GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sættust eftir margra mánaða deilur um Írak á fundi þeirra í New York í gær.
Meira
25 ÁRA karlmaður var handtekinn í Stokkhólmi í gær vegna gruns um að hann hefði myrt Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Sænskir fjölmiðlar sögðu að lögreglan væri sannfærð um að hún hefði náð morðingjanum.
Meira
OLÍUVERÐ hækkaði á heimsmarkaði í gær eftir að tilkynnt var að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, hefðu ákveðið að minnka olíuframleiðsluna um 900.000 föt á dag.
Meira
BRÆÐURNIR Hákon Guttormur og Höskuldur upplifðu mikið ævintýri í sumar ásamt föður sínum, Gunnlaugi Sigurðssyni, þegar stærstu ávextir sem þeir höfðu augum litið tútnuðu út í gróðurhúsi þeirra feðga í Kópavoginum, risastór grasker sem orðin eru 30 kg að...
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi við George W. Bush Bandaríkjaforseta um stöðu varnarmála Íslands er þeir hittust í boði í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.
Meira
Transfitusýrur auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en mettuð fita. Engar reglur eru til um magn transfitusýra í matvælum hérlendis eða merkingar þar að lútandi.
Meira
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanónemi ætlar ekki að láta sér nægja að leika einn píanókonsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld, píanókonsert eftir Jón Nordal.
Meira
HLUTHAFI í Eimskipafélagi Íslands hefur farið fram á það í bréfi til stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) að forstjóri þess, Páll Gunnar Pálsson, verði lýstur vanhæfur til að taka þátt í rannsókn á viðskiptum með bréf Eimskips, þar sem hann er hluthafi í...
Meira
HÖRPUDISKSTOFNINN í Breiðafirði heldur áfram að minnka og hefur minnkað um 12% frá síðustu mælingu í apríl sl. Stærð stofnsins er nú innan við 30% af því sem hann var að jafnaði á síðasta áratug. Hafrannsóknastofnunin hefur nýlokið mælingum á hörpudiskstofninum í Breiðafirði.
Meira
HUGBÚNAÐUR frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Theriak hefur gert að verkum að lyfjakostnaður hefur lækkað um 15-20% á þessu ári hjá St. Elisabeth-sjúkrahúsinu í Oberhausen í Þýskalandi.
Meira
Amerískir dagar, nautaat og afmæli er meðal þess sem er á döfinni í verslunum um helgina. Matarkynningar verða víða og einnig verður reynt að byggja stærsta kökuhús heims úr Frónkexi.
Meira
SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra, víkingasveitin svokallaða, fékk á dögunum hús við Sölvhólsgötu, sem áður tilheyrði Landssímanum, til afnota. Þar æfir sérsveitin ýmsar aðferðir við að komast inn í hús undir erfiðum kringumstæðum.
Meira
VERÐ á ýsukvóta hefur lækkað um 77% frá því á vorvertíð 2002 þegar verðið náði hámarki. Í síðasta mánuði var verðið að meðaltali aðeins um 30 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum Útvegshússins á verðþróun aflamarks síðustu fimm fiskveiðiár.
Meira
FRÆIÐ nefnist ný 80 fermetra verslun í Fjarðarkaupum sem sérhæfir sig í heilsuvörum. Verslunin er á afmörkuðu svæði og flokkast því undir skilgreininguna "búð í búð". Í Fræinu er að finna um það bil 1.
Meira
Sigfríður Gunnlaugsdóttir er fædd í Reykjavík 14. júlí 1965. Hún lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1988, prófi í uppeldis- og kennslufræðum 1989 og MA-gráðu frá Bretlandi 1991. Um áramót lýkur hún rekstrar- og viðskiptanámi í Endurmenntunarstofnun HÍ. Hún var framkvæmdastjóri AFS 1990-92 og þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu frá 2000. Frá júní hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Sigfríður á eina dóttur, Kristrúnu Ingunni.
Meira
Atburðadagatal | Mosfellsbær hefur sett upp atburðadagatal á heimasíðu bæjarins þar sem meðal annars má finna upplýsingar um þá íþrótta- og menningarviðburði sem framundan eru.
Meira
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segist hafa átt góðan fund með forsvarsmönnum Geðhjálpar í gær, en þar var m.a. rætt um það hvernig ráðuneytið gæti stutt við starfsemi Geðhjálpar.
Meira
Ræður þeirra Bush Bandaríkjaforseta og Chiracs, forseta Frakklands, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag sýna, að langt er í land með einhverja sátt um Íraksmálin. Ástæðan er meðal annars sú, að afstaðan til þeirra er orðin samofin stjórnmálunum í löndunum báðum.
Meira
Árlegt haustblót Vestlendinga verður haldið laugardaginn 27. september kl. 14, við Dragháls. Að loknu haustblóti færa blótsgestir sig til Akraness þar sem haldið verður helgunarblót að Minjasafninu á Görðum. Blótið hefst kl.
Meira
HUGMYND Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts um viðbyggingu við Sundhöllina við Barónsstíg, sem greint var frá á forsíðu Morgunblaðsins á þriðjudag, fær misjöfn viðbrögð þeirra arkitekta sem rætt var við en borgarstjóri og formaður skipulags- og...
Meira
Húsavík | Þeir brugðust skjótt við frændurnir Einar Traustason og Valtýr Guðmundsson á Húsavík á dögunum þegar fullorðin kona þar í bæ auglýsti eftir því hvort einhverjir væru tilbúnir að slá grasið í garði hennar.
Meira
BUSAVÍGSLA hefur staðið yfir í Menntaskólanum á Akureyri síðustu daga og þar eru nýnemarþjálfaðir og kennt hvað þarf til að vera nemandi í skólanum.
Meira
Grindavík | Búmenn afhentu á dögunum fjórar nýjar íbúðir í Grindavík. Alls hafa Búmenn tekið í notkun 42 íbúðir á Suðurnesjum. Íbúðirnar sem húsnæðissamvinnufélagið Búmenn afhentu í Grindavík eru við Árnastíg 1 til 7.
Meira
RANNSÓKNA- og fræðasetrið í Vestmannaeyjum myndar eins konar regnhlíf utan um Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (RF), Vestmannaeyjadeild Háskóla Íslands, Náttúrustofu Suðurlands og minni þjónustustofnanir undir einu og sama þakinu í...
Meira
LÖGFRÆÐINGUR Sophiu Hansen, Hasip Kaplan, segir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, í máli Sophiu gegn tyrkneska ríkinu, sé ekki síst persónulegur sigur fyrir Sophiu. Með dómnum hafi réttlætinu verið fullnægt.
Meira
Dúkkan Razanne er allt það sem dúkkan Barbie er ekki - er í kjól með löngum ermum, hefur slæðu, svonefnda hijab, um höfuðið, og eins og hönnuður hennar, Ammar Saadeh, viðurkennir sjálfur er mittið ekki sérlega grannt.
Meira
Evrópski tungumáladagurinn Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur gengst fyrir málþingi helguðu ungu fólki og tungumálakunnáttu, í tilefni af Evrópska tungumáladeginum á morgun, föstudaginn 26. október. Málþingið fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands, kl....
Meira
Fótbolti og atvinnulífið | Knattspyrnan hefur löngum átt ríkan sess í hjörtum Skagamanna og víst er að á laugardag munu Skagahjörtun slá í takt við gengi liðsins í úrslitaleiknum í VISA-bikarnum gegn FH.
Meira
RANNSÓKNA- og fræðasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni verða í brennidepli á málþingi rektors Háskóla Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga í Hátíðasal Háskóla Íslands milli kl. 14 og 16 í dag.
Meira
"ÞETTA var eiginlega eitt samfellt grín og glens, alveg óskaplega gaman og alltaf troðfullt út úr dyrum," segir Friðrik Bjarnason sem fyrir nær 40 árum var gítarleikari í Hljómsveit Ingimars Eydal, húshljómsveit Sjallans á Akureyri.
Meira
Keflavík | Nokkuð á annað þúsund grunnskólabörn úr Reykjanesbæ og Grindavík hlýddu á boðskap leikmanna bandaríska sýningarliðsins Harlem Ambassadors í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í gær.
Meira
BANDARÍSKUR hermaður, sem starfaði sem túlkur í Guantanamo, þar sem föngum úr Afganistanstríðinu er haldið, hefur verið handtekinn, grunaður um njósnir og aðstoð við óvininn. Verið er að kanna hvort stjórnvöld í Sýrlandi séu viðriðin málið.
Meira
YAIR Sapir frá Ísrael var 15 ára gamall þegar hann heyrði íslensku í fyrsta sinn í sjónvarpi, það var nánar tiltekið árið 1986 þegar Ísland var í fyrsta skiptið með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með hinn margrómaða Gleðibanka.
Meira
HÁSKÓLASETRIÐ á Hornafirði tók til starfa á vormánuðum 2002. Háskólasetrið er samstarfsverkefni undir forystu Háskóla Íslands. Auk HÍ eru þátttakendurnir Vegagerðin, sveitarfélagið Hornafjörður, Landsvirkjun, Siglingastofnun og Veðurstofan.
Meira
Sigmar Kristjánsson frá Húsavík ákvað á dögunum að skreppa í heimsókn á Snæfellsnes og fannst tilvalið að nota ferðina og hafa upp í ferðakostnað. Hann fyllti bílinn m.a. af flökum, harðfiski og silungi og kom við á mörgum bæjum.
Meira
ÁRIÐ 2000 endaði rúmlega þriðja hvert hjónaband með skilnaði en þangað til hafði skilnuðum fjölgað með hverju árinu. Síðustu tvö árin hefur skilnuðum í Reykjavík hins vegar fækkað lítillega ár frá ári og á sama tíma hefur giftingum fjölgað.
Meira
Grindavík | Knattspyrnukabarett var settur upp á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar UMFG sem fram fór um helgina. Ólafur Örn Bjarnason var útnefndur besti leikmaður tímabilsins.
Meira
BANASLYS varð á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara í gærmorgun um klukkan 7, þegar tveir fólksbílar lentu harkalega saman með þeim afleiðingum að 64 ára karlmaður lést.
Meira
FJÖLMARGIR kennarar af Suðurlandi lögðu leið sína til Vestmannaeyja seinnipart síðustu viku, og samtals voru 320 þátttakendur á haustþingi á vegum Kennarafélags Vestmannaeyja, Kennarafélags Suðurlands og Skólastjórafélags Suðurlands.
Meira
KJÖTVINNSLAN Ferskar afurðir ehf. á Hvammstanga hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja vikna. Ástæðan fyrir erfiðleikum félagsins er fyrst og fremst lausafjárskortur, en það hefur ekki enn lokið við að gera upp við bændur vegna sláturtíðar ársins 2002.
Meira
LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga efna til sýningar í Perlunni í Reykjavík dagana 26., 27. og 28. september í tilefni 20 ára afmælis samtakanna en þau voru stofnuð 8. október 1983. Á fjórða tug fyrirtækja og stofnana tekur þátt í sýningunni.
Meira
ÞÓRIR Haraldsson, framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, segir fyrirsjáanlegt að kjarnfóður komi til með að hækka í verði í haust. Ástæðan séu miklir þurrkar í Evrópu sem hafi hækkað verð á öllu korni.
Meira
Öræfum | Fyrir skömmu var brúnni yfir Kotá í Öræfum lyft um einn og hálfan metra. Það var brúarvinnu flokkur Sveins Þórðarsonar í Vík sem sá um það verk með hjálp ýmissa annarra.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Skeiðarvogsbrú við aðreinina að Miklubraut til austurs, hinn 22. september kl. 23.29. Þar varð árekstur milli blárrar Toyota Rav 4-jeppabifreiðar og hvítrar Toyota Corolla-fólksbifreiðar.
Meira
Vesturbæ | Helga Sigurjónsdóttir lestrarkennari hélt stutta kynningu á lestrarkennslu ungra barna, í leikskólanum Listakoti við Holtsgötu í Reykjavík á dögunum.
Meira
DÓTTURFÉLAG Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækisins, MSN, hefur ákveðið að loka fyrir frjálsa notkun spjallrása í flestum ríkjum heims þar sem óttast er að barnaníðingar hafi misnotað rásirnar. Lokunin kemur til framkvæmda 14. október nk.
Meira
ÆSKILEGT er að tekið verði upp mismunandi gjald á leikskólum í Reykjavík eftir aldri þeirra enda er dvalarkostnaður yngri barna hærri en eldri barna og því sækist nokkur hópur foreldra barna á einkareknum leikskólum eftir því af fjárhagslegum ástæðum...
Meira
Jóhannes Kristjánsson, ritstjóri fréttamiðilsins skarpur.is, skrifar pistla í morgunsárið um veðurog mannlíf á Húsavík. Í gær segir hann m.a.: "Mæti heiðurskonunni Helgu Magnúsdóttur, málara með meiru. Árni Vill er ekki í bílnum.
Meira
HÁSKÓLASETRINU í Hveragerði var komið á fót með samstarfssamningi Háskóla Íslands, Prokaria ehf. (áður Íslenskar hveraörverur), Hveragerðisbæjar, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofnunarinnar Neðri-Áss árið 2000.
Meira
FJÓRIR verktakar er buðu í nýbyggingu Djúpvegar voru allir undir áætlun Vegagerðarinnar þegar tilboð voru opnuð á þriðjudag. Um er að ræða ríflega sex kílómetra kafla milli Forvaða í Kollafirði og Þorpa í Steingrímsfirði. Verkinu á að vera lokið 1.
Meira
Norræna félagið í Reykjavík heldur aðalfund í dag, fimmtudaginn 25. september kl. 20, í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7 við Óðinstorg. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið uppá veitingar og myndasýningu.
Meira
Egilsstöðum | Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík opnar á föstudag formlega nýtt útibú á Egilsstöðum. VST er elsta verkfræðistofa landsins og með þeim stærstu í geiranum.
Meira
HÆSTIRÉTTUR í Þýskalandi komst í gær að þeirri niðurstöðu að yfirvöldum í sambandslandinu Baden-Württemberg hafi verið óheimilt að banna kennara að bera íslamska slæðu um höfuðið í kennslustofunni.
Meira
Óæskilegt rafsegulsvið | Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur úrbóta þörf vegna rafsegulsviðs frá spenni Orkubús Vestfjarða í Hafnarhúsinu, sem hýsir alla starfsemi Ísafjarðarhafnar.
Meira
Hveragerði | Kjartan Jakob Hauksson sem varð landsþekktur fyrir þor og kjark, þegar hann gerði fyrstu tilraun sína til að róa í kringum landið á árabát sínum Rödd hjartans, kom á dögunum í heimsókn í Hveragerði.
Meira
Stöðvarfirði | Petra Sveinsdóttir fann um daginn tvær sérkennilegar lirfur á blómkvisti í garði sínum. Reyndust það vera lirfur aðmírálsfiðrilda sem hún kom á legg í glerkrukku, sem geymd var ofan á ísskápnum hjá henni í nokkra daga.
Meira
SVEITARFÉLÖGIN í S-Þingeyjarsýslu sameinuðust í verkefninu "Virkjum alla" en þau hafa jafnframt ákveðið að gefa hinu rafræna samfélagi nafnið "Skjálfandi í faðmi þekkingar".
Meira
SAMKEPPNI meðal sveitarfélaga um rafrænt samfélag lauk í gær er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti hvaða sveitarfélög hefðu verið valin til þátttöku í þessu þróunarverkefni til næstu þriggja ára.
Meira
ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem fram koma hugmyndir um viðbyggingu við Sundhöllina. Morgunblaðið birtir hér uppdrátt af nærri 60 ára gamalli hugmynd arkitektanna Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, sem þeir unnu á árunum 1940 til 1944.
Meira
Fáskrúðsfirði | Víkingur AK 100 kom með fyrstu síldina sem fer í vinnslu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði á þessu hausti. Skipið var með 140 tonn og var síldin blönduð og fremur smá. Hún fer að hluta í flökun en annað verður fryst í beitu.
Meira
Sjúkraflug | Íslandsflug gekk síðdegis í gær frá samningum við Flugfélagið Mýflug um sjúkraflug frá Ísafirði í vetur, að því er fram kemur á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði.
Meira
BÖRNUM í öllum grunnskólum á Íslandi, alls 45 þúsund krökkum, var boðið upp á ókeypis mjólk í skólanum í gær í tilefni af aþjóðlega skólamjólkurdeginum, sem nú er haldinn í fyrsta skipti hér á landi.
Meira
Einn úr hópnum, Arnar Jónsson úr Myllubakkaskóla í Keflavík, fékk að sýna hvort hann væri betri í boltakúnstum og skotum á körfu en Ladé Majic, foringi Harlem Ambassadors.
Meira
VALGEIR Bjarnason, stjórnarmaður í Sparisjóði Hólahrepps, segir það ekki rétt í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins að flestir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hafi átt stofnbréf í sparisjóðunum áður en dótturfyrirtæki KS...
Meira
Veiði lauk fyrir nokkru í Svalbarðsá í Þistilfirði og voru lokatölur 291 lax, sem er mesta veiði í ánni í mörg ár, "a.m.k. sú mesta síðan að ég tók við ánni 1996," sagði Jörundur Markússon leigutaki í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Sveitarstjórnir | Aðalfundur Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, verður haldinn í Tjarnarborg, Ólafsfirði, um komandi helgi.
Meira
TVEIR kanadískir þingmenn hafa sagt sig úr sendinefndinni sem fylgir Adrienne Clarkson, landstjóra Kanada, í opinbera heimsókn til Rússlands, Finnlands og Íslands.
Meira
TVÖ umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri með stuttu millibili seinnipartinn í gær, þar sem bílar ultu. Ekki urðu teljandi slys á fólki í þessum óhöppum en töluvert eignatjón og aflífa þurfti hross sem slasaðist illa í öðru þeirra.
Meira
FRAM kom á blaðamannafundi í gær að Þingeyingar munu vinna að rafrænu samfélagi eftir slagorðunum "njóta-vilja-nýta-skilja". Friðfinni Hermannssyni á Húsavík kom þá í hug þessi oddhenda: Upp til gilja innan bylja fólki ylja ef er kalt.
Meira
Seyðisfirði | Útgerðarfélag Akureyringa lýsti því yfir í gær að það myndi segja öllu starfsfólki frystihússins Dvergasteins á Seyðisfirði upp frá og með 1. október nk. og loka húsinu í kjölfarið ef ekki næst að leigja það út eða selja.
Meira
Frístundabyggð | Það er vinsælt að eiga orlofshús í Stykkishólmi, náttúrufegurð einstök og þjónusta góð. Yfir 30 hús í Stykkishólmi eru í slíkri notkun.
Meira
Djúpavogi | Örninn KE kom með fyrstu haustsíldina til löndunar á Djúpavogi í gær. Skipið fór frá Djúpavogi um leið og löndun lauk og er nú komið aftur á miðin í Berufjarðarál, um 30 mílur frá landi.
Meira
Stærstu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru í Garðabæ en meðalíbúð þar er 161 fermetri að stærð og að meðaltali eru 3,17 einstaklingar um hverja íbúð.
Meira
SAMTALS verða á milli 1.000 og 1.200 beinbrot af völdum beinþynningar hér á landi árlega, og kostnaður samfélagsins við sjúkrahúslegur einar og sér er á bilinu 130 til 230 milljónir árlega, segir formaður Beinverndar.
Meira
Í KJÖLFAR viðskipta Íslandsbanka og Landsbanka með hlutabréf hafa vaknað spurningar um það hvort yfirtökuskylda falli á bankana í tilvikum Flugleiða og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH).
Meira
Rafmagn er að mörgu leyti orðið að lífæð nútíma þjóðfélaga. Þegar það hverfur, þótt ekki sé nema í skamman tíma, fer samfélagið að miklu leyti úr skorðum. Á þriðjudag varð rafmagnslaust á Sjálandi í Danmörku og í Suður-Svíþjóð í fjórar klukkustundir.
Meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sína um atvinnuleysi kvenna. "Langmestur kynjamunur er á Vestfjörðum en þar eru 80% atvinnulausra konur.
Meira
Þórður Magnússon: Píanótríó (frumfl. á Ísl.). Brahms: Píanótríó í c Op. 101; Tríó í H Op. 8. Trio Nordica (Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Mona Sandström píanó). Þriðjudaginn 23. september kl. 20.
Meira
GUÐRÚN Einarsdóttir myndlistarmaður opnar í dag sýningu á olíumálverkum í i8 á Klapparstíg 33. "Verkin eru öll unnin út frá náttúrunni. Þau eru yfirleitt ekki máluð með pensli á hefðbundinn hátt heldur nota ég ýmis verkfæri við vinnsluna.
Meira
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson verður einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói kl. 19.30 í kvöld. Víkingur er ungur að árum en hefur þegar vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína. "Ég var beðinn að spila Píanókonsert Jóns Nordal.
Meira
PLATAN Born to Run , sem bandaríski rokktónlistarmaðurinn Bruce Springsteen sendi frá sér árið 1975, hefur verið valin vinsælasta poppplata allra tíma í könnun sem vefsvæðið Zagat.com hefur gert.
Meira
Leikstjóri: Michael Bay. Handrit: Ron Shelton og Jerry Stahl, byggt á sögu eftir Marianne Wibberley, Cormac Wibberley og Shelton. Kvikmyndatökustjóri: Amir Mokri. Tónlist: Trevor Rabin og Dr. Dre.
Meira
SJÓNVARPIÐ er orðið vettvangur sífellt dónalegra orðfæris, að því er fram kemur í nýrri rannsókn samtakanna Parents Television Council (PTC) á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Stöðvarnar, sem vorurannsakaðar, voru: ABC, CBS, NBC, Fox, WB og UPN.
Meira
Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, tók saman fimmtán lög, eitt fyrir hvert ár sem sveitin hefur starfað, sem eiga það sameiginlegt að hafa náð gríðarlegum vinsældum.
Meira
ÞÓRGUNNUR Snædal rúnafræðingur heldur opinberan fyrirlestur kl. 17 í dag, fimmtudag, sem nefnist "Daglegt móðurmáls rit og stafagjörð." - Um rúnir á Íslandi að fornu og nýju.
Meira
Sérhver maður, sérhver kona/sérhver kynþáttur, sérhver þjóð/allt ber að þessum sama brunni/heilagri ást. Þannig syngur Sting í titillagi nýútkominnar plötu sinnar Sacred Love sem er hans sjöunda hljóðverssólóplata.
Meira
RÍKISÚTVARPIÐ sendir beint út frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Áhugafólk um sígilda tónlist getur því stillt á "gömlu gufuna" og hlýtt á ljúfa samhljóma ótal hljóðfæra og liðið á vængjum söngsins fram eftir kvöldi.
Meira
ÁRRISULIR Íslendingar gætu nú notað tækifærið, kveikt á viðtækinu og horft á Ísland í bítið á Stöð 2. Ísland í bítið er fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi hverju sinni í landinu.
Meira
ÞORSTEINN S. Ásmundsson rekstrarfræðingur er nýráðinn framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og hefur hann tekið við af Magnúsi Árna Skúlasyni. Þorsteinn útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands. Hann nam m.a.
Meira
Leikstjórn: Rob Reiner. Handrit: Jeremy Leven. Aðalhlutverk: Kate Hudson, Luke Wilson, Sophie Marceau, David Palmer, Rob Reiner. Lengd: 96 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003.
Meira
ÞAÐ hlaut að koma að því að á Íslandi yrði stofnaður aðdáendaklúbbur einnar af litríkustu sveitum landsins. Nú hafa aðdáendur og velunnarar Sálarinnar komið saman og skipa fylkinguna Gullna liðið, sem telur yfir fimm hundruð manns.
Meira
FLEST bendir nú til þess að lögin tvö sem upptökustjórinn goðsagnarkenndi Phil Spectors tók upp fyrir ensku gítarsveitina Starsailor verði þau síðustu sem hann vinnur að.
Meira
SÝNINGIN Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöld. Við opnunina mun höfundur sýningarinnar, Ólafur J.
Meira
19. Bókastefnan í Gautaborg hefst í dag. Anna Einarsdóttir hefur frá upphafi verið í fararbroddi við skipulagningu íslenska hlutans. Jóhann Hjálmarsson ræðir við Önnu um stefnuna og gildi hennar fyrir íslenskar bókmenntir.
Meira
SÁLIN hans Jóns míns er ein elsta starfandi hljómsveit Íslands og án efa ein sú dáðasta meðal íslenskra ballgesta. Sveitin hefur nú starfað í fimmtán ár og sér ekki högg á vatni í spilagleði Sálarmanna.
Meira
UPPSELT er á tónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Gunnars Guðbjörnssonar, Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar í Salnum annað kvöld. Tónleikarnir verða endurfluttir í Salnum á mánudagskvöld kl. 20.
Meira
NÝ David Bowie-plata hlýtur að teljast dýrmætari og dýrmætari með hverju árinu sem líður. Sérstaklega þegar karlinn virðist aftur kominn á beinu brautina og verður aðeins betri og betri með hverri plötu.
Meira
ÞAÐ fer nú bara bráðum að verða þjóðsaga út af fyrir sig hversu lengi Papar hafa haldið í toppsæti Tónlistans. Þar hafa þeir setið með gleðiplötu sína Þjóðsögu sleitulaust síðan snemmsumars og bendir ekkert til þess að þeir séu tilbúnir að gefa það...
Meira
"ÚTGEFANDI hennar hafði samband alveg upp úr þurru og bað okkur um að semja fyrir hana lag," segir Emilíana Torrini í samtali við Morgunblaðið um lagið "Slow" sem hún samdi ásamt meðhöfundi sínum, Mr.
Meira
HEIMDALLUR er langstærsta félag ungra sjálfstæðismanna í landinu. Þar á ungu fólki að gefast tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum og taka þátt í lifandi umræðum um þjóðfélagsmál.
Meira
UM ÞESSAR mundir eiga félagar okkar í verkalýðshreyfingunni í átökum við erlenda verktaka á hálendinu. Við í farmennskunni könnumst við fingraförin.
Meira
NÚ SÍGUR óðum á eitt hið mildasta og gróskuríkasta sumar í manna minnum. Haustið segir til sín. En eins og jarðargróðinn hefur dafnað vel í ár er jafngleðilegt að minnast þess að menningarlífið blómstrar í landinu.
Meira
NÚ þegar rúmir fjórir mánuðir eru liðnir frá Alþingiskosningum er gott að fara yfir hluta af loforðalista íhalds og framsóknar í kosningabaráttunni 2003. Blekið var varla þornað af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í vor, þ.e.a.s.
Meira
ÉG VARÐ fyrir fremur leiðinlegum atburði fyrr í þessum mánuði. Í mig var hringt og fögur kvennmannsrödd kynnti sig og sagðist vera frá Kaupþingi. Hún spurði mig til nafns, hvort ég hefði náð 19 ára aldri og hvort ég væri að vinna með skólanum.
Meira
NÚ stunda fleiri reykvískir nemendur tónlistarnám en nokkru sinni. Árleg framlög borgarinnar til tónlistarskólanna eru álíka há og framlög til Borgarleikhúss, Sinfóníu, Listasafns Reykjavíkur, Árbæjarsafns og Listahátíðar til samans!
Meira
ÉG finn mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir Jerry Seinfeld og félaga sem skemmta okkur á Stöð 2 kl. 18.05 mánudaga til fimmtudaga í viku hverri. Óánægður áskrifandi Stöðvar 2 skrifaði í Velvakanda laugardaginn 20. sept. sl.
Meira
Ástfinna Pálsdóttir fæddist á Siglufirði 16. október 1916. Hún lést 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Páll Guðmundsson vélstjóri, f. 1875, d. 1948 og Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja f. 1882, d. 1964, oftast nefnd Páll og Halldóra í Bænum.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Maggi Árnason fæddist í Reykjavík 24. desember 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 29. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hárlaugur Ingvarsson fæddist í Halakoti (nú Hvítárbakka) í Biskupstungum 14. júní 1928. Hann lést á heimili sínu Hlíðartúni í Biskupstungum 1. sept. síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 10. september.
MeiraKaupa minningabók
Helga Markúsdóttir fæddist á Fagurhóli í Landeyjum 31. janúar 1906. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Markús Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 4. nóvember 1878, d. 30. október 1957, og Sigríður Helgadóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Guðmundsdóttir fæddist á Hurðarbaki í Flóa 14. apríl 1924. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Selfossi aðfaranótt 6. september síðastliðins og var jarðsungin frá Selfosskirkju 13. september.
MeiraKaupa minningabók
Jón Sigurðsson fæddist á Bergstöðum í Biskupstungum 7. maí 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 31. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Gaulverjabæjarkirkju 6. september.
MeiraKaupa minningabók
Laufey Ólafsdóttir fæddist á Skeggjastöðum í Fellum 31. maí 1912. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 11. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Egilsstaðakirkju 22. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Reynir Halldór Hilmarsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1961. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans v. Hringbraut fimmtudaginn 11. september og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. september.
MeiraKaupa minningabók
Salóme Jóna Jónsdóttir fæddist á Flateyri 24. nóvember 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 11. september.
MeiraKaupa minningabók
Soffía Vilhjálmsdóttir fæddist í Óseyrarnesi 5. maí 1913. Hún lést í Reykjavík 4. september síðastliðinn og var útför Soffíu gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum 13. september.
MeiraKaupa minningabók
Stefán B. Aspar skipstjóri fæddist á Akureyri 3. júlí 1944. Hann lést á heimili sínu 1. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 9. september.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Helgadóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1914. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Unnar voru hjónin Guðríður Hannesdóttir, f. 25.10. 1879, d. 11.2. 1965, og Helgi Björnsson skipstjóri, f....
MeiraKaupa minningabók
50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 25. september, er fimmtugur Pálmi Helgason . Hann og kona hans, Hafdís Sigurðardóttir, taka á móti gestum laugardaginn 27. september frá kl. 20-23 í Félagsheimili Þrasta, Flatahrauni 21,...
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 25. september, er sjötugur Pálmi Sæmundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri sparisjóðs Hrútfirðinga, Borðeyri, Laugarholti, Stað . Hann tekur á móti gestum laugardaginn 27. september kl. 20 í Grunnskólanum á...
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 25. september, er sjötugur Ólafur Árni Benediktsson, fyrrverandi bóndi á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, Dalasýslu. Eiginkona hans er Guðrún Ágústsdóttir .
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 25. september, er áttræður Jónas Þórðarson, framreiðslumaður, Öldugranda 1, Reykjavík. Af því tilefni býður hann ættingjum og vinum að samgleðjast með sér í sal Félagsþjónustunnar að Hvassaleiti 56-58 í dag milli kl.
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir unga sem aldna á fimmtudögum kl. 14-17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja. Fyrsti foreldramorgunn haustsins verður í dag kl. 10-12.
Meira
Hin konunglega röð suðurs í spaða myndi sóma sér vel í póker, en sem tromplitur í fjórum spöðum er konungsveldið í nokkurri hættu fyrir afli fjöldans: Austur gefur; allir á hættu.
Meira
Vetrarstarfið hafið hjá Bridsfélagi Suðurnesja Fyrsta verðlaunamót haustsins, þriggja kvölda tvímenningur, er hafið en þar gilda tvö efstu kvöldin til verðlauna. Eftir fyrsta kvöldið standa eftirtalin pör best: Garðar Garðarss. - Kristján Kristjánss.
Meira
FÉLAGSSTARF eldri borgara í Neskirkju hefst að nýju laugardaginn 27. september. Þá verður farið í Þjóðmenningarhúsið og sýningin Landnám og Vínlandsferðir skoðuð. Drukkið verður kaffi í veitingastofu hússins. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14.
Meira
Í dag er fimmtudagur 25. september, 268. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þá mælti Páll: "Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er á Jesú."
Meira
Tveggja bíla heimilum fjölgaði ört á síðasta áratug. Einnig fór að bera á þriggja bíla heimilum eftir að barnið náði bílprófsaldri. Auðveldlega má hins vegar fækka fjölbílaheimilum.
Meira
Eftir að fréttir bárust um gríðarleg húfu- og vettlingakaup starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun í kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum fór Víkverji að velta því fyrir sér hvernig muni fara fyrir þessum vesalings mönnum í vetur, þegar íslenski veturinn...
Meira
"ÍSLENDINGARNIR þrír sem tóku þátt í leiknum stóðu sig vel," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir að flautað hafði verið til leiksloka á Manchester-Stadium þar sem hann...
Meira
ENSKA knattspyrnusambandið, FA, ákvað í gær að kæra Arsenal, sex leikmenn liðsins og tvo leikmenn Manchester United, fyrir ýmis agabrot leikmanna liðanna í leik þeirra á Old Trafford sl. sunnudag.
Meira
Eitt af atvikunum á Old Trafford sem ekki eiga að sjást á knattspyrnuvelli. Kamerún maðurinn Lauren tekur Phil Neville, Man. Utd., hálstaki, og Ashley Cole á einnig eitthvað vantalað við Neville.
Meira
GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var á meðal 5.000 áhorfenda í Hamborg í fyrrakvöld þegar Þýskaland sigraði Serbíu/Svartfjallaland, 28:22.
Meira
Dregið var í bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi. Kvennaflokkur : Fylkir/ÍR - KA/Þór FH - Valur Grótta/KR - Víkingur Valur 2 - Fram *Haukar, ÍBV, Stjarnan og FH 2 sitja hjá í fyrstu umferð.
Meira
LEIKMENN norska liðsins Lyn komu flestum á óvart í gær er liðið lagði PAOK Saloniki að velli í UEFA-keppninni í knattspyrnu en leikið var í Grikklandi. Helgi Sigurðsson skoraði eina markið á 37.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hækkar um átta sæti frá síðasta mánuði á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 48. sæti á listanum og er í 27. sæti á meðal Evrópuþjóða.
Meira
JOHN Lukic, fyrrverandi markvörður Arsenal og Leeds, er kominn í þjálfarahópinn hjá enska 2. deildarliðinu Barnsley, en þar ræður sem kunnugt er ríkjum Guðjón Þórðarson.
Meira
* ÓLAFUR Stígsson og Bjarni Þorsteinsson voru í byrjunarliði Molde þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Uniao Leiria frá Portúgal í UEFA-keppninni í knattspyrnu, en leikurinn fór fram í Portúgal . Ólafi var skipt út af á 63.
Meira
* REAL Madrid hampaði Santiago Bernabeu-bikarnum í fyrrakvöld, þegar leikið var um hann í 25. skipti. Bikarinn ber nafn fyrrverandi forseta liðsins og einnig völlur liðsins. Real vann argentínska liðið River Plate fyrir framan 23 þús. áhorfendur, 3:1.
Meira
ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í spennandi leik í Eyjum í gær, 26:26. Leikurinn var í járnum allan tímann og þegar upp var staðið verða úrslitin að teljast sanngjörn.
Meira
ÍSLENSKU kylfingarnir sem taka þátt á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á Five-Lakes vellinum á Englandi léku allir mjög vel á öðrum keppnisdegi í gær.
Meira
SKAGAMENN hafa kallað á framherjann Hjört Hjartarson frá Bandaríkjunum til að taka þátt í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ, Visa-bikarnum, við FH á Laugardalsvelli á laugardaginn.
Meira
LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með WBA, gekkst undir aðgerð á hné í gærkvöld en Lárus Orri meiddist í leiknum við Crystal Palace um síðustu helgi og haltraði af velli í fyrri hálfleik.
Meira
* STARFSMENN í Kaplakrika þurftu að raða upp auglýsingaskiltum á ný í síðari hálfleik FH gegn Selfossi eftir að Guðmundur Pedersen hornamaður liðsins og fyrirliði fór í gegnum "múrinn" eftir rimmu sína við Guðmund Guðmundsson hornamann Selfoss...
Meira
ENSKA 1. deildarliðið Stoke City er á höttunum eftir íslenska landsliðsmanninum Ívari Ingimarssyni sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves.
Meira
LEIKMENN íslenska drengjalandsliðsins í knattspyrnu, sem skipað er leikmönnum undir 17 ára, lentu í miklum hremmingum á þriðjudaginn á leið sinni til Litháen, þar sem þeir taka þátt í riðli í undankeppni Evrópukeppni drengjalandsliða.
Meira
ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir það líklegast að hann gangi til liðs við Sturm Graz frá áramótum en austurríska félagið hefur gert honum tilboð eins og Morgunblaðið hefur greint frá.
Meira
ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Grindvíkinga í knattspyrnunni, gekkst undir skurðaðgerð á hálsi í gær. Ólafur varð fyrir slæmum meiðslum í leik í sumar þegar hann rakst á samherja með þeim afleiðingum að brjósk í hálsinum hljóp til og klemmdi afltaug.
Meira
ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í handknattleik sem leika í Þýskalandi gengust í fyrradag undir ítarlega læknisrannsókn og þrekmælingu á sjúkrahúsi í Nordrhein Westfalen í Þýskalandi og var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari með þeim í för.
Meira
ÞRJÁR á móti sex tókst Valsstúlkum að skora gegn ÍBV og tryggja sér 29:27 í stórskemmtilegum leik að Hlíðarenda í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var varnarleikur í hávegum hafður en eftir hlé brast stíflan, hraðinn jókst til muna enda skoruðu liðin samtals 38 mörk eftir hlé. Uppskera Vals var í samræmi við kraft þeirra, hörku og líflega sókn.
Meira
INNRÁS Kínverja á vestræna sjávarafurðamarkaði hefur valdið miklum skjálfta meðal evrópskra og bandarískra framleiðenda sjávarafurða á undanförnum árum. Hin vaxandi fiskvinnsla Kínverja er t.a.m.
Meira
ÞAU eru mörg, náttúrunnar furðuverk. Í fljótu bragði virðist ekkert athugavert við þessa mynd en ef vel er að gáð sést að sandkolinn til vinstri snýr öfugt, ef svo má að orði komast, en sá sem er til hægri snýr rétt.
Meira
SAMKEPPNI frá láglaunalöndum hefur haft veruleg áhrif á stöðu sjávarútvegs í Noregi. Þetta kom fram í máli Jóns Garðars Helgasonar, framkvæmdastjóra Icelandic Norway, dótturfélags SH í Noregi, á markaðsfundi félagsins fyrir skömmu. Hjá Jóni Garðari kom...
Meira
KETILL Elíasson, útgerðarmaður á Bolungarvík, segir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að banna trillukörlum að sleppa undirmálsþorski sem kemur á handfæri, byggða á vafasömum forsendum.
Meira
NÝR bátur, Garri BA-90 var afhentur frá Seiglu ehf. til nýrra eigenda sem eru Garraútgerðin sf. á Tálknafirði nú í september. Er það nýsmíði nr. 10 hjá Seiglu og fimmti bátur sem Seigla afhendir á þessu ári.
Meira
"Gula hættan" - "Rauða ógnin" - "Hinn vaknandi risi er ófreskja" eru slagorð sem heyrast æ oftar í vangaveltum um framtíðarhorfur á markaði fyrir sjávarafurðir. Helgi Mar Árnason hlýddi á umræðu um áhrif vaxandi fiskvinnslu í Kína á markaðsfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Meira
TRÚNAÐARMANNARÁÐ Sjómannafélags Reykjavíkur tekur undir þau mótmæli sem fram hafa komið á hina svokölluðu línuívilnun og krefst þess að allir sjómenn sitji við sama borð þegar um úthlutun aflaheimilda er að ræða.
Meira
LEIGUVERÐ á ýsukvóta hefur lækkað um 77% á einu og hálfu ári. Þetta kemur fram í útreikningum Útvegshússins á verðþróun aflamarks á síðustu fimm fiskveiðiárum. Útvegshúsið hefur reiknað verðvísitölu fyrir aflamark í botnfisktegundum fyrir sl. ár.
Meira
HLUTAFJÁRÚTBOÐI Og Fjarskipta hf. (Og Vodafone) er lokið Boðið var út nýtt hlutafé að nafnverði 384.615.385 krónur á genginu 2,60. Söluverðið var því einn milljarður króna.
Meira
GERT er ráð fyrir því að hlutfall þeirra íbúa heimsins, sem lifa á minna en sem svarar 80 krónum á dag, minnki um helming fyrir árið 2015 miðað við 1990, einkum vegna mikils hagvaxtar í Kína og á Indlandi.
Meira
BRESK fasteignafyrirtæki eru komin undir smásjá Baugs, að því er fram kemur í samtali breska blaðsins The Daily Telegraph og Jóns Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Baugs ID, fjárfestingararms Baugs Group.
Meira
SAMTÖK álkaupenda í Evrópu (FACE) þrýsta á um að 6 prósenta tollur sem ESB leggur á ál sem er flutt inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði felldur niður.
Meira
PÁLL GUNNAR Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur ekki tímabært að taka afstöðu til þess í hvaða tilfellum hann kynni að teljast vanhæfur í málum sem þessu tengjast, enda snúi aðkoma Fjármálaeftirlitsins að reglubundnu eftirliti með...
Meira
Innleiðing markaðshagkerfis í gömlu Sovétríkjunum hefur gengið hægar en gert var ráð fyrir, segir hagfræðingurinn Gur Ofer í spjalli við Eyrúnu Magnúsdóttur. Hann telur að lítið hagkerfi eins og Ísland eigi að opna miklu meira fyrir viðskipti.
Meira
VILHJÁLMUR Bjarnason, hluthafi í Hf. Eimskipafélaginu, fer fram á það í bréfi til stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) að forstjóri þess, Páll Gunnar Pálsson, verði lýstur vanhæfur til að taka þátt í rannsókn á viðskiptum með bréf Eimskipafélagsins.
Meira
Hvenær er hugmynd svo almenn að ekki er hægt að sækja um einkaleyfi á henni? Svar við þessari spurningu hefur verið umdeilt í Evrópu á þessu ári. Árni Matthíasson segir frá deilum um hugbúnaðareinkaleyfi.
Meira
ÍMYND Statoil, stærsta olíufyrirtækis Noregs, hefur beðið hnekki. Fyrirtækið sem áður var þekkt fyrir sterka siðferðisvitund er nú sakað um að hafa greitt mútur til Írans í tengslum við umsvif þess þar í landi.
Meira
ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið TrackWell Software hefur gert samning við grænlenska símafélagið TeleGreenland um uppsetningu á tækniumhverfi sem gefur TeleGreenland möguleika á að bjóða upp á virðisaukandi farsímaþjónustu.
Meira
KALDBAKUR HF. keypti á miðvikudag 68 milljón hluti í Síldarvinnslunni hf. sem samsvarar 4% hlutafjár félagsins. Kaldbakur átti fyrir 3,91% í félaginu en á nú 7,91%.
Meira
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Maritech, sem meðal annars sérhæfir sig í lausnum fyrir sjávarútveginn hefur verið valið sem samstarfsaðili Microsoft-fyrirtækisins bandaríska við þróun á lausnum sem byggjast á Microsoft Business Framework (MBF) forritunarumhverfinu...
Meira
MEDCARE Flaga hefur opnað útibú í Þýskalandi. Þýski markaðurinn er sá næststærsti í sölu á vörum á heilbrigðissviði í heiminum og þar með lausnum til svefnrannsókna, eins og þeim sem Medcare Flaga þróar, framleiðir og selur, að því er segir í...
Meira
Guðni Rafn Eiríksson er fæddur 1977 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1998. Hann lauk prófi í viðskiptafræði af fjármálabraut frá Háskóla Íslands 2001 og prófi í verðbréfamiðlun vorið 2002. Guðni starfar sem verðbréfamiðlari hjá Jöklum-Verðbréfum en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2000. Unnusta Guðna er Marta Þórðardóttir, fjórða árs tannlæknanemi. Dóttir þeirra er Bryndís. Guðni Rafn hóf nýlega fimm mánaða feðraorlof.
Meira
Stefán Svavarsson dósent og Árni Harðarson lögfræðingur ræða um ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche
Meira
AFKOMA bresku fataverslanakeðjunnar Next á fyrri helmingi ársins var góð og í afkomutilkynningu samstæðunnar er sérstaklega vikið að góðu gengi íslensku verslunarinnar.
Meira
Ágúst H. Leósson tók við stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs af Kevin Smith 1. september síðastliðinn. Ágúst H. Leósson er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands.
Meira
ÞJÓNUSTULAUSNIR Skýrr og DK hugbúnaður í Kópavogi hafa undirritað samninga um að Skýrr veiti viðskiptavinum sínum viðskiptahugbúnað frá DK í Kerfisleigu Skýrr.
Meira
"...verð hlutabréfa (og skuldabréfa) flökta oft án sýnilegrar skýringar; slíkar verðsveiflur geta orðið töluverðar. Augljósasta dæmið var svarti mánudagurinn, þegar, án nokkurra sérstakra frétta, hlutabréfamarkaðurinn féll um 23 prósent.
Meira
Það hefur verið stormasamt í íslensku viðskiptalífi að undanförnu. Tekist hefur verið á um völd og áhrif í mörgum af stærstu félögum landsins og hefur eignarhald í mörgum þeirra tekið miklum breytingum á síðustu mánuðum.
Meira
VÆNTANLEG ákvörðun Evrópuráðsins í næsta mánuði um niðurgreiðslur flugvalla sem ekki eru í alfaraleið gæti hugsanlega markað tímamót og haft neikvæð áhrif á írska lággjaldafélagið Ryanair og fleiri sambærileg félög, að því er embættismenn í...
Meira
VARHUGAVERT er að draga of víðtækar ályktanir um þróun fasteignaverðs, eins og Íbúðalánasjóður gerði í mánaðarskýrslu sinni fyrir ágústmánuð. Þetta er mat Greiningardeildar Landsbanka Íslands.
Meira
LIÐ Tækniháskóla Íslands siglir nú töluvert fram úr samkeppnisaðilum sínum í markaðs- og stefnumótunarkeppninni MSB 2003 og tryggir enn sem fyrr stöðu sína efst á markaði AA.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.