Greinar sunnudaginn 14. desember 2003

Forsíða

14. desember 2003 | Forsíða | 168 orð | 1 mynd

Kostnaður áætlaður röskur milljarður

FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar verður stækkuð um samtals u.þ.b. 2.200 fermetra í tveimur áföngum, og er reiknað með að framkvæmdum verði lokið í júní 2005. Á bilinu 50 til 70 störf munu skapast við framkvæmdirnar. Tveir 1. Meira
14. desember 2003 | Forsíða | 194 orð | 1 mynd

Reynt að rjúfa þráteflið

ÍTALSKI forsætisráðherrann Silvio Berlusconi sagði í gær að leiðtogar Evrópusambandsins myndu ræða málamiðlunartillögur sínar fram eftir laugardeginum, en hann vonaðist til að þær gætu orðið til að rjúfa þráteflið um síðasta óleysta ágreiningsmálið sem... Meira
14. desember 2003 | Forsíða | 43 orð | 1 mynd

Sáluhlið í nýrri dögun

DÖGUNIN ber með sér nýja von og er oft ægifögur um þetta leyti ársins á Austurlandi. Þegar horft er úr kirkjugarðinum á Eskifirði ber sáluhlið garðsins við himin en fyrir neðan kúrir bærinn og vetrarsólin glampar á Reyðarfirðinum. Meira
14. desember 2003 | Forsíða | 167 orð

Um 160 karlar greinast á ári

UM 160 karlar greinast árlega með krabbamein í blöðruhálskirtli og eru þeir jafnmargir og þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Kemur þetta m.a. Meira
14. desember 2003 | Forsíða | 133 orð

Vímugenið fundið?

SAMKVÆMT rannsóknaniðurstöðum vísindamanna í Kaliforníu er einn stakur erfðavísir ábyrgur fyrir vímuáhrifum áfengis á dýr og menn. Sé viðkomandi erfðavísir tekinn úr sambandi hljótast engin vímuáhrif af neyzlu áfengis, sama hve mikils magns er neytt. Meira

Baksíða

14. desember 2003 | Baksíða | 220 orð | 1 mynd

Drapst úr bráðri lungnabólgu

HÁHYRNINGURINN Keikó, sem veiddur var við Ísland á sínum tíma og var í Vestmannaeyjum í nokkur ár, er allur. Svo virðist sem háhyrningurinn hafi fengið bráða lungnabólgu og drapst hann í Taknesbugt í Noregi síðdegis á föstudag. Meira
14. desember 2003 | Baksíða | 80 orð | 1 mynd

Gægist upp úr stórgrýtinu

Jólaskreytingum fjölgar með hverjum deginum sem líður að jólum. Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og næsta víst að margir nýti tækifærið til að færa hús sín í fallegan jólabúning. Ekki má gleyma að njóta fegurðarinnar sem fylgir þessum árstíma. Meira
14. desember 2003 | Baksíða | 382 orð

"Stærsti happdrættisvinningur sem ég hef fengið"

Á HÚSAVÍK hefur frá því í haust staðið yfir starfsendurmenntun fyrir öryrkja sem ekki á sinn líka hérlendis, að sögn Friðfinns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Meira
14. desember 2003 | Baksíða | 126 orð

Útreikningar liggi fyrir um helgina

BJARNI Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, upplýsti á Alþingi á laugardagsmorgun að hann hefði óskað eftir því að reiknað yrði út hversu mikið eftirlaunaskuldbinding ríkisins ætti eftir að aukast vegna þeirra tillagna sem fram kæmu í... Meira
14. desember 2003 | Baksíða | 245 orð

Vill kæra kvennagagnagrunn

DOKTOR Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur kvennagagnagrunninn "Kvennaslóðir" ekki samrýmast siðareglum Háskóla Íslands, þar sem þar sé um að ræða þjónustu sem eingöngu er fyrir annað kynið. Meira

Fréttir

14. desember 2003 | Erlendar fréttir | 200 orð

14 þúsund smitast á degi hverjum

Fleiri eru taldir hafa smitast af HIV-veirunni á þessu ári en nokkru sinni fyrr, eða um fimm milljónir manna. Það þýðir að fjórtán þúsund manns smitast á degi hverjum. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð

Andri en ekki Ari Nafn Andra...

Andri en ekki Ari Nafn Andra Teitssonar, framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, misritaðist í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi háskólamenntaðra nokkuð stöðugt

Atvinnulausu fólki með háskólapróf fjölgaði hratt á árinu 2002 en fjöldinn hefur verið nokkuð stöðugur milli 450 og 500 manns í ár en 500 manns með háskólapróf voru skráðir atvinnulausir í lok nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu vinnumálastofnunar. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Auka nákvæmni og stöðugleika GPS-kerfisins

TVÆR nýjar eftirlitsstöðvar sem tengjast EGNOS-gervihnattakerfi Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) voru vígðar á föstudag í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Eftirlitsstöðvarnar eru í Reykjavík og á Egilsstöðum og munu m.a. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Bátur að ólöglegum veiðum

VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð bát að ólöglegum veiðum í Ísafjarðardjúpi um þrjúleytið á föstudag. Farið var með bátinn til Ísafjarðar þar sem tekin var lögregluskýrsla af skipstjóranum. Aflinn var gerður upptækur og settur í kæligeymslu á... Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

EFTA-dómstóllinn sammála embætti ríkislögreglustjóra

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg kvað í dag upp dóm um ráðgefandi álit vegna 5 spurninga sem Héraðsdómur Reykjaness beindi til hans. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð

Eldur í húsi við Bárugötu

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var í gærmorgun kallað að húsi við Bárugötu í Reykjavík en þar logaði eldur á annarri hæð og lagði mikinn reyk yfir nágrennið. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Feðraveldið kúgar íslamskar konur

ÍRANSKI lögfræðingurinn og mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló á miðvikudag. Í þakkarræðu sinni gagnrýndi hún meðal annars Bandaríkin fyrir að hafa hunsað mannréttindi í baráttu sinni gegn hryðjuverkum. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fjórar tillögur að hönnun álvers Alcoa

FJÓRAR tillögur bárust í samkeppni sem Alcoa og verktakahópurinn Bechtel-HRV efndu til meðal arkitekta hér á landi um hönnun á fyrirhuguðu álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Framkvæmdum verði lokið í júní 2005

FRAMKVÆMDIR við stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast í febrúar, og er ráðgert að stækka í áföngum innritunarsal, aðstöðu í brottfararsal á 2. hæð og móttökusal og fríhöfn fyrir komufarþega. Verkið verður unnið í tveimur áföngum. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Frumvarp um laun þingmanna

MARGIR mótmæltu frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna. Frumvarpið var rætt á Alþingi í vikunni. Í frumvarpinu er til dæmis lagt til að formenn stjórnmálaflokkanna, sem ekki eru líka ráðherrar, fái 50% álag á launin sín. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Gáfu LSH tækjabúnað

SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, færðu skurðlækningadeild 12 G Landspítala -háskólasjúkrahúss að gjöf CAS 740 Monitor sem er blóðþrýstingsmælir, púlsmælir, hitamælir og súrefnismettunarmælir. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 714 orð | 1 mynd

Gluggar sálarinnar

Tvær konur raða dreifimiðum í plastvasa, sem dreift er á bílrúður í miðbænum til kynningar á betri þjónustu Bílastæðasjóðs. Konurnar eru með ljóst yfirbragð, frísklegar og glaðsinna. Þær eru stöðumælaverðir. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 245 orð

Góð þjónusta á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, sýni að spítalinn sé almennt séð góð stofnun í þeirri merkingu að þar sé gott starfsfólk sem veiti góða þjónustu, langtum betri þjónustu... Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Húsfyllir á aðventuhátíð

HÚSFYLLIR var á vel heppnaðri aðventuhátíð sem haldin var í Húsavíkurkirkju um síðustu helgi. Kirkjubekkir voru þéttsetnir auk þess sem um 80 söngmenn sungu með kórum sínum. Kórarnir sem um ræðir eru Kirkjukór Húsavíkurkirkju og Karlakórinn Hreimur. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð

KHÍ og borgin semja um námskeið

KENNARAHÁSKÓLI Íslands og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa undirritað samstarfssamning þar sem Kennaraháskólinn tekur að sér að bjóða grunnskólum Reykjavíkur námskeið á grundvelli stefnumótunar fræðsluráðs í starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík og... Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Komið að "Nýju Reykjavík"

ÞÓRÓLFUR Árnason, borgarstjóri, segir að komið sé að endurskipulagningu þjónustu Reykjavíkurborgar. Komið sé að "Nýju Reykjavík". Í gær var haldið málþing Reykjavíkurborgar með fulltrúum frá Noregi og Svíþjóð um nærþjónustu í hverfum. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Kristín Rós og Jón Oddur best

KRISTÍN Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson voru í gær útnefnd íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 324 orð

Laun forsætisráðherra hafa hækkað um 130% á sjö árum

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að forseti Íslands hafi ekki notið þess að fá 10% kaupmáttaraukningu á ári undanfarinn áratug eða svo, eins og forsætisráðherra, í tilefni af orðum forsætisráðherra í Morgunblaðinu í gær... Meira
14. desember 2003 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Merki um vitundarvakningu í Kína

Talið er að um ein milljón manna sé smituð af HIV-veirunni í Kína, enda þótt stjórnvöld í Peking viðurkenni einungis að um 80 þúsund manns hafi greinst jákvæðir. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð

Mótmæla tillögum um hækkun þingfararkaups

HEIMDALLUR hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna fjárframlaga til flokka og þingmanna: "Heimdallur mótmælir þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram um hækkun þingfararkaups til þeirra formanna stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherrar. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð | 2 myndir

Muse og Mínus í Laugardalshöll

Á MIÐVIKUDAGINN spilaði breska rokksveitin Muse í Laugardalshöll. Það var fullt af fólki að horfa á Muse og líka íslensku hljómsveitina Mínus. Hún spilaði á undan Muse. Muse eru búnir að gefa út þrjár plötur. Nýjasta platan heitir Absolution. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ný hárgreiðslustofa opnuð

NÝ endurbætt hárgreiðslustofa var opnuð á dögunum í Háholti 14 í Mosfellsbæ þar sem áður var Hárhús Önnu Silfu. Nýja hárgreiðslustofan heitir ARISTÓ - hárstofa og eru eigendur hennar fyrrum starfsmenn Hárhússins þær Inga Lilja, Jónheiður og Guðrún Elva. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sæplasts hf.

JÓN Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sæplasts hf. Þetta er nýtt starf hjá Sæplasti en undir það heyrir m.a. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Nýr hugsunarháttur í lyfjaframleiðslu

Lyf við arfgengum sjúkdómum verða í framtíðinni hönnuð sérstaklega fyrir ákveðna erfðagalla. Brjánn Jónasson ræddi um lyfjrannsóknir við dr. Eric Topol. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Nýr starfsmaður hjá Kauphöllinni

Eyjólfur Örn Snjólfsson hefur tekið til starfa á viðskiptasviði Kauphallarinnar. Hann hefur umsjón með viðskiptakerfi Kauphallarinnar auk þess sem hann annast gagnavinnslu og upplýsingagjöf. Eyjólfur lauk cand. scient. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Nýr útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki

Ásta Björg Pálmadóttir hefur tekið við starfi útibússtjóra Landsbankans á Sauðárkróki. Hún tók við starfinu af Þresti Friðfinnssyni sem lét af störfum í haust að eigin ósk. Ásta Björg fæddist á Selfossi 4. júlí 1964. Meira
14. desember 2003 | Erlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

"Ekki bara tölur á blaði"

Baráttan gegn útbreiðslu alnæmis hefur nú staðið í tvo áratugi og hefur aldrei verið jafn hatrömm. Á þessu ári er talið að fleiri hafi smitast af HIV-veirunni en nokkru sinni fyrr. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 333 orð

"Skattar á millilandaflug ættu að lækka"

RÍKISVALDINU er óheimilt að innheimta hærri skatt vegna farþega sem ferðast frá Íslandi til útlanda en vegna farþega sem ferðast innanlands samkvæmt dómi sem EFTA-dómstólinn kvað upp í fyrradag. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð

Rektor Listaháskólans endurráðinn

HJÁLMAR H. Ragnarsson tónskáld hefur verið endurráðinn rektor Listaháskóla Íslands til næstu fimm ára, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stjórn Listaháskólans. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Samkeppnislög brotin með ónógum verðmerkingum

HÆSTIRÉTTUR telur að Heilsa ehf. hafi brotið samkeppnislög með ófullnægjandi verðmerkingum í versluninni Heilsuhúsinu við Skólavörðustíg. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð

Segir sig úr Samfylkingunni

HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna afstöðu flokksins til lagafrumvarps um eftirlaun æðstu embættismanna. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Skipaafgreiðslan styrkir Íslandsmeistara Völsungs

FORSVARSMENN Skipaafgreiðslu Húsavíkur afhentu á dögunum fulltrúum meistaraflokks Völsungs í knattspyrnu 50.000 kr. til styrktar knattspynudeildinni í tilefni af frábærum sigri félagsins á Íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss á dögunum. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skyndihappdrætti Hróksins

SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hefur efnt til skyndihappdrættis. Vinningar eru t.d. listaverk, flugferðir, bækur, skákspil, skáksett o.fl. Hrókurinn hefur verið með barna- og unglingastarf sitt meðal grunnskólanemenda sl. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 188 orð

Skýr stefnumótun nauðsynleg

ÝMIS vandkvæði og ágreiningur hefur komið upp varðandi framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 561 orð | 1 mynd

Strítt á litarhætti og þynnra blóði

Fyrir tæplega öld kom Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður, á slóðir inúíta á norðvestursvæðum Kanada, en þar búa barnabörn hans og barnabarnabörn. Eitt þeirra, Georgina Stefansson, kom til Íslands í fyrsta sinn á föstudag og Steinþór Guðbjartsson sat fyrir henni. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 801 orð | 1 mynd

Við skjótum ekki rjúpu meir

Eggert Skúlason er fæddur 5. apríl 1963 í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanumm í Hamrahlíð 1983. Lauk prófi sem verðbréfamiðlari vorið 2001. Var blaðamaður og fréttastjóri við NT og Tímann 1984-1990, síðan fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Íslenska útvarpsfélaginu, Stöð 2, frá 1990 til vors 2001. Síðan rekið fyrirtækið Emax ehf. Maki er Anna Guðmundsdóttir og eiga þau soninn Hafþór, f. 1994. Meira
14. desember 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð | 3 myndir

Þrjár ásjónur á Tímaritinu í dag

ÞRJÁR forsíður eru á upplagi Tímarits Morgunblaðsins í dag. Trúlega á tiltækið sér ekki fordæmi hér á landi og kann að rugla lesendur eilítið í ríminu, t.d. Meira

Ritstjórnargreinar

14. desember 2003 | Leiðarar | 346 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

14. desember 1993: "Það er mikið áhyggjuefni að allt bendir til þess að ótvíræður sigurvegari kosninganna í Rússlandi á sunnudag sé Vladímír Zhírínovskí og stjórnmálahreyfing hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn. Meira
14. desember 2003 | Staksteinar | 352 orð

- Fylgja þingmenn sannfæringu sinni?

Pétur Mack Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, finnur að pólitískri sannfæringu fyrrum samherja síns í Röskvu, samtökum félagshyggjufólks, á vefsíðunni Sellan.is. Meira
14. desember 2003 | Leiðarar | 2410 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og bankastjóri, hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í nær hálfa öld. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið innan Sjálfstæðisflokksins á sjötta áratugnum. Meira
14. desember 2003 | Leiðarar | 605 orð

Útboð og uppbygging Íraks

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur að því er kom fram í liðinni viku gefið út tilskipun um að aðeins fyrirtæki frá tilteknum löndum fái að taka þátt í útboðum vegna framkvæmda í Írak. Meira

Menning

14. desember 2003 | Menningarlíf | 1042 orð | 2 myndir

Allar leiðir liggja til Rómar

Leiksýningin Ferðir Guðríðar hefur farið víða á undanförnum árum og nú í sumar var hún sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Króatíu. Silja Björk Huldudóttir náði tali af Brynju Benediktsdóttur, höfundi og leikstjóra sýningarinnar, rétt áður en hún hélt til Rómar, líkt og Guðríður forðum. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 68 orð

Dagskrá um Meistarann og Margarítu

Á SÚFISTANUM á Laugavegi 18 verður á mánudagskvöld kl. 20 dagskrá um bók Mikhails Búlgakoff, Meistarann og Margarítu. Tilefnið er að Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir 6. janúar leikgerð af sögunni. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Endurminningar

Qúpersíman - endurminningar grænlensks galdramanns er skráð af Otto Sandgreen. Þýtt hefur úr dönsku Ingibjörg Vigdís Friðbjörnsdóttir. Georg Qúpersimân lifði mikla umbrotatíma á Austur-Grænlandi. Saga hans gerist í upprunalegu eskimóísku samfélagi. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 1166 orð | 3 myndir

Eru þrenningar heilagar?

Allt er þá þrennt er virðist vera lykillinn að tilgangi lífsins hjá kvikmyndagerðarmönnum þessa stundina og reyndar síðustu árin og jafnvel áratugi; spagettívestra-þríleikur Leones, Guðföður-þríleikur Coppola, Back to the Future -þríleikur Zemeckis,... Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 683 orð | 1 mynd

Ég fjarlægðist módernismann af tilfinningaástæðum

"ÞAÐ virðast vera mjög fáir sem vita að ég hef samið kammertónlist. Hún hefur lítið verið spiluð fyrr en bara núna síðustu árin. Þá fer fólk að uppgötva hana og viðhorf þess breytist. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 213 orð | 1 mynd

Frá ljósi til ljóss lofuð í Svíþjóð

SKÁLDSAGA Vigdísar Grímsdóttur Frá ljósi til ljóss er nýkomin út í þýðingu Inge Knutsson Alfabeta Anamma forlaginu í Svíþjóð. Meira
14. desember 2003 | Bókmenntir | 311 orð | 1 mynd

Frásögn söluvíkings

Höfundur: Ólafur Guðmundsson. Útgefandi: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri 2003. 184 bls., myndir. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Hannes á slóðum Laxness

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fer með áhorfendum á slóðir Halldórs Kiljans Laxness hér og erlendis í sjónvarpsþættinum Í leit að Laxness. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 42 orð

Harmonikutónlist

Flick Flack er ný geislaplata með harmonikuleikaranum Matthíasi Kormákssyni. Hún inniheldur blöndu af heimstónlist og klassískri harmonikutónlist. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 1657 orð | 2 myndir

ichard og ómantíkin

Rómantískar gamanmyndir eru hans fag. Fjögur brúðkaup og jarðarför, Notting Hill og Dagbók Bridget Jones eru nægar sannanir fyrir því. Samt er hann Breti og viðurkennir að það sé einmitt það fyndna við það. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Richard Curtis, kurteisan en upptrekktan, um nýjustu mynd hans, Love Actually, og ástina. Meira
14. desember 2003 | Bókmenntir | 397 orð

»Ísbjörn sá ég þræða nál«

Höfundur: Michael Bright. Íslenzk þýðing: Björn Jónsson. 64 bls. Útgefandi er Skjaldborg. - Reykjavík 2002. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 63 orð

Kringlusafn kl.

Kringlusafn kl. 15 Möguleikhúsið sýnir leikritið Jólarósir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur. Ókeypis aðgangur. Kringlusafn er eitt af útibúum Borgarbókasafnsins og er í Kringlunni Borgarleikhúsmegin. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi kl. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 951 orð | 1 mynd

Leikhúsið er svo magnað form

Þorleifur Örn Arnarsson hefur að undanförnu vakið athygli innan leikhúsheimsins, nú seinast með uppsetningu sinni á Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson. Nú liggur leið hans hins vegar til Ástralíu þar sem hann hyggst vinna nýtt leikrit í samvinnu við leikskáldið Vanessu Badham. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Þorleif rétt áður en hann hélt af landi brott og fékk að heyra meira um samstarfið. Meira
14. desember 2003 | Bókmenntir | 470 orð | 1 mynd

Lopinn teygður

eftir Guðmund Steingrímsson. 196 bls. Forlagið 2003. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Mannlíf

Komið er út 6. bindi í bókaflokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Í þessu bindi skrifar Ari Ívarsson um systkinasynina Ívar Ívarsson frá Kirkjuhvammi og Halldór Júlíusson frá Melanesi á Rauðasandi. Einnig skrifar Ari grein um landpósta í Barðastrandarsýslu. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Mannlíf og saga fyrir vestan

Út er komið 13. heftið í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan . . Í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, sem kemur út tvisvar á ári, er fjallað um vestfirskt mannlíf fyrr og nú. Meira
14. desember 2003 | Tónlist | 456 orð

Mefistófeles hlær

Tónlist eftir Mozart, Donizetti, Smetana, Gounod, Bizet, Jónas Ingimundarson og Bjarna Þorsteinsson. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 390 orð | 1 mynd

Mexíkósk kýrmagasúpa er góð

STEINUNN Þórhallsdóttir er einn af umsjónarmönnum menningarþáttarins Mósaík í Sjónvarpinu. Hún hefur starfað við þáttinn í fimm ár - eða frá upphafi - og byrjaði sem skrifta (aðstoðardagskrárgerðarmaður). Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

...Muse í Rokklandi

ÞAÐ er ástæða til að minna á Rokkland á Rás 2 í dag, því þá ætlar Ólafur Páll Rokklandsstjóri að leika upptökur frá hljómleikum Muse sem fram fóru í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag en stemningin á tónleikunum var afskaplega góð að sögn þeirra sem... Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Orgeltónleikar í Langholtskirkju

KATALIN Lörincz heldur orgeltónleika í Langholtskirkju í dag, sunnudag, kl. 18. Katalin Lörincz Miklósné Balázs hefur verið búsett hérlendis frá 1993 og starfaði til ársins 2001 sem organisti og söngstjóri við Akraneskirkju. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 288 orð | 1 mynd

Óvinafagnaði hælt í Danmörku

SKÁLDSAGAN Óvinafagnaður eftir Einar Kárason er frábær texti að mati gagnrýnanda Information en bókin kom út í Danmörku fyrir skemmstu og hefur hlotið mikið lof í dönskum fjölmiðlum. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 590 orð | 2 myndir

Samviska þjóðarinnar

Bruce Springsteen, samviska bandarískrar alþýðu, sendi á dögunum frá sér safn helstu laga. Meira
14. desember 2003 | Tónlist | 576 orð

Smekklegt jólaskálm

Gunnar Gunnarsson píanóleikari leikur eigin útsetningar á sígildum jólalögum, íslenskum og erlendum. Dimma gefur út. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 326 orð | 2 myndir

Undir yfirborðið

ÚT er komin safnplatan Sándtékk, en hún inniheldur lög eftir sjö listamenn og hljómsveitir. Að útgáfunni standa tímaritið Sánd, útgáfufyrirtækið 2112 og IMP hljóðver. Meira
14. desember 2003 | Bókmenntir | 384 orð

Vinkonur í raun

Þýðing: Anna Heiða Pálsdóttir. 276 bls. Mál og menning, Reykjavík, 2003. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Vinnie sekur fundinn

VINNIE Jones, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, var á föstudag fundinn sekur um hótanir og árás á farþega í flugi milli Lundúna og Tókýó. Saksóknari dró til baka ásökun um að Jones hefði verið drukkinn þegar atvikið gerðist 1. júní. Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 943 orð | 2 myndir

Vona að verkið lendi í góðum félagsskap

"ANDLEGT meistaraverk" var ein af þeim umsögnum sem Passía eftir Hafliða Hallgrímsson fékk hjá gagnrýnendum eftir vel heppnaðan frumflutning verksins í febrúar 2001. Meira
14. desember 2003 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Þetta vil ég sjá

Hvað varstu að horfa á? Simpsons-þættina og dýralífsmyndir. Hvað ertu að horfa á? Á ég að viðurkenna það? Stjörnuleitina. Hvað viltu sjá? Meira
14. desember 2003 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Æviminning

Séra Baldur í Vatnsfirði nefnast æviminningar Baldurs Vilhelmssonar sem Hlynur Þór Magnússon skrásetti. Meira

Umræðan

14. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 365 orð

Heimskir hvítir (íslenskir) stjórnendur og ráðamenn!

ÞAÐ GERIR mig reiðan, já ofsalega reiðan að sjá ráðamenn landsins og stjórnendur fyrirtækja hvað eftir annað hunsa og traðka á vilja þjóðarinnar með heimskulegum eigingjörnum geðþóttaákvörðunum, sem gefur örfáum milljónir og milljarða til að leika sér... Meira
14. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 484 orð | 1 mynd

Hnefaleikar og Alþingi ÞAÐ var um...

Hnefaleikar og Alþingi ÞAÐ var um 1960 að ég var í Englandi. Á kvöldin horfði ég oft á BBC-sjónvarpið. Þá sá ég stóran umræðuþátt þar um boxið, rætt var um hvort ætti að banna það í Bretlandi. Meira
14. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 447 orð

Jóla- og nýárskveðja til Stórsveitar Reykjavíkur

ÞAÐ var sannarlega gaman að hlýða á síðustu tónleika Stórsveitarinnar í Ráðhúsinu í síðustu viku, þar sem Vestur-Íslendingurinn Gills stjórnaði af mikilli innlifun. Hljómsveitin lék ljómandi vel. Meira
14. desember 2003 | Aðsent efni | 1013 orð | 2 myndir

Listdýrkun eða náttúruótti?

Eins og oft vill verða þegar menn hefja dans á röngum fæti fer dansinn út um víðan völl og þannig fór nú fyrir Einari. Meira
14. desember 2003 | Aðsent efni | 2034 orð | 1 mynd

Með hnúum og hnefum - æskuminning úr menntaskóla

Hollvinir hrottanna vildu ekki heyra neina kvenlega kveinstafi í hásölum karlmennskunnar. Meira
14. desember 2003 | Aðsent efni | 2933 orð | 1 mynd

Nýbreytni í skipaskoðunum

Fyrirhugað breytt skoðunarferli virðist ekki til þess fallið að byggja frekari brýr milli skipasviðs, gæðasviðs og skoðunarsviðs Siglingastofnunar, fá nauðsynlegt flæði á milli sviða. Meira
14. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 340 orð

Opið bréf til KSÍ

GILDI íþrótta er óþarfi að ræða. Eða hvað? Eru fremstu íþróttamenn þjóðarinnar góð fyrirmynd? Flestir eru það að mínu mati. En hvernig starfa stjórnir stærsta sérsambandsins innan ÍSÍ, þ.e. KSÍ? Meira
14. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

Systurnar og vinkonurnar Bylgja Kristjánsdóttir, Lísa...

Systurnar og vinkonurnar Bylgja Kristjánsdóttir, Lísa Margrét Jónsdóttir og Birta Kristjánsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 1.410 kr. fyrir Hjálparstarf... Meira

Minningargreinar

14. desember 2003 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

ÁSDÍS M. ÞÓRÐARDÓTTIR

Ásdís María Þórðardóttir fæddist á Uppsölum í Seyðisfirði við Djúp 10. mars 1908. Hún lést 3. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2003 | Minningargreinar | 1765 orð | 1 mynd

DÝRÐFINNA VÍDALÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Dýrðfinna Vídalín Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 22. júní 1912. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 29. nóvember 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Þorláksdóttir og Kristján Vídalín Brandsson stýrimaður. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2003 | Minningargreinar | 354 orð | 1 mynd

INGIMAR RÓSAR SIGURTRYGGVASON

Ingimar Rósar Sigurtryggvason fæddist að Litlu-Völlum í Bárðardal 19. desember 1928. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 5. desember. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2003 | Minningargreinar | 533 orð | 1 mynd

KARLOTTA MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR

Karlotta María Friðriksdóttir frá Hóli við Nesveg fæddist þar 3. júlí 1911. Hún lést á öldrunardeild Landspítala í Landakoti 5. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð 21. nóvember, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2003 | Minningargreinar | 45 orð

Valgerður Hanna Valdimarsdóttir

En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson). Ég kveð Hönnu með vinsemd og virðingu og þakka henni áralanga vináttu og samveru í þessu... Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2003 | Minningargreinar | 1786 orð | 1 mynd

VALGERÐUR HANNA VALDIMARSDÓTTIR

Valgerður Hanna Valdimarsdóttir fæddist á Stokkseyri 26. október 1921. Hún lést á líknardeild Landspítalans 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Hannesson, f. 7. febrúar 1891 í Miðhúsum í Sandvíkurhreppi, d. 17. okt. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2003 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

ÞORLÁKUR RUNÓLFSSON

Þorlákur Runólfsson fæddist á Vesturgötu 44 í Reykjavík 2. mars 1929. Hann lést í Landspítalanum, Fossvogi, 29. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

14. desember 2003 | Dagbók | 481 orð | 1 mynd

Aðventusamkoma Ytri-Njarðvíkurkirkju

Aðventusamkoma verður haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju 14. desember kl. 17 og verður dagskráin mjög fjölbreytt. Hugleiðingu flytur Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. Meira
14. desember 2003 | Fastir þættir | 850 orð | 1 mynd

Áfengið og jólin

Hátíð ljóssins, bjartasti og gleðilegasti tími ársins, er innan seilingar og börnin farin að hlakka til mest allra. Sigurður Ægisson fjallar þó í dag um nokkuð, sem auðveldlega gæti eyðilagt fyrir þeim jólin og gert í staðinn að tíma angistar og myrkurs. Meira
14. desember 2003 | Fastir þættir | 198 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

"MEÐ bestu vörn! Hverslags sagnhafi er það sem gefur vörninni færi á bestu vörn?" Þetta er tilvitnun í hina eftirminnilegu sögupersónu Mollos, Göltinn grimma, sem hefur unnið fleiri óvinnandi samninga en nokkur lifandi maður. Meira
14. desember 2003 | Fastir þættir | 610 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þorsteinn Jóhannesson og Stefán Benediktsson Siglufjarðarmeistarar Mánudaginn 24. nóvember lauk Siglufjarðarmótinu í tvímenningi (Sigurðarmót). Meira
14. desember 2003 | Fastir þættir | 298 orð

Farast

Í SÍÐUSTU pistlum hefur mér orðið tíðrætt um so. að deyja og aðrar þær sagnir, sem hafa að sjálfsögðu sömu merkingu, en eru þó ekki að öllu leyti gjaldgengar hver fyrir aðra, ef svo má orða það. Þetta held ég lesendur hafi flestir skilið. Meira
14. desember 2003 | Dagbók | 135 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Neskirkja. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Meira
14. desember 2003 | Dagbók | 475 orð

(Jes. 60, 19.)

Í dag er sunnudagur 14. desember, 14. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. Meira
14. desember 2003 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. a3 b6 8. Be3 Bb7 9. f3 Rc6 10. b4 Be7 11. Hc1 O-O 12. Be2 Re5 13. O-O d6 14. g4 h6 15. f4 Rxc4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dómíníska lýðveldinu. Meira
14. desember 2003 | Dagbók | 70 orð

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Meira
14. desember 2003 | Fastir þættir | 423 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja er afar annt um Hlíðarnar, enda er það prýðilegt hverfi þar sem ægir saman ungu fólki, gömlu fólki, börnum, hundum og köttum. Í Hlíðunum er gott að búa, enda hefur Víkverji nú búið í hverfinu í rúm tólf ár. Meira

Sunnudagsblað

14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 649 orð | 1 mynd

Bláa úlpan

Börn og unglingar vænta sér oft mikils af jólagjöfum, einkum átti þetta við meðan fólk hafði minna umleikis en nú gerist víða og eyðsla í annað en brýnustu nauðsynjar í lágmarki. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1357 orð | 2 myndir

Ferskir vindar blása um Heklu

Hekla hf. var lengst af í eigu fjölskyldu Sigfúsar Bjarnasonar en nýir eigendur eru komnir að fyrirtækinu. Guðni Einarsson ræddi við Tryggva Jónsson forstjóra sem ásamt fleirum keypti meirihluta í fyrirtækinu í fyrra. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1984 orð | 1 mynd

Fluguhnýtingar eru listgrein

Pétur Steingrímsson í Laxárnesi í Aðaldal er vel þekktur meðal áhugamanna um fluguveiðar. Ný bók hans, Veldu flugu, inniheldur á þriðja hundrað uppskrifta að hans eigin flugum og annarra auk fjölda frásagna og náttúrulýsinga frá bökkum Laxár í Aðaldal. Guðni Einarsson heyrði í Pétri í tilefni af útkomu bókarinnar, sem ætluð er almennum lesendum ekki síður en veiðimönnum. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1059 orð | 4 myndir

Hauskúpa Gunnlaugs ormstungu

Bókarkafli Í Íslendingasögum segir margt frá atburðum á söguöld og stöðum sem landnámsmenn komu frá til Íslands. Þorgrímur Gestsson fór um Noreg og kynnti sér sögusvið margra þessara atburða. Hér segir frá dvöl hans í Niðarósi og hauskúpu Gunnars Ormstungu. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1369 orð | 4 myndir

María, María, María

F áar bækur hafa vakið annað eins umtal og deilur og The Da Vinci Code, eða Da Vinci-lykillinn eins og bókin heitir í íslenskri útgáfu Bjarts, og hugsanlega hafa deilurnar haft eitthvað að segja um það hve bókin er enn vinsæl. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1387 orð | 2 myndir

"Allar bækur Halldórs eru ástarsögur"

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að fyrsta bindi verks hans um Halldór Kiljan Laxness fjalli um ástina og þroskann. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræddi við Hannes um umdeilda ævisögu nóbelskáldsins. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 864 orð | 1 mynd

"Stærsti happdrættisvinningur sem ég hef fengið"

"ÞAÐ er stórkostlegt að vakna á morgnana til þess að gera eitthvað sérstakt. Að finna tilgang." Svo mælir kona á Húsavík, einn öryrkjanna sextán sem taka þátt í verkefninu sem Heilbrigðisstofnunin, Framhaldsskólinn og fleiri standa að. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1247 orð | 3 myndir

Samkennd einkennir safnaðarstarfið

Í dag er þess minnst að 90 ár eru liðin frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fyrstu kirkju Hafnfirðinga. Af því tilefni verður hátíðardagskrá í kirkjunni. Hildur Einarsdóttir fræðist um starfsemi Fríkirkjusafnaðarins og rifjar upp sögu hans. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1658 orð | 3 myndir

Sjómennskan og samtökin

Bókarkafli Á öndverðri 20. öld varð bylting í sjávarútvegi Íslendinga þegar vélin leysti af hólmi árar og segl. Allir vildu eignast vélbát eða togara. Jón Þ. Þór greinir frá upphafi vélvæðingar fiskiskipaflotans, útgerðinni, upphafi síldveiða við Ísland á síðari öldum, landhelgis- og hafréttarmálum, fiskverkun og fiskverslun og haf- og fiskirannsóknum. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 449 orð

Stiklað á stóru

1933 Heildverslunin Hekla var stofnuð 20. desember og stofnendur voru, auk Sigfúsar Bjarnasonar, þeir Magnús Víglundsson og Pétur Þórðarson verslunarmaður. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 2240 orð | 3 myndir

Sumarið '69

Bókarkafli Sumarbústaður afa og ömmu, í Skutulsfirði skammt frá Ísafirði, var fastur dvalarstaður á hverju sumri á æskuárum Margrétar Sverrisdóttur, en á þeim árum einkenndist Ísafjörður af lífi og fjöri. Margrét rifjar hér upp sumrin í sveitinni hjá afa. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1695 orð | 2 myndir

Töfraheimur Tolkiens

Bókarkafli Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien er ein mest lesna bók sem út hefur komið. En hver var aðdragandi þess að virtur miðaldafræðingur og háskólakennari í Oxford hóf að rita þessar bækur? Ármann Jakobsson skyggnist inn í töfraheim Tolkiens. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 749 orð | 2 myndir

Viðskipti svo báðum líki

Sigfús Bergmann Bjarnason, eða Sigfús í Heklu, stofnaði Heildverslunina Heklu hf. 20. desember 1933. Ódrepandi dugnaður, útsjónarsemi og meðfæddir kaupmannshæfileikar gerðu bóndasyninum unga úr Miðfirði kleift að byggja upp eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins sem nú fagnar 70 ára starfsafmæli. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 371 orð | 1 mynd

Þeir þingmenn sem samþykkja þetta frumvarp...

Þeir þingmenn sem samþykkja þetta frumvarp hafa gleymt þeirri skyldu sinni að hlusta á rödd almennings. Meira
14. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1659 orð | 2 myndir

Öryrkjar blómstra í starfsendurmenntun

Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, er ánægður með hvernig nýstárleg starfsendurmenntun fyrir öryrkja gengur. Skapti Hallgrímsson ræddi við hann og tvo af sextán þátttakendum í verkefninu. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 299 orð

14.12.03

Einar Örn Benediktsson segir að sér finnist sem hann sé næstum því enn átján ára og enn að uppgötva lífið. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 273 orð | 3 myndir

Átta einkenni

Mikilvægt er að þekkja ákveðin líkamleg einkenni og bregðast rétt við þeim verði þau viðvarandi. Ýmis einkenni, svo sem hósti og þvagtregða, benda ekki alltaf til alvarlegs sjúkdóms en geta þó verið einkenni um krabbamein. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 7 orð | 1 mynd

Bolur: Sisley Pils: Miu Miu Trefill:...

Bolur: Sisley Pils: Miu Miu Trefill: Top shop Skór:... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 55 orð | 1 mynd

Bæklingurinn Vín með jólamatnum er nú...

Bæklingurinn Vín með jólamatnum er nú kominn í verslanir en hann er gefinn út á vegum ÁTVR. Í bæklingnum er að finna fjölda vína sem fulltrúar frá 21 víninnflutningsfyrirtæki hafa valið með mismunandi tegundum af jólamat. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 319 orð | 1 mynd

Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór Jónsson fæddist árið 1978 á Seyðisfirði. Hann er aftur á móti uppalinn á Akranesi. Níu ára gamall varð hann trommari í lúðrasveit, eignaðist trommusett og hóf nám í píanóleik. Ári síðar bætti hann við námi á saxófón. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1655 orð | 1 mynd

Ég var einn af þeim heppnu

Ég held að það sé afar mikilvægt í þessu ferli að vera jákvæður og halda í vonina," sagði Skúli Jón Sigurðarson, sem greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tíu árum, þá tæplega 56 ára gamall. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 2531 orð | 1 mynd

Feðgin á slóðum forfeðranna

Þótt bæði séu margfalt vanari því að vera í sæti spyrjandans en þess sem spurður er, er auðheyrt að bæði eru þau í senn miklir sagnamenn og þrautþjálfað fjölmiðlafólk. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 394 orð | 1 mynd

Frá mínum sófa séð og heyrt

A ndartak er önnur sólóplata söng- og leikkonunnar Margrétar Eirar Hjartardóttur, en hún gaf út plötuna Meir fyrir jólin 2000. Á plötunni eru þrjú tökulög og sjö ný lög, m.a. eftir þá Magnús Þór Sigmundsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Textana sömdu m. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 586 orð | 1 mynd

Getur ástin sigrað ,,Xosé"

V inkona mín sem er í námi erlendis velti upp áhugaverðri spurningu nú í vikunni. Er hægt að byrja með manni sem maður getur ekki borið fram nafnið á? Getur ástin sigrað ,,Xosé"? Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 572 orð | 5 myndir

Góð og fín vín

Vín Það er alltaf eitthvað af virkilega góðum og fínum vínum sem bætast við í vínbúðirnar. Hér eru nokkur. Fyrst hvítvín frá Búrgund í Mið-Frakklandi þar sem Chardonnay-þrúgan er upprunnin. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 7 orð | 1 mynd

Hattur: Hjá Guðsteini Toppur: Gk-konur Hálsmen:...

Hattur: Hjá Guðsteini Toppur: Gk-konur Hálsmen: Spútnik Stígvél: Spútnik Legghlífar:... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 936 orð | 12 myndir

Horfum til himins

O ft getur verið erfitt að velja í pakkann, sérstaklega handa þeim sem "á allt" og vangaveltur vegna einnar gjafar geta tekið marga daga. En stjörnumerkin búa yfir margvíslegum eiginleikum sem hafa má í huga við jólainnkaupin. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 507 orð | 1 mynd

Hvar eigum við að vera um jólin, elskan mín?

U ng kona hafði samband og sagðist vera í standandi vandræðum með hvar hún ætti að verja jólunum. "Ég er í sambúð og er nýbúin að eiga mitt fyrsta barn. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 4754 orð | 3 myndir

Hver er Einar Orn?

A ð tala við Einar Örn er að vissu leyti eins og að stíga inn í texta eftir hann, hugsanir skjótast fram og aftur, setningar taka óvænta stefnu, breyta um átt í miðju kafi, innskot hleypa öllu í bál og brand, fara með okkur út af sporinu, en síðan er... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 4753 orð | 1 mynd

Hver er Einar Orn?

A ð tala við Einar Örn er að vissu leyti eins og að stíga inn í texta eftir hann, hugsanir skjótast fram og aftur, setningar taka óvænta stefnu, breyta um átt í miðju kafi, innskot hleypa öllu í bál og brand, fara með okkur út af sporinu, en síðan er... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 848 orð | 1 mynd

Hver myndi vera að skjóta á mig?

Hver var staða þín þegar þú byrjaðir í karllægum blaðamannaheimi? - Ég réð mig með tveimur skilyrðum: annað var að ég lækkaði ekki í kaupi frá því sem ég hafði, hitt að ganga í sömu störf og karlarnir. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 67 orð | 1 mynd

Jack Nicholson í fullu fjöri

Jack Nicholson mætti með börnum sínum, Lorraine og Raymond, á forsýningu á nýjustu myndinni sinni, "Something's Gotta Give" í Los Angeles. Nicholson leikur óforbetranlegan piparsvein sem einungis fer á stefnumót með konum yngri en 30 ára. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 2732 orð | 4 myndir

Karllægir krankleikar

Engin sérgrein fjallar um sjúkdóma karla með hliðstæðum hætti og sérgreinin kvensjúkdómar um konur. Báðar greinarnar eiga sér nöfn á latínu: andrologia er fræðin um karla og gynekologia er fræðin um konur. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 4 orð | 1 mynd

Kjóll: Gk-konur Stígvél: Spútnik Húfa: Einkaeign...

Kjóll: Gk-konur Stígvél: Spútnik Húfa:... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 86 orð | 1 mynd

Konur í nútíð 1749

1749 er árið sem bygging Marmarakirkjunnar í Kaupmannahöfn hófst. Sama ár fæddust franski stærðfræðingurinn Pierre-Simon Laplace og þýska ljóðskáldið Johann Wolfgang von Goethe. Klukkan 17:49:49, 13. nóvember síðastliðinn, sagði Steingrímur J. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 352 orð | 3 myndir

Krullurnar burt með japanskri aðferð

N ú hefur hún borist hingað til lands, byltingin sem hrokkinhærðir hafa fagnað unnvörpum: Aðferð til að slétta hár varanlega án þess að eyðileggja það. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 36 orð | 1 mynd

Leikur að elda lambakjöt Landslið matreiðslumeistara...

Leikur að elda lambakjöt Landslið matreiðslumeistara hefur gefið út tölvugeisladisk sem heitir Leikur að elda lambakjöt. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 16 orð | 1 mynd

Ljósmyndir: Oddur Þórisson Stílisti: Alda Guðjónsdóttir...

Ljósmyndir: Oddur Þórisson Stílisti: Alda Guðjónsdóttir Förðun: Fríða María Harðardóttir Hár: Magni, Rauðhettu og Úlfinum Klipping Önnu: Gunnar Ásgeirsson... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 202 orð | 1 mynd

Maður eins og ég

Hvaða bygging breytti lífi þínu? Norræna húsið breytti öllum arkitektúr á Íslandi. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche, því hann kippti fótunum undan staðreyndahyggju. Hvaða dýr finnst þér flottast? Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 772 orð | 9 myndir

Nasaball og Músumúsík

Stuðmenn. Ball. Döh... Mér finnst að mann eigi að fá að ráða hvað mann gerir þegar mann er fluga. En ókí... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 581 orð | 2 myndir

Ósýnilegi jólagesturinn

Guðrún Helga Jóhannsdóttir var nýlega á ferð í Sambíu og Malaví þar sem henni þótti mannfólkið allt hið elskulegasta en hún átti fótum fjör að launa undan urrandi krókódílum og þurfti að venjast því að sofa í félagsskap froska, eðla og kóngulóa. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 7 orð | 1 mynd

Peysa: Spútnik Pils: SportMax Sokkabuxur: Top...

Peysa: Spútnik Pils: SportMax Sokkabuxur: Top shop Stígvél: Spútnik Belti:... Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 616 orð | 1 mynd

"Geng um með lítið ljós í hjartanu"

Þ rettán grettnir karlar gægjast til manns af stólbökum í litlu rauðu húsi í Vesturbænum. Þeir eru greinilega aldnir og skynfæri þeirra eru undarlega ýkt, á mismunandi vegu þó. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 193 orð | 2 myndir

Rækjur á ristuðu brauði

Þetta er einkar fljótlegur réttur, sem hittir alltaf í mark. Líka góður sem forréttur. Setjið bara nokkrar skálar með vatni á borðið svo félagar ykkar geti skolað puttana. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 533 orð | 1 mynd

Sömu verslunarhættir og tíðkuðust í austantjaldslöndunum

E inu sinni kynntist ég ungverskri konu sem nennti ekki að borða. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 553 orð | 1 mynd

Um 160 karlmenn greinast árlega

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Sennilega greinast í dag um 160 karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein árlega. Meira
14. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 44 orð | 1 mynd

Vínþjónninn Stefán Guðjónsson hefur opnað heimasíðuna...

Vínþjónninn Stefán Guðjónsson hefur opnað heimasíðuna Vínsmakkarinn þar sem fjallað er um vín frá ýmsum hliðum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.