Ljúkum því strax af: Já, þær eru, í stafrófsröð, atorkusamar, fallegar, gáfaðar, hæfileikamiklar - og vel efnaðar. Þær geta ekkert að því gert. Og jú, þær voru prinsessurnar í Hagkaupsveldinu og erfðu, ásamt bræðrum sínum og móður, ríkulegan afrakstur af ævistarfi Pálma Jónssonar. Þær gátu heldur ekkert að því gert. En Ingibjörg og Lilja Pálmadætur hafa haslað sér völl í íslensku athafna- og menningarlífi á eigin forsendum og ávaxta þar nú pund sitt - eða kíló. Því réðu þær sjálfar.
Meira