UNGT par og barn þeirra á öðru aldursári lentu í miklum háska þegar Land Rover-jeppi þeirra festist hálfur í kafi í Jökulsá vestari við Ingólfsskála norðan Hofsjökuls í gærmorgun.
Meira
HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum var meiri en vonir stóðu til á öðrum ársfjórðungi en í gær tilkynnti ríkisstjórnin að hann hefði verið 3,1% á ársgrundvelli. Spár gerðu ráð fyrir 2,4% hagvexti.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitar að stjórnvöld hafi breytt skýrslu um vopnaeign Íraka og segir að hefði frétt BBC, þar sem því var haldið fram, verið sönn hefði hann orðið að segja af sér.
Meira
TÖLUVERT dró úr lánveitingum nokkurra stórra lífeyrissjóða til sjóðfélaga á fyrri hluta ársins en forsvarsmenn sjóðanna vilja þó fara varlega í að túlka samdráttinn og segja erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar séu og hvort þessi samdráttur muni...
Meira
REKSTRARVANDA Sinfóníuhljómsveitar Íslands má að talsverðu leyti rekja til ákvörðunar ríkisins árið 1993 um að B-hluta-stofnanir ríkisins skyldu framvegis sjálfar standa undir lífeyrishækkunum, sem ríkið greiddi áður beint.
Meira
HUNDRUÐ þúsunda íbúa Lundúnaborgar komust hvorki lönd né strönd þegar rafmagn fór af borginni á háannatíma í gærkvöldi með þeim afleiðingum að stór hluti lestarkerfa borgarinnar stöðvaðist.
Meira
Andrés Fjöldi manns vann við saumaskap og umsvifin voru mikil ANDRÉS Andrésson var umsvifamikill klæðskeri allt frá árinu 1911 þegar hann stofnaði fyrirtæki sitt nýkominn úr framhaldsnámi frá Kaupmannahöfn.
Meira
Brynja Alls konar smáhlutir sem stórmarkaðirnir nenna ekki að vera með EITT af akkerum miðbæjarverslunarinnar er Brynja sem hefur staðið við Laugaveginn í nær 84 ár og stendur enn.
Meira
Þorsteinn Bergmann Fatalitur lagði grunninn að rekstrinum - og fæst enn ÞEGAR Helena Bergmann og fjölskylda fóru að skoða gamlan lager verslunarinnar Þorsteinn Bergmann kom ýmislegt í ljós og þar á meðal súkkulaðibúðingur og nærföt.
Meira
Bernharð Laxdal Verslunin gengur á viðskiptatryggð en yngra fólk kemur líka ATHYGLI vakti þegar Hillary Clinton kom við í þeirri fornfrægu verslun Bernharð Laxdal á ferð sinni hér á landi árið 1999, í tilefni af ráðstefnunni Konur og lýðræði.
Meira
IÐGJÖLD á lögboðnum bifreiðatryggingum hafa hækkað um 86,6% frá því í ársbyrjun 1999, en á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 20,1%. Hækkunin á fyrri hluta þessa tímabils var þó verulega meiri en sú hækkun sem orðið hefur frá ársbyrjun 2002.
Meira
ÖFUGT við aðra ferðamenn á Markúsartorginu í Feneyjum í sumar sögðust hjónin Hildur Björg Ingibertsdóttir og Erlingur Snær Erlingsson hafa gónt á göturnar og virt fyrir sér allar tyggjóklessurnar.
Meira
ÖKUMAÐUR flutningabíls lét lífið þegar bíll hans fór út af Borgarfjarðar-brúnni við Borgarnes og lenti í sjónum á mánudag. Lögreglan telur slysið hafa orðið er eitt dekkið á bílnum sprakk.
Meira
Á ÞRIÐJUDAGINN hélt bandaríska rokk-hljómsveitin Foo Fighters tónleika í Laugardals-höll. Í hljómsveitinni er Dave Grohl sem einu sinni lék á trommur með rokk-sveitinni Nirvana.
Meira
ENGIR fjármunir eru fyrir hendi hjá Fornleifavernd ríkisins til að halda við yfir 700 fornleifum og minjum víðs vegar um land, að sögn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns stofnunarinnar.
Meira
FORSTÖÐUMAÐUR Fornleifaverndar ríkisins, Kristín Huld Sigurðardóttir, segist harma það að gamli hitaveitustokkurinn milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verði rifinn að mestu leyti og aðeins skilinn eftir stuttur bútur í miðbæ Mosfellsbæjar.
Meira
GAMLAR búðir með sögu og upprunalegt nafn eru nokkrar í miðborginni. Hver kannast ekki við Eymundsson, Guðstein, Bernhöftsbakarí og Liverpool, að ekki sé talað um Lífstykkjabúðina eða Andrés?
Meira
ÚTLIT er fyrir mikla uppskeru á korni, kartöflum og úti-ræktuðu grænmeti á Suðurlandi og víðar. Byrjað er að þreskja korn þremur vikum fyrr en venjulega. Þá er grænmeti tíu dögum til tveimur vikum á undan því sem gerist í meðalári.
Meira
Erlingur Snær Erlingsson og Hildur Björg Ingibertsdóttir stofnuðu nokkuð sérstakt fyrirtæki í vor sem leið. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti hjón sem fara um bæinn með umhverfisvæna tyggjóhreinsivél.
Meira
KRISTJÁN Örn Sigurðsson , varnar-maður úr KR, er eini nýliðinn í íslenska lands-liðinu. Kristján var valinn af landsliðs-þjálfurunum, Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni , til að taka þátt í leiknum á móti Þjóðverjum.
Meira
ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna mikils reyks frá atvinnuhúsnæði á horni Auðbrekku og Skeljabrekku í Kópavogi.
Meira
MEIRA en 50 manns fórust og hátt á annað hundrað manns særðist er tvær sprengjur sprungu í borginni Bombay á Indlandi. Tilræðið átti sér stað síðast liðinn mánudag og er ekki enn vitað hverjir bera ábyrgð á ódæðinu.
Meira
Í framhaldsskólum hefur lengi viðgengist sá siður að bjóða nýnema, "busa", velkomna í skólann. Það hefur verið gert með ýmsum hætti í gegnum tíðina.
Meira
Útlensk nöfn og síbreytilegar innréttingar í verslunum eru ekki endilega ávísun á farsælan og langlífan rekstur. Steingerður Ólafsdóttir og Jim Smart spókuðu sig um í nokkrum af elstu verslunum borgarinnar. Ein er kennd við Brynju, þrjár við stofnendurna, Andrés, Bernharð og Þorstein, og sú fimmta við nærplagg kvenna.
Meira
ÞÓTT mannskepnan sé ekki jórturdýr þá virðist hún vera haldin mikilli þörf til að tyggja eitthvað annað en mat. Hver kannast ekki við þá ró sem færist yfir þegar strá er tuggið? Eða þegar tannstöngull er nagaður að lokinni góðri máltíð?
Meira
TVEGGJA turna tal, kvikmyndagerð annars hluta Hringadróttinssögu, hefur selst gríðarlega vel síðan hún kom út á myndbandi og mynddiski á þriðjudaginn. Á útgáfudegi voru afgreidd frá útgefanda yfir 13 þúsund eintök, 8.500 á mynddiski og 4.
Meira
MYNDLISTARMENNIRNIR Jónas Viðar og Þórarinn Blöndal opna á morgun nýjan sýningarsal á Akureyri. 02 Gallery, eins og þeir kalla staðinn, er staðsettur í Amarohúsinu í Hafnarstræti 101.
Meira
STARFSMENN Síldarvinnslunnar í Neskaupstað vinna enn að því að leita að laxinum sem slapp úr sjókví í höfninni í Norðfirði fyrir rúmri viku en að sögn Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hefur árangurinn verið lítill.
Meira
FRYSTITOGARINN Venus HF hefur verið í ágætri karfaveiði rúmlega 500 km suður af Hvarfi á Grænlandi síðustu fimm daga. Haraldur Árnason skipstjóri sagði í gærkvöldi að veiðin hefði aðeins dottið niður þá um daginn.
Meira
GUÐRÚN Sigurðardóttir, handverkslistakona á Egilsstöðum, hefur um árabil glatt heimamenn og ferðafólk á Egilsstöðum með litskrúðugum blómakörfum sem standa vítt um bæinn til yndisauka.
Meira
Brúarhlaup Selfoss fer fram í 13. skipti laugardaginn 6. september nk. Keppnisvegalengdir verða hálfmaraþon (21,1 km), 10 km, 5 km og 2,5 km. Einnig er keppt í hjólreiðum 5 km (malbik) og 12,5 km (leiðin er bæði malbik og malarvegur).
Meira
MORGUNBLAÐIÐ og Dagskrá vikunnar hafa gert með sér samkomulag um að dreifa Dagskrá vikunnar framvegis með föstudagsblaði Morgunblaðsins á landsbyggðinni og verður næsta tölublaði Dagskrár vikunnar dreift með Morgunblaðinu í dag, 29. ágúst.
Meira
ELDUR kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýli við Gyðufell í Reykjavík í gær. Lögregla rýmdi allar íbúðir í stigaganginum en enginn var í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á um þrjátíu mínútum.
Meira
AKUREYRINGAR áttu þrjá fulltrúa í hinu bráðefnilega piltalandsliði Íslendinga í handknattleik, sem nýlega vann frækilegan sigur á Evrópumeistaramótinu. Þetta voru þeir Arnór Atlason og Árni Björn Þórarinsson úr KA og Árni Þór Sigtryggsson úr Þór.
Meira
EIGANDI Suðurvarar 1 fékk aðalverðlaun umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar fyrir árið 2003. Verðlaun og viðurkenningar nefndarinnar fyrir fallegustu garðana voru afhent fyrr í vikunni.
Meira
SAMTÖK atvinnulífsins og Alþýðusambandið funda á mánudag um stöðu mála á Kárahnjúkasvæðinu að beiðni ASÍ, en eins og fram hefur komið vill ASÍ funda bæði með Samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórn um málið.
Meira
MEÐ ÞVÍ að nota tölvur í samskiptum sjúklings og læknis má ná fram sparnaði í heilbrigðisþjónustu samkvæmt erlendum rannsóknum og draga úr innlögnum sjúklinga.
Meira
GOLFSAMTÖK fatlaðra á Íslandi voru stofnuð í nóvember árið 2001. Fram að þeim tíma hafði verið starfandi nefnd á vegum Golfsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra frá 1995 sem skipulagði árlega golfmót fyrir fatlaða.
Meira
GUÐMUNDUR Magnússon, framkvæmdastjóri Lundar, sem á og rekur nýju nemendagarða framhaldsskólanna á Akureyri, telur að gagnrýni hótelhaldara í bænum á rekstur sumarhótels á nemendagörðunum sé að hluta til á misskilningi byggð.
Meira
BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur heimilað bæjarstjóra að vinna að greiningu á kostum og göllum þess að stofna eignarhaldsfélag fyrir fasteignir bæjarins í félagi við sveitarfélögin á Suðurnesjum, önnur en Reykjanesbæ.
Meira
Ríkisútvarpið, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær hafa óskað þess að losna undan ábyrgð sinni sem rekstraraðilar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en ríkið er fjórði og stærsti þátttakandinn í rekstri sveitarinnar. Bergþóra Jónsdóttir skoðaði nýja skýrslu um fjárhag og rekstur hljómsveitarinnar, þar sem fram kemur að ákvarðanir um fjárhag eru teknar af ríkinu, án þess að hinir rekstraraðilarnir þrír hafi nokkuð um þær að segja.
Meira
FULLTRÚAR R-listans í borgarráði felldu tillögu fulltrúa sjálfstæðismanna í ráðinu þess efnis að hækkun Orkuveitu Reykjavíkur á heitu vatni yrði dregin til baka. Var tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Meira
ÞJÓÐVERJAR verða að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 67 ár og draga úr bótagreiðslum til þess að bregðast við auknum byrðum sem leggjast munu á almannatryggingakerfið í kjölfar þess að hlutfall aldraðra af þjóðinni hækkar.
Meira
Í KJÖLFAR nýafstaðinnar verslunarmannahelgar tók bæjarráð Akureyrar þá ákvörðun að fjalla um og meta hvernig til tókst um framkvæmd hátíðarinnar "Ein með öllu" sem haldin var í bænum.
Meira
Í BANDARÍSKA tímaritinu Education Next er því haldið fram að íslenskir kennarar hafi ónóga menntun til þess að hafa stjórn á fjölmennum bekkjum, en Morgunblaðið skýrði frá rannsókninni í gær.
Meira
UNDANFARNA daga hefur verið unnið að því að taka eitt íbúðarhúsið við Lambanes-Reyki í Fljótum í tvennt og það var síðan flutt. Fyrsti áfangastaður hússins er Lambeyri í áður Lýtingsstaðahreppi þar sem unnið verður við breytingar á því.
Meira
ÍSLENSKIR jarðvísindamenn eru margir hverjir vantrúaðir á kenningar Gillian Foulgers og félaga, og segja þennan hóp vísindamanna eiga mikið verk fyrir höndum við að sannfæra aðra vísindamenn.
Meira
Hann er kanadískur, prófessor í verndunarlíffræði villtra dýra og garða við Háskólann í Alberta í Kanada, hefur sem slíkur starfað úti um allan heim og fléttað starf sitt saman við umhverfisvæna ferðaþjónustu. Guðrún G. Bergmann hitti dr. James Butler og fékk að vita meira um þetta áhugamál hans.
Meira
SENN líður að september en þrátt fyrir það er enn sumarlegt um að litast á Austurvelli. Gott er að tylla sér á bekkina og virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlífið.
Meira
Vopnaður kústi klifraði þessi ungi maður upp eftir húsi og teygði sig að heitu blikkþakinu í því skyni að ná þar niður bolta. Félagi mannsins beið spenntur á jörðu niðri en í hita leiks þeirra á Austurvelli hafði boltinn ratað í þessar ógöngur.
Meira
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og Landsvirkjun hafa komist að samkomulagi um að Landsvirkjun taki alfarið við rekstri markaðsskrifstofu ráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) sem þessir aðilar hafa starfrækt frá árinu 1988, nú síðast undir nafninu Fjárfestingarstofa -...
Meira
Ingunn Guðmundsdóttir er fædd árið 1957 á Selfossi og uppalin þar. Hún er með verslunarpróf úr gagnfræðaskólanum á Selfossi og próf frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Hún vann hjá Landsbankanum áður en hún tók við starfi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps í fyrra. Hún sat í bæjarstjórn á Selfossi og síðar í Árborg um tólf ára skeið. Ingunn á þrjú börn og tvö barnabörn.
Meira
Levi's-búðin opnuð í Smáralind í dag, föstudaginn 29. ágúst. Verslunin er staðsett á milli Benetton og Vila í plássi sem Sisley var áður í en Sisley hefur flutt starfsemi sína inn í Benetton.
Meira
BRESKA tryggingafélagið Lloyd's of London hét í gær "verulegum verðlaunum" fyrir upplýsingar, sem komið gætu lögreglunni á slóð þeirra, sem stálu einni kunnustu Maríumynd Leonardos da Vincis í fyrradag.
Meira
RÚM 66% kjósenda eru fylgjandi því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gefi ekki kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi í október gegn Össuri Skarphéðinssyni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun DV sem birt var í fyrradag.
Meira
NOKKRAR tafir urðu á umferð um Miklubraut síðdegis á miðvikudag vegna malbikunarframkvæmda á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Umferð í vestur var beint um Stakkahlíð og af Bústaðavegi um Snorrabraut meðan á framkvæmdunum stóð.
Meira
HERDÍS Sæmundsdóttir, framhaldsskólakennari og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, tekur við formennsku í stjórn Byggðastofnunar frá og með 1. október nk., en þá lætur Jón Sigurðsson af störfum.
Meira
GÖNGIN um Oddsskarð, á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar, lokuðust um tíma í gær þegar tveir flutningabílar með tengivagna mættust í göngunum. Göngin eru einbreið og svona stórir bílar geta ekki nýtt sér útskot í göngunum til þess að mætast.
Meira
ÞESSI sjaldséðu mótorhjól voru á bensínstöð á Egilsstöðum á dögunum. Hjólin eru með hliðarvagna og spókuðu sig tvö börn í öðrum þeirra meðan foreldrarnir tóku bensín og gerðu klárt í næsta...
Meira
NÚ er verið að plægja niður háspennurafstreng og ljósleiðara úr Fljótsdal inn að Kárahnjúkum. Verkið er langt komið og eru allir rafstrengirnir og rörið fyrir ljósleiðarann plægð niður í einu...
Meira
29. ágúst 2003
| Akureyri og nágrenni
| 420 orð
| 1 mynd
HVERNIG væri umhorfs á Akureyri ef íbúar bæjarins væru margfalt fleiri en þeir eru nú? Fólk hefur e.t.v. velt því fyrir sér, og einhvers konar svar kann að vera í augsýn.
Meira
ÍSLAND liggur ekki á heitum möttulstrók eins og jarðfræðikenningar sem teknar hafa verið trúanlegar í 30 ár segja okkur, og í raun eru kenningar um alla heita bletti á jarðskorpunni rangar, að sögn þekkts jarðfræðings.
Meira
BÚIST er við að umræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum hefjist að nýju á næstu mánuðum en ljóst að skoðanir eru skiptar í sveitarstjórnunum.
Meira
Sandgerðisdagar verða settir við upphaf dagskrár í safnarðarheimilinu klukkan 20 í kvöld. Söngsveitin Víkingar og Kirkjukórinn koma fram á dagskránni í safnaðarheimilinu auk ýmissa annarra tónlistaratriða og ljóðalesturs.
Meira
Siðgæði í hjálparstarfi Rauði kross Íslands og Reykjavíkurakademían verða með málfund um siðgæði í hjálparstarfi á morgun, laugardaginn 30. ágúst, kl. 13 í húsnæði akademíunnar í JL-húsinu að Hringbraut 121.
Meira
Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir ætla að synda Viðeyjarsund á morgun til minningar um bróður sinn, Kristján Árna, sem fyrirfór sér. Brjánn Jónasson ræddi um sund í söltum sjó og bróðurmissinn við þá.
Meira
FREYJA Haraldsdóttir er 17 ára og fæddist með sjaldgæfan og erfiðan beinasjúkdóm. Beinasjúkdómurinn kallast Osteogenesis imperfecta og er genagalli sem lýsir sér í því að beinin eru stökk og brotna auðveldlega.
Meira
FINNSKIR vísindamenn hafa komist að því að lesblinda kunni að orsakast af galla í erfðaefni og það skýri hvers vegna lesblinda sé algengari í sumum fjölskyldum en öðrum. Telja þeir að í framtíðinni verði jafnvel hægt að þróa lyf gegn lesblindu.
Meira
ÁGREININGUR Samkeppnisstofnunar og Ríkislögreglustjóra um hlutverk og verkaskiptingu stofnananna gagnvart meintu samráði olíufélaganna hefur þegar staðið í rúma tvo mánuði.
Meira
FULLYRT er í nýju fréttabréfi Sláturfélags Suðurlands að framleiðsluaukning á svína- og kjúklingakjöti hafi haft í för með sér mikla verðlækkun á svínakjöti, að svínabændur séu í miklum taprekstri og séu margir búnir að tapa öllu eigin fé.
Meira
INGA Dóra Sigfúsdóttir, félagsfræðingur og starfsmaður Rannsókna & greiningar, segir að það sé vel þekkt úr erlendum rannsóknum að það sé lítið eða ekkert samband á milli bekkjarstærða og námsárangurs.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, varði umdeilda Íraksskýrslu ríkisstjórnar sinnar frá því í september í fyrra af þrótti í gær og sagðist myndu hafa sagt af sér hefðu ásakanir reynzt réttar um að átt hefði verið við skýrsluna til að gera meira úr...
Meira
HELGI Sveinsson, kylfingur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, náði þeim glæsilega árangri að lenda í þriðja sæti á Evrópumóti fatlaðra kylfinga sem fram fór í Hjörring í Danmörku 14.-16. ágúst sl. en alls tóku um 90 kylfingar frá Evrópu þátt í mótinu.
Meira
Félag ábyrgra feðra efndi á þriðjudag til mótmælastöðu við húsnæði sýslumannsins í Hafnarfirði. Tilefnið var, að sögn forsvarsmanna félagsins, að árétta að í forsjár- og umgengismálum séu hagsmunir barnanna ávallt látnir vera í fyrirrúmi.
Meira
Sauðfjárrækt hefur átt undir högg að sækja á síðastliðnum áratugum. Ástæður þess eru margar. Breyttar neysluvenjur hafa leitt til að stöðugt dregur úr neyslu lambakjöts.
Meira
Sambíóin frumsýna í dag bandarísku gamanmyndina Bandarískt brúðkaup (American Pie - The Wedding). Leikstjóri Jesse Dylan (How High). Aðalhlutverk Jason Biggs (American Pie 1 og 2), Sean William Scott (American Pie 1 og 2, Bulletproof Monk, Old School), Eugene Levy (American Pie 1 og 2, Bringing Down The House), Alyson Hannigan (American Pie 1 og 2).
Meira
Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) ***½ Háskólabíó. 28 dögum síðar (28 Days Later) Vægðarlaus, markviss hrollvekja sem fær hárin til að rísa. Ein besta mynd ársins. (S.V.
Meira
BJÖRK ætlar að ljá sögupersónunni Önnu rödd sína í teiknimyndinni Anna og skapsveiflurnar (Anna and the Moods) og hefur Terry Jones þekkst boð um að vera sögumaður myndarinnar.
Meira
SAGAN af Jóhönnu af Örk hefur heillað hinn vestræna heim um langa hríð. Allnokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar um stormasama en stutta ævi þessarar válegu valkyrju frá Frakklandi sem brennd var á báli langt fyrir aldur fram.
Meira
STOFNUN Sigurðar Nordal og Snæfellingar gangast fyrir Eyrbyggjuþingi í Grunnskólanum í Stykkishólmi á laugardag og sunnudag. Farið verður á sögustaði í fylgd heimamanna, m.a.
Meira
Smárabíó og Regnboginn frumsýna í dag hryllingsmyndina Freddy á móti Jason (Freddy vs. Jason). Leikstjóri Ronny Yu (51st State). Aðalhlutverk Robert Englund (Nightmare on Elm Street 1-7) Ken Kirzinger, Kelly Rowland (Destiny's Child).
Meira
STOPPLEIKHÓPURINN er nú að hefja 8. leikárið en á verkefnaskránni eru þrjú íslensk leikrit og leikgerðir, ætluð miðstigi grunnskóla, unglingadeildum og leikskólum. Æfingar eru nú að hefjast á nýju íslensku leikriti hjá leikhópnum.
Meira
Sambíóin frumsýna í dag teiknimyndina Grislingur - Stórmynd (Piglet's Big Movie). Leikstjórn Francis Glebas (Fantasia 2000). Leikraddir Hjálmar Hjálmarsson, Laddi, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Óskar Völundarson, Sigurður Sigurjónsson og Guðmundur Felixson. Leikstjóri talsetningar er Jakob Þór Einarsson.
Meira
HÚN er björt og norræn yfirlitum og alls ekkert lík fyrirmyndinni, Grace Jones. Guðrún Benónýsdóttir setti sjálfa sig í hlutverk Grace eins og hún birtist okkur í frægri ljósmynd sem tískukóngurinn Jean-Paul Gaultier lét taka af söngstjörnunni.
Meira
Í GALLERÍI Álfi, sem er í Bankastræti 5, hefur undanfarið staðið yfir ljósmyndasýning félagsins Ljósálfanna. Gestum hefur gefist kostur á að bjóða í myndirnar og verður haldið uppboð á myndunum á sunnudag kl. 16.
Meira
NASA Sumardjamm með Írafári á Nasa. Fyrsta ball sveitarinnar frá því um Verlsunarmannahelgina eftir að hún snéri heim frá plötugerð í Orlando í Bandaríkjunum. MIÐGARÐUR Fyrsti dansleikur SSSól í Miðgarði í Skagafirði í heil 4 ár.
Meira
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flutti íslensk þjóðlög og kórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Nordal, Gunnar Reyni Sveinsson og Agripino V. Diestro. Miðvikudagur 27. ágúst.
Meira
BIRNA Helgadóttir píanóleikari hlaut í gær styrk úr minningarsjóði Jean-Pierre Jacquillat, sem var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1980-86.
Meira
Tónleikar í Laugardalshöll þriðjudagskvöldið 26. ágúst 2003. Fram komu bandaríska sveitin Foo Fighters, breska sveitin My Morning Jacket og íslensku sveitirnar Vínyl og Nilfisk.
Meira
ÞÝSK-ÍSLENSKA menningarfélagið í Stuttgart hefur gefið út Isländische Literatur in deutscher Übersetzung 1860-2000. Þetta er safnrit um íslenskar bókmenntir sem út hafa komið í þýskum þýðingum tímabilið 1860-2000.
Meira
UNDANFARIÐ hafa þeir Sigurður Harðarson (Siggi Pönk), Birkir Fjalar Viðarsson (úr I Adapt), Þorsteinn Kolbeinsson og fleiri íslenskir harðkjarnahausar verið afar atorkusamir við innflutning á erlendum rokksveitum.
Meira
STEINAR Berg Ísleifsson er með reyndustu mönnum sem komið hafa að útgáfumálum á Íslandi. Hann var lengstum höfuð útgáfunnar Steinar hf. en fyrir einu og hálfu ári sagði hann starfi sínu lausu hjá Norðurljósum, sem yfirtók Steinar hf. á sínum tíma.
Meira
Listasafn Íslands Sumarsýningu Listasafns Íslands lýkur á sunnudag. Sýningin er ágrip af innlendri listasögu, þar eru sýnd verk frá helstu umbrotatímum íslenskrar listasögu.
Meira
Í BORGARSKJALASAFNI og Árbæjarsafni lýkur um helgina sýningum sem settar voru upp í tilefni aldarafmælis Lárusar Sigurbjörnssonar, borgarskjalavarðar og forstöðumanns Árbæjarsafns, undir heitinu "Lárus Sigurbjörnsson - safnafaðir Reykvíkinga".
Meira
STUNDUM er sagt: Alla langar til að lifa lengi, en enginn vill verða gamall. Frægur leikari var spurður hvernig honum fyndist að eldast: "Tjaa! Ég væri bara asskoti óheiðarlegur ef ég segði ekki strax að mér þætti það hundleiðinlegt ...
Meira
EIN AF alvarlegustu fréttum síðustu viku hljóðaði eitthvað á þessa leið: Tæplega 3.000 eldislaxar sleppa úr bráðabirgðakví í höfninni í Neskaupstað.
Meira
Rafrænt vegabréf eða vísa ÞEGAR farið er til Bandaríkjanna þarf fólk að vera með rafrænt vegabréf eftir 1. okt. Venjulegt vegabréf virkar ekki nema fá vísa frá sendiráðinu.
Meira
LOFTLEIÐIR, Flugfélag Íslands og síðan Flugleiðir eru án vafa frumherjar alls sem kalla má atvinnuflug á Íslandi. Dugnaður og framsýni Flugleiðamanna er að mínu mati aðdáunarverð, vægt til orða tekið.
Meira
SKIPTA öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum stjórnendur einhverju máli? Á norrænu vinnuvistfræðiráðstefnunni NES 2003 sem haldin var nýlega voru flutt mörg áhugaverð erindi.
Meira
Eva Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjafirði við Ísafjarðardjúp 6. júlí 1919. Hún lést á Borgarspítalanum 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Hákonarson, f. 28. apríl 1890, d. 20.5. 1965, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 14.12.1892, d. 5.5.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jósefsson, f. 8.11. 1900, d. 1.11. 1982, og Þóra Guðmundsdóttir, f. 29.8. 1904, d. 1.2. 2000.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Maggi Árnason fæddist í Reykjavík 24. desember 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hulda Halldórsdóttir, f. 10. maí 1920, d. 12. febrúar 2000, og Árni Vigfússon, f. 10. júlí 1914, d.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. október 1944. Hún andaðist á heimili sínu í Kópavogi föstudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðjóns Ólafssonar frá Reykjavík, f. 19. febrúar 1906, d. 13.
MeiraKaupa minningabók
María Þorgrímsdóttir fæddist á Húsavík í S-Þingeyjarsýslu 22. júlí 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi að kveldi laugardagsins 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgrímur Maríusson sjómaður á Húsavík, f. 4. des.
MeiraKaupa minningabók
Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi. Þú varst einstakur. Okkur þykir svo vænt um þig og allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Harpa, Dögg og Skúli...
MeiraKaupa minningabók
Skúli Júlíusson fæddist í Reykjavík 4. maí 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Skúla voru hjónin Júlíus Breiðfjörð Björnsson, f. 24. apríl 1892, d. 9. nóvember 1976, og Ingibjörg Þ. Guðmundsdóttir, f. 14.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Bergmann fæddist í Keflavík 14. júní 1914. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 22. ágúst síðastliðinn. Þorsteinn var sonur hjónanna Guðlaugar Karitasar Bergsteinsdóttur, f. 10. maí 1884 d. 22.2. 1952, og Stefáns Magnússonar Bergmann, f.
MeiraKaupa minningabók
REKSTRARTAP Aco Tæknivals, ATV, á fyrri helmingi ársins nam 175 milljónum króna eftir skatta, borið saman við 74 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld drógust nokkuð saman og námu 1.564 milljónum króna, miðað við 1.
Meira
HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf. eftir skatta á fyrri árshelmingi var 156 milljónir króna samanborið við 190 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 2.163 milljónum á tímabilinu sem er 1% minnkun frá fyrra ári.
Meira
AFKOMA tryggingafélaganna af ökutækjatryggingum hefur batnað og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur iðgjöld bifreiðatrygginga óeðlilega há.
Meira
TAP varð af rekstri Norðurljósa samskiptafélags hf. og dótturfélaga á fyrri hluta ársins sem nam 398 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra varð hagnaður af rekstrinum sem nam ríflega 145 milljónum.
Meira
HLUTABRÉF Fjárfestingarfélagsins Straums hækkuðu um 6% í gær í rúmlega 113 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands. Mest viðskipti voru með bréf Eimskipafélags Íslands eða fyrir 447 milljónir króna og hækkuðu þau um 3,8%.
Meira
TAP Heklu hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 8 milljónum króna eftir skatta. Á sama tímabili á síðasta árið var tapið 74 milljónir. Tap félagsins fyrir skatta var á þessu ári 30 milljónir en um 96 milljónir í fyrra.
Meira
75 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 29. ágúst, er 75 ára Sigurjón Friðriksson, bóndi, Ytri-Hlíð í Vopnafirði. Eiginkona hans er Guðrún Björg Emilsdóttir . Þau verða að heiman með fjölskyldunni á...
Meira
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Kaffi og spjall. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf...
Meira
Á að dúkka eða drepa? Það vandamál þekkja spilarar vel í ýmsum blæbrigðum, en hin almenna regla er sú að óhætt sé að dúkka þegar sagnhafi er að sækja líflitinn sinn, því hann mun væntanlega spila litnum áfram.
Meira
Stjórnmálaáhugafólki verður um þessar mundir mjög að yrkisefni sú yfirlýsing sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur látið frá sér fara um framtíð sína innan Samfylkingarinnar. Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar á Deigluna.
Meira
MÁNUDAGINN 1. september verður byrjað að skrá á hjónanámskeið haustsins í Hafnarfjarðarkirkju Undanfarna sjö vetur hafa um 6.000 manns tekið þátt í þessum hjónanámskeiðum á vegum kirkjunnar.
Meira
Það er ómetanlegt að sjá skondnu hliðarnar á hlutunum. Þá skiptir engu máli þótt maður sé einn í sínum furðulega heimi, hlæjandi að því sem engum öðrum finnst fyndið.
Meira
Í dag er föstudagur 29. ágúst, 241. dagur ársins 2003. Höfuðdagur. Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni.
Meira
Sólbráðin sezt upp á jakann, sezt inn í fangið á hjarni. Kinn sína leggur við klakann, kát eins og augu í barni. Seytlan úr sporunum sprettir, spriklar sem glaðasta skrýtla. Gutlandi, litlir og léttir, lækirnir niðr eftir...
Meira
VÍKVERJI hafði orð á því á dögunum að hann hefði fengið slæma þjónustu á Subway-skyndibitastöðunum, m.a. að áleggið á bátana væri ekki jafn vel útilátið á öllum stöðunum og að hann fengi ekki alltaf kvittun fyrir viðskiptunum.
Meira
RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, valdi í gær 22 manna leikmannahóp sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli 6. september og Skotum 10. september í undankeppni EM .
Meira
* ELDAR Hadzimehmedovic , 18 ára piltur, skoraði öll sex mörk Lyn sem sigraði NSÍ Runavík frá Færeyjum , 6:0, í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í gærkvöld.
Meira
* HANNES Haubitz, þjálfari Kärnten , sagði við Morgunblaðið að sínir menn hefðu svo sannarlega haft heppnina með sér í Grindavík . "Grindavíkurliðið reyndist okkur mjög erfiður mótherji og það mátti engu muna að það stæði í okkar sporum.
Meira
ÞAÐ var heldur haustlegt í Laugardalnum í gærkvöldi þegar Fylkir tók á móti sænska liðinu AIK Solna í síðari leik liðanna í forkeppni UEFA-bikarsins. Eftir fína frammistöðu í fyrri leiknum í Svíþjóð, þar sem heimamenn unnu 1:0, voru menn vongóðir um að Fylkir næði hagstæðum úrslitum og kæmist áfram í keppninni. Það varð ekki, niðurstaðan markalaust jafntefli og Svíarnir áfram.
Meira
INDRIÐI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er búinn að semja við belgíska knattspyrnufélagið Genk til þriggja ára. Ekki liggur samt enn fyrir hvort hann verður leikmaður með félaginu því Genk og Lilleström hafa ekki náð samkomulagi sín á milli.
Meira
KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Forkeppni, síðari leikir: Fylkir - AIK 0:0 Laugardalsvöllur; Aðstæður : Gola, rigning og bleyta en völlur ágætur að öðru leyti. Skot: 8 (2) - 11 (7). Horn: 8 - 7. Gul spjöld : Hrafnkell Helgason, Fylki (19.), brot, Ólafur I.
Meira
Í gær var dregið í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en riðlakeppnin hefst 16. september. Það eru alls 32 lið sem taka þátt í riðlakeppninni og þeim er skipt niður í 8 riðla. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í 16 liða úrslitin.
Meira
MAREL Baldvinsson skoraði fyrsta mark Lokeren þegar belgíska liðið sigraði Dinamo Tirana frá Albaníu, 3:1, í síðari leik liðanna í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í gærkvöld.
Meira
AÐALSTEINN Víglundsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með baráttu sinna manna en óánægður með sóknarleik þeirra. Skortur á hugmyndaflugi, slakar sendingar, of mikil varkárni Fylkismanna og góður varnarleikur AIK gerði það að verkum að Fylkir skapaði sér fá marktækifæri, að mati Aðalsteins.
Meira
LEIKMENN Grindvíkinga og þeir sem að liðinu standa eiga svo sannarlega um sárt að binda eftir viðureignina við austurríska liðið Kärnten í Grindavík í gærkvöld. Grindvíkingar voru komnir með annan fótinn og rúmlega það í 1. umferð UEFA-keppninnar.
Meira
TBR vann í gær tvo góða sigra í Evrópukeppni félagsliða í badminton í Uppsala í Svíþjóð. TBR, sem tapaði 4:3 fyrir Basel frá Sviss í fyrsta leiknum, sigraði fyrst hollenska liðið Duinwijk, 4:3, og vann síðan stórsigur á Ego Sports Club frá Tyrklandi,...
Meira
KRISTER Nordin, fyrirliði AIK, taldi að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit og honum fannst Ólafur Ingi Skúlason bestur í liði Fylkis. "Við börðumst vel hver fyrir annan og það skilaði okkur þessum góðu úrslitum í kvöld.
Meira
"ÞAÐ er geysilega erfitt að kyngja þessum úrslitum og maður er gráti næst. Það má segja að reynsluleysi hafi orðið okkur að falli. Strákarnir gerðust allt of gráðugir á lokakaflanum. Þeim fannst greinilega svo gaman að þeir gleymdu sér.
Meira
Hreindýralundir, um 200-300 g á mann. Salt og pipar. Penslið með olíu og grillið eða steikið á pönnu í 3 til 4 mínútur á hvorri hlið. Bláberjasósa: Smátt skorinn laukur, ólívuolía og bolli af bláberjum léttsteikið síðan og hellið rjóma yfir.
Meira
Íslensku systurnar Sigríður Björnsdóttir veitingamaður og Edda Lyberth matlistarmaður reka veitingastaðinn Napparsivik í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Ómar Óskarsson kom við hjá þeim systrum þegar hann var á skákhátíð í bænum fyrr í sumar.
Meira
UNDIRBÚNINGUR fyrir komandi síldarvertíðar er í fullum gangi þessa dagana, þannig að allt verði klárt þegar skipin halda til veiða í byrjun september. Hjá Skinney-Þinganesi hf.
Meira
ÍSLENDINGAR eiga talsvert eftir af úthafsveiðiheimildum sínum á árinu. Aðeins er búið að veiða um fjórðung af leyfilegum rækjukvóta á Flæmingjagrunni og enn standa eftir rúm 10 þúsund tonn af úthafskarfakvótanum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.