Greinar miðvikudaginn 3. september 2003

Forsíða

3. september 2003 | Forsíða | 230 orð

Aukin útbreiðsla ýsu og skötusels

HRAFNKELL Eiríksson, sviðsstjóri á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar, segir vísbendingar vera um að hlýnandi sjór hafi áhrif á útbreiðslu vissra tegunda við Ísland. "Það er margt í lífríkinu sem er ókunnuglegt. Meira
3. september 2003 | Forsíða | 118 orð | 1 mynd

Flutningsgeta margfaldast

Sæsímastrengurinn FARICE-1 var tekinn í land á Vestdalseyri við Seyðisfjörð í gær. Með tilkomu ljósleiðarans mun gagnaflutningsgeta fjarskiptakerfa milli Íslands og meginlands Evrópu margfaldast. Strengurinn verður tekinn í notkun í janúar á næsta ári. Meira
3. september 2003 | Forsíða | 78 orð

Leggja nýja ályktun fyrir SÞ

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur samþykkt tillögu um nýja ályktun sem hann mun leggja fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem gert er ráð fyrir að umsvif stofnunarinnar í Írak verði aukin. Meira
3. september 2003 | Forsíða | 170 orð | 1 mynd

Saka sjíta um þjóðernishreinsanir

ANDLEGIR leiðtogar úr hópi súnnímúslíma í Írak saka suma sjíta um að hafa hafið þjóðernishreinsanir gegn súnnítum í tveimur heilögum borgum. Meira
3. september 2003 | Forsíða | 97 orð

Smástirni stefnir á jörðina

RISASTÓRT smástirni stefnir á jörðina og gæti lent á henni 21. mars árið 2014, samkvæmt útreikningum bandarískra stjarnfræðinga. Hins vegar eru líkurnar á árekstri aðeins einn á móti 909.000 svo ekki er ástæða til að hræðast strax. Meira
3. september 2003 | Forsíða | 290 orð | 1 mynd

Yfirborðshiti sjávar heldur áfram að hækka

YFIRBORÐSHITI sjávar við Ísland var um 2-3 gráðum hærri í ágúst en að meðaltali í sama mánuði síðustu þrjátíu ár á undan. Þetta er niðurstaða mælinga Hafrannsóknastofnunar á sjávarhita sem fram fóru í ágúst. Meira

Baksíða

3. september 2003 | Baksíða | 95 orð

Baráttusönginn vantar

SEBASTIAN Peters er ungur Þjóðverji sem furðar sig á daufri stemmningu íslenskra áhorfenda á fótboltaleikjum. Meira
3. september 2003 | Baksíða | 125 orð | 1 mynd

Dagur Kári og Tómas tilnefndir

DAGUR Kári Pétursson og Tómas Lemarquis hafa verið tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir árið 2003. Dagur Kári er tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Nói albínói og Tómas sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir sömu mynd. Meira
3. september 2003 | Baksíða | 198 orð | 1 mynd

Húsnæði ekki hækkað jafnmikið í þrjú ár

FARA þarf rúmlega þrjú ár aftur í tímann til þess að finna dæmi um jafnmiklar hækkanir á húsnæðislið vísitölu neysluverðs og orðið hafa í sumar. Meira
3. september 2003 | Baksíða | 158 orð

Íslandsbanki kaupir fyrir 1,5 milljarða í Straumi

ÍSLANDSBANKI jók hlut sinn í Fjárfestingarfélaginu Straumi um 7,7% í gær. Meðal seljenda voru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Efling stéttarfélag auk smærri fjárfesta, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
3. september 2003 | Baksíða | 183 orð

Íþróttahús byggt við MH eftir 37 ára bið

SIGURBORG Matthíasdóttir, konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð, segist vera mjög ánægð með að loksins skuli Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið hafa komist að samkomulagi um byggingu íþróttahúss við skólann. Stefnt hafi verið að því frá árinu 1966. Meira
3. september 2003 | Baksíða | 130 orð | 1 mynd

Lægðir læðast að landinu

FYRSTA haustlægðin nálgast suðvestur af landinu og munu henni fylgja hressilegir haustvindar í kvöld. Veðurstofan spáir allt að 18 metrum á sekúndu - hvassast vestanlands. Meira

Fréttir

3. september 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

122 herbergi voru tilbúin 1. september

EINN eftirlitsmanna Landsvirkjunar með framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun, Páll Ólafsson, segir að þau 122 herbergi sem Impregilo hafi ætlað sér að hafa tilbúin í vinnubúðunum 1. september sl. Meira
3. september 2003 | Landsbyggðin | 66 orð | 1 mynd

836 nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands

FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands var settur nýlega og nemendur fengu afhentar stundaskrár. Nemendaráð tók vel á móti nýnemum með því að gefa þeim vöfflur. Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 115 orð | 1 mynd

Akureyrskir golfmeistarar

ÞESSI föngulegi hópur kylfinga úr Golfklúbbi Akureyrar kom saman í golfskálanum að Jaðri í vikunni til að halda upp á góðan árangur í sumar, en GA eignaðist tvenna Íslandsmeistara í sveitakeppni á dögunum auk þess sem tvær stúlknanna urðu einnig... Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 185 orð

Allt bendir til sjálfsvígs

ALLT sem komið hefur fram um dauða breska vopnasérfræðingsins Davids Kellys bendir til þess að hann hafi fyrirfarið sér, að sögn sérfræðings sem kom fyrir rannsóknarnefnd Brians Huttons lávarðar í gær. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 144 orð

Áætlaður kostnaður 107 milljarðar

ÁÆTLAÐ er að Kárahnjúkavirkjun kosti tæplega 107 milljarða króna með virðisaukaskatti, 85,5 milljarða króna án virðisaukaskatts, að því er fram kemur á vefsíðu virkjunarinnar. Við þessa upphæð munu bætast 11 milljarðar vegna flutningsvirkja, þ.e. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 375 orð

Barnamagnýl fjórfalt dýrara en hefðbundið Magnýl

VERÐ á svokölluðu barnamagnýli er margfalt hærra á hvert milligramm en verð á hefbundnu Magnýli. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Bashir hlaut fjögur ár

INDÓNESÍSKUR dómstóll dæmdi í gær múslímaklerkinn Abu Bakar Bashir í fjögurra ára fangelsi fyrir landráð og brot á innflytjendalöggjöf. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Björn Ásbjörnsson sigurvegari í vélflugi

ÁRLEGUR flugdagur var haldinn á Selfossflugvelli sl. laugardag og um leið fór fram Íslandsmót í vélflugi. Keppendur voru tíu og var Björn Ásbjörnsson flugkennari Íslandsmeistari. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 355 orð

Bætur verði greiddar í samræmi við úrskurð

FORSTJÓRI Íslenskra aðalverktaka, Stefán Friðfinnsson, segist engan áhuga hafa á að krefja Vegagerðina skaðabóta þó að kærunefnd útboðsmála telji þá ákvörðun vera skaðabótaskylda og ólögmæta að hafa hafnað öllum tilboðum í gerð Héðinsfjarðarganga í vor. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 225 orð

Bölsýni heilsuspillandi?

BANDARÍSKIR vísindamenn við Wisconsin-Madison-háskóla hafa komist að því að fólk sem hneigist mjög til neikvæðra hugsana er viðkvæmara fyrir sjúkdómum en annað fólk, að sögn BBC . Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 687 orð | 1 mynd

Deilt um rétt ákærða til nauðvarnar

DJÖRF orðanotkun sakflytjenda setti svip sinn á réttarhöld í gær yfir varnarliðsmanninum sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti í byrjun júní. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Donald Davidson látinn

BANDARÍSKI heimspekingurinn Donald Davidson lést af hjartaslagi sl. laugardag. Hann var 86 ára. Davidson, sem nýlega var hér á landi og hélt þá m.a. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Eftirmaður Aznars kjörinn

SPÆNSKI Þjóðarflokkurinn hefur samþykkt val Jose Maria Aznars forsætisráðherra á eftirmanni sínum sem flokksleiðtoga. Meira
3. september 2003 | Miðopna | 288 orð | 3 myndir

FARICE-1 tekinn í land við Seyðisfjörð

Í GÆR var FARICE-1 sæsímastrengurinn tekinn í land á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, úr ítalska kapalskipinu Pertinacia. Með tilkomu ljósleiðarans mun gagnaflutningsgeta fjarskiptakerfa milli Íslands og meginlands Evrópu margfaldast. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð

Flosi er enn í haldi

FLOSA Arnórssyni, stýrimanninum sem setið hefur í fangelsi í nágrenni Abu Dhabi, höfuðborgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna, frá 12. ágúst sl. var ekki sleppt úr fangelsinu í gær. Systir hans Jóna S. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð

Framsókn með opinn stjórnmálafund

OPINN stjórnmálafundur með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum á morgun, fimmtudag, klukkan 14. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 182 orð

Frestun setningar Klébergsskóla ótrúleg

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir ótrúlegt að fresta þurfi setningu Klébergsskóla fjórða árið í röð vegna framkvæmda við skólann. Meira
3. september 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 260 orð | 1 mynd

Grunnskólum veitt umhverfisverðlaun

SEX reykvískir gunnskólar fengu umgengnisverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur, sem voru afhent í síðustu viku, en þau eru hluti átaks til bættrar umgengni í grunnskólum Reykjavíkur. Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Grýtubakkahreppur með heimasíðu

GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur opnað heimasíðu á vefslóðinni www.grenivik.is og hefur síðan að geyma ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið, nefndir þess og störf. Allar fundargerðir sveitarstjórnar og nefnda verða nú aðgengilegar íbúum í gegnum netið. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 501 orð | 2 myndir

Gætu varpað ljósi á hugsanlegan skyldleika

Umfangsmiklar rannsóknir á ferðum ínúíta um Norður-Ameríku og afdrifum norrænna manna á Grænlandi á miðöldum og hugsanlegum skyldleika og blöndun þessara hópa, gætu opnað nýja möguleika á túlkun á norrænni byggð á Grænlandi. Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 401 orð

Hagnaður Sjafnar 72 milljónir fyrstu sex mánuði ársins

REKSTUR Sjafnar hf. á Akureyri gekk vel á fyrri hluta þessa árs og skilaði þá 72 milljóna króna hagnaði, skv. fréttatilkynningu frá félaginu. Fyrir skatta var hagnaðurinn 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins 30. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Hannes meistari í fimmta sinn

HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari tryggði sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi er hann lagði Róbert Harðarson í tíundu og næstsíðustu umferðinni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Hart deilt á setulið við útför sjítaklerks

ÁHRIFAMIKILL sjíti í framkvæmdaráði Íraks, bráðabirgðaríkisstjórn landsins sem starfar undir verndarvæng bandarísku hernámsstjórnarinnar, hafði uppi stór orð gegn hernáminu í líkræðu við útför bróður síns, sjítaklerksins Baqir al-Hakim sem lét lífið í... Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Hasso-bílaleiga á Akureyri

TEKIN er til starfa bílaleiga á Akureyri undir nafninu Hasso-Akureyri ehf. Þetta er fimmta bílaleigan sem stofnuð er á Íslandi undir nafni Hasso. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð

Hátíðardagskrá vegna japönskukennslu Háskóli Íslands stendur...

Hátíðardagskrá vegna japönskukennslu Háskóli Íslands stendur fyrir hátíðardagskrá á morgun, fimmtudag 4. september kl. 16, í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Tilefnið er að í fyrsta sinn er að hefjast kennsla í austurlensku máli við háskólann. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hópferð á flugsýningu í Bretlandi

FLUGMÁLAFÉLAG Íslands efnir um næstu helgi til hópferðar á 100 ára afmælisflugsýningu í Bretlandi. Verður hún haldin á flugminjasafni í Duxford, rétt utan við London. Flogið verður með Iceland Express frá Keflavík síðdegis næstkomandi fimmtudag, 4. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 61 orð

Jarðskjálfti í Kína

ÖFLUGUR jarðskjálfti upp á 5,9 stig á Richter-kvarðanum skók Xinjiang-hérað í norðvesturhluta Kína í gærmorgun. Upptök skjálftans voru um 25 km frá landamærunum að Tadjikistan, að sögn opinberu Xinhua -fréttastofunnar í Kína. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Jón Arnór til Dallas

JÓN Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með Dallas Mavericks í bandarísku atvinnumannadeildinni í körfuknattleik, NBA, að því er AP -fréttastofan greindi frá. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Kerry tilkynnir framboð

JOHN Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, tilkynnti í gær formlega að hann sæktist eftir því að verða útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Meira
3. september 2003 | Landsbyggðin | 69 orð | 1 mynd

Kísilvegur endurbyggður

Á KÍSILVEGI við Geitafell er að ljúka endurbyggingu vegarins á 3,2 km kafla. Verktaki er Alverk í Aðaldal, sem er fyrirtæki Gunnars Jónssonar í Klömbur. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Laxar á silungapúpur

ALLS voru komnir 220 laxar á land úr Flekkudalsá í Dölum á hádegi mánudags og var þá holl að ljúka veiðum með fjórtán laxa, m.a. nokkra nýrunna. Þetta var allt fallegur smálax og fáir boltar hafa veiðst í ánni í sumar. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Leggja áherslu á góð samskipti við Ísland

"ÞAÐ er greinilegt að Slóvenar leggja mikla áherslu á að eiga við okkur góð samskipti sem við kunnum vel að meta," sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er staddur í Slóveníu, í opinberri heimsókn í... Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Líbýumenn bjóða Frökkum bætur

FJÖLSKYLDUR þeirra sem létu lífið þegar frönsk farþegaþota var sprengd yfir Afríku 1989 munu fá meiri fjárhagsstuðning en áður hafði verið heitið frá mannúðarstofnun í Líbýu en stjórnvöld í landinu neita sem fyrr að gangast við að hafa staðið á bak við... Meira
3. september 2003 | Suðurnes | 377 orð | 1 mynd

Ljósanótt hefst með þungum hnefahöggum

DAGSKRÁ fjölskyldu- og menningarhátíðarinnar ljósanætur í Reykjanesbæ, verður formlega sett annað kvöld við upphaf hnefaleikakeppni sem fram fer í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Lofteldur yfir Las Vegas

MIKIÐ þrumuveður með gífurlegu úrfelli gekk yfir Las Vegas í Bandaríkjunum í gær og logaði þá allur himinninn í eldingum. Meira
3. september 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 133 orð | 1 mynd

Lyftu undir afturendann með gröfunni

BETUR fór en á horfðist þegar bakkinn gaf sig undir afturhjólunum á þessum vörubíl, þar sem hann var að sturta af pallinum niður í gryfjuna á Aðalstræti 16 um síðustu helgi. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Lýsa yfir allsherjarstríði gegn Hamas

STJÓRNVÖLD í Ísrael hafa lýst yfir allsherjarstríði gegn Hamas, herskárri hreyfingu Palestínumanna, og hótað að reka Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í útlegð fyrir lok ársins. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg 31. ágúst um kl. 19:30. Þar var rauðri Toyota fólksbifreið ekið á ljósastaur og er ökumaður á grænni skutbifreið talinn eiga þátt í óhappinu. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Mistur yfir Austfjörðum

RYKMISTUR ofan af hálendinu norðan Vatnajökuls lagðist yfir stóran hluta Austfjarða í suðvestlægri átt síðdegis í gær. Á skömmum tíma dró fyrir sólu en birti aftur til er líða tók að kvöldi. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Myndverkið Faxi atað í málningu

SAUÐÁRKRÓKSBÚUM brá nokkuð sl. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð

Nýliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi Kynningarfundur...

Nýliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi Kynningarfundur verður fyrir þá sem vilja spreyta sig í nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta Kópavogi í kvöld, 3. september, kl. 20.30, í hjálparsveitarskemmunni, Bryggjuvör 2 í Kópavogi. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra

EIRÍKUR Hjálmarsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í Reykjavík. Eiríkur er fæddur 1964 og hefur lengst af starfað við blaðamennsku og fjölmiðlun, síðast dagskrárgerðarmaður og fréttamaður hjá Norðurljósum. Meira
3. september 2003 | Suðurnes | 502 orð | 1 mynd

Næg verkefni eru enn framundan hjá stórhuga systrum

"ÉG ætlaði nú að fara að slaka á en þvert á móti sýnist mér nú næg verkefni vera framundan," sagði Ingibjörg Sólmundardóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún og systir hennar, Sigurborg, festu nýlega kaup á elstu keramiksmiðju á landinu og... Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 176 orð

Óviðunandi að svona sé staðið að málum

"ÞAÐ kemur mér mjög á óvart að þessi dráttur hafi orðið og ég harma það mjög," segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur um það að setning Klébergsskóla á Kjalarnesi dróst um eina viku en þetta er fjórða árið í röð sem kennsla... Meira
3. september 2003 | Suðurnes | 178 orð

"Hvatning til frekari dáða"

"ÉG lít á þetta sem mikla viðurkenningu á því sem við höfum verið að berjast fyrir og hvatningu til frekari dáða," segir Tómas J. Meira
3. september 2003 | Landsbyggðin | 99 orð | 1 mynd

Rafmagnsstaurarnir kveðja einn af öðrum

Í SUMAR hafa starfsmenn RARIK unnið að því að leggja rafmagnskapal í jörð í nágrenni Grundarfjarðar. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ráðuneyti telur sig ekki hafa brotið lög

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur sig ekki hafa brotið lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að því er varðar tímabundnar ráðstafanir í embætti ráðuneytisstjóra. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

RUNÓLFUR HALLFREÐSSON

RUNÓLFUR Óttar Hallfreðsson, skipstjóri og útgerðarmaður, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 30. ágúst síðastliðinn, 72ja ára að aldri. Foreldrar Runólfs voru Sigurjóna Magnúsdóttir og Hallfreður Guðmundsson, hafnsögumaður á Akranesi. Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 214 orð

Samstarfssamningar við háskóla í Alaska

ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri undirritaði samsstarfssamninga við tvo háskóla í Alaska í opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar þangað á dögunum. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð

Seðlabankinn kallar inn aura

EFTIR 1. október nk. verða aurar ekki lengur lögmætur gjaldmiðill hér á landi og frá og með þeim tíma eiga heildarfjárhæðir sérhverrar kröfu eða reiknings að vera greindar og greiddar með heilli krónu. Seðlabanki Íslands hefur nú innkallað aura, þ.e. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 257 orð | 2 myndir

Senda á kornþreskivél til baka með Norrönu

NOTUÐ kornþreskivél, sem Bújöfur-Búvélar hf. flutti inn með ferjunni Norrönu fyrir fimm kornbændur í Vopnafirði, verður að sögn yfirdýralæknis snúið við sömu leið þar sem tilskilin leyfi voru ekki fyrir innflutningnum og vélin illa hreinsuð. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRN SIGTRYGGSSON

SIGURBJÖRN Sigtryggsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Landsbanka Íslands, lést laugardaginn 30. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Sigurbjörn Sigtryggsson fæddist á Svarfhóli í Laxárdal í Dalasýslu 17. Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Sjafnar-samstæðan

Eftirfarandi fyrirtæki eru nú í samstæðu Sjafnar hf: *Hans Petersen hf. - nær 99,9% eignarhlutur. *Mjöll hf. - 65% eignarhlutur. *Mjöll hf. á 50% hlut í Mjöll Frigg hf. og 33,3% hlut í P/F Kemilux Industri í Færeyjum. *Nýja kaffibrennslan ehf. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Skipulagsfulltrúi í uppsveitir Árnessýslu

GENGIÐ hefur verið frá ráðningu Arinbjörns Vilhjálmssonar í starf skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og hóf hann störf hinn 1. september sl. Arinbjörn mun hafa yfirumsjón með framgangi skipulagsmála og samræma þau við aðalskipulag sveitarfélaganna. Meira
3. september 2003 | Landsbyggðin | 45 orð | 1 mynd

Skrautsýning á himni

NOKKRIR Mýrdælingar sem gistu um helgina í fjallaskála inn við Botnlangalón, sem er lón með afrennsli í Tungnaá, fengu að sjá hvernig náttúran getur komið á óvart með öllum sínum fyrirbrigðum. Meira
3. september 2003 | Landsbyggðin | 162 orð | 1 mynd

Sólveigu á Grund haldið kveðjuhóf

SÍÐASTLIÐINN sunnudag var Sólveigu Ólafsdóttur, fyrrverandi kaupmanni á Grund á Flúðum, haldið kveðjusamsæti í Félagsheimili Hrunamanna. Sólveig kom að Flúðum ásamt eiginmanni sínum, Sigurgeiri Sigmundssyni, árið 1963. Þar voru þá aðeins fáein hús. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 755 orð | 1 mynd

Spratt upp af brýnni nauðsyn

Kristín Jónsdóttir er fædd 15. janúar 1961 í Reykjavík. Hún lauk M.Ed. námi frá Washington háskóla í Seattle og B.Ed. námi frá KHÍ 1985. Hún hefur verið endurmenntunarstjóri HÍ frá 1998. Áður var Kristín starfsmannastjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fræðslustjóri Íslandsbanka og Eimskipafélags Íslands og námsefnishöfundur hjá Boeing í Bandaríkjunum og síðar í Bretlandi, samdi þá námsefni fyrir flugmenn viðskiptavina. Kristín á einn son, Halldór Arnþórsson, sem er 12 ára. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 184 orð

Stefna að því að tvöfalda útflutninginn

FYRSTU sendingu af fersku lambakjöti frá Norðlenska á Bandaríkjamarkað á þessu hausti verður dreift í Whole Foods-verslunum í Baltimore í vikunni. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Stefnir í mikla aðsókn að "NORDIA 03"

NORRÆNA frímerkjasýningin "NORDIA 03", sem haldin verður á Kjarvalsstöðum dagana 16.-19. október stefnir þegar í að verða ein af best sóttu frímerkjasýningum, sem hér hafa verið haldnar. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð

Stofnfundur félags guðfræðinga verður haldinn þriðjudaginn...

Stofnfundur félags guðfræðinga verður haldinn þriðjudaginn 9. september klukkan 20 í kapellu Háskóla Íslands . Um fundinn sér undirbúningsnefnd. Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands er byrjuð aftur eftir sumarfrí og eru allir velkomnir að vera með. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Sumarhitinn slær öll met í Reykjavík

MEÐALHITI aðalsumarmánuðina í Reykjavík hefur aldrei verið jafnhár og í ár frá því að mælingar hófust. Var hann 12,1°C en fyrra met mánuðina júní til ágúst er frá árinu 1880 þegar meðalhiti var 11,7°C. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Tæplega 3% atvinnuleysi

ATVINNULEYSI minnkaði í ágústmánuði og voru 4.634 skráðir atvinnulausir um síðustu mánaðamót, en voru 4.975 fyrir einum mánuði. Þetta þýðir að atvinnuleysi á öllu landinu er tæplega 3%. Í ágúst í fyrra var atvinnuleysið 2,2%. Meira
3. september 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 414 orð | 1 mynd

Um 90% barna fara ánægð á leikskólann

TÆPLEGA níu af hverjum tíu forráðamönnum leikskólabarna í Hafnarfirði telja að barnið sitt fari alltaf eða oftast ánægt á leikskólann, að því er fram kemur í nýútkomnum niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fram í öllum leikskólum í Hafnarfirði í maí... Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 54 orð

Úthlutun hefst hjá Mæðrastyrksnefnd

Í DAG, miðvikudag, hefst úthlutun á matvælum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að Sólvallagötu 48. Opið er frá 14 - 17 og verður svo alla miðvikudaga í vetur. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 968 orð | 2 myndir

Vilja að fleiri ríki axli kostnaðinn

TILRAUNIR sem ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur gert til að fá önnur ríki til að heita umtalsverðu fé til uppbyggingar í Írak virðast ganga illa, að sögn bandaríska dagblaðsins The Washington Post. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Vilja leyfa öðrum að njóta uppbyggjandi efnis

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin 3ABN hefur verið í loftinu á Íslandi síðan í nóvember. Hjónin Unnur Halldórsdóttir og Kristján Friðbergsson hafa haft veg og vanda af því að færa landsmönnum þessa stöð og er það þeirra von að hún nái útbreiðslu um allt land. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð

Virk þátttaka í alþjóðasamtökum mikilvæg

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir að við nýjar aðstæður í alþjóðamálum verði mikilvægustu úrlausnarefni ríkja eins og Íslands ekki leyst með innlendum ráðstöfunum heldur með samstarfi ríkja. Meira
3. september 2003 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Yfirgnæfandi stuðningur við ESB-aðild í Eistlandi

ÞEGAR innan við tvær vikur eru til stefnu fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Eistlands virðist stuðningur öruggs meirihluta Eista tryggður við inngönguna. Meira
3. september 2003 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Yfir milljarður í nýbyggingar næstu fimm árin

MENNTAMÁLARÁÐHERRA og borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu í gær á sal Menntaskólans í Reykjavík samkomulag um að veita 1.250 milljónir króna á næstu fimm árum til stækkunar á framhaldsskólum sem fyrir eru í borginni. Meira
3. september 2003 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Öll ljóðin eftir móður sem missti ungan son úr krabbameini

KOMINN er út geisladiskurinn Í faðmi mínum með lögum íslenskra lagahöfunda við texta Önnu Soffíu Halldórsdóttur á Húsavík. Meira

Ritstjórnargreinar

3. september 2003 | Leiðarar | 454 orð

Alvara útboða

Niðurstaða kærunefndar útboðsmála þess efnis að ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna öllum útboðum í Héðinsfjarðargöng hefði verið ólögmæt var fyrirsjáanleg. Meira
3. september 2003 | Staksteinar | 303 orð

- Kastljósið á konur í Svíþjóð

Arna Hauksdóttir segir, á tíkinni.is, baráttu já og nei fylkinga í Svíþjóð, þar sem kjósa á um upptöku evrunnar 14. september, harða og flokksfélaga skiptast harkalega á skoðunum í fjölmiðlum. Meira
3. september 2003 | Leiðarar | 423 orð

Strjálbýli og mengun

Það kemur líklega engum sem heimsótt hefur höfuðborgir nágrannalanda okkar á óvart að Reykjavík skuli vera strjálbýlasta höfuðborg Norðurlanda, eins og fram kom í blaðinu sl. sunnudag. Meira

Menning

3. september 2003 | Menningarlíf | 57 orð

Borgaraleg verk í Galleríi Dverg

PÉTUR Már Gunnarsson myndlistarmaður opnar sýningu sína Bréfasprengjur kl. 17 í dag, fimmtudag, í Galleríi Dvergi við Grundarstíg 21. Til sýnis og sölu verða heimagerð, borgaraleg vopn og ástarbréf, einskonar tilbrigði við Guernicu Picassos. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 426 orð

Brauðstrit og boltaást

Leikstjórn og handrit Mark Herman, byggt á skáldsögu Jonathans Tulloch The Season Ticket. Kvikmyndatökustjórn Andy Collins. Tónlist Ian Broudie, Michael Gibbs og Michael Nyman. Aðalhlutverk Chris Beattie, Greg McLane, Charlie Hardwick, Tim Healy. Bretland 2000. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 319 orð | 2 myndir

Brúðkaupsterta og breskt bíó

ÚRVALIÐ var aldeilis til fyrirmyndar um helgina síðustu en þá hófust sýningar á hvorki fleiri né færri en 12 kvikmyndum. Skýringin er reyndar sú að þá hófust Breskir bíódagar, sýning á 9 nýjum og nýlegum breskum bíómyndum sem stendur til 14. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 441 orð | 2 myndir

Drulla, suddi, rokk!

EIN af athyglisverðustu rokkplötum síðasta árs var fyrsta plata bresku rokksveitarinnar The Eighties Matchbox B-Line Disaster. Innihaldið suddarokk hið mesta og eyrun sperrast þegar áhrifavaldarnir láta kræla á sér, sem eru ekki hinir augljósustu. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 437 orð | 2 myndir

Fólk í fréttum

ROKKAFARNIR í Rolling Stones sinna umhverfisvernd í verki í tengslum við tónleikahald sitt sem nú stendur yfir í Bretlandi með því að gróðursetja þúsundir trjáa til að vega upp á móti koltvíildi sem tónleikagestir gefa frá sér. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 630 orð | 1 mynd

Glitrar betur

Tindersticks eru komnir aftur heim eftir óþægilega útúrdúra. Arnar Eggert Thoroddsen fagnar. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 186 orð | 1 mynd

Grimm aftur á svið

LEIKFÉLAG Kópavogs heldur á leiklistarhátíðina Aidas í Litháen í lok september með sýninguna Grimmsævintýri. Af tilefninu býður leikfélagið gestum að sjá fjórar sýningar í Félagsheimili Kópavogs á næstunni. Sú fyrsta annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 362 orð | 1 mynd

Gripið í hálmstrá

Leikstjórn: Gilles MacKinnon. Handrit: Alison Hume. Aðalhlutverk: Harry Eden, Molly Parker, David Wenham, Keira Knightley. Lengd: 96 mín. Bretland, 2002. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 956 orð | 4 myndir

Hefðbundin verkefni, nýstárleg og allt þar á milli

STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að hefjast og kennir þar ýmissa grasa. "Töluverðrar eftirvæntingar gætir í hvert sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýtt starfsár og nú er engin breyting þar á. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 1456 orð | 2 myndir

Heitt og kalt

Í NIÐURLAGI síðasta Sjónspegils kemur fram það álit hjá hinum mikla ameríska listaverkasafnara Grenville L. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 276 orð | 2 myndir

Hrollvekjuhaust

EINHVERRA hluta vegna vita bandarískir bíógestir ekkert betra en að láta hræða úr sér líftóruna. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 65 orð | 2 myndir

Málstofa í tengslum við barnabækur

LANDSBÓKASAFN Íslands - háskólabókasafn gengst fyrir málstofu í Þjóðarbókhlöðu kl. 16 á morgun, fimmtudag. Hún er í tengslum við sýningu safnsins Eins og í sögu - samspil texta og myndskreytinga í barnabókum 1910-2000. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 624 orð | 1 mynd

Ný skífa frá Bang Gang

NOKKUÐ ER um liðið síðan heyrst hefur í Barða Jóhannssyni og Bang Gang enda fimm ár liðin síðan You kom út. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum, allra síst í sumar, því þá lauk hann við tvær breiðskífur og kemur að auki við sögu á þeirri þriðju. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 277 orð | 1 mynd

"Tap í öllum skilningi"

VEGNA veikinda fiðluleikarans Maxims Vengerovs falla viðhafnartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem áttu að fara fram annað kvöld, niður. Miðarnir á tónleikana fást endurgreiddir í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 311 orð | 1 mynd

Rjómaterta með hundaskít

Leikstjórn: Jesse Dylan. Handrit: Adam Herz. Aðalhlutverk: Jason Biggs, Seann William Scott, Alyson Hannigan, Eugene Levy, Eddie Kaye Thomas ofl. Lengd: 96 mín. Bandaríkin, 2003. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Safnplata á leiðinni

HLJÓMSVEITIN Rikshaw naut gríðarlegra vinsælda hérlendis er nýrómantíkin stóð sem hæst en þá voru Duran Duran, Kajagoogoo og Spandau Ballet málið. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Síðustu stefnumótin

NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá leikritið Date sem leikhópurinn Ofleikur hefur sýnt við góðar viðtökur í Iðnó í sumar. Einungis tvær sýningar eru nú eftir af þessu frumsamda íslenska verki eftir Jón Gunnar Þórðarson. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 488 orð | 1 mynd

Skinhelgi og kvenfyrirlitning

Leikstjórn og handrit: Peter Mullan. Kvikmyndataka: Nigel Willoughby. Aðalhlutverk: Geraldine McEwan, Anne-Marie Duff, Nora-Jane Noone, Dorothy Duffy, Eileen Walsh. Lengd: 105 mín. Bretland/Írland, 2002. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 560 orð | 5 myndir

Skjár einn kynnir vetrardagskrána

VETRARDAGSKRÁ Skjás eins er lífleg og fjöldi nýrra þátta verða á dagskrá. Innlent Tveir nýir innlendir þættir hefja göngu sína í haust. Fyrstan skal telja Atvinnumanninn - þátt um íslenskt atvinnu- og tilfinningalíf. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 248 orð | 2 myndir

The Coral - Magic & Medicine...

The Coral - Magic & Medicine Manni finnst eins og það sé hálft ár síðan samnefndur frumburður The Coral kom út. Svo virðist sem þessi unga og atorkusama sveit taki ekki bara tónlistarleg áhrif frá sjöunda áratugnum heldur og hraða í útgáfuferli. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Tónleikaskrá Salarins komin út

TÓNLEIKASKRÁ Salarins starfsárið 2003-2004 er komin út og fjölbreytt starfsemi Salarins í þann mund að hefjast að loknu sumarleyfi. Meira
3. september 2003 | Menningarlíf | 256 orð | 1 mynd

Tríó Reykjavíkur að hefja 14. starfsárið

TRÍÓ Reykjavíkur er nú að hefja sitt 14. starfsár í samvinnu við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Tónleikaröðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fyrstu tónleikarnir verða sunnudaginn 7. september og hefjast kl. 20. Meira
3. september 2003 | Fólk í fréttum | 470 orð | 2 myndir

Vill bætta fótboltamenningu

SEBASTIAN Peters er ungur Þjóðverji, sem búsettur hefur verið hérlendis í um tíu ár. Hann er mættur á skrifstofur Morgunblaðsins til að útskýra sitt mál og um leið ósk sína um bætta menningu á landsleikjum Íslands í knattspyrnu. Meira

Umræðan

3. september 2003 | Bréf til blaðsins | 63 orð | 1 mynd

100 ÁRA afmæli .

100 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 3. september, er 100 ára Guðný Ethel Vatnsdal, Anderson Home, 17127 15th Ave, N. East Seattle 98155, U.S.A. Guðný Ethel fæddist í Duxley, Minnesota. Meira
3. september 2003 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Bíóið burt - og hvað svo?

AUSTURBÆJARBÍÓ markaði einhver stærstu þáttaskil sem orðið hafa í samkomuhúsamenningu Íslendinga. Meira
3. september 2003 | Aðsent efni | 792 orð | 2 myndir

Deila Vélstjórafélagsins við Siglingastofnun og samgönguráðuneytið

UNDANFARNA daga hefur talsvert farið fyrir umræðu í fjölmiðlum um ágreining Vélstjórafélags Íslands annars vegar og Siglingastofnunar og samgönguráðuneytisins hins vegar, vegna setningar reglugerðar um skráningu á afli aðalvéla skipa og ákvörðunar... Meira
3. september 2003 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Hægfara harakiri

UM langt skeið var fjárveitingum til Háskóla Íslands svo háttað, að Alþingi ákvað, hvaða kennsluembætti skyldu vera við skólann, og hvert embætti var sett á fjárlög. Samþykki ráðherra og Alþingis þurfti til að stofna nýja stöðu. Meira
3. september 2003 | Bréf til blaðsins | 427 orð

Kópavogur

Í ÁRDAGA lýðveldisins, nóvember 1944, var í Reykjavík haldin byggingamálaráðstefna. Verkefni ráðstefnunar var að finna út úr því, hvernig byggja mætti viðunandi húsnæði yfir Íslendinga, sem þá voru í miklu húsnæðishraki. Meira
3. september 2003 | Bréf til blaðsins | 544 orð | 1 mynd

Miskunnarleysi HJARTANLEGA er ég sammála Gunnari...

Miskunnarleysi HJARTANLEGA er ég sammála Gunnari Hersveini sem skrifar í Morgunblaðið 28. ágúst sl. Meira
3. september 2003 | Bréf til blaðsins | 303 orð

Vetrarstarfsemin í Gjábakka og Gullsmára

ÞESSA dagana er vetrarstarfsemi í félagsheimilum eldra fólks í Kópavogi, Gjábakka, Fannborg 8 og Gullsmára, Gullsmára 13 að fara af stað. Á morgun, fimmtudaginn 4. sept. kl. 14. Meira
3. september 2003 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur styrktu Styrktarfélag krabbameinssjúkra...

Þessar duglegu stúlkur styrktu Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um 9.781 kr. Í efri röð frá vinstri: Halldóra Baldvinsdóttir, Ingunn Ýr Angantýsdóttir og Kristín Karlsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Elín Unnur Guðmundsdóttir og Elfa Rós... Meira
3. september 2003 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau kr. 8.615. Þau eru: Veronica Sjöfn Garcia, Alexis Örn Garcia, Anna Margrét Sverrisdóttir og Díana Lind... Meira

Minningargreinar

3. september 2003 | Minningargreinar | 1770 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR RINGSTED

Ágústa Sigurðardóttir Ringsted fæddist í Stykkishólmi 3. ágúst 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurður Magnússon, bóndi á Kársstöðum í Helgafellssveit og síðar hreppstjóri í Stykkishólmi, f. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2003 | Minningargreinar | 2235 orð | 1 mynd

BIRGITTA ÍRIS HARÐARDÓTTIR

Birgitta Íris Harðardóttir fæddist á Akureyri 24. febrúar 1981. Hún lést í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hörður Róbert Eyvindsson, baadermaður frá Seyðisfirði, f. 31. desember 1944, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2003 | Minningargreinar | 2612 orð | 1 mynd

FLÓRA BALDVINSDÓTTIR

Flóra Baldvinsdóttir fæddist á Ási í Arnarneshreppi í Eyjafirði 28. júlí 1929. Hún lést á heimili sínu í Hveragerði 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Jóhannesson, f. á Litla-Árskógssandi í Árskógshreppi í Eyjafirði 24. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2003 | Minningargreinar | 4534 orð | 1 mynd

FREYJA JÓNSDÓTTIR

Freyja Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. október 1945. Hún lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Dagbjartur Jónsson málari og sundkennari í Reykjavík, f. í Arnarfirði í V-Ís. 11.4. 1908, d. 2.8. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2003 | Minningargreinar | 201 orð | 1 mynd

VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR

Valgerður Sveinsdóttir fæddist á Ósabakka á Skeiðum 12. júlí 1929. Hún andaðist á öldrunardeild Landakots 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Auðbjörg Káradóttir, f. 1899, d. 1988, og Sveinn Gestsson, f. 1890, d. 1964. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 248 orð | 1 mynd

Arðsemi ekki næg á Íslandi

EDDA Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir að þegar íslensk fyrirtæki séu borin saman við fyrirtæki erlendis megi sjá að þau hafi ekki skilað nægri arðsemi eigin fjár. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Áhugi á viðskiptabankastarfsemi í Danmörku

KAUPÞING Búnaðarbanki hefur áhuga á að kaupa danskan banka sem getur veitt félaginu aðgang að danska viðskiptabankamarkaðnum. Frá þessu er sagt í netútgáfu danska dagblaðsins Jyllands-Posten. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 294 orð | 1 mynd

Á vel við ákveðinn hluta íslensks atvinnulífs

ÓLAFUR Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, segir það ekki alls kostar rétt sem Björgólfur lýsti yfir að stór hluti fjárfestinga á Íslandi sé til að vernda völd og áhrif. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 289 orð

Gjaldþrot Brúar breytir ekki núverandi stöðu KÁ

GJALDÞROT eignarhaldsfélagsins Brúar, sem stofnað var utanum uppbyggingu og endurbætur Hótel Selfoss, breytir engu fyrir núverandi stöðu Kaupfélags Árnesinga, þrátt fyrir að Kaupfélagið sé stærsti eigandi Brúar með 63% hlut. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 602 orð | 1 mynd

Íslandsbanki kominn með fjórðungshlut í Straumi

Íslandsbanki jók hlut sinn um tæp 8% í gær og greiddi fyrir nær 1,5 milljarða. Talið er að bankinn og tengdir aðilar hafi nú yfir að ráða um 38-39% hlutafjár en það er svipað og Landsbankinn og tengdir aðilar ráða yfir. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 192 orð

Pharmaco íhugar samkeppni við Lundbeck

TIL greina kemur að Pharmaco þrói samheitalyf þunglyndislyfs danska lyfjarisans Lundbeck, Cipralex. Það lyf er arftaki þunglyndislyfsins Cipramil en einkaleyfi á því lyfi rann út á árinu 2001. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 126 orð | 1 mynd

Samskip taka við siglingum NCL

Samskip hafa tekið yfir rekstur siglingakerfis hollenska skipafélagsins Northern Continental Lines bv (NCL) sem stundað hefur áætlunarsiglingar milli Lettlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Sigurður Ágústsson selur allt sitt í SH

SIGURÐUR Ágústsson ehf. seldi í gær allan sinn hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH. Um 8,0915% hlut var að ræða eða rúma 121 milljón króna að nafnverði. Ef miðað er við lokaverð SH í Kauphöll Íslands er söluverðið um 684 milljónir króna. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 336 orð | 1 mynd

Spurning um hvað gert er við völdin

ÞÓRÐUR Pálsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka segir að áhrifafjárfestar sækist auðvitað eftir völdum, en síðan sé spurning hvað þeir hyggist fyrir með völdin. Meira
3. september 2003 | Viðskiptafréttir | 230 orð | 1 mynd

Verndun valds og áhrifa heyrir til undantekninga

Ólafur B. Thors, stjórnarformaður Fjárfestingarfélagsins Straums, segist telja að það heyri til undantekninga að fjárfestingar í íslensku viðskiptalífi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. Meira

Fastir þættir

3. september 2003 | Í dag | 151 orð

Afmælissamkoma Kristniboðssambandsins SÍÐASTLIÐINN sunnudag var þess...

Afmælissamkoma Kristniboðssambandsins SÍÐASTLIÐINN sunnudag var þess minnst í báðum Reykjavíkurprófastsdæmunum að 50 ár eru nú liðin frá því fyrstu íslensku kristniboðarnir héldu til starfa í Eþíópíu. Meira
3. september 2003 | Fastir þættir | 195 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Mörg þriggja granda spil eru barátta um frumkvæði - kapphlaup sóknar og varnar um að fría líflitinn. Þetta er eitt af þeim: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
3. september 2003 | Fastir þættir | 120 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Guðmundar Sveins í undanúrslitin í bikarnum Bikarmeistarar síðasta árs, sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar, sigraði Subarusveitina í átta liða úrslitum bikarsins en leikurinn fór fram í húsi bridssambandsins í byrjun vikunnar. Meira
3. september 2003 | Í dag | 296 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Meira
3. september 2003 | Fastir þættir | 524 orð | 1 mynd

Hannes Hlífar með örugga forystu fyrir lokaumferðirnar

24.8.-4.9. 2003 Meira
3. september 2003 | Dagbók | 32 orð

ÍSLANDS MINNI

Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! mögum þín muntu kær, meðan lönd gyrðir sær og gumar girnast mær, gljár sól á hlíð - - Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! Meira
3. september 2003 | Dagbók | 493 orð

(Mk. 3, 35.)

Í dag er miðvikudagur 3. september, 246. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir. Meira
3. september 2003 | Fastir þættir | 295 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 d5 2. g3 e6 3. Bg2 f5 4. O-O Rf6 5. d3 Be7 6. Rbd2 O-O 7. b3 c5 8. Bb2 Rc6 9. e3 Bd7 10. De2 Be8 11. c4 Bh5 12. Hfd1 Hc8 13. Hac1 Da5 14. a3 b5 15. d4 bxc4 16. dxc5 Re4 17. bxc4 Da6 18. Df1 dxc4 19. Dxc4 Dxc4 20. Rxc4 Rxc5 21. Rd6 Bxd6 22. Meira
3. september 2003 | Fastir þættir | 280 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Það örvar andann og nærir sálina að vera lokaður í rútu fullri af hagyrðingum. Þess vegna var ljóst að engum gæti leiðst, þótt nokkur spölur væri frá Reykjavík á Djúpavog á Landsmót hagyrðinga. Meira
3. september 2003 | Viðhorf | 850 orð

Öðruvísi mér áður brá

"Nýtísku kvenfólk er auðvitað fyrir löngu vaxið upp úr slíkum firrum." Meira

Íþróttir

3. september 2003 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Abramovich lætur ekki deigan síga

ÞÓTT rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hafi notað um 111 millj. punda, jafnvirði 14,5 milljarða króna, til þess að styrkja Chelsea á síðustu vikum, herma fregnir að hann ætli ekki að láta þar við sitja heldur hafi hann eyrnamerkt um 100 millj. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 258 orð

Allt stefnir í að Ridsdale kaupi Barnsley

Í dag skýrist hvort Peter Ridsdale kaupir meirihluta í enska 2. deildarliðinu Barnsley, þar sem Guðjón Þórðarson er knattspyrnustjóri. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 111 orð

Beckham missti stjórn á skapinu

DAVID Beckham missti stjórn á skapi sínu og ætlaði að ráðast á Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir að Ferguson hafði sparkað skó í búningsherberginu sem lentu í höfði Beckhams eftir að United tapaði fyrir Arsenal í febrúar. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Embla eini nýliðinn í kvennalandsliðinu

HELENA Ólafsdóttir landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur valið landsliðshópinn fyrir Evrópuleikinn við Frakka mánudaginn 8. september í Frakklandi. Einn nýliði er í hópnum, Embla S. Grétarsdóttir úr KR. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 257 orð

Evrópubikar í frjálsíþróttum á Laugardalsvelli

A-RIÐILL 2. deildar í Evrópubikarkeppninni í frjálsíþróttum verður haldinn á Laugardalsvelli dagana 19. og 20. júní á næsta ári. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

* FABIEN Barthez , markvörður Manchester...

* FABIEN Barthez , markvörður Manchester United og franska landsliðsins, segist vera sallarólegur yfir stöðu sinni hjá Manchester-liðinu, en hann hefur ekki leikið með aðalliðinu síðan bandaríski markvörðurinn Tim Howard kom til liðsins í sumar. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 100 orð

Fjórir á hættusvæði

SJÖ íslenskir leikmenn eru á hættusvæði varðandi leikbann í síðasta leik riðilsins sem verður við Þjóðverja í Hamborg 11. október. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 438 orð | 1 mynd

Frábært sumar hjá Keflavík

MILAN Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur, er virkilega ánægður með frammistöðu liðsins í sumar en Keflavík hefur tryggt sér fyrsta sætið í 1. deildinni þegar tvær umferðir eru eftir og þar með sæti í efstu deild næsta vor. Keflavík hefur haft nokkra yfirburði í 1. deildinni og það var snemma ljóst að liðið myndi ekki stoppa lengi í næstefstu deild en Keflavík féll úr efstu deild síðasta haust. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 17 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild, síðasta umferð: Hásteinsvöllur: ÍBV - KR 18 Hlíðarendi: Valur - Þór/KA/KS 18 Ásvellir: Þróttur/Haukar - FH 18 Stjörnuvöllur: Stjarnan - Breiðablik... Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Íslendingar hættulegri en Skotar

FREDI Bobic, hinn reyndi miðherji þýska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í samtali við blaðið Kicker að Ísland væri hættulegri andstæðingur en Skotland í baráttunni um sæti í úrslitum Evrópukeppni landsliða. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 141 orð

KNATTSPYRNA 3.

KNATTSPYRNA 3. deild karla Höttur - Víkingur Ó 0:1 Helgi Reynir Guðmundsson 15. *Víkingur Ó í 2. deild, 2:0 samanlagt. Númi - Leiknir R. 1:4 Ómar Bendtsen 60. - Helgi Pétur Jóhannsson 2., Róbert Arnarson 43., Einar Örn Einarsson 48., Þórður G. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Lehmann segir Kahn stríð á hendur

JENS Lehmann, markvörðurinn sem Arsenal keypti frá Dortmund í sumar og var kallaður inn í þýska landsliðshópinn á ný fyrir leikinn gegn Íslandi eftir nokkurt hlé, hefur sagt Oliver Kahn, markverði þýska landsliðsins undanfarin ár, stríð á hendur. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 41 orð

Leiðrétting Það var Jökull Elísabetarson sem...

Leiðrétting Það var Jökull Elísabetarson sem átti sendinguna í átt að marki Grindavíkur þegar KR-ingurinn Arnar Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark KR gegn Grindavík í fyrrakvöld, ekki Kristinn Magnússon eins og greint var frá í blaðinu í gær. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 97 orð

Níu mörk í mínus

ÍSLAND og Þýskaland hafa þrívegis mæst í knattspyrnulandsleik karla, síðast í lok maí 1979 á Laugardalsvelli. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

* SAM Allardyce , knattspyrnustjóri Bolton...

* SAM Allardyce , knattspyrnustjóri Bolton , er afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki tekist að fá Úkraínumanninn Sergei Rebrov leigðan til félagsins áður en frestur til félagsskipta rann út í fyrradag. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 51 orð

Stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu stofnaður...

Stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu stofnaður BÚIÐ er að stofna með formlegum hætti stuðningsmannaklúbb íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur verið opnuð vefsíða af því tilefni. Slóðin er: http://www.aframisland.is. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 124 orð

Tveir Valsmenn í banni í 17. umferð

VALSMENNIRNIR Ármann Smári Björnsson og Sigurður Sæberg Þorsteinsson voru úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ í gær. Þeir munu því ekki geta leikið gegn Fram 14. september í 17. umferð Landsbankadeildarinnar. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 171 orð

Víkingur og Leiknir í 2. deild

Knattspyrnuliðið Víkingur frá Ólafsvík tryggði sér í gær tilverurétt í 2. deild á næstu leiktíð en liðið lagði Hött á Egilsstöðum, 1.0, í síðari leik liðanna í úrslitum 3. deildar. Víkingar unnu fyrri leik liðanna, 1:0, sem fram fór í Ólafsvík s.l. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 1059 orð | 1 mynd

Það eru spennandi tímar framundan

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Magdeburg, var hér á landi um síðustu helgi með lið sitt. Í samtali við Skúla Unnar Sveinsson kemur fram að hann stendur á nokkrum tímamótum með liðið, er að byggja upp ungt lið sem hann ætlar að gera að stórveldi. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

* ÞAÐ tók norska framherjann Kenneth...

* ÞAÐ tók norska framherjann Kenneth Eriksen aðeins 177 sekúndur að skora þrennu í leik með liði sínu Egersund s.l. mánudag gegn Varhaug í norsku 3. deildinni þar sem Egersund hafði betur, 4:2. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 233 orð

Þeir verða en við viljum

ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar í knattspyrnu eru sammála um að leikurinn við Þjóðverja í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn verði bæði spennandi verkefni og erfitt. Meira
3. september 2003 | Íþróttir | 135 orð

Þjóðverjar taldir sterkari

"ÞAÐ er alltaf hægt að búast við óvæntum úrslitum í fótboltanum, en Þjóðverjarnir eru óneitanlega taldir sterkari en við," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari landsliðs Íslands skipaðs leikmönnum 21 árs og yngri en liðið mætir Þjóðverjum á... Meira

Bílablað

3. september 2003 | Bílablað | 227 orð

21 áhöfn skráð til leiks

21 áhöfn er skráð til leiks, þar af sjö erlendar, og allir á Land Rover. Þessir keppendur eru Íslendingum að góðu kunnir og hafa allir komið hingað síðustu ár í þessa keppni. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 386 orð | 1 mynd

Auðveldar markvissan samanburð

Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri B&L, heldur því fram að íslenskir fjölmiðlar eigi það til að rugla saman bílum úr ólíkum flokkum og eigi það ekki síst við um hinn svokallaða lúxusbílaflokk. "Ef við viljum bera saman bíla og verðlauna þá t. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 244 orð | 1 mynd

Bíll sem leggur sjálfum sér í stæði

SALA er hafin á bíl sem leggur sjálfum sér í stæði án þess að ökumaðurinn þurfi að snerta stýrið. Bíllinn er af gerðinni Toyota Prius, sem er byltingarkenndur að öðru leyti því hann er bæði með bensínvél og rafmótor, svokallaður tvinnbíll. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 314 orð | 1 mynd

Dregur úr vexti á bílamarkaði

Í ágúst seldust 808 nýir fólksbílar, jeppar, sendibílar, minni rútur og minni vörubílar, og óx salan um 27% frá sama tíma í fyrra. Dregur því verulega úr vextinum sem verið hefur allt þetta ár. Heildarsalan frá janúar til ágúst er 7. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 367 orð | 1 mynd

Ekur Formula 1-bíl í Bretlandi

Charles Onken, einnig þekktur sem Róbert Karlsson, verður fyrstur Íslendinga, að því er best er vitað, til þess að aka Formula 1-bíl 10. september næstkomandi í Englandi. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 584 orð | 6 myndir

Golf og Astra - sölubílarnir

STÆRSTU tíðindin á bílasýningunni í Frankfurt er frumkynning á nýrri kynslóð VW Golf, þeirri fimmtu. Þetta er ekki eingöngu mest seldi þýski bíllinn allra tíma heldur líka bíll sem setur staðal í sínum flokki. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 410 orð

Hvað fannst Þóri Kristinssyni?

"Í heildina gott hjól. Verulega gott. Fullkomið hjól? Nei, ekki fremur en önnur hjól. Stærsti gallinn kom í ljós strax þegar ég settist upp á hjólið, en bilið milli standpedala og sætis er allt of stutt fyrir stóran slána eins og mig (192 cm). Meira
3. september 2003 | Bílablað | 412 orð

Hvað segir Reynir Jónsson?

"Ég var verulega hissa. Bjóst ekki við svo miklu af svo litlu hjóli. Ók hratt án þess að eyða mikill orku í aksturinn. Heildarpakkinn er góður. Hjólið passaði mér vel og gott að vinna á því og færa líkamsþyngdina til. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 194 orð

Líst vel á keppnina

Baldri Jónssyni líst vel á keppnina. Hann segir leiðirnar spennandi og henta öllum bílum. Undirbúningur keppnisstjórnar virðist einnig vera góður. Bíll þeirra Rúnars og Baldurs er ekki alveg klár til keppni og von er t.d. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 695 orð | 4 myndir

Ný fjöðrun en ekkert rafstart

Þórir Kristinsson fékk fyrir skemmstu boð um að reynsluaka nýju mótorkrosshjóli frá Suzuki, RMZ, nýjustu kynslóð fjórgengis mótorkrosshjóla. Reynir Jónsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í mótorkrossi, slóst í för með Þóri til að prófa hjólið í Englandi. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 205 orð | 2 myndir

Peugeot 407 Elixir við Sandskeiðið

ARFTAKI Peugeot 406 verður ekki kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í næstu viku. Ný gerð 406, sem líklega mun kallast 407 eða 507, verður frumkynnt í nóvember og í framhaldi af því verður efnt til mikillar markaðsherferðar snemma á árinu 2004. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 544 orð | 6 myndir

Rallættaður Suzuki Ignis Sport

SUZUKI hefur haft talsverða sérstöðu í framleiðslu á litlum bílum og fjórhjóladrifsbílum. Einn þessara bíla er Ignis sem fengist hefur hérlendis með fjórhjóladrifi og er einn minnsti fjórhjóladrifsbíllinn á markaði. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 66 orð

Suzuki Ignis Sport

Vél: Fjórir strokkar, 1.490 rúmsentimetrar, fjölinnsprautun, VVT. Afl: 108 hestöfl við 6.400 snúninga á mínútu. Tog: 140 Nm við 4.100 snúninga á mínútu. Hröðun: 8,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 185 km/klst. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 45 orð

SUZUKI RMZ 250

Vél: Eins strokks fjórgengis, DOCH (tveggja knastása). Slagrými: 249 rúmsentimetrar. Þjappa: 12,6:1. Ventlar: Fjórir. Hámarks snúningur á vél: 13.550 snúningar á mínútu. Bensíntankur: 7,5 lítrar. Gírkassi: Fimm gírar. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 80 orð | 1 mynd

Sýning á Liebherr

Merkúr hf. stóð nýlega fyrir fyrir Liebherr-vinnuvélasýningu, þar sem vinnuvélstjórum gafst tækifæri á að koma og prufa tækin við mjög góðar aðstæður að Klettagörðum, þar sem Reykjavíkurhöfn er að fylla upp fyrir nýjum hafnarbakka. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 307 orð | 1 mynd

Tíu flokkar fólksbíla

ÞAÐ er ekki að ástæðulausu að meðal allra þjóða eru bílar settir í ákveðna flokka eftir stærð eða eiginleikum. Meira
3. september 2003 | Bílablað | 540 orð | 1 mynd

Valdi "Pastrana" á útopnu

Selfyssingar héldu glæsilegt Íslandsmót í mótorkrossi á sunnudag. Mótið var það fjórða og jafnframt það síðasta um Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni Bærings fylgdist með atganginum í rennblautri leðjunni. Meira

Úr verinu

3. september 2003 | Úr verinu | 197 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 70 57 67...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 70 57 67 1,241 82,892 Gellur 627 581 612 23 14,077 Grálúða 195 178 180 418 75,254 Gullkarfi 76 5 51 13,740 706,316 Hlýri 119 74 100 12,789 1,276,824 Hvítaskata 5 5 5 14 70 Keila 54 15 46 3,381 156,269 Langa 78 10 64 3,536... Meira
3. september 2003 | Úr verinu | 448 orð | 1 mynd

Rafeindamerki sett í grálúðu

RAFEINDAMERKINGAR ættu að skila aukinni þekkingu á grálúðustofninum en minna er vitað um stofninn en flesta aðra nytjastofna á Íslandsmiðum. Meira

Ýmis aukablöð

3. september 2003 | Bókablað | 108 orð

Skattur

Skattur á fyrirtæki nefnist ný handbók sem hefur að geyma um þúsund tilvitnanir í dóma og úrskurði skattyfirvalda hér á landi og Norðurlöndunum. Ásmundur G. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.