ÞÝSKUR dómstóll úrskurðaði í gær, að heimilt væri að birta þau skjöl og upplýsingar, sem Stasi, austur-þýska leyniþjónustan, hefði safnað saman um Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands.
Meira
WESLEY Clark, fyrrum hershöfðingi, tilkynnti í gær, að hann ætlaði að taka þátt í forkosningabaráttu Demókrataflokksins og sækjast eftir því að verða frambjóðandi hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum annað haust.
Meira
MAÐURINN, sem er í haldi grunaður um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var yfirheyrður í gærkvöld en sænska ríkisútvarpið sagði, að hann neitaði sök en gæti þó ekki gert grein fyrir ferðum sínum morðdaginn.
Meira
ENN ER handmjólkað í einu fjósi á Íslandi og í átján fjósum er mjólkað með fötumjaltakerfi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Landssambands kúabænda á fjósgerðum hérlendis.
Meira
ÞORSKTONNIÐ af krókakvóta hefur að undanförnu verið selt á 950 þúsund krónur, þ.e.a.s. óveidd varanleg hlutdeild. Verðið hefur ekki farið svo hátt áður, en á sama tíma í fyrra var söluverðið hæst um 600 krónur fyrir kílóið.
Meira
ÞAÐ ber margt fyrir augu á Laugavegi. Sem sjá má á þessari mynd hefur Bónus fengið samkeppni. Á götunni framan við verslunina hefur lítil stúlka raðað upp álitlegum varningi sem hún býður.
Meira
ÍA lagði KA að velli, 4:1, í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í gær. Þetta verður í 18. sinn sem Skagamenn leika til úrslita, en liðið hefur sigrað átta sinnum í keppninni. ÍA mætir FH í úrslitaleiknum.
Meira
NORSKA strandgæslan segist hafa fengið staðfest að Seløy Undervannsservice, sem unnið hefur að björgun Guðrúnar Gísladóttur fyrir Íshús Njarðvíkur, sé hætt öllum aðgerðum og verði ekki lagðar fram neinar trúverðugar áætlanir um björgunina á fundi á...
Meira
KAMATO Hongo, elsta manneskja í heimi, varð 116 ára á þriðjudag. Verður hún að fara um í hjólastól og heyrnin er farin að bila en að öðru leyti er hún furðu hraust að því er Tsuyoshi Kurauchi, tæplega fimmtugt barnabarn hennar, sagði.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir innbrot og fjölda þjófnaða, aðallega úr bílum, fyrr á þessu ári.
Meira
ÞAÐ breytti litlu í daglegu lífi Öldu Jónsdóttur, formanns Íslenska fjallahjólaklúbbsins, að halda upp á evrópskan hjólreiðadag í gær enda fer hún flestra sinna ferða hjólandi.
Meira
LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn hefur borið kennsl á mann sem fórst í bílsprengju við Glostrup-sjúkrahúsið í gær. Hann var 32 ára Dani, Mickey Borgfjord Larsen og var þekktur í hópi bifhjólagengja.
Meira
STJÓRNARERINDREKAR arabaríkja fordæmdu í gær þá ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktunartillögu um að hvetja Ísraela til að reka ekki Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í útlegð eða ráða hann...
Meira
ÁHUGAHÓPUR um stofnun sögu- og flugminjasafns á Suðurnesjum hefur velt upp þeirri hugmynd að slíku safni yrði komið upp á Patterson-svæðinu við Hafnaveg.
Meira
VERIÐ er að setja upp álvinnslu í mjölskemmu loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík. Framleiðsla á að geta hafist um mánaðamótin október/nóvember. Helgi Þór Ingason og Þorsteinn I.
Meira
Efsta svæði Grenlækjar, svokallað svæði 7, sem áður var nánast lokað fyrir stangaveiði, er nú komið í notkun og síðustu tíu daga hafa menn verið að fá þar góða veiði og vænan fisk, enda þarf birtingur sem þangað gengur að stökkva fremur strembinn foss og...
Meira
HALLDÓR Bachmann, markaðsstjóri Netbankans nb.is, er um þessar mundir að kynna bankann Akureyringum og ýmis tilboð sem hann býður af því tilefni.
Meira
ÚTIBÚ Borgarbókasafns verður opnað í Árbæjarhverfi upp úr næstu áramótum. Það er hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir samkvæmt upplýsingum frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa og formanns hverfaráðs Árbæjar.
Meira
UM 190 manns tóku þátt í Akureyrarhlaupinu sem þreytt var sl. laugardag, sem er veruleg fjölgun þátttakenda frá síðasta ári. Nokkrir erlendir hlauparar mættu til leiks að þessu sinni og komu þeir frá Belgíu, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum.
Meira
ASHRAF Ahmad Mohmmad var á þriðjudag gær sekur í Eystra-landsrétti í Næstved um að hafa myrt 14 ára gamla dóttur sína, Sonay, en hún fannst látin í höfninni í Præstø í fyrra.
Meira
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um að hafast ekki að vegna erindis Sigurðar Lárussonar kaupmanns til Samkeppnisstofnunar varðandi aðstæður á íslenskum fjármála- og dagvörumarkaði.
Meira
Í SUMAR hafa staðið yfir endurbætur á gamla kirkjugarðinum á Húsavík en fyrirhugað er að framkvæmdirnar standi yfir í þrjú ár. Í sumar hefur verið unnið að því að endurnýja vegghleðslur við garðinn og verður því verki haldið áfram á næsta ári.
Meira
MAÐURINN sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh var handtekinn eftir að faðir hans og fleiri í fjölskyldu hans báru kennsl á hann á myndum, sem yfirvöld höfðu dreift, og bentu lögreglunni á hann, að sögn sænska dagblaðsins Expressen í gær.
Meira
Félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði ætla að grilla saman í Kjarnaskógi á morgun, föstudaginn 19. september, frá kl. 17 til 20. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backmann koma ásamt fleiri gestum.
Meira
BRODDHLYNUR, sem stendur í garðinum í Bröttuhlíð 4 í Hveragerði, hefur verið valinn tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands. Tréð er í eigu Unnar og Ólafs Steinssonar garðyrkjumanns og er 7,56 metra hátt.
Meira
Ottó Biering Ottósson hefur verið ráðinn forstöðumaður hjá Frumkvöðlasetri Norðurlands ásamt því að sinna kennslu við Háskólann á Akureyri. Ottó er vélfræðingur, rekstrarfræðingur frá HA og er að ljúka M.Sc. námi í hagfræði.
Meira
Fræðsla um íslenskt samfélag á kínversku Í kvöld, fimmtudaginn 18. september, kl. 20 fer fram fræðslufundur um dvalarleyfi í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Sérfræðingur frá Útlendingastofnun ræðir um dvalarleyfi, vegabréfsáritanir og fleira.
Meira
FYRSTA skrefið að vottaðri gæðastjórn Landsvirkjunar var tekið í Blöndustöð síðastliðinn mánudag er Friðrik Sophusson forstjóri tók við skírteini því til staðfestingar úr hendi Kjartans Kárasonar framkvæmdastjóra Vottunar hf.
Meira
FRÉTTAMAÐUR breska ríkisútvarpsins, BBC , Andrew Gilligan, segist hafa gert margvísleg mistök í fréttapistlum þar sem hann fullyrti að sérfræðingar teldu bresku stjórnina hafa vísvitandi látið ýkja hættuna af gereyðingarvopnum Saddams Husseins í Írak.
Meira
ÍSLAND hefur tekið þátt í SOLVIT-samstarfsverkefni Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna innan EES frá því í júlí í sumar að því er segir í Stiklum , vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Meira
NOKKRAR konur eru að ljúka vinnudeginum í Dvergasteini og bíða eftir fari heim. Þær segjast ekki leggja í að láta hafa neitt eftir sér undir nafni.
Meira
Í BYRJUN september fóru 30 kennarar úr grunnskólum Reykjavíkur út í Gróttu á Seltjarnarnesi til að taka þátt í umhverfisnámskeiði á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Meira
HÚN Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, 11 ára, í Vestmannaeyjum, hefur vafalaust óskað sér þess að lundapysjan ætti eftir að spjara sig í framtíðinni þar sem hún sleppti henni lausri á mótum hafs og lands. Pysjan er aðeins ein af þeim 7.-8.
Meira
HANNES Hlífar Stefánsson varð í 3. sæti með sjö vinninga á Skákþingi Norðurlanda sem lauk í gær. Helgi Ólafsson hafnaði í 4.-5. sæti með sex vinninga.
Meira
Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi, hefur ákveðið að sækjast eftir því að verða útnefndur frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Ásgeir Sverrisson segir frá Clark og ferli hans.
Meira
ÁRIÐ 2020 geta konur vænst þess að verða 82,3 ára og karlar 79,1; 2040 verður meðalævilengd kvenna 82,6 ár og karla 80,1. Dánartíðni hefur verið töluvert hærri meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum.
Meira
ÍSLENSKT lambakjöt fór í 32 nýjar verslanir í Bandaríkjunum í gær og er nú selt í 86 verslunum vestra, að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms, sem vinnur að markaðssetningu á íslenskum landbúnaðarafurðum í Bandaríkjunum og Evrópu.
Meira
KAUPMÁTTUR launa jókst að meðaltali um 3,2% á einu ári milli vormánaða í ár og sama tímabils í fyrra samkvæmt nýútkominni launakönnun Kjararannsóknanefndar, sem tekur til þess fólks sem vinnur á almennum vinnumarkaði.
Meira
VERIÐ er að leggja lokahönd á undirbúning að fyrsta mannaða geimskoti Kínverja. Líklegt er að af því verði á næstu þremur mánuðum. Þetta kom fram í máli But Sun Laiyan, sem er aðstoðarforstjóri Geimvísindastofnunar Kína.
Meira
UNDIRBÚNINGUR að Kirkjuþingi stendur nú sem hæst en það verður sett hinn 19. október nk. Meðal þeirra mála sem lögð verða fyrir þingið eru breytingar á starfsreglum um biskupskjör. Er þar m.a.
Meira
MEINDÝRAEYÐIR á Ísafirði hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa beitt skotvopni við að drepa kött innan bæjarmarkanna á dögunum. Skotið var við kjallaradyrnar heima hjá íbúa í bænum og fór riffilkúla í gegnum hurðina og teppastranga innandyra.
Meira
ÓLAFUR M. Ólafsson skipstjóri á helming í togaranum Gullveri NS sem gerir út frá Seyðisfirði. Eftir sameininguna við Skagstrending hefur kvóti Dvergasteins verið veiddur af Gullveri og aflinn unnin í Dvergasteini.
Meira
ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið leggja metnað í og áherslu á að farið sé eftir þeim samningum og lögum sem gilda og eftirlit sé haft með því.
Meira
HÓPUR danskra kafara ætlar á næsta ári að reyna að finna flakið af Grænlandsfarinu Hans Hedtoft sem rakst á ísjaka og sökk í jómfrúrferð sinni árið 1959. Með skipinu voru 95 manns og fórust allir.
Meira
BILIARY Atresia er sjaldgæfur lifrarsjúkdómur sem kemur upp í nýfæddum börnum og lýsir sér í því að gangarnir sem flytja gall frá lifur yfir í þarmana eyðast á fyrstu vikum eftir fæðingu, að sögn Lúthers Sigurðssonar, sérfræðings í meltingar- og...
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Breiðholtsbraut aðfaranótt eða að morgni 14. september. Ekið var á umferðarvita og fór tjónvaldur af vettvangi.
Meira
ÓVENJULEGUM málflutningi á vegum Héraðsdóms Suðurlands lauk á Hótel Geysi í Haukadal í gær. Tilefnið var málshöfðun ríkisins á hendur landeigendum í uppsveitum Árnessýslu vegna úrskurðar óbyggðanefndar á sínum tíma.
Meira
BISKUPSSTOFA hefur ákveðið að senda prest til Lundúna einu sinni í mánuði til þess að messa þar á meðan ekki hefur verið ráðið í embætti prests þar.
Meira
TEKIÐ hefur til starfa miðstöð á sviði fjölmenningarlegrar ráðgjafar og kennslu auk túlkaþjónustu. Miðstöðin hefur hlotið nafnið ICI - Inter Cultural Iceland.
Meira
UNDANFARNA daga hafa myndlistarkonurnar Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir staðið í ströngu við að undirbúa sýningu í norðursal Kjarvalsstaða. Verkin eru fjölbreytt og sýna kraftinn sem þessar tvær ungu konur búa yfir.
Meira
YFIRVÖLD í Frakklandi skýrðu frá því í gær að þrítugur maður hefði játað á sig morð á fimm manna fjölskyldu sem framið var í Alpafjöllum 11. apríl.
Meira
Gunnlaugur K. Jónsson er stjórnarformaður Heilsustöðvar Náttúrulækningafélags Íslands og forseti NLFÍ, auk þess að vera forstöðumaður innra eftirlits Lögreglunnar í Reykjavík. Hann er fæddur 20. ágúst 1956 og er giftur Auði Guðmundsdóttur. Þau eiga tvö börn, Brynju sem er fædd 1987 og er nemandi í VÍ og Eyþór sem er fæddur 1997.
Meira
VARMARAF ehf. vinnur að því í samvinnu við alþjóðlega fyrirtækið Power Chips að breyta hita beint yfir í rafmagn á sem hagkvæmastan hátt og er gert ráð fyrir að erlenda fyrirtækið hafi nauðsynlegar einingar tilbúnar eftir um ár.
Meira
Afbrotafræðingar segja ósennilegt að pólitískar ástæður hafi legið að baki morðinu á Önnu Lindh, þrátt fyrir nýnazistatengsl meints morðingja hennar.
Meira
ÓMAR Ragnarsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hlaut í gær NORDFAG-verðlaunin 2003 og afhenti Vigdís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar, honum verðlaunin við athöfn í útvarpshúsinu.
Meira
ANASTASÍA Volotsjkova, ein af þekktustu ballerínum Rússlands, hefur verið rekin úr Bolshoj-ballettflokknum á þeirri forsendu að hún sé svo hávaxin og þung að dansfélagar hennar geti ekki lyft henni.
Meira
Þegar Auður Valdimarsdóttir var sex vikna var ljóst að hún væri með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem ekki var hægt að lækna nema með lifrarígræðslu. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við foreldra Auðar en fjölskyldan er nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem aðgerðin fór fram.
Meira
ARABÍSKA sjónvarpsstöðin al-Arabiya birti í gær segulbandsupptöku sem sögð var vera frá Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks. Röddin á bandinu hvetur Íraka til að herða baráttuna gegn bandaríska hernámsliðinu í Írak og heyja heilagt stríð með öllum...
Meira
FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir ekki rétt sem Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar, segir í Morgunblaðinu í gær, að bæjarráð hafi gefið samþykki sitt fyrir undirritun kaupsamnings á lóð Kópavogshælis.
Meira
"MS er enginn dauðadómur," segir Lonni Björg Sigurbjörnsdóttir, en hún greindist með MS-sjúkdóminn fyrir þremur árum þegar hún var 22 ára. Hún er nú að ná sér eftir erfitt kast og er stigin upp úr hjólastólnum í bili.
Meira
STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna, SUF, fagnar áformuðum viðræðum Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um mögulega orkuöflun til stækkunar álvers Norðuráls.
Meira
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur ráðið Hjörleif B. Kvaran hæstaréttarlögmann í starf framkvæmdastjóra lögfræðisviðs og innri endurskoðunar. Hjörleifur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í 27 ár, m.a.
Meira
TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar er að hefja 37. starfsárið um þessar mundir og verða fyrstu tónleikar vetrarins í Borgarneskirkju á föstudagskvöldið kemur.
Meira
Trjáklippingar í Garðyrkjuskólanum Fimmtudaginn 25. september kl. 9-16 verður haldið námskeið í trjá- og runnaklippingum í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi.
Meira
"ÉG trúi ekki fyrr en ég tek á því að Útgerðarfélag Akureyringa ætli að hlaupa frá þeim samningum sem þeir undirrituðu á sínum tíma," segir Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði.
Meira
MIKIÐ af plast- og pappaúrgangi feykist nú með vindum um virkjanasvæðið við Kárahnjúka og kveður svo rammt að óþrifnaðinum að fulltrúar Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands fóru á vettvang í fyrradag til að skoða ástandið.
Meira
"Ég veit ekki hvað er að gerast og er hræddur um stöðu mína," segir Pólverjinn Jatzeck, einn fárra útlendinga sem vinna í Dvergasteini. "Ég flutti hingað fyrir um tveimur árum með fjölskyldu mína og við hjónin vinnum bæði hjá Dvergasteini.
Meira
ÍSLANDSDEILD Amnesty International hefur hafið sölu á Vonarljósinu, barmnælu með kennimerki samtakanna, kerti vafið í gaddavír. Vonarljósið verður selt í verslunum 10-11 á...
Meira
Stóra spurningin á Seyðisfirði er hvort ÚA muni loka frystihúsinu Dvergasteini um áramót eða finna, með eða án Seyðfirðinga sjálfra, nýjan flöt á rekstrinum og snúa þannig vörn í sókn. Steinunn Ásmundsdóttir ræddi við heimamenn um þessa erfiðu stöðu og óvissuna sem ríkir.
Meira
"VIÐ höfum trú á að eitthvað jákvætt gerist," segir Guðni Sigmundsson sem starfar hjá frystihúsinu Dvergasteini á Seyðisfirði. "Maður vonar það svo sannarlega. Við þurfum öll að standa saman og þetta fer vel.
Meira
SIGURPÁLL Geir Sveinsson, kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar, hefur ákveðið að stíga stóra skrefið og gerast atvinnumaður í íþrótt sinni. Sigurpáll er fremsti kylfingur Akureyringa og einn sá besti á landinu.
Meira
Samkvæmt upplýsingum í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, er fjallað var um í blaðinu í gær, skara konur fram úr körlum á öllum skólastigum í mörgum iðnríkjum heims og eru þar að auki líklegri til að leggja stund á háskólanám.
Meira
Þórður Heiðar Þórarinsson skrifar í Deigluna um hugmyndir um léttlestakerfi í Reykjavík. "Það gæti verið spennandi kostur að koma upp léttlestakerfi í Reykjavík. Í það minnsta á þessum örfáu stofnæðum.
Meira
Síðastliðinn föstudag birtist hér í blaðinu lesendabréf, þar sem samkynhneigðir voru kallaðir öfugsnúnir, kynvillingar, vanskapaðir, með erfðagalla, óeðlilegir, ófullkomnir og fatlaðir.
Meira
HLJÓMSVEITIN Hraun! hefur verið starfrækt í nokkra mánuði. Hún var sett saman sem hylki utan um lagasmíðar Svavars Knúts Kristinssonar (Moonboots, Læðurnar, Kaffi) og til þess arna fékk hann með sér þá Loft S.
Meira
* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson trúbador föstudag og laugardag. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dans. Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudag kl. 20 til 00. * BÍÓBARINN, Siglufirði: Tónleikar með KK og Magga Eiríks laugardag.
Meira
Árbók Ólafsfjarðar 2002 er komin út. Hún kom út í fyrsta sinn árið 2000, þá fyrir árið 1999. Í Árbókinni er ávarp Stefaníu Traustadóttur bæjarstjóra Ólafsfjarðar. Þá eru í ritinu fastir pistlar, s.s.
Meira
ÞAÐ má búast við því að Sítt að aftan -kynslóðin falli flöt fyrir þessari nýju plötu tileinkaðri tónlist níunda áratugarins, sem heitir einmitt Sítt að aftan .
Meira
HVERSU oft ætli menn hafi afskrifað þessa bresku eilífðarþungarokkara og þurft svo að éta hatt sinn og með því? Járnfrúin hefur hins vegar margsannað að hún hefur níu líf eins og kötturinn, ef ekki fleiri. Og það er ekki eina sem hún hefur sannað.
Meira
RÍKISSJÓNVARPIÐ endursýnir þessa dagana þættina Af fingrum fram, sem Jón Ólafsson tónlistarmaður stýrir. Jón er ekki ókunnugur dagskrárgerð á ljósvakamiðlum, en hann var einn af fyrstu starfsmönnum Rásar 2 þegar hún fór í loftið.
Meira
KVINTETT Eyjólfs Þorleifssonar mun halda tónleika í kvöld kl. 21.30 á Café Central, undir veitingahúsinu Skólabrú gegnt Dómkirkjunni. Þeir munu eingöngu flytja frumsamda djasstónlist eftir Eyjólf.
Meira
STEFNUMÓT Undirtóna, sem eitt sinn voru fastur liður í rokkmenningu Reykjavíkur, eru hafin á nýjan leik. Þau eru nú haldin í samvinnu við Rás 2 og verða annan hvern fimmtudag á Grand Rokk. Það eru Einar Örn og Worm is Green sem hefja Stefnumótið.
Meira
BÓK Dick Ringlers, Bard of Iceland, eða Skáld Íslands, sem fjallar um ævi og verk Jónasar Hallgrímssonar fær mjög svo lofsamlega dóma hjá bókaritinu Times Literary Supplement , TSL , sem segir Jónas hafa verið með áhugaverðustu skáldum Evrópu á 19. öld.
Meira
Á ALMENNUM félagsfundi Hins íslenska glæpafélags í vikunni var tilkynnt að Flateyjargáta: Glæpasaga, eftir Viktor Arnar Ingólfsson yrði framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna fyrir árið 2004.
Meira
Í TENGSLUM við opnun sýningarinnar Úr byggingarlistarsafni í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á laugardaginn mun hinn kunni, bandaríski arkitekt, Carlos Zapata, flytja fyrirlestur í fjölnotasalnum annað kvöld kl. 20.00.
Meira
TRÍÓ Gorki Park mun halda rússneska tónleika í Iðnó annaðkvöld kl. 20. Tríóið skipa þær Freyja Gunnlaugsdóttir, klarínettuleikari, Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari, og Birna Helgadóttir, píanóleikari.
Meira
OPNUÐ verður í kvöld, 18. september, kl. 20.30 sýning á ljóðum Hjartar Pálssonar á Café Borg, Hamraborg 10 í Kópavogi. Hjörtur verður skáld mánaðarins og stendur sýningin til októberloka.
Meira
Jónas Ingimundarson píanóleikari og félagar úr Voces Wien: Renate Burtscher, sópran, Maria Bayer, alt, Bernd Oliver Fröhlich, tenór og Kurt Widmer, bariton. Sunnudagurinn 14. septebmer kl. 20.00.
Meira
STUÐMENN, hljómsveit allra landsmanna, gerðu svo góða lukku í Tívolíinu á dögunum að elstu menn hreinlega muna ekki eftir meiri stemningu og stuði.
Meira
Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur verður frumsýnt hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er hörð ádeila á samfélagið og nútímann. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Kristínu um þann sirkus sem samfélagið er og kærleikann sem nútíminn hefur svikið.
Meira
SVEINBJÖRN Hjálmarsson, formaður stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, afhenti Hæstarétti Íslands á dögunum málverk eftir myndlistarmanninn Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Viðstaddir voru fulltrúar sjóðsins, starfsfólk Hæstaréttar og arkitektar hússins.
Meira
JPV-ÚTGÁFA hefur kynnt hvaða bækur eru væntanlegar hjá forlaginu nú fyrir jólin. Íslensk skáldverk Í flokki íslenskra skáldverka koma út bækurnar: Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. Söguleg skáldsaga um Jón biskup Arason og syni hans.
Meira
DRAGDROTTNING Íslands 2003 var valin á NASA á laugardagskvöldið. Ólafur Helgi Ólafsson, sem kom fram sem Starina, bar sigur úr býtum. Alls voru keppendur fjórir en þeir voru valdir úr hópi tíu umsækjenda.
Meira
ÞAÐ var heldur betur handagangur í öskjunni á lokaæfingu Njálusöngvaranna í Sögusetrinu nú í vikunni. Þeir leggja nú upp með söngleikinn um Gunnar á Hlíðarenda alla leið til Minneapolis.
Meira
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson lögfræðingur hefur verið orðaður við starf Þjóðleikhússtjóra, en sem kunnugt er lætur Stefán Baldursson af störfum Þjóðleikhússtjóra í lok næsta árs.
Meira
ÞÁTTURINN Poppland er fastur liður á dagskrá Rásar tvö, en umjónarmenn hans eru þeir Ólafur Páll Gunnarsson, Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson.
Meira
ÞEGAR þeir voru upp á sitt besta, gömlu góðu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis yngri þá komu þeir reglulega fram saman ásamt drykkjufélögum sínum Joey Bishop og Peter Lawford, fengu sér í glas, skemmtu öðrum en þó aðallega sér sjálfum.
Meira
UNDARLEGUR einstaklingur hleypur nú um götur Lundúnaborgar með bensínknúinn slípirokk að vopni. Maðurinn, sem er óðum að skapa sér sess sem alþýðuhetja meðal Breta, kallar sig "Angle Grinder Man", eða Slípirokksmanninn.
Meira
Þeir eru ekki margir sem safna list fyrst og fremst til að lána hana svo aðrir geti notið hennar, en einn slíkur safnari heimsótti þó Ísland á dögunum. Fríðu Björk Ingvarsdóttur lék forvitni á að vita hvað það er sem dregur hollenskan listaverkasafnara á íslenskar slóðir.
Meira
UM ALLAN heim, allan ársins hring, er stöðugt verið að keppa í ýmiss konar aflraunum sem miða að því að búa menn undir keppnina um Sterkasta mann heims.
Meira
Leikstjórn, handrit, kvikmyndataka o.fl.: Robert Rodriguez. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Johnny Depp, Mickey Rourke, Salma Hayek, Eva Mendes og Willem Dafoe. Lengd: 110 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, Dimension Films, 2003.
Meira
VETRARSTARFI samtímalistasafnsins Safns, á Laugavegi 37, verður hleypt af stokkunum í dag kl. 18 með því að Ásdís Sif Gunnarsdóttir flytur gjörning sinn, Árstíðirnar. Einnig opnar Safn nýja heimasíðu á slóðinni www.safn.is.
Meira
KIRKJUKÓR Hafnarfjarðarkirkju er að undirbúa vetrarstarf sitt. Kórinn syngjur við kirkjulegar athafnir, auk þess að æfa fyrir jólavöku og vortónleika. Síðan verður farið í æfingabúðir og í tónleika- og skemmtiferð til Ungverjalands næsta sumar.
Meira
ÞAÐ er ekki að sökum að spyrja, um leið og enn ein kynslóðin fær að kynnast þeim Lilla klifurmús, Mikka refi og félögum þeirra í Hálsaskógi á sviði Þjóðleikhússins þá tekur gamla góða hljómplatan sem SG-hljómplötur gáfu út á sínum tíma sölukipp.
Meira
BORÐ, stóll og bók, - í hugum flestra einföldustu tákn siðmenningar og upplýsingar. Þetta eru þeir hlutir sem mynda verk Elínar Hansdóttur á sýningu hennar í dvergvöxnu rými Gallerís Dvergs, Garðastræti 21. Bókin er lykillinn að verkinu og hún er...
Meira
ÞAÐ goppaðist upp úr framsóknarforingjanum á fundi á Egilsstöðum að menn ættu ekki að vera að agnúast við ítalska fyrirtækið Impregilo. Ef Ítalirnir hefðu ekki komið til sögunnar væri verkið við Kárahnjúka ekki hafið.
Meira
ORÐIÐ streita heitir á erlendum málum stress, og er iðulega notað yfir það fyrirbæri að vera aðþrengdur af taugaspennu. En hvað er streita? Í huga mínum er þetta einfaldlega taugaspenna, sem því miður þjáir margan nútímannninn.
Meira
Í UMRÆÐU um verðleika hins nýja hæstaréttardómara, Ólafs Barkar Þovaldssonar, hefur mönnum sést yfir að hann hefur skrifað ágæta grein um refsirétt, nánar tiltekið ofbeldisbrot og hvernig dómar hafa fallið í þeim á sl. tveim öldum.
Meira
UNDANFARIÐ hefur umhverfisráðherra farið mikinn í aðgerðum sem eiga að vera til að efla rjúpnastofninn. Veiðibann hefur verið sett - engar veiðar leyfðar.
Meira
RANNSÓKNIR hafa sýnt að íhlutun sem miðar að því að draga úr áhættuþáttum vímuefnaneyslu og frávikshegðunar og um leið styður við þá þætti sem hafa mikilvægt forvarnagildi, skilar mjög góðum árangri til lengri tíma.
Meira
ÞESSI fyrirsögn datt höfundi í hug þegar hann var á ferð í umferðinni í Reykjanesbæ fyrir stuttu. Þar má víða sjá skilti sem eru fest á þar til gerða búkka og á stendur: "Varúð, börn á leið í skóla.
Meira
TRYGGINGAFÉLÖGIN keppast við að selja okkur alls konar tryggingar og tryggingar til viðbótar við tryggingar. Flestir fá sér innbús- og fjölskyldutryggingar fyrir utan lögboðnar brunatryggingar á fasteignum.
Meira
Ari F. Guðmundsson fæddist í Reykjavík 18. september 1927. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 6. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 15. september.
MeiraKaupa minningabók
Árni Guðjónsson fæddist á Neðri-Þverá í Fljótshlíð 23. október 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 1. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 10. september.
MeiraKaupa minningabók
Dagbjört Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 13. september 1920. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 9. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 17. september.
MeiraKaupa minningabók
Diljá Esther Þorvaldsdóttir fæddist á Grund í Njarðvíkum 17. október 1929. Hún lézt á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 9. september.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Maack Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1925. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi sunnudagskvöldið 7. september. Foreldrar hennar voru Pétur Andrés Maack skipstjóri, f. 11.11. 1892, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. september 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 12. september.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Össurardóttir fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 16. ágúst 1910. Hún andaðist á Landspítalanum 9. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 16. september.
MeiraKaupa minningabók
Hildur Arndís Kjartansdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 25. desember 1936. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 2. september.
MeiraKaupa minningabók
Högni Jóhannsson fæddist í Auðahrísdal fyrir utan Bíldudal í Arnarfirði 7. apríl 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt 4. september og var útför hans gerð frá Seljakirkju í Breiðholti 12. september.
MeiraKaupa minningabók
Reynir Halldór Hilmarsson fæddist í Reykjavík hinn 21. júlí 1961. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans v. Hringbraut fimmtudaginn 11. september. Foreldrar hans eru Hilmar Karlsson, f. 19.5. 1929, og Halldóra Jónsdóttir, f. 18.6. 1937, d. 1.7.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjartur Guðjónsson fæddist í Bala í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu 7. mars 1918. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík 31. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjarkirkju 9. september.
MeiraKaupa minningabók
Skúli Már Níelsson fæddist í Reykjavík 13. október 1978. Hann lést af slysförum 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Melstaðarkirkju 16. september.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Sveinsdóttir fæddist á Ósabakka á Skeiðum 12. júlí 1929. Hún andaðist á öldrunardeild Landakots 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 3. september.
MeiraKaupa minningabók
Vallaður Pálsson sendibílstjóri fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit í Rangárvallasýslu hinn 16. mars 1928. Hann lést á líknardeild L-5 á Landakoti 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson, bóndi á Stóru-Völlum, f. 10.
MeiraKaupa minningabók
Vilhjálmur Ketilsson fæddist á Túngötu 5 í Keflavík 13. apríl 1950. Hann varð bráðkvaddur laugardaginn 6. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 12. september.
MeiraKaupa minningabók
BÓNUS Gildir 18.-21. sept. nú kr. áður kr. mælie.verð Frosin lambalæri frá Goða 659 Nýtt 659 kr. kg Fersk lambalæri að norðan 674 808 674 kr. kg Ferskur lambahryggur að norðan 674 808 674 kr. kg Blandað hakk frá Bautabúrinu 499 Nýtt 499 kr.
Meira
TUTTUGU og fimm matvælafyrirtæki kynntu framleiðslu sína á kaupstefnu íslensks matvælaiðnaðar, Matartímanum, sem haldin var í Perlunni í gær. Framleiðendurnir eru innan vébanda Samtaka iðnaðarins og sýndu fagfólki ýmsa matvöru.
Meira
FÉLAGSMAÐUR í Neytendasamtökunum hefur sett fyrirspurn á heimasíðu samtakanna um gildistíma tilboða í auglýsingum verslana. Vísað er til bæklings tiltekinnar verslunar sem borinn var í hús.
Meira
VEITINGAHÚSIÐ Maru var opnað í Aðalstræti 12 nýverið. Á Maru er gestum boðið að bragða á hinu besta úr japanskri og austurlenskri matargerð. Einnig er boðið upp á veisluþjónustu og "take away".
Meira
Drögum úr umferð Fyrir þá sem búa í þéttbýli sem býður upp á almenningssamgöngur, til dæmis á þjónustusvæði Strætó getur ferð með strætisvagni verið góður kostur.
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag, 18. september, er áttræð Vilborg Eiríksdóttir, húsmóðir, Hofsvallagötu 20, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í sal Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Bólstaðarhlíð 43 nk. laugardag milli kl. 16-19.
Meira
95 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 18. september, er 95 ára Þorkell Sigurðsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Grundarfirði, Hátúni 8, Reykjavík. Þorkell er staddur í Kaupamannahöfn hjá dóttur sinni á...
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir unga sem aldna er á fimmtudögum milli kl. 14-17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir hjartanlega velkomnir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun.
Meira
Ítalir höfðu vindinn í bakið strax frá fyrsta spili í úrslitaleiknum við Dani um HM-titil ungmenna, en það var meira basl á þeim í undanúrslitunum. Þá mættu Ítalir "náttúrulegum óvinum" sínum frá Bandaríkjunum.
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Aðsókn var með dræmara móti á fyrsta spilakvöldi félagsins í vetur, en þá var spilaður eins kvölds tvímenningur. Aðeins 10 pör mættu og spiluðu Howell, allir við alla. Meðalskor 108 stig.
Meira
Ó! fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð, og leikur hjörð í haga; en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún, og gyllir sunna voga.
Meira
Opið hús í Dómkirkjunni Á fimmtudögum kl. 14-16 er opið hús í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Þar safnast saman þau sem ekki eru lengur bundin við vinnu.
Meira
* ÁRNI Gautur Arason sat á varamannabekknum hjá Rosenborg allan leikinn þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar með 3:2 sigri á Haugasund . Rosenborg mætir Skeid í undanúrslitum.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, ákvað á fundi sínum í gær í Bratislava í Slóvakíu að liðum, sem verða í öðru sæti í EM-riðlunum tíu, yrði ekki raðað eftir styrkleika þegar dregið verður um hvaða þjóðir mætast í umspilinu um fimm sæti í...
Meira
AÐ meðaltali hafa 1.038 áhorfendur sótt leiki í efstu deild karla í knattspyrnu, Landsbankadeildinni, í sumar og þegar einni umferð er ólokið stefnir í aðra mestu aðsókn frá upphafi í efstu deild. Sumarið 2001 mættu að meðaltali 1.
Meira
ÞAÐ má lítið bregða útaf hjá enska liðinu Arsenal í næstu leikjum liðsins í B-riðli Meistaradeildarinnar ætli liðið sér að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar en Arsenal sá aldrei til sólar gegn Inter á heimavelli sínum í gær þar sem ítalska liðið gerði útum leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Julio Cruz, Andy van der Meyde og táningur frá Nígeríu, Obafemi Martins, sáu um að skora mörkin í fyrri hálfleik þar sem vörn Arsenal var sem gatasigti.
Meira
ENN einn ganginn eru Skagamenn komnir í úrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu en hvítklæddir Akurnesingar unnu öruggan 4:1 sigur á KA-mönnum á Laugardalsvelli í gærkvöld þar sem öll mörkin litu dagsins ljós í síðari hálfleik.
Meira
* ÍA leikur til úrslita í bikarkeppni KSÍ í 18. skipti laugardaginn 27. september þegar þeir eiga í höggi við FH-inga . ÍA hefur átta sinnum unnið bikarinn, síðast árið 2000.
Meira
ÞAÐ var greinilegur haustbragur á leik Eyjamanna og ÍR-inga er þeir mættust í fyrstu viðureigninni á Íslandsmótinu í handknattleik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. ÍR-ingar, sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, áttu lengst af í nokkrum erfiðleikum að hrista Eyjamenn af sér, en þegar upp var staðið fögnuðu þeir sigri, 34:30.
Meira
Þetta var ágætis byrjun hjá okkur, fyrsta takmarkinu náð og við ætlum að fylgja því vel eftir," sagði FH-ingurinn Logi Geirsson eftir að lið hans sótti nýliða Breiðabliks heim í Smárann í gærkvöldi.
Meira
SAMKVÆMT frétt Sky -fréttastofunnar er landsliðsmaðurinn frá Brasilíu, Rivaldo, ekki sáttur við forráðamenn ítalska liðsins AC Milan og segir Sky að Rivaldo hafi ákveðið að rifta samningi sínum við félagið sem sigraði í Meistaradeild Evrópu s.l. vor.
Meira
ÓLAFUR Þ. Guðbjörnsson þjálfari hefur valið 18 stúlkur í U-19 ára landsliðið fyrir EM í Slóvakíu. Þær eru; Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, KR, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val. Dagmar Ýr Arnardóttir, Greta M.
Meira
"ÉG braut ísinn enda var kominn tími til því við ætluðum að reyna aðskora fyrr en höfðum samt þolinmæði til að bíða," sagði Kári Steinn Reynisson, sem skoraði tvö fyrstu mörk ÍA gegn KA á Laugardalsvelli í gærkvöldi. "Leikurinn var í járnum og menn fengu færi á víxl en svo fannst mér KA-menn gefast upp. Við fengum síðan tvö mörk í röð og rauða spjaldið var sanngjarnt. Þá var þetta komið."
Meira
LÚKAS Kostic hefur valið 18 leikmenn fyrir Evrópumót U-17 ára, sem fram fer í Litháen 24.-28. sept. Með Íslandi í riðlinum eru Litháar, Albanar og Rússar. Markverðir eru Elvar Þór Alfreðsson úr HK og Atli Jónasson úr KR.
Meira
"STRÁKAR, höfum eitt á hreinu. Við erum á heimavelli og hingað koma menn ekki til að sækja stig," sagði fyrirliði HK, Vilhelm Gauti Bergvinsson, við sína menn skömmu áður en leikur HK og Selfoss hófst í Digranesi í gærkvöldi. Það voru orð að sönnu. HK hafði öll völd í leiknum og unnu þægilegan 28:23 sigur.
Meira
* ÞORBJÖRN Atli Sveinsson , knattspyrnumaður í Fram , hefur frestað för sinni til Danmerkur fram yfir leikinn á móti Þrótti en hann stundar nám ytra í vetur.
Meira
ÞORSKKVÓTI Íslendinga í Barentshafi gæti aukist um helming á næsta ári nái kröfur norskra og rússneskra útgerðarmanna um aukningu á leyfilegum þorskkvóta á hafssvæðinu fram að ganga.
Meira
ÞRÁTT fyrir að eldi á beitarfiski (tilapia) hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum hefur framleiðendum tekist að halda verðinu stöðugu, ólíkt því sem gerst hefur í laxeldinu.
Meira
NÓTASKIPIÐ Jóna Eðvalds SF lagðist að bryggju á Hornafirði í gær með fyrstu síld vertíðarinnar. Aflinn var þó ekki mikill, aðeins um 30 tonn sem fengust í nót á Breiðdalsgrunni.
Meira
ALLS hefur nú verið landað 417.000 tonnum af kolmunna hér á landi það sem af er árinu. Erlend skip hafa landað 74.000 tonnum og er hlutur íslenzku skipanna því orðinn um 343.500 tonn. Leyfilegur heildarafli er 547.000 tonn og því eru um 203.
Meira
Það er kominn nýr maður í brúna hjá Granda. Hans líf hefur að mestu snúizt um sjávarútveg síðan hann man eftir sér. Hjörtur Gíslason ræddi við Kristján Davíðsson, sjávarútvegsfræðing með meiru, um starfsemi Granda og framtíð fiskvinnslunnar.
Meira
HÓLMABORG SU frá Eskifirði færði mestan afla á land á síðasta fiskveiðiári af öllum skipum íslenska fiskveiðiflotans, alls rúm 80 þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Meira
MJÖG mikil eftirspurn hefur verið undanfarna mánuði eftir varanlegum kvóta í krókaaflamarkskerfinu og hefur markaðsverð aldrei verið hærra. Þorsktonnið af krókakvóta hefur verið selt á 950 þúsund krónur, þ.e.a.s. óveidd varanleg hlutdeild.
Meira
VERULEG umframveiði á þorski er nú við Noreg í hópi þeirra skipa og báta sem veiða úr sameiginlegum kvótum. Nú þegar nemur ofveiðin 8.000 til 9.000 tonnum og er gert ráð fyrir að öllu óbreyttu að hún geti numið 15.000 tonnum í árslok.
Meira
ÞÓTT fáir netabátar rói frá Ólafsvík nú um þessar mundir virðist vera nóg að gera hjá netaskurðarmeistaranum, honum Úlfari Víglundssyni. Úlfar hefur verið í því að skera og fella af netum fyrir báta sem hafa stundað róðra á vetrarvertíð frá Ólafsvík.
Meira
RÁÐHERRA ferðamála í Færeyjum, Heri Niclasen, varar við því að Færeyingar hefji veiðar á stórhvelum vegna þeirra áhrifa sem veiðarnar gætu haft á ferðamannaþjónustuna á eyjunum.
Meira
Bein afskipti bankanna af rekstri fyrirtækja sem þeir eiga hluti í virðast hafa aukist og ekki eru allir á eitt sáttir um hvort það sé æskilegt. Soffía Haraldsdóttir leitaði álits nokkurra fræðimanna, aðila úr viðskiptalífinu og stjórnenda viðskiptabankanna á þessari þróun.
Meira
TILKYNNT var í síðustu viku að Alcoa hefði þriðja árið í röð verið valið í hóp þeirra fyrirtækja sem mynda grunn sjálfbærnivísitalna Dow Jones (Dow Jones Sustainability Indexes - JDSI).
Meira
FÉLÖG í eigu bræðranna Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Sjóvár-Almennra, og Einars Sveinssonar forstjóra keyptu í gær tæplega 48,6 milljónir króna að nafnverði í Sjóvá-Almennum á genginu 40. Kaupverð bréfanna er því 1.948 milljónir króna.
Meira
STAÐAN milli liða í markaðs- og stefnumótunarkeppninni MSB 2003 sem Viðskiptaháskólinn á Bifröst stendur fyrir hefur tekið nokkrum breytingum á þriðja degi keppninnar.
Meira
LANDSBANKI Íslands hefur sent frá sér hagspá fyrir árin 2003-2010 þar sem spáð er meiri vexti og minni þenslu á næstu árum en bankinn hafði áður talið að yrði.
Meira
Ferðakaupstefnan Vestnorden, sem Ferðamálaráð Íslands, Færeyja og Grænlands standa að, var haldin í átjánda skipti í vikunni, að þessu sinni í Þórshöfn í Færeyjum. Grétar Júníus Guðmundsson var á staðnum og varð ekki var við annað en að þeir sem þátt tóku í kaupstefnunni hefðu verið ánægðir með árangurinn, eins og undanfarin ár.
Meira
FARÞEGUM Flugleiða á leið til og frá Íslandi fjölgaði um 4% í ágúst, fyrst og fremst vegna fleiri erlendra ferðamanna. Heildarflutningar Icelandair, dótturfélags Flugleiða, voru hins vegar 2% minni en í ágúst í fyrra.
Meira
GÓÐAR lausnir ehf. hafa samið við Anza um hýsingu á nýjum hugbúnaði. Um er að ræða GSM-greiðslukerfi sem gerir farsímanotendum Og Vodafone kleift að greiða fyrir fyrirframgreidda farsímaþjónustu með krítar- eða debetreikningum gegnum farsíma.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Samkaupa hf. nam 78 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en til samanburðar var 131 milljóna króna hagnaður á sama tímabili árið áður.
Meira
SIGURÐUR Jóhannesson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem skoðað hefur áhrif lágmarkslauna á aðrar hagstærðir, segir að hækkun lægstu launa virðist breiðast til alls vinnumarkaðarins á nokkrum árum, en lágmarkslaun hækka oft að hans...
Meira
Matartíminn 2003 - kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar var haldinn í gær. Þar kynntu matvælaframleiðendur innan Samtaka iðnaðarins framleiðslu sína fagfólki úr mötuneytum, veitingahúsum og verslunum svo og öðrum þeim sem annast innkaup á matvælum.
Meira
MEIRIHLUTI þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru hjá Kauphöllinni í New York (NYSE) eða á Nasdaq-markaðinn skal vera óháður fyrirtækinu, samkvæmt reglum sem gert er ráð fyrir að bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) samþykki á næstunni.
Meira
MJÓLKURSAMSALAN, MS, hefur samið við AGR um innleiðingu á innkaupa- og birgðastýringarhugbúnaðinum AGR Innkaup. Hugbúnaðurinn mun tengjast viðskiptakerfi MS og nýta gögn þaðan til að útbúa söluspár.
Meira
Felix Gylfason hefur verið ráðinn sem markaðsráðgjafi hjá Idega. Felix lauk B.Sc í markaðsfræði frá Arizona State University, Bandaríkjunum 2001. Hann vann í Arizona sem markaðsfulltrúi hjá eMarketing 2001-2002.
Meira
Nýherji efnir til ráðstefnu um nýjar leiðir í upplýsingatækni á morgun, föstudag, 19. september. Þema ráðstefnunnar er ,,eServer on demand" en slík þjónusta gerir fyrirtækjum m.a.
Meira
GÆÐAKERFI Kauphallar Íslands hefur vakið verulega athygli meðal annarra kauphalla á Norðurlöndum, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands.
Meira
KJÚKLINGAFYRIRTÆKIÐ Reykjagarður hf. var stofnað árið 1971 og er því orðið 32 ára gamalt. Félagið var í eigu Bjarna Ásgeirs Jónssonar og fjölskyldu til ársins 2001 en þá eignaðist Fóðurblandan hf. félagið.
Meira
Síminn hefur fest kaup á fjarkennslu- og netfundakerfinu Webdemo af Dulkóðun Islandia. Starfsmenn Símans eru staðsettir um land allt meðal annars eru stórir hópar á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.
Meira
SEÐLABANKI Íslands hefur sem kunnugt er búið við verðbólgumarkmið síðustu misseri. Eins og nafnið gefur til kynna felur verðbólgumarkmið í sér að seðlabanki stefnir að tilteknu verðbólgustigi.
Meira
SLÁTURFÉLAG Suðurlands, SS, og Kaupþing Búnaðarbanki hafa samið um að víkja til hliðar samningi um kaup SS á 67% hlut í kjúklingaframleiðandanum Reykjagarði. Þess í stað hafa fyrirtækin samið um að SS kaupi allt hlutafé Reykjagarðs.
Meira
ÁRLEG ráðstefna European Manangement Assistants (EUMA) eða Samtaka aðstoðarmanna forstjóra í Evrópu verður haldin í Amsterdam í Hollandi dagana 25.-26. september næstkomandi.
Meira
Sviptivindasamt hefur verið hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Teymi undanfarnar vikur og mánuði. Þóroddur Bjarnason ræddi við Ragnar Marteinsson framkvæmdastjóra um stöðu félagsins og uppbyggingu til framtíðar.
Meira
EVRÓPSKI tónlistariðnaðurinn hefur hvatt aðildarríki Evrópusambandsins, ESB, til að lækka virðisaukaskatt á tónlist til samræmis við aðrar listgreinar.
Meira
WHARTON viðskiptaháskólinn er besti viðskiptaháskóli í heimi samkvæmt könnun The Wall Street Journal og Harris Interactive á viðhorfum þeirra sem sjá um ráðningar fyrir fyrirtæki til viðskiptaháskóla.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.