BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að selja Alcan í Straumsvík 52 hektara lands sunnan og austan við núverandi athafnasvæði álversins. Fyrir liggur kaupsamningur og er kaupverðið um 300 milljónir króna.
Meira
ÞEIR sem reykja sígarettur með litlu tjöruinnihaldi eiga alveg jafn mikið á hættu að fá lungnakrabbamein og þeir sem reykja vindlinga með miðlungsmiklu tjöruinnihaldi.
Meira
BENSÍNVERÐ á sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélaganna lækkaði um tvær til þrjár krónur í gær í kjölfar þess að Atlantsolía hóf að selja bensín á afgreiðslustöð sinni við Kópavogsbraut um miðjan dag.
Meira
SAMSTAÐA virðist vera um það á norska Stórþinginu að samræma eftirlaunakerfi þjóðarinnar sem þýðir, að eftirlaunaréttindi þingmanna, ráðherra og annarra fríðindahópa verði skert.
Meira
FJÖLDI íbúa höfuðborgarsvæðisins mun ná 200 þúsundum eftir fjögur ár, standist spár um náttúrulega fjölgun og búferlaflutninga, byggðar á þróun áranna 1995 til 2000, segir Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur hjá Land-ráð.
Meira
VINNUEFTIRLIT ríkisins varð að fresta morgunverðarfundi um veikindafjarvistir, sem halda átti á Grand Hóteli í dag. Ástæðan er sú, að sögn Ásu G.
Meira
EINN nemandinn í hópnum er Geir Thorsteinsson, framkvæmdastjóri kjararannsóknanefndar opinberra starfsmanna. Hann segist lengi hafa ætlað sér í MBA-námið.
Meira
BÍLAR sem framleiddir eru í Bandaríkjunum og keyptir inn í dollurum hafa lækkað mikið samfara lækkun dollars og segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, að jeppar og pallbílar frá Ford hafi lækkað í verði um allt að einni milljón króna á rúmu...
Meira
JÓHANN Halldórsson er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Vörðufangs. Eftir að hafa starfað í lögmennsku í átta ár, segir hann að sig hafi langað til að breyta til.
Meira
HANNES Hólmsteinn Gissurarson prófessor vísar afdráttarlaust á bug ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók hans Halldór, sem er fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness.
Meira
Við Háskóla Íslands leggja 45 nemendur stund á MBA-nám. Nemendur eru á öllum aldri og koma úr ólíkustu starfsgreinum. Súsanna Svavarsdóttir skrapp í tíma hjá þeim.
Meira
TÍU metra skíðishval rak á land í Landeyjafjöru í landi Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum fyrir skemmstu og uppgötvaðist hvalrekinn í gær. Hafrannsóknastofnun var tilkynnt um atburðinn og eru starfsmenn hennar væntanlegir til að rannsaka hræið.
Meira
EVA Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Símans, segist trúa á símenntun og því hafi hún skellt sér í MBA-námið. "Ég trúi því að maður verði alltaf öðru hverju að hrista duglega upp í sjálfum sér," segir hún.
Meira
NÝ kvikmynd á skáldverkinu fræga The Hitchhiker's Guide To The Galaxy verður tekin upp að hluta á Íslandi. Um er að ræða stórmynd sem framleidd er af breskum og bandarískum aðilum og kemur Disney-risinn meðal annars að framleiðslunni.
Meira
BJÖRG Árnadóttir er kynningarfulltrúi Sjálfsbjargar og hjúkrunarfræðingur að mennt. Eftir að hafa verið með sjálfstæðan rekstur í níu ár segist hún hafa ákveðið að drífa sig í MBA-námið. En hvers vegna?
Meira
Níu af hverjum tíu stelpum á aldrinum 10-19 ára í Bretlandi eru óánægðar með líkama sinn, samkvæmt könnun unglingatímaritsins Bliss þar sem úrtakið var 2.000 stúlkur.
Meira
MEÐALLESTUR á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu eykst lítið eitt en lestur á DV minnkar samkvæmt könnun Gallup sem fram fór fyrri hluta desembermánaðar. Fyrri könnun, sem miðað er við, fór fram í lok október.
Meira
Almennur kynningarfundur verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri í dag vegna aðalskipulags Þórshafnarhrepps 2003-2023. Fundurinn hefst kl. 17.00 og eru allir íbúar hreppsins sem tök hafa á hvattir til að mæta.
Meira
SYNJUN heilbrigðis- og tryggingaráðuneytsins (HTR), Tryggingastofnunar (TR) og heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir geðlæknishjálp jafngildir í raun afnámi sjúkratrygginga fyrir þennan sjúklingahóp sem oft stendur mjög höllum fæti, segir í ályktun...
Meira
EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Sjómannafélagi Ólafsfjarðar þar sem mótmælt er áformum um afnám skattaafsláttar sem sjómenn hafa notið: "Aðalfundur Sjómannafélags Ólafsfjarðar haldinn 29. des.
Meira
ÁSMUNDUR Stefánsson ríkissáttasemjari segist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að sættir náist án átaka í viðræðum Starfsgreinasambandsins og ríkisins. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um gang viðræðna.
Meira
Ábyrgð stjórnenda | Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja: afleiðingar vanrækslu, mistaka og lögbrota er yfirskrift hádegisverðarfundar Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche sem verður haldinn í dag, föstudaginn 9.
Meira
Þessi api brá á leik í dýragarði í Guangzhou í Kína fyrir fáum dögum en Kínverjar eru um þessar mundir að fagna því, að nýtt ár, Ár apans, gengur í garð 22. janúar...
Meira
9. janúar 2004
| Akureyri og nágrenni
| 163 orð
| 1 mynd
UMFANGSMIKLUM breytingum og endurbótum á Árbaki EA, ísfisktogara ÚA, er lokið. Til stóð að togarinn héldi til veiða seint í gærkvöld en hann hefur verið frá veiðum frá því í október á síðasta ári.
Meira
Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga tók formlega til starfa í nýjum húsakynnum á LSH við Hringbraut í gær en deildin hefur búið við afar þröngar aðstæður síðustu ár, að sögn forsvarsmanna spítalans, eða allt frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru...
Meira
MEIRIHLUTI er fyrir því á Stórþinginu norska að breyta reglunum um eftirlaun þingmanna og ráðherra en Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra sagði í fyrradag, að þær ættu að vera í samræmi við það, sem almennt gerðist í samfélaginu.
Meira
ANNA Guðrún Jónsdóttir (Anna Gunna) hefur selt hárgreiðslustofuna Hárfínt eftir 15 ára rekstur. Anna Gunna selur af heilsufarsástæðum en hún lenti í bílslysi fyrir 2 árum og brotnaði á báðum fótum.
Meira
ELDISLAX hefur að geyma umtalsvert meira magn af díoxínum og öðrum mengunarefnum, sem hugsanlega geta valdið krabbameini, heldur en villtur lax. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna sem gert hafa mikla rannsókn á efninu.
Meira
Nágrannaríkin Indland og Pakistan hafa háð þrjú stríð á síðustu 56 árum. Nú hafa þau tíðindi hins vegar gerst, eins og fram kemur í fréttaskýringu Davíðs Loga Sigurðssonar, að ákveðið hefur verið að efna til viðræðna þar sem öll ágreiningsmál ríkjanna verða rædd.
Meira
Flestir búa á Vesturlandi | Vegagerðin hefur nú lokið gerð og birti í síðasta mánuði skýrslu um umferðarkönnun sem gerð var í Hvalfjarðargöngunum 24. og 26. október 2002.
Meira
Flutt á suðurbakkann | Skrifstofur Hafnarfjarðarhafnar hafa nú flutt yfir á suðurbakkann, úr gamla Bæjarútgerðarhúsinu á Vesturgötunni yfir á Óseyrarbraut 4 við sunnanverða höfnina.
Meira
SUMAR barnavísur einkennast af algjöru ábyrgðarleysi og í þeim er hvorki tekið tillit til heilsuverndar né eðlilegs öryggis. Hafa tveir læknar, Sarah Giles og Sarah Shea, við Dalhousie-háskólann í Halifax í Kanada komist að þessari niðurstöðu.
Meira
DORRIT Moussaieff forsetafrú verður verndari Siglingadaga 2004 á Ísafirði sem fram fara í sumar og eru tíu daga hátíðarhöld, helguð sjósporti. Dorrit, sem er mikil áhugamanneskja um siglingar og vatnaíþróttir of fór m.a.
Meira
Grindavík | "Við fengum 2,8 tonn, þar af 1,6 tonn af góðum þorski," sagði Jón Gauti Dagbjartsson, skipstjóri á smábátnum Nónu GK-166, þegar þeir félagarnir voru að ljúka löndun í Grindavíkurhöfn fyrr í vikunni og gera klárt fyrir næsta túr.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR á vegum stjórnvalda í Washington hófu í desember að kanna með leynd hvort merki væru um það í helstu stórborgum landsins að hryðjuverkamenn væru að koma þar fyrir geislavirkum sprengjum, svonefndum "skítugum sprengjum" eða jafnvel...
Meira
Halldór Kvaran fæddist í Reykjavík 1961. Stúdent frá VÍ 1982. Starfaði þar eftir við Heildverslun Gunnars Kvaran til ársins 2000. Frá 2000 til 2002 sem deildarstjóri hjá matvörudeild Danól og hefur rekið eigin heildverslun frá miðju ári 2003. Halldór hefur setið í stjórn Íslenska Alpaklúbbsins í fjögur ár og sem formaður síðustu tólf mánuði. Halldór situr ennfremur í stjórn Klifurhússins. Maki er Kristín Gísladóttir og eiga þau saman tvö börn en tvö hvort til viðbótar úr fyrri samböndum.
Meira
KÍNVERSKIR embættismenn skýrðu frá því í gær að grunur léki á að tvítug framreiðslukona á veitingahúsi í Guangdong-héraði hefði smitast af HABL, heilkennum alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu.
Meira
HARÐUR árekstur varð á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu í gær þegar fólksbifreið og olíuflutningabifreið rákust á. Engin slys urðu á fólki þó að þeir sem í fólksbifreiðinni voru hafi lemstrast nokkuð.
Meira
ÞAÐ er best að fara varlega eins og tíðarfari er háttað nú og þarf ekki brött þök til að fólk detti í hálkunni. Þessir málarar höfðu greinilega vaðið fyrir neðan sig og höfðu bundið kaðal um sig...
Meira
Höfuðborgarsvæðið | Allt stefnir í að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði orðnir 200.000 einhverntíma á árinu 2008, og eru forsendur fyrir þessu mati bæði náttúruleg fjölgun og búferlaflutningar.
Meira
KARLMAÐUR um fertugt var stunginn í síðuna með hnífi heima hjá sér í Fossvogi í fyrrakvöld. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og gekkst undir aðgerð og mun ekki vera í lífshættu. Atvikið varð um kl.
Meira
Korpúlfsstaðir | Fyrirhugað er að tengja Korpúlfsstaðaveg og Vesturlandsveg með því að framlengja Korpúlfsstaðaveg, og er tilgangurinn m.a. sá að tengja byggð í Staðahverfi í Reykjavík og Blikastaðalandi í Mosfellsbæ við Vesturlandsveg.
Meira
NORÐURORKA hefur gert samstarfssamning við Grýtubakkahrepp um að hefja athugun á hagkvæmni þess að leggja hitaveitu á Grenivík og ef til vill víðar í sveitarfélaginu.
Meira
Rangt nafn Þau mistök urðu í gagnrýni Sæbjarnar Valdimarssonar um sjónvarpsmyndina Mynd fyrir afa (6.1.), að nafni kvikmyndatökumannsins, Guðmundar Bjartmarssonar, er snúið við og hann nefndur Bjartmar Guðmundsson, sem leiðréttist hér með.
Meira
SORPEYÐING Eyjafjarðar hefur sent hreppsnefnd Arnarneshrepps erindi þar sem leitað er eftir samvinnu við hreppsnefndina um hugsanlega staðsetningu á sorpurðunarstað.
Meira
Ljósmyndanámskeið Næstu 3 mánuði verða haldin ljósmyndanámskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á vegum ljósmyndari.is og í boði eru bæði helgarnámskeið og 8 vikna námskeið í ljósmyndun.
Meira
LOFTLEIÐIR Icelandic hafa samið við ítalska flugfélagið Volare Group um leigu á B767 breiðþotu Loftleiða. Samningurinn nær yfir leigu til Volare Group á einni Boeing 767-300 breiðþotu, áhöfnum, viðhaldi og tryggingum.
Meira
24 ÁRA karlmaður, sem bjargað var af botni Breiðholtslaugar í fyrrakvöld, liggur enn meðvitundarlaus í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Slysið varð kl. 18.
Meira
Málþing um lífupplýsingafræði Á morgun, föstudaginn 9. janúar verður haldið málþing um lífupplýsingafræði (e. bioinformatics). Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarstofu þriðju hæðar í Læknagarði kl. 13.15.
Meira
Um 300 manns, börn og fullorðnir, komu saman í gær við Taknes-fjörð í Halsa í Noregi, við staðinn þar sem háhyrningurinn Keikó var heygður og kvöddu dýrið hinstu kveðju. Hlaðinn var minnisvarði úr grjóti á...
Meira
Reykjavík | Þessir ungu ferðamenn létu kulda og skammdegi ekki stoppa sig í því að koma til Reykjavíkur og skoða sig um í skammdeginu, og ekki á þeim að sjá að þeim væri kalt.
Meira
NÁMSKRÁ Endurmenntunar Háskóla Íslands fyrir vorönn 2004 er komin út. Boðið verður upp á um 200 námskeið á ýmsum fræðasviðum. Flest námskeiðin eru ný en auk þeirra má finna námskeið sem haldin eru aftur vegna eftirspurnar.
Meira
Egilsstaðir | Haus af hreinkú, sem fannst í Oddsdal í Norðfirði fyrir fáeinum vikum, er nú til skoðunar á Keldum. Hafði maður séð dýrið steypast fram af barði og lá það dautt eftir.
Meira
SAMNINGANEFNDIR Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambandsins (SGS) hittast í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara til að ræða komandi kjarasamninga, en í fyrradag átti SA fund með samninganefnd Flóabandalagsins svonefnda.
Meira
"VIÐ verðum að gera okkur grein fyrir því að við eigum í kjaradeilu. Þeir [sérgreinalæknar] spinna þetta upp sem prinsippmál," sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson í samninganefnd HTR á upplýsingafundinum í gær.
Meira
Refur fyrir bíl | Laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt varð refur fyrir bifreið á Garðvegi og varð það hans bani. Lögreglumenn hafa séð töluvert af ref á eftirlitsferðum sínum í vetur og segja ljóst að mikið sé um hann á...
Meira
Grindavík | "Mér varð rórra eftir fundinn með landlækni og er sátt við að börnin mín búi áfram í Grindavík," segir Kristín Sigurjónsdóttir, kaupmaður í Grindavík.
Meira
Í SKÝRSLU sem Carnegie-stofnunin, ein virtasta hugveita Bandaríkjanna, hefur birt er því haldið fram að stjórn George W. Bush forseta hafi skipulega beitt blekkingum og ýkt hættuna af meintum gereyðingarvopnum Íraka. Í skýrslunni segir m.a.
Meira
Sameining sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki til greina eins og staðan er í dag, rekstur þeirra er einfaldlega svo mismunandi að slíkt yrði til bölvunar fremur en blessunar, segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi.
Meira
SÉRFRÆÐILÆKNAR lýstu því yfir skriflega að samningar við Tryggingastofnun myndu falla niður frá áramótum og þeir komu sjúklingum í þá stöðu að þeir njóti ekki tryggingaverndar.
Meira
Seyðisfjörður | Starfsfólk Shellstöðvarinnar á Seyðisfirði fékk á gamlársdag uppsagnarbréf. Útlit er fyrir að söluturni stöðvarinnar, sem er sú eina í bænum, verði lokað í byrjun mars og í staðinn settur upp bensínsjálfsali.
Meira
SLYSUM hefur fækkað ár frá ári í umdæmi lögreglunnar á Dalvík og einnig umferðaróhöppum þar sem tjón er mikið. Þá fækkaði umferðarlagabrotum á síðasta ári miðað við árið á undan.
Meira
Eitt sinn setti Ólafur Briem nemendum sínum fyrir að skrifa ritgerð um Íslendingasögu. Einhver nemenda var orðinn seinn fyrir, steypti saman heimildum tveggja valinkunnra fræðimanna og skilaði svo ritgerðinni undir sínu nafni.
Meira
Laugarvatn | Stofa íslenskra fræða við bókasafnið á Laugarvatni hefur tekið til starfa. Hún er stofnuð á grundvelli gjafar frá afmælisárgöngum skólans árið 2003.
Meira
NEMANDI sem lauk stúdentsprófi að loknu starfsnámi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um síðustu jól er afar óhress með þá uppgötvun að stúdentspróf að loknu starfsnámi tryggir ekki rétt til náms í Háskóla Íslands, enda hafi hann innritað sig í námið í...
Meira
Sýna farsa | Fiðringur, revíufarsi eftir Aðalstein Bergdal leikara, verður sýndur á Græna hattinum annað kvöld, laugardagskvöldið 10. janúar, kl. 20.30.
Meira
"VEISLUR í Perlunni heyra til undantekninga," segir Stefán Lárus Stefánsson forsetaritari, en veisla forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem haldin var í Perlunni 4. júlí sl. til heiðurs Þýskalandsforseta, dr.
Meira
Unglingaæfingar | Vikulegar ung lingaæfingar Skákfélags Akureyrar hefjast að nýju eftir jólafrí á laugardag, 10. janúar. Aðalunglingaþjálfari félagsins er Björn Ívar Karlsson. Æfingarnar hefjast kl. 13:30 og er að venju teflt í Íþróttahöllinni.
Meira
Úrelding sláturhúsa | Landbúnaðarráðuneytið mun veita 55 milljónir króna til úreldingar sláturhúsa á Fossvöllum og Breiðdalsvík. Verður fjármununum varið til að greiða skuldir við þá opinberu sjóði sem veð áttu í þessum tveimur...
Meira
Útsölur á löngum laugardegi Á morgun, laugardagurinn 10. janúar, er langur laugardagur á Laugaveginum. Verslanir verða opnar kl. 10-17 og fjöldi tilboða í gangi. Flestar verslanirnar bjóða nýtt kortatímabil.
Meira
Hornafjörður | Ísfell hf. hefur keypt allt hlutafé í Veiðarfæragerð Hornafjarðar. Ekki er stefnt að neinum starfsmannabreytingum og Tryggvi Vilmundarson mun stýra starfseminni áfram.
Meira
Veiðileyfi á markað | Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar hefur auglýst til sölu hreindýraveiðileyfi á næsta veiðitímabili, frá 1. ágúst til 15. september nk.
Meira
MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum, hefur farið fram á það við Jónínu Bjartmarz, formann heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, að nú þegar verði boðað til fundar í nefndinni vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í...
Meira
Vilja halda afslætti | Á aðalfundi Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, var samþykkt að mótmæla harðlega áformum fjármálaráðherra um að fella niður sjómannaafslátt.
Meira
TRYGGVI Felixson, formaður stjórnar Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir stjórnina ekki hafa fengið skýringar á afstöðu þingflokks Samfylkingarinnar til eftirlaunafrumvarpsins svokallaða sem samþykkt var á Alþingi fyrir jól.
Meira
SÍMAKOSTNAÐUR Reykjavíkurborgar í fyrra var rúmar 180 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn sjálfstæðismanna um símakostnað og lagt var fram í borgarráði. Um er að ræða allan fjarskiptakostnað, þ.m.t.
Meira
Heimilismönnum á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal var boðið upp á veislu á þrettándanum og var það sveitarfélagið Dalabyggð sem bauð. Máttu heimilismenn bjóða með sér gestum.
Meira
SLYSIÐ í Breiðholtslaug á miðvikudagskvöld er hið þriðja í röðinni á fimm mánuðum. Í ágúst 2003 lá ungri telpu við drukknun þegar hún hljóp út í laugina eftirlitslaust, en var bjargað fljótlega upp á bakkann. Hinn 11.
Meira
Grafarholt | Golfklúbbur Reykjavíkur hyggst reisa þriggja hæða æfingaskýli á aðstöðu klúbbsins í Grafarholti, og verður svæðið tilbúið um mánaðamótin maí-júní í sumar. Það verður hápunkturinn á 70 ára afmæli klúbbsins.
Meira
Morgunblaðið greindi frá því á þriðjudag að faðir þrettán ára drengs hefði kært verzlunina BT til lögreglu fyrir að selja piltinum tölvuleik, sem merktur var þannig að hann væri bannaður börnum innan sextán ára aldurs.
Meira
Kynferðisbrot gegn börnum eru meðal alvarlegustu glæpa sem hugsast geta. Þau bera sjúku hugarfari gerenda vitni og hafa varanleg áhrif á líf og sálarheill þolenda.
Meira
LEIKKONAN Kate Hudson hefur eignast son með eiginmanni sínum rokkaranum Chris Robinson úr hljómsveitinni The Black Crowes. Þar með er Goldie Hawn, móðir Kate, orðin amma, og maður hennar Kurt Russell orðinn stjúpafi.
Meira
Vínartónlist eftir Strauss-feðga, Lanner, Kreisler, Lehár o.fl. Sigrún Pálmadóttir sópran; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Ernsts Kovacic. Fimmtudaginn 7. janúar kl. 19:30.
Meira
ÆFINGAR eru hafnar hjá Söngsveitinni Fílharmóníu á aðalverkefnum yfirstandandi starfsárs. Tekin verða til flutnings tvö stór kórverk, Dixit Dominus eftir G.F. Händel og hin svonefnda Pákumessa eftir J. Haydn.
Meira
eftir Lee Hall Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Þórarinn Blöndal. Lýsing: Björn Steinar Guðmundsson. Hljóðmynd og tónlist: Hjörtur Howser. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
Meira
Ég vísa afdráttarlaust á bug ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók minni, Halldór , sem er fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness.
Meira
Hilmir snýr heim (The Return of the King) Peter Jackson tekst það sem allir vonuðust eftir, að magna upp það sem var magnað fyrir, og ljúka kvikmyndagerð Hringadróttinssögu með glæsibrag. (H.J.
Meira
UNDANÚRSLIT í Idol-Stjörnuleit fara fram í Vetrargarði Smáralindar í kvöld og verða vitanlega í beinni útsendingu á Stöð 2. Eins og alþjóð veit þá halda þau enn velli Anna Katrín, Arndís, Jón Sig. og Kalli.
Meira
Framleiðslufyrirtækið Sögn ehf., sem er í eigu hjónanna Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, ætlar að fara af stað með tökur á þessu ári á kvikmynd sem byggð er á hinni firnavinsælu glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, Mýrinni .
Meira
LISTAMAÐURINN Odd Nerdrum verður með málverkasýningu í Noregi í maí en hann hefur ekki sýnt þar í allmörg ár og ekki síðan hann settist að hér á landi.
Meira
HLJÓMSVEITIN Papar hefur heldur betur gert það gott undanfarið og selt hvorki meira né minna en 25 þúsund eintök af plötunum Riggarobb og Þjóðsögu á síðustu átján mánuðum og þær eru því báðar orðnar platínuplötur.
Meira
Á blaðamannafundi í Skólabæ í gær kynnti dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson greinargerð sína vegna gagnrýni sem birst hefur á Halldór, fyrsta bindi ævisögu hans um Halldór Kiljan Laxness.
Meira
KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Pegasus hafði milligöngu um gerð og framleiðslu nýrrar auglýsingar fyrir bjórframleiðandann Tennents í Skotlandi fyrir nokkru síðan.
Meira
Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS. Bönnuð innan 12 ára. (103 mín.) Leikstjórn og handrit Drew Daywalt og David Schneider. Aðalhlutverk Seann William Scott, Lou Diamond Phillips.
Meira
SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár tveir mun hætta útsendingum 11. janúar. Dagskráin verður sameinuð Skjá einum og mun komandi febrúardagskrá - og dagskráin í framhaldinu - endurspegla það. Kristinn Þ.
Meira
Á MIÐJUM vetri ætlar breskur plötusnúður að hita landann aðeins upp. Thad Baron eða DJ T.H.A.D. mun skemmta á laugardagsnóttina í Broadway en um upphitun sér fríður flokkur íslenskra sveita og plötusnúða.
Meira
ÞAÐ gerist æ sjaldnar að gefnar séu út íslenskar barnaplötur, hvað þá að sótt sé í gamla þjóðsagnaarfinn eða sígild ævintýri Grimms-bræðra eða H.C. Andersens.
Meira
Eldað með Elvis eftir Lee Hall verður frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld. Silja Björk Huldudóttir tók Magnús Geir Þórðarson leikstjóra tali, auk þess að heyra hljóðið í leikurunum Friðriki Friðrikssyni og Álfrúnu Örnólfsdóttur.
Meira
ÞESSI eðlisþáttur þ.e. "Geirræði" í fari hæstvirts fjármálaráðherra kom sennilega fyrst berlega eða réttara sagt freklega í ljós á meðan svonefnd samráðsnefnd var starfandi, en hún var skipuð fulltrúum eldri borgara svo og Þórarni V.
Meira
NOKKRIR framsæknir tónlistarmenn tóku sig til fyrir gamlárskvöld og ákváðu að halda tónleika á Zetunni. Var undirritaður einn af þeim. Kvöldið heppnaðist frábærlega þrátt fyrir veikindi einhverra listamanna sem létu þau þó ekki buga sig.
Meira
ÉG tek undir með þeim sem eru óánægðir með hvernig búið er að fara með gömlu góðu myndasögurnar í Morgunblaðinu. Þetta voru margra ára vinir manns og fastir punktar í tilverunni.
Meira
ÁRNI Tómas Ragnarsson læknir skrifar í Morgunblaðið sl. miðvikudag og fjallar um yfirstandandi deilu milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins.
Meira
Anna Sigurbjörg Hafsteinsdóttir fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 15. desember.
MeiraKaupa minningabók
Anna Soffía Friðrika Þórarinsdóttir fæddist í Bergskoti á Vatnsleysuströnd 3. ágúst 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Einarsson, f. 12.4. 1884, d. 7.4.
MeiraKaupa minningabók
Axel Wilhelm Einarsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1923. Hann lést á heimili sínu 25. desember síðastliðinn. Foreldrar Axels voru hjónin Einar Björgvin Kristjánsson húsasmíðameistari, f. 1892, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðbjörg Valdimarsdóttir fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum í Borgarfirði 19. nóvember 1934. Hún andaðist á Landsspítalanum við Hringbraut 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Davíðsson frá Arnbjargarlæk, f. 11. nóvember 1899, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
Elsku afi. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Þór Ísleifsson var fæddur á Akranesi 3. september 1938. Hann varð bráðkvaddur þann 23. desember 2003. Foreldrar Gunnars voru Ísleifur Kristberg Magnússon, bifreiðastjóri á Akranesi, síðar í Garðabæ, f. 19. júlí 1914 á Heinabergi, Skarðshr., Dal,...
MeiraKaupa minningabók
Ingvar Þór Halldórsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1956. Hann lést á heimili sínu í Miðvangi 16 í Hafnarfirði 26. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Magnea Dóra Magnúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1920. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Jaðri í Vestmannaeyjum, Kristjana Þórey Jóhannsdóttir, f. 8. júní 1891, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Bjarnadóttir fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 26. júní 1914. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jónsdóttir frá Vorsabæ á Skeiðum, f. 13.5. 1881, d. 19.1.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Ketill Frostason fæddist í Reykjavík 17. október 1953. Hann lést 24. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kötlu Kristínar Ólafsdóttur húsmóður og djáknanema, f. 10. október 1934 og Frosta Skagfjörð Bjarnasonar flugstjóra, f. 21.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Vigdís Ólafsdóttir fæddist 31. desember 1945. Hún andaðist á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Vigfússon, f. 30. september 1912, d. 12.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörg Kristjánsdóttir fæddist á Gásum í Eyjafirði 12. nóvember 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á nýársdag síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrika Jakobína Sveinbjörnsdóttir, f. 4. janúar 1884, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Uni Guðmundur Hjálmarsson fæddist 22. júlí 1926. Hann lést 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson Diego frá Nýjabæ á Þingeyri og Halldóra Friðgerður Sigurðardóttir frá Steinhólum í Grunnuvík í Jökulfjörðum.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Jakobsson fæddist á Akureyri 12. nóvember 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jakobs Frímanns Kristinssonar útgerðarmanns, f. 2.10. 1890, d. 12.3.
MeiraKaupa minningabók
BRESKA verslunarfyrirtækið Big Food Group, sem rekur matvöruverslanirnar Iceland og heildsöluna Booker, greindi frá því í gær að salan hefði aukist í þeim verslunum sem einnig voru til á samanburðartímanum um 2% á þrettán vikna tímabili fram til 26.
Meira
GREINING Íslandsbanka hefur óskað eftir að koma á framfæri leiðréttingu á afkomuspá sinni sem birt var í töflu á forsíðu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær.
Meira
RÚMLEGA 71% fyrirtækja hyggst halda óbreyttum fjölda starfsfólks næstu 3-4 mánuði, samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu meðal aðildarfyrirtækja í desember sl.
Meira
FJÁRFESTING Industrivärden í Össuri hf. var til umfjöllunar í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri í vikunni. Sænska fyrirtækið Industrivärden er einn helsti fjárfestingarsjóður Norðurlanda og á tæplega 16% í Össuri.
Meira
GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, vísar á bug orðum Ólafs Haukssonar, forstöðumanns almannatengsla hjá Iceland Express, um að Icelandair, dótturfélag Flugleiða, hafi stórskaðað tekjumyndun sína á síðasta ári með undirboðum.
Meira
BRESKA verslunarkeðjan House of Fraser tilkynnti í gær að sala fyrirtækisins hefði dregist saman um 1,7% á síðustu 23 vikum fram til 3. janúar sl.
Meira
40 ÁRA afmæli . Í gær, fimmtudagin 8. janúar, urðu tvíburasysturnar Anna Bjarnadóttir, Hlíðargötu 12, Neskaupstað og Ása Bjarnadóttir, Höfðahlíð 17, Akureyri fertugar. Þær munu hitta fjölskyldu og ættingja á ættarmóti í...
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 9 janúar, er áttatíu ára Ósk Laufey Jónsdóttir. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Bjarkarási 12, Garðabæ, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Laufey vonast til að sjá sem flesta ættingja og...
Meira
90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 9. janúar, er níræð Unnur Jónsdóttir frá Valadal í Skagafirði, nú búsett í Fagrahjalla 5, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Ragnar Óskar Sigurjónsson er lést...
Meira
Sveinn Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson eru "heitt par" um þessar mundir, en þeir félagar urðu í öðru sæti í minningarmótinu um Hörð Þórðarson og unnu svo jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 9. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Pálsdóttir og Baldur Ólafsson, fyrrverandi bændur á Fit. Þau verða að...
Meira
Sameiginleg messa eldri borgara ÁRLEG sameiginleg messa eldri borgara úr Bessastaðasókn, Garðasókn og Víðistaðasókn verður að þessu sinni í Bessastaðakirkju, sunnudaginn 11. janúar 2004 kl. 14.
Meira
Fram kom í fréttum nýlega að stefnt væri að því að Ísland tæki þátt í geimáætlun Evrópu með samstarfi við eða aðild að Geimferðastofnun Evrópu, ESA.
Meira
* ANDRIUS Stelmokas , línumaður KA , skoraði 6 mörk og landi hans Dalius Rasikevicius, leikstjórnandi Hauka , var með 5 mörk þegar Litháar unnu Eistlendinga, 30:24, í fyrri leik þjóðanna í forkeppni að undankeppni HM í handknattleik en þjóðirnar mættust...
Meira
"ARNO Ehret, landsliðsþjálfari Sviss, er að byggja upp nýtt lið og eftir því sem ég kemst næst þá hafa Svisslendingar ekki átt jafn gott lið í langan tíma, það verður því spennandi að takast á við þá," segir Guðmundur Þórður Guðmundsson,...
Meira
Í BÍGERÐ er að byggja yfir Centre Court, aðalleikvanginn á hinu fræga Wimbledon-móti í tennis sem fram fer í London ár hvert. Þar með á að stemma stigu við töfum sem verða nánast árlega á mótinu vegna rigningar.
Meira
* KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir , sundkona frá Akranesi , hélt í gær til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst vera við æfingar næstu tvær vikur. Eftir æfingaferðina heldur hún á Opna Lyngby-mótið í sundi í Danmörku .
Meira
KRAFTINN vantaði ekki í Gróttu/KR þegar Eyjastúlkur komu í heimsókn á Seltjarnarnesið í gærkvöldi en það dugði samt ekki til því þegar gestirnir höfðu dustað rykið af varnar- og sóknarleik sínum var það meira en heimasæturnar á Nesinu réðu við. ÍBV trónir því enn á toppi deildarinnar eftir 23:29 sigur og Grótta/KR-konur eru í 6. sæti en ef þær slípa leik sinn betur má búast við að þær fikri sig upp töfluna.
Meira
LEIFUR Sigfinnur Garðarsson, alþjóðlegur dómari í körfuknattleik, mun dæma tvo leiki í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik í byrjun næsta mánaðar. Hinn 3.
Meira
HEITT var í kolunum í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar Haukar tóku á móti Keflavík í 8-liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar. Haukar skörtuðu nýjum útlendingi og það efldi þá til dáða en margfaldir meistarar í Keflavík hafa marga fjöruna sopið og þegar þeir náðu undirtökunum skóp það 98:90 sigur. Í Njarðvík fóru heimamenn seint í gang en unnu síðan örugglega 97:78.
Meira
BRIAN Mikkelsen, menningarmálaráðherra Dana, hljóp aðeins á sig í vikunni þegar hann sagðist ætla að sjá til þess að mál Rios Ferdinands, hjá Manchester United, verði tekið fyrir hjá Alþjóða lyfjadómstólnum og leikmaðurinn fái tveggja ára keppnisbann...
Meira
BARÁTTULEIKUR Tindastóls og Snæfells verður ekki flokkaður með því besta sem sést hefur á körfuboltavellinum en liðin áttust við í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gær. Hinsvegar var leikurinn æsispennandi og tryggðu gestirnir sér sigur á síðustu sekúndum leiksins, 87:88, og sæti í undanúrslitum um leið.
Meira
FORRÁÐAMENN og leikmenn kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik eru ekki sáttir við vinnubrögð Íþróttafélags stúdenta sem fékk til sín bandaríska leikmanninn Meadow Overstreet á dögunum og lék hún með ÍS þann 3. janúar s.l. en hvarf síðan af landi brott.
Meira
Bresku fjölmiðlarnir þurftu að bíða lengi eftir svörum frá Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir ósigur liðsins gegn Liverpool á Stamdord Bridge í fyrrakvöld.
Meira
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspyrnu hefst í kvöld í Egilshöll með tveimur leikjum í A-riðli í meistaraflokki karla. Leiknir og Þróttur leika kl. 19 og ÍR og Valur kl. 21. KR leikur einnig í riðlinum.
Meira
Einn þekktasti tenniskappi Breta, Greg Rusedski, neitaði í gær að hafa tekið inn steralyfið nandrolone en niðurstöður lyfjaprófs sem birtar voru í gær gefa til kynna að Rusedski hafi notað steralyfið.
Meira
ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN, IOC, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem að fram kemur að ekkert lyfjasýni frá vetrarleikunum í Salt Lake City hafi innihaldið hið nýja steralyf THG. Í október sl.
Meira
TRYGGVI Guðmundsson knattspyrnumaður varð að hafna boði frá enska úrvalsdeildarliðinu Birmingham City en honum stóð til boða að koma til félagsins til reynslu í vikutíma. Þá vildi Wigan, eitt af toppliðunum í ensku 1.
Meira
ÁRATUGUM áður en auðmenn á borð við Roman Abromovich héldu innreið sína í knattspyrnuna var það orðin tíska á Ítalíu að ríkmenni ættu í það minnsta eitt fótboltalið ættu þeir að teljast samkvæmishæfir.
Meira
... að það væri líka "vörutalning" í dýragarðinum í London, en hér er verið að telja svartfættar mörgæsir. Einstaklingar allra 600 tegundanna í garðinum voru taldir á...
Meira
... að það yrði svo kalt á Indlandi á þriðjudaginn, að dýragarðurinn í Delhi yrði að hlýja tígrynjunni Kunit með hitara. Hitastigið fór niður í fjórar gráður, semsagt þokkalegan íslenskan...
Meira
... að sólin liti svona út séð frá plánetunni Mars. Á innskotnu myndinni er hún stækkuð fimmfalt. Könnunarfarið Spirit tók myndina, en það lenti á Mars aðfaranótt...
Meira
... að gamla hetjan Ray Davies, aðalmaðurinn í hljómsveitinni The Kinks, myndi verða skotinn í fótinn, eftir að hafa elt þjóf í franska hluta New Orleans í Bandaríkjunum. Þjófurinn hafði ráðist á vinkonu hans og hótað að drepa...
Meira
... að leikkonan Cameron Diaz myndi skella sér til San Pedro de Atacama í Chile, 1.680 km norður af höfuðborginni Santiago. Þar er hún ásamt vinkonu sinni Drew Barrymore við tökur á ferðaþætti fyrir...
Meira
Leikkonurnar Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir eru geðveikar súkkulaðiætur að eigin sögn og voru gripnar glóðvolgar á Alþjóðahúsinu þar sem þær höfðu sporðrennt Selva nera risasúkkulaðiköku frá Napolí.
Meira
Blaðamaður fær hugdettu : "Maður, ber að ofan , við ýmiskonar tómstundastarfsemi. Góð leið til að kynna alls kyns dægradvöl, en um leið svolítið fyndið og klikkað . Hvern væri hægt að fá í þetta?
Meira
Þegar einmana sálir koma saman, þá er gaman. Svona hljómar kjörorð Einmana félagsins sem starfar í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hugmyndin er að sameina krakka sem eiga enga vini í skólanum og eru nokkrir tugir nemenda í félaginu.
Meira
Árni Torfason tók forsíðumyndina þegar framhaldsskólarnir byrjuðu aftur núna eftir áramót. Þessi nemandi, sem greinilega er ekki of sleipur í stærðfræðinni, hefur ýmiskonar furðuleg hjálpargögn við höndina, meðal annars plastöndina Rasmus.
Meira
Mánudaginn milli jóla og nýárs vaknaði skáldið upp með andfælum í fleti sínu, spratt á fætur, strauk framan úr sér martröðina og stikaði kengbogið fram og aftur um gólfið góða stund, kveikti loks á eldspýtu og bar logann að vekjaraklukkunni. 9.22.
Meira
*http://www.nerd-zone.com/ " Það besta á árinu Þegar byrjað var að selja Candy man nammið. Það versta á árinu Harðlífið sem margir ganga í gegnum í heiminum.
Meira
Enskukennari (Meg Ryan) lendir í eldheitu ástarsambandi við lögreglumann (Mark Buffalo) sem er að rannsaka fjöldamorð í hverfinu hennar á Manhattan í In the Cut sem er frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói um helgina. Nýjasta mynd Jane Campion er einnig með Jennifer Jason Leigh og tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson.
Meira
Kennarar og nemendur Myndir um sambönd lærimeistara (oftast sögu- eða enskukennara) við nemendur sína skjóta upp kollinum af og til og lukkast oftar en ekki með minnisstæðum árangri.
Meira
Vorið 1953 útskrifast Katherine Watson (Julia Roberts) frá Berkeley-háskóla og tekur að sér kennarastarf við Wellesley-menntaskólann þar sem einungis kvenfólk fær inngöngu. Þær þyrstir í frelsi menntanna en tíðarandinn er þrúgandi. Kirsten Dunst, Julia Stiles og Maggie Gyllenhaal fara með helstu aukahlutverk í Mona Lisa Smile, undir stjórn Mikes Newells, en myndin er frumsýnd um helgina í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói, Akureyri.
Meira
Nokkrir erótískir spennugjafar Kvikmyndasagan lúrir á nokkrum spennumyndum þar sem fléttast saman glæpir og holdlegar fýsnir á eftirminnilegan hátt.
Meira
Mér finnst gegnvarið timbur ljótt. Pallaefni er enn eitt örið á ásjónu Reykjavíkur. Notagildi umfram fegurð. Þetta er veðrinu að kenna. Þetta er heimskautasvæði. Hér er alltaf ískalt. Og í þau fáu skipti sem sólin skín þá er líka rok.
Meira
Jólin búin: Jú, þetta er allt yfirstaðið: Jólin, matarboðin, pakkarnir og kortin. Ég flúði jólaáreitið í borginni á Þorláksmessu, brunaði út úr bænum og skreið inn í bústað í faðmi fjalla með fjölskyldunni.
Meira
"Að spyrja listamann um álit hans á gagnrýnendum er eins og að spyrja ljósastaur hvað honum finnist um hunda." Þið megið giska á hvort sá sem þetta sagði hafi verið ljósastaur eða hundur. Hundahald er leyft og hundurinn yfirleitt talinn, ja, ef ekki þarfasti þjónninn, þá besti vinur, ja, ef ekki listamannsins, þá mannsins yfirleitt. Að minnsta kosti ef hundurinn sleikir hönd mannsins, jafnvel listamannsins, og bleytir ei að öðru leyti eða glefsar.
Meira
Bækur James Patterson - The Big Bad Wolf: A Novel James Patterson er með vinsælustu reyfarahöfundum vestan hafs, eða hefur verið það í það minnsta.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.