Greinar laugardaginn 23. ágúst 2003

Forsíða

23. ágúst 2003 | Forsíða | 46 orð

16 létust er gervihnöttur sprakk

SEXTÁN manns létust er gervihnöttur sprakk í Alcantara-geimferðastöðinni í Norðaustur-Brasilíu í gær. Um tuttugu særðust í sprengingunni, samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti landsins. Meira
23. ágúst 2003 | Forsíða | 243 orð | 1 mynd

Annan vill að SÞ fái stærra hlutverk í Írak

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að stofnunin ætti að taka meiri þátt í aðgerðum í Írak en að ólíklegt væri þó að ný ályktun Bandaríkjamanna, um aukna þátttöku annarra þjóða, yrði samþykkt í öryggisráðinu nema Bandaríkjastjórn... Meira
23. ágúst 2003 | Forsíða | 90 orð

Ósló er dýrasta borgin

ÓSLÓ hefur leyst Tókýó af hólmi sem dýrasta borg í heimi. Kemur það fram í könnun svissneska stórbankans UBS. Tókýó er nú í þriðja sæti á eftir Hong Kong en í fjórða sæti er New York, þá Zürich, Kaupmannahöfn og London. Meira
23. ágúst 2003 | Forsíða | 257 orð | 1 mynd

Rjúpnaveiðibannið eykur sókn í gæsina

ANNASAMT hefur verið hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar undanfarið en gæsaveiðitímabilið er að hefjast og veiðimenn því að endurnýja veiðikort sín. Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs, segir að búið sé að gefa út ríflega 7. Meira
23. ágúst 2003 | Forsíða | 113 orð | 1 mynd

Ungmenni vígbúast til tölvuleikja

ÞAÐ má með sanni segja að það hafi ríkt rafmögnuð stemmning í íþróttahúsinu á Digranesi í Kópavogi í gærkvöld þegar þriðja Skjálftamótið á þessu ári hófst. Það er Síminn Internet sem stendur fyrir mótinu. Meira
23. ágúst 2003 | Forsíða | 174 orð

Veiðimenn óttast ofveiði á gæs

SIGMAR B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir félagið hafa bent á hættuna af fjölgun veiðikorta fyrir gæsaveiði strax þegar veiðibann á rjúpu var tilkynnt. Meira

Baksíða

23. ágúst 2003 | Baksíða | 157 orð

Aðeins átta nýnemar í sjúkraþjálfun

AÐEINS átta nýnemar eru skráðir til náms í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands í vetur en deildin hefur 20 pláss. Að sögn Jónínu Waagfjörð, skorarformanns sjúkraþjálfunarskorar læknadeildar, er þetta mikið áhyggjuefni. Meira
23. ágúst 2003 | Baksíða | 276 orð

Atvinnuleysi eykst á Bíldudal

STÆRSTUR hluti launafólks á Bíldudal við Arnarfjörð býr við óstöðugt atvinnuástand. Rækjuvinnslan Rækjuver er lokuð og fiskvinnslufyrirtækið Þórður Jónsson ehf. er í greiðslustöðvun til 1. október nk. Meira
23. ágúst 2003 | Baksíða | 312 orð | 1 mynd

Fjöldi flökkufiðrilda hefur borist hingað til lands

KÓNGASVARMAR hafa sést víða um land nú í ágústmánuði, en það er sérstök tegund fiðrilda sem lifir aðallega í S-Evrópu og Afríku og kemur sjaldan hingað til lands. Meira
23. ágúst 2003 | Baksíða | 98 orð | 1 mynd

Forsetahjónunum boðið á leik Chelsea

ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff verða meðal áhorfenda á leik Chelsea og Leicester í Lundúnum í dag en Roman Abramovich, eigandi Chelsea og ríkisstjóri í Chukotka, bauð forsetahjónunum að koma með sér á leikinn sem lið í heimsókn hjónanna til... Meira
23. ágúst 2003 | Baksíða | 355 orð

"Gætum selt 20 þúsund miða"

GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áhuginn fyrir landsleik Íslands og Þjóðverja væri gríðarlegur. Hann væri það mikill að KSÍ gæti selt allt að 20. Meira
23. ágúst 2003 | Baksíða | 71 orð | 1 mynd

Seamus Heaney ber lof á Eminem

FYRIR stuttu bar nóbelsskáldið Seamus Heaney lof á rapparann Eminem, sem hefur verið mjög umdeildur fyrir texta sína. Meira

Fréttir

23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 479 orð

8,1 milljarðs króna halli var á rekstri ríkissjóðs

UM 8,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs í fyrra skv. ríkisreikningi fyrir árið 2002 sem nú hefur verið birtur. Er það um 16,8 milljörðum króna óhagstæðari niðurstaða en árið á undan en þá skilaði ríkissjóður um 8,6 milljarða afgangi. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Afstaða frjálslyndra til fiskeldis

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá Frjálslynda flokknum: "Nú hefur gerst það umhverfisslys hér við land að eldislax af norskum stofni hefur sloppið úr sjókví í þúsundatali. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð

Alþjóðlegur laugardagur í miðborginni

ALÞJÓÐLEGUR laugardagur verður í miðborginni í dag, laugardaginn 23. ágúst. Opið hús verður í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, þar sem starfsemi hússins verður kynnt. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Andmælir niðurstöðu skýrslunnar

SIGURÐUR G. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Athugasemd

VEGNA greinar á Austurlandssíðu í gær um ástand mála í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka vill Friðfinnur K. Daníelsson verkfræðingur, eigandi fyrirtækisins Alvars ehf., gera eftirfarandi athugasemd: Fyrirtækið Alvar ehf. hefur síðan í apríl sl. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 788 orð | 1 mynd

Ákvörðun hreppsnefndar hefur sett stækkun Norðuráls í uppnám

Eftir niðurstöðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps um Norðlingaölduveitu ríkir óvissa um hvað Landsvirkjun gerir næst og hvort tekst að útvega orku til stækkunar Norðuráls á tilsettum tíma. Björn Jóhann Björnsson kannaði stöðu mála og komst m.a. að því að Norðurálsmenn örvænta ekki enn. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 338 orð

Barnaverndarstofa gagnrýnir fréttastofu Sjónvarps

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Barnaverndarstofu vegna fréttar ríkissjónvarpsins 20. ágúst sl.: "Barnaverndarstofa vísar á bug þeim aðdróttunum sem fram komu í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins þann 20. Meira
23. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 1258 orð | 1 mynd

Betra að prófa starfið áður en farið er í nám

GRÍÐARLEGUR fjöldi fólks sótti í vor um að komast í nám í Kennaraháskólanum og hefur áhugi á því að starfa við kennslu aukist stórlega undanfarin ár. Meira
23. ágúst 2003 | Miðopna | 412 orð

Borgin og sinfónían

REYKJAVÍKURBORG styður heilshugar starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands enda er hún mikilvægur þáttur í þeirri heimsborg sem við viljum byggja. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 266 orð

Breytingar á ADSL-þjónustu

FRÁ og með 22. ágúst gengu í gildi breytingar á þjónustu við viðskiptavini Símans í ADSL-þjónustu. Áskriftum ADSL-þjónustunnar hefur verið breytt og þær endurnefndar. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 337 orð

Börnum í tónlistarskólum fjölgar um 514

SKRÁÐUM nemendum í tónlistarskólum Reykjavíkur í vetur hefur fjölgað um 514 frá því í fyrra. Þetta var kynnt á fundi fræðsluráðs í gær og segir Stefán Jón Hafstein, formaður ráðsins, 2.653 reykvísk börn skráð í tónlistarnám á haustönn. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 269 orð

Dansskóli Birnu Björnsdóttur kennir nýjustu Grease-dansana...

Dansskóli Birnu Björnsdóttur kennir nýjustu Grease-dansana úr söngleiknum Grease, sem er nú sýndur í Borgarleikhúsinu. Kennslan er fyrir 7 ára og eldri. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Enn eftirspurn eftir hrefnukjöti

UM eitt og hálft tonn af hrefnukjöti fór í nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og í Borgafirði í gær. Kjötið var af tarfi sem hrefnuveiðimenn á skipinu Halldóri Sigurðssyni ÍS-14 veiddu á miðvikudag. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 279 orð

Fengu ekki nægilegan stuðning til undirbúnings

ÞORBJÖRN Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist mjög ánægður með fund sem fulltrúar samningsaðila vegna virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka áttu með fulltrúum opinberra eftirlitsstofnana á svæðinu. "Að mínu mati tókst þetta frábærlega vel. Meira
23. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 169 orð

Finnar lækka gjöld á áfengi

FINNSKU stjórnarflokkarnir gengu frá samkomulagi um fjárlög næsta árs í gær. Eins og búist var við ætlar stjórnin að leggja til að álögur á áfengi verði lækkaðar. Meira
23. ágúst 2003 | Suðurnes | 111 orð | 1 mynd

Fiskimjölsverk-smiðjan flutt í burtu

NÍÐÞUNGIR þurrkarar og fleiri tæki voru í gær flutt úr fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Sandgerði og niður á höfn. Þar voru tækin sett um borð í skip til Hafnar í Hornafirði. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð

Forsendur vísindaveiða ekki kynntar frekar ytra

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir andstöðu og mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga erlendis ekki meiri en hann reiknaði með. Íslensk stjórnvöld muni halda sínu striki. Meira
23. ágúst 2003 | Miðopna | 827 orð

Fórnum ekki töfrunum

Það er sérkennileg tilfinning fyrir Íslending að koma á söguslóðir Rómverja og Grikkja og virða fyrir sér forn mannvirki sem bera vott um horfna siðmenningu. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Framhaldsskóli verður á Grundarfirði Í grein...

Framhaldsskóli verður á Grundarfirði Í grein um byggðaþróun og atvinnumál á Vesturlandi sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins í gær var sagt að nýr framhaldsskóli á Snæfellsnesi yrði að öllum líkindum á Grundarfirði. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík ráðinn

HANNA KATRÍN Friðriksson hefur verið ráðin í nýtt starf framkvæmdastjóra Háskólans í Reykjavík en framkvæmdastjóranum er ætlað að efla samstarf skólans við atvinnulífið auk þess að styrkja rekstur skólans. Meira
23. ágúst 2003 | Suðurnes | 53 orð

Frítt á úrslitaleiki

TVEIR úrslitaleikir verða á Sandgerðisvelli í dag, laugardag. Reynir tekur á móti Hetti klukkan 14 í úrslitakeppni 3. deildar og RKV tekur á móti Sindra klukkan 17 í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Meira
23. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Fyrrverandi sendiherra framseldur?

ÞAÐ var undir brezkum dómurum komið í gær, hvort fyrrverandi sendiherra Írans í Argentínu, Hadi Soleimanpur, yrði framseldur frá Bretlandi til Argentínu, en þar í landi hefur verið gefin út ákæra á hendur sendiherranum fyrrverandi í tengslum við... Meira
23. ágúst 2003 | Miðopna | 820 orð

Færri en öflugri sveitarfélög

SVEITARFÉLÖGUM hefur fækkað verulega hér á landi á síðustu árum í kjölfar sameininga, enda gerast verkefni þeirra sífellt flóknari og viðameiri. Meira
23. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 286 orð | 1 mynd

Gamla kaupfélagshúsið orðið að fjölbýlishúsi

NÚ eru allar íbúðirnar á Egilsgötu 11 sem áður hýsti Kaupfélag Borgfirðinga tilbúnar til búsetu. Af því tilefni bauð Reynald Jónsson, eigandi Búafls ehf., til móttöku og sagði frá tilurð framkvæmdanna. Meira
23. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 162 orð | 1 mynd

Grettishátíð haldin í skínandi veðri

GRETTISHÁTÍÐ var haldin í áttunda sinn í Húnaþingi vestra um síðustu helgi. Sú nýbreytni var að nú var boðið upp á Grettisvöku með fjölbreyttu efni á laugardagskvöld í Félagsheimili Hvammstanga. Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur flutti rímur m.a. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð

Harma neikvæðar myndir af hvalveiðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Samtökum ferðaþjónustunnar: "Samtök ferðaþjónustunnar harma að neikvæðar myndir af íslenskum hvalveiðum skuli nú sýndar í fjölmiðlum um víða veröld og er versta dæmið mynd sem birtist nýlega í... Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Heiðraður í Færeyjum

ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ, og eiginkona hans Ágústa Jóhannsdóttir eru stödd um þessar mundir í Færeyjum í boði Færeyska íþróttasambandsins. Í kvöldverðarboði á Hótel Hafnia 19. ágúst sl. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Heimilt að fylgjast með vaktmanni

PERSÓUVERND álítur að heimilt hafi verið að fylgjast með vaktmanni í Búnaðarbankanum með myndavélum í september 2002, en myndir sem náðust af manninum leiddu til þess að á hann féll grunur um refsivert brot og var hann rekinn í kjölfarið. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 746 orð | 1 mynd

Heimurinn mætist í miðborginni

Gerður Gestsdóttir er fædd árið 1969 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og mastersprófi í mannfræði frá University of Manchester árið 1997. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi við þróunarverkefni í Nikaragua. Gerður tók nýverið við starfi verkefnastjóra fræðsludeildar Alþjóðahússins. Gerður er gift Saúl Gutierrez. Meira
23. ágúst 2003 | Suðurnes | 224 orð | 1 mynd

Hreinsuðu fjögur tonn af plastrusli af fjörum

UMHVERFISSAMTÖKIN Blái herinn hafa lokið við að hreinsa rusl af fjörum Ósabotna. Út úr því komu rúm fjögur tonn af fiskikerum, netarusli og öðru plasti sem komið hefur verið til förgunar hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Íslandsmótið í víkingaskák

ÍSLANDSMÓTIÐ í víkingaskák fór fram í Vesturbergi fyrir skömmu. Tefld var einföld umferð og fóru leikar þannig að Sveinn Ingi Sveinsson og Gunnar Freyr Rúnarsson urðu efstir og jafnir með þrjá vinninga, en Sveinn bar sigur úr býtum í umspili. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kaffisala í Ölveri Síðasta sumardvalartímabilinu í...

Kaffisala í Ölveri Síðasta sumardvalartímabilinu í Ölveri þetta árið er nú nýlokið en alls hafa 385 stúlkur dvalið í Ölveri í sumar í 10 dvalarflokkum. Til að slá botninn í sumarið verður hin árlega kaffisala haldin í Ölveri á morgun, sunnudaginn 24. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 176 orð

Kaupmáttur kvenna hefur aukist síðustu ár

LAUN kvenna á almennum markaði hafa hækkað meira en karla á síðustu árum. Samkvæmt tölum Kjararannsóknarnefndar hafa laun kvenna hækkað um 28,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2000, þegar kjarasamningar voru gerðir, til fyrsta ársfjórðungs á þessu ári. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Keypti veiðileyfi í Norðfjarðará

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað keypti öll veiðileyfi í Norðfjarðará frá miðvikudegi til föstudags en að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra getur verið að fyrirtækið kaupi leyfi áfram fyrir næstu daga. Meira
23. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Konukvöld.

Konukvöld. Aglow samtökin verða með fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á mánudagskvöldið, 25.ágúst næstkomandi, kl. 20. Kaffihlaðborð, söngur, hugleiðing í umsjá sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, bæn og góður félagsskapur, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 35 orð

Lenti utan vegar

Bifreið hafnaði utan vegar við Bægisá í Hörgárbyggð við Þelamörk laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Þrír voru í bifreiðinni en þeir sluppu án teljandi meiðsla, að sögn lögreglu á Akureyri. Tildrög slyssins eru... Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Lífrænn markaður aftur á Káratorgi

Í DAG milli 12 og 16 verður markaður með lífrænt ræktaðar vörur á Káratorgi, á mótum Kárastígs og Frakkastígs, þar sem framleiðendur varningsins selja vörur sínar. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Læknafélagið skoðar mál læknis við Kárahnjúka

LÆKNAFÉLAG Íslands hyggst kanna nánar mál rússnesks læknis er starfar í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Eins og fram kom í Morgunblaðinu hefur hann ekki fengið leyfi. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 277 orð

Miðað við að nýir samningar liggi fyrir um áramót

SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar, segir að viðræðuáætlun Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins geri ráð fyrir að viðræðum um gerð nýrra kjarasamninga verði lokið um áramót þegar samningar renna úr gildi. Ef viðræður hafi ekki skilað árangri 15. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Mikið álag en veiran ekki stökkbreytt

SVO virðist sem höfundi tölvuormsins SoBig.F@mm hafi ekki tekist að senda uppfærslu á orminum á sýktar tölvur í gær. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 187 orð

Munu taka ákvörðun í næstu viku

FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova, helsti samstarfsaðili bresku ferðaskrifstofunnar Arctic Experience, hefur ekki tekið ákvörðun um afstöðu til hvalveiða en málið verður tekið fyrir í næstu viku. Meira
23. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 226 orð | 1 mynd

Nemur í norskum herskóla

HILMAR Páll Haraldsson, tvítugur Hvergerðingur, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík síðastliðið vor. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Norræn ráðstefna á vegum Landhelgisgæslunnar

LANDHELGISGÆSLA Íslands stóð fyrir ráðstefnu strandgæslustofnana Norðurlandanna í gær og fyrradag. Megináherlsa var lögð á umhverfismál á ráðstefnunni að þessu sinni en hún er haldin árlega og löndin skiptast á að halda hana. Meira
23. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 281 orð | 1 mynd

Ný leiktæki í leikskólanum Sólhlíð

Á LEIKSKÓLANUM Sólhlíð í Hlíðunum hafa nýlega verið tekin í gagnið ný leiktæki. Um er að ræða rólur og vegasalt frá fyrirtækinu Barnasmiðjunni. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Nýr yfirmaður á Sýn

HILMAR Björnsson hefur verið ráðinn yfirmaður Sýnar og Arnar Björnsson íþróttafréttastjóri Sýnar. Báðir eru kunnir af störfum sínum hjá Norðurljósum. Meira
23. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Ný sundlaug verður byggð 2005

SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að ný sundlaug verði byggð við Hrafnagilsskóla árið 2005 og er kostnaður áætlaður um 70 milljónir króna. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Nýtt veftímarit um guðfræði og samfélag

DÓMS- og kirkjumálaráðherra opnaði fyrir aðgang að Glímunni, nýju veftímarit um guðfræði og samfélag, við athöfn í Reykjavíkurakademíunni á fimmtudag. Glíman er vistuð á vef Kistunnar (www.kistan. Meira
23. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Ótti við enn blóðugri átök í Mið-Austurlöndum

UM 100.000 ævareiðir Palestínumenn fylltu stræti og torg í Gazaborg í gær er þeir fylgdu til grafar Hamas-leiðtoganum Ismail Abu Shanab og hótuðu að hefna hans grimmilega. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 748 orð

Óvissa ríkir í atvinnumálum á Bíldudal

VAXANDI atvinnuleysis gætir á Bíldudal í kjölfar lokunar rækjuvinnslunnar Rækjuvers, auk þess sem fiskvinnslufyrirtækið Þórður Jónsson ehf., sem rekur bolfiskvinnslu staðarins, er í greiðslustöðvun. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Samfélagsleg áhrif stórframkvæmda vöktuð

VÆNTANLEG vöktun á samfélagslegum áhrifum stórframkvæmda á Austurlandi var meðal þess sem rætt var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, sem var haldinn á fimmtudag og föstudag á Breiðdalsvík. Meira
23. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

Schill úr stjórn Hamborgar

VINSÆLDIR Ole von Beust, borgarstjóra Hamborgar, meðal íbúa borgarinnar hafa nú tekið mikinn kipp eftir að hann rak hægripopúlistann Ronald Schill úr embætti innanríkisráðherra í borgarstjórninni fyrir að hóta að bera á torg upplýsingar um einkalíf... Meira
23. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 331 orð | 2 myndir

Segir ríkisstjórnina hafa logið til um Írak

FYRRVERANDI starfsmaður áströlsku leyniþjónustunnar sakaði í gær ríkisstjórn John Howards forsætisráðherra um að hafa logið til um hættuna af gereyðingarvopnum Íraka til að réttlæta þátttöku Ástrala í Íraksstríðinu. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Segir tilboð í bréf SH og SÍF of lágt

BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að tilboð sem barst í hlutabréf Íslandsbanka í SÍF og SH hafi verið of lágt. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 286 orð

Skýrari reglur verði mótaðar um sjókvíaeldi

ÓLAFUR Friðriksson, skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að á fundi fulltrúa ráðuneytisins og fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins í gær hafi verið ákveðið að móta á næstu vikum nánari reglur um sjókvíaeldi á laxi. Meira
23. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 89 orð | 1 mynd

Sléttusöngur í kvöld

SLÉTTUSÖNGUR Selfossbúa verður í kvöld, 23. ágúst, á útivistarsvæðinu við Gesthús. Þessi viðburður hefur skapað sér fastan sess í bæjarlífinu á Selfossi. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Slys við Vatnsdal

ELDRA fólk, kona og maður, voru flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi eftir harðan árekstur á Norðurlandsvegi við Vatnsdal um klukkan sjö í gærkvöldi. Ekið var aftan á bifreið fólksins með þeim afleiðingum að ökumaður bifreiðarinnar fékk sár á höfuð. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Sólríkt síðsumar

SÓLIN skein sem mest hún mátti víða um land í gær og var hiti víða nálægt 20 stigum. Þrátt fyrir að vel sé liðið á ágústmánuð mátti sjá íbúa höfuðborgarinnar spóka sig á stuttbuxum og baða sig í Nauthólsvíkinni sem á miðju sumri væri. Meira
23. ágúst 2003 | Suðurnes | 48 orð

Sparisjóðstorfæra í dag

AKSTURSÍÞRÓTTAFÉLAG Suðurnesja heldur torfærukeppni við Stapafell á morgun, sunnudag, og hefst hún klukkan 13. Keppnin nefnist Sparisjóðstorfæran. Sextán keppendur eru skráðir til leiks enda er keppnin liður í Íslandsmótinu. Meira
23. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Starfshópur skipaður

ÁKVEÐIÐ var á fundi náttúruverndarnefndar Akureyrarbæjar þann 21. ágúst að skipa þriggja manna starfshóp til að fara yfir hvernig best verði staðið að verndun Glerárdals. Meira
23. ágúst 2003 | Suðurnes | 243 orð | 1 mynd

Stefnt að því að fjarlægja 100 tonn

UMHVERFISÁTAK í Reykjanesbæ hófst formlega í fyrradag með því að tekið var í notkun svæði þar sem tekið verður við járnarusli sem hreinsað verður úr bæjarlandinu. Reykjanesbær stendur fyrir umhverfisátakinu í samvinnu við Hringrás hf., Njarðtak hf. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð

Stór fundur um línuívilnun á Vestfjörðum

FYRIRHUGAÐ er að halda opinn fund um línuívilnun á Vestfjörðum 14. september næstkomandi en hugsanleg upptaka línuívilnunar hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Meira
23. ágúst 2003 | Miðopna | 452 orð

Stærsta ESB-goðsögnin

Flestir hafa sjálfsagt heyrt minnst á fræga staðlaáráttu Evrópusambandsins; ferhyrnd jarðarber, bogna banana, sjómenn með hárnet - uppistaðan í fyrirsögnum breskra æsifréttablaða. Evrópusambandssinnar eru ævareiðir yfir slíkum fréttaflutningi. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Sýningu á verkum Kjarvals lokið

SÝNINGU á helstu verkum Kjarvals lauk í Landsbankanum í gær en hún hefur verið opin síðan á menningarnótt. Aðsókn að sýningunni hefur farið fram úr björtustu vonum og hátt í 700 manns hafa lagt leið sína á 2. hæð Landsbankans og skoðað verkin. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 661 orð | 1 mynd

Sýslumaður hafnar beiðni Eggerts um að innsigla gögn

SÝSLUMAÐURINN á Hvolsvelli, Kjartan Þorkelsson, hefur í bréfi til Eggerts Haukdal, fv. oddvita V-Landeyjahrepps, hafnað beiðni þess síðarnefnda um að innsigla bóhaldsgögn hreppsins í Njálsbúð. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 249 orð

Tældi drengi á spjallrásum með því að þykjast vera stelpa

RANNSÓKN á einu umfangsmesta barnaklámsmáli, sem upp hefur komið hérlendis er á lokastigi hjá lögreglunni í Reykjavík. Meira
23. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 192 orð | 1 mynd

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi

ÞAÐ er orðin hefð fyrir að veittar séu viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi lóða, bændabýla og fyrirtækja í Húnaþingi vestra. Viðurkenningar fyrir árið 2003 voru veittar á Hvammstanga hinn 18. ágúst. Meira
23. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 29 orð | 1 mynd

Vestfirðingar á ferð um Suðurströndina

FIMMTÍU manna hópur eldri Vestfirðinga heimsótti þorpin á Suðurströndinni 19. ágúst s.l. og er myndin tekin er hópurinn var staddur í Eyrarbakkakirkju. Var mikil ánægja hjá hópnum með... Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Ökumenn aki varlega við skólana

LÖGREGLAN í Reykjavík verður með sérstakt umferðareftirlit við grunnskóla í Reykjavík og Mosfellsbæ á mánudag vegna setningar þeirra. Hvetur lögreglan ökumenn eindregið til að sýna varkárni í nánd við skólana. Meira
23. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 181 orð | 1 mynd

Ökumenn sýni aðgát

TÆPLEGA 2.600 börn munu sækja skóla í grunnskólum Akureyrar á næsta skólaári, en í gærmorgun mættu þau á kynningarfundi í sínum skóla. Skólahald hefst svo í næstu viku samkvæmt stundartöflu. Meira
23. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Öll skipin hafa veitt hrefnu

HREFNUVEIÐIMENN á skipinu Sigurbjörgu BA-155 veiddu sína fyrstu hrefnu, í vísindaveiðunum sem nú standa yfir, í fyrrakvöld. Var hrefnan tæplega 8 metrar að lengd og um eitt og hálft tonn að þyngd. Meira
23. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Öryggisverðir sagðir viðriðnir tilræðið

ÞEIR sem lögðu á ráðin um mannskæða bílsprengjuárás á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad nutu líklega aðstoðar manna sem störfuðu í byggingunni. Meira

Ritstjórnargreinar

23. ágúst 2003 | Leiðarar | 458 orð

Búsetuþróun og samgöngur

Í allmörg ár hefur mátt sjá merki þess, að stórbættar samgöngur leiddu til athyglisverðrar þróunar í búsetu fólks. Meira
23. ágúst 2003 | Leiðarar | 604 orð

Hættum okrinu

Eitt helsta umkvörtunarefni erlendra ferðamanna er koma til Íslands er hátt verðlag á áfengi. Meira
23. ágúst 2003 | Staksteinar | 380 orð

- Þrætt um þveranir

Vefþjóðviljinn gerir vegaframkvæmdir að umtalsefni í nýlegum pistli: "Það hlaut að koma að því, þverun Mjóafjarðar er komin á dagskrá. Meira

Menning

23. ágúst 2003 | Skólar/Menntun | 814 orð | 1 mynd

Áhersla á íslenska listasögu

Listfræði/Björn Th. Björnsson hóf kennslu í listasögu við heimspekideild Háskóla Íslands árið 1974. Í september hefst í fyrsta sinn kennsla í listfræði sem aukagrein til BA-gráðu við HÍ og Listaháskólann. Gunnar Hersveinn ræddi við Auði Ólafsdóttur nýskipaðan lektor í listfræði um fagið og gildi þessa náms. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 724 orð | 2 myndir

Boðið upp í tangó

Seiðandi tangó mun leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur í næstu viku. Arnar Eggert Thoroddsen fræddist um þennan viðburð, tangóinn sem slíkan og ræddi við nokkra aðstandendur. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 41 orð | 1 mynd

BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið leikur við hvurn...

BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið leikur við hvurn sinn fingur í kvöld. MIÐGARÐUR, Innri-Akraneshreppi: Harmonikkufélag Vestfjarða verður með dansleik í kvöld á milli kl. 22.00 og 2.00. VÍDALÍN: Electric Massive í kvöld. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 113 orð | 2 myndir

Djass í Norræna húsinu

Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs mun halda tónleika í Norræna Húsinu á morgun, sunnudag, ásamt Kristjönu Stefánsdóttir söngkonu. Þær ætla að flytja efni af diski Sunnu, Fögru veröld, sem kom út stuttu fyrir jól. Meira
23. ágúst 2003 | Tónlist | 525 orð

Eldnýja Ísafold

Varèse: Octandre. Stravinskij: Ragtime. Lutoslawski: Dansforleikir. Ives: Ósvaraða spurningin. Webern: Sex stykki Op. 6. Haukur Tómasson: Stemma. Kammersveitin Ísafold. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 20. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 77 orð

Gerður Berndsen í Lóuhreiðri

GERÐUR Berndsen opnar sýningu á vatnslita- og akrýlmyndum í dag í Lóuhreiðri, Laugavegi 59. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og hefur unnið við myndlist s.l. fimmtán ár. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 312 orð | 1 mynd

Gísli Marteinn snúinn aftur

EINS og sjónvarpsáhorfendur hafa vafalaust tekið eftir er Gísli Marteinn kominn aftur á skjáinn eftir sumarfrí. Sem endranær er Gísli eitilhress og kátur og lunkinn við að fá viðmælendur sína til að tala frá hjartanu. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 260 orð | 1 mynd

...holdgervingi skopskyns ungu kynslóðarinnar

ÓHÆTT er að fullyrða að þættirnir um drengina fjóra, Kyle, Stan, Eric og Kenny eru með því allrafyndnasta sjónvarpsefni sem komið hefur út á síðustu árum. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 150 orð | 3 myndir

Húmorískur tregi

VERKIÐ "Fjögur afbrigði sorgar" var flutt í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið. Þeir sem bera ábyrgð á þessum tón- og myndgjörningi eru Egill Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Kjörræðismenn í öllum fylkjum

ÍSLAND á nú kjörræðismenn gagnvart öllum tíu fylkjum Kanada í fyrsta sinn, en Íris Lana Birgisdóttir var skipuð kjörræðismaður Íslands í fylkjunum New Brunswick og Prince Edward Island fyrir skömmu. Fyrr í vikunni afhenti Hjálmar W. Meira
23. ágúst 2003 | Skólar/Menntun | 142 orð

Lektor í listfræði

Auður Ólafsdóttir er listfræðingur frá Parísarháskóla, með licence, maitrise og DEA gráðu (1987) í listasögu frá Université de Paris 1. Áður hafði hún lokið BA prófi í sagnfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 96 orð | 2 myndir

List í kjallara

SÝNING danska listamannsins Claus Hugos Nielsens var opnuð í Galleríi Dvergi á fimmtudagskvöldið. Galleríið er óvenjulegt fyrir þær sakir að það er til húsa í kjallara í Þingholtunum, nánar tiltekið við Grundarstíg. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 30 orð

Málverk í Iðnó

Á MENNINGARNÓTT opnaði Elín Rebekka Tryggvadóttir málverkasýningu í Iðnó. Stendur sýningin ennþá og er opið alla daga. Einnig eru málverk hennar til sýnis á Hotel Eddu, á Hellissandi í... Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Meiri einfaldleiki

Ekkehard Ehlers, raftónlistarmaðurinn snjalli, fylgir Ekkehard Ehlers Playseftir. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 429 orð | 1 mynd

Munúðarfullir hálsskúlptúrar

CESARIA, Nótt og Venus eru nöfn á þremur skartgripum eftir norsku listakonuna Liv Blåvarp, en sýning á verkum hennar verður opnuð í Norræna húsinu í dag kl. 15.00. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 390 orð | 2 myndir

Óhefðbundnir spunatónleikar

SMEKKLEYSA stendur fyrir óhefðbundnum spunatónleikum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni Sirkus Halldórs Laxness í kvöld. Um er að ræða útgáfuhátíð í tilefni nýjustu plötu hjómsveitarinnar Mínuss. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 118 orð | 2 myndir

Safnað fyrir barnaspítala

STJÖRNUR sameinuðust til að safna fé fyrir barnaspítalann St. Jude í Los Angeles í vikunni. Atburðurinn kallast "Runway for Life" og felst í því að kvikmyndastjörnur, fyrirsætur og fleira þekkt fólk heldur sýningu á nýjustu tískunni fyrir... Meira
23. ágúst 2003 | Bókmenntir | 454 orð

Sá sem kemur aftur

eftir Gunnar Þorsteinsson. Agenda 2003 - 188 bls. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Síðustu sýningar á Light Nights

SÍÐUSTU sýningar á Light Nights, sem hafa verið í Iðnó við Tjörnina í allt sumar, verða á sunnudag, mánudag og allra síðasta sýning verður föstudagskvöld 29. ágúst. Sýningarnar hefjast kl. 20.30. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 261 orð | 1 mynd

Sígarettusprengjan virkaði á versta tíma

TÓNLISTARMAÐURINN Sigtryggur Baldursson, sem oft titlar sig Bogomil Font, er þessa dagana í heimsókn hér á landi til að liðsinna dóttur sinni sem er að byrja í skóla. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 191 orð | 1 mynd

Stiklað á stóru

Bretland/Frakkland/Austurríki 2003. Bergvík. VHS (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Mario Andreacchio. Aðalleikendur: Kiefer Sutherland, Nastassja Kinski, Alun Armstrong, Thomas Heinze, Chris Haywood. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 179 orð

Sýningum lýkur

Gallerí Fold Sýningu á verkum Andys Warhol í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudaginn. Allt útlit er fyrir að a.m.k. tíu þúsund gestir komi á sýninguna, en samkvæmt talningu komu milli sex og sjö þúsund manns í Gallerí Fold á Menningarnótt. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 281 orð | 1 mynd

Söfnun hafin vegna minnismerkis

ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa minnismerki þar sem Þingvallakirkja í Eyford í Norður-Dakóta stóð og er fjársöfnun hafin af því tilefni. Kirkjan brann til kaldra kola í júní sem leið og voru brunarústirnar fjarlægðar á dögunum. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 173 orð

Tónleikar í Borgarkirkju

FIÐLULEIKARARNIR Anna Lea Stefánsdóttir og Michael D. Gutierrez halda tónleika í kirkjunni á Borg á Mýrum í dag kl. 15. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Bach og Prokovieff. Anna Lea lauk 8. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 186 orð | 1 mynd

Vetrarstarf Söngsveitarinnar Fílharmóníu að hefjast

VETRARSTARF Söngsveitarinnar Fílharmóníu hefst mánudaginn 25. ágúst nk. Fyrsta verkefni vetrarins er þátttaka í flutningi 2. og 3. sinfóníu Sjostakóvits með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Báðar þessar sinfóníur eru í einum kafla sem lýkur með kór. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarlíf | 719 orð | 2 myndir

Vinsæl styrktargolfmót í Manitoba

Tvö "íslensk" styrktargolfmót eiga vinsældum að fagna í Manitoba. Steinþór Guðbjartsson fór hringinn og ræddi við keppendur. Meira
23. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Það er John, Paul, George og Ringo

STÓRFURÐULEGT mál er komið upp í Bretlandi og tengist það Bítlunum og sex Brasilíumönnum sem sögðust vera á leið til Liverpool á Mathew Street hátíðina, þar sem fereykinu heimsfræga er fagnað. Meira
23. ágúst 2003 | Skólar/Menntun | 555 orð | 1 mynd

Öflug norræn deild í Humboldt í Berlín

Núna í ágúst var haldinn í Háskóla Íslands fundur íslenskulektora sem starfa við erlenda háskóla, en á annað þúsund stúdentar nema íslensku við erlenda háskóla ár hvert. Jón Gíslason kennir íslensku við norrænu deildina í Humboldt-háskólanum. Meira

Umræðan

23. ágúst 2003 | Aðsent efni | 843 orð | 1 mynd

Áskorun á umhverfisráðherra!

Í LOK júlí s.l. kom eins og þruma úr heiðskíru lofti sú umdeilda ákvörðun háttvirts umhverfisráðherra Sivjar Friðleifsdóttur að heimila ekki veiðar á rjúpu næstu þrjú árin. Meira
23. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 495 orð | 2 myndir

Bankaútibúi lokað í Efra-Breiðholti NÚ á...

Bankaútibúi lokað í Efra-Breiðholti NÚ á að fara að loka útibúi Íslandsbanka í Lóuhólum og flytja það í Mjóddina. Er ég mjög sár og leið yfir þessu því ég hef verið viðskiptavinur þessa útibús í fjölda ára og þar hefur starfað yndislegt fólk. Meira
23. ágúst 2003 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Enn eru kosningalof-orð svikin

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN lagði mikla áherslu á það í síðustu þingkosningum, að flokkurinn mundi standa við þau kosningaloforð, sem hann gæfi. Meira
23. ágúst 2003 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Ferliþjónusta, Tryggingastofnun og Morgunblaðið

FÖSTUDAGINN 15. ágúst sl. er greint frá því í Morgunblaðinu að kveðinn hafi verið upp dómur í máli bæklunarlækna gegn Tryggingastofnun. Meira
23. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 436 orð | 1 mynd

Hestamenn, athugið!

HVER hefur ekki séð hinar ömurlegu aðstæður sem hesthúsahverfið Neðri-Fákur býr við? Ein reiðleið, óþolandi mikil bílaumferð og mannabyggð hefur umkringt svæðið. Þetta hverfi verður rifið bráðlega. Meira
23. ágúst 2003 | Aðsent efni | 327 orð | 1 mynd

Komið að skuldadögum

SKULDIR Reykjavíkurborgar hafa aukist gífurlega í valdatíð R-listans. Frá árinu 1993 hafa hreinar skuldir borgarinnar aukist um rúm 1.000% og nú er svo komið að hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldar sem samsvarar um 700.000 kr. Meira
23. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 229 orð | 1 mynd

Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 5. ágúst 2003

NICOLE Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari héldu tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 5. ágúst sl. Meira
23. ágúst 2003 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Svar við grein dr. Óttars Guðmundssonar

ÞAKKA þér Óttar fyrir að upplýsa það í Mbl. 8. ágúst 2003 sem ekki hefur mátt segja opinberlega á Íslandi. Meira
23. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1095 orð | 1 mynd

Upplýsingaleikni og nýjar leiðir í menntun

MARGIR vilja nú finna svigrúm fyrir ólíka hæfileika nemenda og mismunandi leiðir þeirra til að læra. Fjölgreindakenningin lofar að nemendur losni úr viðjum upptalninga á staðreyndum. Meira

Minningargreinar

23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1349 orð | 1 mynd

ERLA O. GUÐJÓNSDÓTTIR

Erla O. Guðjónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 21. janúar 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jóhannesdóttir, f. 3.7. 1915, d. 30.11. 1999, og Guðjón Sæmundsson (kjörfaðir), f. 15.5. 1913, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2580 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR ÓLAFUR BÆRINGSSON

Guðmundur Ólafur Bæringsson fæddist í Stykkishólmi 30. ágúst 1917. Hann andaðist í St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 11. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Bærings Níelssonar Breiðfjörð, f. 28.7. 1892, d. 23.8. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 29 orð

Jón Magnússon

Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (HKL) Með þökk fyrir ævilanga vináttu og elskulegheit. Magnús og... Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1741 orð | 1 mynd

JÓN MAGNÚSSON

Jón Magnússon fæddist í Eyjaseli í Jökulsárhlíð í N-Múlasýslu 15. mars 1920. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

KRISTJÁN BJÖRN ÞORVALDSSON

Kristján Björn Þorvaldsson fæddist í Hafnarfirði 30. maí 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 53 orð

Ólafur Kr. Sveinsson

Hann var besti afi í heimi. Hann var náttúrumaður og hafði gaman af því að veiða. Stundum smíðaði hann mikið en stundum lítið. Hann fór oft í gönguferðir með vídeóið sitt. Hann hafði alltaf eitthvað að gera. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 45 orð

Ólafur Kr. Sveinsson

Genginn er mætur maður sem starfaði með mér að héraðsstjórn prófastsdæmisins. Sól rís, sól sest. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2287 orð | 1 mynd

ÓLAFUR KR. SVEINSSON

Ólafur Kristinn Sveinsson fæddist í Vesturbotni 8. mars 1928. Hann lést 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Guðný Kristjana Ólafsdóttir og Sveinn Jónsson, lengst bændur á Sellátranesi við Patreksfjörð. Eftirlifandi systir Ólafs er Una, f. 2.... Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 880 orð | 1 mynd

ÓLAFUR ÓSKAR JÓNSSON

Ólafur Óskar Jónsson fæddist í Sleif í Vestur-Landeyjum 29. maí 1909. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Gíslason oddviti og Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 986 orð | 1 mynd

ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR

Ólöf Óskarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 27. apríl 1931. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 3258 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR EMILSSON

Vilhjálmur Emilsson fæddist í Hátúni við Seyðisfjörð 8. febrúar 1920. Hann lést á Landspítalanum 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Guðmundsdóttir og Emil Guðjónsson. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1165 orð | 1 mynd

YNGVI GUÐMUNDSSON

Yngvi Guðmundsson, fv. rafmagnseftirlitsmaður hjá Orkubúi Vestfjarða, fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Geirþóra Ástráðsdóttir húsfreyja, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Dómstóll samþykkir kaup CVC á símafyrirtæki

BANDARÍSKUR dómstóll samþykkti í gær kaup Columbia Ventures Corporation (CVC), móðurfyrirtækis Norðuráls á Grundartanga og stórs eiganda símafyrirtækisins Og Vodafone, á bandaríska símafyrirtækinu CTC Communications. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Gap gengur betur

FJÁRHAGSVANDRÆÐI Gap fatakeðjunnar virðast vera í rénun. Hagnaður keðjunnar á öðrum ársfjórðungi var þrefalt meiri nú en á sama tíma síðasta árs, nam 209 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 17 milljörðum króna. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 516 orð | 1 mynd

Hagnaður hjá Granda minnkar nokkuð

GRANDI hf. var rekinn með 750 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrri hluta ársins, samanborið við 1.199 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur drógust heldur saman, úr 3.358 m.kr. á fyrri hluta síðasta árs niður í 2.670 milljónir í ár. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 260 orð | 1 mynd

Og Vodafone tapar 296 milljónum

296 MILLJÓNA króna tap varð af rekstri Og Vodafone á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 134 milljóna króna tap Íslandssíma á sama tíma í fyrra. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 379 orð

Samdráttur á öllum helstu leiðum Icelandair

FARÞEGAR Icelandair voru 7,4 % færri í júlí en í sama mánuði 2002, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugleiðum. "Júlímánuður einkenndist af samdrætti í flutningum Icelandair líkt og fyrstu sex mánuðir ársins. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Steinhólar með yfirtökutilboð í Skeljung

STEINHÓLAR ehf., sem eru í eigu Burðaráss, Sjóvár-Almennara trygginga og Kaupþings Búnaðarbanka, hafa gert yfirtökutilboð gagnvart öðrum hluthöfum í Skeljungi. Steinhólar eiga 94,1% í Skeljungi. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 296 orð | 1 mynd

Stóraukinn hagnaður VÍS

HAGNAÐUR samstæðu VÍS eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins 2003 nam 1.148 milljónum króna, samanborið við 342 milljóna hagnað móðurfélagsins á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Meira
23. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Straumur eignast Framtak

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur veitt samþykki fyrir því að Fjárfestingarfélagið Straumur hf. eignist virkan eignarhlut í Framtaki Fjárfestingarbanka hf. Straumur samdi um kaup á meirihluta í Framtaki í júní sl. Meira

Daglegt líf

23. ágúst 2003 | Neytendur | 96 orð | 1 mynd

Hazzelback-kartöflur

Skammtar: Fyrir 5 Undirbúningur: 15 mínútur Eldun: 25 til 35 mínútur Hráefni: 500g bökunarkartöflur (um 5 stk.) Smá ólífuolía Salt, pipar, tímjan, sesamfræ. Meira
23. ágúst 2003 | Neytendur | 427 orð

Hægt að nota kartöflur á mjög fjölbreyttan hátt

NÝJAR íslenskar kartöflur hafa nú verið fáanlegar í stórmörkuðum frá miðjum júlí. Þær hafa talsvert fallið í skuggann af pasta og hrísgrjónum undanfarin ár en þær eru enn fyrirtaks meðlæti, og hægt að matreiða á ýmsan hátt. Meira
23. ágúst 2003 | Neytendur | 754 orð | 1 mynd

Víða tilboð í líkamsræktarstöðvar í haust

HAUSTIN eru tíminn sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings og flykkist í líkamsræktarstöðvarnar. Margar stöðvarnar eru með tilboð á verði á haustin og var verð kannað óformlega hjá nokkrum líkamsræktarstöðvum fyrir helgi. Meira

Fastir þættir

23. ágúst 2003 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 24. ágúst, verður sextug Pálína Helga Imsland, kirkjuvörður, Safamýri 50, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hilmar Símonarson, málarameistari , en hann verður 66 ára sama dag. Meira
23. ágúst 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Ágústa Sigurdórsdóttir frá Götu í Hrunamannahreppi er áttræð í dag, laugardaginn 23. ágúst. Eiginmaður hennar er Stefán Scheving Kristjánsson . Þau verða að heiman í... Meira
23. ágúst 2003 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 23. ágúst, er 85 ára Þorsteinn Þorsteinsson, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Þorsteinn og kona hans, Lovísa, ætla að halda upp á daginn með... Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 359 orð | 1 mynd

8. geðorð: Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup

Í ÁTTUNDA geðorðinu er velgengni í lífinu líkt við langhlaup. Því betur sem við undirbúum okkur fyrir langhlaupið því minni hætta er á að við ofkeyrum okkur. Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 180 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sveit undir forystu Hjördísar Eyþórsdóttur vann bikarkeppni kvenna á bandarísku sumarleikunum í Kaliforníu í síðasta mánuði. Meira
23. ágúst 2003 | Dagbók | 473 orð

(Esk. 20, 20.)

Í dag er laugardagur 23. ágúst, 235. dagur ársins 2003, Hundadagar enda. Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. Meira
23. ágúst 2003 | Í dag | 568 orð | 1 mynd

Fríkirkja og Þjóðkirkja í hafnfirsku samstarfi...

Fríkirkja og Þjóðkirkja í hafnfirsku samstarfi ELSTA og yngsta kirkja Hafnarfjarðar tóku höndum saman um fermingarundirbúning í Áslandshverfi og á Völlum, nýjustu hverfum Hafnarfjarðar. Hugmyndin fæddist á sameiginlegum fundum hafnfirskra presta sl. Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 710 orð

Íslenskt mál

FJÖLMIÐLAR gerðu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nokkuð góð skil eins og vert er. Einhverju sinni heyrði ég í ríkisútvarpinu að rætt var um lokaæfingu fyrir keppnina sjálfa. Þar kom m.a. fram að tiltekinn keppandi mætti ekki á æfinguna og ? Meira
23. ágúst 2003 | Í dag | 1259 orð | 1 mynd

(Lúk 19.)

Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem Meira
23. ágúst 2003 | Viðhorf | 784 orð

Markaður og frelsi

Framleiðendur keppast um að auglýsa vörur sínar eða þjónustu, hvort sem það er sjampó, tryggingar, barnaföt, jógúrt, Londonferðir, jeppar, útlánsvextir eða hvað sem er af þeim aragrúa sem auglýstur er og við tökum ekki sérstaklega eftir, nema að staldra við. Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 201 orð | 1 mynd

Meiri hætta ef stutt er á milli fæðinga

EF stutt er á milli fæðinga, er líklegra að erfiðleikar við fæðingu seinna barns verði meiri en ef lengra líður á milli, að því er segir í breskri rannsókn en greint var frá henni á fréttavef BBC fyrir skömmu . Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. g4 Rfd7 9. Dd2 Rb6 10. O-O-O R8d7 11. Bd3 Bb7 12. Kb1 Hc8 13. Bg5 Dc7 14. Hhe1 Re5 15. f4 Rec4 16. Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 747 orð | 2 myndir

Skákþing Íslands að hefjast

24.8. - 4.9. 2003 Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 214 orð | 1 mynd

Spornað við malaríu

BRESKIR vísindamenn telja sig hafa komist að því hvernig mikilvægt lyf gegn malaríu vinnur á sjúkdómnum. Uppgötvunin gæti orðið til þess að auðveldara yrði að sporna við sjúkdómnum í framtíðinni, að því er segir á fréttavef BBC . Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 417 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI lifir og hrærist í dægurmenningunni. Það er - músík, bíó og teiknimyndir eru hans heimahagar í menningarlegu tilliti. Eitthvað af þessu hlýtur að hafa með ungan aldur að gera. Meira
23. ágúst 2003 | Fastir þættir | 41 orð

VÖGGUKVÆÐI

Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þig á! - - - Veikur er viljinn, og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt. Meira

Íþróttir

23. ágúst 2003 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

* BLACKBURN hefur gert tilboð í...

* BLACKBURN hefur gert tilboð í Barry Ferguson , fyrirliða Rangers . Ekki er vitað nákvæmlega upp á hvað tilboðið hljóðar en Graeme Souness , knattspyrnustjóri Blackburn , hefur staðfest fréttina. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 79 orð

Breiðablik semur við Massey

ÚRVALSDEILDARLIÐ Breiðabliks í körfuknattleik karla hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Kyrem Massey um að hann leiki með liðinu á komandi leiktíð. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 200 orð

Crespo til Chelsea

ARGENTÍNUMAÐURINN Hernan Crespo, leikmaður Inter Milano, verður bráðlega seldur til Chelsea að sögn Massimo Moratti, forseta Inter. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 150 orð

Davíð Þór vill ekki lækka í launum

NORSKA blaðið Verdens Gang greinir frá því í gær að þrír leikmanna norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström hafi neitað að taka á sig launalækkun hjá félaginu og er Davíð Þór Viðarsson, leikmaður U-21 árs landsliðsins og fyrrverandi leikmaður FH, einn... Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 301 orð

Fylkir án tveggja sterkra?

WILLUM Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, er vongóður um að geta stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum við Fylki á morgun. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd

Fylkismenn verða að stöðva Veigar Pál

"ÆTLI Fylkismenn sér að vinna KR þá verða þeir að leggja áherslu á að stöðva Veigar Pál. Ef það tekst hjá þeim eru þeir hálfnaðir með verkið," segir Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, um stórleik þann þegar KR tekur á móti Fylki á morgun í Kaplaskjóli. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

* GAIZKA Mendieta , sem gekk...

* GAIZKA Mendieta , sem gekk til liðs við Middlesbrough í vikunni, segir að ef hann muni ná að leika jafnvel fyrir Middlesbrough og hann gerði fyrir Valencia muni enska liðið hafa gert sín bestu leikmannakaup frá upphafi. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 174 orð

Guðjón vill fá nýjan leikmann í lið sitt

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley, segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann vilji styrkja liðið með nýjum leikmanni. "Vonandi get ég bráðlega styrkt liðið en til þess að það geti gerst verður einhver leikmaður að yfirgefa Barnsley. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 122 orð

Hefði viljað hafa fleiri keppendur frá Íslandi

"ÞETTA er svolítið þunnskipað hjá okkur að þessu sinni. Aðeins tveir keppendur, Jón Arnar og Þórey Edda en því miður tókst ekki fleirum að ná lágmarkinu. Ég hefði kosið að vera með fjóra til fimm keppendur en lágmörkin voru hins vegar mjög stíf. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 253 orð

Hef fulla trú á Þóreyju Eddu

GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, er Þóreyju Eddu Elísdóttur og Jóni Arnari Magnússyni til trausts og halds á heimsmeistaramótinu en hann kom ásamt Þóreyju til Parísar á fimmtudaginn en Jón Arnar, sem hefur keppni í tugþraut á... Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Hefur tekið stefnuna á úrslitakeppnina í París

"ÉG er bara mjög vel stemmd fyrir mótið og hlakka mikið til að taka þátt í því," sagði Þórey Edda Elísdóttir í samtali við Morgunblaðið en í dag verður hún í sviðsljósinu í stangarstökki á heimsmeistarmótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í París í morgun. Undankeppni stangarstökksins hefst laust fyrir klukkan 15 í dag að íslenskum tíma og úrslitakeppnin fer svo fram á morgun en til þess að komast í úrslitin þarf Þórey að stökkva 4,40 metra. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 165 orð

Jón Arnar jafnar met Vésteins

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í frjálsum íþróttum hefst í París í dag og eiga Íslendingar tvo fulltrúa á mótinu. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 308 orð

Jón Arnar kemur vel hvíldur til Parísar

"JÓN Arnar Magnússon kemur út á sunnudaginn og förum við yfir lokaáherslurnar. Hann er búinn að æfa mjög markvisst og kemur vel hvíldur til leiks. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd

KR-ingar líklega sáttir við eitt stig

"ÉG hef ekki trú á því að Fylkir komi á KR-völlinn til að leika upp á jafntefli. Árbæingar verða helst að sigra í þessum leik og ég held að þeir komi með því hugafari í Vesturbæinn. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 223 orð

KR tapaði naumlega fyrir Bröndby

ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu kvenna töpuðu naumlega fyrir danska meistaraliðinu Bröndby í Evrópukeppni félagsliða, 1:0, en leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn í gær. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

* MÓTANEFND KSÍ hefur orðið við...

* MÓTANEFND KSÍ hefur orðið við beiðni ÍA um að færa leik liðsins við KA í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Laugardalsvellinum 9. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Patrekur orðinn liðsmaður Bidasoa

PATREKUR Jóhannesson landsliðsmaður í handknattleik er formlega orðinn liðsmaður Bidasoa á Spáni en í gær ákvað þýska handknattleikssambandið að skrifa undir félagaskipti Patreks frá Essen til Bidasoa. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 71 orð

Rússi í mark meistara ÍBV

Íslandsmeistarar ÍBV í handknattleik kvenna eru líklega búnir að finna arftaka Vigdísar Sigurðardóttur markvarðar sem leikið hefur lykilhlutverk í Eyjaliðinu undanfarin ár. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 363 orð

Sigur að ná að ljúka keppni

ÞAÐ má með sanni segja að Jón Arnar Magnússon þurfi að kveða niður draug sem fylgt hefur honum á öllum fjórum heimsmeistaramótunum í frjálsum íþróttum utanhúss sem hann hefur tekið þátt í. Jóni hefur nefnilega ekki tekist að ljúka keppni á neinu af þessum fjórum mótum en með þátttöku sinni í París jafnar hann met Vésteins Hafsteinssonar, kringglukastara, sem keppti á fimm heimsmeistaramótum á keppnisferli sínum. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 83 orð

UM HELGINA

KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA - Valur 14 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Þór/KA/KS 14 1. deild karla: Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík - Keflavík 16 Víkin: Víkingur - Þór 16 2. Meira
23. ágúst 2003 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

* ÞÓREY Edda Elísdóttir þarf að...

* ÞÓREY Edda Elísdóttir þarf að fara yfir 4,40 metra í í undankeppninu í stangarstökkinu á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum til að komast í úrslit en þó verða alltaf tólf stökkvarar sem komast í úrslit ef færri en tólf keppendur stökkva yfir 4,40... Meira

Úr verinu

23. ágúst 2003 | Úr verinu | 199 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 136 129 132...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 136 129 132 109 14,384 Gellur 659 600 636 40 25,455 Gullkarfi 86 29 72 6,790 491,424 Hlýri 124 79 114 1,336 152,319 Hvítaskata 20 20 20 28 560 Hákarl 5 5 5 924 4,620 Keila 55 11 48 10,674 509,023 Langa 65 9 60 1,826 110,422... Meira

Lesbók

23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 756 orð | 1 mynd

AF HVERJU VERÐA STÖKKBREYTINGAR?

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli", hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknarskyni, éta allir hákarlar fólk og hvaða frumefni hefur hæsta bræðslumarkið? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að nálgast svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1361 orð | 1 mynd

Ánægjulegast að sjá fólk taka framförum

Ítalska söngkonan Eugenia Ratti hefur kennt 50-60 Íslendingum að syngja á námskeiðum hér heima og á Ítalíu þar sem hún býr. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR tók hús á söngkonunni þar sem hún dvelur hjá vinkonu sinni og kollega, Jóhönnu G. Möller. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 5011 orð | 3 myndir

BLÖÐ OG FÓLK Á BLÝÖLD

Fyrir 40 árum var ríkisútvarpið eitt um hituna á ljósvakanum en á hinn bóginn hefur dagblöðum fækkað; þau voru þá fimm. Þetta var tímabil flokksmálgagnanna og öll blöð voru þá enn prentuð með gamla laginu, hver lína steypt í blý. Þá var mikill uppgangstími eftir skort og skömmtun á árunum eftir stríðið, Viðreisnarstjórnin byrjuð að taka til hendi og mikil bjartsýni ríkjandi. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð

EÐA VAR ÞAÐ ÉG

Þú trúðir því eða var það ég að steinvalan sem þú hélst í lófa þínum myndi ekki skaða neinn. Þú trúðir því eða var það ég svo innilega. Þegar þú eða var það ég kastaðir steininum í andlit Guðs þá breyttist hann í mjúkan... Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 316 orð | 1 mynd

Fjölbreytt kórastarf Langholtskirkju

KÓRSKÓLI Langholtskirkju býður upp á markvisst tónlistaruppeldi fyrir börn og unglinga fjögurra til átján ára. Nýmæli á komandi vetri verður að elstu nemendum verður gefinn kostur á að stunda grunnnám í söng sem lýkur með grunnprófi. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð

GÁSAVERKEFNIÐ

MINJASAFNIÐ á Akureyri og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir fornleifarannsóknum á Gásakaupstað við Eyjafjörð. Rannsóknirnar eru hluti af verkefni um sögu og náttúru landsvæðisins við Hörgárósa, en svæðið er á friðunarskrá Náttúruverndar ríkisins. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1191 orð

HUGSUNARLAUST ÖRLÆTI HAFSINS

ÍSLENDINGAR hafa átt í aldalöngu, óttablöndnu ástarsambandi við sjóinn. Öldum saman hafði þjóðin framfæri sitt aðallega af jörðinni, við vorum bændaþjóð, svo að sjósókn skipti ekki miklu máli fyrir afkomu landsmanna. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 486 orð

I Bandaríski rapparinn Eminem er á...

I Bandaríski rapparinn Eminem er á forsíðu Lesbókar í dag. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð

Laugardagur Hallgrímskirkja kl.

Laugardagur Hallgrímskirkja kl. 12 Mark Anderson orgel. Árbæjarsafn María Guðmundsdóttir sýnir muni og myndir úr flóka í Listmunahorni safnsins. Einnig á morgun. Kaffi Sólon kl. 17 Að þessu sinni er það Erla Þórarinsdóttir, sem mun opna sýningu. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 876 orð | 3 myndir

Lokapróf Rymans

Opið 13-17 frá fimmtudegi til sunnudags. Sýningu lýkur 23. ágúst. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 427 orð | 1 mynd

Lucille Ball vanmetin

STEFEN Kanfer hefur ritað ævisögu Lucille Ball sem frægust varð fyrir leik sinn í bandarísku sjónvarpsþáttunum I Love Lucy á sjötta áratugnum. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 442 orð | 1 mynd

Mark Anderson í Hallgrímskirkju

NÆSTSÍÐUSTU helgi Sumarkvölds við orgelið í Hallgrímskirkju kemur fram bandaríski organistinn og kennarinn Mark Anderson. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2600 orð

Mjólk til spillis

1 Hverjir létu byggja þessi hús? Kaupmennirnir sjálfir, ríkið eða Mjólkursamsalan? Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1097 orð | 2 myndir

Munnmælahefð endurvakin með nútímatækni

Á ráðstefnu sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur 6. september nk. verður fjallað um gagnvirka margmiðlun með hliðsjón af nýju verki ensku fræði- og listakonunnar Maureen Thomas. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR fékk listakonuna til þess að segja sér hvernig hún endurvekur munnmælahefðina með notkun nýrra miðla. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 487 orð

MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík...

MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík - sjötti áratugurinn. Í tengslum við sýninguna eru einnig sýndar ljósmyndir eftir Hans Malmberg sem hann tók í Reykjavík árið 1951. Til 1.9. Gerðarsafn: Sýning á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 294 orð

Ráðstefna um menningu og margmiðlun

RÁÐSTEFNA um menningararfinn og gagnvirka margmiðlun fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 6. september nk. Ráðstefnan er styrkt af UNESCO og er Vigdís Finnbogadóttir sérlegur verndari hennar. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 371 orð | 2 myndir

Rínargull Blairs?

ÓPERA Richards Wagners Das Rheingold eða Rínargullið hefur verið færð í nýjan búning í meðförum Skosku óperunnar, en óperan er meðal þeirra verka sem sýnd eru á Edinborgarhátíðinni þetta árið. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 623 orð

SKRÖK, SKREYTNI OG SKAÐVALDAR

UM þessar mundir gengur mikið á í breskum fjölmiðlum vegna rannsóknar Hutton-nefndarinnar á orsökum þess að vopnasérfræðingurinn David Kelly kaus að svipta sig lífi fyrr í sumar. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð | 1 mynd

Svífandi bronslíkamar

Myndlistarkonan Dóra Rögnvaldsdóttir opnar í dag sýningu með þrjátíu bronsskúlptúrum í Smíðum og skarti á Skólavörðustíg 16a. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð | 1 mynd

TILVERURÉTTUR SÍ

ÞAÐ reynist mörgum þrautin léttari að tæta í sig tilverurétt Sinfóníuhljómsveitar Íslands með hefðbundnum frjálshyggjurökum. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 5979 orð | 1 mynd

TUNGAN HÁRBEITT

"Þessi gaur... Eminem, hann hefur sýnt mönnum fram á hvað hægt er að gera, gert heila kynslóð spennta, ekki bara með ágengum textum heldur með orkunni sem felst í þeim," sagði nóbelsskáldið Seamus Heaney og í kjölfarið hlýtur að þurfa að athuga hvort það sé skáldskapur í rappinu. ÁRNI MATTHÍASSON tók verkið að sér. Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 232 orð

TVEIR EINS

hversu margir hafa fæðst og dáið síðan upphafs mannanna? hvað gerir þig að sérstöku sandkorni í þessum mannlega sandkassa? Meira
23. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1943 orð | 6 myndir

ÞANN VETR VÁRU SKIP AT GÁSUM

Við Hörgárósa, um 11 km norðan við Akureyri, eru rústir Gásakaupstaðar. Allt frá 18. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.