Greinar þriðjudaginn 22. júlí 2003

Forsíða

22. júlí 2003 | Forsíða | 52 orð

ESB aðvarar Írana

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins (ESB) kváðust í gær hafa "síauknar áhyggjur" af kjarnorkuáætlun Írana og vöruðu stjórnvöld í Teheran við því að tengsl sambandsins og Írans yrðu endurskoðuð ef írönsk stjórnvöld veittu... Meira
22. júlí 2003 | Forsíða | 275 orð | 1 mynd

"Hef margt að lifa fyrir"

ÁSTÞÓR Skúlason fór um helgina aftur heim til sín á Melanes á Rauðasandi eftir fimm mánaða endurhæfingu á Grensásdeild í Reykjavík. Hann lamaðist fyrir neðan mitti þegar bíll hans fór fram af háum fjallvegi í Bjarngötudal í febrúar sl. Meira
22. júlí 2003 | Forsíða | 271 orð

Rannsókn á dauða Davids Kellys verður hraðað

BRESKI dómarinn sem stjórnar rannsókninni á dauða vopnasérfræðingsins dr. Davids Kellys lýsti því yfir í gær að hann legði áherslu á að hraða rannsókninni. Meira
22. júlí 2003 | Forsíða | 229 orð | 1 mynd

Rúmlega 90 féllu í Líberíu

GÍFURLEG sprengikúlnahríð dundi á Monróvíu, höfuðborg Afríkuríkisins Líberíu, í gær og varð rúmlega níutíu manns að bana. Standa bardagar á milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Lentu kúlur á tveim bandarískum sendiráðsbústöðum og í íbúðahverfum. Meira
22. júlí 2003 | Forsíða | 261 orð | 1 mynd

Rætt um stöðu varnarmála

ROBERTSON lávarður, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri NATO í lok ársins, kemur til Íslands í kveðjuheimsókn á mánudag í næstu viku. Meira

Baksíða

22. júlí 2003 | Baksíða | 165 orð

Krækiber víða snemma á ferð

VÍÐA um landið eru berjalönd farin að taka við sér og ber að verða fullþroskuð. Einkum virðast krækiber vera snemma á ferðinni í ár enda fóru þau ekki að blómstra fyrr en eftir að kuldakastið í vor var yfirstaðið. Meira
22. júlí 2003 | Baksíða | 288 orð

Litlar framfarir þrátt fyrir nýjar reglur

STOFNANIR og fyrirtæki Reykjavíkurborgar virðast í mörgum tilvikum ekki hafa farið eftir innkaupareglum borgarinnar við innkaup og verklegar framkvæmdir á árunum 2000 og 2001, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarendurskoðunar um frávik frá innkaupareglum. Meira
22. júlí 2003 | Baksíða | 95 orð | 1 mynd

Ofurmaraþon á Laugavegi

AÐ GANGA leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur er mörgum ágætis útivist og tekur fólk sér gjarnan nokkra daga í gönguna til að njóta náttúrunnar. Öðrum er Laugavegurinn hin besta skokkbraut. Meira
22. júlí 2003 | Baksíða | 240 orð

"Vegagerð og virkjanir hafa gert okkur lífið leitt"

BRÖGÐ eru að því að ristarhlið sem varna því að sauðfé gangi óhindrað um vegi landsins séu fjarlægð án þess að leitað sé leyfis fyrir slíkum framkvæmdum, að því er fram kemur í nýrri grein um heyflutninga og varnarlínur sem Sigurður Sigurðarson,... Meira
22. júlí 2003 | Baksíða | 59 orð | 1 mynd

Væta að loknum sólríkum dögum

EFTIR einmuna blíðu tók loks að rigna á höfuðborgarsvæðinu í gær og reyndar víðar um landið en tiltölulega hlýtt var þó í veðri. Meira
22. júlí 2003 | Baksíða | 121 orð

Öryggisráðgjafar forsetans ræddu varnarsamninginn

BANDARÍSKA dagblaðið The Washington Post hefur eftir háttsettum, en ónafngreindum, heimildarmönnum innan Bandaríkjastjórnar að í síðustu viku hafi verið haldinn fundur æðstu þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta til þess að ræða framkvæmd... Meira

Fréttir

22. júlí 2003 | Miðopna | 1712 orð | 2 myndir

Aðlögun að lífinu við Rauðasand erfiðasta endurhæfingin

Það kann að virðast flestu fólki óyfirstíganleg hindrun að stunda búskap í hjólastól. Áræði og dugnaður Ástþórs Skúlasonar segir annað. Björgvin Guðmundsson fylgdi þessum þrítuga bónda heim á Rauðasand um helgina. Meira
22. júlí 2003 | Landsbyggðin | 50 orð | 1 mynd

Á hjólabát út fyrir Reynisdranga

HJÓLABÁTAFERÐIR eru mjög skemmtileg afþreying fyrir ferðamenn. Hjólabátar sigla út frá tveimur stöðum í Mýrdalnum þ.e frá Dyrhólum og Vík og fara þeir í ferðir í kring um Dyrhólaey og Reynisdranga. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Ánægðir á útjaðri Evrópu

ÞAÐ er mjög undarleg tilfinning að vera á vestasta hluta Evrópu, sögðu ferðafélagarnir Matthias Wübben og Thomas Kilian frá Þýskalandi í spjalli við Morgunblaðið þegar þeir höfðu lokið við að tjalda í Látravík við Látrabjarg. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 381 orð

Áratuga útistöður BBC og breskra stjórnvalda

BRESKA útvarpið, BBC , hefur frá upphafi notið virðingar um heim allan og hefur skapað sér afar jákvætt orðspor. Hins vegar hefur fréttastofan skapraunað ráðamönnum, úr hvaða flokki sem þeir hafa komið, frá því hún var stofnuð árið 1922. Meira
22. júlí 2003 | Miðopna | 235 orð | 1 mynd

Ármóður nam Rauðasand

MARGIR lögðu leið sína á Rauðasand fyrsta daginn eftir að Ástþór Skúlason kom heim. Veðrið var fallegt og þá sækir fólk á Rauðasand í sandinn og sjóinn. Ástþór tók öllum vel og spurðu margir um staðhætti og hvar best væri að labba eða keyra. Meira
22. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Bílvelta norðan Akureyrar

BETUR fór en á horfðist er bíll valt ofan í lækjarskurð skammt norðan Akureyrar seinni partinn á sunnudag. Þrír voru í bílnum og kenndu tveir sér eymsla í baki eftir óhappið og fóru til skoðunar á slysadeild FSA en bíllinn er mikið skemmdur. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Breskir fjölmiðlar harðorðir í garð BBC

BRESKIR fjölmiðlar réðust harkalega gegn breska ríkisútvarpinu BBC í gær eftir að það staðfesti á sunnudag að dr. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Breyttar reglur um flutninga fyrir varnarliðið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur sett reglugerð um forval og skilgreiningu íslenskra fyrirtækja vegna útboðs á fraktflutningum fyrir varnarliðið milli Íslands og Bandaríkjanna. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 775 orð | 3 myndir

Brimskaflar á besta degi sumarsins

Undan Mýrunum er kjörlendi kajakræðara og örugg lending ætíð innan seilingar. Vestar eru sandstrendurnar nánast óendanlegar en þegar brimið rís marga metra til himins er ekki árennilegt að reyna að sigla þar í land eins og Rúnar Pálmason komst að við fjórða mann. Meira
22. júlí 2003 | Suðurnes | 334 orð | 1 mynd

Búin að stefna að þessu lengi

MERKJA má nýjar áherslur í málverkum Sossu Björnsdóttur en hún opnaði sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar sl. laugardag. Sýningin mun standa út ágúst. Á sýningunni er 31 málverk, uppstillur úr borgum og bæjum og litskrúðugar landslagsmyndir. Meira
22. júlí 2003 | Suðurnes | 131 orð

Bygging miðbæjar boðin út

LOKAÐ útboð fer fram á byggingu húss í miðbæ Sandgerðis sem hýsa mun bæjarskrifstofur, íbúðir Búmanna og fleira. Tilboð verða opnuð um miðjan ágúst. Meira
22. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 496 orð | 1 mynd

Drangeyjarhúsið tekur stakkaskiptum

HÚSIÐ er stendur við Laugaveg 58 og hýsir verslunina Drangey hefur verið fært í upprunalegt horf. Meira
22. júlí 2003 | Austurland | 67 orð

Drög að verslunarkjarna

EINS og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur verið í umræðunni í nokkur ár að reisa stóran verslunarkjarna á Reyðarfirði. Virðist nú sem hugmyndin hafi fengið byr undir báða vængi í kjölfar vaxandi uppgangs á staðnum vegna fyrirhugaðs álvers... Meira
22. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Engin hátíð á Melgerðismelum

EKKERT verður að fyrirhugaðri útihátíð á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina, en áhugasamir aðilar höfðu sýnt því áhuga að standa að tónleikum á svæðinu. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 601 orð | 3 myndir

Enn stórfiskur í Laxá í Aðaldal

ERLING Ingvason, tannlæknir á Akureyri og annar tveggja leigutaka Litluár í Kelduhverfi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði veitt gríðarlega stóran lax á Brúarflúð í Laxá í Aðaldal sl. sunnudag. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 42 orð

Fjórir bílar rákust saman

FJÖGURRA bíla árekstur varð á Reykjanesbraut, við gatnamótin að Lækjargötu í Hafnarfirði, um kl. fjögur í gær. Engin slys urðu á fólki, en töluverðar skemmdir á bílunum og þurfti að fjarlægja einn þeirra af vettvangi með kranabíl. Meira
22. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 277 orð | 1 mynd

Fjögur skip lönduðu í Krossanesi

FJÖGUR skip lönduðu loðnu í verksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja í Krossanesi um helgina, samtals um 3.700 tonnum. Alls hafa borist um 21.000 tonn af loðnu á vertíðinni, eða um 1.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Meira
22. júlí 2003 | Austurland | 222 orð

Fjölþættar framkvæmdir í höfninni

FJÖGUR tilboð bárust í framhaldsáfanga við dýpkun hafnarinnar í Neskaupstað. Kostnaðaráætlun Siglingamálastofnunar hljóðaði upp á rúmar 28 milljónir og kom lægsta tilboðið frá Sæþóri ehf. og nam 18,5 milljónum króna, sem er um 65% af kostnaðaráætlun. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 345 orð | 2 myndir

Fornleifarannsóknir aldrei fleiri

FORNLEIFAVERND ríkisins hefur veitt 28 leyfi til fornleifarannsókna það sem af er árinu en aldrei áður hafa jafnmargar fornleifarannsóknir verið í gangi á Íslandi. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 261 orð

Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu hættir

ÁRNI Magnússon, félagsmálaráðherra, og Valgerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, og fyrrverandi stjórnarformaður Leikfélags Akureyrar (LA), hafa orðið sammála um að hún láti af störfum. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fundir í þingnefndum að ósk Samfylkingar

ÞRÍR þingmenn Samfylkingar hafa farið þess á leit að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verði upplýst um stöðu rannsóknar Samkeppnisstofnunar á meintum brotum olíufélaganna á samkeppnislögum. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

GÍSLI SIGURÐSSON

GÍSLI Sigurðsson flugvélasmiður er látinn, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Gísli fæddist þann 26. janúar 1919 og ólst upp á Hraunsási í Hálsasveit í Borgarfirði. Gísli helgaði líf sitt snemma fluginu. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Golfkúla skaust í auga sláttumanns

TÆPLEGA þrítugur karlmaður slasaðist illa á auga í gær þegar golfkúla skaust í hann úr sláttuvél þar sem hann var við vinnu í Tungudal í Skutulsfirði. Meira
22. júlí 2003 | Landsbyggðin | 49 orð | 1 mynd

Grískt borið á borð fyrir sveitarstjórann

Á DÝRÐLEGUM dögum á Djúpavogi um helgina var mikið um að vera og efnt til ýmissa viðburða í bænum mönnum til upplyftingar í amstri dagsins. Hér sjást listakonurnar Sigríður E. Meira
22. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Harmónikkuleikur í Deiglunni

IGOR Zavadasky harmónikkuleikari heldur tónleika í Deiglunni í kvöld í kl. 21.00. Hann er fæddur í Rússlandi árið 1966 en útskrifaðist frá Chaikovsky Kviv í Kiev 1991, þar sem hann lærði hjá Nikolay Davidov. Meira
22. júlí 2003 | Austurland | 133 orð | 1 mynd

Hálfnaður á hringferð um landið

BRESKI björgunarsveitarmaðurinn Jonathan Burleigh hefur nú í hálfan annan mánuð róið á sjókajak einn síns liðs við strendur Íslands og stefnir að því að sigla kringum landið innan tveggja mánaða. Hann lagði upp frá Ólafsvík 2. júní sl. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 529 orð | 2 myndir

Hefur afgreitt um 35 þúsund flugvélar

SVEINN Björnsson hefur rekið Flugþjónustuna við Reykjavíkurflugvöll frá 1973 og starfsemin á því 30 ára afmæli í ár. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 168 orð

Hliðarspeglar að seljast upp

SALA á framlengdum hliðarspeglum fyrir bíla tók mikinn kipp í síðustu viku og eru slík öryggistæki nú að verða uppseld víða um bæinn. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hólmverjar fagna 50 ára afmæli

UM þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að 50 KFUM-drengir úr Reykjavík og Vestmannaeyjum lögðu land undir fót og dvöldu í tjaldbúðum við bæinn Bygholm, skammt frá Horsens á Jótlandi. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð

Hvetur til stofnunar varnarsveita

BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráðherra, hvetur í viðtali við AP fréttastofuna til þess að Íslendingar komi sér upp eigin varnarsveitum fari svo að Bandaríkjamenn standi við þá ákvörðun að flytja herflugvélar frá Keflavíkurflugvelli. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 139 orð

Icelandair í toppsæti

ICELANDAIR lenti í þriðja sæti vínsamkeppni Business Traveler Magazine en nokkuð á fjórða tug alþjóðlegra flugfélaga tók þátt í keppninni og lögðu þau fram rauðvín, hvítvín og freyðivín sem þau bjóða upp á á fyrsta farrými. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Idi Amin helsjúkur

IDI Amin, fyrrverandi forseti Úganda, liggur nú helsjúkur á sjúkrahúsi í Jeddah í Sádí-Arabíu. Fulltrúar sjúkrahússins sögðu Amin, sem talinn er standa á áttræðu, meðvitundarlausan og að heilsu hans hrakaði jafnt og þétt. Meira
22. júlí 2003 | Suðurnes | 151 orð | 1 mynd

Illa farið hvalshræ á fjöru

HVAL rak á fjöru á Fitjum, skammt norðan við Sandgerði, í fyrrakvöld. Hræið er illa farið en helst er talið að um sé að ræða hrefnu. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð

Innkaup án liðsinnis Innkaupastofnunar

NEFND eru fjölmörg dæmi í skýrslu Borgarendurskoðunar um innkaup borgarstofnana og borgarfyrirtækja án milligöngu eða liðsinnis Innkaupastofnunar. Meira
22. júlí 2003 | Miðopna | 1054 orð

Ísland vill ekki að bandarísku árásarþoturnar fari

The Washington Post segir frá því í gær að helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafi í síðustu viku rætt varnarsamninginn við Ísland. Frétt blaðamannsins Bradleys Grahams fylgir hér á eftir orðrétt. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Jeffrey Archer látinn laus

BRESKI rithöfundurinn Jeffrey Archer var látinn laus úr fangelsi í gær en þá hafði hann afplánað tvö ár og tvo daga af alls fjögurra ára dómi. Var hann dæmdur fyrir meinsæri, fyrir að hafa logið í máli, sem hann höfðaði gegn dagblaðinu Daily Star 1987. Meira
22. júlí 2003 | Landsbyggðin | 129 orð | 1 mynd

Kepptu við breskt krikketlið

FJÖLBREYTT íþróttastarf er stundað í Stykkishólmi. Til er félagið Glaumur sem æfir krikket. Á sunnudag fékk félagið heimsókn frá bresku liði sem kom til Íslands. Gestirnir eru í áhugamannaliði frá breska fjárfestingarbankanum EFG. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Lést eftir að steinn losnaði í hraunjaðrinum

DRENGURINN sem lést eftir slys við Hlíðarvatn í Selvogi á sunnudag hét Brynjar Páll Guðmundsson. Hann var fimm ára gamall, fæddur 18. nóvember 1997, til heimilis að Erlurima 8 á Selfossi. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Litadýrð í leirhverum

HVERIRNIR við Námaskarð eru áhugaverður viðkomustaður ferðamanna. Mikil litadýrð er í leir og útfellingum og menn geta orðið agndofa þegar hverir krauma og skvetta úr sér. Athygli sumra beinist þó einnig að flugfari ljósmyndarans sem flaug hjá... Meira
22. júlí 2003 | Austurland | 68 orð | 1 mynd

Lögreglan fær ný hjartastuðtæki

RAUÐAKROSSDEILDIRNAR á Austurlandi afhentu nýverið lögreglunni á Eskifirði fjögur ný og fullkomin hjartastuðtæki, að verðmæti um 700 þúsund krónur. Meira
22. júlí 2003 | Austurland | 67 orð | 1 mynd

Margt býr í þokunni

AUSTFJARÐAÞOKAN hefur verið nokkuð þaulsætin við austurströnd landsins að undanförnu. Oftast hefur hún þó horfið yfir daginn og þá verið hið ágætasta veður, en síðan laumast aftur inn á firðina að næturlagi. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Meirihluti hlynntur hjónaböndum samkynhneigðra

MEIRIHLUTI Evrópubúa er hlynntur því að hjónabönd samkynhneigðra para verði lögleidd. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup í Evrópu framkvæmdi. Um 15.000 manns í 30 ríkjum tóku þátt í könnuninni en í henni var spurt tveggja... Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Misheppnuð flugeldasýning

TVÖ börn á Sauðárkróki brenndust þegar kúlur úr flugeldum á flugeldasýningu lentu á þeim. Sýning var haldin í tilefni af Hafnardeginum um helgina. Meira
22. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 518 orð | 2 myndir

Mislæg gatnamót með hringtorgi

MISLÆG gatnamót með hringtorgi er ný tegund mislægra gatnamóta, sem ætlunin er að rísi á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar á næstu árum. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. lauk nýlega forhönnun á gatnamótunum og varð þessi lausn fyrir valinu. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Níu manns týndu lífi í árekstri

NÍU manns týndu lífi í gær í einu mesta umferðarslysi, sem orðið hefur í Danmörku. Voru hinir látnu, sjö vistmenn og tveir starfsmenn elliheimilis skammt frá Silkeborg, á ferð í litlum fólksflutningabíl er þeir mættu vöruflutningabíl með aftanívagni. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 523 orð | 1 mynd

Nokkur erill vegna ölvaðs fólks

HELGIN var tiltölulega friðsöm þótt alltaf sé mikill erill vegna ölvaðs fólks og ónæðis frá því. Sex ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og tólf um of hraðan akstur. Þá voru tilkynnt til lögreglu 32 umferðaróhöpp með eignatjóni. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Nýr doktor í tölvunarfræði

SNEMMA á árinu varði Magnús Eðvald Björnsson doktorsritgerð sína í tölvunarfræði við Brandeis-háskóla í Massachusettsríki í Bandaríkjunum. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Nýtast ef alvarlegar farsóttir koma upp

ÞRÍR nýir einangrunarklefar fyrir mikið veika sjúklinga hafa nú verið teknir í notkun á Landspítala - háskólahúsi í Fossvogi og munu þeir til dæmis nýtast ef upp kemur hér á landi farsótt svipuð HABL-bráðalungnabólgunni. Meira
22. júlí 2003 | Landsbyggðin | 176 orð | 1 mynd

Ný vatnsveita mikið framfaraspor

SÍÐASTLIÐINN föstudag var tekinn í notkun nýr vatnstankur í landi Ásatúns í Langholtsfjalli. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

ÓLAFUR JENSSON

ÓLAFUR Jensson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar í Reykjavík, er látinn. Ólafur var fæddur í Reykjavík 8. september 1934. Foreldrar Ólafs voru Elín María Gunnarsdóttir húsmóðir og Jens Guðjónsson bifvélavirki. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ótímabær frétt um Bond-mynd Þau leiðu...

Ótímabær frétt um Bond-mynd Þau leiðu mistök urðu í grein um nýfengna heiðursorðu Pierce Brosnan á mánudag að ranglega var sagt að ný Bond-mynd væri væntanleg um jólin með titilinn Everything or Nothing . Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 986 orð

Reglurnar virðast sniðgengnar í mörgum tilvikum

STOFNANIR og fyrirtæki Reykjvíkurborgar virðast í mörgum tilvikum ekki hafa farið eftir innkaupareglum borgarinnar við innkaup og verklegar framkvæmdir á árunum 2000 og 2001, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarendurskoðunar um frávik frá innkaupareglum á... Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sakfellt fyrir umhverfisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur sakfellt fyrrv. bæjarstjóra Vesturbyggðar og einn starfsmann sveitarfélagsins fyrir brot á lögum um mengunarvarnir og hollustuhætti á árinu 2001. Brotin vörðuðu flutning á rústum íbúðarhúss og um 1. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 891 orð | 2 myndir

Saumað að valdaræningjum

Væntingar um olíugróða eru helzta undirrótin að ólgu í vestur-afríska eyríkinu Sao Tome og Principe, eftir því sem Auðunn Arnórsson komst að. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 252 orð

Segja trúverðugleika Bush geta verið í hættu

TRÚVERÐUGLEIKI George W. Bush Bandaríkjaforseta sem og bandarísku þjóðarinnar er í hættu reynist leyniþjónustuupplýsingar sem notaðar voru til að rökstyðja Íraksstríðið ekki réttar. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 196 orð

Sex féllu í bardaga í Tétsníu

SEX rússneskir hermenn féllu í skotbardaga við skæruliða tétsenskra aðskilnaðarsinna í fjöllunum í suðurhluta Tétsníu í gær. Meira
22. júlí 2003 | Austurland | 162 orð | 1 mynd

Sjaldséður fiskur veiddist á færabát á Bakkafirði

FÆRABÁTURINN Anna NS veiddi ókennilegan fisk á dögunum, sem var 65 cm langur og fæstir könnuðust við hvaða tegund var þarna á ferð. Það var ekki fyrr en kíkt var í fiskabók að kom í ljós að þetta var lýri. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Skilti um virkjanir á Hellisheiði

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur látið setja upp upplýsingaskilti um fyrirhugaða Hellisheiðarvirkjun við Skíðaskálann í Hveradölum. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Skriður í Hrafnkelsdal

MARGAR smáskriður hlupu úr fjallinu við bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í hellirigningu sem gerði á laugardag. Komu skriðurnar niður á jafnsléttu rétt við fjárhúsin þar. Meira
22. júlí 2003 | Landsbyggðin | 55 orð | 1 mynd

Slegið undir Vatnajökli

Helgi Björnsson á Kvískerjum í Öræfum var að slá suður af bænum í blíðviðri í síðustu viku. Að baki gnæfir jökullinn við himin og baðar sig í sólinni. Undir hlíðinni sér til bæjar á Kvískerjum. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

Stærðfræðingar út um allt

Eyvindur Ari Pálsson er fæddur árið 1983. Hann gekk í grunnskóla í Hafnarfirði en eftir það lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut 1 í vor. Auk þess að vera mikill áhugamaður um stærðfræði spilar Eyvindur tennis og á klarinett. Hann hyggur á háskólanám í stærðfræði við Háskóla Íslands í haust. Hvar hann endar segir hann óráðið enda komi stærðfræðingar víða við í atvinnulífinu. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Tveir féllu í árás í Írak

BANDARÍSKUR hermaður virðir fyrir sér leifarnar af herjeppa sem eyðilagður var í sprengjuárás íraskra harðlínumanna norður af Bagdad í gær. Einn Bandaríkjamaður lést í árásinni og einn íraskur túlkur Bandaríkjahers. Meira
22. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð

Unglingasamkvæmi úr böndunum

TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Hafnarfirði um helgina vegna unglingasamkvæma í heimahúsum og nokkuð um að nágrannar kvörtuðu vegna hávaða og ónæðis er af þeim hlaust. Meira
22. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 185 orð | 1 mynd

Vel heppnuð fjölskylduhátíð í Hrísey

TÆPLEGA 2.000 manns sóttu hina árlegu fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey um síðustu helgi. Meira
22. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 131 orð

Þingmaður biðst afsökunar

EINN af þingmönnunum sem tók þátt í yfirheyrslunni yfir dr. David Kelly, efnavopnasérfræðingnum breska sem svipti sig lífi fyrir helgi, hefur beðist afsökunar á því hversu fast var sótt að Kelly er hann kom fyrir þingnefnd á þriðjudag í síðustu viku. Meira
22. júlí 2003 | Landsbyggðin | 105 orð | 1 mynd

Þrjúhundruð tonn af rækju voru losuð úr gámaskipi

ÞAÐ ER nýlunda að gámaskip komi á Hvammstangahöfn. Nú fyrir skemmstu kom myndarlegt skip á höfnina. Var það að flytja rækju af Flæmska hattinum, veidda af norskri útgerð. Farmurinn var í frystigámum, losaði 300 tonn og fluttur fyrir Meleyri ehf. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 2003 | Leiðarar | 405 orð

Hagræðing á hátæknisjúkrahúsi

Í gær birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur, stjórnmálafræðing, um rekstrarvanda Landspítala-háskólasjúkrahúss og hugmyndir, sem fram hafa komið um að ná fram auknum sparnaði í rekstri spítalans á kostnað starfa félagsráðgjafa... Meira
22. júlí 2003 | Leiðarar | 356 orð

Hættuspil á Kóreuskaga

Stjórnarherrar Norður-Kóreu virðast staðráðnir í því að reyna að knýja önnur ríki til samninga með hótunum um framleiðslu á kjarnakleyfum efnum og kjarnorkuvopnum. Meira

Menning

22. júlí 2003 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Bjarni steyptur í vax

BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býður nú í sumar upp á nýtt yfirbragð sýningar í Sívertsens-húsi elsta húsi Hafnarfjarðar. Nýjar sýningagínur frá Englandi gefa sýningunni nýtt viðmót og má segja að Bjarni Sívertsen sé kominn heim frá Lundúnum. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Forskot á sæluna

Kóngulóarmaðurinn, Spider-Man á sér marga aðdáendur og naut samnefnd kvikmynd frá því í fyrra mikilla vinsælda víða um heim. Framhaldsmynd er í vinnslu og hafa framleiðendur gefið forskot á sæluna og birt svipmynd úr henni á Netinu. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 282 orð | 1 mynd

Handtekinn í Ástralíu

CHRIS Martin, söngvari ensku hljómsveitarinnar Coldplay, var handtekinn í Ástralíu eftir að hafa ráðist á bíl ljósmyndara. Meira
22. júlí 2003 | Menningarlíf | 441 orð | 1 mynd

Íslenskur gítarleikari vinnur í alþjóðlegri samkeppni

ÖGMUNDUR Þór Jóhannesson gítarleikari var útnefndur sigurvegari í hinni alþjóðlegu Agustin Barrios gítarkeppni sem fram fór í Lambesc í Suður-Frakklandi í byrjun júlí. Meira
22. júlí 2003 | Menningarlíf | 17 orð

Kaffihús, Tromsö Aðalheiður S.

Kaffihús, Tromsö Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu sem er liður í verkinu "40 sýningar á 40... Meira
22. júlí 2003 | Menningarlíf | 41 orð | 2 myndir

Kristjana syngur djass í Sigurjónssafni

Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30 í kvöld flytja þau Kristjana Stefánsdóttir og Agnar Már Magnússon djasslög eftir Tómas R. Einarsson. Mörg þeirra hafa verið gefin út á geislaplötum Tómasar. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 381 orð | 2 myndir

Lifir af veturinn

Flytjendur: Stuðmenn, Ragnheiður Gröndal og Salsasveitin, Papar, Súellen, Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir, Borgardætur, Bang Gang, Jagúar, Páll Óskar og Milljónamæringarnir, Regína Ósk, Hljómar, Sigga Guðna, Eivör Pálsdóttir. Alls 14 lög. Tónjöfnun í höndum Bjarna Braga Kjartanssonar. Meira
22. júlí 2003 | Menningarlíf | 374 orð | 1 mynd

Ljóðasýning á Café Borg

LJÓÐASÝNING á vegum Ritlistarhóps Kópavogs, Café Borgar og Bókasafns Kópavogs opnar formlega á Café Borg í Hamraborginni í kvöld kl. 20. Meira
22. júlí 2003 | Menningarlíf | 221 orð

Passíusálmar Hallgríms á hollensku

PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar eru komnir út í hollenskri þýðingu Adrians Faber. Sálmarnir hafa nú verið þýddir á latínu, dönsku, norsku, ensku, þýsku, ungversku og ítölsku auk hollensku auk þess sem hluti þeirra hefur verið þýddur á kínversku. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 670 orð | 1 mynd

"Eiga vel við landslagið"

Sjötta platan í Íslandslaga-seríu Björgvins Halldórssonar kom út á dögunum. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hann um útgáfuna og framtíðarvonir vegasöngvarans. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 574 orð | 1 mynd

Samkynhneigt sjónvarp

SJÓNVARPIÐ er ekki hvað síst áhrifaríkur miðill þegar kemur að því að móta sjálfsmynd, lífssýn og heimssýn fólks. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 336 orð | 1 mynd

T-800 mætir T-X

Leikstjóri: Jonathan Mostow. Handrit: John Brancato og Michael Ferris. Kvikmyndatökustjóri: Don Burgess;. Tónlist: Marco Beltrami. Aðalleikendur:. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Nick Stahl, Claire Danes, Kristanna Loken, David Andrews. 109 mínútur. Warner Brothers. Bandaríkin 2003. Meira
22. júlí 2003 | Menningarlíf | 644 orð

Úkraínskir harmónikugaldrar

Verk eftir Reger, Daquin, J. S. Bach, Vivaldi, Albinoni, Mozart, Chopin, Albeniz, Columbo og de Abreu. Igor Zavadsky harmónika. Föstudaginn 18. júlí kl. 21. Meira
22. júlí 2003 | Tónlist | 380 orð | 1 mynd

Vandaður orgelleikur

David M. Patrick flutti verk eftir Tournemire, Vierne, J. S. Bach og Duruflé. Sunnudagurinn 20. júlí, 2003. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 403 orð | 2 myndir

Vinir og vondir menn

MYNDBANDAÚTGÁFAN þessa vikuna er með sæmilegasta móti, en þó hafa aðdáendur þáttanna um Vini ( Friends ) ástæðu til að kætast því heilar þrjár spólur með samtals 12 þáttum koma út. Það eru þættir 13 til 24 í 9. Meira
22. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 283 orð | 2 myndir

Vondu strákarnir yfirbuguðu sjóræningjana

Framhaldsmyndin Vondu strákarnir 2 ( Bad Boys 2 ) fór beint á toppinn á bandaríska bíólistanum. Var hún aðsóknarmesta mynd helgarinnar þrátt fyrir tiltölulega slæma dóma. Meira

Umræðan

22. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 10 orð | 1 mynd

Drottinn minn!

Drottinn minn! Þú fórst ansi nálægt lögregluþjóninum þarna á... Meira
22. júlí 2003 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Framsækin menntastefna

LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna tryggir jafnrétti til náms og framsækna menntastefnu. Stjórnvöld hafa staðið einarðlega að uppbyggingu sjóðsins og útistandandi námslán voru rúmir 62 milljarðar króna um síðustu áramót. Meira
22. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 246 orð

Tónlistarhús

SÚ SAGA hefir verið sögð af Ragnari Jónssyni kenndum við smjörlíkisgerðina Smára, að hann hafi sent Birni Th. Björnssyni og fjölskyldu hans s.k. radíógrammófón ásamt miklu plötusafni til að bjarga fjölskyldunni frá tónlistarleysi. Meira
22. júlí 2003 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Töfin í Portúgal

Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 19. júlí ritar Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Flugleiða grein sem svar við bréfi mínu í Morgunblaðinu 17. júlí. Meira
22. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 475 orð

Það er ekkert nýtt við nýfrjálshyggjuna

Í STAKSTEINUM 16. júlí er gerð athugasemd við orðanotkun í grein eftir mig sem birtist daginn áður. Í umfjöllun um NATO vík ég að svokallaðri nýfrjálshyggju. Meira
22. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 437 orð | 3 myndir

Þakkir til Garðheima ÉG HEF oft...

Þakkir til Garðheima ÉG HEF oft farið í verslunina Garðheima, bæði til að versla og skoða. Þar er oft margt um manninn og starfsfólkið önnum kafið, ýmist við afgreiðslu eða að leiðbeina viðskiptavinunum. Meira
22. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

Þessi duglegu börn héldu tombólu til...

Þessi duglegu börn héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 1.196 kr. Þau heita Walter Brynjar Ketel, Sigurvin Bachmann og Guðlaug... Meira

Minningargreinar

22. júlí 2003 | Minningargreinar | 1602 orð | 1 mynd

GUÐJÓNA F. EYJÓLFSDÓTTIR

Guðjóna Friðsemd Eyjólfsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. maí 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2003 | Minningargreinar | 2430 orð | 1 mynd

HERMANN SVEINBJÖRNSSON

Hermann Þorvaldur Sveinbjörnsson fæddist í Neskaupstað 5. mars 1949. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ, 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Laufey Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. á Norðfirði 22.3. 1918, og Sveinbjörn Á. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2003 | Minningargreinar | 2724 orð | 1 mynd

PÁLL AGNAR PÁLSSON

Páll Agnar Pálsson fæddist að Kletti í Reykholtsdal 9. maí 1919. Hann lést í Reykjavík 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zóphóníasson, f. 18.11. 1886, d. 1.12. 1964, skólastjóri á Hólum, síðar alþm. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2003 | Minningargreinar | 32 orð

Pétur Einarsson

Með sorg í hjarta kveð ég elskulegan mág minn, Pétur Einarsson. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Þín mágkona,... Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2003 | Minningargreinar | 1560 orð | 1 mynd

PÉTUR EINARSSON

Pétur Einarsson fæddist á Akranesi 22. júlí 1950. Hann lést þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Pétursson brunavörður, f. 22. september 1921, d. 2. nóvember 1967, og Guðbjörg Sæunn Júlíusdóttir, f. 11. maí 1925, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2003 | Minningargreinar | 2376 orð | 1 mynd

ÞORGEIR HALLDÓRSSON

Þorgeir Halldórsson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorgeir ólst upp hjá móður sinni, Guðbjörgu Sigurðardóttur, f. 20. september 1913, d. 18. júní 1987. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Hagnaður nær tvöfaldast hjá Southwest

SOUTHWEST Airlines, lággjaldaflugfélagið bandaríska, lýsti yfir í gær að hagnaður annars ársfjórðungs hefði meira en tvöfaldast miðað við 2002 og að reiknað væri með hagnaði á þriðja fjórðungi. Meira
22. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Midwest forðað frá gjaldþroti

BANDARÍSKA flugfélagið Midwest Airlines hefur náð samkomulagi við starfsmenn sína og lánardrottna sem gæti orðið til að forða félaginu frá gjaldþroti. Meira
22. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Minni hagnaður Nokia en markaðshlutdeild að aukast

HAGNAÐUR Nokia, stærsta farsímaframleiðanda heims, dróst saman um 27% á öðrum fjórðungi þessa árs frá sama tímabil í fyrra. Salan jókst þó um 1% og nam 7,8 milljörðum Bandaríkjadala. Meira
22. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Minni hagnaður Norsk Hydro

NORSK Hydro tilkynnti í gær að hagnaður á öðrum ársfjórðungi hefði minnkað meira en búist hefði verið við, samanborið við sama tímabil árið 2002. Hagnaður fyrir skatta nam 3,28 milljörðum norskra króna á fjórðungnum, samanborið við 7,06 milljarða 2002. Meira
22. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 135 orð | 1 mynd

Minnkandi tekjur hjá Eurotunnel

EUROTUNNEL, fyrirtækið sem rekur Ermarsundsgöngin milli Bretlands og Frakklands, hefur sent frá sér afkomuviðvörun, en ekki er búist við því að tekjur á árinu nægi fyrir vaxtagreiðslum fyrirtækisins. Meira
22. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Vörur Póls markaðssettar í Bandaríkjunum

PÓLS hf. á Ísafirði og bandaríska fyrirtækið FoodCraft hafa undirritað samkomulag um markaðssetningu og dreifingu á Póls-tækjabúnaði til kjúklingaiðnaðar í N-Ameríku. Meira

Daglegt líf

22. júlí 2003 | Neytendur | 163 orð | 1 mynd

Íslensk káluppskera komin á markað

ÍSLENSKT blómkál, hvítkál og spergilkál kom á markað fyrir fáeinum dögum og hefur uppskera verið góð, að sögn garðyrkjubænda. Er hún um það bil hálfum mánuði fyrr á ferðinni en venja er. Meira
22. júlí 2003 | Neytendur | 406 orð | 1 mynd

Segja margföld frávik í endingu farsímahleðslna

FRAMLEIÐENDUR og seljendur farsíma gefa að meðaltali upp sex sinnum lengri taltíma á hleðslu en raunin er við prófanir. Þetta kemur fram í könnun Alþjóðasamtaka um neytendarannsóknir, ICRT, og dönsku Neytendastofnunarinnar. Meira

Fastir þættir

22. júlí 2003 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Fimmtug er er í dag þriðjudaginn 22. júlí, Hólmfríður Haukdal, Vörðu 14, Djúpavogi . Í tilefni dagsins taka hún, eiginmaður og börn á móti ættingjum og vinum á tjaldstæðinu á Fossárdal við Berufjörð, laugardaginn 26. Meira
22. júlí 2003 | Dagbók | 55 orð

Á RAUÐSGILI

Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. Meira
22. júlí 2003 | Fastir þættir | 103 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bikarkeppnin þriðja umferð Dregið hefir verið í þriðju umferð bikarkeppninnar en á ýmsu gekk í annarri umferðinni. Eftirtaldir leikir verða í þriðju umferð: Ógæfa ehf/Björgv.M.Kr.-Aðalst. Sveinss. Shellsk./Rúnar Einarss-Ing. P. Jóhannss. Meira
22. júlí 2003 | Fastir þættir | 359 orð

BRIDS - Umsjón Guðm. Páll Arnarsson

"Ég fékk góða hugmynd," er vinsæl setning hjá litlum snáða sem umsjónarmanni er kunnur. Við eftirgrennslan kemur iðulega í ljós að hin góða hugmynd felst í því að fara að kaupa ís. Meira
22. júlí 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 21. júlí sl. af sr. Svavari A. Jónssyni þau Eva Dögg Björgvinsdóttir og Sigmundur G. Sigurðsson. Heimili þeirra er á... Meira
22. júlí 2003 | Dagbók | 485 orð

(Daníel 11, 1.)

Í dag er þriðjudagur 22. júlí, 203. dagur ársins 2003, Maríumessa Magdal. Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. Meira
22. júlí 2003 | Dagbók | 114 orð

Hallgrímskirkja .

Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 5115405. Meira
22. júlí 2003 | Fastir þættir | 308 orð

- Með lögum skal land byggja

Í pistli um alþjóðamál á Deiglunni. Meira
22. júlí 2003 | Fastir þættir | 877 orð | 3 myndir

Sautján Íslendingar að tafli í Tékklandi

18. -26. júlí 2003 Meira
22. júlí 2003 | Fastir þættir | 224 orð

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 f5 8. Rg3 c5 9. Bc4 cxd4 10. Rxd4 f4 11. Re4 a6 12. c3 b5 13. Bb3 h5 14. De2 Bb7 15. Meira
22. júlí 2003 | Viðhorf | 814 orð

Vér neytendur

Hvaða gildi er öðrum gildum æðra á hinum frjálsa markaði í þeirri merkingu að það trompar önnur gildi, eins og til dæmis þetta með að hugsa vel um kúnnana sína? Meira
22. júlí 2003 | Fastir þættir | 414 orð

Víkverji skrifar...

MEÐ sífellt batnandi vegum og auknum ferðalögum um landið eykst þörfin á góðu skipulagi tjaldsvæða og fullkomnari aðstöðu fyrir þá sem kjósa að nýta sér þau til dvalar og gistingar. Meira

Íþróttir

22. júlí 2003 | Íþróttir | 81 orð

Alex Ferguson leitar að nýjum aðstoðarmanni

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur hafið leit að nýjum aðstoðarmanni á Old Trafford, sem á að taka við starfi Portúgalans Carlos Queiroz, sem er orðinn þjálfari Real Madrid. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 69 orð

Armstrong gefur ekkert eftir

BANDARÍSKI hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur sett stefnuna á að tryggja sér sigur fimmta árið í röð í Frakklandshjólreiðunum. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Bochum fylgist með Indriða Sigurðssyni

INDRIÐI Sigurðsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, er undir smásjá þýska úrvalsdeildarliðsins Bochum samkvæmt frétt staðarblaðsins Romerikes-Blad . Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Curtis tók risastökk á heimslistanum

FÁIR vissu hver Ben Curtis var áður en Opna breska meistaramótið í golfi hófst sl. fimmtudag en Curtis gerði sér lítið fyrir og sigraði mjög svo óvænt á einu af risamótunum fjórum sem fram fara ár hvert. Curtis var í 396. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Fengu silfur í Svíþjóð

STÚLKUR úr Fram, 12 til 13 ára, stóðu sig mjög vel í hinu vinsæla handknattleiksmóti í Svíþjóð, Partille Cup, þar sem 12 þúsund þátttakendur mættu til leiks. Mótið er það stærsta og umfangsmesta sem haldið er í heiminum ár hvert. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 651 orð | 1 mynd

FH-ingar fögnuðu sigri

FH tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Hafnfirðingar lögðu Valsmenn að velli, 1:0 á heimavelli. Sigurmarkið kom seint í leiknum en það gerði Magnús Ingi Einarsson með skalla eftir hornspyrnu.FH-ingar verða því ásamt KR, KA og ÍA í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í undanúrslit Visa-bikarsins. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 96 orð

Grindavík með Dana í sigtinu

BJARNI Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, vonast til þess að geta krækt í framherja frá Danmörku til þess að styrkja leikmannahóp liðsins fyrir lokaátökin á Íslandsmótinu og átti Bjarni von á því að fá svör frá Dananum í dag. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 91 orð

HK hitar upp gegn Lyss

BIKARMEISTARAR HK í handknattleik taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa, en 36 lið eru skráð í keppnina. HK er eitt af 8 liðum sem sátu hjá í fyrstu umferð og fara því beint í aðra umferð, sem leikin verður í október. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 73 orð

Hrefna Huld með glæsimark

HREFNA Huld Jóhannesdóttir, miðherji úr KR, tryggði ungmennaliði kvenna, skipað leikmönnum undir 21 árs, jafntefli gegn Noregi á opna Norðurlandamótinu í Danmörku í gær, 1:1. Hún skoraði glæsilegt mark þremur mín. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 310 orð

Hringing skotklukkunnar stöðvar ekki leikinn

ALÞJÓÐA körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á reglum íþróttarinnar og verða þær í gildi hér á landi í upphafi næsta keppnistímabils. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 48 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA 3. deild karla A: Borgarnes: Skallagrímur - Grótta 20 3. deild karla D: Djúpivogur: Neisti D. - Einherji 20 1. deild kvenna A: Víkin: HK/Víkingur - RKV 20 Ásvellir: Þróttur/Haukar 2 -Breiðab. 2 20 1. deild kvenna B: Vopnafj. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 157 orð

Íris Edda með ÓL-farseðil til Aþenu

ÍRIS Edda Heimisdóttir, ÍRB, og Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH, kepptu í gær á heimsmeistaramótinu í sundi í Barcelona á Spáni en komust ekki í undanúrslit í sínum greinum. Íris Edda keppti í 100 metra bringusundi og varð í 34. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 131 orð

Jóhannes Karl til Betis á ný

JÓHANNES Karl Guðjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu heldur utan til Spánar aðfaranótt miðvikudags og mun þá mæta á æfingar hjá Real Betis á ný en Jóhannes er samningsbundinn Sevillaliðinu fram til ársins 2007. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 202 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 8-liða...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 8-liða úrslit: ÍA - Grindavík 1:0 Mark ÍA : Ólafur Örn Bjarnason (sjálfsmark) 57. Áhorfendur : Um 800. Dómari : Egill Már Markússon, Gróttu 3. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 882 orð | 1 mynd

Krydd í tilveruna

BIKARKEPPNI KSÍ verður líkast til krydd í tilveruna hjá leikmönnum ÍA þetta árið eftir 1:0 sigur á Grindvíkingum í átta liða úrslitum á Akranesi í gær. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* LEEDS United klófesti í gær...

* LEEDS United klófesti í gær varnarmanninn Zoumana Camara frá franska liðinu Lens . Camara gerði eins árs lánssamning við Leeds en hann er 24 ára gamall og hefur leikið einn landsleik fyrir Frakkland . Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Með "fótboltamígreni"

ÞORVALDUR Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA, meiddist í leik KA og Grindavíkur 10. júlí, fékk höfuðhögg, heilahristing og mar á heila og hefur ekkert getað æft vegna þessa. Læknar hafa sagt Þorvaldi að hann sé með svokallað fótboltamígreni. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

* ÞORSTEINN Jónsson, sem lék með...

* ÞORSTEINN Jónsson, sem lék með KR og FH í efstu deild knattspyrnunnar, er genginn til liðs við Fjölni í Grafarvogi og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar það gerði jafntefli við Völsung um helgina. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

* ÞÓRDÍS Geirsdóttir, kylfingur úr Keili...

* ÞÓRDÍS Geirsdóttir, kylfingur úr Keili , setti vallarmet á öðrum degi meistaramóts klúbbsins, er hún lék af meistaraflokksteigum og kom inn á 71 höggi, eða pari vallarins. Meira
22. júlí 2003 | Íþróttir | 426 orð | 2 myndir

Örn náði sér ekki á strik

ÖRN Arnarson náði ekki að tryggja sér rétt til að keppa í úrslitasundinu í 100 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur yfir í Barcelona á Spáni. Örn komst í undanúrslit en varð í 7. sæti í sínum riðli og varð í 14. sæti í heildina. Meira

Úr verinu

22. júlí 2003 | Úr verinu | 108 orð | 1 mynd

340 þúsund tonn af uppsjávarfiski í ár

FÖSTUDAGINN 18. júlí sl. höfðu fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar hf. tekið á móti um 340 þúsund tonnum af hráefni til vinnslu. Um er að ræða loðnu, kolmunna og síld. Skiptingin var sem hér segir: Siglufjörður: 36. Meira
22. júlí 2003 | Úr verinu | 289 orð | 1 mynd

Albert K. Imsland skipaður prófessor í fiskeldi

ALBERT K. Imsland hefur verið skipaður prófessor í fiskeldi við háskólann í Bergen í Noregi. Sótt er sérstaklega um prófessorstöðu í Bergen og verður umsækjandi að leggja fram ígildi fjögurra doktorsritgerða í formi a.m.k. Meira
22. júlí 2003 | Úr verinu | 231 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 15 15 15...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 15 15 15 17 255 Lúða 251 251 251 10 2,510 Skarkoli 135 119 127 1,292 163,793 Steinbítur 104 79 83 1,581 131,120 Und. Meira
22. júlí 2003 | Úr verinu | 212 orð

Mikið af kolmunna

MIKLU af kolmunna hefur verið landað að undanförnu. Seinnipart síðustu viku og um helgina var landað tæpum 15.000 tonnum úr íslenzkum skipum og 4.000 tonnum úr erlendum skipum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.