Fjármálaeftirlitið mun fylgjast með því að Samson eignarhaldsfélag ehf. uppfylli þau atriði sem sett voru fram í ákvörðun eftirlitsins um hæfi félagsins til að fara með virkan eignarhlut í Landsbankanum.
Meira
FIMM fylgihnettir Satúrnusar sem uppgötvuðust nýlega hafa verið nefndir nöfnum úr norrænu goðafræðinni, og heita þeir nú Ýmir, Þrymur, Skaði, Mundilfari og Suttungur.
Meira
TILKYNNT var í gær að þrír bandarískir hermenn til viðbótar hefðu fallið um helgina í árásum hernámsandstæðinga, í kjölfar þess að reynt var að ráða af dögum eina af þremur konum sem eiga sæti í framkvæmdaráði Íraks, bráðabirgðaríkisstjórn landsins sem...
Meira
UNGUR maður var barinn með hafnaboltakylfu og fluttur á slysadeild með skurðsár eftir átök milli tveggja hópa ungmenna við Select í Breiðholti skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags.
Meira
NÆRRI þrjú hundruð börn settust við taflborðin þegar barnaskákmót var haldið á Broadway í gær, en það var skákfélagið Hrókurinn sem stóð að mótinu.
Meira
Spurning: Fólki með háan blóðþrýsting er ráðlagt að borða ekki lakkrís. Utan á sykurlausum ópalpakka er talað um lakkrískjarna og langar mig að vita hvort það hefur sömu áhrif og lakkrís á háþrýsting.
Meira
SIGRÍÐUR Elfa Sigurðardóttir hefur saumað og prjónað flíkur á sjálfa sig frá því hún var tólf ára. Frumraunin voru buxur úr karrígulu terlínefni, sem enduðu óvart með tveimur vinstri skálmum.
Meira
FRAMKVÆMDIR við byggingu um 24 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis við Borgartún á milli Höfðatúns og Skúlatúns munu hefjast í febrúar á næsta ári, en á milli bygginganna verður lagt torgið Höfðatorg.
Meira
MINJAGRIPIR eru ekki það eina sem ferðalangar taka með sér á leiðinni um fjarlægar slóðir. Bölvun Montezuma, er annað og fínna nafn á niðurgangi af völdum E. coli . Er þar vísað til Montezuma keisara Mexíkó á 16.
Meira
VINSÆLASTA lesefnið hjá bandarískum unglingsstúlkum um þessar mundir er bókaflokkurinn "Gossip girl" eða "Slúðurstelpa" sem hefur verið lýst sem sambærilegu við sjónvarpsþættina Beðmál í borginni, bara fyrir unglinga.
Meira
RONALD Reagan þvertekur fyrir það í bréfi, sem hann skrifaði skömmu eftir leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986, að geimvarnaáætlunin, sem oft hefur verið kennd við stjörnustríð, hafi verið hugsuð sem skiptimynt til að nota í samningum við Sovétmenn um...
Meira
Þ ÓTT skæri séu ekkert barnameðfæri, man Anna Gunnarsdóttir eftir sér, aðeins þriggja ára gamalli, að klippa og þykjast sauma úr alls konar efnisbútum.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sat í gær haustfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC) í Dubai. Í nefndinni sitja 24 fulltrúar sem eru ráðherrar eða seðlabankastjórar þeirra ríkja sem gegna formennsku í einstökum kjördæmum sjóðsins. Geir H.
Meira
"ÉG EFAST um að þessir stjórnmálamenn sem stöðugt segja okkur að nota strætisvagna ferðist mjög oft með þeim sjálfir," sagði ung tveggja barna móðir við mig í vikunni og útskýrði fyrir mér hversu erfitt það væri fyrir sig að nýta sér...
Meira
NOKKUR ungmenni veittust að 32 ára Íslendingi í Karlstad í Svíþjóð aðfaranótt laugardags og var hann stunginn með hnífi í handleggi, bak og andlit. Honum barst ekki hjálp fyrr en um klukkustund eftir árásina og missti talsvert blóð á þeim tíma.
Meira
Talsvert annríki var hjá björgunarsveitum og lögreglu víða um land í gær þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið en hvergi urðu slys á fólki eða alvarlegt tjón. Færð spilltist á heiðum og fjallvegum með þeim afleiðingum að ökumenn lentu í vandræðum á sumardekkjum vegna hálku.
Meira
ÞRIÐJUDAGINN 20. ágúst fóru um 130 meðlimir í félögum aldraðra í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í skoðunarferð á Nesjavelli og í Gvendarbrunna í boði Orkuveitu Reykjavíkur.
Meira
WESLEY Clark, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, nýtur nú orðið mests fylgis þeirra sem hafa boðið sig fram til að keppa um útnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs gegn repúblikananum George W. Bush.
Meira
LÖGREGLAN á Ísafirði fann 90 grömm af hassi í bifreið á Ísafirði síðdegis á laugardag þegar þrjú ungmenni voru stöðvuð við venjubundið eftirlit lögreglu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði.
Meira
Í VIKUNNI var Hópadagur í Grunnskólanum í Ólafsvík. Nemendur skólans fóru út af örkinni og leystu ýmis verkefni í umhverfi skólans og söfnuðu gögnum til frekari úrvinnslu.
Meira
Kankún-fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem lauk um síðustu helgi átti að marka áfanga í svokölluðum Doha-viðræðum um frekara frelsi í heimsviðskiptum. Markmið lotunnar var að stuðla að aukningu heimsviðskipta og hagvaxtar í heimsbúskapnum.
Meira
KOSIÐ var til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Búðahrepps og Stöðvarhrepps á laugardag. B-listi framsóknarfélaga Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar hlaut 288 atkvæði eða 69,4% og fimm menn kjörna.
Meira
KYNNINGARFUNDUR um aðalskipulag Skorradalshrepps var haldinn í Skátafelli, Skorradal, miðvikudagskvöldið 10. september sl. Um 50 manns sóttu fundinn, sem fór vel fram.
Meira
FORSVARSMENN Kárahnjúkavirkjunar hafna því að umgengni á svæðinu sé ábótavant og segja framkvæmdaeftirlitið leggja sig fram við að sinna umhverfismálum á svæðinu.
Meira
Í ÁLYKTUN frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja er áformum stjórnvalda um línuívilnum harðlega mótmælt og engin ástæða talin til þess að umbuna einum flokki útgerðar á kostnað annarra.
Meira
Málþing um lífsgleði Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands heldur málþing að Hótel Selfossi á morgun, þriðjudaginn 23. september kl. 20. Málþingið ber yfirskriftina "Lífsgleði".
Meira
FULLYRÐA má að án nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á sem flestum sviðum muni skapast hérlendis hættulegt ástand þar sem kyrrstaða, atvinnuleysi og efnahagsöngþveiti verða megineinkenni samfélags okkar.
Meira
Í TILEFNI af degi iðnaðins var opið hús í blikksmiðjum víða um land. Það voru Samtök iðnaðarins og Félag blikksmiðjueigenda sem stóðu fyrir þessu.
Meira
BÍLLAUSI dagurinn verður haldinn í dag í Reykjavík, þriðja árið í röð. Dagurinn er lokadagurinn í Evrópsku samgönguvikunni sem hefur verið í gangi síðustu vikuna.
Meira
Reiðhjól og þarfasti þjónninn Árni Þór Sigurðsson, R-lista, sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag að breyta þyrfti vegalögum. Nú miðist framlög ríkisins til vegamála í þéttbýli við þjóðvegi og reiðvegi; þ.e. vegi fyrir bílinn og þarfasta þjóninn.
Meira
ÍBÚAR Sankti Pétursborgar, næststærstu borgar Rússlands, gengu í gær að kjörborðinu í héraðsstjórnarkosningum, sem álitnar eru mælikvarði á það hversu góð tök Vladimír Pútín forseti hefur á landsmönnum sínum áður en hann þarf sjálfur að leggja sín störf...
Meira
Ingólfur Þorbjörnsson er fæddur á Akranesi 31.12. 1960. Lærði vélvirkjun og stálskipasmíði hjá Þorgeiri og Ellert hf á Akranesi. BSc próf í véltæknifræði frá Odense Teknikum 1987 og MSc próf frá Álaborgarháskóla 1989. Sérfræðingur á Iðntæknistofnun frá 1989. Forstöðumaður Efnis- og umhverfistækni á Iðntæknistofnun frá 1995. Stjórnarformaður Málmgarðs frá stofnun. Maki er Gun Carina Holmvik hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn, Benjamín f. 1987, Elnu Maríu f. 1989 og Hönnu Katrínu f. 1993.
Meira
CSU, íhaldsflokkurinn sem stjórnað hefur Bæjaralandi í yfir 40 ár, vann stórsigur í héraðsþingskosningum í gær, en Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders kanzlara beið niðurlægjandi ósigur.
Meira
Um 36% af vinnuaflinu á Íslandi eru aldrei frá vinnu vegna veikinda og um 50% eru frá vinnu einn til sjö daga á ári. Þá eru bændur sú starfsstétt sem minnst er frá vinnu vegna veikinda, en 72% þeirra eru aldrei frá vinnu.
Meira
NÚ í vikunni voru tekin fyrstu skrefin í undirbúningsferli því sem liggur að baki vottun á Snæfellsnesi sem umhverfisvænum áfangastað í ferðaþjónustu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Meira
NÍU manna sendinefnd æðstu stjórnenda og sérfræðinga frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni (The National Institute of Health) sem heyrir undir bandaríska heilbrigðisráðuneytið komu hingað til lands í framhaldi af viljayfirlýsingu sem bandarísk og íslensk...
Meira
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann í 200 tonna bát um 40 sjómílur norðaustur af Langanesi á laugardag. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega en hann er matsveinn og var einn í eldhúsinu þegar hann datt á höfuðið.
Meira
Lettar samþykktu á laugardag með yfirgnæfandi meirihluta, 67% atkvæða, að ganga í Evrópusambandið. Þar með er stækkun Evrópusambandsins til austurs innsigluð, en Lettland og níu önnur ríki Austur- og Suðaustur-Evrópu ganga í sambandið hinn 1.
Meira
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, svínabóndi á Hýrumel í Borgarfirði, gerir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að umtalsefni þá gagnrýni, sem heyrzt hefur; að bankarnir láni svínabændum og haldi þannig búum þeirra gangandi, þrátt fyrir að hörð samkeppni og...
Meira
Athafnamaðurinn Halldór Einarsson varð Vefþjóðviljanum umfjöllunarefni fyrir helgi. Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er rætt við Halldór Einarsson - eða Henson eins og fyrirtæki hans nefnist og hann sjálfur er gjarnan kallaður.
Meira
OPRAH Winfrey hefur verið á skjánum frá árinu 1986 og hjálpað sjónvarpsáhorfendum að leysa vandamál sín. Oprah, sem fær oftar en ekki til sín fólk sem hefur komist í hann krappan, virðist hafa ráð undir rifi hverju.
Meira
TÍSKUVIKUNNI í New York er nú lokið en einn af þeim sem sýndu hönnun sína fyrir næsta vor og sumar var hinn ungi Zac Posen. Posen skaust skyndilega upp á stjörnuhimininn skömmu eftir útskrift úr hinum þekkta skóla Central Saint Martin's í London.
Meira
Möguleikhúsið hefur fjórtánda starfsár sitt um næstu helgi. Af því tilefni tók Silja Björk Huldudóttir Bjarna Ingvarsson og Pétur Eggerz, forsvarsmenn leikhússins, tali.
Meira
ÞAÐ hefur ekki verið upp á marga fiska, veðurfarið undanfarna daga. Fólk hefur verið hvatt til þess að halda sig innandyra og sökum þess er það því viðeigandi að heimildamyndaflokkurinn Válynd veður (Wild Weather) hefur göngu sína í kvöld.
Meira
Í KVÖLD mætir hinn geðþekki sálfræðingur Frasier Crane aftur til leiks eftir nokkurt hlé. Gamanþættirnir um Frasier hafa náð gríðarlegum vinsældum og til marks um það má nefna að þátturinn hefur hlotið 31 Emmy-verðlaun.
Meira
The Black Heart Procession er eitt af þessum böndum sem enginn veit að eru til. Síðan 1998 hafa þeir þó lætt út fjórum, frábærum plötum. Og enginn veit að þær eru til. Arnar Eggert Thoroddsen krafðist skýringa á þessu.
Meira
Sey mir gesunt, breiðskífa klezmer-sveitarinnar Schpilkas. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal sem leikur á klarinett, Nicholas Kingo sem leikur á harmonikku, Peter Jörgensen sem leikur á bassa og Helgi Sv. Helgason sem leikur á trommur og slagverk. Lögin á plötunni voru tekin upp í studíó Stemmu undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Helgi Sv. Helgason sá um samsetnigu og hljóðblöndun en dr. Axel Árnason gerði frumeintak. Rodent gefur út, 12 Tónar dreifa.
Meira
Í DÁLKNUM "Bréf til blaðsins" sl. laugardag hinn 13. þ.m. er grein eftir Gylfa Blöndal um útvarpsrekstur og hefst hún á setningunni: "28. ágúst 1986 fór fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi í loftið.
Meira
Á LEIÐ til vinnu á morgnana hef ég tekið eftir því að umferð eykst mikið á meðan fólk er að koma sér til vinnu. Það sama gerist þegar fólk er að koma sér heim síðdegis.
Meira
DAGSLJÓS í RÚV ætlar ekki að gera það endasleppt í umfjöllun sinni um evrópska samgönguvíku eða bíllausa daginn. Í þættinum 16. september var rætt við Árna Þór Sigurðsson, formann samgöngunefndar Reykjavíkur, og Glúm Björnsson, efnafræðing.
Meira
Vandamál fólksins, ekki kattanna MIKIÐ hefur verið skrifað um kattafaraldur í blöðunum undanfarið og fólk kvartar undan ónæði af villiköttum og nágrannaköttum.
Meira
FRAMKVÆMDIR við Kárahnjúkavirkjun hafa staðið í allt sumar og hafa þegar haft mikil svæðisbundin áhrif, bæði á mannlíf og náttúru. Því miður hefur verið mikil fljótaskrift á undirbúningnum.
Meira
Þessar dömur, sem eiga heima á Akureyri, héldu hlutaveltu og söfnuðu 7.000 kr. sem runnu til Rauða krossins. F.v. Jóna Brynja Birkisdóttir, Sigríður Lena Sturludóttir og Bjarney Bjarnadóttir. Á myndina vantar Hjalta Jón Guðmundsson sem var með í...
Meira
Bergsteinn Sigurðarson fæddist á Hjallanesi á Landi í Landsveit 11. maí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 11. septembers síðastliðins, þá 84 ára. Foreldrar hans voru Sigurður Lýðsson og Ingiríður Bergsteinsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Birna Ármannsdóttir fæddist í Garðabæ 18. janúar 1957. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. september síðastliðinn. Foreldar hennar voru Þórkatla Sveinsdóttir og Guðjón Ármann Vigfússon og var Birna næstyngst barna þeirra hjóna.
MeiraKaupa minningabók
Björgvin Frederiksen, vélvirkjameistari og fyrrverandi borgarfulltrúi, fæddist í Reykjavík 22. september 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ hinn 12. september síðastliðinn, tæplega 89 ára að aldri.
MeiraKaupa minningabók
Friðmey Benediktsdóttir fæddist í Kirkjuskógi í Miðdölum í Dalasýslu hinn 22. júní 1911. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Snorrason bóndi á Erpsstöðum, f. 6.4. 1878, d. 20.3.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Baldur Valdimarsson fæddist á Læk í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 9. janúar 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi 12. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 20. september.
MeiraKaupa minningabók
Steindór Jónsson fæddist á Hraunfelli í Vopnafirði hinn 23. mars 1916. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að eigin ósk.
MeiraKaupa minningabók
Vallaður Pálsson sendibílstjóri fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit í Rangárvallasýslu hinn 16. mars 1928. Hann lést á líknardeild L-5 á Landakoti 11. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 18. september.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Hallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. janúar 1916. Hún andaðist sunnudaginn 14. september á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru hjónin Ráðhildur Ágústa Sumarliðadóttir, f. 11. ágúst 1886, d. 3.
MeiraKaupa minningabók
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók á föstudag við fyrsta eintaki bókarinnar Stefnumótun markaðsmála: Auglýsingar og árangur úr hendi höfundarins Friðriks Eysteinssonar á fundi Samtaka auglýsenda (SAU).
Meira
ÍTALSK-íslenska verslunarráðið hélt árlegan haustfund mánudaginn 15. september í Napolí á Ítalíu. Sendiherra Íslands fyrir Ítalíu, frú Sigríður Snævarr, hélt opnunarávarp fundarins.
Meira
NÁMSKEIÐIÐ Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri, sem ætlað er embættismönnum og stjórnmálamönnum, hefst 7. október næstkomandi. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Meira
John S. Reed var valinn formaður stjórnar Kauphallarinnar í New York til bráðabirgða. Reed er fyrrverandi framkvæmdastjóri Citigroup, stærsta banka- og fjármálafyrirtækis Bandaríkjanna.
Meira
Til eru margar glæsilegar endastöður og sumar svo merkilegar að heita virðulegu nafni. Endastaðan sem kemur upp í spili dagsins er nafnlaus, en ætti með réttu að heita tveimur nöfnum, því hún er merkileg fyrir tveggja hluta sakir.
Meira
Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 16. september var spilað á níu borðum. Úrslit urðu þessi. Norður/suður Sævar Magnúss. - Bjarnar Ingimarss. 259 Kristján Ólafss. - Friðrik Hermannss. 246 Bragi Björnss. - Auðunn Guðmundss.
Meira
Enn eitt viðburðaríkt keppnistímabil hestamanna er nú að baki þar sem hæst bar heimsmeistaramót í Danmörku og fjórðungsmót á Hornafirði. Valdimar Kristinsson lítur hér yfir farinn veg og dregur fram ýmis atriði sem vakið hafa athygli hans í mótahaldinu og keppninni.
Meira
Mitt hjarta er fullt af mjúku, svörtu myrkri, sem mannlegt auga fær ei gegnum séð. Í dimmri ró það dylur vitund þinni, á djúpsins botni allt, sem hefur skeð. Lát storminn æða blint um höll og hreysi og hrinda opnum dyrum ríks og snauðs.
Meira
Í dag er mánudagur 22. september, 265. dagur ársins 2003. Máritíusmessa. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
Meira
Nú fer að renna upp sá tími að verulega fari að reyna á reglugerð um merkingu búfjár þar sem segir að öll ásetningsfolöld fædd eftir 1. janúar 2003 skuli einstaklingsmerkt við hlið móður fyrir tíu mánaða aldur.
Meira
Í fjölmiðlum keppast menn nú við að lýsa yfir því að tiltekinn samanburður sé ótækur vegna þess að verið sé "að bera saman epli og appelsínur". Hér er þýtt beint úr enskri tungu.
Meira
Heimsmeistarakeppni kvennalandsliða í knattspyrnu hófst í Bandaríkjunum um helgina en upphaflega átti keppnin að fara fram í Kína. Vegna bráðalungnabólgufaraldurs fyrr á þessu ári ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að flytja keppnina. Bandaríkin eiga titil að verja en liðið vann Heimsmeistaratitilinn í heimalandi sínu fyrir fjórum árum.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real tóku liðsmenn Arrate í karphúsið í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ciudad Real sigraði með 17 marka mun, 33:16, og var Ólafur markahæstur sinna manna með 5 mörk, þar af eitt úr vítakasti.
Meira
* BJARNI Guðjónsson lék allan síðari hálfleikinn og Þórður bróðir hans síðustu 20 mínúturnar fyrir Bochum sem gerði 2:2 jafntefli við Herthu Berlin í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Þórður átti þátt í jöfnunarmarki Bochum sem Heshemian skoraði á 73.
Meira
BJÖRGÓLFUR Takefusa, sóknarmaður úr Þrótti, fær gullskó Adidas í ár sem markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla. Björgvin skoraði 10 mörk fyrir Þróttara í deildinni í sumar, eins og reyndar tveir aðrir leikmenn.
Meira
AKUREYRARSLAGUR Þórs og KA í norðurriðli var býsna spennandi eftir miðjan fyrri hálfleik þegar Þórsarar átu upp forskot erkifjendanna og komust yfir í fyrsta og eina skiptið í leiknum, 10:9, en staðan í leikhléi var 11:12, KA í vil. Í stöðunni 13:15 hrundi leikur heimamanna í Þór og KA-menn skoruðu sjö mörk í röð, þar af þrjú meðan þeir voru einum færri. Lokatölur í leiknum urðu 21:30 og KA-menn því komnir á blað en Þórsarar eru án stiga.
Meira
* DAGUR Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði 2 mörk þegar liðið sigraði Bärnbach , 30:22, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær.
Meira
LIVERPOOL heldur áfram að leika vel og að þessu sinni lagði liðið Leicester á heimavelli, 2:1. Michael Owen skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem dæmd var á Ben Thatcher sem felldi Vladimir Smicer. Emile Heskey bætti við öðru marki hjá Liverpool í síðari hálfleik en Marcus Bent skoraði fyrir gestina undir lok leiksins.
Meira
England Úrvalsdeild: Aston Villa - Charlton 2:1 Alpay 36., Lloyd Samuel 54. - Kevin Lisbie 85. - 31.410. Fulham - Manchester City 2:2 Steed Malbranque 72., Louis Saha 78. - Nicolas Anelka 45., Paulo Wanchope 90. Leeds - Birmingham 0:2 Robbie Savage 78.
Meira
Fram 1:0 Þróttur R. Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeildin, 18. umferð Laugardalsvöllur Laugardaginn 20. september 2003 Aðstæður: Hvassviðri, rigning og blautur völlur. Hiti um 10 stig. Áhorfendur: 1044.
Meira
Fylkir 6:2 Valur Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 18. umferð Fylkisvöllur Laugardaginn 20. september 2003 Aðstæður: Hvasst, gekk á með skúrum og hiti 9 gráður. Áhorfendur: Um 600.
Meira
FORRÁÐAMENN enska knattspyrnuliðsins Tottenham sendu frá sér tilkynningu í gær þess efnis að Glenn Hoddle hefði verið sagt upp störfum og David Pleat myndi taka að sér þjálfun liðsins þar til eftirmaður Hoddle væri fundinn.
Meira
GUÐJÓN Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór á kostum þegar Essen gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Lemgo á heimavelli þeirra í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik, 31:28. Guðjón Valur skoraði sjö mörk - öll utan af velli, Úkraínumaðurinn Oleg Veleky var markahæstur í liði Essen með 8 mörk en svissneski landsliðsmaðurinn og stórskyttan Marc Baumgartner skoraði 10 mörk fyrir Lemgo. Þetta var annað tap meistaranna í í sex leikjum.
Meira
* GUNNLAUGUR Jónsson fyrirliði Skagamanna var ásamt föður sínum, Jóni Gunnlaugssyni , í Kaplakrika þar sem þeir urðu vitni að stórsigri FH á móti K R .
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka töpuðu fyrir portúgalska liðinu Sao Bernardo, 24:20, í síðari viðureign liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Portúgal á laugardaginn.
Meira
"ÉG veit ekki hvað gerðist hjá okkur í síðustu umferðunum en ég tel að líklegast hafi liðið hætt að framkvæma og farið að verja stigið í hverjum leik.
Meira
"ÞAÐ var kærkomið að gera sex mörk vegna þess að við höfum ekki skorað mikið af mörkum í síðustu leikjum," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, leikmaður Fylkis kampakátur í leikslok.
Meira
ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari FH-inga, má vera stoltur af sínu liði en þvert á hrakspár margra hafnaði Hafnarfjarðarliðið í öðru sæti í efstu deild, Landsbankadeildinni, í knattspyrnu, og á möguleika á að hampa sínum fyrsta stóra titli um næstu helgi þegar það leikur til úrslita við Skagamenn í bikarkeppninni.
Meira
JÓN Arnar Magnússon náði ekki að ljúka keppni á alþjóðlega Talence mótinu í tugþraut sem fram fór í Frakklandi um helgina. Jón Arnar varð að hætta vegna meiðsla eftir fjórar greinar en hann var þá í öðru sæti með 3.308 stig.
Meira
OLIVER Kahn, landsliðsmarkvörður Þjóðverja í knattspyrnu og leikmaður þýsku meistaranna í Bayern München, á við dularfullan augnsjúkdóm að stríða.
Meira
ÞÓ svo að FH-ingar eigi einn leik eftir af tímabilinu, sjálfan bikarúrslitaleikinn, kórónuðu þeir frábært tímabil með því að niðurlægja Íslandsmeistara KR á heimavelli sínum í Kaplakrika.
Meira
KRISTJÁN Brooks framherji Fram sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að markið sem hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks gegn Þrótti gæti hafa verið hans síðasta mark á ferlinum.
Meira
KRISTJÁN Finnbogason, markvörður KR, lék sinn 200. leik í efstu deild í knattspyrnu á laugardaginn þegar Íslandsmeistararnir sóttu FH heim. Hann vill þó eflaust gleyma þessum áfangaleik sem fyrst því Kristján mátti sækja boltann sjö sinnum í markið.
Meira
VONBRIGÐI stuðningsmanna Þróttar úr Reykjavík leyndu sér ekki eftir 0:1-tap liðsins í lokaumferð Íslandsmótsins gegn Fram - en þeir bláklæddu voru í kunnuglegri stöðu fimmta árið í röð, með bakið upp að veggnum, allt eða ekkert.
Meira
LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, haltraði af velli á 35. mínútu í leik WBA á móti Crystal Palace í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn en leiknum lyktaði með jafntefli, 2:2.
Meira
ALLS var skorað 271 mark í 90 leikjum í efstu deild karla í ár, eða rétt ríflega 3 mörk að meðaltali í leik. Þetta er hæsta markaskor í deildinni í sex ár, eða frá árinu 1997, en þá voru skoruð 276 mörk í deildinni.
Meira
"Ég fann mig vel í dag og vonandi verður áframhald á því," sagði Ólafur Haukur Gíslason markvörður ÍR, sem lagði grunn að 27:20 sigri á HK í Breiðholtinu í gærkvöldi. Ólafur Haukur varði 20 skot, flest hver erfið og ljóst að landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Guðmundsson þarf að hafa mikið fyrir því fá stöðu sína þegar hann kemur úr meiðslum. "Ég er til í allt og ætla reyna að standa í markinu út veturinn," bætti Ólafur Haukur við.
Meira
Sigur Breiðabliks á Selfyssingum í gærkvöldi fer sennilega í sögubækur Blika en að sögn spekinga liðsins var þetta fyrsti sigur þess í efstu deild síðan 1992.
Meira
"VONBRIGÐI, gríðarleg vonbrigði," sagði Páll Einarsson fyrirliði Þróttar eftir leikinn - og greinilegt var að Páll átti erfitt með að trúa því sem gerst hafði, enda var hann einnig í liði Þróttar sem féll árið 1998.
Meira
"ÉG held að það sé best að segja sem minnst. Ég get ekkert sagt á þessum tímapunkti sem útskýrir þennan skell. Ég horfði einfaldlega upp á lið mitt yfirspilað af mjög góðu FH-liði," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR-inga, við Morgunblaðið eftir ósigurinn stóra gegn FH-ingum, 7:0.
Meira
Reykjavíkurmót karla Sunnudagur 21. september 2003: Fjölnir - ÍS 99:74 ÍR - Valur 126:72 Staðan: ÍR 440406:3248 KR 330303:1976 Fjölnir 422371:3644 ÍS 413267:3262 Ármann/Þrótt.
Meira
Hann var ekki rismikill fótboltinn sem lið ÍBV og ÍA sýndu í Eyjum á laugardag. Hvöss vestanátt réð ríkjum á vellinum og réðu leikmenn illa við knöttinn. Gestirnir spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og var algjör einstefna að marki ÍBV.
Meira
* ROY Keane, fyrirliði enska liðsins Manchester United, segist ekki munu leika marga leiki með liðinu í vetur, stórleikirnir verði hans vettvangur.
Meira
ROKIÐ setti svip sinn á leik Grindavíkur og KA á laugardaginn en þegar við bættist að taugar leikmanna voru þandar til hins ýtrasta enda stutt í fallsæti var ekki hægt að búast við neinni gæðaknattspyrnu.
Meira
"VIÐ vissum að sú staða að við gætum fallið kæmi upp og það gerðist en við áttum svar við því," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Grindvíkinga eftir að leikmenn Grindavíkurliðsins náðu að bjarga sér frá falli á elleftu stundu, með því að skora...
Meira
EINN mest spennandi lokaslagur í efstu deild karla í knattspyrnu, sem hefur verið boðið upp á hér á landi, var háður laugardaginn 20. september 2003. Þegar flautað var til leiks kl.
Meira
TEITUR Þórðarson fyrrum þjálfari norska liðsins Lyn sækir nú rétt sinn gagnvart félaginu með aðstoð samtaka knattspyrnuþjálfara þar í landi en Teitur telur að forsvarsmenn Lyn eigi að greiða honum rúmar 11 millj. kr. í laun á næsta ári.
Meira
FH-ingar gerðu góða ferð í Garðabæinn þegar þeir lögðu Stjörnuna 25:30 í gærkvöldi. Gestirnir höfðu yfirhöndina allan leikinn og voru með sex marka forskot í leikhléi.
Meira
VALSMENN vissu það fyrir leikinn við Fylki í Árbænum á laugardaginn að þeir urðu að vinna til að halda sæti sínu í deildinni. Þrátt fyrir að leika lengstum ágætlega tókst það ekki, Fylkismenn voru ákveðnari upp við markið og unnu stórsigur, 6:2. Það dugði Árbæingum hins vegar skammt og liðið endaði í fjórða sæti, náði ekki að tryggja sér rétt til að leika í UEFA-bikarnum að ári en fá sæti í Intertotokeppninni.
Meira
KR-INGAR biðu á laugardaginn sinn versta ósigur á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 81 ár þegar þeir steinlágu fyrir FH, 7-0, í Kaplakrika. Þeir hafa aðeins einu sinni áður tapað með þessum mun, 7:0, gegn Fram á Íslandsmótinu árið 1922.
Meira
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var harðorður í garð hollenska landsliðsmannsins Ruud van Nistelrooy í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina eftir leik Manchester United og Arsenal.
Meira
"ÉG get ekki sagt annað en allt mjög gott, við erum í efstu deild eins og Grindavík, annað lið af landsbyggðinni," sagði Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA.
Meira
"ÉG hef gripið inní á æfingum af og til og það er alltaf jafn gaman að standa á milli stanganna," sagði Þorsteinn Bjarnason, 46 ára, sem stóð vaktina í marki Grindvíkinga á laugardaginn.
Meira
ÞRÓTTUR er fyrsta félagið í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu sem fær 22 stig en fellur samt úr deildinni. Hingað til hefur alltaf dugað að fá 21 stig til að halda sér uppi.
Meira
SAMKVÆM gamalli hjátrú er besta brúðkaupsgjöfin lítill poki með brauðmolum, grófu salti og smápeningum. Þessi táknræna gjöf er sett í skáp eða skúffu og þar á helst að gleyma henni.
Meira
ÁSBYRGI á Ísafirði er steinhús en ekki timburhús eins og missagt var hér í blaðinu um daginn. Að sögn Jón Páls Halldórssonar á Ísafirði er Ásbyrgi eitt af fyrstu steinhúsunum þar í bæ.
Meira
Bókhlaðan á Ísafirði var að sögn Jóns Páls Halldórssonar, mikils fróðleiksmanns um hús þar í bæ, byggð árið 1928. Húsið er í Jugend-stíl og var teiknað af Jóni H.
Meira
Búið er að gera húsið upp af mikilli smekkvísi og stakri tilfinningu fyrir sögu þess. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um þekkt hús við Bræðraborgarstíg 14.
Meira
Mosfellsbær - Fasteignasala Mosfellsbæjar er nú með í sölu einbýlishús að Dalatanga 4 í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús, byggt 1981 og 361,3 ferm. að stærð. "Þetta er myndarlegt hús á tveimur hæðum með möguleika á aukaíbúð og með 52,5 ferm.
Meira
Þetta fallega timburhús er endurbyggt. Það var byggt í upphafi af Björgvinjarkaupmönnum í lok 18. aldar. Það hýsti verslunarstjóra Hæstakaupstaðar á Ísafirði frá fyrstu tíð en nú er rekin þar...
Meira
ÖÐRU hvoru finnast merkir formunir við uppgröft á hinum ýmsum stöðum. Þessi sverð með silfurskreytingum í Hringaríkisstíl á hjöltunum koma úr kumli að Hafurbjarnastöðum á Miðnesi. Sverðin eru frá 10. öld og eru varðveitt í Þjóðminjasafni...
Meira
Nú auglýsir Kópavogsbær byggingarrétt til úthlutunar í fyrsta áfanga Kórahverfis og er umsóknarfrestur til 1. október nk. Magnús Sigurðsson kynnti sér svæðið, en þar á að rísa blönduð byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa og keðjuhúsa.
Meira
SÚ var tíðin að allar ungar konur saumuðu sér veggteppi til að prýða með tilvonandi heimili sín. Ekki síst átti þetta við þær konur sem fóru í húsmæðraskóla til að búa sig vel undir heimilishald.
Meira
Fjöleignarhús skiptast lögum samkvæmt í séreignir, sameign og sameign sumra. Hverri séreign fylgir ávallt hlutdeild í sameign viðkomandi húss sem verður ekki frá henni skilin.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu einbýlishús úr timbri. Alls er eignin 190,4 ferm., þar af er steinsteyptur bílskúr. Eignin var reist árið 1980.
Meira
Kjalarnes - Fasteignamiðlunin Berg er nú með í sölu einbýlishús að Helgugrund 10 á Kjalarnesi. Um er að ræða mátsteinshús, byggt 2002 og er það 217 ferm., en bílskúr er 40,5 ferm.
Meira
ÞAÐ væri að æra óstöðugan að fara enn einu sinni að taka upp þann gamla þráð að ræða um túr og retúr, eða hvor sé betra, túrloki eða retúrloki, til að stýra hita á ofnakerfi.
Meira
Það er mjög gott og raunar búmannslegt að eiga þægilegar hjólbörur til þess að aka hinu og þessu sem til fellur í einum garði, svo sem rusli, mold, steinum og þannig mætti áfram...
Meira
TÖLUVERÐ hreyfing er nú á fasteignamarkaði á Akranesi. Nýbyggingar tóku mikinn kipp í fyrra. Þá voru fullkláraðar þar yfir 50 íbúðir en aðeins fimm árið þar á undan. Ljóst er jafnframt að þessi mikla uppbygging heldur áfram á þessu ári.
Meira
STRAX við komuna frá Bandaríkjunum, þar sem hann hafði stundað rannsóknir í listum og arkitektúr í fimm ár við Tæknistofnunina í Massachusetts (MIT), fékk Juan Navarro Baldeweg sitt fyrsta verkefni hjá bróður sínum, að hanna helgarhús uppi í hæðunum í...
Meira
Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í sölu einbýlishús að Klyfjaseli 22 í Reykjavík. Um er að ræða steinhús, byggt 1981 og er það 280 ferm. að stærð. Bílskúr er 28 ferm.
Meira
Skeljar og kuðungar eru tilvalin skreyting í baðherbergi. Hér á landi er hægt að finna fallegar skeljar í fjörunni og þeir sem eru svo heppnir að eiga sjómenn að geta án efa fengið skeljar, kuðunga og jafnvel ígulker til að skreyta með.
Meira
Í grein um SG Hús á Selfossi í síðasta fasteignablaði Morgunblaðsins urðu þau mistök að sama myndin birtist tvisvar en það vantaði eina mynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hér birtast réttu...
Meira
FRAMUNDAN er úthlutun á lóðum í fyrsta áfanga svonefnds Kórahverfis í Kópavogi, en umsóknarfrestur er til 1. október nk. Úthlutað verður lóðum á um 15 hektara svæði fyrir alls 270 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, einbýlishúsa og raðhúsa.
Meira
NÝ fasteignasala, sem ber heitið Byr Fasteignsala, hóf göngu sína fyrir skömmu í Hveragerði. Eigandi er Soffía Theódórsdóttir, löggiltur fasteignasali, en Byr hefur aðsetur að Breiðumörk 19.
Meira
Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er til sölu iðnaðarhúsnæði sem stendur á góðum stað í nýja iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Húsnæðið er fullbúið og hefur þar verið mjög vandað til verka á t.d.
Meira
Arfurinn frá ömmu er stundum vannýttur. Oft er nóg að horfa á hlutina frá nýju sjónarhorni til að finna þeim nýtt hlutverk. Þótt við þurfum ekki lengur á brauðskurðarhnífnum að halda getur hann komið í staðinn fyrir skál á borðinu.
Meira
Sumir baðskápar eru þannig hannaðir að það er nánast ómögulegt að raða inn í þá samanbrotnum handklæðum svo plássið nýtist til fulls. Þá er helst til ráða að rúlla handklæðunum saman og geyma þau upprúlluð.
Meira
Úr álögum heitir þetta listaverk eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Séra Jón Auðuns gaf Ísfirðingum verkið til minningar um foreldra sína, Jón Auðun Jónsson alþingismann og Margréti...
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
VIÐ Hrafnistu í Hafnarfirði standa þrjár stórar byggingar í náttúrulegu umhverfi, rétt eins og þær hafi risið upp úr hrauninu. Gott rými er umhverfis byggingarnar og aðkoman greið.
Meira
Kindur hafa alltaf vitað að ull er hlý og einangrandi. Það vissu forfeður okkar líka og þess vegna notuðu þeir ullina í fatnað, voðir og jafnvel til einangrunar í hýbýli sín.
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Lundur er með til sölu einbýlishús, steinsteypt, 242,2 ferm. að stærð, þar af er bílskúr 40 ferm. Húsið var reist árið 1963 en bílskúrinn 1994.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.