Greinar sunnudaginn 30. nóvember 2003

Forsíða

30. nóvember 2003 | Forsíða | 126 orð | 1 mynd

Chavez leitar endurkjörs

HUGO Chavez, forseti Venesúela, ætlar að leita endurkjörs í kosningunum sem fram fara í landinu 2006, en kjörtímabil forsetans er sex ár. Andstæðingar hans hafa nú enn lagt til atlögu gegn honum og reyna að víkja honum úr embætti. Meira
30. nóvember 2003 | Forsíða | 233 orð | 1 mynd

Greina blóð á fornum blótsteini

ÍSLENSKIR sérfræðingar geta greint blóð í náttúrunni mörgum mánuðum eftir að það lendir þar, og er það mikil framför á heimsmælikvarða í réttarmeinafræðum. Þetta kemur fram í greininni Lesið í blóð í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Meira
30. nóvember 2003 | Forsíða | 56 orð

Handtaka í Tyrklandi

LÖGREGLA í Tyrklandi hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um annað tveggja sprengjutilræða er kostuðu 27 manns lífið í Istanbúl fyrr í mánuðinum. Meira
30. nóvember 2003 | Forsíða | 45 orð | 1 mynd

Skuggamyndir í skammdeginu

SÓLIN er lágt á lofti þessa dagana og skuggarnir langir þegar hún nær að brjótast fram úr skýjunum. Meira
30. nóvember 2003 | Forsíða | 272 orð

Stöðug aukning á sykursýki barna

GRÍÐARLEG auking hefur verið á tilfellum á sykursýki barna hér á landi sem og í löndunum í kringum okkur. Meira
30. nóvember 2003 | Forsíða | 152 orð | 1 mynd

Thule-málið fyrir Mannréttindadómstólinn

INÚÍTAR á Grænlandi ætla að kæra danska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg eftir að hæstiréttur Danmerkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að danska ríkinu bæri ekki að greiða bætur til 187 inúíta og fjölskyldna þeirra sem reknar... Meira

Baksíða

30. nóvember 2003 | Baksíða | 278 orð | 1 mynd

5.000 kransæðavíkkanir

SÁ áfangi náðist í vikunni á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) að fimmþúsundasta kransæðavíkkunin var framkvæmd á hjartaþræðingardeild við Hringbraut. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 89 orð | 1 mynd

Beckham fékk orðu

FÓTBOLTAMAÐURINN David Beckham frá Englandi fékk orðu í þessari viku. Beckham hefur verið aðalmaðurinn í enska landsliðinu í mörg ár en lék með félagsliðinu Manchester United í mörg ár. Nú spilar hann með Real Madrid á Spáni. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 160 orð | 1 mynd

Hjartað stoppaði tvisvar

ÞENGILL Otri Óskarsson sem er 14 ára gamall, er að jafna sig á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa nær drukknað í Breiðholtslaug 11. nóvember. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 106 orð

Húsbóndinn hrakti þjófinn á brott

UNGUR karlmaður braust inn í einbýlishús við Óðinsvelli í Keflavík í fyrrinótt. Húsráðendur voru í fastasvefni enda klukkan rúmlega fjögur að nóttu. Þeir vöknuðu þó við ferðir þjófsins inni í húsinu og fór karlmaðurinn á heimilinu fram. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 278 orð | 1 mynd

Keflavík á mikilli siglingu í Evrópukeppninni

KEFLVÍKINGAR gerðu sér lítið fyrir og lögðu CAB Madeira frá Portúgal, 99:88, í bikarkeppni Evrópu á miðvikudag og var þetta annar sigur Íslands- og bikarmeistaranna í b-riðli vesturdeildar keppninnar, en þremur umferðum af sex er lokið. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 150 orð | 1 mynd

Ný stjórn í Georgíu

EDÚARD Shevardnadze , forseti Georgíu, var hrakinn frá völdum um liðna helgi. Þá ruddist fjöldi fólks inn í þinghúsið í höfuðborginni Tblisi. Shevardnadze þurfti að forða sér út úr byggingunni. Fjölmenn mótmæli höfðu staðið yfir í landinu vikum saman. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 139 orð

Stoðir hafa eignast 27% í Högum

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Stoðir hefur aukið hlut sinn í Högum, sem áður hét Baugur Íslandi ehf. og á nú 27% í Högum. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 250 orð | 1 mynd

Sveit lögreglumanna gegn ölvunarakstri í Reykjavík

LÖGREGLAN í Reykjavík hóf átak gegn ölvunarakstri aðfaranótt laugardags. Sérstök sveit lögreglumanna stöðvaði 500 bíla á rúmum tveimur klukkustundum á móts við Laugarnesið og voru flestir ökumenn á leið vestur Sæbrautina. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 114 orð | 1 mynd

Þúsundir snjótittlinga í veislufæði

SÍÐUSTU daga hefur sést til þúsunda snjótittlinga á flögri í kringum kartöflugarða við bæina Helgustaði og Ósabakka á Skeiðum. Meira
30. nóvember 2003 | Baksíða | 138 orð

Þörf á breyttum hugsunarhætti sveitarfélaga

GUÐMUNDUR Kjærnested, annar aðaleigandi og stofnandi Atlantsskipa og Atlantsolíu, segir að samkeppni á eldsneytismarkaði komist á legg hér á landi ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða við óskum Atlantsolíu um lóðir fyrir bensínstöðvar. Meira

Fréttir

30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Afhenti Hundabókina

SEIFUR sem er af dobermanhundakyni afhenti Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra fyrsta eintakið af Hundabókinni sem Almenna bókafélagið hefur gefið út í þýðingu Brynju Tomer. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 20 orð

Afhenti trúnaðarbréf í Ástralíu

EIÐUR Guðnason sendiherra hefur afhent Michael Jeffery, landstjóra Ástralíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Ástralíu með aðsetur í... Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Allt gert klárt í Náttúrufræðihúsinu

Unnið var að því hörðum höndum í gærmorgun að gera allt klárt í Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni áður en Páll Skúlason rektor lagði hornstein að húsinu við hátíðlega athöfn. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 182 orð

Alþjóðaalnæmisdagurinn er á morgun

ALÞJÓÐLEGI alnæmisdagurinn hefur verið haldinn 1. desember frá 1988 eða í 15 ár. Í ár er yfirskrift dagsins Fordómar og útskúfun, "hin sama og síðasta ár og ekki að ástæðulausu - því miður," segir í frétt frá samtökunum. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Ályktanir um stjórnarskrárdrög EES felldar út

FELLDAR voru út ályktanir um drög að stjórnarskrá Evrópusambandsins (EES) á samráðsfundi EFTA-ríkjanna með ESB að tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, en í drögum að ályktun fundarins var ekki dregin upp raunsæ lýsing á stjórnarskrárdrögunum,... Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 845 orð | 1 mynd

Árangur er merkjanlegur

Edda V. Guðmundsdóttir er fædd 23. desember 1943. Útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1977. Starfaði til 1989 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Alþýðuleikhúsinu en hóf þá störf hjá SÁÁ sem ráðgjafi. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 272 orð

Beðið í 17 mánuði eftir niður stöðu réttarkrufningar

BJÖRN Hjálmarsson, faðir Hjálmars Björnssonar sem lést af ókunnum ástæðum í Rotterdam í fyrrasumar, telur svör ríkislögreglustjóra ófullnægjandi varðandi aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda til að finna út hvert banamein Hjálmars heitins var. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 501 orð | 4 myndir

Draumastörfin á Vatnshólnum

VIÐ Háteigsveginn er sannkallað menntaholt. Þar eru fjórir skólar, hver á sínu skólastiginu. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð

Eignarskattur lögaðila lækkar um 39% á milli ára

EIGNARSKATTUR lögaðila lækkaði um 39% á milli áranna 2002 og 2003. Þetta kemur fram nýjum samanburðu ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum lögaðila. Í ár greiddu lögaðilar 1,2 milljarða í eignarskatt vegna eigna í árslok 2002 en í fyrra um 2 milljarða. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fagnar niðurstöðu héraðsdóms um Leifsstöð

HÖSKULDUR Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á fimmtudag. Þar voru flugstöðin og Samkeppnisráð sýknuð af kröfum Íslensks markaðar hf. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fjárframlag til HÍ verði hækkað

SAMÞYKKT var einróma ályktun á fundi háskólaráðs 27. nóvember sl., þar sem fjárframlag til Háskólans í fjárlagafrumvarpi 2004 var til umræðu og fjármál og starfsemi Háskólans almennt. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fortíðarvandi?

SUMIR vilja meina að launamunur kynjanna sé hluti af leifum feðraveldis og með ungum og ferskum viðskiptamönnum komi nýr tími þar sem konur og karlar fá sömu laun fyrir sömu störf. Már Örlygsson listamaður og hugbúnaðarhönnuður segir þó aðra sögu. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Frost um allt land

SPÁÐ er norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en hægari inn til landsins á Suðvesturlandi í dag. Skýjað með köflum og stöku él af og til. Norðan 8-13 og bjartviðri á morgun. Frost 0 til 6 stig. Norðan og norðaustanátt, víða 8-15 m/s, en hægari norðaustanlands. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 519 orð | 2 myndir

Gríðarleg verðbólga!

Svo virðist sem verðbólga á veiðileyfamarkaðinum sé allmiklu meiri heldur en í efnahagslífinu. Nú er sala veiðileyfa í lax- og silungsveiði hafin fyrir vertíðina 2004 og að vanda ríður Stangaveiðifélag Reykjavíkur á vaðið með verðskrá sinni. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Grænlandskynning

ÞAÐ er gott verkefni sem þau Benedikte Torsteinsson og Friðrik Á. Brekkan hafa tekið sér fyrir hendur. Þau komu á fund í Lionsklúbbi Nesþinga á Hellissandi og einnig var tekið á móti þeim á sal grunnskólans á staðnum. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 945 orð | 1 mynd

Hús minninganna og framtíðarinnar

Vigdís Finnbogadóttir kvaðst strax hafa heillast af hugmyndinni um starfið í Norðurbryggju. Helgi Þorsteinsson ræddi við hana um undirbúninginn. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 263 orð

Jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn fimmtudagskvöldið...

Jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20, í kjallara Hallveigarstaða að Túngötu 14 í Reykjavík. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Launamunur kynja mikill hjá stjórnendum

MUNUR á reglulegum launum milli kynja er mestur meðal stjórnenda og tækna og sérmenntaðs starfsfólks en minnstur meðal verkamanna og iðnaðarmanna. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 32 orð

LEIÐRÉTT

Hátíðarguðsþjónusta á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut sem fram fer í dag hefst kl. 14 en ekki kl. 14:30 eins og misritaðist í tilkynningu í blaðinu í gær. Leiðréttist þetta hér... Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Miklar hækkanir á stangveiðileyfum næsta sumar

MIKIL verðbólga virðist hlaupin í veiðileyfamarkaðinn og er hún talsvert meiri en almenn verðlagsþróun í þjóðfélaginu. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð

Minnt á síðustu skiladaga jólapakka

ÍSLANDSPÓSTUR minnir landsmenn á að síðasti sendingardagur fyrir jólapakka til landa utan Evrópu er 3. desember svo þeir komist örugglega til viðtakenda fyrir jól. Síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka til Evrópu er 12. desember hjá Íslandspósti. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

"Átakanlega einmanalegir"

NSAMBA Tadeo 14 ára og Kasumba Ronald 13 ára misstu báða foreldra sína árið 1992. Fyrst bjuggu þeir einir með eldri bróður sínum en þegar hann gifti sig urðu yngri strákarnir að sjá um sig sjálfir. Anna M. Þ. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð

Setur samstarf við samtökin í uppnám

AÐALFUNDUR BSRB mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

...skrúðgarðyrkjumeistari?

JÓN Júlíus Elíasson, skrúðgarðyrkjumeistari hjá Garðmönnum, hefur nóg fyrir stafni þessa dagana, enda mörg verkefni fyrirliggjandi. "Í dag eru mjög margir að klippa tré. Það er tiltölulega lítill snjór, frosin jörð og gott að klippa. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð

Spáir 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs

VIÐSKIPTASTOFA SPRON spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% á milli mánaðanna nóvember og desember. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

Staðfestir að dulkóðun sé í lagi

VALTÝR Sigurðsson, héraðsdómari og formaður stjórnar Persónuverndar, segir stjórn Persónuverndar ekki enn hafa fjallað um nýgenginn dóm Hæstaréttar Íslands þar sem viðurkenndur var réttur konu til að banna að upplýsingar úr sjúkraskrá látins föður hennar... Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 199 orð

Söfnun fyrir munaðarlaus börn

JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar, sem hefst í dag, verður í ár til styrktar munaðarlausum börnum í Úganda. Gíróseðlar og söfnunarbaukar hafa verið sendir landsmönnum en 2.500 kr. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 673 orð | 2 myndir

Talinn hagkvæmur og raunhæfur kostur

TVENN göng frá Akureyri og austur um yfir í Fnjóskadal og að Stórutjarnarskóla myndu stytta vegalengd um 22 kílómetra, en þetta virðist vera raunhæfur kostur að því er fram kom í máli Jóns Þorvalds Heiðarssonar hagfræðings á ráðstefnu sem... Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Tilkynnt um eld í veiðihúsi

SLÖKKVILIÐ Vopnafjarðar var kvatt að veiðihúsi við Selá á fimmtudagsmorgun. Enginn eldur var laus, heldur var um að ræða bilun í brunavarnakerfi hússins. Kerfið er tengt við Securitas og létu þeir neyðarlínu vita. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Varði doktorsritgerð í erfðafræði

*ARNAR Pálsson hefur varið doktorsritgerð við erfðafræðideild fylkisháskólans í Norður-Karólínu (North Carolina State University). Titill ritgerðar er ,,Molecular quantitative genetics of wing shape in Drosophila melanogaster. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Varði doktorsritgerð í lífefnafræði

*ÞORSTEINN Þorsteinsson lífefnafræðingur varði doktorsritgerð sína við lyfjafræðideild Háskóla Íslands 4. apríl sl. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 242 orð

Verslunarmenn án atvinnu

NOKKUÐ mikils atvinnuleysis gætir nú meðal verslunarmanna, en talið er að rúm 5% félagsmanna séu atvinnulaus. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Þróttmikill söngur á Flúðum

ÞAÐ hljómaði sannarlega fagur söngur í aðalsal Félagsheimilisins á Flúðum síðdegis á laugardaginn í seinustu viku. Þrír kórar komu fram: Árnesingakórinn í Reykjavík undir stjórn Gunnars Ben. Meira
30. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Þyrlan sótti hjartveikan mann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti alvarlega hjartveikan mann til Ólafsvíkur um miðjan dag á föstudag og flutti hann til Reykjavíkur og var maðurinn lagður inn á Landspítala - háskólasjúkrahús. Þyrlan fór í loftið um 11. Meira

Ritstjórnargreinar

30. nóvember 2003 | Staksteinar | 362 orð

- Baráttan fyrir frelsi er nú varnarbarátta

Okkur er vandi á höndum í þessu þjóðfélagi og hann er mikill, skrifar Geir Ágústsson í ritstjórnarspjalli í málgagni Frjálshyggjufélagsins. Telur hann reynt að minnka frelsi fólks til orða og athafna á fjölmörgum vígstöðvum. Meira
30. nóvember 2003 | Leiðarar | 344 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

30. nóvember 1993: "Þrjú aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafa undirritað kjarasamninga við hið opinbera, sem eru hliðstæðir þeim samningum, sem gerðir voru milli Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands í vor. Meira
30. nóvember 2003 | Leiðarar | 2208 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Það er smátt og smátt að koma í ljós um hvað stjórnmálaumræður næstu mánaða og missera munu snúast. Kjarni þeirra verður umfjöllun um stóru viðskiptasamsteypurnar og hvernig þeim verður með skynsamlegum hætti settur skýrari lagarammi til að starfa eftir. Meira
30. nóvember 2003 | Leiðarar | 539 orð

Síðasti mannapinn

Mannapinn er í útrýmingarhættu. Ef ekkert verður að gert verður hann aðeins að finna í dýragörðum og uppstoppaðan á söfnum. Meira

Menning

30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

...Attenborough og spendýrunum

"VIÐ erum stödd á heimaslóðum norðurheimskautsrefsins." Þannig hefur David Attenborough þáttaröð sína um heimkynni spendýranna, tíu þátta myndaflokk sem Sjónvarpið byrjar að endursýna í dag kl. 16.10. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 225 orð | 1 mynd

Ástin í ljóðum

HUGMYNDIN að baki plötunnar Íslensk ástarljóð er sótt í samnefnda ljóðabók sem Snorri Hjartarson ljóðskáld tók saman árið 1949. Bókin hefur að geyma ástarljóð frá landnámsöld og fram að þeim tíma sem hún kom út en nokkur ljóðanna voru valin á plötuna. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 481 orð

Bardagameistari eldist

Leikstjórn: Gordon Chan. Handrit: Gordon Chan, Alfred Cheung, Bennett Joshua Davlin, Paul Wheeler. Kvikmyndataka: Arthur Wong. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Lee Evans, Claire Forlani, Julian Sands, John Rhys-Davis. Lengd: 90 mín. Hong Kong & Bandaríkin. Screen Gems, 2003. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 1267 orð | 3 myndir

Borg Guðs á heljarþröm

Þeim er gjarnan lýst af utanaðkomandi sem helvíti á jörðu, fátækrahverfunum í "guðsborginni" Rio de Janeiro. Að ekkert því líkt fyrirfinnist, hvergi ríki önnur eins skálmöld, hvergi eins eldfim blanda af örbirgð og glæpum. Meira
30. nóvember 2003 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Bænir

Hugleiðing til bæna nefnist bók eftir Ingimar Guðmundsson. Hulda Kristín Jóhannesdóttir myndskreytir. Í formála segir höfundur m.a.: "Ég hef persónulega reynslu fyrir því að bænin er mikill styrkur þegar sorg eða aðrir erfiðleikar steðja að. Meira
30. nóvember 2003 | Bókmenntir | 91 orð | 1 mynd

Börn

Hrói bjargar jólunum er eftir Roddy Doyle. Þýðandi er Hjörleifur Hjartarson . Hér fjallar höfundur um það þegar Rúdolf, forystuhreinn jólasveinsins, er kominn með flensu og Sveinki er með allt á hælunum. Hvað er til ráða? Meira
30. nóvember 2003 | Bókmenntir | 197 orð | 1 mynd

Frásögn

Gleymið að þið áttuð dóttur er skráð af Michael Tierney. Þýtt hefur Sigurður Hróaarsson. "Gleymið að þið áttuð dóttur," skrifaði Sandra Gregory heim til foreldra sinna í Bretlandi þegar hún átti yfir höfði sér dauðadóm í Taílandi. Meira
30. nóvember 2003 | Bókmenntir | 118 orð | 1 mynd

Frásögn

Einræður Steinólfs í Fagradal eru skráðar af Finnboga Hermannssyni. Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum, er stór í sniðu og sérstæður maður á flesta lund. Meira
30. nóvember 2003 | Bókmenntir | 143 orð | 1 mynd

Fróðleikur

Grímsey og Grímseyingar - íbúar og saga er ritstýrt af Helga Daníelssyni. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 398 orð | 1 mynd

Gísli gerir samning við EMI

TÓNLISTARMAÐURINN Gísli, sem búsettur er í Noregi, hefur gert samning við breska hljómplötufyrirtækið EMI um útgáfu og dreifingu á fimm plötum á heimsvísu. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 89 orð | 3 myndir

Íslensk hönnun til sýnis

MIKILL fjöldi af vel klæddu fólki var saman kominn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Kínverjar hafa gefið út nýtt safn...

Kínverjar hafa gefið út nýtt safn laga eftir Maó Tse Tung , fyrrverandi leiðtoga landsins, þar sem efnið er meðhöndlað með nýstárlegum hætti. Meira
30. nóvember 2003 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Óperugleði á Tjarnarbakkanum

ÓPERA Reykjavíkur og veitingahúsið Tjarnarbakkinn hafa tekið höndum saman og bjóða upp á óperudagskrá í Iðnó nú í desember. Söngvarar af ungu kynslóðinni flytja atriði úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet. Lögin ættu flestir að kannast við, s.s. Meira
30. nóvember 2003 | Menningarlíf | 880 orð | 6 myndir

Óvenjuleg hringferð

Sýningin Ferðafuða hefur farið hringinn í kringum landið á tveimur árum og er nú til sýnis í Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Myndlistarmennirnir Harpa Björnsdóttir og Ólöf Nordal sögðu Silju Björk Huldudóttur frá hugmyndinni að baki hringferðinni. Meira
30. nóvember 2003 | Menningarlíf | 499 orð | 1 mynd

Portrett af Jóni Þórarinssyni

Í Salnum í Kópavogi er orðin til sú hefð að helga söngtónleika 1. desember ár hvert einu íslensku tónskáldi. Þetta árið verða öll sönglög Jóns Þórarinssonar flutt og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 á mánudaginn. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 2 myndir

Rapparinn Ludacris segist flétta hár sitt...

Rapparinn Ludacris segist flétta hár sitt til þess að það flækist ekki fyrir þegar hann stundar kynlíf. "Það er mikið mál að vera með afrógreiðslu. Og þegar þú sefur hjá mörgum konum verður þú að hafa hemil á hárinu. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 315 orð | 1 mynd

Sá aldrei Regínu

FRIÐRIK Ómar Hjörleifsson syngur tvö lög á plötunni Íslensk ástarljóð. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 357 orð | 1 mynd

Sumarhátíð á Bíldudal

Endalaust, geisladiskur með hljómsveitinni Græna bílnum hans Garðars. Hljómsveitina skipa Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari, G. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 1028 orð | 3 myndir

Tvær stórmerkilegar

Á ður hefur verið fjallað um það á þessum síðum hve mikil gróska er í rokki vestan hafs og þá helst í því er menn steypa saman ólíkum stefnum og straumum, hræra saman hugmyndum út tölvutónlist, rafpönki, nýbylgjurokki og órafmagnaðri tilraunatónlist. Meira
30. nóvember 2003 | Menningarlíf | 955 orð | 1 mynd

Um vorboðann í íslenskri myndlist

Það er ekki laust við að það megi finna ákveðinn vorilm í lofti í íslenskri myndlist þótt vetur sé vart genginn í garð. Af hverju hann stafar er öllu erfiðara að geta sér til um þar sem kalt mat segir okkur að fátt hafi breyst. Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Upp til hálandanna

ÞÁ er komið að fjórðu þáttaröðinni um Hálandahöfðingjann eða Monarch of the Glen . Sögusviðið er skosku hálöndin og segir af ungum óðalseiganda, Archie, sem skyndilega er kallaður aftur til ættaróðalsins Glenbogle. Meira
30. nóvember 2003 | Menningarlíf | 31 orð

Val-myndir, Ármúla 8 kl.

Val-myndir, Ármúla 8 kl. 15 Pétur Pétursson opnar sýningu á 11 málverkum. Þetta er þriðja einkasýning Péturs og eru allar myndirnar málaðar með akríllitum á striga. Sýningin stendur yfir út... Meira
30. nóvember 2003 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Vel tengdir

Í KVÖLD verður sýndur fjörutíu mínútna þáttur um poppsveitina vinsælu Í svörtum fötum. Sú hljómsveit ásamt Írafári er málið í dag hjá poppþyrstum æskulýð en nýlega gaf sveitin, líkt og Írafár, út nýja plötu. Meira
30. nóvember 2003 | Bókmenntir | 87 orð | 1 mynd

Ævintýri

Valkyrjan er eftir Elías Snæland Jónsson. Valkyrjan er saga um Hildi sem lætur engan vaða yfir sig. Dag nokkurn verður hún fyrir óvæntri árás og allt breytist. Þegar hún veit næst af sér er hún stödd í goðheimum þar sem þrjár valkyrjur taka hana að sér. Meira

Umræðan

30. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 409 orð

Fyrirspurn til Flugleiða

FÖSTUDAGINN 14. nóvember síðast liðinn fórum við þrjú saman með Flugleiðum til Kastrup. Förinni var heitið til suðurhluta Svíþjóðar. Á Kastrup vantaði eina ferðatösku. Við snerum okkur beint til Ground Service á staðnum. Meira
30. nóvember 2003 | Aðsent efni | 1643 orð | 1 mynd

Góðir bókadómar til sölu?

FYRIR nokkru greindi Hrannar B. Meira
30. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

Hver þekkir fólkið á myndunum?

FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað af Snæfellsnesi eða úr Dalasýslu, e.t.v. af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja þá sem eru á myndunum, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma... Meira
30. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Kristniboð

ÞAÐ hefur ekki farið framhjá neinum, sem horfir á kristilegu sjónvarpsstöðina Omega að þar er mikil þörf á aðstoð fjárhagslega. Ég er eldri borgari og er mikið heima og má alls ekki til þess hugsa að missa stöðina. Meira
30. nóvember 2003 | Aðsent efni | 1035 orð | 4 myndir

"Greindur maður túlkar bæði bókina og lífið"

Skýrsla menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs kom út í haust og boðar umfangsmikla endurskipulagningu á almennri bóknámsleið til stúdentsprófs. Meira
30. nóvember 2003 | Bréf til blaðsins | 328 orð | 1 mynd

Reykjavík í byrjun 21.

Reykjavík í byrjun 21. aldar MÓÐIR, sem stóð með börn sín 13. nóvember sl. heimilislaus á Arnarhólnum eftir neitun félagsþjónustu um hjálp, býr enn í skrifstofuhúsnæði sem henni og börnum hennar var komið í í neyð þeirra. 26. nóvember sl. Meira
30. nóvember 2003 | Aðsent efni | 1309 orð

Staðreyndir um störf og formennsku Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

MÆÐRASTYRKSNEFND á sér 75 ára farsæla sögu, en nefndin er samstarfsverkefni sem að standa átta félög kvenna í Reykjavík. Meira

Minningargreinar

30. nóvember 2003 | Minningargreinar | 643 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG HASSING

Guðbjörg Hassing fæddist á Bakka í Geiradal í A-Barðastrandarsýslu 31. ágúst 1905. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 21. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2003 | Minningargreinar | 495 orð | 1 mynd

KJARTAN HALLDÓR RAFNSSON

Kjartan Halldór Rafnsson fæddist í Reykjavík 31. desember 1968. Hann lést í Svíþjóð 27. október síðastliðinn og var útför hans gerð þar en minningarathöfn var um Kjartan í Bústaðakirkju 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

30. nóvember 2003 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. desember, er áttræður Leifur Eiríksson, matreiðslumeistari frá Felli, Akurgerði 1, Reykjavík. Hann verður að... Meira
30. nóvember 2003 | Dagbók | 238 orð | 1 mynd

Aðventukvöld í Seljakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í...

Aðventukvöld í Seljakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Seljakirkju sunnudagskvöldið 30. nóvember kl. 20 Aðventusöngvar verða fluttir af Kirkjukórnum, Barnakórnum og Seljum, kór kvenfélagsins. Martial Nareau leikur á flautu. Gunnar Guðbjörnsson syngur einsöng. Meira
30. nóvember 2003 | Fastir þættir | 236 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Norðmaðurinn Glenn Grötheim fær mörg prik fyrir hugdirfsku, en slík prik eru oft létt í vasa við spilaborðið. Þar er barist um önnur prik - impa-prikin. Meira
30. nóvember 2003 | Í dag | 396 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þrjátíu pör í Gullsmára Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi í Gullsmáranum spilaði tvímenning á 15 borðum í félagsheimilinu Gullsmára 13 fimmtudaginn 27. nóvember. Meðalskor var 264. Beztum árangri náðu: NS Guðjón Ottóss. - Guðmundur Guðv. Meira
30. nóvember 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst sl. þau Julie Kerr og Haki Þór Antonsson. Þau voru gefin saman af séra Bowden frá Belfast í St. Salvator's Chapel, Univeristy of St. Andrews. Heimili þeirra er í Cambridge,... Meira
30. nóvember 2003 | Fastir þættir | 268 orð

Falla - bíða bana

Í pistli 2. nóv. var rætt um so. að deyja og önnur sagnorð, sem höfð eru um viðskilnað af þessum heimi. Þó er ekki unnt að nota öll þeirra sem samheiti, þar sem viðskilnaður verður á ýmsa vegu. Meira
30. nóvember 2003 | Í dag | 684 orð | 1 mynd

Fjögur kerti

Aðventukransinn er eitt af helstu táknum jólaföstunnar. Og þó ekki hann einn og sér, því fjögur kerti eru þar jafnframt áföst. Sigurður Ægisson fjallar í dag um það efni og ekki hvað síst aðventusálminn góða, sem um kertin fjallar. Meira
30. nóvember 2003 | Dagbók | 212 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Neskirkja. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Meira
30. nóvember 2003 | Dagbók | 456 orð

(Jh. 12, 50.)

Í dag er sunnudagur 30. nóvember, 334. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. Meira
30. nóvember 2003 | Fastir þættir | 269 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. a3 c4 7. g3 Ra5 8. Rbd2 Bc6 9. Bh3 Dd7 10. 0-0 Ba4 11. De2 0-0-0 12. Re1 Kb8 13. f4 g6 14. Rdf3 Rb3 15. Hb1 h5 16. Be3 Rh6 17. Rg5 Ra5 18. Ref3 Rc6 19. Bf2 Re7 20. Bg2 Rc8 21. h3 De8 22. Hfc1 Rb6 23. Meira
30. nóvember 2003 | Dagbók | 25 orð

STÚLKULÝSING

Líneik leit ég sjónar glæðum, logn var mjöllu stráð, gullreik gekk af hjarnar hæðum glitri sólar fáð, eins veik yfir græna láð sem fagurfley í vindi flytja seglin... Meira
30. nóvember 2003 | Fastir þættir | 383 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji vill þakka húsbændum sjónvarvarpsstöðvarinnar Sýnar fyrir að hefja útsendingar frá leikjum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Það var löngu tímabært vegna mikils áhuga á handknattleik hér á landi. Meira

Sunnudagsblað

30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 1636 orð | 2 myndir

Barnastjarnan og barítóninn

Fyrir tíma Bítlanna söng þrettán ára ítalskur drengur, Robertino Loreti, sig inn í hugi og hjörtu heimsins. Nú berst barnsrödd hans um heiminn aftur og þá ofan af Íslandi. Freysteinn Jóhannsson fjallar um undrabarnið með gullnu röddina, sem fullorðnaðist barítón. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 1120 orð | 4 myndir

Besti vinur mannsins

"Allar aðstæður til hundahalds í þéttbýli hafa gjörbreyst á örfáum árum," segir Brynja Tomer sem hefur þýtt og staðfært Hundabókina eftir Joan Palmer sem Almenna bókafélagið gefur út. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 1215 orð | 2 myndir

Ekið frítt í mánuð

Atlantsolía stefnir að því að hefja sölu á bensíni um miðjan desembermánuð. Guðmundur Kjærnested, annar aðaleigandi og stofnandi Atlantsolíu og Atlantsskipa, sagði í samtali við Grétar Júníus Guðmundsson, að verð á dísilolíu hafi lækkað hér á landi með tilkomu Atlantsolíu og gera megi ráð fyrir að það sama muni gerast varðandi verð á bensíni. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 2635 orð | 6 myndir

Fyrsti vitinn á Íslandi

Um þessar mundir eru liðin 125 ár frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján Sveinsson segir frá tildrögum vitabyggingarinnar, fyrsta vitanum og fólki sem við þessa sögu kom. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 726 orð | 9 myndir

Hollywoodstjörnur í ítölskum villum

Ítalía er vinsæll dvalarstaður meðal fræga fólksins, segir Bergljót Leifsdóttir Mensuali, og sífellt algengara er að hinir ríku og frægu fjárfesti þar í fasteignum. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 661 orð | 1 mynd

Í leiksmiðju barnanna

Á barnasýningum gerist leikritið ekki bara á sviðinu. Það fer líka fram úti í sal. Þar er fluttur spuni sem fullorðnir gætu ekki leikið eftir. Því spuni er að sleppa sjálfum sér lausum; ritskoða ekki sjálfan sig. Fullorðnir eru svo alvarlegar kiljur. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 2073 orð | 3 myndir

Í skugga þunglyndis

Bókarkafli Fegurð, frægð og veraldleg velgengni skapa ekki lífshamingjuna,það hefur Linda Pétursdóttir fengið að sannreyna. Fyrrverandi Ungfrú alheimur og ímynd glæsileika og velgengni í viðskiptum átti á seinni árum sér aðra og stormasamari tilveru í skugga ofbeldis og botnlausrar örvæntingar líkt og fram kemur í frásögn Reynis Traustasonar. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 2370 orð | 2 myndir

Leitarvélin mikla

Sífellt fjölgar vefsíðum, um tíu milljón síður á dag að mati margra, og erfitt að leita í öðru eins flóði. Árni Matthíasson rekur hér sögu Google-leitarvélarinnar sem skotið hefur öðrum slíkum fyrirtækjum ref fyrir rass. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 629 orð | 1 mynd

Næsti Harry Potter?

Jonathan Stroud tekur á töfrum á óhefðbundinn hátt, en gerir sér vonir um að hans útgáfa af þessu vinsæla efni verki sem galdrar. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 847 orð | 2 myndir

"...og allar línur glóðu"

Óhætt er að segja að straumhvörf hafi orðið í útvarpsmálum á Íslandi þegar Rás 2 var stofnuð fyrir tuttugu árum. Rásinni var að mestu tekið fagnandi, enda hafði "gamla gufan" lítið sinnt ungu kynslóðinni, en sumir höfðu þó horn í síðu nýstárlegrar dagskrárgerðar. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 1159 orð | 1 mynd

Stéttaskipting

Einu sinni vann ég á sjúkrahúsi hér í bæ og gegndi störfum sjúkraliða þótt ekki hefði ég formlega menntun til þess, aðeins starfsreynslu í umönnun frá öðru sjúkrahúsi. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 2820 orð | 2 myndir

Stríðaldir forstjórar

Laun stjórnenda stórfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu, ekki einungis á Íslandi heldur um allan heim. Breska tímaritið The Economist birti í síðasta mánuði úttekt á umræðunni og leggur meðal annars til að launanefndir fyrirtækja beri aukna ábyrgð. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 1508 orð | 3 myndir

Söguleg Suðurferð

Bókarkafli Halldór Laxness er án efa einn merkasti rithöfundur okkar Íslendinga. Ævi hans var um margt litrík, en Halldór tók kaþólska trú, afneitaði henni síðar og aðhylltist hugmyndafræði kommúnista, auk þess að ferðast víða um lönd, m.a. til Englands, Frakklands og Ítalíu líkt og segir frá í frásögn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar af ævi Laxness. Meira
30. nóvember 2003 | Sunnudagsblað | 283 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Ég var að vonast til að fá heita máltíð einhvers staðar, takk fyrir að bjóða mér í mat. George W. Bush Bandaríkjaforseti snæddi kalkún með bandarískum hermönnum í Bagdad í tilefni þakkargjörðarhátíðarinnar, í óvæntri heimsókn sinni til Íraks. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1226 orð

2003 Desember

Úranus, pláneta skyndilegra breytinga, verður aftur í Fiskum í lok ársins eftir sjö ára veru í Vatnsbera. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 286 orð

30.11.03

Er líf eftir dauðann? Þessari spurningu hafa margir reynt að svara og sitt sýnist hverjum. Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill lítur á dauðann sem flutning á milli heima og er sannfærð um að það séu til margar jarðvistir þar sem alheimurinn sé óravíður. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 742 orð | 9 myndir

Af hárgjörningum og larfalýð í Óperunni

Tókst að sannfæra félagana um gildi óperusöngs eftir að ég fór á tónleikana með Kiri Te Kanawa. Þeir samþykktu að koma með mér á frumsýningu á Werther í Íslensku óperunni á laugardaginn. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 587 orð | 1 mynd

Af hverju ekki?

S um mál eru þannig vaxin að maður skilur ekki hvers vegna þau eru eins og þau eru. Enginn vill mæla status quo bót, en samt tekur enginn frumkvæðið í sínar hendur og breytir því. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 808 orð | 1 mynd

Allt er vænt ...

U m miðjan mánuðinn hvöttu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) til aukinnar neyslu ávaxta og grænmetis um allan heim. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 320 orð | 1 mynd

Ari og Páll

Ari Edwald 39 ára: "Ég tek virkan þátt í uppeldi sonar míns og reyni að láta hann finna að ég er vinur hans. Um leið vil ég að hann finni að hann þurfi að vera agaður, hægt sé að treysta honum og hann þurfi að haga sér vel. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 250 orð | 1 mynd

Birna Þórarinsdóttir

Birna Þórarinsdóttir fæddist árið 1979 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Hún fór í Melaskóla, Hagaskóla og MR eins og títt er um vesturbæinga - og útskrifaðist 25. október sl. úr stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 93 orð

Bleikt blóð

Blóð úr einum manni getur verið dökkrautt, á meðan blóð úr öðrum er skærrautt. Þegar Ómar Pálmason og Þóra Steffensen helltu blóði á möl og gras utan borgarlandsins gátu þau sagt til um hverjir blóðgjafanna reyktu. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 88 orð | 1 mynd

Blóðugur blótsteinn

Blóðugur blótsteinn Þegar grafið var fyrir sumarbústað á Ströndum rákust menn á sérkennilegan stein. Kunnugir töldu að þarna væri kominn blótsteinn, en svo kölluðust þeir steinar sem notaðir voru við fórnir í heiðnum sið. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 78 orð | 1 mynd

Cruise og Cruz

Hollywood-leikarinn Tom Cruise og spænska leikkonan Penelope Cruz koma til forsýningar á nýjustu mynd Cruise "The Last Samurai" í Tókýó í Japan. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1000 orð | 1 mynd

Dr. pabbi

Gunnar Lárus Hjálmarsson býr við Vesturvallagötuna, í Vesturbænum. Sjálfmenntaður doktor í rokki. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 102 orð

Einföld ráð að markinu Hreinn ávaxtasafi...

Einföld ráð að markinu Hreinn ávaxtasafi (gjarnan nýkreistur) með morgunmatnum Ávextir í millibita - alltaf með einn til tvo í töskunni Salat með hádegismatnum - eða sem aðalrétt Grænmetisbitar tilbúnir að grípa í - heima og í vinnunni Þurrkaðir ávextir... Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 619 orð | 1 mynd

Feðgar í lifandi leikhúsi

F eðgarnir og leikararnir Arnar Jónsson og Þorleifur Arnarsson eru að æfa saman leikrit, nánar tiltekið einleik, og samkvæmt heimi sem er í réttri tímaröð væri það mjög eðlilegt ef Arnar leikstýrði Þorleifi. En svo er ekki. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 905 orð | 1 mynd

Ferða- og persónufrelsi vegast á

Finnast þér útlendingar orðnir of margir á Íslandi? Nei, en það er hins vegar ekki mitt að hafa skoðun á því. En miðað við ástandið í dag finnast mér þeir alls ekkert ofmargir. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 381 orð | 2 myndir

Fornsögur á skífum og fiskiroð í ól

B jörk Bjarkadóttir er nýflutt heim til Íslands eftir að hafa búið í París og Brussel síðastliðin tólf ár. Í farteskinu lumaði hún á frumlegum armbandsúrum sem hún hannaði sjálf og eru sannkallað listaverk enda hefur Listasafn Íslands tekið þau til sölu. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 209 orð | 1 mynd

Frá mínum sófa séð og heyrt Eivör Pálsdóttir

F æreyska söngkonan Eivör Pálsdóttir hyggur á tónleikaferðalag um landið til að kynna nýju breiðskífuna sína Krákuna 6.-14. desember. Söngkonan er nú í heimalandinu Færeyjum þar sem hún er að kynna plötuna fyrir löndum sínum. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 50 orð

Gómsætt og hollt vetrarsælgæti ½-1 epli...

Gómsætt og hollt vetrarsælgæti ½-1 epli á mann, hakkaðar heslihnetur, rúsínur, kanill og örlítið hunang. Eplin skorin í tvennt og kjarninn tekinn úr. Hnetum, rúsínum, hunangi og kanil blandað saman og eplin fyllt með blöndunni. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 121 orð | 9 myndir

Græna byltingin

Það er ekki létt að vera grænn, söng Kermit froskur á sínum tíma, því grænt er litur hins hversdagslega. Það gæti breyst næsta sumar, ef marka má vor- og sumartískusýningar 2004, sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 44 orð

Hér og þar

HÉR OG ÞAR Um síðustu helgi var frumsýnd óperan Werther eftir Jules Massenet við góðar undirtektir óperugesta. Þá var Intercoiffure á Íslandi með hár- og fatasýningu á NASA þar sem sýnt var það nýjasta frá París. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 541 orð | 3 myndir

Hönnun án landamæra

I ngólfur Guðmundsson iðnhönnuður býr á Akureyri. Hann lærði fagið í Bandaríkjunum og vinnur þessa dagana með Önnu Gunnarsdóttur í Galleríi Svartfugli að nýjung þar sem þæfð ull er notuð í húsmuni og húsgögn. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 291 orð | 1 mynd

Kjartan og Ragnar

Ragnar Kjartansson 27 ára: "Pabbi er vinur minn. Mér þykir ofboðslega vænt um hann. Hann stendur með mér, hefur alltaf staðið með mér og hjálpað mér að takast á við lífið. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 164 orð | 2 myndir

Kjúklingur í mjólk

Dálítið undarleg en í alvörunni frábær blanda, sem verður að prófa. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 348 orð | 1 mynd

Kona eins og ég

Hvaða bók breytti lífi þínu? Hobbitinn eftir Tolkien hafði mikil áhrif á mig. Ég las hana þegar ég var 11 ára og uppgötvaði þá hvað það er gaman að lesa. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Sókrates, hann kunni að veiða þekkinguna upp úr fólki. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 3032 orð | 2 myndir

Lesið í blóð

Á fáförnum stað utan borgarmarkanna krjúpa rannsóknarlögreglumaður og réttarmeinafræðingur. Ómar Pálmason og Þóra Steffensen líkjast einna helst geimförum í fjólubláu ljósinu, þar sem þau rýna í ljómandi blóðbletti í jarðveginum. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 3032 orð | 5 myndir

Lesið í blóð

Á fáförnum stað utan borgarmarkanna krjúpa rannsóknarlögreglumaður og réttarmeinafræðingur. Ómar Pálmason og Þóra Steffensen líkjast einna helst geimförum í fjólubláu ljósinu, þar sem þau rýna í ljómandi blóðbletti í jarðveginum. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1164 orð | 4 myndir

Línan, Strikið og strengurinn

É g var einu sinni á gangi í roki í Austurstræti eins og þar er oft. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 149 orð

Luminol og fluorescin

Luminol og fluorescin eru efnablöndur sem notaðar eru í réttarrannsóknum til greiningar á blóði. Báðar efnablöndurnar greina blóð í mikilli þynningu, gamalt sem nýtt. Luminol er mjög þunnt, eins og vatn. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 3222 orð | 5 myndir

Miðlar milli heima

Ætli þetta sé bara ekki síðasta jarðvistin þín - þú ert í það minnsta orðin mjög gömul sál," segir miðill sem ég er stödd hjá í uppörvandi tón. En ég finn til djúprar saknaðartilfinningar. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 2236 orð | 1 mynd

Nýtt hlutverk feðra

Frásagnir fullorðinna karlmanna af feðrum sínum einkennast oft af söknuði og sársauka yfir að hafa aldrei raunverulega þekkt þessa persónu sem átti að vera fyrirmynd þeirra. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 626 orð | 1 mynd

Nýtt íslenskt eldhús?

Þ ótt íslensk veitingahúsamenning hafi tekið heljarstökk á síðustu áratugum má velta fyrir sér hvort eitthvað sé til sem kalla mætti "íslenskt eldhús". Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 542 orð | 1 mynd

"Hinar dæturnar fóru á stúfana og í ljós kom að ég átti enga þeirra"

Á dögunum hringdi til mín maður einn sem sagði sínar farir ekki sléttar. Hann kvaðst hafa komist að því að hann væri ekki faðir þriggja dætra sem honum og konu hans höfðu fæðst í hjónabandi þeirra. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 547 orð | 1 mynd

"Veit ekki hvort fyrri kynslóðir fæddust altalandi á dönsku"

"Ég kem frá Íslandi og ég er rithöfundur," tafsaði ég og starði á brosmilda kennslukonu. "Rithöfundur!" sagði hún uppörvandi rómi og leit á hina nemendurna í bekknum. "Vitið þið hvað rithöfundur (forfatter) þýðir? Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1971 orð | 2 myndir

Ráða á í störf eftir hæfileikum

Hver og einn verður að finna sinn farveg og læra að njóta sín. Ég er sem betur fer svo heppin að vera ánægð með það sem ég er að fást við," segir ljóshærða konan í svörtu dragtinni og ljósa frakkanum sem gengur rösklega við hlið mér. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 89 orð | 8 myndir

Sól, sól skín á mig

Það er við hæfi að líta aðeins inn í framtíðina og bjartari tíð, nánar tiltekið næsta vor, nú þegar skammdegið er skollið á. Margir straumar og stefnur komu upp á yfirborðið í sýningunum á tísku næsta vors í tískuborgunum fjórum í haust. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 289 orð | 2 myndir

Vín

Það er ekkert lát á ferskum og ávaxtaríkum vínum úr þrúgunni Chardonnay. Stöðugt bætast við ný vín í þeim flokki enda vinsældirnar miklar. Solora Chardonnay 2002 er hið ágætasta hvítvín frá Vestur-Ástralíu. Meira
30. nóvember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 36 orð

Æskilegt magn ávaxta og grænmetis á...

Æskilegt magn ávaxta og grænmetis á dag (í skömmtum) Grænmeti Ávextir Börn 2-6 ára 3 2 Börn eldri en 6 ára, unglingsstúlkur og flestar konur4 3 Unglingsstrákar og flestir karlmenn 5 4 *USDA, ráðleggingar fyrir Bandaríkjamenn... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.