Greinar föstudaginn 11. júlí 2003

Forsíða

11. júlí 2003 | Forsíða | 40 orð | 1 mynd

Beðið fyrir tvíburasystrunum

Íranskir landar tvíburasystranna Laleh og Ladan Bijani fara með bænir yfir líkkistum þeirra í Khomeini-stórmoskunni í Teheran í gær. Meira
11. júlí 2003 | Forsíða | 302 orð

Bush viðurkennir öryggisvandamál í Írak

GEORGE W Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær, að við öryggisvandamál væri að etja í Írak en þá höfðu borist fréttir um, að tveir bandarískir hermenn hefðu fallið í árásum í landinu. Meira
11. júlí 2003 | Forsíða | 261 orð | 1 mynd

Raunávöxtun líklega yfir 5%

RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóða verður líklega yfir 5% á fyrrihluta þessa árs, að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Meira
11. júlí 2003 | Forsíða | 157 orð | 2 myndir

Ráðherrar ræða fangamálið

ÞRÁTT fyrir deilur innan palestínsku heimastjórnarinnar áttu ísraelski varnarmálaráðherrann Shaul Mofaz og Mohammed Dahlan, sem fer með öryggismál í heimastjórninni, tveggja tíma fund síðdegis í gær, á landamörkum Ísraels og Gaza-svæðisins. Meira
11. júlí 2003 | Forsíða | 149 orð

Tekið á útsölusvindli

MEIRIHLUTI er fyrir því á danska þinginu að grípa til ráðstafana gegn verðsvindli á útsölum. Meira
11. júlí 2003 | Forsíða | 121 orð

Vilja framsal fanga frá Guantanamo

BREZKA ríkisstjórnin sætir nú þrýstingi að hindra að brezkir ríkisborgarar sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkum og Bandaríkjamenn hafa haldið föngnum í Guantanamo á Kúbu frá því stríðinu í Afganistan lauk, verði dregnir fyrir bandarískan herdómstól... Meira

Baksíða

11. júlí 2003 | Baksíða | 182 orð | 1 mynd

Eiður Smári gerir nýjan samning við Chelsea

"ÉG ER afskaplega ánægður að þessi mál skuli vera komin á hreint. Ég er líka mjög ánægður með samninginn því annars hefði ég ekki skrifað undir hann," sagði Eiður Smári Guðjohnsen , fyrirliði íslenska lands-liðsins í knattspyrnu. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 592 orð | 1 mynd

Einhverfum fjölgar og úrræði þróast

Á ÁRUNUM 1992-1996 greindust 54 börn hér á landi með einhverfu og skyldar fatlanir en á árunum 1997-2001 voru þau 142 talsins. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 90 orð

Farangur víxlast

ÓHAPP átti sér stað hjá Flugleiðum á föstudag. Allur farangur farþega á leið til London fór til Parísar fyrir mistök og farangurinn sem átti að fara til Parísar fór til London. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 1949 orð | 2 myndir

Fjarstaddir feður

Fjarstaddir feður eru menn sem ekki eru í sambúð eða sambandi við barnsmóður sína við fæðingu barns, jafnvel ekki meðan á meðgöngu stendur. María Ólafsdóttir ræddi við sérfróðan hjúkrunarfræðing um hlutskipti þessara manna - sem flestir hverjir þrá að vera umhyggjusamir feður. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 151 orð | 1 mynd

Framkvæmdir í Lækjargötu hafnar

FRAMKVÆMDIR við gatnagerð á vestari akrein Lækjargötu í Reykjavík hófust í fyrradag og er gatan nú lokuð fyrir bílaumferð milli Skólabrúar og Hverfisgötu. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 129 orð

Fær 31 milljarð að láni

LANDSVIRKJUN undirritaði í gær samning um stærsta bankalán sem tekið hefur verið af íslenskum aðila til þessa. Lánsupphæðin nemur 400 milljónum bandaríkjadollara eða um 31 milljarði íslenskra króna. Lánið er til fimm ára og er fjölmynta veltilán. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 436 orð | 5 myndir

Hark fellur seint úr gildi

MARGT er það sem æskan dundar sér við og gamlir leikir öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. Ófáir eiga minningar frá harki upp við húsvegg og enn í dag leika krakkar sér að því að harka með krónupeninga. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 582 orð

Hvað er einhverfa?

EINKENNI einhverfu koma fram í félagslegum samskiptum, máli og tjáskiptum og sérkennilegri og áráttukenndri hegðun. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 96 orð

Íslenskt sement eykur veðrunarþol

ÞORSTEINN Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, segir að íslenska sementið dragi úr hættunni á alkalívirkni og auki þéttleika og veðrunarþol steypunnar. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 120 orð | 1 mynd

Kann vel við kuldann

ÆVINTÝRAÞRÁ dró indíánann, márann og Indverjann Roshan Jacob til Íslands fyrir sjö árum. Hann nemur vélaverkfræði við Háskóla Íslands en vinnur þess á milli við að hlaða hús og veggi að fornum íslenskum sið, ýmist úr torfi eða grjóti. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 833 orð | 3 myndir

Leitað að ljóshærðum dreng

RAGNAR Pétur Kristjánsson er 11 ára gamall drengur, búsettur í Búlgaríu. Hann hefur nú nýlokið við að leika aðalhlutverk í sjónvarpsmynd, sem sýnd verður í búlgarska ríkissjónvarpinu (BNT) síðar á árinu. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 481 orð | 1 mynd

Minnihlutinn segir skiptin kosta 20-25 milljónir

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, en hann skipa þrír fulltrúar Vestmannaeyjalistans og Andrés Sigmundsson, Framsóknarflokki og óháðum, samþykkti á aukafundi í gærkvöldi að segja upp ráðningarsamningi við Inga Sigurðsson bæjarstjóra frá og með... Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 126 orð | 1 mynd

Ný gögn um vopn ekki ástæða stríðsins í Írak

DONALD Rumsfeld , varnarmála-ráðherra Bandaríkjanna, segir nýjar sannanir fyrir gereyðingar-vopna-eign Íraka ekki hafa verið ástæðuna fyrir innrásinni í Írak. Orðin lét Rumsfeld falla á fundi með hermála-nefnd Bandaríkja-þings í vikunni. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 1802 orð | 2 myndir

"Ég vil ekki horfa í augun á fólki"

Einhverfir forðast augnsamband og eftir því tóku foreldrar Ians Anthony Cathcart-Jones þegar hann var aðeins sex mánaða. Nú er Ian að verða fimm ára og fær markvissa atferlisþjálfun á leikskólanum sínum. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við móður Ians sem er ánægð með árangurinn. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 1200 orð | 5 myndir

Skiptir litum eftir árstíðum

Hann er sennilega eini maðurinn úr Karíbahafinu sem kann að hlaða torfveggi að fornum íslenskum sið. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti vélaverkfræðinemann Roshan Jacob og hleraði sögur af eðluveiðum og snákastríðni. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 129 orð | 1 mynd

Sprengi-efni stolið

SPRENGI-EFNI var stolið úr geymslu á Hólmsheiði, skammt frá Reykjavík, á föstudag. Alls var um að ræða 245 kíló af sprengi-efni, dýnamíti í túpum og rúllum. Hvorki efnið né þjófarnir hafa fundist. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 970 orð | 4 myndir

Úr prentinu í 360° fiska

Steinar Kristjánsson var á kafi í rekstri sinna fyrirtækja þegar sjúkdómur herjaði skyndilega á hann. Í samtali við Guðjón Guðmundsson lýsir Steinar hvernig hann skipti um starfsvettvang og lét æskudrauminn rætast. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 125 orð

Verslunarmannahelgin nálgast

VERSLUNARMANNA-HELGIN nálgast nú óðfluga. Þá helgi fara hvað flestir landsmenn í tjald-ferðalög og verða haldnar 5 stórar úti-hátíðir að þessu sinni. Meira
11. júlí 2003 | Baksíða | 594 orð | 1 mynd

Ævintýri á gönguför

SUMARIÐ er tími ferðalanga og sjaldan eða aldrei hefur fólk verið á jafnmiklum faraldsfæti innanlands og síðustu misseri. Íslendingar sækja landið sitt heim í vaxandi mæli og fjöldi erlendra ferðamanna eykst með ári hverju. Meira

Fréttir

11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

22 fórust í Hong Kong

Að minnsta kosti 22 fórust og 20 slösuðust í gær þegar tveggja hæða fólksflutningabíll fór út af brú á hraðbraut í Hong Kong og féll um 50 metra niður í dalverpi. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 181 orð

Áfall fyrir Bush forseta

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld að aflétta banni George W. Bush forseta við fjárveitingum til alþjóðlegra hjálparsamtaka sem framkvæma eða veita konum upplýsingar um fóstureyðingar. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Á göngu í ausandi rigningu

MIKIÐ rigndi í gær í Mýrdalnum en hópur af ferðamönnum lét það ekki á sig fá og hélt áfram sinni för. Þetta var hópur starfsmanna frá fyrirtækinu Medcare Flaga sem var að fara í árlega gönguferð. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 234 orð

(Á morgun)

Garðblóm - fjölærar jurtir í garðinum. Hólmfríður A. Sigurðardóttir garðyrkjukandidat fjallar um nokkrar fjölærar jurtir til garðræktar, í Grasagarðinum í Laugardal laugardaginn 12. júlí klukkan 11. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 228 orð

(Á næstunni)

Jóladagar í júlí. Helgina 12. og 13. júlí verða hinir árlegu jóladagar í júlí. Það eru markaðsdagar sem haldnir eru um mitt sumar til að kenna fólki að það er hægt að njóta jólaundirbúnings án streitu. Boðið er upp á jólaöl og piparkökur. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 375 orð | 3 myndir

Bílflautur þeyttar á fjölmennri mótmælastöðu við ráðhúsið

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Vestmannaeyja tilkynnti í gær að Inga Sigurðssyni bæjarstjóra yrði sagt upp störfum og Bergur Elías Ágústsson tæki við bæjarstjórastöðunni. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð

Bjóða 20% afslátt af símtölum til sólarlanda

OG VODAFONE býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt á símtölum úr farsímum á fjórum áfangastöðum Íslendinga við Miðjarðarhafið yfir sumarmánuðina. Tilboðið gildir á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og í Portúgal frá 10. júlí til 10. september. Meira
11. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 134 orð | 1 mynd

Daði Guðbjörnsson sýnir í Safnasafninu

SÝNING á myndum eftir Daða Guðbjörnsson verður opnuð í Safnasafninu - Alþýðulistasafni Íslands á Svalbarðsströnd, Eyjafirði, á morgun, laugardaginn 12. júlí kl. 14. Meira
11. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Dreifikerfið eflt

VINNU við sameiningu dreifikerfa Og Vodafone í Eyjafirði og nágrenni er nú lokið, en eftir samruna Íslandssíma og Tals rak félagið tvö kerfi á svæðinu. Meira
11. júlí 2003 | Miðopna | 380 orð

Dæmi um raddir

HÉR má sjá dæmi um það sem viðmælendur Dóru höfðu að segja um vináttuna. Þess ber að geta að nöfnum viðkomandi hefur verið breytt. Þórdís er 19 ára kona með þroskaskerðingu, á öðru ári í sérdeild framhaldsskóla. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Ekki farið að reglum um flutning hættulegra efna

LJÓST er að ekki var farið að reglum þegar maurasýra var sett í sama gám og 15% klórlausn en gámurinn valt á svæði Landflutninga við Skútuvog í fyrrakvöld. Hvarfist þessi efni saman myndast lífshættulegt og ætandi gas. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Fangar fyrsta lunda vertíðarinnar

ÞESSI skemmtilega mynd var tekin í Drangey við upphaf lundavertíðarinnar í sumar. Hér veiðir Steinar Pétursson fyrsta lundann sinn í sumar sem virðist frekar ósáttur við að vera stöðvaður á flugi... Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 192 orð

Fjölskylduhátíð í Heiðmörk á morgun

ÁRLEG fjölskylduhátíð með áherslu á hreyfingu og hollustu verður haldin í Heiðmörkinni á morgun, laugardag 12. júlí. Leikir og hlaup hefjast við Elliðavatnsbæinn en leiða þátttakendur síðan um Heiðmörkina í stuttar eða langar ferðir. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð

Framsali á lögsögu var hafnað árið 1988

VARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins synjaði árið 1988 beiðni bandarískra yfirvalda um að falla frá lögsögu Íslands í máli tveggja varnarliðsmanna. Annar mannanna var í kjölfarið ákærður fyrir brot gegn þágildandi 200. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

FRIÐJÓN GUÐRÖÐARSON

FRIÐJÓN Arnar Guðröðarson, fyrrverandi sýslumaður, lést í gær, fimmtudaginn 10. júlí. Friðjón fæddist 1. ágúst árið 1936 í Neskaupstað. Meira
11. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 313 orð

Fyrirkomulagið gott

LEIKSKÓLAR í Kópavogsbæ hafa um nokkurra ára skeið verið lokaðir í fjórar vikur yfir sumarleyfistímann. Gerður Guðmundsdóttir, leikskólaráðgjafi hjá Kópavogsbæ, segir að lokanirnar hafi komið nokkuð vel út, bæði fyrir starfsfólk sem og börn og foreldra. Meira
11. júlí 2003 | Suðurnes | 125 orð | 1 mynd

Gamla björgunarskýlið lagfært

Í SANDGERÐI er varðveitt eitt elsta björgunarskýli landsins, Þorsteinsskýli, ásamt björgunarbátnum Þorsteini, sem er orðinn yfir 100 ára gamall. Í sumar hefur verið unnið að lagfæringum á umhverfi skýlisins ásamt því að verið er að mála húsið sjálft. Meira
11. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 97 orð | 1 mynd

Haustlegt hásumar!

ÞAÐ er hálf haustlegt um þessar mundir norðan heiða, um hásumarið. Heldur dimmt var yfir á Akureyri í gær og rigning af og til. Þó þýðir ekkert að kvarta, það vita íbúarnir sem væntanlega bíða spenntir eftir næstu sólardögum. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð

Hálfs árs fangelsi fyrir árás

TUTTUGU og eins árs gamall maður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness og gert að greiða fórnarlambi sínu 300.000 krónur í skaðabætur og 140.000 krónur í eigin málskostnað og brotaþola. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 244 orð

Hneykslaðir á ummælum Rumsfelds

BANDARÍSKIR sérfræðingar í afvopnunarmálum segjast vera undrandi á ummælum Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Bandaríkin hefðu ekki hafið stríðið í Írak vegna nýrra sannana fyrir því að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum, heldur... Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Hulk á fjórum hjólum

SVEINBJÖRN Sveinbjörnsson Keflvíkingur er eins og bræður hans tveir áhugamaður um gamla BMW-bíla. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Höggmyndin Bylgjur afhjúpuð í Sólheimum

HÖGGMYNDIN Bylgjur var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á 73 ára afmæli Sólheima nýverið. Er hún eftir Guðmund Benediktsson myndhöggvara sem fæddur var árið 1920 og dó árið 2000. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 107 orð

Jarðskjálftar í Suður-Íran

TVEIR jarðskjálftar, 5,6 og 5,8 á Richterskvarða að styrkleika, riðu yfir suðurhluta Írans síðla dags í gær og ollu dauða nokkurra þorpsbúa, eftir því sem heimildarmenn AFP sögðu. "Nokkur þorp urðu illa úti. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 382 orð

Kannast ekki við þennan fjölda mála

"VIÐ könnumst ekki við þennan fjölda mála sem kemur fram í bréfi milli ráðuneytisstjóranna, nema um alger smámál sé að ræða, en ekki hegningarlagabrot. Meira
11. júlí 2003 | Landsbyggðin | 454 orð | 1 mynd

Keypti kajak fyrir fermingarpeningana

HANN er nýlega orðinn sextán ára og lauk grunnskólaprófi í vor. Þrátt fyrir það vann hann gull í karlaflokki á svonefndu Lagarfoss rodeo sem haldið var við Lagarfljótsvirkjun um síðustu helgi. Meira
11. júlí 2003 | Suðurnes | 346 orð | 1 mynd

Kirkjuskoðun á Reykjanesi

KIRKJUR Suðurnesja munu standa opnar næsta sunnudag, 13. júlí frá ellefu til þrjú og er ferðafólk hvatt til þess að gera sér ferð um Reykjanesið og skoða þær. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 321 orð

Kveðst svara fyrir atriði um heilbrigðismál

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan hug á að svara spurningum þeim sem Kristín Michelsen varpar fram í bréfi sínu til Morgunblaðsins hinn 26. júní sl. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 459 orð

LEIÐRÉTT

Röng tilboð frá Bónusverslunum Þau mistök urðu á neytendasíðu í gær að tilboð frá Bónusverslunum reyndust röng. Hér á undan fara réttu tilboðin. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lýst eftir vitnum

ÁREKSTUR varð laugardaginn 5. júlí sl. um kl. 7 á gatnamótum Stekkjarbakka og Höfðabakka. Bifreiðinni TR-119 sem er Hyundai H-1 hvít að lit, var ekið suður Höfðabakka og bifreiðinni ZU-122 sem er rauður Musso-jeppi, var ekið Stekkjarbakka til austurs. Meira
11. júlí 2003 | Landsbyggðin | 281 orð | 1 mynd

Með heyþyrlu þvert yfir landið

ÞEIR áttu langa ferð fyrir höndum feðgarnir Svavar Þorbergsson og Gautur sonur hans sem komu norður á Strandir úr Suður-Múlasýslu til að sækja heyþyrlu sem þeir höfðu fest kaup á. Meira
11. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

Minjaganga um Þingmannaveg

Fjölbreytileg dagskrá verður á vegum Minjasafnsins á Akureyri á Íslenska safnadeginum sem er næsta sunnudag, 13. júlí. Minjaganga um Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði verður farin frá Minjasafninu kl. 10 um morgunin. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 826 orð | 1 mynd

Munur milli Norðurlanda

Valgerður H. Bjarnadóttir fæddist á Akureyri í janúar 1954 og ólst þar upp. Hún útskrifaðist sem félagsráðgjafi í Noregi árið 1980 og starfaði við það í nokkur ár. Síðan leiddist hún út í pólitík og kvennabaráttu og frá 1985 hefur hún unnið að jafnréttismálum og fullorðinsfræðslu. Hún fór í háskóla í San Fransisco þar sem hún fór í BA-nám í heildrænum fræðum og lauk síðan mastersnámi í femínískri trúarheimsspeki við sama skóla árið 2001. Hún er nú framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 177 orð

Nýr staðall í kjölfar jarðskjálfta árið 2000

NÝTT þjóðarskjal um jarðskjálftahönnun mannvirkja tekur gildi hér á landi hinn 15. júlí næstkomandi. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð

Ókeypis um Hvalfjarðargöngin í dag

EKKERT veggjald verður innheimt vegna umferðar um Hvalfjarðargöngin í dag, frá klukkan 7 að morgni til klukkan 7 í fyrramálið laugardaginn 12. júlí. Tilefnið er að fimm ár eru liðin frá því að göngin voru formlega opnuð. Meira
11. júlí 2003 | Austurland | 91 orð

Óskað eftir tilboðum í brú yfir Jökulsá í Fljótsdal

ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboðum af hálfu Landsvirkjunar í byggingu brúar yfir Jökulsá í Fljótsdal. Verður hún neðan við Ufsarárstíflu austan Snæfells, en sú stífla á að vera hluti veitukerfis Kárahnjúkavirkjunar. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Óttast hrinu hryðjuverka í Moskvu

YFIRVÖLD í Moskvu sögðu í gær að búast mætti við hrinu hryðjuverka í borginni eftir að tétsensk kona reyndi að sprengja veitingahús í miðborginni í loft upp, nokkrum dögum eftir sprengjuárásir sem kostuðu sextán manns lífið. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

PÁLL AGNAR PÁLSSON

PÁLL Agnar Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, andaðist á Landspítala í Fossvogi í gær. Páll Agnar fæddist 9. maí árið 1919 að Kletti í Reykholtsdal. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

"Móðgaður í nafni allra Þjóðverja"

ÞÝSKIR fjölmiðlar gagnrýndu flestir Gerhard Schröder, kanslara landsins, í gær fyrir að hætta við að fara í frí til Ítalíu vegna móðgandi ummæla ítalsks aðstoðarráðherra um þýska ferðamenn. Einungis dagblaðið Bild tók upp hanskann fyrir kanslarann. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 265 orð

"Ólíklegt" að gereyðingarvopn finnist

BRESKA ríkisútvarpið, BBC , hefur á fréttavef sínum eftir "mjög háttsettum", breskum embættismönnum að þeir telji ekki lengur mjög líklegt að gereyðingarvopn finnist í Írak. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 358 orð

Ríkissaksóknari fer með ákæruvaldið

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir skýrt að vald utanríkisráðuneytisins nái ekki til ákæruvaldsins frekar en vald dómsmálaráðuneytisins. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Saup á þvottaefni fyrir mjólkurkerfi

ÞRIGGJA ára drengur varð fyrir alvarlegu eitrunarslysi um miðjan júní á sveitabæ á Norðurlandi. Drengurinn saup á þvottaefni fyrir mjólkurkerfi en efnið, sem er mjög ætandi, brenndi hann illa í vélinda. Meira
11. júlí 2003 | Miðopna | 1006 orð | 1 mynd

Sjálfbær nýting lifandi auðlinda

Bókin "Embracing the Earth's Wild Resources - A Global Conservation Vision" eftir Eugène Lapointe hefur að geyma skoðanir og greiningu höfundar á nýtingu og vernd lifandi auðlinda í heiminum og yfirlit yfir alþjóðasamninga, alþjóðastofnanir og frjáls félagasamtök sem sinna þessum málum. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Sjö létust á hraðbraut

SJÖ manns létu lífið í árekstri rútu og þriggja bíla á hraðbraut sunnan við Manchester í Englandi í gær. Sex slösuðust, þar af tveir alvarlega. Tólf ferðamenn voru í rútunni auk bílstjóra en þeir voru á leið á flugvöllinn í Manchester. Meira
11. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 594 orð | 2 myndir

Skóflustunga tekin að Rannsókna- og nýsköpunarhúsi

FJÖLMENNI var samankomið í Háskólanum á Akureyri í gær þegar Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tók skóflustungu að Rannsókna- og nýsköpunarhúsi sem rísa mun á háskólasvæðinu. Meira
11. júlí 2003 | Austurland | 187 orð | 1 mynd

Smábátahöfnin á Borgarfirði eystri til fyrirmyndar

SMÁBÁTAHÖFNIN á Borgarfirði eystri hlaut hina alþjóðlegu umhverfisviðurkenningu Bláfánann á dögunum. Meira
11. júlí 2003 | Landsbyggðin | 117 orð | 1 mynd

Staðardagskrá 21 staðfest

FYRIR nokkru undirritaði Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, í umboði bæjarfélaganna fimm á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar, samning við Staðardagskrá 21 um... Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 362 orð

Starfa ekki á sama markaði

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni Bandalags íslenskra leigubílstjóra um að félagsmenn þeirra geti fengið lækkuð vörugjöld af leigubifreiðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, kaupi þeir bíl á 18 mánaða fresti í stað 36 eins og gildir í dag. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð

Starfsmaðurinn fór of snemma ofan í göngin

STARFSMAÐUR Impregilo hjá Kárahnjúkavirkjun slasaðist þegar hann fór of snemma ofan í frárennslisgöng sem nýbúið var að sprengja í með þeim afleiðingum að hann andaði að sér hættulegum gufum frá sprengingunni. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 130 orð

Stálu tæpu tonni af humri

BROTIST var inn í fiskiðjuna Fisco við Kalmarsvelli á Akranesi í fyrrinótt og stolið tæplega einu tonni af humri og öðrum fiski. Þjófarnir brutu sér leið inn um glugga. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 540 orð | 2 myndir

Stefndi til Hjaltlandseyja þegar ekkert bólaði á skútunni

BJÖRGUNARÞYRLA frá Strandgæslu Hjaltlandseyja bjargaði í gær rúmlega fimmtugum Íslendingi sem víðtæk leit hafði verið gerð að í Norðursjó. Meira
11. júlí 2003 | Austurland | 279 orð

Sumarhátíð ÚÍA haldin á Vilhjálmsvelli um helgina

SUMARHÁTÍÐ Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands fer fram um helgina á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Hátíðin hefur verið haldin árlega á Eiðum frá því á sjöunda áratugnum, en er nú í annað sinn við fullkomnar aðstæður á Vilhjálmsvelli. Meira
11. júlí 2003 | Suðurnes | 421 orð | 1 mynd

Unnið að fegrun umhverfis Reykjanesvita

HÓPUR tuttugu og þriggja ungmenna starfar nú á svæðinu við Reykjanesvita í tengslum við átak gegn atvinnuleysi ungmenna í Reykjanesbæ. Unga fólkið, sem er á aldrinum sautján til nítján ára, vinnur að fegrun og lagfæringum á umhverfi vitans. Meira
11. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 137 orð | 1 mynd

Unnið að stækkun kirkjugarðsins

FRAMKVÆMDIR við Reykjanesbraut við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði eru nú í fullum gangi. Verið er að stækka kirkjugarðinn og stefnt á frekari stækkun en með þeim stækkunum er reiknað með að hann dugi næstu 15 árin, segir Arnór Sigurðsson kirkjugarðsvörður. Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð

Utanríkisráðuneytið á að taka ákvörðun um framsal lögsögu

ÁRNI Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi fulltúi Íslands í fastanefnd Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ekki deilt um að íslensk stjórnvöld hafi forrétt til lögsögu í málefnum varnarliðsmannsins sem ákærður er af ríkissaksóknara fyrir tilraun til... Meira
11. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Útilíf yfirtekur Nanoq

BAUGUR hefur keypt sportvöruverslunina Nanoq í Kringlunni af Kaupþingi Búnaðarbanka. Fyrir átti Baugur fyrirtækið Útilíf, sem rekur samnefndar verslanir í Glæsibæ og Smáralind. Meira
11. júlí 2003 | Miðopna | 1827 orð | 2 myndir

Vildi vita hvernig er að komast á fullorðinsár og vera með fötlun

Fatlaðir eiga sama rétt og aðrir til þess að stunda skóla og lifa í samfélaginu með þeim sem eru ófatlaðir. Dr. Dóra S. Bjarnason ákvað að láta raddir fatlaðs fólks heyrast og í samtali við Brján Jónasson segir hún frá nokkrum niðurstöðum úr doktorsritgerð sinni. Meira
11. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 238 orð

Yfir tvö þúsund tilkynningar til Barnaverndar

BARNAVERND Reykjavíkur bárust í fyrra yfir tvö þúsund tilkynningar vegna barna. Tilkynningarnar voru allar á grundvelli nýrra barnaverndarlaga sem eiga að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Meira
11. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Þrettán slasast í nautahlaupi í Pamplona

Mariano LLorente Mendez, 27 ára Pamplonabúi, er stunginn á hol af nauti í fjórða nautahlaupinu á San Fermin-hátíðinni í borginni í gær. Samkvæmt upplýsingum lækna er Mendez alvarlega slasaður. Meira
11. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Þörf á góðum göngukortum

MIKIÐ hefur verið um það undanfarið að erlendir ferðamenn hafi komið á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar og beðið um göngukort en þau eru ekki til. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júlí 2003 | Leiðarar | 298 orð

Flutningur hættulegra efna

Athygli almennings beindist að flutningi hættulegra efna með stórum bílum eftir að óhapp varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir réttum tveimur árum, þar sem benzín lak úr tankbíl. Ekki leikur vafi á að það atvik skapaði mikla hættu, en betur fór en á horfðist. Meira
11. júlí 2003 | Staksteinar | 349 orð

- Samgöngur í ógöngum

Andrés Magnússon blaðamaður brá sér til Grænlands um daginn. Það varð honum tilefni til að skrifa um samgöngur á Íslandi og gerð Héðinsfjarðarganga fyrir norðan. Meira
11. júlí 2003 | Leiðarar | 516 orð

Spenna í samskiptum vinaþjóða

Samskipti Íslands og Bandaríkjanna eiga sér langa og farsæla sögu. Á síðustu vikum hefur hins vegar gætt töluverðrar og vaxandi spennu í samskiptum ríkjanna. Meira

Menning

11. júlí 2003 | Menningarlíf | 71 orð

Aðalheiður S.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu hjá Kristjáni Steingrími Jónssyni á Seltjarnarnesi. Opnun sýningarinnar er liður í verkefninu "40 sýningar á 40 dögum". Tríó Cantabile heldur stutta hádegistónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.15. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 517 orð | 1 mynd

Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk,...

Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi, eins og hefðin er þegar best tekst til í evrópskri kvikmyndagerð. (H.L.) ***½ Háskólabíó. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Á puttanum!

ÞEIR fóstbræður, KK og Magnús Eiríksson, koma stormandi inn á Tónlistann með 22 íslenskar perlur í ferðatöskunni sinni. Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 219 orð

Eggert og Steingrímur tilnefndir

EGGERT Pétursson og Steingrímur Eyfjörð eru tilnefndir til myndlistarverðlauna Carnegie Art fyrir árið 2004 og eru meðal tuttugu og fjögurra listamanna sem dómnefndin hefur tilnefnt til sýningar Carnegie Art-verðlaunanna nú í haust. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Englabossar!

ÞÆR hoppa, slást, hlæja og sprikla. Þær eru Englarnir hans Kalla og eru á fullri ferð í framhaldsmynd samnefndrar myndar sem frumsýnd var fyrir þremur árum. Meira
11. júlí 2003 | Skólar/Menntun | 242 orð

Forvarnafulltrúi

FORVARNAFULLTRÚI er starfandi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, eins og í svo mörgum öðrum framhaldsskólum. Hlutverk forvarnafulltrúa FB er að framfylgja forvarnastefnu skólans. Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 89 orð | 1 mynd

Gítarveisla á Jómfrúnni

GÍTARVEISLA verður á sjöttu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á morgun, laugardag, kl. 16. Þar koma fram gítarleikararnir Ásgeir J. Ásgeirsson og Henk Sprenger, auk bassaleikarans Róberts Þórhallssonar. Meira
11. júlí 2003 | Skólar/Menntun | 1018 orð | 2 myndir

Heilbrigðir og glaðir nemendur

Framhaldsskólar/ Fimm ár eru síðan menntamálaráðuneytið lagði grunn að því að efla forvarnastarf framhaldsskólanna. Gunnar Hersveinn kynnti sér málið, en Sigríður Hulda Jónsdóttir og Árni Einarsson hafa aðstoðað skólana við að festa forvarnastarf í sessi í skólastarfinu. Mat á starfinu lýsir jákvæðri þróun og eflingu. Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 561 orð | 1 mynd

Hittir í hjartastað

ÞORGEIR Þorgeirson hefur víða komið við. Hann er m.a. rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður, þýðandi og lifði sín bernskuár milli fagurra fjalla Siglufjarðar og bjó í "afahúsi", eins og Þorgeir kallar það sjálfur. Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 91 orð

Klippimyndir í Íslenskri grafík

ERLA Norðdahl opnar sýningu á klippimyndum (Collage) í sýningarsal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, kl. 17 í dag, föstudag. Myndirnar hefur hún unnið sl. 2 ár og eru þær að mestu leyti unnar úr efni úr dagblöðum. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

Kostulegt ferðalag

Sambíóin Kringlunni frumsýna kvikmyndina Jet Lag (Dægurvilla). Leikstjórn: Danièle Thompson. Aðalhlutverk: Juliette Binoche og Jean Reno. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Kræf Krall!

ÞAÐ er greinilegt að margir bíða spenntir eftir komu djasslistamannsins mikilhæfa Diönu Krall, en hún heldur hljómleika í Laugardalshöll 9. ágúst næstkomandi. Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 110 orð | 2 myndir

Listasumar á Sólheimum

Laugardagur Kaffihúsið Græna kannan kl. 16 : Sumarkabarett. Söngdagskrá Söngsveitar Leikfélags Sólheima flytur m.a. lög úr Grease, eftir Bítlana, Abba o.fl. Sunnudagur Kaffihúsið Græna kannan kl. Meira
11. júlí 2003 | Tónlist | 512 orð

Ljúfsár kreppuárarómantík

Erlend og íslenzk lög eftir m.a. Jóhann G. Jóhannsson og Jón Múla Árnason. Karlakvartettinn Út í vorið (Einar Clausen & Halldór Torfason T, Þorvaldur Friðriksson & Ásgeir Böðvarsson B). Þjálfari, útsetjari og píanóleikari: Bjarni Þór Jónatansson. Harmonika: Daníel Þorsteinsson. Þriðjudaginn 8. júlí kl. 20:30. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 729 orð | 2 myndir

Marvel malar gull

ÞÆR eru orðnar ófáar ofurhetjur kvikmyndanna sem runnar eru undan rifjum Marvel Comics myndasögusmiðjunnar margfrægu. Hulk er nýjasta viðbótin og fylgir í fótspor Köngulóarmanns (Spider-Man), X-menna (X-Men) og Ofurhugans (Daredevil). Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Orgelverk eftir Bach og Mendelssohn

FJÓRÐU orgeltónleikar sumarsins í Reykholtskirkju verða kl. 20.30 annað kvöld, laugardagskvöld. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Réttlætanlegt!

JÁ, velgengni Justin Timberlake sem sólólistamanns er réttlætið í verki, og á hann allt gott skilið, blessaður. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd

SHARON Stone sleikir sárin eftir skilnaðinn...

SHARON Stone sleikir sárin eftir skilnaðinn við eiginmanninn Phil Bronstein í örmum leikarans Adriens Brodys . Hann hlaut Óskarsverðlaunin í ár fyrir frammistöðu sína í Píanistanum og stendur á þrítugu en hún er 45 ára gömul. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 527 orð | 1 mynd

Skyssur og skammarstrik

ÞRÍR spjátrungar og sprelligosar stýra frétta- og gamanþættinum 70 mínútur sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví. Það eru þeir Auðunn Blöndal (Auddi), Sigmar Vilhjálmsson (Simmi) og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi). Meira
11. júlí 2003 | Menningarlíf | 217 orð

Stofnfundur um Snjáfjallasetur

STOFNFUNDUR Snjáfjallaseturs á Snæfjallaströnd verður haldinn í Dalbæ kl. 16 á morgun, laugardag. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Tími fyrir tölvuleiki

TÖLVULEIKJAMÓTIÐ Smellur 3 verður haldið dagana 11. til 13. júlí, þ.e. frá næstkomandi föstudegi fram á sunnudag. Þetta er í 19. skiptið sem Smellur er haldinn en í seinni tíð hefur mætt vel á þriðja hundrað keppenda á Smellsmótin. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 385 orð | 1 mynd

Tónlistin til fólksins

VIÐKUNNANLEGIR tónar óma á ótrúlegustu stöðum í borginni í sumar. Þar er á ferð Lúðrasveit lýðsins, þriggja manna hljómsveit sem hefur það að markmiði að koma með tónlistina til almennings, eins og Guðmundur Steinn Gunnarsson, forsprakki hópsins, segir. Meira
11. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Wagner ásælist englana

ROBERT Wagner hefur krafist hlutdeildar í hagnaði kvikmyndanna Englar Kalla ( Charlie's Angels ). Meira

Umræðan

11. júlí 2003 | Aðsent efni | 857 orð | 1 mynd

Á hraða snigilsins í landbúnaðarmálum

ÞAÐ hefur vakið athygli undanfarið, að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur í fjölmiðlum sprottið fram á völlinn til þess að vara bændur við háu kvótaverði á mjólk. Meira
11. júlí 2003 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Hverjir hafa áhuga á taprekstri Landspítalans?

LANDSPÍTALINN er enn og aftur að tapa á því að lækna og líkna fólki. Yfirskrift greinar í Morgunblaðinu 28. júní síðast liðinn var: ,,Rekstrarstaða Landspítala - háskólasjúkrahúss fer versnandi, 381 milljón umfram heimildir á fyrstu 5 mánuðum ársins. Meira
11. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 379 orð | 1 mynd

Hættið að barma ykkur ÉG SEM...

Hættið að barma ykkur ÉG SEM ellilífeyrisþegi fer fram á að ráðamenn landsins hætti að væla um hvað við gamla fólkið í landinu séum mikill baggi á öllum sviðum, að sjúkrakostnaður sé að sliga ríkið og þar séu gamlir vandinn. Hættið að barma ykkur. Meira
11. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 537 orð

Krækiberið og melónan

Í 7. viku ársins, dagana 9. til 15. febrúar sl. var litskrúðug auglýsing í Morgunblaðinu um undur Karíbahafs. Þar er auglýst tilboð frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Aðeins þessa viku. Meira
11. júlí 2003 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Ömurleiki ráðherra

EINS og fólk hefur orðið vart við á undanförnum dögum hefur verið tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að fresta framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng til ársins 2006. Meira

Minningargreinar

11. júlí 2003 | Minningargreinar | 919 orð | 1 mynd

BIRGIR BALDURSSON

Birgir Baldursson fæddist á Vopnafirði 31. október 1940. Hann lést á Amtssjúkrahúsinu í Hróarskeldu í Danmörku 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Baldur Eiríksson skrifstofustjóri, f. á Ísafirði 14. júlí 1913, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2003 | Minningargreinar | 958 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR SVAFARSDÓTTIR

Guðríður Svafarsdóttir fæddist á Akranesi 19. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. júní síðastliðinn. Foreldrar Guðríðar voru Guðrún Finnsdóttir, f. á Sýruparti á Akranesi 30. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2003 | Minningargreinar | 2179 orð | 1 mynd

HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

Halldóra Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík hinn 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, f. 10. júlí 1876, d. 1957, og Sigríður Helgadóttir, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2003 | Minningargreinar | 3565 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG FINNSDÓTTIR

Ingibjörg Finnsdóttir fæddist á Ísafirði hinn 19. október 1921. Hún lést á heimili sínu að Gullsmára 7 í Kópavogi hinn 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Auður Sigurgeirsdóttir, fædd á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 2. apríl 1888, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2003 | Minningargreinar | 1127 orð | 1 mynd

KARLOTTA EINARSDÓTTIR

Karlotta Einarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 3. október 1925. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Helgi Nikulásson, f. 4.5. 1896, d. 19.9. 1966, og Friðrika Guðbjörg Eyjólfsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2003 | Minningargreinar | 1899 orð | 1 mynd

KRISTÍN EMMA FINNBOGADÓTTIR

Kristín Emma Finnbogadóttir fæddist á Þorsteinsstöðum 13. maí 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Finnbogi Margeir Stefánsson, f. 6. feb. 1919, d. 12. ágúst 1995, og Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2003 | Minningargreinar | 4455 orð | 1 mynd

SVANBORG ELINBERGSDÓTTIR

Svanborg Elinbergsdóttir fæddist í Ólafsvík 1. maí 1950. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni fimmtudagsins 26. júní síðastliðins. Foreldrar hennar eru Gestheiður Guðrún Stefánsdóttir, f. 21. desember 1926 og Elinbergur Sveinsson f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 46 orð

Englandsbanki lækkar vexti

ENGLANDSBANKI lækkaði vexti um 0,25% í gær. Vextir Englandsbanka, sem er seðlabanki Bretlands, eru nú 3,5%, sem eru lægstu vextir bankans í um fimm áratugi. Í framhaldi af vaxtalækkuninni lækkaði pundið gagnvart Bandaríkjadal og evru. Meira
11. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Lífeyrissjóður Norðurlands selur í Kaldbaki

LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands seldi í gær rúmar 87 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Kaldbaki hf. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Meira
11. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 840 orð | 2 myndir

Lítil verðmæti fólgin í eignum Sementsverksmiðjunnar

SALA Sementsverksmiðjunnar til Íslensks sements ehf. hefur verið í brennidepli að undanförnu og margir hafa gagnrýnt söluverð verksmiðjunnar. Að mati Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra BM Vallár ehf. Meira
11. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 506 orð | 1 mynd

Sumarútsölur skýra minni verðbólgu

VÍSITALA neysluverðs í júlí er 226,5 stig og lækkaði um 0,13% frá fyrra mánuði. Kemur lækkunin nokkuð á óvart en fjármálafyrirtækin höfðu spáð hækkun upp á 0,1-0,2%. Meira

Daglegt líf

11. júlí 2003 | Neytendur | 52 orð

BÓNUS Gildir 10.

BÓNUS Gildir 10.-13. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Thule léttöl 49 59 98 kr. ltr Bónus samlokur 99 Nýtt 99 kr. stk. Bökunarkartöflur í áli 139 175 278 kr. kg. Ali vínarpyslur 479 719 479 kr. kg. Burtons toffypops kex 89 99 712 kr. kg. Meira
11. júlí 2003 | Afmælisgreinar | 414 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR MARINÓ ÞÓRÐARSON

Á þessum tímamótum vinar míns Guðmundar Marinós Þórðarsonar langar mig að minnast hans með nokkrum orðum þótt fátækleg séu. Við Guðmundur Marinó kynntumst fyrir rúmun 20 árum. Meira

Fastir þættir

11. júlí 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 11. júlí, er fimmtugur Ebeneser Konráðsson, Ægisgrund 19, Garðabæ. Í tilefni afmælisins tekur hann á móti gestum í safnaðarheimilinu Kirkjulundi í Garðabæ milli kl. 17 og 19 í... Meira
11. júlí 2003 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 11. júlí, er fimmtug Erla Kr. Bjarnadóttir, Heiðargerði 13, Húsavík. Eiginmaður hennar er Sigurgeir Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Alli Geira hf., vöruflutningar . Þau verða að heiman á... Meira
11. júlí 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 11. júlí, verður sextugur Svanur Ingvason, húsgagnasmíðameistari, Skógargerði 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Rán Einarsdóttir. Þau eru að heiman í... Meira
11. júlí 2003 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 11. júlí, er sextug Dóra Friðriksdóttir, Hríseyjargötu 21b, Akureyri. Dóra er að heiman á... Meira
11. júlí 2003 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 12. júlí, er níræð Margrét Guðmundsdóttir, Stangarholti 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 15-17 á Hjúkrunarheimilinu Eir, 4. hæð, þar sem hún dvelur... Meira
11. júlí 2003 | Dagbók | 82 orð | 1 mynd

Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9.

Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Kirkja sjöunda dags aðventista. Meira
11. júlí 2003 | Fastir þættir | 298 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Á meðan spilarar af holdi og blóði sátu sveittir og lúnir við græna borðið í hitabylgjunni í Menton fór fram hliðarmót harðgerðari keppenda sem létu hitann ekkert á sig fá: "Tölvurnar" voru að heyja sitt sjöunda heimsmeistaramót. Meira
11. júlí 2003 | Dagbók | 149 orð

Frágangur afmælis- og minningargreina

AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Meira
11. júlí 2003 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Í dag, föstudaginn 11. júlí, eiga gullbrúðkaup hjónin Sólveig Júlíusdóttir og Þórður Þórarinsson frá Ríp, búsett á Víðigrund 9, Sauðárkróki. Þau eru nú í... Meira
11. júlí 2003 | Dagbók | 484 orð

(Jóh. 14, 25.)

Í dag er föstudagur 11. júlí, 192. dagur ársins 2003. Benediktsmessa á sumri. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Meira
11. júlí 2003 | Dagbók | 33 orð

KVÖLD Í SVEIT

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri... Meira
11. júlí 2003 | Viðhorf | 859 orð

Sjálfstæðar mæður

Einstæðar mæður eru líka mun meira "þurfandi" en aðrar konur, í víðasta skilningi þess orðs og "stinga undan" öðrum konum fái þær tækifæri til. Meira
11. júlí 2003 | Fastir þættir | 113 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. c4 e6 2. Rc3 Rf6 3. g3 Be7 4. Bg2 O-O 5. b3 d5 6. cxd5 exd5 7. Bb2 d4 8. Re4 Rc6 9. Rxf6+ Bxf6 10. Bxc6 bxc6 11. h4 He8 12. d3 Dd5 13. Hh2 a5 14. Dc2 a4 15. b4 a3 16. Bc1 Be7 17. Bd2 Be6 18. Rf3 Bg4 19. Kf1 Bxf3 20. exf3 Dxf3 21. He1 Bd6 22. Meira
11. júlí 2003 | Fastir þættir | 408 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI kom akandi til borgarinnar eftir ferðalag um Suðurland á dögunum og á Suðurlandsvegi, skammt neðan Rauðavatns, voru einhverjar framkvæmdir við veginn. Þar ók Víkverji fram á skilti, þar sem stóð "vinnusvæði lokið". Meira

Íþróttir

11. júlí 2003 | Íþróttir | 199 orð

Bjarki Sigurðsson til Víkings

BJARKI Sigurðsson handknattleiksmaður hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag Víking, en Bjarki hefur leikið með Aftureldingu nær sleitulaust síðustu átta ár, aukinheldur verið þjálfari liðsins undanfarin þrjú ár. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 134 orð

Breytingar á UEFA-keppninni

STJÓRN Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, tilkynnti í dag um stórfelldar breytingar á UEFA-keppninni sem taka gildi keppnistímabilið 2004-2005 en þá verður tekin upp riðlakeppni og færri lið fá tækifæri til þess að taka þátt en áður. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 522 orð

Eyjamenn skelltu andlausu liði ÍA

Leikgleði, barátta, áræðni og vilji einkenndu aðeins annað liðið í viðureign ÍA og ÍBV í 9. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í gær. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 452 orð | 1 mynd

Fjórði sigur Grindavíkur í röð

GRINDVÍKINGAR héldu sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla áfram í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af KA á Akureyri, 2:1. Þetta var fjórði sigurleikur þeirra í röð og að hálfnuðu móti hafa þeir skotist upp í þriðja sæti deildarinnar, eftir dapra byrjun. KA-menn sitja hins vegar á botninum, ásamt Fram, en liðin eiga eftir að leika frestaðan innbyrðisleik. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 225 orð

ÍA 0:3 ÍBV Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin,...

ÍA 0:3 ÍBV Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 9. umferð Akranesvöllur Fimmtudaginn 10. júlí 2003. Aðstæður: Strekkingsvindur af norðaustri, þurrt, skýjað, völlurinn góður. Hiti um 12 stig. Áhorfendur: 1.015. Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þróttur R. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 57 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Stjörnuvöllur: Stjarnan - Breiðablik 20 Víkingsvöllur: Víkingur - Keflavík 20 2. deild karla: Sauðárkróksvöllur: Tindastóll - ÍR 20 Þróttarvöllur: Léttir - Víðir 20 3. deild karla: Tungubakkav. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 204 orð

KA 1:2 Grindavík Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin,...

KA 1:2 Grindavík Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 9. umferð Akureyrarvöllur. Fimmtudaginn 10. júlí 2003. Aðstæður: Norðan þræsingur og hráslagalegt eftir því, 6 stiga hiti og blautur völlur. Áhorfendur: 420. Dómari: Egill Már Markússon, Gróttu, 4. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 200 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Valur...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Valur - Fylkir 1:0 Hálfdán Gíslason 67. KA - Grindavík 1:2 Steinar Tenden 68. - Óli Stefán Flóventsson 75., Ray Anthony Jónsson 81. ÍA - ÍBV 0:3 - Atli Jóhannsson 23., 49., Gunnar Heiðar Þorvaldsson 61. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

*KNATTSPYRNUMAÐURINN Ívar Sigurjónsson er genginn til...

*KNATTSPYRNUMAÐURINN Ívar Sigurjónsson er genginn til liðs við 1. deildarlið Breiðabliks frá Þrótti . Ívar, sem er 27 ára, verður í leikmannahópi Breiðabliks þegar Blikar halda í Garðabæinn í dag og leika við Stjörnuna . Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 341 orð

"Bjartsýnn á framhaldið"

"ÉG held að þetta séu fyrstu skot mín á markið í sumar," sagði Eyjamaðurinn Atli Jóhannson sem skoraði tvívegis gegn Skagamönnum í gær og var besti maður liðsins í 3:0 sigurleik gegn ÍA. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 242 orð

"Kom sér vel að vera gamall markvörður"

"ÞAÐ kom sér vel í kvöld að vera gamall markvörður," sagði Kristinn Lárusson, leikmaður Vals, kampakátur að leik loknum í gær. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 59 orð

Ronaldinho vill til United

BRASILÍSKI knattspyrnumaðurinn Ronaldinho vill yfirgefa herbúðir PSG og ganga í raðir Manchester Uniteds. Fréttavefur BBC hafði það í gærkvöld eftir bróður leikmannsins að Ronaldinho biði nú bara eftir að félögin næðu samkomulagi um kaupin. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 105 orð

Sanngjarn sigur

"LEIKURINN spilaðist vænlega fyrir okkur. Við bökkuðum dálítið fyrst en fengum ágætar skyndisóknir. Eftir markið fórum við að pressa en KA-menn að bakka og við skoruðum tvö mjög góð mörk. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Sepp Blatter vill fækka liðum

FORSETI alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, Sepp Blatter, vill fækka liðum í öllum deildum Evrópu niður í 16 lið til að forðast ofálag á leikmönnum. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

Stjarnan og ÍBV skildu jöfn

STJARNAN og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik í Garðabæ í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Eyjastúlkur sóttu meira í leiknum en heimamenn héldu sig til baka og spiluðu sterkan varnarleik sem tryggði þeim eitt stig. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 265 orð

Tvö góð mörk glöddu

TVÖ glæsileg mörk glöddu áhorfendur í Kópavoginum í gærkvöldi þegar Haukar sóttu HK heim en leikurinn sjálfur gladdi þá ekki. Hörður Már Magnússon átti hlut í báðum mörkum, skoraði fyrst sjálfur en gaf síðan fyrir og HK vann 2:0. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 165 orð

Valur 1:0 Fylkir Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin,...

Valur 1:0 Fylkir Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 9. umferð Hlíðarendi Fimmtudaginn 10. júlí 2003. Aðstæður: Austan kaldi, skýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn ágætur. Áhorfendur: Um 1.100. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, Víkingur R. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 552 orð

Verðskuldaður sigur Valsmanna

HÁLFDÁN Gíslason tryggði Valsmönnum verðskuldaðan sigur á bikarmeisturum Fylkis að Hlíðarenda í gærkvöld. Hálfdán skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik og Fylkismenn urðu að játa sig sigraða en Árbæjarliðið hefur ekki riðið feitum hesti frá útivelli í sumar. Liðið hefur enn ekki unnið útileik en tapað þremur og gert eitt jafntefli. Fylkismenn eru því tveimur stigum á eftir Þrótti í öðru sæti deildarinnar en Valsmenn eru í sjötta sæti. Meira
11. júlí 2003 | Íþróttir | 360 orð

Öruggur sigur hjá Njarðvik

NJARÐVÍKINGAR tóku á móti Aftureldingu í gærkvöldi og unnu sanngjarnan sigur, 3:1, eftir að gestunum úr Mosfellsbænum tókst að skora fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu. En eftir að einn leikmaður Aftureldingar var rekinn af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks var á brattan að sækja og heimamenn nýttu sér það til hins ítrasta. Meira

Úr verinu

11. júlí 2003 | Úr verinu | 191 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Grálúða 133 127 132...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Grálúða 133 127 132 1,273 167,400 Lúða 551 265 515 80 41,220 Skarkoli 149 121 135 193 25,966 Steinbítur 98 83 90 1,242 111,329 Und. Meira
11. júlí 2003 | Úr verinu | 306 orð

Loðnan innan lögsögu Grænlands

LOÐNUVEIÐARNAR ganga mjög vel um þessar mundir, en nú eru skipin að veiðum í grænlenzku lögsögunni, um 100 mílur norður af Horni. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva hefur um 61.500 tonnum verið landað af íslenzkum skipum og 22. Meira
11. júlí 2003 | Úr verinu | 505 orð | 1 mynd

Stofninn hryndi ef veiðar yrðu gefnar frjálsar

SÓKN í skötusel hefur ekki verið mikil hér við land. Hann var lengi vel ekki nýttur en bein sókn í hann hófst fyrir nokkrum árum. Kvóti var settur á skötuselsveiðar árið 2001 og var hann 1.500 tonn fyrir fiskveiðiárið 2002/2003. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.