Greinar fimmtudaginn 24. júlí 2003

Forsíða

24. júlí 2003 | Forsíða | 132 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri arnarungar frá því eftirlit hófst

ARNARVARP hefur gengið vel í ár og eru fleiri ungar að komast á ról en nokkru sinni áður síðan farið var að fylgjast með varpi arna fyrir um 40 árum. Meira
24. júlí 2003 | Forsíða | 204 orð | 2 myndir

Kosið á ný í Kaliforníu?

LJÓST þótti í gær að andstæðingum Gray Davis, ríkisstjóra í Kaliforníu, hefði tekist að safna nægilega mörgum undirskriftum í herferð fyrir því að fá ríkisstjórakosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári endurteknar. Meira
24. júlí 2003 | Forsíða | 159 orð

Morð í ráðhúsi New York

EINN af borgarfulltrúum New York-borgar var skotinn til bana af óþekktum byssumanni í fundarsal ráðhússins um miðjan dag í gær. Byssumaðurinn var sjálfur felldur af óeinkennisklæddum lögreglumanni. Borgarfulltrúinn, James E. Meira
24. júlí 2003 | Forsíða | 537 orð | 1 mynd

Rök olíufélaga um aðlögunartíma ekki trúverðug

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær þegar hann var inntur viðbragða við frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um olíufélögin, að þetta væru ekki fréttir sem kæmu honum algjörlega á óvart. Meira
24. júlí 2003 | Forsíða | 51 orð | 1 mynd

Uppnám á Manhattan

MIKIL geðshræring greip um sig í ráðhúsinu í New York, sem er neðarlega á Manhattan, eftir að maður tók að skjóta þar af byssu. Eru menn minnugir hryðjuverkaárásarinnar 11. september 2001. Meira

Baksíða

24. júlí 2003 | Baksíða | 266 orð

Atlantsolía ætlar að opna 10 bensínstöðvar

ATLANTSOLÍA hefur ákveðið að flýta áformum sínum um sölu á bensíni og olíu til neytenda en sala félagsins á olíu til stórnotenda hefst strax í næstu viku. Félagið stefnir að því að opna tíu sjálfsafgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu innan árs. Meira
24. júlí 2003 | Baksíða | 115 orð

Hálfur milljarður í brúðkaup í fyrra

KOSTNAÐUR vegna brúðkaupa nemur meira en hálfum milljarði árlega hér á landi, sé gert ráð fyrir að helmingur þeirra sem ganga í hjónaband haldi veislur, sem að meðaltali kosti 650 þúsund krónur. Meira
24. júlí 2003 | Baksíða | 429 orð | 1 mynd

Hreinlega mokveiði allan tímann

"ÞETTA gekk mjög vel, framar öllum vonum. Meira
24. júlí 2003 | Baksíða | 181 orð | 1 mynd

Sá guli í kví Keikós

Í VESTMANNAEYJUM er í gangi tilraun með svokallað áframeldi þorsks. Að verkefninu standa nokkrir núverandi og fyrrverandi útgerðarmenn í Eyjum. Einnig eru gerðar rannsóknir á aðstæðum til eldis og á vexti þorsksins. Meira
24. júlí 2003 | Baksíða | 156 orð | 1 mynd

Tveir biðu bana í Almannaskarði

MAÐUR og kona létu lífið þegar lítill jeppi þeirra fór út af veginum í Almannaskarði, austan Hornafjarðar, á fjórða tímanum í gærdag. Engir aðrir farþegar voru í bifreiðinni, sem var með fellihýsi í eftirdragi. Meira

Fréttir

24. júlí 2003 | Suðurnes | 91 orð | 1 mynd

56 tímar í gúmmíbát

FÉLAGAR í Von, unglingadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Sandgerði höfðust við í gúmbjörgunarbát í fimmtíu og sex klukkustundir um helgina. Tilgangurinn var að safna fjármunum til reksturs deildarinnar. Sextán ungmenni tóku þátt í fjáröfluninni. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 809 orð | 1 mynd

Aldrei of seint að byrja

Guðrún Nielsen er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni. Guðrún kenndi íþróttir í Reykjavík á öllum aldursstigum. Einnig kenndi hún fimleika hjá Fimleikadeild Ármanns. Guðrún er gift Gunnari Guðröðarsyni kennara, en þau eru bæði komin á eftirlaun. Þau eiga tvö börn, Karl jarðeðlisfræðing, og Bergrúnu Helgu hjúkrunarfræðing. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Alnæmi veldur efnahagshruni

EFNAHAGSLEGAR afleiðingar alnæmisfaraldursins eru miklu meiri og alvarlegri en áður var talið. Er því nú spáð, að hann muni valda algeru hruni í ýmsum Afríkuríkjum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu háskólans í Heidelberg í Þýskalandi og Alþjóðabankans. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 276 orð

(Á næstunni)

Gamlir mótorfákar og heyannir Helgina 26. - 27. júlí verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæjarsafni. Laugardaginn 26. júlí verða félagar úr Vélhjólafjelagi gamlingja með hjólin sín á safninu frá kl. 13-17. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Ástand ísbjarnastofna hefur batnað síðastliðin 30 ár

ÁSTAND ísbjarnastofna heimsins hefur batnað mikið undanfarna þrjá áratugi og í könnun sem gerð var fyrir fjórum árum var niðurstaðan sú að staða nærri allra tegunda ísbjarna væri góð. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 340 orð

Batamerki eru sjáanleg

GJALDÞROTUM fjölgaði um 33% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Gjaldþrotaúrskurðir voru 449 fyrri helming ársins í fyrra en 598 í ár. Fjölgunin er áþekk hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 111 orð

BBC á upptöku af samtali við Kelly

BRESKA ríkisútvarpið, BBC , á segulbandsupptöku sem gæti staðfest umdeilda frétt þess um meðferð stjórnvalda á leyniþjónustuupplýsingum í aðdraganda Íraksstríðsins. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Blautur á Reykjanesbrautinni

ÞESSI ferðalangur lét ekki veðrið aftra sér þar sem hann hjólaði eftir Reykjanesbrautinni í átt að Reykjavík í rigningunni í gær. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 145 orð

Bretarnir fá ekki dauðadóm

TVEIR Bretar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, sakaðir um aðild að hryðjuverkastarfsemi, eiga ekki yfir höfði sér dauðarefsingu, að því er Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

Bush og Blair fagna dauða sona Saddams

BANDARÍSK og bresk stjórnvöld fögnuðu dauða sona Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, Uday og Qusay, í gær. Meira
24. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 198 orð | 1 mynd

Búmannslegur kúasmali

JEFF Chris Hallström, 11 ára kúasmali á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, var nokkuð búmannslegur þar sem hann var að reka kýrnar yfir þjóðveginn við bæinn í vikunni. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 231 orð

Danir vilja hækka meiraprófsaldur

DANSKIR umferðarmálasérfræðingar mæla nú með því, að lágmarksaldur til meiraprófs verði hækkaður úr 18 árum í 21 ár hið minnsta. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 334 orð

Dorothy Miller látin

DOROTHY Miller, sem var eiginkona eins frægasta Vestur-Íslendingsins, Sveins Kristjáns Bjarnasonar eða Holger Cahill eins og hann kallaði sig frá þrítugsaldri, lézt 11. júlí síðastliðinn á heimili sínu í Greenwich Village í New York, á 100. aldursári. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Draumurinn færður upp í náttúrulegu umhverfi

NÆSTU helgi verður frumsýnd í Elliðaárdalnum uppfærsla Leikfélagsins Sýnir á hinu sígilda verki Shakespeare Draumi á Jónsmessunótt. Meira
24. júlí 2003 | Austurland | 559 orð | 3 myndir

Draumurinn um húsahótel að veruleika

NÝTT hótel var opnað á Seyðisfirði í vikunni og ber það nafnið Hótel Aldan. Er það svokallað húsahótel og hefur göngu sína í tveimur gömlum húsum í miðbænum. Meira
24. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 668 orð | 3 myndir

Einbeiting skiptir mestu máli

ÞRJÁR stúlkur úr fimleikadeild Gróttu eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku á erlendum mótum í sumar. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 146 orð

Einn ferðamaður enn í lífshættu

ÞRÍTUGUR Hollendingur sem slasaðist í öðru af tveim sprengjutilræðum á ferðamannastöðum á Spáni í fyrradag var enn í lífshættu í gær. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 276 orð

Elsta apóteki landsins breytt í lyfjaútibú

ENGINN lyfjafræðingur verður starfandi í Stykkishólmsapóteki, elsta apóteki landsins, frá og með deginum í dag. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Elstu menn til að þreyta Viðeyjarsund

BÆÐI Viðeyjar- og Engeyjarsund voru synt í gærkvöldi. Þeir Þorgeir Sigurðsson, sem þreytti Viðeyjarsund, og Björn Rúriksson, sem þreytti Engeyjarsund, ákváðu að verða samferða í land og mættust þeir við austasta tanga Engeyjar og syntu sem leið lá í... Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Engin sjáanleg merki um neðansjávargos

JARÐSKJÁLFTAHRINA reið yfir Reykjaneshrygg um síðustu helgi og mældust sterkustu skjálftarnir tæplega 5 á Richter. Skjálftahrinan byrjaði á laugardag og stóð yfir fram á sunnudag. Einn skjálfti um 2 á Richter varð síðan mánudagsmorgun. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fagna nýjum reglum um dýrahald

UMHVERFISSTOFNUN hefur birt nýjar viðmiðunarreglur um dýrahald í atvinnuskyni fyrir katta-, hesta- og hundahald. Meira
24. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Ferðafélag Akureyrar býður upp á létta...

Ferðafélag Akureyrar býður upp á létta göngu í nágrenni Akureyrar í kvöld og verður brottför kl. 19.30. Lagt verður af stað frá húsi Ferðafélagsins, Strandgötu 23. Meira
24. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Ferðamálasetur Íslands og Minjasafnið á Akureyri...

Ferðamálasetur Íslands og Minjasafnið á Akureyri standa í kvöld kl. 20 fyrir gönguferð með leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Gásum , kaupstaðarins frá miðöldum og er þátttökugjald 300... Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 195 orð

Félögum í Hamas og Jíhad ekki sleppt

ÍSRAELSK ráðherranefnd samþykkti í gær að sleppa úr haldi 350 palestínskum föngum á næstu dögum en hindraði hins vegar áform um að sleppa einnig meðlimum herskáu samtakanna Hamas og Íslamska Jíhad. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 334 orð

Forstjóra Löggildingarstofu vikið úr starfi

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra vék í gær Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggildingarstofu, úr embætti vegna óreiðu á fjárreiðum stofnunarinnar. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 896 orð | 1 mynd

Fólk vill virka samkeppni

Atlantsolía mun selja olíu til stórnotenda strax í næstu viku. Stefán Kjærnested segir þrýsting frá neytendum hins vegar hafa ráðið úrslitum um að áformum um smásölu var flýtt til mikilla muna. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð | 3 myndir

Frábær gangur í Haffjarðará

"Áin er ótrúlega vatnslítil og vætan er ekkert að ná hingað, en það veiðist og það er fyrir öllu. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Fundu Svörtu ekkjuna

Þrír starfsmenn Skipaafgreiðslu Suðurnesja, þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson, Gunnar Hafsteinn Sverrisson og Þorsteinn Grétar Snorrason, fundu baneitraða könguló, hina svokölluðu Svörtu ekkju, þar sem þeir voru að störfum í skipi í Njarðvíkurhöfn í gær. Meira
24. júlí 2003 | Suðurnes | 137 orð

Hagnaður í fyrsta skipti

LIÐLEGA 77 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Bláa lónsins ehf. á árinu 2002 á móti 14 milljóna króna tapi árið áður. Er það í fyrsta skipti sem hagnaður er af starfseminni. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Handtekinn í Hvidovre vegna hasssmygls

ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í Hvidovre í Danmörku í tengslum við smygl á 10 kg af hassi til Íslands. Lögreglan í Hvidovre handtók manninn að beiðni íslensku lögreglunnar í liðinni viku og hann var fluttur til Íslands á laugardag. Meira
24. júlí 2003 | Suðurnes | 313 orð | 1 mynd

Hef alltaf haft örugga sumarvinnu

"ÉG hef alltaf verið með örugga vinnu á sumrin, þar til í ár. Það var því fínt að fá vinnu hjá bænum," sagði Helgi Már Helgason, flokksstjóri í bæjarvinnunni hjá Grindavíkurbæ. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hrifsuðu veski af konu

LÖGREGLAN í Reykjavík sleppti í gær tveimur stúlkum um tvítugt úr haldi en þær voru handteknar, grunaðar um að hafa rænt konu við Hlemmtorg á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Hugsi í hlaðinu

Í blíðviðri dagsins situr 93. ára öldungurinn Filippus Hannesson á Núpsstað og nýtur sólarinnar á dyrahellunni í rólegri íhugun. Allan guðslangan daginn er straumur ferðamanna þar um hlaðið til að berja augum fegurð bænhússins. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 271 orð

Hvetur Íraka til mótspyrnu

RÖDD sem eignuð er Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, varar við því að stríðinu gegn bandalagsherjunum í Írak sé ekki lokið í ávarpi sem sent var út á Al- Arabiya-sjónvarpsstöðinni, sem hefur höfuðstöðvar í Dubai, í gærmorgun, degi eftir að synir... Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 466 orð

(Í dag)

Sumarhátíð Byrgisins Fjölskylduhátíð Byrgisins verður haldin á Ljósafossi í Grímsnesi dagana 24.-27. júlí. Hægt er að dvelja staka daga, eða gista í tjaldi á góðu tjaldsvæði. Hátíðardagskrá Byrgisins ber yfirskriftina "Gegn eitri í æð 2003". Meira
24. júlí 2003 | Landsbyggðin | 53 orð

Í tilefni af Vestur-Íslendingadeginum á Hofsósi...

Í tilefni af Vestur-Íslendingadeginum á Hofsósi laugardaginn 26. júlí sýnir Freyvangsleikhúsið leikritið Kímniskáldið KN (Káinn) í Höfðaborg, Hofsósi, kl. 21. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Krabbameinsfélagið afhenti vinning

NÝLEGA var afhentur aðalvinningur í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins, sem dregið var í 17. júní sl. Vinninginn, sem var bifreið af gerðinni BMW 3181 SE, hlaut Steinar Erlendsson. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð

Kærði þrjá menn fyrir nauðgun

STÚLKA um tvítugt hefur kært þrjá menn á svipuðu reki fyrir misneytingu, en undir það brot falla m.a. svonefndar svefnnauðganir. Atvikið mun hafa átt sér stað í Bolungarvík 13. júlí sl. en vegna ölvunar gat stúlkan ekki spornað við verknaðinum. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Leiðrétt

Hilmar Örn leikur orgelverk Í frétt í blaðinu í gær, um tónleika í Skálholtskirkju um helgina, var ranglega sagt að í tónlistarstund fyrir messu verði fluttir kaflar úr "Sjö orðum Krists á krossinum". Meira
24. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 316 orð

Leyfi framlengt til áramóta

GRÆNLANDSFLUG hefur fengið framlengt bráðabirgðaleyfi til áætlunarflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar til næstu áramóta. Félagið hefur flogið tvisvar í viku frá 28. apríl síðastliðnum, á mánudögum og fimmtudögum. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 298 orð

Margir leikskólastjórar á öðru máli

SKOÐANIR Sigríðar Stefánsdóttur, leikskólastjóra Hagaborgar, á sumarlokunum leikskóla koma Bergi Felixsyni, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, ekki á óvart. Meira
24. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 428 orð

Markmiðið að halda fjölskylduhátíð af bestu gerð

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN "Ein með öllu!" verður haldin á Akureyri um komandi verslunarmannahelgi. Þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin undir sömu formerkjum, sem fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Menntaður í jarðskjálftaverkfræði

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Björn Inga Sveinsson verkfræðing sem sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við af Stefáni Hermannssyni borgarverkfræðingi sem lætur af störfum um miðjan ágúst. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Milljón dalir fyrir holu í höggi

GOLFKLÚBBURINN Keilir stendur fyrir opnu golfmóti nk. laugardag þar sem rausnarleg verðlaun eru í boði fyrir holu í höggi. Ein milljón dollara, eða áttatíu milljónir íslenskra króna, býðst þeim sem nær holu í höggi á þessu móti. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Mótmæla vændishúsaáætlun Grikkja

SJÖ ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum sendu í gær mótmælabréf til borgarstjórans í Aþenu þar sem þeir lýsa "viðbjóði" sínum á þeirri áætlun Grikkja að fjölga rekstrarleyfum vændishúsa fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Náttúrufræðistofnun leggur til bann við rjúpnaveiði í haust

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ leitar nú umsagna við tillögu Náttúrufræðistofnunar um bann við rjúpnaveiði í haust, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Neistinn sigraði á héraðsmóti HSS í Sævangi

ÞAÐ var UMF Neistinn á Drangsnesi sem fagnaði sigri í stigakeppni ungmennafélaga á Ströndum þegar héraðsmót þeirra var haldið í Sævangi á dögunum. Fjölmargir keppendur á öllum aldri voru saman komnir í ágætis veðri og ungmennafélagsandinn réð ríkjum. Meira
24. júlí 2003 | Landsbyggðin | 207 orð | 1 mynd

Nikulásarmótið fór fram á Ólafsfirði

NIKULÁSARMÓTIÐ var haldið í Ólafsfirði um helgina, en það er tveggja daga fótboltamót. Þetta er eitt fjölmennasta mót í fótbolta sem haldið er á landinu á hverju sumri. Meira
24. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 166 orð | 1 mynd

Nú standa yfir sýningarnar: Ketilhúsið .

Nú standa yfir sýningarnar: Ketilhúsið . Hlynur Hallsson, BÍÓ - KINO - MOVIES í aðalsal. Senja Vellonen, bókverk á svölum. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, stuttmynd um undirbúning 40 sýninga á 40 dögum eftir Arnar Ómarsson. Fimmtudagur 24. Meira
24. júlí 2003 | Landsbyggðin | 208 orð | 1 mynd

Nýir eigendur taka við Hótel Hvolsvelli

GÓÐUR matur á lágu verði og góð þjónusta eru aðaláhersluatriði nýrra eigenda Hótels Hvolsvallar á Hvolsvelli. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Nýttar til fólksflutninga til og frá Líberíu

BJÖRGUNARÞYRLUR úr 56. björgunarsveitinni sem staðsett er í herstöðinni á Miðnesheiði hafa undanfarna daga verið nýttar til björgunarstarfa og fólksflutninga milli Sierra Leone og Líberíu. Meira
24. júlí 2003 | Miðopna | 1213 orð | 2 myndir

"Uppreisnin hefur verið of óskipulögð"

Hjónin Sveinn Rúnar Hauksson læknir og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi eru nýkomin úr ferðalagi til Palestínu. Þau sögðu Davíð Loga Sigurðssyni hvað hefði drifið á daga þeirra í ferðinni. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Risahaglél í Þýskalandi

VEGFARANDI sýnir haglél, næstum á stærð við golfkúlur, sem féll til jarðar í þrumuveðri í Göppingen í Suðvestur-Þýskalandi í fyrradag. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sala Landssímans undirbúin í haust

HAFINN verður undirbúningur að sölu á hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. í haust. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð

Samstarf í nettengingum

XODUS ehf. og Elnet Tækni eru komin í samstarf um að bjóða háhraðanettengingar um gervihnött. Um er að ræða nettengingar með allt að 4mb gagnaflutningshraða, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Sérkennilegur bruni við sorpstöð

LIÐSMENN Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir út vegna mjög sérkennilegs bruna við stöðvarhús Sorpstöðvar Suðurlands síðdegis í gær. Mikill reykur hafði myndast við einn vegg hússins og átti upphaf hálfan metra ofan í jörðinni. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð

Stakkanesið enn í slipp

VIÐGERÐ stendur enn yfir á Stakkanesinu, skipinu sem notað er við björgun á flaki Guðrúnar Gísladóttur. Meira
24. júlí 2003 | Miðopna | 1720 orð | 1 mynd

Stefnt að viðræðum í náinni framtíð

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ljóst að Hvíta húsið hafi tekið ákveðna forystu í viðræðum um framtíð varnarsamstarfsins. Hann segir að enn sé ekki kominn flötur til að halda nýjan samningafund en mikilvægt að málið sé komið í þennan tiltekna stjórnmálalega farveg. Meira
24. júlí 2003 | Landsbyggðin | 352 orð | 1 mynd

Sterkasti Strandamaðurinn

ÞAÐ er ekki ólíklegt að staðhættir við Steingrímsfjörð á Ströndum hafi eitthvað með þá staðreynd að gera að þaðan koma bæði Strandamaðurinn sterki Hreinn Halldórsson og Sverrir Guðbrandsson sem sigraði í kraftakeppni á sumarhátíð í Sævangi annað árið í... Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Strengur gerir samninga

STRENGUR hf. og Hreyfing hafa gert með sér samning um innleiðingu Infostore og MBS - Navision verslunar- og viðskiptahugbúnaðar hjá Hreyfingu. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 173 orð

Sviksamur ættingi Saddams?

AÐ SÖGN talsmanns Bandaríkjahers nýtur heimildarmaðurinn sem sagði til um dvalarstað sona Saddams nú verndar. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

Tekjurnar lækka um 80 milljónir

"TEKJURNAR lækka um tæplega 80 milljónir," segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, um þá ákvörðun landbúnaðarráðherra að lækka greiðslumark mjólkur um eina milljón lítra á næsta verðlagsári, sem hefst 1. september... Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Tengja saman sveit og borg í eitt orkusvæði

GENGIÐ hefur verið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á hitaveitu Hlíðamanna sf. í Biskupstungum. Meira
24. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 177 orð

Varað við kolefnisslysi

GEYSIMIKIÐ af kolefni er bundið í jarðlögum undir jarðskorpunni og hugsanlegt er, að hluti af því gæti leyst úr læðingi við mikil eldsumbrot. Það gæti aftur skorið niður við trog allt líf á jörðinni, líkt og gerðist fyrir rúmlega 200 milljónum ára. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Verðlaun í Sumarleik Strætó

STRÆTÓ BS. bauð þátttakendum í sumarleik Strætó til sumargleði á Ylströndinni í Nauthólsvík, fyrir skömmu. Þær Þóra Karítas og Maríkó Margrét úr Hjartslætti á Skjá einum veittu heppnum þátttakendum úr sumarleiknum verðlaun. Meira
24. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 554 orð

Viðskiptin 75% yfir meðalveltunni

MIKIL hreyfing er nú á fasteignamarkaði og er húsnæðiskaupsvelta á höfuðborgarsvæðinu óvenju há um þessar mundir. Í síðustu viku var veltan á höfuðborgarsvæðinu um 4,2 milljarðar, sem er 75% hærri en hún var að meðaltali síðustu 12 vikur þar á undan. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 2003 | Staksteinar | 321 orð

- Austurbæjarbíó

Hákoni Skúlasyni varaformanni SUF er annt um Austurbæjarbíó, að því er fram kemur á www.hrifla.is. Austurbæjarbíó hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð fyrst sem fjölmenningarhús og svo sem kvikmyndahús. Meira
24. júlí 2003 | Leiðarar | 445 orð

Hvíta húsið tekur forystu

Það er greinilegt að viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna eru að taka stefnu, sem er líklegri en áður til að skila viðunandi niðurstöðu fyrir Íslendinga. Meira
24. júlí 2003 | Leiðarar | 431 orð

Ónauðsynleg dráp á dýrum

Reglulega birtast hér í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum frásagnir og myndir af veiðum á villtum dýrum, svo sem ljónum, ísbjörnum, nautum, hreindýrum og fleiru. Umdeildar veiðar tíðkast víða um heim. Meira

Menning

24. júlí 2003 | Myndlist | 633 orð | 2 myndir

Alþýðulistir og náttúrutöfrar

Sýningarnar eru opnar frá kl. 11-17 alla daga nema þriðjudaga og standa til 28. júlí n.k. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 507 orð | 1 mynd

* ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Heimir trúbador föstudagskvöld.

* ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Heimir trúbador föstudagskvöld. Hljómsveitin Buff laugardagskvöld. * CAFE CENTRAL, Pósthússtræti 17: Misery loves company föstudagskvöld kl. 23:0 til 03:00 Misery loves company laugardagskvöld kl. 00:00 til 03:00. Meira
24. júlí 2003 | Menningarlíf | 20 orð

Café Impremeria, Basel, Sviss Opnuð verður...

Café Impremeria, Basel, Sviss Opnuð verður sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Sýningin er liður í verkinu "40 sýningar á 40... Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 165 orð | 2 myndir

...endurteknum Beðmálum

AÐDÁENDUR bandarísku sjónvarpsþáttanna Beðmála í borginni ( Sex and the City ) eru fjölmargir hér á landi sem víðar. Meira
24. júlí 2003 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Feðgin leika á hádegistónleikum

PÁLÍNA Árnadóttir fiðluleikari og faðir hennar, Árni Arinbjarnarson, organisti Grensáskirkju, leika á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju kl. 12 í dag. Flutt verða verk eftir Händel, Bach og Vivaldi. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 299 orð | 2 myndir

HLJÓMSVEITIRNAR Coldplay og Radiohead eru ásamt...

HLJÓMSVEITIRNAR Coldplay og Radiohead eru ásamt fleirum tilnefndar til bresku Mercury -verðlaunanna, en tilnefningarnar voru kynntar á þriðjudaginn. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Kidman kveður von Trier

BÚIÐ er að afskrifa fyrirætlanir um frekara samstarf áströlsku leikkonunnar Nicole Kidman og danska leikstjórans Lars von Trier. Þau Lars og Nicole unnu saman að myndinni Dogville sem þótti best mynda á Cannes kvikmyndahátíðinni fyrr í sumar. Meira
24. júlí 2003 | Leiklist | 851 orð | 1 mynd

Kona sem Kristsgervingur

Höfundur og leikstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Eyvindur Erlendsson, Margrét Ákadóttir, María Ellingsen, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðmundur Ó Guðmundsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir, Kormákur Örn Axelsson, Snæbjörn Áki Friðriksson, Erna María Ragnarsdóttir. Leikmynd og búningahönnun: Olga S. Bergmann, Tónlist: Guðmundur Ó. Guðmundsson og Margrét Ákadóttir. Sýnt í Skálholti, 18. júlí, 2003 Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

LeBlanc með eigin þátt?

HUGMYNDIR eru uppi í Hollywood um að einn vinanna, sem Matt LeBlanc leikur, fái eigin þátt. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 446 orð | 1 mynd

Minnisstæð leikstjórn forsetans

ALÞJÓÐALEIKAR þroskahamlaðra voru haldnir í Dyflinni á Írlandi dagana 21. til 29. júní. Stór hópur fór á vegum íslands og dvaldi hópurinn í bænum Newry á Norður-Írlandi við gott yfirlæti. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Nýhil lýkur ljóðaleiðangri um landið

LISTAHÓPURINN Nýhil hefur verið á ferð um landið síðustu vikurnar og haldið ljóðakvöld í völdum plássum á landsbyggðinni. Ljóðakvöld Nýhils eru með nokkuð óhefðbundnu sniði og síst minni áhersla lögð á almenna skemmtun, tónlist og djamm en á ljóðin... Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Pablo Fransisco á leið til Íslands

EINN af þekktari uppistandsgrínistum Bandaríkjanna, Pablo Fransisco, er á leið til Íslands. Meira
24. júlí 2003 | Menningarlíf | 600 orð | 1 mynd

Stefnumót í spéspegli

LEIKFÉLAGIÐ Ofleikur frumsýnir í kvöld Date í Iðnó kl. 20. Leikritið samdi Jón Gunnar Þórðarson, stofnandi Ofleiks og leikstjóri sýningarinnar, í samvinnu við leikhópinn. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 332 orð | 2 myndir

Teiknimynd um Egil Skallagrímsson í bígerð

DANSKA teiknimyndaverksmiðjan TV-Animation vinnur um þessar mundir að framleiðslu teiknimyndar eftir Egils sögu Skallagrímssonar. Mikkel A. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 127 orð | 3 myndir

Tekið upp í Kópavogi og Reykjavík

NÝTT myndband hljómsveitarinnar Quarashi verður frumsýnt í þættinum 70 mínútum á PoppTíví í kvöld en það er við glænýtt lag sveitarinnar, "Mess it up". Lagið hefur hljómað að undanförnu á öldum ljósvakans við nokkrar vinsældir. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Tökur hafnar á Niceland

TÖKUR á mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Niceland , eftir handriti Huldars Breiðfjörð hófust í Keflavík í vikunni. Meira
24. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 319 orð

Öldur í andvara Susumu Yokota er...

Öldur í andvara Susumu Yokota er óhemju afkastamikill japanskur raftónlistarmaður. Yokota sendi frá sér skífuna The Boy and The Tree á síðasta ári en hún barst í 12 Tóna fyrir skemmstu. Meira

Umræðan

24. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 657 orð

Aldagömul hefð

Í HAMRABORG 20A í Kópavogi er rekin kínversk nuddstofa og er hún rekin af fagfólki sem nýtir þessa aldagömlu hefð fyrir nálarstungum ásamt sjúkranuddi til þess að aðstoða fólk sem af einhverjum ástæðum á við stoðkerfisvandamál að etja. Meira
24. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 99 orð | 1 mynd

Hörð örlög

ÉG UNDIRRITAÐUR vil vekja athygli á hörmulegu bílslysi sem átti sér stað í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári. Ung íslensk stúlka, Lóa Taylor, búsett í Bandaríkjunum, er nú bundin við hjólastól og í öndunarvél eftir slysið. Meira
24. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 398 orð | 1 mynd

Kannast þú við bóndabæinn?

Kannast þú við bóndabæinn? ÞESSI mynd var tekin í leiðangri Svía til Íslands sumarið 1911. Ferðafélagarnir voru myndlistarmaðurinn Albert Engström og grasafræðingurinn Thorild Wulff. Meira
24. júlí 2003 | Aðsent efni | 992 orð | 1 mynd

Með hagsmuni borgarinnar að leiðarljósi

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson oddviti minni hluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir í grein í Morgunblaðinu í gær að stjórnsýslu borgarinnar hafi hnignað á undanförnum árum. Ekki verður undan því vikist að bregðast við þeirri staðhæfingu. Meira

Minningargreinar

24. júlí 2003 | Minningargreinar | 2153 orð | 1 mynd

GUÐRÚN HULDA JÓHANNESDÓTTIR

Guðrún Hulda Jóhannesdóttir fæddist á Patreksfirði 20. apríl 1927. Hún lést á LSH við Hringbraut 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Bergþór Gíslason, f. 10. desember 1889, d. 9. ágúst 1976, og Svanfríður Guðfreðsdóttir, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2003 | Minningargreinar | 120 orð

HERMANN SVEINBJÖRNSSON

Ég hef ekki séð mann taka jafn illu hlutskipti með jafn miklu æðruleysi og Hermann Sveinbjörnsson þegar hann fyrir ári eða svo greindist með illvígt krabbamein. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2003 | Minningargreinar | 35 orð

HERMANN SVEINBJÖRNSSON

Elsku frændi minn. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stundirnar sem ég var svo heppinn að eiga með þér og Möttu, ég mun sakna þín og aldrei gleyma þér þakka þér fyrir allt. Þinn... Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2003 | Minningargreinar | 5248 orð | 1 mynd

HERMANN SVEINBJÖRNSSON

Hermann Þorvaldur Sveinbjörnsson fæddist í Neskaupstað 5. mars 1949. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 16. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 22. júlí. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2003 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

KRISTÍN EINARSSON

Kristín Einarsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1914. Hún lést í Sóltúni 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Bjarnason, f. í Hjallakróki í Ölfusi 3. des. 1867, d. 5. mars 1946, og Guðný Magnúsdóttir, f. á Mel í Þykkvabæ 28. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2003 | Minningargreinar | 222 orð | 1 mynd

SIGURÐUR JÓNSSON

Sigurður Jónsson frá Einarsstöðum í Reykjadal fæddist 23. janúar 1920. Hann lést á Sóltúni í Reykjavík 18. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 3. júlí. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2003 | Minningargreinar | 1323 orð | 1 mynd

SOFFÍA GÍSLADÓTTIR

Soffía Gísladóttir fæddist að Hofi í Svarfaðardal 15. mars árið 1906. Hún lést þann 18. júlí síðastliðinn á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Aðalrós Þórðardóttir húsfreyja, f. 29. sept. 1869 í Holárkoti, d. 28. jan. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

24. júlí 2003 | Neytendur | 62 orð | 1 mynd

Brauðsalöt í Hagkaupum

BRAUÐSALÖT frá Jóa Fel eru nú komin í verslanir Hagkaupa. Salötin eru framleidd eftir sérstakri uppskrift Jóa Fel, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
24. júlí 2003 | Neytendur | 82 orð | 1 mynd

Frosnir, belgískir kleinuhringir

HEILDVERSLUNIN Dreifing ehf. hefur byrjað innflutning og sölu á frosnum kleinuhringjum frá belgíska fyrirtækinu Poppies, en frystivörur frá því fyrirtæki hafa verið á markaði um langt skeið, segir í tilkynningu fá innflytjanda. Meira
24. júlí 2003 | Neytendur | 100 orð | 1 mynd

Herralína með einiberjaolíu

VERSLUNIN L'Occitane hefur byrjað innflutning á nýrri herralínu sem inniheldur einiberjailmkjarnaolíu. Í tilkynningu frá innflytjanda segir að varan komi jafnvægi á fitu- og bakteríumyndun í húðinni. Meira
24. júlí 2003 | Neytendur | 638 orð

Nauta- og svínakjöt víða á tilboðsverði

BÓNUS Gildir 24.-27. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Svínakótilettur frá Ali 499 898 499 kr. kg Gulkaffi, 500 g 169 199 338 kr. kg Spaghetti 69 75 69 kr. kg Núðlur, 85 g 19 29 223 kr. kg Sveppir í dós, 425 g 59 65 138 kr. Meira
24. júlí 2003 | Neytendur | 122 orð | 1 mynd

Plástrar sem vara við sólbruna

AFTONBLADET í Svíþjóð greinir frá plástri með innbyggðum geislunarvara sem nemur magn útfjólublárra geisla og sýnir hversu lengi er óhætt að vera í sólbaði. Að sögn blaðsins skiptir plásturinn litum þegar hæfilegt magn sólargeisla hefur skinið á húðina. Meira
24. júlí 2003 | Neytendur | 260 orð

Vangaveltur um verðmun á jarðarberjum

Hvers vegna kostar 250 g askja af hollenskum jarðarberjum 269 krónur í Hagkaupum en 87 krónur í verslun Bónuss? spyr viðskiptavinur. Meira

Fastir þættir

24. júlí 2003 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, Austur-Landeyjum verður fimmtugur 27. júlí nk. Eiginkona hans er Agnes Antonsdóttir, þau verða með opið hús í Gunnarshólma, Austur-Landeyjum, laugardaginn 26. júlí nk. frá kl.... Meira
24. júlí 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 24. júlí er áttræð Guðrún K. Karlsdóttir, Unufelli 48, Reykjavík. Guðrún tekur á móti ættingjum og vinum í Gaflinum í Hafnarfirði laugardaginn 26. júlí milli kl. 15 og... Meira
24. júlí 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Magnea Bjarnadótt ir verður níræð fimmtudaginn 31. júlí, í tilefni þeirra tímamóta tekur hún á móti vinum og vandamönnum á Hótel Örk, Hveragerði, laugardaginn 26. júlí frá kl.... Meira
24. júlí 2003 | Dagbók | 163 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Meira
24. júlí 2003 | Viðhorf | 916 orð

Blair eða BBC?

[...] það er synd að Tony Blair skyldi ekki halda aftur af bolabít sínum, Alistair Campbell, þegar hann blés til sóknar gegn BBC. Meira
24. júlí 2003 | Fastir þættir | 225 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Eitt föstudagskvöld í sumarbrids tók Hermann Friðriksson upp þessa fallegu 18 punkta hönd: Norður &spade;ÁKG &heart;DG54 ⋄G &klubs;KDG103 Það er siður á föstudagskvöldum að slá upp sveitakeppni í tvímenningslok fyrir nátthrafnana og þaðan er spilið... Meira
24. júlí 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 24. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli, hjónin Björg Ragnheiður Árnadóttir og Ármann J. Lárusson . Þau fagna þessum merkisdegi í faðmi fjölskyldunnar á heimili dóttur þeirra og... Meira
24. júlí 2003 | Dagbók | 201 orð | 1 mynd

Menningardagskrá í Skálholti

UM næstu helgi, dagana 26.-27. júlí, er fjölbreytt dagskrá í Skálholti og býður Skálholtsskóli upp á sérstakt helgartilboð svo að fólk geti notið hennar sem best. Meira
24. júlí 2003 | Dagbók | 102 orð

Mig langar

Þegar morgunsins ljósgeislar ljóma, þegar leiftrar á árroðans bál, heyri ég raddir í eyrum mér óma, koma innst mér frá hjarta og sál: - Hér er kalt, hér er erfitt að anda, hér er allt það, sem hrærist, með bönd! Meira
24. júlí 2003 | Dagbók | 509 orð

(Mk 13, 27.)

Í dag er fimmtudagur 24. júlí, 205. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. Meira
24. júlí 2003 | Fastir þættir | 404 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

KANNSKI er það af því við komum sjóleiðina og teljumst ekki hefðbundnir túrhestar ... en ég hef aldrei hitt gestrisnara, örlátara og vinalegra fólk en Íslendinga. Meira

Íþróttir

24. júlí 2003 | Íþróttir | 157 orð

Alfreð Gíslason hjá Magdeburg til 2007

ALFREÐ Gíslason, þjálfari handknattleiksliðs Magdeburgar í Þýskalandi, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við liðið - til ársins 2007. Alfreð gerðist þjálfari hjá Magdeburg 1999, er hann kom til liðsins frá Hameln. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 259 orð

Birgir Leifur eini meistarinn úr Eyjum

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er eini keppandinn á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst í dag í Vestmannaeyjum sem hefur orðið meistari á þeim velli. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Björgvin með fjörutíu ár í röð

BJÖRGVIN Þorsteinsson, kylfingur úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, verður að sjálfsögðu meðal keppenda á Íslandsmótinu í Eyjum og er þetta fertugasta Íslandsmótið í röð sem hann tekur þátt. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 87 orð

Brynjar Björn lék með Forest

BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu kom stuðningsmönnum enska 1. deildarliðsins Nottingham Forest á óvart í gær er hann kom inná sem varamaður í vináttuleik liðsins gegn Ajax í Nottingham. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Fjórtán kylfingar eru undir núlli í forgjöf

FJÓRTÁN keppendur á Íslandsmótinu í Eyjum eru með forgjöf skráða undir núllinu, eru sem sagt með mínus í forgjöf. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

* FRANSKI leikmaðurinn Christian Caillat, 29...

* FRANSKI leikmaðurinn Christian Caillat, 29 ára, mun taka við hlutverki Patreks Jóhannessonar hjá þýska handknattleiksliðinu Essen. Caillat lék með Wilhelmshaven. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 95 orð

Fækkað eftir tvo hringi

KEPPENDUR á Íslandsmótinu í Eyjum eru 112 talsins, 96 karlar og 16 konur. Eftir að leiknar hafa verið 36 holur, 18 holur á dag, verður keppendum fækkað í samræmi við reglugerð. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 204 orð

GA og GR standa jafnt að vígi á Íslandsmóti

TVEIR golfklúbbar hafa sigrað langoftast á Íslandsmóti karla í höggleik frá því fyrst var keppt árið 1942. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Reykjavíkur hafa tuttugu sinnum átt Íslandsmeistara í meistaraflokki karla hvor klúbbur. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 52 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Valur 19.15 Laugardalur: Þróttur R. - ÍA 19.15 Kaplakriki: FH - KA 19.15 Grindavík: Grindavík - Fylkir 19.15 1. deild karla: Varmá: Afturelding - Stjarnan 20 2. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 71 orð

Jakob bætti met sitt

EINN íslenskur sundmaður tók þátt í undanúrslitum í gær á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Barcelona á Spáni, en Jakob Jóhann Sveinsson endaði í 16. sæti í 200 metra bringusundi á tímanum 2.15,27 mín. og komst því ekki í úrslit. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

* JAMES Gibson varð fyrsti breski...

* JAMES Gibson varð fyrsti breski sundmaðurinn til þess að verða efstur á palli á HM í sundi í 30 ár er hann kom fyrstur í mark í 50 metra bringusundi í Barcelona í gær. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 100 orð

Julian á Skaganum til 2005

FÆREYSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Julian Johnsson, skrifaði í gær undir samning við ÍA sem gildir út leiktímabilið 2005. Julian kom til liðsins í sumar til reynslu og hefur gengið vel að aðlagast íslenskri knattspyrnu. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 256 orð

KNATTSPYRNA KR - FC Pyunik 1:1...

KNATTSPYRNA KR - FC Pyunik 1:1 Laugardalsvöllur, Meistarakeppni Evrópu, fyrsta umferð í forkeppni, seinni leikur, miðvikudagur 23. júlí 2003. Aðstæður: Hægur andvari, rigning á köflum, völlur blautur, en góður. Mörk: Arnar Gunnlaugsson 80. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

* MANCHESTER City hefur keypt Paul...

* MANCHESTER City hefur keypt Paul Bosvelt frá Feyenoord samkvæmt breskum fjölmiðlum. Bosvelt er 33 ára gamall miðjumaður og hefur leikið með hollenska landsliðinu í knattspyrnu. City þarf að greiða Feyenoord um eina milljón ísl. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 134 orð

Ólafur Gottskálksson frá í mánuð

ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Grindvíkinga, verður frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar í það minnsta. Ástæðan er eymsli í hálsi sem hann hefur verið með í allt sumar, eftir að hann lenti í árekstri við samherja í leik í vor. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 657 orð | 1 mynd

Pyunik of stór biti fyrir KR

Agvan Mkrtchyan er ekki þekktasti knattspyrnumaður sem hefur stigið á stokk á Laugardalsvelli í gegnum tíðina en sá hinn sami sá til þess að Evrópuævintýri KR árið 2003 rann skeið sitt á enda í gær. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 593 orð | 1 mynd

"Ég fæ einstakt tækifæri í Dallas"

"EFTIR að hafa séð NBA-deildina úr meiri nálægð en áður tel ég að þeir sem þar leika séu ekki á þannig stalli að ekki sé hægt að nálgast þá. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 463 orð | 3 myndir

Stefni að 100% nýtingu í Eyjum

"VÖLLURINN er meiriháttar góður og allar breytingar sem gerðar hafa verið eru til fyrirmyndar. Röffið hefur verið sprengt upp og er hátt og þungt, brautirnar þrengdar og eru sums staðar ekki nema fimm til sex metrar á lendingarsvæðinu, þannig að þetta er alvöru," sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann lék á vellinum á mánudag og þriðjudag, en sleppti því í gær vegna rigningar. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 156 orð

Úrvalshópur á Canonmótinu

ÞAÐ verður sannkallaður úrvalshópur kylfinga sem tekur þátt í Canon-mótinu í golfi á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði á mánudaginn. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 74 orð

Vallarmet Birgis Leifs

ÞEGAR Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í Eyjum árið 1996 setti hann vallarmet þegar hann lék völlinn á 64 höggum og stóð það met þangað til í fyrra að Helgi Dan Steinsson lék völlinn á 63 höggum. Meira
24. júlí 2003 | Íþróttir | 63 orð

Örn setti met í Barcelona

ÖRN Arnarson setti Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Barcelona í gær, er hann synti á 50,59 sekúndum í undanrásum. Hann bætti eigið met um tæpa sekúndu. Örn varð 32. af 161 keppanda, en Heiðar Ingi Marinósson varð í 73. Meira

Úr verinu

24. júlí 2003 | Úr verinu | 1957 orð | 4 myndir

Áframeldi þorsks í kví Keikós

Fyrirtækið Kví ehf. í Vestmannaeyjum er í eigu nokkurra núverandi og fyrrverandi útgerðarmanna. Hugur þeirra stendur til að ala þorsk, sem veiddur er úti fyrir Eyjum, í kvíum þar til hann nær heppilegri sláturstærð. Árni Hallgrímsson kynnti sér veiðarnar og eldið, sem eru hvort tveggja erfið og vandasöm. Einnig verða gerðar rannsóknir á aðstæðum til eldis og á vexti fisksins. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 151 orð | 1 mynd

Breiðafjörðurinn eins og eyðimörk

VEGNA aflaleysis í Breiðafirði hefur fjöldi handfærabáta, farið frá Ólafsvík til Skagastrandar þar sem á vísan er að róa. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 217 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Lúða 250 250 250...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Lúða 250 250 250 35 8,750 Skarkoli 146 146 146 356 51,976 Skötuselur 183 183 183 14 2,562 Steinbítur 86 69 76 2,311 176,131 Und.Ýsa 26 26 26 155 4,030 Und. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 182 orð

Góð kolmunnaveiði síðustu dagana

KOLMUNNAVEIÐI hefur gengið vel að undanförnu en fjögur skip hafa landað rúmlega sex þúsund tonnum það sem af er vikunni. Kolmunnakvótinn er skv. úthlutun Fiskistofu frá 5. júlí sl. 547.000 tonn. Hinn 23. júlí voru komin á land 277. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 480 orð | 1 mynd

Hlýtur 26 milljónir til rannsókna á lúðu frá norska rannsóknarráðinu

NÝVERIÐ ákvað stjórn norska rannsóknarráðsins að styrkja verkefnið "Accelerated intensive production of juvenile halibut: the impact of environmental regulation and water quality" (Aukin framleiðsla í matfiskeldi lúðu: áhrif umhverfisþátta og... Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 138 orð

Hætta að greiða fyrir pappírsfisk

EB OG Grænlendingar eru að ganga frá samkomulagi sem leiðir til þess að sambandið hætti að greiða fyrir veiðileyfi á fiski sem ekki veiðist vegna slæmrar stöðu viðkomandi fiskistofna, svokölluðum pappírsfiski. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 263 orð | 1 mynd

Laxareykingin arðbær

VERÐFALL á eldislaxi hefur leitt til gjaldþrota og greiðslustöðvana í norska laxeldinu að undanförnu, eftir methagnað árið 2000. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 788 orð | 1 mynd

Markvissar endurbætur í sjávarútvegi Rússa

RÚSSAR eru ein af mestu fiskveiðiþjóðum heims. Floti þeirra er 5.200 skip og bátar og hálf milljón manna vinnur við veiðar og vinnslu. Þá hefur orðið á sú breyting að sjávarútvegurinn skilar miklum tekjum til hins opinbera. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 255 orð | 2 myndir

Ný Guðdís til Keflavíkur

VÉLBÁTURINN Guðdís KE 9 var sjósettur 16. júlí sl. í Sandgerði. Eigandi og skipstjóri er Sigurður Friðriksson útgerðarmaður. "Ég var að kaupa þennan bát sem hét áður Jónína ÍS 140 og var á Bolungarvík. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 144 orð | 1 mynd

Reiði meðal starfsfólks Hussmann & Hahn vegna uppsagna

ALLT að 250 störf kváðu verða lögð niður við sameiningu fiskvinnslufyrirtækisins Hussmann & Hahn í Cuxhaven og fyrirtækisins Pickenpack í Lüneburg í Þýzkalandi, sem er í eigu Samherja. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 278 orð | 1 mynd

Tilraun með áframeldi steinbíts

FYRIRTÆKIÐ Oddi hf. á Patreksfirði stendur fyrir tilraun á áframeldi steinbíts um þessar mundir. Ekki er um mikið magn að ræða enda renna menn blint í sjóinn. Einnig eru gerðar tilraunir með áframeldi þorsks á sama stað. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 302 orð | 1 mynd

Verð á saltfiski hefur hækkað á árinu

SALTAÐAR fiskafurðir eru eini flokkur sjávarafurða, sem hefur hækkað í verði í erlendri mynt á þessu ári. Mælt í SDR hefur vísitala saltaðra afurða í heild farið úr 98,4 í 102,6 frá janúar til maí, en í maí í fyrra var hún 91,4. Meira
24. júlí 2003 | Úr verinu | 446 orð

Það verður enginn óður af því að éta hvalkjöt

EFTIRFARANDI frétt var lesin í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins í síðustu viku: "Færeyingar eru gott dæmi um það að kvikasilfur í líkamanum getur valdið sálrænu tjóni og vakið árásarhneigð manna. Meira

Viðskiptablað

24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 286 orð | 1 mynd

1.300 ára gömul hefð

Sushi er hluti af japanskri matarmenningu og þrátt fyrir að það hafi ekki orðið vinsælt á Vesturlöndum fyrr en fyrir nokkrum árum þá á sushi sér um 1.300 ára langa hefð í Japan. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 150 orð | 1 mynd

AOL selur eignir til að lækka skuldir

FJÖLMIÐLARISINN AOL Time Warner hefur tilkynnt að hann hyggist selja geisla- og mynddiskaframleiðslu sína fyrir 1,05 milljarða Bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmlega 80 milljörðum íslenskra króna. Kaupandinn er kanadíska fyrirtækið Cinram... Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 645 orð

Auðlindabölið

MÖRG þróunarlönd með miklar náttúruauðlindir eru jafnvel enn fátækari en önnur ríki þar sem náttúran er ekki eins gjöful. Það er vegna þess að menn freistast oft til að berjast um náttúruauðlindirnar. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 119 orð

Auknar tekjur hjá Amazon

HLUTABRÉF Amazon netbóksölunnar hækkuðu í verði í gær, eftir að fyrirtækið hafði tilkynnt um afkomu annars ársfjórðungs, sem var betri en spár höfðu gert ráð fyrir. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 438 orð | 1 mynd

Dýr greiðsludreifing og yfirdráttarlán heimila

Á SÍÐUSTU árum hafa Íslendingar búið við talsvert frelsi á fjármálamarkaði og aðgangur að lánsfjármagni er nokkuð greiður. Það er af sem áður var þegar menn biðu í röðum fyrir utan skrifstofu bankastjóra í von um að geta fengið lán. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 513 orð | 1 mynd

Einstaklingar læra á ólíkan hátt

Bandaríski sálfræðingurinn Howard Gardner, sem er frumkvöðull í leiðtogafræðum, verður gestur Verslunarráðs Íslands í kvöldverði 8. ágúst næstkomandi. Hér er stuttlega fjallað um helstu kenningar hans. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 338 orð | 1 mynd

Fleiri brúðkaup í betri tíð

ÞEGAR fjöldi hjónavígslna á ári er skoðaður í samhengi við einkaneyslu fást áhugaverðar niðurstöður. Frá því á síðari hluta níunda áratugarins virðist fjöldi hjónavíglsna sveiflast í sömu átt og einkaneysla. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd

Íslensk auglýsing fyrir Kellogg's á erlendan markað

KELLOGG'S í Bretlandi hefur ákveðið að auglýsing Íslensku auglýsingastofunnar fyrir Just Right-morgunkornið frá Kellogg's verði sýnd á Grikklandi, Kýpur og Möltu. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 453 orð | 1 mynd

Íslenskt og hollt

Fyrr á þessu ári var Sushismiðjan sett á laggirnar en fyrirtækið framleiðir sushi fyrir finnskan markað. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við feðginin Stefaníu Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra og Ingvar Ágústsson, eiganda fyrirtækisins. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 1532 orð | 2 myndir

Kínverskt kraftaverk?

Efnahagskerfi Kínverja fer ört vaxandi og lungnabólgufaraldurinn hafði ekki umtalsverð áhrif þó að nokkuð slægi í bakseglin. Haraldur Johannessen fjallar um efnahagslífið í Kína, þar á meðal atvinnuleysið, vafasamar hagvaxtartölur og aukinn innflutning. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 993 orð | 2 myndir

Óplægður akur

Farsímavæðingin í Bandaríkjunum hefur tekið flugið og fjölmörg fyrirtæki sjá sér leik á borði. Íslenska fyrirtækið SmartSMS er eitt þeirra, en það býður SMS-þjónustu á yfirverði. Gísli Þorsteinsson ræddi við Halldór Viðar Sanne, framkvæmdastjóra hjá SmartSMS, Inc. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 649 orð | 1 mynd

Skipuleggur brúðkaup útlendinga

VÍÐA erlendis hefur fólk atvinnu af því að skipuleggja brúðkaup. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir slíkri starfsemi hér á landi. Fjöldi þjónustuaðila tekur að sér hluta af brúðkaupsundirbúningi en heildarþjónustuaðilar eru fáir. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 815 orð | 1 mynd

Spámaður í föðurlandi

Flestum hefur reynst erfitt að hafa rétt fyrir sér um þróun fjármálamarkaða yfir löng tímabil. Margir fá sínar fimmtán mínútur af frægð, en fæstir mikið lengri tíma. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 1121 orð | 4 myndir

Stóri dagurinn stækkar

Ef þú giftist mér skal ég "gefa þér gull í tá og góða skó til að dansa á..." segir í kvæðinu. Eyrún Magnúsdóttir biður engan um að giftast sér en henni virðist sem gullið og góðu skórnir skipti miklu máli þegar halda á brúðkaupsveislu. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 428 orð | 1 mynd

Sælkerar kaupa vörumerki Íslenskra matvæla

VERIÐ er að ganga frá kaupum Sælkera á Íslenskum matvælum, sem eru eitt af eldri fyrirtækjum landsins í fullvinnslu sjávarafurða. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 146 orð

Uppsagnir hjá VW í Brasilíu

ÞÝSKI bílaframleiðandinn Volkswagen hefur tilkynnt að hann neyðist til að fækka störfum um 3.933, eða 16%, í útibúi sínu í Brasilíu. Ástæðuna segir hann vera minnkandi eftirspurn og minni sölu í Brasilíu og á fleiri mörkuðum. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 190 orð | 1 mynd

Vandaðir fyrirlestrar

ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, mun kynna dr. Gardner á kvöldverðarfundi Verslunarráðs. Hún segir aðspurð að koma hans til landsins sé feikilega áhugaverð. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 422 orð

Velgengni og vandamál

Nú eru hlutabréf í Baugi Group ekki lengur skráð í Kauphöll Íslands né á öðrum hlutabréfamörkuðum og þess vegna er upplýsingaskylda fyrirtækisins mun takmarkaðri en áður. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 141 orð

Vinnslustöðin kaupir í Stillu

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur keypt 45% hlutafjár í Stillu ehf. fyrir 352 milljónir króna. Stilla ehf. er eigandi fjórðungs hlutafjár í Vinnslustöðinni. Að sögn Sigurgeirs B. Meira
24. júlí 2003 | Viðskiptablað | 210 orð | 1 mynd

Yfirtöku á Olís að ljúka

FAD 1830 hefur tekið ákvörðun um að nýta sér rétt á að fara fram á innlausn á þeim hlutabréfum sem félagið á ekki í Olíuverzlun Íslands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.