Greinar mánudaginn 15. desember 2003

Forsíða

15. desember 2003 | Forsíða | 184 orð

Leiðtogar lýsa ánægju

LEIÐTOGAR ríkja heims lýstu ánægju og létti yfir því í gær, að tekizt hefði að handsama Saddam Hussein. Meira
15. desember 2003 | Forsíða | 475 orð | 2 myndir

"ÞEIR NÁÐU SADDAM"

SADDAM Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, sem bandarískir hermenn handsömuðu í fyrrakvöld, verður hugsanlega fyrsti maðurinn sem dreginn verður fyrir nýstofnaðan stríðsglæpadómstól í Írak. Meira

Baksíða

15. desember 2003 | Baksíða | 499 orð | 2 myndir

Föt frá vöggu til grafar

Það er ekki amalegt fyrir verslun á landsbyggðinni að fá önnur eins meðmæli og höfð voru eftir Dorrit Moussaief forsetafrú í nýlegu viðtali í Mannlífi um verslunina Nínu á Akranesi. Ásdís Haraldsdóttir heimsótti búðina. Meira
15. desember 2003 | Baksíða | 295 orð | 5 myndir

Glerenglar og jólatré

Jólalögin hljóma hvert á eftir öðru í myndmenntastofu Breiðholtsskóla eitt fimmtudagseftirmiðdegi í desember og stelpurnar í tíunda bekk eru önnum kafnar við gerð glermynda. Meira
15. desember 2003 | Baksíða | 229 orð | 1 mynd

Komst með erfiðismunum í björgunarbátinn

MANNI var bjargað á Breiðafirði norðan Stykkishólms um kvöldmatarleytið í gær eftir að sex tonna trilla, Hólmarinn SH-114 frá Stykkishólmi, sökk síðdegis. Maðurinn var einn á trillunni. Meira
15. desember 2003 | Baksíða | 248 orð

Með fölsuð vegabréf og skírteini fyrir flugáhafnir

LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á föstudag erlendan mann á leið úr landi með fjölda vegabréfa og falsaðra skírteina fyrir flugáhafnir. Að sögn Jóhanns R. Meira
15. desember 2003 | Baksíða | 133 orð | 1 mynd

Skatan skrúbbuð fyrir hátíðarnar

ÞAÐ TEKUR aðeins einn laugardag að verka tvö tonn af skötu hjá Djúpalóni sem er við Fiskislóð í Reykjavík en það tekur mun fleiri daga að lofta út á eftir. Meira
15. desember 2003 | Baksíða | 274 orð | 1 mynd

Vill keppa við ófatlaða þrátt fyrir gervifót

MARLON Shirley, heimsmethafi í 100 metra hlaupi fatlaðra, er nú staddur hér á landi og mun næstu daga prófa nýjan gervifót sem teymi stoðtækjafræðinga og hönnuða hjá Össuri hf. hefur unnið að í samvinnu við Shirley. Meira

Fréttir

15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

80% aðstöðunnar í gagnið í ársbyrjun

NÝJA heilsu- og sundmiðstöðin í Laugardal var afhent síðastliðinn laugardag og munu 80-90% starfseminnar hefjast 3. janúar, segir Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, sem á húsnæði heilsumiðstöðvarinnar til helminga við World Class. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 368 orð | 2 myndir

Ábyrgðin á niðurskurði liggur hjá stjórnvöldum

MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við umræðu um fjárhagsstöðu Landspítala - háskólasjúkrahúss, LSH, á Alþingi á laugardag að ábyrgðin á niðurskurði hjá LSH lægi hjá meirihluta Alþingis en ekki hjá stjórnendum spítalans. Meira
15. desember 2003 | Miðopna | 1037 orð | 1 mynd

Árangursrík samgönguvika

Nokkuð hefur borið á umræðu að undanförnu um Evrópsku samgönguvikuna sem var haldin í Reykjavík, í fyrsta sinn, í september eins og í rúmlega 700 öðrum borgum í Evrópu. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Bílvelta á Reykjanesbraut

ÖKUMAÐUR fólksbíls fékk höfuðáverka þegar bíll sem hann var einn í ók út af Reykjanesbraut og fór tvær til þrjár veltur rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Brennuvargaþing og dótadagur

HEITT var í kolunum á jólafundi Brunatæknifélags Íslands nýverið en hann var haldinn undir yfirskriftinni Brennuvargaþing og dótadagur. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð

Dagskrá verði send út um gervitungl

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að menntamálaráðherra láti gera áætlun á vegum Ríkisútvarpsins um árlegan kostnað við að senda dagskrár hljóðvarps og sjónvarps um gervitungl. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð

Dregið á aðfangadag í jólahappdrættinu

NÝLEGA voru sendir miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins til kvenna. Vinningar í jólahappdrættinu eru 150 talsins að verðmæti rúmar 18 milljónir kr. Aðalvinningurinn, að verðmæti 2.370.000, er Ford Focus C-Max frá Brimborg. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 584 orð

Ellilífeyrisréttur eykst en makalífeyrisréttur minnkar

ALMENNT hækkar ellilífeyrisréttur hjá alþingismönnum og ráðherrum og í flestum tilvikum minnkar réttur til makalífeyris, samkvæmt mati Talnakönnunar á því hvaða áhrif frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna hefur á lífeyrisréttindi þessara hópa. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Fékk viðurkenningu í samkeppni stómaþega

PharmaNor bauð í samvinnu við Stómasamtök Íslands félagsmönnum samtakanna til jólafagnaðar í húsnæði PharmaNor 1. desember sl. Tilefnið var verðlaunaafhending ConvaTec á "Great Comebacks" áskoruninni. Meira
15. desember 2003 | Vesturland | 453 orð

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar samþykkt

Borgarbyggð | Nýsamþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2004 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 923 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 730 milljónir eða tæp 80% af tekjum. Meira
15. desember 2003 | Vesturland | 154 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við Fjölbrautaskóla Snæfellinga að hefjast

Stykkishólmur | Framkvæmdir við byggingu nýs skólahúss fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði eru að byrja. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélagið Jeratún ehf. sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi standa að. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fyrirlestur hjá Kennaraháskóla Íslands verður miðvikudaginn...

Fyrirlestur hjá Kennaraháskóla Íslands verður miðvikudaginn 17. desember kl. 16.15, í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Verkaskipting háskóla. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Fyrsta alvöru skíðahelgin í Hlíðarfjalli

AKUREYRINGAR fengu gott skíðafæri í Hlíðarfjalli um helgina og segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður á skíðasvæðinu, að laugardagurinn hafi verið "besti dagur ársins". Meira
15. desember 2003 | Vesturland | 292 orð | 1 mynd

Horfum á svæðið sem eina heild

AKRANESKAUPSTAÐUR, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit hafa gert með sér samkomulag um að auka eins og kostur er samstarf og samvinnu sveitarfélaganna. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð

Hvatt til söfnunar

HAFIN er fjársöfnun fyrir Jónu Júlíu Jónsdóttur, þriggja barna einstæða móður sem missti allt sitt í eldsvoða sl. föstudag. Félag einstæðra foreldra hvetur landsmenn til að leggja fjölskyldunni lið og hefur ákveðið að styrkja hana um 40 þúsund krónur. Meira
15. desember 2003 | Erlendar fréttir | 1085 orð | 4 myndir

Í felum í holu með fullar hendur fjár

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var handtekinn á laugardag og er nú fangi bandamanna á ótilgreindum stað. Meira
15. desember 2003 | Vesturland | 83 orð | 3 myndir

Jólafjör í Íþróttahúsinu

Borgarnes | Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Skallagríms voru með sameiginlega uppákomu í Íþróttahúsinu sl. fimmtudag. Allir krakkar sem æfa sund og frjálsar íþróttir voru hvattir til að mæta með bæði sundföt og íþróttaföt. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Jólaglugginn 2003 verðlaunaður

ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinnar veitti nú á laugardaginn versluninni "Gull í grjóti," Skólavörðustíg 4, "Jólagluggann 2003", en árlega veitir félagið viðurkenningu fyrir bestu gluggaútstillingu og skreytingar í tilefni jólahátíðarinnar. Meira
15. desember 2003 | Vesturland | 170 orð | 1 mynd

Kemst ekki inn

Hellnar | Þótt mennirnir geri ýmsar breytingar á umhverfi sínu eru dýrin vanaföst. Þegar Reynir Bragason brá búi á Laugarbrekku á Hellnum og seldi jörðina, seldi hann nokkuð af sauðfé sínu til ábúandans á Knörr í Breiðuvík. Meira
15. desember 2003 | Miðopna | 723 orð | 1 mynd

Lausir endar hnýttir á nýja árinu

Leiðtogum ESB tókst ekki að reka endahnútinn á nýjan stjórnarskrársáttmála um helgina, eins og til hafði staðið. Auðunn Arnórsson leit á stöðu mála. Meira
15. desember 2003 | Miðopna | 1023 orð | 1 mynd

Leiðin að evrópskri öryggisstefnu

Í fyrsta sinn hefur verið tekin upp sérstök öryggisstefna í Evrópu. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins 12. desember var mótuð sameiginleg evrópsk sýn gagnvart umheiminum. Hin nýja stefna er sérstök fyrir margar sakir. Meira
15. desember 2003 | Erlendar fréttir | 132 orð

Mannskæð árás vestur af Bagdad

MEINTUR sjálfmorðssprengjumaður sprengdi mikið magn sprengiefnis í bíl fyrir utan lögreglustöð í bænum Khaldiyah um 80 km vestur af Bagdad í gærmorgun. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 513 orð

Markmið einkavæðingar náðust í meginatriðum

ÍSLENSK stjórnvöld náðu í meginatriðum helstu markmiðum sínum með einkavæðingu ríkisfyrirtækja á árunum 1998-2003 og framkvæmdanefnd um einkavæðingu fylgdi almennt settum verklagsreglum við sölu fyrirtækja og hafði markmið stjórnvalda með einkavæðingu að... Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 759 orð | 1 mynd

Mikil breyting síðustu árin

Magnús Oddsson fæddist á Akranesi 4. apríl 1947. Stúdent frá MA 1967 og kennaranám frá KHÍ 1979. Námskeið í markaðsfræðum í Genf 1987. Óslitið í ferðamálastörfum frá 1980, fyrst við ýmis stjórnunarstörf hjá Arnarflugi, síðan ferðamálastjóri og markaðsstjóri Ferðamálaráðs til 1993, ferðamálastjóri síðan. Hefur og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, t.d. hjá Útflutningsráði, Ferðavaka, Arnarflugi, Ferðamálaráði o.fl. Maki er Ingibjörg Kristinsdóttir og eiga þau eitt barn, Magnús Inga. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Mikill erill í borginni

ÁTTA líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt sunnudags eftir erjur milli manna. Í öllum tilfellum var um minniháttar meiðsl að ræða. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Mun sinna heilsuvernd barna að 18 ára aldri

MIÐSTÖÐ heilsuverndar barna (MHB) mun í framtíðinni sinna nýju og auknu hlutverki við heilsuvernd barna yngri en 18 ára, en Miðstöðin hefur hingað til eingöngu sinnt ung- og smábarnavernd sem barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð

Námskeið fyrir þá sem koma að flugslysum

RANNSÓKNARNEFND flugslysa efnir í janúar til námskeiðs sem sérstaklega er ætlað þeim aðilum sem fyrstir koma að flugslysi svo sem lögreglu, slökkviliðum, björgunarsveitum, flugvallarstarfsfólki og læknum. Námskeiðið verður haldið dagana 12. til 16. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ný ákvæði um Atvinnuleysistryggingasjóð

ALÞINGI samþykkti á laugardag frumvarp um breytingar á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 295 orð

Óljóst hvort Íslendingar verða með

Á ANNAN tug íslenskra fyrirtækja hefur skriflega lýst yfir áhuga á því að koma að uppbyggingastarfi undir stjórn Bandaríkjanna í Írak, en að sögn Hauks Ólafssonar, sendifulltrúa í utanríkisráðuneytinu, hefur ekki verið ákveðið hvort af því verði og þá á... Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

Óvenjuleg auglýsing eftir manni

ÓVENJULEG smáauglýsing birtist í Fréttablaðinu síðasta föstudag í flokknum "Tilkynningar". Þar er birt mynd af manni og undir stendur: "FUNDARLAUN! Hefur einhver séð þennan mann? Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

"Ánægjulegustu tíðindi lengi í heimsfréttum"

"ÞETTA eru ánægjulegustu tíðindi sem lengi hafa komið í heimsfréttum," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um handtöku Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

"Óvænt og ánægjulegt"

SYSTURNAR Ingibjörg og Oddný Gestsdætur í Reykjavík heyrðu af tilviljun af heimsókn frænku sinnar, Georginu Stefansson, sonardóttur Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, til landsins. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 553 orð

Réttarmeinafræðingur kannar málið

UNNIÐ er af hálfu réttarmeinafræðings að athugun á andláti íslenska drengsins sem lést í Hollandi í fyrrasumar og er réttarmeinafræðingurinn að ljúka athugun sinni í samstarfi við þá aðila sem hann hefur leitað til hér á landi og erlendis. Þetta kom m.a. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 547 orð

Samfylkingin þríklofin í afstöðu sinni

STEFNT er að því að Alþingi samþykki í dag frumvarp um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Annarri umræðu um frumvarpið lauk á laugardag. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð

Síðasti þingfundur fyrir jól

GERT er ráð fyrir því að þingmenn fari í jólafrí í dag. Samkvæmt tillögu sem afgreiða á á þingfundi í dag er stefnt að því að fresta fundum þingsins til 28. janúar 2004. Þingfundur hefst kl. 10 í dag. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð

Skráningarnúmer vantaði Í Morgunblaðinu laugardaginn 13.

Skráningarnúmer vantaði Í Morgunblaðinu laugardaginn 13. desember sl. var tilkynnt um stolna bifreið af gerðinni Skoda Felicia. Í tilkynningunni gleymdist að geta um númer bifreiðarinnar. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 312 orð

Skýrasta reglan að línan sé beitt í landi

ÁRNI Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að skýrasta reglan varðandi línutvöföldun sé að línan sé beitt í landi og komin tilbúin um borð. Annað bjóði upp á meira svindl og miklu meira eftirlit en við almennt viljum í okkar samfélagi. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Söfnun skilaði tilætluðum árangri

Á FUNDI Í Listasafni Íslands í gær var bakhjörlum og stuðningsaðilum við landssöfnun þjónustumiðstöðvarinnar Sjónarhóls þakkað sérstaklega og skrifað var undir samning við bakhjarlana sem hafa skuldbundið sig til að greiða samtals 27 milljónir til... Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð

Tafir hjá Icelandair vegna bilana í þotum

HÆTTA varð við flugtak þotu Icelandair í Frankfurt í Þýskalandi þegar bilunar varð vart í hreyfli vélarinnar. Vélin var komin út á flugbrautina um eittleytið í gær, að íslenskum tíma, með 161 farþega innanborðs þegar hætt var við flugtak. Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

Veikti stöðu bandamanna að hann léki lausum hala

"MÉR þóttu þetta miklar og góðar fréttir, því þótt Saddam hafi verið orðinn valdalaus og ekki getað gert sjálfur mikinn skaða er enginn vafi á því að það veikti mjög stöðu bandamanna í Írak og traust almennings á þeim að hann léki lausum hala,"... Meira
15. desember 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Verndarhönd eða annir björguðu

ANNIR á Alþingi urðu þess valdandi að Jónína Bjartmarz alþingismaður sneri heim til Íslands deginum fyrr frá því að fylgjast með kosningum í Moskvu, en 9. desember, daginn sem hún átti að fara heim, varð öflug sprenging a.m.k. Meira
15. desember 2003 | Erlendar fréttir | 331 orð

Þáttaskil í Írak?

HANDTAKA Saddams Husseins er talin mikill persónulegur sigur fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og helsta bandamann Bush í "stríðinu gegn hryðjuverkaógninni". Meira

Ritstjórnargreinar

15. desember 2003 | Staksteinar | 351 orð

- Hægan, hægan

Ólína Þorvarðardóttir fjallar um lífeyrismál þingmanna á Kreml. Hún segir m.a.: "Upphlaupið sem nú hefur orðið vegna frumvarpsins um kjör þingmanna og ráðherra er umhugsunarefni - þó ekki sé það beint undrunarefni. Meira
15. desember 2003 | Leiðarar | 948 orð

"Við náðum honum"

Við náðum honum," voru fyrstu orð Pauls Bremers, landstjóra Bandaríkjamanna í Írak, þegar hann lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að Saddam Hussein hefði verið handtekinn. Meira

Menning

15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 484 orð | 1 mynd

Að hjálpa þeim sem er ekki hjálpað

SÖNGKONAN Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir er nýlega búin að senda frá sér sinn fyrsta disk, Pictures and drawings , og gefur hann út sjálf. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Álfasögur

Álfar og tröll nefnist geislaplata með sögum sem Jón Árnason safnaði, og sumum þeirra þjóðlaga sem Bjarni Þorsteinsson, síðar prestur á Siglufirði, skráði og safnaði. Meira
15. desember 2003 | Bókmenntir | 606 orð | 1 mynd

Birtingarmyndir sannleikans

Þorgrímur Gestsson. Útgefendur Sögufélag og Hið íslenska bókmenntafélag, kortagerð Jean-Pierre Biard, útlit Halldór Þorsteinsson, prentvinnsla Prentsmiðjan Oddi hf., ljósmyndir Þorgrímur Gestsson, 232 bls. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Bíræfnar buffkökur

Stöð tvö sýnir í kvöld myndina Karlablaðið (Beefcake) sem fjallar um tímarit um miðja síðustu öld sem sýndu stælta karlmenn í ýmsum stellingum. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 188 orð | 1 mynd

Bóksalinn í Kabúl tilnefnd til verðlauna

BÓKSALINN í Kabúl eftir Åsne Seierstad hefur verið tilnefnd til Bresku bókmenntaverðlaunanna (British Book Award). Tíu bækur eru tilnefndar og í framhaldinu verður hver þeirra kynnt sérstaklega í sjónvarpsþáttum í Bretlandi. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 217 orð | 2 myndir

Dans frjóseminnar

Þ að var kátt yfir fólki þegar dansinn var stiginn á opnu húsi í Magadanshúsi Josy Zareen í Skipholti 21 á laugardaginn. Þar komu saman kennarar og nemendur og dönsuðu magadans fyrir gesti og gangandi. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Diddú og drengirnir

Hinir árlegu aðventutónleikar Diddúar og drengjanna verða haldnir í Mosfellskirkju þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. desember og hefjast þeir kl. 20.30. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Eitruð ást

Bandaríkin 2002. Myndform VHS/DVD. (109 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Peter Kosminsky. Aðalhlutverk Alison Lohman, Michelle Pfeiffer, Renée Zellweger, Robin Wright-Penn. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Endurminningar

ÚR VERBÚÐUM í víking vestan hafs og austan nefnist seinna bindi endurminninga Ólafs Guðmundssonar frá Breiðavík. Ólafur heldur áfram að segja tæpitungulaust frá farsælum æviferli sínum innan lands og utan. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Fjör á frumsýningu Kofakvilla

MARGT var um manninn í Háskólabíó á fimmtudagskvöldið þegar kvikmyndin Kofakvilli (Cabin fever) var frumsýnd að viðstöddu fjölmenni. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 322 orð | 3 myndir

FÓLK Í fréttum

Ozzy Osbourne er á hægum batavegi eftir fjórhjólaslys á dögunum. Læknar við Wexham Park-sjúkrahúsið í Slaugh reyna nú að venja hann af öndunarvélinni, en segja hann ekki reiðubúinn til að anda óstuddur. Dr. Dick Jack segir framfarir hans góðar en hægar. Meira
15. desember 2003 | Bókmenntir | 369 orð | 1 mynd

Gamanmál af Skaga

Bragi Þórðarson. Sögur, kveðskapur, gamanmál. Hörpuútgáfan, Akranesi, 2003, 224 bls. Meira
15. desember 2003 | Bókmenntir | 612 orð | 1 mynd

Grimmar galdrarúnir

eftir Elías Snæland Jónsson. Myndir: Ingi Jónsson. 168 bls. Vaka-Helgafell 2003 Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 623 orð | 2 myndir

Hljóðinnrás

Tónlist eftir Einar Örn Benediktsson (rödd) og Curver (forritun). Textar eftir Einar Örn, rapparinn Sensational kemur fram í þremur lögum og á texta þar ásamt Einari. Einnig koma við sögu sonur Einars, Hrafnkell Flóki, á trompet í "Suicide", Frosti Logason á gítar í þremur lögum, Sigtryggur Baldursson slagverk í tveimur lögum og Davíð Þór Jónsson á píanó í "Drunk Piano". Hljóðritað í Tíma, hljóðblandað í Stúdíói Sýrlandi, upptökur í höndum Curvers og Einars Arnar. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Litli risinn á Seyðisfirði

Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning Snorra Ásmundssonar "Litli risinn" (Little Big Man). Sýningin samanstendur af myndbandsverki og ljósmyndum. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Lífssýn

Lífssýn mín er eftir Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Erla hefur verið skyggn frá fæðingu og er komin af vestfirskum galdramönnum, eins og hún segir sjálf. Hún er píanókennari að atvinnu en hefur kynnt lífssýn sína og verið með vísi að skóla í tuttugu ár. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

LYGINNI líkast

Fimm hundruð og nítján jólasöngvarar stóðu úti í kuldanum í New York og slógu nýtt heimsmet í jólasöng, en gamla metið samanstóð af fimm hundruð og sautján söngvurum. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 106 orð | 4 myndir

Skrautmikil og litrík skemmtun

Kramhúsið fagnar þessa dagana 20 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni var efnt til jólagleði í Íslensku óperunni, þar sem haldin var litskrúðug og fjölbreytt skemmtun með alþjóðlegu sniði. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 216 orð

Snorrastyrk úthlutað

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. september 1991 ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 298 orð | 2 myndir

Stiklað um tónaheima

Jóel Pálsson, sópran- altó- tenór- og barýtonsaxófóna, klarinett, bassa- og kontrabassaklarinett. Sigurður Flosason, sópranínó- altó- tenór- og barýtonsaófóna, pikkóló- og altflautu og klarinett. Hljóðritað í Biskupstungum í janúar 2002 og ágúst 2003. Smekkleysa SMJ 6. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 254 orð | 1 mynd

...svikráðum sjóræningja

SKJÁREINN sýnir í kvöld tvöfaldan lokaþátt sjöundu þáttaraðar Survivor. Nú sitja eftir þau Darrah, Jon, Lillian and Sandra. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 67 orð | 3 myndir

Sviti á laugardagskvöldi

ÞAÐ vantaði ekki stemmninguna þegar hinn þekkti plötusnúður Mark Ronson þeytti skífum á Pravda á laugardagskvöldið. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 597 orð | 2 myndir

Tíu fingur eða einn?

Heiða og heiðingjarnir eru Ragnheiður Eiríksdóttir söngur og gítar, Elvar Geir Sævarsson gítar og hróp, Sverrir Ásmundsson bassi og Birgir Baldursson trommur. Aðrir hljóðfæraleikarar Sigurður Guðmundsson wurlitzer, tape-delay og hróp. Meira
15. desember 2003 | Fólk í fréttum | 251 orð

Vel unnin og viðkunnanleg

Haustlauf, diskur með sönglögum í flutningi Jóns Kr. Ólafssonar. Hljómsveit Þóris Baldurssonar sá um undirleik og Þórir um allar útsetningar. Upptökumaður var Gunnar Smári. Jón gefur sjálfur út. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 51 orð

Þjóðarbókhlaða kl.

Þjóðarbókhlaða kl. 12 Starfsmannafélag Þjóðarbókhlöðu býður til bókmenntastundar í hádeginu í fyrirlestrarsalnum. Úr verkum sínum lesa þau Gísli Pálsson, Guðmundur Andri Thorsson, Óskar Guðmundsson, Vigdís Grímsdóttir, Aðalgeir Kristjánsson og f.h. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Þrír hljóta styrk úr höfundasjóði

ÁRLEG úthlutun styrkja úr höfundasjóði FLB fór fram í Iðnó sunnudaginn 7. desember. Veittir voru þrír styrkir, hver að upphæð 70.000 kr. Styrkþegar að þessu sinni voru Gunnar Baldursson, María Ólafsdóttir og Egill Ingibergsson. Meira
15. desember 2003 | Menningarlíf | 129 orð | 4 myndir

Ævisögur í Snorrastofu

,,ÆVISÖGUR í ýmsum myndum" er yfirskrift bókakvölds Snorrastofu í desember. Annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 lesa nokkrir höfundar nýútkominna bóka upp úr verkum sínum. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera eitthvert form ævisagna. Jakob... Meira

Umræðan

15. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Að kaupa sér (stundar) frið

VIÐ ber, og ekki svo sjaldan, að þess sé getið í fjölmiðlum, að ekki hafi náðst í mann til viðtals, vegna einhvers hneykslismáls eða annars, sem hann sé við riðinn. Gerðar hafi verið ítrekaðar tilraunir til að hafa uppi á viðkomandi. Meira
15. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 342 orð | 1 mynd

Ákall til íslenskra kvenna

Á ALÞJÓÐADEGI Soroptimista þann 10. desember styrktu íslenskir Soroptimistar Auði Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðing, um 350.000 kr. Meira
15. desember 2003 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Bakkfirðingur tekinn á orðinu

Ég tel að fyrirkomulagið sé brot á samkeppnislögum og jafnræðisákvæðum stjórnarskrár. Meira
15. desember 2003 | Aðsent efni | 834 orð | 1 mynd

Efst á baugi

Því var lofað, að skattalækkanir yrðu lögfestar á þinginu í haust en ekkert bólar á að staðið verði við það. Meira
15. desember 2003 | Aðsent efni | 459 orð | 1 mynd

Enn um hnefaleika

Katrín Fjeldsted virðist ein fárra hafa hugsað áður en hún greiddi atkvæði varðandi lögleiðingu hnefaleika. Meira
15. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 519 orð | 1 mynd

Ég treysti á ríkisstjórnina Ég keypti...

Ég treysti á ríkisstjórnina Ég keypti mér hús 1992 og skrifaði undir nokkur skuldabréf. Síðan þá hefur margt breyst. Ég á alltaf minna og minna í húsinu eftir því sem ég borga meira. Meira
15. desember 2003 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

Í kjölfar harmleiks í Vestmannaeyjum

Óeðlilega dreifð, mikil og ómarkviss virkni í heila kemur fram við lausnir á verkefnum sem hjá heilbrigðum einstaklingum er bundin við afmörkuð svæði í heila. Meira
15. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 512 orð | 2 myndir

Má bjóða ykkur göng?

SENN hefjast framkvæmdir við færslu Hringbrautar og hluta Miklubrautar. Þessi umfangsmikla vegagerð, sem felur í sér gífurleg, og um leið jákvæð áhrif á umferðina til og frá miðhluta borgarinnar, mun einnig fela í sér mikla breytingu á ásýnd borgarinnar. Meira
15. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 533 orð

Svarbréf til kennarans á Skaganum

SAGT var stundum hér áður fyrr, að sannleikanum yrði hver sárreiðastur. Meira
15. desember 2003 | Aðsent efni | 328 orð | 2 myndir

Tvær frábærar þjónustustofnanir ÍTR - Leikskólar Reykjavíkur

Sú þjónusta sem starfsmenn Leikskóla Reykjavíkur og ÍTR veita er það sem borgarbúar meta hvað mest. Meira
15. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Uppástól

"UPPÁSTÓL, stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól kem ég til manna". Þessi texti verður oft tilefni til umhugsunar og skýringatilrauna fyrir jólin. Tveir kunnir menn hafa nú skrifað pistla um hann og réttilega mótmælt því að honum sé breytt. Meira
15. desember 2003 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Uppgötvun gróðurhúsaáhrifanna

Andrúmsloftið er að hlýna hraðar og meira en nokkru sinni hefur gerst áður; þéttleiki gróðurhúsalofttegunda eykst ár frá ári. Meira

Minningargreinar

15. desember 2003 | Minningargreinar | 283 orð | 1 mynd

ADAM SMÁRI HALLDÓRSSON

Adam Smári Halldórsson fæddist á Akranesi 4. nóvember 1950. Hann lést 27. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 3303 orð | 1 mynd

ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR

Anna Sigurbjörg Hafsteinsdóttir fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Hafsteinn Pétursson, bóndi á Gunnsteinsstöðum, f. 14. jan. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 1449 orð | 1 mynd

ÁSTA SIGRÚN HANNESDÓTTIR

Ásta Sigrún Hannesdóttir fæddist á Óðinsgötu 1 í Reykjavík 16. júlí 1920. Hún lést á Borgarspítalanum 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hannes Júlíusson, f. 1885, d. 1962, og Margrét Einarsdóttir, f. 1886, d. 1942. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 640 orð | 1 mynd

EGILL SIGURGEIR JÓHANNESSON

Egill Sigurgeir Jóhannesson fæddist á Syðra-Ósi við Höfðavatn á Höfðaströnd í Skagafirði 7. mars 1923. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Egilsson sjómaður, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 10. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 786 orð | 1 mynd

ERNA D. GUÐMUNDSDÓTTIR ÅSBRINK

Erna Dagmar Guðmundsdóttir Åsbrink fæddist 8. mars 1945. Hún lést á sjúkrahúsi í Malmö í Svíþjóð, laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddný Sigtryggsdóttir, f. 28.1. 1918, d. 7.6. 2002, og Guðmundur Kr. Guðmundsson, f. 4.8. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 242 orð | 1 mynd

GYÐA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR

Gyða Þórdís Jónsdóttir fæddist á Vatnsleysu í Biskupstungum í Árnessýslu 23. desember 1922. Hún lést í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum 29. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 446 orð | 1 mynd

JÓNA KRISTÍN BJARNADÓTTIR

Jóna Kristín Bjarnadóttir fæddist í Bæ í Hrútafirði 2. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítala í Landakoti 23. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 1. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 781 orð | 1 mynd

JÓN DALMANN ÁRMANNSSON

Jón Dalmann Ármannsson fæddist á Akureyri 15. apríl 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 1935 orð | 1 mynd

JÓN EIRÍKSSON

Jón Eiríksson fæddist í Steinsholti 7. maí 1913. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 2. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 6. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 376 orð | 1 mynd

KRISTBJÖRN BJÖRNSSON

Kristbjörn Björnsson fæddist í Lyngholti í Glerárþorpi 26. maí 1932. Hann andaðist á heimili sínu 26. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 5. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2003 | Minningargreinar | 512 orð | 1 mynd

KRISTÍN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Kristín Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1910 og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 29. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

15. desember 2003 | Fastir þættir | 225 orð

BRIDS - Umsjón Guðm. Páll Arnarsson

Bandaríski spilarinn Fred Hamilton var greinilega í stuði á haustleikunum í New Orleans. Við sáum í þætti gærdagsins hvernig hann stal þremur gröndum með snjallri blekkingu, en tæknihliðin er líka í góðu lagi hjá kappanum. Norður gefur; enginn á hætut. Meira
15. desember 2003 | Í dag | 247 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16-17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Meira
15. desember 2003 | Dagbók | 509 orð

(Jesaja 10, 20.)

Í dag er mánudagur 15. desember, 349. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. Meira
15. desember 2003 | Dagbók | 54 orð

Jól

Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá. Og von á mörgu ég vissi þá. Meira
15. desember 2003 | Fastir þættir | 262 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 a6 4. Rgf3 c5 5. exd5 exd5 6. dxc5 Bxc5 7. Rb3 Bb6 8. De2+ De7 9. Rfd4 Bg4 10. f3 Bd7 11. Bg5 Dxe2+ 12. Bxe2 Rc6 13. O-O-O Rge7 14. Hhe1 Rxd4 15. Rxd4 f6 16. Be3 Bc7 17. f4 Kf7 18. Bf3 Had8 19. g3 h5 20. Bg1 h4 21. Rb3 hxg3 22. Meira
15. desember 2003 | Fastir þættir | 412 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja dagsins setti hljóðan eftir lestur umfjöllunar kollega síns sl. þriðjudag um dræma sölu á íslenskum ljóðabókum. Og lítt skárri sölu á íslenskum skáldverkum. Hefur bókaþjóðin þá ekki meiri áhuga á skáldskap en þetta? Meira

Íþróttir

15. desember 2003 | Íþróttir | 427 orð | 1 mynd

1.

1. deild karla: Höttur - Stjarnan 56:90 Selfoss - Valur 80:83 Staðan: Valur 981789:72816 Skallagrímur 871764:63914 Fjölnir 972802:66614 Stjarnan 853651:62510 ÍS 844666:6628 Þór A. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Bangkok, Taíland, Volvo Masters, Asíumótaröðin.

Bangkok, Taíland, Volvo Masters, Asíumótaröðin. Par 71: Thongchai Jaidee, Taí 265 (-19) (71-64-65-65) Lin Keng-chi, Tapei 266 (-18) (65-69-65-67) Jyoti Randhawa, Ind. 269 (67-67-70-65) Boonchu Ruangkit, Taí 272 (67-74-68-63) Andrew Raitt, Engl. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Bergkamp skaut Arsenal á toppinn

HOLLENDINGURINN Dennis Bergkamp skaut Arsenal á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á nýjan leik í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins í leik Arsenal á móti Blackburn á Highbury. "Skytturnar" réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik en í þeim síðari efldust liðsmenn Blackburn mjög og veittu þeir Lundúnaliðinu harða keppni. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Bikarkeppni kvenna Undanúrslit: Afturelding - Þróttur...

Bikarkeppni kvenna Undanúrslit: Afturelding - Þróttur R. 0:3 (15:25, 13:25, 15:25).51. mín. KA - HK 3:0 (25:11, 25:14, 25:14). 44 mín. *KA og Þróttur R. leika til úrslita 17. janúar. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 193 orð

Blaklandsliðin keppa í Skotlandi og á Írlandi

ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki tekur þátt í forkeppni Evrópumóts C-þjóða í Skotlandi um næstu helgi þar sem það etur kappi við Skota, Lúxemborgara og Færeyinga. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild Chelsea - Bolton 1:2...

England Úrvalsdeild Chelsea - Bolton 1:2 Hernan Crespo 22. - Bruno N'Gotty 39., John Terry sjálfsmark 90. - 40,491. Liverpool - Southampton 1:2 Emile Heskey 75. - Brett Ormerod 2., Michael Svensson 64. - 41,762. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 614 orð | 1 mynd

Er Chelsea að gefa eftir?

CLAUDIO Ranieri stjóri Chelsea fundaði með sínum mönnum inni í búningsklefa í um eina klukkstund eftir leikinn við Bolton þar sem lærisveinar Ítalans töpuðu fyrsta heimaleik sínum á leiktíðinni. Baráttuglaðir liðsmenn Bolton komu, sáu og sigruðu og menn spyrja sig nú hvort stjörnum prýtt lið Chelsea sé að gefa eftir í toppbaráttunni en um síðustu helgi tapaði liðið tveimur stigum á móti Leeds og er komið niður í þriðja sætið deildarinnar. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 174 orð

Frakkar fögnuðu í Króatíu

FRAKKAR fögnuðu sigri á Heimsmeistaramóti kvennalandsliða í handknattleik eftir æsispennandi framlengdan úrslitaleik gegn Ungverjum. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 97 orð

Guðjón með fjögur mörk í sigri Essen

GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen þegar liðið bar sigurorð af Zaporzhye frá Úkraínu, 24:19, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í gær. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 100 orð

Guðmundur í ham í Osló

ÍSLANDSMEISTARINN í borðtennis Guðmundur E. Stephensen lék um helgina 12 leiki með liði sínu B-72 frá Noregi, en liðið er meistari þar í landi. B-72 sigraði Kurland BTK 9:1. Þar vann Guðmundur þrjá leiki, tvo í einliða og einn í tvíliðaleik. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 211 orð

Gunnar og Stefán stefna á ÓL í Aþenu

AÐ okkar mati gekk okkur alveg ágætlega en það er ekki okkar að dæma um frammistöðuna. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

Haukar eiga góða von þrátt fyrir tap

Íslandsmeistarar Hauka eiga góða möguleika á að komast í átta liða úrslit í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik en Haukar töpuðu fyrri leik sínum á móti franska liðinu Créteil, 30:28, í sextán liða úrslitum keppninnar í Frakklandi í gær. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Heiðar Helguson skoraði á Bramall Lane

HEIÐAR Helguson skoraði annað mark sitt á leiktíðinni fyrir Watford í ensku 1. deildinni í 2:2 jafntefli gegn Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 863 orð | 1 mynd

ÍBV - Selfoss 30:28 Vestmannaeyjar, Íslandsmót...

ÍBV - Selfoss 30:28 Vestmannaeyjar, Íslandsmót karla RE/MAX-deildin, suðurriðill, laugardaginn 13. desember 2003. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 10 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, konur: Ásvellir: Haukar - Keflavík b 19. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 307 orð | 1 mynd

Ísland í riðli með Dönum, Rúmenum og Aserum

ÍSLAND dróst í riðil með Danmörku, Rúmeníu og Aserbaídsjan í B-deild Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik en dregið var í riðla í Belgrad í Serbíu á laugardaginn. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 104 orð

Ísland mætir Tékklandi

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspili um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Ungverjalandi á næsta ári. Fyrri leikurinn við Tékka verður á Íslandi í lok maí og síðari leikurinn ytra í byrjun júní. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

* LEIKMENN úrvalsdeildarliðs Keflavíkur hafa látið...

* LEIKMENN úrvalsdeildarliðs Keflavíkur hafa látið mikið að sér kveða í leikjum liðsins í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik og má þar nefna að Derrick Allen er stigahæstur með 25,3 stig að meðaltali en þar á eftir kemur Nick Allen með 22,5 stig. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 427 orð | 1 mynd

Markmiðið að vera á toppnum í Aþenu

"ÉG er mjög ánægður með árangur minn á Evrópumeistaramótinu og ég var að synda hraðar en á sama móti fyrir ári og það segir mér að við erum á réttri leið í undirbúningi okkar fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári," sagði Örn Arnarson... Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

* MARTIN O'Neill knattspyrnustjóri skoska meistaraliðsins...

* MARTIN O'Neill knattspyrnustjóri skoska meistaraliðsins Celtic ætlar að gefa Sir Alex Ferguson kollega sínum hjá Manchester United góðar upplýsingar um lið Porto en United mætir portúgalska liðinu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 151 orð

Matthäus þjálfar Ungverja

LOTHAR Matthäus, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Ungverjalands en Íslendingar drógust í riðil með Ungverjum í undankeppni HM. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 150 orð

Ólafur skoraði fimm mörk

ÓLAFUR Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir spænska liðið Ciudad Real sem sigraði Chambery frá Frakklandi, 36:28, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Spáni á laugardaginn. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 323 orð | 1 mynd

* PATREKUR Jóhannesson skoraði 7 mörk...

* PATREKUR Jóhannesson skoraði 7 mörk fyrir Bidasoa , þar af fjögur úr vítaköstum og Heiðmar Felixson 4 þegar lið þeirra gerði jafntefli við Cangas í spænsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

* PAULA Radcliffe frá Bretlandi sigraði...

* PAULA Radcliffe frá Bretlandi sigraði á Evrópumeistaramótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Edinborg í Skotlandi í gær. Radcliffe , sem verður þrítug eftir tvo daga, kom í mark á tímanum 22. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 88 orð

"Drillo" vildi þjálfa Ungverja

EGIL "Drillo" Olsen, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins, segir við Nettavisen að hann hafi hitt forsvarsmenn ungverska knattspyrnusambandsins á dögunum og rætt við þá um að taka að sér þjálfun liðsins. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 328 orð | 1 mynd

"Erum ekki með nægilega sterkt lið"

"VIÐ erum einfaldlega ekki með nægilega sterkt lið um þessar mundir til að berjast meðal efstu átta liðanna," sagði FH-ingurinn Logi Geirsson eftir 30:28 tap fyrir HK í Digranesi á laugardaginn. Þar með brugðustvonir gamla stórveldisins um að komast í átta liða úrvalsdeild. HK var fyrir leikinn búið að koma sér fyrir í þriðja sæti suður-riðils og þar með sæti í úrvalsdeildinni. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 151 orð

"Thierry Henry er ekki til sölu"

ARSENAL hafnaði risatilboði frá auðjöfrinum Roman Abramovic, eiganda Chelsea, í franska framherjann Thierry Henry. Frá þessu greindi varastjórnarformaður Lundúnaliðsins, David Dein, í viðtali við spænska dagblaðið AS um helgina. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 120 orð

Raúl hetja Real Madrid

"GULLDRENGURINN" Raúl tryggði Real Madrid sigur á Deportivo La Coruna, 2:1, í toppslag spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Leikurinn á Bernebau var frábær skemmtun þar sem leikmenn sýndu snilldartilþrif. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 206 orð

Sara og Ragna hlutu brons á Írlandi

SARA Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir urðu í þriðja sæti í tvíliðaleik á Opna írska meistaramótinu í Badminton sem lauk í gær. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 545 orð | 2 myndir

Setjum markið að sjálfsögðu hærra

STJARNAN tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Ásgarði á laugardag, 29:23. Heimamenn skoruðu fimm mörk gegn engu gestanna á síðustu fimm mínútunum leiksins. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 102 orð

Sex rauð spjöld

SEX rauð spjöld fóru á loft hjá Alfonzo Pino Zamarano dómara í leik grannaliðanna Espanyol og Barcelona í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið þar sem Börsungar fóru með sigur af hólmi, 3:1. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 78 orð

Sigurmark frá Totti

ROMA náði í gærkvöld þriggja stiga forskoti á toppi ítölsku 1. deildarinnar með því að leggja Modena, 1:0, á heimavelli sínum í Róm. Fransesco Totti skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 8. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 149 orð

Skjern skellti Magdeburg

MAGDEBURG tapaði með fimm marka mun, 30:25, fyrir danska liðinu Skjern í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Danmörku í gær. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 169 orð

Valur stakk Þór af á Hlíðarenda

EFSTA og neðsta lið norður-riðils Íslandsmótsins í handknattleik karla áttust við að Hlíðarenda á laugardaginn - þegar Valur tók á móti Þór frá Akureyri. Fyrirfram var búist við sigri heimamanna og sú varð raunin, gestirnir voru lagðir með 6 marka mun, 35:29. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 512 orð

Þýskaland Bayern München - Stuttgart 1:0...

Þýskaland Bayern München - Stuttgart 1:0 Roy McKaay 74. - 63,000. Bochum - Frankfurt 1:0 Vahid Hashemian 21. Hamburger SV - Freiburg 4:1 Bastian Reinhardt 8., Sergej Barbarez 19., Marcel Maltritz 66., Christian Rahn 87. - Roda Antar 50. - 43,300. Meira
15. desember 2003 | Íþróttir | 102 orð

Århus GF steinlá fyrir Rússunum

ÅRHUS GF, lið Róbert Gunnarssonar og Þorvarðs Tjörva Ólafssonar, er úr leik í EHF-keppninni í handknattleik eftir tvo tapleiki á heimavelli fyrir rússneska liðinu Dynamo Astrakhan um helgina. Meira

Fasteignablað

15. desember 2003 | Fasteignablað | 161 orð | 1 mynd

Austurgata 23

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu 174,6 m 2 einbýlishús á þremur hæðum við Austurgötu 23 í Hafnarfirði. Ásett verð er 23,7 millj. kr. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 50 orð | 1 mynd

Á vogarskálinni

Vogarskálin er tákn fyrir margt í okkar samfélagi en þessari gömlu vog er ekki ætlað að vega annað en hveiti, sykur og annað sem þarf í kökur, brauð og aðra matvöru. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 46 orð | 1 mynd

Gamli stýrimannaskólinn

STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík var til húsa á Öldugötu 23 á árunum 1898 til 1945. Síðar var Gagnfræðaskóli í þessu húsi og enn síðar Vesturbæjarskólinn. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Glæsileg skál

Þessi afar glæsilega skál er gömul erlend smíð úr málmi, afar sérkennileg, með útflúruðu laufaloki og stendur á sveigðum... Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Hálsfestar og lyklar

Hálsfestar og lyklar mega allt eins hanga á snögum eins og að liggja ofan í skrínum eða... Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Heklaðar gardínur

Stundum kemur upp sú tíska að hafa heklaðar gardínur. Það getur verið skemmtilegt verkefni að hekla sér gardínur, einkum ef þær eru ekki mjög stórar. Þessar gardínur eru heklaðar úr fremur grófu perlugarni og hafa staðist vel tímans... Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 301 orð | 2 myndir

Hjallaland 23

Reykjavík - Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu 192 ferm. raðhús auk 19,5 ferm. bílskúrs. Húsið stendur við Hjallaland 23 í Fossvogi og ásett verð er 29,9 millj. kr. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 75 orð | 1 mynd

Hnífaparaskúffan

Fyrir hátíðar hafa margir fyrir venju að hyggja að skápum og skúffum. Raunar hafa húsmæður og aðrir sem sjá um heimilishald heldur slakað á klónni í þessum efnum. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 813 orð | 1 mynd

Húsnæðiskostnaðurinn og bótakerfin

KAUPVERÐ húsnæðis nemur yfirleitt fjárhæð sem svarar til um það bil tvöfaldra til fimmfaldra árslauna flestra fjölskyldna í landinu. Það er því ljóst að húsnæðiskaup gerast yfirleitt ekki án utanaðkomandi lánsfjármögnunar. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 108 orð | 1 mynd

Hús skipstjórans

Í Árnafirði heitir þetta gamla hús sem stendur í gamla bænum í Þórshöfn, út á Reyni. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 71 orð | 1 mynd

Kaktus í potti

Kaktusar eru mikið notaðir til híbýlaskrauts á Íslandi og víðar. Kaktusar eru upprunnir á heitum og þurrum svæðum og því eru þessar plöntur heppilegar í suðurglugga og nálægt ofnum þar sem aðrar plöntur hreinlega skrælna. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 288 orð | 1 mynd

Laufásvegur 24

Reykjavík - Stórar og virðulegar húseignir í gamla bænum í Reykjavík vekja ávallt athygli, þegar þær koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Hof er nú til sölu húseignin Laufásvegur 24. Þetta er virðuleg 470 ferm. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Listaverkabækur

Það getur verið mjög notalegt að blaða í listaverkabókum af og til. Sumir hafa slíkar bækur liggjandi frammi á heimili sínu fyrir... Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Listaverk í Þórshöfn

Fyrir framan ráðhúsið í Þórshöfn í Færeyjum stendur þetta listaverk til heiðurs þeim verkamönnum sem hlóðu steingarðinn Stóragarð, en hann var hlaðinn sem landamæri á milli Þórshafnar og Hagans á 19. öld. Listaverkið gerði Hans Pauli Olsen. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 80 orð | 1 mynd

Málaður jóladúkur

Þessi grófi strigadúkur með máluðum jólamyndum er heimatilbúinn. Þar sem börn eru á heimilinu kemur gjarnan alls kyns jólaskraut til sögunnar sem þau hafa búið til í skólum eða leikskólum. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 143 orð | 1 mynd

Nýjar íbúðir í Sjálandi

Hjá Borgum og Eignamiðlun er nú hafin sala á íbúðum í smíðum við Strandveg og Norðurbrú í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru alls 43 í fjögurra hæða fjölbýlishúsi með bílageymslu í kjallara. Fjórir stigagangar eru í húsinu og lyfta í þeim öllum. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 205 orð | 1 mynd

Reykholtskirkja eldri

Í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands eru nokkrar gerðir timburkirkna bæði með og án turna á þaki. Af yngri gerð með þakturni er Reykholtskirkja í Borgarfirði en slíkar kirkjur einkennast af dálitlu þili frá gluggum á hliðum að þakbrún. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 784 orð | 2 myndir

Reynimelur 66, Stafholt

Stafholt er stílhreint hús með sex fremur stórum gluggum á hæðinni og fjórum á kjallara, segir Freyja Jónsdóttir, sem hér fjallar um reisulegt steinhús við Reynimel. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 78 orð | 1 mynd

Silfurmunir

Á hátíðum dregur fólk gjarnan fram þá silfurmuni sem það á og fægir þá. Margir eiga alls kyns silfurmuni sem hafa gengið að erfðum, sumir kannski í marga ættliði. Silfur er frumefni og tilheyrir hópi svokallaðra þjálla málma. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 363 orð | 2 myndir

Skáli Alþingis við Austurvöll hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk

Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi, er þykja framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 637 orð | 1 mynd

Tískan birtist í mörgum myndum

Hvað dettur flestum í hug þegar minnst er á tísku? Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 425 orð | 1 mynd

Útdráttur húsbréfa og sölusíða fasteigna

Íbúðalánasjóður hefur nú tekið upp tvær nýjungar á vefsíðu sinni www.ils.is. Annars vegar hefur verið komið upp sérstakri sölusíðu fasteigna í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar hefur verið sett upp öflug gagnvirk upplýsingasíða um útdrátt húsbréfa. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 974 orð | 5 myndir

Útsýnið út á sjóinn verður snar þáttur í stemmningu Sjálands í Garðabæ

Mikill áhugi er úti á markaðnum á hinu nýja hverfi í Sjálandi í Garðabæ. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðir í smíðum í fjölbýlishúsi við Strandveg og Norðurbrú. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 104 orð | 1 mynd

Veggplattar

Veggdiskar eða plattar hafa lengi verið mikið notaðir sem veggskraut á Íslandi og víðar. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 216 orð | 1 mynd

Vesturbær og Miðborgin vinsælust

Vesturbærinn og Miðborgin eru vinsælustu hverfi Reykjavíkurborgar, en hverfin milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar koma næst. Færri vilja búa í Breiðholti, Grafarvogi og Hlíðunum. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 62 orð | 1 mynd

Þurrkuð blóm

Þegar keypt eru blóm inn á heimilið er tilvalið að huga að því fyrirfram hvort þau henti vel til þurrkunar. Hægt er t.d. að spyrja afgreiðslufólk hvaða tegundir standi sig best í þessum efnum. Meira
15. desember 2003 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Þurrkuð rósablöð

Það getur verið mjög snoturt að hafa þurrkuð blóm eða blómblöð í glærum krukkum. Rósarblöð er t.d. skemmtilegt að nota í þessu... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.