Greinar miðvikudaginn 2. júlí 2003

Forsíða

2. júlí 2003 | Forsíða | 116 orð

Bandaríkin þróa ofurvopn

BANDARÍKJAMENN eru nú með á prjónunum ómannaða, hljóðfráa flugvél sem á að geta flogið frá Bandaríkjunum til árása hvar sem er í heiminum á tveim klukkustundum, að því er greint er frá á fréttavef BBC í gær. Meira
2. júlí 2003 | Forsíða | 67 orð | 1 mynd

Forseti Þýskalands í heimsókn

FORSETI Þýskalands, Johannes Rau, er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann kom til landsins í gær ásamt eiginkonu sinni og dóttur og af því tilefni var boðið til móttöku á Bessastöðum. Meira
2. júlí 2003 | Forsíða | 156 orð | 1 mynd

Ítalir á móti meirihlutaákvörðunum

ÍTALSKA ríkisstjórnin, sem tók við forsæti innan Evrópusambandsins, ESB, í gær, ætlar að snúast gegn því, að meirihlutaákvarðanir verði teknar í fleiri málaflokkum en verið hefur. Kom þetta fram hjá Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, í gær. Meira
2. júlí 2003 | Forsíða | 98 orð

Kalifornía auralaus

OPINBER sjóðþurrð blasir við í auðugasta og fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, Kaliforníu, en stjórn ríkisins mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt áður en nýtt fjárhagsár hófst í gær. Horfur eru á að ríkissjóður verði auralaus í september nk. Meira
2. júlí 2003 | Forsíða | 215 orð | 1 mynd

Meiri sáttatónn en áður

FORSÆTISRÁÐHERRAR Ísraels og Palestínumanna, Ariel Sharon og Mahmoud Abbas, héldu "uppbyggilegan" fund í Jerúsalem í gær, og segja fréttaskýrendur að sáttatónninn í ráðherrunum að fundinum loknum hafi verið meiri en heyrst hafi frá leiðtogum... Meira
2. júlí 2003 | Forsíða | 244 orð

Miklir hagsmunir tryggðir

FRAMKVÆMDASTJÓRI Stofnfisks, Vigfús Jóhannsson, fagnar setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær vegna tilskipunar Evrópusambandsins um fiskeldi. Meira

Baksíða

2. júlí 2003 | Baksíða | 112 orð | 1 mynd

Allgóð laxveiði í Elliðaám

ELLIÐAÁR eru sennilega meðal fárra laxveiðiáa í heiminum sem finna má innan borgarmarka. Ekki er gott að segja hversu langt að veiðimennirnir voru komnir sem renndu fyrir lax í ánni í gær en fyrir borgarbúa er alltént stutt að fara. Meira
2. júlí 2003 | Baksíða | 340 orð | 1 mynd

Áfram viðskipti með bréf Skeljungs

ÍSLANDSBANKI seldi í gær 4,58% hlut í Skeljungi hf. Bankinn átti 9,52% fyrir viðskiptin en á nú 4,94% hlut. Samkvæmt tilkynningu bankans var salan meðal annars vegna uppgjörs á framvirkum samningi. Meira
2. júlí 2003 | Baksíða | 202 orð

Innbrotum á heimili fer fjölgandi

TÖLUR um innbrot hjá lögreglunni í Reykjavík sýna að innbrotum í heimahús í júnímánuði hefur fjölgað úr 37 í 49 milli áranna 2002 og 2003. Innbrotum hefur hins vegar fækkað á sama tíma í bifreiðir og verslanir og fyrirtæki. Meira
2. júlí 2003 | Baksíða | 233 orð

Sjaldan leitað eftir sakavottorði

ÞEGAR starfsfólk er ráðið í skóla, leikskóla og íþrótta- og tómstundastöðvar eru nýlegar heimildir í barnaverndarlögum sjaldan nýttar með því að leita eftir upplýsingum úr sakaskrám um umsækjendur. Meira
2. júlí 2003 | Baksíða | 160 orð | 1 mynd

Stefnir í góða uppskeru á birkifræi

ÚTLIT er fyrir að birkifræ verði mikið í haust en birkiblómgun var mun meiri í vor en síðastliðin tvö ár. Landgræðsla ríkisins hefur árlega safnað birkifræi úr skógarreitum í nágrenni landgræðslusvæða og notað til uppgræðslu. Meira

Fréttir

2. júlí 2003 | Miðopna | 544 orð | 5 myndir

Aldargamlar ljósmyndir frá Grímsey

Grímseyingar hafa lengi staðið í þakkarskuld við bandaríska skákmeistarann og fræðimanninn Willard Fiske, sem telst án efa mesti velgjörðarmaður Grímseyinga fyrr og síðar. Nýlega kom fram í dagsljósið fjöldi ljósmynda sem Fiske lét taka í Grímsey fyrir rúmri öld, eða árið 1902. Meira
2. júlí 2003 | Landsbyggðin | 189 orð | 1 mynd

Alþýðulist kvenna í brennidepli

UM helgina fór námskeið norræna húsmæðrasambandsins fram á Laugarvatni. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Aukinn lestur Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐIÐ er lesið af ríflega helmingi landsmanna eða 53,4% á hverjum degi samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Gallup, sem var gerð vikuna 30. maí til 5. júní. Í apríl mældist meðallesturinn 52,3%. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Á 126 km hraða innanbæjar

LÖGREGLUMENN á Egilsstöðum urðu klumsa þegar þeir mældu bifreið á 126 km hraða á Egilsstaðanesi, milli Egilsstaða og Fellabæjar, í gær. Á þessum slóðum er 50 km hámarkshraði. Ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, gat litlar skýringar gefið á... Meira
2. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 130 orð | 1 mynd

Álft réðst á vinnuskólapilt

SÁ fáheyrði atburður gerðist fyrir stuttu að álft réðst á ungan vinnuskólapilt, Hinrik Frey Hinriksson, og sló hann niður þegar hann var að raka saman gras við andapollinn á Akureyri. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Borgarráð biður um skýrslu um flugatvikið

BORGARRÁÐ samþykkti samhljóða í gær að óska eftir greinargerð frá Flugmálastjórn um flugatvikið þegar litháísk flugvél flaug lágt yfir Þingholtunum sl. sunnudag. Meira
2. júlí 2003 | Miðopna | 138 orð

Bráðabirgðalög síðast 2001

RÍKISSTJÓRNIN setti síðast bráðabirgðalög síðla árs 2001 þegar henni var heimilt að að veita ábyrgð á tryggingum íslenskra flugfélaga í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sama ár. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 277 orð

Ekki tímabært að taka ákvörðun

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur að ekki sé tímabært að taka ákvörðun um skipulagssamkeppni á Vatnsmýrarsvæðinu fyrr en ákvörðun liggi fyrir um hvenær norðaustur-suðvestur brautin á flugvellinum verði lögð... Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Feðgum bjargað eftir flugslys í Noregi

Björgunarmenn koma Ole Julius Eriksen til aðstoðar eftir að sjóflugvél hans rakst við flugtak á klett sem stóð upp úr Iessjavri-vatni nyrst í Noregi í fyrradag. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Fékk bók um Wagner og Völsunga

DR. ÁRNI Björnsson afhenti Johannes Rau Þýskalandsforseta eintak af bók sinni um áhrif íslenskra fornbókmennta á Niflungahring Wagners í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fíkniefni fundust á Selfossi

FÍKNIEFNI fundust á heimili ungs manns á Selfossi í síðustu viku. Lögreglan á Selfossi hafði um skeið aflað upplýsinga sem leiddu til þess að maðurinn var yfirheyrður og húsleit framkvæmd. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fjölskyldufólk á tjaldsvæðið í Þjórsárdal

UMSJÓNARAÐILAR tjaldsvæðisins í Þjórsárdal hafa ákveðið að hafa framvegis aðeins opið fyrir fjölskyldufólk á svæðinu. Svæðið er skógi vaxið, með rjóðrum inn á milli og má því víða finna sér næði. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Fjörbrot liðsmanna Saddams eða uppreisn?

BANDARÍSKIR hermenn í Írak virðast hvergi vera óhultir um líf sitt og verða fyrir árásum úr launsátri á hverjum degi - meðal annars þegar þeir halda vörð um gasstöðvar eða rannsaka bílastuldi. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fresta gildistöku númeraflutnings í farsímanetum

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að fresta gildistöku númeraflutnings í farsímanetum sem til stóð að kæmi til framkvæmda 1. júlí nk. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Gaman í heitu pottunum

ÞAÐ var gaman hjá börnunum í leikskólanum í Vík þegar þau fóru í heitu pottana á Hótel Höfðabrekku. Í Vík er engin sundlaug og þurfa því krakkar og aðrir á svæðinu að leita eitthvað annað til að komast í sund. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 386 orð

Greiðslur vegna hernaðaraðstoðar frystar

HUGSANLEGT er að Bandaríkjastjórn hætti allri hernaðaraðstoð við ríki sem ekki hafa skrifað undir tvíhliða samning sem veitir bandarískum þegnum undanþágu frá framsalskröfu Alþjóðasakamáladómstólsins (ICC), en hann tók til starfa í fyrra. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Gönguferð í Öskjuhlíðina Stuðningshópur um krabbamein...

Gönguferð í Öskjuhlíðina Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli efnir til gönguferðar í Öskjuhlíðina í dag, miðvikudaginn 2. júlí, ef veður leyfir. Gönguferðin kemur í staðinn fyrir hefðbundinn rabbfund. Meira
2. júlí 2003 | Landsbyggðin | 140 orð | 1 mynd

Handverkshús opnað á Drangsnesi

FÉLAGSKONUR í Kvenfélaginu Snót á Drangsnesi opnuðu um helgina handverkshús á Drangsnesi. Það er mikið talað um að kvenfélög geri ekkert annað en að baka og baka. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Haninn í Hreiðarsstaðakoti vekur áhuga

HANINN í Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðardal virtist nokkuð sáttur með þá athygli sem hann fékk frá þeim Brynjari Leó og Óliver Enok. Piltarnir hafa þó haft varann á og passað sig að hætta sér ekki of nærri meðan þeir virtu fyrir sér skrautlegar... Meira
2. júlí 2003 | Landsbyggðin | 92 orð | 1 mynd

Heyskapur hafinn í Árneshreppi á Ströndum

HEYSKAPUR er hafinn í Árneshreppi. Tún hjá bændunum á Melum og Bæ voru að verða úr sér sprottið og grasið að byrja að leggjast. Á þessi tún var borin tibúinn áburður í byrjun maí. Mjög þurrt hefur verið bæði í maí og júní, nema 5. og 6. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hjartasjúklingar semja um afslátt

AÐSTANDENDUR Hótel Valhallar á Þingvöllum hafa gert samning við Landssamtök hjartasjúklinga. Boðinn er 15% afsláttur af gistingu og mat á hótelinu, til allra meðlima samtakanna. Tilboðið gildir fram til áramóta. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hverfafélag Samfylkingar í Breiðholti

SAMFYLKINGIN í Reykjavík hefur sett á laggirnar hverfafélag í Breiðholti. Tilgangur félagsins er m.a. að vera vettvangur fyrir umræðu og ályktanir um málefni hverfisins. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 332 orð

Hættumat gert vegna hlaupa úr Mýrdalsjökli

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um að láta fara fram hættumat og áhættugreiningu vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Íkveikja í Laugardal

ELDFIMUM vökva var skvett á útidyrahurð hússins Álfabrekku í Laugardal í Reykjavík í gærmorgun og eldur borinn að. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Innandyra var ein kona en hana sakaði ekki. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Kalla á samráð í varnarmálum

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar kom saman í gær til þess að fara yfir þá stöðu sem komin er upp í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kaþólskur dagur á Hólum Sunnudaginn 6.

Kaþólskur dagur á Hólum Sunnudaginn 6. júlí kl. 14 verður dagskrá að Hólum í Hjaltadal sem tileinkuð verður ævi Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins á Hólum. Meira
2. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 360 orð | 1 mynd

Leikskólarnir ljúka við að gefa út skólanámskrár

LEIKSKÓLARNIR í Hafnarfirði hafa nú lokið við að gefa út skólanámskrár, en fyrstu námskrárnar komu út í apríl 2002. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Leitaði sér hjálpar við spilafíkn

FYRRUM sölumaður Kvóta- og skipasölunnar ehf. hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga sér 2,7 milljónir sem útgerðarmaður í Færeyjum lagði inn á einkareikning hans og áttu að ganga til kaupa á mótorbát. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 286 orð

Lífshættulegt að sitja í framsæti

SAMKVÆMT nýlegri könnun eru 6% íslenskra leikskólabarna höfð laus í bíl, án nokkurs öryggisbúnaðar. Könnunin er gerð árlega á vegum Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Árvekni og í þetta skipti var athugaður öryggisbúnaður 1. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 276 orð

Lík 12 ára gamallar stúlku finnst

LÍK tólf ára gamallar danskrar stúlku, Miu Teglgaard Sprotte, fannst í fyrrakvöld grafið á leiksvæði í bænum Ringsted á Sjálandi, þremur dögum eftir að hennar var saknað. Meira
2. júlí 2003 | Miðopna | 551 orð | 1 mynd

Markmiðið að hnekkja innflutningsbanni

FORSETI Íslands staðfesti síðdegis í gær bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin hafði fyrr um daginn samþykkt. Meira
2. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 255 orð | 1 mynd

Miðvikudagur 2.

Miðvikudagur 2. júlí Opnunarsýningu Jóns Laxdals Halldórssonar á Listasumri 2003 "Tilraun um prentað mál" lýkur í dag. Af því tilefni mun listamaðurinn vera með leiðsögn um sýninguna kl. 16.30 og er aðgangur ókeypis. Fimmtudagur 3. Meira
2. júlí 2003 | Landsbyggðin | 207 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Helgu og Hallgrím frá Dagverðará

SÓL skein í heiði og Jökullinn skartaði sínu fegursta í blíðviðrinu þegar börn og aðrir afkomendur hjónanna Helgu Halldórsdóttur og Hallgríms Ólafssonar, fyrrverandi ábúenda á Dagverðará, afhjúpuðu þar minnisvarða um þau þann 21. júní. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Mótmæli í Hong Kong

TALIÐ er að allt að 400. Meira
2. júlí 2003 | Suðurnes | 150 orð | 1 mynd

Myndlistarsýning á Humarhátíð

LISTAKONAN Hjördís Árnadóttir heldur myndlistarsýningu í gamla bókasafninu, Hafnarbraut 36 á Höfn í Hornafirði dagana 4., 5. og 6. júlí nk. Hjördís hefur stundað myndlist í frístundum um nokkurt skeið. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og m.a. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Norrænt æskulýðsmót í Danmörku

SJÖTÍU manna hópur á vegum KFUM og KFUK hélt til Struer í Danmörku í gær. Tilefnið er norrænt æskulýðsmót, en sambærilegt mót hefur verið haldið síðan árið 1939. Núna er mótið haldið í mismunandi löndum annað hvert ár. Meira
2. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 172 orð | 1 mynd

Norskur fiðluleikur í Hafnarborg

HINGAÐ til lands eru komnir félagar úr Bærum Spellemannslag og halda þeir tónleika í Hafnarborg kl. 20 í kvöld. Hljómsveitin er norsk og sérhæfir sig í leik á Harðangursfiðlur. Meira
2. júlí 2003 | Suðurnes | 166 orð | 1 mynd

"Eins og þýska ströndin, nema með hrauni..."

HJÓNIN Thomas og Marie Luise Lebro frá Þýskalandi nutu frískandi sumarvindanna við Garðskagavita þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti leið hjá. Þau höfðu verið að heimsækja dóttur sína, sem var skiptinemi í Menntaskólanum á Akureyri. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Ráðherra heimsækir lögreglu

LÍKT og nýrra dómsmálaráðherra er siður, heimsótti Björn Bjarnason embætti ríkislögreglustjóra á mánudag og kynnti sér starfsemina. Fór hann m.a. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ráðinn tímabundið

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra, Jón Kristjánsson, hefur ráðið Jóhannes Pálmason lögfræðing til að gegna starfi forstjóra Lýðheilsumiðstöðvar þar til í haust þegar Guðjón Magnússon læknir tekur við starfinu. Guðjón er í leyfi til 1. október nk. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 205 orð

Refaveiðibann samþykkt

ANDSTÆÐINGAR refaveiða með hundum fögnuðu í gær eftir að neðri deild breska þingsins samþykkti með miklum meirihluta atkvæða frumvarp um algert bann við veiðunum. Ólíklegt er þó að frumvarpið verði að lögum vegna andstöðu lávarðadeildarinnar við bannið. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Regnbogasilungar veiðast í laxveiðiám

ELDISFISKAR eru byrjaðir að veiðast í íslenskum laxveiðiám þótt júlí sé rétt að byrja. 27. júní veiddi t.d. Katrín Gústafsdóttir 1,8 kg 56 cm regnbogasilungshæng í Brúarbreiðu í Selá í Vopnafirði. Brúarbreiða er neðarlega í ánni. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Rektorar Kaupmannahafnarháskóla og HÍ fengu styrkinn

NÝLEGA var úthlutað úr styrktarsjóði Selmu og Kays Langvads við Háskóla Íslands og var styrknum að þessu sinni úthlutað til rektors Kaupmannahafnarháskóla, Lindu Nielsen, og rektors Háskóla Íslands, Páls Skúlasonar. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ríkið sýknað af kröfu prófessors

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið og Háskóla Íslands af kröfu Júlíusar Sólnes prófessors en hann krafðist þess að ríkið greiddi sér tæplega 130.000 krónur. Meira
2. júlí 2003 | Landsbyggðin | 201 orð | 1 mynd

Rær á kajak kringum Ísland

SKOTINN Jonathan Bucleigh er líklega fyrsti maðurinn sem rær hringinn í kringum Ísland á kajak einn síns liðs. Hann hóf ferðina í Rifi í maí og áætlar að ljúka hringnum í september. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 331 orð

Samfylkingin missir fylgi

FYLGI Samfylkingarinnar fer niður um fimm prósentustig frá því í kosningunum í vor og fengi hún tæplega 29% atkvæða ef kosið væri til Alþingis í dag. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup sem birtist í gær. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Sex Írakar bíða bana í sprengingu við mosku

HERMT var í gær að sprengjum hefði verið skotið á bandaríska herbíla í tveimur árásum í Bagdad og nálægum bæ og að minnsta kosti sex Írakar létu lífið í mikilli sprengingu í húsi við mosku í bænum Fallujah seint í fyrrakvöld. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 54 orð

Sigmundur Ernir lætur af störfum hjá DV

SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson hefur látið af störfum sem ritstjóri DV. Sigmundur segir í viðtali við DV að hann hafi ákveðið að nota tækifærið og skipta um starfsvettvang eftir að hafa tekið þátt í að hrinda í framkvæmd miklum breytingum hjá blaðinu. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð

Sjúkraflug á Barðaströnd

TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær konu sem talin var alvarlega veik á Eyri í Kollafirði á Barðaströnd en þar dvaldi hún í sumarhúsi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Patreksfirði. Meira
2. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 412 orð

Sjöfn hf. á Akureyri hefur eignast Hans Petersen hf.

SJÖFN hf. á Akureyri keypti í gær öll hlutabréf Skeljungs hf. í Hans Petersen hf. Hlutafé Hans Petersen er 101 milljón króna og Sjöfn eignaðist öll bréf í fyrirtækinu utan hvað einn einstaklingur á enn 50.000 króna hlut í félaginu eftir viðskiptin í gær. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð

Skjálftavirkni við Trölladyngju í gær

SKAMMT suðvestur af Trölladyngju, við norðurhluta Vatnajökuls, varð jarðskjálfti í fyrrinótt er í fyrstu mældist 3,1 stig á Richter-kvarða samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Skólahljómsveit Akraness í 2. sæti

SKÓLAHLJÓMSVEIT Akraness hélt nýverið utan og spilaði á Íslendingahátíð í Kaupmannahöfn í Danmörku og stórri tónlistarhátíð í Gautaborg í Svíþjóð. Hljómsveitin tók þátt í keppni í sínum þyngdarflokki og stóð sig vel og lenti í 2. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 798 orð | 1 mynd

Skrúfum ljósaperuna í sjálfir

Jón Trausti Sigurðarson fæddist árið 1982 í Reykjavík, hefur búið í öllum landshornum en býr núna í Reykjavík. Jón Trausti er einn af ritstjórum blaðsins Reykjavík Grapevine. Hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans að Laugarvatni. Meira
2. júlí 2003 | Suðurnes | 695 orð | 1 mynd

Skötuselsveiðar í örum vexti

SJÓMENN í Sandgerði hafa undanfarið fært sig út í veiðar á fisktegund sem hingað til hefur ekki gert sig heimakomna á Íslandsmiðum. Undanfarin ár hefur borið nokkuð á því að hitastig sjávar fari hækkandi við strendur landsins. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 419 orð

Sótt um leyfi til að reisa álverið við Húsavík

ATLANTSÁL, sem er í aðaleigu breska fyrirtækisins Transals og ís-lenska fyrirtækisins Altechs, hefur ákveðið að Húsavík verði fyrir valinu vegna staðsetningar álvers sem fyrirtækið áformar að reisa. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Styrkja Leiftur/Dalvík

Landflutningar-Samskip verða helsti styrktaraðili sameinaðs knattspyrnuliðs Leifturs á Ólafsfirði og UMFS á Dalvík næstu tvö leiktímabil. Samningur þessa efnis var undirritaður nýlega en áður höfðu Landflutningar-Samskip styrkt UMFS á Dalvík um skeið. Meira
2. júlí 2003 | Landsbyggðin | 80 orð | 1 mynd

Sumarhátíð í leikskólanum Örk

ÞAÐ var líf og fjör þegar foreldrafélag leikskólans Arkar stóð fyrir sumarhátíð við skólann. Að þessu sinni var ákveðið að sumarhátíðin yrði haldin í leikskólanum og að boðið yrði upp á öðruvísi leiki og skemmtun en venja er dags daglega. Meira
2. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 194 orð

Svíar fallast á norskan byggðastyrk

SAMTÖK atvinnulífsins í Noregi telja nú, að fyrirtæki á Finnmörku og í Norður-Noregi geti áfram búið við lægri launatengd gjöld en önnur norsk fyrirtæki. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Telja að verið sé að skerða þjónustu

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði hafa lýst yfir óánægju með vinnubrögð borgarráðs hvað varðar svör við fyrirspurnum sem fulltrúarnir lögðu fram um félagsstarf aldraðra. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 660 orð

Til skoðunar hjá ÍTR að óska eftir sakavottorðum

MJÖG lítið er um að nýlegar heimildir í barnaverndarlögum, sem heimila að leitað sé eftir upplýsingum úr sakaskrá um umsækjendur hjá skólum, leikskólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum og fleirum, séu nýttar þegar starfsfólk er ráðið. Í 36. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 386 orð | 2 myndir

Tuttugu punda Maríulax

TUTTUGU punda hængur veiddist í Haffjarðará um helgina og var það Maríulax Dagrúnar Hálfdánardóttur. Hefur margur byrjað verr á veiðibrautinni. Laxinn veiddist í Hellinum sem er næsti hylur neðan við Kúlu. Meira
2. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Var með e-töflur og kókaín í fórum sínum

RÚMLEGA tvítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 110 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, en hann var kærður fyrir fíkniefnalagabrot. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 129 orð

Var sýknaður af ákæru um nauðganir

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað tæplegan þrítugan mann af ákæru um að hafa tvívegis nauðgað fyrrum sambýliskonu sinni á heimili hennar í Reykjavík í fyrrasumar. Meira
2. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Veitti lögregluþjóni áverka

KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna brots gegn valdstjórninni. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vill áframhaldandi uppbyggingu flugvallarins

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra telur yfirlýsingar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra um að halda eigi samkeppni um skipulag Vatnsmýrarsvæðisins ganga í berhögg við samkomulag ríkis og borgar um flugvallarsvæðið. Meira
2. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 520 orð | 1 mynd

Þriggja hæða mislæg gatnamót öruggust

STYTTA má tafatíma um allt að 15% og fækka óhöppum um 30-50% á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar með fjölgun akreina og fjögurra fasa ljósum. Meira
2. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 547 orð | 3 myndir

Þúsund ára saga tengir löndin saman

FORSETI Þýskalands, dr. Johannes Rau, eiginkona hans, frú Christina Rau, og dóttir þeirra, Anna-Christina Rau, komu í opinbera heimsókn til Íslands í gær í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júlí 2003 | Staksteinar | 311 orð

- Ríkisrisi á veraldarvefnum

Fréttavefurinn Tunga.is segir menntamálaráðuneytið telja að ekkert mæli gegn því að Ríkisútvarpið nýti sér nýja tækni til miðlunar frétta og afþreyingarefnis. Það halli á samkeppnisstöðu einkarekinna vefmiðla og því verði vefurinn ekki uppfærður frekar. Meira
2. júlí 2003 | Leiðarar | 382 orð

Skref í rétta átt

Þrátt fyrir að reynslan sýni að hættulegt sé að gera sér of miklar vonir er ljóst að þróunin í Mið-Austurlöndum gefur meiri tilefni til bjartsýni en ástæða hefur verið til um langt skeið. Meira
2. júlí 2003 | Leiðarar | 488 orð

Viðhorf til vændis

Greint var frá því hér í blaðinu í gær að kirkjan í Grikklandi hefði gagnrýnt borgaryfirvöld í Aþenu fyrir að leggja fram tillögu um að rýmka löggjöf varðandi vændi á þeim tíma sem Ólympíuleikarnir verða þar árið 2004. Meira

Menning

2. júlí 2003 | Menningarlíf | 21 orð

Aðalheiður S.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Autogalleri Maastricht í Hollandi. Opnun sýningarinnar er liður í verkinu "40 sýningar á 40... Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 631 orð | 1 mynd

Á einlægu tali við hirðfíflið

HANN heitir Snorri og hann er fyndinn. Hann varð annar í keppninni um titilinn Fyndnasti maður Íslands árið 2002. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 133 orð

Fóstbræður til Færeyja

KARLAKÓRINN Fóstbræður verður í Færeyjum fram til 6. júlí í tilefni menningarráðstefnunnar Nordvesten. Kórinn mun syngja á tónleikum í Klakksvík og Fuglafirði, auk þess sem kórinn mun standa fyrir tónleikum í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn á laugardag kl. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 266 orð | 1 mynd

Íbúar Afríku sameinast

HVAÐ er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar raunveruleikasjónvarp frá Afríku er nefnt á nafn? Ættbálkastríð? Sveltandi flóttamenn? Plágur? Nei, ekki aldeilis. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 415 orð | 2 myndir

ÍRSKA ljóðskáldið Seamus Heaney hefur hrósað...

ÍRSKA ljóðskáldið Seamus Heaney hefur hrósað rapparanum Eminem fyrir "sagnamátt" hans. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Íslenskir hönnuðir í Þýskalandi

SAMSÝNING 23 íslenskra hönnuða verður opnuð í byggingu BioNord í Bremerhaven í Þýskalandi í dag. Um er að ræða farandsýningu sem var fyrst opnuð í Samnorræna húsinu í Berlín sl. vetur. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 213 orð | 1 mynd

Í stað Frasiers kemur rottan Gary

KELSEY Grammer hefur tilkynnt að þættirnir um sálfræðinginn sívinsæla, Frasier Crane, muni hætta göngu sinni í maí á næsta ári. "Þeir munu hætta á næsta ári og við höfum rætt það. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Í sumarskapi árið um kring

NIGELLA Lawson er einn af áhrifamestu rithöfundum Bretlands hvað matargerð varðar. Hróður hennar hefur aukist í fjarlægum löndum og bækur hennar og þættir njóta hvarvetna vinsælda. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 99 orð

Karlakvartett á Vesturlandi

SÖNGKVARTETTINN Út í vorið heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 og í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ, Dalasýslu, kl. 16 á sunnudag. Á efnisskránni má m.a. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 49 orð

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl.

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 12 Kvikmyndin SSL 25, eftir Óskar Jónasson í fjölnotasal hússins. Myndin er í tengslum við sýninguna Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár. Þjóðháttadagur á Minjasafni Austurlands, Egilsstöðum kl. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 350 orð | 2 myndir

Neil Young gefur út nýja plötu...

Neil Young gefur út nýja plötu í næsta mánuði. Platan heitir Greendale og kemur út 18. ágúst. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Nói tilnefnd til Amanda-verðlauna

NÓI albínói hefur verið tilefnd til norsku Amanda-kvikmyndaverðlaunanna. Mynd Dags Kára Péturssonar er tilnefnd í nýjum flokki sem kenndur eru við Canal + fjölmiðlarisann. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 389 orð | 1 mynd

Nýr rappari með Quarashi

QUARASHI hefur haft hljótt um sig undanfarna mánuði, mannabreytingar urðu í sveitinni og liðsmenn hafa notað tækifærið og tekið frí frá tónleikahaldi og ferðalögum. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 314 orð | 4 myndir

Næturdrottningar og trúðar í veðurblíðu

FLAUTUR voru þeyttar og dansað og sungið á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi á mánudag en þá brá þar á leik hópur ungmenna sem saman mynda Íslandsleikhús, leiklistar- og fjöllistaverkefni sem fyrst var sett á laggirnar fyrir þremur árum. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 1323 orð | 1 mynd

Sumarsýningar 2003

KOMIÐ að miðju sumri og ástæða til að gera smáúttekt á myndlistarsýningum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er sá árstími sem telja verður mikilvægastan til kynningar á íslenzkri samtímalist, öllum hliðum hennar. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 21 orð

Sýning á Kaffi Sólon

RÓSA Matt hefur opnað 6. einkasýningu sína á Kaffi Sólon. Sýningin er opin til 25. júlí og er Sesselja Thorberg... Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 397 orð | 1 mynd

Tætt líf og tryllt

Leikstjórn: Daniel Algrant. Handrit: Jon Robin Baitz. Kvikmyndataka: Peter Deming. Aðalhlutverk: Al Pacino, Kim Basinger, Ryan O'Neal, Téa Leoni, Richard Schiff, Bill Nunn og Robert Klein. 100 mín. BNA. Miramax Films 2002. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 316 orð | 1 mynd

Úr klaufa í poppstjörnu

Leikstjórn: Jim Fall. Handrit: Susan Jansen, Ed Decter, John Strauss. Aðalhlutverk: Hilary Duff, Adam Lamberg, Ashlie Brillault, Yani Gellman og Alex Borstein. Lengd: 90 mín. Bandaríkin. Walt Disney Pictures, 2003. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 246 orð | 2 myndir

Vinsæll símaklefi

VINSÆLASTI símaklefinn í bænumm er sá sem landinn flykktist til að sjá Colin Farrell svitna í og bíða eftir kalli mannsins með ljáinn. Meira
2. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 207 orð | 2 myndir

Votur endir á glæstri hátíð

RÚMLEGA 100 þúsund tónleikagestir flúðu hátíðarsvæðið í Glastonbury eftir úrhellisrigningu á lokakvöldi hátíðarinnar. Ágætisveður var fram eftir degi, eða allt þar til rigna tók án afláts. Síðasta daginn komu m.a. Meira
2. júlí 2003 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Þjóðlagahátíð á Siglufirði

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ hefst á Siglufirði í dag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin í dag er sem hér segir: Siglufjarðarkirkja kl. 20 Þjóðlagasveitin Draupner frá Svíþjóð og Anna Pálína Árnadóttir flytja forna, íslenska vikivaka. Meira

Umræðan

2. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 367 orð | 3 myndir

Kannast þú við myndirnar?

Kannast þú við myndirnar? ÉG ER í sambandi við konu í Ameríku sem er að rannsaka ættir sínar. Hún á sömu langömmu og ég, sem gerðist landnemi í Kanada. Meira
2. júlí 2003 | Aðsent efni | 737 orð | 1 mynd

Kolröng skilaboð frá Súperztöð

FYRIR fáeinum mánuðum glöddust menn mjög yfir velgengni Norðurljósa þegar ársreikningur fyrir árið 2002 var birtur. Meira
2. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 287 orð | 1 mynd

Kveðja og þökk til systur Lovísu

ENN ein systirin kveður nú heimaslóðir mínar, Stykkishólm. Systir Lovísa hefur verið kvödd heim til Belgíu eftir búsetu í Stykkishólmi frá 1969. Meira
2. júlí 2003 | Aðsent efni | 437 orð | 2 myndir

Létta benzínfótinn örlítið - 1250 teknir fyrir hraðakstur á hálfu ári

SUMARIÐ er tími ferðalaga og mikillar umferðar bíla, sem eru ágætis tæki, en ökumennirnir ráða ferðinni. Í Árnessýslu aka margir, bæði um þjóðveg 1 og þá vegi alla sem liggja að sumarbústöðum og ferðamannastöðum er margir sækja, ekki sízt um helgar. Meira
2. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd

Þessar kjarnorkustúlkur á Blönduósi efndu til...

Þessar kjarnorkustúlkur á Blönduósi efndu til hlutaveltu á dögunum og öfluðu 2.150 kr. sem þær ætla að láta renna til krabbameinssjúkra barna. Meira

Minningargreinar

2. júlí 2003 | Minningargreinar | 4873 orð | 1 mynd

BJÖRN Á. GUÐJÓNSSON

Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari og hljómsveitarstjóri fæddist í Reykjavík 7. mars 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík hinn 23. júní síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2003 | Minningargreinar | 978 orð | 1 mynd

HJÁLMAR STEINÞÓR BJÖRNSSON

Hjálmar Steinþór Björnsson fæddist á Mosvöllum í Önundarfirði 14. október 1959. Hann lést af slysförum í fjallgöngu í Skutulsfirði 21. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 1. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2003 | Minningargreinar | 1668 orð | 1 mynd

STURLA TRYGGVASON

Sigurður Sturla Tryggvason fæddist á Grundarstíg 4 í Reykjavík 6. júní 1930. Hann lést á Elliheimilinu Grund 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir, húsmóðir og listmálari, f. 23. júlí 1904, d. 22. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Fyrirtækið rekið á tekjum í lok árs

ÁFANGAGREIÐSLUR vegna þróunar greiningarprófa, góður árangur í lyfjaþróun og góð lausafjárstaða gera að verkum að staða deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), er sterk. Meira
2. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 346 orð

Hart barist á breskum smásölumarkaði

TVEIR hópar fjárfesta berjast nú um bresku verslanakeðjuna Debenhams. Snemma í maí var sagt frá tilboði fjárfestingarfélagsins Permira sem hljóðar upp á 1,5 milljarða punda eða um 190 milljarða íslenskra króna. Meira
2. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 372 orð | 1 mynd

Kaup Waterstone til skoðunar

KAUP Tim Waterstone á hlutabréfum í Hamleys eru til skoðunar hjá eftirlitsaðila með yfirtökum í Bretlandi, samkvæmt frétt í The Daily Telegraph í gær. Waterstone hefur tryggt sér 21,4% hlut í Hamleys, ýmist með ákveðnum skilyrðum eða óafturkræft. Meira
2. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Krónan veiktist um 2,8% á öðrum ársfjórðungi

GENGI krónunnar veiktist um 2,8% á öðrum fjórðungi ársins, mælt samkvæmt gengisvísitölu krónunnar og gengisskráningu Seðlabankans. Á fyrsta fjórðungi styrktist krónan um 3,9% og samanlagt hefur krónan styrkst um 1% frá áramótum. Meira
2. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Yfirtökuskylda við 40% frá og með gærdeginum

Í GÆR tóku gildi ný lög um verðbréfaviðskipti, nr. 33 frá 2003. Meira

Fastir þættir

2. júlí 2003 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 2 júlí, verður sextug Ólafía Helga Stígsdóttir, Kothúsvegi 10 í Garði. Hún og eiginmaður hennar, Garðar Steinþórsson , taka á móti vinum og ættingjum í samkomuhúsinu Garði milli kl. 16 og 20 sunnudaginn 6.... Meira
2. júlí 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 2. júlí, er sjötug Ester Árnadóttir, Holtagerði 52, Kópavogi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju, kl.... Meira
2. júlí 2003 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 2. júlí, er 75 ára Margrét H. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og fyrrv. formaður Félags eldri borgara, Hörgshlíð 8, Reykjavík. Hún er að heiman í... Meira
2. júlí 2003 | Dagbók | 92 orð

Á CAFÉ

Er blessuð litlu börnin fara að sofa, og borgin fyllist næturhúmi svörtu; er raunir lífsins lofa trúuð hjörtu og ljósið deyr í verkamannsins kofa, þá opnar kráin öllum sínar dyr. Ég geng þar inn sem gestur síðla nætur. Þar glóir vín á barmafullum skálum. Meira
2. júlí 2003 | Fastir þættir | 243 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Bandaríkjamennirnir sigursælu, Erik Rodwell og Jeff Meckstroth, bættu bikar í veglegt safn sitt á laugardaginn þegar þeir tóku á móti fyrstu verðlaunum fyrir opnu tvímenningskeppnina í Menton. Alls tóku 338 pör þátt í mótinu og þar af fjögur íslensk. Meira
2. júlí 2003 | Dagbók | 209 orð | 1 mynd

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Meira
2. júlí 2003 | Fastir þættir | 906 orð | 4 myndir

Fiðrildahundur þótti bera af

Hin árlega sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Þar sýndu hundaeigendur ríflega 300 hunda af 45 mismunandi tegundum. Meira
2. júlí 2003 | Viðhorf | 882 orð

Hvar er fegurðin?

"Alltént finnst mér súluklifrið eða súlusigið eiga lítið sameiginlegt með dansi..." Meira
2. júlí 2003 | Dagbók | 472 orð

(Jóh. 6,37.)

Í dag er miðvikudagur 2. júlí, 183. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka. Meira
2. júlí 2003 | Fastir þættir | 191 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 d6 8. 0-0 Bd7 9. He1 Be7 10. Rxc6 Bxc6 11. Dg4 h5 12. De2 h4 13. a4 hxg3 14. hxg3 Rf6 15. a5 Hc8 16. Be3 Kf8 17. Bb6 Db8 18. Ra4 Bb5 19. Dd2 Rd7 20. Be3 Bf6 21. c3 Re5 22. Rb6 Hd8 23. Meira
2. júlí 2003 | Fastir þættir | 271 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Í LEYNDARDÓMUM Snæfellsjökuls eftir Jules Verne er talað um Búðir sem "smáborg á fögrum stað við ströndina". Þar er ferðamönnunum veittur næturgreiði áður en þeir hefja atrennuna að jöklinum og finna opið að miðju jarðar. Meira

Íþróttir

2. júlí 2003 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

* BALDUR Aðalsteinsson lék ekki með...

* BALDUR Aðalsteinsson lék ekki með ÍA í gær vegna meiðsla á hné. Baldur sagði að hann yrði ekki lengi frá keppni að þessu sinni og bjóst við að vera klár í slaginn í næsta leik liðsins á útivelli gegn Grindavík nk. mánudag. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 120 orð

Bein útsending frá lækninum

DAVID Beckham var á dögunum seldur frá Manchester United til spænska liðsins Real Madrid. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 182 orð

Bikarmeistararnir komast áfram

Í KVÖLD lýkur 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu með þremur leikjum. Bikarmeistarar Fylkis fara til Akureyrar og leika við KA á sama tíma; á Varmárvelli í Mosfellsbæ tekur Afturelding á móti Valsmönnum og loks fá KR-ingar lið Skagamanna skipað leikmönnum 23 ára og yngri í heimsókn í Frostaskjólið. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 214 orð

Björgvin lék á fjórum undir pari í Stoke

BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili, tekur nú þátt í móti við Stoke í Englandi en mótið er á áskorendamótaröðinni. Björgvin lék vel í gær og kom inn á fjórum höggum undir pari vallarins. Þessi árangur hans dugði í 5.-15. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 173 orð

Daníel afgreiddi Þórsara með tveimur mörkum

Víkingur komst í 8-liða úrslitin með því að leggja Þór á Akureyri 2:0. Leikurinn var lítið fyrir augað en sigur Víkinga var fyllilega sanngjarn. Þórsarar léku illa og voru aldrei líklegir til að innbyrða fyrsta heimasigur sinn í sumar. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 254 orð

Fram áfram

FRAM slapp með skrekkinn gegn 1. deildarliði Hauka í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Fram sigraði, 4:2, á Laugardalsvelli eftir að liðin höfðu leikið í 120 mínútur. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 27 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16 liða úrslit: Varmárvöllur: Afturelding - Valur 19.15 Akureyrarvöllur: KA - Fylkir 19.15 KR-völlur: KR - ÍA 23 19.15 3. deild karla: Seyðisfjarðarvöllur: Huginn - Leiknir F. 20 1. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 87 orð

Jón Arnór myndaður

JÓN Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður, hitti lækni bandaríska NBA-körfuknattleiksliðsins Dallas Mavericks í gær. Engin niðurstaða fékkst um meiðsli hans í þeirri heimsókn og fer Jón Arnór í frekari skoðun í dag. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 178 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16 liða úrslit: Þór - Víkingur R. 0:2 - Daníel Hjaltason 56., 61. FH - Þróttur R. 2:1 Charles McCormic 12., - Jónas Grani Garðarsson 43., Tommy Nielsen 68. ÍA - Keflavík 1:0 Stefán Þórðarson 41. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

Marksúlurnar björguðu FH-ingum

FH-INGAR sigruðu Þrótt 2:1 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þróttarar komust yfir í fyrri hálfleik en Hafnfirðingar jöfnuðu metin rétt fyrir hálflik og skoruðu síðan sigurmarkið um miðjan síðari. Þróttarar skutu tvívegis í marksúlur FH-inga í leiknum og því óhætt að segja að þær hafi bjargað FH að þessu sinni. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 216 orð

Ólafur bjargvættur í Eyjum

Grindvíkingar fögnuðu sigri á Eyjamönnum í vítaspyrnukeppni eftir bragðdaufan og markalausan leik í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 112 orð

"Gamlir" KR-ingar

ÞORMÓÐUR Egilsson og Þorsteinn Jónsson, sem báðir lögðu skóna á hilluna frægu í fyrra, mættu á æfingu hjá meistaraflokki KR í gærkvöldi. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 88 orð

Rússi kaupir Chelsea

RÚSSNESKUR viðskiptajöfur, Roman Abramovich, hefur keypt meirihlutann í enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Ken Bates, stjórnarformaður félagsins, staðfesti söluna í gærkvöld og var hæstánægður. "Þetta eru frábærar fréttir fyrir aðdáendur Chelsea. Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 337 orð

Skalli Stefáns réð úrslitum

Færeyskur stuðningsmannahópur ÍA sem lét vel í sér heyra, mark Stefáns Þórðarsonar Skagamanns og liprir sprettir Magnúsar Þorsteinssonar Keflvíkings var það sem gladdi augu og eyru á Akranesi þegar ÍA og Keflavík léku í 16 liða úrslitum... Meira
2. júlí 2003 | Íþróttir | 124 orð

Zola í viðræðum við Cagliari

AFP-fréttastofan greindi frá því í gær að ítalski knattspyrnumaðurinn Gianfranco Zola hefði ákveðið að leika með Cagliari á Sardiníu á næstu leiktíð en hinn 37 ára gamli Zola hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í rúmlega sex ár. Meira

Bílablað

2. júlí 2003 | Bílablað | 88 orð | 1 mynd

41,5% aukning á sölu nýrra bíla

HELDUR hefur dregið úr söluaukningu á nýjum fólksbílum. Fyrstu sex mánuði ársins seldust alls 5.333 nýir fólksbílar, sem er 41,5% aukning frá sama tímabili í fyrra, en fyrstu fimm mánuði ársins var aukningin 46%. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 1099 orð | 8 myndir

Afl og lungamjúkur akstur í Phaeton

VIÐ fyrstu sýn virkar Volkswagen Phaeton eins og stór og uppblásinn Passat en þegar bílunum er stillt upp saman rjúka slíkar samlíkingar út í veður og vind. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 65 orð | 4 myndir

Á kvartmílubrautinni

ÞAÐ stóð mikið til á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag þar sem fram átti að fara keppni. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 66 orð

Daewoo Kalos 1.4 SE

Vél: 1.399 rsm, fjórir strokkar, átta ventlar. Afl: 83 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 125 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Lengd: 3.880 mm. Breidd: 1.670 mm. Hæð: 1.495 mm. Eigin þyngd: 995 kg. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 744 orð | 4 myndir

Ducati er Ferrari hjólanna

Það hefur bæst við í flóruna hjá mótorhjólaunnendum hér á landi því nú er í fyrsta sinn komið umboð fyrir hin margfrægu Ducati-vélhjól. Það er fyrirtækið Dælur ehf. sem valdist sem umboðsaðili. Guðjón Guðmundsson ræddi við Hjalta Þorsteinsson, innkaupastjóra hjá Dælum, sem hafði veg og vanda af því að ná umboðinu hingað til lands. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 126 orð

Ísland vinsæll tökustaður

MAGNÚS Ragnarsson, framkvæmdastjóri Pegasus, segir að hátt í 90 manns hafi komið við sögu í Toyota-verkefninu, m.a. við leiðsögn, matseld, umsjón með búnaði, flutningi á bílaflotanum og fleiru. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 143 orð | 1 mynd

Koltvísýringur frá einum bensínbíl á við 113 metanbíla

NÚ ERU 40 þjónustubílar af ýmsum gerðum á höfuðborgarsvæðinu knúðir metani, innlendum og umhverfisvænum orkugjafa. Þetta kemur fram í Essopunktum, fréttablaði Olíufélagsins ehf. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 779 orð | 6 myndir

Nettur og laglegur - og ódýr

VERÐMUNUR á smábílum, þ.e.a.s. bílum í Yaris-flokknum ef svo má segja, og millistærðarbílum hefur alltaf verið lítill. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 118 orð | 2 myndir

Nýr Mazda 3

Mazda kynnir splunkunýjan Mazda 3 á bílasýningunni í Frankfurt í september. Með þessum nýja bíl heldur Mazda áfram að nútímavæða bíla sína, jafnt í útliti sem tækni. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 483 orð | 6 myndir

Prófuðu Land Cruiser á íslenskum fjallvegum

Bílablaðamenn frá nokkrum Evrópulöndum prófuðu á dögunum Toyota-jeppa á hálendinu og að fjallabaki. Jóhannes Tómasson slóst með í för og þótti hvorki farartæki né föruneyti leiðinlegt. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 276 orð | 1 mynd

Vill hækka aldur keppenda í kartakstri

STEFÁN Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reis-bíla, sem rekur kartbrautina í Njarðvík, ákvað að Íslandsmótið í kartakstri færi ekki fram á sinni braut um síðustu helgi og var hún því færð á brautina í Hafnarfjarðarhrauni. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 95 orð

VW Phaeton W12 4Motion

Vél: 12 strokkar, W-12, 5.998 rúmsentimetrar, 48 ventlar, tveir yfirliggj andi knastásar. Afl: 420 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 550 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Meira
2. júlí 2003 | Bílablað | 686 orð | 1 mynd

Williams komið á fullt í titilslaginn

Williams-liðið er af alvöru orðið þátttakandi í keppninni um heimsmeistaratitil bílsmiða í Formúlu-1 eftir að hafa átt tvo fyrstu bíla í mark í Evrópukappakstrinum í Nürburgring á sunnudag. Ágúst Ásgeirsson segir að með þeim árangri velti það McLaren úr sessi sem harðasta keppinaut Ferrari um titilinn. Meira

Úr verinu

2. júlí 2003 | Úr verinu | 227 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 47 35 40...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 47 35 40 442 17,832 Flök/Steinbítur 210 210 210 1,156 242,758 Gellur 453 453 453 70 31,710 Gullkarfi 64 13 52 12,840 665,360 Hlýri 100 61 71 4,592 323,795 Keila 76 16 46 1,758 80,791 Langa 55 14 51 1,819 93,179 Langlúra 65 50... Meira
2. júlí 2003 | Úr verinu | 188 orð

Vel aflast af kolmunna

RÚMLEGA 20 þúsund tonnum af loðnu hefur verið landað til bræðslu það sem af er sumarvertíðinni, eingöngu frá íslenskum skipum. Kolmunnaveiðin hefur gengið vel og er búið að landa 186.400 tonnum. Þar af hafa erlend skip, aðallega færeysk, landað 55. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.