NÍUTÍU og eins árs Texasbúi sem gengur við staf og er heyrnardaufur hefur játað á sig bankarán þar sem hann hafði um 2.000 dollara, eða um 150 þúsund krónur, upp úr krafsinu. Er þetta þriðja bankaránið sem hann fremur á innan við fimm árum.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær kúgunarstefnu ríkisstjórnar Fídels Kastrós Kúbuforseta, og tilkynnti að framvegis yrði harðar fylgt eftir banni við ferðum bandarískra ríkisborgara til Kúbu.
Meira
JOHAN Friso Hollandsprins, annar sonur Beatrix drottningar, afsalaði sér í gær réttinum til að erfa krúnuna til þess að geta gengið að eiga unnustu sína sem er umdeild vegna fyrra sambands síns við þekktan glæpamann.
Meira
ÍSLENDINGAR eru orðnir næstríkastir Norðurlandaþjóða, þeir lifa lengst, versla mest, fjölga sér hraðast, kaupa flesta bíla og greiða lægsta skatta. Hins vegar er verðbólga mest á Íslandi og erlendar skuldir hæstar.
Meira
KVIKMYNDIN Nói albínói var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna í ár, sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöldi. Nói albínói hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal fyrir bestu mynd, handrit, leikstjóra og leikara.
Meira
VILHJÁLMUR Stefánsson landkönnuður trúlofaði sig áður en hann fór í fyrsta leiðangur sinn. Þetta hefur legið í þagnargildi en kemur fram í bókinni Frægð og firnindi, ævi Vilhjálms Stefánssonar , eftir Gísla Pálsson prófessor, en bókin kom út í gær.
Meira
Samkvæmt því sem eigendur beyglustaðanna komast næst eru til heimildir um bakaðar beyglur allt frá sautjándu öld. Árið 1683 ákvað bakari frá Vín í Austurríki að baka sérstakt brauð til heiðurs konungi Póllands, Jan III Sobieski.
Meira
ÞÝSKA útgáfufyrirtækið Bastai-Lübbe hefur gert Arnaldi Indriðasyni rithöfundi tilboð í allar bækur hans. Í tilboðinu felst að forlagið vill gefa út þrjár næstu bækur hans sem enn eru óskrifaðar.
Meira
Á VEITINGASTAÐNUM Vox á Nordica-hótelinu standa nú yfir kanadískir sælkeradagar í tilefni af heimsókn Adrienne Clarke, landstjóra Kanada, til landsins.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvítugan mann í gær, grunaðan um að hafa nauðgað sautján ára gamalli stúlku úti við í Víðidal í fyrrinótt. Íbúar í nærliggjandi húsum heyrðu neyðaróp stúlkunnar um kl. 3.30 og létu lögregluna vita.
Meira
OPINBER heimsókn Adrienne Clarkson, landstjóra Kanada, hófst í gær og stendur fram í miðja næstu viku en megináherslur heimsóknarinnar verða málefni norðurslóða og samvinna ríkjanna í norðri, umhverfisvæn orka, nýting sjávarauðlinda og sameiginlegur...
Meira
Í DAG rennur upp stóra stundin hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar flautað verður til leiks liðsins við Þjóðverja á AOL-leikvanginum í Hamborg kl. 15 en um er ræða lokaleik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins.
Meira
HLJÓMSVEITIN Stuðmenn er með nýja plötu í smíðum sem hún hyggst senda frá sér um miðjan nóvember en auk nýju plötunnar eru fjórir núverandi hljómsveitarmeðlimir að gefa út sólóplötu. Þá er einn fyrrverandi meðlimur einnig að senda frá sér plötu.
Meira
Mig langaði til að kynna fyrir Íslendingum alvöru brauðmenningu, hollan og góðan valkost, og m.a. þess vegna opnaði ég Reykjavík Bagel Company," segir Frank W. Sands, sem á sínum tíma opnaði einnig veitingahúsið Vegamót bistró og bar.
Meira
Af því bara | Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlistarmaður opnar sýninguna "Af því bara er ekkert svar" á Kaffi Karólínu Akureyri, í dag, laugardag 11. október kl. 14. Sýningin samanstendur af málverkum unnum í olíu og blandaðri tækni á striga.
Meira
"MÉR finnst þetta athyglisverð hugmynd og ég get vel hugsað mér að skoða hana nánar," segir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra um álit erlendra sérfræðinga í samvinnu við Verslunarráð Íslands þess efnis að koma ætti upp hérlendis alþjóðlegum...
Meira
Í DAG er haldin á Seyðisfirði ráðstefnan Konur í stóru samhengi. Er hún liður í sýninga- og ráðstefnuröð undir yfirskriftinni Athafnakonur, sem fer um landið á næstu vikum.
Meira
SIGURÐUR Guðjónsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að áttundi laxinn hefði nú verið greindur Norðfirðingur. Nýjasti laxinn fannst í kistu í Hofsá þar sem veiðimenn hafa sett laxa til sleppingar á ólaxgenga hluta árinnar.
Meira
Fljótum | Lokið var við það í gær að slátra þeim barra sem fyrirtækið Sægull ehf. hefur alið síðustu misseri í eldisstöðinni á Lambanes-Reykjum í Fljótum. Sægull ehf. sem er í eigu Nýsköpunarsjóðs hóf starfsemi eftir að Máki hf.
Meira
Bíræfni | Kona sem skrapp inn á heimili sitt við Háseylu í Njarðvík í fyrradag varð fyrir því að bíræfinn þjófur stal tösku hennar úr bílnum á meðan. Hún var aðeins í um fimm mínútur inni.
Meira
SÉRSTAKUR verkefnisstjóri verður skipaður með það hlutverk að stuðla að og gera tillögur um hvernig koma má þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðraskanir í einn farveg og bæta með því þjónustu við þá.
Meira
FYRIRTÆKI í Norður-Noregi verða frá og með næstu áramótum að standa skil á launatengdum gjöldum til jafns við fyrirtæki annars staðar í landinu. Hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kveðið upp úr með þetta, að sögn blaðsins Nordlys .
Meira
Bæjarstjóri Seltjarnarness og formaður skólanefndar hafa verið harðlega gagnrýndir í bæjarfélaginu fyrir málsmeðferð tillögu þegar bæjarstjórnin samþykkti að sameina yfirstjórn grunnskólanna á næsta ári. Björgvin Guðmundsson hefur fylgst með framvindu málsins.
Meira
Dagur iðnaðarins | Félagsmenn í Meistarafélagi iðnaðarmanna halda upp á dag iðnaðarins í dag. Almenningi er boðið í opið hús á tólf stöðum í Hafnarfirði, þar sem iðnaðarmenn kynna framleiðslu sína og þjónustu.
Meira
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá FÍA, Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. "Vegna yfirlýsingar stjórnarformanns Air Atlanta í Morgunblaðinu 9. október sl.
Meira
Reykjanesbæ | Ekki hefur verið gengið frá kaupum hæstbjóðenda á byggingarlandi á Neðra-Nikkelsvæði í Njarðvík þar sem skipulagt hefur verið Hlíðahverfi með um 140 íbúðum. Búist er við því að málið skýrist næstu daga.
Meira
Það er nóg um að vera í Róm þessi misserin og sendinefndir erlendra ríkja koma og fara, enda fara Ítalir með formennsku í Evrópusambandinu um þessar mundir og að mörgu að hyggja.
Meira
Stuttmynd eftir ungan Akureyring, Elvar Guðmundsson, verður sýnd í Sambíóinu á Akureyri, Nýja bíói næstu þrjá daga, sunnudag, mánudag og þriðjudag, 12. til 14. október. Tvær sýningar eru hvern dag, sú fyrri kl. 18 og hin síðari kl. 19.
Meira
FLUGLEIÐAVÉL á leið til Portúgals var snúið við skömmu eftir flugtak vegna smávægilegrar bilunar í vængbarði. Lenti vélin aftur á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan fimm í fyrradag.
Meira
Framkvæmdir, rask, slæm umgengni við götur miðbæjarins, útisundlaug og leiksvæði fyrir börn voru meðal þess sem bar á góma á fundi borgarstjóra með íbúum miðbæjarins.
Meira
Reykjanesbæ | Nú stunda 1.740 börn og unglingar nám við grunnskóla í Reykjanesbæ, 48 færri en á sama tíma á síðasta ári þegar nemendurnir voru 1.788. Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri segir að sveiflur í stærð árganga sé meginskýringin á fækkun nemenda.
Meira
Gamlar myndir | Opnuð hefur verið í Minjasafninu á Akureyri sýning á ljósmyndum Lenharðs Helgasonar. Um er að ræða mannlífsmyndir frá árunum 1953 og 1954.
Meira
Gatnagerðargjöld | Fellahreppur hækkar gatnagerðargjöld í bænum verulega á næstunni. Er það gert til að færa gjaldskrá nær raunkostnaði, en hún hefur verið óbreytt frá árinu 1999.
Meira
NÝLEGA gaf Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fæðingardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss gjöf sem er ABS5-blóðgasmælir frá Radiometer. Tækið sem hér um ræðir er notað til að mæla blóðgös í blóði ófæddra og nýfæddra barna.
Meira
Grjótkast | Lögreglumenn urðu vitni að því er maður kastaði grjóti í bifreið við Hafnargötu í Keflavík í fyrrinótt. Maðurinn sem er um tvítugt var handtekinn.
Meira
Nemendur Háskólans á Akureyri gerðu sér glaðan dag í gær og settu skemmtilegan svip á bæinn; héldu svokallaðan sprelldag. Fatnaðurinn var ekki hefðbundinn og hver deild annarri skrautlegri.
Meira
ÉG HEF alltaf heillast mjög af Íslandi, allt frá því ég kom hingað fyrst þegar ég var um tuttugu ára gömul og ég hef aldrei gleymt landinu. Því meir sem ég ferðast um það finn ég að það er eitthvað sem dregur mig að því.
Meira
GUÐMUNDUR Pálmason jarðeðlisfræðingur var kjörinn heiðursfélagi Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í apríl sl. Ákveðið var að afhenda honum heiðursfélagaskjalið við setningu Alþjóðajarðhitaráðstefnunnar í Reykjavík 15. september sl.
Meira
ÞAÐ var á köflum skondið að fylgjast með tilraunum Þuríðar Backman, 5. varaforseta Alþingis, í vikunni, til að láta þingmenn segja "frú forseti" en ekki "herra forseti", þegar hún sat í forsetastól og stýrði fundum Alþingis.
Meira
Reykjanesbæ | Nýlegar rannsóknir á þunglyndi unglinga sýna að ákveðin tegund huglægrar meðferðar skilar mjög góðum árangri í að fyrirbyggja þróun sjúkdómsins.
Meira
Selfossi | Góð þátttaka hefur verið á íbúaþingunum í Árborg sem haldin hafa verið. Þingin eru liður í samráðsferli sveitarstjórnar og íbúa í tengslum við gerð nýs aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Árborg.
Meira
Íbúðabyggingar | Skipulagsyfirvöld á Austur-Héraði hafa á síðustu vikum og mánuðum úthlutað eða lofað fyrirtækjum og einstaklingum lóðum fyrir um fjögur hundruð íbúðir.
Meira
Í ný störf | Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar.
Meira
Íþróttahátíð | Ýmislegt er til skemmtunar um helgina í Íþróttamiðstöðinni í Garði í tilefni 10 ára afmælis hennar. Eru atburðir helgarinnar nokkurs konar upphitun fyrir sýningu og menningardaga í Garði um næstu helgi.
Meira
Í UMRÆÐUM um Ísland og þróunarlöndin á Alþingi í vikunni kom fram skýr vilji þingmanna úr öllum flokkum til þess að auka og bæta þróunarsamvinnu okkar við fátæk ríki.
Meira
LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, telur norsku Nóbelsnefndina hafa gert "mikil mistök" með því að útnefna Shirin Ebadi friðarverðlaunahafa Nóbels fyrir árið 2003 en ekki Jóhannes Pál páfa, landa Walesas.
Meira
Leiklist | Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands frumsýna í dag kl. 15.00 barnaleikritið Búkollu. Önnur sýning, sem er hátíðarsýning, verður svo sama dag kl 17.00. Þriðja og fjórða sýning eru fyrirhugaðar á morgun, sunnudag 12. október, einnig kl.
Meira
Selfossi | Í lokahófi Golfklúbbs Selfoss sem fram fór nýlega var tilkynnt val á kylfingi ársins, efnilegasta unglingi og mestu framfarir á árinu, sem sagt þrír bikarhafar.
Meira
LÖGREGLAN á Egilsstöðum var kölluð að Kárahnjúkum í gær að beiðni Impregilo vegna óróa í röðum verkamanna. Rúmlega fimmtíu portúgalskir verkamenn Impregilo höfðu lagt niður vinnu, annan daginn í röð.
Meira
Gísli Pálsson prófessor hefur kynnt sér rækilega ævi Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar og skrifað bók um goðsögnina. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Gísla.
Meira
Fundarmenn spurðu margvíslegra spurninga á fundi með borgarstjóra. *Óþægindi vegna flugvallarins, hávaðamengunar og hættu af honum. *Áhyggjur vegna óheftrar útbreiðslu borgarinnar. *Fleiri og betri leiksvæði fyrir börn.
Meira
SÝNING á verkum Matthíasar Johannessen skálds var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Matthías er skáld mánaðarins, sem er samvinnuverkefni Þjóðmenningarhússins, Landsbókasafns Íslands - háskólabókasafns og Skólavefjarins ehf.
Meira
NÝR samningur um verkefnið Geðrækt var undirritaður í gær í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum. Geðrækt er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, Heilsugæslunnar í Reykjavík og geðsviðs Landspítalans.
Meira
IMPREGILO og Íslensk almannatengsl hafa samið um að Íslensk almannatengsl sjái um miðlun upplýsinga frá Impregilo til fjölmiðla á Íslandi. Ómar R.
Meira
MIKILL áhugi er á tilboðsferðum Flugleiða til Minneapolis og þess vegna hefur verið ákveðið að framlengja sölutímabilið um viku, að sögn Steins Loga Björnssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs.
Meira
Reykjavík | Sextíu og þrjú prósent nemenda í öðrum bekk grunnskóla Reykjavíkur náðu því viðmiði í árlegri lesskimun, sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stendur fyrir, að geta lesið sér til gagns.
Meira
FÉLAG foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga afhenti undirskriftalista á Geðræktarþingi með áskorun til ríkisstjórnarinnar sem 14 þúsund manns skrifuðu undir.
Meira
Á AÐALFUNDI Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi fimmtudaginn 9. október, var kosin ný stjórn og var Sigursteinn Másson kjörinn formaður.
Meira
Hveragerði | Hinn 6. október sl. voru fyrstu skóflustungurnar teknar að nýjum leikskóla hér í Hveragerði. Með skóflustungunum hófust formlega framkvæmdir við fyrri áfanga leikskóla við Finnmörk í Hveragerði.
Meira
Hafnarfirði | Aníta Guðlaug Axelsdóttir, 13 ára nemandi í Setbergsskóla í Hafnarfirði fékk fyrir skömmu þá hugmynd að leita til Þorgríms Þráinssonar hjá Tóbaksvarnarráði og fá hann til þess að búa til boli gegn reykingum á alla bekkjarfélaga sína í 8NA.
Meira
Borgarnesi | Jóhannes Arason opnar sýningu í Listasafni Borgarness kl. 16 í dag, laugardag. Sýningin ber yfirskriftina "Þetta þarf skýringar við" og gefur þar að líta útskornar klukkur, leirmunir og málverk.
Meira
Ráðstefna um rannsóknir á íslensku ferskvatni. Vatnamælingar Orkustofnunar og Íslenska vatnafræðinefndin standa sameiginlega fyrir ráðstefnu um rannsóknir á íslensku ferskvatni á Grandhóteli Reykjavík mánudaginn 13. október kl. 8.30-17.
Meira
LEIÐTOGAR Suðaustur-Asíuríkja komu sér í vikunni saman um að hvetja til þess að gengið yrði markvissar til verks við að skapa samræmdan innri markað í heimshlutanum, að evrópskri fyrirmynd.
Meira
FLUGÞING verður haldið í Reykjavík í sjötta sinn fimmtudaginn 23. október og er yfirskrift þess flug í heila öld, saga og framtíð flugsins. Að þinginu standa Flugmálastjórn og samgönguráðuneytið.
Meira
EMBÆTTISMENN kaþólsku kirkjunnar hafa verið sakaðir um að halda því að fólki í löndum þar sem alnæmi er útbreitt að smokkar séu ótæk vörn gegn sjúkdómnum banvæna.
Meira
Seiðandi suðrænir tónar | Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Javier Jauregui gítarleikari koma fram á tónleikum í Ketilhúsinu á Akureyri í hádeginu á þriðjudag, 14. október, kl. 12.15.
Meira
SIÐAREGLUR fyrir lögreglu hafa verið birtar og eru aðgengilegar á heimasíðu embættis ríkislögreglustjóra á slóðinni www.logreglan.is. Reglurnar voru gefnar út í júní sl.
Meira
Stærsta einstaka námskeið sem Sjúkraflutningaskólinn hefur efnt til hófst í vikunni, en um er að ræða svonefnt neyðarflutninganámskeið, sem er framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru með nokkurra ára starfsreynslu sem sjúkraflutningamenn.
Meira
Skákfélagið Hrókurinn og Hagkaup standa fyrir skákhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind á morgun, sunnudaginn 12. október, kl. 13.30-16.30. Hátíðin er haldin í tilefni af útgáfu Ísaldar á Skákspilinu Hróknum. Fram koma á hátíðinni m.a.
Meira
Sportbar | Nýr sportbar verður opnaður í dag í húsi Valaskjálfar á Egilsstöðum. Opnunarleikur Sportbarsins er viðureign Íslendinga og Þjóðverja kl. 15, en opnunarteiti hefst kl. 14 með léttum veitingum og upphitun fyrir leikinn.
Meira
BÓKIN um bakið er komin út hjá Landlæknisembættinu í prentaðri útgáfu. Sigurður Guðmundsson landlæknir afhenti Guðmundi Haukssyni, sparisjóðsstjóra SPRON, fyrsta eintak bæklingsins í aðalstöðvum sparisjóðsins við Ármúla.
Meira
RÍKISSAKSÓKNARI krefst þess að tveir lögregluþjónar verði dæmdir í fangelsi fyrir stóralvarleg brot í starfi með tilefnislausum handtökum og röngum skýrslugjöfum í vor.
Meira
Tók bíl ófrjálsri hendi | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í 35 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að taka bíl ófrjálsri hendi á Húsavík og aka honum utan vega í bænum.
Meira
GÆSLUVARÐHALD Mijailo Mijailovic, meints morðingja Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í gær framlengt um tvær vikur. Fá saksóknarar þá aukinn tíma til að afla sönnunargagna í málinu.
Meira
Dr. Henry Friesen hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði hormónarannsókna. Friesen gegndi um hríð stöðu forseta læknarannsóknaráðs Kanada og lagði grunninn að einni helstu heilbrigðisstofnun Kanada, The Canadian Institute of Health Research. Friesen er stjórnarformaður erfðarannsóknafyrirtæksins Genome Canada. Hann er heiðursfélagi í læknaráði Manitoba-háskóla og hefur auk þess hlotið heiðurdoktorsnafnbót í átta háskólum.
Meira
Ísafirði | Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vilja aukin framlög í Húsafriðunarsjóð og jafnframt að ábyrgð sjóðsins á ákvörðunum hans verði aukin. Þetta kemur á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði.
Meira
ÍRANSKI lögfræðingurinn Shirin Ebadi, sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, hvatti til þess í gær að öllum pólitískum föngum í Íran yrði sleppt. "Margir sem barist hafa fyrir frelsi og lýðræði í Íran eru í fangelsi.
Meira
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi verður haldinn í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 11. október kl 13:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu þingmenn kjördæmisins, þau Steingrímur J.
Meira
Selfossi | "Svona kóramót hefur ekki verið haldið áður," segir Valdimar Bragason, formaður Karlakórs Selfoss, sem stendur fyrir stórtónleikum í dag klukkan 17.00 í Íþróttahúsinu á Selfossi.
Meira
Á morgun, sunnudaginn 12. október, fagnar Íþróttafélagið Þróttur í Neskaupstað áttatíu ára afmæli sínu. Verður blásið til hátíðar í íþróttahúsi bæjarins og við sundlaugina. Hefst hátíðin kl.
Meira
Þýskaland-Ísland í Goethe-Zentrum Goethe-Zentrum á Laugavegi 18, 3. hæð mun laugardaginn 11. október sýna útsendingu þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF frá landsleik Íslendinga og Þjóðverja í Hamborg á kvikmyndatjaldi.
Meira
Adrienne Clarkson, landstjóri Kanada, hóf í gær opinbera heimsókn hingað til lands. Clarkson fylgir óvenjulega fjölmenn sendinefnd fulltrúa hinna ýmsu sviða kanadísks þjóðlífs, allt frá viðskiptalífi til arkitektúrs, lista og vínframleiðslu.
Meira
Í Morgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt, að töluvert væri um verðhækkanir frá birgjum til verzlana og í sumum tilvikum allt að 10%. Skýringin, sem gefin er á þessum hækkunum, er sú, að gengi evrunnar hafi hækkað.
Meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein á vef flokksins um deilu verkalýðshreyfingarinnar og Impregilo vegna aðbúnaðar starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun.
Meira
ÞEGAR dans- og tæknótónlist var að komast á legg í upphafi tíunda áratugarins var það "hardcore" sem var málið og einkenndist það einkanlega af hröðum töktum og helíumröddum.
Meira
TÓNLIST verður í tignarsæti á Stokkseyri á morgun, sunnudag. Þá verða 110 ár liðin frá fæðingu dr. Páls Ísólfssonar tónlistarfrömuðar, organleikara og tónskálds. Af því tilefni verður vígt nýtt orgel í Stokkseyrarkirkju kl. 13:30.
Meira
HAFNFIRSKA skólastjórasveitin Randver hefur loksins umfaðmað stafrænu tæknina en út er komin geislaplata með helstu lögum þessa eina og sanna stuðbands og kallast hún ... aftur og loksins búnir?
Meira
Vaughan Williams: Fantasía um stef eftir Thomas Tallis. Hafliði Hallgrímsson: Sellókonsert nr. 2 Op. 30. Beethoven: Sinfónía nr. 2 í D Op. 36. Truls Mørk selló; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 9. október kl. 19:30.
Meira
Symbiosis. Danshöfundur: Itzik Galili. Aðstoðardanshöfundur: Yaron Barami. Tónlist: Johann Sebastian Bach. Sviðsmynd, búningar og lýsingarhönnun: Itzik Galili. Dansarar: Katrín Johnson, Guðmundur Elías Knudsen. Party. Danshöfundur: Guðmundur Helgason.
Meira
Fúsi froskagleypir eftir Ole Lund Kirkegaard er komin út í nýrri útgáfu. Þýðandi er Anna Valdimarsdóttir. Bókin kom fyrst út á íslensku 1973 og naut mikilla vinsælda og er löngu uppseld.
Meira
Leikstjórn og handrit: Gus van Sant. Kvikmyndatökustjóri: Harris Savides. Aðalleikendur: Alex Frost, Timothy Bottoms, Eric Deulen, John Robinson, Jordan Taylor, Brittany Mountain, Alicia Miles, Kristen Hicks ofl. 81 mínúta. HBO Films/Meno.
Meira
KAMMERKÓR Suðurlands flytur tónlistardagskrá í Iðnó kl. 17 í dag. Dagskráin kallast Gengið á lagið í Iðnó. Kórinn hefur undanfarið flutt þessa dagskrá á Suðurlandi. Meðal höfunda tónlistar má nefna Bach, Billy Joel og Gunnar Reyni Sveinsson.
Meira
ÞAÐ telst sannarlega til viðburðar að hin fornfræga sveit Hljómar hafi tekið höndum saman og lagt í nýja breiðskífu, tæpum þrjátíu árum eftir að í þeim heyrðist síðast á plötu.
Meira
BORGARSKJALASAFN Reykjavíkur og Kvennasögusafn Íslands í samvinnu við Femínistafélag Íslands opna sýningu um kvennahreyfinguna síðustu fjóra áratugi kl. 14 í dag í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Á sýningunni, sem nefnist Áfram stelpur!
Meira
Í SVERRISSAL Hafnarborgar opnar Sigríður Erla Guðmundsdóttir sýningu kl. 15 í dag, laugardag. Sýninguna nefnir hún Einn og einn og gefur þar að líta leirlist Sigríðar Erlu. Verkin eru öll unnin úr íslenskum hráefnum.
Meira
NANNA Hovmand, lýrískur mezzósópran og Jónas Ingimundarson, píanóleikari eru næstu gestir Tíbrár-tónleikaraðar Salarins kl. 14.30 í dag. Fluttir verða söngvar eftir norrænu tónskáldin P.E.
Meira
ROBBIE Williams er langvinsælasti tónleikahaldari Bretlandseyja og þótt víðar væri leitað. Í sumar sló hann hvert metið á fætur öðru þegar fleiri áhorfendur en dæmi eru um sóttu útitónleika gamla Take That-liðans.
Meira
MYNDÞING verður haldið í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 13.30-16 á morgun. Tilefni er sýning sem nú stendur yfir í safninu, Yfir bjartsýnisbrúna. Sýningarstjóri er Níels Hafstein en umsjón með þinginu hefur Harpa Björnsdóttir.
Meira
STUÐMENN eru með nýja plötu í smíðum sem þeir hyggjast senda frá sér um miðjan nóvember. Aðdáendur ættu að kætast því um er að ræða breiðskífu með splunkunýju efni sem ekki hefur áður komið fyrir eyru landsmanna.
Meira
ÁHRIF stríðs á líf kvenna er viðfangsefni heimildarmyndarinnar, Konur: hin gleymda ásjóna stríðs eða Women: The Forgotten Face of War eftir Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska en hún var frumsýnd í Háskólabíói í gær. Verður hún sýnd í kvöld kl.
Meira
HIN glaðbeitta hljómsveit Ríó-tríó spilar í Þjórsárveri í kvöld þar sem fluttir verða gamlir og góðir smellir í bland við nýtt efni. Meðal annars munu gestir fá forsmekkinn af því sem verður á nýrri plötu sveitarinnar sem kemur út 20.
Meira
MUSE er söluhæsta rokksveitin norðan Alpafjalla um þessa mundir. Það er staðreynd. Í heimalandinu Bretlandi fór platan beint á toppinn og vermir nú fimmta sæti listans.
Meira
Leikstjórn og handrit David Mackenzie eftir samnefndri skáldsögu Alexanders Trocchis. Kvikmyndatökustjóri Giles Nuttgens. Tónlist David Byrne. Aðalleikendur Ewan McGregor, Tilda Swinton, Peter Mullan,Emily Mortimer. 95 mínútur. HanWay Films. Skotland 2003.
Meira
Brosandi fólk Í HELGARBLAÐI DV 4. október sl. las ég skemmtilega grein, sem heitir, Brosandi fólk, fílar og te. Þessi grein vakti upp hjá mér gamlar minningar, en hún fjallar um Sri Lanka (Ceylon).
Meira
ÞAÐ þarf vart að tíunda fyrir landsmönnum, hvernig höndlað hefur verið með hin og þessi verðbréf að undanförnu. Hart hefur verið tekist á um völd með peningum, en nú ber minna á pólitíkinni á yfirborðinu; markaðurinn og arðsemin eiga að ráða ferðinni.
Meira
ALÞINGI var sett, glansandi fínt. Ösku hefði þurft að bera á völlinn svo ekki skini uppundir fyrirfólkið. Nýju gólfin og endurgerð salarkynnin vekja sérstaka athygli í aðhaldsumræðunni sem upp er hafin eins og jafnan þegar kjarasamningar eru í nánd.
Meira
KÆRU landlausu ungu stjórnmálaáhugamenn! Um fátt hefur verið meira rætt en ákvörðun fyrrverandi stjórnar Heimdallar (ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík) um að hafna skráningarbeiðnum ykkar í félagið.
Meira
STUNDUM getur verið vandasamt að vera sjálfum sér samkvæmur. Við viljum fá ódýrar og góðar neysluvörur, viljum kaupa húsgögn og annað því um líkt á sama verði og tíðkast meðal annarra þjóða og nýta alla kosti hagkvæmra viðskipta.
Meira
Þessar ungu vinkonur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.500 krónur. Þær heita Hildur Marín Ævarsdóttir, Bergþóra Agnes Bjarnadóttir og Ragnheiður Vilma...
Meira
Björg Ólöf Helgadóttir fæddist í Neskaupstað 4. mars 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Helgi Bjarnason, f. á Sveinsstöðum í Hellisfirði 27. maí 1888, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
Hallfríður Guðbjörg Jónsdóttir fæddist á Broddadalsá í Strandasýslu 16. mars 1916. Hún andaðist 3. okt síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir húsmóðir og maður hennar Jón Brynjólfsson bóndi þar.
MeiraKaupa minningabók
Elsku langafi, mig langar að kveðja þig og þakka fyrir allt með uppáhalds bæninni minni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Guð blessi þig og minningu þína. Þinn Rafn...
MeiraKaupa minningabók
Elsku afi minn, mikið vildi ég að ég hefði getað komið til þín eitt skipti til viðbótar og farið með þér að skoða fjósið og hitta hundana. Svo mundum við fara inn í stofu til ykkar Diddu og þú mundir segja mér sögur frá því í gamla daga.
MeiraKaupa minningabók
Haukur Gíslason fæddist 27. september 1925 á Breiðdalsvík. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 13. júlí 1894, d. 4. júlí 1987, og Gísli Guðnason, f. 16.
MeiraKaupa minningabók
Óli Magnús Þorsteinsson fæddist að Nöf á Hofsósi 2. febrúar 1927. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi 29. september síðastliðinn. Foreldrar Óla voru Þorsteinn Jónsson, f. 28. október 1884, d. 30.
MeiraKaupa minningabók
Með hlýjum og einlægum huga minnist ég míns fyrsta og besta kennara, Rögnvaldar Jónssonar, og læt orð skagfirska skáldsnillingsins Stephans G.
MeiraKaupa minningabók
Rögnvaldur Jónsson fæddist í Réttarholti í Skagafirði 29. ágúst 1908. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Rögnvaldsson bóndi í Réttarholti, f. 24. september 1883, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Stefánsdóttir fæddist á Svalbarða í Glerárþorpi 3. desember 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 3. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, f. 24.2. 1899, d. 19.7.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Sigurbjörn Jónsson fæddist í Ólafsfirði 13. maí 1928. Hann lést þar 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Frímannsson vélsmiður, f. 4.11. 1896, d. 26.12. 1977, og kona hans Emma Jónsdóttir húsmóðir, f. 26.12. 1904, d. 12.11. 1986.
MeiraKaupa minningabók
Þorleifur Ragnar Jónasson fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 27. október 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 6. október síðastliðinn. Foreldrar Ragnars voru Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöðum, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
AFTURKÖLLUÐ hefur verið beiðni um hluthafafund í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem stjórn félagsins barst frá Afli fjárfestingarfélagi hf. og Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. þar sem þessir aðilar hafa nú selt alla hluti sína í Sjóvá-Almennum.
Meira
LANDSBANKI Íslands hefur stofnað 26 kjarnaútibú víða um land í stað 6 svæðaútibúa. Þessar breytingar eru liður í þeirri stefnu Landsbankans að auka vægi útibúanna og gera þau sjálfstæðari.
Meira
ÞAÐ sem hefur drifið breytingar og umrót í íslensku atvinnulífi áfram á liðnum árum er hagkvæmari nýting á fjármunum, þ.e. framleiðni fjármagns hefur aukist, og aukin dýpt verðbréfamarkaðarins.
Meira
SALA bresku matvörukeðjunnar Iceland sem er í eigu Big Food Group jókst um 1,7% á öðrum ársfjórðungi en hafði hins vegar dalað á fyrsta fjórðungi ársins. Sala Big Food Group-keðjunnar jókst hins vegar um 2,2% á öðrum ársfjórðungi.
Meira
STJÓRN Eimskipafélags Íslands taldi óeðlilegt að hlutabréf Burðaráss í Flugleiðum yrðu seld til Fjárfestingarfélagsins Straums á genginu 5,35 þar sem stjórnin hafði nokkrum dögum áður hafnað tilboði í bréfin á genginu 6 þar sem það væri of lágt verð.
Meira
SIGURÐUR Einarsson stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka hefur verið tilnefndur af hálfu bankans í stjórn finnska fjárfestingarsjóðsins Norvestia sem bankinn keypti ráðandi hlut í í síðasta mánuði og telst nú dótturfélag hans.
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 11. október, er sjötug Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir. Eiginmaður hennar er Guðni Ó. Gestsson . Hún er stödd erlendis á...
Meira
Erla, góða Erla! Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og...
Meira
Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, verður haldin önnur fjölskylduhátíð vetrarins í Hafnarfjarðarkirkju en slíkar hátíðir eru haldnar einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Hefst hátíðin kl. 11.00.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 11. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ragnheiður Daníelsdóttir og Árni Sigurðsson frá Hjarðarási, N-Þing. Heimili þeirra er í Gnoðarvogi 38,...
Meira
Í dag er laugardagur 11. október, 284. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þá segir Jesús við þær: Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig.
Meira
Þessi harða samkeppni á kjötmarkaðinum vekur upp þá spurningu hvort yfirleitt sé einhver samkeppni á öðrum sviðum viðskiptalífsins. Er einhver samkeppni um sölu á bensíni, tryggingum, fjármálaþjónustu eða sjóflutningum?
Meira
VINKONA Víkverja ákvað á dögunum að endurnýja tvenn skilríki, ökuskírteini og vegabréf, á sama tíma. Hún komst að því að það er ekki góð hugmynd.
Meira
"EF íslenska liðinu er stillt upp maður gegn manni gegn þýska liðinu er ekki vafi á því að þeir myndu hafa vinninginn en úrslit leiksins ráðast ekki fyrr en út á völlinn er komið. Ef við leikum eins og við gerðum á Laugardalsvelli og án þess að gera mistök, getur allt gerst," segir Þórður Guðjónsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Bochum í Þýskalandi.
Meira
BARCELONA, liðið sem Haukar leika við á morgun í Meistaradeild Evrópu, er eitt sigursælasta handboltalið í heimi og titlarnir sem liðið hefur unnið skiptir tugum.
Meira
"LEIKURINN hér í Hamborg er geysilega þýðingarmikill fyrir okkur Íslendinga og jafnframt mjög erfiður fyrir þá leikmenn sem fá það hlutverk að halda merki Íslands hátt á loft.
Meira
ÞJÓÐVERJAR hafa endurbyggt völlinn í Hamborg, sem Hamburger SV leikur heimaleiki sína á og heitir nýi völlurinn AOL Arena. Hann er eins og dæmigerður völlur í Englandi, þar sem áhorfendasvæðin eru rétt við útlínur knattspyrnuvallarins.
Meira
MIKIL spenna hefur verið að byggjast upp í Þýskalandi fyrir leik Þjóðverja og Íslendinga, sem fer fram á AOL Arena í Hamborg í dag. Uppselt er á leikinn, 51.000 áhorfendur mæta á svæðið og þar af eru rúmlega þrjú þúsund Íslendingar.
Meira
GRÓTTA/KR settist á topp norðurriðils Íslandsmótsins í handknattleik karla í gær þegar liðið lagði Aftureldingu að Varmá, 26:24. Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan heimamönnum í fyrri hálfleik. Afturelding náði nokkrum sinnum að jafna metin en gestirnir hleyptu þeim aldrei fram úr sér. Undir lok hálfleiksins gaf Grótta/KR svo í án þess að heimamenn næðu að halda í við þá svo þegar flautað hafði verið til leikhlés var Grótta/KR komin með 4 marka forystu, 15:11.
Meira
ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, er ánægður með aðstöðu sem íslenska landsliðið hefur í Hamborg. Landsliðið hefur aðsetur á Marriott Hotel Treudelberg í Norderstedt norðan við Hamborg.
Meira
GÓÐ barátta Hamarsmanna frá Hveragerði í þriðja leikhluta dugði skammt í gær í Keflavík, af öllum stöðum. Margfaldir meistarar Keflavíkur, sem keyrt höfðu á aðeins meira en hálfum hraða, tóku rækilega við sér í fjórða leikhluta og juku forskotið úr 8 stigum í 28, sem skilaði 100:72-sigri.
Meira
BJARNI Guðjónsson er í íslenska landsliðshópnum eftir nokkra fjarveru en hann lék síðast með liðinu í 3:0 sigurleiknum gegn Litháen á Laugardalsvelli. Þar lagði Bjarni upp fyrsta mark leiksins sem Heiðar Helguson skoraði með skalla.
Meira
"VIÐ munum beita sömu leikaðferð hér í Hamborg og við gerðum gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli," sagði Logi Ólafsson, sem stýrir íslenska landsliðsinu í knattspyrnu ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni, á fundi með fjölmiðlamönnum á hóteli íslenska...
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins, segist vera tilbúinn í slaginn gegn Þjóðverjum. "Það er að renna upp stór stund í lífi okkar og við ætlum okkur að njóta stundarinnar og skemmta okkur eins vel og við getum þegar komið er inn á...
Meira
"ÉG hef ekki sagt mitt síðasta orð. Ég er ákveðinn að leika gegn Þjóðverjum og síðan tvo landsleiki í nóvember ef með þarf. Vonandi verð ég á ferðinni í Portúgal næsta sumar - tek þátt í lokakeppni Evrópukeppninnar með strákunum.
Meira
Þjóðverjar unnu Íslendinga, 1:0, í leik þjóðanna með liðum skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri, en leikurinn fór fram í Lübeck í Þýskalandi í gærkvöld. Sigurmarkið skoraði Benjamin Lauth á 83.
Meira
ÞAÐ var aldeilis stórleikur sem nágrannaliðin Grindavík og Njarðvík sýndu í gærkveldi er þau áttust við í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Tvíframlengdur leikur og mikil dramatík. Leiknum lauk með sigri Grindvíkinga sem skoruðu 105 stig gegn 103 stigum gestanna.
Meira
NÍU íslenzk fyrirtæki kynntu framleiðslu sína og lausnir á sjávarútvegssýningu í Vigo á Spáni, sem nú er nýlokið. Sýnendur voru almennt ánægðir með árangurinn. Sýningin haldin á 6 ára fresti síðast árið 1997.
Meira
SAMTÖK fiskvinnslustöðva, Kínversk-íslenska viðskiptaráðið og Útflutningsráð vinna að undirbúningi sendinefndar til Kína í samstarfi við sendiráð Íslands í Peking, dagana 24. október til 2. nóvember n.k.
Meira
ÍSAK Sölvi, 4 ára, sendi okkur þessa líflegu mynd af sér og foreldrum sínum. Sjálfur er hann að hoppa á trampólíni en mamma (rauðklædd) og pabbi (bláklæddur) eru honum til halds og...
Meira
UNNUR Regína, 11 ára stelpa úr Víkurskóla, fór á leikritið Tveir menn og kassi og skemmti sér nokkuð vel. Leikritið fjallar um tvo menn sem eru að flytja kassa en ekkert bólar á viðtakandanum.
Meira
JAKOB er 9 ára íslenskur strákur sem býr með mömmu sinni og pabba í Danmörku. Hann talar íslensku við foreldra sína en dönsku í skólanum og annars staðar.
Meira
Í SÍÐASTA barnablaði var birt ljóð eftir Stein Steinarr sem telst hefðbundið ljóð. Það rímar og hefur stuðla og höfuðstafi. Ljóð þurfa hins vegar ekki endilega að ríma. Oftast eru ljóð notuð til að koma einhverju til skila.
Meira
"EF ég mætti ráða heiminum myndi öllum líða vel og við ættum öll jafn mikið," segir Thelma Dögg, 12 ára nemandi við Ártúnsskóla. Hún bætir við að fátækt væri ekki til og allir ættu hús, en hún segist viss um að á Íslandi sé til fátækt fólk.
Meira
MYNDIRNAR virðast í fljótu bragði vera alveg nákvæmlega eins en þegar vel er að gáð kemur í ljós ákveðinn munur. Ef þú skoðar myndirnar gaumgæfilega ættirðu að geta fundið tíu...
Meira
HIRÐFÍFLIÐ Hannes ætlar að skella sér í ferðalag. Hann langar ógurlega að koma til þekktrar evrópskrar höfuðborgar en getur ómögulega munað nafnið á henni. Ef þú litar reitina sem eru merktir með punktum geturðu kannski aðstoðað hann við að muna...
Meira
Á ÍSLANDI eru starfrækt ótal leikhús. Sum þeirra eru atvinnuleikhús en þá fá leikararnir laun fyrir vinnuna sína. Önnur eru áhugamannaleikhús en þá eru leikararnir oftast í annarri vinnu en sinna leiklistinni utan vinnutíma.
Meira
LEIKLIST er ekki bara fyrir fullorðið fólk og á Íslandi er fullt af börnum sem æfa sig í að leika. Í Kramhúsinu eru til dæmis nokkur námskeið fyrir börn.
Meira
LENGSTA leikrit sem hefur verið sett upp heitir The Warp og er eftir Neil Oram. Leikritið hefur verið sett upp oftar en einu sinni og uppfærslurnar hafa tekið frá 18 og upp í 29 klukkutíma. Það hefur ýmist verið sýnt á nokkrum dögum eða allt á einum...
Meira
SKURÐLÆKNAR í Tyrklandi urðu heldur betur undrandi þegar þeir fundu heil tvö kíló af hári í maga á 17 ára stelpu. Stelpan leitaði til læknis af því að henni var svo oft illt í maganum.
Meira
TÓLF ára stelpa í Bandaríkjunum, Brianna LaHara, þarf að borga 160.000 krónur í sekt fyrir að stela tónlist af Netinu. Brianna hlóð niður um 600 lögum með uppáhalds poppstjörnunum sínum.
Meira
ÆTLUNIN var að birta hérna nokkrar skrýtlur með viðeigandi myndum. Einhver ruglingur varð og ekki er vitað hvaða texti fylgir hvaða mynd. Getur þú komist að því? Ef þú hættir ekki að borða af hattinum mínum hrópa ég á hjálp!
Meira
STUNDUM getur verið auðveldara að teikna flotta mynd en það lítur út fyrir að vera. Ef þú fylgir ferlinu hér að ofan geturðu teiknað þessa undarlegu...
Meira
SIGRÍÐUR Stella Gunnarsdóttir, 5 ára, sendi okkur þessa mynd af fallegu blómi. Fyrirmyndin fylgdi jafnframt með en að sögn Siggu Stellu er þetta uppáhaldsblómið hennar þar sem það er bleikt að...
Meira
ÍSLENDINGAR lesa texta alltaf frá vinstri til hægri, það er að segja við byrjum vinstra megin og færum augun til hægri meðan við lesum. Þetta finnst okkur hið eðlilegasta mál en engu að síður eru til þjóðir sem lesa ekki á sama hátt og við.
Meira
Í BLÖNDUNNI í kókosbollukremi er hrært saman eggjahvítu sem er leyst upp í vatni, bráðnum sykri og glúkósa og hlutföllunum breytt eftir veðurfari hverju sinni.
Meira
Ef börn læra ekki ung að skríða inn í ímyndunarheim bókarinnar, getur orðið erfitt að komast þangað síðar, eins og einn viðmælandi Steingerðar Ólafsdóttur komst að orði. Foreldrar geta aukið líkur á að börn þeirra fái aðgang að heimi bókarinnar m.a. með því að lesa fyrir þau í stundarfjórðung á dag allt frá fæðingu.
Meira
Gamla góða kókosbollan hefur lifað af ýmsar hremmingar í meira en hálfa öld á Íslandi og tórir enn við góðan orðstír. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti feðga sem eitt sinn áttu allt sitt undir þessari bollu.
Meira
"ALLIR Íslendingar hafa einhvern tíma borðað kókosbollur og elska þær," fullyrðir kona nokkur kinnroðalaust. "Ég bakaði æðislegar kókosbollukökur í afmælum sona minna þegar þeir voru ungir.
Meira
Silfurhnífapör leynast víða í skúffum og skenkum. Þau gætu verið frá árinu 1936 þegar Reykjavíkurmynstrið var hannað af Guðlaugi A. Magnússyni gullsmið og Karli Guðmundssyni tréskurðarmeistara. Steingerður Ólafsdóttir handlék silfurskeiðar og -gaffla og lærði að þekkja mynstrin.
Meira
ÞEGAR Ylfa Rún Sigurðardóttir var 5 ára kenndi mamma hennar, Sólveig Ebba Ólafsdóttir, henni að lesa og Ylfa fékk aðgang að bókaheiminum eins og hún þráði. Nú er hún 11 ára nemandi í Fossvogsskóla og bíður óþreyjufull eftir fimmtu Harry Potter bókinni.
Meira
FÆRST hefur í vöxt að nota kókosbollur í matargerð. Eftirfarandi uppskrift að kókosbollueftirrétti er að finna á núverandi umbúðum kókosbolla: Brytja niður ferska ávexti og/ eða ávexti úr dós. Sett í eldfast mót. 4-6 kókosbollur smurðar yfir.
Meira
ÖNNUR skáldsaga Susan Choi, sem vakti töluverða athygli með frumraun sinni Foreign Student , þykir líkleg til vinsælda að mati gagnrýnanda New York Times.
Meira
Murray Bail, einn þátttakenda á nýliðinni bókmenntahátíð, heldur því fram að ef bókmennta verk eru góð þá muni þau ganga í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli áhugasamra lesenda. Önnur verk segir hann hafa litla þýðingu, álítur þau eins- konar meið af því sem skrifað er í tímarit. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við Bail daginn sem hann hélt af landi brott.
Meira
DÓMKÓRINN minnist þess í tali og tónum að á morgun eru 110 ár liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar dómorganista. Dagskráin hefst kl. 17 í Dómkirkjunni.
Meira
VARIR leikkonunnar Mae West urðu spænska súrrealistanum Salvador Dali eitt sinn efni til listsköpunnar og var útkoman rauður ullarsófi lagaður eftir vörum leikkonunnar. Sófinn seldist nú í vikunni á uppboði hjá Christie's fyrir 62.
Meira
Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni, hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann, hvernig myndast prótín í líkamanum, hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram og hvert er vitrasta dýr í heiminum fyrir utan manninn? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
Meira
Þegar tígurinn birtist og banastundin er bláþráður milli þín og hans og öskrandi skógurinn sker inn að kviku og skelfir hérann í brjósti hvers manns og ógnin fer líkt og eldur í sinu og örvingluð dýrin leita í skjól og hljóðlátur flóttinn við fjarlægar...
Meira
FRJÁLSHYGGJAN er elsta stjórnmálastefna nútímans. Hún varð til á átjándu öld og á þeirri nítjándu hafði hún veruleg áhrif á stjórnarfar beggja vegna Norður-Atlantshafsins. Undanfari frjálshyggjunnar var upplýsingin.
Meira
Smiðaliðið tryllist Föruvagninn rauði við rönd naglans Og lík í körfunni Og púlshestar í járni skeifunnar Mig dreymir með höfuðið á hnífsoddi mínum Perú Falleg bygging og forboðar Ég heyri ganga í fótum mér Dauða hafið öldur upp fyrir haus Barn...
Meira
Með þessari grein hefst Rúnamessa Lesbókar. Hér er sagt frá heimsmynd rúnanna og aðferð við túlkun þeirra. Næstu vikur og mánuði verða birtar sextán rúnalýsingar og að endingu eftirmáli þar sem samhengið í táknheimi rúnanna verður skýrt.
Meira
BLÓMIN úr garðinum nefnist tónleikaröð sem Kór Langholtskirkju stendur fyrir í tilefni af 50 ára afmæli kórsins. Næstu tónleikar verða kl. 17 í dag.
Meira
Laugardagur Hafnarborg kl. 15 Sýning á leirlist Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur. Pétur Halldórsson sýnir verk sem hann vinnur á hefðbundin hátt. Opið kl. 11-17 alla daga nema þriðjudaga. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg kl.
Meira
ÉG sé hann svo til daglega, mótmælanda Íslands, hvort sem ég á leið hjá í morgunsárið eða síðla dags, hvort sem úti er sól og blíða, rigning og rok, snjókoma og fjúk.
Meira
EKKI er það neitt leyndarmál að ýmsir hafa lýst efasemdum um forsendur Hannesar fyrir því að vinna að slíkri bók. Mun hann nálgast viðfangsefnið af sanngirni og hleypidómaleysi? Um það er ekki hægt að fullyrða fyrr en bók hans birtist á prenti.
Meira
MYNDLIST Gallerí Hlemmur: Jon Brunberg. Til 26. okt. Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23: Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson og Hlynur Sigurbergsson. Til 26. okt. Gallerí Skuggi : Guðrún Öyahals. Til 12. okt.
Meira
Kammeróperan Hugstolinn verður frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á vori komanda. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR ræddi við Janick Moisan, höfund og leikstjóra, og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra.
Meira
Stórvirki 20. aldar nefnast tónleikar í Tíbrár-röð Salarins er fara fram á miðvikudaginn kemur kl. 20 en þar mun Caput-hópurinn ásamt Helene Gjerris, mezzósópran frá Danmörku flytja tvö af öndvegissöngverkum aldarinnar, Pétur í tunglinu eftir Arnold Schönberg og Hamarinn herralausa eftir Pierre Boulez. Í þessari grein er fjallað um verkin.
Meira
Fimmtudaginn 2. október sl. tilkynnti Sænska akademían að suður-afríski rithöfundurinn John Maxwell Coetzee hlyti Nóbelsverðlaunin árið 2003. Í tilkynningu akademíunnar var hann sagður fjalla um stöðu utangarðsmannsins frá ýmsum sjónarhornum í verkum sem væru listavel skrifuð og fælu í sér snilldarlega greiningu. Þar með hreppir einn hlédrægasti höfundur samtímans umtöluðustu bókmenntaverðlaun heimsins.
Meira
Á næstu misserum mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja allar fimmtán sinfóníur rússneska tónskáldsins Dmitríjs Shostakovitsj (1906-1975) undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra síns, Rumon Gamba. Í greininni er fjallað um tónskáldið og feril hans.
Meira
Í skrifum sínum hefur kanadíski heimspekingurinn John Ralston Saul m.a. fjallað um tengsl fólks og staðar. Í viðtali við KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON ræðir Saul ennfremur um ofurtrú Vesturlandabúa á skynseminni, og þörfina á endurskoðun hug- mynda okkar um lífið í norðlægum löndum.
Meira
Yfir mér hangir kristallinn klasar af tárum í kyrru lofti speglarnir kljúfa hold mitt dökknar bíð í forsalnum sé mig í glerinu endurspeglast sé mig í glerinu yfirgefna geng fram og til baka í draumi skipti hvorki um föt né skoðun ég er blind hef starað...
Meira
Dauðasjúka, dimma tungl undir svörtum sængurhimni, sóttheit stara augu þín, fjötra mig sem framandi lag. Þú deyrð af þrá sem drekkir þér, óslökkvandi ástarsorg, dauðasjúka, dimma tungl undir svörtum sængurhimni.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.