SAMNINGAR stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur fyrirtækisins voru of háir miðað við aðstæður hér á landi og voru mistök að mati Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns.
Meira
Mikill fögnuður braust út meðal mótmælenda í Tbilisi þegar Eduard Shevardnadze, forseti landsins, gafst upp fyrir "flauelsbyltingu" fólksins og sagði af sér.
Meira
MIKILL fögnuður ríkti í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í gær er fréttist, að Eduard Shevardnadze, forseti landsins, hefði látið undan margra vikna mótmælum og eindreginni kröfu um að segja af sér. Hefur Nino Burjanadze, forseti þingsins, tekið við sem forseti til bráðabirgða en sjálfur hélt Shevardnadze strax úr landi og var talið líklegt, að hann færi til Þýskalands.
Meira
HUGSANLEGT er, að "sonur" Concorde-þotunnar muni brátt líta dagsins ljós en fulltrúar EADS, evrópsku flugvélasmiðjanna, eiga nú í viðræðum við Japani um smíði nýrrar, hljóðfrárrar farþegavélar.
Meira
MARGT benti til þess, að þjóðernissinnar, Króatíska lýðræðissambandið, HDZ, hefðu fengið meirihluta sæta í þingkosningum, sem fram fóru í Króatíu í gær. Var það byggt á talningu 10% atkvæða.
Meira
ÞENGILL Otri Óskarsson, 14 ára piltur sem var hársbreidd frá drukknun í Breiðholtslaug 11. nóvember er á góðum batavegi á gjörgæsludeild Landspítalans eftir nærri hálfsmánaðarlanga legu þar sem líf hans hékk á bláþræði.
Meira
ELDAVÉLABRUNAR eru algengustu rafmagnsbrunar á heimilum og verða þeir yfirleitt vegna aðgæsluleysis, að sögn Jóhanns Ólafssonar, deildarstjóra rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu.
Meira
Sif Ægisdóttir gullsmiður fékk þá hugdettu fyrir um mánuði að gaman væri að prófa að smíða skartgripi eftir barnateikningum. Hún lét verða af því og reyndist útkoman hin skemmtilgasta, að hennar sögn.
Meira
Spurning: Mig langar til að forvitnast um hnúta eða hertar sinar sem myndast frá litlafingri inn í lófann. Ég hef svona í báðum höndum, þó meira áberandi í hægri lófa og þar er litli fingur að byrja að kreppast inn á við.
Meira
"Allir geta eitthvað, enginn getur allt" er yfirskrift nýútkominnar bókar um fjölmenningarlega kennslu frá leikskóla til framhaldsskóla eftir Guðrúnu Pétursdóttur.
Meira
FYRRVERANDI starfsmaður Kaupþings Búnaðarbanka, sem sagði upp hjá bankanum fyrir nokkru og fór til starfa hjá Landsbankanum, hefur verið kærður til lögreglu fyrir að hafa á brott með sér mikilvæg gögn úr bankanum til keppinautarins.
Meira
Borgarnes | Um 450 unglingar frá 14 skólum af Vesturlandi komu á hið árlega æskulýðsball sem haldið var á Hótel Borgarnesi sl. fimmtudagskvöld. Félagsmiðstöðin Óðal ásamt Nemendafélagi Grunnskóla Borgarness skipulagði þessa unglingahátíð.
Meira
Opið hús hjá Beinvernd Fyrsta opna hús Beinverndar verður haldið miðvikudaginn 26. nóvember nk. kl. 17.00-18.00 í kennslustofunni á Landakoti, 6. hæð.
Meira
UPPNÁMIÐ innan fjölmiðlasamsteypu Conrads Blacks, eða Blacks lávarðar, jókst enn um helgina er fjórir stjórnarmenn ákváðu að hætta störfum hjá Hollinger Inc., eignarhaldsfélaginu, sem stendur að baki fjölmiðlasamsteypunni, Hollinger International.
Meira
Anna Sigurborg Ólafsdóttir er fædd 6. janúar 1968 í Reykjavík. Hún er MA í stjórnmálafræði, með hagfræði og lögfræði sem aukafög frá Háskólanum í Heidelberg. Hún er sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarbæ, en var áður deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Eitt af hlutverkum þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar er efling á miðbæ Hafnarfjarðar. Anna sat námskeiðið "Auður í krafti kvenna" og viðskiptahugmynd hennar þar var jólaþorp.
Meira
ÓVIÐUNANDI pattstaða ríkir í rannsókn á andláti Hjálmars Björnssonar, 16 ára, sem fannst látinn á árbakka í Rotterdam í lok júní árið 2002, að mati Björns Hjálmarssonar, föður hins látna.
Meira
ALLMÖRG dæmi eru um það frá nágrannalöndunum, að ráðherrar í ríkisstjórn segi skoðun sína á greiðslum til stjórnenda einkafyrirtækja umbúðalaust. Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, sagði hér í blaðinu sl.
Meira
"ÞETTA er þróun sem ég tel að geti ekki fengið að ganga áfram óhindruð í okkar samfélagi," sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, meðal annars þegar leitað var álits hans á kaupréttarsamningum æðstu stjórnenda...
Meira
Á SAMA tíma og Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, hneykslaði landa sína með því að sanka að sér glæsivillum, gekkst helsti andstæðingur hans, Mikhail Saakashvili, fyrir því, að gert væri við lek þök og annað hjá örsnauðri alþýðunni í Tbilisi,...
Meira
BORIST hefur eftirfarandi ályktun Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík: "Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 3% um næstu áramót.
Meira
Búðardalur | Það var ánægjuleg heimsókn sem börnin í Grunnskólanum í Búðardal fengu þegar Jóhann lögregluvarðstjóri kom og gaf öllum börnunum í skólanum endurskinsmerki. Nú ættu krakkarnir að sjást vel í dimmasta...
Meira
Öflugt og vel rekið bankakerfi skiptir hverja þjóð miklu máli. Séu bankarnir vel reknir hafa þeir möguleika á að veita víðtæka, góða þjónustu með lágmarkstilkostnaði. Bankakerfið getur þess vegna haft mikið að segja um lífskjör hverrar þjóðar.
Meira
Á dögunum hélt Vinstrihreyfingin - grænt framboð landsfund sinn. Í afar skapandi umræðum tóku margir nýir félagar til máls og viðruðu skoðanir sínar.
Meira
BORIST hefur yfirlýsing frá þeim sem stóðu að framboði til stjórnar Heimdallar í september undir forystu Bolla Thoroddsen þar sem segir meðal annars: "Við undirrituð sem stóðum að framboði undir formennsku Bolla Thoroddsen til stjórnar Heimdallar í...
Meira
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, segir að kaupréttarsamningar fyrirtækisins við hann og Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra hafi verið mistök. Þeir hafi greinilega verið of háir miðað við íslenskan raunveruleika. Hann segir að nú verði unnið að því að bæta ímynd fyrirtækisins á ný.
Meira
Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ og Huginn , félag ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, efna til fundar um skólamál í Garðabæ, þriðjudagskvöldið, 25. nóvember nk. klukkan 20-22 í húsnæði Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ að Garðatorgi.
Meira
LÍÐAN manns, sem slasaðist mest í árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut á Strandarheiði í gærmorgun, var eftir atvikum góð í gærkvöldi, að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi, og aðrir þrír sluppu einnig betur en á horfðist.
Meira
MENGUN vatns á Íslandi er almennt lítil, en þó er staðbundin mengun víða í þéttbýli og þar sem efnanotkun er mikil. Einnig eru skólpfráveitur á Íslandi víða ófullnægjandi.
Meira
FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands (FÍ) tók til starfa síðasta föstudag í "Fjósinu" við Eskihlíð 2-4 við Miklatorg. FÍ starfar fyrir allt landið og ekki eingöngu fyrir Reykjavík.
Meira
SKIPTAR skoðanir eru meðal bankastjórnenda um hugmyndir Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þess efnis að athuga hvort endurskoða þurfi hlutafélagalög þannig að þar verði skýr ákvæði um hvernig kaupréttarsamningar komast á í öllum...
Meira
SVANUR Valgeirsson, starfsmannastjóri Bónusverslananna, tekur með nokkrum fyrirvara nýlegri launakönnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem sýndi að Austurland kemur verst út hvað varðar...
Meira
UM þessar mundir eru 50 ár liðin frá stofnun Kínversk-íslenska menningarfélagsins og af því tilefni var mikið um að vera hjá félaginu um helgina. Hátíðarfundur var í Norræna húsinu í fyrradag, en félagið var stofnað 22. október 1953 og var dr.
Meira
RÚM sextíu og fjögur prósent Íslendinga eru fylgjandi rjúpnaveiðum, sé ströngum verndaraðgerðum beitt. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði í október og nóvember sl. fyrir Skotveiðifélag Íslands.
Meira
YFIR tuttugu landeigendur á Norður-Héraði mættu til fundar í gær í Brúarási og voru sammála um að kanna grundvöll þess að stofna með sér félag sem samræmdi skoðanir þeirra og kröfur sem gerðar verða vegna fallbóta þegar Jökulsá á Dal verður virkjuð við...
Meira
SNYRTISKÓLINN í Kópavogi útskrifaði í annað sinn 27 snyrtifræðinema við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. nóvember sl. Helmingur nemenda kom frá Snyrtiskóla Íslands.
Meira
FORSTJÓRI Fjármálaeftirlitsins segir að ekki hafi verið ákveðið hvort kaup Kaupþings Búnaðarbanka á eigin hlutabréfum síðastliðinn föstudag verði tekin til skoðunar hjá stofnuninni.
Meira
ÞRÁTT fyrir að framlög hins opinbera til rannsókna og þróunar séu hæst á Íslandi meðal OECD-landa, eða um 1,2% af vergri þjóðarframleiðslu, eru samkeppnissjóðir RANNÍS mun minni og vanmáttugri en gerist annars staðar og hafa staðið í stað hvað...
Meira
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, talaði á annan veg um kaupréttarsamninga hans og annars forstjóra bankans í viðtölum við sjónvarpsstöðvarnar í gærkvöldi - og raunar einnig í viðtali við Morgunblaðið í dag - en hann gerði...
Meira
Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, sagði af sér embætti í gær eftir margra daga linnulaus mótmæli almennings í landinu, sem andmælti stjórnarháttum forsetans og umfangsmiklum kosningasvikum fylgismanna hans í nýafstöðnum þingkosningum.
Meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skrifar á heimasíðu sína, bjorn.is, um viðbrögð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fregnum um kaupréttarsamninga stjórnarformanns og forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka.
Meira
EINAR Örn Benediktsson hélt um helgina tónleika í Tate Britain-safninu í Lundúnum. Með honum á tónleikunum spiluðu Bibbi Curver, Hrafnkell Flóki, Óðinn Örn, Elís Pétursson og Frosti Logason.
Meira
GÍTAR sem talinn er vera sá fyrsti sem Bítillinn George Harrison eignaðist og kostaði föður hans á sínum tíma 2,50 pund, um 325 krónur, var sleginn fyrir rúmlega hundrað þúsund sinnum hærri upphæð á uppboði í London.
Meira
ÞAÐ er víðar en á Íslandi tekist á um virkjanaframkvæmdir og náttúruvernd. Í heimildarmyndinni Jörð eða vatn (Ochre and Water) er fjallað um fyrirhugaða byggingu vatnsaflsvirkjunar í Kunene-fljóti í Namibíu.
Meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá er komin af stað heilmikil umræða vegna fjölda af "skúlptúrum" sem Árni Johnsen setti saman á meðan hann sat inni á Kvíabryggju og fyrirhugaðar sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á skúlptúrum...
Meira
Leikverk byggt á ljóðum og öðrum skrifum Steins Steinarr, sett saman af Elfari Loga Hannessyni og Guðjóni Sigvaldasyni. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason, leikari: Elfar Logi Hannesson. Hamar, Ísafirði, 22. nóvember 2003
Meira
NÝTT myndband Quarashi við lagið "Race City" verður frumsýnt í 70 mínútum á Popptíví í kvöld. Mikil reiði hljómsveitarmeðlima endurspeglast bæði í laginu og myndbandinu að sögn Sölva Blöndal Quarashi-liða.
Meira
"Wildcard" þáttur Idol - stjörnuleitar fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Dómnefndin valdi níu manns úr hópi hinna 24 einstaklinga sem ekki komust áfram úr 32 manna hópnum.
Meira
Tónlist: Jules Massenet. Umritun tónlistar: Daníel Bjarnason. Texti: Edouard Blau, Paul Millet og Georges Hartmann. Höfundar stuttforms: Kári Halldór og Kurt Kopecky.
Meira
Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Brian Helgeland, byggt á skáldsögu Dennis Lehane. Kvikmyndatökustjór: Tom Stern. Tónlist: Clint Eastwood. Aðalleikendur: Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon, Laurence Fishburne, Marcia Gay Harden, Laura Linney, Kevin Chapman, Thomas Guiry, Emmy Rossum. 137 mínútur. Warner Brothers. Bandaríkin 2003.
Meira
HERA Hjartardóttir hélt úgáfutónleika á NASA við Austurvöll síðastliðið fimmtudagskvöld í tilefni af útkomu plötunnar Hafið þennan dag. Hafið þennan dag er fjórða sólóplata Heru en þessi unga söngkona sló í gegn í fyrra með plötu sinni Not Your Type.
Meira
Í ÚTVARPINU RÚV hinn 28. okt. sl. mátti heyra yfirlýsingu frá Heimdalli þar sem mótmælt var því að RÚV sá sér ekki fært að birta auglýsingu frá félaginu. Í fréttinni var auglýsingin gerð heyrinkunn. "Slökkvum á RÚV.
Meira
Fyrrverandi sjálfstæðismaður, þingmaður, ráðherra og bankastjóri og núverandi frjálslyndur Sverrir Hermannson er kominn á bók. Sumum fannst kannski tími til kominn að fá að heyra Sverris hlið Hermannssonar.
Meira
AÐ vera kristinnar trúar er ekki að geta eða kunna, skilja eða vita eitthvað. Það er ekki að standast eitthvað og í því felst ekki að blíðka einhverja anda eða guði.
Meira
EFTIR nokkurra ára lægð er miðborg Reykjavíkur nú aftur í sókn. Ný verslunarhús rísa nú við Laugaveg og fleiri eru á teikniborðinu. Hótelbyggingar hafa risið í Kvosinni, og fleiri eru í undirbúningi auk tónlistar- og ráðstefnuhúss á hafnarbakkanum o.fl.
Meira
Þegar þetta bréf er ritað hef ég verið í fimm sólarhringa á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þar af hef ég þurft að vera í þrjár nætur, ásamt fjórum öðrum sjúklingum, á gangi deildarinnar þar sem öll herbergi voru yfirfull.
Meira
Anna Sigurbjörg Björnsdóttir fæddist í Grófarseli í Jökulsárhlíð 1. nóvember 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Sigurðsson, f. 1878, d. 1940 og Sólveig Hallsdóttir, f. 1886, d. 1968.
MeiraKaupa minningabók
Arnheiður Rannveig Sigurðardóttir (Ranný) fæddist í Reykjavík 7. nóvember árið 1938. Hún lést á Benidorm á Spáni 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17.
MeiraKaupa minningabók
Dagbjört Svana Hafliðadóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hafliði Magnús Sæmundsson kennari, f. 9. júní 1900, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Halldór Rafnsson fæddist í Reykjavík 31. desember 1968. Hann lést í Svíþjóð hinn 27. október síðastliðinn. Móðir Kjartans er Sóldís Kjartansdóttir Russell, f. 20. október 1950, gift Kenneth M. Russell. Faðir Kjartans er Rafn Sigurðsson, f. 16.
MeiraKaupa minningabók
Louise Erna Thorarensen fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1929. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Henrik Thorarensen, f. 13.október l902, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
Salóme Jóna Jónsdóttir fæddist á Flateyri 24. nóvember 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 11. september.
MeiraKaupa minningabók
Steingrímur Björnsson fæddist í Ytri-Tungu á Tjörnesi 7. maí 1910. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hinn 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Snjólaug Jóhannesdóttir frá Fellsseli í Köldukinn, f. 14.12. 1867, d. 28.3.
MeiraKaupa minningabók
Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þorbjörg Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1928, og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri, f. 1912, d. 1967.
MeiraKaupa minningabók
SAMKVÆMT nýlegri könnun atvinnuvefjarins Monster.co m eru 82% Bandaríkjamanna óánægð með núverandi starf sitt. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum SmartMoney.com .
Meira
VELTA aðildarfyrirtækja PricewaterhouseCoopers jókst um 900 milljónir Bandaríkjadala á reikningsárinu 1. júlí 2002 til 30. júní 2003. Nam veltan 14,7 milljörðum Bandaríkjadala en á reikningsárinu á undan nam hún 13,8 milljörðum Bandaríkjadala.
Meira
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur verið að auka vinnslu á ferskum fiski til útflutnings jafnt og þétt frá því hún hófst í hittiðfyrra. Það sem af er þessu ári hafa um 380 tonn af ferskum þorski verið unnin og flutt á erlendan markað.
Meira
Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili.
Meira
Þegar tvö spil voru eftir í úrslitaleiknum um Bermudaskálina höfðu Ítalir náð 21 IMPa forskoti. Staðan var: Ítalía 303, Bandaríkin 282. Leikurinn virtist búinn og skýrendur á Bridgebase.com óskuðu ítölskum áhorfendum til hamingju með sína menn.
Meira
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16-17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomin. Laugarneskirkja.
Meira
Í dag er mánudagur 24. nóvember, 328. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt."
Meira
Ágrip hafa verið slæmur fylgifiskur aukinna krafna um mikil afköst og fótafimi íslenska gæðingsins. Lengi vel var það talið einstök óheppni ef hestur greip fram á sig og fataðist sprettur en nú virðist orðin breyting þar á. Valdimar Kristinsson tók saman ýmsa þætti sem taldir eru orsök ágripa.
Meira
GRÓTTA/KR vann mjög svo sannfærandi 7 marka sigur á Þór, 36:29, á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikur liðanna var arfaslakur bæði í vörn og sókn. Það eina sem gladdi augað var ágæt markvarsla Hlyns Morthens í marki Gróttu/KR en hann varði alls 23 skot í þessum 65 marka leik. Með sigrinum heldur Grótta/KR í við Val og Fram í 2.-4. sæti norðurriðils og verður spennandi að fylgjast með uppgjöri Vals og Gróttu/KR næstkomandi laugardag.
Meira
ARON Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Tvis/Holstebro, hefur ákveðið að taka tilboði síns gamla liðs, Skjern, um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Anders Dahl Nielsen á næsta sumri. Frá þessu var gengið um helgina. Aron hefur legið undir feldi síðustu vikur og hugleitt tilboð Skjern, sem sóttist eftir kröftum hans eftir að núverandi aðstoðarþjálfari tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist hætta í vor.
Meira
MALMÖ FF vann norska liðið Kolbot, sem Katrín Jónsdóttir leikur með, 2:0, í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum UEFA-keppni kvenna í knattspyrnu í Malmö á laugardaginn.
Meira
NÖFN tuttugu og tveggja þjóða verða í hattinum þegar dregið verður í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu á næstu dögum.
Meira
ENGIN breyting varð á stöðu efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Toppliðin þrjú, Arsenal, Chelsea og Manchester United fögnuðu öll sigrum og er röðin er því óbreytt á toppnum.
Meira
* DAVID Beckham gerði annað mark Real Madrid er liðið vann Albacete 2:1 á heimavelli sínum. Ekki merkilegur sigur enda hefur liðið tapað öllum útileikjum sínum til þessa. Zidane tryggði sigurinn skömmu fyrir leikslok með öðru marki Madrídinga .
Meira
DAVÍÐ Ólafsson, hornamaður úr Víkingi, fékk þungt högg á andlitið um miðjan síðari hálfleik í viðureign Víkings og Vals í Víkinni á laugardaginn.
Meira
* DENNIS Bergkamp var fyrirliði Arsenal gegn Birmingham á laugardaginn. Það var ljóst þegar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tefldi Bergkamp fram, að hann myndi ekki leika með liðinu gegn Inter í Mílanó í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Meira
EDDA Lúvísa Blöndal fékk bronsverðlaun í -60 kg flokki á alþjóðlega mótinu Bohemia Cup í karate, sem haldið var í Prag í Tékklandi um helgina. Jón Ingi Þorvaldsson komst í undanúrslit í -75 kg flokki en tapaði naumlega viðureign um 3. sætið.
Meira
ALLIR þrír íslensku knattspyrnumennirnir, sem eru á mála hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni, komu við sögu í leikjum liða sinna á laugardaginn. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea.
Meira
England Úrvalsdeildin: Tottenham - Aston Villa 2:1 Rohan Ricketts 78., Robbie Keane 81. - Marcus Allback 66. 33.140. Manchester United - Blackpool 2:1 Ruud van Nistelrooy 24., Kleberson 38., Brett Emerton 67.748.
Meira
LOKEREN tapaði á heimavelli, 2:0, fyrir Charleroi í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn og er sem fyrr í alvarlegri stöðu á meðal neðstu liða deildarinnar.
Meira
ÍSLANDSMEISTARINN í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi, vann til silfurverðlauna á Opna Sænska meistaramótinu í flokki 21 árs og yngri sem lauk í gær. Í undanúrslitunum sigraði Guðmundur Frakkann, Brice Ollive, 4-0.
Meira
MARK Hönnu Guðrúnar Stefánsdóttur þremur sekúndum fyrir leikslok gegn Ítalíu í gær í forkeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik skaut íslenska landsliðinu í undankeppnina.
Meira
HEIMIR Örn Arnarson, leikstjórnandi Vals, gat ekki leikið með samherjum sínum gegn Víkingi á laugardaginn en meiðsli í öxl hrjá hann um þessar mundir.
Meira
* HELGI Kolviðsson og félagar í Kärnten töpuðu 1:0 á útivelli fyrir Admira Wachen í austurrísku deildinni í gær. Heimamenn skoruðu á næstsíðustu mínútu leiksins. Helgi var í byrjunarliðinu en var skipt út af á 74.
Meira
EITT met var slegið í Englandi um helgina. 67.748 áhorfendur mættu til leiks á Old Trafford til að sjá meistara Manchester United taka á móti Blackburn. Eldra metið var einnig á Old Trafford, en þar hafa þó mest verið 76.962 áhorfendur.
Meira
NEWCASTLE virðist vera að rétta úr kútnum eftir brösugt gengi framan af leiktíðinni. Liðið tók á móti Manchester City og vann 3:0 og gerði Alan Shearer tvö marka heimamanna og hefur kappinn sá nú skorað 100 mörk undir stjórn Sir Bobby Robson.
Meira
* NÍELS Reynisson , leikstjórnandi Aftureldingar , sleit krossband í hægra hné og reif vöðva í hnésbót á æfingu á dögunum. Karl Erlingsson , þjálfari Aftureldingar , segir að Níels verði a.m.k. sex mánuði frá keppni af þessum sökum.
Meira
ENN og aftur sýndu Njarðvíkingar ótrúlega þrautseigju þegar þeir vöknuðu upp við vondan draum í upphafi fjórða leikhluta 15 stigum undir gegn Keflavík í úrslitum Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbíla-bikarkeppninni, á laugardaginn. Hægt og bítandi minnkuðu þeir forskotið og þegar Keflvíkingar misstu sína stærstu menn út af með fimm villur gengu nágrannar þeirra á lagið og unnu 90:83.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson handknattleiksmaður og samherjar hans í Ciudad Real unnu stórsigur á ítalska liðinu Conversano, 38:14, á heimavelli í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu, en liðinu mættust á heimavelli Ciudad.
Meira
"ÞÚ getur nú rétt ímyndað þér hvort við erum ekki ánægðir með þessi úrslit," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Hauka, eftir að liðið gerði 27:27 jafntefli við Barcelona á Spáni. Þar með eru Haukar komnir með þrjú stig og öruggir um að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Hafnfirðingunum.
Meira
"ÞETTA var mjög mikilvægur sigur og ef við ætlum að vera í efri hlutanum skipta allir leikir sem eftir eru miklu máli fyrir okkur og við verðum að vinna þá," sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK, eftir að lið hans hafði borið sigurorð af Eyjamönnum í Digranesinu í gærdag. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og náðu snemma öruggri forystu sem þeir héldu til loka leiks, fimm marka sigur 33:28 var síst of stór en heimamenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum.
Meira
SANNKALLAÐUR stórleikur fór fram í suðurriðli Íslandsmótsins í handknattleik, RE/MAX-deild karla, í gærkvöldi þegar FH-ingar tóku á móti toppliði ÍR á Kaplakrika og urðu að sætta sig við tap, 27:24. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í efri deild en það var að duga eða drepast fyrir FH-liðið sem á í mikilli baráttu við HK, Stjörnuna og Hauka um hin sætin þrjú.
Meira
SVEITIR Bandaríkjanna og annarra landa heimsins sömdu um jafntefli í keppni þeirra um Forsetabikarinn í golfi en mótið fór fram í Suður-Afríku um helgina.
Meira
ÞAÐ gengur hvorki né rekur hjá Leeds og situr félagið í neðsta sæti deildarinnar með átta stig, tveimur stigum minna en Jóhannes Karl Guðjónsson og samherjar hjá Wolves eru með.
Meira
Stigamót Fjórða stigamót borðtennissambands íslands, Adidas-mótið, fór fram í TBR-húsinu á laugardag 22. nóvember. Meistaraflokkur karla: 1. Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi 2. Magnús F. Magnússon, Víkingi 3-4.
Meira
NOKKUÐ var dregið af íshokkímönnum en ánægjan skein úr hverju andliti þegar kom fram á sunnudag í Skautahöllinni Reykjavík um helgina enda margir harðir leikir að baki.
Meira
STUTTGART jók forystu sína um eitt stig í baráttunni um þýska meistaratitlinn á laugardaginn, með því að leggja Hannover að velli í Stuttgart, 3:1. Á sama tíma varð Bayer Leverkusen að sætta sig við jafntefli viði við Dortmund og leikmenn Werder Bremen nýttu sér það og skutust upp í annað sætið með því að leggja Bochum að velli.
Meira
"ÞETTA var rosalega góður leikur hjá okkur og mér fannst við yfir heildina vera sterkari aðilinn. Það var því virkilega ljúft að ná jafntefli þó að það næðist á síðustu stundu.
Meira
VÍKINGAR komu öllum á óvart á laugardag þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu mjög svo sannfærandi sigur á Val í norðurriðli undankeppni Íslandsmóts karla í handknattleik. Lokatölur urðu 26:19 og hefði sigurinn svo sem allt eins getað verið stærri miðað við þann darraðardans sem liðin tvö buðu áhorfendum upp á á síðustu 10 mínútum leiksins.
Meira
Reykjavík - Fasteignasala Íslands er með í sölu núna parhús að Aðallandi 13, 108 Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1983 og er það 196,6 fermetrar, bílskúrinn er 34 fermetrar.
Meira
Kópavogur - Hof fasteignasala er með í einkasölu einbýlishús að Bergsmára 2, 201 Kópavogi. Þetta er stein- og timburhús með innbyggðum bílskúr, byggt 1994 og er það 203 fermetrar, þar af er bílskúr 28,6 fermetrar.
Meira
Fyrsta jólasýning Norræna hússins í Reykjavík var opnuð fyrir helgi undir yfirskriftinni: List - hönnun - handverk. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Guðrúnu Dís Jónatansdóttur um þessa nýju starfsemi hússins, en það er Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins, sem er sýningarstjóri.
Meira
Reykjavík - Húsið fasteignasala og Smárinn fasteignasala eru með í sölu einbýlishús á tveimur hæðum úr steini sem byggt var 1974 og er það 335,5 fermetrar, innbyggður bílskúrinn er 41 fermetri þar af.
Meira
Nú í nóvember eru liðin 20 ár síðan nokkrir frammámenn í Hafnarfirði stofnuðu fasteignasöluna Hraunhamar. Helgi Jón Harðarson og Magnús Emilsson eiga Hraunhamar nú. Helgi Jón segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá ýmsu úr starfi fasteignasölunnar.
Meira
Norski presturinn Dass var skáld gott og sótti skáldagáfan hann einkum heim á kamrinum, sagði Sigurður Grétar Guðmundsson í pistli sínum í síðasta blaði, Náttpottar og örnasetur. Þennan öndvegisstól (kamar) lét séra Dass smíða.
Meira
Kópavogur - Gimli fasteignasala er með í sölu núna einbýlishús úr timbri, forskalað, byggt 1946 og er það 144 fermetrar, því fylgir bílskúr úr holsteini sem er frá sama tíma og er 30 fermetrar.
Meira
Biðlistar eru jafnan eftir plássi á hjúkrunarheimilum og gengur hægt að fækka á listunum. Vænta má að einhverju miði í þá átt þegar ný hæð verður tekin í notkun á Droplaugarstöðum í Reykjavík, en þar á að fara að bjóða út byggingu fjórðu hæðar hússins.
Meira
GAMLA prestssetrið á Sauðanesi hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá 1989. Það var þá mjög illa á sig komið og var unnið að viðgerðum á því í liðlega áratug.
Meira
Reykjavík - Fasteignamarkaðurinn er með í sölu eða til leigu atvinnuhúsnæði í Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, 1.262 fermetrar.
Meira
Reykjavík - Eignamiðlun er með í sölu 70 fermetra íbúð að Sléttuvegi 15, 103 Reykjavík. Íbúðin er á þriðju hæð í steinsteyptri lyftublokk. "Um er að ræða fallega íbúð í blokk fyrir eldri borgara.
Meira
Þessi sósuskál er þeirrar náttúru að hún heldur heitri sósunni með því að standa á grind sem inn í er sprittkerti sem láta má loga og skipta um kerti ef það fyrra eyðist upp. Þetta er þýðingarmikið þegar borðhald dregst á langinn, t.d.
Meira
Ekki er víst að allir viðurkenni að pípulögn eigi nokkuð skylt við fagurfræðilegan gjörning. Fram til þessa hafa pípulagnir í byggingum verið rækilega faldar í veggjum og einangrun, þó að þar sé að verða á mikil breyting.
Meira
Kjalarnes - Faseignamiðlunin Berg er með í sölu núna timburhús í Viðarási í Kjalarnesi. Þetta er 199 fermetra hús, byggt árið 1999 og fylgir því bílskúr sem er 44,3 fermetrar. "Um er að ræða fallegt timburhús frá S.G. einingahúsum á Selfossi.
Meira
Margir hafa áhuga á nýju byggingarsvæði meðfram Elliðavatni þar sem JB Byggingafélag hefur nú komið upp sérstöku sýningarhúsi. Elfar Ólason segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þessu framtaki félagsins en í húsinu eru kynntar ýmsar nýjar lausnir og hvað á döfinni er á svæðinu.
Meira
Í grein Þorsteins Gunnarssonar arkitekts um áhrif torfbæja á húsagerðarlist Íslendinga átti að birtast mynd af Þingvallabænum sem Guðjón Samúelsson teiknaði, en fyrir misskilning birtist mynd af Hótel Valhöll.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.