Greinar þriðjudaginn 2. desember 2003

Forsíða

2. desember 2003 | Forsíða | 201 orð | 1 mynd

Aldrei séð annað eins af snjótittlingum

ÞAÐ eru engar ýkjur að þúsundir snjótittlinga hafi síðustu daga verið á flögri í kringum kartöflugarða við bæina Helgustaði og Ósabakka á Skeiðum, en eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag hafa bændur á bæjunum aldrei séð þvílíka fuglamergð. Meira
2. desember 2003 | Forsíða | 166 orð | 1 mynd

Fer Yukos til Chelsea-eigandans?

RÚSSNESKI auðjöfurinn Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur verið sakaður um að ganga erinda Moskvustjórnarinnar en fyrir helgi hætti hann skyndilega við fyrirhugaða sameiningu olíufélaganna Sibnefts og Yukos. Meira
2. desember 2003 | Forsíða | 210 orð | 1 mynd

Hlýjasta ár frá því mælingar hófust

FYRSTU ellefu mánuðir ársins eru þeir hlýjustu sem mælst hafa frá því að samfelldar mælingar hófust í Reykjavík 1871, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira
2. desember 2003 | Forsíða | 266 orð | 1 mynd

"Eini raunhæfi kosturinn á friði"

"FÓLKIÐ styður það en það eru leiðtogarnir, sem standa í veginum fyrir friði," sagði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er hann fagnaði í gær Genfarfrumkvæðinu, nýrri áætlun um frið í Mið-Austurlöndum, sem einu raunhæfu leiðinni. Meira

Baksíða

2. desember 2003 | Baksíða | 551 orð | 1 mynd

Alla langar að líða vel

Guðbjörg Thoroddsen hefur haft áhuga á líðan fólks frá því hún man eftir sér. Hún hjálpar fólki að vinna með tilfinningar sínar og styrkja sjálft sig. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 189 orð

Eigandi Heimsferða kaupir Terra Nova-Sól

ANDRI Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Heimsferða, hefur keypt ráðandi hlut í ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól, og verður gengið frá kaupunum í dag. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi staðfesti Andri að kaup hans á a.m.k. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 159 orð

Erlend ríki sýna Barnahúsi áhuga

SÆNSK stjórnvöld hafa sýnt starfsemi Barnahússins hér á landi verulegan áhuga með það í huga að taka upp svipaðar aðferðir í Svíþjóð við skýrslutöku á börnum fyrir dómi og viðtölum sérfræðinga við börn. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 128 orð

Heilablæðing boxara reyndist mikil

KOMIÐ hefur í ljóst að hnefaleikamaðurinn Ari Ársælsson hlaut mikla heilablæðingu eftir viðureign sína við Heiðar Sverrisson í Eyjum á laugardag. Ari var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær og fluttur á heila- og taugaskurðdeild. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 51 orð | 1 mynd

Meiðsli Eiðs Smára ekki alvarleg

MEIÐSLI Eiðs Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, reyndust ekki eins alvarleg og óttast var. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 138 orð | 1 mynd

Óverulegt tjón í eldi í Landsbankanum

ÓVERULEGT tjón varð á húsnæði Landsbanka Íslands í miðbæ Reykjavíkur þegar eldur kom upp á efstu hæð hússins í gær. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í millilofti. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 77 orð | 1 mynd

Piltur beið bana í lestarslysi

NÍTJÁN ára gamall íslenskur piltur, Atli Thor Birgisson, lést aðfaranótt laugardags í Kaupmannahöfn er hann varð fyrir lest á Nordhavn-lestarstöðinni í austurhluta Kaupmannahafnar. Atli Thor var fæddur hinn 15. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 81 orð

Rætt um börn án umsjár

MEGINERINDI Braga Guðbrandssonar til Svíþjóðar þessa dagana er að sitja fund á vegum Eystrasaltsráðsins sem ber yfirskriftina "Börn án umsjár". Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 168 orð | 1 mynd

Stakkst niður í flugbrautina

"ÞETTA var smáhögg en ekkert alvarlegra en það," sagði flugmaður tveggja sæta Cessnu-flugvélar sem stakkst niður í flugbrautina á Raufarhöfn í gærdag þegar hann flaug yfir flugvöllinn. Hvorki hann né farþegi meiddust við óhappið. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 365 orð | 1 mynd

Sviti og munnangur algeng einkenni

Læknar í Englandi og Wales hafa greint frá niðurstöðum viðamikillar rannsóknar sem miðaði að því að bera kennsl á einkenni sem gætu leitt til svokallaðs vöggudauða, sem er dularfullur dauðdagi sem herjar á kornabörn. Meira
2. desember 2003 | Baksíða | 164 orð | 5 myndir

Tvíburaskraut fyrir þessi jól

Það var aldeilis jólastemning hjá nokkrum starfsstúlkum Símans þegar þær komu saman eitt kvöldið fyrir skömmu að afloknum vinnudegi til að föndra fyrir jólin. Meira

Fréttir

2. desember 2003 | Landsbyggðin | 209 orð | 1 mynd

17 kassar af bréfum afhentir

Blönduós | Þórhildur Ísberg, fyrrverandi skjalavörður Héraðsskjalasafns A-Húnavatnssýslu, afhenti Héraðsskjalasafninu fyrir skömmu 17 kassa sem hafa að geyma bréfasafn Halldóru Bjarnadóttur frá árinu 1883 til 1980. Meira
2. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 134 orð

60 ára bókabúð | Bókabúð Böðvars...

60 ára bókabúð | Bókabúð Böðvars fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir en verslunin hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Á sjálfan afmælisdaginn sem var í gær, mánudag, var boðið upp á köku og kaffi fyrir viðskiptavini. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

62,6% af bensínverði í ríkissjóð

STÓRU olíufélögin þrjú hækkuðu í gær bensínverð um 3,90 kr. í kjölfar breytinga sem Alþingi gerði á bensíngjaldi og vörugjaldi af bensíni. Þessi breyting leiðir til þess að 62,6% af verði eins lítra af 95 oktana bensíni fer nú til ríkisins. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 301 orð

Aðeins tveir þættir í Sjónvarpinu textaðir

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um að ákveðnum aðilum, þ.ám. sjónvarpsstöðvum, sé skylt að texta allt efni sem þeir í atvinnuskyni senda út, framleiða eða dreifa. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 277 orð

Allir mældir með þröngum "sjónglerjum" bóknáms

Fundur kennarafélags í Verkmenntaskólanum á Akureyri skorar á menntamálaráðherra að verja lengri tíma í að skoða breytingar á námi og námskipan íslenskra framhaldsskóla en nú er áformaður. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 361 orð

Allt að 55% verðmunur var á milli lyfjaverslana

TALSVERÐUR verðmunur mældist á verði ýmissa tegunda bætiefna þegar Samkeppnisstofnun kannaði verð í lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu nýlega. Verðmunurinn mældist allt að 55% á einstaka tegundum, en minnstur var hann 4%. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 319 orð | 2 myndir

Athyglisverð hugmynd sem þarf að skoða

"HUGMYNDIN er góð en hefur á sér bæði kost og löst," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, um hugmynd Jóns Þorvaldar Heiðarssonar að gera tvenn jarðgöng, frá Akureyri í Fnjóskadal og þaðan yfir að Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði... Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 312 orð

Áframhaldandi starfsemi HHÍ verði tryggð

"ÞETTA frumvarp hefði ekki verið flutt ef talið væri að með því yrðu brotnar einhverjar reglur," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um frumvarp um framlengingu einkaleyfis Happdrættis Háskóla Íslands til 15 ára. Meira
2. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 117 orð | 1 mynd

Ágóðinn til munaðarlausra barna

Kópavogur | Jólakúlur til styrktar starfsemi SOS-barnaþorpanna í Afríku voru settar á jólatré fyrir utan Debenhams í Smáralindinni um helgina. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sem setti fyrstu jólakúluna á tréð. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Á leið til Orlando með styrk Vildarbarna

FYRSTA fjölskyldan úr hópi styrkþega styrktarsjóðs Vildarbarna, sjóðs sem Flugleiðir stofnuðu ásamt viðskiptavinum til að styrkja langveik börn og foreldra þeirra til ferðalaga, lagði upp í ferð í gær. Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 193 orð

Átta óbreyttir borgarar sagðir liggja í valnum

YFIRMENN bandarísku hersveitanna í Írak sögðu í gær að þær myndu halda áfram að svara árásum á þær af hörku eftir hörð átök sem Bandaríkjaher telur að hafi kostað 54 menn lífið á sunnudag, þeirra á meðal átta óbreytta borgara. Meira
2. desember 2003 | Miðopna | 450 orð | 1 mynd

Bandamenn á mörgum sviðum alþjóðamála

Fumiko Saiga sendiherra Japans á Íslandi með aðsetur í Noregi afhenti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf sitt á dögunum. Meira
2. desember 2003 | Miðopna | 1483 orð | 1 mynd

Borgarinn þarf að sjá að rödd hans heyrist

Helstu stofnanir samfélagsins þurfa að nýta sér upplýsingatæknina með markvissari hætti í því skyni að eiga gagnvirkar samræður við almenning. Að öðrum kosti er lýðræðið sjálft í hættu. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við bandaríska fræðimanninn Steven Clift um þessi mál. Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Bush ætlar að afnema stáltollana

STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að afnema flesta tolla, sem lagðir voru á innflutt stál fyrir tuttugu mánuðum, að því er The Washington Post hafði í gær eftir heimildarmönnum í Hvíta húsinu og stáliðnaðinum. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Búið að toga skipið og teygja á alla kanta

"ÞAÐ hefur vissulega gengið vel en það er ennþá langt í tveggja milljóna tonna múrinn," sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri á aflaskipinu Berki NK, en skipið landaði um síðustu helgi ríflega eitt þúsund tonnum af kolmunna í Neskaupstað og hefur... Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Dikta opnar ljósmyndavöruverslun við Laugaveg

DIKTA hefur opnað nýja ljósmyndavöruverslun að Laugavegi 178. Hjá Diktu fást Canon, Kodak, Mamiya, Contax, Sigma, Gitzo, Gossen, Imacon, Leaf o.fl. vörumerki. Dikta selur hefðbundnar og stafrænar myndavélar með öllum aukabúnaði. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 724 orð | 1 mynd

ESB óskar eftir hugmyndum

Nicholas Hartley útskrifaðist með doktorspróf í efnisframleiðslu og örtækni frá Háskólanum í Sussex í Englandi. Hann hefur víða komið við sögu á löngum ferli, en hingað til lands kemur hann sem framkvæmdastjóri stofnunar sem metur verkefni og umsóknir um styrki til sérstakrar rannsóknaráætlunar sem Efnahagsbandalagið stendur fyrir og miðar að því að sameina Evrópu sem eitt vísindasvæði. Hann er hér á landi í boði RANNÍS og heldur kynningarfund á Grand hóteli næstkomandi fimmtudagsmorgun. Meira
2. desember 2003 | Austurland | 598 orð | 2 myndir

Félag í framkvæmdahug

Kaupfélagi Héraðsbúa hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna mánuði vegna mikillar uppbyggingar og virkjanaframkvæmda á Austurlandi. Meira
2. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 43 orð | 1 mynd

Fjölmenni í jólaþorpi í Hafnarfirði

JÓLAÞORPIÐ á Thorsplaninu í Hafnarfirði var opnað síðast liðinn laugardag og var margt um manninn. Í þorpinu eru básar þar sem hægt er að fá ýmsan varning tengdan jólunum, ásamt heitum veitingum fyrir kalda vetrardaga. Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Forstjóri Boeing segir af sér

FORSTJÓRI og stjórnarformaður Boeing, Phil Condit, sagði af sér í gær, nokkrum dögum eftir að fyrirtækið rak fjármálastjóra fyrirtækisins og annan stjórnanda fyrir "brot á siðareglum" í tengslum við samninga við bandaríska varnarmálaráðuneytið. Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Fórnarlamba alnæmis minnst

FILIPPSEYINGAR kveikja á kertum til minningar um fólk sem dáið hefur af völdum alnæmis. Milljónir manna tóku þátt í ýmsum athöfnum og göngum í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum í gær. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Fræðslurit um alnæmi á erlendum tungum

BÆKLINGURINN Staðreyndir um HIV og alnæmi, sem út kom á vegum sóttvarnasviðs Landlæknisembættisins fyrir fáum vikum, hefur nú verið þýddur á fimm tungumál. Voru þeir gefnir út í gær á alþjóðlegum baráttudegi gegn alnæmi. Meira
2. desember 2003 | Suðurnes | 83 orð

Fundað með geðfötluðum | Fjölskyldu- og...

Fundað með geðfötluðum | Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjörg á Suðurnesjum hafa samvinnu um að skoða möguleikann á því að koma á fót athvarfi fyrir geðfatlaða á svæðinu. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 331 orð

Haldið verði fast í ábyrga stefnu í áfengismálum

NORRÆNA áfengis- og eiturlyfjarannsóknarnefndin (Nordiska nämnden för alkohol och drogforskning, NAD) vill að ráðherrar Norðurlandanna fari fram á undantekningu frá samningum um þjónustuviðskipti á vegum Alþjóðaheimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) að því... Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Haraldur konungur með krabbamein

HARALDUR Noregskonungur er með krabbamein í þvagblöðru, að sögn vefsíðu norska blaðsins Aftenposten . Mun hann gangast undir aðgerð í næstu viku og er vonast til að með því verði komist fyrir meinið. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Hittir forseta Írans í dag

OPINBER heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og viðskiptasendinefndar til Írans heldur áfram í dag. Þá mun hann eiga fundi með Mohammad Khatami, forseta Írans, og Mohammad Hojjati, sjávarútvegsráðherra landsins. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Hnoða, fletja út, skera og bretta

Mývatnssveit | Þegar komið er að jólaföstu kemst rót á húsmæður í Þingeyjarsýslu. Ekki síst er það þá laufabrauðsgerðin sem kallar á samstillt átak hugar og handa allra á heimilinu. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 101 orð | 2 myndir

Íslandsklukku hringt þriðja sinni

HÁTÍÐARDAGSKRÁ var í Háskólanum á Akureyri í gær, 1. desember, í tilefni fullveldisdagsins. Íslandsklukkunni, verki eftir Kristin E. Hrafnsson myndlistarmann, var nú hringt þriðja sinni, en klukkunni er einungis hringt 1. desember ár hvert. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Jólafundur Samhjálpar kvenna , hóps til...

Jólafundur Samhjálpar kvenna , hóps til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, verður í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, húsi Krabbameinsfélagsins, í dag, þriðjudaginn 2. desember, kl. 20. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Jólakort Styrks

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, selur nú eins og áður jólakort til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Á kortinu er vetrarmynd eftir Bjarna Jónsson listmálara. Kortin verða m.a. seld á skrifstofu... Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 55 orð | 1 mynd

Jólaljósin tendruð

AKUREYRINGAR fjölmenntu á Ráðhústorg á laugardag, þegar ljósin á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, voru tendruð. Börnin voru fyrirferðarmikil og létu kalsaveður ekki hafa mikil áhrif á sig. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Kristnihátíðarsjóður úthlutar 94 milljónum

KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR úthlutaði við athöfn í Þjóðmenningarhúsi í gær 94 milljónum króna til 66 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Krossanes | Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur hafnað...

Krossanes | Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur hafnað erindi frá Hafnasamlagi Norðurlands, þar sem sótt er um stækkun á fyrirhuguðu fyllingarsvæði í Jötunheimavíkinni sunnan Krossaness. Meira
2. desember 2003 | Landsbyggðin | 130 orð | 1 mynd

Kveðja dyra þegar líður nær jólum

Mývatnssveit | Slysavarnadeildin Hringur heitir öflugt félag kvenna hér í sveit. Þær konurnar eru duglegar að afla fjár til góðra verka og eru með fjölbreyttar fjáröflunarleiðir. Meira
2. desember 2003 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Kveikt á jólatré í Borgarnesi

Borgarnes | Kveikt var á ljósunum á jólatrénu í Kveldúlfsgarði fyrsta sunnudaginn í aðventu. Athöfnin hófst á því að Lúðrasveit Akraness lék nokkur jólalög og hýrnaði heldur yfir Borgnesingum þegar þeir sáu að einn meðlimur hljómsveitarinnar er héðan. Meira
2. desember 2003 | Suðurnes | 150 orð | 1 mynd

Kveikt á jólatrénu frá Pandrup

Njarðvík | Kveikt var á jólatré við Njarðvíkurskóla síðastliðinn föstudag að viðstöddum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Njarðvíkurskóla. Allir gengu í kringum jólatréð við undirleik Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð

Landið hverfur

Biskupinn predikaði um draugasetur, galdra og draugafár á meðan séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hitti alvöru galdralækna í Afríku. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Landlæknir mun spyrjast fyrir um boxmeiðslin

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ mun kalla eftir upplýsingum hjá heilbrigðiskerfinu um hnefaleikaslysið í Vestmannaeyjum á laugardag og segir Sigurður Guðmundsson landlæknir að atvikið verði flokkað sem slys í samræmdri slysaskrá sem er í þróun. Gunnar I. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Landsbankinn rýmdur vegna elds

RÝMA varð aðalbanka Landsbanka Íslands í gær þegar eldur kom upp á 4. hæð húsins. Slökkvilið náði fljótt tökum á eldinum, en talið er að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð

Laufabrauðssala

Velunnarar Tónlistarskóla Ísafjarðar komu saman í eldhúsi Menntaskólans á Ísafirði á laugardag til að baka laufabrauð sem boðin verða á árlegri jólatorgsölu styrktarsjóðs skólans sem fram fer á Silfurtorgi næsta laugardag, skv. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Litadýrð náttúrunnar

Jónas Erlendsson, ljósmyndari og bóndi í Fagradal, hefur opnað ljósmyndasýningu í Halldórskaffi í Vík í Mýrdal. Sýndar eru 24 myndir sem allar eru teknar á þessu ári og sýna ýmis tilbrigði í litadýrð náttúrunnar á Suðurlandi. Meira
2. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 447 orð | 2 myndir

Lóðir undir bensínstöðvar liggja ekki á lausu

Höfuðborgarsvæðið | Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Garðabæjar útiloka ekki að fyrirtækið Atlantsolía geti fengið lóð undir bensínstöð í bæjarfélögunum. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Lýst eftir vitnum | Lögreglan á...

Lýst eftir vitnum | Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð við umferðarljósin á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis um kl. 16.30 sl. föstudag. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Lögfræði | Heiðrún Jónsdóttir lögfræðingur flytur...

Lögfræði | Heiðrún Jónsdóttir lögfræðingur flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, 2. desember, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

Mál Sri Lanka-drengja til skoðunar

MÁL drengjanna tveggja frá Sri Lanka, sem sótt hafa um pólitískt hæli hérlendis, er í vinnslu hjá Útlendingastofnun og dveljast drengirnir á meðan í unglingaathvarfi hjá Rauða krossi Íslands. Georg Kr. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Málstofa um kynslóðareikninga á Íslandi Málstofa...

Málstofa um kynslóðareikninga á Íslandi Málstofa Hagfræðistofnunar verður á morgun, miðvikudag kl. 16.15 á Aragötu 14. Sólveig F. Jóhannsdóttir hjá Hagfræðistofnun fjallar um Kynslóðareikninga á Íslandi 1994-2001. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Menningarhús | Menningarmálanefnd er í meginatriðum...

Menningarhús | Menningarmálanefnd er í meginatriðum sammála niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar um byggingu menningarhúss á Akureyri og fagnar eindregið þessum áfanga. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Mikill erill hjá lögreglunni

MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina vegna ölvaðs fólks, slagsmála og árása en nokkrir voru fluttir á slysadeild vegna þess. Ekki var þó um alvarleg mál að ræða. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 691 orð

Mikilvægt í þágu rannsóknar málsins

KATLA Þorsteinsdóttir, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsi, segir lagafrumvarp sænsku stjórnarinnar um að fórnarlömb mansals fái dvalarleyfi vera jákvætt í alla staði. Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Nokkrir ráðamenn Skandia sagðir geta hafnað í fangelsi

STJÓRN tryggingafélagsins Skandia í Svíþjóð sat sleitulaust á fundum um helgina þar sem farið var yfir ítarlega skýrslu um innri endurskoðun sem gerð var á fyrirtækinu, að sögn Aftenposten í Noregi og Dagens Nyheter í Svíþjóð. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

Nýir eigendur tóku við búðinni

NÝIR eigendur tóku við rekstri sportbúðarinnar Títans við Krókháls í Reykjavík í gær. Fyrri eigendur höfðu lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir yrðu að loka búðinni um næstu áramót vegna afleiðinga rjúpnaveiðibannsins eftir 13 ára rekstur. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ný menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar tekur gildi...

Ný menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar tekur gildi í ársbyrjun 2004 af því tilefni stendur Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins fyrir kynningarfundi Nordplusáætluninni í Norræna húsinu fimmtudaginn 4. desember kl 14.30. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

"Eigum bara að segja staðreyndir"

Í mánaðarskýrslum Íbúðalánasjóðs að undanförnu hefur mikið verið fjallað um hækkun lánshlutfalls húsbréfalána í 90%. Hjálmar Jónsson blaðaði í gegnum skýrslurnar og ræddi við Guðmund Bjarnason, forstjóra Íbúðalánasjóðs. Meira
2. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 270 orð | 1 mynd

"Full ástæða til þess að vera í fýlu yfir þessu"

GRÆNLANDSFLUG hefur hætt beinu flugi á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar en síðasta ferðin var farin í gær. Með vélinni frá Kaupmannahöfn komu 155 manns, eða fleiri en nokkru sinni frá því beina flugið hófst í lok apríl sl. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð

Röng nöfn menntamálaráðherra Í bréfi til...

Röng nöfn menntamálaráðherra Í bréfi til blaðsins sl. laugardag misritaðist nafn menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich. Ennfremur misritaðist nafn Ingvars Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Saka tryggingafélögin um ólögleg afsláttarkjör

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort tryggingafélögunum sé heimilt að bjóða þeim viðskiptavinum, sem ætli að flytja viðskipti sín yfir til samkeppnisaðila, sérstakan afslátt. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Sameiginlegt átak gegn alnæmi í Afríku

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ og Rauði kross Íslands ætla á næstu fjórum árum að sameina krafta sína í baráttu gegn alnæmisvandanum í Afríku. Heit þessa efnis verður undirritað á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem hefst í Genf í dag. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 752 orð | 1 mynd

Sex ríki eiga eftir að fullgilda samningana

STEFNT er að því að Alþingi samþykki í dag stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið til umræðu á þinginu. Flutningsmaður hennar er utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð

Staðið verði við fyrirheit um grunnlífeyri

STJÓRN Landssamtakanna Þroskahjálpar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 29. nóvember sl. Meira
2. desember 2003 | Suðurnes | 120 orð

Stálu bíl úr skúrnum | Lögreglan...

Stálu bíl úr skúrnum | Lögreglan vinnur að rannsókn innbrotsmáls í Keflavík. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins. Um hádegisbil á laugardag var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Baugholt í Keflavík. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð | 2 myndir

Stúdentar fögnuðu fullveldisdeginum

STÚDENTAR við Háskóla Íslands veltu fyrir sér samspili fullveldis og fjölmiðla í hátíðarsal skólans í gær í tilefni hátíðar stúdenta 1. desember. Þá er fullveldi Íslendinga fagnað og er þetta í 81. sinn sem þessi hátíðahöld fara fram. Meira
2. desember 2003 | Suðurnes | 421 orð | 1 mynd

Sunnlensku seiðin sprækari en þau norðlensku

Grindavík | Á síðasta ári voru framleidd um 28 þúsund þorskseiði hjá tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á Stað við Grindavík. Sú framleiðsla fór fram úr björtustu vonum en í ár voru öll met slegin og það ríflega. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 170 orð

Táknmál verði viðurkennt sem móðurmál

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um að táknmál verði viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra Íslendinga. Ennfremur að réttur þessara aðila verði tryggður til hvers konar táknmálstúlkunar. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Tillaga um 500 milljóna viðbót frá þingmanni VG

JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hyggst leggja fram á Alþingi við þriðju umræðu um frumvarp til fjárlaga 2004 tillögu um 500 milljóna kr. viðbótarframlag vegna örorkulífeyris. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Tók við fyrstu kærleikskúlunni

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti fyrstu kærleikskúlunni frá Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær. Setti Ólafur kúluna svo á jólatréð í Hafnarhúsinu. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 346 orð

Úr bæjarlífinu

Varla fór framhjá neinum að Rás 2 átti tuttugu ára afmæli í gær. Mikið var um dýrðir á tíðninni níutíu og sex komma eitthvað á fm-tækinu hjá mér, nánast allt að vísu sent út úr "útibúinu" fyrir sunnan. Gestur var meira að segja þar. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 182 orð

Úttekt á gerð jarðganga í Reynisfjalli

TVEIR þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra verði falið að láta fara fram úttekt á gerð jarðganga í Reynisfjalli í Vestur-Skaftafellssýslu. Úttektinni verði lokið fyrir 1. september 2004. Meira
2. desember 2003 | Miðopna | 592 orð | 1 mynd

Veitir ný tækifæri við rannsóknir

Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir við Landspítala - háskólasjúkrahús, hlaut nýlega svonefnda Fogarty-viðurkenningu sem árlega er veitt nokkrum reyndum vísindamönnum sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir góðan árangur í... Meira
2. desember 2003 | Landsbyggðin | 191 orð | 1 mynd

Vel heppnaður fjölskyldudagur hjá bændum

Fljót | Félög sauðfjár- og kúabænda í Skagafirði gengust fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni Svaðastöðum fyrir skömmu. Tilgangurinn var m.a. að fjölskyldur kæmu saman dagstund, skemmtu sér og skiptust á skoðunum. Meira
2. desember 2003 | Austurland | 193 orð | 1 mynd

Verkefnin stór og skuldsetning mikil

Egilsstaðir | "Bæjarstjórn telur óhjákvæmilegt annað en að Austur-Hérað verði að leggja í verulegar fjárfestingar á næstu árum vegna þeirrar hröðu uppbyggingar sem á sér stað í sveitarfélaginu samhliða stóriðjuframkvæmdum á svæðinu. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Viðbygging við Hjúkrunarheimilið Eir tekin í notkun

NÝ viðbygging við Hjúkrunarheimilið Eir var vígð í gær, en í nýju byggingunni verða tvær deildir, hver með 20 hjúkrunarrýmum auk dagdeildar. Með tilkomu viðbyggingarinnar verða á svæðinu 173 hjúkrunarrými, 20-30 manna dagdeild og 37 öryggisíbúðir. Sr. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð

Vinnuslys á Grundartanga

LÖGREGLU- og sjúkraflutningamenn frá Borgarnesi voru kallaðir að Grundartangahöfn um kvöldmatarleytið í gær vegna vinnuslyss um borð í erlendu vöruflutningaskipi. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vinstri grænir bæta við sig fylgi

FYLGI Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eykst um rúmlega fjögur prósentustig frá því í síðasta mánuði. VG fengju rúmlega 14% fylgi ef kosið væri nú, og hefur fylgi þeirra ekki verið meira frá því í september 2002, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Meira
2. desember 2003 | Erlendar fréttir | 700 orð | 1 mynd

Víglína átakanna er í höfði Musharrafs

Kanadíska blaðamanninum Daniel Pearl var rænt í Pakistan í janúar 2002 og hann fannst síðar myrtur. Mannræningjarnir voru íslamskir öfgamenn. Franski heimspekingurinn Bernard-Henri Lévy hefur sett fram forvitnilegar kenningar um morðið á Pearl í bók sem hann hefur nýlega ritað. Lévy svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Völsungum vel fagnað við heimkomuna

ÞEIM var vel fagnað Íslandsmeisturum Völsungs í innanhúsknattspyrnu karla þegar þeir komu heim til Húsavíkur undir miðnætti sl. sunnudag með Íslandsmeistarabikarinn í farteskinu. Meira
2. desember 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni atkvæðagreiðslu verða eftirfarandi mál á dagskrá. 1.Afdrif hælisleitenda, beiðni um skýrslu frá dómsmálaráðherra. 2.Tryggingagjald. 3.Lokafjárlög 2000. 4.Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. 5. Meira

Ritstjórnargreinar

2. desember 2003 | Staksteinar | 392 orð

- Allir hafa skoðun á Bush

Hulda Þórisdóttir ræðir á vefritinu Tíkinni um stöðu George W. Meira
2. desember 2003 | Leiðarar | 904 orð

Stefnumótun eftir sameiningu

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um árangur af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er mikilvægt innlegg í umræðu um framtíð Landspítala - háskólasjúkrahúss. Meira

Menning

2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 512 orð | 2 myndir

Andartak með Margréti

Andartak, geisladiskur söngkonunnar Margrétar Eirar Hjartardóttur. Á plötunni syngur Margrét Eir lög eftir ýmsa lagasmiði, helst þó eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Guðmundur Pétursson leikur á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð, Ólafur Hólm Einarsson á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa, en auk þeirra koma ýmsir hljóðfæraleikarar við sögu. Upptökustjórn og útsetningar önnuðust Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Kjartan Valdemarsson. 21 12 Culture Company gefur út. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 228 orð | 3 myndir

Bono og Beyoncé sungu saman

MIKILL fjöldi heimsfrægra tónlistarmanna kom fram á fimm klukkustunda löngum góðgerðartónleikum sem fram fóru í Höfðaborg á laugardag. Tilefni tónleikanna var að minna á og safna fé til handa baráttunni gegn útbreiðslu alnæmis. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 413 orð | 1 mynd

Byltingarafmæli

ÞEIR sem hafa ekki aldur til að muna þá skal það tekið fram á þessum tímamótum - 20 ára afmæli Rásar 2 - að fyrir daga stöðvarinnar var þögnin vinsælasta dægurtónlistin á öldum íslenskra ljósvaka. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Dreyer á ný í Bæjarbíó

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í Bæjarbíói í kvöld mynd eftir einn af meisturum danskrar kvikmyndagerðar, Carl Dreyer. Myndin heitir Orðið eða Ordet á frummálinu og er frá 1955. Dreyer gerði kvikmyndina eftir leikriti Kaj Munk. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 82 orð

...dvölinni í Paradís

EF ÞÚ ert á annað borð gefinn fyrir raunveruleikaþætti á við Eyju freistinganna og Piparsveininn þá er sá nýjasti Paradísarhótelið að öllum líkindum nokkuð sem ekki má missa af. Meira
2. desember 2003 | Tónlist | 1223 orð | 2 myndir

Endurómun á himnum

Tónlist eftir Hotteterre, de Visée, Händel, Sanz og Benda. Martial Nardeau, barokkflautur; Guðrún Birgisdóttir, barokkflauta; Ólöf S. Óskarsdóttir, viola da gamba; Arngeir H. Hauksson, barokkgítar, teorba. Laugardagur. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 55 orð | 3 myndir

Fjölmenni í garðinum

FJÖLDI manns mætti þegar listamaðurinn Egill Sæbjörnsson opnaði sýningu sína "Í garðinum" í Galleríi Hlemmi á laugardag. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 241 orð | 4 myndir

Forsætisráðherra leiddi skrúðgönguna

TALIÐ er að um 100 þúsund manns hafi safnast saman á götum Wellington, höfuðborgar Nýja-Sjálands, í gær til að fagna heimsfrumsýningu á lokakafla Hringadróttinssögu-þríleiksins, Hilmir snýr aftur. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 110 orð | 2 myndir

Hannes opinberaður

Á SUNNUDAG var frumsýnd í Háskólabíói kvikmyndin Opinberun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson. Var þar margt frægra gesta, þar á meðal höfundur smásögunnar sem myndin er byggð á, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Matthildar-félagi Hrafns. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 370 orð

Háski á herragarði

Leikstjóri: Mike Figgis. Handrit: Richard Jefferies. Kvikmyndatökustjór: Declan Quinn. Tónlist: Mike Figgis. Aðalleikendur: Dennis Quaid, Sharon Stone, Stephen Dorff, Juliette Lewis , Kristen Stewart, Ryan Wilson., Dana Eskelson og Christopher Plummer. 120 mínútur. Touchstone Pictures. Bandaríkin 2003. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Hobbitinn kvikmyndaður?

PETER JACKSON hefur í fyrsta sinn gefið í skyn að hann hafi á því áhuga og muni taka að sér að kvikmynda Hobbitann , sem er forsaga Hringadróttinssögu . Meira
2. desember 2003 | Menningarlíf | 82 orð

Hornið, Hafnarstræti 15, kl.

Hornið, Hafnarstræti 15, kl. 21 Listaveislan Skáldið sem dó & skáldið sem lifir. Ljóða- og tónlistarkvöld. Nú stendur yfir sýning Rúnu K. Tetzschner í minningu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar á myndskreytingum við skrautskrifuð ljóð hans og hennar. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 323 orð | 1 mynd

Hófst allt í körfuboltahófinu

STANDING Still heitir nýútkomin plata tónlistarkonunnar Láru Rúnarsdóttur. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Hvað varstu að horfa á?

Hvað varstu að horfa á? Staupasteinn var alltaf góður, maður missti ekki af þætti af Löðri . Og síðan stalst maður til að horfa á Rætur . Er eitthvað að frétta af Kúnta Kinte? Hvað ertu að horfa á? Meira
2. desember 2003 | Menningarlíf | 116 orð

Í dag

Hús Silla og Valda, Aðalstræti 10, kl. 20 Lesið úr nýjum bókum: Úlfar Þormóðsson, Hallgrímur Helgason, Reynir Traustason (Linda), Þóra Sigríður Ingólfsdóttir (Svo fögur bein, Alice Sebold), Guðrún Sigfúsdóttir (Dætur Kína eftir Xinran) auk óvæntra... Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Kötturinn tók ofan fyrir Eddie Murphy

KÖTTURINN með höttinn reyndist toppmynd helgarinnar en naumlega þó. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Maðurinn er klikk

Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Seth Kearsley. Höfundur og aðalrödd Adam Sandler. Meira
2. desember 2003 | Menningarlíf | 158 orð | 1 mynd

Mende Nazer kemur til Íslands

MENDE Nazer, höfundur bókarinnar Ambáttin, kemur til Íslands í boði JPV-útgáfu í dag og dvelur hér á landi til 7. desember. Nazer mun halda fyrirlestur í Iðnó á laugardag kl. 14. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 105 orð

Norræn stjörnuleit

RAFTÆKJAFRAMLEIÐANDINN Samsung hefur hleypt af stokkunum eigin útgáfu af stjörnuleit, sem nú nýtur mikilla vinsælda í sjónvarpi víða um heim. Stjörnuleit Samsung fer fram á Netinu og býðst ungmennum á Norðurlöndunum að senda tónlist sína á MP3-formi. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 287 orð | 2 myndir

Nói albínói kemur út á fimmtudag

ÍSLENSKA kvikmyndin Nói albinói kemur út á myndbandi og mynddiski í dag, bæði til útleigu og sölu. Fáar íslenskar myndir hafa hlotið eins lofsamlegar viðtökur og þessi fyrsta mynd Dags Kára Péturssonar í fullri lengd. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð | 3 myndir

Nýju upphafi fagnað

HLJÓMSVEITIN Írafár hélt útgáfutónleika í Austurbæ á laugardag í tilefni af útkomu plötunnar Nýtt upphaf . Meira
2. desember 2003 | Menningarlíf | 245 orð | 6 myndir

Nýr tónlistargagnrýnandi

JÓNAS Sen er nýr tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Jónas Sen er fæddur árið 1962. Hann hóf ungur nám í píanóleik og var yngsti nemandi Tónlistarskólans í Reykjavík sem lauk þaðan einleikaraprófi, þá sautján ára gamall. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 59 orð

Ójólaleikriti frestað

FRUMSÝNINGU leikfélagsins Fimbulveturs á Ójólaleikriti eftir Jeff Goode hefur verið frestað um viku og verður það tekið til sýninga miðvikudaginn 10. desember kl. 20. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 370 orð | 1 mynd

Tökum því nú rólega

Slökunardiskur eftir Björn Árnason. Höfundur flytur. Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Ursula á baðfötum kynþokkafyllst

ATRIÐIÐ í fyrstu Bond-myndinni, Dr. No, þegar Ursula Andress birtist í fjöruborðinu klædd í gul baðföt með hníf við mittið, er kynþokkafyllsta kvikmyndaatriði allra tíma, að mati áhorfenda bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 . Meira
2. desember 2003 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Vinaleg jól

Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS/DVD. 80 mín. (Öllum leyfð). Talsetning: Þórhallur Sigurðsson, Laddi, Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson, Hjálmar Hjálmarsson o.fl. Meira
2. desember 2003 | Menningarlíf | 649 orð | 1 mynd

Þjóðsögur í vinning

ÞAÐ má segja að það hafi verið talsvert happdrætti fyrir duglausu bóndakonuna að giska rétt á nafn Gilitruttar og fá í staðinn fullofinn ullarstrangann sem hún hafði ekki nennt að vefa sjálf. Meira

Umræðan

2. desember 2003 | Aðsent efni | 337 orð | 1 mynd

Falleinkunn í jafnréttismálum

AKUREYRI fær falleinkunn í jafnréttismálum í nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir jafnréttis- og fjölskyldunefnd bæjarins. Þriðji hver maður á Akureyri segir að bærinn standi illa að jafnréttismálum, litlu fleiri að hann standi vel að þeim. Meira
2. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 522 orð | 1 mynd

Góð grein ÉG vil taka undir...

Góð grein ÉG vil taka undir með Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur, sem skrifar grein í Morgunblaðið 28. nóvember sl. (bls. 57) undir heitinu "Talað orð gildir". Fín grein, Guðrún Jónína! Meira
2. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 551 orð | 1 mynd

Lambakjöt er ekki sama og lambakjöt

UMRÆÐA um lambakjöt hefur verið allhávær undanfarið, einkum þó afkoma framleiðenda og seljenda, sem er víst með lakasta móti þessa dagana. Meira
2. desember 2003 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Reyndarteikningar - hver á að borga?

SIÐMENNTAÐ samfélag gengur ekki án laga og reglna. En það er mikilvægt að þessar reglur og ákvarðanir séu sanngjarnar, skýrar og auðveldar í framkvæmd. Lög um fjöleignarhús (nr. 26 frá 1994) eru t.d. Meira
2. desember 2003 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Samábyrgð í heilbrigðismálum

NÝAFSTAÐINN landsfundur Samfylkingarinnar setti heilbrigðismál í nýtt sviðsljós. Meira
2. desember 2003 | Aðsent efni | 1043 orð | 1 mynd

Stefnt er að fjölgun björgunarskipa á næstu tveimur árum

HAFIÐ hefur tekið sinn toll hjá okkur Íslendingum gegnum tíðina. Í byrjun síðustu aldar fórust árlega að meðaltali u.þ.b. 70 sjómenn við Ísland oft vegna þess að viðbúnaður og björgunartækni var lítil sem engin. Það var því mikil þörf á að bregðast við. Meira
2. desember 2003 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Svartsýnir Skotar ögra ESB

Aðstoðarfjármálaráðherra Skota, Tavish Scott, lenti í slæmum málum í byrjun nóvember er hann fór gegn stefnu framkvæmdastjórnar Skota og kallaði eftir því að Skotar myndu segja skilið við sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB). Meira

Minningargreinar

2. desember 2003 | Minningargreinar | 61 orð

Friðrik Pétursson

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessi orð eiga svo vel við hann Frissa frænda okkar sem við kveðjum nú í dag. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2003 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

FRIÐRIK PÉTURSSON

Friðrik Pétursson fæddist á Bjarnastöðum í Reykjarfirði 17. ágúst 1920. Hann lést á líknardeild Landakots 17. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 25. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2003 | Minningargreinar | 402 orð | 1 mynd

HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON

Halldór Axel Halldórsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1931. Hann lést af slysförum 14. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2003 | Minningargreinar | 432 orð | 1 mynd

SVAVA GUÐNADÓTTIR

Guðbjörg Svava Guðnadóttir fæddist á Skúmsstöðum á Eyrarbakka 5. mars 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrea Andrésdóttir og Guðni Sigurðsson. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Ingimundur hættur

FORSTJÓRI Hf. Eimskipafélags Íslands, Ingimundur Sigurpálsson, hefur látið af störfum frá og með 1. desember 2003. Ingimundur segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvað taki við. Meira
2. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 304 orð

Prokaria semur við Nestlé um leit að nýjum ensímum

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prokaria hefur gert samning við svissneska matvælafyrirtækið Nestlé um leit að nýjum ensímum til matvælaframleiðslu. Að sögn Jakobs K. Meira
2. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 369 orð

Stórt markaðstækifæri

ÁRLEG ráðstefna SITE, alþjóðlegra samtaka fagaðila úr hvataferðageiranum, hefst á Nordica hóteli á morgun og stendur til 7. desember. Meira
2. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 677 orð | 1 mynd

SVÞ gagnrýna gjaldskrárbreytingar á debetkortum

MASTERCARD-KREDITKORT hf. hafa hækkað gjaldskrá sína vegna debetkorta verulega, einkum gagnvart söluaðilum sem kjósa að skipta við keppinautinn, PBS, að því er segir í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu. Hækkunin nemur allt að 73% segir þar. Meira

Fastir þættir

2. desember 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 2. desember, er fimmtug Guðný Dóra Ingimundardóttir, Vallartröð 1, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Gunnar Sigfinnsson. Hún er að heiman á... Meira
2. desember 2003 | Dagbók | 26 orð

Á NÓTTU

Hver eru ljósin logaskæru, er ég lít um ljóra? munu það blikandi, blíðmálugar, heimasætur himins? Eigi er það; - en annað fegra svífur mér að sjónum: það eru augu unnustu minnar, þau í svartnætti... Meira
2. desember 2003 | Í dag | 712 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Meira
2. desember 2003 | Fastir þættir | 220 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sagt er að lítil þúfa velti stundum þungu hlassi. Eins er það í brids: smávægilegur áherslumunur í sagnstíl getur stundum gjörbreytt framvindunni og skapað óvæntar sveiflur. Vestur gefur; NS á hættu. Meira
2. desember 2003 | Fastir þættir | 145 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Félag eldri borgara í Kópavogi Hraðsveitakeppninni sem staðið hefir yfir þrjú þriðjudagskvöld lauk með sigri sveitar Jóns Stefánssonar. Með Jóni spiluðu Þorsteinn Laufdal, Eysteinn Einarsson, Magnús Halldórsson og Oliver Kristófersson. Meira
2. desember 2003 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí sl. í Grafarvogskirkju þau Líney Óladóttir og Sigurbjörn... Meira
2. desember 2003 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Lágafellskirkju þau Rósa Viggósdóttir og Emil Magnússon . Með þeim á myndinni eru Edvard og... Meira
2. desember 2003 | Í dag | 190 orð | 1 mynd

Geisli, samtök um sorg og sorgarviðbrögð

SAMTÖKIN gangast fyrir fræðslufundum um mál sem tengjast sorg og líðan syrgjanda við missi eða erfiðleika af ýmsu tagi. Alltaf er prestur og eða djákni á fundunum og gefst þá fólki tækifæri til að ræða einslega við sálusorgara ef á þarf að halda. Meira
2. desember 2003 | Dagbók | 484 orð

(I.Kor. 12, 4.)

Í dag er þriðjudagur 2. desember, 336. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Meira
2. desember 2003 | Fastir þættir | 876 orð | 1 mynd

Ingvar hársbreidd frá heimsmeistaratitli

17.-29. nóv. 2003 Meira
2. desember 2003 | Viðhorf | 899 orð

Ótryggð fjárhunda

Svo slægur er fjárhundurinn okkar orðinn að hann reynir meira að segja að fela glæpinn og setur upp sakleysissvip þegar hann er skammaður. Meira
2. desember 2003 | Fastir þættir | 272 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rc6 6. Rxc6 dxc6 7. Rd2 e5 8. Rc4 Be6 9. O-O Bxc4 10. Bxc4 Rf6 11. Df3 Bc5 12. b4 Be7 13. Bb2 b5 14. Bb3 Bd6 15. Df5 O-O 16. f4 g6 17. Dh3 Db6+ 18. Kh1 Rxe4 19. fxe5 Be7 20. Hxf7 Hxf7 21. Bxf7+ Kg7 22. Meira
2. desember 2003 | Fastir þættir | 365 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Í gær var fyrsti desember, fullveldisdagurinn. Núorðið fer ekki mikið fyrir hátíðahöldum í tilefni dagsins, nema hjá stúdentum í Háskóla Íslands, en Víkverja hefur þó alltaf fundizt fullveldisdagurinn miklu merkilegri en lýðveldisdagurinn, 17. júní. Meira

Íþróttir

2. desember 2003 | Íþróttir | 139 orð

Aðalsteinn hættur og Alfreð í staðinn

ALFREÐ Örn Finnsson tók í gærkvöld við þjálfun kvennaliðs Gróttu/KR í handknattleik af Aðalsteini Jónssyni. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 122 orð

Bandarískur auðjöfur sýnir United áhuga

MIKIL viðskipti hafa verið með hlutabréf enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United undanfarna daga og hafa sérfræðingar á fjármálamarkaði sagt að Malcolm Glazer, eigandi bandaríska ruðningsliðsins Tampa Bay, hafi áhuga á því að eignast meirihluta í... Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 192 orð

Bauð 400 manns frá Rússlandi

ROMAN Abramovitsj, aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, bauð um 400 ættingjum, vinum og kunningjum á leik liðsins gegn Manchester United á sunnudaginn en leikurinn fór fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Bjarni krækti í stig fyrir Norðurlandaliðið gegn Japönum

SVEIT Norðurlanda beið lægri hlut fyrir Japan, 1:6, á boðsmóti vegna afmælis Pétursborgar í Rússlandi sem fram fór í borginni um helgina. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Coe aðstoðar í máli Rio Ferdinands

BRESKA knattspyrnusambandið er komið í hálfgerða sjálfheldu í máli Rio Ferdinands, leikmanns Manchester United, sem mætti ekki í boðað lyfjapróf í september. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 161 orð

Emma George er hætt

EMMA George, fyrrverandi heimsmeistari í stangarstökki, hefur neyðst til að leggja stöngina til hliðar vegna þrálátra bakmeiðsla. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 521 orð | 2 myndir

Grindavík með örugga forystu

GRINDVÍKINGAR eru enn ósigraðir og tróna á toppi úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik eftir að hafa lagt lið Keflavíkur með minnsta mun 92:90. Heimamenn náðu mest 24 stiga forystu í síðari hálfleik en engu munaði að gestirnir næðu að knýja fram sigur undir lokin. Grindvíkingar eru nú komnir með fjögurra stiga forystu í deildinni, eru með 16 stig eftir átta umferðir og standa mjög vel að vígi. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Guðjón Valur er markahæstur Íslendinganna

GUÐJÓN Valur Sigurðsson, Essen, er markahæstur þeirra íslensku leikmanna sem spila í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón er í 37.-38. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 56 mörk. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 133 orð

Gylfi kominn til Stoke

GYLFI Einarsson, sem er á mála hjá norska félaginu Lilleström og á eitt ár eftir af samningi sínum við norska liðið, er kominn til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Stoke City. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 157 orð

Haldið hreinu í 565 mínútur

CHELSEA, sem skaust í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Englandsmeisturum Manchester United í fyrradag, hefur ekki fengið mark á sig í síðustu sex leikjum, eða í 565 mínútur. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 27 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, SS-bikarinn, 8-liða úrslit: Fylkishöll: Fylkir - KA 19.15 Víkin: Víkingur - Afturelding 20 *Á morgun leika Fram - HK og Valur - ÍBV. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 156 orð

Logi fór úr axlarlið á ný

LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fór úr axlarlið á nýjan leik þegar lið hans, Giessen, tapaði fyrir Karlsruhe, 82:76, í framlengdum leik í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik um helgina. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 155 orð | 2 myndir

Magdeburg mætir Skjern

Í GÆR var dregið til 16-liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í Vín. Magdeburg, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sigurðssonar, dróst gegn danska liðinu Skjern en við stjórnvölinn hjá Skjern er Anders Dahl Nielsen sem Alfreð lék undir stjórn hjá KR á árum áður. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Margir sigurvegarar í okkar hópi

FRANK Lampard, miðjumaðurinn snjalli hjá Chelsea sem tryggði sínum mönnum sigurinn á Manchester United í fyrradag, segir að Chelsea ætli ekki að gefa eftir á toppnum. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 231 orð

Meiðsli Eiðs ekki alvarleg

MEIÐSLI Eiðs Smára Guðjohnsens, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, reyndust ekki eins alvarleg og óttast var. Eftir myndatöku í gær virtist geta brugðið til beggja vona en eftir að læknar höfðu skoðað myndirnar rækilega í gærkvöld skýrðu þeir frá því að hann yrði ekki lengi frá keppni, væntanlega í tvær til fjórar vikur. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 212 orð

Nýja Konungsdeildin hefst næsta haust

FORRÁÐAMENN danska, norska og sænska knattspyrnusambandanna hafa komist að samkomulagi um að hefja nýja deild í Skandinavíu, Royal League - The very best of Scandinavia, eða Konungsdeildin - það allra besta í Skandinavíu. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Ólafur Ingi í leikmannahópi Arsenal

ÓLAFUR Ingi Skúlason verður í 16-manna hópi Arsenal í kvöld þegar liðið fær Jóhannes Karl Guðjónsson og félaga hans í Wolves í heimsókn á Highbury í 4. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, kemur...

* PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, kemur að öllum líkindum inn í liðið á nýjan leik í kvöld þegar það mætir Wolves í deildarbikarkeppninni. Vieira hefur verið frá vegna meiðsla frá því í leik Arsenal á móti Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í október. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

* RYAN Giggs og Cristiano Ronaldo,...

* RYAN Giggs og Cristiano Ronaldo, leikmenn Manchester United , voru í gær sektaðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir þátt sinn í slagsmálum leikmanna United og Arsenal í úrvalsdeildinni þann 21. september. Giggs var sektaður um 7. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 117 orð

Stevens hafði betur gegn Hendry

MATTHEW Stevens sigraði Stephen Hendry 10:8 í keppni þeirra um breska meistaratitilinn í snóker á sunnudag, en þetta er jafnframt fyrsta mótið sem Stevens vinnur þar sem telur til stiga á heimslistanum. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 163 orð

ÚRSLIT

KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík - Keflavík 92:90 Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, mánudagur 1. desember 2003. Gangur leiksins : 10:2, 15:10, 23:13 , 35:15, 46:30, 52:34 , 63:46, 70:46, 74:60 , 82:72, 89:88, 92:90 . Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 45 orð

Úrslitin standa

ÚRSLIT leiks kvennaliðs Íslands og Ítalíu í undankeppni EM í handknattleik skulu standa, 29:28. Dómstóll EHF úrskurðaði í kæru Ítala vegna þessa leiks um helgina og niðurstaðan er að eins marks sigur Íslands skal standa. Meira
2. desember 2003 | Íþróttir | 332 orð | 1 mynd

* ÅGE Hareide var í gærkvöld...

* ÅGE Hareide var í gærkvöld ráðinn þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu til fjögurra ára. Hann tekur við af Nils Johan Semb . Meira

Úr verinu

2. desember 2003 | Úr verinu | 242 orð | 2 myndir

Afli Barkar NK yfir milljón tonn

HIÐ landsþekkta aflaskip Börkur NK hefur aflað yfir eina milljón tonna frá því skipið kom til landsins árið 1973. Börkur hefur reyndar gert talsvert betur því nákvæmlega er aflinn orðinn 1.012.736 tonn á þessum ríflega 30 árum. Börkur kom með 1. Meira
2. desember 2003 | Úr verinu | 245 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 76 62 73...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 76 62 73 4,306 314,472 Gellur 550 403 437 157 68,555 Grálúða 214 191 195 744 144,979 Gullkarfi 83 5 60 8,592 511,606 Hlýri 193 84 141 6,594 930,762 Hnýsa 5 5 5 80 400 Háfur 37 19 29 400 11,452 Keila 41 8 34 6,335 212,377... Meira
2. desember 2003 | Úr verinu | 509 orð | 1 mynd

Hillir undir lok síldarvertíðar

SÍLDVEIÐAR hafa gengið vel það sem af er vertíðinni en alls hafa íslensku skipin nú veitt rúmt 81 þúsund tonn. Eru þá tæp 50 þúsund tonn eftir af heildarkvótanum en mörg síldarskipanna eru þegar búin eða langt komin með kvóta sína. Meira

Ýmis aukablöð

2. desember 2003 | Bókablað | 904 orð | 1 mynd

Af gulnuðum blöðum

Frásagnaþættir frá Íslandi og henni Ameríku 208 bls. Útg. Pjaxi. Prentun: Delo tiskarna, Slóveníu. 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 461 orð | 1 mynd

Athafnaskáld og alþýðuvagn

Útgefandi: Hekla hf. 314 bls., myndir. Reykjavík 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 133 orð

Bara ef ég gæti flogið...

26 bls. Mál og menning 2003 Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 831 orð | 1 mynd

Bókmenntamafía eða menntaskólaklíka?

Jólabókaflóðið er merkilegur tími. Rithöfundar stressaðir, útgefendur að fara á taugum, gagnrýnendur líta varla upp úr bókum nema til að tjá sig um þær í stuttu máli í fjölmiðlum, starfsfólk í bókabúðum í stuði. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 152 orð | 2 myndir

Bækur Ingibjargar og Jóns Kalmans tilnefndar

BÆKURNAR Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Ýmislegt um risafurur og tímann eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar af Íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2004. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 67 orð | 1 mynd

Börn

Hálfur álfur, ævintýri fyrir unga lesendur eftir Helga Jónsson . Apríl Sól er tíu ára stúlka. Pabbi hennar er sjómaður sem vill flytja burt því ekkert fiskast. En dag einn gerist ævintýri. Apríl Sól rekst á furðuveru í fjörunni. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 104 orð | 1 mynd

Endurminningar

Dans á rósum er eftir Ingibjörgu Sigfúsdóttir. Þetta er saga konu sem veiktist af MS-sjúkdómi fyrir tæpum 40 árum. Hún segir frá samskiptum sínum við lækna og íslenskt heilbrigðiskerfi. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 491 orð | 1 mynd

Endurminningar úr gosinu

200 bls. Mál og menning 2003 Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 833 orð | 1 mynd

Framúrskarandi sakamálasaga

364 bls. Almenna bókafélagið 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 121 orð | 1 mynd

Frásagnir

Á lífsins leið er hin sjötta í samnefndri ritröð. Í því segja 22 þekktir karlar og konur frá minnisstæðum atvikum og fólki sem ekki gleymist. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 98 orð | 1 mynd

Frásögn

Sverrir - Skuldaskil er uppgjör Sverris Hermannssonar, fyrrverandi ráðherra og bankastjóra, við sögulega atburði á liðnum árum . Pálmi Jónasson , fréttamaður á fréttastofu Útvarps, skráði. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 102 orð | 1 mynd

Fræði

Tolkien og hringurinn er eftir Ármann Jakobsson . Hringadróttinssaga J.R.R. Tolkiens er ein mest lesna bók sem út hefur komið. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 520 orð | 1 mynd

Gömul saga og ný

Myndskreytingar gerði Loren Long. Íslenskur þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Bók frá Callaway, Mál og menning, 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 136 orð | 1 mynd

Handbók

Gildi nærklæðanna er önnur nærbók Eyvarar Ástmann . Höfundurinn að baki Eyvarar Ástmann er Steinunn Þorvaldsdóttir. Fyrsta bók Eyvarar kom út í fyrra og heitir Kúnstin að kyssa. "Eyvör nálgast efni sitt á fræðilegan en þó ástríðufullan hátt. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 593 orð | 1 mynd

Harmleikur játninganna

253 bls. Forlagið, Reykjavík, 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 549 orð | 1 mynd

Íslendinga saga af Skarðsströnd

Finnbogi Hermannsson skráði. 187 bls. Útgefandi: Þjóðsaga, Reykjavík 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 650 orð | 2 myndir

Íslenskur útsaumur

Útgefandi höfundur. Dreifing: Háskólaútgáfan. Íslensk og ensk útgáfa. Prentvinnsla Prentsmijan Oddi hf. 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 672 orð | 1 mynd

Keppinautur Harry Potter talar kattamál

Þýðandi Guðrún Eva Mínervudóttir. Myndskreytingar: Fred Van Deelen. Kápa: Björg Bjarkardóttir. Prentun: Oddi hf. 304 bls. Bjartur, 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 226 orð | 1 mynd

Leikið við tröllin

32 síður. Myndskreyting: Brian Pilkington. Pjaxi ehf. 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 76 orð | 1 mynd

Ljóð

Allt fram streymir - Íslensk náttúruljóð hefur að geyma íslensk náttúra eftir ýmsa höfunda. Helga K. Einarsdóttir bókasafnsfræðingur valdi ljóðin, sem eru allt frá Völuspá til loka 20. aldar. "Vetrarstormar, sumarnætur, vorblær og haustmyrkur. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 112 orð | 1 mynd

Ljóð

Kvæði 03 nefnist níunda ljóðabók Kristjáns Karlssonar. Í frétt frá útgefanda segir m.a.: Kristján Karlsson er eitt frjóasta og frumlegasta ljóðskáld okkar í seinni tíð. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 29 orð | 1 mynd

Ljóð

Stef úr steini - lófafylli af ljóðum er fjórða ljóðabók Jóns Bjarmans og geymir bæði frumsamin ljóð og þýdd. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 68 bls. Verð: 2.500... Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 107 orð | 1 mynd

Ljóð

Fjall í hvítri skyrtu nefnist fimmtánda ljóðabók Birgis Svan Símonarsonar . Í bókinni eru ljóð, örsögur og þriggja línu ljóð. Á bókarkápu segir Þór Stefánsson: "Birgir Svan (1951) er eitt þekktasta skáld sinnar kynslóðar. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 1253 orð | 1 mynd

"Mætti falla í þá freystni að vera hertekinn upp á von og æfintýr"

Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum sumarið 1627 er sá atburður Íslandssögunnar sem hvað dýpst hefur rist í þjóðarsálina. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 513 orð | 1 mynd

"Sekur uns annað sannast"

167 bls.Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2003 Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 636 orð | 1 mynd

Ráðskona óskast

206 bls. Bjartur 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 957 orð | 1 mynd

Rithöfundurinn í samfélaginu

125 bls. Bjartur. Reykjavík. 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 201 orð | 1 mynd

Saga

Íslenska bílaöldin er skráð af Erni Sigurðssyni og Ingibergi Bjarnasyni . Rakin er saga samskipta íslensku þjóðarinnar og bílsins allt frá því að Thomsens-bíllinn ók fyrstur bíla á Íslandi um götur Reykjavíkur árið 1904. Í um 1. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 461 orð

Saga af jarðfræðingi

247 bls. Útgefandi er Pjaxi. Reykjavík 2003 Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 139 orð | 1 mynd

Siðfræði

Syndirnar sjö er eftir finnska guðfræðinginn Jaakko Heinimäki í íslenskri þýðingu Aðalsteins Davíðssonar . Jaakko hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 340 orð | 1 mynd

Sjúkrasaga Lindu

JPV-útgáfa. 277 bls. Reykjavík 2003. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 149 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Náðarkraftur nefnist nýjasta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar . Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 73 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Stormur nefnist ný skáldsaga eftir Einar Kárason . Eyvindur Jónsson Stormur; gustmikill sagnamaður en lítill iðjumaður, er í forgrunni þessarar nýju og kraftmiklu samtímasögu. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 119 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Á slóð skepnunnar er eftir Isabel Allende í þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. Þegar Alexander Cold er sendur til Kate ömmu sinnar veit hann ekki að hans bíður óvænt ævintýri. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 103 orð | 1 mynd

Skáldsagan

Radíó Selfoss nefnist fyrsta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, áður hefur hann sent frá sér ljóðabækur og ljóðaþýðingar. Í Hagahverfinu á Selfossi geisar skandinavískt milliríkjastríð. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 85 orð | 1 mynd

Sögur

Skáldaval er gefið út til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 816 orð | 1 mynd

Veruleiki fyrri alda

Óboðinn gestur birtist óvænt í árlegri veislu Kolfríðar fyrir framliðna ættingja og vini - ófrýnileg skotta sem skelfir hana og barnabörnin þrjú, Úrsúlu og Messíönu, tíu og tólf ára upprennandi nornir, og Valentínus stóra bróður þeirra. Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 128 orð | 1 mynd

Vesturfarar

Framtíð handan hafs. Vesturfarar frá Íslandi 1870-1914 er 17. bindið í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir. Höfundar eru sagnfræðingarnir Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson . Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 568 orð | 1 mynd

Þykk þokuský drottningar

208 bls. Mál og menning 2003 Meira
2. desember 2003 | Bókablað | 61 orð | 1 mynd

Ævisaga

Lífsþorsti og leyndar ástir er eftir Kristmund Bjarnason . Hér er fjallað um skáldið Grím Thomsen með áherslu á ár Gríms í Kaupmannahöfn, kvennamál hans og vistina á Bessastöðum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.