Greinar miðvikudaginn 8. október 2003

Forsíða

8. október 2003 | Forsíða | 139 orð

Bannað að veiða og sleppa laxi?

KOMIÐ hefur í ljós við rannsóknir í Noregi að næstum allir laxar sem veiddir eru á stöng og síðan sleppt lifa það af. Þrátt fyrir það er unnið að því í norska landbúnaðarráðuneytinu að banna þessar sleppingar. Meira
8. október 2003 | Forsíða | 134 orð | 1 mynd

Fermingarbörn fræðast um fátæk lönd

TVÖ ungmenni frá Pókot-héraði í Kenýa heimsóttu í gær fermingarbörn í Digraneskirkju í Kópavogi og ræddu þar við börnin um fátækt og ástand mála í fátækum löndum. Meira
8. október 2003 | Forsíða | 85 orð | 2 myndir

Mikil kjörsókn í Kaliforníu

MIKIL kjörsókn var í sögulegum ríkisstjórakosningum sem fram fóru í Kaliforníu í gær. Um 2,2 milljónir manna greiddu atkvæði utan kjörstaðar og 15 milljónir til viðbótar höfðu skráð sig á kjörskrá, fleiri en nokkru sinni fyrr. Meira
8. október 2003 | Forsíða | 125 orð | 1 mynd

Sagður hafa reynt að hefja nýtt stríð

BASHAR al-Assad, forseti Sýrlands, sakaði í gær Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um að hafa reynt að draga Sýrlendinga og fleiri grannþjóðir inn í átök Ísraela og Palestínumanna og hefja nýja styrjöld í Mið-Austurlöndum með því að fyrirskipa... Meira
8. október 2003 | Forsíða | 256 orð

Þing Tyrkja fellst á að senda herlið til Íraks

TYRKNESKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða beiðni stjórnarinnar um að senda hermenn til friðargæslu í Írak þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform meðal almennings í Tyrklandi og í íraska framkvæmdaráðinu í Bagdad. Meira

Baksíða

8. október 2003 | Baksíða | 215 orð | 1 mynd

Depurð eftir brúðkaup

Í NÚTÍMASAMFÉLÖGUM er hægt að leita sér meðferðar við nánst hverju sem er og samkvæmt hinum breska vef Evening Standard , fara fjölmargar konur í Bretaveldi "í meðferð" vegna depurðar í kjölfar eigin brúðkaups ( wedding blues ). Meira
8. október 2003 | Baksíða | 165 orð | 1 mynd

Farsímafíkn

FÓLK sem finnur fyrir skapsveiflum, pirringi og vanlíðan þegar það er ekki með farsímann sinn við höndina, ætti að huga að meðferð þar sem það gæti verið orðið háð SMS-skilaboðasendingum, að því er fram kemur á fréttavef BBC . Meira
8. október 2003 | Baksíða | 219 orð

Félögum í VR frjálst að skipta um lífeyrissjóð

VERSLUNAR- og skrifstofufólki innan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) er frjálst að greiða iðgjöld til annarra sjóða en Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þetta má lesa út úr lögfræðiáliti fyrir Samtök atvinnulífsins þar sem niðurstaðan er m.a. sú að ekki séu lagalegar forsendur fyrir því að meina verslunar- og skrifstofufólki að hefja greiðslur til Samvinnulífeyrissjóðsins á grundvelli hugsanlegrar aðildar að Lífeyrissjóði verslunarmanna. Meira
8. október 2003 | Baksíða | 388 orð | 1 mynd

Gjöld á ökutæki hækka

ÚTGJÖLD bíleigenda hækka að meðaltali um 8-12 þúsund krónur á ári vegna hækkunar annars vegar á almennu vörugjaldi af bensíni og hins vegar sérstöku vörugjaldi af bensíni. Geir H. Meira
8. október 2003 | Baksíða | 329 orð

Meiri hlátur - minni grátur

ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert. Í ár er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum. Hér á landi er aðbúnaður barna líklega hvað bestur í heiminum. Meira
8. október 2003 | Baksíða | 70 orð | 1 mynd

Mjög hvasst á landinu

MJÖG hvasst veður gerði á landinu í gær. Björgunarsveitin Ársæll var kölluð út til að aðstoða fólk á höfuðborgarsvæðinu sem var í vanda. Vilhjálmur Halldórsson björgunarsveitarmaður segir stórt tré hafa fokið á hliðina í Sigtúni. Meira
8. október 2003 | Baksíða | 889 orð | 1 mynd

"Kynlíf alltaf kveikt hressilega í mér"

Mannleg samskipti hafa lengi heillað fjöllistakonuna Helgu Brögu Jónsdóttur, sem er í hlutverki kynlífsráðgjafa á kabarettnámskeiðinu "Hitt". Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að fræðilegar rannsóknir sýndu að hláturinn gerði kraftaverk þegar losa þyrfti um tilfinningar. Meira
8. október 2003 | Baksíða | 280 orð | 1 mynd

"Vorum vissulega í hættu"

"Það stendur alltaf tæpt þegar menn eru nálægt fjöru í leiðindaveðri," segir Randver Sigurðsson, skipstjóri á Fossá ÞH. "Eitt akkeri slitnaði en við náðum að koma hinu út þegar við vorum 0,8 sjómílur frá landi. Meira
8. október 2003 | Baksíða | 218 orð

Stjórnvöld ætla að útfæra reglur

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að útfæra hugmyndir Byggðastofnunar um endurgreiðslu á flutningskostnaði til fyrirtækja á landsbyggðinni í reglur. Meira

Fréttir

8. október 2003 | Miðopna | 799 orð | 2 myndir

117 ára verslunarsögu KEA lokið

Kaupfélag Eyfirðinga rak um árabil fjölda verslana af öllu tagi á Akureyri og í nágrannabyggðum. Margrét Þóra Þórsdóttir stiklar hér á stóru í verslunarsögu KEA í tilefni þess að félagið er nú hætt afskiptum af slíkum rekstri. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð

Aðalfundur MS félags Íslands verður haldinn...

Aðalfundur MS félags Íslands verður haldinn laugardaginn 11. október kl. 11 á Hótel Loftleiðum (Þingsalur 1). Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Námskeið í notkun Excel í fjármálum verður hjá Stjórnendaskóla Háskóla Reykjavíkur mánudagin 13. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Aðeins einn mjólkurbolli til matar suma daga

IRENE Doomo og Madanyang Salomon eru bæði kennaramenntuð en eru atvinnulaus og hafa kennt í sjálfboðavinnu á heimaslóðum. Þar kenna þau við erfiðar aðstæður, ýmislegt vantar til starfsins, vegalengdir eru miklar og engar almenningssamgöngur. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 1001 orð

Aðild að Lífeyrissjóði verslunarmanna frjáls

SAMKVÆMT lögfræðilegu áliti sem unnið var fyrir Samtök atvinnulífsins eru ekki lagalegar forsendur fyrir því að meina verslunar- og skrifstofufólki að hefja greiðslur til Samvinnulífeyrissjóðsins á grundvelli hugsanlegrar aðildar að Lífeyrissjóði... Meira
8. október 2003 | Landsbyggðin | 227 orð

Afköst í sláturhúsi KS tvöfölduð milli ára

Sauðárkróki | Afköst hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga hafa nær tvöfaldast frá sláturtíð í fyrra, en í ár var slátrað um 100 þúsund dýrum en 53 þúsund í fyrra. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Afleiðingar sem veiðimenn vöruðu mjög við

FORMAÐUR Landssambands veiðifélaga, Óðinn Sigþórsson, segir tíðindin að undanförnu af eldislaxi í austfirskum laxveiðiám vera grafalvarleg og þær afleiðingar séu nú að koma fram sem landssambandið hafi varað við á sínum tíma þegar sjókvíaeldið var... Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð

Afsláttur af stöðumælasektum

SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur ákvað í gær að taka upp að nýju þriggja daga staðgreiðsluafslátt af sektum vegna stöðvunarlagabrota, þar á meðal stöðumælasekta. Afslátturinn af sektunum er 550 kr. og lækkar því stöðumælasektin úr 1.500 kr. í 950 kr. Meira
8. október 2003 | Miðopna | 299 orð

Algjört reiðarslag

"ÞETTA kom yfir mig eins og algjört reiðarslag," sagði Brjánn Guðjónsson sem lengi var verslunarstjóri í matvöruverslun KEA við Hafnarstræti og síðar deildarstjóri matvörudeildar um þau tíðindi að Kaupfélag Eyfirðinga hefði nú hætt afskiptum af... Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð

Austurbyggð | Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest heiti...

Austurbyggð | Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest heiti sveitarfélagsins Austurbyggðar. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps en kosið var til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi 20. september síðastliðinn. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ákærður fyrir brot á skattalögum

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur gefið út ákæru á hendur 44 ára reykvískum karlmanni fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, tekju- og eignarskatt og fyrir bókhaldsbrot. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð

Barnafjölskyldur fái sérstakan skattaafslátt

ÞINGFLOKKUR Frjálslynda flokksins hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sérstakan skattaafslátt vegna barna. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 196 orð

Best að búa í útjaðri Antwerpen

ÍBÚAR sveitanna í nágrenni Antwerpen í Belgíu eru ánægðari með lífið en aðrir íbúar Evrópu. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Brú lagfærð á Núpsvötnum

VEGAGERÐARMENN frá Vegagerðinni í Vík eru þessa dagana að endurnýja dekkið á brúnni yfir Núpsvötn. Brúin er orðin 30 ára gömul og er gólfið í brúnni að stærstum hluta upprunalegt. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 345 orð

Bygging álvers verði heimiluð sem fyrst

ÞING Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið var á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina, fagnar áhuga erlendra aðila á að byggja upp álver við Skjálfanda og hvetur stjórnvöld til að heimila byggingu álversins sem fyrst. Meira
8. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 97 orð | 1 mynd

Bæjarstjórn skorar á ráðherra

Hafnarfirði | Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi hinn 30.september að skora á heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra að tryggja í fjárlögum ársins 2004 að framkvæmdir geti hafist við stækkun Sólvangs um a.m.k. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Bændur verði tölvuvæddir

FORSVARSMENN Landssíma Íslands hf. og verkefnisins UD, upplýsingatækni í dreifbýli, hafa undirritað samkomulag um að efna til þriggja ára samstarfsverkefnis um sameiginlegt átak um þróun upplýsingatækni í dreifbýli. Verkefnið felur m.a. Meira
8. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Börnin tefla | Skákfélag Akureyrar hefur...

Börnin tefla | Skákfélag Akureyrar hefur reglulegar barna- og unglingaæfingar sínar nk.laugardag, 11. október kl. 13.30. Aðalþjálfari í vetur verður Björn Ívar Karlsson og er öllum krökkum í bænum boðið í Íþróttahöllina á skákæfingu. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð

Dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi þrítugan karlmann í tveggja ára fangelsi í gær fyrir að nauðga tveimur tvítugum konum á heimili sínu í Reykjavík í janúar sl. Notfærði hann sér að þær gátu ekki spornað við kynferðisbrotunum sökum ölvunar og svefndrunga. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Endurnýja samstarfssamning

NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla Suðurlands og Landsbankinn innsigluðu samning um samstarf sín á milli um stuðning bankans við félagið. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

Eyjabúð í Reykjavík Í frétt um...

Eyjabúð í Reykjavík Í frétt um verslunina Eyjabúð, sem rekin hefur verið í Vestmannaeyjum í 50 ár, er talað um að verslunin hafi verið flutt til Reykjavíkur eftir gos og aftur til Eyja eftir gos. Verslunin selur vörur fyrir útgerð og byggingariðnaðinn. Meira
8. október 2003 | Suðurnes | 213 orð | 1 mynd

Fitjar koma til greina

Njarðvík | Hugmyndir hafa verið reifaðar við Ásatrúarfélagið að reisa hof í Víkingaheimum á Njarðvíkurfitjum, í víkingaþorpinu sem fyrirhugað er að koma upp í tengslum við Naust víkingaskipsins Íslendings. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Fjárheimildir verða auknar um 8 milljarða

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2003. Er í frumvarpinu farið fram á að fjárheimildir ársins verði auknar um 8 milljarða kr. Á móti er í frumvarpinu áætlað að tekjur aukist um 3 milljarða. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 99 orð

Fjöldamorð í Kongó

FULLTRÚAR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Kongó komu í gær til bæjarins Kachele í Iture-héraði í Kongó en þar voru a.m.k. 65 manns myrtir með köldu blóði í fyrradag. Átök milli tveggja ættbálka á þessum slóðum, Hema og Lendu, hafa kostað 50. Meira
8. október 2003 | Suðurnes | 110 orð | 1 mynd

Fólk á ýmsum aldri í kennslustundum

Keflavík | Gestir fengu að koma í kennslustundir og fylgjast með starfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðastliðinn laugardag. Opið hús í skólanum var fjölsótt og tókst vel, að sögn stjórnenda. Meira
8. október 2003 | Suðurnes | 163 orð | 1 mynd

Fólki á að líða vel í vinnunni

Suðurnesjum | "Þetta er áhugaverður hluti af sálgæslunni, maður er sífellt að vinna með skyld mál," segir Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, sem tekið hefur að sér það verkefni að vera trúnaðarráðgjafi á vegum... Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Framlög til þróunarmála verða aukin á næstu árum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að það lægi fyrir að framlög Íslendinga til þróunarmála yrðu aukin á næstu árum. Það væri þó ekki búið að taka ákvörðun um hversu mikið þau yrðu aukin. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 341 orð

Frumvarp lagt fram um vernd heimildarmanna

LAGT hefur verið fram á Alþingi lagafrumvarp þar sem lagt er til að lögfestar verði sérstakar reglur "til verndar trúnaðarsambandi fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra", eins og það er orðað. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 543 orð

Fræða fermingarbörn um fátæk lönd

FERMINGARBÖRN úr Kópavogi fengu óvenjulega heimsókn í Digraneskirkju í gær þegar tvö ungmenni frá Kenýa mættu í fermingarundirbúning hjá sr. Gunnari Sigurjónssyni og sögðu frá kjörum sínum og uppvexti í Pókot-héraði í Kenýa. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Gagnrýna hækkun gjalda

ÞINGMENN stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu harðlega á Alþingi í gær lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um að fast árgjald og kílómetragjald þungaskatts og vörugjöld af eldsneyti hækki um 8% í samræmi við forsendur fyrir tekjuáætlun fjárlagafrumvarps næsta... Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Hafna skattlagningu á geisladiskum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sambandi ungra framsóknarmanna: "Samband ungra framsóknarmanna hvetur menntamálaráðherra til að endurskoða lög um skattlagningu á brennanlegum geisladiskum. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 248 orð

Handbók um mannréttindafræðslu

KOMIN er út á vegum Íslandsdeildar Amnesty International handbók um mannréttindafræðslu, Fyrstu skrefin, í íslenskri þýðingu Erlends Lárussonar. Meira
8. október 2003 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Haustferð Hafralækjarskóla

Laxamýri | Undraheimar Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og náttúrufar á því svæði var þema dagsins þegar nemendur Hafralækjarskóla í Aðaldal fóru í haustferð um Norður-Þingeyjarsýslu. Meira
8. október 2003 | Landsbyggðin | 131 orð | 1 mynd

Héldu 170 ára afmælismót í golfi

Stykkishólmi | Mikill áhugi er fyrir golfi í Stykkishólmi og stunda þá íþrótt um 100 manns í bænum. Golfarar eru þekktir fyrir að finna ástæður fyrir að keppa í þessari göfugu íþrótt og oft þarf ekki tilefnið að vera merkilegt. Meira
8. október 2003 | Suðurnes | 208 orð

Hugmyndir uppi um að byggja tónlistarmiðstöð við Stapann

Reykjanesbæ | Hugmyndir eru uppi um að byggja við félagsheimilið Stapann í Njarðvík til að koma þar upp tónlistarmiðstöð þar sem Tónlista rskóli Reykjanesbæjar og Poppminjasafn Íslands hefðu aðstöðu. Meira
8. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Hvað heldur samfélaginu saman?

INGVILL Plesner félagsfræðingur fjallar um tilraunir fræðimanna til að svara hinu sígilda viðfangsefni félagsfræðinnar um það hver sé grundvöllur samfélagsins á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 8. október. Meira
8. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 48 orð

Hverfisfundur í miðborg

Miðbæ | Í kvöld verður haldinn hverfisfundur í miðbænum með Þórólfi Árnasyni borgarstjóra. Fundurinn hefst kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fundarstjóri er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Hverfisráðs Miðborgar. Meira
8. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 180 orð

KEA aftur í matvöruna?

SVO gæti farið að Kaupfélag Eyfirðinga kæmi aftur að rekstri matvöruverslana á Norðurlandi og víðar á landinu. Kaupfélag Suðurnesja hefur óskað eftir samstarfi við KEA um framtíðareignarhald á Samkaupum. Eins og fram hefur komið hefur Kaldbakur hf. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð

Kennarar farnir að nota hljóðkerfi

NOKKUÐ er orðið um það að kennarar noti tæki við kennslu til að magna röddina í þeim tilgangi að hún heyrist betur. Björn Víðisson, hjá Heyrnartækni ehf. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 691 orð | 2 myndir

Konunglegt loforð rennur út í Búlgaríu

Fyrrverandi konungur Búlgaríu hét þegnum sínum að koma á betri tíð með blómum í haga á 800 dögum er hann var kjörinn forsætisráðherra landsins í júní 2001. Nú eru 800 dagarnir liðnir og lítið bólar á áþreifanlegum umbótum. Þegnunum finnst þeir sviknir. Meira
8. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 105 orð | 1 mynd

Lagfært við Laxdalshús

UNDANFARNAR vikur hefur starfsfólk Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar unnið að endurbótum á framlóðinni við Laxdalshús, elsta hús bæjarins, sem stendur við Hafnarstræti í gamla innbænum. Grjóthleðsla framan við húsið er m.a. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Laxveiði á stöng svipuð í sumar og á síðasta ári

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá Veiðimálastofnun er laxveiði á stöng mjög áþekk því sem var í fyrra, eða um 34.100 laxar á móti 33.767 í fyrra. Þetta liggur nærri meðalveiði áranna 1974-2002, sem er 34.761 lax. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð | 2 myndir

Leiðrétting vegna Júlíönusýningar í Listasafninu

SÚ meinlega villa komst inn í sýningarskrá á verkum Júlíönu Sveinsdóttur sem sýnd eru í Listasafni Íslands, að verk nr. 3, "Kona við sauma" er sögð móðir listakonunnar. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Leitað að "Hans Hedtoft" næsta sumar

"VIÐ erum að sökkva." Þetta var það síðasta, sem heyrðist frá Grænlandsfarinu "Hans Hedtoft" 30. janúar 1959 klukkan 17.41. Það hvarf síðan í djúpið fyrir sunnan Hvarf á Grænlandi með 95 manns um borð. Meira
8. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 62 orð

Lóðir lausar til umsóknar

Hafnarfirði | Hafnarfjarðarbær auglýsti um helgina lausar til umsóknar lóðir á Völlum og í Hellnahrauni. Laugardaginn 11. október, á Degi iðnarins, verður Hafnarfjarðarbær með kynningu á þessum svæðum í íþróttahúsinu Ásvöllum milli kl. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð

Lýst eftir vörubílstjóra

LÖGREGLAN á Hvolsvelli lýsir eftir ökumanni hvítrar vörubifreiðar sem ók um Rangárvallasýslu síðdegis þriðjudaginn 7. október. Óhapp varð við svokallaða Hárlaugsstaðabrekku klukkan 16. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 130 orð

Málsmeðferð ekki lokið

SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls barns sem lést úr heilahimnubólgu sl. vor, en málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 570 orð | 2 myndir

Miklar rannsóknir og boranir í gangi

Jarðboranir hf. hafa lokið borun rannsóknarholu í Hágöngum, en Landsvirkjun áformar að reisa orkuver á svæðinu. Unnið er að ýmsum öðrum jarðhitarannsóknum á landinu, en fjallað var um ýmis verkefni á þessu sviði á ráðstefnu Jarðhitafélags Íslands um fjölnýtingu jarðhita og mikilvægi hennar víða um heim. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 330 orð

Móar hf. fá ekki nauðasamning sinn staðfestan

HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur með því að fallast á kröfu lánardrottna fuglabúsins Móa hf. um að hafna staðfestingu nauðasamnings Móa við lánardrottnana, sem voru Hamar ehf. og Reykjagarður. Meira
8. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 376 orð

Mótssvæði félaganna verður af 17 milljónum króna

STJÓRNIR hestamannafélaganna Funa og Léttis fordæma niðurstöðu stjórnar LH þess efnis að stefnt skuli að samningum við Vindheimamela sf. varðandi staðarval landsmóts hestamanna 2006. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Niðurstöður sem munu koma ýmsum á óvart

ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að í álitsgerðinni felist tvær meginniðurstöður sem báðar séu nýjar af nálinni, miðað við það sem flestir hafi talið, og komi því sjálfsagt ýmsum á óvart. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 67 orð

Nýr vefur um sjávarútveg

OPNAÐUR hefur verið nýr vefur um sjávarútveg á vegum Framsóknarflokksins á slóðinni: http://www.xb.is/sjavarutvegur. Markmið vefjarins er að vera lifandi og fjölbreytilegur vettvangur skoðanaskipta miðjumanna um sjávarútvegsmál. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 316 orð | 3 myndir

Páfi í Pompei

JÓHANNES Páll páfi II fór í gær til borgarinnar fornu Pompei á Suður-Ítalíu til að biðja fyrir friði í heiminum. Páfi, sem er 83 ára, er farinn að heilsu og hafa kardínálar í Páfagarði að undanförnu gefið til kynna að hann sé við dauðans dyr. Meira
8. október 2003 | Suðurnes | 320 orð | 1 mynd

"Dóttur mína vantaði myndir á veggina"

Guðmundur Reynisson, verslunarmaður í Keflavík, dó ekki ráðalaus þegar dóttir hans lét þau orð falla fyrir tveimur árum að hana vantaði einhverjar myndir í nýja húsið sitt. Meira
8. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 629 orð | 1 mynd

"Svo margt sem ég get spurt um og margt sem ég get sagt"

Það var góð stemning í Setbergsskóla í Hafnarfirði þegar Mentorverkefninu Vinátta var ýtt úr vör í þriðja skiptið á dögunum. Verkefnið er þriggja ára tilrauna- og þróunarverkefni rekið af Velferðarsjóði barna á Íslandi, sem Íslensk erfðagreining... Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

"Vildi bara að við værum vinir"

ANTOINE Yates, sem hélt bæði tígrisdýr og krókódíl í íbúðinni sinni á Manhattan í New York, sagði í fyrradag, að hann hefði langað til að sýna fram á, að dýr og menn gætu búið undir sama þaki. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Qurei sver embættiseið

AHMED Qurei, nýr forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, sagði að það yrði sitt helsta verkefni að koma á nýju vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Ráðinn fulltrúi hjá NATO í Skopje

INGIMAR Ingimarsson, fv. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Rússneski læknirinn er okkur ómissandi

ÉG er mjög ánægður með samninginn" segir Gianni Porta, verkefnisstjóri hjá Impregilo S.p.A. í Kárahnjúkavirkjun. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Sagan af Káti heitnum

Borgarnesi | Færst hefur í vöxt að foreldrar heimsæki skóla og segi frá störfum sínum eða öðru sem nemendur hafa áhuga á. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir heimsótti 1. og 2. Meira
8. október 2003 | Landsbyggðin | 92 orð | 1 mynd

Saga sparisjóðsins á bók

Borgarnesi | Sparisjóður Mýrasýslu hélt upp á 90 ára afmæli sitt 1. október sl. en þann dag var hann stofnaður árið 1913. Af því tilefni var viðskiptavinum og velunnurum boðið að þiggja kaffiveitingar í afgreiðslu sparisjóðsins á Borgarbraut 14. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Samband sunnlenskra kvenna 75 ára

SAMBAND sunnlenskra kvenna var stofnað í Þjórsártúni hinn 30. september árið 1928. Í tilefni af 75 ára afmæli sambandsins komu um 250 konur saman í Hestheimum í Rangárvallasýslu þriðjudaginn 30. september sl. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Setti allt traust á áhöfnina

ÁTTA hjúkrunarfræðingar úr svokallaðri greiningardeild slysa- og bráðamóttökunnar í Fossvogi, sem er send á vettvang ef stórt hópslys verður, æfði í gærdag sig úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sérhæfð þjónusta við fasteignakaupendur

FASTEIGNAÞJÓNUSTA Búnaðarbankans hf. verður til húsa í nýju útibúi bankans sem opnað verður í Árbæjarhverfi í dag. Er það til húsa við Hraunbæ 117. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Sér um að skipuleggja heilsugæslu

HEILBRIGÐISSTOFNUN Austurlands, Landsvirkjun og Impregilo S.p.A. hafa gert með sér samning um skipulagningu, framkvæmd og kostun heilsugæslu- og slysaþjónustu á því svæði sem framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar taka til. Meira
8. október 2003 | Miðopna | 1236 orð | 2 myndir

Sharon grípur til "fyrirbyggjandi aðgerða"

Loftárás Ísraela á æfingabúðir hryðjuverkamanna í Sýrlandi á sunnudag olli taugatitringi í mörgum arabaríkjum. Kristján Jónsson kynnti sér skoðanir manna á því hvað hefði valdið ákvörðun Ísraela. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 197 orð

Siðmennt færir þingmönnum trúfrelsisstefnu sína

STJÓRN Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, hefur afhent alþingismönnum "Stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum". Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð

Sjóminjar Þjóðminjasafns ekki í eigu borgarinnar

ÁGÚST Georgsson, deildarstjóri sjóminjasafns Þjóðminjasafns Íslands, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna ummæla Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns undirbúningshóps um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík. Haft er eftir Sigrúnu í Morgunblaðinu 2. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sjö mánaða fangelsi fyrir skattsvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 6,1 milljónar kr. sektar fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt, lögum um tekju- og eignaskatt og bókhaldsbrot. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Skeifárfoss á Tjörnesi

Skeifárfoss á Tjörnesi er einn af þeim fallegu fossum sem finna má í Þingeyjarsýslum. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð

Slysalaust ár hjá Járnblendifélaginu

HEILT slysalaust ár náðist nýlega hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins. Það er í fyrsta sinni í sögu félagsins og af því tilefni var fáni dreginn að húni laugardaginn 27. september sl. Miðað er við slys sem leiða til fjarveru frá vinnu. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Styrkja SÁÁ um 350.000

Bæjarstjórn Akraness og nokkrir embættismenn fóru nýlega í heimsókn til SÁÁ þar sem starfsemi stofnunarinnar var kynnt og rætt um forvarnarmál. Í lok heimsóknarinnar afhenti formaður bæjarráðs, Guðmundur Páll Jónsson, SÁÁ styrk að fjárhæð 350. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn ungri stúlku

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefursýknað rúmlega tvítugan karlmann af ákæru um að hafa þröngvað 14 ára gamalli frænku sinni til annarra kynferðismaka en samræðis. Hið meinta brot átti sér stað í desember 2001 en ríkissaksóknari gaf út ákæru ári síðar. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tvær bílveltur á sama tíma

TVÆR bílveltur urðu við vestari Héraðsvatnabrúna í Skagafirði milli kl. 17 og 18 í gær. Fólksbíll og jeppi eru gjörónýtir eftir velturnar, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki, en bílbeltin forðuðu ökumönnunum frá meiðslum. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

Úr bæjarlífinu

Fjölmenningarbraut | Þessa dagana er unnið að undirbúningi fjölmenningarbrautar við Menntaskólann á Ísafirði og hefst kennsla þegar á vorönn, skv. frétt Bæjarins besta á Ísafirði. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Vann ferð til Þýskalands á landsleikinn við Þjóðverja

VINNINGSHAFI í Touran-landsleik Heklu, Ingvar Steinar Vilbergsson, 18 ára, hefur fengið afhenta sjö miða á síðari landsleik Íslands og Þýskalands sem fram fer í Hamborg laugardaginn 11. október nk. Meira
8. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 358 orð | 1 mynd

Varanleg vinátta

Hlíðum | Pálína Björg Snorradóttir, nemi í þjóðfræði við HÍ, og Ása Mylinh Du Yu, nemandi í Háteigsskóla, voru tengdar saman sem mentor-par árið 2001 þegar Mentorverkefnið Vinátta fór fyrst af stað. Þá var Ása átta ára. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 183 orð

Vart við síld fyrir austan

SKIPSTJÓRARNIR á nótaskipunum Sunnutindi SU og Sighvati Bjarnasyni VE leituðu í gærkvöldi að síld á Glettinganesgrunni um 17 sjómílur austur af landinu. Höfðu þeir verið í skamma stund á miðunum þegar Morgunblaðið hafði samband og ekki fundið neitt... Meira
8. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 207 orð

Vatn flæddi um slysadeild FSA

BETUR fór en á horfðist þegar afrennslisrör frá heitavatnskerfi fór í sundur í lofti biðstofu slysadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um kl. 06 í gærmorgun. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Veður og sjólag | Á Skagastrandarhöfn...

Veður og sjólag | Á Skagastrandarhöfn hefur verið komið upp veðurathugunarstöð sem mælir bæði veður og sjólag. Upplýsingar frá stöðinni birtast á vefsíðu Siglingastofnunar www.sigling. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð

Veita símaþjónustu í sérverkefnum

ÖLLUM sem koma á slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi er sinnt eftir bestu getu en læknisaðstoð í gegnum síma er aðeins gefin tengist málið ákveðnum sérverkefnum sem deildin hefur tekið að sér. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Verður Iain Duncan Smith "farinn fyrir jól"?

Næstum helmingur yfirlýstra kjósenda breska Íhaldsflokksins ber ekki traust til núverandi leiðtoga flokksins, Iains Duncans Smiths. Davíð Logi Sigurðsson segir því ekki þurfa að koma á óvart að Duncan Smith eigi nú í vök að verjast. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Verkefni víða um heim

ÍSLENDINGAR koma að jarðhitarannsóknum og vinnslu víða erlendis. Jarðboranir hf. hafa verið með verkefni á Azóreyjum í áratug og Enex hf. Meira
8. október 2003 | Landsbyggðin | 268 orð | 1 mynd

Vélsmiðja Einars fjárfestir í nýjum vélum

Ólafsfirði | Vélsmiðja Einars í Ólafsfirði hefur fjárfest í nýjum vélum, plötusaxi og fjölklippum fyrir á fimmtu milljón króma. Hér er um að ræða vélar sem gefa mikla möguleika og auka samkeppnishæfni fyrirtækisins. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir

FEGRUNARNEFND Blönduóss veitti fyrir skömmu viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir í bæjarfélaginu fyrir árið 2003. Meira
8. október 2003 | Miðopna | 129 orð

Vill samstarf við KEA um framtíðareignarhald á Samkaupum

KAUPFÉLAG Suðurnesja hefur óskað eftir samstarfi við KEA um framtíðareignarhald á Samkaupum. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð

Vitni óskast

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að slysi þegar kona varð fyrir bíl í Lækjargötu við Bankastræti um kl. 3.57 aðfaranótt sunnudagins 5. október sl. Talað er um rauða leigubifreið 7 manna. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 828 orð | 1 mynd

Þarf ekki að óttast tvítyngi

Elín Þöll Þórðardóttir er fædd 14. janúar 1964. Hún tók tvöfalt masterspróf, í talmeinafræði og heyrnarfræði við Wisconsin-háskóla í Madison og lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 1998. Síðan hefur hún starfað sem lektor við McGill-háskóla í Montreal í Kanada. Hún hefur sérhæft sig í málþroskaröskunum barna, greiningu og meðferð og stundar rannsóknir á því sviði, með áherslu á samanburð á ólíkum tungumálum og málþroskaraskanir tvítyngdra barna. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Þarna geta orðið mjög alvarleg slys

STEFÁN Þórarinsson er yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Hann segir samninginn um heilbrigðisþjónustu í Kárahnjúkum mikilvægan. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Þeir leka

Hreiðar Karlsson vekur máls á því að gert hafi verið við þinghúsið fyrir 25 milljónir. Svo leki allt saman, jafnvel þingmenn. Þingið dugar illa enn, engin von það batni. Jafnvel okkar æðstu menn ekki halda vatni. Meira
8. október 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Þ. Ragnar Jónasson

Þ. RAGNAR Jónasson, fræðimaður og fyrrverandi bæjargjaldkeri á Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 6. október sl. Ragnar fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal 27. Meira
8. október 2003 | Erlendar fréttir | 107 orð | 3 myndir

Þrír fá eðlisfræðiverðlaun Nóbels

ÞRÍR vísindamenn, Alexei A. Abrikosov, Vitaly L. Ginzburg og Anthony J. Leggett, hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði, svo sem á ofurleiðni og ofurflæði. Tilkynnti sænska Vísindaakademían þetta í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

8. október 2003 | Leiðarar | 554 orð

Hörmulegur atburður vekur spurningar

Hörmulegur atburður, þegar lítil stúlka lézt úr heilahimnubólgu síðastliðið vor, hefur orðið til að beina athygli að vinnubrögðum í heilbrigðiskerfinu. Meira
8. október 2003 | Leiðarar | 178 orð

Tímamót í verzlunarsögu

Það eru auðvitað ákveðin tímamót í verzlunarsögu þjóðarinnar þegar Kaupfélag Eyfirðinga hættir verzlunarrekstri á sínu gamla athafnasvæði en það gerðist í fyrradag þegar Kaupfélag Suðurnesja keypti meirihlutaeign Kaldbaks í Samkaupum. Meira
8. október 2003 | Staksteinar | 362 orð

- Við erum Barðstrendingar

Ingólfur Kjartansson, skólastjóri grunnskóla Tálknafjarðar, blæs íbúum Barðastrandar hvatningarorð í brjóst í gestapistli á vefsíðunni Patreksfjörður.is. "Við erum stolt af því að búa í þessum harðbýla landshluta. Meira

Menning

8. október 2003 | Menningarlíf | 1347 orð | 4 myndir

Af ýmsu tagi

RÉTT skal vera rétt, eins og það heitir, jafnan ergilegt þegar heimildir reynast einhverra hluta vegna ekki grundaðar, þannig eitt og annað athugunarvert litið dagsins ljós varðandi ruplið frá safninu í Bagdad. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 661 orð | 1 mynd

Bjóða meðalmennskunni birginn

FÁTT Í heimi rokksins hefur gert mann eins agndofa síðustu árin og stökkið stóra sem breska tríóið Muse frá smábænum Teignmouth í Devon tók frá sinni fyrstu plötu Showbiz til annarra plötunnar Origin of Symmetry . Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 250 orð | 1 mynd

Borgarstjóri sigurstranglegastur

UM tvö þúsund konur og fjórir karlmenn munu koma saman á Broadway annað kvöld klukkan níu, þar sem Konukvöld útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7 verður haldið. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Damien Rice hlýtur bandarísku Mercuryverðlaunin

ÍRSKA söngvaskáldið Damien Rice hlaut bandarísku Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötu sína, O , en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Wiltern-leikhúsinu í Los Angeles á sunnudaginn. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Eingöngu svartir listamenn á topp tíu

SVARTIR listamenn eru í tíu efstu sætunum á lista Billboard yfir vinsælustu lögin í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Fjölbreytileiki í fyrirrúmi

ATIÐ verður aftur á dagskrá Sjónvarpsins í vetur á miðvikudagskvöld. Þar verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og áhersla lögð á að fjalla um allt sem viðkemur ungu fólki. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 293 orð | 3 myndir

Grín og gaman

NÝ sjónvarpsstöð, Stöð 3, hefur útsendingar á morgun. Það eru Norðurljós sem reka stöðina og er einkenni stöðvarinnar að einvörðungu verður flutt gamanefni, bæði nýtt og sígilt. Meira
8. október 2003 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Handbók

Lífsgleði njóttu er sjálfsræktarbók eftir Dale Carnegie . Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi. Í bókinni er að finna leiðbeiningar um hvernig megi sigrast á áhyggjunum áður en þær sigra þig. Meira
8. október 2003 | Menningarlíf | 103 orð

Íslensku safnaverðlaunin afhent

ÍSLENSKU safnaverðlaunin verða veitt í fjórða sinn í dag. Vigdís Finnbogadóttir afhendir verðlaunin í Duushúsunum í Keflavík kl. 17. Verðlaunagripurinn er koparskjöldur er Sigríður Bragadóttir hefur hannað. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 361 orð

Kennari og nemandi

Leikstjórn og handrit: Karen Moncrieff. Kvikmyndatökustjóri: Rob Sweeney. Tónlist: Adam Gorgoni. Aðalleikendur: David Strathairn, Agnes Bruckner, Margaret Colin, A. J. Buckley. 87 mínútur. Miramax. Bandaríkin 2003. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 407 orð | 3 myndir

Leikarinn Ben Affleck er í vondum...

Leikarinn Ben Affleck er í vondum málum þessa dagana því kona að nafni Tara Ray fullyrðir að hann hafi hótað sér lífláti. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 68 orð | 2 myndir

Miðasala hafin

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Airwaves hefst í næstu viku, hinn fimmtánda október, og er miðasala hafin. Verð á passa er 3.900 kr. og veitir hann aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir. Meira
8. október 2003 | Menningarlíf | 499 orð | 1 mynd

"Heimasíðan er hafsjór upplýsinga um leiklist"

NÝ HEIMASÍÐA fræðsludeildar Þjóðleikhússins var opnuð í gær á Smíðaverkstæðinu af Önnu Flosadóttur sem kennir leiklist í Hlíðaskóla og Benedikt Gröndal, nemanda í Kvennaskólanum. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 1130 orð | 2 myndir

Sáttur

Sólóskífa Bubba Morthens, 1000 kossa nótt. Öll lög og textar eru eftir Bubba, sem jafnframt syngur, leikur á kassagítar, stjórnar upptökum og útsetur ásamt hljómsveitinni Stríði og friði. Meira
8. október 2003 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Tim Hagans með Stórsveitinni

FYRSTU tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur á þessu starfsári fara fram á Kaffi Reykjavík í kvöld kl. 21. Þá stýrir sveitinni einn af fremstu djasstrompetleikurum heimsins, Tim Hagans frá New York. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Vilja stjórna heiminum á ný

NÚ lítur út fyrir að dúettinn Tears For Fears - skipaður þeim Roland Orzabal og Curt Smith - muni snúa aftur í upprunalegri mynd. Síðasta plata sveitarinnar sem tvíeykis, Sowing The Seeds of Love , kom út fyrir fjórtán árum. Meira
8. október 2003 | Fólk í fréttum | 250 orð | 2 myndir

Þrívíddaræði!

ÞAÐ greip um sig þvílíkt þrívíddaræði um helgina þegar ungir sem aldnir flykktust á nýju myndina um Njósnakrakkana snjöllu. Meira
8. október 2003 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Æviskrár

Samtíðarmenn , ný útgáfa, er komin út. Verkið kom út fyrir tíu árum en er nú í tveimur bindum og öskju. Samtíðarmenn hefur að geyma æviágrip 1.700 Íslendinga sem verið hafa áberandi í samfélaginu og vakið athygli fyrir störf sín á undanförnum árum. Meira

Umræðan

8. október 2003 | Aðsent efni | 363 orð | 1 mynd

Bilaða lóðaplatan

ÞAÐ er athyglisverð iðja að berja höfði við stein, en minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er að ná talsverðum tökum á þessari íþrótt eins og grein Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um lóðamál hér í blaðinu á mánudag ber með sér. Meira
8. október 2003 | Bréf til blaðsins | 603 orð

Dýravinurinn mikli Ásta í Dalsmynni

MIKIÐ hefur verið fjallað um Dalsmynni og má segja að þeir sem þar búa séu lagðir í einelti. Dæmi úr bréfi til blaðsins: "Ein kona sem ég þekki á 10 hunda frá Dalsmynni en einungis 2 þeirra eru í lagi. Þetta er því miður ekki einsdæmi. Meira
8. október 2003 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Fjármagn í nýsköpun, núna!

Í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag birtist afar athyglisverð grein eftir Jón Daða Ólafsson viðskiptaráðgjafa. Meira
8. október 2003 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Hjartaheill / Árangursríkar forvarnir

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga eiga 20 ára afmæli í dag 8. október Í tilefni af því stóðu samtökin fyrir veglegri sýningu er nefndist Hjartaheill í Perlunni dagana 26.-28. september, en 28. september var jafnframt alþjóðlegur hjartadagur. Meira
8. október 2003 | Aðsent efni | 635 orð | 1 mynd

Hverju lofaði ríkisstjórnin?

UMRÆÐAN um sjávarútvegsmál er á hvolfi, allt snýst um meint loforð um línuívilnun. Línuívilnun er ekki lofað af ríkisstjórninni heldur er hún aðeins nefnd sem ein af hugsanlegum leiðum til að styrkja hagsmuni sjávarbyggða. En hvað eru sjávarbyggðir? Meira
8. október 2003 | Bréf til blaðsins | 202 orð

Loftnet

FJÖLSKYLDA í Smáíbúðahverfi hefir hækkað risið á húsi sínu og sett á það kvist. Sótt var um leyfi til byggingarnefndar og var það veitt. Á síðari stigum kom það í ljós að þessi breyting á húsinu hafði ekki farið í s.k. grenndarkynningu. Meira
8. október 2003 | Bréf til blaðsins | 461 orð | 1 mynd

Málefni MS-félagsins MÁLEFNI MS-félagsins voru fyrir...

Málefni MS-félagsins MÁLEFNI MS-félagsins voru fyrir nokkrum vikum til umfjöllunar í fjölmiðlum, en síðan hefur ekki heyrst orð um hvernig þeim málum lyktaði. Þar kom fram að einn starfsmaður var ákærður fyrir að hafa tekið sér fé úr sjóði félagsins. Meira
8. október 2003 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Svar til vandræðabarns þjóðarinnar

ÖNUNDUR Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri, skrifar grein í Morgunblaðinu í gær undir heitinu "Vandræðabarn þjóðarinnar". Þar sér Önundur ástæðu til að gagnrýna Eimskipafélagið eins og ýmsir aðrir hafa haft þörf fyrir í gegnum tíðina. Meira
8. október 2003 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Það græða allir

ÞAÐ er ástæða til að óska Íslendingum til hamingju með frábært framlag íslensks leikhúss til menningar okkar. Meira

Minningargreinar

8. október 2003 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

ALMA ÁSMUNDSDÓTTIR

Alma Ásmundsdóttir fæddist í Reykjavík 6. september 1921. Hún lést á Líknardeild Landspítalans, Landakoti, föstudaginn 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásmundur Gestsson kennari í Reykjavík, f. 17. júní 1873, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2003 | Minningargreinar | 448 orð | 1 mynd

GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR

Guðný Guðnadóttir fæddist í Þorkelsgerði í Selvogi 11. janúar 1927. Hún andaðist á heimili sínu 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Þorlákskirkju 26. september. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2003 | Minningargreinar | 1843 orð | 1 mynd

JÓHANN RÓSINKRANZ BJÖRNSSON

Jóhann Rósinkranz Björnsson fæddist á Ísafirði 20. júní 1924. Hann lést á gæsludeild Landspítalans í Fossvogi 25. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 6. október. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Allir sitji við sama borð

VILHJÁLMUR Bjarnason, hluthafi í Eimskipafélagi Íslands, hefur sent stjórn Fjármálaeftirlitsins bréf þar sem hann óskar eftir því að öðrum hluthöfum í Eimskipafélaginu verði gefinn kostur á að selja bréf í félaginu á sama gengi og Samson keyptu hlut sinn... Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 199 orð | 1 mynd

Greining Íslandsbanka mælir með kaupum í LÍ

GREININGARDEILD Íslandsbanka mælir í nýrri verðmatsskýrslu með kaupum á hlutabréfum í Landsbankanum. Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Kaupþing Búnaðarbanki selur í Kaldbaki

KAUPÞING Búnaðarbanki hf. hefur selt 118 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Kaldbaki hf. Þetta eru 6,72% af heildarhlutafé félagsins. Fyrir söluna átti bankinn 7,96% hlut í Kaldbaki en á 1,24% eftir söluna. Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Landsbanki með 74,5% í Landsafli

LANDSBANKI Íslands hefur keypt 49% hlut Íslenskra aðalverktaka í fasteignafélaginu Landsafli. Fyrir átti bankinn 25,5% hlut í félaginu en á nú 74,5%. Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Næstminnst spilling á Íslandi

SPILLING er næstminnst á Íslandi og minnst í Finnlandi, ef marka má lista með 133 löndum sem stofnunin Transparency International hefur raðað saman. Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Ráðstefna um dagvörumarkaðinn

TVEIR Íslendingar verða meðal fyrirlesara á árlegri ráðstefnu fyrirtækisins ACNielsen um dagvörumarkaðinn í heiminum, sem hefst í dag og er haldin hér á landi. Þetta eru þau Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs Ísland, og María Ellingsen, leikari. Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Samskip opna skrifstofu í Larvík í Noregi

SAMSKIP hafa opnað skrifstofu í Larvík í Noregi. Er þetta gert í framhaldi af því að félagið hóf siglingar á nýrri gámaflutningaleið milli Belgíu, Hollands og Noregs í ágústlok. Rekstur skrifstofunnar heyrir undir Ólaf E. Meira
8. október 2003 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Viðskiptamenning rædd í Svíþjóð

VIÐSKIPTAMENNING Íslands og Svíþjóðar verður meginefni ráðstefnu sem haldin verður í Stokkhólmi í dag að undirlagi samtakanna Norden i Fokus, Norræna félagsins og sendiráðs Íslands í Svíþjóð. Meira

Fastir þættir

8. október 2003 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli .

40 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 8. október, er fertugur Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar . Hann og Katrín Ösp Bjarnadóttir bjóða vinum og vandamönnum til fagnaðar á BSÍ laugardaginn 11. október kl.... Meira
8. október 2003 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 8. október, er fimmtugur Eiríkur Jónsson, stuðlastjóri Íslenskra getrauna, Álfhólsvegi 10a, Kópavogi. Eiginkona hans er Hulda Björk Nóadóttir . Þau hjónin hafa þegar haldið fagnað með ættingjum og... Meira
8. október 2003 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 8. október, er sextug Helga Hauksdóttir hárgreiðslumeistari, Stakkhömrum 11, Reykjavík . Eiginmaður hennar er Jóhann Örn... Meira
8. október 2003 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, 8. október, er áttræð Stella Stefánsdóttir, Lækjargötu 22a, Akureyri . Eiginmaður hennar er Gunnar Konráðsson . Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag á Fiðlaranum, 4. hæð, milli klukkan 18 og 21. Meira
8. október 2003 | Fastir þættir | 206 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

SUÐUR spilar fjóra spaða og fær á sig þægilega vörn í byrjun. En það eru holur á veginum framundan. Vestur gefur; allir á hættu. Meira
8. október 2003 | Í dag | 858 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur Þorvaldur Halldórsson. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustundirnar látið kirkjuverði vita í síma 5538500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Meira
8. október 2003 | Viðhorf | 888 orð

Endalaus bjartsýni

Það byrjar örugglega að myndast röð upp úr kl. sex, reiknaði ég út. Og það er kannski vissara að tilkynna lögreglunni að húsið sé komið á sölu. Meira
8. október 2003 | Í dag | 208 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja - Tólf sporin SÍÐASTI opni...

Hallgrímskirkja - Tólf sporin SÍÐASTI opni fundurinn í tólf spora námskeiði vetrarins verður í kvöld, miðvikudag, kl. 20 í Hallgrímskirkju. Gengið inn um suðurdyr. Meira
8. október 2003 | Dagbók | 77 orð

HEIMURINN OG ÉG

Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Meira
8. október 2003 | Dagbók | 525 orð

(Matt. 23,39.)

Í dag er miðvikudagur 8. október, 281. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég segi yður: Héðan af munuð þér eigi sjá mig, fyrr en þér segið: Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins. Meira
8. október 2003 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. Be3 b5 6. Bd3 Rf6 7. Dd2 Rg4 8. Bg5 h6 9. Bh4 O-O 10. h3 Rf6 11. O-O-O Da5 12. Kb1 b4 13. Re2 Be6 14. Rc1 Rbd7 15. Hhe1 Hfb8 16. Rb3 Dc7 17. g4 a5 18. g5 hxg5 19. Rxg5 Rf8 20. f4 a4 21. Rc1 c5 22. d5 Bxd5 23. Meira
8. október 2003 | Fastir þættir | 415 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur átt erindi á Landspítalann við Hringbraut reglulega um hríð og hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að oftast sé ógjörningur að fá þar bílastæði. Meira

Íþróttir

8. október 2003 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

* BJARKI Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Víkingi...

* BJARKI Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Víkingi , gekkst undir aðgerð á hné í gær en liðþófi í vinstra hné hans rifnaði í bikarleiknum á móti Stjörnunni í síðustu viku. Bjarki verður frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar í það minnsta. * 1. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

* DAGUR Sigurðsson , þjálfari og...

* DAGUR Sigurðsson , þjálfari og leikmaður Bregenz , skoraði eitt mark þegar lið hans vann Raika Gänserndorf , 25:24, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 193 orð

Fjórar þjóðir vilja EM 2006

FJÓRAR þjóðir sækjast eftir að halda Evrópumeistaramótið í handknattleik eftir þrjú ár. Þetta eru Danmörk, Þýskaland, Noregur og Sviss, en síðastnefnda þjóðin sóttist einnig eftir keppninni á næsta ári en varð undir í slag við Slóveníu. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Fjórir frá Ólympíusamhjálpinni

FJÓRIR ungir og efnilegir íþróttamenn fengu í gær afhentan styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að auðvelda þeim að leggja meiri stund á æfingar og keppni með það að markmiði að undibúa sig sem væntanlegir þátttakendur í Ólympíuleikum framtíðarinnar. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 125 orð

Guðni tilkynnir Moldavíufarana

GUÐNI Kjartansson, þjálfari unglingalandsliðs karla, undir 19 ára, tilkynnti í gær 18 manna hóp sem tekur þátt í undanriðli Evrópumótsins 17.-21. október. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Hvetur Ferguson til að kaupa Eið Smára

JOHN Sadler, dálkahöfundur í breska blaðinu The Sun, hvetur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, til að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea þegar opnað verður fyrir leikmannakaup í janúar. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 32 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill: Digranes: HK - Breiðablik 20 Ásvellir: Haukar - Selfoss 20 Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Austurberg: Fylkir/ÍR - KA/Þór 17.30 Kaplakriki: FH - Valur 19. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Jóhann B. fer í uppskurð á hásin

JÓHANN B. Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Lyn í Noregi, fer í uppskurð í dag en þrálát meiðsli í hásin hafa gert honum lífið leitt undanfarin misseri. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Jörundur Áki og erlendur þjálfari til Fram

JÖRUNDUR Áki Sveinsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs Fram fyrir næsta tímabil og hann stýrir jafnframt 2. flokki félagsins. Jörundur Áki mun starfa við hlið erlends þjálfara en Framarar vinna í að fá þjálfara og þrjá leikmenn erlendis frá, að sögn Brynjars Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hlutafélagsins Fram, Fótboltafélags Reykjavíkur, sem sér um rekstur elstu flokka Safamýrarfélagsins. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 1642 orð | 3 myndir

Keflavík sótti ekki vatnið yfir lækinn

Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Haukar, KR og jafnvel Snæfell eru í hópi þeirra liða sem ættu að öllu jöfnu að skipa sér í hóp efstu liða í úrvalsdeild karla, Intersportdeild, í körfuknattleik. Annað kvöld hefst Íslandsmótið þar sem fjórir leikir fara fram. Sigurður Elvar Þórólfsson velti fyrir sér liðunum og möguleikum þeirra í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 166 orð

Konurnar ríða á vaðið í Njarðvík og Seljaskóla

ÞAÐ verða konurnar sem hefja Íslandsmótið í efstu deild í körfuknattleik að þessu sinni en í kvöld tekur Njarðvík á móti bikarmeistaraliði ÍS á heimavelli. Hið unga lið ÍR fær KR í heimsókn. Fyrstu umferð 1. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

* KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Skallagríms í Borgarnesi, sem...

* KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Skallagríms í Borgarnesi, sem leikur í 1. deild, hefur samið við bandaríska skotbakvörðinn Steven Howard , en hann er 24 ára gamall og kemur frá New York . Howard lék með Skallagrímsmönnum sl. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

"Betra að vera með 11 leikmenn en 10 og hálfan"

HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði í viðtali á heimasíðu Charlton Athletic í gær að hann yrði að vera skynsamur þegar kæmi að ákvörðun um hvort hann léki með íslenska landsliðinu í Hamborg á laugardaginn. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 101 orð

"Söknum Heiðars"

RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford, staðfesti í gær að hann reiknaði ekki með því að Heiðar Helguson léki með liðinu á ný fyrr en um miðjan desember. Heiðar meiddist á hné á æfingu hjá Watford fyrir mánuði. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 101 orð

"Völler nýtur fulls stuðnings"

KARL-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München, neitar því að það sé missæti milli sín og þýska knattspyrnusambandsins vegna vals á þýska landsliðinu sem mætir Íslendingum í Hamborg á laugardaginn. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 331 orð

Rio Ferdinand út í kuldann

RIO Ferdinand, miðvörðurinn öflugi hjá Manchester United, var ekki valinn í enska landsliðið fyrir leikinn mikilvæga á móti Tyrkjum í Istanbúl á laugardaginn. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

* RONALDINHO tryggði Barcelona sæti í...

* RONALDINHO tryggði Barcelona sæti í 32 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Barcelona lenti í miklu basli með 3. deildar liðið Atletico Gramanet en Brasilíumaðurinn skoraði 7 mínútum fyrir leikslok og Barcelona sigraði, 1:0. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 2 orð

Spáin

Keflavík 410 Grindavík 378 KR 346 Njarðvík 314 Haukar 299 Snæfell 235 Tindastóll 228 Breiðablik 138 ÍR 131 Hamar 129 KFÍ 127 Þór Þ. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 1 orð

Spáin

Keflavík 105 ÍS 84 Grindavík 60 KR 54 Njarðvík 48 ÍR... Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 121 orð

Styrktarsjóður úthlutaði 12,8 milljónum á árinu

STJÓRN styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna úthlutaði í gær rúmum tveimur milljónum króna til sérsambanda og sérgreinanefnda. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 38 orð

ÚRSLIT

KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppnin, 64-liða úrslit: Alicante - Villarreal 1:2 Compostela - Deportivo La Coruna 0:1 Los Reyes - Real Madrid 0:3 Atletico Gramanet - Barcelona 0:1 Gimnástica - Athletic Bilbao 2:1 Castellon - Valencia 1:1 *Leiknum hætt á 83. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Þjálfari Litháen ætlar sér að fella Berti Vogts

TAUGASTRÍÐ fyrir lokaleikina í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, sem leiknir verða um næstu helgi, er komið í fullan gang og ekki síst í riðli okkar Íslendinga. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, sendi Litháum tóninn fyrir skömmu en þjóðirnar eigast við á Hampden Park í Glasgow á laugardaginn og þar verða Skotar að vinna sigur til að komast í aukakeppni um laust sæti í úrslitakeppninni í Portúgal. Meira
8. október 2003 | Íþróttir | 115 orð

Þrumuveður í Hamborg

ÞEGAR Ísland og Þýskaland léku Evrópuleik sinn í Reykjavík 6. september á Laugardalsvellinum, héldu margir að rigningarveður myndi vinna með Íslendingum. Meira

Bílablað

8. október 2003 | Bílablað | 142 orð | 1 mynd

16 þúsund km á mánuði

FYRIRTÆKIÐ JMP vélar fékk á dögunum afhentan Iveco Stralis. Jón M. Pálsson, aðaleigandi og margreyndur vörubílstjóri kvaðst hafa séð bílinn á sýningu erlendis og ákveðið kaupin fljótlega í framhaldi af því. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 625 orð | 5 myndir

Andlitslyfting á Mondeo V6

FORD Mondeo er kominn á markað eftir dálitla andlitslyftingu sem reyndar felur í sér einar 1.500 breytingar. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 283 orð

Athugasemd frá Bílanausti vegna verðkönnunar á rafgeymum

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá Bílanausti: "Í Morgunblaðinu, Bílar, miðvikudaginn 1. október sl. birtist á bls. 6B samanburður á verði rafgeyma í 2ja dálka töflu. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 321 orð | 1 mynd

Álögur á bíla aukast um á þriðja milljarð

ÞAÐ stefnir í að tekjur ríkissjóðs af bílum og bílanotkun aukist um á þriðja milljarð króna miðað við forsendur fjárlaga. Álögur á bílaeigendur hækka annars vegar í formi vörugjalda á bensín og hins vegar með hækkun á þungaskatti. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 139 orð

DHL-haustrallið

DHL-haustrall Bifreiðaklúbbs Reykavíkur fer fram laugardaginn 11. október nk. Reikna má með mikilli og spennandi keppni í 2.000-flokki þar sem baráttan hefur verið upp á sekúndu í allt sumar og munu úrslitin til meistara ráðast í þeim flokki. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 115 orð

Ducati Multistrada 1000 DS

Vél: 90º V2-fjórgengisvél, loft/olíukæld, 992 rúmsentimetrar, 2 ventlar og tvö kerti á strokk, desmodromic-ventlastýring, rafeindastýrð innspýting. Rafstart, sex gíra kassi, O-hringa-drifkeðja. Afl: 84 hestöfl (62 kW) við 8000 snúninga á mín. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 227 orð | 3 myndir

Ford GT seldist á 43 millj. kr.

FYRSTI bíllinn af gerðinni Ford GT árgerð 2005 hefur verið seldur á uppboði og var söluverðið 557.500 dollarar, tæpar 43 milljónir ÍSK. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 66 orð

Ford Mondeo V6 Ghia

Vél: 2.495 rúmsentimetrar, sex strokkar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 170 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 220 Nm við 4.250 snúninga á mínútu. Lengd: 4.731 mm. Breidd: 1.812 mm. Hæð: 1.429 mm. Eigin þyngd: 1.330 kg . Meira
8. október 2003 | Bílablað | 588 orð | 3 myndir

Iveco Stralis - vörubíll ársins kynntur á Íslandi

Iveco Stralis kom á markað erlendis fyrir um ári en hefur nú rekið á fjörurnar hérlendis. Vélaver afhenti nýlega einn slíkan og eru starfsmenn nú í kynningarferð um landið. Jóhannes Tómasson kynnti sér gripinn lítillega. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 1179 orð | 3 myndir

Ítalskt draumahjól fyrir íslenzka vegi

ÞAÐ var mótorhjólaáhugafólki á Íslandi sannkallað gleðiefni er það fréttist í sumar að fyrirtækið Dælur ehf. í Kópavogi hefði hafið innflutning á Ducati-mótorhjólunum ítölsku. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 618 orð | 5 myndir

Síðasti séns fyrir McLaren

Dagur Gunnarsson var viðstaddur síðustu æfingar McLaren-liðsins fyrir síðustu keppni ársins í Suzuka í Japan. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 613 orð

Skaði að brottför Villeneuve

Kappaksturinn í Suzuka um komandi helgi kann að verða sá síðasti hjá Jaqcues Villeneuve. Ekki er ólíklegt að hugur hans hverfi til baka til ársins 2000 þegar hann stóð frammi fyrir atvinnutilboðum frá BAR og Renault-liðinu. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 131 orð | 3 myndir

Skoda Roomster

EINN af athyglisverðari hugmyndabílunum sem sýndir voru á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði var Skoda Roomster. Hugmyndin gengur út á lítinn borgarbíl sem er bæði sparneytinn og rúmgóður en líka dálítið sportlegur. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 86 orð | 1 mynd

Sænskir glæfrastökkvarar sýna listir

Í tilefni af 25 ára afmæli Vélhjólaíþróttaklúbbsins, (VÍK), hafa tveir af fremstu glæfrastökkvurum Evrópu, Fredrik Johansen og Fredrik "Frog" Berggren, verið fengnir til að koma til Íslands og sýna gáskafulla loftfimleika á torfæruhjólum. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 144 orð | 2 myndir

Tomahawk sem skúlptúr

HJÓLIN undir farartækinu eru fjögur en samt telst þetta vera mótorhjól og kallast Dodge Tomahawk. Þetta er eitthvert grófgerðasta og aflmesta mótorhjól sem búið hefur verið til en það er ekki komið á markað og verður líklegast aldrei markaðssett. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 713 orð | 1 mynd

Víða verið að takmarka notkun dísilbíla í borgum

Emil Grímsson, forstjóri P. Samúelssonar, fagnar upptöku olíugjalds í stað þungaskatts en bendir á að tæknileg umræða um þetta mál hafi verið takmörkuð og litast svolítið af pólitískum sjónarmiðum ríkjandi í Evrópu. Meira
8. október 2003 | Bílablað | 575 orð | 5 myndir

Vona að bíllinn endist á meðan ég endist

Kjartan Sveinsson hefur síðasta aldarfjórðung ekið Lincoln Continental Mark V Diamond Jubilee Edition. Í samtali við Guðjón Guðmundsson segist Kjartan alltaf hafa haft bíladellu en hann fengi sér aftur Lincoln ef hann endurnýjaði. Meira

Úr verinu

8. október 2003 | Úr verinu | 251 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 79 40 73...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 79 40 73 855 62.045 Djúpkarfi 18 18 18 140 2.520 Gellur 569 546 553 14 7.736 Grálúða 238 159 195 40 7.803 Gullkarfi 89 13 54 12.463 675.267 Hlýri 124 94 110 29.284 3.215.696 Háfur 51 10 40 104 4.130 Keila 61 10 41 4.745 196. Meira
8. október 2003 | Úr verinu | 171 orð

Mótmæla línuívilnun

MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Útvegsmannafélags Suðurnesja: "Aðalfundur Útvegsmannafélags Suðurnesja, haldinn 30. Meira
8. október 2003 | Úr verinu | 412 orð | 1 mynd

Netagerðir sameinast

TVÖ rótgróin netagerðarfyrirtæki sameinuð undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar. Jón Einar Marteinsson verður framkvæmdastjóri félagsins. Þriðja fyrirtækið, Netagerð Vestfjarða, verður dótturfélag hins sameinaða félags. Meira
8. október 2003 | Úr verinu | 203 orð

Viðskiptasendinefnd til Noregs

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, fer fyrir viðskipasendinefnd sem sem er í Noregi þessa dagana. Farið er til þriggja borga sem allar eru mikilvægar á sviði sjávarútvegs og fiskeldis, en þær eru Tromsö, Álasund og Bergen. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.