Greinar laugardaginn 16. ágúst 2003

Forsíða

16. ágúst 2003 | Forsíða | 142 orð | 1 mynd

Bush kallar atvikið "áminningu"

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að nauðsynlegt væri að gera umfangsmiklar endurbætur á raforkuneti Bandaríkjanna eftir að mesta rafmagnsleysi í sögu landsins hrjáði íbúa austurstrandarinnar í gær og fyrradag. Meira
16. ágúst 2003 | Forsíða | 110 orð

Mótmæltu rangfærslum í utanríkisráðuneytinu

HELGI Ágústsson, sendiherra í Washington, og Guðni Bragason sendifulltrúi áttu í gær fund með embættismönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins þar sem þeir komu á framfæri mótmælum vegna rangfærslna í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 7. ágúst. Meira
16. ágúst 2003 | Forsíða | 360 orð | 1 mynd

Rafmagn smám saman að komast á að nýju

UMFANGSMESTA rafmagnsleysi í sögu Norður-Ameríku náði til 50 milljóna manna, allt frá austurströnd Bandaríkjanna til Kanada. Rafmagnið var þó smám saman að komast á að nýju í gær en íbúar ákveðinna hluta landanna fá vart rafmagn aftur fyrr en um helgina. Meira
16. ágúst 2003 | Forsíða | 160 orð | 1 mynd

Spara 8-10 milljónir á ári

VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar, Týr og Ægir, hafa samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins keypt um 530 þúsund lítra af skipaolíu í Færeyjum á þessu ári fyrir rúmar 11 milljónir króna. Þetta gerir rúmlega 21 krónu á lítrann. Meira

Baksíða

16. ágúst 2003 | Baksíða | 127 orð | 1 mynd

Allt klárt fyrir menningarnótt

VERKÁÆTLANIR vegna framkvæmda í Bankastræti, hvað snertir lokun yfirborðs og frágang á lýsingu, ganga eftir, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar. Meira
16. ágúst 2003 | Baksíða | 58 orð | 1 mynd

Heimasmíðuð þyrla á Sæbraut

ÞESSI heimasmíðaða þyrla lenti á grasbalanum við Sæbraut í gær til að minna á flughátíð sem fram fer á Reykjavíkurfugvelli í dag. Á hátíðinni, sem er hluti af menningarnótt, kennir ýmissa grasa. Meira
16. ágúst 2003 | Baksíða | 103 orð

Mikill verðmunur á skólavörum

UM 157% verðmunur var á A4 stílabókum með gormum milli verslana á höfuðborgarsvæðinu sem selja skólavörur, þegar Morgunblaðið kannaði verð á skólavörum í gær. Meira
16. ágúst 2003 | Baksíða | 354 orð | 1 mynd

Sýning á 40 Kjarvalsverkum í eigu Landsbankans

Landsbankinn opnar dyr sínar almenningi í dag þegar Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans opnar sýningu á 40 málverkum og teikningum eftir Jóhannes S. Kjarval í eigu bankans. Meira
16. ágúst 2003 | Baksíða | 349 orð | 1 mynd

Útlit fyrir 6-10% lækkun til sauðfjárbænda

STEINÞÓR Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segist reikna með að SS greiði sauðfjárbændum 6-10% lægra verð í haust en fyrirtækið gerði á síðasta hausti. Endanleg ákvörðun um verð liggur þó ekki fyrir. Meira

Fréttir

16. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 158 orð | 1 mynd

100 norrænir bókaútgefendur á Akureyri

RÁÐSTEFNA norrænna námsefnisútgefenda er haldin á Akureyri um þessar mundir, en hún er haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum og munu tæplega 100 þátttakendur vera á ráðstefnunni. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

15 sóttu um stöðu forstjóra

JÓNI Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hafa borist fimmtán umsóknir um stöðu forstjóra Lýðheilsustöðvar en umsóknarfrestur rann út hinn 12. ágúst sl. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Afmælissigur hjá Helga

HELGI Ólafsson stórmeistari hélt upp á afmælisdaginn sinn með því að sigra á Borgarskákmótinu sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 851 orð | 1 mynd

Allir saman nú einn tveir þrír

Gígja Gunnarsdóttir er fædd í Danmörku árið 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994 og íþróttakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Nú í vor lauk Gígja BS prófi í íþróttafræði/heilsuþjálfun frá... Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 449 orð

Allt sat gikkfast

LESTIR og strætisvagnar höfðu stöðvast, flugi var aflýst, bílar, troðfullir af fólki, óku um göturnar með hraða snigilsins. Fólk var fast í lyftum. Mörg hótel neituðu mönnum að leita skjóls nema þeir væru þar gestir, að sögn The New York Times . Meira
16. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 168 orð

Á morgun kl.

Á morgun kl. 14 verður opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði sýning á svipmyndum af Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara, í tilefni þess að þann dag hefði hann orðið 80 ára, en hann lést 1988, langt um aldur fram. Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 156 orð

Ástandið almennt mjög gott hér

"KEÐJUVERKUN getur vissulega átt sér stað hér en ef það verður einstök bilun sjá svokallaðir varnarliðar eða skynjarar um að slá út til að hindra skemmdir á tölvustýrðum búnaði," sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar,... Meira
16. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 55 orð | 1 mynd

Bændur hættir heyskap í Árneshreppi

ÞÓTT heyskapur hafi byrjað óvenju snemma hér í sveit þá gekk hann illa seinnipart júlí vegna þokusúldar og bleytu. Veður lagaðist um mánaðamót og bændur hafa nú undanfarna daga verið að slá hána og luku heyskap hinn 13. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Drottning besti gripur sýningarinnar

KÚASÝNINGIN Kýr 2003 var haldin á Hrafnagili í Eyjafirði í nokkuð misjöfnu veðri hinn 8. ágúst síðastliðinn. Keppendur voru 31, flestir í barnaflokki en alls voru 18 kálfar og 13 kýr sýndar. Meira
16. ágúst 2003 | Miðopna | 522 orð

Endursköpum varnarsamstarfið

EINÖRÐ andstaða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra gegn tæknilegum hugmyndum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur dugað til að leggja grunn að nýjum áfanga í varnarsamskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 250 orð

Esso tekur við rekstri söluskála KÁ

OLÍUFÉLAGIÐ ehf. (Esso) hefur samið við Kaupfélag Árnesinga um að taka við rekstri fimm söluskála kaupfélagsins þann 1. október næstkomandi. Meira
16. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 258 orð | 1 mynd

Fischerbryggja og gamli sjávarkamburinn sýnileg

HUGMYNDIR eru uppi um að grafa upp svæði milli Hafnargötu og Ægisgötu í Keflavík, þar sem Fischerbryggjan er undir og gamli sjávarkamburinn. Er þetta liður í þeim endurbótum sem nú fara fram á Hafnargötunni og gamla miðbænum í Keflavík. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð

Fjallað um smáríki án hers

VERA varnarliðsins á Íslandi verður til umræðu á öðrum degi flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Hótel Loftleiðum í dag. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, mun hann m.a. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 339 orð | 3 myndir

Fleiri að detta í þúsund

Um þessar mundir eru Langá á Mýrum og Selá í Vopnafirði að ná fjögurra stafa heildartölu í veiði, en á fimmtudag höfðu 975 laxar veiðst í Langá og 910 í Selá og er veiði í báðum mjög góð. Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Flestir héldu stillingu sinni

SUMIR New York-búar tóku óþægindunum vegna rafmagnsleysisins vel og flýttu sér að efna til veislu þar sem fólk gæddi sér á kjöti og ís úr frystihólfunum. Voru grillin kynt af kappi. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Forritun í java komin út

HEIMILI og menntir ehf. á Selfossi hefur gefið út bókina: "Forritun í Java" eftir Ragnar Geir Brynjólfsson. Bókin er 255 síður með efnisyfirliti og heimildaskrá. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Forsetinn heldur til Alaska í dag

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, halda til Alaska í dag og munu dvelja þar í boði Franks Murkowskis, ríkisstjóra. Dagskrá forsetans í Alaska er ströng, en hann flytur m.a. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 571 orð | 1 mynd

Fólk komið í málverkið

"EFTIR dvöl mína á Ítalíu í fyrra fóru persónur að gera vart við sig í málverkinu hjá mér. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Fullkomnasta umbúðaprentvél landsins tekin í notkun

PRENTMET hleypti af stokkunum nýrri framleiðslulínu við gerð pappírsumbúða í gær. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsti vélina. Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 154 orð

Fyrri orkubrestir

SÍÐASTA mikla rafmagnsleysið í Bandaríkjunum varð fyrir sjö árum, í ágúst 1996, og var það rakið til mikilla hita, ónógrar flutningsgetu og mikillar notkunar. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 399 orð

Gagnrýna stjórnsýsluhætti bæjarins

ÍSLENSKU menntasamtökin (ÍMS) hafa kært til félagsmálaráðuneytisins ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um uppsögn samnings Hafnarfjarðarbæjar og ÍMS um rekstur leikskólans Tjarnaráss í Áslandi. Krefjast samtökin þess að uppsögnin verði felld úr gildi. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Gáfu Fischler sjávarrétti

FRANZ Fischler, sjávarútvegsstjóri ESB, var hér á ferð á dögunum. Við það tækifæri veitti hann móttöku gjafakörfu með ýmiss konar sjávarfangi frá ungliðum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Karfan innihélt m.a. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Gefa eintak í alla skóla landsins

FULLTRÚAR lesblind.com afhentu formlega íslenska þýðingu bókarinnar "Náðargáfan lesblinda" eftir Ron Davis í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ í gær. Lesblind. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð

Gekk ein um 37 km eftir aðstoð

KONA um þrítugt gekk í átta klukkustundir í fyrradag til að sækja hjálp fyrir foreldra sína, sem sátu föst í litlum Toyota-jeppa sunnan við Skjaldbreið. Meira
16. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 131 orð | 1 mynd

Góð aðsókn að sýningu Sossu

GÓÐ aðsókn hefur verið að Listasafni Reykjanesbæjar í sumar, samkvæmt upplýsingum menningarfulltrúa. Nú stendur þar yfir sýning á nýjum olíuverkum eftir Sossu og lýkur henni 31. ágúst. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð

Göngugarpar ÍT ferða verða með göngu...

Göngugarpar ÍT ferða verða með göngu á morgun, sunnudaginn 17. ágúst, upp með Glym. Sunnudaginn 24. ágúst verður gengið á Arnarfell við Þingvallavatn og 31. ágúst verður gengið á Lambafellið. Mæting er kl. Meira
16. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Hjól stöðvað á reiðvegi

LÖGREGLUMENN tóku létt bifhjól úr umferð fyrr í vikunni þegar því var ekið eftir reiðvegi ofan byggðar í Keflavík. Lögreglan hafði afskipti af ökumanninum eftir að íbúar í Vallarhverfi höfðu kvartað undan ógætilegum akstri hans á reiðveginum að... Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 681 orð

Hvalveiðum mótmælt í Lundúnum og víðar

ANDSTÆÐINGAR hvalveiða mótmæltu fyrirhuguðum vísindaveiðum Íslendinga í gær með því að safnast saman á Trafalgar-torgi í Lundúnum. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 412 orð

Impregilo hlíti sömu skilmálum og íslensk fyrirtæki

TALSVERT vantar upp á að reglur er varða aðbúnað og starfskjör starfsfólks verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka séu uppfylltar, að mati fulltrúa launþegasamtaka í samráðsnefnd um virkjunarframkvæmdir. Meira
16. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 180 orð | 1 mynd

Jón Ingi sýnir málverk í Eden

JÓN Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði þriðjudaginn 19. ágúst. Myndirnar á sýningunni eru flestar málaðar með vatnslitum en nokkrar með olíu- og pastellitum. Meira
16. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 108 orð | 1 mynd

Kvennareið í Dölum

"DROTTNINGAR í einn dag" er kjörorð Dalakvenna þegar þær fara í sinn árlega útreiðartúr saman. Venjan hefur verið að fara alltaf annan laugardag í ágúst og er þetta í þrettánda sinn sem þær hittast á þennan hátt. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 322 orð

Kærður vegna vanbúinna vinnupalla

Í EFTIRLITSÁTAKI Vinnueftirlitsins á byggingavinnustöðum í júní sl. var vinna stöðvuð á tveimur vinnustöðum og einn aðili kærður fyrir vítavert gáleysi vegna mikils vanbúnaðar á vinnupöllum. Meira
16. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 203 orð | 1 mynd

Lausum kennslustofum bætt við Lindaskóla

VIÐ Lindaskóla í Kópavogi er nú í fullum gangi undirbúningur fyrir næsta skólaár. Hluti af þeim undirbúningi felst í því að fluttar voru að tvær lausar kennslustofur til viðbótar við þær fjórar sem fyrir voru við skólann. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Leikskólastarf hefst að nýju

STARF á leikskólum er óðum að hefjast á ný eftir sumarfrí. Á leikskólanum Barónsborg nutu börnin útiverunnar á peysunni í gær. Nóg var af krökkum í sandkassanum og léku þeir sér með skóflur, fötur og... Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lést í Patreks-fjarðarflóa

MAÐURINN sem fannst látinn í fjörunni skammt fyrir innan Blakksnes í Patreksfjarðarflóa í fyrradag hét Ólafur Kristinn Sveinsson. Hann var 75 ára að aldri og til heimilis að Sellátranesi á Patreksfirði. Meira
16. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 207 orð | 1 mynd

Líf færist í gömlu bögglageymsluna

Í DAG verður opnuð sýning í gömlu bögglageymslunni í Listagilinu á Akureyri. Engin starfsemi hefur verið í þessu húsi í áraraðir heldur notaði Kaupfélag Eyfirðinga það sem geymslu. Meira
16. ágúst 2003 | Miðopna | 1066 orð

Mikilvægur áfangasigur

MIKILVÆGUR áfangasigur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna náðist í vikunni er Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra formlega að bandarísk stjórnvöld hefðu dregið til baka fyrirmæli um... Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Mæta snemma í laugarnar

Heitu laugarnar í Landmannalaugum njóta stöðugra vinsælda ferðamanna. Margir hafa komið í Landmannalaugar í sumar og flestir baða sig í laugunum. Þessi mynd var tekin kl. Meira
16. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 366 orð | 1 mynd

Námskeið í tálgun vinsælt

Í SUMAR hefur Árbæjarsafnið boðið upp á ýmiss konar námskeið í handíðum og þjóðháttum. Meðal annars var þar námskeið í tálgun, þar sem ungir jafnt sem aldnir lærðu grundvallaratriði í meðferð hnífs og viðar. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Niðurstaða fáist hjá báðum dómstigum

JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir mikilvægt að málefni bæklunarlækna og Tryggingastofnunar ríkisins fari fyrir bæði dómstigin; héraðsdóm og Hæstarétt, áður en hægt verði að taka ákvarðanir um framhaldið. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Nýtt greiðslukort fyrir námsmenn

NÝLEGA var undirritaður þríhliða samningur Sparisjóðsins, Stúdentaferða og MasterCard um útgáfu greiðslukorta fyrir viðskiptavini í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. Helsta efni samningsins er útgáfa sérstaks ISIC kreditkorts sem veitir ýmis hlunnindi. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nýtt Jafnréttisráð skipað

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð, með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýr formaður ráðsins er Fanný Gunnarsdóttir kennari í Reykjavík. Á síðasta kjörtímabili var Elín R. Meira
16. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 664 orð | 1 mynd

Perlur Þjóðminjasafnsins á afmælissýningu

SÝNINGUNNI "Meistarar formsins: Úr höggmyndasögu 20. aldar" í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi þriðjudag. Meira
16. ágúst 2003 | Miðopna | 750 orð

Risarækjur OR og heimasíður

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur hækkaði nýlega verð á heitu vatni og rafmagni í annað sinn á þessu sumri. Samanlögð hækkun er 10% fyrir heita vatnið og 5% fyrir rafmagnið. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Samsýning í Norska húsinu í Stykkishólmi

Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi hefur verið opnuð samsýning þriggja listakvenna úr Reykjavík. Sýnendur eru Kogga, Kristín Garðarsdóttir og Guðný Magnúsdóttir. Þær eiga það sameiginlegt að vera þekktar fyrir verk sín unnin í leir. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 1300 orð | 1 mynd

Samvinna og skemmtiskokk

Glen Murray, borgarstjóri Winnipeg í Kanada, kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur í dag, en Reykjavík og Winnipeg eru vinaborgir. Steinþór Guðbjartsson hitti borgarstjórann skömmu fyrir brottför frá Winnipeg. Meira
16. ágúst 2003 | Miðopna | 435 orð

Sigur forsætisráðherra!

Fimmtudaginn 14. ágúst sl. lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir í fjölmiðlum að George W. Bush forseti Bandaríkjanna hefði afturkallað ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja lungann af herafla sínum, þ. á m. Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Skuggasund útum allt

Ljósin frá bílum sem silast um götur Manhattan að kvöldi fimmtudagsins duga skammt til að lífga upp á myndina af borginni "sem aldrei sefur". Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Smygl fannst í skipi í Akranesshöfn

LÖGREGLAN á Akranesi, ásamt tollvörðum frá eftirlitsdeild tollgæslunnar í Reykjavík, fundu nýlega 144 flöskur af áfengi, 75 karton af sígarettum og 4 kassa af bjór í flutningaskipi í Akraneshöfn. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Sóttist ekki eftir starfi bankastjóra

JÓN Sigurðsson framkvæmdastjóri var í gær skipaður í embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands af Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Skipun Jóns nær til sjö ára og tekur hann við embætti 1. október næstkomandi. Meira
16. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 100 orð | 1 mynd

Stoke sigraði á Víkurprjónsmótinu

NÝLEGA fór fram svokallað VP mót á Víkurvelli í Vík en það er hraðmót í knattspyrnu. Það er Ungmennasamband Vestur-Skaftafellsýslu sem stendur fyrir þessu móti og hefur það verið árviss viðburður í að minnsta kosti 15 ár. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tveir bílar skullu saman

TVEIR bílar skullu saman á mótum Skagfirðingabrautar og Sæmundarhlíðar á Sauðarkróki laust fyrir kl. 20 í gærkvöld. Ökumenn voru fluttir á heilsugæslustöðina á Sauðárkróki en meiðsl þeirra voru talin minni háttar, að sögn lögreglu. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tveir ferðamenn í bílveltu

FÓLKSBÍLL valt á Skeiða- og Hrunamannavegi við Stóru-Laxá á sjötta tímanum í fyrrakvöld. Tveir útlendir ferðamenn voru í bílnum, báðir í bílbeltum og sakaði hvorugan. Meira
16. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 616 orð | 1 mynd

Um 45% árangur á reykinganámskeiðunum

RANNSÓKN á árangri reykingameðferðar hjá Heilsustofnuninni í Hveragerði, sem hjúkrunarfræðingarnir Bee McEvoy og Halla Grétarsdóttir, en þær vinna á Heilsustofnun NLFÍ, kynntu á 12. Meira
16. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ungversk vél lenti í Keflavík

FLUGVÉL á leið frá Búdapest til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli um miðnættið í gær eftir að flugmenn ákváðu að snúa vélinni við sakir rafmagnsleysisins í Bandaríkjunum. Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 680 orð | 2 myndir

Var hæglátur, kurteis og talaði sjaldan

NÝI leigjandinn í herbergi 601 var hæglátur, útlendur múslimi sem einungis fór út á nóttunni til að kaupa matvörur og grænmeti í búðunum í kring. Meira
16. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 374 orð

Veikburða kerfi vegna vanrækslu

RAFMAGNSLEYSIÐ, sem lamaði stóran hluta af norðaustanverðum Bandaríkjunum, hefur beint sjónum manna að raforkukerfinu þar í landi en sérfræðingar segja, að það sé orðið ákaflega veikburða vegna langvarandi vanrækslu og ónógrar fjárfestingar. Meira
16. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 140 orð | 1 mynd

Vistvænn leikskóli á Kjalarnesi

ÞAU Thea Möller og Arnþór Daði Jónasson, úr leikskólanum Kátakoti á Kjalarnesi, sýndu kunnáttuna með skóflurnar í gær, þegar þau tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla á Kjalarnesi. Meira

Ritstjórnargreinar

16. ágúst 2003 | Leiðarar | 467 orð

Dæmd til biðlistavistar?

Morgunblaðið vakti í október í fyrra athygli á því að í raun væri orðinn til vísir að þeim einkarekna valkosti í heilbrigðiskerfinu, sem blaðið hefur um árabil hvatt til að yrði komið á fót. Meira
16. ágúst 2003 | Leiðarar | 212 orð

Menningarnótt?

Menningarnótt í Reykjavík hefur fyrir löngu unnið sér verðskuldaðan sess í huga borgarbúa og margra annarra Íslendinga. Meira
16. ágúst 2003 | Leiðarar | 290 orð

Veikur blettur risans

Bandaríkin eru risaveldi. Enginn stenzt þeim snúning hvað varðar hernaðar- eða efnahagsmátt. Meira
16. ágúst 2003 | Staksteinar | 367 orð

- Vitleysan í borgarráði

Stefán Pálsson skrifar á Múrinn um þá afstöðu borgarráðs að rétt sé að Reykjavík hætti að greiða til Sinfóníuhljómsveitarinnar. Meira

Menning

16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 207 orð | 2 myndir

Alvöru útimarkaður

MARGIR hafa væntanlega rekið upp stór augu þegar þeir sáu markaðsstemningu á borð við þá sem ræður ríkjum á Waterlooplein í Amsterdam og í Camden í London í portinu hjá skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg um síðustu helgi. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 518 orð | 1 mynd

Baráttan við valdið

LEIKHÓPURINN Hið lifandi leikhús frumsýnir í dag Pentagon í Iðnó kl. 16 í tengslum við Menningarnótt. Pentagon samanstendur af fimm nýjum einþáttungum eftir fjóra íslenska höfunda og einn ástralskan. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 258 orð | 1 mynd

Fönkí í fimm ár

PILTARNIR í Jagúar hafa verið iðnir við kolann undanfarið. Væntanleg er 12 tommu vínyl-útgáfa með lögum hljómsveitarinnar þar sem verða þrjú lög af síðustu plötu þeirra, Get the Funk Out , sem kom út árið 2001. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Hipp hopp og breikdans

SAMTÖKIN TFA (Tími fyrir aðgerðir) standa fyrir viðburðaríkri dagskrá á Menningarnótt í samvinnu við fataverslunina Exodus, Málningu ehf. og Alþjóðahúsið, þar sem dagskráin fer fram. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 90 orð

Hitastillandi myndlíkingar

Guðrún Benónýsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Galleríi Hlemmi kl. 14. Guðrún sýnir ljósmynd og skúlptúra sem urðu til á árunum 2000-2002. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 243 orð | 1 mynd

List í hverju skúmaskoti

SANNKÖLLUÐ MenningarManía verður í Hinu húsinu í Pósthússtræti 3-5 á Menningarnótt frá kl. 16-20. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 314 orð | 2 myndir

Margir vilja verða frægir

SKRÁNINGARFRESTUR í Idol-Stjörnuleitina á Stöð 2 rann út á miðnætti á föstudagskvöld. Aðsókn hefur vægast sagt verið mjög góð og höfðu 1280 skráð sig til keppni síðdegis á föstudag. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Myndræn tónlist

HEIMAR tónlistarinnar og hins myndræna verða leiddir saman í Tjarnarbíói á Menningarnótt í dagskrá sem stendur frá klukkan 18 fram eftir kvöldi. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 274 orð | 1 mynd

Nótt hinna löngu ljóða

LJÓÐADAGSKRÁIN Nótt hinna löngu ljóða verður endurvakin á Nasa á Menningarnótt er fimmtán ljóðskáld lesa upp, auk þess sem tónlistarfólk stígur á stokk. Að sögn skipuleggjanda hefst dagskráin kl. 20 í kvöld og stendur fram undir miðnætti. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Út er komin á vegum bókaútgáfunnar Bjarts bókin Sagan af Pí eftir Yann Martel í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. "Flutningaskip sekkur með hörmulegum afleiðingum. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 242 orð | 3 myndir

"Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig"

Skáldin Einar Kárason og Þórarinn Eldjárn segja frá kynnum sínum af Gretti sterka Ásmundarsyni á Grettisvöku á Hvammstanga í kvöld. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 295 orð | 1 mynd

Risatónleikar Rásar 2

RÁS 2 stendur fyrir stórtónleikum á Menningarnótt á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn í kvöld frá kl. 21 til 23. Tónleikarnir eru liður í hátíðarhöldum stöðvarinnar en hinn 1. desember næstkomandi eru 20 ár síðan Rás 2 fór í loftið í fyrsta sinn. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 385 orð | 1 mynd

Sér á báti á heimsenda

Heimsendi 18 með hljómsveitinni Ókind. Sveitina skipa þeir Ingi Einar Jóhannesson gítarleikari, Steingrímur Karl Trague söngvari og hljómborðsleikari, Ólafur Freyr Frímannsson trommuleikari og Birgir Örn Árnason bassaleikari. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Stuðmenn með dansmenningarnótt

STUÐMENN standa fyrir íslenskri dansmenningarnótt á skemmtistaðnum NASA í kvöld. Hljómsveitin ætlar að kalla til nokkra af sínum bestu og dyggustu fylgifiskum og furðufuglum frá fyrri tíð, segir í tilkynningu frá sveitinni. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Söngvarinn Chris Martin , hinn sérlegi...

Söngvarinn Chris Martin , hinn sérlegi Íslandsvinur og leiðtogi Coldplay, hefur upplýst að hann hafi ekki í hyggju að kvænast kærustu sinni, Gwyneth Paltrow , a.m.k. ekki á næstunni. "Við erum ekki að fara að gifta okkur. Meira
16. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 614 orð | 1 mynd

Vill Stones hráa

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri er kominn aftur til vinnu eftir ágætt sumarfrí sem var að mestu varið í sumarbústað vestur á Mýrum. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarlíf | 471 orð | 1 mynd

Warhol í Galleríi Fold

Í GALLERÍI Fold við Rauðarárstíg verður í dag kl. 13 opnuð sýning á þrettán verkum eftir Andy Warhol. Verkin eru öll í eigu bandaríska listaverkasafnarans og auðkýfingsins Richard Weisman, sem var góður vinur listamannsins. Meira

Umræðan

16. ágúst 2003 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Ár í Ólympíuleika

FÖSTUDAGINN 13. ágúst 2004 verða 28. Ólympíuleikar samtímans settir í Aþenu í Grikklandi. Síðast voru haldnir Ólympíuleikar í Aþenu árið 1896. Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð heimsins og vekja gríðarlega athygli á heimsvísu. Meira
16. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1280 orð | 1 mynd

Hvað er til ráða í ferðaþjónustunni á landsbyggðinni?

TALSVERT hefur verið í umræðunni að undanförnu vandi ferðaþjónustunnar, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Aðallega er þar rætt um stuttan nýtingartíma og hvernig sé hægt að lengja ferðamannatímann utan hásumarsins. Meira
16. ágúst 2003 | Aðsent efni | 3757 orð | 1 mynd

Höldum allri flugsögu Íslands til haga

SEM flugáhugamanni þykir mér einna vænst um þann þátt þess er snýr að sögunni enda mikið andlegt fóður að hafa úr rituðum heimildum, jafnt innlendum sem erlendum. Meira
16. ágúst 2003 | Aðsent efni | 444 orð | 1 mynd

Opið bréf til formanns Blaðamannafélagsins

ÁGÆTI Róbert Marshall. Ég hef lengi verið félagsmaður í Blaðamannafélaginu, en í seinni tíð er það ekki vegna kjarasamninga (félagið annast ekki samninga við Ríkisútvarpið) heldur vegna faglegra sjónarmiða. Meira
16. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 772 orð | 1 mynd

Rangfærslur og meiðyrði blaðamanns hjá Atlantica

BLAÐIÐ Atlantica er vandað rit sem dreift er til farþega í millilandaflugi Flugleiða. Í júlí/ágúst blaðinu er grein um leiksýningarnar Light Nights - Bjartar nætur sem skrifuð er af blaðamanninum Edward Weinman. Meira
16. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 548 orð | 1 mynd

Varðandi vegaxlir við Reykjanesbraut Einhvern veginn...

Varðandi vegaxlir við Reykjanesbraut Einhvern veginn varð ég ekki hissa þegar ég las um vegaxlir við Reykjanesbraut í Morgunblaðinu 13. ágúst sl. Meira

Minningargreinar

16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 3139 orð | 1 mynd

DÓRÓTHEA SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR

Dóróthea Sigrún Guðlaugsdóttir fæddist í Miðkoti við Dalvík 30. maí 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 520 orð | 1 mynd

GUNNAR HELGI BENÓNÝSSON

Gunnar Helgi Benónýsson fæddist á Siglufirði 6. ágúst 1924. Hann lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Blönduósi 29. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 8. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

HERMANN SVEINBJÖRNSSON

Hermann Þorvaldur Sveinbjörnsson fæddist í Neskaupstað 5. mars 1949. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 16. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 22. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1411 orð | 1 mynd

JÓN ODDSSON

Jón Oddsson fæddist á Siglufirði 14. júní 1958. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns eru Svava Aðalsteinsdóttir, starfsstúlka á Sjúkrahúsinu á Siglufirði, f. 29.1. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 170 orð | 1 mynd

MARGRÉT SIGRÚN BJARNADÓTTIR

Margrét Sigrún Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hún lést á heimili sínu, Akraseli 18, 8. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 15. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 350 orð | 1 mynd

OLGA ÓLADÓTTIR

Olga Óladóttir fæddist á Siglufirði 27. júlí 1925. Hún lést í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Óli G. Baldvinsson, f. 15. apríl 1897, d. 16. sept. 1979, og Dómhildur Sveinsdóttir, f. 1. des. 1900, d. 16. sept. 1979. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 668 orð | 1 mynd

RAGNHILDUR GESTSDÓTTIR

Ragnhildur Gestsdóttir fæddist á Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði 21. júlí 1934. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar Ragnhildar voru Gestur Jóhannesson, bóndi á Giljum, f. 21.9.1893, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 551 orð | 1 mynd

STEFÁN R.B. HÖSKULDSSON

Stefán R.B. Höskuldsson fæddist 28. júlí 1913. Hann lést 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Höskuldur Sigurðsson, f. 28.11. 1877, d. 30.7. 1966, og Þórdís Stefánsdóttir, f. 14.7. 1876, d. 2.12. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2003 | Minningargreinar | 479 orð | 1 mynd

STEINDÓR JÓNSSON

Steindór Jónsson fæddist á Hraunfelli í Vopnafirði hinn 23. mars 1916. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, bóndi á Hraunfelli, og Þórunn Oddný Einarsdóttir. Hann var áttunda barn foreldra sinna en alls áttu þau hjónin 12 börn. Hinn 25. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 251 orð

Áttfaldur hagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkur

HAGNAÐUR Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef) nam 520,2 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er ríflega áttfaldur hagnaður sama tímabils í fyrra, en hann nam þá 64,6 milljónum króna. Meira
16. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Bætt afkoma hjá SPH

HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) nam 85 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma 2002 varð 69,7 milljóna króna tap á rekstrinum. Meira
16. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 157 orð | 1 mynd

Kolefnistrefjar í nýrri vél Boeing

BOEING-flugvélaverksmiðjurnar hafa ákveðið að nota sérstaklega styrkta kolefnistrefja-epoxý efnablöndu sem aðalbyggingarefnið í svonefndri 7E7 flugvél, sem nú er í þróun hjá verksmiðjunum. Meira
16. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 186 orð

SpVm eignast 75% stofnfjár í SpHorn

Á FUNDI stofnfjáraðila Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis (SpHorn) á miðvikudag var samþykkt að auka stofnfé sparisjóðsins til að endurskipuleggja fjárhagsstöðu hans og mun Sparisjóður Vestmannaeyja (SpVm) kaupa allt viðbótarstofnféð. Meira

Daglegt líf

16. ágúst 2003 | Neytendur | 364 orð | 1 mynd

157% verðmunur á stílabókum með gormum

MIKILL verðmunur er á skólavörum um þessar mundir og þegar Morgunblaðið kannaði verðið í gær kostaði 80 síðna A4 stílabók með gormum minnst 72 kr. í Office 1, en mest 185 kr. í Pennanum-Eymundssyni Austurstræti, og er munurinn 157%. Meira
16. ágúst 2003 | Neytendur | 49 orð

Lífrænn markaður á Káratorgi

FRAMLEIÐENDUR lífrænt ræktaðs grænmetis verða með útimarkað á Káratorgi, á mótum Kárastígs og Frakkastígs, milli klukkan 14 og 18 í dag. Meira
16. ágúst 2003 | Neytendur | 110 orð

Penninn-Eymundsson í samstarf við 12 tóna

PENNINN-Eymundsson og tónlistarverslunin 12 tónar hafa gert með sér samning um sölu á geisladiskum 12 tóna í verslun Pennans-Eymundssonar í Austurstræti. Meira
16. ágúst 2003 | Afmælisgreinar | 698 orð | 1 mynd

RÓBERT ARNFINNSSON

Einn af dáðustu leikurum þjóðarinnar, Róbert Arnfinnsson, stendur í dag á merkum tímamótum. Hann er kominn í hóp þeirra sem fyllt hafa áttunda áratuginn. Róbert á að baki meira en hálfrar aldar glæsilegan leikferil. Meira
16. ágúst 2003 | Neytendur | 101 orð | 1 mynd

Safna notuðu skóladóti fyrir börn í Kamerún

SÖFNUN á notuðu skóladóti fer fram á Skóladögum í Smáralind, sem standa fram til 24. ágúst, og mun það dót sem safnast fara til skólabarna í Kamerún í Vestur-Afríku. Meira

Fastir þættir

16. ágúst 2003 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Einar Grétar Björnsson matsveinn, Naustabryggju 5, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun, sunnudaginn 17. ágúst. Meira
16. ágúst 2003 | Í dag | 573 orð | 1 mynd

Afmælishátíð Brimilsvallakirkju

SUNNUDAGINN 24. ágúst nk. verður haldið upp á 80 ára afmæli Brimilsvallakirkju í gamla Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Hátíðin hefst með messu kl. 15 þar sem biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Meira
16. ágúst 2003 | Dagbók | 82 orð

Askurinn

Hríðar um gættir, hreysið skelfur, hrikta bjálkar og dyr. Skáldið í Bólu er skinið af hungri, en skapið líkt og fyr, og heldur en bugast, beygja kné og bjóða dauðanum inn, sker það máttuga meginstafi og myndir - í askinn sinn. Meira
16. ágúst 2003 | Fastir þættir | 284 orð | 1 mynd

Áfellisdómur yfir Atkins-megrunarkúrnum

HINN umdeildi Atkins-megrunarkúr byggist á gervivísindum, og það er því ábyrgðarleysi að mæla með honum við þá sem eru of þungir, að mati dr. Meira
16. ágúst 2003 | Fastir þættir | 300 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Hjálmtýr R. Baldursson hreifst af spilinu sem Ásmundur Pálsson sá í beinni útsendingu á OK-Bridge og birtist hér í þættinum fyrir skömmu: "Ég lenti í svipaðri uppákomu um daginn þegar ég horfði "yfir öxlina" á einum á MsnZone. Meira
16. ágúst 2003 | Viðhorf | 747 orð

Gjaldskráin hækkar og hækkar

Aðalatriðið er að fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur á að einbeita sér að því sem hún kann og er góð í, þ.e. að virkja og selja vatn og rafmagn. Fyrirtækið á ekki að reka símafyrirtæki eða standa í rækjueldi. Meira
16. ágúst 2003 | Fastir þættir | 488 orð | 1 mynd

Hvað er geðhvarfasýki?

Spurning: Ég er kona sem hef verið greind manísk depressív eða með geðhvarfasýki. Ég fæ eftirfarandi lyf: Litíumsítrat, ásamt Zoloft, og Risperdal. Meira
16. ágúst 2003 | Í dag | 1044 orð | 1 mynd

(Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. Meira
16. ágúst 2003 | Dagbók | 474 orð

(Opb. 1, 7.)

Í dag er laugardagur 16. ágúst, 228. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeir sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Vissulega, amen. Meira
16. ágúst 2003 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Bg7 11. Bd3 Re7 12. Rxe7 Dxe7 13. c4 f5 14. O-O O-O 15. Df3 d5 16. cxd5 f4 17. Hfc1 Kh8 18. Rc2 Bd7 19. Re1 Hg8 20. Be2 Bf8 21. Rd3 He8 22. Meira
16. ágúst 2003 | Fastir þættir | 454 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

BÍÓMYNDIR eru frábær afþreying að mati Víkverja. Að sitja heima í sófa með góða spólu, léttpopp og kók getur verið fínt...en þar sem Víkverji er mikil félagsvera þykir honum gríðarskemmtilegt að fara í bíó, sýna sig og sjá aðra...og auðvitað bíómyndina. Meira
16. ágúst 2003 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Þessar glaðlegu stúlkur söfnuðu 3.

Þessar glaðlegu stúlkur söfnuðu 3.180 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hafdís Ragnarsdóttir, Birgitta Hrönn Jónsdóttir og Katla Marín Stefáns dóttir, en á myndina vantar Ástþór Andra Jónsson, sem safnaði með... Meira

Íþróttir

16. ágúst 2003 | Íþróttir | 101 orð

1.

1. deild karla Stjarnan - HK 2:2 Brynjar Sverrisson 2., Bernharður M. Guðmundsson 8. - Þorsteinn Gestsson 21., Guðbjartur Haraldsson 90. Keflavík - Haukar 5:0 Þórarinn Kristjánsson 18., Hólmar Rúnarsson 29., Kristján Jóhannsson 33., Scott Ramsey 37. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 225 orð

Erfitt að leika gegn 8-9 manna vörn

RICHARD Money, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins AIK, telur möguleika síns liðs mjög góða eftir sigurinn á Fylki, 1:0, í fyrri leik liðanna í forkeppni UEFA-bikarsins í fyrrakvöld. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 1127 orð

Fátt virðist geta stöðvað Keflvíkinga

KEFLVÍKINGAR sýndu það á heimavelli í gærkvöldi að það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir tryggi sér sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 68 orð

Fyrsta umferð

BOLTARNIR byrja að rúlla í úrvalsdeildinni í Englandi um helgina og verða fjórir leikir sýndir beint * á Sýn og * Stöð 2. Leikir sem sýndir * eru á veitingastöðum: Laugardagur 16. ágúst: Birmingham - Tottenham 11 *Portsmouth - A. Villa 11. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 1130 orð | 1 mynd

Gamlir refir og aðrir heiðursmenn

*David O'Leary hefur tekið við stjórninni hjá Aston Villa - tók við starfi Grahams Taylors. Jóhannes Karl Guðjónsson, sem var í herbúðum Villa, var ekki inni í framtíðarplani O'Learys og er aftur kominn til Betis á Spáni. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

* GARÐAR Jóhannsson, framherjinn stóri og...

* GARÐAR Jóhannsson, framherjinn stóri og stæðilegi í liði KR-inga , nefbrotnaði eftir viðskipti við einn liðsmanna Vals í leik liðanna á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 195 orð

HK fær landsliðsmenn frá Litháen

TVEIR litháískir landsliðsmenn í handknattleik eru komnir til æfinga hjá bikarmeisturum HK og flest bendir til þess að Kópavogsfélagið gangi til samninga við þá á næstu dögum. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

Hungrið fleytir ÍBV alla leið

STÓRLEIKUR ársins í kvennaknattspyrnunni verður háður á Laugardalsvelli á morgun klukkan 14 þegar Valur og ÍBV eigast við í úrslitaleik Visa-bikarkeppninnar. Valur er ekki í ókunnugri stöðu enda á liðið glæsta bikarsögu og hefur hampað bikarmeistaratitlinum átta sinnum en ÍBV hefur aldrei farið svo langt og hefur enn ekki unnið stóran titil í kvennaknattspyrnunni. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 165 orð

Lárus Orri ekki með í Færeyjum?

TVÍSÝNT er um þátttöku Lárusar Orra Sigurðssonar í landsleiknum mikilvæga gegn Færeyingum í Þórshöfn næsta miðvikudag. Hann hefur ekkert getað æft með WBA alla vikuna vegna tognunar í brjóstvöðva og spilar ekki gegn Burnley í 1. deildinni í dag. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 1355 orð | 1 mynd

Leiksýningin mikla að hefjast

ÞEGAR tjaldið verður dregið frá á leikvöllum úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu í Englandi í dag, hefst einhver mesta og lengsta sýning heims, sem mun standa yfir í tíu mánuði með öllu tilheyrandi. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

* MAGNÚS Þórisson dæmir úrslitaleik Vals...

* MAGNÚS Þórisson dæmir úrslitaleik Vals og ÍBV. Sigurður Þór Þórsson og Sigurður Óli Þórleifsson verða aðstoðardómara, Gunnar S. Gunnarsson varadómari og Eysteinn Guðmundsson eftirlitsdómari. Heiðursgestur verður alþingismaðurinn Margrét Frímannsdóttir... Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 169 orð

Möguleikarnir gegn Grindavík 50/50

HANNES Haubitz, þjálfari austurríska knattspyrnuliðsins Kärnten, telur að möguleikarnir á að slá Grindvíkinga út úr UEFA-bikarnum séu nú aðeins 50/50. Hann var mjög óánægður með hinn nauma sigur sinna manna á íslenska liðinu í fyrrakvöld, 2:1. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 69 orð

Pétur í landsliðshópinn

PÉTUR Hafliði Marteinsson, leikmaður Stoke, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn sem heldur til Færeyja á sunnudaginn. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson ákváðu að bæta Pétri inn sem 19. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 152 orð

"Hef trú á að við getum lagt Svíana"

ÍSLENDINGAR mæta í dag Svíum í undanúrslitum Evrópumóts piltalandsliða í handknattleik sem haldið er í Kosice í Slóvakíu. Meira
16. ágúst 2003 | Íþróttir | 120 orð

UM HELGINA

KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram - ÍBV 16 1. deild karla: Víkin: Víkingur R. - Njarðvík 14 2. deild karla: Sindravellir: Sindri - KS 14 Húsavík: Völsungur - ÍR 16 3. Meira

Úr verinu

16. ágúst 2003 | Úr verinu | 188 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 47 47...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 47 47 47 120 5,640 Bleikja 140 74 111 70 7,754 Blálanga 24 24 24 8 192 Gellur 608 597 601 10 6,014 Gullkarfi 68 9 65 4,115 269,286 Hlýri 179 133 151 1,624 245,355 Keila 40 5 31 141 4,325 Langa 66 45 64 213 13,632 Lúða... Meira
16. ágúst 2003 | Úr verinu | 219 orð | 1 mynd

Meiri afli en minni verðmæti

FISKAFLI strandveiðiflotans í Marokkó jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og varð alls um 360.000 tonn. Verðmæti aflans dróst hins vegar saman um 13%. Það er fyrst og fremst minni afli af kolkrabba og smokkfiski sem veldur þessari verðmætaminnkun. Meira
16. ágúst 2003 | Úr verinu | 146 orð

Mest af kolmunna til Neskaupstaðar

NÚ hefur verið landað um 355.000 tonnum af kolmunna hér á landi á árinu. Afli íslenzkra skipa er orðinn 283.000 tonn, en 72.000 tonnum hefur verið landað af erlendum skipum. Síðustu daga var landað um 5.500 tonnum af kolmunna úr íslenzkum skipum. Meira
16. ágúst 2003 | Úr verinu | 368 orð

"Það á ekki að ansa þessum körlum"

ÚTGERÐARMENN netabáta hyggjast nú blása til sóknar til að verja hagsmuni sína, verði línuívilnun fyrir dagróðrarbáta komið á. Meira

Lesbók

16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 476 orð

Amsterdam-Akureyrar djasslestin

Robin og Kevin Nolan, gítara og Simon Plantins, bassa auk söngvarans Randy Greers. Þriðjudagskvöldið 12. ágúst 2003. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

BJARKAMÁL HIN FORNU

Dagr er upp kominn, dynja hanafjaðrar, mál er vílmögum að vinna erfiði. Vaki æ og vaki vina höfuð, allir hinir æðstu Aðils um sinnar. Hár hinn harðgreipi, Hrólfr skjótandi, ættum góðir menn, þeir er ekki flýja. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

BYLTINGIN OG BRÓÐIR MINN

ég sé þig svo skýrt eins og lifandi ljós hér í minningahafi vinur minn, félagi og bróðir! Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 714 orð | 1 mynd

Endurminningar úr alfaraleið

Óli G. Jóhannsson opnar sýningu í Húsi málaranna í dag. Hann ræddi við SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR um "vírusinn" sem hefur fylgt honum alla tíð. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð | 1 mynd

GÁFUR ARNOLDS

ÉG hef ekki hugmynd um hversu hátt Arnold Schwarzenegger skorar á greindarvísitöluprófum og enn síður veit ég hvað kappinn fékk á stærðfræðiprófum hér í gamla daga. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 154 orð | 1 mynd

Handverkssýning á Menningarnótt

Á Menningarnótt í Reykjavík mun listahátíðin List án landamæra standa fyrir sýningu og sölu á handverks- og listmunum í Pósthússtræti 13, bakatil. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 822 orð | 2 myndir

HVAÐ ER HLAUPASTINGUR?

Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir, af hverju er táknið & notað fyrir "og", hvað gera félagsmálafræðingar og má nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að nálgast svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð

HVENÆR FÆÐIST MAÐUR?

ekki er allt satt sem sagt er ekki er allt svo sem sýnist ekki bara mæður fæða - börn til eru börn sem fæða sínar mæður. ótrúlegt en satt - ég ber þunga minnar eigin móður. vanfær í meir en hálfa öld. senn verð ég... Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 468 orð | 1 mynd

Í leit að alvöru Truman Show

HUGMYNDIN á bak við myndirnar á sýningu danska ljósmyndarans Peter Funch í galleríi Kling & Bang á Laugavegi 23 kviknaði eftir að hann hafði horft á bandarísku bíómyndina Truman Show. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 212 orð | 1 mynd

Ítölsk og frönsk orgeltónlist

Sjöunda helgi Sumarkvölds við orgelið býður upp á íslenskan organista, Steingrím Þórhallsson, sem er nýkominn frá framhaldsnámi í Kirkjutónlistarskóla Páfagarðs og undanfarinn vetur hefur hann verið organisti í Neskirkju í Reykjavík. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 312 orð | 2 myndir

Laugardagur Árbæjarsafn kl.

Laugardagur Árbæjarsafn kl. 13 og 15. Sögugöngur á Menningarnótt. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður verður með leiðsögn um Aðalstræti og Grjótaþorp og hefst gangan kl. 13. Páll V. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 802 orð | 6 myndir

LIFANDI LEIKHÚS AÐ STIKLASTÖÐUM

"Öll starfsemin ber þess vott að reynt er að gera þá sögu sem staðurinn á aðgengilega almenningi. Og það tekst með miklum ágætum. Staðurinn er allur eins og lifandi leikhús," segir ÞRÖSTUR HELGASON um Stiklastaði þar sem hann sá meðal annars nýja uppfærslu á leikriti um Ólaf helga Noregskonung sem sýnt hefur verið þar árlega síðan 1954. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 395 orð | 2 myndir

Menningarbyltingin í nýju ljósi

LJÓSMYNDBÓK Lis Zhensheng, sem geymir myndir af kínversku menningarbyltingunni og væntanleg er á ensku nú í byrjun september er að mati New York Times einkar áhugaverður vitnisburður um ofbeldið og ringulreiðina sem einkenndi tímabilið. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 693 orð | 2 myndir

Merking hlutanna

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar Opið fimmtudag til sunnudags frá kl. 17-19 Til 17. ágúst. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 489 orð

MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík...

MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík - sjötti áratugurinn. Í tengslum við sýninguna eru einnig sýndar ljósmyndir eftir Hans Malmberg sem hann tók í Reykjavík árið 1951. Til 1.9. Gerðarsafn: Sýning á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 457 orð

NEÐANMÁLS -

I "Það er ekki af fátækt að við höfum ekki efni á að hafa listasafn, og búum í ljótri sóðalegri borg, heldur af því okkur vantar smekk og almenna menníngu og "unnum því lítt sem fagurt er", einsog Jónas Hallgrímsson orkti. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2841 orð | 1 mynd

NIKITA KRÚSTJOFF - GLEYMDUR STJÓRNMÁLAMAÐUR?

Nikita Krústjoff heyrist sjaldan nefndur á nafn þrátt fyrir að hafa verið einn áhirfamesti stjórnmálamaður sinnar tíðar. Í þessari grein er rifjuð upp saga Krústjoffs sem þótti skrautlegur persónuleiki og var sennilega mis- skilinn af mörgum. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 607 orð

PORTÚGALSKA FRÉTTIN

EIN eftirminnilegasta íþróttafrétt sem ég man eftir að hafa heyrt var í stuttum fréttatíma Ríkisútvarpsins á virkum vetrardegi fyrir einu eða tveimur árum. Íþróttafréttamaðurinn greindi þar frá úrslitum í portúgölsku fyrstu deildinni í handknattleik. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 326 orð | 1 mynd

"Kikk að fá að hafa hátt á bókasafni"

Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verða líkt og fyrr með stofutónleika á Menningarnótt. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 333 orð | 2 myndir

Rifist um Sívagó

DEILA hefur brotist út milli rússneskra stjórnvalda og hópa helstu rithöfunda landsins varðandi þá ákvörðun stjórnvalda að fjarlægja nokkur klassísk bókmenntaverk sem fjalla um undirokun Sovéttímans út af námskrá skóla. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3121 orð | 4 myndir

UMBÚÐALEIKHÚS Á UMBÚÐAÖLD

Í þessari grein er því haldið fram að samtíminn sé á ákveðinn hátt týndur í flæði órökréttra langana í eitthvað annað og betra og að leikhúsið hafi hrifist með, það hugsi meira um umbúðir en innihald. Hér er einnig fjallað um nokkrar af athyglisverðustu sýningum í íslensku leikhúsi á síðustu árum. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð | 1 mynd

Upp-skurður á Skaftfelli

MYNDLISTARMAÐURINN Sólveig Alda Halldórsdóttir sýnir verk sitt, Upp-skurður, á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro á Seyðisfirði. Verk Sólveigar samanstendur af texta sem unninn er upp úr dagbókarfærslum William Burroughs og hennar eigin. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1174 orð

VATN

HVAÐ er einfaldara en skrúfa frá krana og láta vatnið buna í vask þar til það er nógu kalt og drykkjarhæft? Eða skrúfa frá baðkarskrana og láta buna endalaust úr ótæmandi lindum sem endurnýja sig stanslaust í dásamlegri rigningunni? Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

VIÐ KÁRAHNJÚKA

Örlagavindar blása um Kárahnjúka Sprenging í myrkvuðu gljúfrinu Hamrarnir hrynja Tár næturinnar falla í ána Óður Gljúfursins heyrist ekki Regnbogar í fossúðum hverfa Blærinn hvíslar að hreindýrum grágæsum og smáfuglum Farið annað því flóðið kemur... Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 959 orð | 4 myndir

Þýska á korteri og heiðinn göngutúr

Menningarnótt í Reykjavík er haldin í dag með 200 viðburðum víðs vegar um borgina. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR kíkti í dagskrána og miðaði á það sem vekur forvitni og eftirvæntingu. Meira
16. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 30 orð | 1 mynd

Öryggisskúlptúrar

Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona opnar sýninguna TM örugglega á menningarnótt í húsnæði TM á jarðhæð Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti 6. Sýningin stendur frá kl. 13-23. Hún samanstendur af ýmsum öryggisskúlptúrum og... Meira

Ýmis aukablöð

16. ágúst 2003 | Brúðkaup | 20 orð | 1 mynd

Brúðkaup.

Brúðkaup. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 14. júní sl. af sr. Hjálmari Jónssyni, Lilja Jóhanna Kristjánsdóttir og Sigurður Reginn... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.