Greinar þriðjudaginn 5. ágúst 2003

Forsíða

5. ágúst 2003 | Forsíða | 209 orð | 1 mynd

Friðargæslulið komið til Líberíu

UM 200 friðargæsluliðum frá Nígeríu var ákaft fagnað er þeir lentu á flugvelli Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í gær. Alls er ráðgert að senda rúmlega 3.000 friðargæsluliða til landsins þar sem blóðug borgarastyrjöld hefur geisað með hléum í 14 ár. Meira
5. ágúst 2003 | Forsíða | 359 orð | 2 myndir

Neyð vegna hita í Evrópu

GÍFURLEGIR hitar eru víða í Evrópu og hafa þeir valdið skógareldum, neyðarástandi í landbúnaði og hættulega miklu ósonmagni í lofti. Í Bretlandi búast margir við, að fyrra hitamet þar í landi, 37,1 gráða á celsíus, falli um miðja vikuna. Meira
5. ágúst 2003 | Forsíða | 272 orð

Sakaðir um samstilltar aðgerðir gegn nýjum keppinaut

SAMKEPPNISSTOFNUN telur að gögn sem fram komu við rannsókn hennar á meintu samráði tryggingafélaganna sýni að Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og aðildarfélög þess hafi gripið til samstilltra aðgerða til að hindra innkomu nýs keppinautar á... Meira

Baksíða

5. ágúst 2003 | Baksíða | 77 orð | 1 mynd

Cargolux fjölgar flugmönnum

Fraktflugfélagið Cargolux, sem hefur aðalstöðvar í Lúxemborg, rekur nú 12 Boeing 747-400 fraktþotur og sú þrettánda á að bætast í flotann í apríl á næsta ári. Milli 330 og 340 flugmenn starfa nú hjá Cargolux og eru yfir 70 þeirra Íslendingar. Meira
5. ágúst 2003 | Baksíða | 130 orð | 3 myndir

Fjölmennt á útihátíðum um allt land

SKEMMTANIR fóru vel fram um allt land um verslunarmannahelgina. Mestur fjöldi var á Akureyri, og er talið að um 12 þúsund gestir hafi verið í bænum í tengslum við hátíðina Ein með öllu. Meira
5. ágúst 2003 | Baksíða | 100 orð

Lítil flugvél nauðlenti eftir að hafa misst afl í hreyfli

LÍTIL einkaflugvél með þremur mönnum innanborðs missti afl og þurfti að nauðlenda á Kjósarskarðsvegi við Stífludalsvatn á níunda tímanum í gærkvöldi. Vélin var á leið til Mosfellsbæjar. Meira
5. ágúst 2003 | Baksíða | 193 orð

Sameining fjármálasamtaka hugsanleg í haust

SAMTÖK banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vilja sameinast Sambandi íslenskra tryggingarfélaga (SÍT) og Sambandi íslenskra sparisjóða, og telur formaður SBV að sameining í ein samtök fjármálafyrirtækja sé vel möguleg þegar í haust. Halldór J. Meira
5. ágúst 2003 | Baksíða | 545 orð

Velti rútunni viljandi til að bjarga mannslífum

"ÉG taldi þetta mitt síðasta og sá ekki ljós sem gæti gefið mér von um að ég kæmist lifandi frá slysinu." Þetta segir bílstjóri rútunnar sem valt á Dragavegi svokölluðum, á Geldingadraga í Borgarfirði, á laugardagsmorgun. Meira

Fréttir

5. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

1.000 manns falla daglega

STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hafa verið vöruð við því, að dauðsföllum af völdum alnæmis muni fjölga mikið í landinu á næstunni, verði ekki gripið til fáanlegra lyfja í baráttunni gegn sjúkdómnum. Talið er, að 360. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 328 orð

Atvinnu- og bæjarlífið í lágmarki eftir þjóðhátíð

ÞEGAR verslunarmannahelgin í Vestmannaeyjum er afstaðin og tjöldin verið tekin niður taka við rólegri tímar á Heimaey. Meira
5. ágúst 2003 | Miðopna | 1034 orð | 1 mynd

Aukið samstarf við önnur flugfélög

Cargolux bætir á næsta ári þrettándu breiðþotunni í flotann. Félagið mun áfram sinna fraktflugi milli heimsálfa en leita í auknum mæli eftir samstarfi við önnur flugfélög, einnig íslensk, um flug á styttri leiðum. Eyjólfur Örn Hauksson flugrekstrarstjóri segir frá starfsemi félagsins í samtali við Jóhannes Tómasson. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Baulaðu nú Búkolla mín

Dögg Árnadóttir er fædd á jóladag 1976, hún ólst upp á Kirkubæjarklaustri en flutti þaðan til Reykjavíkur og útskrifaðist með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1996. Dögg er nú búsett á Akureyri og er að ljúka námi af Rekstrar- og viðskiptafræðideild, ferðaþjónustubraut, Háskólans á Akureyri. Hún hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem þolfimikennari í World Class, Akureyri. Dögg er framkvæmdastjóri Handverk 2003 á Hrafnagili. Sambýlismaður Daggar er Ásgeir Leifur Höskuldsson. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð

Björgun tefst enn

BJÖRGUN Guðrúnar Gísladóttur tefst um nokkra daga í kjölfar þess að vírar í einn af tönkunum sem nota á til að rétta skipið við á hafsbotni slitnuðu um miðjan dag á sunnudag. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ein nauðgun á útihátíð kærð um helgina

EIN nauðgun var kærð til lögreglu yfir verslunarmannahelgina. Meint nauðgun var framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags, og var maður handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 861 orð | 5 myndir

Ekki sammælst um minni samkeppni

Samband íslenskra tryggingarfélaga Í andmælum Sambands íslenskra tryggingarfélaga, vegna meints samráðs um að hamla samkeppni í starfsábyrgðartryggingum, segir að Samkeppnisstofnun dragi allt of víðtækar ályktanir af minnisblaði aðila, sem hafði ótvíræða... Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fá áföll í helgarumferðinni

MIKIL umferð var um verslunarmannahelgina og gekk hún víðast hvar vel samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum. Lögregla þurfti að hafa nokkur afskipti af ökumönnum, bæði vegna ölvunar- og hraðaksturs. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Fjör á fjölskylduhátíð

Það var mikið fjör á leiksvæðinu í Galtalæk um helgina. Þessir hressu krakkar skemmtu sér hið besta við að renna sér eftir vírnum og voru farnar æði margar salíbunur í þessum skemmtilegu... Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Gagnrýna afstöðu páfa til hjónabanda samkynhneigðra

UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýna afstöðu páfa vegna afstöðu hans til hjónabanda samkynhneigðra í bréfi sem þeir afhentu fulltrúa kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í gær. Meira
5. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Gæti orðið fyrsti samkynhneigði biskupinn

LEIÐTOGAR biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum frestuðu að greiða atkvæði um hvort Gene Robinson, sem hefur viðurkennt að vera samkynhneigður, yrði gerður biskup í New Hampshire en til stóð að greiða atkvæði í gær. Meira
5. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 194 orð

Herinn ekki frá Vesturbakkanum

ÍSRAELAR munu ekki draga herlið sitt frá fleiri borgum á Vesturbakkanum fyrr en palenstínsk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn herskáum samtökum Palestínumanna, sagði varnarmálaráðherra landsins í gær en palestínskir byssumenn skutu á fjóra Ísraela í... Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

Innbrot á höfuðborgarsvæðinu

HELGIN var fremur róleg hjá lögreglunni í Reykjavík. Tilkynnt var um níu innbrot í hús og bíla. Brotist var inn í þrjú íbúðarhús í Fossvoginum og eitt á Kjalarnesi, og var meðal annars stolið skartgripum og litlum rafmagnstækjum. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Í boði verslunarmanna

FJÖLDI kom saman á fjölskylduhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á frídegi verslunarmanna í gær, en þá bauð Verslunarmannafélag Reykjavíkur félagsmönnum sínum og öðrum í garðinn, eins og undanfarin ár. Meira
5. ágúst 2003 | Miðopna | 446 orð | 1 mynd

Íbúar Kaliforníu eru ekkert skrýtnir

TÓBAKSFYRIRTÆKIN beita lygum og svikum til að verjast reykingabanni á veitinga- og skemmtistöðum. Þau hika ekki við að stofna félög sem berjast gegn tóbaksvörnum á fölskum forsendum og reyna hvað þau geta til að blekkja almenning og veitingahúsaeigendur. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn verður á vegum...

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn verður á vegum íslenskra friðarhreyfinga miðvikudaginn 6. ágúst. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Kjör varamanns í bæjarráð Vestmannaeyja ógilt

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ógilt kosningu varamanns í bæjarráð Vestmannaeyjabæjar sem fram fór á fundi bæjarstjórnar 26. júní sl. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Lenging Þingeyrarflugvallar er í undirbúningi

UNDIRBÚNINGUR er hafinn vegna fyrirhugaðrar lengingar flugbrautarinnar við Þingeyri en verja á fimm milljónum króna til þeirrar vinnu á árinu og tæplega 150 milljónum í framkvæmdir á næstu þremur árum. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Listræn Viðeyjarganga er yfirskrift gönguferðar sem...

Listræn Viðeyjarganga er yfirskrift gönguferðar sem Kristinn E. Hrafnsson listamaður mun í kvöld stýra um Viðey. Í göngunni verður fjallað verður sérstaklega um listaverk bandaríska myndhöggvarans Richard Serra. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 361 orð

Líklega úr fornum kirkjugarði

KENNSLANEFND ríkislögreglustjóra hefur að beiðni lögreglustjórans í Reykjavík lokið athugunum á þremur mannabeinum sem fundust undir þakklæðningu íbúðarhúss við Vitastíg í Reykjavík þegar unnið var að endurbótum þess í maí á þessu ári. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 401 orð

Metfjöldi Íslendinga í læknanámi í Danmörku

FJÖLDI Íslendinga í læknanámi í Danmörku hefur þrefaldast frá því fyrir tveimur árum, en í ár fengu 39 nýir nemendur inngöngu í grunnnám í læknisfræði við danska háskóla. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 936 orð | 4 myndir

Miðlun persónuupplýsinga var ekki heimil

Samband íslenskra tryggingarfélaga Í svari Sambands íslenskra tryggingarfélaga (SÍT) kemur fram að með engu móti verði ráðið af minnisblaði, sem vitnað er til í frumathugun Samkeppnisstofnunar, að aðildarfélög SÍT og sambandið sjálft hafi gripið til... Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Mikið um að vera í Mountain

MIKIL gleði og kátína ríkti í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um helgina en þá fögnuðu heimamenn með fjölmörgum gestum því að 125 ár eru liðin frá landnámi Íslendinga í ríkinu. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 196 orð

Mikil ölvun á Akureyri

UM TÓLF þúsund manns voru á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu á Akureyri um helgina. Mikið var um eftirlitslausa unglinga og ölvun í bænum var mikil að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 628 orð | 4 myndir

Milliganga vátryggingamiðlara óhagkvæm

Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hafnar því að hafa tekið þátt í samstilltum aðgerðum til að hindra innkomu vátryggingamiðlara á markaðinn. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Misvísandi upplýsingar um jeppa sem mætti rútunni

ÞRÍR tékkneskir ferðamenn liggja enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir alvarlegt hópslys Skorradalsmegin efst á Geldingadraga í Borgarfirði á laugardagsmorgun. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð

Nokkuð um ölvun í Galtalæk um helgina

TALSVERÐUR erill var í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um helgina. Þrír gestir af bindindismótinu í Galtalæk gistu fangageymslur vegna ölvunar og óláta, en eitthvað bar á ölvun á svæðinu að sögn lögreglu. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 1745 orð | 3 myndir

Ólögmæt samvinna í stað samkeppni

Samkeppnisstofnun telur að tryggingafélögin hafi haft samráð á ýmsum sviðum sem tengjast vátryggingamarkaðnum, auk þess umfangsmikla ólögmæta samráðs Sambands íslenskra tryggingafélaga og aðildarfélaga þess vegna iðgjalda í bifreiðatryggingum sem gerð... Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 309 orð

"Aldrei tekið til umfjöllunar samkeppnismál"

EKKI eru rök til að alhæfa út frá einstökum málum sem eru til skoðunar hjá samkeppnisyfirvöldum um meðal annars Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) segir í svari samtakanna við fullyrðingum um "samráð" viðskiptabankanna sem komu fram í... Meira
5. ágúst 2003 | Miðopna | 564 orð | 2 myndir

Reykingabann á veitingastöðum næsta skref

EKKERT hefur komið fram sem bendir til þess að bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum valdi erfiðleikum í rekstri þeirra. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ríkissaksóknari áfrýjar

RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í stóra málverkafölsunarmálinu. Áður höfðu Jónas Freydal Þorsteinsson og Pétur Þór Gunnarsson áfrýjað dómnum fyrir sitt leyti. Mennirnir tveir hlutu báðir skilorðsbundna dóma í héraði. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð

Róbert stjórnaði brekkusöng í fjarveru Árna

VIÐ upphaf brekkusöngs á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöldið las Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, bréf frá Árna Johnsen. Hann tók fram í upphafi lestrarins að skoðanir sem fram kæmu í bréfinu væru Árna en ekki nefndarinnar. Meira
5. ágúst 2003 | Miðopna | 339 orð | 1 mynd

Ræða við framleiðendur um þróun fraktvéla

FULLTRÚAR tveggja helstu flugvélaframleiðenda heims, Airbus verksmiðjanna evrópsku, og Boeing í Bandaríkjunum, og Cargolux hafa síðustu misseri rætt um hugsanleg næstu skref í þróun stærri flugvéla til fraktflugs. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Samfelld gleði í Gimli

TALIÐ er að um 50 til 60 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum í Gimli í Kanada um helgina en Íslendingadagshátíðin í Manitóba, sem fór fram í 114. sinn, hefur verið haldin árlega í Gimli síðan 1932. Meira
5. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Segir fréttirnar vera slúður

COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blæs á sögusagnir um að hann ætli sér ekki að sitja áfram í ríkisstjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, fari svo, að Bush beri sigur úr býtum í kosningunum á næsta ári. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 288 orð | 2 myndir

Sjóbirtingur byrjaður að ganga í árnar

SJÓBIRTINGUR er farinn að veiðast í þekktum sjóbirtingsám í Vestur-Skaftafellssýslu og þó að þekkt sé að fyrstu birtingar veiðist þar seint í júlí, er það mál manna að núna sé meira af fiski en gengur og gerist í venjulegu ári og telja menn skýringuna... Meira
5. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 187 orð

Sonur forseta verður forsætisráðherra

ÞING Azerbaíjans staðfesti í gær tilnefningu Ilhams Alievs, sonar Geidars Alievs, í embætti forsætisráðherra. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Sullað á flughátíð

Félagarnir Anton, Bjarki og Alex voru á fluhátíð við Múlakot í Fljótshlíð en nenntu ekki að fylgjast lengur með... Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 306 orð

Sumarferð VG á Strandir Vinstrihreyfingin -...

Sumarferð VG á Strandir Vinstrihreyfingin - grænt framboð boðar til sumarferðar á Strandir 16. - 17. ágúst nk. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 13:00 laugardaginn 16. ágúst og ekið sem leið liggur norður Strandir. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Talsvert um ölvun á Ísafirði

UNGLINGAMÓT UMFÍ fór fram á Ísafirði um helgina og áætlar lögregla að um 8.000 manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. Mótshaldið gekk stórslysalaust fyrir sig, og fór allt vel fram að sögn lögreglu. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 250 orð

Um fjögur þúsund manns á Síldarævintýri á Siglufirði

UM FJÖGUR þúsund manns voru á Síldarævintýri á Siglufirði um helgina og var stærstur hluti gesta fjölskyldufólk. Veður var gott alla helgina, sólskin og blíðviðri, en smáskúr gerði á laugardagskvöldið. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Vefurinn Hafsteinn.is opnaður

VEFURINN Hafsteinn.is var formlega opnaður s.l. föstudag, 1. ágúst. Að vefinum standa stuðningsmenn Hafsteins Þórs Haukssonar sem er í framboði til embættis formans SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þing SUS verður haldið í Borgarnesi dagana 12. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Þrjár líkamsárásir á Neistaflugi

LÖGREGLAN á Neskaupstað hafði mikil afskipti af hátíðargestum á Neistaflugi um helgina en um fjögur þúsund gestir voru á hátíðinni þegar mest var. Meira
5. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 184 orð

Þörf á fjölgun stúdentaíbúða á Bifröst

MIKIL fjölgun nemenda við Háskólann á Bifröst á undanförnum árum hefur skapað mikla þörf fyrir að hafist verði handa við nýbyggingar á háskólasvæðinu. "Við erum með fyrirtæki sem heitir Nemendagarðar, sem er sjálfseignarstofnun. Meira

Ritstjórnargreinar

5. ágúst 2003 | Staksteinar | 257 orð

- Misduglegir við skriftir á heimasíðurnar

Alls eru 27 þingmenn, af 63, með heimasíðu. Sjálfsagt er það frekar hátt hlutfall á alþjóðlegan mælikvarða, en þeir eru hins vegar misduglegir við að uppfæra síðurnar sínar og margir hverjir frekar latir. Meira
5. ágúst 2003 | Leiðarar | 1061 orð

"Við viljum frið"

Mörg hundruð stríðshrjáðir íbúar Líberíu fögnuðu þegar fyrstu hundrað friðargæsluliðarnir frá Nígeríu komu til landsins í gær og hrópuðu "Við viljum frið" um leið og þeir báru yfirmann nígerísku hermannanna á öxlum sér. Meira

Menning

5. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 492 orð | 8 myndir

Gleði í veðurblíðu um verslunarmannahelgi

LANDSMENN fjölmenntu á útihátíðir vítt um landið um helgina og fóru veðurguðirnir mjúkum höndum um tjaldbúa. Meira
5. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 404 orð | 1 mynd

Hvar eruð þið, gömlu vinir?

EKKI fyrir ýkja löngu átti ég þess kost að horfa á útlensku teiknimyndastöðina Cartoon Network. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema hvað á dagskrá voru gamlar teiknimyndir með þeim Kalla kanínu og félögum. Meira
5. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 917 orð | 1 mynd

Nánast fullkomin skífa

Í upptalningu á bestu reggískífum sögunnar telur Árni Matthíasson að mönnum hætti til að gleyma meistaraverki Congos og Lee Scratch Perrys, Heart of the Congos. Meira
5. ágúst 2003 | Menningarlíf | 304 orð | 1 mynd

Organisti á faraldsfæti

Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju og formaður Félags íslenskra organleika, heldur fyrstu tónleika sína af þrennum í Danmörku annað kvöld, miðvikudagskvöld. Meira
5. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 529 orð | 3 myndir

ROBBIE Williams kom áhorfendum á tónleikum...

ROBBIE Williams kom áhorfendum á tónleikum sínum í Knebworth ánægjulega á óvart þegar hann fékk til liðs við sig gamlan félaga úr Take That, sjálfan Mark Owen . Meira
5. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 232 orð

Sakleysi / Innocence ***½ Fyrst og...

Sakleysi / Innocence ***½ Fyrst og fremst fyrir fólk sem er farið að velta fyrir sér lífsgátunni miklu en höfðar í raunsæi sínu og vitrænni umfjöllun um mannlífsins flókna eðli til allra aldurshópa. Leikin, skrifuð og gerð langt yfir meðallagi. (S.V. Meira
5. ágúst 2003 | Menningarlíf | 71 orð

Stúlknakór í Bústaðakirkju

Þýski stúlknakórinn Pfälzische Kurrende syngur á tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld þriðjudag kl. 20. Stjórnandi er Carola Bischoff og meðleik á píanó annast Sólveig Anna Jónsdóttir. Meira
5. ágúst 2003 | Menningarlíf | 314 orð | 1 mynd

Suðrænir tónar fyrir selló og píanó

Nicole Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari halda tónleika í Sigurjónssafni í kvöld. Meira

Umræðan

5. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 487 orð

Áfram Dalsmynni

MIKIÐ er leiðinlegt að fólk finni alltaf þörf fyrir að koma á framfæri því sem miður er, en sjaldnar því sem vel er gert, góðu og skemmtilegu. Ég veit um fjölmarga sem hafa fengið fallega, heilbrigða og vel hirta hvolpa frá Dalsmynni. Meira
5. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1379 orð | 1 mynd

Enn nokkur orð um samskipti Samkeppnisstofnunar og embættis ríkislögreglustjóra

LAUGARDAGINN 2. þ.m. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Lúðvík Bergvinsson (LB), alþingismann, sem hann nefnir: "Af siðameisturum, ríkislögreglustjóra og góðu fólki". Meira
5. ágúst 2003 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd

Enn um hættur í umferðinni

Í MBL. 27. júlí sl., bls. 34, birtist grein eftir mig, og þar var reyndar dálítill prentvilla í fimmta dálki, þar sem talan "2" í formúlunni átti að vera "í öðru veldi". Meira
5. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 460 orð

Nokkur vel valin orð

AF HVERJU Björn Bjarnason er ráðherra eða yfirleitt nokkuð mikilvægara en aðstoðaryfirsótari er mér ráðgáta. Meira
5. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Skjalasöfn, herþotur og hnífstungur

UM leið og ég bið Morgunblaðið að skila þakklæti til starfsfólks Þjóðskjalasafnsins fyrir að sinna margvíslegu kvabbi og leita staðreynda í gömlum skjölum leyfi ég mér að benda á það sem betur mætti fara í rekstri stofnunarinnar. Meira
5. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 10 orð | 1 mynd

Þessar stúlkur vinkuðu ljósmyndaranum þar sem...

Þessar stúlkur vinkuðu ljósmyndaranum þar sem þær syntu nærri... Meira

Minningargreinar

5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 434 orð | 1 mynd

BRYNJAR PÁLL GUÐMUNDSSON

Brynjar Páll Guðmundsson fæddist á Selfossi 18. nóvember 1997. Hann lést af slysförum 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 26. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 537 orð | 1 mynd

EINAR GUNNAR ÓSKARSSON

Einar Gunnar Óskarsson fæddist á Leifsgötu 7 í Reykjavík 24. ágúst 1943. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 29. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2500 orð | 1 mynd

ELINBORG SIGURÐSSON

Elinborg Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. september 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Thorarensen, rithöfundur og skáld, f. 18. maí 1886, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

FJÓLA SIGURJÓNSDÓTTIR

Fjóla Sigurjónsdóttir fæddist á Miklahóli í Viðvíkursveit í Skagafirði 12. júní 1921. Hún lést á Droplaugarstöðum 18. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 28. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

HALLDÓR HANSEN

Halldór Jón Hansen barnalæknir fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á Landakoti 21. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 881 orð | 1 mynd

HELGI KRISTJÁNSSON

Helgi Kristjánsson sjómaður fæddist á Húsavík 27. ágúst 1914. Hann lést aðfaranótt 24. júlí síðastliðinn á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Númadóttir, húsmóðir frá Tröllakoti á Tjörnesi, f. 6. nóvember 1885, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 356 orð | 1 mynd

JÓNÍNA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR

Jónína Margrét Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 23. janúar 1957. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 14. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1410 orð | 1 mynd

KRISTINN GUÐLAUGSSON

Gunnar Kristinn Guðlaugsson fæddist í Miðkoti, Upsaströnd á Dalvík 19. maí 1917. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 27. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

KRISTÍN EINARSSON

Kristín Einarsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1914. Hún lést í Sóltúni 12. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 24. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 359 orð | 1 mynd

PÁLL AGNAR PÁLSSON

Páll Agnar Pálsson fæddist að Kletti í Reykholtsdal 9. maí 1919. Hann lést í Reykjavík 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 22. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 695 orð | 1 mynd

SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1947. Hún lést á heimili sínu í Þrándheimi í Noregi aðfaranótt 28. júní síðastliðins og var útför hennar gerð í Þrándheimi 3. júlí. Meira  Kaupa minningabók
5. ágúst 2003 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

TINNA HRÖNN TRYGGVADÓTTIR

Tinna Hrönn Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1981. Hún lést á heimili sínu í Keflavík laugardaginn 19. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 25. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 194 orð | 1 mynd

Euro Disney í skuldafeni

SKEMMTIGARÐURINN Euro Disney í París hefur sent frá sér aðvörun þess efnis að hann gæti lent í erfiðleikum með að greiða skuldir sínar. Verð hlutabréfa í félaginu sem rekur garðinn hrapaði í kjölfar þessara frétta um 23%. Meira
5. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 337 orð | 1 mynd

Rússar hætta uppboðum á kvóta

SAMKVÆMT frumdrögum áætlunar um þróun sjávarútvegsins í Rússlandi fram til 2020 er stefnt að því að hætta uppboðum á kvóta, sem hafa verið mjög óvinsæl. Í staðinn komi aðrar aðgerðir til þess að stjórna fiskveiðunum. Meira

Fastir þættir

5. ágúst 2003 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. í dag þriðjudaginn 5. ágúst er áttræður Aðalsteinn Eyjólfur Aðalsteinsson, skipasmiður frá Hvallátrum á Breiðafirði . Hann verður að heiman á... Meira
5. ágúst 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Níræð er í dag þriðjudaginn 5. ágúst Magnea Katrín Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík, Stóragerði 36, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í veitingahúsinu Hafinu bláa við Óseyrarbrú, sunnudaginn 10. ágúst kl. 12 á... Meira
5. ágúst 2003 | Fastir þættir | 322 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

"Ég sá þetta í beinni útsendingu á Netinu," sagði Ásmundur Pálsson og teiknaði upp eftirfarandi stöðumynd: Suður gefur; allir á hættu. Meira
5. ágúst 2003 | Árnað heilla | 13 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman sunnudaginn 22. júní sl. Svava Skaftadóttir og Abi... Meira
5. ágúst 2003 | Dagbók | 51 orð

Feigur Fallandason

Mér er orðið stirt um stef og stílvopn laust í höndum, í langnættinu lítið sef, ljós í myrkri ekkert hef, kaldur titra, krepptur gigtar böndum. Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi ég fram á veginn. Meira
5. ágúst 2003 | Fastir þættir | 1432 orð | 6 myndir

Gullin komu á elleftu stundu

Íslendingar sneru vörn í sókn á miðju heimsmeistaramóti og höfðu það af með seiglu og miklu keppnisskapi að vinna þrjá heimsmeistaratitla í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Eftir hófsamar væntingar og jafnvel hrakspár skilaði liðið prýðisárangri og kættist Valdimar Kristinsson ásamt mörg hundruð Íslendingum sem voru á mótinu og studdu vel við bakið á sínum mönnum. Meira
5. ágúst 2003 | Dagbók | 471 orð

(Lúk. 12, 34.)

Í dag er þriðjudagur 5. ágúst, 217. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. Meira
5. ágúst 2003 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 c6 5. Be2 dxe5 6. Rxe5 Rd7 7. Rf3 g6 8. 0-0 Bg7 9. c4 Rc7 10. Rc3 0-0 11. Bf4 c5 12. dxc5 Re6 13. Be3 Bxc3 14. bxc3 Rdxc5 15. Rd4 Bd7 16. Bf3 Hc8 17. He1 b6 18. Bh6 Rg7 19. De2 e6 20. Had1 De7 21. g3 Hfe8 22. h4 e5 23. Meira
5. ágúst 2003 | Fastir þættir | 667 orð

Úrslit á HM

Tölt 1. Jóhann R. Skúlason, Íslandi, á Snarpi frá Kjartansstöðum,8,97/9,33 2. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 8,57/8,94 3. Karly Zingsheim, Þýskalandi, á Dökkva frá Mosfelli. 7,77/8,89 4. Meira
5. ágúst 2003 | Fastir þættir | 434 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI getur varla beðið eftir því að nýtt leiðakerfi Strætó bs., sannkölluð umbylting í almannasamgöngum, líti dagsins ljós. Forstjóri Strætó bs. Meira

Íþróttir

5. ágúst 2003 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

* ATLI Sveinn Þórarinsson fékk sitt...

* ATLI Sveinn Þórarinsson fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Örgryte í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í ár þegar lið hans vann Enköping á útivelli, 3:1, á sunnudaginn. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 70 orð

Auður tekin við á ný

AUÐUR Skúladóttir er tekin við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu á ný en Ásbjörn Sveinbjörnsson, sem hefur stjórnað liðinu í ár, sagði upp starfi sínu fyrir skömmu. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 232 orð

Árni Gautur aftur í marki Rosenborg

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, fékk langþráð tækifæri í marki norsku meistaranna Rosenborg á sunnudaginn. Árni Gautur hefur mátt verma varamannabekkinn allt tímabilið, ef frá eru skildir þrír léttir bikarleikir, en hann leysti Espen Johnsen af hólmi gegn Brann. Liðin skildu jöfn, 2:2, eftir að gestirnir frá Bergen höfðu óvænt náð tveggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 85 orð

Fara til Ítalíu

DRENGJALANDSLIÐIÐ í körfuknattleik fer í dag til Ítalíu þar sem það tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins. Þar mætir það Ítalíu, Skotlandi, Grikklandi, Slóveníu og Hollandi. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 70 orð

Fjögur mörk í lokaleiknum

ÍSLAND sigraði Færeyjar, 4:0, í leik um 7. sætið á opnu Norðurlandamóti drengjalandsliða í Noregi á sunnudaginn. Grímur Björn Grímsson skoraði tvö markanna og þeir Rúrik Gíslason og Gunnar Kristjánsson eitt mark hvor. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 93 orð

Forlan með tvö gegn Barcelona

MANCHESTER United lauk Bandaríkjaför sinni með sannfærandi sigri á Barcelona, 3:1, í fyrrinótt og vann því alla fjóra leiki sína í ferðinni. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 16 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA 3. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Íslandsmeistarar í golfi

ÍSLANDSMÓT unglinga í golfi fór fram á Korpúlfsstaðavellinum í sl. viku og var keppt í sex flokkum. Alls tóku 190 ungir kylfingar þátt í mótinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 262 orð

KNATTSPYRNA Þýskaland Leverkusen - Freiburg 4:1...

KNATTSPYRNA Þýskaland Leverkusen - Freiburg 4:1 Robson Ponte 16., Lucio 28., Silveira Juan 41., Oliver Neuville 61. - Sascha Riether 19. - 22.500. Hamburger SV - Hannover 0:3 Jiri Stajner 11., Thomas Brdaric 76., Mohammadou Idrissou 79. - 53.224. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 179 orð

Margrét ekki með í Moskvu

MARGRÉT Ólafsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Rússum í undankeppni EM sem fram fer í Moskvu á laugardaginn kemur. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 134 orð

Montoya fagnaði sigri

JUAN Pablo Montoya frá Kólumbíu, sem ekur fyrir Williams, fagnaði sigri í Formúlu-1 kappakstrinum á Hockenheimbrautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Skotinn David Coulthard, McLaren, varð annar og Ítalinn Jarno Trulli, Renault, þriðji. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 173 orð

"Barcelona sýndi mér meiri áhuga"

RONALDINHO, hinn snjalli brasilíski knattspyrnumaður, sagði að Manchester United hefði alltaf verið sinn fyrsti valkostur í sumar og sér þætti leitt að hafa ekki náð því að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að leika fyrir félagið. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 85 orð

Ragnhildur vann karlana

RAGNHILDUR Sigurðardóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í golfi, bar sigurorð af níu körlum í styrktarmóti sem Nesklúbburinn hélt á Seltjarnarnesi í gær. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik

"ÞETTA er líklega besta byrjunin hér í Þýskalandi í fjörutíu ár," sagði Franz Beckenbauer, forseti Bayern München, eftir að fyrsta umferðin í 1. deildarkeppninni hafði verið leikin. Áhorfendur fjölmenntu á leikvellina og þeir fengu að sjá mikið af mörkum, spennandi augnablik og fjöruga leiki. Stórleikurinn var viðureign Schalke og Borussia Dortmund, sem lauk með jafntefli, 2:2. Rúmlega 350 þúsund áhorfendur sáu leikina og voru alls skoruð 28 mörk í leikjunum níu. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 74 orð

Tvö mörk frá Rúnari

RÚNAR Kristinsson skoraði bæði mörk belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren þegar það gerði jafntefli, 2:2, við Breda frá Hollandi í æfingaleik á laugardaginn. Þetta var þriðji leikur Lokeren á skömmum tíma, liðið vann 3. Meira
5. ágúst 2003 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

*ÞÓREY Edda Elísdóttir varð í öðru...

*ÞÓREY Edda Elísdóttir varð í öðru til þriðja sæti í stangarstökki á móti í Leverkusen í Þýskalandi á laugardaginn. Þórey Edda stökk 4,40 m, eins og Caroline Hingst frá Þýskalandi. Yvonne Buschbaum var sigurvegari, stökk 4,50 m. Meira

Fasteignablað

5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Af ýviðarætt

Þetta er yrkið Nana, af Taxus Cuspidata - ýviðarætt. Þessi plantan er orðin nokkuð algeng í ræktun hér. Hún hentar vel þar sem fólk vill hafa lágvaxinn og sígrænan gróður, t.d. í beðum fyrir neðan tré, hún hylur jarðveginn. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 237 orð | 1 mynd

Aldraðir Hafnfirðingar miðsvæðis

NIÐURSTÖÐUR könnunar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir skömmu um viðhorf aldraðra bæjarbúa til búsetu og þjónustu liggja nú fyrir. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 313 orð | 1 mynd

Álfafell í Hestlandi

Grímsnes- og Grafningshreppur TIL sölu er hjá Fasteignamarkaðinum sumarhúsaland í Grímsnesi sem hlotið hefur nafnið Álfafell. Þetta sumarhús er 46 fermetrar, auk 5 fermetra áfastrar geymslu. Eignin er úr timbri og var byggð 1990. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Bleika blómið fagra

Þetta blóm er kallað á íslensku brúðarstjarna en latneska nafnið Cosmos bipinnatus. Það er ættað frá hitabelti Ameríku og Mexíkó. Hér vex það í sumar í Grasagarðinum í Laugardal en þetta er einært... Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 87 orð | 1 mynd

Blóðberg

Blóðberg er lágvaxin og ilmandi jurt sem mikið var notuð í te á Íslandi og sumir tína enn sem tejurt. Blóðberg vex á þurrum og graslitlum stöðum víða um Evrópu. Í blóðbergi er rokgjörn olía sem kallast tymol, hún var notuð við smurningu hjá Forn-Egyptum. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 87 orð | 1 mynd

Blómakerið Vaskasteinn

Þetta er blómaker er steinsteypt og sandblásið. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 266 orð | 3 myndir

Café Amor á Akureyri

Á Akureyri, við Ráðhústorgið, er athyglisvert kaffihús, Café Amor. Í gluggum þess er sandblásið gler sem á eru letraðar ljóðlínur úr ástarljóðum Davíðs Stefánssonar, inni eru svo listaverk eftir Birgi Rafn Friðriksson í loftinu. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Dagstjarna

Dagstjarna er gömul ræktunarjurt á Íslandi. Hún er stundum kölluð slæðingur í íslenskri náttúru en hún vex oft í nágrenni við byggð. Hún var áður vinsæl í görðum landsmanna og er í mörgum görðum enn. Hún er mjög algeng planta á Norðurlöndum og í... Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 151 orð | 2 myndir

Fjarðarás 26

Reykjavík - Valhöll fasteignasala er með í sölu einbýlishús í Fjarðarási 26, 110 Reykjavík. Um er að ræða um 250 fermetra hús, steinsteypt á tveimur hæðum og var það reist árið 1982. Innbyggður bílskúr er um 31 fermetri. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 107 orð | 1 mynd

Grundarhús 40

Reykjavík - Gimli fasteignasala er með í einkasölu raðhús í Grundarhúsum 40, 112 Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1990 og er það 125 fermetrar. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Margrétarblóm og aftanroðablóm

Margrétarblómið hvíta er uppáhaldsblóm Margrétar Danadrottningar en aftanroðablómið er af... Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 169 orð | 1 mynd

Másstaðir II

Akraneshreppur - Höfði fasteignasala er með í sölu núna eignina Másstaði II. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 154 orð | 1 mynd

Mótel Venus

Leirár- og Melahreppur - Mótel Venus er veitinga- og gistihús sem Miðborg fasteignasala er með í sölu um þessar mundir. Eign þessi er í u.þ.b. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 1314 orð | 3 myndir

Ný byggð á Hörðuvöllum í Kópavogi

Í haust er gert ráð fyrir að úthlutun hefjist á lóðum á Hörðuvöllum í Kópavogi, en deiliskipulag hverfisins hefur þegar verið samþykkt hjá skipulagsnefnd bæjarins og hjá bæjarráði og bæjarstórn. Smári Smárason arkitekt segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá skipulagi hverfisins, landinu sem það verður reist á og fleiru. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 58 orð | 1 mynd

Nýjar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði

Um þessar mundir eru á boðstólum nýjar og stórar lóðir á miðsvæði Valla í Hafnarfirði. "Nýtt skrifstofu- og þjónustusvæði rís innan skamms á miðsvæði Valla," sagði Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 749 orð | 2 myndir

Sótarar byggðu upp virðingu fyrir iðn sinni

STÉTT sótara hefur aldrei verið til hér á landi svo ekki er víst að öllum sé ljóst um hverja er verið að fjalla né hvert er verksvið þeirra. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Stafafura

Stafafura er mikið ræktuð trjáplanta víðsvegar um landið, ekki síst í skógræktarreitum. Hún er mjög falleg þegar árssprotarnir eru að þroskast. Stafafura á heimkynni sín í norðvestanverðri... Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 50 orð | 1 mynd

Stjörnumispill

Stjörnumispill þessi er ættaður frá Kína en vex í Grasagarðinum í Laugardal. "Það er óhemjumikið til af misplum, eða um 100 tegundir. Sumir þeirra eru sígrænir," sagði Dóra Jakobsdóttir grasafræðingur. Meira
5. ágúst 2003 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Vatnslistaverk

Vatnslistaverkið á myndinni er í Grasagarðinum í Laugardal í Reykjavík. Það á að sýna landrekskenninguna, Evrópu og Ameríku, tvö meginlönd sem mætast, það er eftir Rúrý. Vatnsveita Reykjavíkur reisti það árið 1995 og gaf... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.