Magnús Oddsson fæddist á Akranesi 4. apríl 1947. Stúdent frá MA 1967 og kennaranám frá KHÍ 1979. Námskeið í markaðsfræðum í Genf 1987. Óslitið í ferðamálastörfum frá 1980, fyrst við ýmis stjórnunarstörf hjá Arnarflugi, síðan ferðamálastjóri og markaðsstjóri Ferðamálaráðs til 1993, ferðamálastjóri síðan. Hefur og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, t.d. hjá Útflutningsráði, Ferðavaka, Arnarflugi, Ferðamálaráði o.fl. Maki er Ingibjörg Kristinsdóttir og eiga þau eitt barn, Magnús Inga.
Meira