IDI Amin, fyrrverandi einræðisherra í Úganda, lést í gær í Sádi-Arabíu, líklega 80 ára að aldri. Hann rændi völdum í landi sínu árið 1971 en var steypt átta árum síðar og hann hrakinn í útlegð eftir blóðugan valdaferil.
Meira
LÍNUÍVILNUN verður tekin upp eigi síðar en fyrsta september 2004. Jafnframt verður úthlutun byggðakvóta endurskoðuð og líklegast er að hann verði felldur niður í núverandi mynd og nýttur til línuívilnunar.
Meira
379 hlaupagarpar voru í gærmorgun ræstir af stað í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins. Þetta er metþátttaka, eins og í hálfmaraþonhlaupinu þar sem 558 keppendur voru skráðir. Um 500 útlendingar kepptu í hlaupinu í ár sem er einnig met. Alls voru 3.
Meira
BÚIÐ var að koma á rafmagni í New York í gærmorgun og neðanjarðarlestakerfið var komið í gang. Einnig var búið að koma á rafmagni í Toronto í Kanada en yfirvöld vöruðu við því að þar og í fleiri borgum gætu orðið truflanir næstu daga.
Meira
MÉR finnst ekkert sjálfsagt að hægt sé að kippa tilverugrundvellinum undan okkur þegar mönnum dettur í hug," segir Edna Mikaelsdóttir sem búið hefur í Kristjaníu í átján ár.
Meira
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist hefur ákveðið að læsa skálum sínum yfir vetrartímann, eða frá og með 1. september, en félagið er m.a. með skála á Fimmvörðuhálsi og í Básum í Þórsmörk.
Meira
NORÐURLANDAMÓT skákfélaga fór fram í gær í fjórða sinn en meðal þátttökuliða voru tvö íslensk skáklið, Íslandsmeistarar Hróksins og silfurlið Hellis sem mættust strax í fyrstu umferð.
Meira
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hyggst standa fyrir umfangsmikilli neyslukönnun meðal nemenda á háskólastigi í nóvember næstkomandi. Sú framfærsla sem LÍN veitir námsmönnum í dag byggir á neyslukönnun sem unnin var árið 1995.
Meira
VETINGASTAÐURINN Subway hefur opnað nýjan stað við Vetrargarðinn í Smáralind. Veitingastaðurinn er tólfti Subway staðurinn sem opnaður er á Íslandi.
Meira
Mikil stemning ríkti í Breiðdalnum þegar kraftakeppnin Austfjarðatröll fór þar fram á dögunum. Mótsstjórinn, Njáll Torfason, fór á kostum þegar hann dró bíl með tönnunum um leið og hann gekk berfættur yfir glerbrot.
Meira
Þessi mynd sem Kinnat Sóley Lydon, 10 ára, tók hlaut verðlaun í ljósmyndakeppninni "Úti er fjör". Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að myndin væri tekin á hárréttu augnabliki og kæmi því fjörlegu myndefninu sérlega vel til...
Meira
FLUGMÁLAFÉLAG Íslands hélt fyrir skömmu fjölskylduflughátíðina Flugdúndur 2003 í Smáralind, einn af fjölmörgum viðburðum sem félagið mun gangast fyrir í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugs í heiminum.
Meira
Krakkar á Egilsstöðum eru duglegir og hugmyndaríkir. Snemma á föstudagsmorgun þrömmuðu þau að húsdyrum bæjarbúa með fulltingi Lagarfljótsormsins. Erindið var að vekja fólk í Ormsteitið sem stendur nú yfir með braki og brestum á Fljótsdalshéraði.
Meira
ENGIN slátrun verður á vegum Ferskra afurða í Búðardal eða á Hvammstanga í haust og óvissa ríkir um áframhaldandi kjötvinnslu fyrirtækisins í Búðardal en vinnslan er þriðji stærsti vinnustaðurinn í Búðardal.
Meira
ÞEGAR komið er austur yfir Mýrdalssand kemur í ljós lágur hóll þakinn vörðum, stórum og smáum, sem eru hlaðnar af ferðalöngum. Staðurinn nefnist Laufskálavarða og var það venja að hlaða þar vörðu þegar menn færu yfir Mýrdalssand í fyrsta sinn.
Meira
Konurnar sem leita til ráðgjafarstofu fyrir vændiskonur í Helsinki eru ekki spurðar hvort þær stundi vændi. Það kom því ekki fram hvort þær sem unnu á Íslandi áður en þær fóru til Helsinki hefðu stundað vændi hér á landi. Þetta er meðal þess sem Jaana Kauppinen, framkvæmdastjóri ráðgjafarstofunnar, sagði í samtali við Rúnar Pálmason.
Meira
VINNAN göfgar manninn og þessir kátu menn slógu á létta strengi í vinnunni og brostu sínu blíðasta til ljósmyndara. Þeir eru að vinna við Stekkjarbakkabrú, mislæg gatnamót í Breiðholti.
Meira
NEMENDUR í Hólabrekkuskóla árin 1978-1979, árgangur 1963, halda bekkjarmót 6. september næstkomandi. Af því tilefni hefur undirbúningsnefndin sett á laggirnar nýja heimasíðu.
Meira
LÍFSÝNI úr líkama Hjálmars Björnssonar, sem fannst látinn á bökkum árinnar Maaz í Rotterdam í fyrrasumar, hafa verið afhent fulltrúa íslenskra stjórnvalda í Hollandi og verða flutt til Íslands innan tíðar.
Meira
SAMHJÁLP og Félagsþjónustan í Reykjavík hafa gert samning um rekstur heimilis fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Heimilið er að Miklubraut 18 í Reykjavík, en þar verður rými fyrir átta einstaklinga.
Meira
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Höfði á Hofsósi lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti sl. föstudag. Höfði er stærsti atvinnurekandi á Hofsósi, með um tuttugu manns í vinnu.
Meira
DANSKUR rannsóknarlögreglumaður, Sten Nørgaard, frá lögreglunni í Álaborg, er staddur hér á landi um þessar mundir til að kynna sér starf lögreglunnar í Reykjavík og einnig á Selfossi og Húsavík.
Meira
LJÓSMYNDASAFN Stykkishólms hefur formlega verið tekið í notkun með opnun vefjar sem hefur að geyma myndir safnsins. Ljósmyndasafnið stendur líka fyrir sýningu í Norska húsinu á ljósmyndum úr safninu.
Meira
ÞAÐ var hátíðleg stund að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 9. ágúst sl. er minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli var afhjúpaður. Um 100 manns komu saman til að heiðra minningu Halldórs í góðu veðri.
Meira
Office 1 Superstore hefur opnað verslun á milli BT og Body Shop á 1. hæð í Smáralind. Office 1 á Íslandi er hluti af alþjóðlegri keðju Office 1-verslana og býður upp á mikið og fjölbreytt úrval skrifstofuvara, segir í fréttatilkynningu.
Meira
NEYSLA kannabisefna getur valdið geðklofa í mönnum, segir Robin M. Murray, prófessor í geðlækningum við Institute of Psychiatry í London, en hann flutti fyrirlestur á Norrænu geðlæknaþingi í Háskólabíói í gærmorgun.
Meira
UMHVERFISNEFND Árborgar hefur valið fallegustu götuna í Árborg árið 2003 eins og gert var fyrir árið 2002 og mæltist vel fyrir. Það var Seftjörn á Selfossi sem varð fyrir valinu að þessu sinni.
Meira
SLÖKKVILIÐ Brunavarna Árnessýslu hefur fengið nýjan körfubíl sem var keyptur frá Slökkviliði Stavangurs í Noregi og kostaði hingað kominn 9 milljónir króna. Bíllinn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu viku og var síðan ekið til Selfoss.
Meira
HALDIÐ var Grímsævintýri á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 9. ágúst sl. Þar mættu flestir sterkustu menn landsins og kepptu um titilinn Uppsveitatröllið. Keppnin var sú þriðja í röð fjögurra liða keppni.
Meira
Jón Rúnar Sveinson er fæddur á Seyðisfirði 1951. Hann lauk B.A. prófi í þjóðfélagsfræðum frá HÍ árið 1975 og fil.lic. í félagsfræði frá Háskólanum í Uppsölum 1999. Jón Rúnar starfaði hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og Íbúðalánasjóði 1982-2001.
Meira
RÁÐGJAFARSTOFA um fjármál heimilanna afgreiddi 25% fleiri umsóknir í fyrra en árið áður. Athygli vekur að vanskil þeirra sem leituðu til stofunnar hafa aukist gríðarlega á milli ára eða um 37,5%.
Meira
UMRÆÐA um utanríkis- og varnarmál hefur sjaldan verið jafnlífleg í Bandaríkjunum og undanfarin ár vegna breyttrar heimsmyndar og aðstæðna á alþjóðavettvangi. Lok kalda stríðsins og hryðjuverkin í New York og Washington 11.
Meira
Þegar kom að því að Ingibjörg Sólrún vildi hugsa sér til hreyfings úr borgarmálum í landsmálin átti hún við gamalkunnan vanda að etja að mati Andrésar Magnússonar blaðamanns: sín eigin orð.
Meira
Athyglisverðar upplýsingar um uppruna sjónvarpsefnis á Íslandi koma fram í nýlegri skýrslu Hagstofu Íslands um fjölmiðlun og menningu. Þar eru nýjustu tölur frá árinu 2001, en gefa ágæta mynd af því hver þróunin hefur verið á undanförnum árum.
Meira
15. ágúst 1993 : "Fyrirhugaðar veiðar íslenzkra fiskiskipa í Barentshafi, sem a.m.k. 15-20 skip stefna nú á, ef ekki fleiri, eru á góðri leið með að verða að stórpólitísku deilumáli innanlands og utan. Á þessu máli eru margar hliðar.
Meira
Lögin á Þjóðsögu eru flutt af Pöpum og gestum til heiðurs Jónasi Árnasyni. Papa skipa þeir Dan Cassidy (fiðla, mandólín), Eysteinn Eysteinsson (trommur, slagverk, röddun), Georg Ó.
Meira
AUÐUNN Blöndal, eða Auddi eins og hann er kallaður, er búinn að missa félaga sína tvo, þá Simma og Sveppa, en saman hafa þeir stjórnað þættinum 70 mínútum á Popptíví við miklar vinsældir.
Meira
Á MORGUN kemur út fimm diska kassi með Björk, titlaður Livebox . Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða tónleikaupptökur og spanna þær allan sólóferil Bjarkar.
Meira
PLATA þeirra Magnúsar Eiríkssonar og KK, 22 Ferðalög , hefur verið með söluhæstu plötum í sumar. Þegar hafa selst um 12.000 eintök af plötunni en á henni leika þeir marga ástsælustu útilegu- og bíltúrasöngva þjóðarinnar.
Meira
Flytjendur: Ásdís Valdimarsdóttir á víólu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Claudio Puntin á klarínett, Edda Erlendsdóttir á píanó, Gerður Gunnarsdótttir á 1.
Meira
Svörtu myndir Francisco Goya þykja byltingarkenndustu verk þessa spænska listamanns. En hvað ef það var ekki Goya heldur sonur hans, Javier, sem á heiðurinn af verkunum?
Meira
Rokksveitin ógurlega Melvins á sér langa og merkilega sögu auk þess að eiga þá eitilhörðustu aðdáendur sem þekkjast í rokkinu. Aðdáandinn Arnar Eggert Thoroddsen var svo heppinn að fá spjall við "trommara dauðans", Dale Crover.
Meira
Menningarnótt er merkisviðburður í Reykjavík. Heilmikill kostnaður er við í hátíðina. Mest fer þó í umgjörðina, ekki ólíkt og þegar listamaður opnar myndlistarsýningu í Listasafni Íslands eða Listasafni Reykjavíkur.
Meira
KOMIN er út ljóðabókin Þríhendur eftir Gunnar Dal. "Bókin er í vasabrotsformi og inniheldur 332 hækur sem höfundur kýs að nefna þríhendur vegna þess að þær eru í þremur línum.
Meira
Þ EGAR spáð er í það sem helst er á seyði í nýrri tónlist ber mjög á mikilli grósku í gítarrokki, hvort sem borið er niður vestan hafs eða austan.
Meira
Raddbandafélag Reykjavíkur heldur tónleika í Stykkishólmskirkju í dag, sunnudaginn 17.ágúst, kl. 14. Raddbandafélagið skipa 10 einstaklingar sem flestir hafa sungið í ýmsum kórum um árabil og margir eru jafnframt í einsöngsnámi.
Meira
Tvær spennubækur fyrir unglinga, Setuliðið og Tara , eru komnar út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Höfundur er Ragnar Gíslason og um kápuhönnun sá Arnar Geir Ómarsson. Setuliðið segir frá krökkum í Hafnarfirði sem finna beinaleifar auk fjársjóðs.
Meira
MYNDLISTARSÝNINGU Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, The weight of significance, í Galleríi Dverg, Grundarstíg 21 í Reykjavík, lýkur sunnudaginn 17. ágúst. Sýningin er opin fimmtudag til sunnudags kl....
Meira
ÞAÐ FÓR varla framhjá neinum sem hlustaði á eða las fréttir fjölmiðla nýverið að mikið stóð til hjá Samkynhneigðum. Sitt sýndist hverjum um sum uppátækin, en sannarlega vöktu þau athygli svo um munaði.
Meira
BRESKA ljóðskáldið W.H. Auden dvaldist hér á landi um skeið árið 1937. Hann ferðaðist um landið ásamt félaga sínum Louis Macneice. Auden var tengdasonur þýska skáldsins Thomas Mann.
Meira
ÞEIR sem friðar fugla deyða fá nú enga rjúpu að veiða, hafa gert sig heiftarreiða heldur en að skammast sín. Jeti þeir um jólin svín . Rósa B. Blöndals. Afskaplega góð þjónusta hjá Expert MIG langar að segja frá ægilega fínni afgreiðslu í Expert.
Meira
RJÚPAN er þýðingarmikill fugl í íslensku vistkerfi. Hún er ríkjandi grasbítur meðal hryggdýra á þurrlendi, skipar mikilvægan sess í fæðuvefnum og er m.a. forsenda fyrir tilvist fálka á Íslandi. Rjúpan er að auki vinsælasta bráð íslenskra skotveiðimanna.
Meira
Alejandro Tangolamos fæddist í Mantalongon, Barili, Cebu á Filippseyjum hinn 3. maí 1923. Hann lést á heimili sínu í Barili 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Companion og Canuto Tangolamos. Hinn 7.
MeiraKaupa minningabók
Álfhildur Gunnarsdóttir fæddist á Kúðá í Þistilfirði 9. júní 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Vigfúsdóttir, f. 30. maí 1899, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Ása Jóhannsdóttir fæddist á Goddastöðum í Dalasýslu hinn 21. janúar 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannsson, bóndi á Goddastöðum, f. 21. okt. 1873, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Elín Sigurrós Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1922. Hún lést á heimili sínu 3. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 14. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hjördís Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1922. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Reykjavík 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Hjördísar voru hjónin Margrét Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. í Sandaseli í Meðallandi 29. ágúst 1891, d.
MeiraKaupa minningabók
Ingunn Guðlaugsdóttir fæddist á Akranesi 18. apríl 1973. Hún lést á heimili sínu 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Arinbjörn Hjartarson fæddist á Blönduósi 21. apríl 1928. Hann lést á Skagaströnd 2. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólaneskirkju 9. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Jónsson fæddist í Reykjavík 10. október 1925. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðni Gunnar Pétursson frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, f. 1. okt. 1896, d. 3.
MeiraKaupa minningabók
Sigursteinn Guðmundsson fæddist á Núpi í Fljótshlíð 30. júní 1931. Hann andaðist á heimili sínu, Birkigrund 32 á Selfossi, 2. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 11. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
ÚTSÝNISFERÐ í Lundúnaaugað eða London Eye sem trónir tignarlega á suðurbakka Thames-ár, vestan við Westminster-brúna, er upplifun sem fáir ættu að láta fram hjá sér fara sem á annað borð heimsækja London.
Meira
Haustferðir á Marriott Hanbury Manor GB Ferðir hafa ákveðið að bjóða upp á skipulegar ferðir á Marriott Hanbury Manor í London í haust. Gist er í fjórar nætur á hótelinu og innifalið í verði eru fimm golfhringir, leiðsögn, morgunverður og kvöldverður.
Meira
Margir muna örugglega eftir Lignano Sabbiadoro á Ítalíu því lengi var það einn af vinsælustu áfangastöðum sólþyrstra Íslendinga. Bergljót Leifsdóttir Mensuali brá sér þangað nú í sumar.
Meira
Ef til stendur að gista á tjaldsvæðum í Evrópu er slóðin www.findAcamping.com athyglisverð. Þar er getið um á sjötta þúsund tjaldsvæði í níu Evrópulöndum.
Meira
ÁGÚST 17.-22. Ormsteiti á Fljótsdalshéraði Uppskeruhátíðin hófst í síðustu viku og stendur fram á næsta föstudag. Ýmislegt er um að vera, engjarómantík, kvöldsigling, tónleikar, pallasöngur, skipulagðar gönguferðir, grillveislur og kökuhlaðborð.
Meira
GAGNGERAR endurbætur hafa farið fram á veitingahúsinu og versluninni í Húsafelli en í febrúar á þessu ári skipti Þjónustumiðstöðin í Húsafelli um eigendur. Við tóku þau Sigríður Snorradóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir.
Meira
60 ÁRA afmæli . Reynir Guðnason skólastjóri, Kríuási 47, Hafnarfirði, er sextugur í dag, 17. ágúst. Eiginkona hans er Ingigerður María Jóhannsdóttir . Reynir er að heiman á...
Meira
80 ÁRA afmæli. Áttræð verður á morgun, mánudaginn 18. ágúst, Erika Einarsson, Hjallabraut 3, Hafnarfirði. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á afmælisdaginn í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, á milli kl. 16.00 til...
Meira
Hans er einungis getið á nafnalistum samstofna guðspjallanna og Postulasögunnar; að öðru leyti er persóna hans falin. Sigurður Ægisson fjallar í dag um Bartólómeus, sem e.t.v. hefur þó verið sami maður og Natanael. Og þá rofar aðeins til.
Meira
SÚ gamla regla að spila út fjórða hæsta í lengsta og besta lit gegn þremur gröndum hefur staðist tímans tönn með miklum glæsibrag. En engin regla er án undantekninga. Sumir halda því fram að ekki sé skynsamlegt að spila út frá ás fjórða.
Meira
Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér finnst ekki saka.
Meira
Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Hallgrímskirkja . Sumarkvöld við orgelið. Orgeltónleikar kl. 20. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgel. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20.
Meira
VÍKVERJI varði hluta sumars á Snæfellsnesi sem er í hans huga fallegasti staður á Íslandi. Arnarstapi ber að mati Víkverja af öðrum stöðum þar. Höfnin, sem er full af mann- og dýralífi á sumrin, er ótrúlega skemmtileg í sérstöku landslaginu.
Meira
GÍSLI Hrafn Atlason segist vera femínisti og segir að allir hljóti að vera femínistar inn við beinið. "Hver er ekki fylgjandi launajafnrétti eða hver er fylgjandi ójöfnuði, nauðgunum eða öðru ofbeldi á konum?" spyr hann.
Meira
ÞORGERÐUR Einarsdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, segist halda að bakslag í jafnréttismálum hafi komið þessu af stað. "Allir hafa verið hopandi," segir hún.
Meira
Casa Lapostolle hefur sérstöðu um margt í vínheimi Chile. Fyrirtækið er í eigu frönsku fjölskyldunnar Marnier-Lapostolle, sem líklega er þekktust fyrir að framleiða líkjörinn Grand Marnier í samvinnu við Rabat-fjölskylduna í Chile.
Meira
Fyrir mörgum árum heyrði ég þátt í útvarpinu þar sem verið var að láta reyna á hina margrómuðu hjálpsemi Íslendinga. Hringt var í fólk úti á landi og það beðið að hjálpa manni sem átti von á stórum farmi með vörubíl. En að sögn þess sem hringdi hafði bíllinn því miður farið skakka leið og því var nauðsynlegt að bjarga málunum í bili. Hann fór þess á leit við þann sem hann hringdi í að sá hinn sami sæi um að taka á móti bílnum og koma farminum fyrir til bráðabirgða.
Meira
TALIÐ er að kræklingarækt hafi hafist á þrettándu öld, þegar skipreika Íri setti staura út í sjó til að festa net við. Hann sá þá að kræklingur settist á staurana og ákvað að hefja kræklingarækt.
Meira
Það er skipt um handklæði hjá gestum þrisvar á dag og búið um rúmin morgna og kvölds. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir skoðaði sex stjörnu skemmtiferðaskip sem lagðist fyrir skömmu að bryggju í Sundahöfn.
Meira
Togaðu í tauminn strákur, hrópar bóndi á bæ við Vatnsdalsá. Brúnn hestur hleypur um túnið og lítill strákur með hjólahjálm á baki honum. Þegar hesturinn hleypur niður brekku meðfram girðingunni veinar drengurinn af hræðslu. - Togaðu í tauminn!
Meira
SNORRI Arnar Viðarsson, meistaranemi í viðskiptafræði við Verslunarskólann í Árósum, segir að þau lán sem hann fái frá LÍN dugi honum ágætlega en Snorri á konu og tvö börn.
Meira
Háskólarnir hefja kennslu í lok mánaðarins og mörg þúsund námsmenn hafa sótt um lán fyrir veturinn en umsóknarfrestur um lán rann út á föstudaginn. Árni Helgason ræddi við nemendur og nemendasamtök ásamt fulltrúum stjórnvalda um stöðu lánamála hjá íslenskum háskólanemum.
Meira
Háskólanemar eiga rétt á eftirfarandi hlutfalli af grunnframfærslunni: *Foreldrahús 0,70 *Leigu- eða eigin húsnæði 1,00 *Hjón með 1 barn 1,25 *Einstætt foreldri með 1 barn 1,45 *Hjón með 2 börn 1,50 *Hjón með 3 börn 1,75 *Einstætt foreldri með 2 börn...
Meira
Fyrri eiginkona Friðgeirs Grímssonar var dauðvona af berklum þegar hún gaf honum þýsk-íslenska orðabók og lét hann heita því að halda utan til framhaldsmenntunar.
Meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Karen Björk Björgvinsdóttir var lítil stelpa í Hlíðunum. Með eiginmann sinn, Adam Reeve, sér við hlið náði hún þeim frábæra árangri að hampa heimsmeistaratitlinum í 10 dönsum á heimsmeistaramótinu í samkvæmisdönsum í Tokýó 22. júní sl. Anna G. Ólafsdóttir kynntist fólkinu á bakvið titilinn bjartan morgun í Barmahlíðinni.
Meira
Rannsóknarverkefnið Hlý og köld tímabil: Rannsóknir á þróun veðurfars síðustu 10-12 þúsund árin er samstarf hóps alþjóðlegra vísindamanna undir stjórn dr. Áslaugar Geirsdóttur og dr. Gifford H. Miller.
Meira
ÝMSIR þættir valda því að LÍN stendur ekki undir sér og vegur þar þyngst sá að sjóðurinn tekur sjálfur lán með um 5-6% vöxtum en lánar námsmönnum með 1% vöxtum. Nemendur borga auk þess ekki vexti af lánum meðan á námstíma stendur.
Meira
Austurdalur er afar einkennilegur og fagur dalur við Tindfjallajökul. Nýlega fór hópur frá Ferðafélagi Íslands dagsferð þangað og var það fyrsta hópferð félagsins á þær slóðir. Gerður Steinþórsdóttir segir frá ferðinni og lýsir staðháttum.
Meira
K ræklingur nýtur gífurlegra vinsælda víða í Evrópu ekki síst í Belgíu, Lúxemborg og Frakklandi þar sem á vissum árstímum er vart hægt að finna annað á matseðlum veitingahúsa en krækling í margvíslegum útfærslum.
Meira
Á heimasíðu LÍN má finna dæmi um útreikning námslána. Hér verða tekin tvö dæmi, annars vegar af námsmanni A, sem býr í eigin húsnæði og er með 600.000 krónur í árstekjur og hins vegar af námsmanni B sem býr í eigin húsnæði og hefur nám eftir langt leyfi.
Meira
Þegar Edna Mikaelsdóttir var tíu ára fékk hún stundum að vera inni með vinum elsta bróður síns, hippum með langt hár og fléttur. Hún greiddi á þeim hárið, hlustaði á þá spila á bongó og ræða náttúrufræði, jóga, hugleiðslu, tónlist og fleira.
Meira
Einhverfa og lesblinda mótuðu æsku og uppvaxtarár Ron Davis verkfræðings, sem er höfundar Davis-kerfisins gegn lesblindu. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá lífi sínu og baráttunni við að læra að tala og lesa og verða "eðlilegur" maður, eins og hann orðar það.
Meira
GUÐRÚN Agnarsdóttir læknir hefur komið víða við í kvennabaráttunni. Hún dvaldist erlendis við framhaldsnám og störf á árunum 1968 til 1981. "Ég var í útlöndum allt rauðsokkutímabilið," segir hún. "Á þeim árum var mikið á seyði í Bretlandi.
Meira
Hjá Lesblind.com er nýkomin út bókin "Náðargáfan lesblinda", eftir Ronald D. Davis og væntanlegt er myndband sem stuðningur við bókina. "Við ákváðum að þýða þessa bók sem svar við gífurlegri eftirspurn sem fram kom m.a.
Meira
Á meðan borað var í vötnin þrjú, Hvítárvatn, Hestvatn og Haukadalsvatn, í sumar var hópur íslenskra og bandarískra framhaldsnema í jarðfræði á ferð um landið þvert og endilangt að safna vatnssýnum og rykmýi.
Meira
Hvað er grunnframfærsla? Grunnframfærsla er sú upphæð sem námsmenn eiga rétt á að fá mánaðarlega. Grunnframfærsla er miðuð við námsmann sem býr einn og á ekki börn. Hann fær 77.500 krónur á mánuði.
Meira
Umræða um femínisma hefur verið mjög áberandi á undanförnum mánuðum og svo virðist sem áhugi á málefninu sé skyndilega að aukast. Hér á landi hafa sprottið upp spjallrásir á netinu og netsíður og í vor var Femínistafélag Íslands stofnað. Ásdís Haraldsdóttir kynnti sér málið.
Meira
S TUNDUM er hann kallaður Frank Sinatra Kristjaníu; maðurinn sem rekur djassklúbbinn í Barnaleikhúsinu tvö kvöld í viku og situr núna fyrir framan blaðamann rauður og stokkbólginn á nefinu.
Meira
* Allir þeir sem eru í lánshæfu háskólanámi eiga rétt á námslánum. * Námslán voru fyrst veitt hér á landi árið 1952 og Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður árið 1961.
Meira
Við boranir í þrjú íslensk stöðuvötn í sumar fengust setkjarnar sem eru vísindamönnum sem gullnáma. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við dr. Áslaugu Geirsdóttur sem vonast til að rannsóknirnar varpi ljósi á loftslagsbreytingar síðustu árþúsunda.
Meira
KATRÍN Jónsdóttir, nemandi í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að námslánin sem hún fái dugi henni ekki til að ná endum saman. Katrín býr með kærasta sínum í leiguhúsnæði og þrátt fyrir að eyða ekki miklu, dugðu þær 75.
Meira
Þau eru ófá kaffihúsin við Strikið og allt um kring. Fólk sötrar kaffi; svelgir það í sig ef það er að flýta sér. Það verður að fá kaffið sitt. En Bergur Thorberg finnur önnur not fyrir kaffið.
Meira
Veitingastaðurinn Sommelier við Hverfisgötu hefur undanfarna mánuði boðið gestum sínum upp á fjórrétta matseðla af ýmsu tagi. Í tilefni Menningarnætur í Reykjavík um helgina var kynntur nýr fjögurra rétta seðill þar sem áherslan er lögð á fiska og fugla.
Meira
Yfirvöld í Danmörku ætla að stöðva hasssölu í fríríkinu Kristjaníu á næstunni og endurskipuleggja gömlu herbúðirnar, þar sem utangarðsfólk og hippar hreiðruðu um sig á áttunda áratugnum. Pétur Blöndal skoðaði þetta litla samfélag og talaði við þrjá Íslendinga sem komið hafa við sögu þess. 10
Meira
ÞAÐ er ekki amalegt að ganga um Kristjaníu með Fríðu Arnardóttur, sem þekkir þar hvern krók og kima og íbúana líka. Hún kom fyrst til Kristjaníu sumarið 1972.
Meira
Umdeildar ákvarðanir Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að undanförnu hafa vakið upp sterk viðbrögð, bæði hér heima og erlendis. Hjörtur Gíslason ræddi við ráðherrann um línuívilnun, hvalveiðar og fleiri þætti í íslenzkum sjávarútvegi.Hann telur að ekki sé hægt að koma á línuívilnun fyrr en í upphafi næsta fiskveiðiárs og hugsanlega falli byggðakvótar þá niður.
Meira
Krakkarnir í Sumarskóla Þróttar voru uppi í Indíánagili í Elliðaárdal þegar Barnablaðið rakst á þau í vikunni. Krakkarnir voru með háva, sigti og dollur að reyna að veiða síli.
Meira
Ormurinn á myndinni er boðinn í mat til moldvörpunnar sem er þegar sest til borðs. Það er bara verst að hann ratar ekki niður í holuna hennar. Getið þið hjálpað honum svo að hann verði ekki allt of...
Meira
Kóngulóin á myndinni er örugglega að vona að flugan fljúgi beint í vefinn hennar. Ef þið viljið hjálpa flugunni að forðast hann getið þið litað kóngulóna og vefinn hennar í skærum litum þannig að flugan taki betur eftir þeim.
Meira
Marga krakka dreymir um að eignast gæludýr en hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug að kónguló gæti verið skemmtilegt gæludýr? Þið ættuð kannski að prófa það því það er auðvelt að hugsa um þær og gaman að fylgjast með þeim.
Meira
Lesendur Barnablaðsins eru greinilega mjög góðir ljósmyndarar. Það bárust margar góðar myndir í ljósmyndasamkeppnina "Úti er fjör" en það kom samt nokkuð á óvart að það tóku engir strákar þátt í keppninni.
Meira
Ormarnir á myndinni virðast í fljótu bragði allir vera eins en í raun eru það bara tveir þeirra sem eru nákvæmlega eins. Getið þið hjálpað vísindamönnunum á myndinni við að finna þá sem eru alveg...
Meira
Hér kemur svolítið kóngulóar-stafarugl fyrir ykkur að ráða fram úr. Lesið línurnar hægt og athugið hvort þið getið fundið orðin á orðalistanum. Stafirnir eru allir í réttri röð og flest orðin liggja lárétt eða lóðrétt.
Meira
Það sem þarf: kóngulóarvefur málning í spreybrúsa blað í öðrum lit skæri *Svona farið þið að: 1. Finnið fallegan kóngulóarvef úti í náttúrunni. 2.
Meira
Rétt eins og það hefur verið óvenju mikið af geitungum á sveimi vegna veðurblíðunnar í sumar er útlit fyrir að það verði mikið af berjum í sumar.
Meira
ENN ein forn goðsögn hefur nú verið tekin til endurmats af Hollywood. Er þar um að ræða sögnina um Arthúr konung og riddara hringborðsins en hasarsmellaframleiðandinn Jerry Bruckheimer stendur nú fyrir gerð nýrrar myndar um þá félaga á Írlandi.
Meira
TVEIR fremstu og vinsælustu leikstjórar Norðurlanda, Svíinn Lukas Moodysson og Daninn Susanne Bier eru um þessar mundir að hefja tökur á næstu kvikmyndum sínum eftir mikla velgengni þeirra síðustu, Lilja 4-Ever og Elsker dig for evigt, sem báðar voru...
Meira
ÞEIR Eric Rohmer og Jean-Luc Godard teljast til höfuðsnillinga franskrar kvikmyndagerðar og þótt þeir séu nú vel við aldur, Rohmer 83 ára og Godard 73 ára, eru þeir enn að búa til bíómyndir.
Meira
Rétt eins og leikarar festast stundum í ákveðnum tegundum hlutverka eru sumir leikstjórar æ ofaní æ ráðnir til að stýra samskonar eða svipuðum myndum, segjum t.d. hasarmyndum, glæpamyndum, fölbláum myndum o.s.frv.
Meira
NORSKA leikkonan og leikstjórinn Liv Ullmann segir að hún hafi tekið að sér að leikstýra kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Í samtali við norska ríkisútvarpið kveður Ullmann tökur geta jafnvel hafist á næsta...
Meira
KVIKMYNDIN The Passion sem Mel Gibson leikstýrir eftir píslarsögunni um krossfestingu Krists hefur fengið yfir sig dembu mótmæla frá trúarleiðtogum gyðinga og kaþólikka löngu fyrir frumsýninguna, nú síðast frá áhrifamiklum samtökum sem nefnast The...
Meira
er nú 58 ára að aldri, innfæddur Kaliforníubúi, en menntaður í Arizonaháskóla í listfræði. Um hríð velti hann fyrir sér að helga sig höggmyndalist en varð að taka að sér ýmis störf til að hafa í sig og á.
Meira
TVEIR af þekktustu leikstjórum tveggja kynslóða í Danmörku Lars von Trier og Jörgen Leth standa saman að gerð heimildamyndarinnar De fem bespænd/ Hindranirnar fimm sem valin hefur verið til keppni á Feneyjahátíðinni 27. ágúst til 6. september.
Meira
Kvikmyndagerðarmenn komast fljótt að því að þeirra starf er ekkert spaug, öfugt við það sem margir álíta þegar þeir virða fyrir sér allt húllumhæið og glamúrinn í kringum frumsýningarnar. Því hafa Marteinn Þórsson og Jeff Renfroe félagi hans fengið að kynnast á undanförnum misserum í erfiðri baráttu við að gera myndina 1.0 að veruleika. Sæbjörn Valdimarsson náði tali af Marteini í Hollywood þar sem þeir félagar eru önnum kafnir við eftirvinnsluna.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.