Greinar mánudaginn 30. júní 2003

Forsíða

30. júní 2003 | Forsíða | 96 orð | 1 mynd

Björk hyllt í Hróarskeldu

TÓNLEIKAR Bjarkar voru lokaatriði Hróarskelduhátíðarinnar í gær. Stemmningin var engu lík og var Björk ítrekað klöppuð upp af gestum hátíðarinnar en lokatónleikarnir þykja hafa ákveðinn heiðurssess. Meira
30. júní 2003 | Forsíða | 323 orð | 1 mynd

Kosta 2,7 til 11 milljarða

ÞRIGGJA hæða gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík með hringtorgi á efstu hæð fyrir beygjustrauma er ein af fjórum tillögum sem lagðar hafa verið fyrir samgöngunefnd borgarinnar með áfangaskýrslu vinnuhóps sem hefur það hlutverk að... Meira
30. júní 2003 | Forsíða | 282 orð

Palestínskar hreyfingar lýsa yfir hléi á árásum

FJÓRAR róttækar hreyfingar Palestínumanna lýstu í gær yfir þriggja mánaða hléi á árásum af sinni hálfu á ísraelska borgara, en talsmenn þeirra settu ströng skilyrði fyrir vopnahléinu og Ísraelsstjórn sagði yfirlýsingarnar fánýtar. Meira
30. júní 2003 | Forsíða | 195 orð | 1 mynd

Schröder boðar skattalækkanir

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, boðaði í gær viðbótarskattalækkanir upp á 25 milljarða evra, hátt í 2.200 milljarða króna, sem koma eiga til framkvæmda strax á næsta ári. Meira

Baksíða

30. júní 2003 | Baksíða | 170 orð

100 teknir fyrir hraðakstur á Holtavörðuheiði

YFIR hundrað ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði um helgina og segir Hannes Leifsson, lögregluvarðstjóri á Hólmavík, að um met sé að ræða. Einn ökuþóranna keyrði á 160 kílómetra hraða og missir fyrir vikið ökuleyfið. Meira
30. júní 2003 | Baksíða | 72 orð | 1 mynd

Brakandi veðurblíða

EINMUNA veðurblíða var á Fljótsdalshéraði í gær. Þannig komst hitinn í Hallormsstað upp í 25 gráður í forsælu og fór yfir 20 stig víða annars staðar. Íbúar niðri á fjörðum fengu að sjá sumarið eins og þeir kannast best við það. Meira
30. júní 2003 | Baksíða | 138 orð | 1 mynd

Eldingu laust í Eldingu

ELDINGU laust niður í íslensku skútuna Eldingu í gærdag en skútan er við höfn í Noregi. Eigandi skútunnar, Hafsteinn Jóhannsson, var fjarstaddur þegar óhappið átti sér stað. Meira
30. júní 2003 | Baksíða | 384 orð | 1 mynd

Flaug hættulega lágt yfir húsþökum í aðflugi

ALVARLEGT flugatvik varð yfir Reykjavík í gærkvöldi þegar tveggja hreyfla flugvél frá Litháen kom á alröngum stað til lendingar á Reykjavíkurflugvelli og flaug hættulega lágt yfir húsþökum í Þingholtunum. Meira
30. júní 2003 | Baksíða | 154 orð

Ísland velkomið sem samstarfsaðili

Johannes Rau, forseti Þýskalands, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að Ísland sé hjartanlega velkomið sem samstarfsaðili Þýskalands innan Evrópusambandsins. Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Rau m. Meira
30. júní 2003 | Baksíða | 123 orð | 1 mynd

Jafntefli hjá Guðfríði Lilju og Halldóri

SJÖTTU umferð alþjóðlega atskákmótsins á Grænlandi lauk í gær. Að henni lokinni er Luke McShane í fyrsta sæti með fullt hús, eða sex vinninga. Í 2.-3. sæti eru Nikolic de Firmian og Pedrag Nikolic og í 4.-6. Meira

Fréttir

30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Áformum Landsvirkjunar í Laxárgljúfri mótmælt

ÁFORM Landsvirkjunar um hækkun stíflu í Laxárgljúfri neðst í Laxárdal standast að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands ekki lög um verndun Mývatns og Laxár í S-Þingeyjarsýslu. Samtökin benda á að í lögunum segi m.a. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 217 orð

Bílaleigubílar mæltust misjafnlega fyrir

SJÓVÁ-Almennar auglýsa nýja gerð kaskó-trygginga, svokallað ný-kaskó, þar sem félagið greiðir 15% af viðgerðarkostnaði í reiðufé til þeirra sem verða fyrir tjóni. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Brandugluungar komnir á stjá

ÞESSI vikugamli brandugluungi var fremur hress með lífið og tilveruna í Þrastaskógi í Grímsnesi þar sem hann beið þess að móðir hans færði honum eitthvað gott í gogginn. Móðir hans var varari um sig en það sást til hennar á flugi með smáfugl í klónum. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Búist við 5 til 6 þúsund manns

UNDIRBÚNINGUR fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði er kominn á fulla ferð. Mótið fer fram um verslunarmannahelgina en í kringum það er alla jafnan mikil fjölskylduhátíð. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 129 orð

Endurbætur á heimasíðunni

AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að endurbótum á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is. Útlit heimasíðunnar er nokkuð breytt þótt áfram sé byggt á myndum Brians Pilkingtons, sem prýtt hafa hana frá upphafi. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Gerði grein fyrir viðræðum við Bandaríkin

ÝMSIR sameiginlegir hagsmunir voru ræddir á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Svíþjóð í gær. Um er að ræða lokaðan fund og var hann haldinn í Harpsund, í embættissumarbústað sænska forsætisráðherrans. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð | 3 myndir

Góð stemmning á skákmótinu

GÓÐ stemmning hefur verið í kringum skákmótið Greenland Open 2003 í Qaqortoq. Mótið er alþjóðlegt atskákmót og þátttakendur fá 25 mínútna umhugsunartíma í hverri skák. Alls verða tefldar níu umferðir en mótinu lýkur í dag. Meira
30. júní 2003 | Landsbyggðin | 116 orð | 1 mynd

Héraðsmót Strandamanna í sundi

ÞAÐ er alltaf gott veður á sundmóti sagði einhver við fréttaritara Morgunblaðsins og það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við Strandamenn á sundmóti Héraðssambands Strandamanna sem haldið var í Gvendarlaug hins góða að Klúku í Bjarnarfirði... Meira
30. júní 2003 | Landsbyggðin | 151 orð | 1 mynd

Hólmarar í Jónsmessugöngu

Á JÓNSMESSUNÓTT stóð Hólmurum til boða að ganga á Drápuhlíðarfjall með leiðsögn Ólafs Ólafssonar sýslumanns. Það var Efling Stykkishólms sem stóð fyrir göngunni og tóku um 30 manns þátt í henni og voru göngumenn á breiðu aldursbili. Meira
30. júní 2003 | Landsbyggðin | 201 orð | 1 mynd

Húsnæðissamvinnufélag Skagafjarðar byggir fjölbýlishús

AÐ morgni hins sautjánda júní var undirritaður samningur á milli Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar, HSFS, og Krókshúsa ehf. um byggingu sextán íbúða fjölbýlishúss við Sauðármýri sunnan Ártorgs á Sauðárkróki. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Ilmkjarnaolíufræðingar útskrifaðir

FYRSTI hópurinn frá Shirley Price International Collage of Aromatherapy á Íslandi hefur nú útskrifast. Meira
30. júní 2003 | Miðopna | 1276 orð | 1 mynd

Ísland hjartanlega velkomið sem samstarfsaðili innan ESB

Johannes Rau Þýskalandsforseti kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Rau, sem tók við embætti árið 1999, svaraði spurningum Morgunblaðsins í tilefni heimsóknarinnar. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Íslenskar hljómsveitir í Central Park

HLJÓMSVEITIRNAR Apparat, Singapore Sling og Trabant og rímnamaðurinn Steindór Andersen komu fram á tónleikum í Central Park í New York á laugardaginn var. Um 3. Meira
30. júní 2003 | Erlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Ísraelsstjórn sakar BBC um nasistaáróður

TALSMAÐUR Ísraelsstjórnar sakaði í gær BBC , breska ríkisútvarpið, um andgyðinglegan áróður líkan þeim, sem stundaður var í Þýskalandi nasismans. Var tilefnið sjónvarpsþáttur þar sem fullyrt var, að Ísraelar ættu mikið af kjarnorku- og efnavopnum. Meira
30. júní 2003 | Landsbyggðin | 117 orð | 1 mynd

Jónsmessuganga á Tjörnesi

LC-konur á Húsavík tóku forskot á Jónsmessugleðina um helgina er þær stóðu fyrir Jónsmessugöngu frá Gónhól út í Eyvíkurfjöru á Tjörnesi. Meira
30. júní 2003 | Erlendar fréttir | 253 orð

Lengi vitað að skjölin voru fölsuð

BRESKA og bandaríska ríkisstjórnin horfðu vísvitandi framhjá upplýsingum um, að gögn um tilraunir Íraka til að kaupa úran í Níger, væru fölsuð. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Lét sig hverfa af slysstað

EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Bústaðavegi rétt fyrir miðnætti síðastliðinn laugardag. Vegfarandinn slasaðist nokkuð en ökumaður lét sig hins vegar hverfa af vettvangi. Meira
30. júní 2003 | Erlendar fréttir | 674 orð | 1 mynd

Mannskæðasta stríð frá síðari heimsstyrjöld

EKKERT stríð, sem háð hefur verið í heiminum frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk, hefur kostað jafn mörg mannslíf og átökin í Kongó. Meira
30. júní 2003 | Landsbyggðin | 372 orð | 1 mynd

Málað á óperusýningum

OPNUÐ hefur verið sýning á Café Nielsen á Egilsstöðum á málverkum Ingibjargar Hauksdóttur, sem máluð voru á sviðinu í uppfærslu Óperustúdíós Austurlands á Don Giovanni. Meira
30. júní 2003 | Landsbyggðin | 133 orð | 1 mynd

Menningarhús við Akratorg gangi samningar eftir

BÆJARRÁÐ Akraness samþykkti á fundi nýverið viljayfirlýsingu þess efnis að ganga til viðræðna við Akratorg ehf. um kaup bæjarins á húseigninni Suðurgötu 57, þar sem Landsbankinn hefur verið með útibú sl. áratugi. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Mjólkurhátíð SÁÁ og Dalamanna verður haldin...

Mjólkurhátíð SÁÁ og Dalamanna verður haldin helgina 4.-6. júlí 2003 að Staðarfelli í Dölum. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ný stofnun í orkurannsóknum

NÝ stofnun á sviði orkurannsókna, Íslenskar orkurannsóknir, tekur til starfa á morgun en þá taka einnig ný lög um Orkustofnun gildi. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Nýtt skagfirskt Olís-merki

BJARNI Haraldsson, umboðsmaður Olís í Skagafirði, hefur stundum af gárungunum verið nefndur bæjarstjóri norðurbæjarins. Bjarni er sanntrúaður og sprungulaus sjálfstæðismaður og þess vegna hafa einkennislitir Olís alltaf angrað hann svolítið. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Nærri þriðjungur presta er konur

KARL Sigurbjörnsson biskup vígði þrjár konur til starfa á vegum Þjóðkirkjunnar í gær. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og Arna Grétarsdóttir voru vígðar til prests og Magnea Sverrisdóttir var vígð til djáknastarfa. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ormurinn á Lagarfljóti lifnar við

ÚTGERÐ á Lagarfljóti hefst á ný um næstu helgi en nýir eigendur hafa tekið við rekstri Lagarfljótsormsins sem siglir um fljótið. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Óvenju lítið í Hreðavatni

VATNSYFIRBORÐ Hreðavatns í Borgarfirði hefur lækkað mikið en mjög óvenjulegt er að lækki í vatninu á þessum tíma árs að sögn Birgis Haukssonar, skógarvarðar hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 805 orð | 1 mynd

Óvæntur hápunktur

Birgir Guðmundsson er aðjunkt í rekstrar- og viðskiptadeild við Háskólann á Akureyri. Hann er fæddur í Reykjavík 1956 og ólst þar upp. Árið 1980 lauk hann BA-prófi frá Háskólanum í Essex í Bretlandi og 1983 lauk hann meistaraprófi í sögu og stjórnmálafræði frá háskólanum í Manitoba í Kanada. Birgir var blaðamaður til margra ára á NT, Tímanum, Degi-Tímanum, Degi og nú síðast var hann blaðamaður og ritstjóri á DV. Hann er giftur Rut Petersen og eiga þau saman tvö börn, Gunnar Erni og Iðunni Dóru. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 1101 orð | 3 myndir

"Harðákveðin í að komast alla leið upp"

Anna Svavarsdóttir braut blað í íslenskri fjallgöngusögu þegar hún kleif Cho Oyu í Himalajafjöllunum í vor. Þótt aðrir klifrarar hefðu veikst lífshættulega og jafnvel beðið bana á fjallinu dró það ekki kjarkinn úr henni.Örlygur Steinn Sigurjónsson átti samtal við Önnu á dögunum. Meira
30. júní 2003 | Erlendar fréttir | 1123 orð | 1 mynd

"Megum ekki missa sjónar á þeim árangri sem náðst hefur"

Hans Corell er yfirmaður lögfræðisviðs aðalskrifstofu SÞ og einn af aðstoðarframkvæmdastjórum samtakanna. Í samtali við Auðun Arnórsson segist hann bjartsýnn á að Bandaríkin muni um síðir fullgilda sáttmálann um Alþjóða sakamáladómstólinn, ICC. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

"Tilganginum náð"

HÓPUR á vegum Femínistafélags Íslands, sem nefndur er ofbeldisvarnarhópur, stóð að merkjasölu fyrir utan nektardansstaðinn Goldfinger í Kópavogi í fyrrakvöld. Merkin voru bleik að lit og á þeim stóð "Ég kaupi konur". Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd

Refsingar fyrir manndráp þyngdust síðasta áratuginn

REFSINGAR fyrir manndráp hérlendis þyngdust á tímabilinu 1991 til 2000 og voru að meðaltali 13 ára og 5 mánaða fangelsi en voru vægari 20 árin þar á undan, eða 11 ára fangelsi. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

Safngripur og göngubrú í senn

BRÚARHAF úr einni merkustu brú sem byggð hefur verið hérlendis fékk nýtt hlutverk í Byggðasafninu í Skógum á laugardag þegar það var opnað formlega sem sjálfstæð göngubrú milli bygginga á sýningarsvæðinu. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Salur Barnaspítalans fær nafnið Hringsalur

STARFSMENN Landspítala - háskólasjúkrahúss, LSH, hafa kosið nýja salnum, sem tengir Barnaspítala Hringsins við kvennadeild LSH, nafnið "Hringsalur". Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 399 orð

Segir ekkert nýtt í málinu kalla á fund

SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur stöðuna í yfirstandandi viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins ekki kalla á fund í utanríkismálanefnd. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 182 orð

Stimpla sig með farsíma

HEILSUGÆSLA Reykjavíkur hefur tekið í notkun tíma- og viðverukerfið Tímon sem er þróað af Grunni. Um 500 manns starfa á ellefu stöðvum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavik og á Miðstöð heimahjúkrunar. Meira
30. júní 2003 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Súludans á Ítalíu

FJÓRAR af átta 25 m háum skrautsúlum úr tré, sem hver vegur um þrjú tonn, sjást hér á ráðhústorgi suður-ítalska bæjarins Nola í gær, á Hátíð heilags Paolinos. Tuttugu manns dansa og syngja uppi á grunnpalli hverrar súlu, en 140 manns bera hana. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Tíu verkefnastjórar fengu viðurkenningu

UNDANFARIN ár hefur færst í aukana að verkefnastjórar og starfsmenn sem koma að verkefnavinnu hafi leitað eftir því að fá staðfestingu á hæfni sinni á þessu sviði. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 158 orð

Tjónið talið um 20 milljónir króna

MIKLAR skemmdir urðu í bruna í trésmiðjunni Söginni í Reykjahverfi á þriðjudag en að sögn Gunnlaugs Stefánssonar framkvæmdastjóra gæti tjónið verið hátt í 20 milljónir. Meira
30. júní 2003 | Erlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Traust á Blair að bila

MEIRIHLUTI Breta telur að forsætisráðherrann Tony Blair sé ekki lengur trausts kjósenda verður og fleiri eru á þeirri skoðun að hann ætti að segja af sér en þeir sem vilja að hann haldi áfram um stjórnartaumana. Meira
30. júní 2003 | Miðopna | 274 orð

Trúaður landsfaðir

JOHANNES Rau er fæddur 16. janúar 1931 í Wuppertal-Barmen. Hann ólst upp í trúrækinni fjölskyldu og var virkur í ungmennahreyfingu mótmælendakirkna Þýzkalands. Meira
30. júní 2003 | Miðopna | 927 orð

Tvíhliða samningur - vonarstjarna eða villuljós?

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um þá kosti sem Ísland á í sambandi sínu við Evrópusambandið (ESB). Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Tölvuvæddur gagnagrunnur mikilvægur

SAMSTARF tollgæsluyfirvalda í Evrópu er gríðarlega mikilvægt enda gerir það kleift að samnýta verðmætar upplýsingar og aðferðir við að uppræta ólöglegan innflutning. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Veiðin glæðist víða í vætunni

VÆTUTÍÐIN að undanförnu hefur hleypt lífi í þær laxveiðiár þar sem vætunnar hefur notið við, t.d. á Suðvestur- og Vesturlandi, en þó hafa Dalirnir misst af regninu að mestu, þar hefur aðeins súldað lítillega. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 307 orð

Vilja flytja 8.000 Japani til landsins á fimm árum

JAPANSKIR ferðamenn eyða að meðaltali 30.000 krónum á dag á ferðalögum, fyrir utan flugfargjöld, og er stefnt að því að flytja 8.000 Japani til landsins á næstu fimm árum, segir dr. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð

Vitni óskast

Laugardaginn 28. júní sl., um klukkan 15.15, var ekið á rauða Peugeot-fólksbifreið þar sem hún stóð í bifreiðastæði við Nettó í Mjódd í Reykjavík. Meira
30. júní 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Waterstone kaupir 13,5% hlut í Hamleys

TIM Waterstone hefur eignast 13,5% hlut í leikfangakeðjunni Hamleys, að því er fram kemur á fréttavef Financial Times. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 2003 | Staksteinar | 336 orð

- Óþolinmæði og skammsýni borgarfulltrúa

Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur og höfundur skýrslu Borgarfræðaseturs um borgaralýðræði í Reykjavík, harmar í pistli á Kreml.is ákvörðun borgarstjórnar að fækka fundum hverfisráða úr fjórum í einn á ári. Meira
30. júní 2003 | Leiðarar | 935 orð

Utanríkismálanefnd og varnarmál

Síðustu daga hafa sjónvarpsstöðvarnar og Ríkisútvarpið hljóðvarp birt fréttir um framgang viðræðna á milli bandarískra og íslenzkra stjórnvalda um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Meira

Menning

30. júní 2003 | Bókmenntir | 372 orð

Algjör snilld

Boris Akúnin. Þýðandi: Árni Bergmann. Mál og menning. Reykjavík 2003, 344 bls. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 358 orð | 1 mynd

Alvarlega sjúkur táningur?

Í lok næsta árs er áætlað að tölvuteiknimyndin Anna og skapsveiflurnar verði tilbúin en myndin er nú í undirbúningi hjá CAOZ hf. - hönnun og hreyfimyndagerð. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 109 orð | 2 myndir

Eilíf list á Hlemmi

SAMSÝNING fimm núverandi og nýútskrifaðra nemenda Listaháskóla Íslands var opnuð í Galleríi Hlemmi á föstudag. Verk á sýninguna völdu Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir sem einnig eru nemendur LHÍ. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 407 orð | 1 mynd

Engu upp á þau logið

Tónleikar Sigur Rósar og Animu í Arena-tjaldinu á Hróarskelduhátíðinni, föstudagskvöldið 27. júní. Meira
30. júní 2003 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Fjölskyldulíf

Samkynhneigðir og fjölskyldulíf fjallar um þær róttæku breytingar sem orðið hafa á lífi samkynhneigðra síðustu þrjátíu ár, breytingar sem voru innsiglaðar með lögum um staðfesta samvist árið 1996. Meira
30. júní 2003 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Handverk

HUGUR og hönd , ársrit Heimilisiðnaðarfélags Íslands, er komið út. Fjölbreytilegt efni er í ritinu, bæði fræðileg umfjöllun og lýsingar á fornu og nýju handverki og handverksfólki. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 372 orð | 4 myndir

Heilaleikfimi og liðleiki í Loftkastalanum

LEIKLIST, dans og jóga eiga það sameiginlegt að reyna jafnt á huga og líkama. Þetta þrennt er samtvinnað í sýningu Tripsichore Yoga Theatre sem sett verður upp í Loftkastalanum hinn 9. júlí næstkomandi. Meira
30. júní 2003 | Tónlist | 895 orð | 1 mynd

Hinn þjáli meistari kórmiðilsins

Kór-, einsöngs- og orgelverk (þ.ám. frumfl. Sorgin gleymir engum) eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baríton, Kári Þormar orgel og Kammerkór Suðurlands u. stj. Hilmars Arnar Agnarssonar. Laugardaginn 28. júní kl. 15. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 320 orð | 3 myndir

Hollt hagkerfi fyrir krakka

Á DÖGUNUM var formlega tekið í notkun í þriðja sinn Latóhagkerfið svokallaða. Geir H. Haarde fjármálaráðherra var að sjálfsögðu viðstaddur líflega athöfn sem efnt var til af þessu tilefni. Meira
30. júní 2003 | Menningarlíf | 32 orð

Í DAG , mánudaginn 30.

Í DAG , mánudaginn 30. júní, verður opnuð sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur á 5117 Rose Avenue N.E., Bainbridge Is., W.A. 98110. Opnun sýningarinnar er liður í verki Aðalheiðar "40 sýningar á 40... Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 76 orð

Lítur út eins og Marilyn Manson

EINN góðan veðurdag vaknar fyrirmyndarbarnið Anna og er orðin alvarlega sjúk. Hún lítur út eins og Marilyn Manson og er hræðileg í skapinu. Þegar foreldrar hennar koma með hana á meðferðarstofnun dr. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 233 orð | 1 mynd

Margur telur sig Woody Allen

Bandaríkin 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjórn og handrit: Mike Binder. Aðalhlutverk: Mike Binder, Mariel Hemingway, Colin Firth, Iréne Jacob. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 539 orð | 4 myndir

Náttúruleg snilld

SUMARMÓT ÆSKR (Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) var haldið á Úlfljótsvatni helgina 20.-22. júní í blíðskaparveðri. Hátt í 40 manns tóku þátt í mótinu, að leiðtogum meðtöldum, en mótið stóð í tvær nætur með tilheyrandi dagskrá. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Raunverulegum glæpum sjónvarpað

SÝNING myndbanda frá vettvangi ýmiss konar glæpa er vinsælt sjónvarpsefni af einhverjum ástæðum. Í Bandaríkjunum eru slíkir þættir, nokkkurs konar raunveruleikaþættir úr undirheimum, algengir. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 475 orð | 1 mynd

Spaðatromp!

Skipt um peru er fimmta plata Spaða. Meira
30. júní 2003 | Menningarlíf | 205 orð

Tímarit

VORHEFTI tímaritsins Sögu er komið út. Þar er m.a. að finna umfjöllun um sögukennslu, miðaldasögu, þjóðerniskennd, latínutexta, yfirlitssöguritun og menningartengda ferðaþjónustu, auk rökræðna um nýjar bækur. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 63 orð | 1 mynd

Trumban er tákn réttlætis

Opnunarhátíð skákmótsins í Qaqortoq. Grænlenski trumbudansarinn Jeremias Saaiunuinnaq skemmti gestum. Trumban er tákn réttlætis og réttarfars á Grænlandi. Hana má sjá á skiltum utan við réttarsali landsins. Meira
30. júní 2003 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

...ævi og ferli Fidels Kastrós

FYRRI hluti leikinnar bandarískrar kvikmyndar um ævi og feril Fidels Kastrós er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld klukkan 22.20. Kastró hefur verið einræðisherra á Kúbu í áratugi og er ekki beinlínis í uppáhaldi hjá Bandaríkjamönnum. Meira

Umræðan

30. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 325 orð

Breyting er á orðin - til batnaðar

MARGT breytist, sumt ekki til batnaðar, annað til hins betra. Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar, eins og kunnugt er, 30. september 1966. Þeir, sem nú eru á fimmtugsaldri og yngri, muna vart annað en að sjónvarpsútsendingar hafi verið hér á landi. Meira
30. júní 2003 | Aðsent efni | 603 orð | 1 mynd

Eru sérleyfishafar að stunda leigubílaakstur?

NÝ LÖG um leigubifreiðir voru samþykkt á Alþingi 21. desember 2001. Meira
30. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 403 orð

Í minningu séra Ragnars E. Kvaran

PÉTUR Pétursson þulur gaf nýlega út sérprent með fyrirlestri sem séra Ragnar E. Kvaran flutti í Sambandskirkju Íslendinga í Winnipeg árið 1933. Meira
30. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 441 orð | 2 myndir

Íslenski kvennaboltinn er besti boltinn Í...

Íslenski kvennaboltinn er besti boltinn Í FYRRA, á HM í knattspyrnu, var hver maður á vellinum valdaður svo kyrfilega að með eindæmum var. Meira
30. júní 2003 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Líkur sækir líkan heim

ÍSLENDINGAR hafa löngum verið annálaðir fyrir gestrisni og þótt margir, já, alltof margir góðir og gamlir siðir séu óðum að leggjast af kann landinn enn sem fyrr að taka á móti gestum af sömu rausn og forfeðurnir svo sem mörg, jafnvel nokkuð nýleg, dæmi... Meira
30. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir...

Þessar duglegu stúlkur, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 18.749 til styrktar Barnageðdeild LSH. Vilja þær færa konunni sem gaf 10 þúsund kr. sérstakar... Meira
30. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur, Hildur Sveinbjörnsdóttir og...

Þessar duglegu stúlkur, Hildur Sveinbjörnsdóttir og Díana Dögg Gunnarsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.410 til styrktar Rauða krossi... Meira

Minningargreinar

30. júní 2003 | Minningargreinar | 229 orð | 1 mynd

BJÖRN EINARSSON

Björn Einarsson fæddist í Mýnesi, skammt frá Egilsstöðum, 15. maí 1944. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 17. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 25. mars. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2003 | Minningargreinar | 235 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GÍSLI BJARNASON

Guðmundur Gísli Bjarnason fæddist í Reykjavík 10. janúar 1954. Hann varð bráðkvaddur í München í Þýskalandi 23. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 4. júní. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2003 | Minningargreinar | 123 orð | 1 mynd

INGVI GUNNAR EBENHARDSSON

Ingvi Gunnar Ebenhardsson fæddist á Akureyri 11. júní 1921. Hann andaðist á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, Landakoti, 10. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 20. júní. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2003 | Minningargreinar | 220 orð | 1 mynd

JÓNÍNA ÓSKARSDÓTTIR

Jónína fæddist í Hveragerði 1. nóvember 1947. Hún andaðist á Landspítalanum hinn 4. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Kotstrandarkirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2003 | Minningargreinar | 1251 orð | 1 mynd

RÓSA EINARSDÓTTIR

Rósa Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 11. maí 1888, d. 14. ágúst 1979, og Einar Þórðarson skósmíðameistari, f. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2003 | Minningargreinar | 181 orð | 1 mynd

SÆUNN PÉTURSDÓTTIR

Sæunn Pétursdóttir, húsmóðir og verkakona í Reykjavík, fæddist 17. mars 1912 í Áshildarholti í Skarðshreppi í Skagafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 12. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. júní 2003 | Viðskiptafréttir | 352 orð

Atorka komin með 40% hlut í Lífi

STJÓRN Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. hækkaði hlutafé félagsins um rúmar 570 milljónir á föstudag. Útistandandi hlutafé félagsins er nú tæplega 2,3 milljarðar og var aukningin seld á genginu 1,65. Atorka keypti á föstudag eigin bréf að nafnverði 173. Meira
30. júní 2003 | Viðskiptafréttir | 762 orð | 1 mynd

Mat á viðskiptavinum í bönkum óháð þjóðerni

ÍSLENSKT bankakerfi virðist ekki alltaf taka vel á móti útlendingum ef marka má frásögn sérfræðings hjá deCODE sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag. Meira

Fastir þættir

30. júní 2003 | Fastir þættir | 612 orð

Bandaríkjamenn urðu Evrópumeistarar í brids

Haldið í Menton í Frakklandi dagana 14.-28. júní. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org. Meira
30. júní 2003 | Fastir þættir | 348 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sagt er um Ítalann Lorenzo Lauria að hann fari oft undarlegar leiðir í úrspilinu, sem eru á skjön við tölfræðileg líkindi. Fyrir flesta borgar sig að fylgja líkunum, en Lauria stórgræðir á því að gera það ekki. Meira
30. júní 2003 | Fastir þættir | 773 orð | 4 myndir

ILMUR

ILMUR er ákaflega afstætt hugtak. Það sem einum þykir hin fegursta angan er í nefi annars argasta ólykt. Lykt er svo persónuleg upplifun að í raun er ekki hægt að fullyrða um gæði hennar nema fyrir sjálfan sig. Meira
30. júní 2003 | Dagbók | 454 orð

(Jóh. 16, 24.)

Í dag er mánudagur 30. júní 181. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. Meira
30. júní 2003 | Dagbók | 24 orð

Neskirkja.

Neskirkja. Leikjanámskeið Neskirkju kl. 13-17. Upplýsingar og skráning á www.neskirkja.is eða í síma 5111560. Lágafellskirkja. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja . TTT-starf kl.... Meira
30. júní 2003 | Fastir þættir | 124 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. c3 a6 5. Ba4 b5 6. Bc2 Bb7 7. 0-0 Rge7 8. a4 Rg6 9. d4 exd4 10. cxd4 Be7 11. Rbd2 0-0 12. He1 Bg5 13. Rxg5 Dxg5 14. Rf3 Dd8 15. Bg5 f6 16. Bh4 He8 17. Bg3 Kh8 18. e5 dxe5 19. Bxg6 hxg6 20. Rh4 Re7 21. Rxg6+ Rxg6 22. Meira
30. júní 2003 | Dagbók | 108 orð

TÍU ÁRA

Ég minnist þess glöggt, er fyrst ég fór úr föðurhúsum í skóla. Í vasanum hafði ég blýant og blað, en böggul þungan í hjartastað. Svo byrjaði ég að beygja af, er bærinn minn var horfinn á bak við hóla. Meira
30. júní 2003 | Fastir þættir | 338 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI var ekki einn þeirra sem á sínum tíma létu setja sérstaka merkingu í símaskrána til að tryggja að símasölufólk hringdi ekki í hann með ýmis gylliboð. Meira

Íþróttir

30. júní 2003 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurvinsson heldur í vonina

ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, heldur enn í vonina um að Guðni Bergsson og Eyjólfur Sverrisson spili hér heima í sumar og gefi þannig kost á sér í leikina við Færeyinga og Þjóðverja í undankeppni EM sem fram fara í haust. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Ásthildur leikur ekki með KR á næsta ári

ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og fyrirliði KR, mun að öllum líkindum ekki leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 192 orð

Besti leikur KA í sumar

Sigbjörn Gunnarsson, hinn gamalkunni KA-maður, fylgdist með sínum mönnum á Akureyrarvelli en hann sá einnig leikinn úti í Bosníu. "KA-menn eru mun betri núna en úti," sagði hann eftir venjulegan leiktíma. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 76 orð

Bislett-leikar í Svíþjóð

EINN stærsti íþróttaviðburður Norðmanna á frjálsíþróttasviðinu, Bislett-leikarnir, verða ekki haldnir í Noregi á næsta ári en verða þess í stað á nýja Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í Svíþjóð. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Brynjar áfram í samningaviðræðum við Stoke City

BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að hann myndi skrifa undir nýjan samning við Stoke City einhvern næstu daga. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 96 orð

Davíð hættur í Gróttu/KR

DAVÍÐ Örn Ólafsson handknattleiksmaður er hættur í Gróttu/KR en hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við Seltjarnarnesliðið. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 489 orð | 1 mynd

Evrópubúar vinsælir í nýliðavali NBA

FRÁ því að nýliðavalið var tekið upp í NBA-deildinni hafa áhrif leikmanna aukist með hverju árinu sem líður en svo skemmtilega vill til að það var Íslendingurinn Pétur Guðmundsson sem var fyrsti leikmaðurinn frá Evrópu sem var valinn í nýliðavali NBA... Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 180 orð

Ferrari bætir stöðu sína

MICHAEL Schumacher jók forskot sitt í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra í gær þótt hann yrði aðeins fimmti því helsti keppinautur hans, Kimi Räikkönen hjá McLaren, féll úr leik. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

* FRANCIS Jeffers, framherji Arsenal, er...

* FRANCIS Jeffers, framherji Arsenal, er orðinn leiður í vistinni hjá Arsenal og vill fara aftur til síns gamla félags, Everton . Jeffers var keyptur til Arsenal frá Everton fyrir þremur árum á 10 milljónir punda. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 133 orð

Grindvíkingar ræða við Elttör

INGVAR Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur, er nú staddur í Klakksvík í Færeyjum til að ræða við Hjalgrím Elttör, sóknarmann KÍ-liðsins. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Gunnlaugur sigraði á Þingvöllum ÍSLANDSMÓTIÐ í...

Gunnlaugur sigraði á Þingvöllum ÍSLANDSMÓTIÐ í tímakeppni á götuhjólum fór fram í þjóðgarðinum á Þingvöllum á sunnudag. Mótið var á vegum Hjólreiðanefndar Íslands. Gunnlaugur Jónasson sigraði og hjólaði á tímanum 30,06 mínútur og náði 39,5 km/klst. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 1142 orð | 1 mynd

Gæti ekki lifað einn dag án þess að spila fótbolta

BJÖRGÓLFUR Takefusa, hinn 23 ára gamli framherji Þróttar, hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á knattspyrnuvöllum landsins nú í upphafi sumars. Þessi knái leikmaður hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum Þróttara í Landsbankadeildinni og það er ekki síst fyrir frammistöðu hans sem Þróttarar hafa komið allra liða mest á óvart í upphafi leiktíðarinnar, en lærisveinar Ásgeirs Elíassonar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Fylkismönnum. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 441 orð

Indriði og Tryggvi efstir Íslendinga

INDRIÐI Sigurðsson hjá Lillestrøm er besti íslenski leikmaðurinn í norsku knattspyrnunni það sem af er keppnistímabilinu, samkvæmt einkunnagjöf Verdens Gang . Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 14 orð

í kvöld

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hið árlega JJ-mót Ármanns fer fram í kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl.... Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

* ÍSLENSKIR knattspyrnumenn voru lítið í...

* ÍSLENSKIR knattspyrnumenn voru lítið í sviðsljósinu í norsku knattspyrnunni í gær en Haraldur Ingólfsson skoraði enn og aftur fyrir Raufoss í 1. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 103 orð

Jóhannes til Man. City?

JÓHANNES Karl Guðjónsson er enn og aftur orðaður við Manchester City í enskum fjölmiðlum um helgina en Jóhannes, sem er á mála hjá spænska liðinu Real Betis, fékk þau skilaboð frá David O'Leary, nýráðnum knattspyrnustjóra Aston Villa, í síðstu viku að... Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

KA - Sloboda Tusla 1:1 Samanlögð...

KA - Sloboda Tusla 1:1 Samanlögð úrslit, 2:2. Sloboda hafði betur í vítaspyrnukeppni, 3:2. Akureyrarvöllur, Intertoto-keppnin (Getraunakeppni Evrópu), laugardaginn 28. júní 2003. Aðstæður: Hafgola, léttskýjað og sól, 15 stiga hiti og völlurinn góður. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

* KA tók síðast þátt í...

* KA tók síðast þátt í Evrópukeppninni 1990 er liðið mætti CSKA Sofia frá Búlgaríu . Liðið sigraði í heimaleiknum 1:0. Hafsteinn Jakobsson frá Ólafsfirði skoraði sigurmarkið. Búlgararnir sigruðu síðan 3:0 úti. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Lára Hrund kemst á HM

LÁRA Hrund Bjargardóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, náði á laugardag lágmarki til þátttöku á heimsmeistaramótinu í 50 m laug sem fram fer í Barcelona síðari hluta næsta mánaðar. Lágmarkinu náði hún í 200 metra fjórsundi. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Liðsmenn Kamerún koma til leiks gegn...

Liðsmenn Kamerún koma til leiks gegn Frökkum í úrslitum Álfukeppninnar í knattspyrnu í Frakklandi síðdegis í gær. Evrópumeistarar Frakka fóru með sigur af hólmi í leiknum, 1:0, með gullmarki frá Thierry Henry á 97. mínútu. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 142 orð

Mallorca vann

REAL Mallorca varð á laugardaginn spænskur bikarmeistari í knattspyrnu þegar liðið sigraði Recreativo Huelva 3:0. Úrúgvæinn Walter Pandiani kom Eyjamönnum yfir á 21. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 142 orð

Meiðsli í herbúðum ÍBV

MIÐVALLARLEIKMAÐUR ÍBV í knattspyrnu, Ian Jeffs, verður frá keppni í að minnsta þrjár vikur vegna meiðsla. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 224 orð

Mikið um meiðsli í herbúðum KR

MIKIL meiðsli hrjá kvennalið KR í knattspyrnu. Það nýjasta er að Erna Erlendsdóttir er með slitið krossband í hné. Erna er ekki sú eina sem er frá vegna slitins krossbands því Katrín Ómarsdóttir og landsliðskonan Elín Jóna Þorsteinsdóttir eru þjakaðar af sömu meiðslum. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 261 orð | 6 myndir

Njarðvík meistari annað árið í röð

Pollamótinu í knattspyrnu, Shellmótinu svokallaða, lauk í Vestmannaeyjum í gær en mótið, sem er fyrir drengi í 6. aldursflokki, hefur verið árlegt allar götur frá árinu 1984. Alls kepptu 98 lið á mótinu og voru keppendur á annað þúsund talsins. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 68 orð

Noregur Álasund - Stabæk 1:1 Brann...

Noregur Álasund - Stabæk 1:1 Brann - Tromsö 0:1 Odd Grenland - Lilleström 5:0 Rosenborg - Bryne 4:1 Sogndal - Bodö/Glimt 2:1 Viking - Molde frestað Staðan: Rosenborg 12102034:832 Sogndal 1263322:1621 Stabæk 1255220:1420 Odd Grenland 1262422:2120... Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

Opna franska meistaramótið Le Golf National,...

Opna franska meistaramótið Le Golf National, París, par 72. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands,...

* ÓLAFUR Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, var sæmdur gullmerki ÍSÍ um helgina. Ellert B. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 521 orð | 1 mynd

Ralf vinnur fyrsta sigur sinn á árinu

RALF Schumacher hjá Williams fór með sigur af hólmi í mjög tíðindasömum Evrópukappakstrinum í Nürburgring í gær, annar varð félagi hans, Juan Pablo Montoya, og þriðji Rubens Barrichello hjá Ferrari. Er þetta fyrsti mótssigur Ralfs á árinu og sá fimmti á ferlinum. Bróðir hans, Michael, hjá Ferrari, lauk keppni í fimmta sæti eftir að hafa snúist að hluta út úr brautinni eftir snertingu við bíl Montoya er sá síðarnefndi tók fram úr honum. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

Rúnar sá ekki fram á að fá mörg tækifæri hjá Ciudad Real

EINS og fram kom í Morgunblaðinu á laugardaginn hefur landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson ákveðið að ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Wallau Massenheim en Rúnar hefur undanfarið ár leikið með Ciudad Real á Spáni. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 194 orð

Schumacher og Montoya hreinsaðir

DÓMARAR Evrópukappakstursins hreinsuðu bæði Michael Schumacher hjá Ferrari og Juan Pablo Montoya hjá Williams af sök í sambandi við samstuð þeirra á 43. hring er Montoya tók fram úr Schumacher. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 113 orð

Stoke tekur á móti United

STOKE City hefur samið við Englandsmeistara Manchester United um æfingaleik sem fram fer á Britannia-vellinum í Stoke miðvikudaginn 13. ágúst næstkomandi. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 111 orð

UEFA bannar slagorð

ÞEIR knattspyrnumenn sem hafa á undanförnum misserum fagnað mörkum sínum með því að draga keppnistreyju sína aftur fyrir höfuð til þess að sýna áhorfendum slagorð eða auglýsingar á bolum sem þeir klæðast undir keppnistreyjunum verða nú að beita öðrum... Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 497 orð | 2 myndir

Vítin urðu KA-mönnum að falli

Lið KA og Sloboda Tusla skildu jöfn, 1:1, í seinni leik liðanna í Intertoto-keppninni sem fór fram á Akureyrarvelli á laugardaginn. Sömu úrslit urðu í leik liðanna úti í Bosníu og því var leikurinn framlengdur. Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 282 orð

Þjálfari Kamerúna ætlaði að taka Marc Vivien Foe af leikvelli

WINFRIED Schäfer, landsliðsþjálfari Kamerún í knattspyrnu, sagði í viðtali við breska blaðið The Guardian um helgina að hann hafi ætlað að taka Marc Vivien Foe af leikvelli fáeinum mínútum áður en leikmaðurinn hné niður í leik Kamerúna og Kólumbíumanna í... Meira
30. júní 2003 | Íþróttir | 342 orð | 5 myndir

Öruggur sigur SH

HÁPUNKTUR sumarsins hjá sundfólki af yngri kynslóðinni var um helgina á Akranesi þar sem aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, fór fram í Jaðarsbakkalaug. Meira

Fasteignablað

30. júní 2003 | Fasteignablað | 651 orð | 1 mynd

Af hverju eru ofnar hafðir undir gluggum?

ÞAÐ mun seint takast að samræma þau sjónarmið að ofninn undir glugganum skuli vera eins óþvingaður og mögulegt er til að hann geti skilað varmanum út í umhverfi sitt og hinsvegar tilvera sólbekksins eilífa sem hindrar hitann í að komast sína leið. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 794 orð | 1 mynd

Bílaborgin

ALLT fram til 19. aldar var það sjaldgæft að borgir næðu meiri stærð en um - eða rétt yfir - eina milljón íbúa. Stærð borga takmarkaðist í raun af þeirri samgöngutækni sem til var fyrir tilkomu hraðskreiðra, vélknúinna samgöngu- og ökutækja. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Blóm í hengipottum

Blóm í hengipottum setja mjög fallegan svip á hús. Setja má alls kyns hengiplöntur í pottana en ekki spillir að blómin séu litskrúðug og breiði vel úr... Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 135 orð | 1 mynd

Funafold 15

Reykjavík - Fasteignasalan Lyngvík er nú með í sölu einbýlishús að Funafold 15 í Reykjavík. Þetta er tveggja hæða forsteypt hús, sem er alls 185,2 ferm fyrir utan 40 ferm góðan bílskúr. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 151 orð | 1 mynd

Furulundur 7

Garðabær - Fasteignasalan Miðborg er nú með í sölu einbýlishús í Furulundi 7 í Garðabæ. Um er að ræða steinhús, byggt 1972 og er það 194 ferm að stærð. Húsinu fylgir bílskúr sem að hluta er innréttaður sem lítil íbúð. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 64 orð | 1 mynd

Garðskáli

Garðskálar af ýmsu tagi eru mál málanna hjá sumum garðeigendum. Það er ekki hægt að neita að þetta eru rómantískar vistarverur enda gerist margt í garðskálum - að minnsta kosti í skáldsögum. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 1476 orð | 5 myndir

Góð hreyfing og mikil bjartsýni einkenna markaðinn

Mikil eftirspurn er nú eftir flestum tegundum íbúðarhúsnæðis og líkur á að verð fari hækkandi. Magnús Sigurðsson ræddi við Svan Jónatansson, sölustjóra hjá Húseign, nýstofnaðri fasteignasölu í Kópavogi. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 494 orð

Í kauphug

VOPNAÐIR vilja og lánsloforði upp á vasann leggja margir upp í húsnæðiskaupin. En hvernig er best að leita að húsnæði sem hentar fjölskyldunni? Jú, með raunsæi, þolinmæði og góðum ráðum. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 777 orð | 1 mynd

Kirkja við þjóðveginn

UMFERÐ um veginn er ótrúlega mikil, já mörg hundruð bílar á dag, einkum þegar frídagar eru. Kirkjan stendur á dálítilli hæð hægra megin við þjóðveg númer eitt þegar ekið er austur og nefnist Kotstrandarkirkja. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 141 orð | 1 mynd

Mikil eftirspurn

Eftirspurn er mjög góð eftir flestum tegundum íbúðarhúsnæðis, allt frá minnstu 2ja herb. íbúðum upp í stærri einbýlishús, segir Svanur Jónatansson, sölustjóri hjá Húseign, nýrri fasteignasölu, sem hefur aðsetur að Hlíðasmára 17 í Kópavogi. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 195 orð | 1 mynd

Safamýri 53

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu mjög falleg, björt og rúmgóð 134,6 ferm sérhæð ásamt 26,3 ferm bílskúr. Húsið stendur við Safamýri 53. Ásett verð er 21,8 millj. kr. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 329 orð | 1 mynd

Skógarhlíð 10

Reykjavík - Þekkt atvinnuhúsnæði vekur ávallt athygli, þegar það kemur í sölu. Hjá fasteignasölunni Kjöreign eru nú til sölu húseignir Ísarns ehf. og Landleiða ehf. við Skógarhlíð 10 í Reykjavík. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 81 orð | 1 mynd

Sólúr á Tinganesi

Sólúr notuðu fornmenn Norðurlanda og víðar til þess að vita hvað tímanum liði. Þeir notuðu einnig sólstaf sem í einföldustu mynd sinni er lóðrétt stöng og er skuggalengd hennar mæld. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 60 orð | 1 mynd

Stórburkni

Þessi jurt heitir stórburkni. Til burkna teljast um 11 þúsundir tegundir nú um stundir. Þeir vaxa víða um heim, flestir í hitabeltisskógum í skugga, skjóli og raka. Hér á landi vaxa þeir í skóglendi, gjótum og klettaskorum. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 285 orð | 1 mynd

Vatnsholt

Staðarsveit - Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu jörðin Vatnsholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Jörðin er í um það bil 170 km fjarlægð frá Reykjavík og frá jörðinni er um 20 mínútna akstur til Ólafsvíkur. Meira
30. júní 2003 | Fasteignablað | 297 orð | 1 mynd

Vaxandi áhugi á fasteignum á Austurlandi

MIKIL umferð er nú um Norðausturland, enda hefur veðublíða verið þar mikil undanfarna daga. Margir leggja leið sína til Egilsstaða og í Fjarðabyggð, sem nær yfir Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð. Meira

Úr verinu

30. júní 2003 | Úr verinu | 303 orð | 1 mynd

Samskip opna fjölnota frystivörumiðstöð

ÍSHEIMAR, ný og endurbætt frystivörumiðstöð Samskipa á Holtabakka var formlega opnuð við hátíðlega athöfn nýverið, rúmlega hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að byggingunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.