Greinar miðvikudaginn 29. október 2003

Forsíða

29. október 2003 | Forsíða | 202 orð | 1 mynd

Duncan Smith rær lífróður

ÞINGMENN breska Íhaldsflokksins greiða í kvöld atkvæði um hvort lýsa beri vantrausti á leiðtoga flokksins, Iain Duncan Smith. Hann kvaðst í gær myndu berjast fyrir því að leiða flokkinn áfram og hafa betur í þingkosningum er haldnar verða ekki síðar en 2006. Meira
29. október 2003 | Forsíða | 190 orð | 1 mynd

Ekki fleiri hermenn til Íraks

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að engin áform væru uppi um að senda fleiri hermenn til Íraks þótt illa gengi að koma þar á lögum og reglu. Hann útilokaði þó ekki að til þess myndi koma. Meira
29. október 2003 | Forsíða | 375 orð | 1 mynd

"Ekki hægt að lýsa ástandinu"

"ÞAÐ er hreinlega ekki hægt að lýsa ástandinu hérna núna," segir Kristrún Pálsdóttir Hoydal, sem búsett er í San Diego í Kaliforníu en þar hafa miklir skógareldar brunnið undanfarna daga. Meira
29. október 2003 | Forsíða | 361 orð

Stöndum ekki upp fyrr en búið er að jafna þennan mun

SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags, segir að verkalýðshreyfingin muni ekki ljúka viðræðum við ríkið um gerð nýs kjarasamnings fyrr en búið sé að jafna þann mun sem sé á réttindum félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu og opinberra... Meira

Baksíða

29. október 2003 | Baksíða | 59 orð

1.000 e-töflur fundust við húsleit

LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú stórt fíkniefnamál sem kom upp þegar tæplega 1.000 e-töflur fundust við húsleit í Reykjavík 14. október síðastliðinn. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 196 orð

93 skip voru dæmd óhaffær á fjórum árum

STARFSMENN Landhelgisgæslunnar hafa dæmt 93 skip óhaffær í skyndiskoðunum sínum á miðunum í tæp fjögur ár en á þessum tíma hefur verið farið um borð í 1408 skip. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 109 orð

Almenna bókafélagið gefur út bók Hannesar

ALMENNA bókafélagið, sem er í eigu Eddu útgáfu hf., mun gefa út fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Kiljans Laxness sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að skrifa. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 149 orð | 1 mynd

Fyrsta prentun út í tíu þúsund eintökum

FYRSTA upplag Bettýjar, sjöundu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, er 10.000 eintök en hún kemur út á laugardaginn hjá Vöku-Helgafelli. Upplagið er jafnstórt og af Röddinni eftir Arnald í fyrra en þá var þetta fáheyrt upplag hér á landi. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 105 orð

Hagnaður 4,1 milljarður

HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 4,1 milljarði króna, sem er nær 74% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar af nam hagnaður á þriðja fjórðungi ársins 1,7 milljörðum króna, sem er 139% aukning frá fyrra ári. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 187 orð | 1 mynd

Hluti starfseminnar úr landi

HAMPIÐJAN hefur auglýst húsnæði sitt á Bíldshöfða til sölu, alls nærri tíu þúsund fermetra á tveimur hæðum, sem tekið var í notkun fyrir nokkrum árum. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 602 orð | 1 mynd

Innistæða í sæðisbankanum

ÁHYGGJUR karlmanna af hnignandi frjósemi hafa gert það að verkum að þeir hafa í vaxandi mæli látið frysta sæði sitt og geyma í þar til gerðum sæðisbönkum. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 360 orð | 1 mynd

Megum ekki sofna á verðinum

Nýr bæklingur, Staðreyndir um HIV og alnæmi, er kominn út á vegum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 59 orð | 1 mynd

Milljónir jólaljósa í Kringlunni

BYRJAÐ er að setja upp jólaljós í Kringlunni og verður kveikt á þeim 1. nóvember. "Ljósin eru í milljónatali," segir Zophanías Sigurðsson, tæknistjóri Kringlunnar, og bætir við að þetta sé þriðja árið sem ljósin eru sett upp á þessum tíma. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 65 orð

Skjálftahrina við Kleifarvatn

HRINA jarðskjálfta varð við norðvestanvert Kleifarvatn í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn varð um níuleytið og mældist 2,4 stig á Richterskvarða. Fyrsta klukkutímann mældust 15 skjálftar. Meira
29. október 2003 | Baksíða | 150 orð

Verðmæti kjötbirgðanna minna en áður var talið

KRISTINN Hallgrímsson lögmaður, sem gætir hagsmuna Kaupþings-Búnaðarbanka í máli Ferskra afurða á Hvammstanga, segir að talning á kjötbirgðum hafi leitt í ljós að verðmæti afurðanna sé aðeins um 1/3 hluti þess sem kom fram þegar Ferskar afurðir fengu... Meira
29. október 2003 | Baksíða | 781 orð | 3 myndir

Það er leikur að læra

LEIKSKÓLINN Iðavöllur á Akureyri hreppti nýverið þriðja sætið í keppni sem ber heitið "eLearning Awards" og er samvinnuverkefni evrópska skólanetsins. Meira

Fréttir

29. október 2003 | Innlendar fréttir | 413 orð

5½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur

EINN þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli, sem kveðinn hefur verið upp hérlendis, féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar 43 ára karlmaður var dæmdur í 5 og ½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

90% sætanýting sumarið 2003

RÚMLEGA 13 þúsund ferðamenn komu til Íslands í sumar á vegum Katla Travel, Troll Tours og Thomas Cook og hefur þeim fjölgað um helming frá því í fyrra. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Afhenti trúnaðarbréf

SVERRIR Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhenti hinn 24. október sl. Emile Lahoud, forseta Líbanon, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Líbanon með aðsetur í London. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur sendiherra afhendir trúnaðarbréf í... Meira
29. október 2003 | Miðopna | 715 orð | 1 mynd

Allir tapa

Í viðtali við Hannes Pétursson, sviðsstjóra geðsviðs LSH, sem birtist í Mbl. 1. október sl. benti hann á vanda 90 geðfatlaðra einstaklinga á spítalanum sem eru á biðlista eftir heimili. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 294 orð

Alvarlegur efnahagslegur óstöðugleiki gæti fylgt

HÆKKUN lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs í 90% og hækkun hámarkslána sjóðsins munu örva eftirspurn og hafa svipuð áhrif og slökun í ríkisfjármálum og munu þannig kalla á hærri stýrivexti Seðlabankans en ella. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Atvinnu- og búsetumál í brennidepli

Hvammstanga | Kynningarfundur um atvinnumál í Húnaþingi vestra var haldinn í Félagsheimili Hvammstanga hinn 27. október. Fundurinn var boðaður af sveitarstjórn og er sá fyrsti í ferli, sem ráðgert er að standi í 3-4 mánuði. Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 656 orð | 1 mynd

Aukin harka eða aukin upplausn

Bandaríkjamenn standa frammi fyrir ákveðinni þversögn í Írak. Þeir vilja sýna landsmönnum fram á, að þeir búi nú í opnu og frjálsu samfélagi, en um leið vita þeir, að til að koma á stöðugleika og stemma stigu við auknum árásum og hryðjuverkum verða þeir að beita meiri hörku. Meira
29. október 2003 | Suðurnes | 42 orð

Á staur í slyddu | Ökumaður...

Á staur í slyddu | Ökumaður bifreiðar missti stjórn á henni í slabbi á Hringbraut í Keflavík snemma á þriðjudagsmorgun og lenti á ljósastaur. Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 205 orð

Bílsprengja í Fallujah banar sex

SEX manns að minnsta kosti, þar á meðal börn, týndu lífi þegar bílsprengja sprakk í bænum Fallujah í Írak í gær, aðeins degi eftir blóðugustu hryðjuverk í Bagdad síðan Bandaríkjamenn náðu borginni. Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 419 orð

Bíræfið rán framið í pósthúsi í Ósló

NORSKA lögreglan leitaði enn í gær að átta mönnum sem rændu pósthús í Ósló á mánudagskvöld, að sögn Aftenposten . Mennirnir voru vopnaðir og kom til skotbardaga milli þeirra og lögreglumanna, hugsanlegt er að einn ræningjanna hafi særst. Meira
29. október 2003 | Miðopna | 799 orð | 1 mynd

Duncan Smith berst fyrir leiðtogasætinu

Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða í dag atkvæði um vantraust á leiðtoga flokksins, Iain Duncan Smith. Óánægja með hann sem leiðtoga hefur komið upp á yfirborðið undanfarið, og er kvartað yfir því að hann skorti persónutöfra og sé erfiður í umgengni. Fréttaskýrendur segja því ekki að undra að hann hafi ekki náð að vinna sér traust meðal þingmanna. Meira
29. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Efnið loforðið | Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi...

Efnið loforðið | Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi skorar á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og tryggja að byrjað verði á framkvæmdum eigi síðar en árið 2004. Meira
29. október 2003 | Suðurnes | 109 orð | 1 mynd

Fengu viðurkenningu fyrir barna- og unglingastarf

Reykjanesbæ | Þrjár deildir og eitt sérgreinafélag fengu á mánudaginn viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, gæðaviðurkenningu íþróttahreyfingarinnar fyrir gott starf að barna- og unglingaíþróttum. Meira
29. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 274 orð | 1 mynd

Fiskurinn lifandi en sýkingin kraumaði í holdinu

SKIPVERJAR á Kleifabergi frá Ólafsfirði fengu á milli 20 og 30 mjög sýkta þorska í trollið nú á dögunum þar sem þeir voru að veiðum utan á Deildargrunni. "Stundum kemur það fyrir að einn og einn sýktur fiskur slæðist með í trollið. Meira
29. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 1062 orð | 1 mynd

Fleiri tækifæri við sameiningu

Kurr er meðal foreldra á Seltjarnarnesi vegna samþykktar bæjarstjórnar að sameina yfirstjórnir Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla. Forystumenn bæjarfélagsins drógu fram kosti sameiningar á fjölmennum foreldrafundi og reyndu að fylkja fólki um ágæti málstaðarins. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fram og til baka | Bréf...

Fram og til baka | Bréf sem Selfyssingar senda innanbæjar í gegnum Íslandspóst eru send til Reykjavíkur í flokkun áður en þau eru send austur til viðtakanda á Selfossi á nýjan leik. Meira
29. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 66 orð | 1 mynd

Fyrirlestur | Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða...

Fyrirlestur | Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, flytur fyrirlestur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudag. Hann nefnist Hjálparstarf á hættutímum og verður í Þingvallastræti 23, stofu 14, og hefst kl. 16.30. Meira
29. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 501 orð | 1 mynd

Gjald taki mið af magni sorps

NÁTTÚRUVERNDARNEFND samþykkti á fundi sínum nýlega að beina því til framkvæmdaráðs að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur þess að sorphirðugjald heimila taki mið af magni þess úrgangs sem frá þeim kemur. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð

Gott samstarf við Þjóðminjasafnið

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Starfshópi um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík: "Í grein í Morgunblaðinu 2. október sl. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Grettir og Glámur

Þegar Jón Ingvar Jónsson settist við limrusmíðar sótti hann yrkisefnið í Grettissögu. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 436 orð

Hagnaður Íslandsbanka eykst um 74%

HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 4,1 milljarði króna, sem er nær 74% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 381 orð | 2 myndir

Heimilisandinn í fyrirrúmi

Á ÞRIÐJA hundrað manns tók þátt í afmælishátíð hjúkrunarheimilisins Sólvangs um helgina en að sögn Sveins Guðbjartssonar forstjóra er heimilisandinn sem þar ríkir starfsfólki og sjúklingum sérlega mikilvægur. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð

Heimilt að vísa Litháa úr landi

ÍSLENSKA ríkið var í gær sýknað af kröfu Litháa sem krafðist þess að ógilt yrði staðfesting dómsmálaráðuneytisins á afturköllun útlendingaeftirlitsins á dvalarleyfi hans hér á landi. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Hreinsar garnir og gerir sperðla

Laxamýri | Heimagerðir sperðlar þykja mikið hnossgæti, enda hefð fyrir þeim víða í sveitum. Núorðið er ekki algengt að fólk noti ekta garnir til sperðlagerðarinnar en það gerir Guðný J. Meira
29. október 2003 | Miðopna | 261 orð

Hugsanlegir arftakar Iains Duncans Smiths

FRÉTTASKÝRANDI breska ríkisútvarpsins, BBC , veltir fyrir sér hverjir kunni að koma til greina sem eftirmenn Iains Duncans Smiths, samþykki þingmenn Íhaldsflokksins vantraust á hann í dag. Þessi nöfn hafa m.a. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hugsun

Þorsteinn J. Vilhjálmsson, BA í bókmenntafræði, frétta- og dagskrárgerðarmaður, er kennari á námskeiði í skapandi hugsun sem haldið verður miðvikudaginn 5. nóvember nk. frá kl. 14 til 17. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Íslensk ull - vinnustofa flytur

ÍSLENSK ull sf. - vinnustofa hefur flutt sig um set frá Þingholtsstræti 3 að Þingholtsstræti 30. Þar fást lopapeysur, sem og úrval af smávörum, s.s. húfum fóðruðum með flísi, vettlingum og treflum sem unnið er á staðnum og eftir óskum viðskiptavina. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð

Legudögum á LSH fækkar um 6,2%

INNLÖGNUM á sólarhringsdeildir Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) fer fækkandi en komum á dag- og göngudeildir fjölgandi, skv. nýútkomnum stjórnunarupplýsingum LSH fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 516 orð | 1 mynd

Líkur á 11-16% hækkun á fasteignaverði

HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands telur að ef lánshlutfall almennra íbúðalána og hámarkslán Íbúðalánasjóðs verða hækkuð á tiltölulega skömmum tíma séu líkur á því að fasteignaverð geti hækkað um 11-16% umfram þær hækkanir sem ella hefðu orðið í kjölfar... Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar mánudaginn 27. október kl. 19.22. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Lögfræðingur telur reglur ekki standast

HARALDUR Örn Ólafsson, lögfræðingur og pólfari, dregur í efa að reglur sem Þingvallanefnd hefur sett um siglingar á Þingvallavatni standist ákvæði vatnalaga. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Matreitt ofan í íslenska neytendur

AFBRIGÐI af ótta - klámvæðingin og áhrif hennar er yfirskrift sýningar sem staðalímyndahópur Femínistafélags Íslands opnaði í Nýlistasafninu á mánudag. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð

Málstofa á Viðskiptaháskólanum á Bifröst á...

Málstofa á Viðskiptaháskólanum á Bifröst á morgun, fimmtudaginn 30. október, kl. 16. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mun fjalla um alþjóðavæðinguna og hvaða áhrif hún hefur á einstaklinginn og öryggi hans. Allir... Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð

Meira um Gretti

Hjálmar Freysteinsson hefur líka ort limru um Gretti, en hún var "geðlæknisfræðileg" og Glámur kemur þar ekki við sögu. Meira
29. október 2003 | Suðurnes | 149 orð | 1 mynd

Menningarstundir í Heiðarskóla

Keflavík | Krakkarnir í Heiðarskóla voru alls ófeimnir við að sýna á sér menningarlegu hliðarnar og sýndu skólafélögunum hvað í þeim bjó á sérstakri menningarstund fyrir helgi. Meira
29. október 2003 | Landsbyggðin | 231 orð | 1 mynd

Minnisvarði afhjúpaður

Mývatnssveit | Minnisvarði var á laugardaginn afhjúpaður um þrjá menn sem fórust við lagningu ljósleiðara á Mývatni 26. október 1999. Þeir sem fórust voru Böðvar Björgvinsson úr Reykjavík, fæddur 1942; Jón Kjartansson frá Húsavík, f. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð

Mjólkurskákmótið á Hótel Selfossi

MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ á Hótel Selfossi 2003 verður haldið dagana 29. október til 7. nóvember en jafnframt er efnt til skákviðburða fyrir börn í öllum skólum á Suðurlandi. Meðal keppenda verða sumir af sterkustu skákmönnum heims auk heimavarnarliðs Íslendinga. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 309 orð

Móastöðin seld kjötvinnslu

FERSKAR kjötvörur hf. hafa keypt húsnæði Móastöðvarinnar í Mosfellsbæ. Hyggst fyrirtækið flytja þangað kjötvinnslu sína en þar er nú kjúklingasláturhús og vinnsla. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mótmæla sameiningu prestakalla

Á FUNDI sóknarnefndar Tálknafjarðarprestakalls var ákveðið að mómæla sameiningu við Bíldudalsprestakall. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 284 orð

Námskeið í jólaskreytingum eru að hefjast...

Námskeið í jólaskreytingum eru að hefjast hjá Uffe Balslev Fyrsta námskeiðið verður haldið sunnudaginn 2. nóvember, í vinnustofu Uffe í Hvassahrauni 2, Vatnsleysuströnd. Kennt verður að búa til aðventukransa, borðskreytingar, hurðakransa o.fl. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Náttfataball í rigningunni

Náttfatadagur var í Leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík föstudaginn 24. október sl. Þegar leikskólakrakkar bæjarins skriðu fram úr um morguninn var nóg að bursta tennurnar og síðan var farið beint í stígvélin og út í rigninguna. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 427 orð

Niðurskurður nemur 18% af rekstrarfé

VARNARLIÐIÐ sendi síðdegis í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. kemur fram að niðurskurður á fjárveitingu til flotastöðvar Varnarliðsins nemi 18% af rekstrarfé stöðvarinnar. Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Nýr leiðtogi Hægriflokksins

FREDRIK Reinfeldt var kjörinn nýr leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð síðastliðinn laugardag. Var mikill einhugur um hann en hann tekur við formannsstöðunni í flokknum af Bo Lundgren. Meira
29. október 2003 | Suðurnes | 427 orð | 1 mynd

Ný skurðdeild á D-álmu árið 2005

Reykjanesbæ | D-álma Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) verður komin í notkun árið 2005 ef áætlanir nefndar á vegum heilbrigðisráðuneytisins ná fram að ganga. Þar mun m.a. verða ný skurðdeild, að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á laugardag. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Ókunnugur maður með lykla að íbúðinni

"VIÐ fengum íbúðina afhenta á föstudag og vorum ekki komin svo langt að skipta um læsingar. Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

"Draumalending" með þrjá geimfara

RÚSSNESKT Sojuz-geimfar með Bandaríkjamanni, Rússa og Spánverja innanborðs lenti "draumalendingu" í eyðimörk í Kasakstan í gær, rúmlega þremur klukkustundum eftir að geimfararnir fóru frá Alþjóðlegu geimstöðinni sem er á sporbaug um jörðu. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 873 orð | 1 mynd

"Megum ekki vera of hrædd við lýðræðið"

"VIÐ höfum fundið fyrir áhuga fólks, sem hingað til hefur ekki uppfyllt skilyrði til inngöngu, á því að ganga í Leikfélag Reykjavíkur, en við vitum jafnframt að það bíður ekki í röðum," segir Marta Nordal, stjórnarmaður Leikfélags Reykjavíkur... Meira
29. október 2003 | Landsbyggðin | 416 orð | 1 mynd

"Mættir á tröppurnar við íþróttahúsið klukkan sex"

Akranesi | Það eru gömul sannindi og ný að íþróttamenn og -konur sem ætla að ná betri árangri verða að leggja mikið á sig til þess að ná settu marki og rúmlega 30 ungir knattspyrnuiðkendur á Akranesi hafa undanfarnar vikur vaknað snemma til þess að mæta... Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð

Ráðstefna um hafsbotninn og ströndina, samræmd...

Ráðstefna um hafsbotninn og ströndina, samræmd vinnubrögð og gagnaöflun er haldin í dag, miðvikudaginn 29. október, kl. 9.30-14 á Hótel Sögu, Sunnusal. LÍSA, samtök um landupplýsingar á Íslandi fyrir alla, halda ráðstefnuna. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

RKÍ fordæmir sprengjutilræði

RAUÐI kross Íslands fordæmir sprengjutilræði sem varð fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Bagdad sl. mánudag. Tveir íraskir starfsmenn hans voru meðal tíu manna sem þar létu lífið auk þess sem fjöldi manna særðist. Meira
29. október 2003 | Landsbyggðin | 110 orð | 1 mynd

Rostungur í höfninni á Skagaströnd

Skagaströnd | Óvenjulegur gestur gerði sig heimakominn í höfninni á Skagaströnd einn góðviðrisdaginn nú í október. Þar var á ferðinni stór rostungur sem svamlaði um í rólegheitunum og virtist ekki láta athafnalífið á hafnarsvæðinu hafa nein áhrif á sig. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð

RÚV neitaði að flytja auglýsingu frá Heimdalli

RÍKISÚTVARPIÐ neitaði að flytja auglýsingu frá Heimdalli á undan hádegisfréttum í gær á þeirri forsendu að Ríkisútvarpið birti ekki ótilhlýðilegan áróður. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð

Ræðir nýja þjóðar-öryggisstefnu Bandaríkjanna

NÝ þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður til umfjöllunar í fyrirlestri lagaprófessorsins dr. Howard Tolley jr. í Norræna húsinu fimmtudaginn 30. október kl. 12-13.15. Dr. Meira
29. október 2003 | Suðurnes | 50 orð

Rændu ýsu | Brotist var inn...

Rændu ýsu | Brotist var inn í Þorbjarnarhúsið við Ægisgötu í Grindavík aðfaranótt mánudags og stolið tveim kössum af frosinni ýsu. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 794 orð | 1 mynd

Röddin er atvinnutæki

Valdís Ingibjörg Jónsdóttir er fædd 6. nóvember 1946. Grunnskólakennari frá KÍ 1968 og heyrnar- og talmeinafræðingur frá Danmarks Lærerhojskole 1974. Hefur meistarapróf í raddvísindum frá Jordan Hill College í Skotlandi 1997 og er að ljúka doktorsprófi frá Háskólanum í Tampere í Finnlandi. Rekur eigin talmeinastofu á Akureyri. Valdís á þrjú börn með Óla Aðalsteini Jakobssyni. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sameining skóla verði dregin til baka

BORIST hefur eftirfarandi ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Samfylkingar Seltirninga nýlega: "Aðalfundur Samfylkingar Seltirninga 21. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Samsýning | Áhugaverð samsýning fimmtán þingeyskra...

Samsýning | Áhugaverð samsýning fimmtán þingeyskra áhugamyndlistarmanna stendur í Safnahúsinu á Húsavík. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 508 orð

Segir kröfuna varða ímyndað álitaefni

LÍFEYRISÞEGI í Reykjavík hefur stefnt íslenska ríkinu vegna álagningar tekjuskatts á greiðslur úr Lífeyrissjóðnum Framsýn fyrir tekjuárið 2001. Skv. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 467 orð

Segja ekkert samráð viðhaft

UPPSAGNARBRÉF biðu tuga starfsmanna Varnarliðsins þegar þeir komu heim frá vinnu í gær en ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsmönnum hefur verið sagt upp. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 544 orð

Skáksambandið harmar framkomu Hróksins

"VIÐ hörmum það að Hrókurinn skuli grípa til þessara ráða að brjóta gegn lögum keppninnar og ekki síður hörmum við gífuryrði Hróksins um þetta mál og stjórn Skáksambandsins," segir Stefán Baldursson, forseti Skáksambands Íslands, um ummæli... Meira
29. október 2003 | Miðopna | 1087 orð | 1 mynd

Skáldlegar hugmyndir um kirkjuþing

HUGMYNDIR Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings um kirkjuþing og störf þess eru vægast sagt undarlegar. Hún virðist líta á það sem eins konar prestastefnu aftan úr miðöldum, en staðreyndin er sú að prestar eru þar í minnihluta. Meira
29. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 106 orð

Skólastjórinn sjaldséður

GUÐMUNDUR Oddsson, skólastjóri Kársnesskóla, var gestur fundarins og svaraði spurningum frá foreldrum. Ekki er langt síðan yfirstjórn hans skóla var sameinuð Þinghólsskóla í Kópavogi og sagði Guðmundur aðstæður á Seltjarnarnesi nú svipaðar. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 642 orð | 7 myndir

Stjórnarandstæðingar vilja að Íslendingar styðji umsóknina

MAGNÚS Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og beindi þeirri spurningu til þeirra ráðherra sem staddir voru á þingi hvort umsókn Færeyinga um fullgilda aðild að Norðurlandaráði og... Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 45 orð

Svæðisskrifstofa flytur

SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra Reykjanesi mun flytja starfsemi sína frá Digranesvegi 5 í Fjörðinn, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði, 6. hæð. Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 3. nóvember vegna flutninga. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tími vetrardekkjanna runninn upp

TÍMI vetrardekkjanna er runninn upp og höfðu dekkjakarlar víða í nógu að snúast í gær. Að loknum sunnanáttum heilsaði gærdagurinn með norðanátt, kulda og slyddu án þess að tala mætti um neinar vetrarhörkur. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð

Tóku þátt í stuttmyndagerð Í frétt...

Tóku þátt í stuttmyndagerð Í frétt um stuttmyndagerð í Háteigsskóla síðasta laugardag urðu þau leiðu mistök að Laugarnesskóli var nefndur þátttakandi í verkefninu í stað Laugalækjarskóla. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð

Um fjögurra milljarða útgjöld

HEILDARGJÖLD vegna bifreiða-, ferða-, og risnukostnaðar ríkisins árið 2002 voru samtals tæplega 4 milljarðar. Ferðakostnaður var rúmlega 2,4 milljarðar, bifreiðakostnaður liðlega 1,2 milljarður og risnukostnaður um 325 milljónir. Þetta kemur m.a. Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Uribe forseti beið ósigur

VINSTRIMENN og óháðir frambjóðendur sigruðu víða í sveitarstjórnarkosningunum í Kólumbíu sl. sunnudag og í höfuðstaðnum Bogota var 52 ára gamall kommúnisti, Luis Eduardo Garzon, kjörinn borgarstjóri. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Varðskip dró Síldey til Seyðisfjarðar

VARÐSKIP kom til Seyðisfjarðar í fyrrinótt með Síldey NS-25 í togi, sem hafði orðið vélarvana sextíu sjómílur norðaustur af Dalatanga að morgni mánudags. Síldey er 250 tonna línuskip. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

Vilja aðskilnað ríkis og kirkju

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur samþykkt ályktun þar sem harmað er að "bæði veraldlegir og andlegir yfirmenn þjóðkirkjunnar skuli vera mótfallnir aðskilnaði ríkis og kirkju, svo sem fram kom á nýafstöðnu... Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Vilja tvo lækna | Sveitarstjórn Austurbyggðar...

Vilja tvo lækna | Sveitarstjórn Austurbyggðar samþykkti á fundi sínum nýverið að gera þá kröfu á yfirvöld heilbrigðismála að þau "... sjái til þess að í Austurbyggð sé ávallt staðsettur læknir. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 183 orð

Vísa á bug gagnrýni Neytendasamtakanna

SAMTÖK banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vísa á bug gagnrýni Neytendasamtakanna á mikinn vaxtamun og þjónustugjöld. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 354 orð

Vonbrigði að vandinn leystist ekki

POUL Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Dana, sagði á þingi Norðurlandaráðs í Ósló í gær að fjármálaráðherrar Norðurlandanna hefðu á fundi sínum í fyrradag ekki sýnt neinn pólitískan vilja til að leysa vandamál vegna flutnings fjármagns milli... Meira
29. október 2003 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Þéttbýl svæði í hættu

SKÓGARELDAR, sem hafa kostað að minnsta kosti sautján manns lífið, ógnuðu í gær þúsundum húsa á þéttbýlum svæðum nálægt Los Angeles. Að minnsta kosti 1. Meira
29. október 2003 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Þráðbein sjólína

ÓTÍÐ hefur hamlað sjósókn netabáta á Suðurnesjum frá því fyrir helgi en þeir stærstu komust þó á sjó í gær til að leggja netin. Meira

Ritstjórnargreinar

29. október 2003 | Staksteinar | 357 orð

- Brotthvarf Ingibjargar yrði pólitískt sjálfsmorð Samfylkingarinnar

Í ritstjórnargrein á vefriti ungra jafnaðarmanna er sagt að Samfylkingin yrði leiðtogalaus yrði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir næsti forseti Íslands. Meira
29. október 2003 | Leiðarar | 355 orð

Óhjákvæmileg fækkun

Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur ákveðið að segja 90 íslenzkum starfsmönnum upp störfum. Það er u.þ.b. tíundi hluti þeirra Íslendinga, sem starfa í varnarstöðinni. Meira
29. október 2003 | Leiðarar | 604 orð

Öflugt Norðurlandasamstarf

Hrakspár um að draga myndi úr samstarfi Norðurlandanna og það missa gildi sitt vegna aðildar Svía og Finna að Evrópusambandinu hafa reynst rangar. Meira

Menning

29. október 2003 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

70 mínútna afmæli

VEGUR þáttarins 70 mínútur á PoppTíví hefur vaxið mikið síðan hann var frumsýndur fyrir þremur árum. Í þessari viku hefur mikil afmælisveisla staðið yfir, sem stjórnað er af þeim æringjum Sveppa og Audda. Meira
29. október 2003 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Á barmi örvæntingar

KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran syngur við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegistónleikum í Hafnarborg kl. 12 á morgun, fimmtudag. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

Blár bardagaköttur

Varjak Paw eftir S.F. Said. Myndskreytingar eftir Dave McKean. David Fickling Books gefur út 2003. 256 síður innb. Kostar 2.475 í Máli og menningu. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 365 orð | 2 myndir

Blóðbað á toppnum

BLÓÐBAÐIÐ hans Tarantino, Bana Billa ( Kill Bill ), fyrri hluti af tveimur, hélt toppsætinu á listanum yfir vinsælustu myndir helgarinnar hérlendis. Rúmlega 14. Meira
29. október 2003 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Dægurlög

Allt annað! nefnist nýr geisladiskur Söngkvartettsins Rúdolfs. Lögin flokkast öll til klassíkra dægurlaga fyrri ára, bæði íslenskra og erlendra. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 447 orð | 1 mynd

Einskonar sambræðingur

Keen Sabid, breiðskífa Hjartar Blöndal. Hjörtur semur öll lög utan eitt, Man of Constant Sorrow, sem er líklega eftir Carter Stanley. Hjörtur leikur á öll hljóðfæri, útsetur lögin og stýrir upptökum. Hann hannaði líka umslag og gefur skífuna út á merkinu Around the Corner Records. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 345 orð | 1 mynd

Enginn annar

SAFNPLATAN 30#1 Hits - sem inniheldur 30 lög sem rokkkóngurinn kom á topp vinsældalista - hefur selst í 9 milljónum eintaka síðan hún kom út í fyrra og fór á toppinn í 26 löndum. Því þarf vart að koma á óvart að út sé komið hálfgert framhald hennar. Meira
29. október 2003 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Fischersund 3 kl.

Fischersund 3 kl. 20.30 Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, heldur erindi sem hann nefnir "Þúsund ára barátta við eld og ís - Náttúruöflin í íslenskum söguskýringum. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

...Fjölskyldumanninum

HANN er byrjaður á SkjáEinum, Fjölskyldumaðurinn (Family Guy) , einhver nafntogaðasti teiknimyndaflokkur síðan Simpson-fjölskyldan kom til sögunnar. Þáttunum svipar líka saman um margt. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Létt yfir Akureyri

Hlustunarsvæði útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7 hefur verið stækkað og nær nú til Akureyrar og næsta nágrennis. Stöðin fór í loftið 3. október 1998 og hefur að markmiði að létta fólki vinnuna. Meira
29. október 2003 | Menningarlíf | 1412 orð | 5 myndir

Málarinn sem hló

N ÝVERIÐ gaf listelski skipstjórinn á Dettifossi mér glóðvolga bók um málarann Carl Henning Pedersen. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Munu gefa út nýja plötu

SÍÐASTA eina og hálfa árið hafa Mezzoforte verið iðnir við spilamennsku víða um veröld. Þeir eru nú nýkomnir frá Slóvakíu, Eistlandi og Litháen þar sem þeim félögum var vel fagnað. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 222 orð | 1 mynd

Óvenjulegt sumarpopp

Summerplate, plata með lögum eftir Bennahemmhemm, Benedikt Hermann Hermannsson. Hann leikur á hljóðfæri og syngur, stýrir upptökum og hljóðvinnslu. Auður hannaði umbúðirnar, en diskurinn er aðeins tæpir átta sm í þvermál í sérhönnuðum umbúðum. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 226 orð | 1 mynd

"Hér er Jonni!"

BRESKA sjónvarpsstöðin Channel 4 stóð fyrir skoðanakönnun á dögunum þar sem leitað var að hryllilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 235 orð | 1 mynd

Sir Elton ömurlegur og Sting alvörugefinn

SÖNGVARINN Rod Stewart hefur látið skotin flakka hægri og vinstri á starfsbræður sína og félaga úr söngbransanum. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Snúið á netþjófa

LOKAMYND Matrix-þríleiksins, Matrix-byltingarnar , var heimsfrumsýnd í Los Angeles á mánudaginn. Myndin verður svo frumsýnd annars staðar í heiminum 5. nóvember næstkomandi og búast spekingar fastlega við því að aðsóknarmet verði slegin. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 931 orð | 2 myndir

Spennurit fyrir bókabéusa

Breski rithöfundurinn Jasper Fforde nýtur mikillar hylli meðal bókaáhugamanna fyrir glæpasögur sínar um Thursday Next. Árni Matthíasson segir frá höfundinum og þriðju bókinni, The Well of Lost Plots. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 299 orð | 5 myndir

THE STROKES - Room on Fire...

THE STROKES - Room on Fire Ókei, kannski engin bylting hér á ferð, heldur meira af því sama. En þetta sama er bara svo fjandi gott, eiginlega alveg frábært, í öllum sínum ófrumleika, kæruleysi og töffaraskap. Meira
29. október 2003 | Menningarlíf | 193 orð | 1 mynd

Tvö bandarísk tónskáld á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag kl. 12.30 verða flutt verk eftir tvö bandarísk tónskáld frá 20. öld. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 458 orð | 2 myndir

Viðkvæma eldfjallið

ÞAÐ þótti sæta tíðindum er ungt írskt söngvaskáld, Damien Rice, hreppti bandarísku Mercury-verðlaunin (Shortlist Music Prize) og sló þar með fólki eins og Yeah Yeah Yeahs, Interpol, Cat Power og The Streets við. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Þetta vil ég heyra

Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Í gærkvöldi var ég að hlusta á Hana nú með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Hann er bestur. Uppáhaldsplata? Fisherman's Blues með The Waterboys. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Þetta vil ég sjá

Hvað varstu að sjá? Yo! MTV Raps eins og það var fyrstu árin, Johnny Nas seríurnar báðar, BBC-þættina um 20. öldina og bresku heimildaþættina um gaurinn sem fór huldu höfði meðal fótboltabullna. Hvað ertu að sjá? Ég missi aldrei af Simpsons. Meira
29. október 2003 | Fólk í fréttum | 474 orð

Öðlingar og morðingjar

Leikstjóri: Kevin Costner. Handrit: Craig Storper, byggt á bókinni "The Open Range Men" eftir Lauran Paine. Kvikmyndatökustjóri: James Muro. Tónlist: Michael Kamen. Aðalleikendur: Robert Duvall, Kevin Costner, Annette Bening, Michael Gambon, Michael Jeter, Diego Luna, James Russo, Abraham Berubi, Dean McDermott. 135 mínútur. Touchstone Pictures 2003. Meira

Umræðan

29. október 2003 | Aðsent efni | 960 orð | 1 mynd

Breyting á þungaskatti

UM ALLLANGT skeið hefur verið í smíðum frumvarp hjá fjármálaráðuneytinu sem lýtur að því að breyta núverandi þungaskattskerfi. Meira
29. október 2003 | Aðsent efni | 876 orð | 1 mynd

Börn og íslenskar fjölskyldur

STAÐA fjölskyldunnar, einkum staða barna og unglinga innan hennar og utan, hefur verið viðfangsefni starfs míns og áhugamál til margra ára. Meira
29. október 2003 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Hugleiðingar um rjúpnaveiðibann - stattu þig, Sif!

UNDANFARNAR hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um þá sjálfsögðu og löngu tímabæru ákvörðun umhverfisráðherra að banna veiðar á rjúpu næstu þrjú ár. Meira
29. október 2003 | Bréf til blaðsins | 275 orð

Niðrandi og smekklausar auglýsingar

REYKLAUS.is er undirskrift heilsíðuauglýsingar á blaðsíðu 5 í Fólkinu, viðauka unga fólksins, sem fylgir Mogganum hinn 24. október, síðastliðinn. Meira
29. október 2003 | Bréf til blaðsins | 451 orð | 1 mynd

Of feitar - þriðja flokks konur?

Of feitar - þriðja flokks konur? ÉG er ein af þeim sem þurfa meðferð glasafrjóvgunardeildar LSH til að verða ófrísk, að ég hélt. Meira
29. október 2003 | Bréf til blaðsins | 420 orð

Rjúpnaveiði fyrr og nú

FYRRUM gengu margir bændur til rjúpna á jólaföstunni. Notast var við gamlar byssur sem í dag þættu vera mjög lélegar. Venjulega var farin einungis ein ferð og ekki veitt meira en þurfti til einnar máltíðar. Meira

Minningargreinar

29. október 2003 | Minningargreinar | 1231 orð | 1 mynd

BALDUR SVANHÓLM ÁSGEIRSSON

Baldur Svanhólm Ásgeirsson fæddist á Kambi í Deildardal í Skagafjarðarsýslu 17. október 1914. Hann lést á Droplaugarstöðum við Snorrabraut 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Rannveig Þorgilsdóttir frá Kambi, f. 30.12. 1888, d. 2.4. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2003 | Minningargreinar | 1858 orð | 1 mynd

BRYNJÓLFUR GEIR PÁLSSON

Brynjólfur Geir Pálsson fæddist í Dalbæ í Hrunamannahreppi 3. apríl 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson og Margrét Guðmundsdóttir, bændur í Dalbæ. Systkini hans eru Svava, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2003 | Minningargreinar | 2931 orð | 1 mynd

HELGA BARÐADÓTTIR

Helga Barðadóttir var fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 7. október 1967. Hún lést á heimili sínu laugardaginn 18. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. október 2003 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 1 mynd

Baugur með rúm 10% í House of Fraser

BAUGUR Group hefur aukið hlut sinn í bresku verslanakeðjunni House of Fraser, HoF, um 2% og á orðið rúmlega 10% hlut í keðjunni. Meira
29. október 2003 | Viðskiptafréttir | 271 orð | 1 mynd

Enn fækkar farþegum í millilandaflugi Flugleiða

FARÞEGUM í millilandaflugi Icelandair, dótturfélags Flugleiða, í september fækkaði um 4% í samanburði við september á síðasta ári og var fækkunin svipuð meðal farþega á leið til og frá landinu, þar sem hún var 3,8%, og meðal farþega sem ferðast á leiðum... Meira
29. október 2003 | Viðskiptafréttir | 257 orð

Kaupþing-Búnaðarbanki kaupir 6% í breskum banka

KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI hefur að undanförnu aukið hlut sinn í breska bankanum Singer & Friedlander og hefur tilkynnt að eignarhluturinn sé kominn í tæplega 6%. Meira
29. október 2003 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Störfum fækkað um 13% hjá Sony

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur tilkynnt að starfsfólki fyrirtækisins verði fækkað um 13% á næstu þremur árum. Þýðir það fækkun stöðugilda um 20 þúsund. Helsta ástæða fyrir uppsögnum er samdráttur í hagnaði og tekjum hjá félaginu. Meira

Fastir þættir

29. október 2003 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 29. október, er fimmtugur Gylfi Guðmundsson, Lyngheiði 16, Selfossi. Eiginkona hans er Margrét Stefánsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 1. nóvember í Reiðhöllinni, á Ingólfshvoli í Ölfusi, frá kl. Meira
29. október 2003 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Þorkell Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Sameyjar ehf., verður fimmtugur föstudaginn 31. október nk. Hann mun ásamt konu sinni, Helgu Hauksdóttur, taka á móti gestum á heimili sínu, Digranesvegi 67, kl. 19. Meira
29. október 2003 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 26. október sl. varð 75 ára Hjalti Bjarnason, Litlagerði 7,... Meira
29. október 2003 | Fastir þættir | 304 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Línur eru nokkuð farnar að skerpast í landsliðskeppni BSÍ, hinu svokallaða Yokohamamóti, þar sem keppt er um réttinn til að taka þátt í alþjóðamóti í Japan í febrúar á næsta ári. Tólf pör hafa setið yfir spilum í tvær helgar og lagt að baki 128 spil. Meira
29. október 2003 | Í dag | 927 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur Árni Norðfjörð. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustundirnar látið kirkjuverði vita í síma 5538500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Meira
29. október 2003 | Í dag | 115 orð | 1 mynd

Foreldramorgnar í Selfosskirkju Í DAG, miðvikudaginn...

Foreldramorgnar í Selfosskirkju Í DAG, miðvikudaginn 29. október, heimsækir okkur María Kristín Örlygsdóttir, snyrtifræðingur frá "Snyrtistofu Ólafar". Mun hún meðal annars kynna nýju haustlínuna frá No Name og sýna létta förðun. Meira
29. október 2003 | Dagbók | 545 orð

(Lúk. 12, 34.)

Í dag er miðvikudagur 29. október, 302. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. Meira
29. október 2003 | Viðhorf | 847 orð

Of mikill raunveruleiki?

"Sá greip til þess ráðs, af illkvittni einni saman, að henda snakkpokum yfir girðinguna." Meira
29. október 2003 | Fastir þættir | 205 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Bf4 a6 8. e4 b5 9. De2 Be7 10. h3 0-0 11. 0-0-0 b4 12. Rb1 He8 13. Rbd2 Bf8 14. Dd3 Rbd7 15. He1 Rb6 16. Dc2 Bd7 17. Bc4 Bb5 18. g4 Rxc4 19. Rxc4 Bxc4 20. Dxc4 Rd7 21. Kb1 Rb6 22. Dc1 Bg7... Meira
29. október 2003 | Dagbók | 81 orð

VAKRI SKJÓNI

Hér er fækkað hófaljóni - heiminn kvaddi vakri Skjóni; enginn honum frárri fannst; - bæði mér að gamni' og gagni góðum ók ég beizla-vagni til á meðan tíminn vannst. Á undan var ég eins og fluga; oft mér dettur það í huga af öðrum nú þá eftir verð. Meira
29. október 2003 | Fastir þættir | 405 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur að undanförnu gert heiðarlegar tilraunir til að selja fjölskyldubílinn. Áður en lagt var af stað í þá gönguför var ríkjandi mikil bjartsýni á heimilinu um að bíllinn myndi rjúka út. Meira

Íþróttir

29. október 2003 | Íþróttir | 201 orð

Ákveðið að leika við Mexíkó í San Francisco

ÁKVEÐIÐ hefur verið að leika við landslið Mexíkó vináttulandsleik í knattspyrnu í San Francisco í Kaliforníu 19. nóvember nk. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Ármann Smári Björnsson til liðs við FH-inga

ÁRMANN Smári Björnsson knattspyrnumaður, sem leikið hefur með Val undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við FH. Ármann er 23 ára gamall Hornfirðingur sem lék með Sindra áður en hann gekk í raðir Vals árið 2001. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Gaines gripin í landhelgi

BANDARÍSKI spretthlauparinn Chrystie Gaines féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum í júlí sl. eftir því sem fram kemur í dagblaðinu Washington Post. Þar er greint frá því að í sýni sem tekið var af Gaines á mótinu hafi fundist merki um notkun á efninu modafinil, en það er sama efnið og landar hennar Kelli White og Calvin Harrison voru uppvís að notkun á, White á HM í París í sumar og Harrison á bandaríska meistaramótinu. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 302 orð

HANDKNATTLEIKUR Haukar - ÍBV 30:27 Ásvellir,...

HANDKNATTLEIKUR Haukar - ÍBV 30:27 Ásvellir, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill, þriðjudagur 28. október 2003. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 953 orð | 1 mynd

Hef aldrei verið eins vel upplagður

Ragnar Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik, er kominn á fulla ferð á ný með franska 1. deildarliðinu Dunkerque, eftir að hafa meiðst illa á hné fyrir rúmu ári. Meiðslin urðu til þess að Ragnar lék nánast ekkert á síðastliðnu tímabili, en sem af er þessu tímabili hefur honum gengið allt í haginn. Kristján Jónsson leit við hjá Ragnari í Dunkerque á dögunum. Eftir sjö umferðir í Frakklandi er Ragnar á meðal markahæstu manna og í hópi þeirra sem hafa átt flestar stoðsendingar. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 17 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, SS-bikarkeppnin: Framhús: Fram - Haukar 20 Fylkishöll. Fylkir/ÍR - FH 19.30 Vestmannaey.: ÍBV - Stjarnan 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - Keflavík 19. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

* JUVENTUS hefur ákveðið að hætta...

* JUVENTUS hefur ákveðið að hætta við að reyna fá hollenska landsliðsmanninn Edgar Davids til að skrifa undir nýjan samning, en samningur hans við liðið rennur út eftir keppnistímabilið. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

*KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, dæmir...

*KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, dæmir fyrri viðureign Bordeaux og Hearts í 2. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu sem fram fer á Chaban- Delmas -leikvanginum í Bordeaux 6. nóvember. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 710 orð

Létt hjá Haukum

HAUKAR unnu léttan sigur, 30:27, á ÍBV í suðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöldi en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Algjör lognmolla einkenndi leikinn frá upphafi til 58. mínútu er pínulítil spenna hljóp í leikinn þegar ÍBV minnkaði muninn í tvö mörk 29:27. Þær tvær mínútur sem eftir lifðu af leiknum dugðu þó Eyjamönnum ekki til stigs í þessum rislitla leik. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 318 orð | 2 myndir

Maraþon-vítakeppni á Highbury

ÓLAFUR Ingi Skúlason fékk ekki að spreyta sig með aðalliði Arsenal í leiknum við Rotherham í deildabikarkeppninni á Englandi í gær þar sem Arsenal fagnaði sigri, 9:8, í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Tæplega 28.000 áhorfendur mættu á Highbury til að berja augum marga unga og efnilega leikmenn Arsenal-liðsins en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tefldi fram mögum minni spámönnum og gaf flestum stórstjörnum sínum frí. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 222 orð

Markakóngur í Belgíu

RAGNAR Óskarsson hefur leikið 45 landsleiki í handknattleik fyrir hönd Íslands og skorað 105 mörk í þeim. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 206 orð

Mettap hjá Leeds í Englandi

ENSKA knattspyrnuliðið Leeds United greindi frá því í gær að tap á rekstri félagsins á ársgrundvelli nema tæplega fimmtíu milljónum punda, eða 6,5 milljörðum króna, að því er segir í frétt BBC . Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 198 orð

Ólafur H. Kristjánsson áfram hjá AGF

ÓLAFUR H. Kristjánsson verður Svíanum Sören Åkeby til aðstoðar sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins AGF en Åkeby var í gær ráðinn nýr þjálfari liðsins í stað Poul Hansens sem rekinn var úr starfi fyrir síðustu helgi. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd

* PÁLL Guðmundsson hefur verið ráðinn...

* PÁLL Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðsins Árborgar. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 77 orð

Ragna og Sara á ferðinni

RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir badmintonkonur halda á morgun til Ungverjalands þar sem þær taka þátt í opna ungverska mótinu sam haldið verður um helgina. Mótið er eitt af A-mótunum svokölluðu sem gefa stig til þátttöku á Ólympíuleikunum. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 225 orð

Ragnhildur byrjaði ekki vel í Portúgal

"ÞETTA gekk nú ekki alveg nógu vel á síðustu holunum í dag," sagði Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að hún hafði lokið leik á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir evrópsku... Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 194 orð

Stefan Lövgren ekki með Svíum á EM?

ÓVÍST er hvort Stefan Lövgren, fyrirliði sænska landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Kiel, leikur með Svíum á Evrópumótinu í Slóveníu í janúar þar sem Svíar reyna að verja Evrópumeistaratitil sinn. Meira
29. október 2003 | Íþróttir | 69 orð

Þór vill fá Sigurð

ÞÓRSARAR á Akureyri hafa rætt við Sigurð Lárusson um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Jónas Baldursson þjálfaði Akureyrarliðið í sumar, en hann gat ekki haldið áfram þar sem hann er fluttur til Hull vegna starfa sinna hjá Samherja. Meira

Bílablað

29. október 2003 | Bílablað | 1100 orð | 4 myndir

Bíllinn gaf landsmönnum frelsi til ferðalaga

Á næsta ári er ein öld liðin frá komu fyrsta bílsins hingað til lands. Óhætt er að fullyrða að bíllinn hefur markað djúp spor í sögu 20. aldar og hafði mikil áhrif á samgöngur á Íslandi. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við höfunda nýrrar bókar um íslensku bílaöldina. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 133 orð

BMW R 1150 GS

Vél: Loft-/olíukæld tveggja strokka fjórgengis-boxervél. Einn knastás og fjórir ventlar á strokk. Rúmtak 1.130 cm³. Rafeindastýrð innspýting. 85 hestöfl (62,5 kW) við 6.750 sn/mín. Tog 98 Nm við 5.250 sn/mín. Hröðun: um 4,5 sek. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 1084 orð | 3 myndir

Fullorðinshjól fyrir ferðaglaða

Í ÁR eru 80 ár síðan BMW-mótorhjól komu fyrst á markað. Og fyrir rúmum tveimur áratugum skópu BMW-verksmiðjurnar í Bæjaralandi svo að segja nýja gerð mótorhjóls: stórt ferða-enduro-hjól. Það hét þá BMW R80 G/S. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 158 orð | 1 mynd

Fylgja bílunum org og ill læti kvenna og karla

"Það er voðalegt að hugsa til þess, hvernig bifreiðarnar þeysa fram og aftur um göturnar, jafnt þar sem krökt er af krökkum, því engin gata, hversu mjó sem hún er, er friðhelg fyrir þessum ófögnuði. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 260 orð | 5 myndir

Haustblíða og logn í Landmannalaugum

PAJERO-klúbburinn stóð fyrir haustferð í Landmannalaugar fyrsta vetrardag. Í flokknum voru alls liðlega 50 bílar og nærri 200 manns og sögðu Heklumenn það góða þátttöku. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 302 orð

Hestaflið skilgreint á nýjan leik

HÓPUR verkfræðinga vinnur nú að því að setja nýja staðla til að meta og sannreyna hversu mörg hestöfl eru í raun í bílvélum í dag. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 208 orð | 1 mynd

Íslensk bílasamsetningarverksmiðja

Síðla árs 1940 bar til tíðinda að Bifreiðaeinkasölu ríkisins bauðst að fá til landsins 108 ósamsetta Dodge-fólksbíla sem vegna styrjaldarátakanna höfðu orðið innlyksa á Englandi á leið sinni til Svíþjóðar. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 363 orð | 1 mynd

Jeppi og maður skilja eftir 30 ára sambúð

HALLSTEINN Sigurðsson myndhöggvari keypti árið 1973 tíu ára gamlan Willys-jeppa og eftir 30 ára akstur á bílnum seldi hann Willys-bílinn aftur sama manninum og hann keypti bílinn af þremur áratugum fyrr. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 340 orð | 2 myndir

Náðu góðum árangri í körtuakstri í Hollandi

Þau Magnús Haukur Lárusson og Svava Halldórsdóttir lögðu á dögunum land undir fót og náðu góðum árangri á körtumóti í Eindhoven í Hollandi. Halldór Sigurðsson fylgdist með ferðalaginu. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 87 orð | 1 mynd

Ný Mazda MX-5 í mótun

MAZDA er nú á lokastigi í hönnun og útfærslu á nýjum sportbíl sem ætlað er að leysa af hólmi hinn goðsagnakennda MX-5 bíl frá Mazda. Nýr tilraunabíll var sýndur á bílasýningunni í Tokyo á dögunum sem gefur tóninn fyrir útlit Mazda-sportbíla á 21.... Meira
29. október 2003 | Bílablað | 253 orð | 1 mynd

Nýr Mercedes R-lúxusjeppi

MERCEDES Benz áformar nú að hefja sölu á lúxusjepplingi á næsta ári sem framleiddur verður undir heitinu R-týpa. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 204 orð | 1 mynd

Nýrri og nákvæmari tækni til að bora út vélar

VÉLAVERKSTÆÐIÐ Kistufell, Tangarhöfða 13, tók nýlega í notkun nýja tölvustýrða vél til að bora út slitnar vélar og "hóna" vélarblokkir. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 142 orð

Nýtt hefti FÍB-blaðsins komið út

NÝTT tölublað FÍB-blaðsins er komið út en meðal efnis í blaðinu er frásögn af athugun sem FÍB lét gera á viðgerðum tjónabílum í eigu félagsmanna, greint er frá ítarlegri árlegri könnun á eiginleikum vetrardekkja og frá könnun sem gerð var meðal eigenda... Meira
29. október 2003 | Bílablað | 787 orð | 2 myndir

Ný upplifun í akstri

Á 40 ára ferli sínum hefur Porsche í huga margra markað sér ákveðna sérstöðu sem sannkallaður ofursportbíll. Eiríkur P. Jörundsson settist undir stýri á nýjum fjórhjóladrifnum Porsche Carrera 4S og kynntist goðsagnakenndum eiginleikum sportbílsins þýska. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 77 orð

Renault Megane Sport Tourer

Vél: Fjórir strokkar, 1.598 rúmsentímetrar, VVT. Afl: 115 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 152 Nm við 4.200 snúninga á mínútu. Gírar: Fimm. Hemlar: Diskar að framan og aftan, ABS, EBD og EBA. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 86 orð | 1 mynd

Snemma beygist krókurinn

SNEMMA beygist krókurinn og ekki síður hjá ungum bílaáhugamönnum en öðrum. Þessi ungi ökumaður kom við á frumsýningu á nýjum Audi A3 um síðustu helgi í húsnæði Heklu við Laugaveg. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 165 orð

Tilnefningar í bíl ársins í Ameríku

DÓMNEFND sem velur fólksbíl ársins annars vegar og jeppa ársins hins vegar í Bandaríkjunum hefur nú gefið út lista með þeim kandídötum sem til greina koma við valið. Meira
29. október 2003 | Bílablað | 718 orð | 6 myndir

Vandaður Sport Tourer

Nýr Renault Megane kemur sterkur inn í stærsta söluflokk bíla hér á landi, c-flokkinn, þar sem fyrir eru margir mjög verðugir keppinautar. Meira

Úr verinu

29. október 2003 | Úr verinu | 300 orð | 1 mynd

Aflaverðmætið 42,7 milljarðar

Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 42,7 milljörðum króna en heildaraflinn var 1.369 þúsund tonn. Meira
29. október 2003 | Úr verinu | 172 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 58 20 49...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 58 20 49 3,389 164,614 Gellur 645 556 562 93 52,253 Grálúða 93 90 91 43 3,906 Gullkarfi 59 8 43 8,421 363,008 Hlýri 113 53 96 6,380 612,274 Hvítaskata 7 7 7 11 77 Keila 39 7 32 6,731 214,914 Langa 85 61 72 4,526 327,799... Meira
29. október 2003 | Úr verinu | 304 orð | 1 mynd

Veiða kolmunna við Færeyjar

KOLMUNNAVEIÐIN glæddist heldur í færeysku lögsögunni um helgina. Íslensku skipin hafa verið að veiðum um 60-70 sjómílur norður af Færeyjum en bræla var þó á miðunum á mánudag og lönduðu skipin þá afla sínum í Fuglafirði. Þannig landaði Börkur NK þar um... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.