Greinar mánudaginn 22. desember 2003

Forsíða

22. desember 2003 | Forsíða | 162 orð

Börnum gefin megrunarpilla?

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Hoffmann-La Roche vill að leyft verði að gefa börnum niður í 12 ára aldur megrunarpillu er nefnist Xenical, að sögn Aftenposten í Noregi. Fyrirtækið hyggst á næsta ári sækja um slíkt leyfi hjá evrópska lyfjaeftirlitinu, EMEA. Meira
22. desember 2003 | Forsíða | 213 orð | 1 mynd

Ísraelar eyði sínum vopnum

FORSETI Egyptalands, Hosni Mubarak, hvatti í gær Ísraela til að eyða gereyðingarvopnum sínum í kjölfar þess að Líbýumenn hafa nú tekið slíka ákvörðun eftir margra mánaða leynilegar samningaviðræður við fulltrúa Bandaríkjamanna og Breta. Meira
22. desember 2003 | Forsíða | 429 orð

Kaupþing Búnaðarbanki kaupir SPRON

KAUPÞING Búnaðarbanki á í viðræðum við stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um kaup á SPRON. Viðræðurnar eru á lokastigi og er búist við tilkynningu um niðurstöðu þeirra í dag. Meira
22. desember 2003 | Forsíða | 71 orð | 1 mynd

Stysti sólargangur ársins

VETRARSÓLSTÖÐUR eru í dag en þá er sólargangur stystur á árinu. Sólstöður vísa til þess að sólin hættir að hækka eða lækka á lofti. Meira

Baksíða

22. desember 2003 | Baksíða | 268 orð

Enginn köttur í jólaköttinn

"AUÐVITAÐ fær Tinni nýja ól fyrir hver jól og risarækjur á aðfangadag," sagði maður einn þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort hann gerði eitthvað fyrir köttinn sinn um hátíðirnar. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 511 orð | 1 mynd

Er eftirlit með þeim sem fengið hafa berklabakteríuna?

Spurning: Mig langar til að vita hvort fólk sem fengið hefur berklabakteríuna og yfirunnið hana, þurfi að vera í sérstöku eftirliti vegna smithættu. Mig langar einnig að vita hvort tekið sé sýni við eftirlit á astmasjúklingum vegna þessa. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 637 orð | 1 mynd

Fá í skóinn og skiptast á pökkum

Það eru litlar líkur á að kettirnir Fróði og Kolbeinn fái félagsskap af jólakettinum um þessi jól, ef marka má eiganda þeirra Arnar Loga Ólafsson, 10 ára strák úr Hlíðahverfi. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 532 orð | 1 mynd

Fær villibráð í jólamatinn

Sjái fólk Golden Retriever hund, skreyttan hálsól með marglitum jólakúlum á Seltjarnarnesi á aðventunni er ekki ólíklegt að þar sé á ferðinni Dúna Tommadóttir, sem ættuð er frá Eskifirði. Dúna er hundur númer 11 á Nesinu, fædd 11. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 335 orð | 1 mynd

Grænmeti, ávextir og kjöt á lægra verði í dag en 1999

VERÐ á matvöru hefur hækkað talsvert minna en almennt verðlag á síðustu fjórum árum. Munar þar mest um mikla verðlækkun á grænmeti, ávöxtum og kjöti. Opinber þjónusta og tryggingar hafa hins vegar hækkað langt umfram almennt verðlag. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 127 orð

Kemst ekki með matardúfur á jólamarkað

SLÁTRA þarf um 300 norsk-frönskum matardúfum til förgunar hjá Hafursfelli þar sem ekki hefur fengist inni í neinu fuglasláturhúsi fyrir slátrun á jólamarkaðinn. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 68 orð

Lifandi snákur fjarlægður

LÖGREGLAN í Reykjavík fjarlægði lifandi snák úr íbúð við Laugaveg á föstudag, þegar verið var að vísa leigjanda hennar á dyr af leigusala. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 206 orð | 1 mynd

"Alltaf gert ákveðnar kröfur til sjálfs mín"

ÉG hef alltaf gert ákveðnar kröfur til sjálfs mín og vil standa undir þeim," segir Einir Guðlaugsson sem dúxaði frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á laugardag. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 109 orð | 1 mynd

Spáð hvítum jólum víða um land

TALSVERÐAR líkur eru á hvítum jólum víðast hvar á landinu, og seinni partinn í gær voru á milli 70 og 80% líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 604 orð | 1 mynd

Verðum að leita að því sem bætir líðan okkar

Áhuginn á að miðla upplýsingum varð til þess að Ingibjörg Sigfúsdóttir ákvað að skrifa um líf sitt og sjúkrasögu sem spannar um fjörutíu ár. Hún segist stöðugt leita leiða til bæta líðan sína. Meira
22. desember 2003 | Baksíða | 179 orð

Væg gerð geðhvarfa hrjáir tugi þúsunda Íslendinga

HUGSANLEGA þjást tugir þúsunda Íslendinga af vægari útgáfu af geðhvörfum, svokölluðum geðhvörfum II, en þar eru sveiflurnar á milli þunglyndis og örlyndis mun minni en hjá fólki með hefðbundin geðhvörf, sem kölluð eru geðhvörf I, segir Einar Guðmundsson... Meira

Fréttir

22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð

Á þingi í 26 ár ef fara á á eftirlaun 55 ára

NÝSAMÞYKKT lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, breyta ekki þeirri meginreglu sem gilt hefur um eftirlaun alþingismanna að eftirlaunaréttur stofnist við 65 ára aldur. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 193 orð

Eignast húsnæði undir ullarþvottastöð

Að forgöngu samstarfsnefndar um atvinnumál, sem Blönduósbær og Sölufélag Austur-Húnvetninga standa að, hefur verið stofnað á Blönduósi félag sem ber nafnið Ámundakinn ehf. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 835 orð | 1 mynd

Ekki sama að vera seinfær og óhæfur

MÓTA þarf skýra stefnu um það hvernig stuðningi við seinfæra foreldra og börn þeirra skuli vera háttað. Seinfærir foreldrar vilja sumir hverjir ekki biðja um stuðning því þeir óttast að það geti orðið til þess að þeir missi forsjá barna sinna. Meira
22. desember 2003 | Erlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Enn leitað á Filippseyjum

Björgunarmenn á Filippseyjum bera á brott lík sem fannst í Leyte-héraði um helgina. Enn er leitað að fólki sem grófst undir aurskriðum er féllu á nokkrar borgir og fjölda þorpa í Leyte-héraði og á Mindanao-eyju aðfaranótt laugardags. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Fékk bíl í möndlugjöf

DREGIÐ var úr innsendum nöfnum þátttakenda í leiknum Möndlugjöf Kea skyr og Kiss fm sem verið hefur í gangi undanfarnar vikur í tilefni þess að KEA skyr kom í verslanir í sérstökum jólaumbúðum. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 329 orð

Fjórir staðir opnir á aðfangadagskvöld

FJÓRIR veitingastaðir í Reykjavík verða með opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Þá býður rúmur helmingur allra hótela og gistihúsa í borginni gistingu um jólin. Undanfarin ár hafa 200 til 300 erlendir ferðamenn verið hér um hátíðirnar. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fjöldatakmarkanir í HÍ blasa við

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem er lýst yfir þungum áhyggjum af alvarlegum fjárskorti Háskóla Íslands og yfirvofandi aðhaldsaðgerðum innan skólans vegna þessa. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Friðmælst yfir skoskum rjúpum

VEL fór á með Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra og Sigmari B. Haukssyni, formanni Skotveiðifélags Íslands, yfir skoskum rjúpum á Veitingahúsi Sigga Hall á Óðinsvéum á laugardag. Meira
22. desember 2003 | Vesturland | 566 orð | 1 mynd

Fullt hús af hestum í stað kjúklinga

Laugardagur rétt fyrir jól og líf og fjör í nýja hesthúsinu á Mið-Fossum í Andakíl. Verið var að sortera hross sem áttu að fara í nýja girðingu, nágrannar komu að spyrjast fyrir um týndar kindur og aðrir að sækja hesta. Ásdís Haraldsdóttir leit inn í nýtt og glæsilegt hesthúsið. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Gaf Mæðrastyrksnefnd Kópavogs peningagjöf

ÁGÚSTA Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Heimilishjálpar Félagsþjónustu Kópavogs, hefur látið af störfum. Ágústa hóf störf hjá Kópavogsbæ árið 1967 og starfaði óslitið við heimilishjálp og þjónustu við aldraða til ársins 2003. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 267 orð

Grunaðir um að hafa ætlað að stunda fjársvik hér á landi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær tvo erlenda menn í 18 daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þeir hafi ætlað að stunda fjársvikastarfsemi hérlendis. Mennirnir voru handteknir á föstudag og laugardag. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Harma að grípa þurfi til uppsagna

LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Íslands hefur sent forstjóra og stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss opið bréf þar sem harmað er að spítalanum sé svo naumt skammtað fé að ráðast þurfi í stórfelldar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir og að þær leiði til... Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Heimilt að flytja út ærkjöt á beini

DÝRAHEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Rússlandi hafa ákveðið að heimila innflutning ærkjöts á beini. Íslensk stjórnvöld höfðu farið fram á að innflutningurinn væri leyfður en rússnesk yfirvöld hafnað því tvívegis. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Helgi sigraði á Jólaskákmóti Búnaðarbankans

HELGI Ólafsson sigraði nokkuð örugglega á Jólaskákmóti Búnaðarbankans, sem fram fór í aðalútibúi bankans við Austurstræti á laugardag, en í fyrra deildi Helgi fyrsta sætinu með Jóhanni Hjartarsyni. Helgi hlaut 11 vinninga í 13 skákum. Meira
22. desember 2003 | Erlendar fréttir | 492 orð

Herða reglur um ólöglegt flóttafólk

UM áramótin taka gildi í Noregi nýjar reglur um að fólk sem sótt hefur um hæli í landinu megi framvegis ekki búa í miðstöðvum fyrir flóttafólk sé búið að hafna umsókninni, segir á fréttavef Aftenposten . Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 26 orð

Í dag

Bænastund á Ingólfstorgi Heimsfriðarsamband fjölskyldna stendur fyrir bænastund með kertaljósum á Ingólfstorgi í dag, mánudaginn 22. desember, til stuðnings friði í Ísrael. Bænastundin hefst kl.... Meira
22. desember 2003 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Íranar saka Frakka um ofstæki gegn múslímum

ÍRANAR gagnrýndu í gær þá ákvörðun Frakka að banna múslímakonum, jafnt nemendum sem kennurum, að bera hefðbundna höfuðklúta og önnur áberandi trúartákn í frönskum ríkisskólum. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

Ísland hugsanlegt tilraunasvæði fyrir nýja tækni

ÍSLAND gæti í náinni framtíð orðið eins konar þróunarland fyrir gagnvirkt sjónvarp, og hægt að nota landið til að prófa kerfi á því sviði áður en þau verða seld til útlanda. Þetta segir Halldór Axelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins 24 tímar. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 506 orð

Ísland verði í fremstu röð

VÍSINDA- og tækniráð hefur afgreitt nýja stefnu í vísindum og tækni sem undirbúin hefur verið af tveimur starfsnefndum. Meira
22. desember 2003 | Vesturland | 105 orð | 1 mynd

Jólaskemmtun í Krílakoti

Ólafsvík | Það var kátt á hjalla í leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík er litlu börnin héldu jólatrésskemmtun. Börnin voru að vonum prúðbúin og stillt að venju. Dönsuðu þau í kring um jólatré og sungu jólalög af mikilli innlifun. Meira
22. desember 2003 | Vesturland | 115 orð | 1 mynd

Jólastund á Eiríksstöðum

Búðardalur | Það var notaleg stund sem fólkið átti á Eiríksstöðum sl. fimmtudag. Grenigreinar höfðu verið lagðar á moldargólfið og í eldstæðinu loguðu kerti. Meira
22. desember 2003 | Erlendar fréttir | 142 orð

Karl I. blessaður?

GERT er ráð fyrir því að Jóhannes Páll II. páfi muni senn taka Karl 1., síðasta keisara Austurríkis-Ungverjalands, í tölu blessaðra, að sögn fréttavefjar BBC . Meira
22. desember 2003 | Miðopna | 714 orð

Lífeyrir öryrkja hækkar úr 2,8 í 3,8 milljarða um áramót

Eitt af þeim málum sem hvað mest voru í brennidepli í umræðunni síðustu vikur haustþings Alþingis varðar kjör öryrkja. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Margir fastir í blindhríð

ALLT tiltækt lið björgunarsveita frá Ólafsvík og Hellissandi var kallað út síðdegis í gær vegna fjölmargra ökumanna sem festust í afleitri færð á Fróðárheiði og víðar á Snæfellsnesi. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 286 orð

Mestu lífslíkur barna með krabbamein hér á landi

Í NÝÚTKOMNUM niðurstöðum rannsóknar á lífslíkum evrópskra barna með krabbamein er Ísland á toppnum, en rúm 90% barna sem greindust með krabbamein á árunum 1990 til 1994 voru á lífi fimm árum síðar. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Minntust Keikós í Hvalamiðstöðinni

HVALAMIÐSTÖÐIN á Húsavík bauð á dögunum öllum börnum á Húsavík og Norðurlandi í heimsókn í Hvalamiðstöðina í tilefni þess að vika var síðan háhyrningurinn Keikó drapst við Noregsstrendur. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Mismunandi upplifun

Í RANNSÓKNUM Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur hefur greinilega komið fram hversu mismunandi er hvernig stuðningsfulltrúar upplifa seinfæra foreldra sem þeir hafa unnið með. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 252 orð

Nám á nýbúabraut á Ísafirði á vormisseri

MENNTASKÓLINN á Ísafirði mun starfrækja svonefnda nýbúabraut á vormisseri 2004 og hafa þegar 36 nemendur verið teknir inn í námið, auk þess sem nokkrir eru á biðlista. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Nærri 140 umsóknir bárust um störf flugmanna

NÆRRI 140 umsóknir hafa borist Icelandair um störf flugmanna sem auglýst voru laus til umsóknar nýlega. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

"Að bíta í á jólunum"

Ingibjörg Sigþórsdóttir í Smárahlíð í Hrunamannahreppi reykir hangikjöt fyrir sig og nágrannanna fyrir jólin. Þykir sauðakjötið hið mesta lostæti. Hún er uppalin að Hvammi í Lóni og þekkir til verka frá blautu barnsbeini. Meira
22. desember 2003 | Miðopna | 875 orð | 1 mynd

"Harði kjarninn" orðinn að veikasta hlekk ESB

Frakkar og Þjóðverjar hafa litið á sig sem "harða kjarnann" í Evrópusambandinu, umkringdan sammiðja hringjum samstarfsríkja sem létu sér ekki jafnumhugað um Evrópusamrunann. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 232 orð

Ríkið fær 15-30% afslátt af tölvum

RÍKIÐ sparar verulegar fjárhæðir í tölvukaupum með nýjum rammasamningi sem gerður hefur verið við helstu seljendur einmenningstölva og skylds búnaðar. Algengur afsláttur er 15-30% af listaverði en í ákveðnum vöruflokkum upp undir 40%. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 211 orð

Samkeppnisstofnun telur auglýsingarnar vera villandi

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til Icelandair að birta ekki aftur óbreyttar auglýsingar undir fyrirsögninni "Ódýrari" en auglýsinganefnd samkeppnisráðs telur að auglýsingarnar séu villandi fyrir neytendur þar sem ekki komi skýrt... Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Samningur um gagnkvæma réttaraðstoð

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur Íslands og Noregs annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar um beitingu tiltekinna ákvæða samnings frá 29. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Sjúkrabíll í árekstri

UMFERÐARÓHAPP varð á Miklubraut í gær þegar sjúkrabifreið með forgangsljósum skall á fólksbifreið. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 257 orð

Skipað í minka- og refanefndir

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað tvær nefndir, annars vegar um veiðar á mink, fækkun og hugsanlega útrýmingu hans úr íslenskri náttúru, og hins vegar nefnd sem gera á tillögur um veiðar á ref eða aðrar aðgerðir til að draga úr tjóni í... Meira
22. desember 2003 | Erlendar fréttir | 327 orð | 2 myndir

Skipbrot við strönd Tyrklands

ÓTTAST er að allt að sextíu ólöglegir innflytjendur hafi farist við Tyrkland um helgina þegar bátur þeirra sökk, að sögn Anatolia -fréttastofunnar tyrknesku. Strandgæslan leitaði ákaft í gær að skipbrotsmönnum við suðvesturströnd landsins. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Styrkja Hjálparsíma Rauða krossins

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti Rauða krossinum nýlega 250.000 kr. ávísun sem ráðuneytið sparaði sér í jólakortasendingum en ákvað í staðinn að leggja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Helga G. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 220 orð

SUF vill ekki að Saddam hljóti dauðarefsingu

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna, SUF, hefur sent frá sér ályktun þar sem handtöku Saddams Hussein er fagnað. Stjórnin telur hana mikilvægt skref í átt að nýjum og betri tímum fyrir írösku þjóðina. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð

Tetra og Orkuveitan Ekki var að...

Tetra og Orkuveitan Ekki var að öllu leyti rétt haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa og alþingismanni, í Morgunblaðinu á laugardag í frétt um rekstur fyrirtækisins Rafmagnslínu sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
22. desember 2003 | Miðopna | 838 orð

Tíðindalítið en árangursríkt haustþing

Síðastliðinn mánudag var fundum Alþingis frestað fram í janúar og er þar með lokið fremur tíðindalitlu haustþingi. Meira
22. desember 2003 | Vesturland | 249 orð | 1 mynd

Tónleikar í Félagsheimilinu á Klifi

Ólafsvík | Söngkvartettinn Rúdolf hélt tónleika í félagsheimilinu Klifi, í Ólafsvík, fimmtudaginn 11. desember sl. Meira
22. desember 2003 | Miðopna | 746 orð

Tveggja turna ár

Árið sem er að renna sitt skeið á enda hefur verið ár sviptinga og átaka í stjórnmálunum. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Tveir borar til viðbótar væntanlegir í vor

BORINN risavaxni sem fluttur var á virkjanasvæðið á Kárahnjúkum er nú kominn á leiðarenda, en ferðalagið tók rúmar níu klukkustundir. Borinn var fluttur í hlutum og er þyngsti hlutinn um 75 tonn. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 830 orð | 1 mynd

Tvö fyrstu ritin líta dagsins ljós

Neill Nugent er prófessor í stjórnmálafræði og Jean Monet prófessor í Evrópumálum við Metropolitan-háskólann í Manchester í Englandi. Meðal rita hans eru The Government and Politics of the European Union, 5. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Um 50 feður hjá Ísal í fæðingarorlof

FRÁ því feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs 2001 hafa um 50 karlar hjá Alcan á Íslandi hf. nýtt sér þennan rétt, að því er fram kemur í nýjasta blaði Ísal-tíðinda, en meðalaldur karla hjá fyrirtækinu er um 46 ár. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð

Verð hækkar til svínabænda

MIKIL svínakjötssala hefur verið að undanförnu enda mesti sölutíminn gjarnan í desember en þrátt fyrir margvísleg tilboð í verslunum hefur verð til framleiðenda hækkað, að sögn Ingva Stefánssonar, formanns Svínaræktarfélags Íslands. Meira
22. desember 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð

VR semur um sumarferðir fyrir félagsmenn

SAMNINGAR tókust á föstudag milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Sumarferða um ódýrar ferðir fyrir félagsmenn VR í sumar, og er verð fyrir tvær vikur, með gistingu og sköttum, frá 37.000 krónum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. desember 2003 | Leiðarar | 321 orð

Danska utanríkisþjónustan

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að draga verulega úr útgjöldum til utanríkisþjónustu Dana. Á næstu tveimur árum verða lagðar niður 130 stöður. Útgjöld verða skorin niður um sem svarar 1.700 milljónum íslenzkra króna. Meira
22. desember 2003 | Staksteinar | 358 orð

- Er von á dómsdagsumræðu?

Ragnar Jónasson skrifar um áfengissölu á frelsi.is. Gefum honum orðið: "Nú eru ýmsir farnir að taka undir þau rök sem ungir sjálfstæðismenn hafa hamrað á í fjölda ára, að heimila eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Meira
22. desember 2003 | Leiðarar | 400 orð

Líbýa og Vesturlönd

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, skýrði frá því á föstudagskvöld, að samkomulag hefði tekizt við Líbýu um að ríkið hætti algerlega við öll áform um framleiðslu gereyðingarvopna. Meira

Menning

22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 228 orð | 1 mynd

10,2 milljónir greiddu atkvæði í lokaþætti Stjörnuleitar í Bretlandi

MICHELLE McManus, tuttugu og þriggja ára Glasgow-búi, vann á laugardagskvöldið Idol-stjörnuleitarkeppnina í Bretlandi en þá greiddu 10,2 milljónir manna atkvæði í símakosningu milli Michelle og Mark Rodges, sem er 21 árs frá Walsall á Englandi. Meira
22. desember 2003 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

5.000 eintök seld af plötu Robertinos

FIMM þúsund eintök hafa selst af geislaplötunni Robertino - Það allra besta. Það þýðir að útgáfan hefur náð gullsölu þremur dögum fyrir jól en hálfur mánuður er síðan platan kom í verslanir. Fyrsta upplag er á þrotum en annað upplag er komið til... Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 699 orð | 1 mynd

Af ormaskaulum og útvöldum

Pétur Steingrímsson. 363 blaðsíður. Myndir af flugum eftir Gísla Egil Hrafnsson, aðrar myndir eftir ýmsa. Mál og menning 2003. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 657 orð | 2 myndir

Dularfullur ljómi

Landfræðissaga Íslands eftir Þorvald Thoroddsen, fyrsta bindi af fjórum, er komin út. Jóhann Hjálmarsson fræddist af útgefandanum, Gísla Má Gíslasyni, um verkið en það var fyrst gefið út af Hinu íslenska bókmenntafélagi á árunum 1892-1904 og hefur að geyma hug- myndir manna um Ísland fyrr og síðar. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 2 myndir

Engin jarðarfararstemmning

HLJÓMSVEITIN Funerals var með útgáfutónleika á nýju kaffi- og menningarhúsi í Aðalstræti, þar sem Vídalín var áður til húsa, á fimmtudagskvöldið en platan Lordy er nýkomin út. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 190 orð

Fræði

Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands hefur gefið út sex bækur í ritröðinni Þýðingum sem er ætlað að kynna á íslensku erlend fræði um bókmenntir og menningu. Fyrstu ritin fjalla þannig um bókmenntafræði, heimspeki, leiklist og kvikmyndir. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 64 orð | 1 mynd

Fræðibók

Nineteen articles and speeches er eftir Finnboga Guðmundsson. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 46 orð | 1 mynd

Fyrsta platínu-DVD-útgáfan á Íslandi

SÍÐASTLIÐINN laugardag fengu piltarnir úr þættinum 70 mínútur, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni PoppTíví, afhentan DVD-platínudisk fyrir sölu á yfir 10.000 eintökum af mynddisknum Það besta úr 70 mínútum. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 104 orð | 1 mynd

Glæpasaga

Á villigötum er eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geirdals. Kurt Wallander er staddur úti á akri í yndislegum sumarhita og sól þegar ung kona birtist honum skyndilega í ljósum logum. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 827 orð | 1 mynd

Ísland í þjóðbraut

Helgi Þorláksson sagnfræðingur er höfundur 6. bindis Sögu Íslands, Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds, sem fjallar um tímabilið 1520-1640. Helgi sagði Jóhanni Hjálmarssyni að Ísland hefði verið í hálfgerðri þjóðbraut á fyrri hluta 17. aldar og samskiptin við erlenda menn hefðu verið talsverð. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Jólahátíð Hróksins

Á SUNNUDAGINN efndi Hrókurinn ásamt MP Fjárfestingarbanka til mikillar jólahátíðar á Broadway, en þar fór fram skákmót fyrir börn í 1.-6 bekk grunnskóla. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Jólapakkaskákmót Hellis

ÁRLEGT Jólapakkaskákmót Taflfélagsins Hellis var haldið í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn, en mótið hefur farið fram síðasta sunnudag í aðventu frá árinu 1996. 120 ungir og upprennandi skákmenn mættu til leiks og var keppt í fjórum flokkum. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 493 orð | 1 mynd

Kjarnyrtur Jöklari

Bundið mál og óbundið, mannlíf og sagnir undir Jökli. Eftir Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð. Bókarauki eftir Matthías Johannessen o.fl. Sæbjörn Valdimarsson ritstýrði og bjó til prentunar. Prentvinnsla: Prentmet. Útgefandi Kristófer Valdimarsson 2003 - 350 síður. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 225 orð | 1 mynd

Leikið í Shepherdsskógi

Í BYRJUN desember hélt rafpoppsveitin Ampop til Lundúna og lék á hljómleikum í Bush Hall ásamt Aqualung og Gary Jules. Meira
22. desember 2003 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Leikið við kertaljós í Dómkirkjunni

KAMMERHÓPURINN Camerarctica heldur nú sína árlegu kertaljósatónleika og verða lokatónleikarnir nú í kvöld í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Meira
22. desember 2003 | Menningarlíf | 33 orð | 1 mynd

Litrík ópera

ÞESSI litríki náungi heyrir til Guangdong-óperunni í kínversku borginni Guangzhou og treður hér upp á sýningu á dögunum. Kínverjar eru miklir áhugamenn um óperu og leikhús en frægasta óperuhús landsins er í... Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 445 orð | 2 myndir

Lunkinn lagasmiður

Stjörnur, breiðskífa með Eyjólfi "Eyfa" Kristjánssyni. Eyjólfur semur flest lög og texta á plötunni utan eitt lag sem er eftir Magnús Sigmundsson og tvö erlend lög, en texta við eitt lag Eyjólfs á Ingi Gunnar Jóhannsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á texta við annað. Eyjólfur leikur á gítar og syngur en helstu hljóðfæraleikarar með honum eru Jóhann Hjörleifsson á trommur og slagverk, Friðrik Sturluson á bassa og Jón Ólafson á hljómborð. Skífan gefur út. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 439 orð | 1 mynd

Malt og appelsín

Miðnes skipa Freyr Eyjólfsson, söngur, gítar, munnharpa, Stefán Már Magnússon, gítar, söngur, píanó, hammond, bassi, Herbert Viðarsson, bassi og Andri Geir Árnason, trommur. Gestasöngvari Rúnar Júlíusson í "Verður ekki verra". Einnig leggja hönd á plóginn eru, Sigurður Guðmundsson (hammond o.fl.), Jón Ólafsson (hljómborð) og fleiri. Tekið upp í Eyranu, stúdíó og Geimsteini. Upptökur í höndum Jóns Ólafs, Silla og Kidda/Sigga í Geimsteini, auk Miðness. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 824 orð | 1 mynd

Næturfiðrildi og ilmandi draumar

Ljóð og örsögur. Birgir Svan Símonarson. Fótmál - Neðanjarðarútgáfa. Hafnarfirði, 2003, 62 bls. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 418 orð | 1 mynd

Óhefðbundnar leiðir

Eftir Dav Pilkey. Íslensk þýðing: Bjarni Frímann Karlsson. 156 bls, JPV útgáfa, 2003. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 388 orð | 2 myndir

Rokkað en ófrumlegt

Noise skipa hér þeir Einar Vilberg (söngur og gítar), Stefán Vilberg (bassi) og Ragnar Sólberg (trommur). Hálfdan Helgi Harðarson trommar tvö lög. Lög eftir Einar en Stefán á hluta í tveimur. Allir textar eftir Einar en Stefán og O.P. koma að einum þeirra. Rafn Jónsson stýrði upptökum og hljóðblandaði. Útfærslur laga eru bræðranna. Meira
22. desember 2003 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Röng mynd á forsíðu Lesbókar Vegna...

Röng mynd á forsíðu Lesbókar Vegna mistaka birtist röng mynd á forsíðu Lesbókar síðastliðinn laugardag. Rétt mynd birtist hér með en hún er af hluta verks eftir Leif Breiðfjörð er nefnist Skáldið. Það er steindur gluggi (110x57 cm) frá árinu 1997. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 176 orð | 1 mynd

Skipulagsmál

Planning in Iceland - From the Settlement to Present Times nefnist ensk útgáfa bókarinnar Skipulag á Íslandi - Frá landnámi til líðandi stundar eftir Trausta Valsson. Bókin kom út í fyrra. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Spennið sætisbeltin

HINN undurfagri og úrræðagóði lögreglustjóri Billie Chambers fær tvær afar ólíkar löggur, skaphundinn Van Ray og hinn bráðláta Deqon Hayes, til þess að berjast saman gegn illþýði heimsins. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Yndislegar elskur

GAMANMYNDIN Lovely & Amazing (Yndislegar elskur) fjallar um samband móður og þriggja dætra sem eru um margt ólíkar. Það einkennir þær þó allar að þær skortir sjálfsöryggi. Meira
22. desember 2003 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Þetta vil ég sjá

Hvað varstu að horfa á? Í haust fór ég til Færeyja og sá þar fyrsta þáttinn af Rótum með æskuvini mínum, Kunta Kinte. O.J. Simpson brá fyrir í aukahlutverki. Þetta var hrein dásemd. Horfði líka á Húsið á sléttunni úti í Frakklandi fyrr á þessu ári. Meira
22. desember 2003 | Bókmenntir | 405 orð | 1 mynd

Örlagaþræðir

Oddný Sen, Salka 2003, 246 bls. Meira

Umræðan

22. desember 2003 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar leiðréttur

Þetta er óvandaður og ótrúverðugur málflutningur og ekki sæmandi Birni Inga Hrafnssyni. Meira
22. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 320 orð

Er ekki allt í lagi, Davíð?

KOMDU blessaður, Davíð. Það er ótrúlegt að sjá hvernig þú forsætisráðherra vor dettur í hvern drullupollinn á fætur öðrum nú á síðustu mánuðum valdaferils þíns. Meira
22. desember 2003 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Félagslegt tengslanet og misnotkun áfengis

Fjölskylduofbeldi tengist sterklega misnotkun áfengis og er styrkur þeirra tengsla sennilega vanmetinn. Meira
22. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 697 orð | 1 mynd

Frelsari fæddur

HVAR sem þau komu var þeim allstaðar úthýst þótt öllum mætti vera það ljóst í hvaða ástandi hún var með stóran magann standandi út í loftið, eins og gerist hjá vanfærum konum. Meira
22. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 13 orð | 1 mynd

Geturðu ekki lánað mér 20 þúsund...

Geturðu ekki lánað mér 20 þúsund til föstudagsins. Þá fæ ég launin... Meira
22. desember 2003 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Heilbrigðisþjónusta fyrir 280.000 íbúa

Stjórnarandstaðan stendur sig illa og upplýsir ekki málið. Meira
22. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 478 orð

Orð í tíma töluð

Hinn 17. desember sl. skrifar skattgreiðandi í Velvakanda um öryrkjamálið og fannst mér það orð í tíma töluð og er sammála skattgreiðanda. Meira
22. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 10 orð | 1 mynd

Piparkökuhúsin eru komin í Kringluna.

Piparkökuhúsin eru komin í Kringluna. "sjáðu, þarna inni sefur grýla! Meira
22. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 519 orð

"Púritaninn í Babylon"

GRÆÐGISVÆÐING hins íslenska samfélags í gegnum frjálshyggju-stjórnarfar síðustu ára er eins og opið tilræði við þau gildi sem alla tíð hafa verið talin þjóðleg og sönn og þannig borið íslenskum anda gott vitni. Meira
22. desember 2003 | Aðsent efni | 895 orð | 1 mynd

Stelpur í búrum

Klámvæðingin tekur toll af samfélaginu. Hún dregur úr virðingu kynjanna hvors fyrir öðru, hún lítillækkar og hún hefur áhrif á börn. Meira
22. desember 2003 | Aðsent efni | 592 orð | 1 mynd

Vaðlaheiðargöng strax

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng verður Alþingi að ákveða á þessu kjörtímabili. Meira
22. desember 2003 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Verð neysluvara mun hærra hér en í ESB

Afkoma fyrirtækja batnaði verulega sl. ár og hún verður einnig góð á yfirstandandi ári. Fyrirtækin ættu því að geta greitt launafólki betri laun en nú er gert. Meira
22. desember 2003 | Aðsent efni | 374 orð | 1 mynd

Öryrkjar eru hvorki ölmusumenn né þurfalingar

Þá hefur verið dapurlegt að fylgjast með umræðum vandlætingarfullra borgara um baráttu öryrkja fyrir bættum hag. Meira

Minningargreinar

22. desember 2003 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR

Anna Sigurbjörg Hafsteinsdóttir fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 15. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 3662 orð | 1 mynd

BENEDIKT ÓLAFSSON

Benedikt Ólafsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnar Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974 og Magdalena Margrét Benediktsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 730 orð | 1 mynd

BJÖRN EINARSSON

Björn Einarsson fæddist í Saurbæ í Skeggjastaðarhreppi í Norður-Múlasýslu 19. maí 1933. Hann lést á heimili sínu 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Ófeigur Hjartarson, bóndi í Fjallalækjarseli, Hallgilsstöðum í Sauðanesh. og í Saurbæ,... Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 3643 orð | 1 mynd

HALLDÓR BJÖRNSSON

Halldór Björnsson fæddist á Svínabökkum í Vopnafirði 5. apríl 1930. Hann andaðist á heimili sínu 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafía Sigríður Einarsdóttir, f. 1899, d. 1990, og Björn Vigfús Metúsalemsson, f. 1894, d. 1953. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 342 orð | 1 mynd

HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Helga Kristín Sigurðardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 30. júní 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dalvíkurkirkju 13. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 304 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR

Sigríður Haraldsdóttir fæddist í Tékkóslóvakíu 17. desember 1919. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala aðfaranótt 16. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarneskirkju 19. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 4240 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR

Sigríður Pétursdóttir fæddist á Laugum í Súgandafirði 21. október 1910. Hún andaðist á heimili sínu, Nönnugötu 8 í Reykjavík, að kvöldi sunnudagsins 14. desember síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 1088 orð | 1 mynd

SIGURÐUR SVEINSSON

Sigurður Sveinsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 19. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2003 | Minningargreinar | 4744 orð | 1 mynd

VÍGLUNDUR S. HALLDÓRSSON

Víglundur Svavar Halldórsson fæddist í Heiðarbýli í Neskaupstað hinn 1. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. desember l. Hann var sonur hjónanna Halldórs Jóhannssonar trésmíðameistara, f. 2. apríl 1900, d. 24. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

22. desember 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, þriðjudaginn 23. desember, Þorláksmessudag, er níræð Sigríður Kristinsdóttir. Sigríður tekur á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 14.30 og 17.00 á Hornbrekku, heimili aldraðra í... Meira
22. desember 2003 | Dagbók | 43 orð

AÐFANGADAGSKVÖLD JÓLA 1912

Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál. Inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf. þessi klukknaköll boða ljós og líf. Meira
22. desember 2003 | Fastir þættir | 238 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

"Ha, ha. ha. Þú platar mig ekki, Zia Mahmood." Einn þekktasti spilafélagi Zia, Skotinn Michael Rosenberg, hefur skrifað bók: "Brids, Zia og ég," heitir hún og viðfangsefnið er samkrull af þessu þrennu. Meira
22. desember 2003 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Hafnarfjarðarkirkju þau Bryndís Magnadóttir og Thierry... Meira
22. desember 2003 | Dagbók | 475 orð

(Jh.. 12, 44.)

Í dag er mánudagur 22. desember, 356. dagur ársins 2003, vetrarsólstöður. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig." Meira
22. desember 2003 | Fastir þættir | 119 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. d4 exd4 3. Dxd4 Rc6 4. De3 Bb4+ 5. Bd2 Rf6 6. Rc3 0-0 7. 0-0-0 He8 8. Dg3 Hxe4 9. a3 Hg4 10. De3 Ba5 11. f3 Hd4 12. Bd3 Bxc3 13. Bxc3 Rd5 14. Dd2 Rxc3 15. Dxc3 Hh4 16. Re2 d6 17. h3 Hh6 18. Hhe1 Bd7 19. Be4 Dh4 20. Rd4 Rxd4 21. Hxd4 Dg5+ 22. Meira
22. desember 2003 | Í dag | 341 orð | 1 mynd

Tveir aftansöngvar og miðnæturmessa í Grafarvogssókn...

Tveir aftansöngvar og miðnæturmessa í Grafarvogssókn Á aðfangadag verður guðsþjónustuhaldið fjölbreytt. Barnastund í umsjón séra Sigurðar Arnarsonar er kl. 15 í kirkjunni. Aftansöngvarnir eru tveir í fyrsta sinn í Grafarvogssókn. Í Grafarvogskirkju kl. Meira
22. desember 2003 | Fastir þættir | 375 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

FORRÆÐISHYGGJAN ríður ekki við einteyming. Nú hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Í frumvarpi þessu er m.a. Meira

Íþróttir

22. desember 2003 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Arnór Atlason er með tilboð frá Magdeburg

ARNÓR Atlason, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður KA, er með tilboð frá þýska meistaraliðinu Magdeburg, en Arnór kom heim um helgina eftir nokkurra daga dvöl hjá þýska liðinu. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

Arsenal og Chelsea eins jöfn og hægt er

ARSENAL og Chelsea tylltu sér í sameiningu á topp deildarinnar á laugardaginn, Chelsea krækti sér í þrjú stig en Arsenal í eitt. Bæði liðin hafa gert 31 mark í deildinni og bæði hafa fengið á sig 12 mörk þannig að þau geta vart staðið jafnar. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 461 orð | 1 mynd

Breiðablik - Grindavík 72:83 Smárinn, Kópavogi,...

Breiðablik - Grindavík 72:83 Smárinn, Kópavogi, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, laugardaginn 20. desember 2003. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 99 orð

Dagný Linda í 52. sæti í St. Moritz

DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varð í 52. sæti af 54 keppendum á heimsbikarmóti í bruni kvenna sem fram fór í St. Moritz í Sviss á laugardaginn. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* DEJAN Stankovic , knattspyrnumaður hjá...

* DEJAN Stankovic , knattspyrnumaður hjá Lazio á Ítalíu , hefur ákveðið að ganga til liðs við Inter Mílanó í janúar. Stankovic er laus undan samningi næsta vor en Inter mun væntanlega greiða Lazio fyrir hann til að fá hann strax eftir áramótin. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

* EINAR Örn Jónsson gerði 3...

* EINAR Örn Jónsson gerði 3 mörk þegar Wallau vann Göppingen 40:28 í þýsku deildinni í handbolta og Rúnar Sigtryggsson var með eitt mark. Jaliesky Garcia var markahæstur gestanna með sjö mörk. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 171 orð

Engin vandræði hjá Magdeburg

MAGDEBURG, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sigurðssonar, átti ekki í nokkrum vandræðum með að komast í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu um helgina. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 577 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Birmingham - Middlesbrough frestað...

England Úrvalsdeild: Birmingham - Middlesbrough frestað Blackburn - Aston Villa 0:2 Stefan Moore 62., Juan Pablo Angel 75. - 20.772. Bolton - Arsenal 1:1 Henrik Pedersen 83. - Robert Pires 57. - 28.003. Charlton - Newcastle 0:0 26.508. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 404 orð

Grindvíkingar fara taplausir í fríið

SIGURGANGA Grindavíkur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla hélt áfram í Smáranum á laugardaginn, þegar liðið heimsótti Breiðablik. Grindavík vann öruggan sigur, 72:83, og hefur því sigrað í öllum ellefu deildaleikjum sínum til þessa. Blikar eru hins vegar í neðri hlutanum og fátt sem bendir til þess að þeim takist að komast í úrslitakeppnina, þótt mikið vatn eigi enn eftir að renna til sjávar í deildinni. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 89 orð

GSÍ samdi við Golf Monthly

TÍMARITIÐ Golf á Íslandi er komið út í fjórða sinn á árinu og kennir þar margra grasa. Blaðið er að þessu sinni 150 síður prýtt fjölda mynda og má þar finna innlend viðtöl, úttektir á golfvöllum og fjallað er um mörg af mótum sumarsins. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson gerði fjögur...

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson gerði fjögur mörk fyrir Essen þegar liðið vann úkraínska liðið Zaporozhye, 24:22, á útivelli í síðari leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa. Essen vann samanlagt 48:41 og er komið áfram. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

* HANS Meyer verður næsti þjálfari...

* HANS Meyer verður næsti þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlín , sem rak Huub Stevens í byrjun mánaðarins. Meyer , sem er 61 árs, hætti störfum sem þjálfari Mönchengladbach í mars og hugðist setjast í helgan stein. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

Haukar - Créteil 25:24 Ásvellir, Hafnarfirði,...

Haukar - Créteil 25:24 Ásvellir, Hafnarfirði, Evrópukeppni bikarhafa, 16-liða úrslit, síðari leikur, 21. desember 2003. Gangur leiksins : 0:2, 1:3, 7:5, 8:6, 13:6, 14:10, 15:10 , 17:11, 19:13, 19:16, 21:17, 21:19, 22:20, 24:20, 24:22, 25:22, 25:24 . Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 364 orð

Haukar komnir í jólaskap?

Keflavík sigraði að því er virtist áhugalausa Haukamenn 93:78 í Intersportdeild karla í körfu í gær og virtist sem Haukar væru meira með hugann við jólin en leikinn. Keflvíkingar byrjuðu leikinn sterkt með góðri pressuvörn og hröðum sóknarleik. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 733 orð | 2 myndir

Haukarnir fóru illa að ráði sínu

HAUKAR köstuðu frá sér sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöld þegar þeir unnu franska liðið Créteil með aðeins eins marks mun, 25:24, á Ásvöllum. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Heimsbikar í alpagreinum Brun kvenna: St.

Heimsbikar í alpagreinum Brun kvenna: St. Moritz, Sviss, laugardag: Renate Götschl, Austurríki 1.9,78 Hilde Gerg, Þýskalandi 1.9,95 Maria Riesch, Þýskalandi 1.9,97 Nadia Styger, Sviss 1.40,00 Jonna Mendes, Bandaríkjunum 1.40,24 Martina Schild, Sviss 1. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 174 orð

Holmes ekki meira með Breiðabliki?

JÓN Arnar Ingvarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í körfuknattleik, sagði við Morgunblaðið eftir leik liðsins gegn Grindavík á laugardag að óvíst væri að Cedrick Holmes myndi leika meira með liðinu á þessari leiktíð sökum hnémeiðsla. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 599 orð

Hættum að spila saman

ÞAÐ var að vonum mjög þungt hljóð í leikmönnum Hauka eftir leikinn gegn Créteil á Ásvöllum í gærkvöldi en Íslandsmeistararnir máttu bíta í það súra epli að falla úr leik í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa en Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, hafði sett sér það markmið að komast í úrslit keppninnar. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

Ítalinn Davide Simoncelli varð sigurvegari í...

Ítalinn Davide Simoncelli varð sigurvegari í stórsvigi karla í brekkunum í Alta Badia á Ítalíu í gær. Það er ekki annað að sjá en krafturinn og hraðinn sé mikill er hann rennir sér niður brekkuna. Úrslit á... Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 29 orð

Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,...

Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

* JOHN Terry mun fylla skarð...

* JOHN Terry mun fylla skarð Rios Ferdinands í enska landsliðinu í Evrópukeppninni í Portúgal næsta sumar, að mati Claudios Rainieris , knattspyrnustjóra Chelsea . " John verðskuldar að vera í landsliðinu, hvort sem Ferdinand er þar eða ekki. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 375 orð | 1 mynd

Keflavíkurkonur stungu KR af

"VIÐ vorum rosalega seinar í gang í dag og þetta gekk brösuglega, vorum ekki nógu skynsamar í sókninni og töpum boltanum of oft auk þess að vera ekki sterkar í fráköstunum en svo small þetta saman hjá okkur og þá náðum við að stinga þær af," sagði Erla Þorsteinsdóttir úr Keflavík, sem átti stærstan þátt í 73:52 sigri á KR í úrslitaleik Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikars kvenna, í Smáranum á laugardaginn. Það var samt ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Keflavík náði að stinga af. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 177 orð

Keisarinn vill fækka útlendingum

FRANZ Beckenbauer, forseti Bayern München og fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins, gagnrýndi um helgina fjölda erlendra leikmanna í þýsku deildinni. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 192 orð

Mark Heiðars dugði skammt gegn Stoke

HEIÐAR Helguson skoraði fyrir Watford í öðrum leiknum í röð þegar lið hans fékk Stoke í heimsókn í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Heiðar skoraði markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf, strax á 4. mínútu, en það dugði skammt. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

Mál Ferdinands fyrir almenna dómstóla?

GORDON Taylor, formaður samtaka enskra atvinnuknattspyrnumanna, hótaði því um helgina að draga verulega úr öllum samskiptum við enska knattspyrnusambandið, í kjölfarið á átta mánaða dómnum yfir Rio Ferdinand sem kveðinn var upp á föstudagskvöldið. Samkvæmt honum fer Ferdinand í bann frá og með 12. janúar en áfrýjun, sem örugglega verður lögð fram, myndi reyndar seinka gildistöku úrskurðarins, og eftir það gæti málið farið fyrir almenna dómstóla og endanleg afgreiðsla þess dregist enn frekar. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 592 orð | 1 mynd

Meistarar United komnir á toppinn

MEISTARAR Manchester United nýttu sér að Arsenal náði aðeins í eitt stig gegn Bolton, og lögðu Tottenham 2:1 í Lundúnum. Með þeim þremur stigum sem meistararnir fengu úr þeirri viðureign tylltu þeir sér í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, stigi meira en keppinautarnir Arsenal og Chelsea. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 154 orð

Ólafur með sex mörk

ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Ciudad Real náðu að leggja franska liðið Chambéry með einu marki, 33:32, í skíðabænum Albertville um helgina. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 212 orð

Parks látinn fara frá Tindastóli

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Tindastóls leysti í gær Adrian Parks, einn þriggja bandarískra leikmanna liðsins, undan samningi sínum og hann heldur af landi brott í dag. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 131 orð

"Mamma lætur mig heyra það"

DAMIEN Duff, írski kantmaðurinn hjá Chelsea, fór úr axlarlið þegar lið hans mætti Fulham á laugardaginn og missir af leikjum liðsins um hátíðarnar og sumir segja að hann verði frá næsta mánuðinn. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 124 orð

Ronaldo í gang

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo virðist vera að ná sér á strik á ný í liði Real Madrid á Spáni, hann skoraði eitt marka liðsins í 3:1 sigri þess á Mallorca og var þetta fimmti leikurinn í röð sem hann skorar í deildinni. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 166 orð

Sepp Blatter hótar United

Sepp Blatter, forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hótaði Manchester United öllu illu í gær ef félagið áfrýjaði máli Rios Ferdinands til almennra dómstóla. Ferdinand var á föstudag dæmdur í 8 mánaða keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Stigamót BTÍ Nings-stigamótið, haldið í íþróttahúsi...

Stigamót BTÍ Nings-stigamótið, haldið í íþróttahúsi TBR sunnudaginn 21. desember: Meistaraflokkur karla: 1. Matthías Stephensen, Víkingi 2. Sigurður Jónsson, Víkingi 3.-4. Magnús F. Magnússon, Víkingi 3.-4. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Strákurinn skoraði 68 fyrir Cleveland

LEBRON James, körfuboltastrákurinn magnaði hjá Cleveland Cavaliers, færði liði sínu tvo langþráða útisigra í NBA-deildinni um helgina. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 133 orð

UEFA styður úrskurð enska sambandsins

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, styður úrskurð enska knattspyrnusambandsins í máli Rio Ferdinands og segir hann í takt við sínar reglur. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 189 orð

Van Basten hefur áhyggjur af hollenska liðinu

MARCO van Basten, ein af stjörnum hollenskrar knattspyrnu á síðari árum, hefur áhyggjur af landsliði Hollands sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Portúgal næsta sumar. Meira
22. desember 2003 | Íþróttir | 354 orð

Viktor Bjarki er hættur hjá TOP Oss í Hollandi og fer líklega í Víking

VIKTOR Bjarki Arnarsson knattspyrnumaður hefur komist að samkomulagi við félag sitt í Hollandi, TOP Oss, um að rifta samningi sínum, sem átti að renna út í júní á næsta ári. Meira

Sunnudagsblað

22. desember 2003 | Sunnudagsblað | 897 orð | 1 mynd

"Eins og að leggja sjálfan sig í einelti"

Málæði, kaupgleði og þrifnaðaræði geta verið einkenni á sjúkdómnum geðhvörf II. Brjánn Jónasson ræddi við Einar Guðmundsson geðlækni um þennan arfgenga sjúkdóm sem leggst þungt á sumar fjölskyldur. Meira

Fasteignablað

22. desember 2003 | Fasteignablað | 440 orð | 1 mynd

Árið 2003 metár í fasteignaviðskiptum

Nú er ljóst að árið 2003 mun verða metár í fasteignaviðskiptum og í útgáfu hús- og húsnæðisbréfa Íbúðalánasjóðs. Nú þegar hafa borist rúmlega 11.600 umsóknir um húsbréfalán til sjóðsins, en á árinu 2002, sem einnig var metár, bárust tæplega 10. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 287 orð | 1 mynd

Fljótasel 11

Reykjavík - Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er til sölu glæsilegt og mjög vel um gengið 243,7 ferm. endaraðhús á þremur hæðum auk 23,3 ferm. bílskúrs. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 666 orð | 1 mynd

Geislahitun og gólfhitun eru gjörólík hitakerfi

Hver einasti maður á jarðríki hefur fundið fyrir þeim, sumum finnst þeir fá of mikið, öðrum of lítið og þar á meðal erum við hér á þessari norðlægu eyju. Þetta er öflugasta geislahitun sem til er, svo voldug að allt annað er sem hismi í samanburði. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 314 orð | 1 mynd

Hjallaland 21

Reykjavík - Hjá fasteign.is er til sölu endaraðhús við Hjallaland 21 í Fossvogi. "Þetta er vandað og vel byggt 192 ferm. hús ásamt 19,5 ferm. bílskúr, sem er í lengju við hlið hússins," segir Ólafur B. Blöndal hjá fasteign.is. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 240 orð | 1 mynd

Íbúðarhúsnæði hækkaði um tæp 20%

STÖÐUGAR hækkanir hafa verið á verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hefur verðið hækkað um 19,1% síðastliðna 18 mánuði. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 193 orð | 2 myndir

Naustabryggja 13-15

Reykjavík - Hjá fasteignasölunum Húsinu og Smáranum eru nú til sölu nýjar íbúðir við Naustabryggju13-15 í Bryggjuhverfi. Þetta er 4ra hæða fjölbýli ásamt bílastæðakjallara, sem er undir húsinu. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 59 orð | 1 mynd

Saumakassinn

Einu sinni áttu allar konur sem vildu standa undir nafni sem húsmæður saumaborð. Nú eiga fæstar konur saumaborð en öll heimili þurfa eigi að síður að eiga nál og tvinna til að gera við saumsprettur og festa tölur. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Skóskápurinn

Skóskápar geta verið þarfaþing, einkum þar sem lítið pláss er í forstofum fyrir skó eða inni í... Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 326 orð | 2 myndir

Svínhagi

Rangárvallasýsla - Hjá fasteignasölunni Eignavali er nú til sölu fallegt 102 ferm. einbýlishús á landi Svínhaga við Ytri-Rangá. Húsið er 4ra herbergja og með mjög miklu útsýni. Meira
22. desember 2003 | Fasteignablað | 50 orð | 1 mynd

Viti og listaverk

Á síðustu Sandgerðisdögum á þessu ári hófust bæjarbúar handa við að myndskreyta eitt af gömlu Miðneshúsunum við höfnina. Verkinu er ætlað að sýna eitt og annað í tengslum við sjávarútveg. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.