Greinar miðvikudaginn 27. ágúst 2003

Forsíða

27. ágúst 2003 | Forsíða | 252 orð | 1 mynd

Arnar með mestan kvóta

ARNAR HU, frystitogari Skagstrendings hf. á Skagaströnd, fær úthlutað mestum kvóta íslenskra fiskiskipa á næsta fiskveiðiári, alls 6.898 þorskígildistonnum. Meira
27. ágúst 2003 | Forsíða | 268 orð

Framtíð nemendanna í óvissu

SAFAMÝRARSKÓLI í Reykjavík getur ekki lengur hýst mikið fatlaða nemendur skólans á framhaldsskólaaldri þar sem skólinn er fyrir löngu orðinn of lítill. Meira
27. ágúst 2003 | Forsíða | 55 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á HM í París

Í GÆR var fjórði keppnisdagurinn á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í París og þá lauk keppni í fimm greinum, m.a. í 3.000 metra hindrunarhlaupi sem myndin er frá. Mikill áhugi er á mótinu og hafa rúmlega 60. Meira
27. ágúst 2003 | Forsíða | 156 orð

Monika með 800 tonn

MONIKA GK, 10 brúttótonna bátur úr Grindavík, fær úthlutað langmestum kvóta krókaaflamarksbáta á næsta fiskveiðiári eða um 807 tonnum. Á fiskveiðiárinu sem lýkur 31. ágúst nk. var Monika GK með 437 tonna kvóta. Meira
27. ágúst 2003 | Forsíða | 265 orð

Starfsháttum NASA kennt um

ÖRLÖG geimferjunnar Kólumbíu og dauða geimfaranna sjö má skrifa á reikning óviðunandi starfshátta hjá NASA, bandarísku geimvísindastofnuninni. Meira

Baksíða

27. ágúst 2003 | Baksíða | 73 orð

Breyta jeppum í Noregi

ARCTIC Trucks í Noregi, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar hf. á Íslandi, hefur gert samning við innflytjendur Jeep í Noregi um breytingar á 150 Jeep Grand Cherokee. Meira
27. ágúst 2003 | Baksíða | 152 orð | 1 mynd

Fengu rokkstjörnur á æfingu

DAVE Grohl, leiðtogi rokksveitarinnar Foo Fighters, gerði sér lítið fyrir og settist við trommusett hljómsveitarinnar Nilfisk á Stokkseyri á mánudagskvöld. Meira
27. ágúst 2003 | Baksíða | 86 orð | 1 mynd

Lítið um fýl í Mýrdalnum

FÝLATÍMINN ætti að vera byrjaður samkvæmt öllum venjum. Eitthvað virðist lítið af fýl ennþá en þó er einn og einn að falla niður en þeir hafa ekki kraft til að ná sér upp aftur. Flestir fýlsungar sem falla til jarðar verða ránfuglum og mönnum að bráð. Meira
27. ágúst 2003 | Baksíða | 151 orð

Markaðsvirði rúmir 26 milljarðar

EIGNARHALDSFÉLAG í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur keypt öll hlutabréf eignarhaldsfélags í eigu föður hans, Björgólfs Guðmundssonar, í Pharmaco. Meira
27. ágúst 2003 | Baksíða | 241 orð

Skipaskoðun til einkaaðila

SAMGÖNGURÁÐUNEYTI og Siglingamálastofnun vinna nú að tillögum um breytt fyrirkomulag skipaskoðana í samráði við ráðgjafarnefnd forsætisráðherra um opinberar eftirlitsreglur. Meira
27. ágúst 2003 | Baksíða | 243 orð

Stefnir að formannsframboði eftir tvö ár

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformennsku í Samfylkingunni á landsfundi flokksins í lok október nk. Ennfremur hefur hún ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í flokknum árið 2005. Meira
27. ágúst 2003 | Baksíða | 223 orð

Yfir tvöþúsund mótmælaskeyti á dag

SENDIRÁÐI Íslands í Washington hafa á síðustu dögum borist yfir tvö þúsund tölvuskeyti á dag þar sem hrefnuveiðum Íslendinga er mótmælt. Hafa sendiráðinu því borist samtals rúmlega tíu þúsund skeyti frá því vísindaveiðarnar hófust. Meira

Fréttir

27. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Aðstöðu vantar fyrir hjólabrettafólk

FRÁ því er sagt á vef Akureyrarbæjar að sjö piltar hafi nýverið gengið á fund bæjarstjóra og gert á skilmerkilegan hátt grein fyrir aðstöðuleysi sem hjólabrettamenn búa við. Meira
27. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 247 orð | 1 mynd

Afmælishátíð Mosfellinga fór vel fram

MOSFELLINGAR náðu loks að halda upp á afmæli bæjarins með útivistar- og fjölskyldudegi, laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn. Afmælishátíðinni hafði áður verið frestað vegna gamansemi veðurguðanna. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 341 orð

Á Barnaverndarstofu hvílir leiðbeiningarskylda

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Herdísi Hjörleifsdóttur félagsráðgjafa vegna umræðu um kynferðisbrotamál á Vestfjörðum. "Undanfarið hefur kynferðisafbrotamál á Vestfjörðum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Árna Snævarr sagt upp störfum á Stöð 2

ÁRNA Snævarr, fréttamanni á Stöð 2, var sagt upp störfum í gær. Ástæður uppsagnarinnar eru sagðar skipulagsbreytingar og hagræðing hjá Norðurljósum. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 102 orð

Bandaríkin mótmæla ályktun SÞ

ALÞJÓÐLEG mannréttindaasamtök saka Bandandaríkjastjórn um að reyna að hindra að Sameinuðu þjóðirnar samþykki ályktun sem fjallar um bætt öryggi starfsmanna mannúðarsamtaka á stríðshrjáðum svæðum, að því er fram kemur á fréttavef BBC . Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 537 orð | 3 myndir

BBC fordæmir "heimsvaldastefnu" Murdochs

Meiri óvissa virðist nú ríkja um framtíð BBC, breska ríkisútvarpsins, en nokkru sinni fyrr og róa fjölmiðlar Ruperts Murdochs að því öllum árum, að starfsemi þess verði skert. Inn í þetta blandast svo það, að augljós vinskapur er með Murdoch og ríkisstjórn Tony Blairs. Meira
27. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 113 orð | 1 mynd

Boðað til aukaþings umdæmisstúkunnar árið 1909

SKJALIÐ á myndinni fannst á dögunum á milli þilja í turni Samkomuhússins á Akureyri þegar endurbætur hófust á húsinu. Um er að ræða fundarboð til Umdæmisstúkunnar Brynju no. 99, frá árinu 1909. Bréfið er dagsett 28. Meira
27. ágúst 2003 | Miðopna | 578 orð | 3 myndir

Brim ræður yfir 11% heildarkvótans

30 STÆRSTU sjávarútvegsfyrirtæki landsins fá úthlutað nærri 69% af kvóta næsta fiskveiðiárs. Brim ehf. er langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, fær úthlutað nærri 11% heildarkvótans. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Byko tekur í notkun nýja plötusög

NÝVERIÐ afhenti Hegas ehf. plötuvinnslu Byko nýja tölvustýrða plötusög. Sögin er af tegundini Selco EB 100 sem er fullkomin plötusög, allar aðgerðir eru tölvustýrðar og sagar plötur allt upp í 4200 x 4300 mm. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 939 orð | 1 mynd

Býður sig fram til varaformennsku í Samfylkingunni

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gaf út þá yfirlýsingu í gær að hún hygðist bjóða sig fram til varaformennsku á landsfundi Samfylkingarinnar, sem hefst 31. október nk. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 315 orð

Eðlilegt að málið fari frá Samkeppnisstofnun

KRISTINN Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs, segir það vera eðlilega niðurstöðu að mál olíufélaganna fari frá Samkeppnisstofnun og til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 551 orð | 1 mynd

Eðlismunur á refa- og minkaveiðum

VEGNA fréttar um veiðar á ref, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins á mánudag, vill Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, koma eftirfarandi á framfæri: "Refurinn hefur verið hér á landi sl. 10. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Eingöngu fækkun í Reykjavík

GRUNNSKÓLANEMUM fjölgar lítillega í öllum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, en fækkar í Reykjavík. Mest er fjölgunin um 3,3% í Mosfellsbæ. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 819 orð

Ekki eru neinar varanlegar lausnir í sjónmáli

ENGIN varanleg úrræði virðast í sjónmáli fyrir mikið fatlaða nemendur á framhaldsskólaaldri í Safamýrarskóla í Reykjavík. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Ekki nær jörðu í 60 þúsund ár

JÖRÐIN og plánetan Mars eru nú óvenjunálægt hvor annarri og þekkist Mars vel með berum augum enda aðeins tunglið og Venus bjartari á næturhimninum. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Eldflaugaárás á Gaza

EINN maður lést og meira en 20 særðust í flugskeytaárás ísraelskrar þyrlu á Gaza í gær. Er það þriðja árásin af því tagi á fimm dögum. Var skotmark Ísraelanna ákveðinn bíll en sagt er, að mennirnir í honum hafi sloppið heilir á húfi. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Feður njóti umgengni við börnin

FÉLAG ábyrgra feðra stóð fyrir mótmælum hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði í gær og fulltrúa sýslumanns var afhent bréf með mótmælum frá félaginu. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fellur ekki undir ráðuneytið

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur vísað frá kæru Íslensku menntasamtakanna (ÍMS) en í henni var þess krafist að uppsögn á samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍMS um rekstur leikskólans Tjarnaráss yrði felld úr gildi. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Frábært sumar í Veiðivötnum

Hefðbundnum veiðitíma er nú lokið í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og var vertíðin frábær. Alls voru skráðir 10.727 silungar veiddir, þar af 8.994 urriðar og 1.733 bleikjur, en bleikjuveiðin hefur verið vaxandi í vötnunum síðustu árin. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 209 orð

Fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka...

Fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka á morgun, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20.30. Meira
27. ágúst 2003 | Suðurnes | 198 orð | 1 mynd

Fyrsti kafli nýju akreinarinnar malbikaður

HAFIN er malbikun á nýrri akrein Reykjanesbrautar, frá Hafnarfirði að Njarðvík. Fyrsti spottinn var malbikaður í gær. Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel. Tvenn mislæg gatnamót eru á þeim kafla sem verktakar vinna nú við að leggja. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 376 orð

Góðar líkur eru á að bóluefni gegn ofnæmi finnist

INNAN fimm ára gætu komið á markaðinn bóluefni gegn ýmis konar ofnæmi og astma. Þetta kom fram í máli breska ónæmisfræðingsins Marks Larche á ársþingi Norrænu ónæmisfræðisamtakanna. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 291 orð

Gæsluvöllur í Frostaskjóli opinn

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur mun frá og með 1. september nk. taka að sér í tilraunaskyni að reka gæsluvallarstarfsemi á gæsluvellinum við Frostaskjól í Reykjavík og það fram til loka skólaársins. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Gæti virkað sem yngingarlyf

VÍSINDAMENN við Harvard-háskóla telja sig hafa fundið plöntusameind sem gæti gegnt lykilhlutverki í gerð lyfs sem hægir á öldrun mannfólksins, samkvæmt rannsókn sem birtist á heimasíðu tímaritsins Nature. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Hafa flutt hátt í 85 þúsund farþega

Í DAG er hálft ár liðið frá því lágfargjaldafélagið Iceland Express hóf daglegt flug til London og Kaupmannahafnar en á þessum sex mánuðum hefur félagið flutt tæplega 85 þúsund farþega. Meira
27. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 187 orð

Hjúkrunarheimili rísi við Valhúsahæð

Í NÝLEGRI skýrslu starfshóps um öldrunarmál í Seltjarnarnesbæ er lagt til að stefnt verði að byggingu hjúkrunarheimilis í samstarfi við fagaðila í öldrunarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að heimilið verði í jaðri Valhúsahæðar sunnanverðrar. Meira
27. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 97 orð | 2 myndir

Hrunamenn sigruðu á Íslandsmóti 4. flokks

ÍSLANDSMÓTIÐ í 4. flokki karla í knattspyrnu, 7 manna liðum, fór fram á Flúðum á laugardag og sunnudag. Fimm lið kepptu til úrslita, frá Vopnafirði, Grundarfirði, Bolungarvík, Siglufirði og úr Hrunamannahreppi. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 159 orð

Hætta endurvinnslu kjarnorkuúrgangs

STARFSEMI endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield á vesturströnd Bretlands verður lögð niður í núverandi mynd í áföngum og árið 2010 á þar eingöngu að fara fram förgun kjarnorkuúrgangs, að sögn vefútgáfu Guardian . Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Í danstíma hjá heimsmeisturum

ÞAÐ var spenna og eftirvænting í loftinu í ÍR-heimilinu við Skógarsel í gær, þar sem heimsmeistararnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve stóðu fyrir danskennslu. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Íslendingur náði heimsmeistaratitli í glerkúluleik

Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins, varð heimsmeistari í glerkúluleik á árlegu heimsmeistaramóti sem haldið var í Frakklandi á dögunum. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Kagame fékk 94% atkvæða

PAUL Kagame fékk 95% atkvæða er hann var endurkjörinn forseti í kosningum sem fram fóru í Rúanda í fyrradag. Helsti andstæðingur hans Faustin Twagiramungu fékk einungis 3,6% og þriðji frambjóðandinn rúmlega eitt prósent. Meira
27. ágúst 2003 | Miðopna | 822 orð | 1 mynd

Landsvæði Kárahnjúkavirkjunar metið á tvo milljarða

VIRÐI landsvæðisins, sem fer undir Kárahnjúkavirkjun, er rúmir tveir milljarðar króna samkvæmt nýrri skýrslu þýsks hagfræðings, David Bothe. Hann segir þetta vera algjört lágmarksvirði og líklega sé það mun meira. Meira
27. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 313 orð | 1 mynd

Landverðir í Mývatnssveit kveðja

Á MÁNUDAGINN lauk vertíð landvarða í Mývatnssveit á þessu sumri og hafa þeir sjaldan haft hér minna umleikis á einu sumri. Samtals voru nú unnar tæpar 30 mannvikur í Mývatnssveit. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem lést þegar flutningabifreið hans fór út af Borgarfjarðarbrúnni á mánudagsmorgun hét Kristján Viðar Hafliðason, til heimilis í Ásaheimum á Króksfjarðarnesi. Kristján Viðar fæddist 2. júní árið 1973. Meira
27. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 260 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að viðhalda heilbrigðri hreyfingu

UNDANFARNA þrjá daga hefur Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra staðið fyrir námskeiði um heilsurækt og líkamsþjálfun fyrir eldri borgara. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Norðurlanda- og Íslandsmeistarar Hróksins

Í TILEFNI af sigri Hróksins á meistaramóti norrænna skákfélaga á dögunum bauð félagið vinum og velunnurum til móttöku í Íslensku óperunni þar sem sigurliðið var heiðrað. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 710 orð | 1 mynd

Nýjar áherslur í háskólanámi

Mikael M. Karlsson er fæddur árið 1943 í New York og bjó í Bandaríkjunum til ársins 1973. Hann lauk meistaraprófi í heimspeki frá Brandeis-háskóla í Massachusetts árið 1970 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1973. Sama ár hóf Mikael störf við heimspekideild Háskóla Íslands og er í dag prófessor í heimspeki við skólann. Hann gegnir einnig stöðu forseta nýstofnaðrar félagsvísinda- og lagadeildar Háskóla Akureyrar. Mikael er kvæntur Barböru Nelson og eiga þau tvær dætur og einn son. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Nýr prófessor við lagadeild HR

DAVÍÐ Þór Björgvinsson hefur verið ráðinn prófessor við lagadeild HR frá og með 1. september n.k. Hann mun einkum sinna kennslu og rannsóknum á sviði evrópuréttar, þjóðaréttar og stjórnskipunarréttar auk annarra verkefna sem nánar verða kynnt síðar. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 579 orð | 2 myndir

Óvænt heimsókn frá Foo Fighters

ÞAÐ eru ekki allar bílskúrssveitir sem fá tækifæri til að spila með heimsfrægum rokksveitum en hljómsveitin Nilfisk fékk drauminn uppfylltan þegar Foo Fighters leit inn á æfingu hjá sveitinni á Stokkseyri á mánudagskvöldið. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Prinsessuskip við ytri höfnina

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Regal Princess lagðist við bryggju á ytri höfninni í Reykjavík í gærmorgun, og hélt af stað á ný í gærkvöldi. Það er skráð á bresku Jómfrúreyjum, er um 70 þúsund tonn og um 245 metrar að lengd. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð

"Honum hefur verið úthýst alls staðar"

FRIÐGEIR Kristinsson, faðir mikið fatlaðs drengs á nítjánda ári, sem útskrifaðist úr grunnskóladeild Öskjuhlíðarskóla fyrir tveimur árum, segir að enn þann dag í dag sé engin varanleg lausn fundin á því hvar sonur hans geti stundað framhaldsnám þrátt... Meira
27. ágúst 2003 | Suðurnes | 76 orð

Rak á bát og upp í fjöru

SKEMMDIR urðu á tveimur bátum þegar bát rak stjórnlaust um Grindavíkurhöfn. Bátinn rak loks upp í fjöru. Verið var að færa Guðbjörgu GK-517 frá Eyjabakka að Miðgarði í Grindavíkurhöfn að morgni sunnudags. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Rangt föðurnafn Í myndatexta sem fylgdi...

Rangt föðurnafn Í myndatexta sem fylgdi frétt um markað í Borgarnesi, sem birtist sl. mánudag, var ekki farið nákvæmlega rétt með föðurnafn Kolbrúnar Anderson, en hún er ein þeirra sem selja vörur á markaðnum. Beðist er velvirðingar á... Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 378 orð

Reynt að gera störf okkar ótrúverðug

GEORG Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir það koma sér á óvart með hvaða hætti embætti ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra "stilla málum upp" í tengslum við ósk um gögn í máli olíufélaganna. Meira
27. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 634 orð | 1 mynd

Siglir gjarnan á skútu í frístundum

UM næstu mánaðamót tekur Gunnar Larsen við starfi framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf. af Guðbrandi Sigurðssyni. Í kjölfar skipulagsbreytinga hjá Brimi ehf. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sjoppuræningja leitað

LÖGREGLAN í Kópavogi leitar nú karlmanns sem framdi vopnað rán í söluturni á Kópavogsbraut síðastliðið sunnudagskvöld. Tilkynnt var um ránið klukkan 20.42 þá um kvöldið. Meira
27. ágúst 2003 | Suðurnes | 283 orð | 1 mynd

Slást ekki með kylfunum

VEÐRIÐ hefur svo sannarlega leikið við púttara í sumar, ekki síst þá sem hittast reglulega á púttvellinum við Mánagötu í Keflavík. Félagarnir Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhann Pétursson og Ísleifur Guðleifsson voru hressir í blíðunni sl. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 156 orð

Spá enn öflugri tölvuveiru

ENN berjast menn víða við afleiðingarnar af árásum tölvuveirunnar SoBig. En sumir sérfræðingar eru á því að enn öflugra afbrigði af orminum muni birtast öðrum hvorum megin við 11. september nk. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð

Stuðningshópur um eggjastokkakrabbamein Stuðningshópur kvenna sem...

Stuðningshópur um eggjastokkakrabbamein Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 27. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17.... Meira
27. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Styrkja ekki tónlistarnám utanbæjar

Á FUNDI skólanefndar Akureyrar sl. mánudag var tekið fyrir bréf frá fræðslumiðstöð Reykjavíkur þar sem fram kom að framlag Reykjavíkurborgar til tónlistarnáms í borginni miðist við nemendur með lögheimili í Reykjavík. Meira
27. ágúst 2003 | Suðurnes | 78 orð | 1 mynd

Tekið til við vitann á Vatnsnesi

HVERFISVINIR og aðrir aðstandendur umhverfisátaks í Reykjanesbæ og eigendur fasteigna hófu í gær hreinsun á svæði við vitann á Vatnsnesi í Keflavík. Ætlunin er að gera svæðið aðgengilegra til útivistar. Meira
27. ágúst 2003 | Suðurnes | 104 orð

Telja þjónustu heilsugæslunnar óviðunandi

BÆJARRÁÐ Sandgerðisbæjar telur heilsugæsluþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óviðunandi og í bókun er hvatt til þess að stjórn hennar taki málið til alvarlegrar athugunar. Meira
27. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 89 orð | 1 mynd

Trúbadorar í Egilsbúð

DAGANA fjórtánda til sautjánda ágúst fór fram mikil hátíð trúbadora í Egilsbúð í Neskaupstað. Þar stigu á stokk og skemmtu tónleikagestum margir af þekktustu trúbadorum landsins, nánast landslið trúbadora. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Upptök rakin til átaka í Gujarat

EKKI þykir ólíklegt, að rekja megi hryðjuverkin í Bombay síðastliðinn mánudag til mikilla átaka milli hindúa og múslíma í Gujarat-ríki á Indlandi á síðasta ári. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði karlmann um þrítugt í þriggja daga gæsluvarðhald í gær að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsóknar á tildrögum þess að 22 ára gömul kona fannst látin í íbúð í miðbæ Reykjavíkur á mánudagskvöld. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Ver áreiðanleika "45-mínútna-fullyrðingar"

EINN hæst setti maðurinn í leyniþjónustukerfi Breta varði í gær þá fullyrðingu að Írakar hefðu verið færir um að beita gereyðingarvopnum innan 45 mínútna frá því skipun um slíkt væri gefin út. Meira
27. ágúst 2003 | Suðurnes | 95 orð

Viðamesta dagskrá Sandgerðisdaga

SANDGERÐISDAGAR hefjast næstkomandi fimmtudag og standa fram á laugardag. Er þetta í fimmta skipti sem fjölskylduhátíð með þessu nafni er haldin í Sandgerði og hefur dagskráin aldrei verið viðameiri en nú. Meira
27. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 65 orð | 1 mynd

Vitjað um netin í Mývatni

ÞÓTT veiði hafi almennt verið rýr í Mývatni í sumar þá er lengi von á einum. Jóhann Gestsson í Álftagerði vildi ekki láta sumarið líða án þess að leggja einu sinni. Meira
27. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 303 orð | 4 myndir

Yngri smiðirnir hafa aldrei séð svona lagað

MIKLAR endurbætur standa nú yfir á Samkomuhúsinu við Hafnarstræti, þar sem Leikfélag Akureyrar hefur aðsetur. Húsið er tæplega einnar aldar gamalt, var byggt í byrjun síðastliðinnar aldar og vígt 23. desember 1906. Meira
27. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 137 orð

Þörf fyrir þrjár "górillur"

"HEILBRIGÐUR sjónvarpsmarkaður þarf á þriðju górillunni að halda við hliðina á BBC og Sky ," sagði Greg Dyke, yfirmaður BBC , á sjónvarpsráðstefnunni í Edinborg í síðustu viku og átti þá við þriðju stóru stöðina, ITV . Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ölgerðin níræð

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson fagnar á þessu ári 90 ára afmæli sínu og telst því í hópi elstu iðnfyrirtækja landsins. Í gær heimsótti iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, ölgerðina í tilefni afmælisins. Meira
27. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 291 orð

Örar verðbreytingar gera neytendum erfitt um vik

MJÖG örar breytingar á verði ritfanga og annarra nauðsynlegra skólavara gera neytendum erfitt um vik við að finna út hvar hagstæðast er að gera skólainnkaupin hverju sinni, segir í frétt með nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Meira

Ritstjórnargreinar

27. ágúst 2003 | Staksteinar | 357 orð

- Breytir ekki heiminum með því að stofna leshring og vitna í Bevin

Flosi Eiríksson segir á Kreml.is að afstaða bresku ríkisstjórnarinnar og framganga Tony Blair í Íraksstríðinu hafi valdið mörgum jafnaðarmönnum vonbrigðum. Meira
27. ágúst 2003 | Leiðarar | 316 orð

Í boði Abramovits

Roman Abramovits er einn auðugasti maður heims og vakti heimsathygli þegar hann keypti enska knattspyrnuliðið Chelsea fyrr í sumar. Meira
27. ágúst 2003 | Leiðarar | 466 orð

Kerfi í kreppu

Alvarleg kreppa er í samskiptum Samkeppnisstofnunar, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Í bréfi Boga Nilssonar, ríkissaksóknara til ríkislögreglustjóra frá 21. ágúst sl. Meira

Menning

27. ágúst 2003 | Tónlist | 326 orð

Að leika Uppstigninguna í heild

Mark Anderson og Margrét Bóasdóttir fluttu verk eftir Flor Peeters, John Cook, Harold Darke, Buxtehude, Mendelssohn og Messiaen. Sunnudagurinn 24. ágúst. 2003. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 335 orð | 2 myndir

BEN Affleck hefur sjálfur komið af...

BEN Affleck hefur sjálfur komið af stað orðrómi um að hann og Jennifer Lopez hafi gift sig í kyrrþey. Á hafnaboltaleik í heimabæ sínum Boston skartaði hann forláta gullhring á baugfingri. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 1469 orð | 10 myndir

Brot af því besta í breskri kvikmyndagerð

Á MEÐAN Bretinn veltir vöngum yfir risi og hnignun breskrar kvikmyndagerðar vill hann gjarnan gleyma því að burtséð frá því hvort takist að velgja Hollywood undir uggum með stórsmellum á borð við Fjögur brúðkaup og jarðarför og Bond-myndirnar eilífu,... Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 53 orð

Djass á Borginni

TRÍÓ Guðlaugar Ólafsdóttur söngkonu heldur tónleika á Hótel Borg kl. 21.30 annað kvöld, fimmtudagskvöld. Leiknar verða íslenskar og útlenskar djassperlur. Auk Guðlaugar skipa tríóið þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Róbert Þórhallsson á kontrabassa. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 974 orð | 4 myndir

Frá Leonardo til Saatchi

Í NÆSTU pistlum hermi ég í samþjöppuðu formi frá innliti mínu á söfn og sýningar í Lundúnum og hugleiðingum þeim tengdum, seinna gefst mér vonandi tækifæri til að gera einhverju gleggri skil. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 43 orð | 2 myndir

Hádegistónleikar í Hafnarborg

HLÖÐVER Sigurðsson tenór syngur íslensk einsöngslög við undirleik Antoníu Hevasi píanóleikara á hádegistónleikum í Hafnarborg kl. 12 í dag, miðvikudag. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Donnizetti og Mozart. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Hraður púls

"ÞETTA hefur gengið vonum framar. Ég er búinn að selja 23 myndir, flestar stórar, þannig að ég er mjög sáttur. Sérstaklega í ljósi þess að mér skilst á kollegum mínum í Reykjavík að sala hafi ekki verið mikil undangengna mánuði," segir Óli G. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 35 orð

Í dag

Iðnó Tónleikar salonhljómsveitarinnar L'amour fou verða endurteknir kl. 21. Hljómsveitina skipa Hafnhildur Atladóttir á fiðlu, Guðrún Hrund Harðardóttir á víólu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló, Gunnlaugur T. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 495 orð | 1 mynd

Íslenska þjóðlagið kynnt

HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur tónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30 í tilefni af ferð sinni til Filippseyja. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 426 orð | 1 mynd

Íslenskt Sunnudjamm

Jóel Pálsson tenórsaxófón, Sunna Gunnlaugsdóttir rafpíanó, Róbert Þórhallsson rafbassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Laugardaginn 23. ágúst. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

... Lemmon og Matthau

EITTHVERT frægasta teymi bíósögunnar, félagarnir Jack Lemmon og Walter Matthau, birtast á skjá þeirra í kvöld, sem aðgang hafa að Breiðbandi eða Fjölvarpi. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Leynilegt ástarbréf

STÖÐ 2 sýnir í dag og kvöld rómantísku gamanmyndina Ástarbréfið ( The Love Letter ) sem fjallar um konuna Helen (Kate Capshaw), sem finnur ljóðrænt og fallegt bréf sem bræðir hjarta hennar. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Lifandi gleðidiskur

NÝR mixdiskur með Gus Gus, Mixed Live , kom út hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Moonshine í gær. Búið er að birta umsögn um diskinn á vef Rolling Stone . Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Ljóð Jóhanns í litháísku tímariti

Í NÝJASTA hefti tímaritsins Metai (nr. 8-9, 2003) sem er helsta bókmenntatímarit Litháen, birtast átta ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson í þýðingu Rösu Ruseckiene. Ljóðin eru Elegía, Þögn, Verönd, Leit, Fiðrildin skammlífu, Frá Boston, Vindarnir og Kernave. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Ragnhildur tekur þátt í Ungfrú Evrópu

RAGNHILDUR Steinunn Jónsdóttir, fegurðardrottning Íslands, heldur í dag til Parísar þar sem hún tekur þátt í keppninni Ungfrú Evrópa 2003, en keppnin verður haldin 12. september í Euro-Disney-garðinum við París. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Síðasta franska sýning sumarsins

SÓLVEIG Simha sýnir frönsku útgáfuna á Ferðum Guðríðar, La Saga de Gudridur, í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 kl. 20.30 í kvöld. Það er jafnframt síðasta sýning sumarsins í Skemmtihúsinu á Ferðum Guðríðar eftir Brynju Benediktsdóttur. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 303 orð | 2 myndir

Sjóræningjarnir gera uppreisn

SJÓRÆNINGJARNIR eru búnir að gera uppreisn og hafa hertekið toppsæti listans yfir vinsælustu kvikmyndir landsins síðustu helgi. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 716 orð | 4 myndir

Stórkostlegra og meira ævintýri en ég gat ímyndað mér

Í NÓVEMBER í fyrra sendi Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari inn tillögu í höggmyndasamkeppni í Kína. Myndirnar átti að setja upp í nýjum stórum alþjóðlegum höggmyndagarði Changchunborgar í Jilin héraði. Meira
27. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Sænsk söngkona á Gauknum

SÆNSKA söngkonan Åsa Rydman heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Rydman leikur ljúfsára en fjölbreytilega tónlist, þjóðlagaskotna, sem byggir á grunni píanós og kassagítars. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 963 orð | 2 myndir

Vistvæn byggingarlist

Arkitektafélag Íslands opnaði nýlega sýninguna Auðlegð í norrænni byggingarlist. Valdís Bjarnadóttir, formaður félagsins, leiðbeindi Silju Björk Huldudóttur um sýninguna og sagði henni frá vistvænum íbúðabyggðum. Meira
27. ágúst 2003 | Menningarlíf | 54 orð

Ævintýri

Fríða og Dýrið er komin út í Disney- útgáfu. Sigríður Á. Árnadóttir þýddi. Í bókinni segir frá Fríðu en þegar faðir hennar hverfur fer hún að leita hans og finnur hann í kastala þar sem prinsinn og allir aðrir íbúar kastalans hafa verið hnepptir í álög. Meira

Umræðan

27. ágúst 2003 | Aðsent efni | 221 orð | 1 mynd

Glannaskapur virðist einkenna þróun laxeldis

TALSVERÐUR glannaskapur virðist einkenna þróun laxeldis á Íslandi. Af hverju má ekki vanda til verksins eins og t.d. þegar lúðueldi á í hlut? Íslenskir laxeldismenn, líkt og kollegar þeirra í öðrum löndum, telja sig ekki þurfa að fara eftir neinum... Meira
27. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 185 orð

Heilsugæslumál í Hveragerði í ólestri

ÉG VAR að fletta blaði, sem væntanlega heitir Framsóknarmenn og Óflokksbundnir, fréttabréf 4. tbl. 2002. Þar kennir ekki minnimáttar í neinu hjá greinarhöfundum. Meira
27. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 636 orð

Hugvekja

ÉG MÁ til með að skrifa um gegndarlausa fjárhagserfiðleika og hróplegt óréttlæti í sambandi við öryrkja og ellilífeyrisþega. Þá á ég við fólk sem getur ekki unnið úti vegna margs konar sjúkdóma eða fötlunar. Meira
27. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 470 orð

Lán á bifreiðum algengt

EFTIR að hafa horft á fréttir og lesið umfjöllun DV um lán Heklu hf., lán þeirra á bifreið til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur finn ég mig knúinn til að lýsa yfir hneykslan minni á þessu bulli. Meira
27. ágúst 2003 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

"Vínmenningin" og "villimannamenningin"

Í FJÖLMIÐLUNUM okkar að undanförnu hefur borið á umræðunni um "útigangsmenn" í höfuðborginni. Þeim fjölgar til muna í okkar ríka samfélagi. Meira
27. ágúst 2003 | Aðsent efni | 954 orð | 1 mynd

Um bréf til foreldra og frétt í RÚV

UNDANFARIÐ hefur Tónmenntaskóli Reykjavíkur verið nokkuð í fréttum, vegna bréfs sem undirritaður sendi foreldrum nemenda skólans vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárframlögum til Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Meira

Minningargreinar

27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

FRIÐRIK J. EYFJÖRÐ

Friðrik J. Eyfjörð fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR ÓLAFUR BÆRINGSSON

Guðmundur Ólafur Bæringsson fæddist í Stykkishólmi 30. ágúst 1917. Hann andaðist í St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkishólmskirkju 23. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2049 orð | 1 mynd

HARALDUR KR. JENSSON

Haraldur Kristinn Jensson fæddist í Reykjavík 9. júní 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Haralds voru Jens Pétur Tomsen Stefánsson stýrimaður, f. 13. janúar 1897, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1860 orð | 1 mynd

JÓN AXELSSON

Jón Axelsson fæddist í Sandgerði 14. júní 1922. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 26. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2150 orð | 1 mynd

KJARTAN GUNNARSSON

Kjartan Gunnarsson fæddist á Ísafirði 19. apríl 1924. Hann lést sunnudaginn 17. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 47 orð

Lilja Kristjánsdóttir

Okkur langar að kveðja Lilju frænku, sem var okkur alltaf svo góð, með þessu litla ljóði. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 636 orð | 1 mynd

LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR

Lilja Kristjánsdóttir fæddist í Bæ í Hrútafirði 11. janúar 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson bóndi í Bæ og á Kjörseyri í sömu sveit, f. 9. nóvember 1865, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2950 orð | 1 mynd

MARÍA PÉTURSDÓTTIR

María Pétursdóttir fæddist í Eyhildarholti í Rípurhreppi í Skagafirði 6. janúar 1918. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 16. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
27. ágúst 2003 | Minningargreinar | 685 orð | 1 mynd

SIGURÞÓR SIGURÐSSON

Sigurþór Sigurðsson fæddist 8. desember 1919 í Reykjavík. Hann lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík mánudaginn 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Sigurþórs voru Sigurður Kristinn Gíslason frá Akranesi, f. 23. maí 1884, d. 8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 423 orð | 2 myndir

Annar einbeitir sér að Landsbanka hinn að Pharmaco

MEÐ breytingum sem orðið hafa í eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar munu þeir skipta með sér verkum með skýrari hætti en hingað til. Meira
27. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Hærra verð fyrir Hamleys en áætlað var

BAUGUR greiddi 11 milljónum punda (u.þ.b. 1,4 milljörðum króna) hærra verð fyrir Hamleys en félagið hafði ætlað sér að gera en heildarverðið nam 59 milljónum punda (um 7,7 milljörðum króna). Meira
27. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Norsk skuldabréf í alþjóðlega vísitölu

NORSK ríkisskuldabréf verða tekin inn í ríkisskuldabréfavísitölu Citigroup í byrjun næsta mánaðar, að því er fram kemur í Markaðsyfirliti Landsbankans. Meira
27. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Norvik selur hlut sinn í Framtaki

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Straumur keypti í gær 34,72% hlut í Framtaki fjárfestingarbanka og er eignarhlutur Straums í Framtaki nú 91,79%. Bréfin sem Straumur keypti í Framtaki eru 882.096.723 krónur að nafnverði og fóru viðskiptin fram á genginu 1,9. Meira
27. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 1036 orð | 1 mynd

Og Vodafone og Síminn sökuð um undirboð

FYRIRTÆKIÐ Emax hefur sent Samkeppnisstofnun erindi, þar sem óskað er eftir sameiginlegri rannsókn stofnunarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar á meintri skaðlegri undirverðlagningu á ADSL-samböndum Landssímans og Og Vodafone. Meira
27. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Væntingavísitalan hækkar

EFTIR lækkun væntingavísitölu Gallup tvo mánuði í röð hækkaði hún um 2,7 stig í ágústmánuði vegna aukinnar bjartsýni um núverandi ástand. Stendur vísitalan nú í 115,3. Meira

Fastir þættir

27. ágúst 2003 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, er fimmtugur sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli, Bankavegi 8, Selfossi. Eiginkona sr. Kristins er Anna Margréti Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Meira
27. ágúst 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, er fimmtug Hrafnhildur Árnadóttir, starfsmaður Símans, Seiðakvísl 4, Reykjavík . Hún og eiginmaður hennar, Svavar Þorvaldsson, dvelja hjá dóttur sinni á Englandi á... Meira
27. ágúst 2003 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, er áttræður Hilmir Högnason, rafvirkjameistari frá Vestmannaeyjum. Meira
27. ágúst 2003 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, er níræður Kristinn E. Guðjónsson, fyrrverandi verkstjóri í Dverg hf., Tjarnarbraut 17, Hafnarfirði. Kristinn og kona hans, Tonny M. Müller, eru að heiman í dag. Meira
27. ágúst 2003 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli .

95 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, er 95 ára Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir . Sigurlaug dvelst á Dvalarheimili aldraðra í... Meira
27. ágúst 2003 | Fastir þættir | 296 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Flestar ákvarðanir sem teknar eru við spilaborðið eru byggðar á líkindum, ekki vissu. Brids er prósentuspil. Þetta einkenni spilsins kemur sérstaklega skýrt fram þegar segja þarf í þröngri stöðu, til dæmis við opnun á hindrunarsögn. Meira
27. ágúst 2003 | Viðhorf | 637 orð

Bundið mál í kassa

Rjúpnaveiðimaður sagðist hafa veitt 99 rjúpur. Hann var spurður af hverju hann segði ekki bara hundrað og svaraði: "Ég fer ekki að gera mig að lygara fyrir eina rjúpu." Meira
27. ágúst 2003 | Dagbók | 222 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Meira
27. ágúst 2003 | Dagbók | 114 orð | 1 mynd

Fræðslukvöld um þrjú rit Gamla testamentisins

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg hefur starfsemi haustsins á fræðslukvöldi fyrir almenning. Fjallað verður um þrjú af spámannaritum Gamla testamentisins sem kennd eru við Nahúm, Habbakúk og Sefanía. Fræðslukvöldið hefst kl. 20-22, fimmtudaginn 28. Meira
27. ágúst 2003 | Dagbók | 492 orð

(Ok. 3, 24.)

Í dag er miðvikudagur 27. ágúst, 239. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. Meira
27. ágúst 2003 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 d5 4. Rd2 Rxd2 5. Dxd2 c5 6. e3 e6 7. Rf3 Rc6 8. c3 Bd6 9. Bg3 O-O 10. Bd3 a6 11. dxc5 Bxc5 12. e4 d4 13. O-O dxc3 14. Dxc3 Rd4 15. Hfd1 Rxf3+ 16. gxf3 Bd4 17. Db3 e5 18. f4 exf4 19. Bxf4 Df6 20. Bg3 Be6 21. Dxb7 Hab8 22. Meira
27. ágúst 2003 | Fastir þættir | 177 orð

Skákþing Íslands - landsliðsflokkur

JAFNTEFLI varð í stórmeistaraslag Hannesar Hlífars Stefánsson (2560) og Þrastar Þórhallssonar (2441) í 2. umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands en fjórum af sex skákum kvöldsins lauk með jafntefli. Meira
27. ágúst 2003 | Fastir þættir | 36 orð

UM HAUST

Syngur lóa suðr í mó sætt um dáin blóm - alltaf er söngurinn sami með sætum fuglaróm. Himinblíð eru hljóðin þín, heiðarfuglinn minn! Hlusta ég hljóður á þig, og hverfa má ei... Meira
27. ágúst 2003 | Fastir þættir | 408 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

HAUSTIN eru í uppáhaldi hjá Víkverja, ekki síst fyrir þeirra hluta sakir að þá getur hann verið að borða ber öllum stundum, krækiber, bláber, jarðarber, rifsber og svo framvegis. Meira

Íþróttir

27. ágúst 2003 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Chelsea komið í Meistaradeildina

CHELSEA var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Enska liðið vann Zilina frá Slóvakíu, 3:0, í síðari viðureign liðanna á Stamford Bridge í London og vann því samanlagt 5:0.Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Chelsea, ásamt Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann átti þátt í þriðja markinu og var óheppinn að skora ekki í síðari hálfleiknum þegar hann átti þrumuskot í innanverða stöngina á marki Slóvakanna. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 270 orð

Enginn akkur í að níðast á ökklanum

"ÞETTA var nú heldur endasleppt hjá okkur að þessu sinni," sagði Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, eftir að Jón Arnar Magnússon hætti keppni í tugþrautinni eftir þrjár greinar í gær. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 223 orð

Enn situr Fjarðabyggð eftir með sárt ennið

KNATTSPYRNULIÐ Fjarðabyggðar fór illa að ráði sínu í úrslitakeppni 3. deildarinnar í gærkvöld þegar það tapaði niður góðri stöðu í henni þriðja árið í röð. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 688 orð | 1 mynd

Fengu styrki hjá vinum og vandamönnum

DRENGIRNIR í íslenska U-18 ára landsliðinu í handknattleik, sem fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í Slóvakíu á dögunum, þurftu að leggja á sig gríðarlega vinnu í sumar og mikil fjárútlát til að geta keppt fyrir Íslands hönd. M.a. þurfti hver leikmaður að leggja fram um 80.000 kr. vegna sigurferðarinnar til Slóvakíu. Þá eru undirbúningsferðir og forkeppni ekki meðtalin. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 442 orð | 1 mynd

Fer trúlega ekki aftur á HM

"MAÐUR er auðvitað sorrí, sár og svekktur yfir þessu öllu saman," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður eftir að hann hætti keppni í þrautinni eftir þrjár greinar á heimsmeistaramótinu í París í gær. Hann var þá í tuttugasta og síðasta sæti keppenda og aumur í ökkla, eftir langstökkið, þannig að niðurstaðan var að hætta í stað þess að halda áfram og gera illt verra. Þetta er í fimmta sinn sem Jóni mistekst að ljúka keppni á heimsmeistaramóti. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Góð byrjun kemur Guðjóni þægilega á óvart

BARNSLEY, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, knattspyrnustjóra í ensku 2. deildinni, trónir á toppi deildarinnar. Þessi góða byrjun hefur komið mörgum að óvörum og vakið verðskuldaða athygli í Englandi. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Halldór er að skríða saman

HALLDÓR Sigfússon, handknattleiksmaður hjá þýska 2. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* HOLLENDINGURINN Giovanni van Bronckhorst gæti...

* HOLLENDINGURINN Giovanni van Bronckhorst gæti verið á förum frá Arsenal en staðfest hefur verið úr herbúðum Barcelona að það vilji fá þennan 28 ára gamla varnar- og miðjumann til liðs við sig. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 143 orð

Jóhann leikur ekki meira með Þórsurum

JÓHANN Þórhallsson, markahæsti leikmaður 1. deildar karla í knattspyrnu, leikur ekki meira með Þórsurum á Akureyri á þessu keppnistímabili. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 191 orð

Karpov fyrstur að þrautinni hálfnaðri

DMITRY Karpov, frá Kasakstan, er með forystu í tugþrautarkeppninni eftir fyrri keppnisdag, hefur 4.599 stig en Bandaríkjamaðurinn Tom Pappas er næstur með 4.546 stig og heimsmethafinn Toman Sebrle frá Tékklandi þriðji með 4.423 stig. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 493 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild Stjarnan...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild Stjarnan - Valur 1:4 Guðrún Guðjónsdóttir 70. - Kristín Ýr Bjarnadóttir 43., Nína Ósk Kristinsdóttir 54., Dóra Stefánsdóttir 68., Málfríður E. Sigurðardóttir 89. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Maria Mutola var ekki í vandræðum í 800 metra hlaupinu

MARIA Mutola frá Mósambík hefur verið ósigrandi í 800 metra hlaupi kvenna á þessu ári og hún sigraði enn eina ferðina í gær þegar hún kom fyrst í mark í greininni á heimsmeistaramótinu í París. Ólympíumeistarinn hélt því titlinum, kom í mark á 1.59,89. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 140 orð

Portsmouth á topp úrvalsdeildarinnar

TEDDY Sheringham, fyrrum miðherji enska landsliðsins í knattspyrnu, sem var látinn fara frá Tottenham í sumar, skoraði þrennu í gærkvöld þegar nýliðar Portsmouth unnu stórsigur á Bolton, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

"Hvar eru Rúnar og Arnar?"

BELGÍSKA blaðið Het Laatste Niuws fjallar í grein um Íslendingaliðið Lokeren og spyr hvað sé að hrjá liðið sem ekki hefur náð sér á strik í upphafi belgísku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 121 orð

Sigurbjörn frá keppni

SIGURBJÖRN Hreiðarsson, fyrirliði nýliða Vals í efstu deild karla í knattspyrnu, getur ekki leikið með liði sínu í botnslagnum við KA sem fram fer á Hlíðarenda á sunnudag. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 116 orð

Stefán velur fjórtán til Frakklandsfarar

STEFÁN Arnarson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 14 leikmenn til að leika fyrir Íslands hönd á sterku móti sem haldið verður í Frakklandi um næstu helgi. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd

* TATYANA Lebedeva frá Rússlandi sigraði...

* TATYANA Lebedeva frá Rússlandi sigraði í þrístökki kvenna á HM í París , stökk 15,18 metra og er það lengsta stökk ársins hjá konunum. * FRANCOISE Mbango Etone frá Kamerún varð önnur, annað árið í röð, með 15,05 og er það afrískt met. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

* ÚLFAR Jónsson , kylfingur úr...

* ÚLFAR Jónsson , kylfingur úr Keili og sexfaldur Íslandsmeistari, setti um helgina glæsilegt vallarmet á Urriðavatnsvelli hjá Oddi. Úlfar lék af gulum teigum og lauk leik á 65 höggum, fékk sjö fugla og ellefu pör, kom því inn á sjö höggum undir pari. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 268 orð

Úlfarnir vilja fá Jóhannes Karl

NÝLIÐAR Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa sett sig í samband við spænska liðið Real Betis með það fyrir augum að fá íslenska landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson til liðs við sig og gera við hann lánssamning til eins árs. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 271 orð

Valsliðið hrökk í gang

ÞAÐ tók Valskonur rúman stundarfjórðung að ná undirtökunum þegar þær sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn í gærkvöld en þegar þeim var náð varð ekki aftur snúið. Öruggur 4:1 sigur tryggir að þær missi ekki af ÍBV í baráttu um annað sæti deildarinnar en Stjarnan er eftir sem áður í því fimmta. Á Valbjarnarvelli mátti sameinað lið Þróttar og Hauka sætta sig við 6:1 tap fyrir Breiðabliki þar sem Margrét Ólafsdóttir skoraði þrennu. Meira
27. ágúst 2003 | Íþróttir | 128 orð

Veigar og Kristján í banni gegn Grindavík

KR-INGAR verða án tveggja lykilmanna sinna þegar þeir sækja Grindvíkinga heim í 16. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu næsta mánudag. Meira

Bílablað

27. ágúst 2003 | Bílablað | 48 orð

600 Packard - ekki 6.000

Í umfjöllun um Packard forsetabílinn 13. ágúst sl. var mishermt að framleiddir hefðu verið 6.000 bílar af þessari árgerð. Hið rétta er að framleiddir voru einungis 600 bílar sem gera forsetabílinn enn fágætari en látið var að liggja. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 1971 orð | 3 myndir

924 og 928 tryggðu framhaldslíf 911

Um þessar mundir eru liðin 40 ár síðan fyrsti Porsche 911 bíllinn var sýndur opinberlega. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur fjallar hér í annarri grein um sögu bílsins. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 133 orð | 1 mynd

Arctic Trucks fyrstir til að bjóða lán til mótorhjólakaupa

LENGI hefur verið ógerlegt að fá lán til kaupa á mótorhjólum á Íslandi en bílalán hafa verið vinsæl við kaup á nýjum bifreiðum. Nú hefur verið brotið blað í þeim málum því frá og með fimmtudeginum 28. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 428 orð | 2 myndir

Áherslan á búnaðinn í nýjum Lancer

NÝ kynslóð Mitsubishi Lancer verður frumkynnt hér á landi um næstu helgi. Lancer-nafnið er 30 ára gamalt og hefur fyrir löngu fest rætur hér á landi. Samt eru sjö ár síðan nýr Lancer kom á markað og markaðshlutdeildin nánast horfið. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 149 orð | 2 myndir

Bebop og Bebop

RENAULT ætlar að frumsýna tvo nýstárlega hugmyndabíla á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði sem kallast Bebop og Bebop; sama heiti á tveimur útfærslum af fjölnotabílum. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 295 orð | 1 mynd

Breyta 150 Grand Cherokee

ARCTIC Trucks í Noregi hefur náð samningi við Bertel O Steen Chrysler, Jeep Norge A/S, um breytingar á 150 Jeep Grand Cherokee-bílum á þessu ári. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 432 orð | 4 myndir

Bræður, feðgar, mæðgin og feðgin

Eru hæfileikar og áhugi fyrir akstursíþróttum arfgengt fyrirbæri? Þessu veltir Páll Halldórsson fyrir sér þessa dagana. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 210 orð

En hvernig er endursalan?

MIÐAÐ við stóraukna sölu á Hyundai virðist sem ótti við lægra endursöluverð á kóreskum bílum sé á undanhaldi. Eða er það lægra? Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 246 orð | 1 mynd

Gervihnattatæknin eykur afköst

Nýverið festi verktakafyrirtækið Jarðvélar kaup á nýjum tæknibúnaði í jarðýtu sem notuð er til að slétta burðarlög í nýju Reykjanesbrautinni. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 502 orð | 2 myndir

Halli P. tryggði sér titilinn

Fjórða umferð Íslandsmeistarmótsins í torfæruakstri var haldin síðastliðin sunnudag við Stapafell á Reykjanesi. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 459 orð

Húðstrýkja Ferrari-liðið

Á sama tíma og spænskir fjölmiðlar ráða sér vart af kæti vegna jómfrúarsigurs Fernando Alonso í Formúlu-1 rífa ítalskir fjölmiðlar Ferrariliðið nánast á hol fyrir afhroð liðsins í ungverska kappakstrinum. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 96 orð | 2 myndir

Hver fer í 100 á undir fjórum?

HVAÐA bíll nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á undir fjórum sekúndum, er 640 hestöfl og er fyrsti framleiðslubíllinn í heimi með krumpusvæði að framan úr koltrefjaefnum? Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 173 orð | 1 mynd

Hyundai þriðji söluhæstur

Alls hefur selst 471 Hyundai bíll það sem af er árinu, sem gerir Hyundai að þriðju söluhæstu bílategundinni hér á landi. Þetta er mikil söluaukning frá sama tímabili í fyrra þegar seldust 243 Hyundai bílar. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 27 orð

Lincoln - lúxusarmur Ford

Í umfjöllun um Lincoln Aviator 13. ágúst sl. varð blaðamanni á að segja Lincoln vera lúxusarm Volvo. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt heldur er móðurfyrirtækið... Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 379 orð | 2 myndir

Lofa sögulegan sigur Alonso

Er hin nýja íþróttahetja Spánverja vaknaði í heimalandi sínu í fyrradag reið yfir hann holskefla fyrirsagna þar sem frábær frammistaða hans í ungverska kappakstrinum á sunnudag var lofuð. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 50 orð | 1 mynd

Mikil sala í tómstundatækjum

TALSVERÐ aukning hefur verið í sölu á alls kyns vélknúnum tómstundatækjum upp á síðkastið. Þannig seldust fyrstu sjö mánuði ársins 158 vélsleðar, 60 bifhjól og 143 fjórhjól. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 133 orð | 2 myndir

Nissan Dunehawk

NISSAN sýnir spennandi hugmyndabíl á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði sem kallast Dunehawk. Þetta er jeppi með afar skörpum línum og útstæðum hjólaskálum en svipar nokkuð til Patrol að framan. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 222 orð | 2 myndir

Ný spil frá ComeUp

ARCTIC Trucks hefur fengið umboð fyrir taívönsk spil fyrir fjórhjól, sexhjól, kerrur og bátavagna frá ComeUp. Spilið sem er sérstaklega ætlað fyrir fjórhjól kallast ComeUp DA-2500. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 75 orð

Skoda Superb Elegance V6

Vél: 2.771 rúmsentimetri, sex strokkar, 30 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 193 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 280 Nm við 3.200 snúninga á mínútu. Hröðun: 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 235 km/ klst. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 107 orð

Smart ForAlljepplingur

Örbílaframleiðandinn Smart, dótturfyrirtæki DaimlerChrysler, hefur sett hvern furðubílinn á fætur öðrum á markað. Nýjasta útgáfan verður Smart ForAll sem frumsýndur verður á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 729 orð | 8 myndir

Superb - lúxusgerð af Skoda

SKODA hefur á undanförnum árum vakið athygli á sér með vel smíðuðum og ódýrum bílum sem hefur verið vel tekið í Evrópu. Þarna er átt við Octavia og minni bílinn Fabia. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 235 orð | 3 myndir

Svali á Geitinni

SVALI á FM 95,7, öðru nafni Sigvaldi Kaldalóns, ekur þessa dagana um bæinn á Geitinni, sem svo er nefnd. Farartækið er þriggja hjóla ítölsk skellinaðra, fimm hjóla með hjálpardekkjunum, og mótorinn er um fjögur hestöfl. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 473 orð

Sænskt tvíeyki með meistaratakta

Um síðustu helgi fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í mótorkrossi. Keppt var í nýrri braut á Álfsnesi og meðal keppenda voru tveir af bestu ökumönnum Svíþjóðar. Bjarni Bærings var á svæðinu og segir hér frá keppninni. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 85 orð

Úrslit í heildarkeppni: Haraldur Pétursson 2.

Úrslit í heildarkeppni: Haraldur Pétursson 2.015 stig. Kristján Jóhannesson 1.850 stig. Gunnar Gunnarsson 1.845 stig. Gunnar Ásgeirsson 1.690 stig. Ragnar Róbertsson 1.585 stig. Björn Ingi Jóhannsson 1.575 stig. Sigurður Þór Jónsson 1.575 stig. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 651 orð | 7 myndir

Vandaður bíll á hagstæðu verði

HYUNDAI Getz er bíll sem kemur á óvart. Þetta er fyrsti bíllinn frá suður-kóreska framleiðandanum sem keppir við stærri flokk smábíla, t.a.m. Daewoo Kalos, Toyota Yaris, Peugeot 206, Opel Corsa, Nissan Micra og VW Polo. Meira
27. ágúst 2003 | Bílablað | 69 orð

Ökutæki og tjónbætur

HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér bókina Ökutæki og tjónbætur eftir Arnljót Björnsson. Í bókinni fer fjallað um íslenskar réttarreglur um bótaúrræði vegna tjóns, sem hlýst af bifreiðum og öðrum skráningarskyldum, vélknúnum ökutæjum. Meira

Úr verinu

27. ágúst 2003 | Úr verinu | 1195 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 65 46 58...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 65 46 58 2,765 159,684 Gellur 600 600 600 6 3,600 Grálúða 140 140 140 49 6,860 Gullkarfi 94 22 73 6,104 446,031 Hlýri 130 101 119 4,680 555,916 Hvítaskata 46 25 36 1,450 52,042 Keila 87 7 43 5,201 221,103 Langa 84 8 66 4,461... Meira

Ýmis aukablöð

27. ágúst 2003 | Bókablað | 60 orð | 1 mynd

Ljóð

Skuggaljóð eftir Kristian Guttesen er komin út í endurskoðaðri útgáfu. Hún kom fyrst út árið 1998. Kristian hefur áður gefið út Afturgöngur, 1995, og Annó - úrval, 1999. Einnig hafa birst eftir hann sögur og ljóð í dagblöðum og tímaritum á... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.