Greinar föstudaginn 24. október 2003

Forsíða

24. október 2003 | Forsíða | 222 orð | 1 mynd

Hyggst rjúfa einkarétt lyfjaverslana

DANSKT fyrirtæki, Euromedicin, stefnir að því að rjúfa þann einkarétt, sem lyfjaverslanir hafa haft á sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Verður ávallt leitað að ódýrasta lyfinu í Evrópu og það síðan sent neytandanum. Meira
24. október 2003 | Forsíða | 168 orð | 1 mynd

Samningsgerð á miklum óvissutímum

Kynnt var nýtt spálíkan hagdeildar ASÍ um þróunina á næstu tveimur árum sem unnið er út frá mismunandi forsendum. Meira
24. október 2003 | Forsíða | 325 orð

Skeljungsránið í Lækjargötu telst nú upplýst

TÍMAMÓT hafa orðið í sakamálarannsóknum hérlendis með því að margra ára hulu hefur verið svipt af Skeljungsráninu svokallaða frá árinu 1995. Lögreglan hefur fengið fram játningar að hluta til í yfirheyrslum yfir nokkrum mönnum að undanförnu. Meira
24. október 2003 | Forsíða | 153 orð

Veiddu gervitennurnar í net

BRESKUR ferðamaður, sem missti út úr sér gervitennurnar þegar hann var á sundi undan strönd grísku eyjunnar Krít, fékk þær aftur hálfum mánuði síðar eftir að þær fundust í neti grískra sjómanna, að sögn breska dagblaðsins The Times í gær. Meira

Baksíða

24. október 2003 | Baksíða | 395 orð | 1 mynd

Engir fordómar í farteskinu

Eitt af meginmarkmiðunum með starfinu í Dvöl er að yfirvinna fordóma í samfélaginu gagnvart geðfötluðum og hefur sumum þeirra nemenda, sem komið hafa til starfa, þótt undarlegt að sjúkdómarnir skuli í raun ekki sjást utan á sjúklingunum. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 112 orð

Gengishagnaður bankans var jafnhár heildarhagnaði

GENGISHAGNAÐUR Landsbanka Íslands á fyrstu níu mánuðum þessa árs var jafn heildarhagnaði bankans eftir skatta, eða 2.514 milljónir króna. Gengishagnaðurinn jókst um tæpa 2,5 milljarða milli ára, en hann var 51 milljón á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 54 orð | 1 mynd

Íslandsævintýri Foo Fighters á mynddiski

VÆNTANLEGUR mynddiskur með hljómsveitinni Foo Fighters mun meðal annars innihalda upptökur frá tónleikum sveitarinnar í Reykjavík í endaðan ágúst sl. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 179 orð

Kærður fyrir brot gegn sex drengjum

LÖGREGLAN hefur lokið rannsókn á umfangsmesta barnaklámsmáli sem upp hefur komið hér á landi og er niðurstaðan sú að karlmaður verður kærður fyrir kynferðisafbrot gagnvart að minnsta kosti sex drengjum 16 ára og yngri á undanförnum þremur árum og vörslu... Meira
24. október 2003 | Baksíða | 163 orð | 1 mynd

Ljósaböðum fylgir áhætta

FLEIRI en ein ferð á sólbaðsstofu í mánuði eykur hættuna á að fá sortuæxli, alvarlegustu gerð húðkrabbameins. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 76 orð | 3 myndir

Rebbi í ætisleit

Þessi fallegi rebbi var á leið til sjávar í ætisleit þegar fréttaritari rakst á hann í gærmorgun. Fréttaritari var að smala kindum og var engu líkara en að rebbi væri að velta fyrir sér hvort hann myndi ráða við fullvaxnar kindur. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 766 orð | 1 mynd

Sjálfboðavinnan er metin í sálfræðinámi

Að frumkvæði Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands starfa nokkrir nemendur MK nú með geðfötluðum og hagnast í tvennum skilningi. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í heimsókn í Dvöl. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 331 orð

Sóknarfæri í alþjóðlegri flugstarfsemi

FORSTJÓRAR Atlanta, Bláfugls, Flugleiða og Íslandsflugs sögðu allir á flugþingi í gær, er þeir ræddu framtíðarsýn fyrirtækja sinna, að sóknarfærin lægju helst í þátttöku fyrirtækjanna í alþjóðlegri flugstarfsemi. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 138 orð | 1 mynd

Viagra fyrir konur

NÚ standa yfir tilraunir á Viagra fyrir konur sem Pfizer-lyfjafyrirtækið hyggst setja á markað árið 2006. Meira
24. október 2003 | Baksíða | 200 orð | 1 mynd

Vilja birta auglýsingu þar sem vísað er í Jónsbók

SAMTÖK eigenda sjávarjarða hafa sent dómsmálaráðherra stjórnsýslukæru á hendur ritstjóra Lögbirtingablaðins fyrir að hafna að birta auglýsingu frá samtökunum um einkaeign á hafsvæðinu í netlögum, sem er ákveðið svæði í einkaeign í sjó út af landi. Meira

Fréttir

24. október 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð

5 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 5 ára fangelsi yfir Rúnari Ben Maitsland, sem tók þátt í að flytja 890 grömm af amfetamíni og 979 grömm af hassi til landsins. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 881 orð | 1 mynd

Áhersla verður lögð á umbætur í velferðarmálum

UNDIRBÚNINGUR fyrir komandi kjarasamninga og áherslur launþegahreyfingarinnar í atvinnu- og byggðamálum einkennir umræður á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem hófst í gær. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð | 2 myndir

Áhættusöngur og fótbolti

Er það óverjandi afstaða hjá Dröfn Ösp Snorradóttur að láta sér fátt um finnast um Bítlana, Radiohead ogg Sigur Rós, eins og hún gerir í Fólkinu í dag? Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Á léttu nótunum | Karlakór Eyjafjarðar...

Á léttu nótunum | Karlakór Eyjafjarðar er að hefja vetrarstarfið með tónleikum á Grenivík, en þeir verða í kvöld, föstudagskvöldið 24. október, í Gamla barnaskólanum og hefst skemmtunin kl. 20.30. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum

HÉRAÐDSÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru vinkonur stjúpdóttur hans. Brotin áttu sér stað á síðasta ári. Meira
24. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 136 orð

Barnavernd | Félagsmálasvið Mosfellsbæjar og forvarnadeild...

Barnavernd | Félagsmálasvið Mosfellsbæjar og forvarnadeild lögreglunnar hafa gefið út bæklinginn Börn og Netið. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 178 orð

Bílvél og bílbelti verði samtengd

UM 16% danskra ökumanna nota ekki bílbelti þótt það hafi verið skylda í Danmörku í tuttugu og fimm ár. Meira
24. október 2003 | Miðopna | 1814 orð | 1 mynd

Dánarvottorð íslenska laxastofnsins

UMRÆÐA um fiskeldi á Austfjörðum er enn á ný í brennidepli eftir að fram hefur komið að eldislax af norskum uppruna er farinn að veiðast í ám austanlands. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Dýrara að flytja en að kaupa pakkann

Stykkishólmi | Það getur verið mikill aðstöðumunur að búa úti á landi í stað þess að vera á höfuðborgarsvæðinu og hafa verslun og þjónustu í næsta nágrenni. Hár flutningskostnaður er einn þeirra þátta sem fer mjög fyrir brjósið á landsbyggðarfólki. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ekki verði heimilað að rífa Austurbæjarbíó

AUSTURBÆJARBÍÓ hefur bæði menningarsögulegt gildi og gildi fyrir umhverfi sitt og auðvelt er að laga það að breyttri notkun. Því eiga borgaryfirvöld ekki að heimila niðurrif hússins heldur finna leiðir til varðveislu þess. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Endurfundir símastúlkna

Símastúlkur Landsímans á Siglufirði og í Fljótum eru hættar að tengja númerin með handafli, eins og gert var hér áður fyrr. Þessi fríði hópur kom saman í fyrrakvöld til að minnast gömlu góðu daganna og var að sjálfsögðu um margt að tala. Meira
24. október 2003 | Landsbyggðin | 49 orð

Enga biðlista | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur...

Enga biðlista | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að mynda starfshóp til að leysa úr vanda vegna biðlista við leikskólann í Neskaupstað. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð

Engin bið | Í Mosfellsbæ er...

Engin bið | Í Mosfellsbæ er nú enginn biðlisti eftir plássum í leikskóla. Öll börn 2 ára (börn fædd 2001) og eldri hafa fengið tilboð um leikskólavist, segir á heimasíðu bæjarins. Í októbermánuði voru 404 börn í leikskólunum fjórum. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 146 orð | 1 mynd

Festi atburði líðandi stundar á filmu

NÝ sýning hefur verið opnuð í Minjasafninu á Akureyri, en þar er um að ræða ljósmyndir Lenharðar Helgasonar frá Akureyri. Lenharður fæddist árið 1935, en lést langt um aldur fram, 32 ára, árið 1967. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fjölgun íbúa | Mikill hluti fjölgunar...

Fjölgun íbúa | Mikill hluti fjölgunar íbúa í Borgarbyggð er á Bifröst og svæðinu þar í kring. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 56 á tímabilinu júlí til september. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Flutningsþjónusta ekki orsök verðmunar

FLUTNINGSKOSTNAÐUR íslenskra fyrirtækja í dagvöru, sem hlutfall af veltu þeirra, er sambærilegur eða lægri en flutningskostnaður sambærilegra fyrirtækja á Norðurlöndum og í Evrópu. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 213 orð | 1 mynd

Flytja út um 30 tonn af stálbobbingum

RÍFLEGA 30 tonn af stálbobbingum voru nýlega flutt út til Kanada, Grænlands og Noregs, en það gera alls 218 bobbinga. Gúmmívinnslan á Akureyri er eina fyrirtækið í landinu og eitt af þremur í heiminum sem framleiðir stálbobbinga. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Framkvæmdir á lokastigi

Búðardal | Framkvæmdum er að ljúka við gamla "kaupfélagshúsið" í Búðardal. Húsið á að gera að safnhúsi - safni Leifs Eiríkssonar. Verktaki er Burkni ehf. Jón Ingi Hjálmarsson er framkvæmdarstjóri... Meira
24. október 2003 | Landsbyggðin | 50 orð

Fyrsti hafnafundurinn | Hafnafundurinn verður haldinn...

Fyrsti hafnafundurinn | Hafnafundurinn verður haldinn í Reykjavík 31. október næstkomandi. Er þetta fyrsti hafnafundurinn, segir á heimasíðu Sambands ísl. sveitarfélaga. Á 33. Meira
24. október 2003 | Austurland | 213 orð | 1 mynd

Gaukshreiðrið í Valaskjálf

Á sunnudag frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs verðlaunaleikritið Gaukshreiðrið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, en um þrjátíu manns taka þátt í sýningunni. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 817 orð | 1 mynd

Geta sagt okkur heilmikið

Rúna er fædd í Reykjavík 6. mars 1967. Hún stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í íslensku í HÍ. Hún tekur þátt í fornleifarannsókninni á Hólum í Hjaltadal. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Greitt úr flækjunni

Veiðafæri íslenzkra fiskiskipa verða sífellt þróaðri og hönnuð með það að markmiði að ná sem mestu af fiski. Flottrollið og síldar- og loðnunótin eru stærstu veiðarfærin. Meira
24. október 2003 | Suðurnes | 32 orð

Græna landið

eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Helga E. Jónsdóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Búningar: Grétar Reynisson og Margrét Sigurðardóttir. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Hagleiksmenn með lægsta boð

ALLS bárust sex tilboð í endurgerð lögreglustöðvarinnar á Akureyri, en þau voru opnuð hjá Ríkiskaupum nú í vikunni. Tilboðin voru öll yfir kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 69,7 milljónir króna. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Harkaleg mótmæli í Ástralíu

Ástralskir lögreglumenn bera á brott mótmælanda og reyna að hafa hemil á miklum múg er safnaðist saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Canberra í gær. Var fólkið að mótmæla heimsókn George W. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Harmonikuspil og pönnsur | Það verður...

Harmonikuspil og pönnsur | Það verður mikið um dýrðir í Galleríi Grúsku þessa viku í tilefni 10 ára afmælis þess. Grúska er við Strandgötu 19, sameiginlegur sölustaður fólks sem stundar listhandverk á Eyjafjarðarsvæðinu. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Hádegisfundur Heimspekistofnunar verður haldinn í dag,...

Hádegisfundur Heimspekistofnunar verður haldinn í dag, föstudaginn 24. október kl. 12.05, í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesari er Stefán Snævarr, prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. Fyrirlestur hans nefnist: "Nozick og mamma Bobba. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Hefja á endurskoðun á stjórnsýslu Flugmálastjórnar

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á stjórnsýslu og þjónustu Flugmálastjórnar. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Hefur áhuga á að taka til hendinni

"HANN sýndi þessu mikinn áhuga og hefur auðsjáanlega mikinn áhuga á að taka til hendinni í þessum málum í heimalandi sínu," sagði Alma Eir Svavarsdóttir, starfandi yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Efstaleiti í Reykjavík, um heimsókn Rudolf... Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Heimsækir heilsugæslu í Mósambík

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra skoðaði nýja heilsugæslustöð í Hindane í Mósambík í gær en heilsugæslan var byggð með stuðningi Rauða kross Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hekla frumsýnir Audi A3

HEKLA frumsýnir í dag og á morgun nýjan Audi A3 í húsnæði fyrirtækisins við Laugaveg. Í fréttatilkynningu frá Heklu segir að nýi bíllinn sé stærri og rúmbetri en fyrirrennarinn, en bíllinn verður fáanlegur á næsta ári. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Hollvinir Englendingavíkur

Borgarnesi | Hollvinasamtök Englendingavíkur voru formlega stofnuð nýlega. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 382 orð

Hrókurinn verði barnaskákfélag

HRAFN Jökulsson, formaður Hróksins, segir að verið sé að endurskipuleggja Skákfélagið Hrókinn með það fyrir augum að í framtíðinni verði Hrókurinn fyrst og fremst barnaskákfélag. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 222 orð

Hvaða vopnum fargaði IRA?

BRESK og írsk stjórnvöld vinna nú að því hörðum höndum að fá því framgengt að hægt verði að greina nákvæmlega frá því hvaða vopnum liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA) förguðu fyrr í vikunni. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir kjörin varaforseti ASÍ

INGIBJÖRG R. Guðmundsdóttir, formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna, var kjörin varaforseti Alþýðusambands Íslands til næstu tveggja ára á ársfundi sambandsins í gær. Meira
24. október 2003 | Suðurnes | 57 orð

Innbrot | Reynt var að brjótast...

Innbrot | Reynt var að brjótast inn í tölvufyrirtæki við Hringbraut í Reykjanesbæ aðfaranótt föstudags. Reynt hafði verið að spenna upp glugga og notaður glerskeri til að gera gat á gluggann. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

Íranar afhentu gögn

ÍRÖNSK stjórnvöld afhentu Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni (IAEA) í gær gögn um kjarnorkuáætlun sína. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 814 orð

Játning vegna ránsins liggur fyrir hjá lögreglu

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst eitt allra stærsta rán sem framið hefur verið hérlendis, eftir rúmlega 8 ára rannsókn. Um er að ræða hið svokallaða Skeljungsrán sem framið var í Lækjargötu hinn 27. Meira
24. október 2003 | Miðopna | 1882 orð | 1 mynd

Kirkja fyrir alla og allir fyrir kirkjuna?

ÉG horfði á Karl biskup sitja fyrir svörum í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi í rauðum kyrtli með rauðari bakgrunn, en á móti sátu alþýðumenn í þvinguðu taumhaldi virðingar. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 279 orð

Konur hvattar til að biðja um launahækkun

KONUR eru hvattar til að sækja um launahækkun í dag, en þennan dag fyrir 28 árum lögðu konur um allt land niður vinnu til að krefjast jafnréttis. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Kvótanum skipt jafnt | Bæjarráð Akureyrar...

Kvótanum skipt jafnt | Bæjarráð Akureyrar fjallaði í gær um úthlutun á 5,5 þorskígildislestum sem féllu í hlut Akureyrarbæjar við úthlutun á byggðakvóta á dögunum. Samþykkt var á fundinum að taka ekki við kvótanum. Meira
24. október 2003 | Austurland | 77 orð

Lagarfljótsormurinn | Ormsskrínið, félag um uppbyggingu...

Lagarfljótsormurinn | Ormsskrínið, félag um uppbyggingu starfsemi sem grundvallast á sögu, menningu og náttúrufari Fljótsdalshéraðs, heldur aðalfund sinn á morgun. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 294 orð

Landsbankinn hagnast um 2,5 milljarða

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 2.514 milljónum króna eftir skatta. Hagnaðurinn á sama tímabili á síðasta ári nam 1.489 milljónum. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

LEIÐRÉTT

Rangt farið með nafn Gunnlaugur Jónsson, hjá GJ fjármálaráðgjöf, var rangnefndur í frétt á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Gunnlaugur var kallaður Guðjón í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Ljónið vaknar

Veitingastaðurinn Rauða ljónið á Eiðistorgi verður opnaður innan fárra vikna, að því er fram kemur í Nesfréttum. Árni Björgvinsson veitingamaður hefur keypt staðinn og hefur unnið að endurbótum. Salurinn hefur verið stækkaður, m.a. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Matthias Brandt leikur Guillaume

NÚ í vikunni verður sýnd í sjónvarpi mynd um einhverja mestu uppákomu í þýskri stjórnmálsögu, afsögn Willys Brandts kanslara eftir að í ljós kom, að nánasti ráðgjafi hans var njósnari kommúnista. Meira
24. október 2003 | Austurland | 33 orð

Málbjörg |Félagið Málbjörg heldur á morgun...

Málbjörg |Félagið Málbjörg heldur á morgun fræðslufund í Grunnskólanum á Egilsstöðum kl. 14.30. Málbjörg er félag um stam og er fundurinn haldinn í tilefni alþjóðlegs upplýsingadags um stam sem var 22. október... Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 141 orð

Málið í kynningarferli

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, segir að bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins um hugsanlega friðun Austurbæjarbíós hafi enn ekki verið rætt í skipulags- og bygginganefnd. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð

Með á nótunum | Þátttakendur voru...

Með á nótunum | Þátttakendur voru vel með á nótunum á námskeiði Jóns Böðvarssonar í Svarfdælasögu á Rimum fyrir nokkru. Framfarafélag Dalvíkur gekkst fyrir námskeiðinu og sóttu það um 80 manns. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð

Merkjasala Ársæls

ÁRLEG merkjasala Björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík og á Seltjarnarnesi fer fram dagana 24. til 26. október. Þá munu sölubörn ganga í hús og bjóða merki björgunarsveitarinnar til sölu. Auk þess verða sölubörn við stærri verslanir. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Milljarðs sparnaður á hvern þingmann

HÆGT er að skera niður ríkisútgjöld um tæpa 63 milljarða án þess að hreyfa við útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð

Móar ætla að áfrýja til Hæstaréttar

KRISTINN Gylfi Jónsson, stjórnarformaður kjúklingabúsins Móa, segir að ákveðið hafi verið að fá úrskurð Hæstaréttar um hvort fyrirtækinu sé heimilt að reyna á ný að gera nauðasamninga við kröfuhafa. Meira
24. október 2003 | Suðurnes | 350 orð | 2 myndir

Mun styrkja miðbæinn

Keflavík | Tillögur að byggingu 14.500 fermetra verslunarmiðstöðvar á lóð í miðbæ Keflavíkur verða kynntar fyrir bæjarstjórn og skipulagsyfirvöldum á næstu dögum. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð

Myndband til foreldra 10 ára barna

MYNDBANDI, sem hefur að geyma fyrirlestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara gegn einelti, verður dreift til foreldra 10 ára barna í næstu viku. Eimskip kostar framleiðslu myndbandsins. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 265 orð

Myndir af kistunum bannaðar

RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur bannað allar myndatökur af líkkistum hermanna, sem falla í Írak eða annars staðar, og ekki er tekið á móti þeim með neinni viðhöfn eins og tíðkast hefur. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð

Nýr formaður orðunefndar

ÓLAFUR G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, hefur verið skipaður formaður orðunefndar hinnar íslensku fálkaorðu í stað Huldu Valtýsdóttur blaðamanns, sem lætur af störfum að eigin ósk. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Pútín opnar herstöð í Kírgístan

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, opnaði í gær herflugstöð í Kírgístan, einu sovétlýðveldanna fyrrverandi, og jafnframt fyrstu herbækistöð Rússa erlendis frá því Sovétríkin liðu undir lok. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 429 orð

Ráðstefna um einelti sem samfélagsvandamál Á...

Ráðstefna um einelti sem samfélagsvandamál Á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 10-15 verður haldin ráðstefna um einelti sem samfélagsvandamál í Lögbergi, stofu 101, í Háskóla Íslands. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 52 orð | 1 mynd

Sandkassaleikur Alexanders

ÞAÐ dugar ekkert minna en að hafa skóflu í báðum höndum áður en menn skella sér af alvöru í sandkassann! Það virðist í það minnsta skoðun Alexanders sem allvígalegur býr sig undir að taka þátt í sandkassaleik barnanna á Iðavelli. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Síðasta farþegaflug Concorde

27 ÁRA farþegaflugi Concorde-þotnanna lýkur í dag þegar ein þeirra flýgur í síðasta sinn á tvöföldum hraða hljóðsins yfir Atlantshafið. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 258 orð | 2 myndir

Sjóbleikjugangan upp og ofan

SJÓBLEIKJUVEIÐI var afar misjöfn hér á landi á nýlokinni vertíð og sums staðar var hún sú lakasta sem menn muna um árabil, t.d. í Vatnsdalsá þar sem hvert hollið af öðru kom, sá og veiddi lítið. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Skátahöfðingi?

MARGRÉT Tómasdóttir aðstoðarskátahöfðingi hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti skátahöfðingja á næsta skátaþingi Bandalags íslenskra skáta, en Ólafur Ásgeirsson skátahöfðingi lýkur þá sínu síðasta kjörtímabili. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 254 orð

Skírnir og fermingar inn í föst laun presta

KIRKJUÞING samþykkti í gær að fela kirkjuráði að vinna að því að greiðslur fyrir skírn og fermingarfræðslu verði teknar út úr gjaldskrá fyrir aukaverk presta en færð inn í föst laun þeirra í meðförum kjaranefndar. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 663 orð

Spá meiri verðbólgu og hærri vöxtum

GERA má ráð fyrir því að verðbólga verði 3,7% á næsta ári og 5,7% á árinu 2005, nafnvextir fari úr 5,9% á næsta ári og hækki í 9,2% á árinu 2005, skv. spálíkani hagdeildar ASÍ sem kynnt var á ársfundi sambandsins í gær. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 202 orð

Spjall- og skemmtifundur MS-félagsins verður á...

Spjall- og skemmtifundur MS-félagsins verður á laugardaginn, 25. október, kl. 14-16 á Sléttuvegi 5. Kaffiveitingar í boði félagsins. Kynjakettir halda kattasýningu í Reiðhöll Gusts um helgina, 25.-26. október. Opið verður frá kl. 10-18 báða dagana. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Spyr um árangur í hryðjuverkastríðinu

Á MINNISBLAÐI sem Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi helstu samstarfsmönnum sínum efast hann um þann árangur er náðst hafi í stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkaöflum í heiminum, og spyr hvort varnarmálaráðuneytið (Pentagon) sé... Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Suðrænt og seiðandi | Hannes Þ.

Suðrænt og seiðandi | Hannes Þ. Guðrúnarson gítarleikari leikur á tónleikum á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 15 í sal Tónlistarskólans á Akureyri, Hvannavöllum 14. Þar leikur Hannes suðræna og seiðandi tónlist frá Paragvæ, Mexíkó og Kúbu. Meira
24. október 2003 | Austurland | 68 orð

Tangi hf.

Tangi hf. | Afl-starfsgreinafélag hyggst kaupa hlut í Tanga hf. á Vopnafirði. Tilgangur kaupanna er að renna stoðum undir atvinnu félagsmanna starfsgreinafélagsins á Vopnafirði. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð

Telur lögreglusamþykkt ekki brotna

JÓNAS Hallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill ekki kannast við að lögreglusamþykkt um einkadans á nektardansstöðum sé brotin eins og fram kom í skýrslunni Kynlífsmarkaður í mótun sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Sveitarstjórnarnámskeið | Ákveðið hefur verið að endurtaka námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn, en í febrúar sl. stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir slíkum námskeiðum. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík 7. og 8. Meira
24. október 2003 | Suðurnes | 91 orð

Útaf í hálku | Sex bílar...

Útaf í hálku | Sex bílar fóru út af Reykjanesbraut við Kúagerði snemma í gærmorgun þegar ökumenn áttuðu sig ekki á hálku á brautinni og reyndu að hemla. Meira
24. október 2003 | Austurland | 76 orð

Útboð | Hætt hefur verið við...

Útboð | Hætt hefur verið við útboð á fjölnotasal við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Verkið hefur tvisvar verið boðið út af Austur-Héraði. Í fyrra skiptið barst ekkert tilboð og í hið seinna tilboð sem þótti ekki viðunandi. Meira
24. október 2003 | Austurland | 71 orð

Vatnsréttindi | Sveitarstjórn Norður-Héraðs heldur í...

Vatnsréttindi | Sveitarstjórn Norður-Héraðs heldur í kvöld fund um vatnsréttindi í Jökulsá á Brú og Lagarfljóti. Í undirbúningi er að taka ákvörðun um verðmæti vatnsréttinda vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Meira
24. október 2003 | Austurland | 57 orð | 1 mynd

Veðurlag eins og að vori væri

Í Austurbyggð, sem áður var Búðahreppur á Fáskrúðsfirði, hefur eins og annars staðar í fjórðungnum ríkt veðurlag eins og að vori væri, þó heldur sé nú tekið að kólna. Meira
24. október 2003 | Suðurnes | 539 orð | 2 myndir

Vekur viðkvæm minningatengsl við Keflavík

Þjóðleikhúsið frumsýnir á laugardaginn Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson í Frumleikhúsinu í Keflavík. Brjánn Jónasson tók Gunnar Eyjólfsson leikara tali. Meira
24. október 2003 | Austurland | 55 orð

Vera |Leikhópurinn Vera á Fáskrúðsfirði verður...

Vera |Leikhópurinn Vera á Fáskrúðsfirði verður þátttakandi í stuttverkahátíðinni Margt smátt í Borgarleikhúsinu á morgun. Á hátíðinni koma fram leikarar frá ýmsum félögum Bandalags íslenskra leikfélaga og sýna einþáttunga. Meira
24. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Verði á Akureyri | Bæjarráð Akureyrar...

Verði á Akureyri | Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að skora á heilbrigðisráðherra að vanda vel faglegan undirbúning Lýðheilsustöðvar svo stofnunin hafi það vægi sem nauðsyn ber til og taka þegar af skarið með að aðalskrifstofa... Meira
24. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 526 orð | 4 myndir

Vetnisvagnar komnir á fulla ferð

Þeir sem ferðast með strætó hafa nú loks fengið að kynnast vetnisvögnunum, en þeir keyra nú leið 2. Svavar Knútur Kristinsson rúntaði með tvistinum og spjallaði við farþega. Meira
24. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 86 orð | 1 mynd

Viðbygging vígð

Garðabæ | Viðbygging Flataskóla var vígð á 45 ára afmæli skólans í vikunni. Nýja viðbyggingin er um tvö þúsund fermetrar að stærð og með henni stækkar húsnæði skólans úr þrjú þúsund í fimm þúsund fermetra. Í nýju viðbyggingunni er m.a. Meira
24. október 2003 | Landsbyggðin | 351 orð | 4 myndir

Vill ekki heyra talað um list

Borgarnesi | Sýningin Brot stendur yfir í nýju galleríi, Galleríi Brák í Brákarey. Þar eru sýnd verk Davíðs Þórðarsonar sem er 88 ára gamall en dóttir hans, Ólöf Sigríður, á og rekur galleríið ásamt glervinnustofu í Brákarsölum. Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Þingmaður útskrifast með tvær háskólagráður

"ÞETTA hefur stundum verið erfitt en afar skemmtilegt," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem útskrifast með tvær háskólagráður, embættispróf í lögfræði og BA próf í hagfræði, frá Háskóla Íslands á morgun, en samkvæmt... Meira
24. október 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð

Þorstinn þrár

Í hagyrðingahorni Austurgluggans birti Ágústa Ósk nokkrar vísur í síðasta tölublaði og segist vilja með því bjarga þeim frá gleymsku, en minna sé vitað um höfundinn. Meira
24. október 2003 | Erlendar fréttir | 171 orð

Örsmárinn fæddur

HÓPUR evrópska vísindamanna undir stjórn danska prófessorsins Thomas Bjørnholm við Kaupmannahafnarháskóla hefur nú búið til minnsta smára [transistor)], sem til er í heiminum, að sögn Berlingske Tidende . Meira

Ritstjórnargreinar

24. október 2003 | Leiðarar | 521 orð

Brugðist við ógn

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að mynda starfshóp til að gera úttekt á varnarviðbúnaði vegna hugsanlegrar notkunar efna-, sýkla- og geislavopna hér á landi er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi Íslands. Meira
24. október 2003 | Staksteinar | 374 orð

- Lækkun áfengiskaupaaldurs

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður er fyrsti flutningsmaður frumvarps um að aldursmörk til kaupa og neyslu á léttvíni og bjór verði lækkuð úr tuttugu árum í átján. Jóhanna færir rök fyrir efni frumvarpsins á heimasíðu sinni. Meira
24. október 2003 | Leiðarar | 480 orð

Viðskipti með útblásturskvóta

Aðalheiður Jóhannsdóttir, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti, vakti í grein hér í blaðinu laugardaginn 12. Meira

Menning

24. október 2003 | Fólk í fréttum | 130 orð | 2 myndir

Brolin leikur Reagan

FJÖLSKYLDA Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er uggandi yfir leikinni sjónvarpsmynd sem fyrir dyrum stendur að gera. Meira
24. október 2003 | Fólk í fréttum | 208 orð | 1 mynd

Drepa Billa - I.

Drepa Billa - I. hluti (Kill Bill - Vol. I.) Aðdáendur Tarantinos geta varpað öndinni léttar, meistarinn hefur engu gleymt. (H.J.) **** Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Nói albínói Hrífandi, gamansöm og dramatísk. Meira
24. október 2003 | Tónlist | 467 orð | 1 mynd

Endurreisn í nútímanum

Flutt voru söng- og kammerverk eftir Janequin og Hafdísi Bjarnadóttur. Flytjendur Voces Thules, Hafdís Bjarnadóttir og félagar. Laugardagurinn 18. október. Meira
24. október 2003 | Tónlist | 528 orð | 1 mynd

Falleg og hlý rödd

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Inese Klotiña píanóleikari. Einsöngslög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Laxdal, Emil Thoroddsen, Hugo Wolf, Alban Berg og Edvard Grieg. Sunnudaginn 19. október kl. 17. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 92 orð

Fjölmörg ný verk í 15:15-syrpunni

Í TÓNLEIKASYRPU 15:15 á Nýja sviði Borgarleikhússins í vetur verða alls 13 tónleikar. Þar kennir ýmissa grasa. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 824 orð | 2 myndir

Fjölþætt menningarmiðstöð

Kjarvalsstaðir halda upp á þrjátíu ára starfsemi hússins með sýningunni Myndlistarhúsið á Miklatúni, auk þess sem sýningin Ferðafuða verður opnuð í húsinu um helgina. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Eirík Þorláksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, um sýninguna og helstu breytingarnar sem orðið hafa á starfsemi Kjarvalsstaða á þremur áratugum. Meira
24. október 2003 | Fólk í fréttum | 231 orð | 1 mynd

Frumkvæði að forvörnum

Í GÆR var ný forvarnamynd frumsýnd í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í tengslum við Forvarnadag FB. Myndin kallast Fíkniefni, með eða móti? og var sýnd á tjaldi í hátíðarsal skólans. Meira
24. október 2003 | Fólk í fréttum | 216 orð | 3 myndir

Föstudagsbíó

Vestraheimar/ Westworld (1973) Sígild vísindaskáldsaga Michaels Crichtons sem hann leikstýrði sjálfur. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 137 orð | 2 myndir

Hvar á listin sér stað?

RÁÐSTEFNA um rými verður haldin í ráðstefnusal Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 kl. 9-16.30 á morgun, laugardag. Yfirskriftin er Verðandi rými: Hugmyndafræði, sköpun & ívera í manngerðu umhverfi. Meira
24. október 2003 | Fólk í fréttum | 9 orð

KAFFI AKUREYRI Hljómsveitin Sixtís verður í...

KAFFI AKUREYRI Hljómsveitin Sixtís verður í roknastuði um... Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 944 orð | 1 mynd

Kennarinn er alltaf að læra

HEIMSKUNNUR píanisti og píanókennari, Lydia Frumkin, er stödd hér á landi og heldur "masterklassa" fyrir píanónemendur á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi í dag og á morgun. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Nafnlausir vegir til þriggja landa

RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá samningum um sölu á skáldsögunni Nafnlausir vegir eftir Einar Má Guðmundsson til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Prinsessan í hörpunni til Finnlands

LEIKBRÚÐULANDI hefur verið boðið á alþjóðlega brúðuleikhúshátíð sem haldin er í Oulu í Finnlandi þessa dagana. Hátíðin heitir Barents alþjóðlega brúðuleikhúshátíðin og taka mörg lönd þátt í hátíðinni m.a. Finnland, Svíþjóð, Noregur, Rússland og Ameríka. Meira
24. október 2003 | Fólk í fréttum | 222 orð | 1 mynd

Sleggjusystur snúa aftur

ÞÆR eru komnar aftur, systurnar einu og sönnu, sem eiga einn vinsælasta diskóslagara allra tíma, "We are family". Meira
24. október 2003 | Fólk í fréttum | 109 orð | 2 myndir

Steinn Ármann kom, var fyndinn og sigraði

TROÐFULLT var út úr dyrum í Leikhúskjallaranum á miðvikudag þegar Steinn Ármann kom, sá og sigraði á fyrsta úrslitakvöldi keppninnar um Uppistandarann. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Teiknimyndir eftir Weiner

Í SAFNI, Laugavegi 23, verða fimm nýjar teiknimyndir eftir bandaríska listamanninn Lawrence Weiner sýndar hver á fætur annarri fram í marsmánuð næsta árs. Lawrence Weiner er heimsþekktur fyrir verk sín sem eru iðulega samspil texta og umhverfis. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 85 orð

Vinjettur kynntar í Eyjum

Í TILEFNI útkomu þriðju Vinjettubókar Ármanns Reynissonar verður útgáfuhátíð í Galleríi Vélarsal í Vestmannaeyjum í dag kl. 18. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 55 orð

Vinur minn heimsendir á förum

SÝNINGUM á leikriti Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir, sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu, fer að ljúka. Þrjár sýningnar eru eftir, í kvöld, sunnudags- og fimmtudagskvöld. Meira
24. október 2003 | Menningarlíf | 953 orð | 1 mynd

Þorgerður Sigurðardóttir

SKAMMT stórra högga á milli í röðum myndlistarmanna næstliðin ár, slíkt mannfall naumast fært í annála áður. Af þeim nokkrir þjóðkunnir með langan feril að baki, svo enn aðrir í blóma sköpunarferils síns. Meira

Umræðan

24. október 2003 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Aðskilnaðarmál kirkjunnar og trúfrelsi

VARÐANDI umræðu um aðskilnað þjóðkirkjunnar frá ríkinu og trúfrelsi á Íslandi langar mig til að leggja orð í belg, þar sem viðkomandi mál snerta starf mitt sem prestur innflytjenda. Meira
24. október 2003 | Bréf til blaðsins | 345 orð | 4 myndir

Éttu það sem úti frýs

Í Velvakanda miðvikudaginn 22. október birtist stakan Éttu það sem úti frýs. Nokkrir lesendur Velvakanda hafa hringt inn og vilja þeir koma á framfæri sinni útgáfu af stökunni. Meira
24. október 2003 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Forsmán

ÖLL eru vinnubrögð íslenzku ráðstjórnarinnar í málefnum öryrkja með ólíkindum. Raunar slík forsmán að engu er saman jafnandi. Meira
24. október 2003 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd

Lögaldur til að stunda kynlíf

I Í morgunþætti Stöðvar 2 Ísland í bítið 20. okt. var til umfjöllunar nýlegur héraðsdómur í sakamáli sem höfðað var gegn manni fyrir kynferðisbrot. Meira
24. október 2003 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Tónlistarkreppa í menningarborginni Reykjavík

Á UNDANFÖRNUM árum hefur stuðningur borgaryfirvalda við tónlistarskólana farið minnkandi og hefur það leitt nú til þess að námsskilyrðin hafa versnað. Meira
24. október 2003 | Bréf til blaðsins | 825 orð

Vitur kona og arfleifðin

FLATUR fyrir mínum herra, var sagt á niðurlægingartímanum og það merkti auðmýkt fyrir útlandinu, undirgefni. Meira

Minningargreinar

24. október 2003 | Minningargreinar | 2103 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR

Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja á Hjallavegi 20 í Reykjavík fæddist í Hokinsdal í Arnarfirði hinn 1. ágúst 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi hinn 12. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 2863 orð | 1 mynd

HALLDÓR ALFREÐSSON

Halldór Alfreðsson fæddist í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði 22. apríl 1929. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alfreð Halldórsson, f. í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði 22.5. 1902, d. 15.11. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 2808 orð | 1 mynd

HANNES TÓMASSON

Hannes Guðjón Tómasson fæddist á Miðhúsum í Vestmannaeyjum 17. júní 1913, en ætíð kenndur við Höfn. Hann lést á Elliheimilinu Grund við Hringbraut hinn 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Maríus Guðjónsson, f. 13.1. 1887, d. 14.6. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 1930 orð | 1 mynd

HRAFN EÐVALD JÓNSSON

Hrafn Eðvald Jónsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1942. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Magnússon fréttastjóri, og Ragnheiður E. Möller kennari. Bræður hans eru Magnús, f. 1938, d. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 2696 orð | 1 mynd

INGUNN HALLSDÓTTIR

Ingunn Hallsdóttir fæddist á Húsavík 6. apríl 1942. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hallur Jónasson verkamaður, fæddur á Sílalæk í Aðaldal 8. janúar 1903, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 1160 orð | 1 mynd

JÓN S. JÓNSSON

Jón Sigurðsson Jónsson fæddist á Akranesi 20. janúar 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, f. 25.3. 1888, d. 19.7. 1971, og Ragnheiður Þórðardóttir, f. 8.3. 1893, d. 26.10. 1982. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

SIGMUNDUR JÓHANNESSON

Sigmundur Jóhannesson fæddist í Arnardal í Norður-Ísafjarðarsýslu 20. september 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðmundsson og Sigrún Agata Guðmundsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 1123 orð | 1 mynd

SÓLVEIG FELIXDÓTTIR

Sólveig Felixdóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 7. mars 1938. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Felix Jósafatsson skólastjóri, f. 14. janúar 1904, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 2311 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

Þorbjörg Jóhannesdóttir fæddist í Neðribæ í Flatey á Skjálfanda 19. nóvember 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldvin Jóhannes Bjarnason, kennari, útgerðarmaður og hreppstjóri, f. 2.8. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 80 orð

Þorgerður Sigurðardóttir

Þorgerður Sigurðardóttir túlkaði djúpa og margþætta merkingu krossins í litríkum listaverkum sem prýddu Langholtskirkju í nokkra mánuði. Síðan hafa fleiri söfnuðir fengið að njóta þeirra hugleiðinga hennar. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2003 | Minningargreinar | 4857 orð | 1 mynd

ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR

Þorgerður Sigurðardóttir fæddist á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu 28. nóvember 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 14. október sl. Foreldrar hennar eru hjónin Aðalbjörg Halldórsdóttir, f. 21.5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. október 2003 | Viðskiptafréttir | 162 orð

29 innsendingar til Effie-verðlaunanna

EFFIE-verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Íslandi 7. nóvember næstkomandi. Meira
24. október 2003 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Arcadia með 20,5 milljarða í hagnað

HAGNAÐUR breska verslunarfyrirtækisins Arcadia sem er í eigu kaupsýslumannsins Philip Green, nam160,3 milljónum sterlingspunda fyrir skatta á síðasta uppgjörsári sem lauk í ágúst sl., eða 20,5 milljörðum íslenskra króna. Að því er fram kemur á FT. Meira
24. október 2003 | Viðskiptafréttir | 288 orð

Hagnaður Össurar minnkar um 23%

HAGNAÐUR Össurar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 5,6 milljónum Bandaríkjadala og dróst saman um 23%, en Össur gerir upp í dölum. Meira
24. október 2003 | Viðskiptafréttir | 342 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á íslenskum hlutabréfamarkaði

EITT hundrað danskir fjárfestar mættu á fjárfestingarráðstefnu um íslenska hlutabréfamarkaðinn sem haldin var í Danmörku í gær að undirlagi Dansk-íslenska verslunarráðsins. Meira

Fastir þættir

24. október 2003 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 24. október, er sjötug Helga Karlsdóttir hjúkrunarkona, Ofanleiti 19, Reykjavík . Hún og eiginmaður hennar, Gunnar Ingimarsson, taka á móti gestum í félagsheimili Rafveitunnar í Elliðaárdal í dag milli kl. 18 og... Meira
24. október 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 24. október, er sjötugur Guðbrandur Þórðarson, Sunnubraut 8, Búðardal. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 25. október kl. 15-18 í safnaðarheimili... Meira
24. október 2003 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 24. október, er sjötug Hulda G. Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, Gauksási 2, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Finnbogason, stýrimaður . Hún verður að heiman á... Meira
24. október 2003 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . 30. október nk. verður níræður Sveinn Stefánsson, fv. lögregluþjónn, til heimilis að Hlíðarhúsum 5, Reykjavík. Í tilefni afmælisins tekur hann á móti vinum og vandamönnum sunnudaginn 26. október kl. Meira
24. október 2003 | Fastir þættir | 171 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Svíarnir ungu, Nyström og Bertheau, voru í góðu formi í leiknum við Pólverja í bikarkeppni bridsklúbba í Róm. Hér vinna þeir vel saman til að skapa stórsveiflu: Vestur gefur; allir á hættu. Meira
24. október 2003 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 24. október, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Guðrún M. Kristjánsdóttir og Þorvaldur Snæbjörnsson, Kotárgerði 18, Akureyri. Þau eru stödd í... Meira
24. október 2003 | Dagbók | 232 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja , eldri borgara starf. Bridsaðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Haustfagnaður í safnaðarheimilinu laugardaginn 25. okt. kl. 14. Bingó, kaffi og söngur með Þorvaldi. Meira
24. október 2003 | Dagbók | 486 orð

(Jóh. 5, 38.)

Í dag er föstudagur 24. október, 297. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. Meira
24. október 2003 | Dagbók | 34 orð

LÍKAMI

Líkami þessi leiðist mér, svo lengi sem ég hjari. Honum kenni' eg allt, sem er illt í mínu fari. Væri' hann farinn fjandans til, flygi sálin mín í gegn um freistinganna fellibyl sem fugl í gegnum þoku og... Meira
24. október 2003 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Dd3 0-0 11. Rbd2 f5 12. exf6 Rxf6 13. a4 Hb8 14. axb5 axb5 15. Ha6 Dd7 16. Rg5 Bb6 17. Rxe6 Dxe6. Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða. Meira
24. október 2003 | Viðhorf | 778 orð

Tvíeðli mannsins

Roði sólar varpar skugga á litla barnið í okkur öllum. Við hverfum til æskunnar, um leið og tvíeðli rómantíkur og losta hættir að berjast um yfirráðin og þá brestur stíflan. Meira
24. október 2003 | Dagbók | 587 orð | 1 mynd

Tvö námskeið hjá Biblíuskólanum BIBLÍUSKÓLINN...

Tvö námskeið hjá Biblíu- skólanum BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg býður upp á tvö námskeið laugardaginn 25. október 2003. Meira
24. október 2003 | Fastir þættir | 318 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

YFIRLEITT fer það í taugarnar á Víkverja að sjá áletranir og skilti á útlendum tungumálum á Íslandi. Víkverja finnst að á Íslandi eigi skilti að vera á íslenzku. Meira

Íþróttir

24. október 2003 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

* ÁSTHILDUR Helgadóttur, fyrirliði landsliðsins í...

* ÁSTHILDUR Helgadóttur, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, kom Malmö FF á bragðið með marki þegar liðið lagði Landvetter í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í Svíþjóð, 3:1. Ásthildur og samherjar mæta Umeå í úrslitum. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 194 orð

Eigandi Dallas segir að Jón Arnór verði í liðinu

MARC Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Maverick, segir við dagblaðið Star-Telegram að leikmannahópur liðsins fyrir átökin í vetur verði skipaður 14 leikmönnum - ekki 15 eins og áður og sé það gert til þess að draga úr launakostnaði hjá liðinu. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd

Guðmundur Þ. kallar á tvo nýliða

TVEIR nýliðar eru í átján manna landsliðshópi í handknattleik sem Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær, en landsliðið leikur þrjá landsleiki við Pólverja hér á landi um aðra helgi. Nýliðarnir eru þeir Björgvin Gústavsson, markvörður HK, og Brynjar Þór Hreinsson, hornamaður úr Gróttu/KR. Leikirnir eru fyrsti liðurinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Slóveníu 22. janúar nk. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 55 orð

Hópurinn

Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, K. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 27 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deild, suðurriðill: Selfoss: Selfoss - HK 19.15 Norðurriðill: Seltjarnarn.: Grótta/KR - Víkingur 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Grindavík: UMFG - KFÍ 19. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 127 orð

Ívar beint í lið Reading?

STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Reading, sagði í gær að talsverðar líkur væru á að Ívar Ingimarsson færi beint í byrjunarlið sitt í kvöld en liðið sækir þá Sheffield United heim í ensku 1. deildinni. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 102 orð

Jacobs sögð hafa fallið

REGINA Jacobs, sem hefur keppt undanfarin ár með góðum árangri í millivegalengdum í frjálsíþróttum, er ein þeirra sem hefur notað hið nýja THG-steralyf en það var Washington Post sem greindi frá því að Jacobs hefði fallið á lyfjaprófi. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 107 orð

Leikið við Pólverja í Ólafsvík

EINN þriggja vináttulandsleikjanna við Pólverja um aðra helgi fer fram í Ólafsvík. Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikur í handknattleik verður leikinn þar í bæ. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 76 orð

Leikmannahópur

Eftirtaldir leikmenn skipa leikmannahóp Þórs frá Þorlákshöfn í Intersportdeildinni keppnistímabilið 2003-2004: *Ágúst Örn Grétarsson, 26 ára bakvörður. *Finnur Andrésson, 19 ára framherji. *Grétar I. Erlendsson, 19 ára framherji. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 145 orð

Ólafur og Leifur um kyrrt hjá FH

ÓLAFUR Jóhannesson og Leifur S. Garðarsson verða áfram þjálfarar karlaliðs FH í knattspyrnu. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 735 orð | 1 mynd

"Eigum enn mikið inni"

Lið Þórs frá Þorlákshöfn hefur komið verulega á óvart í fyrstu tveimur leikjum vetrarins í úrvalsdeildinni, Intersportdeild karla, í körfuknattleik. Liðið hefur unnið báða leiki sína, en flestir hafa spáð því að vera liðsins í hópi bestu liða landsins yrði skammgóður vermir fyrir íbúa Þorlákshafnar. Enda var liðinu spáð 12. og neðsta sætinu í upphafi leiktíðar. Sigurður Elvar Þórólfsson tók hús á nýliðunum og leitaði skýringa á velgengni liðsins. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 421 orð

"Ísland er áskorun"

RAYMOND Robins lék sér í knattspyrnu í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og reyndi að snúa knettinum í markið frá endalínu, hélt knettinum á lofti og hafði greinilega gaman af því að sparka í boltann - þrátt fyrir að hafa atvinnu af því að leika... Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

"Megum vinna sjö leiki á mánuði"

FORMAÐUR körfuknattleiksdeildar Þórs, Kristinn Guðjón Kristinsson, var í óða önn að setja upp auglýsingaskilti í íþróttahúsið ásamt starfsmönnum þess er Morgunblaðið náði tali af honum. Sé miðað við þann fjölda af fyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóginn í auglýsingaskiltunum er ekki annað að sjá en að Þór eigi gott bakland í Þorlákshöfn - bæði hvaða varðar stuðning áhorfenda og fyrirtækja á staðnum. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 427 orð

"Svakalega lítill bær"

ÞAÐ fór ekki á milli mála að Leon Brisport, miðherji Þórs frá Þorlákshöfn, var einn í lyftingasal íþróttahúss staðarins. Tónlistin var á hæsta styrk og af og til heyrðust háir hvellir er hann lét lóðin falla á trégólfið á annarri hæð hússins. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 122 orð

Rúmeni líklegastur hjá Fram

RÚMENINN Ion Geolgau er ofarlega á blaði hjá Frömurum yfir mögulega þjálfara knattspyrnuliðs þeirra fyrir komandi keppnistímabil. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 913 orð | 1 mynd

Svæðisvörn Snæfells var banabiti KR

SVÆÐISVÖRN Snæfells í þriðja leikhluta sló KR-inga rækilega útaf laginu í vesturbænum í gærkvöldi og níu stiga forystu snerist upp í níu stiga tap, 84:73. Á Sauðárkróki fengu Haukar að kenna á því eftir 29 stiga sigur Tindastólsmanna, 99:70, og ÍR-ingar sóttu ekki gull í greipar Hamars í Hveragerði, sem vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur, 94:90. Meira
24. október 2003 | Íþróttir | 287 orð

Úrslit

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Snæfell 73:84 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, fimmtudagur 23. október 2003. Meira

Úr verinu

24. október 2003 | Úr verinu | 265 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 56 29 45...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 56 29 45 5,961 266,972 Gellur 610 489 505 68 34,370 Gullkarfi 76 21 60 9,271 551,746 Hlýri 129 67 113 7,068 800,560 Hvítaskata 22 22 22 49 1,078 Háfur 17 5 10 29 299 Keila 69 8 45 6,420 290,513 Langa 75 7 60 2,988 178,002... Meira
24. október 2003 | Úr verinu | 859 orð | 1 mynd

Fiskeldismenn vilja ekki innflutning

SJÚKDÓMAÁSTAND í fiskeldi er hvergi betra í heiminum en á Íslandi og því ólíklegt að hægt verði að nýta heimildir til innflutnings á lifandi eldisafurðum hingað til lands, að mati Vigfúsar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks og formanns... Meira

Fólkið

24. október 2003 | Fólkið | 195 orð | 5 myndir

Adrenalín og olía

Stemningin baksviðs á vaxtarræktarkeppni er magnþrungin, enda lýkur þá löngum og strembnum undirbúningi vöðvatröllanna. Magnús Bess sigraði á Íslandsmótinu, sem haldið var í Austurbæ um síðustu helgi. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 5 orð | 4 myndir

Augnablik á Airwaves

Fimmtudagur 23:30 Nasa Leaves heilla... Meira
24. október 2003 | Fólkið | 297 orð | 2 myndir

Bratt vöðvafjall í brasilískum regnskógi

Beck heitir íturvaxna ofurhetjan, sem vöðvafjallið og fjölbragðaglímukappinn fyrrverandi The Rock leikur í gamansamri hasarmynd, The Rundown, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. The Rundown er annað leikstjórnarverkefni leikarans Peters Berg (The Last Seduction), en það fyrra var kolsvört kómedía, Very Bad Things. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 167 orð | 1 mynd

Daníel K. Ármannsson varaformaður Newcastle-klúbbsins

Af hverju Newcastle? "Mig vantaði einfaldlega lið til að halda með einhvern tímann í kringum 1992 og þá kom Kevin Keegan fram á sjónarsviðið og Newcastle spilaði mjög skemmtilegan bolta. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 1781 orð | 3 myndir

Ef allir hugsuðu eins og Helgi...

Hann gæti verið jólasveinninn á leið í vinnuna, síðhærður, hvíthærður og -skeggjaður, svipsterkur öldungur. En hann er ekki með gylltan staf í hendi, heldur handskrifað skilti. Á því stendur: Ríkisóstjórn rög og hvinn rétt af mér vill herja bandóðríkska búra sinn blóðhund óð skal verja. Þessi maður er ekki jólasveinninn. Hann er Mótmælandi Íslands. Hann er Helgi Hóseasson á leið í vinnuna sem er að mótmæla landsins og heimsins óréttlæti á Langholtsveginum. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 196 orð | 1 mynd

Eiríkur Jónsson ritstjóri fréttablaðs Man. Utd.-klúbbsins og í stjórn

Af hverju Manchester United? "Ég held ég hafi byrjað að halda með Man. United í kringum 1966, þegar töffarinn George Best var að koma fram á sjónarsviðið. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 408 orð | 1 mynd

Er verið að fylgjast með okkur?

"Við byggjum þetta á grunnhugmyndinni, en 70% textans eru frumsamin," segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfunda 1984 - ástarsögu, sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói annað kvöld og byggð er á skáldsögu George Orwells frá árinu... Meira
24. október 2003 | Fólkið | 382 orð

FALLÞUNGIR DILKAR FYRR OG NÚ

* George Reeves (1914-1959) var fyrsta stjarnan úr heimi vöðvafjallanna, en miðað við þau hormónabólgnu flikki sem á eftir hafa fylgt var Reeves í rauninni rindill. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 74 orð | 1 mynd

Forsíðan

Árni Torfason tók myndina á forsíðunni af Álfdísi Þorleifsdóttur, sem er í 6.-B í Menntaskólanum í Reykjavík. Álfdís er nýkomin heim frá Ungverjalandi, þar sem hún heimsótti eldri systur sína og skoðaði sig um. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 234 orð

*http://flanger.

*http://flanger.blogspot.com/ "Í dag er ég heima með henni Sunnu minni sem er lasin. Hún er að vísu öll að braggast og fer bara býsna mikinn hér á heimilinu. Mér fannst t.d. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 464 orð | 1 mynd

Húmor er háalvarlegt mál

"Það er auðvelt að samsama sig þessum titli, Söngvarar á barmi taugaáfalls ," segir bassinn, Davíð Ólafsson sem er fastráðinn hjá Íslensku óperunni og er umsjónarmaður fernra hádegistónleika sem haldnir eru í haust. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 545 orð | 3 myndir

Ídealismi eða idjótí?

"Hugsjónir koma á undan reynslu en kaldhæðni á eftir," sagði reynsluboltinn. Stundum hefur líka verið sagt að eitthvað sé bogið við fólk sem ekki var sósíalistar á yngri árum en jafn mikið sé bogið við fólk sem er það enn á miðjum aldri. Ergó: Fullþroska maður sem er ídealisti hlýtur að vera einhver tegund af idjót. Svona vangaveltur koma m.a. uppí hugann þegar horft er á íslensku heimildarmyndina Mótmælandi Íslands. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 632 orð | 1 mynd

Jamie Oliver

Jamie Oliver býr í heimi þar sem ávallt er til nóg af kryddjurtum á hagstæðu verði. Hann birtist á skjánum á ný á Stöð 2 á mánudaginn kemur í þættinum Eldhús Jamies ( Jamie's Kitchen ). Meira
24. október 2003 | Fólkið | 186 orð | 1 mynd

Jóhann Freyr Ragnarsson varaformaður Arsenal-klúbbsins

Af hverju Arsenal? "Ég var í afmælisveislu árið 1971, fimm ára peyi, og það var verið að sýna bikarúrslitaleik í sjónvarpinu. Þetta var árið sem Arsenal vann tvöfalt og ég valdi liðið sem var í fallegri búningunum. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 153 orð | 1 mynd

Jónas Hjartarson stjórnarmaður í Tottenham-klúbbnum

Af hverju Tottenham? "Þegar ég var sex ára gamall sagði eldri bróðir minn mér að ég yrði að halda með einhverju félagi í Englandi. Ég var nýbyrjaður að læra að lesa og benti á Everton á getraunaseðli sem við höfðum við höndina. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 198 orð | 1 mynd

Karl H. Hillers formaður Chelsea-klúbbsins

Af hverju Chelsea? "Þetta byrjaði þegar ég var tíu ára og hlustaði á lýsingar á leikjum í ensku deildinni á BBC World Service . Mér fannst þetta alveg óhemjuflott nafn, Chelsea. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 371 orð

Keðjusagan

Hann klæðir sig. Það er kalt úti. Komið frost. Hann fer í buxur og skyrtu. Svo fer hann inná bað. Hann burstar tennurnar vandlega með sápu. Rammt sápubragðið brennir góminn. Það er í lagi. Hann á þetta skilið. Hann lætur kalda vatnið renna. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 103 orð | 2 myndir

Keren Ann - Not Going Anywhere

Franska, indónesíska, rússneska, ísraelska, hollenska söngkonan Keren Ann Zeidel á eflaust eftir að verða Íslendingum að góðu kunn fyrir framlag sitt til skífu Bang Gang sem kom út um daginn. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 213 orð | 1 mynd

Klifurfús í Klifurhúsi

Klifur er heillandi íþróttagrein. Mistök geta skilið á milli feigs og ófeigs, þegar hún er stunduð án viðeigandi varúðarráðstafana í náttúrunni. Í Klifurhúsinu er slík hætta afar takmörkuð, enda aðstæður allar til fyrirmyndar. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 576 orð | 1 mynd

Lífið í Stokkhólmi

Það var ekki nógu gott með HM. Sérstaklega var það ekki gott hvernig Skotarnir fóru með okkur svona eftir á að hyggja. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 336 orð | 1 mynd

Margt smátt

Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu, og Sævar Sigurgeirsson, textasmiður á auglýsingastofu, eru líka áhugaleikarar og hafa starfað lengi innan Hugleiks. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 423 orð | 1 mynd

Nettengdur mp3-spilari

Eftir því sem mp3-skrár safnast saman í tölvunni gera menn sér betur grein fyrir því hve óhentugt er að spila þá í tölvu. Víst er hægt að koma sér upp mp3-spilara og í mörgum tilfellum hægt að tengja hann við magnara . Meira
24. október 2003 | Fólkið | 208 orð | 3 myndir

Sigur Rós og slátur

"Við erum að spá í hvers vegna Ísland hefur svona sterk tök á okkur, hvað er svona merkilegt við þetta blessaða sker okkar," segir Páll þegar hann er spurður út í sýninguna. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 148 orð | 1 mynd

Sigursteinn Brynjólfsson formaður Liverpool-klúbbsins

Af hverju Liverpool? "Er maður ekki með rautt blóð? Ég ákvað þetta bara þegar ég var fjögurra ára, að því er mér skilst. Ég vil meina að menn fæðist bara með þetta." Má líkja þessu við trúarbrögð? "Það jaðrar við það stundum, já. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 233 orð

SKELLIR OG SMELLIR COSTNERS

* The Untouchables (1987) . Glæponaópus Brians de Palma var fyrsti alvöru smellur Kevins Costners. Hann stóð sig vel í hlutverki kreppulöggunnar Elliots Ness, þótt höfundar kreistu tárakirtlana fullgróflega í lýsingum á fjölskyldulífi hans. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 450 orð | 1 mynd

Snillingar eða hvað?

Að hlusta á tónlist er góð skemmtun en oft vill bregða við að þessi dægradvöl þróist út í hávaðarifrildi milli fólks með ólík sjónarmið. Það er í sjálfu sér voða gaman að skeggræða tónlist fram og aftur en það er þá ágætt að fólk hafi nytsemi þess í... Meira
24. október 2003 | Fólkið | 326 orð | 1 mynd

Tungumál fjöllistar

"Hún er algjör meistari þessi kona. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 457 orð | 5 myndir

Útgáfan - bækur - geislaplötur - tölvuleikir

Tómas R. Einarsson - Havana Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hefur lengi við hrifinn af kúbverskri tónlist og eflaust hefur einhverjum þótt tími til kominn að hann skellti sér til Havana að taka upp plötu þar. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 331 orð | 2 myndir

Út í sólsetrið

Bræðralag síðustu frjálsu kúrekanna, sem ríða um héruð sem enginn á, með nautgripahjarðir sínar og reyna að lifa af í veröld sem er að hverfa - þannig er efnisrammi Open Range, hins nýja vestra Kevins Costner. Myndin hefur markað endurkomu hans sem leikstjóra og leikara og ekki síst stjörnu með aðdráttarafl í miðasölum. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 153 orð | 6 myndir

Við vissum ekki fyrir viku...

... að töframaðurinn David Blaine myndi sleppa óskaddaður úr 44 daga dvöl á fastandi maga í klefa hátt yfir jörðu við Thames-ána, þreytulegur þó. ... að Kambódíubúinn Sek Yi, sem talinn var elsti maður heims, myndi deyja í vikunni. Meira
24. október 2003 | Fólkið | 510 orð | 4 myndir

Yndislegur hávaði

Airwaves: Það er mikil hamingjustund á ári hverju þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Sannkölluð tónlistarjól í október. Bærinn fyllist af fólki; íslensku tónlistaráhugafólki og erlendu bransafólki og ferðamönnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.