Greinar mánudaginn 20. október 2003

Forsíða

20. október 2003 | Forsíða | 135 orð

Áhættan er ekki bundin við eina tegund krabbameins

"FRÁ sjónarhorni erfðafræðinnar benda niðurstöðurnar til þess að líta beri svo á að tilhneigingin til að fá ýmsar gerðir krabbameins erfist á milli kynslóðanna en ekki nægi að líta eingöngu á einstök krabbamein," segir Kári Stefánsson,... Meira
20. október 2003 | Forsíða | 119 orð | 1 mynd

Blair á sjúkrahús

BRESKI forsætisráðherrann Tony Blair var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hafa fundið fyrir óreglulegum hjartslætti. Blair gekkst undir rannsókn en var síðan leyft að fara heim og sögðu talsmenn hans hann vera við góða heilsu. Meira
20. október 2003 | Forsíða | 54 orð | 1 mynd

Bush í Bangkok

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti brosir hér til liðsmanna í taílenska hernum en Bush er nú staddur í Bangkok í Taílandi til að vera viðstaddur fund Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC). Meira
20. október 2003 | Forsíða | 129 orð | 1 mynd

Krabbamein erfast í hópum

VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar kynntu í gær niðurstöður rannsókna á ættlægni allra krabbameinstilfella á Íslandi sem skráð hafa verið í tæplega hálfa öld. Meira
20. október 2003 | Forsíða | 161 orð | 1 mynd

Vill vinna bug á fátækt í Bólivíu

NÝR forseti Bólivíu, Carlos Mesa, kynnti í gær fimmtán manna ríkisstjórn sína en Mesa sór embættiseið á laugardag í kjölfar þess að Gonzalo Sanchez de Lozada hafði sagt af sér. Meira
20. október 2003 | Forsíða | 272 orð

Þjóðarflokkur sigurvegari kosninga í Sviss

SVISSNESKI Þjóðarflokkurinn sigraði í þingkosningum í Sviss í gær en útgönguspár bentu til að flokkurinn fengi 27,7% atkvæða og 55 þingsæti, sem er ellefu sætum meira en seinast. Meira

Baksíða

20. október 2003 | Baksíða | 214 orð | 1 mynd

Elrigreipur undir Eyjafjöllum

ELRIGREIPUR fannst í Kverkinni undir Eyjafjöllum um síðustu helgi og er þetta í fyrsta sinn, sem fugl af þessari tegund finnst í Evrópu. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 73 orð

Kveikt í bílum á Akureyri

KVEIKT var í tveimur bílum á Akureyri í gærmorgun. Um var að ræða Toyotu Landcruiser sem stóð við Eyrarlandsveg og Mazda-fólksbifreið við Þórunnarstræti. Báðar þessar bifreiðir voru komnar nokkuð til ára sinna. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 190 orð

Lítið dregur úr atvinnuleysi meðal félaga í VR

ATVINNULEYSI meðal félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur hefur ekki minnkað frá því í febrúar, þvert á þróunina almennt á landsvísu. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 474 orð | 1 mynd

Náttúrumeðul og meðganga

Spurning: Ég hef notað nokkur náttúrumeðul, m.a. ginseng og sólhatt, af og til í nokkur ár til að bæta heilsuna. Nú er ég orðin ófrísk og þá langar mig að vita hvort svona efni séu hættulaus fyrir fóstrið. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 240 orð | 1 mynd

Sjálfskoðun brjóstanna

Röntgenmyndataka er öruggasta aðferðin til að finna krabbamein í brjóstum á byrjunarstigi. Konur á aldrinum 40-69 ára ættu að fara í brjóstamyndatöku annað hvert ár og panta tíma þegar boð kemur frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 1061 orð | 2 myndir

Spara má fleiri líf

Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að ennþá væri alltof algengt að konur hunsuðu boð Leitarstöðvarinnar um að koma í skoðun. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 326 orð | 1 mynd

Stjórnvöld enn "óhóflega lengi" að svara erindum

SAMKVÆMT nýrri ársskýrslu umboðsmanns Alþingis voru 292 mál afgreidd hjá embættinu á síðasta ári og skráð mál voru 280, þar af sjö frumkvæðismál umboðsmanns. Fjölgar skráðum málum um 13% milli ára en afgreiddum málum fækkar lítillega, voru 303 árið 2001. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 47 orð | 1 mynd

Svanir á Suðurlandi í ferðahug

Syngi, syngi svanir mínir, svo hann Hlini vakni, segir í ævintýrinu. Meira
20. október 2003 | Baksíða | 111 orð | 1 mynd

Veiða klakfisk í Vatnsá

Eitt af haustverkum veiðiréttarhafa víða um land er að fanga fisk í ánum sem notaðar er til undaneldis. Félagar í Stangveiðifélaginu Stakk í Vík og landeigendur við Vatnsá drógu net upp eftir ánni um helgina. Meira

Fréttir

20. október 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð

30 milljóna króna sekt og fangelsi fyrir skattsvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi framkvæmdastjóra einkahlutafélags í 30 milljóna króna sekt og þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir skattsvik á árunum 2001 og 2002. Undanskot ákærða nam um 15 milljónum króna. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð

7,5 milljarða samningur við VA TECH

Landsvirkjun hefur samið við VA TECH Escher Wyss GmbH í Þýskalandi um framleiðslu og uppsetningu véla- og rafbúnaðar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 220 orð

Á næstunni

Námskeið á sviði hugbúnaðar hjá Endurmenntu Háskóla Íslands verður haldið mánudaginn 27. október kl. 8.30 - 16. Að byggja hugbúnaðarfyrirtæki er tvískipt námskeið. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð

Brýtur ekki í bága við stjórnarskrána

ÁKVÆÐI um þjóðkirkjuna brjóta ekki í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, enda er kirkjuskipanin beinlínis byggð á stjórnarskránni, sagði Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, í ræðu við upphaf kirkjuþings í gær. Meira
20. október 2003 | Erlendar fréttir | 263 orð

Bush ljær máls á málamiðlun

GEORGE W. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Ekki gefið að hér sé fjölmenningarlegt samfélag

SVO virðist sem menn gefi sér að hér á landi sé til staðar fjölmenningarlegt samfélag, sagði biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, við setningu kirkjuþings í gær. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 2 myndir

Fagna aldarafmæli flugsins

TALSVERÐUR fjöldi fólks lagði leið sína á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, en sýningin var sú stærsta hér á landi í rúman áratug, að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Fékk nýja bók um fötlunarfræði

Út er komin bók sem hefur að geyma nýjar rannsóknir á fötlunarfræði. Ritstjóri bókarinnar er Rannveig Traustadóttir, en hún afhenti Árna Magnússyni félagsmálaráðherra fyrsta eintak bókarinnar. Að útgáfunni standa Háskólaútgáfan og félagsmálaráðuneytið. Meira
20. október 2003 | Miðopna | 901 orð | 1 mynd

Framtíð fiskeldis í húfi

HAGSMUNUM og tilvist íslenskra fiskeldisfyrirtækja var stefnt í hættu síðastliðið sumar þegar stjórnvöld í viðskiptalöndum okkar bönnuðu innflutning á eldisfiski og eldisafurðum héðan á þeim forsendum að Ísland hefði ekki uppfyllt skuldbindingar sínar... Meira
20. október 2003 | Vesturland | 292 orð | 2 myndir

Frábær stemning á landsmóti æskulýðsfélaga

Ólafsvík | Um þrjú hundruð unglingar voru saman komnir á landsmóti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem haldið var í Ólafsvík um helgina. Yfirskrift mótsins var: Í mynd við Guð. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Gistirými á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum

HEILDARFJÖLDI rúma á gistiheimilum og hótelum á Íslandi er 16.200 í ár og hefur meira en tvöfaldast á undanförnum tíu árum. Ef höfuðborgarsvæðið er einungis skoðað kemur í ljós að hótelrúmum hefur fjölgað þar um 1. Meira
20. október 2003 | Miðopna | 571 orð

Gjaldþrota stöðumælastefna R-listans

Samgöngunefnd Reykjavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum að lækka sektir vegna stöðvunarbrota um 550 krónur ef þær eru greiddar innan þriggja daga. Þetta þýðir að svonefndar stöðumælasektir lækka úr 1.500 krónum í 950 en stöðvunarbrotagjöld úr 2.500 kr. Meira
20. október 2003 | Erlendar fréttir | 160 orð

Hershöfðingi biðst afsökunar

BANDARÍSKUR undirhershöfðingi sem sagði baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum vera átök á milli kristilegra gilda og Satans hefur neitað því að vera haldinn fordómum í garð múslíma og beðist afsökunar. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Íslenska skáksveitin mætir Austurríki

ÍSLENSKA landsliðið í skák mætir liði Austurríkis í 9. og síðustu umferð Evrópumóts einstaklinga sem fram fer í dag í Plovdid í Búlgaríu en Austurríkismenn eru heldur stigahærri. Ísland sat yfir í dag. Ísland er nú í 32. sæti með 6 stig og 12 vinninga. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Las upp úr Dimmalimm

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, las fyrir börn og foreldra úr bókinni Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) í Þjóðmenningarhúsinu sl. laugardag, en Vigdís sagði að þetta væri ein af hennar eftirlætis barnabókum. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Mjög stór sprunga í grunninum

BYGGINGAVERKTÖKUM í Hveragerði var brugðið þegar allstór sprunga kom skyndilega í ljós í grunni verslunarhúsnæðis sem á að rísa þar í bæ. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Námskeið um aðgerðir í jafnréttismálum

ENDURMENNTUN HÍ stendur fyrir námskeiði sem fjallar um aðgerðir sem geta skilað árangri í jafnréttisstarfi hjá fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðið hefst 23. október næstkomandi. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Orkan lækkar olíuverð á einni stöð í Hafnarfirði

ORKAN lækkaði verð á dísilolíu á einni stöð félagsins í Hafnarfirði sl. laugardagsmorgun, í 34,80 kr. lítrann. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 910 orð | 1 mynd

Ræða tungumál stærðfræðinnar

Mogens Niss er fæddur í Kaupmannahöfn og verður 59 ára síðar í þessum mánuði. Niss er prófessor í stærðfræði við Háskólann í Hróarskeldu. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Skoðar áhrif dóms Hæstaréttar

LÖGMENN Félags eldri borgara eru með niðurstöðu Hæstaréttar í öryrkjamálinu svonefnda til athugunar. Málið verður meðal annars rætt á fundi í Félagi eldri borgara á þriðjudaginn kemur. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 549 orð | 2 myndir

Some Thames er brú milli margra ólíkra heima

SÝNING á verki bandarísku myndlistarkonunnar Roni Horn, Some Thames , var formlega opnuð í Háskólanum á Akureyri á laugardaginn. Sýningin var sett þar upp til frambúðar, en hún er gjöf listamannsins til skólans. Meira
20. október 2003 | Erlendar fréttir | 201 orð

Staðfesta nauðsyn hryðjuverkastríðsins

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að nýjar hótanir hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens í garð Bandaríkjanna og bandamanna þess staðfestu nauðsyn þess að veröldin sameinaðist í alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverkum. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 1203 orð | 1 mynd

Sterk tengsl milli erfða og mismunandi tegunda krabbameins

Íslensk erfðagreining kynnti í gær niðurstöður úr viðamiklum rannsóknum á ættlægni og erfðafræði allra krabbameinstilfella á Íslandi í hálfa öld. Sterkir erfðaþættir tengjast krabbameini og í ljós kemur að tilhneigingin til að fá ákveðnar gerðir krabbameins virðist erfast á milli kynslóða. Er áhættan aukin bæði meðal náskyldra og fjarskyldra ættingja. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 240 orð

Stjórn Heimdallar býr til ný inntökuskilyrði

SJÁLFSTÆÐISMENN sem stóðu að framboði til stjórnar Heimdallar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvarðana nýrrar stjórnar Heimdallar. Þar segir að stjórnin sé að búa til ný inntökuskilyrði. "Í september gengu um 1. Meira
20. október 2003 | Vesturland | 165 orð | 1 mynd

Sumarhús rísa við Stykkishólm

Stykkishólmi | Stykkishólmsbær og Skipasmíðastöðin Skipavík hafa undirritað samning um landspildu úr landi Stykkishólmsbæjar undir frístundabyggð. Um er að ræða 11,3 ha lands við Birgisborg í kílómetra fjarlægð frá Stykkishólmi. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Sumir sváfu lítið á skátamótinu

Um 260 skátar víða af landinu komu saman í nýju skátamiðstöðina í Hraunbæ um helgina til að taka þátt í svokölluðu alheimsmóti skáta á öldum ljósvakans, en í október ár hvert eiga u.þ.b. Meira
20. október 2003 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Tugþúsundir fylgdust með

TALIÐ er að um þrjú hundruð þúsund manns hafi verið samankomin á torgi Péturskirkjunnar í Róm í gær til að verða vitni að því þegar Jóhannes Páll páfi II tók Móður Teresu í tölu hinna blessuðu. Meira
20. október 2003 | Miðopna | 868 orð

Túlkun dóms - ekki afturvirkni

UNDANFARNA daga hefur á vettvangi fjölmiðlanna verið skeggrætt um dóm Hæstaréttar frá 16. október s.l. um bætur til öryrkja. Þar var fjallað var um viðbrögð stjórnvalda við öryrkjadóminum í desember 2000 með setningu laga nr. 3/2001. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tvö börn á sjúkrahús eftir árekstur

TVÖ börn voru flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir árekstur á Norðurlandsvegi á fimmta tímanum í gær. Meiðsl barnanna, sem eru á aldrinum 8-10 ára, voru þó talin minniháttar. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 274 orð

Umsækjendur staðfesti umsókn um félagsaðild

STJÓRN Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur ákveðið að senda bréf til þeirra 1.152 einstaklinga sem óskuðu eftir því að ganga í félagið tveimur dögum fyrir aðalfund þess 1. október sl. Meira
20. október 2003 | Vesturland | 86 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð Víkings/Reynis

Ólafsvík | Uppskeruhátíð ungmennafélaganna Víkings/Reynis var haldin 7. október sl. í Bláa salnum í Klifi. Mættir voru u.þ.b. Meira
20. október 2003 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Útgerð dagabáta í hættu

AÐALFUNDUR Landssbambands smábátaeigenda hvetur sjávarútvegsráðherra til að hrinda línuívilnun í framkvæmd hið fyrsta. Jafnframt bendir fundurinn á þá aðvífandi hættu að hundruð smábátaeigenda verði að hætta rekstri vegna fækkunar sóknardaga. Meira
20. október 2003 | Erlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Var forseti Bosníu á átakatímum

FYRRVERANDI forseti Bosníu-Herzegóvínu, Alija Izetbegovic, lést á sjúkrahúsi í Sarajevo í gær, 78 ára að aldri. Meira
20. október 2003 | Vesturland | 132 orð | 1 mynd

Þrír bræður héldu börnum sínum undir skírn

Dalasýslu | Það gerist um hverja helgi að börn séu skírð í kirkjum landsins, en það er kannski ekki á hverjum degi sem þrír bræður halda börnum sínum undir skírn. Meira

Ritstjórnargreinar

20. október 2003 | Leiðarar | 733 orð

Gjöf Roni Horn

Í fyrradag var formlega opnuð í Háskólanum á Akureyri sýning á verkum bandarísku listakonunnar Roni Horn. Hér er um að ræða innsetningu sem samanstendur af 80 ljósmyndum, sem teknar voru í miðborg Lundúna á ánni Thames á árunum 1999 og 2000. Meira
20. október 2003 | Staksteinar | 357 orð

- Tvöfaldur ávinningur skattalækkana

Vefþjóðviljinn fjallar um skattalækkanir: "Hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Gary Becker ritaði á dögunum ásamt tveimur kollegum sínum grein í The Wall Street Journal um tvöfaldan ávinning skattalækkana. Meira

Menning

20. október 2003 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Frásagnir

Dætur Kína - bældar raddir er fyrsta bók Xinran. Helga Þórarinsdóttir þýddi. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Frásögn

Ambáttin - sönn saga um þrælahald á okkar tímum er eftir Mende Nazer og Damien Lewis . Þýtt hefur Kristín Thorlacius. Þetta er saga um nútímaþrælahald. Mende Nazer, ung Núbastúlka frá Súdan, segir hér sögu sína. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Handbók

Betra sjálfsmat - Lykillinn að betra lífi er eftir Nathaniel Branden . Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi. "Kjarkur, öryggi, árangur: Allt byrjar það með góðu sjálfsmati - og sjálfsmatið á upptök sín innra með þér. Meira
20. október 2003 | Fólk í fréttum | 964 orð | 1 mynd

Hefndin er sæt

Leikstjórn og handrit: Quentin Tarantino. Kvikmyndataka: Robert Richardson. Klipping: Sally Menke. Frumsamin tónlist: RZA. Aðalhlutverk: Uma Thurman, Lucy Liu, Daryl Hannah, Sonny Chiba, Vivica A. Fox, Julie Dreyfus, Chiaki Kuriyamo og David Carradine. Lengd: 111 mín. Bandaríkin/Japan. Miramax, 2003. Meira
20. október 2003 | Fólk í fréttum | 166 orð | 1 mynd

Íslendingar á Kilimanjaro

STÖÐ 2 sýnir í kvöld þátt um íslenskan fjallaleiðangur á tind Kilimanjaro fyrr á þessu ári. Fjallið laðar árlega til sín þúsundir fjallgöngumanna en margir þeirra gefast upp á leiðinni og dauðsföll á fjallinu eru ekki óþekkt. Meira
20. október 2003 | Fólk í fréttum | 341 orð | 1 mynd

Klækjarefir kljást

Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Robert Ramsey, Matthew Stone, Ethan Coen og Joel Coen, byggt á sögu Ramsey, Stone og John Romano. Kvikmyndatökustjóri: Roger Deakins. Tónlist: Carter Burwell. Aðalleikendur: George Clooney, Catherine Zeta-Jones, Geoffrey Rush, Cedric the Entertainer, Edward Herrmann, Paul Adelstein, Richard Jenkins, Billy Bob Thornton. 100 mínútur. Universal. Bandaríkin 2003. Meira
20. október 2003 | Fólk í fréttum | 155 orð | 4 myndir

Konungdæmi mitt fyrir hest!

HIÐ ELSKULEGA en miskunnarlausa illmenni Ríkarður þriðji hlaut sín óumflýjanlegu endalok á frumsýningu Þjóðleikhússins á nýrri uppfærslu þessa sígilda verks Williams Shakespeares. Meira
20. október 2003 | Tónlist | 379 orð

Nú er það svart, maður!

fluttir af Davíð Ólafssyni við kvartettundirleik undir stjórn Daniels Bjarnasonar. Þriðjudagurinn 14. október. 2003. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 303 orð | 1 mynd

Nýtt íslenskt bókaforlag

Nýju bókaforlagi, PublishIslandica, var hleypt af stokkunum um helgina með útgáfu bóka eftir þrjá nýja íslenska höfunda en á undanförnum mánuðum hefur forlagið gert samninga við 15 íslenska höfunda. Meira
20. október 2003 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Ofurhuginn David Blaine lauk fjörutíu og...

Ofurhuginn David Blaine lauk fjörutíu og fjögurra daga hunguratriði sínu í gærkvöld. Glerbúrið sem hann hefur hafst við í undanfarnar sex vikur var látið síga niður kl. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Sigurður Þórir sýnir í Eyjum

Í GALLERÍI-ÁHALDAHÚSI í Vestmannaeyjum stendur nú yfir málverkasýning Sigurðar Þóris. Á sýngunni eru 22 olíumálverk og eru allar myndirnar fígúratífar afstraktmyndir málaðar á síðustu árum. Meira
20. október 2003 | Bókmenntir | 387 orð

Síðbúið afmælisrit

Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2003. 390 bls. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Skugga-Baldur nefnist skáldsaga eftir Sjón. Sagan er rómantísk og gerist um miðja 19. öld. Aðalpersónurnar eru presturinn Baldur, grasafræðingurinn Friðrik og vangefna stúlkan Abba sem tengist lífi og örlögum mannanna tveggja með afdrifaríkum hætti. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Styrktarsýning á Erling

SÝNING á leikritinu Erling í Loftkastalanum á morgun, þriðjudag, kl. 20 er til að styrkja List án landamæra, listahátíð sem haldin er í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Meira
20. október 2003 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

Tímarit

Tímarit Máls og menningar er komið út og eru þetta 3. og 4. hefti 64. árgangs. Meðal efnis er grein Valdimars Tr. Hafstein um endursköpun fortíðarinnar. Valdimar vekur athygli á því hvernig sjálfsmynd þjóða er sköpuð í þágu samtímans. Meira
20. október 2003 | Fólk í fréttum | 824 orð | 10 myndir

Uppskeruhátíð íslenskrar menningar

Airwaves, tónlistarhátíð í miðborg Reykjavíkur þar sem þátt tóku um 103 íslenskar hljómsveitir og 18 erlendar,18 íslenskir plötusnúðar og 10 erlendir. Meira

Umræðan

20. október 2003 | Bréf til blaðsins | 474 orð

Harðindi í Háskólabíói

Á SÝNINGU Háskólabíós "Konur og stríð" kl. 18 sl. mánudag var framkoman gagnvart sýningargestum með þeim ólíkindum að ég get ekki orða bundist, í þeirri veiku von að forráðamenn kvikmyndahússins sjái að sér. Meira
20. október 2003 | Bréf til blaðsins | 708 orð

Haustfundur soroptimista

HAUSTFUNDUR Soroptimistasambands Íslands var haldinn í Munaðarnesi 4. október sl. Fundinn sóttu á annað hundrað konur víðsvegar af landinu. Alþjóðasamband soroptimista eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba kvenna, sem ná yfir heimsbyggð alla. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 523 orð | 1 mynd

Heilbrigðisráðherra og hjúkrunarrými aldraðra

Í MORGUNBLAÐINU 12. október sl. er viðtal við heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, undir fyrirsögninni "Miðar hægt í rétta átt". Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 754 orð | 2 myndir

Herferð um and-ofbeldi og baráttu gegn malaríu í Sambíu

Ein skæðasta heilbrigðisvá Afríku Húmanistahreyfingin hefur nú hafið herferð í nokkrum Afríkuríkjum sem snýst um and-ofbeldi og baráttuna gegn malaríu. Húmanistahreyfingin er alþjóðleg hreyfing og starfar nú m.a. í 30 Afríkulöndum. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Hæstiréttur og dómnefndarálit

ALMENNINGUR hefur vitað af margri deilunni um stöðuveitingar í hinu opinbera kerfi og umsagnir dómnefnda. Nýlega hafa lögspekingar enn rifist um stöðuveitingu og umsögn í eigin röðum. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 632 orð | 1 mynd

Íslenski laxinn og framtíð hans

ÓÐINN Sigþórsson, formaður Landssambands Veiðifélaga, birtir grein í Morgunblaðinu 16. október, þar sem hann fjallar vandlega um bráðabirgðalög þau, sem sett voru 1. júlí síðastliðinn, og kveða á um lögleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, 91/67. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 187 orð

Kæra Vigdís

ÉG STUDDI þig heilshugar í forsetakosningum er þú barst sigurorð af öðrum frambjóðendum. Fagnaði hvatningarorðum þínum er þú brýndir þjóð þína til samstöðu gegn ofríki og yfirgangi engilsaxneskra áhrifa á þjóðtungu og móðurmál. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Líðan nemenda og velgengni

ÍSLENDINGAR taka þátt í nokkrum alþjóðlegum rannsóknum sem tengjast skólamálum og ber því að fagna að við getum betur borið okkur saman við aðrar þjóðir. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Rjúpnaveiðibann eða náttúruleysi?

FYRIR nokkrum árum tók ég mig til og fékk mér byssu. Síðan hef ég notið ómældrar ánægju af skotveiði í íslenskri náttúru. Rjúpan er vinsæl bráð og veiðist á þeim tíma er lítið er um aðra bráð. Meira
20. október 2003 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Vetrarfrí grunnskólabarna

HAUSTIÐ 2001 var tekin upp sú ágæta nýbreytni í nokkrum grunnskólum Reykjavíkurborgar að hafa vetrarfrí að hausti í 2-3 daga. Þetta kom í kjölfar á lengingu skólaársins og var vetrarfríið sett um miðja haustönn. Meira

Minningargreinar

20. október 2003 | Minningargreinar | 730 orð | 1 mynd

ERLENDA S. ERLENDSDÓTTIR

Erlenda Stefanía Erlendsdóttir fæddist á Hamri í Hegranesi í Skagafirði 15. desember 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2003 | Minningargreinar | 1152 orð | 1 mynd

GUÐJÓN RAGNAR HELGI JÓNSSON

Guðjón Ragnar Helgi Jónsson fæddist á Eyri í Skötufirði 10. nóvember 1936. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala v/Hringbraut mánudaginn 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þ. Helgason frá Eyri í Ísafirði, f. 16.5. 1894, d. 29.12. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2003 | Minningargreinar | 1833 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR ÞORFINNSSON JÓNSSON

Gunnlaugur Þorfinnsson Jónsson fæddist á Siglufirði 22. október 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Gunnlaugsson, f. 7. febrúar 1894, d. 28. febrúar 1961, og Sigurjóna G. Einarsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
20. október 2003 | Minningargreinar | 3107 orð | 1 mynd

HALLDÓR Z. ORMSSON

Halldór Zakarías Ormsson fæddist á Hvalsá í Steingrímsfirði 6. október 1922. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss 13. október síðastliðinn. Foreldrar Halldórs voru Ormur Hafsteinn Samúelsson, bóndi á Hvalsá, síðar á Hólmavík, f. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2003 | Minningargreinar | 1218 orð | 1 mynd

SESSELJA JÓNSDÓTTIR

Sesselja Jónsdóttir fæddist í Keflavík 15. mars 1918. Hún lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Eyjólfsson frá Garðshorni í Keflavík, útgerðarmaður í Keflavík, f. 16.4. 1894, d. 1.2. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2003 | Minningargreinar | 166 orð | 1 mynd

SKÚLI MÁR NÍELSSON

Skúli Már Níelsson fæddist í Reykjavík 13. október 1978. Hann lést af slysförum 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Melstaðarkirkju 16. september. Meira  Kaupa minningabók
20. október 2003 | Minningargreinar | 489 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN SIGURBJÖRN JÓNSSON

Þorsteinn Sigurbjörn Jónsson fæddist í Ólafsfirði 13. maí 1928. Hann lést þar 29. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

20. október 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, mánudaginn 20. október, er fimmtugur Guðlaugur Valtýsson, Vörðu 13, Djúpavogi . Eiginkona hans er Sigríður Björnsdóttir . Þau taka á móti gestum laugardaginn 25. október eftir kl. 20 í Löngubúð á... Meira
20. október 2003 | Dagbók | 215 orð

Andlát án undanfara

BJARMI, hópur um sorg og sorgarviðbrögð á Suðurnesjum, stendur fyrir fyrirlestri nk. þriðjudagskvöld 21. október kl. 20:30 í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Meira
20. október 2003 | Fastir þættir | 252 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

SUMIR fræðimenn í sögnum - "sagnfræðingar" - halda þeirri kenningu á lofti að lítið tilefni þurfi til að segja fjóra spaða yfir opnun á fjórum hjörtum - utan hættu, að minnsta kosti. Meira
20. október 2003 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí sl. í Laugarneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau María Vilhjálmsdóttir og Guðni... Meira
20. október 2003 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí sl. í Háteigskirkju af sr. Erni Bárði Jónssyni þau Svava Björg Harðardóttir og Guðmundur Gauti... Meira
20. október 2003 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní sl. í Selfosskirkju af sr. Gunnari Björnssyni þau Margrét Þorsteina Kristinsdóttir og Marías Halldór... Meira
20. október 2003 | Dagbók | 407 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16-17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Meira
20. október 2003 | Dagbók | 492 orð

(Matt. 19, 24.)

Í dag er mánudagur 20. október, 293. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Enn segir ég: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Meira
20. október 2003 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Be3 Db6 5. Dc1 e6 6. c4 Bxb1 7. Hxb1 Bb4+ 8. Kd1 dxc4 9. Rf3 Rd7 10. a3 Be7 11. Bxc4 Dc7 12. Ke2 Rb6 13. Bd3 Rd5 14. Bd2 h5 15. b4 Rh6 16. He1 Hc8 17. Kf1 Dd7 18. Hb3 Rc7 19. Bg5 a6 20. Be4 Dd8 21. Bd2 Rf5 22. Hd3 g6 23. Meira
20. október 2003 | Dagbók | 49 orð

TILEINKUN

Til þín, sem býrð á bak við hugsun mína, blóðlaus og föl, og speglar ásýnd þína í mínum kalda og annarlega óði. Frá mér, sem horfði úr húmi langrar nætur á heimsins blökku dýrð, og reis á fætur með jódyn allra jarða mér í blóði. Meira
20. október 2003 | Fastir þættir | 391 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er almennt og yfirleitt andvígur boðum og bönnum. Hann telur að fólk sem hefur þörf fyrir að stjórna lífi samferðamanna sinna þurfi fyrst og fremst á aðstoð að halda. Meira

Íþróttir

20. október 2003 | Íþróttir | 76 orð

21 marks sigur Börsunga

LIÐSMENN Barcelona fóru heldur betur á kostum gegn Vardar Skopje í B-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik en félögin leika í sama riðli og Haukar og Magdeburg. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 736 orð | 1 mynd

Ánægður að vera kominn í gegnum þessa þraut

ÞUNGU fargi var létt af Árna Stefánssyni þjálfara HK eftir leikinn. "Ég er verulega ánægður með að hafa komist í gegnum þessa þraut. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 173 orð

Brann með tvo 16 ára stráka í sigtinu

NORSKA knattspyrnufélagið Brann hefur boðið til sín tveimur 16 ára gömlum íslenskum drengjalandsliðsmönnum. Það eru þeir Bjarki Már Sigvaldason úr HK og Heiðar Geir Júlíusson úr Fram. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Björn Gunnarsson var ekki...

* BRYNJAR Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest sem burstaði Wimbledon , 6:0, í ensku 1. deildinni. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 608 orð | 1 mynd

Cudicini færði Arsenal sigurmark á silfurfati

ÍTALINN Carlo Cudicini markvörður Chelsea hefur væntanlega átt erfitt með svefn á laugardagskvöld en hræðileg mistök hans í leiknum við Arsenal kostuðu Chelsea fyrsta ósigurinn á leiktíðinni. Stundarfjórðungi fyrir leikslok missti Cudicini knöttinn á milli fóta sér þegar hann hugðist taka hann upp, boltinn hrökk í fætur Thierry Henry og þaðan í netið. Arsenal sigraði, 2:1, og skaust í toppsætið sem Manchester United hafði verið í tveimur tímum áður. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður...

* DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði eitt mark fyrir sína menn sem töpuðu fyrir pólska liðinu Wisla Plock , 27:26, í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 90 orð

Eiður Smári orðaður við "Boro"

EIÐUR Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal á Highbury, en hann er fjórði miðherjinn í liði Chelsea - á eftir Hernan Crspo, Adrian Mutu og Jimmy Floyd Hasselbaink. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 83 orð

Einar Örn með sex mörk

EINAR Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti góðan leik með Wallau Massenheim sem vann góðan útisigur á Gummersbach. Einar Örn skoraði sex mörk í leiknum en Rúnar Sigtryggsson náði ekki að skora en hann lék samkvæmt venju að mestu í vörninni. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 493 orð | 2 myndir

Einhver varð að skjóta - heppni að það var ég

"EINHVER varð að skjóta og ég var heppinn að fá tækifærið. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 665 orð | 1 mynd

Eiríkur óstöðvandi

ÍSLANDSMEISTARAR Keflvíkinga í körfuknattleik karla sóttu ekki gull í greipar ÍR-inga í Seljaskólanum í gærkvöldi þegar liðin mættust í 2. umferð Intersport deildarinnar. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 233 orð

Elber hefur trú á Stuttgart

BRASILÍUMAÐURINN Giovane Elber hefur trú á því að Stuttgart, sem hann lék með áður en hann gerðist leikmaður með Bayern München, geti hrifsað Þýskalandsmeistaratitlinn af Bæjurum. Eftir frækilegan endasprett á sl. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Elías Már Halldórsson var hetja HK-manna,...

Elías Már Halldórsson var hetja HK-manna, er hann gulltryggði sigur þeirra á rússneska liðinu Stepan Razin í Evrópukeppni bikarhafa, 20:18. HK er komið í aðra umferð. Sjá B2 og... Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild Arsenal - Chelsea 2:1...

England Úrvalsdeild Arsenal - Chelsea 2:1 Edu 5., Thierry Henry 75. - Hernan Crespo 9. - 38,172. Fulham - Wolves 0:0 - 17,031 Man. City - Bolton 6:2 Shaun Wright-Phillips 26.,55., Nicolas Anelka 57.,71., Sylvain Distan 47., Claudio Reyna 83. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 133 orð

Ernie Els í hóp Ballesteros og Players

ERNIE Els frá Suður-Afríku tryggði sér 4:3-sigur gegn hinum danska Thomas Björn í úrslitaleik heimsmótsins í holukeppni en mótið fór fram á Wentworth-vellinum í Englandi. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 113 orð

Gunnlaugur og Kári Steinn áfram hjá ÍA

TVEIR af lykilmönnum í bikarmeistaraliði ÍA í knattspyrnu, fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson og Kári Steinn Reynisson, skrifuðu um helgina undir nýja samninga við liðið sem gilda til tveggja ára. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 164 orð

Gylfi og Hannes skoruðu í tapleikjum

MEISTARALIÐ Rosenborg mátti þola útreið gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á heimavelli sínum í Þrándheimi. Stabæk gjörsigraði meistaranna, 6:1, og er þetta stærsta tap Rosenborg frá upphafi. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 119 orð

Haraldur hetja Raufoss

HARALDUR Ingólfsson tryggði Raufoss sigurinn á móti MK í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Haraldur kom inná sem varamaður á 83. mínútu og á síðustu mínútu skoraði hann sigurmarkið með góðu skoti og Raufoss fagnaði sigri, 3:2. Þetta var 15. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 456 orð | 1 mynd

Haukar réðu ekki við varnarmúr Magdeburg

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka sóttu ekki gull í greipar Magdeburg í öðrum leik sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Þýskalandi á laugardaginn. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu átta marka sigur, 34:26, eftir að hafa haft fimm marka forskot í hálfleik, 16:11. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 251 orð

HK-hjartað stórt og slær ört

"ÉG hélt að við værum að missa leikinn frá okkur, en HK-hjartað er stórt, slær ört og dugði til að gera út um leikinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, eftir Evrópuleikinn. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 209 orð

Howard gaf eftir 1,2 milljarða í launum

JUWAN Howard, framherji NBA-liðsins Orlando Magic, segir við ESPN -fréttastofuna að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hann gaf frá sér 1155 millj. af þeim samningi sem hann gerði árið 1996 við Washington Wizards. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Inter rak Hector Cuper

ÍTALSKA liðið Inter frá Mílanó lét þjálfara sinn, Argentínumanninn Hector Cuper, taka pokann sinn nokkrum klukkustundum eftir að liðið gerði 2:2 jafntefli við Brescia í ítölsku 1. deildinni. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 306 orð

ÍBV kafsigldi Hauka

ÞAÐ var boðið upp á kaflaskiptan leik í Eyjum þegar liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitlinn í handknattleik kvenna sl. keppnistímabil, meistarar ÍBV og bikarmeistarar Haukar. Það voru Eyjastúlkurnar sem fögnuðu öruggum stórsigri, 36:23. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 12 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla RE/MAX-deildin, suðurriðill: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - UMFG 19. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 1139 orð | 1 mynd

Íslandsmót karla 1.

Íslandsmót karla 1.deild karla, RE/MAX-deildin: Suðurriðill Selfoss - ÍBV 27:29 Selfoss, laugardagur18. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Jóhannes Karl í liði Úlfanna

JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan tímann á miðjunni í liði Wolves sem gerði markalaust jafntefli við Fulham í Lundúnum. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 1176 orð

Kærkominn sigur hjá Eyjamönnum

EYJAMENN fögnuðu sínum fyrsta sigri á Íslandsmóti karla í handknattleik á laugardaginn, er þeir gerðu góða ferð til Selfoss, þar sem þeir lögðu heimamenn að velli, 29:27. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en mest náðu Eyjamenn sex marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks. Selfyssingar voru þó hársbreidd frá að jafna leikinn, en þeir náðu með mikilli seiglu að minnka muninn mest niður í eitt mark, 23:24, þegar 10 mínútur voru eftir. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 80 orð

Létt hjá Essen gegn Eistunum

GUÐJÓN Valur Sigurðsson og félagar hans í þýska liðinu Essen eru komnir í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Essen sigraði eistneska liðið Polva Serviti í tveimur leikjum í Þýskalandi um helgina. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 398 orð | 1 mynd

* MANCHESTER City fór á kostum...

* MANCHESTER City fór á kostum gegn Bolton en 6:2 urðu lokatölur í leik liðanna á heimavelli City. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

Markvarslan og vörnin gerðu gæfumuninn

"ÉG var að gera mér vonir um að ná betri úrslitum en þetta er eins með Barcelona og lið Magdeburg, þau eru í allt öðrum gæðaflokki en við," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið en hans menn biðu lægri hlut fyrir Magdeburg í Meistaradeildinn með átta marka mun. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

* MIGUEL Angel Jimenez sigraði á...

* MIGUEL Angel Jimenez sigraði á atvinnumannamóti í golfi sem fram fór á eyjunni Mallorca á Spáni, heimalandi Jimenez, og lauk í gær. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 255 orð

Nelson segir Jón vera skrefinu á eftir keppinauti sínum

JÓN Arnór Stefánsson fékk ekki að spreyta sig hjá Dallas Mavericks aðfaranótt sunnudags þegar liðið átti í höggi við Philadelphia 76'ers í æfingaleik sem fram fór í Dallas. Gestirnir höfðu betur 102:99. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 1553 orð

Njarðvíkingar neituðu að gefast upp

BOÐIÐ var uppá flest sem prýðir góðan körfuboltaleik í Njarðvík í gærkvöldi - góða baráttu, tilþrifamiklar troðslur, 14 varin skot, vænan skammt af mistökum og spennuþrungnar lokamínútur þegar heimamenn sluppu með 79:77 sigur. Sigurinn var þó ekki ósanngjarn því þó Njarðvíkingar gerðu meira af mistökum var baráttan þeirra megin. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* ÓÐINN Árnason skoraði 10 stig...

* ÓÐINN Árnason skoraði 10 stig og tók 8 fráköst á þeim 18 mínútum sem hann lék fyrir Ulriken Eagles þegar liðið sigraði Kongsberg Penguins , 99:87, í norsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Ólafur með fjögur fyrir Ciudad Real

SPÆNSKA stórliðið Ciudad Real með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar átti ekki í vandræðum með að leggja Zaporoshye frá Úkraínu að velli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á Spáni í gær. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 518 orð | 1 mynd

"Nú geta menn farið að ræða um eitthvað annað"

LEIKMENN Stuttgart, sem höfðu ekki fengið á sig mark í 1. deildarkeppninni í Þýskalandi - áður en þeir héltu til Bremen á laugardaginn, þar sem þeir áttu í höggi við leikmenn Werder Bremen, sem voru á toppi deildarinnar. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

"Small saman hjá okkur"

"ÞETTA voru úrslit eftir bókinni. Um leið og við náðum að finna taktinn í vörninni small þetta saman hjá okkur," sagði Sigfús Sigurðsson, leikmaður Magdeburg, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Haukum í Meistaradeildinni í handknattleik. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 369 orð | 2 myndir

"Æfum nánast aldrei saman"

VIÐ æfum nánast aldrei saman en það gengur alveg ágætlega samt sem áður," sagði Ragna Ingólfsdóttir í gær þar sem hún var stödd í Ljubljana í Slóveníu ásamt Söru Jónsdóttur en þær enduðu í öðru sæti í tvíliðaleik á alþjóðlegu móti sem lauk í gær, svokölluðu A-móti. Sara dvelur í Danmörku við æfingar en Ragna æfir hér á landi með TBR og því eru landfræðilegar ástæður fyrir því að þær æfa lítið sem ekki neitt saman. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Ranieri segir sína menn eiga margt eftir ólært

CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það taki nokkurn tíma til að fínpússa lið sitt, þannig að það geti staðið Arsenal og Manchester United snúninginn. "Það er best hægt að sjá með því að horfa á leik Arsenal. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Róbert skoraði 21 mark fyrir Århus GF

RÓBERT Gunnarsson, línumaðurinn öflugi hjá danska liðinu Århus GF, fór á kostum með liðinu í tveimur leikjum á móti eistneska liðinu Kehra Tallinn í EHF-keppninni í handknattleik sem háðir voru í Árósum í Danmörku um helgina. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Rúnar Kristinsson kom Lokeren á bragðið í Belgíu

ÞAÐ var mikið í húfi fyrir þjálfara Lokeren, Paul Put, þegar Lokeren mætti Hausden Zolder í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 455 orð

Stórstjörnur grunaðar um græsku

SPRETTHLAUPARINN Kelli White og hafnaboltastjarnan Barry Bonds eru í hópi 40 íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem þurfa að fara í yfirheyrslu vegna meintrar notkunar á nýju steralyfi, THG, sem ekki var hægt að finna með venjulegum lyfjaprófum. Victor Conte, næringarfræðingur hjá BALCO-rannsóknarstofnunni, segir við dagblaðið San Francisco Chronicle að einn af samstarfsaðilum BALCO hafi verið kallaður til yfirheyrslu en fyrirtækið framleiðir m.a. fæðubótarefni. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 136 orð

Tindastóll í kröppum dansi

EKKERT varð af leik KFÍ og Tindastóls í Intersportdeild karla í gær þar sem að flugvél með dómurum leiksins innanborðs var snúið við yfir Skutulsfirði vegna þoku, en Tindastólsmenn fóru landleiðina frá Sauðárkróki og voru mættir til leiks á réttum tíma. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 637 orð | 1 mynd

Úrvalsdeild Íslandsmót.

Úrvalsdeild Íslandsmót. Intersportdeild karla, 2. umferð: ÍR - Keflavík 111:107 Seljaskóli: Gangur leiksins : 0:2, 8:4, 18:11, 18:18, 25:25 , 36:25, 36:31, 39:35, 60:49, 62:51 , 64:56, 70:60, 74:73, 84:81 , 87;85, 90:91, 98:98, 106:103, 108:107, 111:107... Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 203 orð

Verðskuldaður sigur KR-stúlkna

"OKKUR tókst loks að sýna hvað við getum. Við erum með breytt lið frá í fyrra og erum enn að stilla saman strengina," sagði Gréta María Grétarsdóttir, þjálfari KR-stúlkna, eftir að lið hennar bar sigurorð af Íslandsmeisturum Keflavíkur í DHL höllinni á laugardaginn. Lokatölur urðu 79:69 en í hálfleik höfðu gestirnir yfir, 33:38. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 195 orð

Ziza sagði að HK-menn hefðu barist eins og víkingar

SERGUEI Ziza var í aðalhlutverki hjá rússneska liðinu Stepan en hinn leikreyndi leikstjórnandi þekkir líka til í íslenskum handknattleik, lék með KA fyrir 6 árum. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

*ÞJÁLFARASTARF Kurt Jara hjá Hamburger SV...

*ÞJÁLFARASTARF Kurt Jara hjá Hamburger SV hangir nú á bláþræði eftir að liðið tapaði stórt fyrir Kaiserslautern á Fritz-Walter Stadium, 4:0. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 123 orð

Þorlákur í Árbæinn?

FLEST bendir til þess að Þorlákur Árnason, fyrrverandi þjálfari Vals, taki við þjálfun Fylkisliðsins í knattspyrnu en viðræður Árbæjarliðsins við Þorlák hafa staðið yfir síðustu daga. Meira
20. október 2003 | Íþróttir | 461 orð

Þýskaland 1860 München - Frankfurt 1:0...

Þýskaland 1860 München - Frankfurt 1:0 Benjamin Lauth 90. víti. - 26,000. Bremen - Stuttgart 1:3 Angelos Charisteas 60. - Imre Szabics 31., Kevin Kuranyi 34., Christian Tiffert 90. - 41,100. Dortmund - Hannover 6:2 Ewerthon 34. 76., Lars Ricken 42. Meira

Fasteignablað

20. október 2003 | Fasteignablað | 628 orð | 3 myndir

Að útbúa hinn fullkomna sólpall

Nú þegar veturinn gengur í garð ýmist með roki og úrkomu eða björtu gluggaveðri er þess virði að rifja upp gleðistundir sumarsins. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 47 orð | 1 mynd

Bjartar rósir

Hver segir að lýsingin verði að koma frá lömpum eða ljósakrónum? Alls kyns ljósaseríur gefa fallega og hlýlega birtu sem dregur að sér athyglina. Það er kjörið að koma ljósaseríunni fyrir í glærri skál eða íláti sem truflar ekki ljósið. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 113 orð | 1 mynd

Blóm á gólfi

BLÓM í stórum pottum á gólfi eru mjög til prýði þar sem pláss er gott. Það henta þó ekki öll blóm til slíkra nota, fallegast er að hafa hávaxin blóm, t.d. pálma af ýmsu tagi eða þá aðrar plöntur sem verða dálítið tignarlegar þegar þær tosast upp. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Bókastoðir í barnaherbergið

Bækurnar verða enn meira freistandi þegar þær eru fallegar og vel settar fram. Þessar skrautlegu bókastoðir í barnaherbergið sveipa bækurnar ævintýraljóma og draga barnssálina að bókunum. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Burstaðu af skónum!

Þessi þungi steypujárnsbursti er hið mesta þarfaþing í ganginum. Hann er stöðugur og smekklegur og það fer lítið fyrir honum. Það má bursta mestu óhreinindin af skónum á burstanum og síðan tekur mottan við fínu... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 436 orð | 2 myndir

Erluás 58

Hafnarfirði - Hraunhamar fasteignasala er með í einkasölu einbýlishúsið Erluás 58, 220 Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt árið 2002 og er það samtals 263,6 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 42,9 fermetrar. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 69 orð | 1 mynd

Falleg parketlögn

Parket er mjög vinsælt gólfefni á Íslandi og fara vinsældir þess síst minnkandi. Hér má sjá afar fallega parketlögn, þar sem dökkur viður er felldur inn í ljósari við og myndar þannig einfalt en mjög glæsilegt munstur. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Fallegt fatatré

Þegar enginn fatnaður hangir á fatatrénu skiptir miklu máli að það líti vel út. Þetta glæsilega fatatré er stílhreint og smekklegt og fer vel hvar sem er. Uglurnar sjálfar eru breiðar og ávalar og fara vel með fatnaðinn sem hengdur er... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Freistandi glös á fallegum bakka

Einföld og stílhrein glös fara aldrei úr tísku og það sama má segja um þennan glerbakka sem hægt er að nota undir nánast hvað sem er. Engin hætta er á að bakkinn steli senunni frá glæsilegum... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 66 orð | 1 mynd

Fyrir handklæðin

Handklæði eru eitt mesta þarfaþingið í heimilishaldinu. Það vita allir hvers konar neyðarástand skapast ef engin handklæði eru þurr og hrein, - þá er ekki árennilegt að skella sér í sturtu. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Færanlegar veggskreytingar

Nú þarf enginn að vera í vandræðum með að skreyta barnaherbergið lengur. Það þarf ekki fima fingur til að festa upp þessa færanlegu límmiða sem fást í settum. Ef uppsetningin mistekst má taka myndirnar niður og setja þær upp aftur á nýjum stað. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 540 orð | 1 mynd

Gamall panell tekinn í gegn

Hjónin Ásgeir Mikael Einarsson og Dagrún Leifsdóttir keyptu nýlega sína fyrstu íbúð í gömlu húsi í Þingholtunum. Þar þarf ýmislegt að gera og hafa þau hjón ákveðið að vera trú upprunalega stíl hússins. Eitt það fyrsta sem þau gerðu var að pússa upp og taka í gegn gamlan panel á veggjum íbúðarinnar. Perla Torfadóttir ræddi við Ásgeir Einarsson um hvaða aðferðir nýttust honum best við þetta verkefni. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 182 orð | 1 mynd

Gamla Félagsbakaríið

Þetta hús er gamla Félagsbakaríið að Silfurgötu 11. Þaðvar byggt fyrir Bökunarfélag Ísfirðinga eða Félagsbakaríið, eins og það var nefnt í daglegu tali. Ragúel Árni Bjarnason teiknaði þetta hús og það var byggt árið 1905. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 162 orð | 1 mynd

Gamli og góði gufuketillinn

Um skeið var enginn maður með mönnum nema að eiga hraðsuðuketill. Nú er öldin önnur, mjög margt fólk eldar orðið á gasi og katlar með fremur þunnum botni hitna með eldingarhraða á gashellunni. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Glæsileg ofnahlíf

Ofnar eru ekki endilega sérstaklega fallegir eða í það minnsta mismunandi fallegir. Skemmtileg lausn er að setja yfir þá ofnahlífar. Hér er ein slík, afar glæsilega hönnuð og sprautulökkuð hvít. Svona ofnahlífar eru sönn... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Glæsilegt baðkar

Hér má sjá hvernig útbúa má á glæsilegan hátt aðgengi að baðkari. Sjálft karið er stórt og búið fullkomnum nuddstútum. Þegar búið var að setja það á sinn stað voru hannaðar tröppur upp að karinu, þær steyptar og síðan mosaíklagðar af fagmennsku. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 210 orð | 1 mynd

Hlið fyrir börnin

Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir húseigendum að viðhafa fyllsta öryggi í sambandi við stiga. Handriði eiga að vera þannig að fólk hafi af þeim fullan stuðning. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 303 orð | 2 myndir

Hótel Skógar

Vestur-Landeyjahreppur - Fasteignasalan 101 Reykjavík er með í einkasölu Hótel Skóga. Húsnæðið er 471,3 fermetri, hluti húsnæðisins var byggður 1975 og var þá bústaður dýralæknis en byggt var ofan á húsið 1999 og hefur verið þar hótel síðan. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 668 orð | 4 myndir

Inni í ítalska húsinu

Hér segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur frá ítalskri byggingarlist og hönnun. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Í tilraunaglösum

Standur með nokkrum glervösum í tilraunaglasastíl er kjörinn undir fínleg silkiblóm. Vasarnir passa líka undir fersk afskorin blóm, misgrófan sand eða steina. Það má líka setja í þá litað vatn, perlur eða samankrumpaðan silkipappír. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Kristalsljós

Kristalsljós hafa verið mikið í tísku undanfarið. Oft er um að ræða gamlar krónur sem seldar eru í antikverslunum, oft nokkuð háu verði. En ljós af svona krónum er mjög fallegt - ljósgeislinn brotnar fallega í kristalnum. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 48 orð | 1 mynd

Lampar í stíl

Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að láta tvo lampa standa hlið við hlið í stofunni? Það er auðvitað ekki nauðsynlegt, en það lítur samt afar vel út. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 1262 orð | 3 myndir

Laugavegur 1

Þetta gamla og fallega hús er friðað enda full ástæða til þess þó að það hafi tekið talsverðum breytingum á einni og hálfri öld. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um hús, sem er samofið sögu Laugavegs. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Liljur og listaverkabók

Á þessu fallega glerborði eru liljur í vasa og listaverkabók til að blaða í ef hlé verður á samræðum eða húsmóðirin bregður sér frá til að hita kaffi. Listaverkabækur eru skemmtilegar afmælisgjafir sem allir hafa gaman af að blaða í, ungir sem gamlir. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 899 orð | 3 myndir

Lífsreynt veitingahús

Faktorshúsið í Hæstakaupstað er nú kaffi- og veitingastaður. Hús þetta hafa þau Magnús Alfreðsson og Áslaug Jensdóttir endurbyggt og eru þar með rekstur. Áslaug segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá sögu hússins og endurbyggingu þess. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Lýsandi kuðungur

Steinljósin koma í mörgum formum, hvert öðru nýstárlegra. Kuðungurinn er listaverk einn og sér og gefur dýrindis myndlist ekkert eftir. Þennan lampa þarf að setja upp þar sem hann fer ekki framhjá neinum sem inn í húsið... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 52 orð | 1 mynd

Marmaramálning

Það er mjög skemmtilegur kostur að marmaramála hluta veggja eða gólf. Hér má sjá hluta af eldhúsvegg sem er marmaramálaður á smekklegan hátt. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 290 orð | 1 mynd

Melahvarf 9

Kópavogur - Valhöll fasteignasala er með í sölu núna tveggja hæða einbýlishús í Melahvarfi 9 í Kópavogi. Húsið stendur í nágrenni við Elliðavatn, það er með öllu 382 fermetrar, þar af er bílskúr 39,1 fermetri og hesthús 84,5 fermetrar. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Mjúk motta

Krakkarnir þurfa líka mottu í herbergið sitt ekki síður en þeir fullorðnu og þessi mjúki og vinalegi hundur myndi gleðja margt barnshjartað. Mottan er hlý og mjúk viðkomu og hana má líka nota sem leikfang eða í staðinn fyrir... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 926 orð | 6 myndir

Nýtt skipulag Lundar til kynningar

Kynnt hefur verið nýtt skipulag Lundarsvæðisins fyrir neðan Nýbýlaveg í Kópavogi. Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, gerir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur grein fyrir hinu nýja skipulagi. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 339 orð

Punktar úr siðareglum

Á AÐALFUNDI Félags fasteignasala árið 1989 lagði formaðurinn, sem þá var Þórólfur Halldórsson, fram tillögu um siðareglur fyrir fasteignasala. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 190 orð | 1 mynd

Reynslan af siðareglunum

Siðareglur veita aðhald, sagði Ingibjörg Þórðardóttir stjórnarmaður í Félagi fasteignasala við Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Í nýju lagafrumvarpi er gert ráð fyrir skylduaðild að félaginu. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Skemmtilegur vaskur

Þessi vaskur sýnir vel það sem þykir glæsilegt í þeim efnum dag. Vaskurinn er einfaldur og stendur á sérstöku borði. Bæði vaskurinn, borðið og blöndunartækin eru hönnuð af Philippe... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 144 orð | 2 myndir

Sóleyjargata 13

Reykjavík - Austurbær fasteignasala er með í einkasölu hæð í þríbýlishúsinu Sóleyjargötu 13. Um er að ræða efri sérhæð og er hún 128 fermetrar, húsið er steinhús og var byggt árið 1931. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 266 orð | 1 mynd

Tjarnargata 39

Reykjavík - Miðborg fasteignasala er með í sölu núna 322 fermetra hæð og kjallara í steinsteyptu þrýbýlishúsi sem byggt var 1932 og stendur við Tjarnargötu 39, 101 Reykjavík. "Hæðin er 152,7 fermetrar með sér inngangi og kjallarinn er 169 fermetrar. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 63 orð | 1 mynd

Umgjörð hurða

Umgjörð hurða hefur mikið að segja upp á útlit þeirra. Hér má sjá glæsilega hurð með frönskum gluggum. Utan um hana voru smíðuð sérstök "geretti", þ.e. rennd á sérstakan hátt og óneitanlega ljær þetta dyrunum mikinn svip. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Vaskur í þvottahús

Það er mjög gott að hafa góðan vask í þvottahúsinu. Best er að hafa stóran og djúpan stálvask, í svona vöskum má þvo ýmiskonar ílát og skola úr mjög óhreinum... Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 187 orð | 2 myndir

Vesturgata 33A

Reykjavík - Eignamiðlun er með í sölu núna einbýlishús að Vesturgötu 33A, 101 Reykjavík. Um er að ræða timburhús sem byggt var 1937 en endurnýjað að mestu 1994. Húsið er 73,4 fermetrar. Meira
20. október 2003 | Fasteignablað | 338 orð | 1 mynd

Vikulegar upplýsingar um fasteignaveðbréf

Fasteignablað Morgunblaðsins mun frá og með þessu tölublaði birta upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins um upphæð nýrra fasteignaveðbréfa sem gefin eru út vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.