HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi var mun meiri en spáð var, eða 2,4%. Var hann 1,4% á fyrsta fjórðungi og talið, að hann yrði 1,5% í apríl til júní.
Meira
BOGI Nilsson ríkissaksóknari álítur það fara þvert gegn markmiðum um skilvirkni og hagkvæmni í rannsóknum á meintum brotum á samkeppnislögum, að tveir aðilar, lögregla og samkeppnisyfirvöld, rannsaki sama málið samhliða.
Meira
STJÓRNVÖLD í Ísrael buðu í gær út réttinn til að byggja 22 nýjar húsbyggingar á landtökusvæðum gyðinga á Gaza. Þar með ganga þau gegn hinum svokallaða Vegvísi til friðar en í honum er kveðið á um að stöðva verði byggingarframkvæmdir á landtökusvæðunum.
Meira
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa samþykkt kröfur Bandaríkjamanna um að S-Kóreumenn, Japanar, Kínverjar og Rússar taki einnig þátt í fyrirhuguðum viðræðum um lausn á deilum um kjarnorkuvopn norðanmanna.
Meira
TÍMARITIÐ The Economist hefur sent Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, opið bréf þar sem skorað er á hann að svara spurningum varðandi ýmislegt á viðskipta- og stjórnmálaferli hans sem blaðið telur vafasamt.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson úr GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sigruðu á Íslands-mótinu í golfi, sem fór fram í Vestmanna-eyjum um síðustu helgi. Á mótinu fagnaði Birgir Leifur sigri á ný eftir sjö ára bið og Ragnhildur eftir fimm ára hlé.
Meira
FRUM-SKÝRSLA Samkeppnis-stofnunar um olíu-félögin var til umfjöllunar hjá fjölmiðlum í vikunni. Í skýrslunni kemur fram að olíu-félögin þrjú hafi haft mikið verð-samráð um langt skeið.
Meira
EKKERT lát er á hörmungum í Líberíu í Afríku. Á þetta einkum við í Monróvíu, höfuðborg landsins, en þar hafa átökin verið hvað hörðust. Um miðja vikuna sendu ríki Vestur-Afríku könnunar-lið til borgarinnar.
Meira
Hvers konar menn eru það sem samþykkja að fara til allra verstu átakasvæða í heiminum til upptökustarfa svo að við hin, sem sitjum í makindum fyrir framan sjónvarpið, getum fengið okkar daglega skammt af fréttum? Davíð Logi Sigurðsson rædd
Meira
EINN vandaðasti laxastigi landsins er við Skuggafoss í Langá á Mýrum, en þegar jafnlítið vatn er í ám og raunin hefur verið lengst af í sumar, eiga laxar það til að gefa fiskvegagerð mannskepnunnar langt nef og sýna henni hvernig forfeður þeirra og...
Meira
ÁLAGNING hátekjuskatts til ríkissjóðs hækkar um 24,7% frá árinu 2002 til 2003, skv. upplýsingum á heimasíðu Ríkisskattstjóra. Þannig var hún rúmlega 1,4 milljarðar í fyrra en tæplega 1,8 milljarðar í ár. Nemur hækkunin um 350 milljónum kr. milli ára.
Meira
HÆKKUN gengis krónunnar skýrir ekki ein þann vanda sem við er að etja í sjávarútvegi. Gengishækkunin hefur vissulega rýrt afkomu sjávarútvegsins frá því í fyrra en þá var hún með besta móti.
Meira
HVER hefði trúað því að óreyndu að legghlífar kæmust aftur í tísku? Fyrir svo skömmu síðan þótti fátt eins hallærislegt og þessir prjónuðu strokkar sem krumpuðust niður kálfa.
Meira
SONJU Bent finnst fátt skemmtilegra en að hanna og sauma föt. Hún er óðum að hasla sér völl í faginu, en svo merkilega vill til að hún er sjálfmenntuð í fatahönnun.
Meira
GARÐABÆR og Hjallastefnan undirbúa nú stofnun grunnskóla sem á að taka til starfa í haust. Starfsemi skólans verður í anda Hjallastefnunnar og verður fyrst í stað kennt á yngstu skólastigum, þ.e.a.s. fimm og sex ára börnum.
Meira
VEÐURKLÚBBURINN á elliheimilinu Dalbæ á Dalvík hefur birt spá sína fyrir verslunarmannahelgina. Klúbburinn birtir reglulega spár sínar og undanfarin tvö ár hefur hann spáð rétt fyrir um veður yfir verslunarmannahelgina.
Meira
Stefán Haukur Erlingsson hefur skorið út í tré frá því hann var strákur og eflist með ári hverju í iðjunni. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit við hjá handlagna rósabóndanum.
Meira
BJÖRGUNARSVEITAR-MENN í Sandgerði drógu hvals-hræ þrjár mílur á haf út á miðvikudaginn. Þar sprengdu þeir hræið í loft upp, en það hafði tvisvar rekið upp í fjöruna á Fitjum við Sandgerði. Lagði af því mikinn óþef sem gerði nær-stöddum lífið leitt.
Meira
Þorvaldur Friðriksson frá Eskifirði var einn eftirsóttasti harmonikkuleikari á Austurlandi hér í eina tíð. Hann samdi líka lög sem fleyg urðu í fjórðungnum og nú hafa nokkur þeirra komið út á geisladiski. Sveinn Guðjónsson rifjar upp þann jarðveg sem tónsmíðar Valda eru sprottnar úr.
Meira
Þegar vötn leggur á veturna verða börnin glöðust allra og binda á sig skauta og trefla. Yfir hásumarið er vatnið þeim einnig uppspretta látlausrar skemmtunar eins og ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa margsinnis tekið eftir. Sigurbjörg Þrastardóttir lýsir vatni fyrir hönd hinna leikglöðu.
Meira
Þrátt fyrir smæð Íslands virðist vera nóg að finna af frambærilegum tónlistar-mönnum hér á landi. Eru Björk Guðmundsdóttir og hljómsveitin Sigurrós líklega frægust erlendis. Aðrar hljómsveitir eru þó einnig að koma sér á framfæri.
Meira
TÖLUVERÐ umferð út úr höfuðborginni var í gær og þyngdist fram á kvöldið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli streymdi fólk að Bakkaflugvelli í allan gærdag og þá þyngdist umferð í Fljótshlíð og Galtalæk í gærkvöld.
Meira
Fréttir
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 113 orð
| 1 mynd
GÍSLI Valur Einarsson greiddi hæstu opinberu gjöld í Vestmannaeyjum 2003, tæpar 12 milljónir króna. Ólafur Ágúst Einarsson, greiddi 10,3 m. kr. í opinber gjöld en hann greiddi jafnframt hæsta útsvarið, rúmar 3,2 m. kr. Smári Steingrímsson greiddi 7,9 m.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 779 orð
| 1 mynd
Sigurður Helgason fæddist árið 1954. Hann stundaði nám í sagnfræði og bókasafnfræði við Háskóla Íslands. Sigurður hefur starfað við kennslu, var upplýsingafulltrúi Umferðarráðs árin 1988 til 2002 en tók þá við starfi sviðsstjóra umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Sigurður er kvæntur Önnu B. Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Meira
BANDARÍKJASTJÓRN hefur, þrátt fyrir mikla leit, enn ekki tekist að hafa upp á háttsettum íröskum vísindamönnum sem geta stutt þá réttlætingu þeirra fyrir Íraksstríðinu að Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, hafi ráðið yfir ólöglegum...
Meira
ÁRMANN Ármannsson, Borgarfjarðarsveit, greiðir hæstu opinberu gjöldin í Vesturlandskjördæmi, samkvæmt álagningarskrá skattstjórans, 19,6 milljónir króna.
Meira
BAUGUR hefur nú yfir að ráða 82,3% hlutafjár í bresku leikfangaversluninni Hamleys og hefur framlengt yfirtökutilboð sitt um sjö daga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í gærkvöldi í kauphöllinni í London.
Meira
HEIMSFERÐIR hyggjast bjóða í fyrsta sinn upp á beint flug til Jamaíku. Að sögn Tómasar J. Gestssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Heimsferða, er um vikuferð að ræða sem farin verður 22. febrúar næstkomandi.
Meira
NÚ þegar mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er að ganga í garð eru ökumenn minntir sérstaklega á það að horfa fram á veginn og standa saman gegn umferðarslysum.
Meira
BÓRAX er efnasamband natríums, bórs, súrefnis og vatns, og ein af náttúrulegum uppsprettum frumefnisins bórs. Bórax er notað í glerung og sem mýkir við lóðningu. Sömuleiðis er það notað í áburð fyrir til dæmis káltegundir, rófur og gulrætur.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 100 orð
| 1 mynd
BRAGI Geir Gunnarsson, Tálknafirði, greiðir hæstu opinberu gjöld í umdæmi skattstjórans á Vestfjörðum eða samtals rúmar 8,2 m.kr. Næsthæstu gjöldin greiðir Jón Björgvin G. Jónsson, Patreksfirði, tæpar 8,2 m.kr.
Meira
BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, dró í efa fullyrðingar bresku stjórnarinnar, sem komu fram í skýrslu sem gefin var út í september í fyrra, um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran frá Afríku, að sögn BBC.
Meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands kynnti í gær verðbólguspá sína og horfur í efnahags- og peningamálum. Útlit er fyrir að vextir muni ekki hækka á næstunni og jafnvel mögulegt að þeir muni lækka tímabundið. Guðrún Hálfdánardóttir kynnti sér ársfjórðungsrit Seðlabankans og ræddi við Birgi Ísleif Gunnarsson seðlabankastjóra sem telur nauðsynlegt að ríkið leggi fram áætlun til nokkurra ára til mótvægis við stóriðjuframkvæmdirnar.
Meira
ÞJÓNUSTUVAKT Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) verður í gangi alla helgina og miðast þjónustan við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut í bílinn.
Meira
1. ágúst 2003
| Akureyri og nágrenni
| 129 orð
| 1 mynd
FYRSTU vestur-afrísku friðargæsluliðarnir verða sendir til Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, á mánudag. Kom það fram hjá framkvæmdastjóra Efnahagssamtaka Vestur-Afríkuríkja í gær að loknum skyndifundi samtakanna í Accra í Ghana.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 130 orð
| 2 myndir
FRIÐRIK Steinn Kristjánsson lyfjafræðingur greiðir hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík samkvæmt álagningarskrá skattstjórans, 95,7 milljónir króna. Sigurður Gísli Pálmason kemur næstur með 71,6 milljónir og Jónína S.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 157 orð
| 1 mynd
NÝJA Þjórsárbrúin er óðum að taka á sig mynd, en svona leit hún út séð úr lofti á dögunum þegar Guðmundur Viðarsson ljósmyndari og Elíeser Jónsson flugmaður áttu leið þar hjá. Elíeser rekur Flugstöðina ehf.
Meira
FULLTRÚAR stjórnvalda í Bandaríkjunum og stalínistastjórnarinnar í Norður-Kóreu skiptust á hörðum ásökunum í gærmorgun og sagði John Bolton, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, að líf margra N-Kóreumanna væri eins og "martröð í víti".
Meira
POPPMINJASAFN Íslands í Bítlabænum Keflavík fékk í gær afhenta gjöf. Skúli Helgason útvarpsmaður gaf safninu nærri því þrjú þúsund hljómplötur. Skúli byrjaði að safna plötum í lok áttunda áratugarins.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 344 orð
| 1 mynd
LJÓSANÓTT sem haldin verður í Reykjanesbæ fyrstu helgina í september verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Þó verður lögð áhersla á að hápunktar verði í dagskránni alla dagana, ekki einungis á laugardeginum sem þó verður áfram aðalhátíðardagurinn.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 127 orð
| 1 mynd
INGIBJÖRG Júlíana Guðlaugsdóttir hélt upp á áttræðisafmælið sitt á miðvikudaginn en hún á 103 afkomendur; 13 börn, 46 barnabörn og 44 barnabarnabörn.
Meira
FÍKNIEFNAEFTIRLIT verður hert verulega um helgina. Lögreglulið víða um land hafa fíkniefnaleitarhunda í sínum röðum og eru þeir á annan tug á landsvísu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra stýrir embættið m.a.
Meira
1. ágúst 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 869 orð
| 1 mynd
GARÐABÆR og Hjallastefnan undirbúa nú stofnun einkarekins grunnskóla í Garðabæ þar sem hugmyndafræði og kennsluhættir Hjallastefnunnar verða höfð að leiðarljósi. Skólinn verður að öllum líkindum í húsnæði Vistheimilisins á Vífilsstöðum.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 362 orð
| 1 mynd
LÖGREGLA um allt land eykur umferðareftirlit verulega um verslunarmannahelgina og starfa embættin náið saman. Umferðardeild ríkislögreglustjóra mun aðstoða lögregluna á landsbyggðinni við eftirlit og þá verður fíkniefnalöggæsla hert verulega.
Meira
SAMANLÖGÐ álagning tekjuskatts og útsvars fyrir árið 2003 nemur 121,6 milljörðum kr. og hækkar um 7% í heild milli ára, rúmlega 6½% á hvern skattgreiðanda. Álagningin nam 113,7 milljörðum kr. árið 2002, en til samanburðar nam hún 98 milljörðum kr.
Meira
Versnandi afkoma í sjávarútvegi hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hefur hátt gengi krónunnar verið talið helsti sökudólgurinn. Fleira kemur þó til að því er fram kemur í ágústhefti Peningamála.
Meira
ÍBÚAR í Hallormsstað una nú hag sínum illa vegna stóraukinnar umferðar um Upphéraðsveg gegnum skóginn, m.a. þungaflutningafarartækja á leið til og frá Fljótsdalsheiði og virkjanasvæðinu við Kárahnjúka.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 260 orð
| 1 mynd
REIÐTYGI og hnakkar, Íslandsferðir, lambakjöt og appelsín er meðal þess sem íslensk fyrirtæki kynna á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem nú fer fram í Herning í Danmörku.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 143 orð
| 1 mynd
FYRIRTÆKIÐ NýOrka hefur hafið samstarf við bandaríska fyrirtækið Millennium Cell Inc. um rannsóknir á mögulegri vinnslu natríumbórhydríðs á Íslandi.
Meira
MÖRG af stærri sveitarfélögum landsins hafa nýtt sér heimildarákvæði í lögum þar sem aflétt var kaupskyldu og forkaupsrétti af félagslegum eignaríbúðum og tekur heimildin til allra félagslegra eignaríbúða í viðkomandi sveitarfélagi.
Meira
ÖLDRUÐ, írösk kona gleðst yfir því að hafa loks fundið vatnsbrunn í grennd við heimili sitt, 30 km suður af borginni Mosul. Íbúar í sveitum Íraks búa við mikla fátækt og þurfa oft að láta sér duga mengað vatn til matargerðar og þvotta.
Meira
MIKLAR framkvæmdir hafa í sumar verið í gangi vegna fyrirhugaðrar færslu Strandvegar um allmarga metra til austurs, allt frá Hegrabraut að Eyrarvegi á Sauðárkróki.
Meira
JAKOB Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að það hefði verið ákveðinn losarabragur á meðferð fjármuna hjá leikfélaginu.
Meira
Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar í vor var boðað að lánshlutfall almennra íbúðalána yrði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna og rætt hefur verið um hækkun hámarkslána.
Meira
FRAMTALDAR skuldir heimilanna jukust um 7,1% frá árslokum 2001 til ársloka 2002, en það er skv. upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu helmingi minni skuldaaukning en varð milli áranna 2000 og 2001. Framtaldar skuldir heimilanna námu um 586,5 milljörðum kr.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 112 orð
| 1 mynd
AFHJÚPAÐUR verður minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli laugardaginn 9. ágúst heima að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og hefst athöfnin kl. 14.
Meira
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir aðkomu fulltrúa menntamálaráðuneytisins að ágreiningi um kostnaðarskiptingu sveitarfélaga við rekstur tónlistarskóla og hvernig fjárhagsstuðningi skuli háttað samkvæmt lögum.
Meira
DAVÍÐ Örn Halldórsson mun opna sýningu á verkum sínum laugardaginn 2. ágúst. Á sýningunni eru um 20 málverk eftir Davíð unnin með blandaðri tækni. Sýningin fer fram í Galleríi Borg á Skagaströnd en þar er jafnframt vinnustofa listamannsins.
Meira
MIKIL hátíðarhöld voru á Seyðisfirði í gær þegar nýju hafnarmannvirkin þar voru formlega tekin í notkun. Höfnin er sérstaklega hönnuð með farþegaferjuna Norrænu í huga, en mun einnig nýtast vel til farþega- og vöruflutninga annarra skipa.
Meira
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar undir stjórn vísindamanna við Berkeley-háskólann sýna töluvert mismunandi erfðaeiginleika í örverum sem búa við svipuð skilyrði en á mismunandi stöðum, að því er kemur fram á vefsíðu Science Daily .
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 105 orð
| 1 mynd
BERGÞÓR Ólason hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Bergþór er 28 ára gamall, fæddur á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Bergþór er að ljúka viðskiptafræðinámi frá Háskóla Íslands.
Meira
NÝR hátíðarfáni Reykjanesbæjar verður tekinn í notkun á Ljósanótt. Hann verður notaður til kynningar á hátíðinni auk þess sem stjórnendur fyrirtækja og íbúar bæjarins verða hvattir til að kaupa fána og flagga á Ljósanótt.
Meira
THEÓDÓR A. Bjarnason, Sauðárkróki, greiddi hæstu opinberu gjöldin í Norðurlandsumdæmi vestra 2003 eða samtals tæpar 6,8 milljónir króna. Næstur kemur Lárus Þór Jónsson, Hvammstanga, með rúmar 6,3 milljónir króna. Ágúst Oddsson, Hvammstanga, greiddi 5,8...
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 326 orð
| 1 mynd
ÓMERKT pilla sem innihélt gerviblóð var greind sem e-pilla í skyndigreiningu lögreglunnar í sumar og olli miklu uppnámi hjá fjölskyldu í Reykjavík, þar til hið sanna kom í ljós við frekari efnagreiningu.
Meira
PÁFAGARÐUR hefur hafið herferð gegn hjónaböndum samkynhneigðra og varað stjórnmálamenn úr röðum kaþólskra við því að þeir sem styðji slík hjónabönd séu að ýta undir "mjög ósiðlegt" athæfi.
Meira
UNDIRBÚNINGUR fyrir fjölskylduhátíðina "Ein með öllu" á Akureyri hefur gengið vel og stefnir í fjölbreytta og skemmtilega hátíð, þar sem fólk á öllum aldri getur skemmt sér saman, að sögn Haraldar Ingólfssonar hjá Fremi kynningarþjónustu.
Meira
1. ágúst 2003
| Höfuðborgarsvæðið
| 292 orð
| 1 mynd
GLEÐI og glaumur réðu ríkjum í Hlíðaskóla í gær þegar unglingarnir í Regnboganum héldu Regnbogahátíð. Litið var yfir farinn veg sumarsins og glaðst yfir ánægjulegum samvistum og góðri vinnu.
Meira
ÍSRAELSKA þingið samþykkti í gær frumvarp til laga sem meinar Palestínumönnum sem giftast ísraelskum borgurum um ísraelskan ríkisborgararétt. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 atkvæðum gegn 25. Einn þingmaður sat hjá.
Meira
1. ágúst 2003
| Akureyri og nágrenni
| 124 orð
| 1 mynd
BRESKA skemmtiferðaskipið Adonia lagðist að Oddeyrarbryggju snemma í gærmorgun. Skipið er engin smásmíði, eða rúmlega 232 metra langt, um 32 metra breitt og 77.500 brúttótonn. Þetta er jafnframt stærsta skip sem lagst hefur að bryggju á Akureyri.
Meira
RÍKISÚTVARPIÐ hefur staðið að svæðisútvarpssendingum á Suðurlandi í samvinnu við Útvarp Suðurlands á Selfossi undanfarin fjögur ár. Útvarp Suðurlands hætti starfsemi í maí sl. en hefur áfram séð um svæðisútvarp fyrir Ríkisútvarpið.
Meira
1. ágúst 2003
| Erlendar fréttir
| 312 orð
| 2 myndir
BRAGI Friðrik Bjarnason, Hornafirði, greiðir hæstu opinberu gjöldin í Austurlandsumdæmi samkvæmt álagningarskrá skattstjórans, tæpar 52 milljónir króna.
Meira
UMRÆÐA um lyf og lyfjanotkunn beinist allt of oft að háum lyfjakostnaði en sjaldan hugsað út í að með réttri notkun lyfja sé verið að spara mikla peninga í framtíðinni, að mati nýstofnaðs áhugahóps um lyfjahagfræði sem ætlar að berjast fyrir jákvæðari...
Meira
Stuttmynd Helenu Jónsdóttur, Brakraddir, fékk frábærar móttökur á alþjóðlegu listahátíðinni í Galway á Írlandi sem haldin var dagana 15.-27. júlí. Í framhaldi af því hefur Helenu verið boðið að semja stórt dansleikhúsverk fyrir næstu hátíð. Hávar Sigurjónsson sló á þráðinn til hennar í Kaliforníu.
Meira
Skógarganga í Þrastaskógi. Laugardaginn 2. ágúst kl. 14-16 efnir Alviðra, fræðslusetur Landverndar, til göngu um Þrastaskóg sem nú skartar sínu fegursta. Dagbjört Óskarsdóttir leiðsögumaður mun leiða gönguna.
Meira
ÞEIR Kristján Már Magnússon og Ólafur Gauti Sigurðsson vinna fyrir Mylluna hf. við að sprengja grjót í veginn við Grenisöldu. Þeir vinna á nóttunni og voru undir hádegið að búa sig í háttinn.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 234 orð
| 1 mynd
SAUÐFJÁRSLÁTRUN er hafin hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Slátrað verður tvo daga í næstu viku og svo vikulega fram að hefðbundinni sláturtíð sem hefst um miðjan september.
Meira
Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík í Þórsmörk. Laugardaginn 9. ágúst verður farið í árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni er ferðinni heitið inn í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 8.
Meira
Sunnudaginn 3. ágúst verður markaðsdagur í Laufási milli kl. 14 og 16. Boðið verður upp á fjölbreyttan varning í skemmtilegri umgjörð gamla bæjarins í Laufási.
Meira
ÞJÓÐVERJARNIR Dörthe Krömker og Boris von der Linde eru 10 þúsundustu gestirnir sem heimsótt hafa Hvalamiðstöðina á Húsavík í sumar. Af því tilefni fengu þau að gjöf boli og bók frá Hvalamiðstöðinni.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 178 orð
| 1 mynd
NÚ LÍÐUR að því að fagnað verði eitt hundrað ára afmæli Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi. Kirkjan var byggð árið 1903 og vígð í október það ár. Hörður Ágústsson fullyrðir að hún sé elsta steinsteypukirkja í heimi.
Meira
1. ágúst 2003
| Innlendar fréttir
| 205 orð
| 1 mynd
VATN flæddi um öll gólf í eldri álmu Árbæjarskóla eftir að vatnsrör á annarri hæð skólans tók að leka, líklega seint í fyrrakvöld. Tjónið er talsvert, m.a. á þakplötum og gólfdúkum en ekki er ljóst hvort tölvubúnaður eða raflagnir hafa skemmst.
Meira
STÓR hluti landsmanna ætlar að vera heima við um verslunarmannahelgina ef tekið er mið af könnun sem vefsíðan Plúsinn sendi frá sér í fyrradag. Tæplega 10.000 manns hafa svarað könnuninni en af þeim ætla 39,4% að vera heima yfir helgina.
Meira
Um verslunarmannahelgina heldur hljómsveitin Mór tvenna tónleika á Akureyri. Þeir verða á laugardags- og sunnudagskvöld og hefjast kl. 21 í Hlöðunni við Litla-Garð.
Meira
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ný-Ung á Egilsstöðum tekur nú þátt í Evrópuverkefni í Coimbra í Portúgal. 10 austfirsk ungmenni á aldrinum 17 til 20 ára fara út til Lissabon í dag og hitta ungt fólk frá Eistlandi, Slóvakíu, Belgíu og Portúgal.
Meira
GREIÐSLUR ríkissjóðs vegna vaxta- og barnabóta nema 10,4 milljörðum kr. á þessu ári, þar af kemur 5,1 milljarður til útborgunar um mánaðamótin. Bætur hækka samtals um 12,8% frá því í fyrra.
Meira
MIKILL fjöldi ferðamanna hefur ferðast með ferjunni Baldri í sumar. Tíuþúsundasti farþeginn í júlí fór með Baldri hinn 30. júlí. Aldrei fyrr í sögu Baldurs hafa svo margir farþegar farið með Baldri í einum mánuði.
Meira
ÞORSTEINN Már Baldvinsson, Akureyri, greiddi hæstu opinberu gjöldin í Norðurlandsumdæmi eystra 2003, samtals tæpar 17,5 milljónir kr. Næstur kom Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík, með rúmar 14 milljónir. Kristján V.
Meira
Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari heldur tónleika í Ketilhúsinu í hádeginu í dag, föstudaginn 1. ágúst kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Áskel Másson, J.S. Bach og Paul Hindemith. Í dag kl.
Meira
Fyrir skemmstu var tilkynnt að kartöfluuppskera væri óvenjulega snemma á ferðinni þetta árið. Við það tilefni hélt landbúnaðarráðherra blaðamannafund og sagði að dagurinn væri mikill gleðidagur fyrir íslenska neytendur. Á Deiglunni.
Meira
Nú fer í hönd mesta ferðahelgi landsins. Víða um land safnast fólk saman og á útihátíðum. Í flestum tilvikum fara skemmtanir helgarinnar friðsamlega fram en því miður er það ekki alltaf svo. Verslunarmannahelgin árið 2001 er dæmi um slíkt.
Meira
Í sérstakri reglugerð, sem gefin var út fyrir nokkrum árum um starfsemi skattrannsóknarstjóra ríkisins er því nákvæmlega lýst í hvaða tilvikum skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til opinberrar rannsóknar.
Meira
... Cyndi Lauper ("Girls Just Want to Have Fun" m.a.) hefur undirritað samning við Epic og ætlar að gefa út plötuna Naked City bráðlega. Lauper var í tónleikaferðalagi með Cher í fyrra en slæst nú í för með sjálfum kjöthleifinum, Meat Loaf. ...
Meira
Hún var gift Andrew Lloyd Webber og var vinsæl söngleikjastjarna. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Söruh Brightman um Harem, nýjustu sólóplötu hennar, sem kemur úr annarri átt.
Meira
Tveir íslenskir listamenn sýna á alþjóðlegu danslistarhátíðinni Impulstanz í kvöld. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Jóhann Jóhannsson tónlistarmann um dansverk þeirra Ernu Ómarsdóttur.
Meira
ÞÆTTIRNIR um Simpson-fjölskylduna hafa ávallt notið mikilla vinsælda en þeir hófu göngu sína í Bandaríkjunum árið 1989. Áhorfendur um allan heim hafa kynnst Hómer, Marge, Lísu, Bart, Maggie og vinum þeirra í Springfield vel á þessum tíma.
Meira
Gallerí Nema hvað Kristín Eiríksdóttir og Kristín Björk Kristjánsdóttir opna sýningu í gallerí Nema hvað við Skólavörðustíg föstudaginn 1. ágúst klukkan 20. Sýningin ber heitið Bless martröð.
Meira
FRAMUNDAN er mesta ferðahelgi ársins. Ekki eru þó allir sem kunna við sig í mollulegu tjaldi innan um skorkvikindi, fjarri örbylgjuofnum og myndbandstækjum.
Meira
Spánn 2001. Myndform VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (107 mín.) Leikstjórn Juan Carlos Fresnadillo. Aðalhlutverk Leonardo Sbaraglia, Eusebio Poncela, Max von Sydow.
Meira
Mick Jagger sést hér veifa til aðdáenda í Prag en kappinn var á leið í sextugsafmæli sitt sem haldið var í tónlistarklúbbi í miðborginni síðastliðið sunnudagskvöld. Með honum er ný kærasta hans, L'Wren...
Meira
Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) ***½ Háskólabíó. Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus.(H.L.) ***½ Háskólabíó.
Meira
EINS og kunnugt er hefur nefnd á vegum Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi gagnrýnt kristinfræðikennslu í íslenskum grunnskólum. Hún sé skyldufag þó mögulegt sé að fá undanþágu.
Meira
UNDIRRITUÐ hefur verið framkvæmdastjóri dagvistar- og endurhæfingarmiðstöðvar MS-sjúklinga (d&e MS) frá upphafi eða síðan 1986 og formaður MS-félags Íslands í fjórtán ár (1984-1998).
Meira
1. ágúst 2003
| Bréf til blaðsins
| 435 orð
| 2 myndir
Helgarleyfi? SAMKVÆMT reglugerð um leyfi afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis, lagagrein nr. 719/1995, 2. kafli, 24. og 25. gr., segir: "24. gr.
Meira
Í FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti er verið að leggja línur um þróun skólans og námsins á miklum breytingatímum. Samfélag í stöðugri þróun kallar á skóla í stöðugri þróun. Það krefst sveigjanleika og nýtingar nýjustu tækni hverju sinni.
Meira
ÝMSIR frístundalögfræðingar efast nú um hæfi ríkislögreglustjóra vegna þess að hann hefur ekki hafið eigin rannsókn af sjálfsdáðum áður en Samkeppnisstofnun hefur kært málið til hans eða vísað því þangað með öðrum hætti.
Meira
1. ágúst 2003
| Bréf til blaðsins
| 590 orð
| 1 mynd
GJARNAN er sagt að sókn sé besta vörnin og má það oft til sanns vegar færa. Þannig held ég að hátti nú þegar Bandaríkjamenn hafa ákveðið að flytja herþotur og þyrlur frá Íslandi.
Meira
Minningargreinar
1. ágúst 2003
| Minningargreinar
| 1073 orð
| 1 mynd
Anna Ólafía Jakobsdóttir fæddist 27. maí 1910 á Bjarnastöðum á Álftanesi. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 19. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 31. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Ólöf Stefánsdóttir fæddist í Borgargerði í Fljótum 20. september 1910. Hún lést á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði, 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru Stefán Aðalsteinsson, f. 10.9. 1884, d. 12.5.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigurbergsdóttir fæddist í Fjósakoti í Meðallandi 31. janúar 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 16. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 25. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Halldór Jón Hansen barnalæknir fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á Landakoti 21. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí.
MeiraKaupa minningabók
1. ágúst 2003
| Minningargreinar
| 1994 orð
| 2 myndir
Haraldur Haraldsson fæddist á Hellissandi 5. mars 1931. Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Hvammi í Höfnum 6. júlí 1930. Þau létust af slysförum í Almannaskarði 23. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
1. ágúst 2003
| Minningargreinar
| 1814 orð
| 1 mynd
Jóna Kristín Bjarnadóttir fæddist í Bæ í Hrútafirði 2. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítala Landakoti 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Þorsteinsson, kennari á Borðeyri í Hrútafirði, f. 11.8. 1892, d. 26.9.
MeiraKaupa minningabók
Jón Ólafsson fæddist að Leirum undir Eyjafjöllum 14. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru þau Margrét Þórðardóttir og Ólafur Jónsson frá Leirum undir Eyjafjöllum.
MeiraKaupa minningabók
Magna Berta Hettland fæddist í Borgarfirði eystra 15. júní 1921. Hún andaðist á hjúkrunarheimili í Stavanger í Noregi 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Gíslason sjómaður frá Hofströnd í Borgarfirði eystra, f. 1. janúar 1872, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Edda Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 15. desember 1947. Hún lést á heimili sínu 24. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 31. júlí.
MeiraKaupa minningabók
HAGNAÐUR Skeljungs á öðrum fjórðungi ársins var 732 þúsund krónur og hagnaður fyrsta fjórðungs var 129 milljónir króna. Næstu þrjá fjórðunga á undan var hagnaður fyrirtækisins 300-400 milljónir króna í hverjum fjórðungi.
Meira
REKSTUR Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga skilaði 134 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2003 en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn ríflega 2,5 milljörðum.
Meira
SAMSTÆÐUREIKNINGUR Eimskipafélagsins inniheldur afkomu þriggja dótturfélaga, Eimskips ehf., Brims ehf. og Burðaráss ehf. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig nokkrar stærðir úr samstæðureikningunum skiptast á rekstrareiningarnar þrjár.
Meira
HAGNAÐUR Skeljungs hf. á fyrri hluta ársins nam 130 milljónum króna, sem er 78% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaður fyrirtækisins var 595 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár lækkaði úr 30,7% í fyrra í 4,8% í ár.
Meira
60 ÁRA afmæli. Jónína H. Jónsdóttir leikkona og sjúkraliði verður sextug á morgun, laugardaginn 2. ágúst. Eiginmaður Jónínu, Jónas Guðmundsson, rithöfundur og listmálari, lést 9. júní 1985. Jónína tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Skipholti 70 kl....
Meira
80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 2. ágúst, verður áttræður Ágúst Guðjónsson múrarameistari. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Svanhvít Gissurardóttir, á móti ættingjum og vinum í Blómasal Loftleiða kl. 15 á...
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman í Keflavíkurkirkju 12. apríl sl. af sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni Margrét Ólína Gunnarsdóttir og Jósef Matthías Jökulsson . Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Ísabella Rún Jósefsdóttir.
Meira
Er Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka með einkariddara? Hvað með Guðbrand Sigurðsson hjá ÚA? Eða Þórólfur Árnason? Er hann með einkariddara hjá borginni? Kom einkariddari hans við sögu í olíumálinu?
Meira
Grafarvogskirkja. AL-ANON-fundur í kvöld kl. 20. AA-hópur hittist kl. 11 á morgun, laugardag. Landakirkja. Kl. 14 guðsþjónusta við klettinn í Herjólfsdal við setningu Þjóðhátíðar.
Meira
Í dag er föstudagur 1. ágúst, 213. dagur ársins 2003, bandadagur. Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni.
Meira
BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gerði í gær munnlegan samning við forráðamenn enska 1. deildarliðsins Nottingham Forest og skrifar að öllu óbreyttu undir til eins árs í dag.
Meira
ÁSGEIR Elíasson þjálfari Þróttar sagði að róðurinn hefði verið erfiður eftir að liðið missti mann út af í seinni hálfleik og hann var ekki nógu sáttur við leik sinna manna í heild.
Meira
Fram 2:0 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 12. umferð Laugardalsvöllur Fimmtudaginn 31. júlí 2003 Aðstæður: 12 stiga hiti, austan gola og þurrt, völlurinn góður. Áhorfendur: 768 Dómari: Eyjólfur Ólafsson, Víkingur R.
Meira
KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild KA - Þróttur 3:0 Dean Martin 17., Steinar Tenden 50., Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 90. Fram - Grindavík 2:0 Ágúst Gylfason 45., Daði Guðmundsson 70.
Meira
KR sigraði Breiðablik á KR-vellinum í gær, 5:2, í fyrsta leik 10. umferðar efstu deildar kvenna. Með sigrinum eru KR-stúlkur komnar með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga Íslandsmeistaratitilinn nánast vísan. Ásthildur Helgadóttir, í liði KR gerði þrennu í gær og óhætt að segja að frammistaða hennar hafi riðið baggamuninn. KR er nú komið með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar en liðin fyrir neðan eiga þó leiki til góða.
Meira
* RAGNA Lóa Stefánsdóttir , fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, tók fram skóna á ný og lék með KR gegn Breiðabliki í gærkvöld. Ragna Lóa , sem er orðin 37 ára og lék 35 landsleiki fyrir Íslands hönd, spilaði síðast með KR árið 1998.
Meira
BRASILÍUMAÐURINN Ronaldinho átti mjög góðan leik með Barcelona þegar liðið vann AC Milan í Bandaríkjunum, 2:0. Ronaldinho, sem skoraði mark í vítaspyrnukeppni gegn Juventus á dögunum, skoraði gegn AC Milan og lagði upp hitt markið.
Meira
NÝLIÐAR Þróttar töpuðu sínum þriðja leik í röð í gærkvöld þegar KA vann sannfærandi sigur á þeim á Akureyri, 3:0. Þróttur vermdi efsta sæti deildarinnar er Íslandsmótið var hálfnað en hefur síðan tapað öllum leikjum sínum og er nú um miðja deild. KA þokaði sér fjær botninum með sigrinum, er í sjötta sætinu og fimm stigum á undan Val sem er í fallsæti, en ennþá skilur lítið á milli átta efstu liðanna í deildinni og allt getur gerst.
Meira
ÁGÚST Þór Gylfason, fyrirliði Fram, taldi sigurinn yfir Grindavík vera sannfærandi og vonar að Framarar komist núna á gott skrið. "Við lögðum upp með að leika varfærnislega og halda hreinu. Varnarleikurinn var góður hjá okkur og þeir fengu mjög fá færi. Ef við náum að spila sterka vörn erum við í góðum málum því við erum alltaf hættulegir framávið."
Meira
* STEINAR Tenden , norski sóknarmaðurinn hjá KA , skoraði mark í fimmta leik liðsins í röð í úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann kom norðanmönnum í 2:0 gegn Þrótti í gærkvöld.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Snæfells í Stykkishólmi hefur gengið frá samningum við tvo Bandaríkjamenn fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni í vetur. Það eru þeir Corey Dickerson, sem lék með Grindvíkingum að hluta sl. keppnistímabil og Joe Ransome.
Meira
Víkingum tókst að endurheimta annað sæti 1. deildar er þeir tóku á móti Leiftri/Dalvík í gærkvöldi. Víkingar skoruðu tvö mörk í leiknum á meðan gestum þeirra að norðan mistókst að koma knettinum í markið.
Meira
Í NIÐURSTÖÐUM bandarískrar rannsóknar segir að magn eiturefnisins PCB í eldislaxi sé meira en í nokkurri annarri matvöru sem seld er þar í landi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.