Greinar föstudaginn 28. nóvember 2003

Forsíða

28. nóvember 2003 | Forsíða | 204 orð | 1 mynd

Bush forseti birtist óvænt í Bagdad

BANDARÍSKIR hermenn í herskála á Bagdad-flugvelli voru furðu lostnir og fögnuðu George W. Bush forseta ákaft í gær er hann kom í óvænta heimsókn til Íraks. Meira
28. nóvember 2003 | Forsíða | 292 orð | 1 mynd

Endurlífgaður tvisvar sinnum

ÞENGILL Otri Óskarsson, 14 ára Breiðhyltingur, er á góðum batavegi á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa nær drukknað í Breiðholtslaug fyrir rúmum tveimur vikum. Meira
28. nóvember 2003 | Forsíða | 151 orð

Hefur ekki áhrif á áform um Norðlingaölduveitu

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir einkunnagjöf um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu, sem finna má í nýrri rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, ekki hafa áhrif á virkjanaáform á svæðinu. Meira
28. nóvember 2003 | Forsíða | 189 orð | 1 mynd

Höfðinglegir kaupaukar og bitlingar

ENN aukast vandræði sænska tryggingafélagsins Skandia en í gær var skýrt frá því að 11 háttsettir starfsmenn þess hefðu fengið alls um þrjá milljarða sænskra króna, nær 30 milljarða ísl. kr., í kaupauka. Meira

Baksíða

28. nóvember 2003 | Baksíða | 116 orð | 1 mynd

Hættulegra en amfetamín

HÆTTULEGRI útgáfa af amfetamíni hefur verið í umferð hérlendis að undanförnu og er jafnvel talið að efnið sé framleitt hér á landi. Meira
28. nóvember 2003 | Baksíða | 736 orð | 5 myndir

Ísland í kristalshöll

Síðasta árið hefur umfangsmikil og óvenjuleg Íslandssýning staðið yfir í sérkennilegri sýningarhöll og sýningarsal í Austurríki. Meira
28. nóvember 2003 | Baksíða | 97 orð | 1 mynd

Norðurbryggja á að vera hús fólksins

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnaði formlega menningar- og rannsóknarmiðstöðina Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í gær, en þar verða einnig sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands og sendiráð Íslands. Meira
28. nóvember 2003 | Baksíða | 231 orð | 1 mynd

Nýr hellir uppgötvaður í Hallmundarhrauni

EINN þekktasti hraunhellasérfræðingur heims, Chris Wood, prófessor í landmótunarfræði við Háskólann í Bournemouth á Englandi, hefur í samstarfi við Hellarannsóknafélag Íslands uppgötvað nýjan 300 metra langan nýjan helli í Hallmundarhrauni. Meira
28. nóvember 2003 | Baksíða | 272 orð | 1 mynd

Reglur um stjórnarhætti koma til álita

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær það koma sterklega til álita að setja reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl. Meira
28. nóvember 2003 | Baksíða | 736 orð | 1 mynd

Vettvangur fyrir skúffuhöfunda

Á heimsíðunni netsaga.is hefur Ólafur Þór Eiríksson sett inn ógrynni ritaðs efnis eftir sjálfan sig; tvær skáldsögur, eigin reynslusögu, smásagnasafn og greinar sem hann hefur ritað og almenningur getur nú nálgast endurgjaldslaust á síðunni. Meira

Fréttir

28. nóvember 2003 | Landsbyggðin | 73 orð | 1 mynd

40 kylfingar á afmælismóti

Í tilefni dagsins hélt GV afmælismót og mættu fjörutíu kylfingar til leiks. Það sem vakti helst athygli var að spilað var á sumarflötum sem voru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að nú sé kominn vetur. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 692 orð | 3 myndir

Afrakstur sjö ára erfiðrar undirbúningsvinnu

Sjö ára löngu undirbúningstímabili lauk í gær þegar Vigdís Finnbogadóttir opnaði formlega menningar- og rannsóknarmiðstöðina Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Helgi Þorsteinsson fylgdist með hátíðlegri og fjölmennri opnunarhátíðinni. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 258 orð

Aldrei fleiri alnæmissmit í heiminum

ÁÆTLAÐ er, að um fimm milljónir manna hafi smitast af alnæmisveirunni á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er talið, að þrjár milljónir manna hafi látist úr sjúkdómnum. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 450 orð

Allir til vopna

ALLIR 219 íbúarnir í smábænum Geuda í Kansas í Bandaríkjunum hafa fengið skipun um að vopnast. Hér eftir verður hvert heimili að sjá til þess, að þar sé nóg af byssum og skotfærum. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 248 orð

Allt tal um samráð orðin tóm

GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segist ósáttur við að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að stíga það mikilvæga skref að færa afgreiðslu íbúðalána til fjármálastofnana. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð

Áfengisneysla aukist um 48% Vegna fréttar...

Áfengisneysla aukist um 48% Vegna fréttar í blaðinu á miðvikudag um neyslu áfengis er rétt að taka fram að síðastliðin 15 ár hefur neyslan, mæld í hreinum alkóhóllítrum á mann, aukist um 48%. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð

Árni Þór sýndi slæmt fordæmi

FORMAÐUR samgöngunefndar Reykjavíkurborgar, Árni Þór Sigurðsson, sýndi slæmt fordæmi að mati Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, þegar hann notaði embættisbifreið forseta borgarstjórnar á bíllausa daginn. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 511 orð

Bann til að vernda friðhelgi einkalífs

HÆSTIRÉTTUR viðurkenndi með dómi í gær rétt 18 ára stúlku til að leggja bann við því að upplýsingar úr sjúkraskrá látins föður hennar yrðu fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 386 orð

Basar KFUK verður laugardaginn 29.

Basar KFUK verður laugardaginn 29. nóvember kl. 14. í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Á boðstólum verða margir munir, auk jólaskreytinga. Einnig verða seldar kökur, tertur og smákökur og hægt verður að kaupa sér kaffi og vöfflur á staðnum. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Borað eftir sjó

Hornafjörður | Stefnt er að því að hefja framleiðslu á loðnuhrognum hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn á komandi loðnuvertíð. Mikið af hreinum sjó þarf til vinnslunnar og ekki er hægt að notast við sjóinn úr firðinum vegna þess hve gruggugur hann er. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 943 orð | 1 mynd

Breytingin verður lögfest

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist ætla að uppfylla það samkomulag sem gert var við Öryrkjabandalagið í mars síðastliðnum þó að komið hafi í ljós að kostnaður er meiri en talið var og hækkanir komi ekki allar til framkvæmda um næstu áramót. Ráðherra vísar á bug að um vanefndir sé að ræða á samkomulaginu sem gert var. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

CTC ekki í gjaldþrot

GJALDÞROTADÓMSTÓLL í Delaware í Bandaríkjunum og allir helstu lánardrottnar hafa samþykkt nýja áætlun um fjárhagslega endurskipulagningu fjarskiptafélagsins CTC Communications Group, en félagið hefur verið í greiðslustöðvun. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

DNA, fáránleiki og uppreisnarrokk

Dóri DNA var með einnota myndavél í einn dag og myndaði líf sitt fyrir Fólkið. Stelpurnar urðu glaðar þegar hann tók upp myndavélina, en strákarnir grettu sig frekar. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Doktorsvörn í læknisfræði

DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands laugardaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þá ver Jóhann Elí Guðjónsson læknir doktorsritgerð sína Psoriasis: Erfðir, klínísk einkenni og meingerð. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 172 orð

Dómsmál tapaðist vegna gleymsku

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað rúmlega fimmtuga konu af ákæru fyrir ölvunarakstur í júní. Í skýrslu lögreglu er greint frá því að ákærða hafi ekið bifreið frá Reykjavík til Kópavogs. Fyrir dómi kvaðst ákærða hinsvegar hafa farið með leigubíl. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð

Einkennilegt ef olíudreifing er undanskilin

GESTUR Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs hf. , segir það mikil tíðindi ef Samkeppnisstofnun hafi gert samkomulag við Olíufélagið að hreyfa ekki við fyrirkomulagi olíudreifingar hér á landi í tengslum við rannsókn á meintu samráði olíufyrirtækjanna. Meira
28. nóvember 2003 | Landsbyggðin | 274 orð | 2 myndir

Einn af 200 bestu völlum Evrópu í Eyjum

Vestmannaeyjar | Félagar í Golfklúbbi Vestmannaeyja gerðu sér glaðan dag á laugardaginn þegar haldið var upp á 65 ára afmæli klúbbsins. Reyndar er eiginlegt afmæli ekki fyrr en 4. desember nk. Meira
28. nóvember 2003 | Miðopna | 212 orð | 1 mynd

Ein vélin sem hélt Þengli á lífi

HJARTA- og lungnavélin ásamt öndunarvél hélt lífinu í Þengli í vikutíma og við fengum Felix til að lýsa fyrir okkur hvernig hjarta- og lungnavélin virkar. "Fyrst var farið með slöngu niður um bláæð á hálsi sjúklingsins, niður í hægri gátt hjartans. Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 108 orð | 1 mynd

Ellefu hreindýr hafa lent fyrir bíl

ALLS hafa 11 hreindýr orðið fyrir bíl á Austurlandi á þessu ári og drepist. Aldrei hafa fleiri umferðaróhöpp orðið af völdum hreindýra, en flest þessara dýra hafa orðið fyrir bílum á Háreksstaðaleið. Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 132 orð | 1 mynd

Fiðringur frumsýndur

FIÐRINGUR er verk sem einungis er ætlað til að fá fólk til að hlæja ofurlítið eina kvöldstund. Þessi Fiðringur er nýr revíufarsi eftir Aðalstein Bergdal leikara og verður frumsýndur að Melum í Hörgárdal í kvöld, 28. nóvember kl. 20.30. Meira
28. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 639 orð | 2 myndir

Fjórtándi sveinkinn hrellir leikfangasmiði

Esjuhlíðar | Leikfangasmiðirnir á verndaða vinnustaðnum Ásgarði fengu undarlegt bréf á dögunum, frá Grýlu sjálfri, þar sem hún bað um hjálp við að koma vitinu fyrir Leikfangasníki, óþægan jólasvein sem ekki fær að vera með í hópi hinna hefðbundnu... Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fjögurra bíla árekstur í Kópavogi

FJÖGURRA bíla árekstur varð á mótum Hafnarfjarðarvegar og Nýbýlavegar í Kópavogi á níunda tímanum í gærmorgun, en engin slys urðu á fólki. Tildrögin voru mjög óvenjuleg, en í upphafi var tilkynnt um tveggja bíla árekstur við Nýbýlaveg. Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 125 orð | 1 mynd

Fjöldi að störfum og mikil stemmning

Nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa lagt nótt við dag við að undirbúa árshátíð sem verður haldin í kvöld, föstudagskvöldið 28. nóvember í Íþróttahöllinni. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 118 orð

Flugstöðin hefur heimild til forvals

Keflavíkurflugvöllur | Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og samkeppnisráð hafa verið sýknuð af kröfum Íslensks markaðar um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála varðandi forval vegna úthlutunar á verslunarplássi í flugstöðinni. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 747 orð | 1 mynd

Fróðleg og merkileg saga

Peter Nilsson fæddist í Svíþjóð 7. október 1953. Lauk læknisprófi frá læknadeild Háskólans í Lundi 1979 og hefur starfað á ýmsum sænskum sjúkrahúsum síðan. Frá 1997 aðstoðarprófessor og lektor við hjartadeildina á sjúkrahúsinu í Málmey. Hefur skrifað fjölda greina um læknisfræðileg efni. Hefur einnig unnið fræðistörf um sögu læknisfræðinnar, sérstaklega sögu heilsugæslulækninga og forvarna. Peter er kvæntur og á fjögur börn. Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 61 orð

Fæðingardeild lokað | Fæðingardeildin á Egilsstöðum...

Fæðingardeild lokað | Fæðingardeildin á Egilsstöðum verður ekki opnuð aftur. Deildinni var tímabundið lokað fyrir rúmu ári vegna námsleyfis ljósmóður en ógerlegt reyndist að fá afleysingu fyrir hana, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar, jafnvel erlendis. Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 81 orð

Gagnagrunnur um skógrækt | Lagt er...

Gagnagrunnur um skógrækt | Lagt er til að Héraðsskógar, landshlutabundið skógræktarverkefni á Fljótsdalshéraði, fái átta milljóna króna fjárframlag til gerðar gagnagrunns um skógrækt. Að því hefur verið unnið sl. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 376 orð

Gagnrýna fyrirhugaðar breytingar innan RÚV

ÞINGMENN Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýndu í upphafi þingfundar á Alþingi í gær boðaðar skipulagsbreytingar innan Ríkisútvarpsins Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna með því að vitna í viðtal við... Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Gagnrýnir ummæli ráðherranna

GARÐAR Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir samkomulagið sem gert var á milli heilbrigðisráðherra og Öryrkjabandalags Íslands um hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breytingar á kerfi örorkulífeyris, alveg skýrt. Meira
28. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 337 orð | 1 mynd

Gott að hafa loksins tíma til að gera ekki neitt

ÞAÐ er viðeigandi að segja sem svo að Sigurður Helgason sé sestur í helgan stein, en hann seldi steinsmiðju sína í sumar. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 530 orð

Gætu opnað hraðbrautina í júní

Reykjanesbraut | Verktakarnir sem vinna að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar eru tilbúnir til að hraða vinnunni í vetur og skila hraðbrautinni af sér í júní, fimm til sex mánuðum fyrr en samningar þeirra kveða á um. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Hagnaður af rekstri Bíóhallarinnar

Akranes | Á fundi Bæjarstjórnar Akraness 25. nóvember sl. var samþykkt að verja alls 4.776.000 kr. á árinu 2004 til ýmiss konar hátíðarhalda og viðburða á Akranesi. Þar með eru talin hátíðarhöld vegna 17. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Hefur engin áhrif á það sem ÍE er að gera í dag

KÁRI Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar leggur á það áherslu að dómur Hæstaréttar hafi nákvæmlega engin áhrif á starfsemi ÍE. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Heimilisfólkið á Grund verður með basar...

Heimilisfólkið á Grund verður með basar á morgun laugardaginn 29. nóv kl 13-17 og mánudaginn 1. des kl 13-16. Það er afrakstur undanfarandi mánaða sem er til sölu. Meðal annars eru íþróttapúðarnir þ.e. Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Herstöðvamálið | Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga heldur...

Herstöðvamálið | Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga heldur opinn fund á Kaffi Amor, efri hæð, á laugardag, 29. nóvember, kl. 15. Meira
28. nóvember 2003 | Miðopna | 765 orð | 2 myndir

Hjartað stöðvaðist inni á spítalanum

Teymi samansett af svæfinga- og gjörgæslulæknum, hjartaskurðlæknum, gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og sérfræðingum á hjarta- og lungnavél annaðist Þengil Otra, auk margra annarra. Björn Jóhann Björnsson ræddi við einn þessara sérfræðinga, Felix Valsson. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 80 orð

Hljómar í kirkjunni | Hljómsveitin Hljómar...

Hljómar í kirkjunni | Hljómsveitin Hljómar leikur á Jólasveiflu í Keflavíkurkirkju næstu tvo sunnudaga, fyrsta og annan sunnudag í jólaföstu, báða dagana klukkan 20.30. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hlýtt í kistunni

Kristjana Vagnsdóttir rifjar það upp að hún hafi hjálpað Zik Zak-mönnum við tökur á myndinni Síðasta bænum í dalnum. Þar fór hún með hlutverk líks. Hún orti: Er ævi mín af reynslu rík reyndar vex mér kraftur því nú er ég að leika lík og lifna síðan... Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 92 orð | 1 mynd

Hugverk austfirskra kvenna á bók

Egilsstaðir | Út er komin bókin Huldumál - hugverk austfirskra kvenna. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð

Íbúðalánasjóður veiti 90% almenn íbúðalán

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafa komist að þeirri niðurstöðu að hækkun lánshlutfalls almennra íbúðalána í 90% af verði hóflegrar íbúðar verði gerð innan vébanda Íbúðalánasjóðs. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð

Íslenskum frímerkjum stolið

MÖPPU með íslenskum, grænlenskum og færeyskum frímerkjum var stolið í Middelfart í Danmörku um síðustu helgi þegar fyrirtækið R.A. Frimærker í Óðinsvéum tók þátt í frímerkjamarkaði í bænum. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 557 orð | 1 mynd

John Wayne Filippseyja í forsetaframboð

EINN af vinsælustu kvikmyndaleikurum Filippseyja, Fernando Poe yngri, hefur kunngjört að hann hyggist gefa kost á sér í forsetakosningum í landinu í maí á næsta ári. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Jólakort Fuglaverndarfélagsins

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur gefið út þrjú ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum eftir Daníel Bergmann og Jóhann Óla Hilmarsson og eru þeir félagar í Fuglaverndarfélaginu. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Jólakort SOS-barnaþorpanna

JÓLAKORT SOS-barnaþorpanna fyrir árið 2003 eru komin. Kortin eru seld stök eða þrjú í pakka. Flest kortanna eru með silfurhúð eða gyllingu og öll eru prentuð á klórfrían pappa. Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Jólasögur Júlla | Jóladiskurinn Jólasögur Júlla...

Jólasögur Júlla | Jóladiskurinn Jólasögur Júlla kemur út í dag, föstudaginn 28. nóvember. Á honum eru fjórar jólasögur fyrir jólabörn á öllum aldri eftir Júlíus Júlíusson frá Dalvík í flutningi höfundar. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 182 orð

Kaupverð Landsbankans lækkar um 700 milljónir

KAUPVERÐ Landsbanka Íslands mun lækka um 700 milljónir króna skv. ákvæði í kaupsamningi ríkisins við Samson ehf. um takmarkaða verðaðlögun ef þróun tiltekinna efnahagsliða yrði önnur en gengið var út frá í samkomulaginu. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 140 orð

Keppt um smíði kjarnasamrunaofns

RÁÐHERRAR vísindamála Evrópusambandsríkjanna ákváðu á miðvikudag að bærinn Cadarache í Suður-Frakklandi keppi fyrir hönd Evrópu um að hýsa 5,3 milljarða evru alþjóðlegt rannsóknaverkefni, sem miðar að því að smíða kjarnasamrunaofn, þ.e. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Kveðja frá Fílaströndinni | Á heimasíðu...

Kveðja frá Fílaströndinni | Á heimasíðu Kelduhverfis er að finna bréf heim í sveitina frá hjónunum Ísak og Noi í Ásbyrgi sem gerðu garðinn frægan í heimildamynd Ásthildar Kjartansdóttur um taílensku konurnar í Kelduhverfi, Noi, Pam og mennirnir þeirra :... Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Kveikt á jólaljósum

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Randers nú á laugardag, 29. nóvember, en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Athöfnin hefst með leik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14. Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Kvennaferð til Kenýa | Kynning á...

Kvennaferð til Kenýa | Kynning á ævintýraferð kvenna til Kenýa verður í dag, föstudaginn 28. nóvember kl. 18 í húsakynnum Ferðaskrifstofu Akureyrar við Ráðhústorg 3 á Akureyri. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Kvíðafullur kalkúni

Þessi bandaríski kalkúni var dálítið dapur á svip fyrr í vikunni enda eins víst, að hann hafi verið aðalréttur einhverra á... Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 120 orð | 1 mynd

Landsmót | Bæjarráð Akureyrar styður umsókn...

Landsmót | Bæjarráð Akureyrar styður umsókn Ungmennafélags Akureyrar og Ungmennasambands Eyjafjarðar til Ungmennafélags Íslands um að halda Landsmót á Akureyri árið 2009. Fyrsta Landsmót ungmennafélaganna var einmitt haldið á Akureyri árið 1909. Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 130 orð

Lerki í Végarð | Endurbætur á...

Lerki í Végarð | Endurbætur á félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal eru í fullum gangi, en Landsvirkjun leigði húsið til tíu ára undir sýningar- og skrifstofuaðstöðu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hefur Fljótsdalshreppur þar jafnframt skrifstofu sína. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 689 orð | 1 mynd

Litið sé til kosta sem hafa ekki mikil áhrif á umhverfið

IÐNAÐARRÁÐHERRA og umhverfisráðherra beina sterkum tilmælum til orkufyrirtækjanna um að þau líti einkum til nýtingar á þeim virkjunarkostum sem fá einkunn á bilinu A til C fyrir umhverfisáhrif í nýrri rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Lukkuriddarinn aftur í Hólminn

Stykkishólmur | Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 28. nóvember leikritið Lukkuriddarann. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

Mataraðstoð hafin

MATARAÐSTOÐ Hjálparstarfs kirkjunnar í desember er hafin. Tekið er við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfsins á Vatnsstíg 3, í Reykjavík, alla mánudaga og þriðjudaga til jóla, kl. 11-12 og 13-16. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð

Málþing um þjónustu við fötluð börn...

Málþing um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra verður í dag, föstudaginn 28. nóvember, kl. 9-16, á Grand hóteli. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Mæður fórnarlambanna gagnrýna lögregluna

Á SÍÐUSTU tíu árum hefur morðingi eða morðingjagengi leikið lausum hala í borginni Ciudad Juarez í Chihuahua-héraði í Mexíkó og haldið íbúunum í sannkölluðum heljargreipum. Hafa lík a.m.k. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð

Nefnd skoði starfsskilyrði fjölmiðla

ÁLFHEIÐUR Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar um að Alþingi kjósi nefnd sem fái það verkefni að kanna starfsskilyrði fjölmiðla, hræringar á fjölmiðlamarkaði og hvert stefni. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ný stjórn Norðurljósa

NÝ stjórn var kjörin á hluthafafundi hjá Norðurljósum samskiptafélagi hf. í gær. Stjórnina skipa sem fyrr Sigurjón Sighvatsson og Sigurður G. Guðjónsson en nýir í stjórn eru lögmennirnir Ragnar H. Hall hrl., sem er formaður stjórnar, Gunnar Jónsson hrl. Meira
28. nóvember 2003 | Miðopna | 793 orð | 2 myndir

Ótrúleg tilhugsun að hafa verið í lífshættu

Þengill Otri Óskarsson er þekktur sem "kraftaverkamaðurinn" á Barnaspítalanum. Hinn 11. nóvember var hann nær drukknaður í Breiðholtslaug og tvísýnt var um líf hans næstu daga. Sunna Ósk Logadóttir heimsótti Þengil sem hefur náð undraverðum bata og er óðum að ná fyrri kröftum. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 315 orð | 1 mynd

"Hlýtur að vera tilviljun"

Reykjanesbær | Karlakór Keflavíkur og Íslandsbanki í Keflavík fengu afhent menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2003 við hátíðlega athöfn í sal Listasafns Reykjanesbæjar í gær. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 265 orð | 1 mynd

"Óður til landsins"

Keflavík | "Þetta er óður til landsins okkar," segir Hjördís Árnadóttir sem í dag opnar myndlistarsýningu að Hafnargötu 22 í Keflavík. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Rannsókn málsins forgangsmál hjá fíkniefnadeild

RANNSÓKN fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík á meintri amfetamínframleiðslu í heimahúsi í Kópavogi er forgangsmál hjá lögreglunni, en tveir sakborningar sitja í tveggja vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 74 orð

RARIK | Eftir að hugmyndir um...

RARIK | Eftir að hugmyndir um tilfærslur í yfirstjórn dreifingar, framleiðslu og þjónustu við flutnings- og dreifikerfið hjá Rafmagnsveitum ríkisins voru kynntar í vikunni, hafa orðið nokkrar breytingar hjá RARIK á Austurlandi. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Rúmlega 120 farast í Kongó

AÐ minnsta kosti 120 manns fórust þegar yfirfullri ferju hvolfdi í stórviðri á Maindombe-vatni í Lýðveldinu Kongó í Mið-Afríku á þriðjudagskvöldið, og þrír létust þegar lest varð fyrir aurskriðu og fór út af sporinu í vesturhluta landsins á... Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 152 orð

Rýmdu öll hús í næsta nágrenni

BRESKA lögreglan handtók í gær 24 ára gamlan mann í Gloucester í vesturhluta Bretlands en hann er grunaður um tengsl við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin. Þá var 39 ára gamall maður handtekinn í Manchester á grundvelli laga um varnir gegn hryðjuverkum. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Sagafilm byggir ískastala í Prag

STÆRÐARINNAR ískastali verður opnaður á Gamla torginu í Prag í Tékklandi á sunnudag en Sagafilm hefur séð um byggingu hans í samvinnu við dótturfyrirtæki sitt í Tékklandi, Softpillow. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Shevardnadze sagði af sér til að forðast blóðbað

TUGIR þúsunda manna voru á götunum og kröfðust þess, að Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, segði af sér. Yfirmenn hersins biðu skipana frá honum en þær komu ekki. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 62 orð

Síðasta sýning á Græna landinu

Keflavík | Þjóðleikhúsið sýnir Græna landið í síðasta skipti í Frumleikhúsinu í Keflavík í kvöld. Er þetta aukasýning vegna þess að uppselt hefur verið á flestir sýningarnar. Meira
28. nóvember 2003 | Austurland | 495 orð | 2 myndir

Skógurinn verður skólastofa barnanna

Hallormsstaður | Í gær var svokallaður grenndarskógur opnaður við Hallormsstaðarskóla og er það liður í nýju skólaþróunarverkefni Skógræktar ríkisins, Kennarasambands Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Námsgagnastofnunar. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skrifstofa Alþjóðahússins verður opin virka daga...

Skrifstofa Alþjóðahússins verður opin virka daga kl. 9 til 17 frá og með 1. desember n.k. Tekið er við túlkapöntunum á vefsíðu Alþjóðahússins www.ahus.is. Námskeið um áhrif og sannfæringarkraft verður haldið hjá IMG Deloitte 3. desember kl. 9-13. M.a. Meira
28. nóvember 2003 | Erlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Sorg á Gaza

PALESTÍNSK kona, Manal al-Simiri (t.h.), leitar huggunar hjá frænku sinni er maður hennar, Osama al-Simiri, var borinn til grafar í Der al-Balah á Gaza-svæðinu í gær. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Staðið við samkomulagið með fjárveitingu

"ÞAÐ er ákveðinn misskilningur á ferðinni," segir Geir H. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 75 orð

Staðlaráð með námskeið

Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði fimmtudaginn 4. desember fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Stefna á eina milljón króna að lágmarki

NEMENDUR í Menntaskólanum við Sund stefna að því að safna að minnsta kosti einni milljón króna þann 18. febrúar næstkomandi til styrktar menntauppbyggingu í Kambódíu. Meira
28. nóvember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 309 orð | 1 mynd

Steinsmíði er flókið ferli

Kópavogur | Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar á sér langa sögu og má segja að hún hafi hafist í breskum steinkofa þar sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Stígagerð

Á fundi náttúruverndarnefndar Akureyrar nýlega var lögð fram fundargerð starfshóps um útivist. Þar segir m.a. um drög að stígaskipulagi: "Starfshópur um útivist lýsir ánægju sinni með þá endurskoðun á skipulagi stíga, sem fyrir liggur. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 75 orð

Trilla dregin til hafnar

BJÖRGUNARSKIP Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði, dró 10 tonna trillu til hafnar í Sandgerði um klukkan 23 í gærkvöldi, en trillan hafði fengið net í skrúfuna um 20 sjómílur norðaustur af Sandgerði. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Þjálfar í elsta klúbbnum | Arnar Már Ólafsson golfkennari hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari hjá elsta golfklúbbi Þýskalands, Wannsee, sem var stofnaður 1894 og er skammt frá Berlín. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Útigöngufé undir Jökli

Ólafsvík | Ærin Skriða, eign Bjarna Ólafssonar í Geirakoti, skilaði sér ekki af fjalli í fyrra með lömbin sín tvö. Nú á dögunum fundust svo kindurnar innarlega á Saxhólsdal, uppundir jökulrótum og hafði ærin bætt gráu gimbrarlambi í hópinn sinn. Meira
28. nóvember 2003 | Akureyri og nágrenni | 291 orð

Vilja leiðréttingu á kostnaðarskiptingu

FRAMKVÆMDUM við byggingu 9. og 10. áfanga Verkmenntaskólans á Akureyri er að mestu lokið og nú er unnið að samningi um síðustu áfangana við skólann og von er á drögum að hönnun frá menntamálaráðuneyti. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Yfirlýsing IMG Gallup vegna athugasemdar

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá IMG Gallup: "Iceland Express átelur það sem fyrirtækið kallar "óvönduð vinnubrögð IMG Gallup". Gagnrýnin snýst um auglýsingu Icelandair, ekki vinnubrögð IMG Gallup. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Verður þá umræða utan dagskrár um uppsagnir hjá varnarliðinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi umræðunnar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra verður til andsvara. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 285 orð

Þrjár milljónir til ellefu listamanna og hópa

SIGURÐUR Sævarsson tónskáld og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur fengu hæstu styrki einstaklinga úr menningarhluta Manngildissjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 og Leikfélag Keflavíkur fékk hæstu fjárhæð listhópa. Meira
28. nóvember 2003 | Suðurnes | 244 orð

Þrjár milljónir til ellefu listamanna og hópa

SIGURÐUR Sævarsson tónskáld og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur fengu hæstu styrki einstaklinga úr menningarhluta Manngildissjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 og Leikfélag Keflavíkur fékk hæstu fjárhæð listhópa. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 1406 orð | 2 myndir

Þverpólitísk samstaða um að herða beri leikreglur

Þingmenn ræddu kaupréttarsamning æðstu stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka á Alþingi í gær. Þverpólitísk samstaða var um að skýra þyrfti leikreglurnar á markaðnum. Meira
28. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða

ARNAR Jónsson, forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðuviðskipta Landsbanka Íslands, segir fyrirséð að í árslok 2005 verði erlendar eignir lífeyrissjóða orðnar um 200 milljarðar króna. Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 2003 | Staksteinar | 362 orð

- Hörð stefna í flóttamannamálum

Steinþór Heiðarsson fjallar um mál pólitískra flóttamanna á vefritinu Múrnum og bendir á að einungis ein umsókn um hæli hafi verið samþykkt á síðustu árum en 315 hælisleitendur hafi hins vegar fengið synjun. Meira
28. nóvember 2003 | Leiðarar | 487 orð

Mennt er máttur

Mennt er máttur, heyrist oft sagt þegar rætt er um framtíð barna hér á landi. Sá sannleikur sem í þeim orðum felst á þó ekki síður við um börn í öðrum löndum - löndum þar sem menntunartækifæri eru af mjög skornum skammti. Meira
28. nóvember 2003 | Leiðarar | 215 orð

Norðurbryggja

Opnun Norðurbryggju, sameiginlegs menningarseturs Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga í Kaupmannahöfn, markar ákveðin tímamót. Meira

Menning

28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Árshátíð Disneybófanna

Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS/DVD. (70 mín.) Öllum leyfð. Talsett. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 235 orð | 1 mynd

Burtfararpróf Sólveigar Unnar

SÓLVEIG Unnur Ragnarsdóttir sópransöngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Gerðubergi kl. 15 á morgun, laugardag. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Sólveigar frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni er m.a. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð

...Einari Erni

JÓN Ólafsson fær að vanda til sín góða gesti á föstudagskvöldum í þætti sínum Af fingrum fram. Í kvöld mætir sjálfur Einar Örn Benediktsson, sem garðinn gerði frægan með Purrki Pillnikk og Sykurmolunum hér í eina tíð. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Einn, einn, einn!

TIL hamingju, Óskar Pétursson! Þessi hægláti og tónvissi bifvélavirki að norðan er búinn að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar allrar og situr í efsta sæti Tónlistans - fimmtu vikuna í röð, takk fyrir! Nú hafa á fjórða þúsund eintök af plötunni selst. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Fékk orðu frá drottningunni

KNATTSPYRNUGOÐIÐ David Beckham kyssir hér eiginkonu sína, Victoríu Beckham, eftir að hafa tekið við OBE-orðunni frá Elísabetu II Englandsdrottningu, fyrir framlag sitt til knattspyrnu. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 182 orð | 3 myndir

FÖSTUDAGSBÍÓ

VILLT Í HARRY/Wild About Harry (2000) Léttleikandi og lúmsk skemmtun. Brendan Gleason fantafínn sem óforbetranlegur ruddi sem missir minnið og verður óvart góður. Bíórásin kl. 12/20 SHAFT (1971) Grundvallarræma, eins og einhver myndi kalla hana. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Gegn tónlistinni!

Poppprinsessan Britney Spears kemur inn í 19. sæti með plötuna sína In The Zone. Þessi fjórða plata söngkonunnar fór beint í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans en á henni er að finna 12 ný lög auk tveggja endurhljóðblandana. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 1092 orð

Guðbjörg Þorbjarnardóttir

Látin er í hárri elli ein fremsta leikkona okkar um sína daga, Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Um langt árabil var hún í forystusveit Þjóðleikhússins í hópi þeirra leikara sem gerðu leikhúsinu fært að glíma við hin erfiðustu viðfangsefni. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

Hvað varstu að horfa á?

Hvað varstu að horfa á? Star Trek: Next Generation, Tildurrófur (Absolutely Fabulous), tónlistarþáttinn 120 minutes og The Equalizer. Hvað ertu að horfa á? Endursýnda Keeping Up Appearances á BBC Prime, Popppunkt og enska boltann. Hvað viltu að sjá? Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 130 orð

Íslensk menning í París

MÁLÞING verður haldið í íslenska sendiherrabústaðnum í París, 113, av. Henri Martin, 75016 Paris á morgun, laugardag. Málþingið verður með svipuðu sniði og málþing um Halldór Laxness, Heimskringlu og Njálu sem haldin hafa verið á sama stað á síðustu... Meira
28. nóvember 2003 | Tónlist | 1450 orð | 2 myndir

Ítölsk sól úr þýzkum hjörtum

Wolf: Ítalska ljóðabókin. Björn Jónsson tenór og Þóra Einarsdóttir sópran; Kristinn Örn Kristinsson píanó. Sunnudaginn 23. nóvember kl. 17. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 200 orð | 1 mynd

Jack gefur eftir

JACK Nicholson á í ástarsambandi við konu á sínum aldri! Ekki nóg með það heldur fjallar væntanleg grínmynd hans Gefið eftir (Something's Gotta Give) um einmitt það sama - roskinn kvennabósa sem fellur fyrir móður einnar skutlunnar sem hann dandalast... Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 263 orð | 1 mynd

Kenndir Cromwells

Bretland 2003. Skífan VHS/DVD. (110 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Mike Barker. Aðalhlutverk Tim Roth, Dougray Scott, Olivia Williams, Rupert Everett. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 430 orð | 1 mynd

Lágfiðlan grætur svo hljóðlega

Á TÓNLEIKUM í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 munu Anette Maria Slaatto lágfiðluleikari, Marianne Rørholm mezzósópran og Pål Lindtner Eide píanóleikari flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson og önnur norræn tónskáld, auk tónlistar eftir Johannes Brahms. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Lágstemmd og þunglyndisleg

GAGNRÝNANDI kanadíska blaðsins Gazette fer lofsamlegum orðum um kvikmyndina Stormviðri eftir Sólveigu Anspach. Segir hann leikstjórann nota stíl, aga og heiðarleika til að ná fram undraverðri frammistöðu frá leikurunum sem séu fáir en einlægir. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 202 orð | 1 mynd

Margt satt en sumt logið

ÞÓRIR Gröndal hefur verið búsettur í Flórída í Bandaríkjunum undanfarin 40 ár. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Með pabba!

DÚETTAPLATA Björgvins Halldórssonar kemur ný inn í 18. sæti en þar tekur hann lagið ásamt einvalaliði söngvara, m.a. Páli Rósinkranz, Birgittu Haukdal, Sigríði Beinteinsdóttur, Jóni Jósepi Snæbjörnssyni og Stefáni Hilmarssyni. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 1221 orð | 1 mynd

Mikilvægt að börn verði sýnileg í samfélaginu

Ævintýradansleikhús barna er eftirtektarvert fyrirbæri sem listamennirnir Arna Guðný Valsdóttir og Anna Richardsdóttir starfrækja á Akureyri. Skapti Hallgrímsson ræddi við fjöllistakonuna og spunadansarann. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Mýrin til Frakklands og Ítalíu

RÉTTINDASTOFA Eddu - útgáfu hefur gengið frá samningum um útgáfu á Mýrinni eftir Arnald Indriðason í Frakklandi og á Ítalíu. Það er Longanesi sem gefur bókina út á Ítalíu og Editions Métailé í Frakklandi. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Naktir!

SAGA Let it Be Bítlanna er þyrnum stráð. Platan reyndist síðasta útgáfa hljómsveitarinnar og kom út árið 1970. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Rímnaflæði 2003 í Miðbergi

RÍMNAFLÆÐI hefur verið haldið síðan 1998 og mælst vel fyrir. Margir af helstu röppurum samtímans hafa t.d. stigið sín fyrstu skref í keppninni. Keppendur í ár eru tuttugu talsins. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Samstöðudagur með palestínsku þjóðinni

Í NORRÆNA húsinu verður á morgun dagskrá á Alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 15.30. Meira
28. nóvember 2003 | Tónlist | 558 orð

Sinfó fyrir alla

Sinfóníuhjómsveit Norðurlands. Fjölskyldutónleikar. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudagur 23. nóvember. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 42 orð

Sýningum lýkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Sýningu á ljósmyndum Magnúsar Ólafssonar lýkur á mánudag. Opið virka daga kl. 12-19, um helgar kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Meira
28. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

SÖNGKONAN Dido er hætt með kærastanum...

SÖNGKONAN Dido er hætt með kærastanum vegna þess að hún segist ekki hafa tíma fyrir ástarsambönd. Dido hefur verið sundur og saman með Ferdie Unger Hamilton undanfarin ár en nú virðist álagið endanlega hafa gert út af við sambandið. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 50 orð

Vélasalur, Vestmannaeyjar kl.

Vélasalur, Vestmannaeyjar kl. 20 Bergur Thorberg heldur áfram ferð sinni um landið með kaffimálverk sín. Meðan á sýningunni stendur mun Bergur sýna viðstöddum hvernig hann vinnur en hann teiknar á hvolfi og línan hans liggur í lausu lofti. Meira
28. nóvember 2003 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Yfirlitssýning Arnar Karlssonar

ÖRN Karlsson opnar myndlistarsýninguna Skippt og skorið í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, að Hringbraut 121, kl.17 í dag, föstudag. Um er að ræða yfirlitssýningu á verkum listamannsins frá því um 1970 fram til dagsins í dag. Meira

Umræðan

28. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 481 orð

BNA, Nató og Írak

NÚ er fyrirséð að ýtrustu draumar Bandaríkjastjórnar um Írak munu ekki rætast: Írak mun ekki breytast í vestrænt lýðræðisríki á næstu misserum. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Er þjóðkirkjan jafnari?

SEM ásatrúarmanni verður mér sífellt ljósara að ég bý við sama réttarríki og dýrin í sögu George Orwells. Hér á Íslandi eru sumir greinilega jafnari en aðrir og kné látið fylgja kviði í því efni. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Frelsi og ábyrgð yfirmanna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Tilefni þessa greinarkorns er sú ákvörðun yfirstjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss að leysa Sigurð Björnsson yfirlækni á lyflækningadeild krabbameina undan stjórnunarskyldum. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Getum við ekki gert betur?

MEÐFERÐ Útlendingastofnunar á umsókn þeirra Ramin og Jönu Sana um pólitískt hæli hér á landi er hneyksli. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

Hvað er Kópavogsskóli gamall?

Í UPPLÝSINGABÆKLINGI frá Bæjarstjórn Kópavogs 1997 segir svo meðal annars í kafla um fræðslumál: "Skólahald í Kópavogi hófst ekki fyrr en með byggingu Kópavogsskóla árið 1949, en í byrjun þess árs hófst kennsla í skólanum nýbyggðum. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Höfnum vændisfrumvarpinu!

ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur nú til umfjöllunar svokallað "vændisfrumvarp". Megininntak frumvarpsins er að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð. Undirrituð hvetur alla þingmenn til að hafna þessari hugmynd vegna eftirfarandi ástæðna: 1. Meira
28. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 85 orð | 1 mynd

Icelandair í lottóflugi með Svía

Hinn 8. nóvember síðastliðinn, lagði Boeing 757-200 TF-FIN, vél Icelandair af stað frá Gautaborg í hnattflug með 190 Svía sem höfðu unnið í Lottó. Var ferðinni meðal annars heitið til Höfðaborgar, en þar var þessi mynd tekin af vélinni 23. nóvember. Meira
28. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 364 orð

Kosið skal þar til...

ÞEGAR sænska þjóðin sýndi þann manndóm að hafna evrunni, þrátt fyrir hinn gífurlega áróður sem hafður var í frammi fyrir upptöku hennar, vann eðlilegt þjóðlegt lýðræði merkilegan sigur. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Leiðrétting frétta frá Búðardal

MÉR er ekki ljúft að rita um mál sem er í rannsókn, en misvísandi fréttir í Ríkisútvarpinu og í Fréttablaðinu knýja mig til að segja eins nákvæmlega frá málum eins og mér er unnt í stuttri grein. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 1075 orð | 1 mynd

Mál sauðfjárbænda skýrð fyrir Margréti Jónsdóttur

EKKI er laust við að gætt hafi nokkurs óróleika hjá þeim, er fjallað hafa um greinarkorn, sem birtist í Morgunblaðinu 3. október. sl. eftir Margréti Jónsdóttur Akranesi, Vakna þú, sofin þjóð. "Geriði eitthvað". Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Myndlist og menning í Reykjanesbæ

VEGNA ómaklegrar umræðu í garð menningarfulltrúa Reykjanesbæjar í ræðu og ritum undanfarna daga, tel ég mér skylt að segja lítillega frá myndlistahefð í Reykjanesbæ og um leið samskiptum Félags myndlistamanna við menningarfulltrúa Valgerði... Meira
28. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Orð í belg - athugasemd Mig...

Orð í belg - athugasemd Mig langar bara til að koma á framfæri athugasemd við grein, sem birtist í Morgunblaðinu 13. nóvember sl., þar sem fyrirsögnin er Orð í belg á bls. 49. Meira
28. nóvember 2003 | Aðsent efni | 833 orð | 1 mynd

Stærðfræðin, grunnskólinn og taugar þjóðarinnar

ENN einu sinni eru menn að fara á taugum yfir kunnáttu grunnskólabarna í stærðfræði. Núna er það ekki vegna þess að við lendum í alþjóðlegri könnun neðar en lönd sem hafa ekki einu sinni skólaskyldu. Nei, foreldrar eru að uppgötva vankunnáttu barna... Meira
28. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 461 orð

Talað orð gildir

VEGNA greinar sem birtist á bls. 11 í Mbl. hinn 18. þ.m. get ég ekki orða bundist. Þar er vitnað í ávarp Margrétar S. Einarsdóttur, varaformanns tryggingaráðs, á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins. Meira

Minningargreinar

28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 1835 orð | 1 mynd

ALFRED EUGEN ANDERSON

Alfred Eugen Anderson fæddist í Frösö í Jentland í Östersund í Svíþjóð 4. september 1909. Hann lést á heimili sínu 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alfred Matthias Andersen steinsmiður og Cristina Pred Fridrika Pallien húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 773 orð | 1 mynd

AUÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Auður Kristín Sigurðardóttir, Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum, fæddist á Kúfhóli í sömu sveit 6. janúar 1935. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 2418 orð | 1 mynd

ÁRÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR

Áróra Sigurgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1943. Hún lést á sjúkrahúsi í Strasbourg í Frakklandi 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ása Lilja Arnórsdóttir, f. 1917, og Sigurgeir Einarsson verzlunarmaður, f. 1913, d. 1988. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 282 orð | 1 mynd

BJARTMAR JÓNASSON

Bjartmar Jónasson fæddist í Reykjavík 13. mars 1998. Hann lést á heimili sínu 16. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 25. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 2481 orð | 1 mynd

DIÐRIK JÓNSSON

Diðrik Jónsson fæddist á Hamri í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu 3. maí 1914. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Diðriks voru Jón Diðriksson, f. í Grashúsum á Álftanesi 5. júlí 1875, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 2347 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR

Guðbjörg Þorbjarnardóttir fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1913. Hún lést á Dvalar- og elliheimilinu Grund 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rósa Aradóttir f. 7. ágúst 1875, d. 30. júní 1939, og Þorbjörn Eggertsson f. 28. desember 1880, d.... Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2003 | Minningargreinar | 1318 orð | 1 mynd

GUNNAR ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON

Gunnar Þórarinn Sigurjónsson fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 12. nóvember 1914. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 18. nóvember síðastliðinn. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum á Lambalæk, þeim Guðbjörgu Gunnarsdóttur, f. 2.11. 1888, d. 15.1. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Bankar reikna sér fyrirframvexti

ÞAÐ ATHÆFI bankanna að reikna vexti af debetkortafærslum þá daga sem bankar eru lokaðir, en vaxtareikna hins vegar ekki það sem kemur í hlut seljandans með sambærilegum hætti, er ósanngjarnt að mati Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Meira
28. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 163 orð

OECD telur að hækka þurfi vexti hér

EFNAHAGS- og framfarastofnunin, OECD, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 1,9% í ár og 3,7% á næsta ári. Meira
28. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 255 orð

SÍF með 176 milljónir í hagnað

SÍF hf. skilaði 2,1 milljóna evra hagnaði eftir skatta, sem svarar til 176 milljóna króna, á fyrstu níu mánuðum ársins, en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 418 þúsundir evra. Hagnaður SÍF hf. Meira
28. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 320 orð

Varar við reglugerðarbákni

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, varar við of miklu reglugerðarbákni fyrir íslenskt viðskiptalíf, sem geri ekkert annað en að draga úr frumkvæði, áræði og möguleikum einstaklinganna. Meira
28. nóvember 2003 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Viðskipti hafin með Medcare Flögu

MEDCARE Flaga var skráð á aðallista Kauphallar Íslands í gær og er það fyrsta fyrirtækið í tæpt ár sem er nýskráð á aðallista Kauphallar Íslands. Lokaverð Medcare Flögu var 7 en í lokuðu útboði sem lauk 20. nóvember sl. var gengið á bréfunum 6. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 2003 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 28. nóvember, er áttræð Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Fáskrúðsfirði, Seljabraut 18, Reykjavík. Sigurbjörg tekur á móti vinum og vandamönnum á morgun, laugardaginn 29. nóvember, milli kl. Meira
28. nóvember 2003 | Fastir þættir | 411 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Deildar meiningar eru um það meðal keppnismanna hversu góð spil þurfi til að krefja með vendingu, eða "reverse" eins og það heitir á ensku. Meira
28. nóvember 2003 | Fastir þættir | 747 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum mánudaginn 24. nóvember. Meðalskor 264. Beztum árangri náðu: NS Karl Gunnarsson - Ernst Backman 322 Þórinn Árnason - Sigryggur Ellertss. Meira
28. nóvember 2003 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Bessastaðakirkju af sr. Karli V. Matthíassyni þau Elínborg Kristinsdóttir og Helgi... Meira
28. nóvember 2003 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni þau Jóhanna Björk Gísladóttir Aspar og Rögnvaldur Þór... Meira
28. nóvember 2003 | Dagbók | 49 orð

GEÐFRÓ

Faðir, sonur og friðarins andi, fyrst ég beiði þig. Náð þín yfir mér stöðugt standi, styrk þú, drottinn, mig. Náðugi guð, í nafni þínu, neyð so verði kvitt, nú skal varpa út neti mínu í náðardjúpið þitt. Meira
28. nóvember 2003 | Í dag | 198 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Bridsaðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11-13. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. Meira
28. nóvember 2003 | Fastir þættir | 1364 orð | 2 myndir

Ingvar efstur á HM og hefur tryggt sér AM-áfanga

17.-29. nóv. 2003 Meira
28. nóvember 2003 | Dagbók | 496 orð

(Jh.. 13, 35.)

Í dag er föstudagur 28. nóvember, 332. dagur ársins 2003. Orð dagsins: "Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." Meira
28. nóvember 2003 | Í dag | 272 orð | 1 mynd

KIRKJUSTARF

Aðventusamkoma í Víkurkirkju í Mýrdal AÐVENTUSAMKOMA verður í Víkurkirkju í Mýrdal sunnudaginn 30. nóv. nk. og hefst kl. 15:00. Þau sem fram koma eru m.a.: Nemendur 1.-4. bekkjar í Grunnskóla Mýrdalshrepps undir stjórn Önnu Björnsdóttur tónmenntakennara. Meira
28. nóvember 2003 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 g6 6. 0-0 Bg7 7. Rbd2 0-0 8. He1 He8 9. d4 Bd7 10. d5 Re7 11. Bxd7 Rxd7 12. a4 h6 13. a5 a6 14. b4 f5 15. c4 Rf6 16. Bb2 Dd7 17. Hb1 g5 18. exf5 Dxf5 19. Rf1 Dh7 20. R3d2 Rf5 21. Re4 Rxe4 22. Hxe4 h5 23. Meira
28. nóvember 2003 | Viðhorf | 721 orð

Skyldur Íslendinga

Sömu grundvallarhugmyndir hafa mótað réttinn til nýtingar náttúruauðlinda og Íslendingar hafa einkum horft til Rússlands þegar fjármála- og viðskiptalífinu hafa verið settar reglur. Meira
28. nóvember 2003 | Fastir þættir | 389 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Það er fastur liður þegar útlendinga ber að garði að sýna þeim örlítið meira af landinu heldur en Reykjavík. Svo virðist sem flestir þeir sem hingað koma sækist eftir því að fara í Bláa lónið. Meira

Íþróttir

28. nóvember 2003 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Árni Gautur kvaddi Rosenborg með stórleik í Belgrad

ALLS fóru 24 leikir fram í 2. umferð UEFA-bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær og var íslenski landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason í eldlínunni með liði sínu Rosenborg í Belgrad gegn Rauðu Stjörnunni. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

* BJARNI Þorsteinsson var í byrjunarliði...

* BJARNI Þorsteinsson var í byrjunarliði norska liðsins Molde sem tapaði 2:0 á heimavelli gegn Benfica frá Portúgal í UEFA-keppninni. Molde tapaði samanlagt 1:5. Ólafur Stígsson kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í liði Molde . Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 180 orð

Dregið verður í undankeppni EM í Zagreb

DREGIÐ verður í undankeppni Evrópukeppni kvennalandsliða í handknattleik í Zagreb í Króatíu á lokadegi heimsmeistaramóts kvennalandsliða sem fram fer í landinu og hefst 2. desember. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 129 orð

Einar Örn aftur til Þórsara

EINAR Örn Aðalsteinsson körfuknattleiksmaður er hættur hjá Tindastóli og genginn til liðs við sitt gamla félag, Þór á Akureyri. Einar Örn gekk til liðs við Tindastól síðasta haust þegar Þórsarar drógu lið sitt úr keppni í úrvalsdeildinni. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Eins og hann hafi fundið töfralampa

CLAUDIO Ranieri var talinn valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Chelsea þegar rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich keypti félagið í sumar. Fyrstu vikurnar og mánuðina gat hann lesið daglegar fréttir um að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, myndi leysa hann af hólmi innan skamms og fæstir virtust búast við því að hann yrði langlífur í starfi. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 113 orð

Eriksson með England fram til ársins 2008?

ENSKA knattspyrnusambandið, FA, hefur boðið þjálfara enska landsliðsins, Sven Göran Eriksson starfssaming til ársins 2008 en núverandi samningur hans við FA rennur út í lok ársins. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 140 orð

Finnur fékk bann og sekt

FINNUR Jóhannsson, liðsstjóri ÍR-inga í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ og gert að greiða 10 þúsund krónur í sekt. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 877 orð

Hamarsmenn hirtu stigin á Króknum

HAMAR úr Hveragerði gerði góða ferð á Sauðárkrók í gær er liðið lagði Tindastól í Intersportdeild karla í körfuknattleik, 78:81, en heimamenn voru yfir allt þar til á lokamínútum leiksins. Snæfell sigraði Breiðablik úr Kópavogi með 80 stigum gegn 77 en sigur þeirra stóð tæpt. KFÍ hafði betur í botnslagnum gegn ÍR, 91:84. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 115 orð

Heimaleikir Tyrkja í Sarajevo?

KNATTSPYRNUYFIRVÖLD í Bosníu hafa boðið tyrknesku liðunum Galatasaray og Besiktas að leika heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu í Sarajevo í næsta mánuði. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 128 orð

Hætt að keppa í 200 m hlaupi innanhúss

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta keppni í 200 m hlaupi innanhúss á heimsmeistaramótum og verður greinin í síðasta sinn á dagskrá á HM í Búdapest í mars á næsta ári. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 16 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður-riðill: Varmá: Afturelding - Víkingur 19.15 suður-riðill: Asturberg: ÍR - Selfoss 19.15 BLAK 1.deild kvenna: Neskaupstaður: Þróttur N - KA 20. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

Íslensk knattspyrnukona í raðir Evrópumeistaraliðs Umeå í Svíþjóð?

ERLA Steinunn Arnardóttir, tvítug knattspyrnukona sem leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu Stattena, hefur að undanförnu æft með Evrópumeisturum félagsliða, Umeå í Svíþjóð, sem hefur áhuga á að fá hana í sínar raðir. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 182 orð

Keflvíkingar með stigahæstu mennina

KEFLVÍKINGAR eiga tvo stigahæstu leikmennina í Vesturdeild Evrópubikarsins í körfuknattleik, bandarísku leikmennina Nick Bradford og Derrick Allen. Bradford hefur skorað 24,7 stig að meðaltali í þremur leikjum Keflvíkinga í keppninni og Allen 24,3 stig. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 115 orð

Kewell bjargaði Liverpool

LIVERPOOL þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum gegn rúmenska liðinu Steua frá Búkarest í 2. umferð UFEA-keppninnar í knattspyrnu í gær. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 654 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Njarðvík 80:88 Ásvellir,...

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Njarðvík 80:88 Ásvellir, Hafnarfirði, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 27. nóvember 2003. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 670 orð | 1 mynd

Loks misstu Haukar tak sitt á Njarðvík

NJARÐVÍKINGAR halda öðru sætinu í deildinni eftir tiltölulega átakalítinn sigur á Haukum í gærkvöldi. Haukar, sem hafa haft fín tök á Njarðvíkingum og unnu þá meðal annars í öllum fjórum viðureignum liðanna í fyrra, léku ekki vel og 80:88 sigur Njarðvíkinga öruggari en tölurnar segja til um. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 641 orð | 1 mynd

"Ef vel viðrar er ég úti á golfvelli að spila"

ÉG fór að leika golf á ný eftir langt hlé árið 1991 er ég var kennari við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og þá kviknaði áhugi hjá mér að skrifa alfræðibók um golfíþróttina. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

* SIGFÚS Sigurðsson skoraði 6 mörk...

* SIGFÚS Sigurðsson skoraði 6 mörk og fór mikinn í vörn jafnt sem sókn Magdeburgar-liðsins þegar það vann Göppingen , 37:34, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Jaliesky Garcia skoraði í tvígang fyrir Göppingen . Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 131 orð

Sló með krepptum hnefa

EINN af þekktustu knattspyrnumönnum Svíþjóðar var handtekinn í fyrrinótt fyrir að slá niður blaðamann Aftonbladet . Atvikið átti sér stað á veitingahúsi í miðborg Stokkhólms. Meira
28. nóvember 2003 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

* UPPSKERUHÁTÍÐ Framfara, hollvinafélags millivegalengda- og...

* UPPSKERUHÁTÍÐ Framfara, hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara, var haldin á dögunum. Þar var veitt viðurkenning til þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr á árinu. Meira

Úr verinu

28. nóvember 2003 | Úr verinu | 311 orð

170 verkfallsdagar í níu kjaradeilum

FRÁ árinu 1980 hafa verkfallsdagar í níu kjaradeilum sjómanna og útvegsmanna verið 170 alls. Í þremur tilvikum var endi bundinn á vinnudeilurnar með lagasetningu. Árni M. Meira
28. nóvember 2003 | Úr verinu | 235 orð | 1 mynd

Aflaverðmætið dregst saman um 7,7 milljarða

Á FYRSTU átta mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 47,5 milljörðum króna en á sama tímabili ársins 2002 var verðmætið 55,1 milljarður króna og er þetta samdráttur um 7,7 milljarða króna eða 13,9%. Meira
28. nóvember 2003 | Úr verinu | 247 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skarkoli 167 167 167...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skarkoli 167 167 167 275 45,925 Steinbítur 71 71 71 9 639 Ýsa 67 67 67 59 3,953 Samtals 147 343 50,517 FISKMARKAÐUR DALVÍKUR Grálúða 185 185 185 141 26,085 Gullkarfi 50 50 50 4 200 Hlýri 133 120 131 724 95,187 Keila 18 18 18 11... Meira
28. nóvember 2003 | Úr verinu | 551 orð | 1 mynd

Samkomulag án stórátaka

"GILDISTÍMI úrskurðar gerðardóms rennur út um áramót og viðræður við útvegsmenn um kjarasamning á byrjunarreit. Miðað við stöðu mála nú má telja næsta víst að ekki verði allt klappað og klárt um áramót og samningar þar með lausir. Meira
28. nóvember 2003 | Úr verinu | 300 orð | 1 mynd

Verri afkoma útvegsins í fyrra

HEILDAREIGNIR sjávarútvegsins í árslok 2002 voru 234 milljarðar króna, heildarskuldir 161 milljarður og eigið fé 73 milljarðar. Verðmæti heildareigna hefur lækkað í fjárhæðum um 5% frá 2001 og skulda um 14% en eigið fé hefur aukist um 22%. Meira

Fólkið

28. nóvember 2003 | Fólkið | 34 orð | 1 mynd

.

... að leikarinn Tom Cruise væri karl í krapinu. Tæki Japönum fram í bardagaíþróttum. Ekki bar á öðru þegar hann tók á móti mótleikurum sínum á frumsýningu Síðasta Samúræjans í Nijo Castle í... Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 35 orð | 1 mynd

.

... að Bono myndi missa sólgleraugun í hendurnar á ungu leikkonunni Emmu Bolger. Sú varð raunin á frumsýningu "In America" í New York. Emma leikur í myndinni, en Bono tók þátt í að semja... Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 26 orð | 1 mynd

.

... að eina albinóagórillan í heiminum, Snowflake, myndi falla frá eftir langvinna baráttu við húðkrabbamein. Hér sést hún leika sér í kaðli í dýragarðinum í... Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 45 orð | 1 mynd

.

... að námið í St. Andrews-háskólanum væri froða. Ekki ber á öðru á hinum árlega rúsínudegi. Áður fyrr fengu eldri nemendur pund af rúsínum í þakklætisskyni frá nýnemum fyrir aðstoð við að aðlagast háskólalífinu. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 45 orð | 1 mynd

.

... að George W. Bush rataði á forsíðuna á Time með glóðarauga og varalit á hinum vanganum. Ný skoðanakönnun Time og CNN sýnir að Bandaríkin eru klofin í afstöðu sinni til Bush, 47% eru líkleg til að kjósa hann, en 48% til að hafna... Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 46 orð | 1 mynd

.

... að aldurinn skipti í alvörunni engu máli. Það kjaftaði allavega hver tuska á leikaranum Johannes Heesters þegar hann kom fram í sjónvarpsþætti í München til að fagna 100 ára afmælinu sínu, en hann fæddist 5. desember 1903. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 143 orð | 1 mynd

Andahátíð í Arkansas

Um helgina fer fram árleg "andahundakeppni" í Stuttgart í Arkansas, þar sem 20 veiðihundar etja kappi saman. Er það liður í andahátíðinni, sem hófst um síðustu helgi. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 449 orð | 4 myndir

Barið í hátalarann

Rómantík: Ég er rómantískur maður og tilfinninganæmur. Það rann upp fyrir mér þegar ég sá rómantísku gamanmyndina Love Actually, með stórskotaliði breskra og bandarískra leikara. Þvílík rómantík! Þvílík takmarkalaus rómantík! Kannski of mikil rómantík. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 449 orð | 1 mynd

Borða aldrei gullfisk

Ekki er öllum gefið að leika fisk. Þótt líklega sé vandinn minni í teiknimynd en í alvörunni. Það getur aftur flækt málin ef talsmáti fisksins er fenginn frá leikkonunni Ellen DeGeneres. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 384 orð | 2 myndir

Borg Guðs - Hlið vítis

Borg Guðs - City of God, dregur nafn af hættulegasta hverfi í Rio de Janeiro, segir af nokkrum íbúum þess og hvernig leiðir þeirra skarast. Sögð frá sjónarhóli Busca-Pé (Alexandre Rodrigues), þeldökks pilts sem lifir af harðan heim á götuvisku, þar sem hann er of veikbyggður til að gerast bófi. Þannig er grunntónninn í raunsærri brasilískri mynd sem er frumsýnd um helgina í Háskólabíó. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 261 orð | 1 mynd

Dansar í Tívolí

Anna Kolfinna Kuran, 14 ára íslensk stelpa, stendur í ströngu um þessar mundir en hún fer með aðalhlutverk í Hnotubrjótnum, jólasýningu Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Frumsýningin verður á morgun, laugardag, í Konsertsalnum í Tívolí. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 100 orð | 4 myndir

Dreymdi Eminem

Halldór Laxness, einnig kunnur sem Dóri DNA, myndaði dag í lífi sínu með einnota myndavél. Hvernig var að skoða heiminn með myndavél? Það varð sérstakara. Gerði kvöldið og mannlífið eftirminnilegra. Eignaðistu vini út á þetta? Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 132 orð

Ég sit hér og hugs'um þá...

Ég sit hér og hugs'um þá alla, sem hafa mig leikið svo grátt. Og sál mín er sífellt að kalla, á sælu og Alnetsins mátt. Þegar andagiftin var í lágmarki leitaði Guðmundur æ oftar á netið í leit að innblæstri. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 491 orð | 4 myndir

Fáránleikinn er nauðsynlegur

Tónlistarmyndbandagerð er sívaxandi atvinnugrein á Íslandi og íslensk myndbönd fara óðum batnandi. Áhorfendur Popptívís og Skjás eins hafa ugglaust tekið eftir tveimur teiknuðum tónlistarmyndböndum að undanförnu. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 85 orð | 1 mynd

Forsíða

Kærustuparið Þóra Sif Friðriksdóttir og Ragnar Sigurðsson eru á forsíðumyndinni að þessu sinni, en hana tók Árni Torfason. Þau eru bæði í Verzlunarskólanum, hún á fyrsta ári en hann öðru. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 323 orð

* http://www.

* http://www.gummijoh.net/ "Gott að það voru fáir á ferð í morgunsárið (um 9:30) í morgun þegar ég var á leiðinni út. Á leið minni niður af þriðju hæð Jóh setursins skrikaði mér fótur og datt ég niður nokkur þrep. Það var vont. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 464 orð | 4 myndir

Húsið við Köldukvísl

Spennuhrollurinn Cold Creek Manor, Húsið við Köldukvísl, nýjasta mynd leikstjórans Mike Figgis, er frumsýnd í Sambíóunum. Dennis Quaid og Sharon Stone leika hjón sem flýja stressið á Manhattan og kaupa gamlan herragarð á landsbyggðinni. Fá fyrrverandi eiganda (Stephen Dorff) til að hressa upp á eignina en hann reynist kolgeggjaður. Fjölskyldan kemst fljótlega að því að hún er komin úr öskunni í eldinn. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 115 orð

Keðjusagan

Guðmundur hugaði að uppkastinu. Hann hugsaði með sér að það væri ekkert gott að vera með neitt hálfkák, bara ganga beint til verks. Ef maður ætlaði að vera með einhver vandamál, þá gæti maður allt eins gleymt þessu. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 546 orð | 1 mynd

Lífið í

Snemma hausts 2002 hélt undirritaður við annan mann til Bournemouth í Suður-Englandi í þeim tilgangi að leggja stund á framhaldsnám í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við University of Bournemouth. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 616 orð | 1 mynd

Með Benz í vasanum

Í Morgunblaðinu fyrir viku var rætt við norskan prófessor um farsíma og það hvernig farsímar eru orðnir ekki bara stöðutákn, heldur einnig hluti af þeirri ímynd sem eigandi símans vill sýna öðrum. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 113 orð | 1 mynd

Ójólanótt

Viðmælandi: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikritið: Ójólaleikrit fjallar á gamansaman hátt um misskilning á jólanótt, söguna sem aldrei var sögð. Söguna af fjórða vitringnum. Leit allra að nýfæddum konungi. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 217 orð | 5 myndir

Ó nei, það snjóar...

Snjórinn er ekki bara til leiðinda eins og kann að virðast við fyrstu sýn. Þegar snjóar er nefnilega margt skemmtilegt hægt að gera auk þess sem öll hljóð utandyra verða einkennilega dempuð þegar snjór er yfir öllu... Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 521 orð | 2 myndir

Svifið seglum þöndum

Sögusvið Master and Commander: The Far Side of the World, er breska freigátan Surprise sem siglir undir stjórn Aubreys kapteins (Russell Crowe), á tímum Napóleonstyrjaldanna. Skyndilega er á það ráðist af Acheron, stærra og betur búnu frönsku herskipi. Einvígi fylgir í kjölfarið og ber skipin suður fyrir Horn áður en lokauppgjörið hefst. Frumsýnd í gær í Smárabíói og Regnboga. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 239 orð | 1 mynd

...Svo er það Clapton

Hver vill ekki vinna Angusinn? Í kvöld verður keppt til úrslita í gítarkeppninni, sem nefnd er eftir frægum gítarleikara áströlsku hljómsveitarinnar AC/DC, Angus Young. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 82 orð

Sögufrægar saltar myndir Titanic ('97) Dramatíseruð...

Sögufrægar saltar myndir Titanic ('97) Dramatíseruð jómfrúarferð skemmtiferðaskipsins sem endaði með skelfingu. Vinsælasta mynd sögunnar. Ben HÚr ('59). Mikilfenglegt stórvirki um titilpersónuna, galeiðuþræl og uppreisnarmann á tímum Krists og... Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 363 orð | 1 mynd

Tígulegur dans

Samkvæmisdans er tignarleg íþrótt og ókrýndur konungur hennar á Íslandi er Heiðar Ástvaldsson, sem stundað hefur kennslu í heil 47 ár. Hann vill gera samkvæmisdans að skyldu á elliheimilum. Segðu mér Heiðar, hvort er samkvæmisdans íþrótt eða listgrein? Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 857 orð | 8 myndir

Útgáfan - BÆKUR - GEISLAPLÖTUR - TÖLVULEIKIR

Bækur Christopher Paolini - Eragon (Inheritance, Book 1) Leitin að arftaka Harry Potter heldur áfram og einn af þeim sem þar hafa verið nefndir til sögunnar er bandaríski unglingurinn Christopher Paolini. Meira
28. nóvember 2003 | Fólkið | 222 orð | 1 mynd

Varúð, þeir eru á leiðinni

Austur-Þjóðverjar eru sennilega mestu rokkarar í heimi. Þaðan eru sveitir á borð við Rammstein, In-Extremo og Sub Dub Micromachine, en svo vill til að síðastnefnda sveitin skekur landann á Grandrokk í kvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.