LITHÁÍSKIR þingmenn lögðu í gær drög að texta ákæru til embættismissis á hendur Rolandas Paksas, forseta Litháens, eftir að þingnefnd birti skýrslu sem benti til þess að hann væri viðriðinn glæpasamtök.
Meira
ÍRÖSK kona heldur á gashylki sem hún keypti í miðborg Bagdad í gær. Margir Bagdad-búar nota gas til að kynda hús sín vegna skorts á olíu til kyndingar. Auk þess er algengt að rafmagnslaust verði í borginni.
Meira
UNNIÐ er að því af hálfu Iðntæknistofnunar að kanna möguleika á að Ísland taki þátt í geimáætlun Evrópu, að því er segir í Púlsinum , fréttablaði Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.
Meira
STJÓRNARFLOKKARNIR í Danmörku og flestir stjórnarandstöðuflokkanna hafa náð samkomulagi um aðgerðir til að hefta fyrirsjáanlegan straum ódýrs vinnuafls til landsins eftir stækkun Evrópusambandsins í maí, að sögn danskra embættismanna í gær.
Meira
RÚSSNESK stjórnvöld hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort þau staðfesta Kyoto-bókunina, að sögn aðstoðarefnahagsmálaráðherra Rússlands í gær.
Meira
TVEIR karlmenn voru staðnir að stórfelldu kókaínsmygli er þeir reyndu að smygla tæpum 400 grömmum af kókaíni til landsins í gegnum Leifsstöð á þriðjudag. Þeir voru meðal farþega frá Amsterdam og höfðu falið efnin í 12 smokkum í endaþarmi.
Meira
TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur vill að stjórnvöld setji minnst "tveggja ára aðlögunartíma gagnvart frjálsri för launafólks hinna nýju aðildarríkja ESB".
Meira
TVEIR menn gerðu tilraun til að ræna söluturninn Vídeóspóluna við Holtsgötu í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöldi. Æddu þeir inn í verslunina vopnaðir hnífi og hafnaboltakylfu.
Meira
FYRSTA prentun á þýskri útgáfu á Grafarþögn eftir Arnald Indriðason verður 100.000 eintök í stað 60.000 eintaka eins og útgefandinn, Bastei-Lübbe, hafði áður ákveðið.
Meira
FLÓABANDALAGIÐ fer fram á nýjan kjarasamning til allt að 48 mánaða að því tilskildu að takist að semja um nýtt launakerfi og örugg tryggingarákvæði, samkvæmt kröfugerð bandalagsins sem Sigurður Bessason, formaður Eflingar, afhenti Ara Edwald,...
Meira
LJÓSAKVÖLD verður haldið í Blómavali við Sigtún í kvöld frá klukkan 21-23. Í fréttatilkynningu frá versluninni segir að ljós verði dempuð og húsið lýst upp með jólaljósum og kertum.
Meira
VERSLUNARMENN hafa miklar áhyggjur af atvinnuöryggi sínu en verulegt atvinnuleysi hefur verið meðal félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að undanförnu. Skv.
Meira
GRÆNMETISBÆNDUR vekja athygli á fersku innlendu rauðkáli sem er á boðstólum um þessar mundir. Rauðkál er vinsælt með hátíðarmatnum og gefa grænmetisbændur tvær uppskriftir fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt um jólin.
Meira
Svínabógur er á 199 krónur kílóið í Þinni verslun nú um helgina og reyktur svínabógur er á 288 krónur kílóið í Spar . Nettó býður ferskan grísahrygg með puru á 479 krónur kílóið og reyktan grísabóg á 299 krónur kílóið.
Meira
Svínakjöt er áberandi í helgartilboðum matvöruverslana að þessu sinni. Meðal þess sem er á tilboði er reyktur grísaframhryggur, fylltur og úrbeinaður svínahnakki, svínakótilettur, svínahnakkasneiðar, reyktur grísabógur, grísaprime, svínabógur og svínahryggur. Þá er afsláttur af frosnum kalkúni, kinda- og svínahakki, gúllasi, hátíðarsælgæti og bökunarvörum.
Meira
LÖGGILDINGARSTOFA hefur sett sölubann á jólaljósakeðju sem framleidd er í Kína og flutt hefur verið inn til landsins og seld í verslunum. Um er að ræða inniseríu með íslenskum merkingum og leiðbeiningum.
Meira
VEIÐAR og vinnsla á trjónukrabba hér við land virðast ætla að gefa vel af sér. Veiðarnar eru að hefjast nú á Hvalfirði eftir umfangsmiklar rannsóknir á útbreiðslu krabbans hér við land.
Meira
VERKAFÓLK vinnur að meðaltali 0,7 klukkutímum lengri vinnuviku í dag en það gerði í upphafi árs 2000. Vinnutími allra annarra stétta á almennum vinnumarkaði hefur styst, ef sérfræðingar eru undanskildir, en vinnuvika þeirra hefur lengst um 0,2 tíma.
Meira
AFKOMENDUR Valdimars Þórðarsonar (Valda), sem starfrækti nýlenduvöruverslun Silla og Valda í Reykjavík á sínum tíma ásamt Sigurliða Kristjánssyni (Silla), hafa farið fram á það við eigendur kaffi- og menningarhússins "Hús Silla og Valda" við...
Meira
Afmælisspurningakeppni í Alþjóðahúsi Í kvöld kl. 21 fer fram afmælisveisla Alþjóðahúss sem er tveggja ára um þessar mundir. Þá fer fram "pub quiz" spurningakeppni á kaffihúsinu. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Meira
Agnar ekki Arnar Í umfjöllun um jólaföt barnanna á síðum Daglegs lífs í gær misritaðist nafn annars drengsins sem sýndi föt frá Englabörnum ásamt tvíburabróður sínum. Hann heitir Agnar, en ekki Arnar. Agnar er beðinn afsökunar á mistökunum.
Meira
FLÓABANDALAGIÐ, Efling-stéttarfélag, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, setja fram kröfur í komandi kjarasamningum um að samið verði um nýtt launakerfi þar sem allir launataxtar undir 93. 000 kr. verði felldir út.
Meira
VITAÐ er að minnst fimm hafa týnt lífi í Marseille-héraði í sunnanverðu Frakklandi en geysileg flóð hafa verið þar undanfarna daga. Ríkisstjórnin hélt bráðafund og lýst var yfir neyðarástandi á Marseille-svæðinu.
Meira
Þó að Ísland sé enn innan heimilaðra marka varðandi losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt Kyoto-bókuninni má betur ef duga skal. Umhverfisráðuneytið segir að álverin hafi náð góðum árangri.
Meira
SÍMINN Internet hefur lækkað mánaðarverð á ADSL 2000 áskrift þjónustunnar í tilefni 4 ára afmælis ADSL-þjónustunnar sem var 1. desember. Áskriftargjaldið lækkar úr 6.860 kr. í 5.000 kr. á mánuði en aðrar áskriftarleiðir eru óbreyttar.
Meira
Baldur Garðarsson segist mjög upptekinn af upplýsingatækninni og möguleikum hennar. Hún geti hugsanlega leyst vandamál varðandi andleg samskipti: Bráðum tekur vetur völd, veðrin óblíð geisa, tölvubréf á tækniöld, tel ég vandann leysa.
Meira
Basar Kristniboðsfélags kvenna verður laugardaginn 6. desember kl. 14-17 á Háaleitisbraut 58-60. Á boðstólum verða m.a. kökur, handunnir munir, jólakort og skyndihappdrætti. Kaffi og súkkulaði og nýbakaðar vöfflur.
Meira
HIÐ árlega Bikarmót Skákfélags Akureyrar hefst í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Mótið er með þannig sniði að dregið er í hverja umferð og falla menn úr leik eftir þrjú töp. Mótinu, sem er eitt skemmtilegasta mót hvers vetrar, verður svo framhaldið á sunnudag.
Meira
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um rannsókn flugslysa. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga.
Meira
Ólafsvík | Pakkhúsið í Ólafsvík var opnað aftur eftir haustmánuðina fyrsta sunnudag í aðventu og verður opið fram á Þorláksmessu með svokallaðri ,,jólaföstu".
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi sjóðsstjóra hjá Kaupþingi í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í starfi, brot á lögum um verðbréfaviðskipti með markaðsmisnotkun og brot gegn lögum um skyldutryggingu...
Meira
ÞÓTT nærri tvö ár séu liðin síðan 12 Evrópusambandsríki sameinuðust um nýjan gjaldmiðil, evruna, þá eru íbúar þeirra enn mjög tregir til að versla utan landamæranna.
Meira
SALA á fersku lambakjöti í versluninni Spar við Bæjarlind hefur aukist um 200% frá því að verslunin hóf sölu á flokkuðu lambakjöti frá Fjallalambi hf.
Meira
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra og Björk Vilhelmsdótir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, litu í gær inn á kaffistofu Samhjálpar á Hverfisgötu 44 og fengu sér súpu og fisk með nokkrum þeirra einstaklinga sem njóta að jafnaði aðstoðar...
Meira
Féll í stiga | Kona kvartaði yfir eymslum í baki, hálsi og andliti eftir að hún féll í stiga í húsi í Sandgerði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í...
Meira
FJÁRHAGSAÐSTOÐ Félagsþjónustunnar í Reykjavík hækkar um 8,5% um næstu áramót. Grunnfjárhæð til framfærslu einstaklings fer þá úr 71.020 kr. á mánuði í 77.083 krónur. Mismunurinn er 6.000 kr.
Meira
ÞRIÐJA og síðasta umræða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2004 fer fram á Alþingi í dag, einum degi fyrr en gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Atkvæðagreiðsla fer síðan fram á morgun en þá er stefnt að því að frumvarpið verði að lögum.
Meira
SEX af hverjum tíu félagsmönnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) vilja að megináhersla verði lögð á hækkun launa í næstu kjarasamningum og um sjö af hverjum tíu félagsmönnum innan Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) eru sömu skoðunar.
Meira
Sandgerði | Börnin sem sótt hafa námskeið í ævintýrahúsinu Púlsinum í haust sýndu afrakstur starfsins á jólaskemmtun Púlsins í samkomuhúsinu í Sandgerði um helgina. Fjöldi gesta kom til að fylgjast með.
Meira
Formaður sjálfstæðismanna | Viktor B. Kjartansson tölvunarfræðingur var kosinn formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur á aðalfundi félagsins sem fram fór síðastliðinn miðvikudag.
Meira
Helguvík | Fulltrúar IPT, fyrirtækisins sem áformar að reisa stálröraverksmiðju í Helguvík, og fjármögnunarfyrirtækis þess áforma að koma til landsins eftir helgi til að líta á framkvæmdirnar á lóð fyrirtækisins í Helguvík og funda með stjórnendum...
Meira
FULLTRÚI R-listans í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu formanns nefndarinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, sem færir ferlið að niðurrifi Austurbæjarbíós og uppbyggingu á lóðinni eitt skref áfram.
Meira
DELOITTE stendur fyrir hádegisverðarfundi um alþjóðleg reikningsskil, í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og samtök banka og verðbréfafyrirtækja, þriðjudaginn 9. desember á Grand Hóteli.
Meira
FYRSTA nýrnaígræðslan hér á landi fór fram á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut á þriðjudag er nýra var grætt í konu. Nýrnagjafinn var bróðir konunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem líffæraflutningur fer fram með þessum hætti hérlendis.
Meira
Vesturbær | Nemendur í Vesturbæjarskóla eignuðust á dögunum nýja og afar fjölnota skólastofu þegar Þórsteinn Ragnarsson, forstöðumaður Kirkjugarða Reykjavíkur, og Kristín G.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Kaldbaks nam 738 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 786 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.
Meira
STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.567) sigraði finnska stórmeistarann Heikki Kallio (2.493) í 7. umferð Santo Domingo Open en mótið fer fram í Dómíníska lýðveldinu. Hannes hefur 5,5 vinninga og er nú í 3.
Meira
Í DAG er haldin hátíð í Kárahnjúkavirkjun. Starfsmenn Impregilo S.p.A. heiðra þá verndardýrlinginn heilaga Barböru með ýmsum hætti. Í morgunsárið verður stytta af dýrlingnum, sem reist hefur verið á meginsvæðinu við Fremri-Kárahnjúk, blessuð.
Meira
SVEITARFÉLAGIÐ Skagafjörður hefur lýst áhuga sínum að nýju á því að koma að kaupum á sútunarverksmiðjunni Loðskinni á Sauðárkróki, ásamt starfsmönnum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerðu Kaupþing-Búnaðarbanki og Stökur ehf.
Meira
Gídeon á Hornafirði | Gídeonfélagið á Íslandi hefur nú komið á fót félagsdeild á Hornafirði og er þar með fyrsta deild félagsins á austanverðu landinu. Félagið starfar því nú í 18 deildum vítt og breitt um landið.
Meira
Hreindýr | Næsta sumar verða gefin út veiðileyfi á 800 hreindýr, en það er sami kvóti og í ár. Skiptist kvótinn í 339 tarfa og 461 kú. Í haust veiddust 740 hreindýr auk kálfa. Hreindýraveiðitímabilið stendur frá 1. ágúst til 15. september ár...
Meira
Ly Tong, fyrrverandi orrustuflugmaður í Suður-Víetnam, hefur verið óþreytandi í baráttu sinni gegn þeim illu öflum, sem hann kennir við kúgun og einræði.
Meira
Jarðgöng | Í síðustu viku hófst vinna við jarðgöng á sex stöðum á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Samsteypufyrirtækið Fosskraft er byrjað á tvennum göngum.
Meira
Húsavík | Nokkrir jólasveinar ásamt Grýlu gömlu komu til byggða á Húsavík um liðna helgi, en það gerðu þeir í þeim tilgangi að vera með bæjarbúum þegar þeir kveiktu á jólatré sínu sem kom að þessu sinni frá Akureyri.
Meira
Jólaundirbúningur | Í félagsmiðstöð eldri borgara á Skólabraut á Seltjarnarnesi er ekki slegið slöku við í jólaundirbúningnum. Þar gefst eldri borgurum kostur á að stunda ýmiss konar tómstundastarf flesta daga vikunnar.
Meira
Reykjavík | Félagsþjónustan í Reykjavík lagði nýlega til við félagsmálaráð Reykjavíkurborgar að sérstök jólauppbót yrði greidd til þeirra notenda Félagsþjónustunnar sem þegið hafa fjárhagsaðstoð í sex mánuði eða lengur.
Meira
Laugardalur | Margt verður í boði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fram að jólum. Alla daga til og með 23. desember verður lesin jólasaga við kertaljós í fjósinu klukkan 10.45. Um leið og jólasveinarnir fara að tínast til byggða hinn 12.
Meira
Markmið þeirra sem gerðu síðustu kjarasamninga um aukinn kaupmátt launa hefur gengið eftir, en kaupmáttur hefur aukist um 11,3% frá ársbyrjun 2000. Í samantekt Egils Ólafssonar kemur fram að vinnutími hjá flestum stéttum hefur styst. Hann hefur hins vegar lengst hjá almennu verkafólki sem vinnur lengstan vinnudag allra stétta.
Meira
Emilía Sigmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1950. Hún lauk háskólaprófi í íslenskum fræðum og starfar nú sem fagstjóri menningar og miðlunar hjá Landsbókasafni Íslands, Háskólabókasafni og á sæti í stjórnarnefnd Kvennasögusafns Íslands. Emilía er gift Ragnari Steinarssyni tannlækni og eiga þau þrjú uppkomin börn.
Meira
NÝ kreppa er komin upp innan færeysku landsstjórnarinnar og getur hún hugsanlega leitt til þess, að hún falli. Ástæðan er nýútkomin bók þar sem flett er ofan af fjármálabralli Anfinns Kallsbergs lögmanns fyrir 20 til 25 árum.
Meira
Njarðvík | Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, fimmtudag, og hefjast klukkan 20. Þar mun Kammersveit Reykjavíkur leika fyrir Suðurnesjamenn.
Meira
1. Ný launatafla. Felldir verði niður taxtar undir 93.000 kr. og taxtakerfið byggt upp frá þeirri grunntölu. Launatafla verði í sex þrepum og 25 launaflokkum með 1,5% bili á milli þrepa og flokka. 2. Tryggingarákvæði.
Meira
Nemendur Menntasmiðjunnar á Akureyri verða með opið hús á laugardaginn, 6. desember, frá kl. 13.30 til 17.30 í húsnæði smiðjunnar að Glerárgötu 28. Þar verður afrakstur námsannarinnar til sýnis m.a.
Meira
Í GREINARGERÐ sem Tryggingastofnun vann 10. apríl sl. vegna samkomulags heilbrigðisráðuneytisins við Öryrkjabandalag Íslands um hækkun bóta til öryrkja kemur fram að heildarkostnaður vegna samkomulagsins er áætlaður 1.528 milljónir.
Meira
STJÓRNARANDSTAÐAN á Ítalíu stóð í gær fyrir mótmælum í Róm vegna samþykktar öldungadeildar ítalska þingsins á þriðjudag á umdeildu lagafrumvarpi sem gerir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kleift að halda í og jafnvel auka umsvif sín á ítalska...
Meira
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra afhenti þremur aðilum múrbrjóta Landssamtakanna Þroskahjálpar á Grand Hóteli Reykjavík í gær, en gærdagurinn var jafnframt alþjóðadagur fatlaðra.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að hún teldi vandséð að þörf væri á lagabreytingu til að koma í veg fyrir að gerðir væru kaupréttarsamningar til nokkurra ára við stjórnarformann eða aðra stjórnarmenn fyrirtækja sem...
Meira
FYRSTA tölublaðið af nýju tímariti kemur út á Akureyri í dag. Það hefur fengið nafnið "Við" og mun koma út mánaðarlega. Ásprent-Stíll hf. gefur tímaritið út en ritstjóri og textahöfundur er Guðný Jóhannesdóttir.
Meira
Ökumenn í vesturhluta stórborgarinnar Melbourne í suðvestanverðri Ástralíu hafa flúið upp á þök bíla sinna vegna geysimikilla flóða sem þar herjuðu skyndilega í gær. Ofsarok og rigning skall á og voru bátar notaðir til að bjarga fólki úr lífsháska.
Meira
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að komið hafi fram hjá rússneskum aðilum á óformlegum fundi í Mílanó í gærmorgun að sú yfirlýsing sem Andrei Illarionov, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, gaf um að Rússar...
Meira
Skagaströnd | Mikil gleði og áhugi ríkti á árlegum piparkökudegi leikskólans Barnabóls. Þar mættu foreldrar með börnum sínum síðasta laugardagsmorguninn í nóvember og bökuðu piparkökur.
Meira
COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að hann muni á morgun hitta að máli þá sem standa að Genfarfrumkvæðinu svonefnda, óopinberri friðaráætlun fyrir Mið-Austurlönd, þrátt fyrir að ísraelsk stjórnvöld séu mótfallin slíkum fundi.
Meira
SPÁ fyrir útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi byggist á því að þær ráðstafanir sem ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum 5. mars árið 2002 að grípa til beri tilætlaðan árangur.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að í bígerð væri að innleiða sambærilegt ákvæði í reglur um ársreikninga lífeyrissjóða og gilda nú um reikningsskil lánastofnana þar sem skylt er að upplýsa um heildarfjárhæð launa og...
Meira
ÞINGMENN stjórnarandstöðuflokkanna mótmæltu harðlega í gær frumvarpi um breytingar á lögum um tryggingagjald, en með frumvarpinu er lagt til að ríkissjóður hverfi frá endurgreiðslu hluta af tryggingagjaldi til atvinnurekenda vegna...
Meira
NEYTENDASAMTÖKIN hafa birt á heimasíðu sinni niðurstöður nýrrar könnunar á símtölum milli kerfa fyrirtækjanna Símans og Og Vodafone. Samtökin gerðu sambærilega könnun í ársbyrjun áður en Íslandssími, Tal og Halló sameinuðust undir merki Og Vodafone.
Meira
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum sem miða m.a. að bættu umferðaröryggi og eftirliti með aksturs- og hvíldartíma.
Meira
Kópavogur | Út er komin bókin Skólasaga Kópavogs, en hún var afhent skólanefnd Kópavogs síðasta mánudag. Ritun bókarinnar tók fjögur ár og var þar um viðamikið verk að ræða.
Meira
ÞINGFUNDI á Alþingi var frestað tvívegis í gærdag vegna þess að ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þinghúsinu til að greiða atkvæði um umdeilt frumvarp um tryggingagjald. Þingfundur átti að hefjast kl. 13.
Meira
STJÓRN Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við frumvarp fjármálaráðherra um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
Meira
Djúpivogur | Það var mikið um að vera í sundlauginni á Djúpavogi fyrstu helgina í aðventu. Þar voru samankomnir í æfingabúðum tuttugu og þrír ungir sundgarpar frá Djúpavogi, Egilsstöðum og Neskaupstað.
Meira
DÓMUR í máli ríkislögreglustjóra gegn fyrrverandi sjóðsstjóra hjá Kaupþingi og fleirum markar merkileg tímamót í íslenskri sakamálasögu í fleira en einu tilliti, þar sem m.a.
Meira
Tölvum stolið | Brotist var inn í húsnæði stéttarfélags við Tjarnargötu í Keflavík aðfaranótt þriðjudags. Stolið var tveimur tölvum. Einnig var tekið ávísanahefti frá Sparisjóðnum í Keflavík. Lögreglan biður hugsanleg vitni að hafa samband við...
Meira
Grafarvogur | Nokkrar deilur hafa risið undanfarnar vikur meðal íbúa í Grafarvogi vegna listaverka sem nýlega var komið fyrir á strandlengju Grafarvogs. Íbúasamtökum Grafarvogs hefur borist fjöldi kvartana sem beinast að staðsetningu verkanna.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var útnefnd kona ársins 2003 af tímaritinu Nýju lífi, en þetta er 13. árið sem tímaritið velur konu ársins.
Meira
SJÁLFSBJÖRG hélt upp á Alþjóðadag fatlaðra í gær og veitti fimm aðilum viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra að húsakynnum þeirra á Grand hóteli.
Meira
Ólafsvík | Verslunin Þóra í Ólafsvík átti fertugsafmæli 22.nóvember sl. Verslunin, sem alltaf hefur selt barnaföt, byrjaði starfsemi sína í bílskúr en flutti fljótlega í Mýrarholt 12 og þar er hún enn.
Meira
DÓMSTÓLL í Nürnberg í Þýskalandi hefur gefið út handtökutilskipun á hendur Jorge Videla, fyrrverandi forseta Argentínu, og tveim öðrum háttsettum mönnum í herforingjastjórninni sem var við völd á áttunda áratugnum.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fjölskyldu Hjálmars Björnssonar sem lést í Hollandi í fyrrasumar. "Í kjölfar viðbragða embættis Ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu þann 26. nóvember 2003, í Fréttablaðinu þann 29.
Meira
"KRÖFUGERÐ Flóabandalagsins er keimlík kröfugerð Starfsgreinasambandsins en félögin sem mynda Flóabandalagið eru jú hluti af Starfsgreinasambandinu og ég geri ráð fyrir að þeir hafi nokkurt samráð með sér varðandi kröfur og samningavinnuna sem fram...
Meira
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Fundurinn hefst með umræðu utan dagskrár um lyfjaverð og fákeppni á lyfjamarkaði. Ögmundur Jónasson, VG, er málshefjandi. Til andsvara er Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra.
Meira
Stokkseyri | Nú í haust fékk Þormóður rammi-Sæberg í Þorlákshöfn viðurkenningu frá Icelandic í Bandaríkjunum fyrir gæði þeirrar vöru sem seld er þangað.
Meira
Frá því var sagt í Morgunblaðinu í fyrradag að nýtt tryggingafélag á markaðnum, Íslandstrygging, hefði í desember í fyrra sent Samkeppnisstofnun kæru vegna viðskiptahátta tryggingafélaga, sem fyrir voru á markaðnum.
Meira
Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að afstaða Rússa muni ráða úrslitum um afdrif Kyoto-bókunarinnar um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Meira
AÐDÁENDUR Strandaglópa , Piparsveinsins og skyldra veruleikaþátta ættu að kætast því í kvöld kl. 22.00 hefur Meðal Jóninn göngu sína á Skjá einum. Uppsetning þáttarins er á þá leið að ósköp venjulegur maður er klæddur upp sem milljónamæringur.
Meira
* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics skemmtir föstudag og laugardag. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Hljómsveitin Kos laugardag. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur skemmtifund kl. 15 sunnudag. Meðal atriða er kynning Matthíasar Kormákssonar á nýjum geisladiski.
Meira
HJÁ fréttaþjónustu Yahoo segir að á meðan kvikmyndahúsagestir í Bandaríkjunum flykkist á grínmyndina Álf með Will Ferrell, séu álfar sko ekkert til að hlæja að í huga Íslendinga sem trúi á þá í fúlustu alvöru.
Meira
Forsvarsmenn Tate Modern listasafnsins í Lundúnum tilkynntu fyrr í vikunni að Bruce Nauman verði sá fimmti í röð heimsfrægra listamanna sem vinna verk í túrbínusal Tate Modern.
Meira
SKÍMÓ eða Skítamórall er hiklaust ein vinsælasta poppsveit sem landinn hefur átt. Nú er komin út vegleg safnplata með öllum helstu lögum sveitarinnar sem ber nafnið Skímó... Það besta frá Skítamóral .
Meira
SAMSTARF söngvarans Páls Óskars og hörpuleikarans Moniku Abendroth er rómað. Ef ég sofna ekki í nótt kom út fyrir tveimur árum og var lofuð fyrir sérdeilis fagran flutning og upplífgandi lagasmíðar.
Meira
NÝTT starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju er hafið og er það 22. starfsár félagsins. Félagið var stofnað árið 1982 með það að markmiði að efla listalíf við Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Meira
Landfræðissaga Íslands eftir Þorvald Thoroddsen er fyrsta bindi af fjórum, en nú er liðin rúm öld frá því það var gefið út síðast. Landfræðissagan fjallar um hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir fyrr og síðar.
Meira
KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Bústaðakirkju kl. 20.30 í kvöld. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Af innlifun". Flutt verða m.a. lög eftir Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns og ýmis erlend tónskáld.
Meira
GOURMAND World Cookbook Awards tilkynnti á dögunum að bækurnar Bakað úr spelti, Úlfar og fiskarnir og Bakað í brauðvél hafi verið tilnefndar til alþjóðlegu matreiðslubókaverðlaunanna fyrir árið 2003.
Meira
ÞÁ er jóladagatal Sjónvarpsins farið í gang en fyrsti þátturinn var á mánudaginn var, 1. desember. Í ár verða endursýndir leikbrúðuþættirnir um Klæng sniðuga sem áður voru á dagskrá á aðventu 1997. Segir af uppfinningamanninum Klængi sem býr á...
Meira
KVÖLDVAKA Kvennasögusafnsins verður í Þjóðarbókhlöðu í kvöld kl. 20. Sigurlaug Guðmundsdóttir les eigin ljóð. Flautuleikarar úr Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttir og Báru Grímsdóttur.
Meira
Hið lifandi leikhús frumsýnir einleikinn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í Loftkastalanum í kvöld, en verkið var samið í tilefni af 40 ára leikafmæli Arnars Jónssonar. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Þorvald Þorsteinsson, höfund leiksins.
Meira
Tveir ungir og ofurvenjulegir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru viðfangsefni heimildarmyndar sem Hulda Rós Guðnadóttir mannfræðingur er að ljúka við að gera. Myndin hefur ekki fengið nafn enn þá en ber vinnuheitið Maður/Kona .
Meira
Flutt voru sönglög eftir Jón Þórarinsson. Flytjendur voru; Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jónas Ingimundarson. Mánudagurinn 1. desember.
Meira
ÍSLAND vekur um þessar mundir athygli sem einhvers konar álfaþjóð í bandarískum fjölmiðlum en tilefnið er kvikmyndin Elf sem nýtur mikilla vinsælda þessa dagana.
Meira
Hafliði Hallgrímsson: Passía, op. 28. Einsöngvarar: Mary Nessinger og Garðar Thór Cortes. Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Orgel: Douglas A. Brotchie og Kári Þormar. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Útgefandi: Ondine Inc.
Meira
ÁRAMÓTASKAUPINU stolið! Fyrir góðum áratug eða svo gekk eitt af betur heppnuðu áramótaskaupum út á að Skaupinu var stolið og leikarar leituðu þess í örvæntingu.
Meira
SOFFÍA Gísladóttir myndlistarmaður tekur þátt í samsýningu í The Spitz gallery í London, sem opnuð verður í dag, fimmtudag. Yfirskrift samsýningarinnar er Shaken and Stirred.
Meira
Á SÍÐASTA dramatíska fimmtudagskvöldinu kl. 21 í kaffistofu Norræna hússins fyrir jól mun Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri fjalla um höfunda Veislunnar, Thomas Vinterberg, Mogens Rukov og Bo Hr.
Meira
ÞAR kom að því að tenórinn ástsæli að norðan, Óskar Pétursson, myndi gefa eftir toppsætið. Það kom í hlut Írafárs að stela toppsætinu en fyrirsögn greinarkornsins vísar á gáskafullan hátt í upphafslag nýju plötunnar en það heitir "Stel frá...
Meira
Súfistinn, Hafnarfirði kl. 12.10 Þjóðlagahljómsveitin Bardukha með fiðluleikarann Hjörleif Valsson í fararbroddi leikur gleðitónlist. Anddyri Borgarleikhússins kl. 20.
Meira
eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Björn G. Bjarnarsson. Leikari: Arnar...
Meira
FJÖLMENNI mætti er myndlistarmaðurinn og leikkonan úr kvikmyndinni Salt, Melkorka Þ. Huldudóttir, opnaði sýninguna Myrkraverk í Kling & Bang galleríi á laugardag.
Meira
Iðnó Sýningu félaga í Samlaginu listhús á Akureyri lýkur á föstudag. Á sýningunni, sem er á kaffistofu Iðnó, eru verk unnin með vatnslitum, akrýl og krít, textíll (vefnaður, þæfing, ísaumaður pappír), grafík, ljósmyndatækni og pappírs-leir.
Meira
Lýðræði með raðvali og sjóðvali heitir ný bók dr. Björns S. Stefánssonar, en þar kynnir hann hugmyndir sínar um hvernig beita má aðferðum raðvals og sjóðvals til að auka lýðræði við hvers konar val og kosningar.
Meira
Í NÆSTU viku verður opnuð ný íslensk tónlistarsíða, mp3.is. Þar geta íslenskir tónlistarmenn skráð sig inn, kynnt sig og sína sköpun og dreift tónlist sinni þar með um veraldarvefinn. Hver tónlistamaður fær heimasvæði undir mp3.
Meira
NÍU listamenn opna vinnustofusýningu í Skipholti 33b, (fyrir aftan gamla Tónabíó) annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20-23. Einnig verður þar sameiginleg sýning í hluta rýmisins.
Meira
Í TILEFNI af þeirri athygli sem sýning Ólafs Elíassonar í Tate Modern í London hefur vakið er freistandi að hugleiða einangrun samtímamyndlistar í íslensku þjóðfélagi.
Meira
NOKKRIR íslenskir vísindamenn hafa komið á fót líftæknifyrirtækinu ORF-líftækni, m.a. í því augnamiði að rækta erfðabreytt bygg sem myndar prótín til lyfja- og iðnaðarframleiðslu.
Meira
FLEST þekkjum við þessa setningu úr lagi sem Valgeir Guðjónsson samdi fyrir nokkrum árum vegna kynningarátaks um að fólk ætti ekki að aka undir áhrifum áfengis.
Meira
ÉG fór á dögunum í Iðnó til að sjá Tenórinn með Guðmundi Ólafssyni. Ég vissi voða lítið um verkið og fór með opnum huga til að skemmta mér, en maður fer einmitt í leikhús til að skemmta sér þegar skammdegið hellist yfir mann.
Meira
Í STJÓRNMÁLUM er stöðugt tekist á um árangur í efnahagsmálum. Þeir, sem stjórna, vilja eigna sér góðan árangur í efnahagsmálum, en kenna náttúruöflum og óhagstæðum ytri skilyrðum um, þegar árangur er slæmur.
Meira
UMRÆÐAN um vændisfrumvarpið svonefnda virðist því miður komin á það stig, að flokkspólitískur skæruhernaður skiptir helstu talsmenn þess meira máli en afdrif frumvarpsins.
Meira
NÚ er unnið að ritun Sögu bílsins á Íslandi 1904-2004 sem á að koma út árið 2004, þegar 100 ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands.
Meira
SKIPULAGSMÁL Reykjavíkur eru stöðugt í athugun og jafn stöðugt í samfelldu klúðri jafnt hjá borgar- sem ríkisstjórnum. Skiptir engu máli þótt skipt sé annað slagið um fólk eða flokka í þessum stjórnum. Engin lausn eða ákvörðun finnst.
Meira
UMRÆÐA um siðferði í bankamálum gefur tilefni til að ræða siðferði í sjávarútvegi. Mörgum hefur misboðið gróf notkun sumra á leikreglum í sjávarútvegi, sem tæplega var markmið löggjafans.
Meira
NÝÚTKOMIN er skýrsla Ríkisendurskoðunar um mat á árangri af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ég fagna skýrslunni sem góðu innleggi í umræðuna um stefnumótun í heilbrigðismálum á Íslandi.
Meira
UMRÆÐAN um skipulag í landi Lundar heldur sem betur fer áfram í fjölmiðlum. Það er ástæða er til að fagna þeim árangri sem áhugamannahópur um betri Lund hefur náð og ber að þakka þeim, sem þar hafa verið í forystu, um málefnalega baráttu.
Meira
AÐ undanförnu hefur staðið yfir í fjölmiðlum umræða um skólamál. Það er jákvætt þegar skólamál vekja áhuga og umræðu meðal fólks, en slæmt þegar sú umræða verður ómálefnaleg og einhliða.
Meira
AÐ undanförnu hafa birst nokkrar greinar í dagblöðum um kjör og vinnuaðstæður blaðburðarbarna. Í þeim hafa komið fram áhyggjur greinarhöfunda um að þessi störf séu börnum ofviða, blaðabunkinn sé of þungur og vinnutímareglur brotnar.
Meira
Adolf Birgir Kjartansson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jóhanna Hermannsdóttir, f. á Kjaranstöðum í Dýrafirði 23. apríl 1908, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Guðný Hreiðarsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 22. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 3. desember.
MeiraKaupa minningabók
Jóakim Pétursson fæddist 10. janúar 1914 á Stóru-Vatnsleysu í Vatnsleysustrandarhreppi. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Agnes Felixdóttir, f. 12.6. 1872, d. 27.3. 1962, og Pétur Jóakimsson, f. 9.9.
MeiraKaupa minningabók
Jóel Kristinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1924. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, verkamaður og bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 13.
MeiraKaupa minningabók
Jón Ingimundarson verkamaður og vélstjóri fæddist í Reykjavík 26. janúar 1925. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson verkstjóri, f. í Reykjavík 9. febrúar 1874, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Þórðarson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 3. desember.
MeiraKaupa minningabók
60 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 4. desember, er sextugur Gunnar Þorláksson, starfsmaður Félagsþjónustunnar í Reykjavík . Hann og eiginkona hans , Kolbrún Hauksdóttir, verða erlendis á...
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. desember, er sextugur Kári Valvesson, Sléttahrauni 20, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sigurborg Kristinsdóttir. Þau bjóða vini og vandamenn velkomna til hófs í Frímúrarahúsinu við Ljósatröð í Hafnarfirði kl.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. desember, er áttræður Sigmundur Óli Reykjalín Magnússon, vélfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu á Norðurlandi eystra.
Meira
Áskirkja. Opið hús kl. 14-17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkjuleiðir söng. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
Meira
TUTTUGU sveitir tóku þátt í Íslandsmótinu í parsveitakeppni, sem fram fór í húsakynnum BSÍ við Síðumúla um síðustu helgi. Sveit Ljósbrár Baldursdóttur varð hlutskörpust, hlaut 135 stig úr 7 umferðum, eða 19,28 stig að jafnaði úr leik.
Meira
Bridsfélag eldri borgara Hafnarfirði Föstudaginn 28. nóvember var spilað á átta borðum. Úrslit urðu þessi. Sævar Magnúss. - Bjarnar Ingimarss. 217 Jón Pálmason - Stefán Ólafsson 198 Árni Bjarnason - Þorvarður S. Guðm.
Meira
Að haustnóttum einn ég að heiman geng því harms míns og gleði bíður hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði líður. Það kom hingað forðum á móti mér hvern morgun í sóldýrð vafið.
Meira
Myndir frá Afríku í fjölmiðlum og sögubókum gefa skakka mynd af álfunni. Vestræna ímynd Afríku skortir andblæ fólksins. Líf fólks við þriðja heims aðstæður er þungt en þjóðarkarakterinn er sterkur einsog viljinn til breytinga.
Meira
Í dag er fimmtudagur 4. desember, 338. dagur ársins, Barbárumessa. Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.
Meira
ÁGÆTI lesandi. Það er farið að hægja á öllu í náttúrunni, lauf trjánna löngu farið að fylla innkeyrslur og stífla niðurföll, en tré og runnar standa nakin og lauflaus eftir. Þó halda stöku tré enn fast í sitt.
Meira
Stundum þykir Víkverja skringilega til orða tekið þegar fjallað er um veður og færð. Í útvarpi eru ökumenn ósjaldan varaðir við "ísfilmu" í merkingunni fljúgandi hálka.
Meira
ARNAR Grétarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Lokeren í Belgíu, kom heim af sjúkrahúsi í gær en hann gekkst undir uppskurð á nára á mánudaginn. Arnar sagði við Morgunblaðið að aðgerðin hefði verið meiri en læknirinn hefði átt von á.
Meira
KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hafnaði í gær ósk tyrkneska liðsins Besiktas um að leikur liðsins og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn kemur fari fram í Istanbúl.
Meira
* DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri , tók í gær þátt í æfingu í brunbrautinni fyrir heimsbikarmótið í Lake Louise í Kanada sem fer fram um helgina. Hún hafði rásnúmerið 53 og stóð sig vel - náði 20. besta tímanum.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í Evrópuriðlana í undankeppni HM í Þýskalandi 2006 í Frankfurt á morgun.
Meira
EINAR Hólmgeirsson, stórskyttan í liði ÍR-inga, var svo sannarlega bjargvættur Breiðhyltinga í gærkvöldi þegar þeir sóttu stig á Ásvöllum gegn Íslandsmeisturum Hauka. Einar jafnaði metin í 22:22 með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að venjulegum leiktíma var lokið og þar með verða ÍR-ingar með forskot á Hauka þegar keppni í úrvalsdeild hefst á nýju ári en ÍR hafði betur í fyrri leiknum, 36:30.
Meira
ELLEFU unglingar halda á morgun til Noregs, þar sem Norðurlandamót unglinga í 25 metra laug hefst á laugardaginn. Að sögn Eyleifs Jóhannessonar, yfirþjálfara liðsins, eru þetta fleiri sundmenn en hafa farið áður. Fjórir kepptu á þessu móti í fyrra og hann er sérstaklega ánægður með að í hópnum séu átta piltar, því í fyrra fór enginn.
Meira
"ÚR því sem komið var þá get ég ekki verið annað en sáttur við stigið," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR, við Morgunblaðið eftir leikinn við Hauka. "Þetta var gríðarlega mikill baráttuleikur og vel tekið á.
Meira
*HÁKON Sigurjónsson verður eftirlitsmaður á leik Fetsund og Kaupmannahöfn í Áskorendabikarnum í handknattleik sem fram fer í Noregi 20. desember og Gunnar Gunnarsson verður eftirlitsmaður á leik Drott og Karvina í Evrópukeppni bikarhafa í Halmstad 14.
Meira
JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður NBA-liðsins Dallas Mavericks, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki séu miklar líkur á því að Dirk Nowitzki, leikmaður liðsins, verði settur á meiðslalista hjá félaginu, en þýski...
Meira
ÓLAFUR Stefánsson getur ekki leikið með heimsliðinu í handknattleik sem mætir Rússum hinn 28. þessa mánaðar en leikurinn, sem fram fer í Moskvu, er í tilefni 75 ára afmælis rússneska handknattleikssambandsins.
Meira
ÓLAFUR Stígsson knattspyrnumaður, sem á dögunum sagði upp samningi sínum við Molde, er þessa dagana til reynslu hjá þýska 2. deildarliðinu Union Berlín.
Meira
"ÞETTA var hreint út sagt æðislegt tilfinning og algjör draumur að rætast hjá mér," sagði hinn 20 ára gamli Ólafur Ingi Skúlason í samtali við Morgunblaðið í gær, en Ólafur Ingi fékk fyrsta tækifæri sitt með aðalliði Arsenal í fyrrakvöld þegar liðið burstaði Wolves, 5:1, í fjórðu umferð deildabikarkeppninnar fyrir framan 29 þús. áhorfendur á Highbury.
Meira
* RÚNAR Sigtryggsson skoraði 4 mörk fyrir Wallau-Massenheim og Einar Örn Jónsson eitt þegar lið þeirra tapaði fyrir Magdeburg , 37:32, í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld.
Meira
FORSVARSMENN bandaríska frjálsíþróttasambandsins funda nú í heimalandi sínu um stöðu greinarinnar en á undanförnum vikum hafa lyfjamál sem tengjast hinu nýja steralyfi, THG, verið helsta umræðuefnið vestanhafs.
Meira
ANGELINO hefur mikla reynslu af veiðum og vinnslu á krabba og segja má að hann sé frumkvöðull í krabbanum. Hann er frá Chile, en byrjaði á krabbaveiðum við Falklandseyjar, þegar þær hófust þar fyrir nokkrum árum. Síðan lá leiðin til Grænlands.
Meira
OLAF Olsen, stórútgerðarmaður og fyrrverandi ráðherra í Færeyjum, segir reynslu Færeyinga af sóknarstýringu á fiskveiðum vera góða og telur enga ástæðu til að breyta um kerfi.
Meira
MEIRA magn af fiski hefur farið um fiskmarkaði landsins það sem af er árinu en á sama tíma síðasta árs, en verðmæti þess hefur hins vegar dregist saman um nærri fimmtung. Mest hefur verð lækkað á ýsu, eða um 42%. Alls voru seld 86.
Meira
Miklar hræringar eiga sér stað í norskum sjávarútvegi um þessar mundir. Hrina gjaldþrota hefur dunið yfir og lagt jafnt að velli fyrirtæki í veiðum og vinnslu. Verðmæti landaðs fiskafla hefur ekki verið lægra síðan á þorskleysisárunum 1989 og 1990.
Meira
BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi í síðustu viku nýjan Cleopatra 33 bát til Burnmouth á austurströnd Skotlands. Kaupandi bátsins er John Affleck sjómaður frá Burnmouth. Báturinn hefur hlotið nafnið Soph-Ash 2.
Meira
Krabbi getur skapað mikil verðmæti. Í Alaska skila veiðar á kóngakrabba milljarða tekjum árlega. Hjörtur Gíslason ræddi við skipstjórann og krabbaveiðimanninn Kristján F. Olgeirsson. Hann segist þess fullviss að veiðar á krabba við Ísland geti verið arðbærar.
Meira
DR. MICHAEL R. Czinkota, prófessor í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, heldur opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands milli klukkan 16.00 og 17.00 á morgun. Fyrirlesturinn, sem er á vegum M.B.A.
Meira
Marel er með starfsemi í 10 löndum og selur vörur til um 50 landa víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið hefur fjárfest mest í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum á undanförnum árum en fjárfestingar á öðrum svæðum heimsins hafa aukist jafnt og þétt. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, sagði við Grétar Júníus Guðmundsson að það væri stefna fyrirtækisins að vera í fararbroddi á sínu sviði í heiminum. Annað væri óviðunandi.
Meira
SAMTÖK verslunarinnar-FÍS hafa hvatt Eimskip ehf. til að draga til baka nýtt gjald sem félagið hefur lagt á viðskiptavini félagsins, svonefnt öryggisgjald.
Meira
Hvataferða- og ráðstefnugestir eru aðalmarkhópur Nordica hótels. Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela hf., sagði Þóroddi Bjarnasyni að hótelið keppti á alþjóðamarkaði.
Meira
ÞJÓNUSTU- og færslugjöld af notkun debetkorta í verslunum gætu numið um einum milljarði króna á þessu ári. Handhafar debetkorta á Íslandi greiða 12 til 13 krónur í færslugjöld fyrir hvert skipti sem greitt er fyrir vöru og þjónustu með debetkorti.
Meira
ÓSKAR F. Jónsson, sem hefur þróað skósóla með harðkornum, hlaut fyrstu verðlaun í sínum flokki í árlegri evrópskri hugmyndakeppni í Brussel í Belgíu. Greint var frá úrslitum keppninnar í gær en keppnin sjálf fór fram föstudaginn 28. nóvember...
Meira
Í upphafi tuttugustu aldar átti sér stað mikið framfaratímabil á Vesturlöndum sem fyrri heimsstyrjöldin batt enda á. Bylting í samskiptatækni hafði ollið straumhvörfum í utanríkisviðskiptum.
Meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook mun halda blaðamannafund fyrir þýska og austurríska blaðamenn hér á landi í maímánuði á næsta ári. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki í heimi og hefur verið starfrækt í yfir 160 ár.
Meira
NÝVERIÐ var hin árlega ferðasýning World Travel Market haldin í London en hún er ein hin stærsta sinnar tegundar í heimi. Ferðamálaráð Íslands var á meðal þátttakenda líkt og undanfarin ár ásamt 14 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Meira
WAAGE Jewellery, í eigu Hendrikku Waage, hefur vakið athygli í Bretlandi fyrir nýja skartgripi sem hannaðir eru með bæði íslenskum og alþjóðlegum áhrifum.
Meira
KAUPÞING-Búnaðarbanki er níundi stærsti bankinn á Norðurlöndum miðað við markaðsvirði bankanna 2. desember sl. Íslandsbanki er í ellefta sæti og Landsbanki Íslands í því fjórtánda.
Meira
Kögun hf. og eigendur meirihluta hlutafjár Landsteina-Strengs hf. eru í viðræðum um kaup Kögunar á félaginu. Skýrast mun á síðari stigum hversu stór hlutur verður keyptur ef af verður, en ljóst er að um er að ræða a.m.k.
Meira
TILKYNNT var til Kauphallar Íslands í gær að Kögun og eigendur meirihluta hlutafjár Landsteina-Strengs hefðu ákveðið að taka upp viðræður um kaup Kögunar á hlut þeirra.
Meira
BÍLAFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum eru bjartsýnir á söluna í þessum mánuði og byrjun næsta árs eftir mikla sölu í nóvember, að því er segir í frétt frá AP. Aukningin milli ára var mest hjá General Motors, eða 22%.
Meira
GREININGARDEILD Kaupþings Búnaðarbanka telur að Pharmaco hefði mátt gefa nákvæmari upplýsingar um kaup félagsins á tyrkneska lyfjafyrirtækinu Fako en gert var í fréttatilkynningu félagsins í gær. Þetta kom fram í hálf fimm fréttum bankans í gær.
Meira
AUKINN áhugi á flötum sjónvarpsskjám hefur orðið til þess að Philips mun afskrifa yfir 70 milljarða króna vegna rekstrarerfiðleika LG Philips Displays, að því er segir í Financial Times .
Meira
Staða minnihluta hluthafa í hlutafélögum hefur verið til umræðu að undanförnu. Þóroddur Bjarnason kannaði rétt minnihlutans í íslenskum hlutafélögum og sá að hann hefur ýmis úrræði sér til varnar.
Meira
Síminn og Origo hafa tekið höndum saman um þróun vefsvæða Símans. Origo ehf., dótturfélag TölvuMynda. Origo mun sjá um hönnun og viðhald á helstu vefjum Símans.
Meira
Í ÁRSLOK 2004 má ætla að gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands verði kominn í tæplega 70 milljarða króna, ef uppkaup bankans verða þau sem kynnt voru í október, en Seðlabankinn hefur sett sér að lágmarksforði hans verði 50 milljarðar.
Meira
TALIÐ er að örtæknin muni geta breytt þeim forsendum sem unnið hefur verið eftir hingað til í hinum hefðbundnu vísinda- og tæknigreinum, að sögn Ingólfs Þorbjörnssonar, verkfræðings hjá Iðntæknistofnun.
Meira
FERÐASKRIFSTOFAN Travel - 2 og Skúlason markaðslausnir hafa gert með sér samning um að Skúlason sjái að öllu leyti um símsvörun fyrir Travel - 2. Skúlason sér um símsvörun fyrir hátt í 40 fyrirtæki á Íslandi og...
Meira
ÁGÚST Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að það ætti að skilja að verðbréfaskráningu og starfsemi Kauphallar Íslands en Verðbréfaskráning Íslands hf.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.