Greinar sunnudaginn 21. desember 2003

Forsíða

21. desember 2003 | Forsíða | 301 orð | 1 mynd

Art.is tekur við rekstri Listasafnsins á Akureyri

FYRIRTÆKIÐ Art.is tekur um áramót við rekstri Listasafnsins á Akureyri til næstu þriggja ára. Samningur þar að lútandi var undirritaður í gær. Eigandi Art. Meira
21. desember 2003 | Forsíða | 121 orð

Dó en lifði það af

KARLMAÐUR í Riga í Lettlandi slapp í vikunni lifandi úr raun sem vart mun eiga sér fordæmi, að sögn fréttavefjar BBC . Hann fannst rænulaus af drykkju á miðvikudagskvöld við strætisvagnabiðstöð og reyndist áfengismagnið í blóðinu vera 7,22 prómill. Meira
21. desember 2003 | Forsíða | 340 orð | 1 mynd

Líbýa reyndi að smíða kjarnavopn

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti segir að Líbýustjórn sé nú aftur á leið inn í samfélag þjóða. Hann vonast til þess að aðrir þjóðarleiðtogar fylgi fordæmi Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga sem hét því á föstudag að eyða öllum tilraunastöðvum á sviði gereyðingarvopna og vopnabirgðum auk þess að takmarka drægi eldflauga til að bera vopnin við 300 kílómetra. Gaddafi sagði í yfirlýsingu sinni að um "viturlegt og djarfmannlegt skref" væri að ræða sem ætti skilið fullan stuðning þjóðarinnar. Meira
21. desember 2003 | Forsíða | 144 orð

Óttast að yfir 90 manns hafi farist

ÓTTAST er að yfir 90 manns hafi farist í aurskriðu sem skall á borgirnar San Francisco og Liloan á Filippseyjum á föstudagskvöld. Meira
21. desember 2003 | Forsíða | 35 orð | 1 mynd

Snjórinn auðveldar för

NOTKUN sleða er háð ytri skilyrðum og aðalatriðið er að nægur snjór sé fyrir hendi. Félagarnir Sindri og Haukur nýttu sér snjóinn á gangstéttinni við Nesveginn í Reykjavík og létu renna í átt að... Meira

Baksíða

21. desember 2003 | Baksíða | 104 orð | 1 mynd

Auglýst í New York Times

HÖLL minninganna, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er kynnt í heilsíðuauglýsingu á baksíðu bókablaðs bandaríska dagblaðsins The New York Times í dag. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 146 orð | 1 mynd

Eimskipafélagshúsið til sölu

EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að selja eða leigja hús sitt í Pósthússtræti í Reykjavík vegna flutnings á meginstarfsemi félagsins inn í Sundahöfn. Húsið er fimm hæða skrifstofubygging, auk kjallara og rishæðar. Er það samtals um 3.850 fermetrar. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 106 orð

Eitt smyglmál á dag

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári náð 57 mönnum sem hafa verið að smygla fíkniefnum til landsins. Af þeim hefur hún tekið næstum 20 kíló af fíkniefnum. Tollgæslan hefur aldrei náð jafn mörgum smyglurum á einu ári. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 297 orð

Engar undantekningar leyfðar frá skráningu

SKRÁSETNINGARGJALD verður ekki endurkræft og gripið verður til ýmissa aðhaldsaðgerða við skráningu nemenda við Háskóla Íslands á næsta ári. M.a. verða engar undantekningar heimilaðar frá skráningu. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 123 orð | 1 mynd

Jackson ákærður

SÖNGVARINN Michael Jackson hefur verið formlega ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni. Er ákæran í níu liðum og verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 198 orð | 1 mynd

Saddam í haldi í Bagdad?

SADDAM Hussein, fyrrum forseti Íraks, er á valdi Bandaríkjamanna. Hann var handtekinn á laugardag í síðustu viku. Sagt er að hann sé í fangelsi nærri Bagdad, höfuðborg Íraks. Bandaríkjamenn vilja ekki skýra frá því hvar Saddam er geymdur. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 160 orð | 1 mynd

Stöðugt bætt í fiskborðið

MIKIÐ er keypt af skötu þessa dagana enda stutt í Þorláksmessu þegar margir borða kæsta skötu að vestfirskum sið. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 161 orð

Stöðugt fleiri matarbeiðnir

BEIÐNIR um mataraðstoð hrúgast upp í vaxandi mæli, einkum þó á aðventunni, að sögn Hjartar Magna Jóhannssonar, fríkirkjuprests í Reykjavík. Frjáls framlög safnaðarfólks í lítinn líknarsjóð segir hann vera notuð til að verða við sem flestum slíkum... Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 107 orð | 1 mynd

Vill keppa við ófatlaða hlaupara

MARLON Shirly frá Bandaríkjunum er með gervifót. Hann vann í vikunni í 60 metra hlaupi innanhúss í keppni við ófatlaða íslenska spretthlaupara. Hann segir þetta besta tímann sem hann hefur hlaupið á innanhúss. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 99 orð

Yfir fimm þúsund símtöl í ár

RÚMLEGA fimm þúsund manns hafa hringt í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, á þessu ári. Hjálparsíminn er gjaldfrjáls sími og opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Meira
21. desember 2003 | Baksíða | 296 orð | 1 mynd

Zidane besti knattspyrnumaður heims

FRANSKI landsliðsmaðurinn Zinédine Zidane var útnefndur knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóða-knattspyrnu-sambandinu, FIFA. Kjörið var kynnt í veislu í Basel í Sviss. Landi hans Thierry Henry varð annar og Brasilíumaðurinn Ronaldo þriðji. Meira

Fréttir

21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð

Blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu

ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman kl. 17.30 á Hlemmi og lagt af stað kl. 18. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 541 orð | 4 myndir

Draumastarfið

Í Kringlunni kemur saman sundurleitur hópur Íslendinga, sumir til að kaupa, aðrir til að selja og enn aðrir til að kynna starfsemi eða málefni fyrir gestum og gangandi. Jólaösin var í algleymingi þegar blaðamann bar að garði. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Ekki séreign skotveiðimanna

Ólafur Karl Nielsen er fæddur 21. nóvember 1954. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1975, BS í líffræði frá Háskóla Íslands 1978, Ph.D. frá Cornell University, Ithaca, New York, 1986. Starfaði við Líffræðistofnun háskólans 1986-1992, var veiðistjóri 1993 og starfaði við Náttúrufræðistofnun Íslands frá 1984. Þriggja barna faðir, Ólafur Hrafn, Sólveig og María. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Enn á gjörgæsludeild

UNGA konan sem varð fyrir bifreið á Kringlumýrarbraut síðdegis á föstudag liggur enn alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn læknis er hin slasaða tengd við öndunarvél og er líðan hennar óbreytt frá... Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 317 orð

Fjárþörf Leikfélags Reykjavíkur óleyst

FJÁRÞÖRF Leikfélags Reykjavíkur (LR) er óleyst í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar að því er fram kom í máli forseta borgarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar aðfaranótt föstudags. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð

Freistuðu doberman-hunds með pylsu

LÖGREGLAN á Akranesi og hundaeftirlitsmaður tóku hund af doberman-kyni í sína vörslu í gær vegna ótta sem hann vakti hjá bæjarbúum. Hann var laus fyrir utan verslun í bænum og ógnaði fólki svo kalla varð á hjálp. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 168 orð

Grunnlífeyrir hækkar um 619 krónur

FRAMKVÆMDASTJÓRN Landssambands eldri borgara hefur samþykkt ályktun þar sem vinnubrögðum Alþingis varðandi lífeyrisréttindi er mótmælt. Þeir benda á að grunnlífeyrir aldraðra hækki um 619 kr. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð

Hafa áhyggjur af smíðakennslu í skólum

Á AÐALFUNDI Félags íslenskra smíðakennara var samþykkt ályktun þar sem lýst er áhyggjum vegna stefnu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í sambandi við aðbúnað fyrir hönnun og smíði í grunnskólum borgarinnar. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Krossgátubók ársins komin út

KROSSGÁTUBÓK ársins 2004 er nýkomin út. Er þetta 21. árgangur bókarinnar. Krossgátubókin er 68 blaðsíður að þessu sinni og eru lausnir birtar af annarri hverri krossgátu. Forsíðuna prýðir teikning Brians Pilkington af Björk Guðmundsdóttur. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Kröfur félaga og sambanda á svipuðu róli

ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist líta svo á að kröfugerðir verslunarmanna og Rafiðnaðarsambandsins, sem kynntar voru atvinnurekendum sl. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 391 orð

Kæra týndist hjá sýslumanni

KÆRA sem send var sýslumanninum í Keflavík í vor finnst ekki í gögnum embættisins þrátt fyrir að starfsmaður þess hafi á sínum tíma kvittað fyrir móttöku hennar. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 508 orð

Lágmarkslaun félagsmanna verði færð að raunlaunum

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands (RSÍ) hefur lagt fram kröfugerð fyrir viðsemjendur í Samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Samtökum atvinnulífsins. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Mikilvægt fyrir fólk að hafa vald á athöfnum sínum

"Það er alveg yndislega gefandi starf og mjög ánægjulegt að vinna með fólkinu á Ljósheimum. Það er fyrst og fremst gleði fólksins sem er gefandi og að finna það að hægt er að þjálfa fólk þótt það sé illa farið. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Óbifanleg ró í jólastressinu

MARGIR eru á ferðinni þessa dagana við innkaup þegar aðeins þrír dagar eru til jóla. Fjöldi fólks er á verslunargötum og í verslunarmiðstöðvum enda eru dagarnir fyrir jólin mestu verslunardagar ársins. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð

Punktar úr kröfugerð RSÍ

*Launahækkun á ári skili 2-3% umfram verðbólgu. *Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna verði 120 þúsund kr., rafiðnaðarmanna með sveinspróf 170 þús. og rafiðnaðarsveina með 3ja ára reynslu 215 þús. kr. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Ríkið leggur 140 milljónir króna í Afrekssjóð ÍSÍ

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram og formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Lárus Blöndal, skrifuðu í gær undir samning menntamálaráðuneytisins og ÍSÍ um fjármögnun Afrekssjóðs ÍSÍ á árunum 2004 til 2008. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Rúmlega 5 milljónir í 16 verkefni

SEXTÁN verkefni fengu samtals 5.350.000 krónur í styrk úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar í ár, en árlega styrkveitingar voru kynntar í hófi á Radisson SAS Hótel Sögu. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Semur um tölvuþjónustu

Á DÖGUNUM var undirritaður þjónustusamningur milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og Tölvusmiðjunnar. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Síðasti öruggi skiladagur jólasendinga

SÍÐASTI sendingardagur fyrir jólapakka og jólakort innanlands er í dag eigi jólapósturinn að ná örugglega til viðtakanda fyrir jól, samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti, sem heldur engu að síður áfram að taka á móti jólapósti. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Styrkja Fjölsmiðjuna, Ásgarð og Foreldrahúsið

ÁGÓÐI af sölu húsbúnaðar í Góða hirðinum var afhentur sem styrkur til þrennra samtaka sem hafa það að markmiði að hjálpa öðrum til sjálfshjálpar. Samtökin þrenn eru Fjölsmiðjan, Ásgarður - handverkstæði og Foreldrahúsið. Afhendingin fór fram 19. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Styrkja Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins

LYF & heilsa hf. afhentu 250.000 kr. til Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands. Með þessu framlagi vilja Lyf & heilsa hf. stuðla að endurmenntun þeirra sem sinna heimahlynningu á vegum KÍ. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tekur við sendiherraembættinu næsta haust

TÓMAS Ingi Olrich tekur við starfi sendiherra í París um mánaðamótin september-október á næsta ári. Hann lætur af embætti menntamálaráðherra um áramótin. Jafnframt lætur hann þá af þingmennsku. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Úthlutað úr líknar- og hjálparsjóði lögreglumanna

LÍKNAR- og hjálparsjóður Landssambands lögreglumanna hefur úthlutað 500 þúsund krónum til þriggja fjölskyldna sem eiga um sárt að binda vegna ýmissa áfalla sem dunið hafa yfir. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 219 orð

Útlit fyrir mikla fjölgun ferðamanna

HEIMSFERÐIR hafa tryggt sér rúmlega 92% hlut í ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Varði doktorsritgerð í tilraunaeðlisfræði

*GUÐMUNDUR Þór Reynaldsson eðlisfræðingur varði doktorsritgerð sína í tilraunaeðlisfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands 29. ágúst sl. Heiti ritgerðarinnar er Hydrogen in Metallic Superlattices (Vetni í yfirgrindum). Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Vonast eftir að ná 245 þúsund tonna afla

"Það er nú búið að landa um 242 þúsund tonnum í Norðfjarðarhöfn og við erum enn að" segir Gísli S. Gíslason, hafnarstjóri í Neskaupstaðarhöfn á metaflahátíð í Neskaupstað í fyrradag. Meira
21. desember 2003 | Innlendar fréttir | 187 orð

Vörugjöld af ökutækjum jukust um 52%

AUKINN innflutningur á bílum til landsins á þessu ári hefur skilað ríkissjóði auknum tekjum. Þannig voru innheimt vörugjöld af ökutækjum liðlega 52% meiri fyrstu ellefu mánuði ársins en á sama tímabili árið á undan. Meira

Ritstjórnargreinar

21. desember 2003 | Leiðarar | 510 orð

Eignarhald á fjölmiðlum

Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að kanna hvort tilefni sé til að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Meira
21. desember 2003 | Leiðarar | 424 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

21. desember 1993: "Samdráttur hefur sett svip á íslenzkt atvinnulíf og vinnumarkað okkar um árabil. Skráð atvinnuleysi er ógnvekjandi. Þannig voru rúmlega þrjú þúsund einstaklingar skráðir atvinnulausir á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar 15. Meira
21. desember 2003 | Leiðarar | 2351 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Halldór Kiljan Laxness var einhver umdeildasti einstaklingur 20. aldarinnar. Meira
21. desember 2003 | Staksteinar | 367 orð

- Sektir og samkeppni

Jón Steinsson hagfræðingur skrifar pistil í Deigluna og veltir fyrir sér ummælum Davíðs Oddssonar í nýjasta hefti Vísbendingar , um að samkeppnisyfirvöld virki ekki sem skyldi og að olíufélögin muni velta hugsanlegum sektum vegna verðsamráðs út í... Meira

Menning

21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 401 orð | 1 mynd

Bassajól

JAKOB Smári Magnússon hefur verið í tónlistinni allt síðan pönkbylgjan reið yfir Ísland (var í Tappa tíkarrassi t.d.) og hefur spilað með hljómsveitum eins og Das Kapital, Síðan skein sól og Stríði og friði svo fáeinar séu nefndar. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Boltinn með Guðna

GUÐNI Bergsson skipti um starfsvettvang á árinu, klæddi sig í síðasta sinn úr takkaskónum, lagði þá á hilluna og skilaði Stóra-Sam Bolton-gallanum góða. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 377 orð | 1 mynd

Gleðin ríkjandi

BUBBI Morthens heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika að þessu sinni á NASA við Austurvöll. Tónleikarnir eru merkilegir fyrir þær sakir að þetta verður í 20. sinn sem Bubbi stendur fyrir jólatónleikum, sem oftast hafa verið haldnir á Borginni. Meira
21. desember 2003 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Heilsa

Heilsudagbók nefnist ný bók og geisladiskur. Ritstjóri er Ingvar Jónsson. Í bókinni er að finna fróðleik um margt er snýr að heilbrigðu líferni, markmiðasetningu, hollu mataræði og líkamsrækt. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 741 orð | 2 myndir

Heimsreisa með tablahraðlestinni

Steintryggur eru Steingrímur Guðmundsson og Sigtryggur Baldursson. Öll lög e. Steingrím og Sigtrygg nema "Green Landing" e. Steingrím, Sigtrygg og Natasha Kuren-Gudmundsson, "3rd Ave" e. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 57 orð

Hilmir vinsæll

Síðasti hluti þríleiksins um Hringadróttinssögu, Hilmir snýr heim , hefur slegið aðsóknarmet í 13 löndum frá því að kvikmyndin var tekin til sýningar á miðvikudag. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 329 orð | 1 mynd

Jólalög án tónlistar

eftir Júlíus Júlíusson. Fjórar sögur í flutningi höfundar, Júlíusar Júlíussonar, upptökur: Magnús G. Ólafsson, útgefandi: Júlli og Maggi 2003. Meira
21. desember 2003 | Menningarlíf | 662 orð | 1 mynd

Jólaskálm á Des

Nýverið gaf Dimma ehf. út diskinn Des þar sem Gunnar Gunnarsson píanóleikari leikur sígild jólalög í skálm-stíl. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 120 orð | 1 mynd

Kilja

Dóttir gæfunnar eftir Isabel Allende er komin út í þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur í kilju. Einn góðan veðurdag liggur reifabarn á tröppunum hjá Sommers-systkinunum, siðavöndum Englendingum sem búa í Chile. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 657 orð | 3 myndir

Leitin tók 20 ár

HEIMILDAMYNDIN Undan ísnum er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þetta er spennandi og dramatísk saga ungs Akureyrings um leit hans að breskri sprengjuflugvél, Fairey Battle P2330, sem fórst 26. maí árið 1941 í jökli norður í landi. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 69 orð | 1 mynd

Ljóð

Ljóð og laust mál er eftir Gísla Brynjúlfsson. Valdir kaflar úr frægri dagbók Gísla í Kaupmannahöfn 1848 eru prentaðir í þessari útgáfu auk úrvals úr ljóðum hans, ritgerðum og sögum. Umsjónarmaður er Sveinn Yngvi Egilsson sem ritar inngang og skýringar. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 625 orð | 2 myndir

Losnað við leiðindin

Nýsköpun í danstónlist er ör, menn sífellt að finna nýjar leiðir til að koma fólki í fjör. Oftar en ekki verða byltingar vegna leiðinda eins og til að mynda hjá bandaríska fyrirtækinu A Touch of Class. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 464 orð

Mannlíf á Vestfjörðum

13. hefti. Vestfirskur fróðleikur gamall og nýr. Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri 2003, 80 bls. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 253 orð | 1 mynd

"Rómanskt djamm af bestu gerð"

LOFSAMLEGIR dómar hafa verið birtir á vefritinu Descarga.com um kúbuplötur Tómasar R. Einarssonar, Kúbanska (2002) og Havana , sem út kom fyrir stuttu. Desgarca.com er eitt virtasta og víðlesnasta vefritið sem hefur með rómanska tónlist að gera. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 761 orð | 1 mynd

Skáldskapur og veruleiki

Ian McEwan. Þýðing: Rúnar Helgi Vignisson. 399 bls. Bjartur, Reykjavík, 2003. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 543 orð | 1 mynd

Skólahald í 150 ár

Saga Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 1852-2002. Höfundur: Árni Daníel Júlíusson. Útgefandi: Árborg 2003. 310 bls., myndir. Meira
21. desember 2003 | Bókmenntir | 47 orð | 1 mynd

Spil

Gettu betur , barna- og unglingaspil, er byggt á samnefndum spurningaþætti sem fram fer á Rás 2 og RÚV. Höfundur spurninga er Illugi Jökulsson , rithöfundur og fyrrverandi spurningahöfundur Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Stjörnuleitarkeppendur koma fram

ÞAÐ er orðinn árviss viðburður að flestar vinsælustu sveitir landsins komi saman í kringum áramót í Háskólabíói og taki lagið til styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 84 orð

... tölvuleikjatíðindum

GEIM TV heitir vinsæll þáttur á PoppTíví sem fjallar um tölvuleiki og allt mögulegt sem þeim tengist. Fáir eru fróðari um þau málin en stjórnandi þáttarins Ólafur Þór Jóelsson en hann er alltaf með puttann á púlsinum á heimi tölvuleikjanna. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 389 orð | 2 myndir

Valdi uppáhaldslögin sín

VINSÆL dægurlög frá 1950-60 er að finna á plötunni Óskastundinni 2 sem var að koma út. Gerður G. Bjarklind þulur Ríkisútvarpsins valdi lögin en hún er einnig umsjónarmaður samnefndra útvarpsþátta á Rás 1. Meira
21. desember 2003 | Fólk í fréttum | 311 orð | 1 mynd

Var Tyrkjaránið heilagt stríð?

Í KVÖLD verður sýnd heimildamyndin Atlantic Jihad sem á íslensku nefnist Heilagt stríð í Norðurhöfum . Meira
21. desember 2003 | Menningarlíf | 779 orð | 1 mynd

Það er kominn gestur

Ég er gagnrýnandi. Ég fer á myndlistarsýningar og gagnrýni það sem mér finnst að betur mætti fara. Ef vel er gert reyni ég að hrósa. Meira

Umræðan

21. desember 2003 | Aðsent efni | 1281 orð | 1 mynd

Dupuytren-sjúkdómurinn eða handarkreppa

Aðferðin felst í því að læknirinn beitir nál, deyfingu og handafli einu saman við að rétta úr krepptum fingrum sjúklingsins. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 160 orð

Góð þjónusta, frábært kjötborð

ALGENGT er að fólk sé fljótara til að kvarta en hrósa. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 438 orð

Gömlu myndasögurnar aftur HVERNIG dettur ykkur...

Gömlu myndasögurnar aftur HVERNIG dettur ykkur til hugar hjá Mogganum að hætta með gömlu myndasögurnar. Ferdinand, Dag, Ljósku og Gretti? Þær sem eru búnar að fylgja manni í tugi ára og persónurnar orðnir heimilisvinir. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 48 orð | 1 mynd

Hver þekkir fólkið?

Hver þekkir fólkið? MAGDALENA hafði samband við Velvakanda og sagðist hafa fundið töluvert af myndum sem tilheyrðu fólkinu á myndinni en hún hefur ekki getað haft uppi á því. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 466 orð

Ísland hækkar einkunnir á nokkrum dögum!

ÉG ER í dag nemandi í 8. bekk í grunnskóla og ég ásamt öðrum er ekki hress með skólaárið og önnur málefni. Sem dæmi má nefna jólafríið, það er nú byrjað en það kom ekki án áreynslu. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Jólin eru í nánd

HVERNIG verjum við þessari hátíð? Það er spurning dagsins og mikið hefir verið tilstandið allan þennan mánuð. Auglýsingar hafa fyllt hvert rit eða blöðin og jafnvel Ríkisútvarpið. Meira
21. desember 2003 | Aðsent efni | 1515 orð | 2 myndir

Mistókst sameining sjúkra-húsanna í Reykjavík?

Það vekur nokkra undrun við lestur skýrslu RE hve væntingar um fjárhagslega hagræðingu hafa verið miklar í tengslum við sameiningu sem alls ekki hefur farið fram. Meira
21. desember 2003 | Aðsent efni | 2267 orð | 1 mynd

Mörg er búmannsraunin

Hver er munurinn á því tvennu, að flytja inn ódýrt vinnuafl eða niðurgreiddar landbúnaðarafurðir oft framleiddar með ódýru vinnuafli í Suður-Evrópu eða jafnvel þróunarlöndunum? Meira
21. desember 2003 | Aðsent efni | 1255 orð | 1 mynd

Raunsæi og veruleiki í Listasafni Íslands - gagnrýni um gagnrýni

Gagnrýni getur verið skapandi og getur verið mjög mikilvægt innlegg í fræðilega umfjöllun um myndlist sem því miður er ekki ríkuleg á Íslandi í dag. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 297 orð

Skilningsleysi á Stöð 2

ÞÁTTARSTJÓRNENDURNIR á Íslandi í dag á Stöð 2 opinberuðu afar dapurt skilningsleysi sitt í viðtali við ríkisskattstjóra sl. miðvikudagskvöld. Meira
21. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til...

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Sjónarhóli/ Í góðum höndum og söfnuðu þær 5.623 kr. Þær eru Hildur Ösp Reynisdóttir, Elfa Rún Guðmundsdóttir og Anna Margrét... Meira

Minningargreinar

21. desember 2003 | Minningargreinar | 700 orð | 1 mynd

ATLI THOR BIRGISSON

Atli Thor Birgisson fæddist í Reykjavík 15. október 1984. Hann lést af slysförum í Kaupmannahöfn laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 12. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

ÁSTA SIGRÚN HANNESDÓTTIR

Ásta Sigrún Hannesdóttir fæddist á Óðinsgötu 1 í Reykjavík 16. júlí 1920. Hún lést á Borgarspítalanum 10. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 15. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 145 orð | 1 mynd

ÁSTRÍÐUR KARLSDÓTTIR

Ástríður Karlsdóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 15. febrúar 1931. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 9. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 1045 orð | 1 mynd

EGGERT KONRÁÐ KONRÁÐSSON

Eggert Konráð Konráðsson fæddist á Blönduósi 10. janúar 1949. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 19. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 1395 orð | 1 mynd

EIRÍKUR BRAGASON

Eiríkur Bragason fæddist á Gunnarshólma á Eyrarbakka 24. febrúar 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 978 orð | 1 mynd

EYJÓLFUR KRISTINN SNÆLAUGSSON

Eyjólfur Kristinn Snælaugsson fæddist á Árbakka á Litla-Árskógssandi 2. nóvember 1924. Hann lést á St. Jósefsspítala 30. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Njarðvíkurkirkju 5. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 266 orð | 1 mynd

GÍSLI HELGASON

Gísli Helgason fæddist í Bolungarvík 23. júlí 1938. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 6. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólskirkju 13. desember . Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 420 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR

Guðbjörg Þorbjarnardóttir fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1913. Hún lést á Dvalar- og elliheimilinu Grund 19. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 28. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 629 orð | 1 mynd

GUÐJÓN MATTHÍASSON

Guðjón Matthíasson fæddist í Einarslóni í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi 30. apríl 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hansborg Vigfúsína Jónsdóttir og Matthías Þorsteinn Björnsson. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 807 orð | 1 mynd

HELGI JÓNSSON

Helgi Jónsson fæddist á Hóli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 22. mars 1933. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnea Kristín Sigurðardóttir, f. 25. maí 1904, d. 25. febrúar 1998, og Jón Jakobsson,... Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 1348 orð | 1 mynd

KRISTINN INGI HANSEN

Kristinn Ingi Hansen fæddist í Reykjavík 29. júní 1943. Hann lést í Santa Fé í New Mexíkó í Bandaríkjunum 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Skúli Eggert Hansen tannlæknir, f. 13. nóvember 1918, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 209 orð | 1 mynd

MAGNEA EINARSDÓTTIR

Magnea Einarsdóttir, yfirleitt kennd við Klöpp í Sandgerði, fæddist í Fagurhlíð í Sandgerði 4. nóvember 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. nóvember og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Garðskirkju í Kelduhverfi 6. desember. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2003 | Minningargreinar | 1412 orð | 1 mynd

ÞORVALDUR KOLBEINS ÁRNASON

Þorvaldur Kolbeins Árnason fæddist á Fjölnisvegi 13 í Reykjavík 4. júlí 1958. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnarneskirkju 17. desember. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

21. desember 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 21. desember, er sjötugur Jón Helgi Hálfdánarson, Hveragerði . Hann dvelur með eiginkonu sinni, Jónu Einarsdóttur , í Noregi hjá syni þeirra á... Meira
21. desember 2003 | Dagbók | 68 orð

BIÐJIÐ OG YÐUR MUN VEITAST

Ég horfði út um gluggans gler og geigur um mig fór. Af himni féll á hæð og dal hinn hljóði jólasnjór. Og eins og dúnn af englum guðs hann út og suður fauk, er stormsins frosni fingur létt um fjallabrúnir strauk. Meira
21. desember 2003 | Fastir þættir | 239 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Blekkisagnir eru tvíeggjað vopn, eins og spilarar þekkja, því ágóðinn af því að blekkja andstæðingana er oft fjármagnaður með tapinu sem fylgir því að afvegaleiða makker. Meira
21. desember 2003 | Fastir þættir | 394 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

&spade;{heart}⋄{klubs} Reykjavíkurmót í sveitakeppni hefst 7. janúar Reykjavíkurmót í sveitakeppni fer fram í janúarmánuði og að þessu sinni er kvóti Reykjavíkur til undankeppni Íslandsmóts 12 sveitir. Spilaðir verða 16 spila leikir, allir við alla. Meira
21. desember 2003 | Dagbók | 116 orð

Grafarvogskirkja.

Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 5879070. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag er samkoma kl. 14. Helga R. Meira
21. desember 2003 | Dagbók | 423 orð

(Jh.. 20.)

Í dag er sunnudagur 21. desember, 355. dagur ársins 2003. Tómasmessa Orð dagsins: Jesús segir við hann: "Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó." Meira
21. desember 2003 | Dagbók | 207 orð | 1 mynd

Kópavogskirkja - jólasöngvar SKÓLAKÓR Kársness...

Kópavogs- kirkja - jólasöngvar SKÓLAKÓR Kársness verður með sína árlegu jólasöngva í Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 21. desember kl. 22. Meira
21. desember 2003 | Fastir þættir | 208 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Rde2 0-0 7. g3 He8 8. Bg2 Bf8 9. 0-0 Ra6 10. He1 Rc5 11. Rd4 Bg4 12. f3 Bd7 13. Be3 c6 14. a4 a5 15. Kh1 d5 16. exd5 Rxd5 17. Rxd5 cxd5 18. b3 Df6 19. Dd2 Re6 20. Had1 Dg6 21. Rxe6 Bxe6 22. Meira
21. desember 2003 | Í dag | 667 orð | 1 mynd

Töfrastund

Enginn tími ársins er bjartari hér á landi en desember. Ótrúlegt en satt. Aðventan gerir eitthvað sérstakt við hjörtun og jólin fullkomna síðan verkið, umbreyta mannskepnunni gjörsamlega. Sigurður Ægisson fjallar í dag um þá hluti. Meira
21. desember 2003 | Fastir þættir | 363 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Aðventan er tími tilhlökkunar, samverustunda með fjölskyldunni og gleði. Það vill reyndar til að aðventan er einnig sá tími sem langflestir eldsvoðar verða. Meira

Sunnudagsblað

21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

15.

15. Hver syngur hér af mikilli... Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 576 orð | 1 mynd

Aðventusaga: Af hundinum Kanínu og reiknimeistara í Landeyjum

Það var einu sinni fjögra ára drengur sem þráði ekkert heitar en að eignast hund. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1128 orð | 1 mynd

Brostnir draumar

Afskorið höfuð ungrar stúlku fannst í strigapoka í hafnarborginni Puerto Cortes í Hondúras í október. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1861 orð | 2 myndir

Draumurinn um Amason

Nýlega kom út hjá Máli og menningu bókin Á slóð skepnunnar eftir Isabel Allende. Þar segir frá ferð bandarísks unglings, Alexanders Cold, og ömmu hans, sem er heimsfrægur vísindablaðamaður, inn í frumskóga Amason. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1973 orð | 1 mynd

Ég hef verið heppinn

Hann er maður margra ásjóna og fjölda hatta. Dægurlagasöngvari, poppari, rokkari, vísnavinur, sálmasöngvari, kántríkarl, upptökustjóri og ómþýður eins manns kvartett. Guðni Einarsson hitti skemmtikraftinn og listamanninn fjölhæfa, Björgvin Halldórsson. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 396 orð | 1 mynd

Frelsisturn

Dömur mínar og herrar, við náðum honum. Paul Bremer, yfirmaður bandaríska hernámsliðsins í Írak, er hann tilkynnti á fréttamannafundi í Bagdad á sunnudag að bandarískir hermenn hefðu handsamað Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1820 orð | 6 myndir

Fundinn tónlistararfur

Um þessar mundir er að koma í ljós afrakstur rannsókna fræðimanna á íslenskum tónlistararfi sem talinn var týndur. Árni Matthíasson segir frá rannsóknum á nótum í íslenskum handritum og ræðir við nokkra sem að þeim rannsóknum koma. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1088 orð | 1 mynd

Fyrirtækin og græðgin

Ummæli Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra um græðgi fyrirtækja á Íslandi hafa kallað fram sterk viðbrögð á mörgum sviðum samfélagsins. Arnóri Gísla Ólafssyni þótti ekki úr vegi að velta upp spurningum um skattlagningu, fyrirtækin og hlutverk þeirra í samfélaginu. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 3093 orð | 5 myndir

Gegn gagnnjósnari

Enga ásökun um svik íslenska gagnnjósnarans, Ibs Árnasonar Riis, er að finna í nýbirtum gögnum bresku leyniþjónustunnar og ályktanir sem birtust í Sunday Times því ekki á rökum reistar. Skipalestinni PQ-17 var ekki fórnað til að lokka Tirpitz í gildru. Kemur það fram í frásögn Friðþórs Eydals sem skýrir tengsl gagnnjósnarans við óhappaför þekktustu skipalestar síðari heimsstyrjaldarinnar frá Íslandi sumarið 1942 og hvernig hin nýbirtu gögn urðu efni ólánsgreinar Sunday Times. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 944 orð | 5 myndir

Gleðistundum er ekki hægt að stela

Skákfélagið Hrókurinn tekur þátt í nýrri tegund af þróunaraðstoð í Sarajevo. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti Hrafn Jökulsson sem var á skákmóti þar sem veittar voru gleðistundir í borg í sárum stríðs. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 216 orð

Lánaði sjálfum sér fé við okurvöxtum

DÆMI eru um að menn reyni með skipulögðum hætti að víkja sér undan skatti og það markmið ræður þá oftar en ekki uppbyggingu fyrirtækjanna og staðsetningu þeirra hér og þar um heiminn þótt uppruni teknanna sé á Íslandi. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 663 orð | 1 mynd

Líðanin skiptir máli

Hulda Jensdóttir, einn brautryðjenda í nútíma fæðingarhjálp, hefur sent frá sér bókina Upphafið þar sem hún miðlar af áratuga reynslu í starfi ljósmóður auk þess sem hún hefur haldið ótal námskeið fyrir verðandi foreldra. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 760 orð | 2 myndir

Má ég fá spýtuna mína aftur?

Þú veist að áberandi myndarlegasti lögreglumaðurinn er númer 0222, segir gamall félagi að norðan. Innst á ganginum, handan við skýrslugerðarherbergið, er kaffistofa lögreglunnar. Þar sötrar blaðamaður kaffi með lögreglumönnum á miðnætti á föstudegi. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1587 orð | 4 myndir

Norðanáhlaupið 1886

Bókarkafli Alþýðuskáldið, bóndinn og fræðimaðurinn Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð undir Jökli kom víða við í skrifum sínum. Hann skildi eftir sig jafnt minningabrot sem ljóð og skáldskap. Hér er gripið niður í frásögn af hákarlaveiðum í ofsaveðri. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1937 orð | 3 myndir

Óborganlegir persónuleikar fyrir vestan

Hallgrímur Sveinsson flutti ungur vestur á firði og gerðist þar kennari, skólastjóri og síðar staðarhaldari á forsetasetrinu á Hrafnseyri. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá því hvernig það atvikaðist og hvað varð til þess að hann hellti sér út í ritstörf og bókaútgáfu. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1436 orð | 1 mynd

"Stolt og ánægð ef saga mín hjálpar öðrum"

Erfið reynsla getur snúist upp í andhverfu sína þegar fólki gefst kostur á að hjálpa öðrum í sömu sporum. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti Lindu Pétursdóttur, sem ætlar að veita Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, liðsinni sitt. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 831 orð | 1 mynd

Reykir jólahangikjötið í Kanada

Kristinn Magnús Óskarsson var vanur því í æsku að borða hangikjöt um jólin. Hélt hann þeirri venju eftir að hann flutti til Kanada og fékk kjötið sent frá Íslandi. Nú kaupir hann lömb á fæti, slátrar þeim og reykir sjálfur fyrir jólin. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 248 orð

Skilyrðum háð að stunda viðskipti

"ÞAÐ vita flestir að það er ákveðnum skilyrðum háð að stunda viðskipti og þau skilyrði eru ekkert ósvipuð öllum þeim samskiptavenjum og -reglum sem við tileinkum okkur í hinu daglega lífi," segir Ketill Magnússon en hann kennir... Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1468 orð | 1 mynd

Ævintýri Jóns Skrikks

Bókarkafli Flestir kannast við Münchausen hinn þýska og þær ótrúlegu sögur sem hann sagði af ævintýrum sínum. Færri vita að Münchausen á sér allnokkra íslenska sálubræður sem sagt hafa sögur sem einkennast af engu minna hugarflugi en sögur barónsins. Einn þeirra var Jón Skrikkur frá Skriðukoti og fylgja hér á eftir nokkrar af sögum hans. Meira
21. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1916 orð | 2 myndir

Örlagaríkum teningum kastað

Bókarkafli Sverrir Hermannsson á að baki langan feril í stjórnmálum, bæði sem ráðherra og þingmaður, fyrst hjá Sjálfstæðisflokknum og síðar hjá Frjálslynda flokknum. Hér er gripið niður í frásögn Pálma Jónassonar af upphafi ferils Sverris sem varaþingmaður á Austurlandi og aðdraganda stofnunar Frjálslynda flokksins. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 276 orð

21.12.03

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? - sungu Stuðmenn hér um árið. Nú fer í hönd tími þar sem ráðrúm gefst til að staldra við eftir annir daganna og velta fyrir sér þessari sígildu og eilífu spurningu. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 281 orð

Að hitta ekki á réttu gjöfina

Skyldi jólagjöfin í ár hitta í mark? Þessi spurning nagar margan manninn um þessar mundir enda hafa ófá skref verið stigin á verslunargötum og ranghölum verslunarmiðstöðva nú í desember í því skyni að finna réttu jólagjöfina. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 690 orð | 9 myndir

Celine og helgardjamm í pólitískri móðursýki

Búin í prófum. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 36 orð

Drykkir geta leynt á sér.

Drykkir geta leynt á sér. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1244 orð | 1 mynd

Fjölmenning er almannaheill

Til hamingju! "Þú hefur tekið stórt skref. Að flytja til nýs lands kostar mikið hugrekki. En það býður líka upp á spennandi tækifæri og nýtt upphaf. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 16 orð

Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Hirti...

Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Hirti Magna Jóhannssyni Fríkirkjupresti í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 13. desember... Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 200 orð | 1 mynd

Frá mínum sófa séð og heyrt

Þ rátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður Gröndal vakið verðskuldaða athygli á söngsviðinu. Út er kominn geisladiskur þar sem Ragnheiður flytur þrettán þekktar djassperlur gamalla meistara eins og Duke Ellingtons, Thelonious Monks og Cole Porters. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 256 orð | 1 mynd

Gjafasamningurinn sem brást

"Þegar ég var unglingur stunduðum ég og bróðir minn mikið þá íþrótt að rífast og það svolítið heiftarlega," segir Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður þegar hann er beðinn um að rifja upp misheppnuðustu jólagjöfina sem hann hafi gefið. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 356 orð | 1 mynd

Gjöfin sem rýrnaði að gæðum

Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu fannst hún heldur betur rausnarleg við manninn sinn þegar hún lét senda sér glæsilegt handofið veggteppi frá Afríku til að gefa honum í jólagjöf. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 599 orð | 1 mynd

Gleðileg jólaboð

J ólin og fjölskyldan eru órjúfanleg eining í huga flestra. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 243 orð | 1 mynd

Gyllt og glimmer

Um jól og áramót er gyllt og glimmer allt um kring og útfærslurnar margvíslegar. Þær birtast einnig í förðun kvenna, einkum kvöldförðun, enda ekki síður ástæða til að konur gefi útliti sínu hátíðarljóma rétt eins og umhverfinu. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 80 orð

Hátíðlegt ávaxta-hnetu salat Fyrir 4 1...

Hátíðlegt ávaxta-hnetu salat Fyrir 4 1 mangó 1 papaya ½ melóna (gul eða appelsínugul) 2 kíví 1 banani og/eða aðrir ávextir eftir smekk 2 msk rúsínur 1-2 msk hunang Safi úr ½ sítrónu 50 g hakkaðar valhnetur 50 g möndluspænir 2 msk hakkaðar pistasíur... Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 303 orð | 1 mynd

Heltekin af hnöppunum

"Ömurlegasta og misheppnaðasta gjöf sem ég hef gefið voru lausir skyrtuhnappar sem ég keypti fyrir Val, manninn minn," segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 260 orð | 1 mynd

Hneykslaði lyktnæmar föðursystur

Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari segir að misheppnaðasta jólagjöfin hafi ekki verið svo misheppnuð gagnvart þeim sem fékk hana heldur hafi ættingjar hans blandað sér í málið. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 983 orð | 1 mynd

Honum finnst ég hafa skrifað bókina til að niðra fjölskyldu hans

Í nýútkominni bók þinni Bóksalinn í Kabúl, ræðir þú um aðstæður kvenna í Afganistan. Er einhverra breytinga til batnaðar að vænta á næstu 10 árum? Nei, ég á ekki von á því. Hins vegar má ekki gleyma því að við gætum átt von á breytingum til hins verra. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 2241 orð | 10 myndir

Hræðist leiðann

Michael, þessum geðþekka og grannvaxna Breta með dökka hárið og tjáningarfullu augun, skolaði hér á land fyrir sex árum. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 542 orð | 1 mynd

Húmorinn er krydd, alvaran kjöt

L eikstjórinn Kjartan Ragnarsson setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins að þessu sinni og má segja að verkið komi úr nokkuð annarri átt en jólasýningin í fyrra. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 72 orð

Í formi yfir jólin Ekki sleppa...

Í formi yfir jólin Ekki sleppa morgunmatnum Gera ráð fyrir grænmeti með jólamatnum Ávexti í eftirrétt og millibita Léttari mat dagana á milli veisluhalda Huga að matreiðsluaðferðum Glöggin getur líka verið óáfeng Velja aðeins það besta - sleppa því... Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 860 orð | 1 mynd

Jól á næsta leiti

V ið erum búin að standa okkur svo vel allt haustið, mæta í leikfimi þrisvar í viku, stunda slökun og vanda fæðuvalið. En nú er því lokið - því það eru að koma jól. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 240 orð | 1 mynd

Kona eins og ég

Hvaða kvikmynd breytti lífi þínu? Sú kvikmynd sem síðast skók lífssýn mína verulega var Lilya 4ever. Hvaða persónur mannkynssögunnar metur þú mest? Foreldra mína. Hvaða dýr finnst þér flottast? Kýrin. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 2095 orð | 2 myndir

Læknir og listamaður

Listamannseðlið hefur blundað í honum frá blautu barnsbeini. Og hann hefur vissulega fengið útrás fyrir sköpunarþörf sína í skúlptúrum, sem vakið hafa athygli. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 4565 orð | 3 myndir

Maður meðal manna

Hvað er í þessum stóra pakka? er það sem hann er að hugleiða fyrir prédikunina í Fríkirkjunni á aðfangadag. Ekki bókstaflega þeim pakka sem er undir jólatrénu, heldur hinum, þessum sem við eigum öll og opnum stundum og stundum ekki. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 517 orð | 1 mynd

Mig langar ekki að gera neitt nema að vinna

É g er af erlendu bergi brotin og var gift yndislegum manni. Hann hafði verið giftur áður en ég ekki og átti tvö börn. Ég varð ófrísk en missti fóstrið og tók það mjög nærri mér. Nokkru síðar lenti maðurinn minn í slysi og lést samstundis. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 70 orð | 1 mynd

Nicole Kidman og Jude Law

Ástralska leikkonan Nicole Kidman og breski leikarinn Jude Law koma til forsýningar á myndinni Cold Mountain í Odeon við Leicester Square í London. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 411 orð | 17 myndir

Rauð jól

1 Rauðir steinar í voldugri silfurfestingu. Óvenjulegur hringur sem skákaðdáendur kunna efalítið að meta. Dyrberg/Kern, Rhodium, 4.390 kr. 2 Fyrir konuna eða köttinn? Rautt leðurhálsmen setur óneitanlega óvenjulegan svip á sparifötin. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 595 orð | 4 myndir

Rjóminn af evrópskri hönnun

Í Design Museum í London stendur nú yfir athyglisverð sýning á öllu því besta sem fram á sjónarsviðið hefur komið í evrópskri hönnun undanfarin tvö ár. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 496 orð | 1 mynd

Sendiherra súkkulaðsins

F yrir sælkera er Mosfellsbakarí lítið ævintýraland. Þarna eru ekki einungis bökuð einhver bestu brauð og kökur landsins heldur eru hillur og skápar full af varningi í hæsta gæðaflokki. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 863 orð | 1 mynd

Svo mættumst við á miðri leið...

Hún hugðist fara til Mallorca ásamt foreldrum sínum og systur í hvíldarferð frá önnum á gjörgæsludeildinni á Akureyri. Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 281 orð | 5 myndir

Vantar bara jólatréð

M æðgurnar Helga S. Erlingsdóttir og Kristín, sem er þriggja ára, eiga fallegt og jólalegt heimili þar sem jólaseríur, kerti og bökunarlykt hafa komið þeim í jólaskap. Hvernig lýsir þú eigin stíl og hverju sækistu eftir þegar kemur að útliti heimilisins? Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 501 orð | 2 myndir

VÍN

Nú er rétti tíminn til að smjatta á unaðslegum sætvínum, t.d. eftir matinn með góðum konfektmola eða jafnvel sem fordrykk. Hvers vegna ekki að reyna eitthvað nýtt, til dæmis vín frá Rivesaltes í Suður-Frakklandi? Meira
21. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 531 orð | 1 mynd

Það er stranglega bannað að móðga fyllibyttur á Íslandi

T veir lögregluþjónar fengu dóm fyrir ólögmætar handtökur, skýrslufölsun og harðræði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.