HRYÐJUVERKASAMTÖK Osama bin Ladens, al-Qaeda, hótuðu í gærkvöldi hryðjuverkum í Tókýó og lýstu á hendur sér tveimur sprengjutilræðum í Istanbúl og árás á ítalska herlögreglumenn í Írak í vikunni sem leið.
Meira
FJÁRFESTINGAR Baugs Group í Bretlandi nema nú um 39 milljörðum króna eftir að fyrirtækið keypti um helgina, í félagi við aðra, verslanakeðjuna Oasis Stores fyrir 19,6 milljarða króna.
Meira
ANNAÐ árið í röð fagnaði sundfólk í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar bikarmeistaratitlinum í 1. deild. Sigur liðsins var afar öruggur og að venju var titlinum fagnað með því að bleyta vel í sigurliðinu í Sundhöllinni.
Meira
FORSETAKOSNINGARNAR í Serbíu í gær voru ógildar vegna þess að kjörsóknin var ekki nógu mikil og er þetta í þriðja skipti á rúmu ári sem Serbum tekst ekki að kjósa forseta, að sögn óháðra eftirlitsmanna í gærkvöld.
Meira
MIKIÐ var um dýrðir á Ólafíuhátíð í Ósló um helgina sem haldin var til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur, kvenréttindakonu og baráttukonu þeirra sem minna mega sín.
Meira
Aukin sjónvarps- og tölvunotkun á stóran þátt í aukinni ofbeldishneigð ungmenna og sérstaklega pilta. Þetta segir dr. Christian Pfeiffer, lögfræðingur og forstöðumaður KFN-rannsóknastofnunarinnar í afbrotafræðum, sem staðsett er í Hannover.
Meira
Spurning: Fyrir 5-6 árum var fótur tekinn af konunni minni. Hún er alltaf kvalin af svokölluðum "draugaverkjum", er alveg ómöguleg, á bágt með svefn og er ónóg sjálfri sér. Verkjalyf virðast ekkert duga. Hvaða ráð er við þessu?
Meira
ÞAÐ fór margt í gegnum kollinn á karatekappanum Halldóri Svavarssyni í æsispennandi bardaga á Íslandsmótinu í karate á laugardaginn. Verja sig, sparka, kýla, verjast, hálfleiðari.
Meira
RÚMLEGA þrítugur maður bíður dóms fyrir skilorðsrof og þjófnað. Hann hefur stolið úr verslunum í nokkur ár, oftast munum sem hann hefur litla sem enga þörf fyrir og gæti keypt sér ef hann vildi.
Meira
ARABÍSKA dagblaðið al-Qods al-Arabi kvaðst í gærkvöld hafa fengið yfirlýsingu frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda þar sem því væri lýst yfir að þau hefðu staðið fyrir tveimur tilræðum í Istanbúl sem kostuðu að minnsta kosti 23 menn lífið á laugardag.
Meira
BJÖRN Harðarson sálfræðingur hefur á liðnum árum haft til meðferðar aðstandendur stelsjúkra og segir stelsýkina hafa mikil áhrif á þá sem næst standa hinum stelsjúka.
Meira
EINN árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Stekks var tilkynntur til lögreglu í gær. Tilkynning barst klukkan 14.39 og mun einn hafa verið fluttur í sjúkrahús með minniháttar meiðsl, að sögn...
Meira
"DAGUR íslenskrar tungu hefur fest sig í sessi í þjóðfélaginu með margvíslegum hætti," sagði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra á hátíðarræðu sinni á Málræktarþingi íslenskrar málnefndar sem efnt var til í gær í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Meira
Borgarnes | Félagsbær hefur tekið við nýju hlutverki og er nýja safnaðarheimili Borgarneskirkju sem keypti húsið af Verkalýðsfélagi Borgarness. Safnaðarheimilið var vígt með viðhöfn nýlega þar sem sóknarpresturinn, sr.
Meira
GRUNDFIRÐINGAR minntust þess í gær að fimmtíu ár eru liðin frá því síldveiðiskipið Edda fórst í ofsaveðri inni á firðinum. Níu af sautján manna áhöfn skipsins fórust í slysinu.
Meira
Hvanneyri | Margt var um manninn á Hvanneyri á föstudaginn þegar ný skrifstofubygging sem Borgarfjarðarsveit lét reisa á staðnum var formlega tekin í notkun. Ýmsar landbúnaðarstofnanir og félög og eitt einkafyrirtæki hafa þegar komið sér fyrir í húsinu.
Meira
HLUTABRÉF Austurstrandar ehf. sem rekið hefur Björnsbakarí Vesturbæ síðastliðin 14 ár hafa verið seld. Árni Kr. Magnússon var stærsti hluthafinn en föðurbróðir hans stofnaði Björnsbakarí snemma á síðustu öld.
Meira
"ÞAÐ var gaman að tefla, hitta Larsen og rifja upp gamla tíma," sagði Friðrik Ólafsson, en hann vann öruggan sigur í skákeinvígi við Bent Larsen sem lauk með verðlaunaafhendingu á laugardag.
Meira
SVEINN Guðmundsson, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir fólki velkomið að leita til Geðhjálpar ef það á við stelsýki að stríða og að Geðhjálp geti veitt milligöngu um sérfræðiþjónustu.
Meira
Grundarfjörður | Kaupfélag Borgfirðinga hefur keypt verslunina Tanga í Grundarfirði af Árna Elvari Eyjólfssyni sem rekið hefur hana sl. 5 ár. Að sögn Árna er hann ánægður með það verð sem hann fær fyrir verslunina, þ.e. húsnæðið og reksturinn.
Meira
BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, segir það rangt sem konan, sem bjó um sig í tjaldi ásamt tveimur börnum sínum á Arnarhóli á dögunum, hafi sagt að hún hafi leitað til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en ekki fengið nein úrræði.
Meira
BROTIST var inn í Safnahúsið í Vestmannaeyjum. Tilkynning um innbrotið barst lögreglu í gærmorgun en ekki var ljóst hvenær það hafði verið framið. Svo virtist sem tveimur tölvum hefði verið stolið og voru nokkrar skemmdir unnar á húsnæðinu.
Meira
Finnur Sveinsson er fæddur 11. september 1966 í Reykjavík. Stúdent frá VÍ 1986 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1991. Umhverfisfræðingur frá Gautaborgarháskóla 1999. Starfaði eftir viðskiptafræðinámið í þjónustu- og síðan markaðsdeild Íslandsbanka til 1995. Frá 1997, aðallega unnið sem stjórnunar- og umhverfisráðgjafi í Svíþjóð. Vinnur þar hjá Naturekonomihuset. Eiginkona Finns er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, læknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Þau eiga tvö börn, Svein og Arndísi Evu.
Meira
UMRÆÐUR hafa nýverið vaknað um tuttugu ára gamlar hugmyndir Stefáns Aðalsteinssonar búfjárerfðafræðings þess efnis að tvær tegundir katta í Norður-Ameríku eigi sér íslenska forfeður.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands, landsamband skógræktarfélaganna, gefur út jólakort fyrir þessi jól. Kortið er prýtt skógarmynd, af málverkinu "Stillur" eftir myndlistarkonuna Svanborgu Matthíasdóttur. Mynd þessi er jafnframt á kápu 2.
Meira
JÚPITER kom að landi með fullfermi af síld eða um 1.360 tonn á laugardaginn. Það er alltaf reisn yfir þessum öldungi í skipaflotanum þegar hann leggur rólega upp að löndunarkantinum.
Meira
KATHLEEN Blanco var á laugardag kjörin ríkisstjóri Louisiana í Bandaríkjunum. Er það í fyrsta skipti sem kona gegnir þessu embætti. Blanco, sem er demókrati, sigraði ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins, Bobby Jindal.
Meira
FRANSKUR saksóknari hefur hafið dómsrannsókn á því hvort um hafi verið að ræða manndráp og líkamstjón af gáleysi þegar 15 manns biðu bana á laugardag í skipasmíðastöð í Frakklandi.
Meira
JÓN S. Guðmundsson, íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, hlaut í gær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Verðlaunin nema 500 þúsund krónum ásamt ritsafni Jónasar Hallgrímssonar í hátíðarbandi. Jón S.
Meira
Opinn félagsfundur hjá MFÍK, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, verður á morgun, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20 í MÍR-salnum. Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Alfífa Ketilsdóttir, félagar í MFÍK, segja frá könnun sem þær unnu sl.
Meira
SPAUGSTOFAN og Lesbók Morgunblaðsins fengu sérstakar viðurkenningar á degi íslenskrar tungu. "Spaugstofan hefur um árabil skemmt landsmönnum með gamanþáttum sínum í Ríkissjónvarpinu.
Meira
Rangt netfang í barnablaði Þau leiðu mistök urðu í sérblaðinu Börn síðasta laugardag að rangt netfang var gefið upp í tengslum við verðlaunakrossgátu. Vegna þessa verður getraunin birt aftur næsta laugardag og skilafresturinn framlengdur um eina viku.
Meira
MÓTMÆLT er áformum félagsmálaráðherra um skerðingu réttinda launafólks til atvinnuleysisbóta fyrstu þrjá daga í atvinnuleysi sem kynnt eru í fjárlagafrumvarpinu í ályktun þings Landssambands íslenskra verslunarmanna sem lauk um helgina.
Meira
ÖRYRKJABANDALAG Íslands og World for 2 hafa gert með sér samning sem veitir handhöfum örorkukorts frá Tryggingastofnun ríkisins 52% afslátt af verði áskriftarkorta fyrirtækisins. Í samningnum er m.a.
Meira
ÓLÍÐANDI er að launafólk á almennum vinnumarkaði skuli eitt þurfa að bera ábyrgð á sínum lífeyri á sama tíma og lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og getur varpað ábyrgðinni yfir á aðra skattgreiðendur.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag sagði m.a.
Meira
Þegar vinstri meirihlutinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar var strax hafist handa við að millifæra fjármuni úr sjóðum orkufyrirtækja borgarinnar og seinna Orkuveitunnar í borgarsjóð.
Meira
FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Og Vodafone hyggst bæta sjö sendum við net sitt á Vesturlandi í framhaldi af þeirri ákvörðun Símans, að slökkva á reiki á farsímastöðvum á Suður- og Vesturlandi á miðnætti.
Meira
Ef ég ætti strák í skóla, myndi ég hvetja til sérstaks jafnréttisátaks í skólum - honum til handa," sagði kona með mikla þekkingu á skólamálum við mig fyrir nokkru.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining hefur keypt nýtingarrétt á lyfi sem talið er að geti haft áhrif á hjartaáfall og áætlar fyrirtækið að hefja prófanir á lyfinu í byrjun næsta árs. Með þessum hætti sparar fyrirtækið sér a.m.k.
Meira
SVIGRÚM Baugs Group til fjárfestinga er enn töluvert, segir Jón Scheving Thorsteinsson, yfirmaður erlendrar fjárfestingar hjá Baugi, en Baugur hefur í félagi við stjórnendur Oasis Stores og Kaupþing Búnaðarbanka keypt fataverslanakeðjuna Oasis Stores í...
Meira
Í morgunútvarpi vikunnar á Rás 1 hefur margt verið sagt um utanríkisþjónustuna, sem gefur tilefni til athugasemda. Má þar nefna þá furðulegu hugmynd, sem reyndar kom tvívegis fram, að leggja niður sendiráðið í Osló m.a.
Meira
VETNISKNÚNIR strætisvagnar og málefni norðurslóða voru meðal umræðuefna í viðtali sem CNN sjónvarpsstöðin tók við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Viðtalinu var sjónvarpað í gær.
Meira
LAGT er til að matsskýrsla framkvæmdaraðila lýsi sem best og dragi fram öll veigamikil umhverfisáhrif framkvæmdar og geri grein fyrir athugasemdum almennings og umsagnaraðila við hana, að því er ráð er fyrir gert í frumvarpi til laga um breytingu á lögum...
Meira
Jón S. Guðmundsson menntaskólakennari hlaut í gær, á Degi íslenzkrar tungu, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf sín í þágu íslenzks máls. Óhætt mun að segja að fáir séu betur að þeirri viðurkenningu komnir.
Meira
Undanfarnar vikur hafa nokkrar umræður farið fram um kosti þess og galla að reka starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka í einu og sama fyrirtækinu eins og nú er að ryðja sér til rúms hér á Íslandi.
Meira
Kiri Te Kanawa og Julian Reynolds fluttu ljóðasöngva eftir Mozart, Mendelssohn, Schubert, R. Strauss, Berlioz, Poulenc og Puccini. Laugardagurinn 15. nóvember 2003.
Meira
Tinna Marína Jónsdóttir, átján ára Reykjavíkurmær, söng lagið "Next train out" með Celine Dion á föstudagskvöldið og tryggði sér með því áframhaldandi þátttöku í stjörnuleitinni.
Meira
ERLENDIR kvikmyndagagnrýnendur virðast ekki getað hamið aðdáun sína á Nóa albínóa, kvikmynd Dags Kára Péturssonar. Nýjasta hólið kemur frá Peter Bradshaw, gagnrýnanda The Guardian .
Meira
Helgi Rafn Ingvarsson og Tinna Marína Jónsdóttir urðu hlutskörpust í síðustu umferð þrjátíu og tveggja manna úrslita Idol - stjörnuleitar á föstudagskvöldið.
Meira
Hinn tæplega sjötugi hetjutenór , Luciano Pavarotti , hyggst giftast barnsmóður sinni í desember og langar að eignast annað barn vegna þess að tvíburabróðir dóttur hans lést í móðurkviði í janúar síðastliðnum.
Meira
ÞAÐ VAR glatt á hjalla á pappírslagernum á neðri hæð prentsmiðju Morgunblaðsins þegar útgáfa Tímarits Morgunblaðsins var kynnt og henni fagnað af helstu viðskiptavinum og samstarfsaðilum blaðsins á auglýsingamarkaði.
Meira
Jólabókaflóðið er farið af stað og höfundar byrjaðir að kynna verk sín og árita og þeirra á meðal er Linda Pétursdóttir sem heimsótti fæðingarbæ sinn Húsavík sl. laugardag í þeim tilgangi að kynna lífssögu sína "Ljós & skuggar".
Meira
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur undanfarna vetur haft í sýningum þættina "Scrubs" eða Nýgræðinga. Scrubs fjallar á gamansaman en um leið afar nærgætinn hátt um raunir hins unga læknis Dr. John 'J.D.
Meira
Þykkskinna er eftir Helga Hannesson (1896 - 1989) fyrrverandi kaupfélagsstjóra frá Sumarliðabæ í Holtum. Formála ritar Þórður Tómasson safnvörður í Skógum. Í bókinni, sem skipt er í fjóra þætti, er úrval sagnaþátta og ljósmynda.
Meira
ÞRÁTT fyrir að Spegillinn sé umdeildur útvarpsþáttur geta fáir dregið í efa að mikið er í hann lagt og þar er um afar skemmtilegt útvarpsefni að ræða, enda eru umsjónarmenn Spegilsins bæði fróðir og vel máli farnir.
Meira
Hvað er málið? er eftir Berglindi Sigmarsdóttur og Sigríði Birnu Valsdóttur. Bókin er ætluð ungu fólki og fjallar um sambönd, útlit, kynlíf, heilsu, sjálfsmynd og annað sem skiptir máli.
Meira
HELGI Rafn Ingvarsson, átján ára MH-ingur, söng sig inn í hug og hjörtu íslenskra sjónvarpsáhorfenda á föstudagskvöldið með laginu Wonderful Tonight eftir Eric Clapton. Helgi hefur aldrei lært söng en sungið mikið um ævina, til dæmis með hljómsveitum.
Meira
ÆI ... menn eins og Guðmundur Guðmundarson eru orðnir gamlir og þreyttir. Bíddu við, var þetta stuðlað? Varla. Vantaði ekki eitthvað upp á að svo væri? Sennilega. En ég, sem einn af ljóðagerðarinnar hortittum, tók varla eftir því.
Meira
ÁGÚST Geir Ágústsson ritar ágæta grein í síðasta hefti Tímarits lögfræðinga í september 2003, sem nefnist "Eignarréttarleg vernd veiðiheimilda". Ég er í meginatriðum sammála flestu, sem kemur fram í þessari grein.
Meira
SAMÞYKKT landsfundar Samfylkingarinnar um að fella beri niður tekjutengingu á barnabótum var kröftuglega gagnrýnd í leiðara Morgunblaðsins 4. nóvember sl.
Meira
Íslensk tunga djásn og gersemi FYRIR nokkrum árum flutti Sólveig Einarsdóttir, rithöfundur í Ástralíu, erindi í útvarpi þar sem hún sagði að kollegar sínir, ástralskir rithöfundar, væru fullir aðdáunar á því að svona lítil þjóð norður í höfum ætti sér...
Meira
ÉG vil taka fram strax að ég hef aldrei og mun aldrei líta á íbúðalán sem félagslega ívilnun, eins og margir virðast gera, ríkið tryggir lánin til að auðvelda fólki að koma sér upp húsnæði, annað ekki.
Meira
UMRÆÐUR um Sundabrautina halda áfram enda lætur niðurstaðan á sér standa. Margir fylgja Vegagerðinni að málum sem mun vilja fara syðri leiðina, enda er hún mun ódýrari. Aðrir stefna á hábrúna norðar, sem sumir segja að liggi heldur betur við...
Meira
ÞEGAR ég minnist á sykursýki fæ ég oft þessa spurningu. Eins er ég oft spurð að því, þegar ég segi frá því að sonur minn sé með sykursýki, á hversu háu stigi sjúkdómurinn sé hjá honum.
Meira
Í ANNAÐ sinn er felldur hæstaréttardómur í svonefndu öryrkjamáli án þess að niðurstaða fáist í málinu og finnst mér það mjög undarlegt þegar Hæstiréttur á í hlut.
Meira
Guðrún Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. janúar 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson á Sauðárkróki, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1951 og Ólafía Sigurðardóttir, f. 30.
MeiraKaupa minningabók
Júlíus Jósep Steingrímsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1910. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 8. nóvember síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru Steingrímur Jóhannsson útvegsbóndi, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Bjarný Málfríður Jónsdóttir fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 29. ágúst 1896. Hún lést á Landakotsspítala við Túngötu að kvöldi 7. nóvember síðastliðins.
MeiraKaupa minningabók
Stefanía Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1916. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 30. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
STJÓRN Eimskips hefur ákveðið að flytja alla skrifstofuaðstöðu félagsins á athafnasvæði þess í Sundahöfn, en að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns Eimskipafélagsins, er nú þegar um helmingur starfsseminnar þar til húsa.
Meira
Lesandinn er nú í sæti Lorenzo Lauria og verkefnið er að spila út gegn þremur gröndum: Norður &spade;103 &heart;K1032 ⋄4 &klubs;Á86542 Vestur Norður Austur Suður Sælensmind Lauria Brogeland Versace Pass Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí þau Unnur Símonardóttir og Páll Sigurjónsson. Sr. Jeremy Grasham gaf þau saman og fór athöfnin fram í Gildruholti í...
Meira
Í dag er mánudagur, 17. nóvember, 321. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.
Meira
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16-17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomin. Laugarneskirkja.
Meira
Hestamenn fjölmenntu á Broadway á laugardagskvöldið til að fagna vel heppnuðu keppnistímabili og heiðra þá sem best þóttu standa sig. Sú kunna kempa Reynir Aðalsteinsson var heiðruð fyrir framlag sitt til reiðmennskunnar. Valdimar Kristinsson brá sér á uppskeruna og fylgdist með herlegheitunum.
Meira
ERINDI verða flutt í Grafarvogskirkju á mánudagskvöldum í nóvember og hefjast þau klukkan 20:00 og lýkur klukkan 22:00 og eru þau öllum opin. Mánudaginn 17. nóvember flytur séra Sigurður Arnarson erindi sem nefnist "Sorgin og minnistap". Sr.
Meira
Nokkrir vinir Víkverja hafa komið sér upp þráðlausu netsambandi á heimilum sínum. Víkverji efar ekki að mikil þægindi eru fólgin í slíku sambandi við Netið.
Meira
1. deild karla HK - Þróttur R. 3:0 (25:21, 25:21, 25:20) Bikarkeppni Konur 16 -liða úrslit: Umf. Bifröst - KA 0:3 (13:25, 17:25, 11:25) Fylkir - Þróttur N. b 3:0 (25.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í kvennahandboltanum í gær en Eyjakonur gerðu góða ferð til Hafnarfjarðar og sigruðu FH, 31:27, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 17:14.
Meira
"ÞETTA er í sjöunda sinn sem við höldum alþjóðlegt mót og þátttakendum hefur stöðugt fjölgað. Í ár eru fleiri þátttakendur en nokkru sinni vegna Ólympíuleikanna.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren skreið áfram í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu með því að slá 3. deildarliðið Kapellen út í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn, 2:2, en framlengdan leik. Kapellen komst tvívegis yfir í leiknum.
Meira
BRODDI Kristjánsson, sigursælasti badmintonspilari Íslendinga, var áhorfandi á alþjóðlega mótinu sem haldið var í TBR-húsinu um helgina. Hann starfar nú sem landsliðsþjálfari og fylgdist með sínu fólki og þá sérstaklega þeim Rögnu Ingólfsdóttur og Söru Jónsdóttur, sem eru líklegastar Íslendinga í badminton til að komast á Ólympíuleikana 2004.
Meira
* EITT telpnamet féll í gær á bikarmeistaramóti sundmanna. Helena Ósk Ívarsdóttir úr ÍRB synti 100 m bringusundi á tímanum 1.14,00 mínútum og bætti þar með met stöllu sinnar úr ÍRB , Erlu Daggar Haraldsdóttur um rúmlega hálfa sekúndu.
Meira
SKÍÐAKONURNAR Dagný Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, og Emma Furuvik, Ármanni, tóku þátt í þremur svigmótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins um helgina sem haldin voru í Tärnaby í Svíþjóð. Á fyrsta mótinu varð Emma í 17.
Meira
"ÉG er engan veginn sáttur við þennan leik," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, eftir leikinn. "Varnarleikurinn var skelfilegur, okkar lélegasti hingað til og markvarslan einnig í kjölfarið, það er ekki hægt að kvarta mikið yfir 37 mörkum í sókninni en við vorum samt að ljúka sóknum okkar illa, þar skipti miklu að Birkir Ívar átti frábæran leik í marki Hauka."
Meira
FRAM hristi af sér slenið á sunnudaginn þegar Grótta/KR kom í heimsókn í Safamýrina. Eftir slakan kafla í upphafi síðari hálfleiks réttu leikmenn kúrsinn og linntu ekki látum fyrr en öruggur 28:25 sigur var í höfn. Sá sigur skilar liðinu þriðja sætinu og upp fyrir Gróttu/KR.
Meira
ÞÓRSHAMAR var sigursæll á Íslandsmótinu í karate á laugardaginn þegar kappar þess unnu í báðum kvennaflokkum, opnum flokki og liðakeppni karla og kvenna ásamt því að fá flest heildarstig félaga en Fylkir hampaði flestum þessum titlum í fyrra. Það kom fáum á óvart þegar Edda Lúvísa Blöndal sigraði í sínum flokkum tíunda árið í röð en í opnum flokki karla endurheimti Jón Ingi Þorvaldsson titil eftir æsispennandi bardaga.
Meira
* GUNNAR Berg Viktorsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar sem sigraði P fullingen , 22:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Róbert Sighvatsson lék ekki með Wetzlar vegna meiðsla.
Meira
BJÖRGVIN Gústafsson, markvörðurinn ungi, sýndi og sannaði að það er engin tilviljun að Guðmundur Guðmundsson hafi gefið honum tækifæri með A-landsliðinu í leikjunum við Pólverja á dögunum.
Meira
* HEILDARVERÐLAUNAFÉ á IcelandExpress-mótinu var 250.000 íslenskar krónur, en það er lágmarksfjárhæð sem veita skal á alþjóðlegum mótum. Verðlaunafjárhæðin er ákvörðuð af Alþjóða badmintonsambandinu .
Meira
UM næstu helgi halda fimm karatemenn í Opna tékkneska mótið. Það er flokkað sem sterkt B-mót og að sögn karatemanna tilvalið til að mæta andstæðingum með fjöbreyttan stíl og tækni.
Meira
HK skorti herslumuninn til að slá sænska liðið Drott úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í Digranesi á laugardaginn. HK þurfti að vinna upp sex marka mun eftir tap í Halmstad, 31:26, og þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum hafði HK-mönnum tekist það þegar þeir komust í 22:16. En þá var eins og ákveðið spennufall gerði vart við sig í herbúðum liðsins, Svíarnir gengu á lagið og sluppu með tveggja marka tap, 25:23.
Meira
ÉG var nú frekar rólegur yfir því að jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og vissi að þeir myndu springa á limminu í seinni hálfleik enda hafa þeir ekki næga breidd til þess að keyra á okkar hraða allan leikinn. Við erum að komast í mjög gott form og höfum úr breiðum hópi leikmanna að velja sem allir geta spilað án þess að liðið veikist," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, glaður í bragði eftir að menn hans höfðu kjöldregið lið Ísfirðinga með 32 stiga mun, 84:116.
Meira
* KÍNVERSKI kylfingurinn Zhang Lian-wei sigraði á atvinnumannamóti sem fram fór í Shanghai í heimalandi hans um helgina. Um var að ræða Opna kínverska mótið en golfíþróttin er í mikilli sókn í Kína þessa stundina.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka stóðu svo sannarlega uppi í hárinu á stórliði Magdeburg í síðasta heimaleik sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Haukar léku sinn langbesta leik í keppninni til þessa og líklega einn sinn besta á leiktíðinni en máttu engu að síður sætta sig við þriggja marka tap, 37:34. Frammistaða Haukanna var til sóma og var góð auglýsing fyrir íslenskan handknattleik, að minnsta kosti hvað sóknarleikinn varðar.
Meira
JAN Samuelsson, danskur yfirdómari á mótinu, var að mæta á sitt fimmta alþjóðlega mót hér á Íslandi og hann er ánægður með framkvæmd mótsins. "Það er mjög góður "standard" á mótinu að þessu sinni.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans í spænska stórliðinu Ciudad Real unnu Zaporochye frá Úkraínu, 30:25, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi, en viðureignin fór fram í Úkraínu. Ólafur skoraði fjögur mörk í leiknum.
Meira
LANDSLIÐSMAÐURINN Patrekur Jóhannesson er aftur kominn á ferðina eftir meiðsli en hann gekkst undir aðgerð á hné í síðasta mánuði. Patrekur skoraði 6 mörk þegar Bidasoa burstaði Barakaldo, 35:23, í spænsku 1. deildinni í gær.
Meira
MAGNUS Andersson, þjálfari Drott, varpaði öndinni léttar þegar úrslitin lágu ljós fyrir í leik hans manna gegn Drott. Magnus sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að honum hafi ekki litist á blikuna þegar hans menn lentu sex mörkum undir seint í síðari hálfleik en í spjalli almennt um íslenskan handbolta fullyrti Magnus að Ísland ætti besta handboltamann í heimi.
Meira
"ÞAÐ er víst ábyggilegt að við gerðum allt sem við gátum en því miður tókst okkur ekki að vinna nógu stóran sigur. Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um hvort spennufall hafi orðið til þess að við misstum niður sex marka forskotið sem við náðum.
Meira
SÓL, sól skín á mig kölluðu keppendur á bikarkeppni Sundsambands Íslands er langt var liðið á keppnina í gær og aðeins boðsundin eftir á dagskrá dagsins. Þrátt fyrir yfirburði Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, ÍBR, var sem hvert sundtak réði úrslitum. Slíkur var hávaðinn og var stemmningin líkari því sem gerist á enskum knattspyrnuvöllum.
Meira
LÍTIÐ fór fyrir góðum handknattleik í Garðabænum í gær þegar Eyjamenn sóttu Garðbæinga heim á Íslandsmóti karla í handknattleik. Leikurinn fór rólega af stað og jafnt framan af en síðan tóku heimamenn við sér og unnu 29:27. Með sigrinum hafa Garðbæingar unnið 13 stig og eru í 3. sæti suðurriðils en Eyjamenn eru í áfram í 6. sæti.
Meira
RÚNAR Alexandersson gerði góða hluti á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem haldið var í Pert í Skotlandi um helgina, en þetta var fyrsta stóra mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana á heimsmeistaramótinu í sumar.
Meira
LANDSLIÐSKAPPINN Sigfús Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Magdeburg til ársins 2005. Sigfús gekk í raðir þýska liðsins frá Val fyrir einu og hálfu ári og er þegar orðinn einn af lykilmönnum liðsins, í vörn jafnt sem sókn.
Meira
RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir eru helsta von Íslendinga til að komast í badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Þær hafa lagt allt yfirstandandi ár í það að einbeita sér að íþrótt sinni og hafa tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum það sem af er árinu og fleiri eru framundan fyrir árslok.
Meira
REYNIR Guðmundsson, formaður Badmintonsambands Íslands, hafði í mörg horn að líta á alþjóðlega badmintonmótinu um helgina enda hefur mótið aldrei verið stærra en nú.
Meira
"LITLU" þjóðirnar bitu svo sannarlega frá sér í fyrri leikjum í umspili í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu um helgina. Skotar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu stjörnum prýtt lið Hollendinga, Walesverjar náðu jafntefli gegn Rússum, Lettar lögðu geysiöflugt lið Tyrkja og Norðmenn stóðu uppi í hárinu á Spánverjum. Síðari leikirnir fara fram á miðvikudag og þá ræðst hvaða fimm þjóðir til viðbótar taka þátt í lokakeppni EM í Portúgal næsta sumar.
Meira
"ÉG hafði þetta af í dag en stelpurnar eru hörkuduglegar og farnar að láta mig hafa fyrir sigrinum," sagði Edda Lúvísa Blöndal úr Þórshamri eftir sigur í sínum þyngdarflokki og opnum flokki. "Það er gott fyrir mig.
Meira
Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir hafa víða farið það sem af er þessu ári og er víst ekki allt búið enn því þær munu fara á mót í Gvatemala, Wales og á Írlandi nú fyrir jól. Þær stöllur hafa samtals farið til 20 landa í fimm heimsálfum á þessu ári.
Meira
VÍKINGAR gerðu góða ferð til Akureyrar á laugardaginn þegar þeir sóttu Þórsara heim í RE/MAX-deild karla. Eftir jafnan fyrri hálfleik héldu gestunum engin bönd og í leikslok var munurinn ellefu mörk, 20:31. Með sigrinum eygja Víkingar von um sæti í efri deildinni en Fram og Grótta/KR eru nú aðeins tveimur stigum á undan þeim.
Meira
ÞJÓÐVERJAR fá ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Frökkum hjá þýskum fjölmiðlum en þjóðirnar áttust við í vináttulandsleik í Gelsenkirchen í Þýskalandi á laugardagskvöld. 73.
Meira
* ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Bochum sem sigraði hollenska liðið Groningen, 3:2, í æfingaleik um helgina. Þórður lék allan leikinn en Bjarni bróðir lék ekki þar sem hann er meiddur.
Meira
Brúðan er ævagamalt fyrirbrigði, þessi brúða er heldur betur spariklædd enda keypt í útlöndum og er notuð sem stofuprýði en ekki fyrir litlar stúlkur að leika sér að, eins og er almennasta notkunin á brúðum.
Meira
Reykjavík - Fasteign.is er með í sölu 145 fermetra endaíbúð í húsinu Efstaleiti 14, "Breiðabliki", en það er lyftuhús, steinsteypt, byggt árið 1985. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu, sem og mikil aðstaða í sameign.
Meira
Í Langagerði 1 hefur um áraraðir verið rekinn leikskóli. Upphaflega sá KFUM&K um reksturinn en árið 2001 var leikskólinn Vinagerði stofnaður. Við þau umskipti var húsnæði skólans allt endurnýjað frá grunni. Perla Torfadóttir ræddi við Þóru Ingvadóttur leikskólastjóra um breytingarnar.
Meira
Um þessar mundir er verið að selja íbúðir í 101 Skuggahverfi, sem er nýtt hverfi í miðborg Reykjavíkur. Björg Þórðardóttir markaðsstjóri sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá nýstárlegum aðferðum í sölu- og markaðsmálum þessara fasteigna og endurbættri heimasíðu 101 Skuggahverfis.
Meira
Mosfellsbær - Ásbyrgi er með í sölu núna parhús úr timbri á Fálkahöfða 13, 270 Mosfellsbæ. Húsið var byggt árið 1997 og er það 159,5 fermetrar en bílskúrinn er 30 fermetrar.
Meira
Sumir safna frímerkjum en aðrir safna einhverju öðru, t.d. flöskum eins og þessum sem hér eiga heiðursæti uppi á skáp. Í safninu eru mislitar flöskur enda vill safnarinn helst eiga flöskur í sem flestum litum.
Meira
Þessi undarlega samsetta timburlengja er gamalt ferðarúm sem einnig er píanóstóll. Seglið sem myndaði rúmið er fúnað burtu en lítið mál væri að setja nýtt ef vildi.
Meira
Kópavogur - Húsakaup er með í einkasölu núna steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum í Hlíðarhvammi 11, Kópavogi. Húsið, sem erbyggt 1955 en stækkað 1974, er 190 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 34 fermetrar.
Meira
Hafnarfjörður - Hóll fasteignasala er með í sölu einbýlishúsið Hverfisgötu 52b, 220 Hafnarfjörður. Þetta er timburhús, byggt 1908 og er það 151,4 fermetrar, því fylgir timburbílskúr sem reistur var 1940 og er hann 13,7 fermetrar.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Garður er með í einkasölu núna einbýlishús úr timbri og steini á Hörpugötu 1, 101 Reykjavík. Hús þetta er 332,9 fermetrar, þar af er bílskúr 27,7 fermetrar. Húsið stendur á eignarlóð.
Meira
Reykjavík - Húsavík fasteignasala er með í sölu núna efri sérhæð í húsinu Kirkjuteigi 14 í Reykjavík. Íbúðin er í steinhúsi sem byggt var 1946 og er hún 154,9 fermetrar.
Meira
Víða í Suðurlöndum eru búnir til og seldir svona fílar og líka önnur dýr sem búin eru til úr leðri. Þetta eru mjög eðlilegar fígúrur og skemmtilegar að hafa í hillu eða á borði. Þær endast líka vel og þarf lítið fyrir þeim að hafa nema að þurrka af...
Meira
Á sumum heimilum er mikið umleikis og margt að snúast, heimilisfólkið á ýmsum aldri og margt að muna. Þá er tilvalið að nota ísskápinn til að minna sig á.
Meira
Ung og glæsileg norsk kona, atferlisfræðingur að mennt, tók sér fyrir hendur að kanna ákveðið atferli mannskepnunnar í gegnum tíðina. Ekki lét hún þar við sitja heldur setti hún upp sýningu ýmissa gripa, sem sannarlega vakti athygli þar í landi.
Meira
Ráðagerði var hjáleiga frá Nesi. Allar götur hafa ábúendur verið þar margir segir Freyja Jónsdóttir í samantekt sinni um húsið í Ráðagerði sem nú stendur og byggt var um 1880.
Meira
Þessi afar skemmtilegi hljómsveitarstjórnandi er ættaður frá London, gerður af óþekktum listamanni þar, en skreytir nú anddyri Flughótelsins í Keflavík.
Meira
Taurullur voru ómissandi heimilistæki á árum áður, nú sjást þær ekki nema sem skraut, enda eru margar húsmæður hættar að gera neitt við þvottinn sinn nema þvo hann og setja hann í þurrkara og brjóta svo allt saman í rétt brot strax þegar tekið er úr...
Meira
Einu sinni var sú tíð að tekk var allsráðandi á íslenskum heimilum. Þessa sér enn stað í íbúðum sem byggðar voru á "tekktímabilinu". Hér má sjá glæsilegt tekk handrið, voldugt og flott sem hefur staðist vel tímans tönn og alls kyns...
Meira
Í Fasteignablaði Morgunblaðsins verða næstu mánuði kynnt hús úr Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð um húsasafnið, þýðingu þess og samsetningu.
Meira
Næstu mánuði munu birtast reglulega myndir og upplýsingar um gömul hús sem eru safnkostur í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Um er að ræða á fimmta tug húsa víðs vegar um land og má í því safni sjá ágætis sýnishorn af húsakostir landsmanna á fyrri tíð.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
Nú nálgast óðfluga sá tími sem kertaljósin lýsa hvað skærast og mest á íslenskum heimilium. Á aðventu og jólum eru kertaljós þýðingarmikill þáttur í hátíðahaldinu.
Meira
Sú var tíðin að íslenskar konur þvoðu þvottinn sinn á þvottabrettum af þessu tagi. Það var mikil og erfið vinna sem þvottavélarnar leystu konurnar undan þegar leið á 20. öldina.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.