar | 3482 orð | 1 mynd

HALLDÓR E. SIGURÐSSON

Halldór Eggert Sigurðsson fæddist á Haukabrekku í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 9. september 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eggertsson skipstjóri og bóndi, f. 21. sept. 1876, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2003 | Minningargreinar | 1019 orð | 1 mynd

HANSÍNA SIGURBJÖRG HJARTARDÓTTIR

Hansína Sigurbjörg Hjartardóttir fæddist í Ytri-Keflavíkurbæ á Hellissandi 13. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 7. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 16. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. júní 2003 | Viðskiptafréttir | 336 orð | 1 mynd

Andstaða við evruna eykst í Svíþjóð

MEIRIHLUTI Svía er andvígur því að taka upp evruna, samkvæmt skoðanakönnum á vegum Danske Bank. Samkvæmt könnuninni hyggjast 42% Svía greiða atkvæði með upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust en 54% hyggjast greiða atkvæði gegn evrunni. Meira
2. júní 2003 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Ísland tilraunastöð í heilsutækni

UM HUNDRAÐ sænskir fjárfestar og heilbrigðisstarfsfólk sóttu morgunverðarfund Útflutningsráðs Íslands í Stokkhólmi á miðvikudag. Meira

Fastir þættir

2. júní 2003 | Fastir þættir | 257 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

NORÐMENNIRNIR Geir Helgemo og Per Erik Austberg sögðu einir manna alslemmu í eftirfarandi spili Norðurlandamótsins. Sem var snöfurmannlega gert, sérstaklega þar sem mörg pör komust ekki upp úr geiminu: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
2. júní 2003 | Dagbók | 65 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Kirkjulistahátíð: Tónlistarandakt kl. 12. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á saxófón og orgel. Léttur málsverður á eftir. Laugarneskirkja. Kl. Meira
2. júní 2003 | Dagbók | 47 orð

LÓAN

Einn um haust í húmi bar hal að kletta sprungu, úti kalt þá orðið var, öngvir fuglar sungu. Sá hann lóur sitja þar sjö í kletta sprungu, lauf í nefi lítið var og lá þeim undir tungu. Meira
2. júní 2003 | Dagbók | 492 orð

(Lúk. 13, 24.)

Í dag er mánudagur 2. júní, 153. dagur ársins 2003. Orð dagsins: "Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta." Meira
2. júní 2003 | Fastir þættir | 194 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Rbd7 9. Dd2 b5 10. a4 b4 11. Rd5 Bxd5 12. exd5 Rb6 13. Bxb6 Dxb6 14. a5 Db7 15. Bc4 Be7 16. Ha4 Hb8 17. Dd3 Ha8 18. Dd2 Hb8 19. Rc1 O-O 20. Ra2 Rd7 21. Hxb4 Dc7 22. Meira
2. júní 2003 | Fastir þættir | 306 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

ATHYGLI Víkverja vöktu fréttir í síðustu viku þess efnis að írsk stjórnvöld hygðust grípa til ráðstafana vegna ofneyslu áfengis í landinu. Greindi Micheal Martin, heilbrigðisráðherra Írlands, m.a. Meira

Íþróttir

2. júní 2003 | Íþróttir | 227 orð

Agassi og Serena líkleg til afreka

BANDARÍSKI tenniskappinn Andre Agassi tryggði sér í gær sæti í 8 manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Arnar Þór bestur hjá Lokeren

ARNAR Þór Viðarsson, fyrirliði belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren, var á mánudaginn útnefndur besti leikmaður félagsins á nýafstöðnu keppnistímabili og fékk hann stóran bikar því til staðfestingar. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

* AUÐUN Helgason lék með Landskrona...

* AUÐUN Helgason lék með Landskrona í gær en liðið tapaði fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. * ATLI Sveinn Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Örgryte sem tapaði heima fyrir Hammarby , 1:0. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 77 orð

Baldvin til liðs við Val

BALDVIN Þorsteinsson, hornamaður KA-liðsins í handknattleik, gekk um helgina til liðs við Val og mun leika með Hlíðarendaliðinu á næstu leiktíð. Baldvin er lunkinn vinstri hornamaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Beckham á leið til Barcelona?

SAMKVÆMT fjölmiðlum í Bretlandi og á Spáni hafa forráðamenn Barcelona ákveðið að bjóða rúman þrjá og hálfan milljarð (30 milljónir sterlingspunda) í David Beckham, leikmann Englandsmeistara Manchester United. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

* CHELSEA keypti í gær ítalska...

* CHELSEA keypti í gær ítalska markvörðinn Marco Ambrosio frá Chievo . Þessi 30 ára gamli markvörður á að leysa Hollendinginn Ed de Goy af hólmi en samningur hans við Lunúndaliðið verður ekki endurnýjaður. * JÓHANNES B. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

Fjórða tvenna Bæjara

BAYERN München varð þýskur bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins þegar liðið bar sigurorð af Kaiserlautern í úrslitaleik á ólympíuleikvanginum í Berlín á laugardagskvöldið. Rúmlega 70.000 áhorfendur sáu Bæjara sigra, 3:1, og tryggja sér þar með annan titilinn á leiktíðinni en Bayern München varð fyrir nokkru þýskur meistari í 18. sinn eftir mikla yfirburði í 1. deildar keppninni. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 177 orð

Fjölmenni til Möltu

STÆRSTI hópur íslenskra íþróttamanna, sem farið hefur í einu út fyrir landsteinana, lenti á Möltu síðdegis í gær en þar hefjast í dag tíundu Smáþjóðaleikarnir. Íslendingar senda 129 keppendur á leikana og keppa þeir í tíu íþróttagreinum. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 183 orð

Fylkir 3:0 FH Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin...

Fylkir 3:0 FH Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin Fylkisvöllur Aðstæður: Frábært veður, sólskin með köflum og 17 stiga hiti, völlurinn góður. Áhorfendur: 1. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 696 orð

Fylkir hristi af sér slenið

FYLKISMENN hristu af sér slenið frá því í leiknum við ÍBV í Vestmannaeyjum í vikunni og tylltu sér í toppsæti deildarinnar með því að leggja FH-inga að velli, 3:0, á Fylkisvelli í gærkvöld. FH-ingar áttu á brattann að sækja gegn frískum Fylkismönnum og biðu fyrsta ósigur sinn á Íslandsmótinu í ár. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 103 orð

Gintaras aftur til Mosfellinga

LITHÁÍSKI handknattleiksmaðurinn Svukynas Gintaras mun leika með liði Aftureldingar í Mosfellsbæ á næstu leiktíð. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Guðmundur fór létt með Svíann

GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, vann glæsilegan sigur á Norðurlandameistaranum Cypria Asamoah frá Svíþjóð í einvígi þeirra á milli sem fram fór í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Haukur Ingi Guðnason og Allan Borgvardt,...

Haukur Ingi Guðnason og Allan Borgvardt, tveir liprir og léttleikandi leikmenn, eigast hér við á Fylkisvelli í... Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

* HELGI Kolviðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í...

* HELGI Kolviðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu , og félagar hans í Kärnten töpuðu fyrir Austria Vín , 3:0, í úrslitaleik austurrísku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Helgi var í byrjunarliðinu en var skipt út af á 57. mínútu. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 327 orð | 1 mynd

*HREFNA Jóhannesdóttir skoraði fimm mörk fyrir...

*HREFNA Jóhannesdóttir skoraði fimm mörk fyrir KR þegar liðið vann stórsigur á Þór/KA/KS í efstu deild kvenna í gær, 9:1 Hin mörkin skoruðu Ásthildur Helgadóttir 2, Katrín Ómarsdóttir og þá skoraði markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir úr vítaspyrnu. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 48 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hlíðarendi: Valur - Þróttur R. 19. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Ísland - Danmörk 31:32 Gangur leiksins:...

Ísland - Danmörk 31:32 Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 8:7, 8:12, 13:13, 15:16, 17:20 , 21:24, 24:26, 27:29, 30:31, 31:32 . Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

Íslenska íþróttafólkið sem keppir á Smáþjóðaleikunum...

Íslenska íþróttafólkið sem keppir á Smáþjóðaleikunum er hér að koma á hótel á Möltu síðdegis í gær. Fremstur á myndinni til vinstri er sundmaðurinn Örn Arnarson. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 231 orð

Jóhannes Karl orðaður við Man. City

JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er greinilega eftirsóttur af enskum félögum en forseti Real Betis, Manuel Ruiz de Lopera, segir í viðtali við breskt blað í gær að hann hafi á borði sínu tilboð frá þremur enskum liðum og hann útilokar ekki að fleiri tilboð berist í Íslendinginn. "Við munum láta Jóhannes til þess liðs sem bíður best," segir forsetinn. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkir...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkir - FH 3:0 Staðan: Fylkir 43018:29 KR 32104:27 Valur 32016:66 FH 41215:45 ÍA 31114:34 KA 31114:54 Þróttur R. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 657 orð

Óvænt í Keflavík

LIÐIN sem féllu úr efstu deild karla á síðasta tímabili, Keflavík og Þór, áttust við á Keflavíkurvelli á laugardag. Leiknum lauk með sigri gestanna, 1:3, í viðburðaríkum leik. Keflvíkingar sóttu meira allan leikinn en Þósarar beittu skyndisóknum með góðum árangri. Auk þess sem Atli Már Rúnarsson, markvörður Þórs, var frábær í leiknum og varði skipti eftir skipti meistaralega. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 548 orð | 1 mynd

"Biðarinnar virði"

JUAN Pablo Montoya hjá Williams sagði að það hefði verið biðarinnar virði, en hann vann í Mónakó-kappakstrinum í gær. Það er hans fyrsti mótssigur frá í Monza árið 2001 og fyrsti sigur Williams frá í Malasíu-kappakstrinum í mars í fyrra. Jafnframt í fyrsta sinn frá 1983 að Williams vinnur í Mónakó, en þá varð finnski ökuþórinn Keke Rosberg fyrstur á mark. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 805 orð | 1 mynd

"Gamli karlinn er að skríða til baka"

"ÉG er afar sáttur við árangur minn á fyrri degi þrautarinnar en óánægður með síðari keppnisdaginn þar sem sumar greinarnar gengu ekki sem skyldi, en þetta er ákveðinn grunnur og ég veit vel hvar ég stend og hvað má betur fara. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

"Gáfum mjög ódýr mörk"

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ósáttur að leik loknum í gærkvöldi. Voru það ekki vonbrigði að tapa svona illa í dag eftir góðan sigur á Val í síðustu umferð? "Jú vissulega voru þetta vonbrigði. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 166 orð

"Nýja boltanum að þakka"

"HÉR á Fylkisvellinum erum við byrjaðir að leika með nýjan bolta og ég vil þakka honum þessi mörk sem ég hef skorað. En það er gaman að vera loks búinn að skora í efstu deild. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 178 orð

"Spila þar sem þjálfarinn segir mér að spila"

HRAFNKELL Helgason, leikmaður Fylkis, var að öðrum leikmönnum ólöstuðum besti maður vallarins í gærkvöldi. Hrafnkell er af mörgum talinn einn vanmetnasti leikmaður íslensku knattspyrnunnar en hann er mjög hógvær og lætur verkin tala. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 389 orð | 1 mynd

"Stóri bróðir" fylgist með leikmönnum

ÞRJÚ ítölsk lið komust í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og tvö þeirra léku til úrslita sl. miðvikudag í keppninni, AC Milan og Juventus, þar sem Milan hafði betur, 3:2, eftir vítaspyrnukeppni á Old Trafford í Manchester á Englandi. Sparkfræðingar víðsvegar um Evrópu hafa rýnt í þjálfunaraðferðir ítölsku liðanna í leit að leyndardómnum á bak við velgengni þeirra í Meistaradeildinni þetta árið. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Rúnar bikarmeistari með Ciudad Real

RÚNAR Sigtryggsson, landsliðsmaður í handknattleik, hafði ástæðu til að fagna með samherjum sínum í Ciudad Real í gærkvöldi en liðið vann spænsku meistarana í Barcelona 34:31 í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Tryggvi lék ekki með Stabæk - var í agabanni

TRYGGVI Guðmundsson lék ekki með Stabæk á móti Vålerenga í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Veigar Páll frá keppni í þrjár til fjórar vikur

VEIGAR Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður með KR, verður frá keppni í 3-4 vikur. Liðband í hné Veigars Páls er tognað. "Eftir leikinn gegn Akranesi hélt ég að meiðslin væru alvarlegri en raun bar vitni, því ég var með mikla verki. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 575 orð | 1 mynd

Við erum að freista þess að breikka hópinn

ÍSLENDINGAR og Danir mættust öðru sinni í vináttulandsleik í Smáranum á laugardaginn. Ísland sigraði í fyrri leiknum nokkuð örugglega, 36:31, en annað var upp á teningnum á laugardaginn. Danirnir höfðu frumkvæðið allan leikinn en íslenska liðið var þó nálægt því að jafna metin undir lok leiksins en Michael Bruun, markvörður Dana, varði skot Guðjóns Vals Sigurðssonar undir lok leiksins, og tryggði Dönum sigur, 32:31. Meira
2. júní 2003 | Íþróttir | 190 orð

Þrefalt hjá Rangers

ÍTALSKI varnarmaðurinn Lorenzo Amoruso tryggði Rangers sigur í skosku bikarkeppninni þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Dundee í úrslitaleik bikarkeppninnar á Hampden Park. Markið skoraði Amoruso á 66. Meira

Fasteignablað

2. júní 2003 | Fasteignablað | 399 orð | 1 mynd

100. fundur stjórnar Íbúðalánasjóðs

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur nú starfað í rúmlega 4 ár og hefur stjórn sjóðsins haldið 100 stjórnarfundi. Páll Pétursson, fráfarandi félagsmálaráðherra var heiðursgestur fundarins, en hann lét af störfum eftir 8 ára starf sem félagsmálaráðherra sama dag og 100. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 264 orð | 1 mynd

Álfheimar 9

Reykjavík - Fasteignasalan Eignaval er nú með í einkasölu aðalhæð í þríbýlishúsi, 4-5 herbergja sérhæð með sérinngangi. Íbúðin er alls 122,7 ferm. og henni fylgir bílskúrsréttur. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 121 orð | 1 mynd

Ásbúð 70

Garðabær - Hjá fasteignasölunni Heimili er nú í einkasölu raðhús á einni hæð að Ásbúð 70 í Garðabæ. Húsið, sem er forsteypt, er um 132 ferm. fyrir utan tvöfaldan bílskúr sem er 36 ferm. "Húsið hefur verið töluvert mikið endurnýjað, m.a. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Blómin ein heima

Þeir sem eyða miklum tíma í sumarbústað eru stundum í vandræðum með stofublómin. Margar plöntur þola illa þurrk og gulna, missa blöðin og veslast upp þegar þær eru skildar eftir án eftirlits. Sjálfvökvandi pottar eru góð lausn á þessum vanda. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 224 orð | 1 mynd

Brattahlíð 8

Hveragerði - Óðal & Framtíðin eru nú með í sölu einbýlishús að Bröttuhlíð 8 í Hveragerði. Um er að ræða timburhús, byggt 1950 og er það 122,7 ferm. og því fylgir bílskúr sem er 29,7 ferm. "Þetta er fallegt hús og mikið endurnýjað. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 108 orð | 1 mynd

Frida Kahlo

Nýlega var sýnd hér kvikmynd um Fridu Kahlo sem fæddist 1907 og dó 1954. Hún var mexíkanskur málari sem einkum var þekkt fyrir mjög áhrifamiklar sjálfsmyndir. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 574 orð | 1 mynd

Gluggar í fjöleignarhúsum

FJÖLMARGAR fyrirspurnir berast Húseigendafélaginu um hvernig skipta beri kostnaði sem fellur til á eigendur í fjöleignarhúsum vegna viðgerða og endurnýjunar á gluggum og hvernig standa beri að ákvarðanatöku í því efni. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 101 orð | 1 mynd

Hreiður við húsið

Á vorin hafa börn og fullorðnir oftast glaðst mjög yfir að finna hreiður í garðinum sínum, við húsið eða annars staðar í nágrenninu. Ekki eru þó öll hreiður til eins mikillar ánægju. Starrahreiður eru langt því frá eins vinsæl og t.d. þrastarhreiður. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 904 orð | 1 mynd

Hugmyndin um höfuðborgina

Í Evrópu er nú að finna samtals 44 ríki og sem næst jafnmargar höfuðborgir. Á undanförnum 15 árum hafa bæst á Evrópukortið alls 12 ný ríki, sem orðið hafa til í Mið- og Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins og hrun Sovétríkjanna. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 191 orð | 1 mynd

Langagerði 114

Reykjavík - Fasteignasalan Lundur er nú með í sölu einbýlishús að Langagerði 114 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1962 og er það 288,4 ferm. að stærð, þar af er bílskúr 27,2 ferm. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 106 orð | 1 mynd

Mús í bústaðnum?

Sumir gestir eru ekki velkomnir í sumarbústaðinn og þeirra á meðal eru mýs. Mýs eru fallegar og skemmtilegar úti í náttúrunni, en þær eru ekki aufúsugestir í mannabústöðum. Það er hins vegar ekki geðslegt að eitra fyrir þeim. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 128 orð | 1 mynd

Mælistika

Fullorðna fólkið hefur ekki síður gaman af að fylgjast með þroska barnanna en þau sjálf. Krakkar eru stoltir af því þegar pabbi og mamma, eða afi og amma, mæla hæð þeirra öðru hverju og hægt er að sjá svart á hvítu hvernig tognar úr viðkomandi með... Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 1097 orð | 4 myndir

Nýjar íbúðir á Alaskalóðinni í Breiðholti munu falla vel inn í gróið hverfi

Nýjar íbúðabyggingar á gömlu Alaskalóðinni í Breiðholti taka mið af mikilli skjólsæld og gróðri umhverfis. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar íbúðir, sem eiga að verða mjög vandaðar að allri gerð. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 136 orð | 1 mynd

Nýjar íbúðir í grónu hverfi

Það er mikilvægur kostur við nýjar íbúðir í grónum hverfum, að öll þjónusta er þegar fyrir hendi. Þetta er einmitt áberandi við nýja byggð, sem er að rísa á Alaskalóðinni svonefndu við Skógarsel í Seljahverfi. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 377 orð | 1 mynd

Passaðu penslana

Góðir málningarpenslar eru dýrir. Hin almenna regla er sú, að ódýr pensill er slæmur, þ.e.a.s. hárin eiga það til að losa þegar verst lætur og erfitt er að hreinsa hann svo vel sé. Dýr pensill er yfirleitt stinnur og hárin föst. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 81 orð | 1 mynd

Rósettur og bækur

Rósettur í loftum eru líklega tilkomnar sem skraut í framhaldi af þeim sið Rómverja að hafa rósir á borðum eða í híbýlum sínum sem merki um að ekki mætti segja frá því sem þar færi fram. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 114 orð | 1 mynd

Speglar og blóm

Speglar og blóm fara mjög vel saman, ekki síst ef spegill er fyrir ofan hillu eða arin. Til eru mjög fallegir speglar sem eru með útflúraðri spegilglersumgjörð - svokallaðir Feneyjaspeglar. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 535 orð | 2 myndir

Stórmerk tíðindi frá Orkuveitu Reykjavíkur

HVER þekkir ekki sögurnar um framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga þar sem allt er framkvæmt eins og vitið sé ekki reitt í þverpokum. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 91 orð | 1 mynd

Tré í kerum

Hægt er að hafa nokkuð stórar trjáplöntur í kerum í garðinum. Með því móti má skapa fjölbreytni í umhvefinu og einnig verða þrif miklu auðveldari. Hægt er t.d. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 81 orð | 1 mynd

Tröppur upp hólinn

Hólar eru algengir á Íslandi í náttúrunni, en sumir búa til hóla í garðinum. Vel kemur til greina að hafa tröppur í hólunum, bæði þeim náttúrugerðu og einnig þeim sem gerðir eru af mannahöndum í görðum landsmanna. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 51 orð | 1 mynd

Undir súðinni

Undir súðinni má hafa ýmislegt - svo sem innréttingu sem er sérstaklega til sniðin í það pláss sem fyrir hendi er á þessum eða hinum staðnum. Undir súðinni má hafa skápa, hillur, lítil borð og þannig nýta pláss sem ella væri til lítilla nota. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 342 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 261 orð | 1 mynd

Veitingahúsið Naustið til sölu hjá Miðborg

ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar þekktar húseignir í hjarta Reykjavíkur koma í sölu. Nú eru allar Naustseignirnar við Vesturgötu og Tryggvagötu til sölu hjá fasteignasölunni Miðborg, samtals um 2.040 ferm. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 251 orð | 1 mynd

Vesturbrún 25

Reykjavík - Fasteignasalan Miðborg er nú með í sölu parhúsið Vesturbrún 25 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1985 og er það 256,8 ferm, en þar af er bílskúr 27,4 ferm. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 205 orð | 1 mynd

Vesturgata 5a

Reykjavík - Eignalistinn er með í einkasölu húseignina Vesturgötu 5a. Þetta er timburhús, byggt 1906, sem hefur verið mjög mikið endurnýjað. Það er kjallari, hæð og ris og alls 130 ferm. Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 125 orð | 1 mynd

Vitastígur 8

Reykjavík - Fasteignasalan Garður er nú með í einkasölu húseignina Vitastíg 8. Þetta er timburhús, járnklætt og tvílyft sem stendur á steinkjallara, alls 152,1 ferm. Tveir inngangar eru í húsið, annars vegar inn í aðalhæð hússins og hins vegar í... Meira
2. júní 2003 | Fasteignablað | 787 orð | 2 myndir

Þingmúlakirkja

ÞINGMÚLI nefnist fjall eitt í Suður-Múlasýslu og undir því stendur kirkjustaður sem ber sama nafn. Kirkjan í Þingmúla er timburkirkja fremur lítil og gerir ekki kröfu til að eftir henni sé tekið. Hún kúrir þar næstum undir múla fjallsins. Meira

Úr verinu

2. júní 2003 | Úr verinu | 175 orð

Samskip kaupa belgískt flutningafyrirtæki

SAMSKIP hafa keypt belgíska félagið Belgo-Ruys NV í Antwerpen sem undanfarin ár hefur verið umboðsaðili Samskipa í Benelúxlöndunum. Félagið hefur fyrst og fremst sinnt umboðsþjónustu og flutningsmiðlun. Samningurinn tekur gildi 1. júní n.k. Meira
2. júní 2003 | Úr verinu | 184 orð | 1 mynd

Þrjátíu vélstjórar brautskráðir frá Vélskóla Íslands

VIÐ skólaslitaathöfn í Vélskóla Íslands hinn 24. maí síðastliðinn voru brautskráðir 30 vélstjórar og vélfræðingar. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Sjómannaskólans að viðstöddum fjölmörgum gestum. Tveir voru brautskráðir með 1. stig, fjórtán með 2. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.